Verzlunarskólablaðið 84

Page 1






ALLA FIMMTUDAGA

2 FYRIR 1 Í BÍÓ Þegar þú verslar í Kringlunni á fimmtudögum, færð þú tvo bíómiða á verði eins á sýningar í Sambíóunum Kringlunni.

kringlan.is facebook.com/kringlan.is


Yfir 300 tilboð í Einkaklúbbsappinu ... ... þar á meðal fjölda 2 fyrir 1 tilboða. Allir viðskiptavinir Arion banka eru í Einkaklúbbunum. Ert þú einn af þeim? Náðu í appið og njóttu tilboðanna






Ritstýra og ábyrgðarmaður: Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Ritnefnd: Bjarki Snær Smárason Guðfinna Kristín Björnsdóttir Hanna Rakel Bjarnadóttir Lóa Yona Zoé Fenzy Ragnhildur Ásgeirsdóttir Stefanía Elín Linnet Ljósmyndir og myndvinnsla: Lóa Yona Zoé Fenzy Stefanía Elín Linnet Hönnun og umbrot: Þorgeir K. Blöndal Prófarkalestur: Gullveig Theresa Sæmundsdóttir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Pappír: 150 gr. Munken polar 150 gr. Silk Letur: Suisse Int’l Suisse Neue Monarch eftir Jacob Wise Prentun: Oddi Upplag: 1300 Útgáfudagur: 8. Mars 2018

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda, rétthafa efnis og útgefanda.



Kæri verzlingur

IV

Það er magnað að sjá hverju ólíkir einstaklingar geta áorkað þegar þeir taka höndum saman. Þessi bók er gott dæmi um það. Þetta ferli hefur verið hreint út sagt frábært. Eins og svo oft með svona umfangsmikil verkefni gekk það upp og niður og við áttuðum okkur fljótt á því að það er ekki hægt að plana allt til hins ítrasta eða gera ráð fyrir öllu. Þegar upp er staðið hefðum við þó ekki gert neitt öðruvísi og erum óendanlega þakklát fyrir tækifærið að hafa fengið að vinna að þessu verkefni. Það var okkur mikill heiður að fá að búa þessa bók til. Við vonum svo innilega að þú njótir hennar. Takk fyrir mig og takk fyrir okkur.


Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, ritstýra Verzlunarskólablaðsins 84

V


V84

Hanna Rakel Bjarnadóttir

Lóa Yona Zoé Fenzy

VI


Guðfinna Kristín Björnsdóttir

Bjarki Snær Smárason

Stefanía Elín Linnet

Ragnhildur Ásgeirsdóttir

VII


Sérstakar þakkir

Alexander Mar Sigurðsson Alma Finnbogadóttir Anna Bryndís Zingsheim Anna María Pálsdóttir Ari Leifsson Arnaldur Karl Einarsson Arnar Gauti Ólafsson Árni Páll Árnason Ása Valdimarsdóttir Ásdís Dagsdóttir Ástbjörn Þórðarson Ástráður Sigurðsson Carolina McNair Benedikt Bjarnason Berglind Ósk Guðmundsdóttir Birna María Másdóttir Birna Ósk Kristinsdóttir Birgitta Örvarsdóttir Bjarni Ármann Atlason Bjarni Sævar Sveinsson Björn Ásgeir Guðmundsson Bryndís Björk Bergsdóttir Dagmar Pálsdóttir Daníel Hjörvar Guðmundsson Daníel Már Kristinsson Elísa Karen Guðmundsdóttir Elísabet Friðriksson Erlingur Sigvaldason Fanney Birgisdóttir

Gabríela Ósk Vignisdóttir Gísli Þorgeir Kristjánsson Grethe María Björnsdóttir Gullveig Theresa Sæmundsdóttir Guðrún Karítas Blomsterberg Gyrðir Hrafn Guðbrandsson Helga Margrét Gísladóttir Hrafnhildur Kjartansdóttir Ingunn Anna Kristinsdóttir Karen Lind Skúladóttir Karen Rós Smáradóttir Karen Jacobsen Karitas Bjarkadóttir Karítas Etna Elmarsdóttir Katrín María Timonen Katla Einarsdóttir Kjartan Þórisson Kristín Auður Stéfánsdóttir Kristófer Orri Pétursson Leifur Þorsteinsson Liv Benediktsdóttir Ljósmyndanefnd Marta María Stephensen Máni Huginsson Mímir Bjarki Pálmason Ninna Björk Ríkharðsdóttir Nína Melsteð Margrétardóttir Óttar Ómarsson

Pétur Már Sigurðsson Ragna Birna Ægisdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir Rán Ragnarsdóttir Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson Saga Eysteinsdóttir Sara Margrét Emilsdóttir Selma Fjölnisdóttir Sigríður María Egilsdóttir Sigurður Darri Rafnsson Sigyn Jara Björgvinsdóttir Skarphéðinn Vernharðsson Sólveig Björnsdóttir Stefán Jónsson Steinar J. Lúðvíksson Styr Orrason Sunneva Þorsteinsdóttir Svanhildur Silja Þingey Þorsteinsdóttir Sylvía Hall Sæmundur Sven Alexandersson Schepsky Sævar Örn Valsson Thelma Mogensen Valgerður Lára Ingadóttir Vigfús Árnason Viktor Pétur Finnsson Völundur Hafstað Þorvaldur Tryggvason Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir

Sérstakar sérstakar þakkir fær Helgi Tómas Helgason

VIII


Ragnhildur, Bjarki Snær, Hanna Rakel, Lóa Yona, Guðfinna, Stefanía og Lilja Hrund

IX


Skólasöngur

Kepp ötul fram, vor unga stétt, að efla landsins gagn; brátt færðu krafta, fremd og traust, og færð til verka magn. Oft brautryðjandans þraut var þung en þú ert sterk og djörf og ung og framkvæmd mörg á Fróni er í framtíð ætluð þér. Vér elskum þig, vort ættarland, þín ögur, fjöll og dal; og þínum hag og þinni sæmd vor þróttur helgast skal. Þú framtíð vora, Ísland átt, þín æska setur markið hátt með göfug heit að gagna þér og Guð með henni er.

Texti: Þorsteinn Gíslason Útsetning lags: J.K. Cortez

Og skóli vor, um öll vor ár þér unna skulum vér og muna æskuárin glöð, sem áttum vér hjá þér. Þitt aukist gengi, eflist þú, sem æskulýðsins glæðir trú og vilja og þrek hins vaska manns og velferð ættarlands.


Stjórn NFVÍ 2017–2018: Máni Huginsson, Ísabella Hlynsdóttir, Viktor Pétur Finnsson, Ása Valdimarsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Ástráður Sigurðsson, Anna Bryndís Zingsheim, Benedikt Bjarnason, Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir og Geir Zöega

XI


V84

Efnisyfirlit

— 6 7 38 70 72 74 76 78 79 86 108 109 122 124 226

Greinar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá Útópía Hugleiðingar um trúarbrögð Helförin Listasaga America Is Great Again Útskriftarferðin Vesturfarar Busaferðin Rán vs. Völli: Með og á móti samfélagsmiðlum Við búumst við of litlum af karlkyns femínistum Pressa Peysufatadagurinn Útskriftardagurinn Völli í 72 tíma

— 34 44 56 82 84 150 216 228

Tíðarandi: Topp fimm Tískuannáll Orðaslangur Tímalína Plötuannáll Skoðanakönnun Fréttaannáll Hverju trúir þú?

— 2 28 52 58 104 138 162

Myndaþættir: I Geysir II III IV V VI

XII

— 10 16 24 50 94 146 148 198 214 220 232

Viðtöl: Bubbi Morthens Það mikilvægasta er að vilja hjálpina Guðni Th Helgi Ómars Ungir og efnilegir Bessí Jóhannsdóttir Xdeathrow Martin Hermannsson Ólafía Þórunn Cyber Guðrún Helgadóttir

— 20 36 112 114 130 172 176 178 180 182 184 186 188 190 192 193 200 202 204 218 222 224 236

Nemendur og kennarar: Gullkorn Lærimöns Uppáhalds hlutir Vælið Hver er þinn helsti ótti? Humans of Verzló Félagslífsannáll Íþró Listó Málfó Nemó Skemmtó Viljinn Vísindafélagið FFVÍ Verzló Waves Vel gert Verzlingar Ljóðakeppni Ljósmyndakeppni Tvífarar Safnarar Lífsreglur kennara 2. bekkur


Verzlunar skólablaðið áttatíuogfjögur


Módel: Karen Lind Skúladóttir Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson Ljósmyndir og myndvinnsla: Stefanía Elín Linnet

2

Stílisering: Bjarki Snær, Hanna Rakel, Lilja Hrund og Ragnhildur



4


5


Katrín María Timonen

Fjarlægðin gerir fjöllin blá

„Kæru farþegar. Velkomin til Keflavíkur! Við vonum að þið hafið notið flugsins og takk fyrir að velja Icelandair.“ Í hvert skipti sem ég heyri þessa tilkynningu eftir að hjól flugvélarinnar hafa snert flugbrautina á Keflavíkurvelli grípur mig ákveðinn léttir og tilhlökkun að koma heim í mitt rúm og rými. Heima er hreinlega best og það er alveg sama hvort maður er að koma frá Hveragerði eða úr vikulöngu fríi á Spáni. En oftast varir sú tilfinning ekki lengi. Hversdagsleikinn verður margfalt grámyglulegri ef það er engin ferð á döfinni. Þá fyrst líður manni eins og hamstri á hamstrahjóli. Með ferð á ég ekki endilega við háklassaferð til sólarlanda þar sem búðir eru þræddar og djús drukkinn við sundlaugarbakkann. Greiðslukortið þarf nefnilega ekki alltaf að þjást þrátt fyrir undankomuhelgi frá hversdagsleikanum. Ég er svo lánsöm að eiga í hús að venda á bæði Vestur- og Norðurlandi svo skyndirúntar út á land eftir skóla á föstudögum eru ekki sjaldgæfir hjá mér. Eftir annasama viku jafnast fátt á við það að setjast inn í bíl, setja íslensk dægurlög á fóninn, hækka í botn og fylgjast með amstri höfuðborgarinnar fjarlægjast í baksýnisspeglinum. Það er nær sama hvert er haldið, út fyrir landsteinana eða ekki, þá kemur maður alltaf til baka með sögur í pokahorninu sem munu veita þeim sem á þær hlusta innblástur. Ferðalög endurnæra, víkka sjóndeildarhring okkar og kenna okkur að meta lífið á nýjan hátt. Það er allt annað að sjá staði með eigin augum en að heyra um þá frá öðrum. Ég hef mikinn áhuga á fólki og mismunandi lifnaðarháttum og hef ég séð og upplifað ótalmargt en finnst ég engu að síður ennþá fáfróð. Fæstir ná að sjá meira en brotabrot af heiminum á einni mannsævi en þetta brotabrot getur þó skipt sköpum. Við lærum heilmargt af meðbræðrum okkar úti í heimi og fyrst og fremst af sjálfum okkur. Góð ferð, endurnærður hugur og hamingjusamur einstaklingur er gulls ígildi. Gamalt máltæki segir þann heimskan sem heima situr en þess er ekki getið hversu langt að heiman maður þarf að fara til að öðlast meiri visku. Kannski þarf maður ekkert að fara svo langt… Lifum, lærum og njótum!

6


Pétur Már Sigurðsson

Útópía

7

Árið 1516 skrifaði húmanistinn Thomas More bók sem hann nefndi Utopia. Nafnið á bókinni var myndað af grísku orðunum „ou“, sem merkir „ekki“, og „topos“ sem er „staður“, það er, enginn staður. Á góðri íslensku er slíkt fyrirbæri kallað staðleysa. Í bókinni lýsir Thomas ferð til Nýja heimsins þar sem allir hafa nóg á milli handanna, hlutum eins og græðgi og öfund hefur verið útrýmt og þar ríkir fullkomið sameignarskipulag, kommúnismi. Slíkar staðleysur, þar sem allt er fullkomið, eru því kallaðar útópíur. Staðleysur seinni tíma virðast þó frekar draga upp mynd af mun verra samfélagi en við búum nú þegar í. Það eru bækur á borð við 1984 og Hungurleikana. Og eru þær oft settar fram í mótmælaskyni eða til þess að vera okkur víti til varnaðar. Þær staðleysur eru andhverfa útópíunnar og eru kallaðar dystópíur. Vonin um hinn Nýja heim virðist nefnilega hafa fallið með kommúnismanum í Sovétríkjunum á 20. öld. Nú til dags virðist fólk enga trú hafa á fyrirheitna landinu. Vonin um útópíuna virðist hafa dáið út og því er nánast einungis skrifað um dystópíur. En það er einn staður sem gleymist oft í umræðunni um útópíur, staður sem er reyndar löngu hættur að vera útópía og frekar orðinn paradís á jörðu. Maður þarf nefnilega ekki að leita lengra en austur fyrir Hellisheiði til þess að finna fyrirheitna landið. Þar er staður svo fagur álitum og bjartur að lýsir af, þó skartar himinninn öllum sínum perlum allan ársins hring. Þar hafa allir nóg að bíta og brenna og einungis er pláss fyrir orð eins og „óhamingja“ í bókmenntum. Þetta er að sjálfsögðu Selfossbær. Á Selfossi drýpur mysuostur af hverju strái enda hefur Selfoss tekið það á sig að einoka mjólkuriðnaðinn frá því að Mjólkurbú Flóamanna tók við fyrstu dropunum 1929. Meðalmaðurinn á Selfossi hefur aldrei upplifað hungur, því á Selfossi er nánast einn skyndibitastaður fyrir hvern íbúa. Selfyssingar hafa alltaf tíma fyrir listir. Það kemur þó kannski ekki fólki á óvart enda var síðasta þjóðskáld Íslendinga þar uppalið, sjálfur Ingólfur Þórarinsson. Á milli þess sem Ingó spilar á afmælishátíðum hjá Byko rúntar hann um Selfoss á grænni Imprezu. Í þessu rúmlega 7.500 manna bæjarfélagi eru nefnilega u.þ.b. 3.000 Imprezur sem bæjarbúar skipta bróðurlega á milli sín því rúmlega helmingur bæjarbúa er próflaus hverju sinni. Á Selfossi er líka alltaf sumar, meira að segja að vetri til. Það er nánast ómögulegt að verða sér úti um síðbuxur á Selfossi því einungis baróninn á Eyravegi selur slíkan varning. En íbúar eru þó mjög sáttir með þjóðbúninginn, bleiku skyrtuna og stuttbuxurnar, eins og reyndar allt annað. Hamingjan og bjartsýnin er nefnilega alltaf við völd því annað er nefnilega ekki hægt þegar maður þarf hvorki að glíma við hungur né skammdegi. Vonin um hinn Nýja heim gæti verið horfin alls staðar annars staðar í heiminum. En í litlum bæ í Árnessýslu hefur draumurinn þegar ræst. Það hefur þó, hingað til, lítið verið skrifað um hann en kannski mun bjartsýnn rithöfundur einn daginn uppgötva þetta. Þangað til verður Selfoss þó bara að vera sama gamla pissustoppið í augum heimsbyggðarinnar.


Lifehacks fyrir leiðtoga framtíðarinnar Sumarnámskeið framundan! Skráðu þig núna á dale.is eða í síma 555-7080

Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. ad_youth_020618_iceland



Guðfinna, Lilja, Ragnhildur, Stefania og Hanna

Bubbi Morthens

Til að byrja með er þetta æðislegt. Geggjað. Stanslaus partý, stelpur, nóg af öllu. Einn daginn hættir þetta að vera gaman, og þá ætlaru að hætta en þú getur ekki hætt. Þá taka við mörg ár í viðbjóði og hrylling.

10


Lesblindur, lagður í einelti og misnotaður flúði Bubbi Morthens inn í heim bókmennta og tónlistar. Sjö ára var hann kominn með gítar og búinn að ákveða að þetta væri það sem hann væri fæddur til að gera. Tónlist var honum alltaf mjög náttúrleg en um leið gríðarlegur flótti. Á unglingsárum þvældist hann úr einu þorpi í annað með gítarinn, ákveðinn í að fyrsta platan, síðar nefnd Ísbjarnarblús, yrði komin út áður en hann yrði tuttugu og fimm ára. Hún setti allt á hliðina á landinu. Eins frábært og Bubba finnst að konur hafi tekið senuna í umræðunni, hefur hann áhyggjur af þeim karlmönnum sem hafa verið misnotaðir og segir þá ennþá algjörlega í myrkrinu. Eftir daglega neyslu í nær 16 ár vaknaði hann 11. febrúar 1996 um miðja nótt og ákvað að hann gæti ekki meir. Nú fer hann að sofa með litlu stelpunum sínum á kvöldin og vaknar snemma til að skapa. Bubbi stefnir að því að vita hver hann er áður en hann deyr og hvetur Verzlinga til tileinka sér kærleik.

11

Bubbi ólst upp í Vogunum í stórum hópi systkina. Vogarnir voru mikið vandræðahverfi á þeim tíma en Bubbi segist hafa verið „villingur en samt svona mömmustrákur.“ Móðir hans er frá Danmörku og ætlaði í hnattreisu en fyrsta stoppið átti að vera Ísland. Hér hitti hún pabba Bubba og ekkert varð meira úr reisunni. Bubbi var lengi með annan fótinn í Danmörku og gekk meðal annars þar í gagnfræðiskóla. Áhuginn á tónlistinni kviknaði snemma. „Ein af mínum fyrstu minningum er ég með platgítar um borð í Gullfossi að sigla til Danmerkur og er að syngja fyrir fólk. Minningin er hvað þetta var geggjað. Það voru allir hlægjandi og klappandi. Það var alltaf mikil tónlist í ættinni minni en bróðir pabba var frægur söngvari. Vendipunkturinn verður svo þegar Bítlarnir gefa út fyrsta lagið sitt. Ég var þá sex, sjö ára. Heimurinn snérist algjörlega við. Ég sem barn vex inn í þessa byltingu sem verður á sjötta áratugnum þegar tónlistin verður hreyfiafl ungs fólks um allan heim. Það er oft talað um „árið eitt“, 1956 þegar Elvis Presley kemur fram. Þá í rauninni verður til eitthvað sem heitir unglingamenning. Að sama skapi var svo gríðarleg aukning í fæðingum eftir heimsstyrjöldina að þetta var risa stór hópur, ungir krakkar og unglingar og Bítlarnir settu bara heim þeirra á hliðina. Ég er svo kominn með gítar sjö ára og þá ég búinn að ákveða. Þetta er það sem ég er fæddur til að gera, og það var aldrei neinn efi, aldrei. Ég efaðist aldrei nokkurn tímann.“ Bubbi var alltaf mikill pælari. Hann las gríðarlega mikið og fannst skipta miklu máli að tónlist hefði eitthvað að segja. „Að hún speglaði samfélagið, speglaði það sem væri efst á baugi, og það skipti engu máli hvort þú værir að syngja um ástina eða pólitík eða eitthvað annað. Að þú hefðir eitthvað fram að færa. Fyrir mér var þetta aldrei það að mig langaði að verða þekktur og frægur eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mér var þetta eins og að draga andann. Alltaf mjög náttúrulegt, en um leið gríðarlegur flótti. Ég var lesblindur, lagður í einelti, kennarar pönkuðust á mér, þannig að ég flúði inn í heim bókmennta og tónlistar. Svo lenti ég í því að vera misnotaður mjög ungur og tónlistin í raun hélt utan um mig. Hún var svona eins og stór mamma. Þar átti ég alltaf mitt skjól. Síðan er ég fimmtán ára farinn að vinna, sextán ára orðinn sjómaður. Ég er að þvælast þorp úr þorpi, alltaf með gítarinn. Alltaf ákveðinn í að áður enn að ég yrði tuttugu og fimm ára myndi ég gefa út fyrstu plötuna mína.“ Ári fyrir tuttugasta og fimmta aldursárið samdi Bubbi síðan Ísbjarnarblús og í framhaldi kom fyrsta platan út. „Það fór allt á hliðina. Þarna var komin tónlist sem ungt fólk og ungir krakkar á jaðrinum tengdu við. Síðan er hitt í rauninni bara sagan.“ Á þessum tíma hafði Bubbi verið mikið á sjó og söng mikið um þá upplifun „Ég var ekki að syngja um að það væri kærasta í hverri höfn og að þetta væri alveg æðislegt líf. Þetta var viðbjóður. Algjör viðbjóður. Það má kannski segja að ég hafi komið með raunsæi inn í þetta. Ég var rosa kjaftfor með mikið attetjút og drullaði yfir allt og alla. Partur af því var auðvitað bara ótti minn og kvíði og svo þessi gegndarlausa reiði yfir því að hafa verið misnotaður og vita ekki hvernig maður átti að tækla það. Nýjustu fræðin segja að áföll í æsku geti gert þig að fíkli. Ef þú lendir í áföllum þá leiða þau mjög oft til þess að þú ferð að misnota áfengi, eiturlyf og annað. Karlmenn sem verða misnotaðir, aðeins 18% ná að gera eitthvað í sínum málum og ná bata. Þegar þú ert ungur getur þú ýtt hlutunum frá þér en


með árunum fara þeir að taka þig. Ég var byrjaður að syngja um þessa hluti ‘94, þá skrifa ég fyrsta lagið um misnotkun. Það fékkst ekki spilað. Það var ekki spilað í útvarpi og það var bara þöggun. Algjör þöggun. Ekki rætt um þetta. Karlmenn eru ennþá algjörlega í myrkrinu gagnvart þessum hlutum. Þeir stíga lítið fram. Á síðustu plötu minni Tungumál er lag sem heitir skilaðu skömminni. Það er þriðja lagið sem ég sem um svona hluti. Ég spila og tala um þetta lag á öllum tónleikum og um þessa hluti út frá heimi karlmanna. Fólk snýr sér bara undan.“ Svo hafa konur tekið senuna sem er alveg geggjað. Þessi #Metoo bylting er svo mikið undur að ég næ ekki einu sinni utan um það. Maður sér allt í einu aðra framtíð fyrir dætur sínar. Þær eiga kannski eftir að upplifa það að vera á sömu launum og karlmenn og þær munu kannski ekki þurfa að upplifa það sem mamma þeirra upplifði eða amma þeirra og langamma og svo framvegis. Konum hefur verið haldið niðri á svo mörgum sviðum og valdaójafnvægið er svo gígantískt. Enn í dag eru konur ekki í stjórnunarstöðum nema bara í örfáum fyrirtækjum á íslandi, örfáar sem eru forstjórar. Þær eru ekki með sömu laun og karlmenn. Það eru ekki nema hundrað ár síðan konur á íslandi fengu rödd. Það sem þarf að breytast er það að við karlmenn þurfum að fara að hugsa öðruvísi. Þá segja menn „hvað má þá ekki reyna við konur lengur?“. Jú, það er stór munur á því að reyna við stelpu og áreita hana og pönkast á henni og það vita allir hvar þessi lína liggur, bæði strákar og stelpur. Þú getur boðið stelpu út í kaffi og allir þessir leikir sem allir þekkja. Það er annað þegar þú ert kominn með lúkuna í konu eða farinn að beita orðfæri. Ég held það sé stórkostleg breyting í uppsiglingu fyrir ungar konur í dag. Bubba finnst tónlistarheimurinn ekki sá sami og þegar hann byrjaði og segist sakna einlægninnar hjá ungu tónlistarfólki „Það var kannski aðeins öðruvísi þankagangur þegar ég var að byrja í þessu vegna þess að menn trúðu því að þú gætir breytt hlutum með tónlist, gætir breytt heiminum og að tónlist hefði vægi. Ég trúi því ennþá. Mér finnst oft á tíðum eins og menn séu bara í þessu til að verða frægir, en ekki af því að þetta er upp á líf og dauða. Ekki af því að þú logar. Það er svo margt hægt að syngja um sem skiptir máli, og mér finnst það hafa bara „fade-að“ í burtu. Kannski er það bara þannig. Hver nennir að syngja um spillta þingmenn eða bankamenn. Það er verið að stegla þessa stelpu, setja svona mikið í sig og þú ert með svona mikið af gullkeðjum og eitthvað í þessum dúr. Kannski á það eftir að gerast að það koma rapparar úr útjöðrum Reykjavíkur sem eru í einhverjum alvöru gengjum og eru að syngja um sinn raunveruleika. Þegar ég hlusta á svona íslenskt töffararapp finnst mér oft vanta innisstæðu. Tónlistin er í rauninni komin í bakgrunn. Hún er orðin auka hlutur.“ Aðspurður um þann einstaka atburð sem hafi haft mest áhrif á hann fer Bubbi víða. „Þegar ég heyrði Bítlana í fyrsta skiptið. Kærleikur móður minnar. Þegar hún gaf mér fyrsta gítarinn. Maðurinn sem misnotaði mig. Allt hefur þetta haft áhrif. Kjarkurinn sem ég hef gefið sjálfum mér. Styrkurinn sem ég hef gefið sjálfum mér. Öll mistökin mín. Allt gerir þetta mig að því sem ég er. Að eiga börn er engu til að jafna en þeir tveir hlutir sem skipta mestu máli í lífi mínu, fyrir utan börnin mín, eru að ég er búinn að vera edrú bráðum í 22 ár og að ég hafi

12


unnið í sjálfum mér til að reyna að laga líf mitt. Það eru svo margir póstar í lífi manns sem skipta máli, og þegar þú raðar þeim öllum saman verða þeir ein stór heild. Ég hef haft kjark til að horfast í augu við lífið og þorað að standa með mér. Ennþá er ég meðvitundalaus af hræðslu áður en ég fer á svið. Ég er algjörlega lamaður af ótta og seinustu 15 mínúturnar veit ég ekki af mér. Þegar ég er að labba inn líður mér eins og ég sé að fara á gálgann. Svo um leið og ég er kominn á svið get ég ekki snúið við, ég get ekki labbað út aftur.“ Bubbi er rosalegur „dooer“ að hans sögn og dvelur ekki lengi við hlutina. Hann æfir í tvo tíma á dag alla daga nema á sunnudaga, fer að sofa snemma og vaknar á milli fimm og sjö til að skrifa. Þannig finnst honum best að skapa. „Hausinn er eins og vatn. Þegar þú vaknar snemma sérðu alveg niður á botn. Það er ekkert sem truflar. Þú ert algjörlega tær. Ég vakna, fæ mér tvöfaldan expresso, kveiki á gufubaðinu og svo byrja ég að hugleiða aðeins. Svo fer ég í gufuna. Svo skrifa ég áður en að fólkið vaknar, og ég sé alveg niður á botn. Öll orðin og hugmyndir liggja bara út um allt. Þú týnir þetta upp. Svo byrjar dagurinn. Þá byrjar öldugangurinn og þá byrja alls konar hlutir að koma til þín, síminn og hitt og þetta. Þá eru hugmyndirnar sem þú færð um morguninn komnar og þú getur farið að vinna í þeim um daginn. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir mig, mér finnst alltaf jafn gaman að vakna. Það er stórkostlegt. Ég fer líka upp í rúm á milli níu og tíu með litlu stelpunum mínum. Það er klikkað, algjörlega geggjað. Þeim finnst það líka svo gott. Svo kallar sú litla „ég elska þig“ og ég á móti „ég elska þig“. Svo les ég til svona hálf ellefu. Minn helsti ótti er að deyja án þess að vita hver ég er. Ég stefni á að vita hver ég er. Það er rosaleg vinna. Þegar við fæðumst erum við hrein. Við erum algjörlega hrein. Við erum ljós og við erum það í ákveðinn tíma. Fólk sem fær eðlilegt og heilbrigt uppeldi, það er öðruvísi lífsgangan hjá þeim heldur en hjá þeim sem verða fyrir áföllum og öðru. Stór hluti af lífi mínu hefur verið einn ótti. Þar sem ég hef múrað mig inni og varnarkerfin mín hafa orðið svo öflug að það hefur ekkert komist að. Þegar ég byrjaði að vinna í sjálfum mér þurfti ég að byrja að fara alla leið til baka. Frá fyrstu minningu. Ég þurfti að þræða mig eins og perluband í gegnum þetta og ég sé svona fram á það að vita hver ég Bubbi Morthens er, sem mannvera, áður en ég dey. En það er dagleg vinna. Ég er að vinna með sérfræðing og svo er að læra Búddisma. Þannig ég er að stefna að þessu.“ Það eru komin 23 ár síðan Bubbi hætti í eiturlyfjaneyslu og sneri lífi sínu við. Hann er meðvitaður um að tónlistin hans hafi breyst með árunum. „Ég er vandvirkari, ég skrifa betri texta. En ég er á öðrum tíma og öðrum tíðaranda. Þegar ég er ungur maður og kem fram eru þúsundir krakka á sama aldri og þau tengja. Oft segja menn „vá þú gerðir svo miklu betri hluti þegar þú varst dópaður“. Það er bara vegna þess að þeir eru staddir þar.“ Bubbi gaf út plötuna Tungumál á síðasta ári og finnst hún vera ein af sínum bestu plötum. „Þetta er ekki hittari. Þetta er ekki tískuplata, en gæðin í henni og vandvirknin, það sem ég hef að segja, er geggjað. Ég hef miklu betri yfirsýn, miklu meiri tíma og ég er með fullum sönsum. Mér finnst ég vera í svo miklu betri standi á öllum sviðum. Þegar þú ert í neyslu ertu bara í neyslu. Þú ert bara þar. Til að byrja með er þetta æðislegt. Geggjað. Stanslaus partý, stelpur, nóg af öllu. Einn daginn hættir þetta að vera gaman, og þá ætlaru að hætta en þú getur ekki hætt. Þá taka við

13


mörg ár í viðbjóði og hrylling. Þú ert bara að taka efnin af því þú verður að taka þau því annars verðurðu svo veikur. Þú getur ekki hætt. Þetta eru tveir ólíkir heimar.“ Það er greinilegt að hann lítur ekki björtum augum á þennan hluta ævi sinnar en hann segir að uppgjöf hafi fengið hann til að snúa við blaðinu. „Bara uppgjöf. Þetta er svona svipað og að vera með verk. Þú ert með verk í öxlinni. Svo ertu búinn að vera með verk í öxlinni í nokkra mánuði og ferð á æfingu og þú ert alltaf að tala um þetta. Ég er með verk í öxlinni. Svo fer verkurinn að vera samdauna. Þú og verkurinn verðið bara bestu vinir. Við urðum bara vinir, ég og andlegi verkurinn minn. Óttinn minn og ég. Bestu vinir. Svo einn daginn kemurðu á vegg. Þetta er eins með að vera fíkill. Ég er fíkill, ég er alkóhólisti. Þú lofar sjálfum þér í mörg ár. Ég er hættur. Ég ætla ekki að fá mér kók á morgun. Ég ætla ekki að reykja hass á morgun. Svo vaknar þú og hugsar „aaa ég ætla að vera okei fram að hádegi“. Þetta geriru bara endalaust. Svo einn daginn, ef þú ert heppinn, þá lendirðu á veggnum. „Ég get þetta ekki, hjálp.“ Um leið og þú segir „hjálp“ viðurkennir þú vanmáttinn og þá er fyrsta skrefið tekið. Hjálp. Þú ert svo búinn á því. Þú ert búinn að vera svo lengi í maríneringu og ótta. Ég man ég vaknaði um miðja nótt. Ég vaknaði 11. febrúar 1996 klukkan 3, opnaði augun og ákvað að ég væri hættur. Hef ekki komið nálægt neinu síðan. En ég var þá búinn að vera í daglegri neyslu frá 1980 svo til. Bubbi er þakklátur fyrir lífið og hvetur Verzlinga til að njóta þess að vera til. „Þegar maður er tuttugu ára er fjörtíu ára svo langt í burtu að það er ekki einu sinni hægt að pæla í því. En þegar maður er fjörtíu ára fær maður áfall vegna þess að tuttugu ára var í gær. Fjörtíu til sextíu ára líður ennþá hraðar. Þetta er svo erfitt að útskýra fyrir ungu fólki. Því eldri sem við verðum, því meiri reynslu fáum við og af því við þekkjum allt ferlið verður það miklu hraðara. Muniði þetta, þið hafið ekkert nema daginn í dag. Þessi dagur er það eina sem þið eigið. Það er enginn morgundagur. Hann er ekki til, hann er bara í hausnum á okkur. Gærdagurinn er farinn, hann er ekki til. Það er bara þetta augnablik, núna. Og þegar þú segir núna þá er það orðið í gær. Þið skuluð íhuga þetta mjög vel. Þið hafið bara þennan dag, þessa stund. Þið vitið ekkert hvað bíður ykkar. Þið hafið ekki hugmynd um það. Muntu eignast börn eða muntu ekki eignast börn, muntu giftast maka sem er góður við þig eða er hann leiðinlegur við þig. Mun hamingjan bíða þín og hvað er hamingja. Þið hafið bara þennan dag. Hausinn á okkur er alltaf að spila með okkur. Það besta sem þið gætuð gert, það allra besta, væri að byrja að hugleiða. Tuttugu mínútur á dag í þrjátíu daga og þið munuð finna varanlega breytingu til æviloka. Þið þurfið ekki að hugsa um neitt, bara tunguna bak við framtennurnar, setja ykkur í stellingu, kveikja á kerti og leyfa svo öllum hugsunum að koma, bara ekki dvelja við þær. Það þjálfast. Hægt og rólega fariði að uppgötva að líf ykkar er að breytast rosalega. Kærleikur skiptir líka gríðarlegu máli. Ýta í burtu fordómum og hugsa fallega til allra. Fyrst og fremst að elska ykkur sjálf. Að standa með ykkur, ekki hugsa neikvætt um ykkur. Ekki brjóta ykkur niður, heldur taka utan um ykkur og bjóða ykkur sjálf velkomin. Vera góð við ykkur í eigin skinni.

14

„Ég var rosa kjaftfor með mikið attetjút og drullaði yfir allt og alla. Partur af því var auðvitað bara ótti minn og kvíði og svo þessi gegndarlausa reiði yfir því að hafa verið misnotaður og vita ekki hvernig maður átti að tækla það.“


Topp tíu tweet @BubbiMorthens 67 950

6 172 19 992

13 915

Ungar stelpur stíga fram seigja frá ofbeldi sem þær hafa verið beittar.Ungar stelpur teknar niður fyrir að seigja frá ofbeldi sem þær hafa verið beittar.Ég trúi á hugreki hjartans í ungum stúlkum <3 <3 <3 karlmenn verða fyrir kynferðis ofbeldi og viðbrögðin eru þögn <3 Minning 1982 partí eithvað slappur fer heim í miðstrætið vakna hellaður fæ símhringingu Mamma þín dó í nótt ég takk fyrir legg á fæ mér í nefið og hitti jakop Frímann á torfunni um hádegi ég var svo dópaður fann ekki neitt 3 árum seina í meferð kom sorgin <3 Mömmur bestar <3 Minning 1982 tollurinn kef ég með helling af kóki á mér og inní mér vissum ég yrði böstaður tek klikk ákvörðun labba þar sem toll kaffistofan er spyr má ég bíða verður náð í mig menn bjóða kaffi seigja sögur um smyglara ég held haus Sævar sveris náði í mig veisla um kvöldið

15

8 90

Ég Hef eng fockin skoðun á þessu

119 544

Þegar ég er góður þá er ég focking góður

15 306

Ég reykti tvo Pakk á dag plús 10 jónur í það minnsta áratugi lít til baka og vorkenni Bubbi sem var þá

4 69

Stelpa sem fékk miljónir fyrir fegurð sína hélt ún væri ekki flott því ég var svo dópaður náði onum ekki upp fórnalömbin við sorglegt já :(

8 334

Sá sem braust inn hjá mér óska honum velfarnaðar með óskum að Lífið verið honum betra vona hann finni ljósið.Hef enga skoðun bara kærleika

173 1.177

Legg til að fólk hætti að pæla í pólitík og fari að stunda munmök

37 467

Minnig vond.Svaf hjá stelpu.Nótt þarf pissa.Villtist fór inní Ragnt herbeggi. Mökkaður pissaði á hjónarúm foreldra. Slóst við pabba mamma grét


Lóa Yona

Það mikilvægasta er að vilja hjálpina

Umfjöllun um geðræn vandamál í íslensku samfélagi er frekar takmörkuð og á fólk oft erfitt með að opna sig sökum hræðslu við fordóma. Það er samt gleðiefni hvernig ákveðin vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu um þessi málefni undanfarið og hreyfingar líkt og #allirgráta og # égerekkitabú hafa skapað umræðu og gert málefnið minna óþægilegt til þess að tala um. Ég fékk leyfi fyrir að taka og birta viðtöl við tvo núverandi Verzlinga sem hafa verið greindir með geðræn vandamál, í þeim tilgangi að skapa umræðu og varpa ljósi á hve mikilvægt það er að skammast sín aldrei og hvernig það sýnir styrkleika að vilja leita sér hjálpar.

16


Segðu mér aðeins frá sjálfri þér Ég heiti Berglind Ósk, 19 ára og búin að vera í fimleikum í 12 ár. Ég á tvö yngri systkini og bý með þeim ásamt foreldrum mínum. Hvernig uppgötvaðir þú að eitthvað væri að hrjá þig? Frá því ég var lítil hefur mér alltaf gengið vel í skóla og íþróttum. Ég hef hins vegar alltaf átt erfitt með að tala fyrir framan fólk og haft lítið sjálfstraust. Ég ólst upp með systur minni sem greindist með einhverfu þegar hún var 3 ára. Þetta var mjög erfitt fyrir foreldra mína en þau bæði stóðu sig eins og hetjur og börðust fyrir því að hún fengi alla þá hjálp sem hún þurfti. Án þessarar hjálpar gæti hún líklegast ekki talað í dag. Árin þegar ég var yngri voru erfið og mesta athyglin fór oftast á systur mína, skiljanlega. Mér fannst oft erfitt að vera innan um ókunnuga með systur mína þar sem hún hagaði sér oft óeðlilega og átti það til að öskra mjög hátt. Fólk horfði mikið á okkur og ég átti rosalega erfitt með það. Mér var aldrei strítt útaf henni enda alltaf umkringd góðu fólki. Þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt þá myndi ég ekki vilja skipta henni út fyrir neina aðra manneskju. Á þessum tíma leið mér þó oftast frekar vel. Það var ekki fyrr en í desember 2016 að mamma tók eftir að eitthvað var öðruvísi. Hún sendi mig til sálfræðings sem ég hitti nokkrum sinnum en ákvað svo að það væri ekkert að hjálpa svo ég hætti að fara til hans. Það var síðan ekki fyrr en sumarið 2017 sem að mamma ákvað að panta tíma hjá geðlækni. Þá var ég orðin mjög slæm, grét mig í svefn á hverju kvöldi. Biðin eftir lækninum var erfiðasti parturinn. Ég fékk ekki tíma fyrr en mánuði seinna. Það er erfitt að hugsa til baka um þennan tíma og ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér fyrir að hafa komist í gegnum þetta. Var eitthvað sérstakt sem kom þessu af stað hjá þér? Það var ekkert eitt sem kom þessu af stað hjá mér og það er held ég það sem mér fannst erfiðast við þetta. Þú heyrir oft um fólk sem lenti í kynferðislegu ofbeldi, einelti eða einhverju atviki sem hefur gert það að verkum að því byrjaði að líða illa. Ég hins vegar hafði aldrei lent í neinu slæmu og hafði gott fólk í kringum mig. Eina manneskjan sem kom illa fram við mig var ég sjálf. Mér fannst ég aldrei nógu góð og að ég væri ekki nógu flott og svo framvegis. Allir aðrir væru miklu betri og flottari en ég. Þetta gerði það að verkum að ég byrjaði að ímynda mér að fólk vildi ekki vera með mér og fannst eins og ég væri bara ein. Ég væri ein að ganga í gegnum þetta, ein sem væri svona og enginn annar myndi skilja. Ég var ekki þunglynd eða að kljást við einhver geðræn vandamál. Ég var bara aumingi. Þetta var það sem ég sagði sjálfri mér á hverjum degi. Finnst þér erfitt að tala um þetta við annað fólk, t.d. segja að þú sért að fara að hitta sálfræðing/geðlækni eða að þú komist ekki eitthvað af því því þér einfaldlega líður illa andlega? Til að byrja með sagði ég engum frá því þegar ég fór til sálfræðings. Ég laug alltaf að ég væri að fara til læknis, í sjúkraþjálfun eða eitthvað slíkt. Í dag finnst mér auðveldara að segja fólki sem ég þekki vel að ég sé að fara til sálfræðings eða geðlæknis hinsvegar er ég er alltaf smá stressuð yfir að hitta kannski einhvern þegar ég sit á biðstofunni hjá geðlækninum mínum. Hvað ætti ég að segja?

17

Hvað ætli manneskjan muni halda? vFyrsta manneskjan sem ég sagði frá veikindum mínum var besta vinkona mín og eftir það leið alveg dágóður tími þangað til að ég sagði fleirum. Ég talaði síðan í fyrsta skipti upphátt um þetta á Dale Carnegie námskeiði í nóvember 2017. Það var erfitt en eftir á svo ótrúlega mikill léttir því þetta er ekkert til að skammast sín yfir. Þunglyndi er sjúkdómur rétt eins og allir aðrir sjúkdómar. Í dag finnst mér auðveldara að tala um þetta en ennþá alltaf smá erfitt. Sérstaklega við fólk sem er ekki náið mér. Hvernig finnst þér samfélagið koma fram við einstaklinga sem kljást við erfið veikindi? Umræðan um geðræn vandamál hefur aukist mikið á síðustu árum sem er gott og því auðveldara að ræða þessa hluti. Hins vegar eiga margir erfitt með að skilja og það getur verið erfitt að útskýra fyrir fólki hvernig sjúkdómurinn lýsir sér. Mér finnst ótrúlega gott að sjá þegar fólk opnar umræðuna um þetta á samfélagsmiðlum, t.d. twitter, og sjá hvað fólk sýnir mikinn stuðning. Að sjá þegar aðrir tala um sín veikindi og fá góð viðbrögð er alltaf gaman. Hvað hefur hjálpað þér hvað mest til þess að ná bata? Þegar ég fór í fyrsta skipti til geðlæknis setti hann mig á lyf og ég var viss um að það myndi bara laga þetta allt. Það gerði það hins vegar ekki. Þrátt fyrir að lyfin geti hjálpað manni þá er þetta alltaf eitthvað sem maður þarf að vinna í sjálfur. Ég fékk ótrúlega góðan stuðning frá bæði fjölskyldu og vinum sem voru dugleg að hressa mig við á mínum verstu tímum. Það hjálpaði mér líka mjög mikið að fara á Dale Carnegie námskeið þar sem ég fékk meira sjálfstraust og varð betri í að setja mér markmið. Það er hins vegar enginn sem getur hjálpað þér nema þú viljir hjálpina. Það er enginn manneskja að fara að laga þig með einhverjum lyfjum. Þú þarft virkilega að vilja þetta og vinna í þessu. Það mikilvægasta er að gefast aldrei upp og halda alltaf áfram sama hversu erfitt það er. Hvað finnst þér gott að gera til þess að hjálpa þér að líða betur? Oft þegar mér líður illa finnst mér best að gera eitthvað skemmtilegt, fara að hitta vini mína eða gera eitthvað með fjölskyldunni til þess að tæma hugann og hugsa um eitthvað allt annað. Stundum hins vegar langar mig ekkert að vera innan um fólk og langar bara að vera ein heima og horfa á eitthvað skemmtilegt. Þetta er í rauninni mjög mismunandi. Hvað vilt þú segja við þá sem eru í svipuðum/sömu sporum og þú? Ef að þér líður ekki vel, segðu frá. Það er ekkert vandamál of lítið til þess að segja frá. Það er svo ótrúlega mikilvægt að fá þá hjálp sem að maður þarf. Ég persónulega hefði aldrei getað gengið í gegnum þetta án hjálpar. Það er fullt að fólki sem vill hjálpa en það mikilvægasta er að þú viljir hjálpina. Þú verður að ákveða að þú viljir komast í gegnum þetta og sama hversu erfitt það er þá er það hægt.


Lóa Yona

Það mikilvægasta er að vilja hjálpina

Seinni viðmælandinn kaus að koma ekki fram undir nafni en hann er 19 ára gamall strákur.

Hvað heldur þú að væri hægt að gera til þess að gera geðræn vandamál minna tabú og einfaldari til þess að tala um? Það er held ég bara fyrst og fremst meiri fræðsla. Við lærum um hina ýmsu sjúkdóma í skólanum en það er alltaf voðalega lítið talað um geðræn vandamál. Það hefur samt sem áður aukist fræðslan á síðustu árum og fullt af fólki að tala um sín veikindi á samfélagsmiðlum og reyna að opna umræðuna um þau. Það er alltaf gaman að lesa eða heyra um einhvern sem er í sömu sporum og maður sjálfur. Þá finnst manni ekki eins og maður sé einn. Hvernig uppgvötaðir þú að eitthvað væri að hrjá þig? Uuu.. mamma fattaði það eiginlega fyrir mig. Ég veit ekki alveg hvernig. Ég var alltaf þreyttur. Alveg skringilega þreyttur. Sama hversu snemma ég fór að sofa þá var ég alltaf þreyttur þegar ég vaknaði. Beilaði vanalega á fyrsta tíma, kannski fyrstu tvo, af engri sérstakri ástæðu. Svo einhvern tímann spurði mamma mig hvað væri að gerast og minntist á að þetta gæti verið kvíði. Það var fínt að það væri komið nafn á þetta. Ekki bara þreyta eða leti. Var eitthvað sem kom þessu öllu af stað hjá þér? Ekkert eitt atvik eða neitt, nei. Þetta var held ég bara afleiðing tveggja hluta. Að ég tek að mér of mikið af verkefnum og svo er ég með smá frestunaráráttu hehe. Þessir hlutir fara ekkert það vel saman. Var með mörg verkefni hangandi yfir mér, lélegar einkunnir, deadline að nálgast á ýmsum hlutum og einhvern veginn höndlaði ég það ekki. Svo eru alltaf önnur vandamál sem blandast inn í þetta.

18

Finnst þér erfitt að tala um þetta við annað fólk, t.d. segja að þú sért að fara hitta sálfræðing/geðlækni eða að þú kemst ekki einhvert því þér einfaldlega líður illa andlega? Það fer rosalega mikið eftir því við hvern ég tala. En, nei, sjaldnast þykir mér erfitt að tala um þetta. Vitundavakningar eins og #ÉgErEkkiTabú gera þetta auðveldara. Þær sýna manni að það sem maður er að ganga í gegnum er mjög algengt og ekkert til að skammast sín fyrir eða vera feiminn við. Hvernig finnst þér samfélagið taka á móti einstaklingum sem kljást við erfið veikindi? Samfélagið er allt að koma til, allavega yngri kynslóðir. Eldri kynslóðir munu svo fatta þetta. Eitt sem mér þykir brenglað er hvað geðlyf eru algeng og auðveld að ná í. Ég fór til læknis, sagði frá því hvernig mér leið og hann skrifaði upp á fyrir mig þynglyndislyf sem hentuðu mér ekki og leysa ekkert vandamálið heldur sópa því bara undir teppið. Allavega í mínu tilviki. Sálfræðiaðstoð er besta lausnin. Hvað hefur hjálpað þér mest til þess að ná bata? Ég fór til sálfræðings og það hjálpaði rosa mikið. Það hjálpaði mér að túlka tilfinningarnar betur, vita hvað þetta væri sem ég væri að finna og af hverju mér liði svona. Hvað finnst þér gott að gera til þess að hjálpa þér að líða betur? Ef ég fæ einhvern fastari hnút í magann en ég er með vanalega þá tek ég mér alltaf smá stund til að hugsa af hverju mér líður svona, hvað er að gerast. Ég finn vandamálið og leysi úr því, eftir minni bestu getu. Það hjálpar mér allavega. Hvað vilt þú segja eða koma til þeirra sem að eru í svipuðum/ sömu sporum og þú? Talaðu um þetta við einhvern, farðu til sálfræðings, hvað sem er. Bara ekki loka þetta inni. Það gerir allt verra. Hvað heldur þú að væri hægt að gera til þess að gera geðræn vandamál minna tabú og einfaldari til þess að tala um? Bara tala um þetta, sama hversu óþægilegt það er. Það gerir hlutina miklu einfaldari.


19


Gull korn 20

1–A

Thelma kristín: „Pýþagóras gaurinn, hann var gg klár gerði hann ekki líka mona lisu?“ Halli: „er astmi kynjúkdómur?“ Halldór Bjarki: „að segjast eiga heima í snobbhverfi breiðholtsins er eins og segjast vera klárastur á sólheimum“

1–E

Alexandra: „Er Íran til?“ Hrafnhildur: „á ég að spurja á beautytips afhverju ég kemst ekki á facebook?“ Birta: „ég held alltaf að japan sé höfuðborgin í kína“ Hilmar (í stafsetningaræfingu): „á að skrifa „spurningarmerki“?“ Elín: „er mæting hálf níu á morgun?“ Marta: „nei á ekki að mæta 8:30?“ Andri: „Bíddu heitir pabbi Gunnars Nelson Nel?“

1–F

Hlynur: „Er geysir rekinn með rafmagni?“ Tómas: „Er það slæmt að deita kennara?“ Daníel H: „einhyrningar voru ekki til fyrir 100 árum“ Jakob: „Ég veit að sagan gerðist fyrir krist því það voru drekar til“

1–G

Ragga: „árshátíðarkjóllinn minn er á instagram! Ég get sko ekki farið í hann aftur!“ Sólveig: „Er Kanada ekki fylki í Bandaríkjunum?“ Ragga: „hver er munurinn á landsliðinu og meistaraflokki? Hvort er betra?“ Rakel (bendir á CCTV bol): „er þetta stranger things bolur?“

1–R

Björk: „hún er föst í þýskalandi“ Jóhanna: „nei hún er föst í Berlín“ Sigurbjörg Birta við Ástu enskukennara: „Er hoses hórur í fleirtölu?“

1–S

Auðunn: „Morgunkorn gefur gull í mund“

1–T

Bjarki: „ef maður er stelpa sem á tvo pabba þá er maður ekki dóttir“

1–V

Gabríela: „Ef að jörðin væri ekki flöt þá væri Ástralía á hvolfi, skiluru?“ Linda Líf: “ég vil þakka Jesú Guð… nei ég meina Jesú Krist“ Axel: „linda þú ert ekki jafnréttissinni þú ert feministi“ Linda: „æjj hvað heitir aftur styttan í París?“


2–A

Ásdís: „Mér er alveg sama um like“ *20 sek seinna* „ertu búinn að læka nýju forsíðumyndina mína?“ Þórdís Eva: „Hvernig getur hann hakkað mig ef hann veit ekki einu sinn i pazzwordið mitt?“ Ásdís: „Afhverju eru allir blankir nema ég?“ Berglind: „Virkar það þannig að ef maður fer í rigninguna þá breytist augnliturinn manns?“ Ásdís: „Flottar buxur, ég vil sjá þig fara úr þeim“ Berglind: „Gýs Geysir líka á nótinni?” Þórdís: „Eru frumur í mat?“

2–B

Dísa (heyrir læti út): „Er þetta zombie? Er hrædd við zombies“ Fannar kennari: „er með andlit eins og ikea innrétting“ Signý: „ég sneri mér við í ljósum“ Sunneva: „við vorum í lokafræðiprófi“ Katrín: „ég tárast stundum þegar ég stilli vekjaraklukkuna“ Katla Einars: „Hvað er gullkorn?“ Saga: „er þetta karl eða kettlingur?“ Indíana: „þetta er kínverskt te, flutt inn frá Kína“ Signý (00mdl): „hvað var ég að gera þegar ég var 02 mdl???“ Dísa: „hver er páfi íslands?“ Saga: „hvernig mjálmar maður á spænsku?“ Sunneva: „hvað er esjan?“ Tinna: „Ameríka er ekki heimsálfa, það er land?“ Margrét kennari: „konur klára aldrei eggin sín“ Signý: „hvað ef ég er fljót að borða?“

2–E

Sólveig Rún: „Ég sótti ekki um verzló, verzló hafði samband við mig“ Agnes Gunnars: „Wow Ármann, you’re so famous, can i have your authority“ Hlín Sig (með 100% mætingu á BK): „Koma þá bara 7 skilríki? Nei meina skilgreiningar!“

2–F

Alexandra Dögg: „Það á alltaf að stroka út það sem er gamlast af töflunni“

2–H

Gunnar: „notum bara útrýmingaraðferðina“ Valdís: „á ég að byrja vera baggsjomla?“ Egill Orri: „Tómas, á ég að segja þér brandara? Bókfærsluprófið þitt. I laugh“ Kristný: „ég hef komið inn til Bjarna Ben, er ekki að djóka!!!!“ Inga Dóra stækennari: „næturnar eru til að sofa eða djamma, alls ekki til að læra“ Kristný: „held að það lekur piss út úr mér“ Kristný: „þekki þá, þekki jóapé“ Logi: „er orðinn svo lélegur í tetris að ég þarf að hætta að læra“

21

2–I

Alda: „Er hummus gert úr humar?“ Hanna Björt: „uuu ertu að bíða eftir þögn?“ Stefán sögukennari: „uuu nei, ég bara nenni ekki að vinna“ Þorleifur: „Strákar, ég get ekki hætt að daba, þetta er orðin fíkn“ Hanna Björt: „Eru Vestfirðir Austfirðir?“ Aron Páll: „Ætla unfrienda alla á facebook sem eru ekki í Verzló!“

2–R

Birta: „Þórður, ertu að fara að kenna okkur á næsta ári?“ Þórður: „Nei ég er að fara í frí“ Birta: „Jááá ertu að fara á eftirlaun?“ Þórður: „Ég er 57 ára…“ Kennari: „Gyðingar eru aðeins 0,22% af heiminum“ Soffía: „af hverju er svona lítið af gyðingum?“ Birta: „er það ekki bara afþví það er búið að drepa þá alla“ Stefanía: „hver er þessi Newton gæji eiginlega, ég hef aldrei séð Star Wars“ Þórhalla efnafræðikennari: „Krakkar, nenniði að hringja í mig á föstudaginn til að minna mig á að ég eigi brúðkaupsafmæli“ Ragna: „OMG hvað Fannar stærðfræðikennari er heitur!“ Fannar stærðfræðikennari: „Stelpur, þið vitiði vonandi að ég heyri í ykkur“ Kennari: „Hvaða ummerki sjáum við eftir forn-Grikki?“ Vigdís: „Pýramídarnir!“

2–S

Jónína: „Ég hef ekki efni á neinu í Bónus“ Máni: „Í næsta skipti sem Hafsteinn leggur hönd á gluggann verður seinasta skipti sem hann hefur hendur“ María: „Er ekki mix ættarnafnið hjá Magga Mix?“

2–U

„Alma þú veist að í fyrsta ökutímanum gæti verið að þú færð bara að stýra bílnum“ Alma: „Bíddu ha? Hvernig virkar það, situr hann þá bara undir mér?“ Alma: „Ég er víst í gallabuxum“ Birna: „Nei gallabuxur eru alltaf bláar þú ert í svörtum“ Hilma: „Viltu putta undirhökuna mína?“ Rannveig: „Já ég er á Golfbíl“ Anna Sara: „Ertu á golfbíl? Er þér ekki kalt!? Má það? Fer hann ekki hægt?“ Rannveig: „Nei ég er ekki á golfbíl, tegundin heitir Golf“ Anna Sara: „Jááá, Hyundai Golf?“


3–B

Ásdís Ágústsdóttir: „Eru kirkjugarðar í moskvum? Svona moskvugarðar?“ Óliver: „Karen kíngdu!“ Stebba: „Afhverju ertu að setja puttann inn í þetta?“ *Bjallan hringir* Karen: „Heyrðir þú þetta, þetta er kall satans“ Karen: „Týndir þú gucci veskinu þínu?“ Óliver: „Nei, Versace veskinu“

3–D

Tommi: „Þú ættir bara að vera prestur“ Hjalti: „Þá getur Katrín hætt að kalla mig pabba og byrjað að kalla mig faðir“

3–S

Hlín: „Arna ég er loðnari en þú“ Einhver: „Vá hvað við erum nálægt hvor annarri“, Inga: „Já eins og við séum í heitum pott :)“ Guðrún: „Ég er með of mikið hollt bragð uppí mér.“

3–T

Selma Björk: „Sjá litblindir ekki svarthvítt?“ Selma Björk: „Selma númer hvað ertu í stafrófsröðinni?“ „Eg er númer S.“ Aron: „Það er kannski fínt að læra þýsku, ef Þýskaland tekur aftur yfir heiminn..“

3–U

Vigfús Á: „Það er Bjarna Ben að þakka að við erum að fara til Rússlands næsta sumar“ Lovísa Thompson: „Er klukkan það sama á Akureyri og hér?“ Grímur: „Ég er mjög góður í mjaðmahreyfingunum, sérstaklega fram og aftur.“ Bubbi: „Eru Bandaríkin ekki í norður?“

3–X

Alex: „Prímtala...Supreme-tala?“

22

6–D

Hrafnhildur: „Getur maður ekki fyllt eldgos af steypu svo þau gjósi ekki?“ Ólafía: „Slekkur maður ekki eld með bensíni?“ Ólafía: „Ég gæti ekki eignast börn! Sko kaktusinn minn er dauður“ Helga Margrét: „Nenniði að fkn lækka í tónlistinni ég er að borða“

6–F

Arnór: „Bois, eigum við að fara á Huppu?“ Mikael: „Neih, get það ekki, er búinn að reyna við alltof margar gellur sem vinna þarna.“ Ísabella: „Stelpur, aldur er ekki tala“ Hildigunnur: „Þú meinar aldur er bara tala“ Ísak: „Ég ætla að kjósa sjálfstæðisflokkinn því þá þarf ríka fólkið eins og ég ekki að borga eins mikla skatta“ Arnór: „Þegar ég mæti á B5 þá er ég óstöðvandi.“ Mikael: „Þú ert bara jelly (kristó) því ég er með bestu byssur í heimi.“ Mikael: „Brynjar, finndu hvað bossinn minn er stinnur“

6–H

Rósa að borða stóran sushi bita: „Strákar þið vitið ekki hverju ég get komið upp í mig“ Siggi Darri: „Ég hef ekki efni á þessari bók!“ Þröstur íslenskukennari: „Þá hefuru ekki efni á að vera í þessum SKÓLA!!“ Valur Elli: „En afhverju ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?“ Marteinn: „Hringdu í mig þegar að þú ert að chilla með Pétri Kiernan“ Pálina kennari: „HAHAHAHAHAHAHAHAHA“

6–S

Helga Guðmunds: „Fjölkvæni? Er það svona þegar hjón giftast hjónum?“ Anna Sigga: …„loftsteinn sem drap risaeðlurnar“… var það ekki Big Bang?“ Elena: „Holdris? Er það ekki þegar hárin rísa á höndunum?“ Helga Guðmunds: „Super Bowl? Er það ekki svona eins og Grammys?“

6–Y

Jón Friðrik: „Business never sleeps so Anna never sleeps“ Anna Zingsheim: „Nei, elskan, business only sleeps when Anna sleeps“ Breki Ben: „It’s not easy being drunk all the time, if it were easy, everyone would do it.“


V84

Bjarki Snær: „Svo leiðinlegt þegar maður er buin með isinn, eg hata það!“ Lilja Hrund: „Everything i say is funny“ Lilja Hrund (um sérgerðar auglýsingar): „Þetta er bara svona hindrun sem við þurfum að yfirstíga“ Lilja Hrund: „Hún gleymdi bara að kyngja“ Stefanía Linnet: „Er hann að sleikja allar gellur?“ Bjarki Snær: „Já systir mín var að senda mér ljóð“ Lilja Hrund: „Ha, af hverju sendi hún mér ekki“ Bjarki Snær (að tala um hugmynd að Kass auglýsingu): „Módelin eru að kasta kassa og segja: ég ætla að „kasssssiiiii“ þessu í þig“ Lóa Yona: „Æj sorry ég var að prumpa“ Lilja Hrund: „Hvað gerir hann til að fá það?“ (talar um hvernig strákur fær vöðvana sem hann er með) Lóa Yona: „Veistu hvaðan kaktusar koma? Úr eyðimörkinni. Það á að vökva þá þrisvar á ári!“ Bjarki Snær: „Einu sinni sáum við rauðan sem bláan og svo breyttist það bara fyrir svona hundrað árum“ Bjarki Snær: „Kannski pissum við með rassgatinu en getum bara ekki sannað það“ Lilja Hrund (á chattinu): „ath minni á að ég er tussa næstu 2 vikur“ Ragnhildur (á chattinu): „Hææ ég tók vitlausan strætó þannig verð smá sein“

Gull korn nefndarinnar 23


Lilja, Bjarki, Hanna og Stefanía

Guðni Th

Á síðustu árum hefur það vakið athygli að kosninga- og stjórnmálaþátttaka ungs fólks virðist fara stiglækkandi. Með auknu upplýsingaflæði, mikilli samfélagsmiðlanotkun og nýrri tækni yfir höfuð virðist þessi staðreynd vera að fara á skjön við þriðju iðnbyltinguna. Ef til vill upplifir ungt fólk sig áhrifalaust, það telur stjórnmál sig ekki varða eða telur sig jafnvel ekki hafa tíma til þess að mæta á kjörstað. Hver svo sem ástæðan kann að vera er þessi þróun einkar hættuleg og andlýðræðisleg og er brýnna sem aldrei fyrr að efla og virkja ungt fólk til stjórnmálaþátttöku. Við ákváðum að ræða um þetta málefni við þjóðarleiðtoga Íslendinga, Guðna Th. Jóhannesson og hvernig honum finnst þróunin í stjórnmálaþátttöku ungs fólks hafa verið síðan hann var í menntaskóla.

24


Tókst þú þátt í stjórnmálum þegar þú varst í menntaskóla? Nei, ég get ekki sagt það. Ég var aldrei í neinni ungliðahreyfingu eða öðru formlegu stjórnmálastarfi. Ég hafði samt sem áður brennandi áhuga á stjórnmálum og samtímasögu, las öll þau blöð sem ég komst í og það er meira að segja til viðtal við mig þar sem ég var á þingpöllum að fylgjast með umræðunum á Alþingi. Það vantaði sem sagt ekki áhugann en ég var því miður alveg frámunalega feiminn unglingur og taldi mér trú um að ég gæti ekki tekið þátt í pólitísku starfi. Fannst þér samnemendur þínir í menntaskóla almennt áhugasamari um stjórnmál en menntaskólanemar eru í dag? Ég tók satt best að segja ekki mikið eftir flokkspólitísku starfi á menntaskólaárunum. Að minnsta kosti ekki í MR þó svo að maður vissi að sjálfsögðu að það væru margir sem tóku þátt í starfi ungliðahreyfinga. Þegar ég fór svo í háskóla í Bretlandi varð ég var við mikla grósku. Þar var mikil pólitísk starfsemi, hörð andstaða við ríkisstjórn Margrétar Thatcher og aragrúi róttækra vinstri samtaka, ekki ósvipað stemningunni og var í íslenskum menntaskólum á áttunda áratugi síðustu aldar. En þó svo að það hafi ekki verið mikið um flokkpólitíska menningu þegar ég var í MR var mikið rætt um stjórnmál og málefni líðandi stundar. Það var oft rifist um pólitík og samfélagsmál í frímínútum þannig að umræðan var mikil þó svo að hún hafi ekki endilega verið flokksbundin. Úr því að þú nefnir Bretland, hver heldur þú að ástæðan sé á bakvið það að ungt fólk mætti síður á kjörstað í Brexit kosningunum 2016 en eldra fólk? Mín tilfinning er sú að það sé einhver tilhneiging á meðal ungs fólks að halda að það geti ekki haft áhrif, að það skipti engu máli hvort það mæti á kjörstað eða ekki eða hreinlega nenni því bara ekki. Það hefur kannski ekki þessa ábyrgðartilfinningu sem býr með mörgu eldra fólki. Kannski vantar eitthvað upp á sögulega vídd hér. Kannski er það vegna þess að fólk hefur ekki skilning á því að það þurfi að hafa skoðun á stjórnmálum og kostum í stjórnmálum. Ég vil samt ekki setjast í eitthvert dómarasæti hér, þetta er flókið viðfangsefni. Ætli ungt fólk í dag sé þá minna upplýst? Í samfélagi hefur fólk réttindi og það hefur skyldur og ábyrgð. Ef þú ákveður að fara ekki á kjörstað ertu að vissu leyti að afsala þér þessari tilteknu leið til þess að hafa áhrif og átt þar með erfiðara með að vera á móti því sem er ákveðið þegar þú vilt ekki einu sinni leggja það á þig að mæta á kjörstað. Ég hvet þess vegna alltaf ungt fólk og reyndar alla til þess að mæta á kjörstað og nýta þennan rétt. Hann er ekki sjálfsagður og mjög dýrmætur. Telur þú að það sé eitthvað ábótavant í menntakerfinu til þess að tryggja aukið lýðræði og stjórnmálaþátttöku á meðal ungs fólks? Ég held að það sé mikilvægt að skólakerfið hjálpi til við að búa til fólk sem getur tekist á við þær áskoranir að vera í samfélagi, auki sjálfstraust nemenda, kenni framsögu og ræðulist og almenna lífsleikni. Ég held að það sé alveg jafn mikilvægur hluti skólagöngunnar og það að læra lotukerfið, afturbeygðar sagnir og algebru. Þegar til kastanna kemur er eins mikilvægt að kenna fólki að nýta vitneskjuna því það er lítið fengið með henni ef fólk hefur ekki tök á að koma henni frá sér.

25


Hvernig finnst þér umhorfs í alþjóðasamfélaginu í dag? Það eru ýmsar ógnir framundan en um leið tækifæri. Maður getur skilið að fólki fallist hendur þegar það horfir á hörmungar í heiminum, stríð hér, hungursneyð þar, óréttlæti, ofbeldi og aukna misskiptingu auðs. Þá er auðvelt að hugsa með sjálfum sér að nú sé allt að fara fjandans til. En maður getur líka horft á þær staðreyndir að sífellt fleiri njóti frelsis og öryggis, að barnadauði fari minnkandi, framfarir í læknavísindum auki lífsgæði og fleira. Í öllu falli er svo brýnt að fólk sé upplýst, sýni umburðarlyndi og fordómaleysi og átti sig á því að grundvöllur alls samfélags er samkennd, að geta sett sig í spor náungans, að geta og vilja hjálpa öðrum. Hvaða ráð myndir þú gefa ungu fólki sem er að feta sín fyrstu skref í lífinu? Ég myndi gefa ungu fólki þau ráð að finna hvað það er í hjarta sér sem fólk hefur virkilega sannfæringu og ástríðu fyrir, og taka næstu skref í lífinu í samræmi við það. Yfirleitt líður fólki best þegar það vinnur við eða lærir það sem hefur gaman af að gera. Þá eflist sjálfstraustið og trú og virðing annarra á manni sjálfum. Svo er það líka hlutverk samfélagsins að gera fólki kleift að finna sinn stað til að njóta sín, efla sjálfan sig og samfélagið um leið. Þess vegna þurfum við fjölbreytt samfélag, samfélag umburðarlyndis og víðsýni, ólíkra skoðana og kosta þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við hæfi, þar sem enginn er útundan.

26

„Ég myndi gefa ungu fólki þau ráð, að finna hvað það er í hjarta sér sem fólk hefur virkilega sannfæringu og ástríðu fyrir og taka næstu skref í lífinu í samræmi við það“


Umhverfisvænasta ál í heimi Íslenskt ál verður sífellt eftirsóttara meðal framleiðenda sem vilja draga úr kolefnisfótspori vöru sinnar. Hvergi í veröldinni er álframleiðsla jafn umhverfisvæn og hér. Orkan sem álfyrirtæki nota víða um heim er að mestu úr óendurnýjanlegum orkugjöfum eins og kolum og jarðgasi og framleiðslunni fylgir mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi losnar allt að tífalt minna af CO2 við orkuframleiðslu. Með grænni orku og framúrskarandi framleiðslutækni leggjum við mikið af mörkum til að sporna gegn mengun í heiminum.

Ísland

0

(CO2eq /Al)

2

4

6

8

10

12

14

16

Á Íslandi er öll orka unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Miðausturlönd

0

2

(CO2eq /Al)

4

6

8

10

12

14

16

Miðausturlönd nota einkum jarðgas til orkuvinnslu. Kína

0

(CO2eq /Al)

2

4

6

8

Í Kína kemur raforkan að mestu úr kolum.

27

Íslenskt ál um allan heim

nordural.is

10

12

14

16


Módel: Gísli Þorgeir Kristjánsson og Carolina McNair Ljósmyndir og myndvinnsla: Stefanía Elín Linnet og Lóa Yona Fenzy

28

Stílisering: Lilja Hrund og Guðfinna Kristín



30





Comebacks: Viserion Friðrik Róberts Gucci Arna Ýr Teen moms

Athyglissjúkir: 3-B 2-B 1-B Gummi Emil Stebbi Jóns

Hypebeast: Daníel Hjörvar Alexander Mar Fannar Sig Jóhanna og Katrín Ísak Ernir

Busar: Agla Bríet Liv Benedikts Ásta Sóley Skarphéðinn Vernharðs Kristófer Baldur

Pör: Flóni og Birgitta Líf Styr og Berglind Alda Daníel Hjörvar og Helena Björk Vignir Daði og Svava Sól Kristófer og Selma Eir

Bíómyndir: IT Ladybird Wonder Women Wonder Get out

Þættir: The Crown Black Mirror Riverdale Game of Thrones Rick and Morty

Topp fimm 34


Vonbrigði ársins: Landsréttarmálið Hárið hans Benna Nemendaskírteinin Ljósmyndanefnd Sveinka Nocco

Einræðisherrar: Go diego go! Þriðjabekkjarráð 101 boys Örn íþróttakennari Haukur Hendrix

Snapparar: Solrundiego Marvinharry Patrekur00 Stefanoctavian Hrosmakeup

Slæmar hugmyndir: Þriggja ára kerfið UGG skór Donald Trump H&M opnunarpartý Styrklaus gleraugu

Meme: Chase Anthony Costco Taka frá herbergi í Nemkja Dagbjört Rúriks Júlíana

Setningar: Áfram gakk Næsta mál Fulla ferð og engar bremsur Njóta og lifa Því ber að fagna

Hneyksli: Logan Paul Floridana flöskurnar Kevin Spacey Reykskynjarar Uppreist æra

Nostalgía: Moon Boots Jesú og Jósefína Hrísmjólk Gotti borðar ost Stikkfrí

35

R.I.P: Ríkisstjórnin Harvey Weinstein Hugh Hefner Lokaballið Nemendakjallarinn

Break-ups: Óttarr Proppé og Bjarni Ben Bjarki Snær og Costco Floni og Birgitta Líf B5 og 20. ára aldurstakmark Gala kvöldið og 99 árgangurinn


Lærimöns

Elísabet Friðriksson — Frosin vínber

Fanney Birgisdóttir — Popp

36

Myndir: Ninna Björk Ríkharðsdóttir


Valgerður Lára Ingadóttir — Engjaþykkni

Óttar Ómarsson — Heittkakó og weetabix

Sæmundur Sven Alexandersson Schepsky — Skyr

37

Saga Eysteinsdóttir — Núðlur


Stefanía

Hugleiðingar um trúarbrögð

Trúarbrögð eru concept sem ég hef aldrei skilið. Sjálf hef ég skráð mig úr þjóðkirkjunni og er því utan trúfélags. Ég er hinn mesti trúleysingi og hef alltaf verið það. Ég trúði aldrei á jólasveininn þegar ég var lítil. Ég trúði því bara alls ekki að einhver maður gat farið inn um gluggann minn (sem var btw á annarri hæð) um miðja nótt, gefið mér nammi eða dót í skóinn minn og ekki vakið mig í leiðinni á meðan þessu ferli stóð. Þið hugsið væntanlega að ég hafi ekki átt neina barnæsku og að ég sé mjög skrítin en það er samt ekkert sannleikurinn. Hér á landi er mjög stór partur af þjóðinni skráður í kristna söfnuði. Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem fylgja öllu því sem Biblían segir en þó eru einhverjir sem helga henni líf sitt. Þjóðkirkjan er trúsöfnuður sem 68% þjóðarinnar tilheyra, en árið 1991 voru það 92%. Allir einstaklingar sem eru eldri en 16 ára borga 8500 krónur á ári í söfnuðinn sem samsvarar átta og hálfum þriðjudagstilboðum á ári. Heimurinn byggist frekar mikið á trú, þar sem það var að sjálfsögðu „guð sem skapaði heiminn:).” Hann skapaði heiminn á sjö dögum, og lifum við eftir því. Við höldum upp á fæðingu, dauða og upprisu Jesú og margt annað sem tengist kirkjunni eins og fermingar, giftingar, jarðarfarir og skírnir. Það í rauninni galið að við lifum eftir einhverjum eldgömlum sögum um einhvern karl sem þykist hafa skapað heiminn. Trúarbrögð hafa ávalt verið einn versti óvinur kvenréttinda. Í Biblíunni er mikið talað um það að karlmaðurinn sé æðri en kvenmaðurinn og vil ég meina að ójafnrétti kynjanna hafi byrjað þar. Sem dæmi má nefna það sem stendur í Fyrstu Mósebókinni að konan sé gerð úr manninum.

38

Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu sem hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til mannsins. (1. Mós. 2.22) Þá sagði maðurinn: Loks er hér bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal kvenmaður kallast af því að hún er af karlmanni tekin. (1. Mós. 2.23)


Þetta stendur bara í alvörunni í Biblíunni og ætla ég því að segja að hún og feminismi eiga ekki mjög vel saman. Flest allt sem Biblían segir um konur er niðurlægjandi og er hún sögð vera óæðri og undirgefin karlmanninum.

Mikla mun ég gjöra þjáningu þína, er þú verður barnshafandi. Með þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér. (1. Mós. 3.16) Enn þann dag í dag er kirkjan einn harðasti andstæðingur félagslegra, efnahagslegra og kynferðislegra réttinda kvenna. Þó svo að Ísland sé mjög framarlega í jafnréttismálum kynjanna er munurinn enn mikill. Konur fá sjaldnar að láta til sín taka í stjórnunarstöðum, verða tölfræðilega miklu fleiri fyrir kynbundnu ofbeldi og áreiti og þurfa enn þann dag í dag að sæta launamisrétti. Innan kirkjunnar eru konur þó enn undirokaðri og þá sérstaklega innan kaþólsku kirkjunnar sem er stærsti kristni trúarsöfnuður í heimi. Þar eru konur á öllum sviðum annars flokks, mega ekki gegna prestembætti eða nokkru öðru valdamiklu embætti og hafa ekki vald yfir eigin líkama sbr. bann á fóstureyðingum og getnaðarvörnum. Það er svo margt sem er að í þessum heimi og er uppspretta ýmisskonar fordóma og ójafnréttismála komin frá heilögum ritningum trúarbragða, t.d. Biblíunni eða Kóraninum. Fyrirfram afsakanir til allra þeirra sem ég gæti hafa móðgað á einhvern hátt. Þetta er bara mín skoðun og mun ég alltaf virða skoðanir aðra.

39


40


41


42


43


Ragnhildur

Tískuannáll

Pabba skór Skórnir sem á sínum tíma fengu hvert mannsbarn til að skammast sín fyrir skóval föður síns eru komnir aftur. Hér er átt við þessa stóru og grófu dempara skór sem höfðu upp að þessu lifað í martröðum flestra. Í ár eru hins vegar breyttir tímar og algjör tímamót í skógeiranum þegar Nike, Balenciaga, Raf Simons og öll betri fatamerki heims eru komnir með sína útgáfu af pabba skónum. Mest hæpuðu skórnir eru óumdeilanlegu Triple S sem minna frekar á gamla súra íþróttaskó, sem er að finna í tapað fundið, heldur en rándýra hátískuskó sem hypebeast bíða í röðum eftir að fá. Flíspeysur Íslensku tískulöggunni er alltaf afar skemmt þegar trend landsins ná bæði að flokkast sem falleg og ná að halda hita á Íslendingum. Það skemmtilega við endurkomu flíspeysana er ekki aðeins nostalgían sem fylgir þeim heldur einnig sú staðreynd að flestir eiga þær enn, grafnar lengst inni í fataskápnum. Undir flíspeysum eru einnig Teddy peysur en á mjög stuttum tíma hafa þær náð að smokra sér inn í fataskápa Verzlinga. Ný stefna í buxum Í ár rann loksins upp sá tími sem leiðinlegum, níðþröngum, svörtum gulrótarbuxum var pakkað niður. „Bell bottom“ buxur, smekkbuxur, röndóttar buxur hefur verið og heldur áfram að taka yfir fætur verzlinga. Reglan sem gildir á göngum skólans er sú að því útvíða og því litríkari sem buxurnar eru því betri. GUCCI Gucci er óumdeilanlega sterkasta merkið um þessar mundir. Eftir að Alessandro Michele tók við merkinu sem listrænn stjórnandi árið 2015 hefur hann gjörbreytt markaðshóp, stefnum og yfir höfuð framsetningu merkisins. Íslensk ungmenni eru orðin fórnarlömb síns eigina hjarðeðlis og kaupa boli, belti og strigaskó frá Gucci án nokkrar þekkingar um sjálft merkið aðeins í þeim tilgangi að vera hluti að hópnum. Gucci hefur ekki aðeins fangað hjörtu helstu tískugúrúa um allan heim heldur einnig hjörtu rappara á borð við Lil Pump, Tyga og MadeinTYO sem hafa gefið út heilu lögin tileinkuð merkinu. 66 gráður norður 66 gráður norður er eins og við vitum aldar gamalt merki sem hefur verðið hluti af okkar útivistar menningu síðustu 92 ár en er nýlega orðið hluti af okkar tísku menningu. Merkið er búið að vera að styrkja sig með betri markaðssetningu og með samstarfi við til dæmis Soulland, Jör og Sturla Atlas. Dúnúlpur Dúnúlpur var trend sem kuldaskræfur voru afskaplega þakklátar fyrir og gerðu ísjökulkaldan veturinn aðeins bærilegri. Ef þú ert einn af þeim sem ómögulega getur haldið þér vakandi í fyrsta tíma þá er ein feit og oversized dúnúlpa nauðsynleg fyrir þig. Vesti Vesti er með hentugri trendum ársins því vesti er einfaldlega hin fullkomna íslenska sumarflík. Hún heldur þér á hita en leyfir þér að anda, ef sú gula lætur sjá sig en umfram allt eru þau afar smart og auðveld að vinna með.

44


Grófar hliðar töskur Grófar hliðartöskur á borð við Essential bag frá Carhartt og samskonar töskur frá öðrum merkjum náðu gríðarlegum vinsældum í ár. Það sem gerir þetta einstakt er hvað þessar töskur urðu vinsælar hjá báðum kynjunum. Markar þetta því ákveðin tímamót í viðhorfum stráka gagnvart tísku. Í gegnum tíðina hafa töskur aðeins verið tileinkaðar konum og karlar ekki fengið samfélagslega leyfi fyrir að bera þær, því það væri einfaldlega hrein ógn við karlmennskuna. Ekki fyrir svo löngu niðurlægðu vinir Joey í Friends með því að líkja honum við konu fyrir það eitt að bera tösku en í dag eru, sem betur fer, breyttir tímar og eru þær orðnar óháðar kyni, eins og það á að vera.

Bling / Skartgripir „More is more“ þegar kemur að skartgripum í ár. Almenna reglan er að hafa eins margar keðjur, eins mörg Maríu Mey hálsmen frá Spúútník og eins mikið almennt bling og þú mögulega getur, svo lengi sem þú heldur höfðinu uppi. Comme des Garçons Fyrsti mánudagurinn í maí síðastliðina áratugi hefur verið haldin hátíðleg hin árlega opnun búningasýningarinnar á bandaríska safninu Metropolitan Museum of Art’s. Þemað í ár var Comme des Garçons. Þótt nafnið sé franskt (þýðing; eins og strákarnir) þá er merkið japanskt. Stofnað og í eigu japanska fathönnuðarins Rei Kawakubo sem hefur verið í iðnaðinum í rúmlega hálfa öld. Rei á einnig eina af glæsilegustu búðum heims, Dover Street Market. Ekki nóg með að fatamerkið hafi notið velgengni í hátísku heiminum þá hefur það einnig tekið yfir götutísku heimsins og jafnvel gangatísku Verzlinga. Sú merkjavara sem sést hvað mest á göngum skólans eru röndóttu bolirnir sem hafa á vinstri brjóstkassanum rautt hjarta með augum. Röndótt Rendur sem munstur á flíkum fer aldrei úr tísku en hins vegar breytist árlega hversu áberandi þær eru. Í ár voru þær svo óþæginlega áberandi að sjóveiki gerði vart við sig á fyrstu dögum haustannar þegar, í orðsins fylgstu merkingu, allir mættu í röndóttum flíkum í öllum litum regnbogans. Ef fataskápurinn þinn innheldur ekki að minnsta kosti eina röndótta flík þá þarft þú alvarlega að hugsa þinn gang og koma því sem fyrst í lag. Annars er tískuyfirvöldum að mæta.

45

Track suits Track suits er sígilt dæmi um hvað tískan getur verið óbærilega fyndin og að hún fer alltaf í hringi. Þó svo að þessi galli hafi komið aftur hefur hann ekki sama tilgang og íþróttagallar níunda áratugarins eða gallar aldamótana sem maður fór í á milli fótboltaleikjana. Í dag, eins og síðustu áratugi, hafa þeir staðið fyrir sínu og verið þæginlegir. Í ár urðu þeir hins vegar einnig smart, í fínni kantinum og engin skrítin augnaráð fylgdu í þokkabót. Gucci, Yeezy og önnur virt tískuhús, jafnvel merki hérna heima á borð við Reykjavík Roses og Moss Reykjavík hafa öll komið með sína útfærslu af göllunum.


46



Háskólinn í Reykjavík

Af hverju ákváðuð þið að fara í HR? Sigga: Í fyrsta lagi því námið hér er verkefnamiðað. Þó ég hafi komist upp með ýmislegt í Verzló hvað varðar lokaprófin, þá er það mikið lesefni í lögfræðinni að ég hugsaði að verkefnin héldu mér við efnið – sem þau gera. Í öðru lagi því grunnnámið er strax mjög tengt viðskiptalífinu, en þangað beinist áhuginn hjá mér. Kjartan: Ég þorði ekki að fá höfnun frá stóru háskólunum úti og ég sá ekki fram á að njóta mín í HÍ. Þegar öllu er á botninn hvolft er háskólaumhverfið á Íslandi fákeppnisleikur og útilokunarreglan kemur manni þess vegna ansi langt. Hvernig finnst ykkur skólaandinn vera? Sigga: Skólaandinn er góður. Maður rekst á mikið af fólki úr öðrum deildum, kostur þess að allir séu í sömu byggingu. Annars er almennt mjög gott að vera í skólanum. Í lögfræðinni eru kennarar í miklum samskiptum við nemendur, auðvelt að nálgast þá utan skólatíma og fá ráðgjöf o.fl. Kjartan: Hann er líklega það besta við skólann. Eins og Sigga sagði, þá hefur uppsetning skólans það í för með sér að maður hittir alltaf á þá sem manni þykir vænt um og umhverfið ýtir undir spjöll og samræður. Voru þið vel undirbúin úr Versló? Sigga: Já ég myndi segja það. Fyrir utan almenna þekkingu var margt sem kom að góðum notum eins og skýrslugerð og tölvukunnátta sem mig hefði ekki grunað á sínum tíma. Kjartan: Já, það held ég. Þunginn í náminu jókst á mjög náttúrulegan hátt. Auðvitað getum við Sigga ekki tjáð okkur um upplifun annarra, en persónulega átti ég ekki erfitt með að aðlagast erfiðleikastiginu hér. Nema í efnafræði. Það var ógeðslega erfitt (en uppbyggjandi). Hvernig finnst ykkur námið? Sigga: Námið er mjög gott. Eins og ég sagði, mjög viðskiptatengt, en líka mjög verklegt í gegnum raunhæf verkefni. Hefði kannski ekki átt að gera það, en það kom mér á óvart hvað það gagnaðist mér vel á vinnumarkaðnum. Kjartan: Ég hef ekkert til að miða við - enda hef ég bara verið í einum háskóla - en mér líður eins og ég sé að læra... eitthvað. Áfangarnir eru misgóðir, eins og alltaf, en ég finn að hægt og rólega á ég auðveldara með að leysa flókin vandamál. Er hægt að ætlast til einhvers annars? Hvernig er félagslífið í HR? Sigga: Félagslífið er sterkt, þó það sé kannski mismunandi milli deilda. Kjartan: Ég get lítið tjáð mig hér. Virðist vera aðgengilegt og ánægjulegt fyrir þá sem sækja þangað. Hverjir eru helstu kostir við skólann? Sigga: Góð aðstaða til að læra, Te&Kaffi inni í skóla (má ekki vanmeta!), frábært bókasafn með mjög hjálpsömum starfsmönnum. Kjartan: Í verkfræðinni er mjög mikið frelsi til þess að klára hlutina á sínum eigin forsendum. Mestallt efni er sett á netið og kennarar eru duglegir að svara tölvupóstum. Aðstaðan er góð: Te & Kaffi, World Class í kjallaranum, sjoppa og mötuneyti - allt tip top.

48


VELKOMIN Í HR Opið fyrir umsóknir til 5. júní

„Það sem heillar mig mest við námið er að maður lærir eitthvað sem hægt er að nýta sér á öllum sviðum samfélagsins. Reynsla mín af laganáminu í HR er upp á 10,5 til þessa og fer aðeins hækkandi.”

Brynjar Freyr Garðarsson Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands, 2015 Nemi í lagadeild

@haskolinnireykjavik

@haskolinn #haskolinnrvk

@haskolinn


Stefanía og Lilja

Helgi Ómars Frá Djúpavogi til Elite

50

Ljósmyndarinn og stílistinn Helgi Ómarsson hefur verið að ryðja sér til rúms innan tísku- og lífsstílsbransans síðustu ár. Helgi er fæddur á Djúpavogi þar sem hann ólst upp til sex ára aldurs þegar hann flutti til Seyðisfjarðar. Hann segir sjálfur að hann sé Seyðfirðingur í gegn þó svo að hann sé nú búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem ljósmyndari, stílisti og „scout“ hjá Elite. „Ég flutti að heimann sautján ára til Reykjavíkur, hafði verið smábæjarstrákur allt mitt líf og vildi prófa eitthvað nýtt og öðruvísi og ég hef í rauninni verið að heimann alveg síðan. Ég fór strax að vinna í ljósmyndun þó svo að það hafi fyrst og fremst verið út af áhuga en ég fór svo að fá eitt og eitt verkefni. Ég flutti síðan til Kaupmannarhafnar í smá og þaðan til London áður en ég kom svo aftur til Íslands árið 2011. Í lok 2012 flutti ég síðan aftur til Köben og hef búið þar síðan.“ Ferill Helga fór fljótt á flug eftir að hann flutti til Reykjavíkur en honum hefur tekist með miklum dugnaði og aðdáunarverðri ástríðu fyrir geiranum að festa sig í sessi á meðal helstu ljósmyndara Íslands. „Til að byrja með mætti ég til Reykjavíkur og ég einsetti mér það strax að vera duglegur og vinna markvisst að markmiðum mínum. Ég fór að mynda mér tengslanet og kynnast alls konar fólki og það kom strax mjög náttúrulega til mín. Svo fór ég að fá fleiri og fleiri verkefni og tókst fljótlega að afla mér ágætis tekna á þessu. Þegar ég fór svo út til London fór ég í gegnum Eskimo sem fyrirsæta og það gekk alveg ágætlega en ég ákvað samt þegar ég kom heim að vinna frekar og meira að ljósmyndun og listrænari átt. Þá flutti ég um stund heim til Seyðisfjarðar og tók aðeins á sjálfum mér og það er í rauninni besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum og hefur án efa hjálpað mér hvað mest að ná árangri í öllu því sem ég er að gera og hef gert á síðustu árum. Ég var í þessu ferli í rúmt hálft ár áður en ég flutti svo aftur til Danmerkur. Þá fór ég að vinna hjá Elite í mars 2013 og þar hef ég verið síðan ásamt sjálfstæðum verkefnum af og til.“


Forréttindi að alast upp á Seyðisfirði. „Fyrir ungan gaur með alltof mikla orku gat verið svollítið heftandi að alast upp á svo afskekktum stað og ég get ekki neitað því. Í dag sér maður samt hvað þetta voru brjálæðisleg forréttindi og hvað þetta hefur haft mikil og djúpstæð áhrif á þá manneskju sem ég er í dag og það sem ég er að gera. Að fara heim til Seyðisfjaðar í dag er bara alveg eins og að fara í meðferð. Það er nóg fyrir mig að fara aðeins út að ganga í þessu umhverfi og ég er algjörlega endurnærður. Ég fékk kannski ekki að upplifa bæjarlífið þegar ég var ungur en ég geri það núna og þegar ég lít tilbaka fékk ég svo miklu meira frá náttúrunni og einlægninni sem fylgir því að búa í svona litlum bæ.“

51

Helgi hefur alltaf verið skapandi og þó svo að hann hafi heillast strax af ljósmyndun. Hann er sífellt á þönum og finnst gott að hafa mikið fyrir stafni. Þegar hann var yngri var hann sífellt að teikna, leira eða gera eitthvað annað í höndunum. „Það var svo 2006 minnir mig að pabbi minn kaupir myndavél og hann fékk í rauninni aldrei að nota hana. Ég bara stal henni strax og þá má kannski segja að ég hafi fundið mitt listræna svið þó svo að ég vilji alltaf hafa puttana í öllu. Ef ég væri til dæmis ekki ljósmyndari væri ég að öllum líkindum skúlptúrlistamaður. Eða jafnvel stjörnufræðingur, ég pæli alltof mikið í stjörnumerkjum. Ég nota stjörnufræði mikið eins og einskonar sálfræði, mér finnst rosalega gott að vita til dæmis þegar plánetan mín er í merkúr og svona.“ Þó svo að Helgi sé ekki á leiðinni heim frá Danmörku á næstunni líður honum best á Íslandi. Hann segir Íslendinga almennt vera aflappaðri í samskiptum og ekki vera jafn stressaða yfir öllu og Danir. „Mér finnst menningin í Köben ekki henta mér sérstaklega vel. Ég kem heim við hvert tilefni og reyni þá sérstaklega að gefa mér tíma til þess að fara á Seyðisfjörð. Ég elska að koma heim og fá að vera Íslendingurinn sem ég er og borða Þrist og fá mér bragðaref. Ég er samt með skuldbindingar í Köben og sé ekki fram á að flytja einhvern tímann á næstunni en ég finn það að ef ég kem ekki heim reglulega verð ég algjörlega bensínlaus.“ Það er mikið á döfinni hjá Helga og heldur betur bjart framundan. Hann segir það þó mikilvægast að líða vel í starfsgreininni sinni og lífinu almennt. Ef maður nýtur ekki þess sem maður gerir getur oft verið erfitt að finna hamingjuna. „Á næstunni ætla ég að reyna að fara að mynda aðeins meira út fyrir Danmörku og Ísland og er að skipuleggja ferðir og verkefni með öðrum ljósmyndurum. Maður vill alltaf vera að afla sér meiri reynslu en ég held líka að aldurinn kenni manni að það er mikilvægt að stoppa reglulega og leyfa sér að njóta augnabliksins og slappa af. Ég reyni alltaf að taka frekar lítil og þægileg skref og vera glaður á leiðinni frekar en að horfa alltaf lengst fram á við og missa af því sem er að gerast í kringum mig hverju sinni.“




1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40. 41. 42.

Tom Waits er tónlistarmaður, ekki þolinmóður maður sem heitir Tom Það eru engar líkar á að þú breytist í nashyrning á næsta ári Þú getur farið í fallhlífarstökk án fallhlífar en bara einu sinni Þú veist að það er kalt úti þegar þú ferð út og það er kalt Ford bílafyrirtækið er nefnt eftir stofnanda þess, Ford Föstudagurinn langi er ekki lengri en aðrir föstudagar Rihanna er vinkona skrímslanna undir rúminu hennar Vinir eru eins og kýr, ef þú borðar þau þá deyja þeir Þau þú heitir í höfuðið á fugli getur þú ekki flogið Ef þú ert að kilfra uppá fjall ertu ekki að synda ¾ hlutar mannkynsins er 75% fjölda þess Í Danmörku fást epli í matvöruverslunum Það eru fleiri fingur í heiminum en fólk Crocs skór eru besta getnaðarvörnin Það eru fleiri tær í heiminum en fólk Kim Kardashian er með stóran rass Kartöflumús er ekki gerð úr músum Þó þú reykir ekki muntu samt deyja Eggjarauða er í raun appelsínugul Þú getur bara drukknað einu sinni Fílar eru ekki ákjósanleg gæludýr Sköllóttir hafa ekki hár á höfðinu Geimverur eru ekki frá jörðinni Það eru bækur á bókasöfnum Þú getur ekki þefað af tónlist Svart kaffi er í rauninni brúnt Dauðir hlutir geta ekki talað Berlínarmúrinn var í Berlín Gíraffar kunna ekki á tölvu Það eru ekki fílar á Íslandi Sólin sest á hverjum degi Crocs skór eru þægilegir Donald Trump er siðlaus Wiz Khalifa reykir gras Kjarnorka er hættuleg Hákarlar keyra ekki bíl Núna ert þú að lesa Snjór er ekki heitur Chilli er sterkt Ísland er eyja Sjór er vatn Fólk deyr

Áttatíuogfjórar augljósar staðreyndir

54


43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. 51. 52. 53. 54. 55. 56. 57. 58. 59. 60. 61. 62. 63. 64. 65. 66. 67. 68. 69. 70. 71. 72. 73. 74. 75. 76. 77. 78. 79. 80. 81. 82. 83. 84.

Blóð er rautt Pöndur eru birnir Fólk fæðist nakið Gluggi er ekki hurð Ís er seldur í ísbúðum Örbylgjuofnar hita mat Þessi bók er rauð á litinn Það eru allir með six-pack Starships were ment to fly Þú getur ekki andað í vatni Liverpool FC er í Liverpool Byggingar geta ekki hoppað Það eru lyklaborð á fartölvum Dagatöl segja hvaða dagur er Klukkur segja hvað klukkan er Þú gætir dáðið hvenær sem er Það er ólöglegt að fremja glæpi Það var pláss fyrir tvo á flekanum Þú fæddist á afmælisdaginn þinn Fjöllin hafa ekki vakað í þúsund ár Ef þú lokar augunum sérðu ekkert Helsta orsök drukknunnar er vökvi Grænmetisætur borða ekki kjúkling Sumarið kemur í framhaldi af vorinu Símar eru hannaðir fyrir manneskjur Eina ástæða skilnaðar er hjónaband Þú hefur ekki sofið síðan þú vaknaðir Six-packið er stundum falið undir fitu Teiknimyndir eru ekki raunveruleikinn Þú getur ekki fengið flís úr flíspeysum Ef þú ert að lesa þetta kanntu íslensku Smokkfiskar eru ekki gerðir úr smokkum Þú getur ekki farið í fjallgöngu í Danmörku Ólíkt manneskjum hafa hundar fjórar fætur Eftir hverja klukkustund hafa 60 mínútur liðið Þetta voru minna en 90 augljósar staðreyndir USA er stytting fyrir United States of America 100% af fólkinu sem er að lesa þetta er lifandi Allir nemendur Verzlunarskólans eru Verzlingar Þú varst einu seinni ekkert nema egg og sáðfruma Eldri systkini eru búin að vera lengur lifandi en eldri systkini sín Þegar þú ferð út að borða borgar þú einhverjum fyrir að elda matinn þinn

55


#adASAPBiffinnEi FáðumérþettaFOM Fullaferðogengar gmgGOATGóðihe GucciHangryhmu NeitakkégerábílS RipinpeaceSaltys ShooktbhTURNT Orðaslangur


EinaExtra MO rbremsur eimurinn uimo SlingSling smh TWoke 57

#ad. no. #Auglýsing. Notað með tilliti til neytendalaganna, verið að vísa í að eitthvað sé auglýsing. ASAP. As soon as possible. Sem allra fyrst. Oft notað þegar þú ert að biðja einhvern um greiða eða að segja honum til. „Geturu sent mér tölvupóstinn með upplýsingunum um þetta mál asap.“ Biffinn. no. Skemmtistaðurinn B5. „Biffinn minn.“ Eina. no. Eina sem ég hef að segja um þetta mál. Extra. lo. Að vera ýktur eða diva. „Björn Ásgeir er eitthvað svo extra“ Fáðu mér þetta. Gefðu mér þetta er svooo til í þetta. Sjaldnast skipun að ákveðnum einstaklingi. FOMO. Fear of missing out. Ótti við að missa af. Þegar þér líður illa vitandi af öllum vinum þínum að djamma saman í bænum en þú ert í bústað með fjöllunni. Smh. Fulla ferð og engar bremsur. Sbr. að skipta í hærri gír við keyrslu; keyra sig í gang. „Nú er það bara fulla ferð og engar bremsur, ekkert gefið eftir. Gmg. Guð minn góður. Segir sig sjálft. GOAT. lo. Ensk skammstöfum fyrir „greatest of all time“. Það besta frá upphafi. Oft notað í ýkjum. Þegar þú t.d. hlustar á góða tónlist. Þá er hún GOAT. „Nýja platan hans Ladda er G.O.A.T.“ Góði heimurinn. no. Að vera undir áhrifum áfengis. „Eftir prófin ætla ég beint í góða heiminn“ Gucci. lo. Gott; frábært. Hangry. Hungry og Angry. Hungraður og Önugur. Tvenna sem fer sjaldan vel í fólk. Á vel við í fjórða tíma fyrir mat. Þegar þú verður sjálfkrafa reiður vegna hungurs. Hmu. Hit me up. so. Notað þegar einhver biður einhvern að hafa samband við sig eða hitta sig. Imo. In my opinion. Að mínu mati. Þegar þú ert ósammála en vilt ekki vera of vondur. „Þetta eru ljótir skór imo.“ Meme. no. Einstaklingur/hlutur sem er orðinn að brandara. Litty. lo. Afbrigði af orðinu „Lit“. „Litty titty.“ Nei takk ég er á bíl. Vísun til þess að vera á bíl og geta því ekki neytt áfengis. Oft hvít lygi til að afsaka edrúmennsku sína um kvöldið. :( Rip in peace. so. Rest in peace in peace. Hvíldu í friði í friði. Tvöföld áhersla til að ýkja. Salty. lo. Saltaður. Lýsir einhverjum sem er frekar pirraður og bitur. Smh. Shaking my head. so. Hrista höfuðið. Þegar þú hneykslast. Dæmi *Björn Ásgeir faceplantar á marmaranum* Allir: SMH. Shook. no. Þegar eitthvað slær þig út af laginu. „V84 er rautt, I’m shook“ Tbh. To be honest. Ef ég á að vera hreinskilin. Þegar einhver tjáir rétta skoðun sína á einhverju. „Ég fýla ekki Prikið tbh.“ Turnt. so. Að vera í sjúklega góðum gír. „Ég er er svo TURNT“ Woke. Að vera vakandi yfir líðandi málefnum og vera vel upplýstur. „Lind Ólafs í femínistafélaginu er svo FKN WOKE að það er óþolandi.“


Módel: Liv Benediktsdóttir Ljósmyndir og myndvinnsla: Stefanía Elín Linnet

58

Stílisering: Lilja Hrund, Helgi Tómas og Bjarki Snær


59



61


62


63



65


66


67


Ferรฐasรถgur


Helförin Ameríka Busaferð Listasaga Vesturfarar Útskriftarferðin


Dagmar Pálsdóttir og Kristófer Orri Pétursson

Helförin

7.apríl 2017. Það var komið að þessu, dagurinn var runninn upp. 120 Verzlingar voru á leiðinni til Póllands að skoða slóðir Helfararinnar.

70

Við komum um miðja nótt til Varsjá svo að við fengum að sofa til hádegis daginn eftir. Þegar við vöknuðum var komið að skoðunarferð um Varsjá. Farið var yfir sögu Varsjá og rölt yfir í Gamla bæinn sem þykir einstaklega fagur. Skoðuðum við einnig t.d. Forsetahöllina og Gamla markaðinn. Sólin var á lofti og lífið lék við okkur. Þegar leið á kvöldið var kominn spenningur í liðið. Allir voru spenntir fyrir því að kíkja aðeins út og kynnast bænum betur. Daginn eftir var mannskapurinn vakinn snemma þar sem skoðunarferð var á dagskrá. Sumir áttu auðveldara með að vakna en aðrir en það er nú önnur saga. Lagt var af stað í heimsstyrjaldartúr um borgina, kíkt á gamla gettóið o.fl. Eftir það var brottför til Kraká. Okkur var skipt niður á tvö hostel sem stóðu bæði á miðju aðaltorgi Kraká, þar mátti finna marga góða veitingastaði, nokkrar fatabúðir, risastóra fallega kirkju og margt fleira. Í lok fyrsta dagsins í Kraká hélt liðið svo saman út um kvöldið og var mikið stuð og stemning. Segja má að margur maðurinn hafi shakeað sig í gang og setti það raunar svip sinn á alla ferðina eftir þetta fyrsta kvöld. Þriðja daginn vorum við vakin snemma eins og aðra daga enda alltaf eitthvað skemmtileg að skoða á hverjum degi. Þennan dag var farið í skoðunarferð um Kraká og er þetta ein fallegasta borg sem við höfum kynnst. Fallegar byggingar sem voru byggðar fyrir seinni heimsstyrjöldina og sluppu við hana. Við enduðum ferðina í Galeria Krakowska, illaða mollinu í Kraká. Um kvöldið fóru flestir í steik og læti á stað á torginu sem kostaði svipað eins og ein pulla og gos hér á Íslandi.


11. apríl, komið var að deginum sem flestir höfðu beðið eftir allan áfangann. Ferðinni var heitið í Auschwitz að kynna sér betur ein alræmdustu þjóðarmorð mannkynssögunnar. Allir voru vaktir eldsnemma og við tók rútuferð í fangabúðirnar. Allur sá tími sem við höfðum eytt í að fræðast um búðinar og helförina sjálfa gat engan veginn undirbúið okkur undir það sem við urðum vitni að í ferðinni um búðirnar. Hópurinn hélt aftur heim til Kraká í einni tilfinningahrúgu með lífsreynslu á bakinu sem enginn í hópnum mun nokkurn tímann gleyma. Næst síðasta daginn heimsóttum við Schindler-verksmiðjuna og Kazimierz gyðingahverfið. Þessi dagur reyndist mörgum erfiður enda svefnleysið farið að segja til sín eftir langa og stranga dagskrá það sem af var af ferðinni. Seinasta deginum var eytt í Wieliczka saltnámunum. Saltnámurnar voru neðanjarðar og við þurftum að fara niður 300 tröppur. Það var óhugnalegt að kíkja niður meðfram stigunum, en er við komum niður blasti ekkert við nema fegurð. Hlutirnir sem hægt er að búa til úr salti eru magnaðir. Innan í saltnámunni var kirkja, úr salti? De fuuuuuuq. Þegar hópurinn hélt uppá flugvöll átta dögum eftir að hafa lagt af stað út í þetta ævintýri voru flestir úrvinda úr þreytu. Væntingar okkar höfðu verið frekar háar fyrir ferðinni og stóðst ferðin þær allar og mun meira en það. Þegar maður settist upp í vél á leiðinni heim var maður fullur af lærdómi og þakklæti sem ekki hafði verið þar áður. Mun ferðin sitja í hjörtum þessarra 120 Verzlinga svo lengi sem þeir lifa.

71


Kristín Auður Stefánsdóttir og Viktor Pétur Finnsson

Listasaga

72

Listasaga var skylduáfangi hjá okkur í listabekknum 3. B þar sem við erum látin gera listastöff, sem er töff. Flestir byrjuðu áfangann með engar væntingar eða vonir og höfðu það eina markmið að falla ekki, bara slæda í gegn með solid sexu. Þessi hugsunarháttur breyttist þó um leið og Hallur labbaði inn í fyrsta tímann, enginn hefur jafn mikla ástríðu fyrir neinu og Hallur hefur fyrir listasögu. Ástríða hans á námsefninu smitaðist á okkur tossana á listabraut og byrjuðum við að læra. Þegar leið á önnina kom að listasöguferðinni. Sigyn tók Sólrúnu Diego á þetta og gerði pökkunarlista og hax trix fyrir okkur hin og skipti Hallur lýðnum niður í herbergi. Fyrst flugum við til Manchester þar sem tímanum var eytt í að fara niður í bæ á McDonalds þar sem það var bannað að fara þangað á Ítalíu sem er nafli alheimsins í matseld. Frá Manchester flugum við til Pisa þar sem ´98 árgangurinn beið okkar, flest ósatt með að hafa okkur með. Næst fórum við í einhverja hættulegustu rútuferð sögunnar til Flórens sem er ein fegursta borg Evrópu. Fararstjórar ferðarinnar voru Árni meistari, fyrrum kennari í Versló, drottningin Sigrún Halla sem talaði um tónlist við Óliver Adam alla ferðina og svo auðvitað okkar elskulegi Hallur sem tók foreldrahlutverkið að sér og skaffaði okkur bæði útivistartíma og háttatíma. Fyrsta kvöldið í Flórens fórum við bekkurinn á fínan veitingastað og flestir fengu sér hina frægu steik „Bistecca alla Fiorentina“ sem Sigrún Halla kynnti fyrir okkur. Við áttum algjöra gæðastund og gekk kvöldið eins og í sögu, ekki nema tvö glös og ein flaska sem brotnuðu auk þess sem hellt var yfir einn bekkjarfélaga. Allir voru alveg afskaplega rólegir í matnum og ákváðum við því að fara aldrei aftur allur bekkurinn saman út að borða það sem eftir var ferðarinnar. Í Flórens fundum við Musteri Hype-beasta sem er hin upprunalega Gucci búð. Viktor (í Örkinni) missti sig þar og náði að skrifa heilt Arkar-blað, svo gekk Óliver Adam út með einhverja átta poka. Auðvitað fengum við okkur ís sem var í hreinskilni sagt 74x betri en Vesturbæjarís. Frítími ferðarinnar fór í að borða góðan mat og versla, enda fátt annað sem fátækir Verslingar gera betur. Í Flórens skoðuðum við m.a Ufizzi safnið og Galleria dell Academia og í Róm fórum við á Borghesa safnið, í Vatikanið, Pantheon og Colosseum svo eitthvað sé nefnt. Í Róm fórum við á skemmtistað sem Ferrari bílstjóri frá Flórens átti. Á heimleiðinni átti sér stað ein spennuþrungnasta atburðarás ever en veskinu og símanum hennar Beggu var stolið! Við vorum í strætó að taka HÚH. Eina stundina erum við sátt að syngja en þá næstu erum við búin að stoppa strætóinn og byrjuð að leita á fólki sem við töldum grunnsamlegt en sá sem tók veskið slapp frá okkur. Síðasta kvöldið deaddaði Gummi Emil bíl. Hef engu við það að bæta. Nema kannski að hann reif buxurnar sínar. Við lærðum fáránlega mikið af þessari ferð og er listasaga klárlega besti áfangi sem kenndur hefur verið í sögu Versló og á Hallur mikinn heiður skilinn hvað það varðar. Við mælum eindregið með þessum áfanga og ferðinni sem honum fylgir, í alvöru, þið munuð elska hann!


73


Gabríela Ósk Vignisdóttir og Karen Rós Smáradóttir

Make America Great Again

Miðvikudaginn 18. október héldu tuttugu og tveir Verzlingar ásamt þremur vel völdum kennurum til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C. Hópurinn hellti í sig amerískri menningu og naut þess að vera áhyggjulaus í haustfríi. Ferðin heppnaðist vel þrátt fyrir að væntingarnar væru ekki ofur miklar eftir sögur ferðarinnar sem var farin í fyrra þar sem mikið var rætt um vondan morgunmat og rottufaraldur á hótelinu. Óli Njáll klikkaði hins vegar ekki á hótelinu í ár og fékk hópurinn á bragða að gómsætum amerískum morgunmati alla daga og var enginn var við rottufaraldur á hótelinu.

74

Ferðin hófst með þræl skemmtilegum akstri út á Keflavíkurflugvöll í rigningu og roki. Gripnar voru helstu nauðsyndir í duty free-inu og tók þá við sex tíma flug til Baltimore. Við lentum í Baltimore um kvöldmatarleytið þar sem heita loftið tók á móti öllum velklæddu Íslendingunum og hófumst við þá hörðum höndum að downloada UBER appinu til að komast í burtu frá flugvellinum og reyndust bílstjórarnir afar hjálpsamir og settu þeir sinn svip á ferðina. Eftir klukkutíma akstur frá flugvellinum vorum við loksins kominn til Arlington þar sem hótelið var staðsett. Allir komu sér vel fyrir í sínum herbergjum og var fyrsta kvöldið frekar rólegt. Morguninn eftir vöknuðum við öll snemma því leiðin lá í menningarferð um Washington í 22° hita. Leið okkar hófst á Library of Congress sem er stærsta bókasafn bandaríkjanna þar sem hægt er að finna 33 milljón bækur á 460 mismunandi tungumálum! Leiðsögukonan sem fór með okkur í gegnum allt safnið þreytti hópinn mikið en hún sagði okkur hvað allir smámunir þýddu í öllum listaverkunum sem prýddu loftið á safninu. Hópurinn hresstist þó þegar komið var að því að heimsækja Washington monument (Nálina) og hann Abraham Lincoln. Eftir það löbbuðum við að Hvíta húsinu en komumst ekki nálægt því þar sem það var búið að setja auka grindverk í kringum grindverkið sem er við húsið. En ástæðan fyrir því er að sjálfur Donald Trump var inni í Hvíta húsinu þegar við komum að því. Eftir þessa menningarferð um Washington með kennurunum í steikjandi hita skildu leiðir og fólk fór að kæla sig mollinu. Á degi tvö fórum við að heimsækja nokkur söfn Smithsonian og var það allt mjög áhugavert og skemmtilegt. Eftir það hélt búðarápið áfram og fóru margir hverjir í Georgetown að versla


eða skoða hin frægu Cupcake Bakarí sem var að finna víðsvegar um bæinn. Síðan um kvöldið hittist allt liðið og snæddum við góðan mat saman á Cheesecake Factory. Þriðja daginn fórum við í skoðunarferð um þinghúsið á Capitol Hill og var sú skoðunarferð ein sú áhugaverðasta sem við fórum í því þar var að finna styttur af ýmsu merkilegu fólki, meðal annars Martin Luther King og Rosa Parks. Eftir skoðunarferðina fengum við frítíma og fór fólk þá að gera allt það sem þeim langaði til. Seinni partinn hittumst við síðan öll fyrir utan heima hjá Geir H. Haarde og biðum eftir að hópurinn væri allur kominn saman. Þegar kallinn opnaði fyrir okkur biðu okkar alls kyns kræsingar og drykkir. Geir hélt uppi ýmsum áhugaverðum umræðum um Trump og forsetakosningarnar og sagði okkur margar skemmtilegar sögur frá störfum sínum sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Á fjórða og síðasta deginum okkar í Washington fórum við með Kötu kennara í Washington Zoo þar sem Eiki og Óli Njáll voru of uppteknir að horfa á Liverpool leik uppi á hóteli. Þrátt fyrir að þeir kæmu ekki með skemmtum við okkur konunglega í dýragarðinum þar sem allir urðu ástfangnir af pöndunni sem sat og borðaði bambus. Sumir urðu það ástfangnir að þeir myndu frekar vilja eignast pöndu en barn. En einnig var þar að finna fíla, ljón, eðlur og margt fleira. Eftir pöndu áhorfið í dýragarðinum fóru flest allir að sóla sig í góða veðrinu meðan aðrir fóru í mollið í síðasta sinn. Allir fóru brosandi og nokkrum vinum ríkari heim. Ferðin gaf okkur margar nýjar og skemmtilegar minningar sem við munum búa yfir alla ævi. Þar að auki einkenndist Washington ævintýrið okkar af herbergispartýum, maska kvöldum, Uberbílstjórum og eintómu fjöri ;)

75


Hrafnhildur Kjartansdóttir og Helgi Sævar Þorsteinsson

Útskriftarferðin

76


Króatía. Búlgaría. Króatía. Búlgaría. Eftir erfiðar og umfangsmiklar kosningar og endurkosningar varð menningarundrið Sunny Beach fyrir valinu. Kosningarnar sundruðu heilu bekkjunum og eyðilögðu vinasambönd en það var aðeins smjörþefurinn af því sem ferðin sjálf átti eftir að bera í skauti sér. Lagt var af stað eldsnemma aðfaranótt 30. maí. Sjampóum í tugatali var poppað á leiðinni og greinilegt að gríðarleg spenna var í hópnum. Fríhöfnin tók vel á móti okkur og var Henrik Biering namminu sópað úr hillunum, enda 250 manna hópur að byrgja sig vel upp fyrir næstu 10 daga. Næst lá leiðin út í vél í 5 tíma ‘techno’-partý í boði Helga Kristjáns. Flugferðin gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Við vorum varla lent þegar fyrsti skellurinn gekk í garð. Guðrún Jóna asnaðist til að týna passanum sínum og var þar af leiðandi neitað um inngöngu í landið. Hún þurfti því að dúsa í flugvallarfangelsinu fyrstu 2 næturnar en engar áhyggjur hún kom sterkari til Sunny Beach fyrir vikið. Restinni af hópnum var deilt niður á rútur og næsta stopp var Hótel Serrano þar sem allt kostaði aukalega. Ekki voru margar klukkustundir liðnar af ferðinni þegar flestir Gucci X Sunny Beach sölubásar voru orðnir tómir. Á komandi dögum myndaðist svo óralöng bið fyrir utan allar tattú- og skartstofur ásamt því að Verzlingar sungu hæ hó jibbí jei með blöðrur í hægri og vinstri. Það sem Íslendingar gera best er að láta plata sig með alls konar tilboðum og lágum verðum. Það var eins og fólk væri að græða á hverjum drykk sem það keypti sér, allir þeyttust fram og til baka til og frá barnum eins og það ætti lífið að leysa. En eins og vitur maður sagði er allt gott í hófi. Víkingur Goði virtist þó ekki kunna þá vísu og lét engan stoppa sig við að klára ískalt Breiðholtsvatn á einu bretti. Enda vel til hafður í nýju Chanel-galladressi. Sunny Beach stóð þó ekki alveg undir nafni alla ferðina þar sem sólin var ekki að leika við hópinn, en Verzlingar létu það ekki stoppa sig við að pósa í sundlauginni, sjónum og á ströndinni enda allir í leit að hinni fullkomnu Insta-mynd. Örfáir fengu sitt langþráða tan-far á degi fjögur, hinir sáu sólina aðeins gægjast í gegnum gluggatjöldin örmagna af þreytu. Þá tók þó sweet-babyoil við og virtust nýstúdentar ekki hafa lært mikið um það hvernig sól virkar í öðrum löndum á sinni menntaskólagöngu en stór hluti hópsins voru hársbreidd frá því að lenda uppá spítala með 3.stigs bruna. Þar stóð Sylvía Hall í broddi fylkingar og var helsti talsmaður Aloe Vera það sem eftir var af ferðinni Það sem stóð upp úr hjá mörgum hefur líklega verið Toga-partýið enda minnti það eflaust marga á Samfés 2010. Eftir fjögur ár saman í Verzló voru eflaust margir komnir með leið á hver öðrum. Því er ekki hægt að sleppa því að minnast á félagana úr MK svona að lokum sem hópuðu sig saman og mættu með. Þeir slógu rækilega í gegn, sumir meira en aðrir.

77


Máni Þór Magnason og Steinunn Björg Böðvarsdóttir

Vesturfarar

78

Um miðjan októbermánuð lögðum við tólf saman af stað í vikuferð til Bandaríkjanna. Ferðinni var heitið til St.George’s School í Newport, Rhode Island. Þessi skóli er ekki hinn týpíski bandaríski menntaskóli, hann er einkarekinn heimavistarskóli og skólaárið kostar rúmar 6 milljónir íslenskra króna. Um 300 nemendur eru í skólanum en þeir koma allsstaðar að úr heiminum. Skólalóðin stendur á hæð í Newport með ótrúlegu útsýni yfir strönd í göngufæri og samanstendur af nokkrum byggingum, þar á meðal kapellu en skyldumæting er í messu fyrir alla nemendur og kennara tvisvar í viku. Allir nemendur skólans þurfa að velja sér nokkrar íþróttir sem “afternoon activities” og úr mörgu er að velja, en íþróttaaðstaðan á skólalóðinni er gríðarlega stór. Skólinn býður einnig upp á tónlistarnám og það var einmitt nýbúið að byggja einangrað hljóðupptökuver í listabyggingunni fyrir nemendur skólans sem ein úr hópnum okkar fékk að vígja með lánsfiðlu úr hljóðfærageymslu skólans. Hjarta skólasvæðisins var svo The Grill, sjoppa nemenda, sem bauð upp á ýmsa afþreyingu fyrir nemendur og bestu cheesy fries í heimi #mælimeð. Ekki allir nemendur skólans búa á heimavistinni heldur eru einnig nokkrir sem búa með fjölskyldum sínum í nágrenni við skólann. Á meðan á ferðinni stóð bjuggum við með slíkum fjölskyldum, 1-2 Íslendingar saman, og fengum að kynnast daglegu lífi þeirra. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt með fjölskyldunum okkar, sumir fóru á McDonald’s og í Target, aðrir fóru á Halloween-graskerjasýningu. Skólinn bauð upp á marga ótrúlega skemmtilega og öðruvísi tíma en þar má nefna robotics og global studies. Þar sem nemendur skólans eru aðeins 300 þá er mögulegt að hafa tímana aðeins fyrir 2-12 nemendur í einu. Þar sem skólinn tekur mið af kristilegum gildum gilda ákveðnar reglur. Við tókum snemma eftir því að búið var að loka fyrir Snapchat á neti skólans til að koma í veg fyrir að nemendur sendu á milli sín „óviðeigandi myndir“. Nemendur voru samt búnir að finna lausn á því og setja upp app í símana sína sem lokaði á bannið. Einnig var harðbannað að strákar kæmu inn á heimavistina hjá stelpunum og öfugt og ef það komst upp um slíkt var haft samband við foreldra og atvikið tilkynnt í næstu messu fyrir framan allan skólann. Þetta varð til þess að nemendurnir fundu upp á því að hittast á kvöldin á einum íþróttavallanna og í litlum skógi nálægt skólanum. Skammt frá skólanum er vinsæl gönguleið meðfram sjónum sem er kölluð Cliff Walk. Hún liggur framhjá röð stórra hefðarsetra sem byggð voru í kringum 1900. Hópurinn ákvað að ganga þessa leið einn daginn og var veðrið ekki til að skemma fyrir en það var steikjandi sól allan tímann. Hópurinn fór svo í dagsferð til höfuðborgar Rhode Island, Providence, þar sem við skoðuðum Brown háskólann og fórum í verslunarleiðangur í Providence Place verslunarmiðstöðinni. Óhætt er að segja að síðasta degi okkar í Ameríkunni hafi verið vel varið en honum eyddum við frjáls ferða okkar í Boston. Þessi ferð var einstök upplifun sem seint gleymist þar sem margar góðar minningar urðu til og sterk vinátta myndaðist.


Skarphéðinn Vernharðsson

Busaferð

79

Eftir mikið fjör og busavígsluna í skólanum fórum við upp í rútu og lögðum af stað upp í Borgarnes. Þegar við komum að Menntaskólanum í Borgarnesi byrjuðum við á því að koma okkur þar fyrir, því næst spjallaði Skemmtó aðeins við okkur um ferðina og ratleikinn. Þá hófst ratleikurinn. Bekkirnir smöluðu sér saman og byrjuðu að hlaupa um allan bæinn að safna stigum. Það voru gefin stig fyrir allskonar hluti, t.d. vaxa sig, hoppa ofan í sjóinn, halda á túrista, knúsa ókunnuga manneskju og margt fleira. Til þess að vinna keppnina um að verða besti busabekkurinn þurfti bekkurinn að fá flest stig, fleiri en allir hinir busabekkirnir. Stigakeppnin byrjaði á fyrsta degi busavikunnar þar sem þú fékkst stig fyrir allskonar hluti, t.d. að gera orminn, vera með flottustu stofuna og f.l. Svo voru líka gefin stig fyrir flottasta atriðið á kvöldvökunni. Strákarnir í 1. D tóku flottan jóladans og 1. A var með alveg ógleymanlega dönskukynningu, ekki bara skemmtun líka lærdómur. Eftir seinasta atriðið fórum við í djúpu laugina. Djúpa laugin virkar þannig að það er ein manneskja öðru megin við vegg og þrjár manneskjur af hinu kyninu hinu megin við vegginn. Sú sem er ein á að spyrja spurninga og velur síðan besta svarið og manneskjan sem endar með flest bestu svörin stendur uppi sem sigurvegari og þau kyssast. Andri í 1. G fékk þann heiður að fá að spyrja þrjár stelpur tíu spurninga og það var hún Eva Alexandra í 1. E sem að stóð uppi sem sigurvegari, en það endaði reynar með góðu knúsi. Svo var það hún Þóra Birna í 1. G sem að spurði þrjá mjög flotta stráka spurninga en það var hann Birkir Örn sem er einmitt líka í 1. G sem að stóð uppi sem sigurvegari og það endaði á krúttlegum kossi á kinnina. Svo eftir smá bið voru okkur tilkynnt úrslitin úr keppninni og var það 1. B sem vann keppnina naumlega. Eftir það fóru allir bara útum allt. Menn skelltu sér í miðnætursund, keypt var snarl á Olís og ef þú varst inní skólanum gastu heyrt ljúfa tóna frá honum Vigni Daða þar sem að hann sat við píanóið og heillaði hug og hjörtu allra viðstaddra. Þegar líða fór fram á nótt fóru nú bara flestir að sofa. Þegar við vöknuðum beið okkur hollur og góður morgunmatur. Þegar við vorum búin að pakka og borða fórum við uppí rútu og héldum heim á leið.


VIÐ ÆTLUM Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Í HAUST

SPENNANDI NÁM OG ÖFLUGT FÉLAGSLÍF Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ YFIR 400 NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Sæktu um á hi.is fyrir 5. júní.

www.hi.is



Mars 17.

20.

21.

24. 27.

Apríl 2. 7.

Maí 8.

22. 30.

Júní 1.

17. 23.

Júlí ?.

Ágúst 18.

23. 28.

2017 Verzlunaskólablaðið 83 kemur út Kosningavika Daníel Hjörvar var ekki með pilsner á marmaranum Rjóminn gaf út hittarann Spillta Vestrið Keyrt var á bílinn hans Vésteins 12:00 á Verzlóbílastæðinu Hið umdeilda Lucky League snýr aftur Ný stjórn kosin Benedikt Búálfur setti sinn fyrsta póst sem forseti á facebook síðu NFVÍ — Vísindafélagið hendir í eitt magnað vísindablað, Kvarkinn Verzló sigrar morfís :) — Peysufatadagurinn var tveimur dögum fyrir lokapróf í sögu Elsku stjórnin okkar klúðraði lokaballinu með stæl Sumarsmellurinn Ég lofa með 12:00 kom út — Vefútgáfa V83 kemur á netið eftir langa og erfiða fæðingu Sumarpakki Málfó sprengdi internetið Verzlingar fá endurgreitt fyrir lokaballið sem aldrei varð — Útilegan: Björn Ásgeir og Daníel Hjörvar fara í slag Júlíanna hét víst Júlía Bjarni Steinn tók rólegt kvöld og rageaði ekki — Legandary stílabók V84 kemur út fyrsta skóladaginn með trompi 66°norður peysurnar fara í sölu Félagsmiðstöðin Askja auglýsir eftir lausum störfum auglýsingin breytti atvinnustöðu Verzlinga að eilífu

— September 98’ skvísur hófu slutty september - helsti vígvöllur þeirra var skemmtistaðurinn B5 6. Gísli Þorgeir týnir bíllyklunum sínum á skólalóðinni Dömubindi og túrtappar á öll baðherbergi skólans - takk ffví 9. Geir Zöega sigraði So you think you can snap 13. 50 ára afmæli NFVÍ var haldið hátíðlegt með fullt af kökum og ræðu frá Benna 14. Skemmtó gefur út busaballslagið Bíða með Völla 21. Golfmótið var algjör veisla - Guffa og Lóa stóðu sig ágætlega 26. Stjórnin heldur utan um mánaðarleg þrif í nemendakjallaranum

82

Október 2.

4. 5.

6. 9. 12. 24.

— GVÍ vikan safnar pening fyrir barnaspítala Hringsins Hamborgarafabrikkan kynnir hamborgara sem fékk nafnið Verzlingurinn Leifur og Lovísa eyðilögðu a.m.k. 5 skrifborðsstóla í góðgerðarvikunni Benedikt Búálfur hélt áfram að lifa á brúninni og tók annan sjéns með hárið sitt og litaði það bleikt Skemmtunarskólablaðið kom út Peysurnar komu ekki Við héldum nefndarviðtöl hehe ;* Krúttleg vika hjá möndlunefnd

Nóvember — 10. Frumsýning Skömm 16. Vaka var næstum því búin að draga bíl með bílnúmerið BPD97 en eigandinn hljóp hratt og náði að færa hann! 19. VÆLIÐ 24. Okkar forseti (Benedikt) eyddi dýrmætum klukkutímum í að hreinsa til í nemkja eftir ykkur svínin 27. Maggi Mix fékk ekki borgað fyrir uppistand sitt í jólavikunni á marmaranum Desember 1. Egill Sigurðsson lýsir eftir large 66°N peysu í skiptum við medium peysu 14. Nemendakjallarinn brennur næstum því til kaldra kola eftir að siðlausir nemendur skrúfa í sundur reykskynjarana. Sick. Kjallaranum var lokað til frambúðar (or so they thought) 31. Hið árlega áramótapartý var haldið á Hendrix Janúar 10.

18. 20. 25. 27.

29. 30.

Febrúar 1.

5.

Mars 8.

— Arion banki bauð nemendafélaginu fundaraðstöðu á meðan kjallarinn var lokaður Ella María týndi kortinu sínu í skólanum Egill Hlér lýsir því yfir að dráttarbíll sé á leiðinni sem kom aldrei Nemendakjallarinn opnaður Nýtt fallegt hljóðkerfi kemur á marmarann Morfís lið Verzló sigrar Menntaskólann á Egilsstöðum DV gefur út tímamótagrein sem segir frá því að þeir sem eiga erfitt með að fara á fætur á morgnana séu yfirleitt gáfaðri. Verzlingar fagna Nemendaskírteinin fallegu komu loksins Fyrsti 12:00 þátturinn kemur á netið Bekkurinn hans Bjarka Snæs drullaði yfir okkur vegna útgáfu stílabókarinnar (get over it and grow a taste) — NEMÓ Engir artistar mættu í Vikuna eftir Nemó 2018 Verzlunarskólablaðið 84 kemur út


Tímalína 2017til2018


Ragnhildur

Plötuannáll

CTRL – SZA

Bandaríska söngkonan Solána Imani Rowe, betur þekkt sem SZA, gaf út sína fyrstu studíó plötu í ár. Platan átti upprunalega að koma út árið 2015 en var ítrekað seinkað vegna kvíða sem SZA hafði verið að glíma við. Sagan segir að SZA hafi viljað vinna lengur að plötunni en plötufyrirtækið hennar, ‘’RCA Records’’ hafi einfaldlega stigið inn, tekið plötuna af henni og gefið hana út. Þemað á plötunni sem á einn eða annan hátt kemur við sögu hvers lags eru játningar. Játningar á borð við langanir, afbrýðisemi og lélega sjálfsmynd. Stjörnur á borð við Travis Scott og Kendrick Lamar koma fram á plötunni en áherslan er þó öll á SZA sjálfri. Nú á dögunum gáfu Kendrick og SZA út annað samstarfsverkefni, lagið All The Stars. Bestu lögin: The Weekend, Love Galore og Garden (say it Like Dat).

FLOWER BOY – TYLER THE CREATOR

Scum Fuck Flower Boy, betur þekkt sem Flower Boy, er fjórða studíó platan sem Tyler gefur út, en ásamt tónlistinni hefur Tyler einnig getið sér gott orð sem fatahönnuður, leikstjóri og framleiðandi. Þó svo að Tyler hafi séð um nær allt í ferlinu; framleiðslu, listræna stjórnun og yfir höfuð allt sem kom að gerð plötunnar, þá fékk hann með sér hóp af listamönnum sem allir settu sinn svip á plötuna. Frank Ocean, ASAP Rocky og Estelle voru meðal þeirra. Ólíkt fyrri plötu sinni, Cherry Bomb, ákvað Tyler í fyrsta skipti að fjalla af alvöru um persónulegu hlið sína og eru þemu plötunnar þung en víðtæk en meðal annars er fjallað um einmanaleika, kynhneigð og erfiðleika frægðarinnar. Mr. Lonely/911 er til að mynda eitt sorglegasta og persónulegasta lag sem hann hefur gefið út. Tyler hefur hinsvegar sagt að tilfinningin sem fylgir því að flytja lagið og sjá fólk syngja með því sé bæði frelsandi og huggandi. Bestu lögin: See You Again, November og Boredom

84


4:44 – JAY Z

Jay Z gaf út sína þrettándu plötu, 4:44, í enda júní. Plötuna var einungis hægt að nálgast löglega í gegnum efnisveiturnar Tidal og Sprint. Jay Z sagði plötuna innihalda hluti sem hann hefur aldrei talað um og eru hiphop menningin, rasismi og fjölskylda meðal viðfangsefna hans.Stærsta og umdeildasta viðfangsefnið er þó samband hans og Beyonce og telja margir að 4:44 sé svar hans við Lemonade, plötu Beyonce sem kom út árið 2016. Þeirri kenningu til stuðnings má benda á fræga línu af Lemonande úr laginu Sorry, “You better call Becky with the good hair”, sem Jay Z er svo talinn svara með línunni “Leave me alone, Becky” í laginu “Family Feud”. Bestu lögin: Family Feud, The Story Of O.J og Moonlight.

KENDRICK LAMAR - DAMN.

DAMN, fjórða stúdíó plata bandaríska rapparans Kendrick Lamar kom út 14. apríl 2017, föstudaginn langa. Það var víst engin tilviljun að sá dagur varð fyrir valinu en föstudagurinn langi er sagður marka dauða hinna réttlátu. Kendrick hefur allan sinn feril verið duglegur að nota tónlistina sem vettvang til að vekja fólk til umhugsunar og leggja áherslu á alvarleg málefni, sem oftar en ekki hafa verið bæld niður. Þessi plata er engin undantekning á því, þar sem Kendrick fjallar um eldfim málefni eins og lögregluofbeldi og rasisma. Hún einkennist jafnframt af mikilli sjálfsskoðun af hans hálfu. Platan var tilnefnd til sjö Grammy verðlauna og hreppti hvorki meira né minna en fimm verðlaun, þar á meðal sem besta rapp platan, fyrir besta rapp lag og fyrir besta tónlistarmyndbandið. Vert er að taka fram að plötunni fylgja mögnuð og áhrifarík tónlistarmyndbönd, sem við mælum eindregið með að horfa á. Tæplega átta mánuðum eftir útgáfu plötunar gaf hann út DAMN. COLLECTORS EDITION. Hún inniheldur nákvæmlega sömu lög og á fyrri plötunni nema snúið hefur verið uppröðun lagana. Forsenda nýju plötunar var sú að viku eftir að platan kom út komust aðdáendur að því að ef platan er spiluð í vitlausri röð helst sagan sú sama en flæðið er enn betra. Bestu lögin: PRIDE, LOYALTY og HUMBLE.

MORE LIFE – DRAKE

Kanadíski söngvarinn og rapparinn Drake gaf út plötuna More Life. More Life verður reyndar varla kölluð plata. Drake hefur sjálfur kallað hana spilunarlista (e. playlist) og sagði hann í viðtali við Complex að ætlun hans með More Life sé að gefa hlustendum samansafn af lögum sem munu mynda hljóðrás (e. soundtrack) lífs þeirra og ljóst að ekki skortir sjálfstraustið á þeim bænum. Hann hefur jafnframt sagt að spilunarlisti þessi verði brú að enn stærri komandi verkefnum. Aragrúi tónlistarmanna koma við sögu á spilunarlistanum, þar á meðal Kanye West, Young Thug og Travis Scott. Bestu lögin: Get It Together, Passionfruit og Teenage Fever.

85


Rán vs. Völli Með og á móti samfélags miðlum


Kæri lesandi, í æðum mínum rennur samfélagsmiðlablóð. Ég anda, nærist og snýti samfélagsmiðlum. Meðan aðrir drekka kaffi drekk ég samfélagsmiðla, meðan jafningjar mínir kíkja á biffarann fer ég á snapchat og svala djammþorstanum, hendi í nokkur tilgangslaus snöpp, nokkrar laufléttar viðreynslur og ég er mettuð. Samfélagsmiðlarnir eru eins og mjólk fyrir mér, þeir halda mér gangandi, þeir eru lífæð mín, lífæð alls hins góða. 23. júlí 2008, dagurinn þar sem líf mitt tók loksins beygju í rétta átt. Áður hafði líf mitt einkennst af sandkassaáti og misheppnuðum klósettferðum en þennan guðsnáðardag breyttist allt. Ég fékk síma, en ekki bara hvaða síma sem var, nei, hann var nefnilega snjall, ég fékk SNJALLSÍMA! Svo þarna sat ég, 9 ára með fjarstýringuna að lífi mínu í höndunum og hafði aldrei liðið jafn vel. Lítill snjóbolti tók að rúlla af stað niður brekku lífsins og stækkaði óðum. Ég gat með auðveldu móti haft samband við hvað og hvern sem er í gegnum þetta litla tæki mitt þökk sé samfélagsmiðlunum sem auðvelda öll samskipti til muna. Með árunum var ég farin að senda línur á bæði fola og hryssur og þegar snapchat leit dagsins ljós jukust þau samskipti til muna og standa enn yfir í dag! Samfélagsmiðlaleikarnir tóku að æsast og snjóboltinn stækkaði og stækkaði. áður en ég vissi af var ég búin að leggja undir mig öll þau helstu snjallforrit sem fyrir fundust. Með árunum var ég farin að swipe-a left og right alveg á milljón, ég var frjáls. Tilkoma samfélagsmiðla í líf mitt hafði aukið frelsi mitt til muna. Ég var með fjarstýringuna og ég hafði stjórnina, lykillinn að heiminum var í höndum mínum og ég fílaði það. Ég mun því seint skilja fólk sem er ekki reiðubúið að taka við þessum lykli og í leiðinni fara á mis við öll þau tækifæri sem með honum koma. Snjóboltinn minn er enn þann dag í dag að rúlla, hraðar en nokkru sinni fyrr. Áður en ég veit af fer þessi snjóbolti að vinda enn meira upp á sig, verður að snjókarli. Samfélagsmiðlasnjókarli sem mun taka á móti mér opnum örmum og bera mig til móts við tækifærin sem samfélagsmiðlarnir sjálfir bjóða mér upp á. Kæri lesandi, í æðum mínum rennur samfélagsmiðlablóð, eina sanna blóðið.

87

Völli “the 2nd Jesus”

Rán Ragnarsdóttir

Með

Á móti

Samfélagsmiðlar er frekar nýtt hugtak en fyrir þá sem ekki vissu er það uppfinning sem illmennið Martin Shkreli fann upp árið 1998 og átti að koma í staðinn fyrir öll samskipti í daglegu lífi fólks. Fólk barðist fyrir því að fá að nota munninn sinn til að tala og vildi alls ekki að tækin tækju yfir. Sumir hins vegar kusu samfélagsmiðlana yfir hinn venjulega talsmáta, m.a. rapparinn Eminem sem sagði í ræðu árið 2003: „yo ég er svona 90% viss að samfélagsmiðlar séu framtíðin, peace”. Illmennasamtökin voru síðan stofnuð árið 2004 af Mark Sökkerberg sem hafði fengið með sér þá Jack Dorsey, Steve Jobs, Chad Hurley og Gunnlaug Jónsson (sem var síðan rekinn þegar hann bjó til appið “skroll”) en markmið þeirra var að lokka fólk inn í hugmyndafræðina með nýjum ávanabindandi uppfinningum s.s. “snjallsímum”, “öppum” og “vefsíðum”. Samtökin höfðui mikil áhrif, en í dag er fjöldi miðlafíkla hátt í 3 billíons. Fíknin er út um allt, vinir mínir hætta ekki að “snapperast” og “tweetast” á milli sín og sjálfur var ég í mikilli neyslu í mörg ár þar til ég loksins sá ljósið og tók skref í rétta átt. Sem nemandi í skóla eins og Verslunarskólanum þar sem fíknin er normalíseruð var erfitt fyrir mig að finna ljósið, ég vissi ekki betur en að samfélagsmiðlar væru bara frekar nettir og skemmtileg viðbót inní daglegt líf en á sama tíma gat ég ekki áttað mig á því hvað olli allri minni vanlíðan. Kvíðinn og þunglyndið dróg mig meira og meira niður með degi hverjum, ég átti erfitt með að fara út úr húsi, lá allan liðlangan daginn upp í rúmi með snjallsímann í hendinni leitandi að svörum á meðan snapchat og instagram tilkynningarnar hrundu niður af skjánum. Aldrei datt mér í hug að svarið sem ég leitaði að var beint fyrir framan nefið á mér. En síðan þann 2. nóvember árið 2015 gerðist svolítið merkilegt. Ný hetja kom fram á sjónarsviðið með nýja hugmyndafræði gegn miðlafíkninni sem gjörbreytti öllu. Það var hún Vaka Njálsdóttir, fyrrum verslingur og góð vinkona mín sem setti af stað #lítumupp hreyfinguna þar sem hún talaði um hvernig samfélagsmiðlar væru að stjórna lífi okkar og hvatti unglinga til þess að líta upp, að horfa beint inn í sólina í að minnsta kosti eina klukkustund á dag. Orð Vöku náðu til mín og ég hóf strax handa við það að stara inn í sólina á hverjum degi, í marga mánuði þar til einn daginn þegar ég loksins slapp úr klóm fíkninnar og skráði mig út af öllum samfélagsmiðlum (ég missti líka símann í klóstið sama dag þannig ég hugsaði bara sure núna er örugglega bara besti tíminn til að hætta). Í dag hef ég verið miðlalaus í 2 ár og hef aldrei verið hamingjusamari. Allur tíminn sem ég eyddi í að skrolla niður instagram og að finna gott content fyrir snappið eða góð “memes” fyrir twitterið eyði ég nú í mikilvægari og uppbyggjandi hluti svo sem að lesa fréttablaðið eða semja ljóð eða stundum tefla við sjálfan mig. Ég hef trú á þér kæri lesandi, þú getur gert það sama og ég, þú munt sigrast á fíkninni og þú munt finna ljósið.


88


89


90


91


... TIL AÐ LÁTA DRAUMANA RÆTAST

UMSÓKNARFRESTUR TIL AÐ SÆKJA UM ER TIL 5. JÚNÍ.

BÚVÍSINDI

SKÓGFRÆÐI

HESTAFRÆÐI

NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI

UMHVERFISSKIPULAG

FRAMHALDSNÁM

STARFS- & ENDURMENNTUN

WWW.LBHI.IS · LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS · HVANNEYRI, 311 BORGARNESI · LBHI@LBHI.IS · 433 5000


Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is


Ungir og efnilegir


Lilja, Lรณa Yona og Bjarki


Young Karin

Getur þú sagt okkur aðeins frá þér? Ég heiti Karin Sveinsdóttir og er 21 árs söngkona og vinn í Spútnik fatabúðinni með söngnum. Hvernig kviknaði áhuginn á tónlistinni? Ég hef verið að syngja frá því ég var lítil en þá var ég mjög léleg. Ég byrjaði síðan í sönglist þegar ég var 11 ára, þá fyrst fór þetta að kikka inn. En síðan byrjaði þetta svona fyrir alvöru þegar ég byrjaði að vinna með Loga. Hvernig kom það samstarf til? (við Loga) Ég tók þátt í söngvakeppni MH, undankeppni fyrir söngvakeppni framhaldsskólanna. Ég lenti í öðru sæti þar og Logi var í dómnefndinni. Fyndin saga, stelpan sem vann er einmitt besta vinkona mín í dag. Logi biður mig síðan um að koma upp í stúdíó til sín og má segja að þetta hafi byrjað svona. Þetta var árið 2013 og núna er hann framleiðandinn minn og er ég meira að vinna ein. Hvernig finnst þér tónlistarsenan á íslandi vera? Bara mjög nice almennt. Það er auðvitað rosa mikið af strákum í þessu, allir fáranlega hæfileikaríkir en það vantar fleiri stelpur. Annars er þetta rosa þægilegt umhverfi. Ég er mikið upp í stúdíói með þeim og er mikill metnaður hjá þeim. Hefur þér fundist erfiðara að koma þér á framfæri? Nei í rauninni ekki. Logi veit allt um þennan bransa. Ef ég hefði verið ein þá kannski hefði þetta verið erfiðara held ég. Þetta gerðist líka svo hratt hjá mér. Allt í einu var ég farin að spila á Sónar. Ég hef verið mjög heppin að hafa svona gott fólk í kringum mig. Hver er þín framtíðarsýn? Hef eiginlega enga hugmynd, tek bara eitt ár í einu. Mig langar að geta sameinað tísku, tónlist og leiklist. Ég var í MH en ég hætti eftir tvö og hálft ár. Ég gafst alveg upp. En það er pæling að fara í myndlistarskólann, það væri nice að klára stúdentinn. Ég er núna í 100% starfi hjá Spútnik sem ég fíla ógeðslega mikið. Þetta er einmitt það sem hentar mér. Ég byrjaði þar árið 2015 í hlutastarfi og síðan byrjaði ég í oktober 2016 í fullu starfi. Hver er þinn helsti ótti? Sjór og það að drukkna og hákarlar. Fer stundum í sund og þá get ég varla sett hausinn ofan í vatnið. Hræðslan við að kafna og bara sjór yfirhöfuð er rosaleg hjá mér. Hvað finnst þér mikilvægast í lífinu? Fjölskyldan og vinirnir, vera hamingjusöm og líða vel í eigin skinni.

96


Flóni

Getur þú sagt okkur aðeins frá þér? Ég heiti Friðrik Róbertsson og er 19 ára tónlistarmaður. Ég var áður fyrr í Versló en er núna bara að leika mér að gera tónlist og chilla og hafa gaman. Hvernig kviknaði áhuginn þinn á tónlist? Ég fór eiginlega bara að leika mér, en ég hef alltaf verið að gera tónlist frá því ég var lítill. Ég var að æfa á fiðlu í rúm 6 ár en það vita það kannski ekki margir. Síðan æfði ég á píanó í 2 ár og hef eins og ég segi alltaf verið eitthvað í tónlist. Þegar ég fór í Versló byrjaði ég að gera ‘beats’ í tölvu og fór þá að búa til eitthvað dót og byrja að syngja og það hefur bara haldist þannig til dagsins í dag. Hafa viðtökurnar sem þú hefur fengið komið þér á óvart? Já já kannski en samt smá ekki, bjóst svo sem alveg við þessu, svona lúmskt. En ég bjóst allavega ekki við svona góðum viðtökum. Þegar ég gaf út ‘Leika’ gekk það ótrúlega vel og þá var ég ekkert að búast við því. Ég vaknaði bara um morguninn og tölurnar voru ekkert komnar inn og ég var ekki með neina tilfinningu um það hvernig laginu myndi ganga. Lagið hefur verið á flakki milli manna í rúmt hálft ár. Þegar ég kíki stuttu seinna á tölurnar sá ég að það hafði verið spilað minna en 1000 sinnum og var bara ‘fuck’. Síðan seinna um daginn fékk ég skilaboð frá félaga mínum og þá hafði það heldur betur tekið við sér. Hvað heldur þú að hafi hjálpað þér að koma þér á framfæri? Mér finnst að tónlistin eigi allavega alltaf að standa fyrir sínu, ef það er ekki gott lag þá er það aldrei að fara verða vinsælt. Ef þú ert með gott lag, gott teymi og gott fólk með þér þá getur þú gert allt þannig séð, allavega á Íslandi, þetta er svo lítið land. Eins og ég segi er ég bara einhver gaur að leika mér og hafa gaman. Strákarnir hérna í stúdíóinu hafa verið að hjálpa mér og síðan bara Völli og Jökull. Er einhverjir tónlistarmenn sem þú lítur upp til? Já bara svona úr hipphopp senunni, Travis Scott og allir þessir gaurar annars hlusta ég svo mikið á tónlist. Veit eiginlega ekki, er ekki með neina svona uppáhalds. Future hefur by far verið uppáhalds, uppáhalds, uppáhalds tónlistarmaðurinn minn. Hvaðan kemur nafnið flóni? Nafnið kemur frá Snorra Mássyni sem er mjög góður vinur minn. Það var í Hagaskóla sem hann kemur með nafnið og það hefur bara verið fast við mig síðan. Hvernig finnst þér að koma fram? Ógeðslega gaman, það er alltaf geðveikt skemmtilegt. Það er eins þegar ég kem fram og þegar ég er að búa tónlistina til, ég er bara að leika mér og hafa gaman. Hvaða skilaboð myndir þú vilja senda til ungra listamanna sem vilja koma sér á framfæri? Bara vera þolinmóð og gera þetta rétt. Því meiri tíma sem þú eyðir í það þeim mun betra verður það og ekki gera þetta bara til þess að gera það. Leggðu almennilegan metnað í það.

97


Bergur Guðna Getur þú sagt okkur aðeins frá þér? Ég heiti Bergur Guðnason og er 25 ára. Ég átti heima í Englandi, fæddist og ólst þar upp og flutti heim þegar ég var 9 ára. Ég var lengi í fótbolta þar til ég meiddist og þá tók fatahönnunin við. Ég hef mikinn áhuga á tísku, tónlist og íþróttum. Ég útskrifaðist úr LHÍ núna í vor og var með sýningu í Hörpu ásamt bekknum mínum. Síðan fengum við þrjú í bekknum boð um að sýna líka í Köben í sumar. Hvernig kviknaði áhuginn á tísku? Ég hef alltaf verið áhugasamur um tísku, skófatnað og allt sem var í gangi í tískugeiranum frá því ég var lítill og var alltaf að spá í hvernig fötum fólk var í og svona. Ég veit ekki alveg hvernig það kviknaði, ég hef í rauninni bara alltaf haft áhuga á fatnaði. Hvernig finnst þér senan í tískugeiranum hér á landi vera? Mjög hávær miðað við fjöldann, mjög margir duglegir að gera góða hluti, þótt ég sé ekkert að sammála öllu sem er í gangi og mér finnst ekkert allt flott. En það er flott að sjá hversu margir eru duglegir að gera boli eða eitthvað álíka. Hvaða verkefni hefur þú tekið að þér? Um leið og ég útskrifaðist þá byrjaði ég að senda myndir af runaway á fullt af hönnuðum Instagram til þess að koma mér á framfæri og hefur það gengið betur en ég hélt. Ég hef verið að spjalla við frekar þekkt fólk í geiranum og fengið góð viðbrögð. Í sumar skissaði ég fyrir hönnuð sem heitir Joe Perez sem vann með Kanye West í 10 ár. Síðan gerði ég portfolio möppu með öllum verkefnunum mínum og ætla að reyna að komast í tískuhús erlendis sem fyrst. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Vonandi að vinna hjá einhverju tískuhúsi í París þar sem ég er ánægður eða jafnvel kominn með mitt eigið merki. Vonandi líka giftur og kominn með börn. Hver er þinn helsti ótti? Ég myndi segja dauðinn, ég er skíthræddur við hann. Síðan að eitthvað gerist við einhvern nákomin. Hvað finnst þér fallegast við lífið? Ást myndi ég segja, það er örugglega það fallegasta. Ertu með skilboð til krakka sem hafa áhuga á tísku og vilja fara í þann geira? Ég myndi segja þeim að láta vaða, ég var sjálfur ekki viss hvort ég þyrði þessu og var alltaf að segja við mig að ég gæti þetta ekki. Síðan útskrifast ég með hæstu einkunn í bekknum. Þetta er alveg hægt ef maður bara leggur sig fram. Ég kunni sjálfur ekki að teikna þegar ég byrja í Listaháskólanum. Þetta kemur með æfingunni. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Bara elta drauminn. Það er alveg hægt.

98


Lilja Cardew

Getur þú sagt okkur aðeins frá þér Ég er 19 ára, fædd ‘98 og hef alltaf litið á mig sem tónlistarkonu frekar en listakonu, það hefur alltaf verið aðal áherslan hjá mér. Ég byrjaði að spila þegar ég var 8 ára og píanóið hefur verið í fyrsta sæti hjá mér síðan þá. En sömuleiðis hef ég verið að teikna og mála alveg síðan ég man eftir mér. Það var samt ekki fyrr en nýlega þegar ég fór að vilja skoða þá hlið almennilega og var það kannski þegar ég flutti til Parísar. Þar bjó ég ein og fór á öll þessi söfn og verandi í kringum þessa myndlist fór ég að mála mikið meira og kannski taka því alvarlegar. Hvað varstu að gera í París? Og hvernig kom það til? Ég var í tónlistarnámi. Ég hafði verið hjá sama kennara hérna á íslandi í 7 ár og var þá bara búin að læra allt sem hann gat kennt mér og það var bara komin tími til þess að breyta til. Það er líka hollt að vera í umhverfi þar sem er mikil samkeppni. Ég fór í inntökupróf og fór þá út með allt sem ég þurfti ef ég skyldi komast inn. Um kvöldið fékk ég síðan að vita að ég hafi komist inn og var þar í 2 ár. Ég var semsagt búin að vera í MH í eina önn og ég vissi að ég ætlaði í þetta inntökupróf þannig ég hætti í dagskólanum og fór í fjárnám hjá FG til þess að undirbúa mig meira fyrir inntökuprófið. Síðan hélt ég áfram í fjárnámi þegar ég flutti út. Hvernig var að búa ein úti? Til að byrja með var það alveg frekar erfitt, var bara nýorðin 17 ára. Annars á ég frændfólk sem býr þarna og það var mjög gott til að byrja með. En annars venst maður þessu. Ég fann mjög mikið að mér leið vel þarna og að París er borg sem ég vil vera í. Af hverju komst þú heim? Námið var bara 2 ár. Síðan ætlaði ég að sækja um háskólanám og þá kom í ljós að ég þurfti að vera komin með stúdentspróf. Á þeim tíma opnaði einmitt nýi menntaskólinn í tónlist, MÍT. Hann er byggður þannig að ⅔ af náminu er tónlist, þannig ég gat nýtt mér allt sem ég hafði lært og fékk mikið metið. Þannig ákvað ég bara að drífa mig heim og næ núna að klára á einu ári. Hvað tekur við eftir útskrift? Ég er bara í því núna að ákveða. Ég hef verið að hugsa hvort ég ætti að snúa mér að myndlist núna. Ég þarf að hugsa praktískt; vil ég enda sem píanókennari eða ætti ég að taka áhættuna á að verða píanisti og vera bara að ferðast um heiminn og spila. Ég held að það sé ekki það sem mig langar að gera, þannig ég hugsa að það sé engin tilgangur með þessu. Ég er búin að læra það sem ég hef lært og vil fara alveg 100% út í myndlist. En ég veit að ég get ekki bara hætt að spila, þetta er bara partur af rútínunni minni. Ég fer líklegast til Ítalíu í haust í tónlistarnám þar, ég er einmitt búin að finna mér kennara þar og ætla þá að skoða háskóla í leiðinni í myndlist. Hver er þinn helsti innblástur? Fyrst og fremst er það fjölskyldan mín því þetta hefur alltaf verið í kringum mig. Afi minn var t.d. leirlistamaður, síðan er afabróðir minn tónskáld og langamma mín var rosa flott textíllistakona og það var ekki fyrr en amma mín dó þegar ég sá hversu hæfileikarík listakona hún var og hefur hún veitt mér mikinn innblástur. Hvað finnst þér mikilvægast í lífinu? Ætli það sé ekki mikilvægast að finna sér áhugamál og láta drauma sína rætast. Hver er þinn helsti ótti? Að missa einhvern sem mig þykir vænt um.

99


Sigga Óla Getur þú sagt okkur aðeins frá þér? Ég heiti Sigríður Ólafsdóttir en er alltaf kölluð Sigga og ég er fædd 1991. Ég vinn núna hjá Stuðlum, meðferðarheimili og hef gert það núna í rúmlega ár og síðan er ég að vinna í þessum tónlistarbransa. Ég vinn sem umboðsmaður hjá FM Belfast og síðan vinn ég sem framleiðandi. Hef verið að framleiða sjónvarpsþætti, tónlistarvideo, auglýsingar og margt fleira. Hvernig fórstu í tónlistarbransann? Ég hef alltaf verið að vinna með Retro Stefson. Ég byrjaði í miðasölunni hjá þeim og vann síðan alltaf meira og meira fyrir þau og varð á endanum umboðsmaður þeirra með Grími Atlasyni sem er framkvæmdastjóri Airwaves. Komst síðan inn þann pakka í gegnum hann. Ég byrjaði síðan að vinna á Airwaves 2011 og er búin að vera vinna í kringum hátíðina síðan. Þar sé ég aðallega um íslensku listamennina og einnig sé ég um baksviðið að sinna öllum þörfum erlendra listamanna og bara alls konar. Það getur komið margt upp. Síðan er ég líka búin að starfa hjá Secret Solstice og Sónar frá upphafi. Hvað stendur uppúr öllu því sem þú ert að gera? Ótrúlega margt, mér fannst ógeðslega gaman að framleiða Hæpið, þetta var í fyrsta skipti sem ég framleiddi sjónvarpsþátt. Ég held að ég væri ekki að keyra mig svona mikið út ef mér þætti þetta ekki skemmtilegt. Ég er að kynnast svo mörgu fólki og gera svo margt nýtt og maður á kannski greiðari aðgang að hlutum því maður er búinn að byggja upp svo góð samskipti í gegnum tíðina. Að kynnast öllu góða fólkinu er klárlega eitthvað sem stendur uppúr. Áttu þér eiginlegt markmið? Það er kannski galli en ég hef aldrei sett mér þannig séð markmið. Ég er ekkert með markmið að ætla að verða besti umboðsmaður á Íslandi eða taka yfir Airwaves, alls ekki. Tækifærin hafa bara komið til mín og það er kannski bara málið. En maður skapar sín eigin tækifæri með því hvernig maður er og held ég að tækifærin hafi þannig komið til mín. Það er kannski skrítið að segja það en ég hef aldrei þannig séð ætlað mér lengra í bransanum. Markmiðin mín eru kannski bara að vera góð í því sem ég er að gera hverju sinni og láta hlutina ganga vel. Hver er þinn helsti ótti? Að missa einhvern nákomin er minn helsti ótti. Annars er ég ekki hrædd manneskja, ég er mikill adrenalínfíkill og hef aldrei verið svaka hrædd við eitthvað. Ég lenti í bílslysi þegar ég var 11 ára og dó næstum. Ég held að líf mitt hafi breyst mikið þá. Kannski er það þess vegna að ég óttast svo fátt. Ég met kannski lífið öðruvísi eftir þetta þótt ég hafi verið aðeins 11 ára. Áttu þér einhverja lífspeki? Að koma eins fram við alla.

100


Hlynur Snær

Getur þú sagt okkur aðeins frá þér? Ég heiti Hlynur Snær Andrason og er tvítugur strákur á seinasta árinu í MR. Ég féll í íþróttum á mætingu þannig ég þurfti að taka árið aftur og útskrifast núna ári seinna. Ég tek myndir og video, geri tennur og skartgripi. Hef meiri áhuga á því en að vera í skólanum. Hvað kom til að þú fórst að gera skartgripi? Ég hef alltaf verið mikið að dunda mér og alltaf verið með lítil verkefni í gangi. Þetta var þannig að mér leiddist mjög mikið í jólaprófunum og hugsaði hvað ég gæti gert nýtt og skemmtilegt. Ég var búinn að sjá að samskonar skartgripir væru vinsælir vegna þess að það er mikil ‘hiphop’ bylgja í gangi og þeir hafa alltaf fylgt þeim kúltur en í dag e r þaðorðið miklu venjulegra að vera með þetta. Ég hugsaði þetta ekki eins og business heldur langaði mig bara prófa þetta, trúði ekki að þetta væri svona flókið. Þannig að ég prófaði að gera á mig tvær tennur og svo hélt ég bara ótrauður áfram. Hvernig lærðir þú þetta? Ég byrjaði á að tala við vin ömmu og afa sem er tannsmiður og hann sagði mér upprunalega að þetta væri bara ekki hægt. Ég vissi samt alltaf að þetta væri alveg hægt. Hann kenndi mér svo fyrri hlutann af ferlinu, að búa til mótið og svoleiðis. Svo talaði ég við gullsmið sem hafði ekki kunnað að gera mótið en vissi samt hvernig maður gæti gert eftirvinnsluna og svo þurfti bara að finna meðalveginn þar á milli og sameina pælingar þeirra beggja við mínar eigin. Hvernig kviknaði ljósmyndaáhuginn? Ég hef alltaf haft gaman af því að mynda og fékk t.d. myndavél í fermingargjöf og notaði hana endalaust. Ég hef eiginlega alltaf verið að mynda, ég veit eiginlega ekki hvaðan það kemur. Það er svo gaman að geta fest móment á filmu. Finnst samt skemmtilegast þegar þú ert kannski komin með fulla filmu sem er tveggjavikna gömul og ferð með hana í framköllun, það er eins og þegar þú keyptir þér fótboltaspil þegar þú varst yngri og fékkst kannski einn gullkall og svona. Þú veist aldrei hvað þú færð, það er eiginlega það skemmtilegasta við þetta. Lýstu þér í þrem orðum Utan við mig, þetta voru þrjú orð. Getur þú sagt okkur sturlaða staðreynd um sjálfan þig? Ég æfði samkvæmisdans í 10 ár og ætlaði á listadansbraut í MH en ég eyðilagði hnéð á mér og endaði óvart í MR. Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir? Verð að segja langafi minn fyrst og frems og síðan úti eru geggjaðir leikstjórar sem ég lít mikið upp til. Hvaða skilaboð myndir þú vilja senda til ungra listamanna? Gerðu það, framkvæmdu. Það er alltaf þess virði. Það er kannski líka ástæðan af hverju ég féll í skólanum. Því mér leiddist svo mikið í skólanum á öðru ári og ákvað að á þriðja ári langaði mig bara líða vel og verða góður í því sem mig langar að gera og framkvæma allar þessar hugmyndir sem ég hafði fengið. Á þeim tíma byrjaði þetta allt saman. Þó ég hafi fallið var það algjörlega þess virði.

101


E N N E M M / S Í A / N M 8 6 5 4 3 N i s s a n M i c r a 2 4 x 2 9 V e r z l ó b*lViðmiðunartölur aðið framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM NISSAN MICRA

NISSAN MICRA VERÐ FRÁ: 2.190.000 KR. HUGVITSSAMLEG NEYÐARHEMLUN

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

AKGREINAVIÐVÖRUN OG LEIÐRÉTTING

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

ELDSNEYTISNOTKUN FRÁ: DÍSIL 3,2 L/100 KM.* BENSÍN 4,4 L/100 KM.*

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is



Módel: Katla Einarsdóttir Birgitta Örvarsdóttir Bjarni Sævar Sveinsson Ljósmyndir og myndvinnsla: Lóa Yona Fenzy

104

Stílisering: Hanna Rakel og Guðfinna Kristín


105


106


butterfly

???

107


Karitas Bjarkadóttir

Við búumst við of litlu af karlkyns femínistum

Í sumar gerði tennisleikarinn Andy Murrey garðinn heimsfrægan. Furðulegt nokk var það samt ekki fyrir tennishæfileika sína. Nei, hann varð frægur femínisti. Ég skal útskýra aðeins betur. Andy Murrey tapaði fyrir mótherja sínum, Sam Querrey, í keppni um sæti í undanúrslitum Wimbledon keppninnar þann 12. júlí 2017. Eftir keppnina fór hann svo í viðtal þar sem blaðamaður tók það fram að Sam Querrey væri „fyrsti ameríski tennisleikmaðurinn til að komast í undanúrslit Wimbledon síðan 2009“. Andy skaut inn í „fyrsti karlkyns leikmaðurinn“. Sem er að sjálfsögðu rétt hjá honum því eins og margir vita hafa systurnar Venus og Serena komist ansi helvíti oft á Wimbledon og samanlagt unnið tólf einstaklingstitla og sjö paratitla. Bara frekar basic leiðrétting, ef þið spyrjið mig. Það sem kom svo á eftir var jafnvel enn áhugaverðara en fáfræði íþróttafréttamannsins á bandarískum tennisheimi en það var öll upphafningin og lofið sem Andy Murrey og athugasemd hans fengu. Þessi maður, sem hafði leiðrétt athugasemd um mann sem var nýbúinn að gera út af við Wimbledon draum hans, var allt í einu þjóðarhetja. Baráttuleiðtogi. Framsýnn, röggsamur og sko alls ekki hræddur við að bjóða feðraveldinu birginn. Emma Watson berst daglega fyrir réttindum kvenna á þingi UN Women og þarf alltaf að þræta fyrir það að hún sé femínisti því einu sinni var jú tekin mynd af henni á nærfötunum. Forsetafrú Afganistans, Rule Ghani, setur á laggirnar fyrsta kvennaháskólann í Kabul en það kemst ekki fyrir í fréttum því að tapsár, frekar basic hugsandi tennisleikari hvíslaði þrjú lítil orð í viðtali. Við búumst við of litlu af karlkyns femínistum. Kevin Spacey var sakaður um að misnota 14 ára dreng, viðurkenndi það og kom út úr skápnum í leiðinni, er allt í einu þjóðhetja því hann viðurkenndi jú brotið. Burtséð frá því að hann notfærði sér kynhneigð sína til að afvegaleiða umræðuna frá brotinu sjálfu (eftir að þessi grein var skrifuð var Spacey þó vikið úr starfi og fordæmdur fyrir háttsemina). Louis C.K.. Sama sagan. Áreitir konur árum saman, blygðunarlaust. Viðurkennir það, er þess vegna brautryðjandi í málum brotaþola, þó svo að hann hafi aldrei beðist almennilega afsökunar eða reynt að bæta ráð sitt. Síðan hvenær fórum við að hrósa afbrotamönnum fyrir að viðurkenna glæpi? Ég get í alvörunni ekki séð þetta fyrir mér í einhverjum öðrum málaflokki en kynferðisafbrotum. Það er ekki afrek að leiðrétta fáfróðann fréttamann. Það er ekki afrek að viðurkenna kynnferðisbrot. Það er ekki afrek að vera ekki piece of shit. Getum við bara fokking hætt að hrósa fiskum fyrir það að synda?

108


Björn Ásgeir Guðmundsson

Pressa

Það er ákveðin pressa á okkur öllum, mögulega mismikil á hverjum og einum einstaklingi. Það er pressa frá öðrum og pressa frá þér sjálfum. Pressan frá sjálfum þér er sú hættulegasta og getur valdið mesta skaðanum. Allir vilja ná langt í lífinu. Það velur engin að vera miðlungs og ekkert spes. Áráttan að ná sem lengst á ekki bara við um starfsferil heldur á einnig við á öllum sviðum í lífinu. Að finna réttu manneskjuna, hver sem hún er. Það eru ekki allir jafn heppnir í ástum. Ég trúi að hver og einn eigi að minnsta kosti einn sálufélaga í heiminum sumir eiga tvo, aðrir tíu. En pressan að finna þann eina rétta getur stundum verið óbærileg og ef byrjað er að hugsa út í þetta stanslaust getur það gert margan manninn brjálaðan. Svo finnur þú þá réttu, allt er fullkomið, þið tvær manneskjur búnar til fyrir hvor aðra. Þið eruð svo fullkomin fyrir hvort annað að þið verðið að einu, sameinist. Þið eigið ótrúlegar, ólýsanlega fallegar stundir saman. Tíminn stendur í stað, ekkert skiptir máli nema þið tvö. Allar áhyggjur svo ómerkilegar því þið eruð saman. Hver sem myndi sjá ykkur saman, í ykkar hamingju, myndi ekki verða afbrýðissamur heldur myndi einungis finna fyrir gleði. Já gleði. Gleði að til sé svo sönn ást, að sönn ást sé í raun og veru til, svo hrein, svo hrá. En hvað ef svo, af óútskýranlegum aðstæðum, þessi ást rofnar skyndilega. Ekkert dauðsfall, heldur einungis myndi eitthvað koma upp á svo þið gætuð ekki verið saman. Að eilífu vitandi af hinni manneskjunni, hugsandi hvort hún elski þig ennþá. Man hann eftir stundunum sem við áttum saman? Báðar sálirnar muna eftir öllu en hvorug veit af hinni. Árin líða. Báðar manneskjurnar finna einhvern til að elska, en ná aldrei að elska eins og þau gerðu. Aldrei það sama. Pressan sem þú setur á þig að halda áfram og gleyma. Pressan er þreytandi. En það eru alltaf of stórar hindranir. Þetta mun aldrei endurtaka sig. Þið eruð föst í fortíðinni og munuð aldrei eiga stað í nútíðinni. Að eilífu. Hvað ef það er bara ein manneskja á mann. Hvað ef þú hefur þegar hitt hana og hún hverfur úr lífinu þínu. Hvað ef þú munt aldrei hitta þá manneskju sem alheimurinn sagði að væri ætluð þér. Hvað ef?

109


d i r b y H Yarisýgur gegnum daginn ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 87261 01/18

Þú fl nn fi i r d f a r % 0 5

Orkuskiptin eru hafin! Gríptu tækifærið og kauptu Hybrid á góðum kjörum.

Að keyra í skólann á hverjum degi á nettum og nýstárlegum Yaris er ómetanlegt. Komdu og reynsluaktu Yaris orkubolta hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota. · 2 ára þjónustupakki fylgir með Yaris · Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is VILDARPUNKTAR ICELANDAIR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM

3+2 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 5 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.


FÁÐU BURRITO Á

HEILANN R 13SLÁ% TTU AF

ÞAÐ ER GOTT - OG HOLLT NÁMSMENN Serrano nærir heilann og kemur ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur


Ari Leifsson 6–D Þetta er fyrsti Arsenal bolurinn sem ég fékk, á leik í Englandi þegar ég var 6 ára. Sólgleraugu koma sér alltaf vel þegar það er sól úti. Heyrnartólin mín nota ég alltaf þegar ég fer í ræktina og þegar ég læri fyrir próf. Takkaskóna nota ég á hverjum degi á æfingu og svo rúlla ég og nota teygjuna til að halda mér gangandi. Jakkann og úrið fékk ég í 19 ára afmælisgjöf og nota mikið.

Uppáhalds hlutir 112


Erlingur Sigvaldason 2–A Keilan er úr gamla keilusalnum í Öskuhlíðinni en þar byrjaði ég að stunda hina einstöku íþrótt keilu með ÍR frá árinu 2011 fram að 2017. Bose heyrnartólin hafa verið góður ferðafélagi í öllum mínum utanlandsferðum síðastliðin fjögur ár og það hafa Ray-Ban sólgleraugun einnig verið. Hundurinn er fallegur gripur sem ég keypti á uppboði í Góða Hirðinum fyrir ári síðan og hefur hann verið í miklu uppáhaldi. Snjallúrið frá Tommy Hilfiger er merki um Tommy-blætið sem ég hef.

Þórhildur Bryndís 3–D Tölvuna, heyrnartólin og myndavélina nota ég nánast daglega. Tardis bollinn var jólagjöf frá litla bróður mínum en Doctor Who er sameiginlegt áhugamál hjá okkur. Sólgleraugun voru hönnuð af pabba mínum þannig ég held sérstaklega upp á þau og rósina gaf kærastinn minn mér fyrir þremur árum, kvöldið sem við byrjuðum saman. Svo finnst mér bara mjög kósí að kveikja á ilmkertinu og fletta í gegnum It eftir Alexa Chung.

Marta María Stephensen 1–E Hér höfum við nokkra hluti sem ég elska rosa mikið. Kókómjólk drekk ég á bókstaflega hverjum einasta degi þó svo að ég sé með mjólkuróþol og megi ekki drekka hana. Hlaupabuxur eru þægilegasta flík ever og það er bara plús að maður sé hot í þeim. Inniskór eru nauðsyn, þeir sem eru ósammála því hafa ekki fundið þægilega inniskó. Svo höfum við þráðlausu beatsin sem systir mín sannfærði mig um að ég þyrfti að fá mér því þau myndu auðvelda lífið (það var satt). Sólarpúður gerir mann alltaf 10x sætari sama þótt maður sé að eiga slæmann dag. Og síðan fer ég ekki út úr húsi án þess að setja á mig ilmvatn, fer samt eftir því hvernig dag ég er að eiga hvaða ilmvatn verður fyrir valinu.

113


Vælið

114

Ljósmyndir: Stefanía Elín Linnet


115


Vรฆliรฐ

116


117


118


119


ÍSLENSKA SVEITIN OG SS - FYRIR ÞIG

„Fyrir mig skipta gæði hráefnisins öllu máli. Það er frábært að vita að SS, fyrirtæki í eigu bændanna sjálfra, sækir gripina heim á bæ og tryggir gæði alla leið. Það gerir mína matseld enn betri.“ RAGNAR FREYR INGVARSSON

LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU

Systkinin í Efstadal eru hluti þeirra 900 bænda sem saman eiga SS.

ÁRNASYNIR

Gæði - alla leið!


SKÓLINN Í EINUM GRÆNUM REYKJAVÍK Austurstræti 17 Bankastræti 11 Barónsstígur

Birkimelur 1 Borgartún 26 Bústaðavegur 20

Grímsbær Grjótháls 8 Hjarðarhagi 47

Kleppsvegur Laugalækur 9 Laugavegur 116

Laugavegur 180 Lágmúli 7 Miklabraut 100

Suðurfell 4

HAFNARFJÖRÐUR KÓPAVOGUR

REYKJANESBÆR

GARÐABÆR

AKRANES

Fjörður 13–15 Reykjavíkurv. 58

Fitjar Keflavíkurflugv.

Litlatún

Skagabraut 43

Dalvegur 20 Hagasmári 9


Sigyn Jara Björgvinsdóttir

Peysufatadagurinn

Peysufatadagurinn var haldinn þann 8. maí 2017. Dagurinn hófst með ljúfum tónum í hátíðarsal skólans þar sem nokkrir af okkar besta tónlistafólki léku listir sínar. Þar á eftir flutti hinn ástkæri Ingi skólastjóri ræðu og klappað var vel og rækilega fyrir vel unnin störf annarsbekkjarráðsins. Bakkelsi og skyr beið á borðum fyrir glorhungraða Verzlinga til að safna í sig orku fyrir stóra daginn. Eftir myndatökur fyrir framan hinn fræga Verslunarskóla Íslands kom að því að taka rútu niður í bæ og taka fleiri myndir fyrir utan Hallgrímskirkju. Hægt er að skoða myndir frá viðburðinum á instagram þar sem flestir notuðu myllumerkið #ekkiveraheima í caption. Eftir síendurtekin lúsaskipti með öllum sjálfunum sem voru teknar þar arkaði hópur ungs fólks niður Skólavörðustíginn, prúðbúin í sínu fínasta pússi eins og þeim væri borgað fyrir það. Ekki vantaði myndatökur túristanna sem komu af fjöllum þegar þeir litu okkur augum, en þeir voru nýkomnir af fjöllum í bókstaflegri merkingu. Niðri á Ingólfstorgi voru sprungin mömmuhjörtu að deyja úr stolti þegar litlu fallegu börnin þeirra trítluðu inná torgið. Síðan hófst dansinn. Skoooo dansinn! Maaajor key að vera búin að æfa sporin með gamla settinu áður en stigið var inn á torgið. Heppnaðist dansinn þó misvel hjá fólki en engu að síður skemmti fólk sér konunglega. Harmonikuleikarinn gamli góði var ekki af verri endanum en plássið á torginu var það þó. Næsta stopp var Hótel Saga þar sem við hámuðum í okkur kjúkling, salat og löðrandi súkkulaðiköku eftir mikinn hamagang í (þykkri) mikilli múnderingu. Á borðunum voru svo árbækurnar sem fólk skrifaði í falleg orð, skilaboð og minningar.. Dagurinn var heldur betur ekki búinn, enda aðeins hálfnaður. Við tók kvöldið, fyrsta stopp, fyrirparty. Bekkir komu saman. Annað hvort tóku þau þetta alla leið og pöntuðu kokk heim eða hentu í fletzu eða eitthvað álíka. En eftir að hafa hrósað og dást að öllum var kominn tími til að skella sér á skemmtistaðinn Spot. Þegar komið var þangað blasti við brjáluð stemning og lýðurinn heldur betur peppaður í hörkugott lineup kvöldsins. Sporin voru tekin og dansað var langt fram á nótt, eða til svona klukkan tvö. Fólk nánast táraðist og datt í ekka þegar deginum lauk. Engu að síður var þetta geggjaður dagur, geggjaðir krakkar, geggjað lineup og geggjuð nefnd sem gerði þennan dag að veruleika. Shout out á 2. bekkjarráðið. Njótið minninganna sem urðu til á þessum degi kæru eldri Verzlingar og hlakkið til að njóta busar og yngri busar. P.s. Peysó var lit sögðu allir alltaf- staðreynd sem ég votta að sé sönn

122


123


Sylvía Hall

Útskriftardagur

Eftir tvær vikur af óverðskuldaðri sjálfsvorkunn, andvökunóttum og Hagkaupsferðum rann stóri dagurinn upp. Ég hafði lifað af heil TVÖ skrifleg lokapróf (takk Alþjóðabraut) og yfirgnæfandi meirihluti hafði einnig lifað af síðustu prófatörn Verzlunarskólans. Verðlaunin fyrir afrakstur erfiðisins voru gullni aðgöngumiðinn að Háskólabíó þann 27. maí. Minningin um þennan tíma er líklegast fallegri en raunveruleikinn, þegar flest okkar voru komin í mínus á bankareikningnum eftir galakvöld og útskriftarferðargreiðslur og baugarnir eftir all-nightera prófatíðarinnar var verkefni sem fæstir förðunarfræðingar á höfuðborgarsvæðinu gátu tæklað. Það breytti þó ekki þeirri staðreynd að frelsið var innan seilingar, og mitt litla vinnuframlag til námsins var loksins að fara að skila sér í stúdentsprófi. Þessi laugardagur í maí var allt sem mig gat dreymt um. Fyrir utan það að deila sviðsljósinu með öðrum 259 einstaklingum, þá var þetta dagurinn minn. Allir miðaldra ættingjar ættu eftir að raða inn lækum á facebook myndina mína og dást af gáfnarfari mínu, og ræðan hans Inga skólastjóra var aðeins lítill fórnarkostnaður í samanburði við það. Það var því mikil sigurtilfinning sem fylgdi því að ganga inn í Háskólabíó með öllum skólasystkinum mínum. Á einhvern furðulegan hátt vorum við saman í þessu, allt frá fólkinu sem þú varst mögulega að sjá í fyrsta skiptið þennan dag til þeirra sem þú eyddir öllum stundum með síðustu 4 árin eða beefaðist við á Twitter. Þið áttuð það öll sameiginlegt að hafa lifað af kaflapróf hjá Guðlaugu Nielsen, armbeygjupróf klukkan 9:35 á föstudegi og mögulega sum ykkar mætt í óverðskuldað TÖN103 endurtektarpróf. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þann kafla í lífi mínu. Þegar Gunninga var búin að fara yfir sætaskipan, sem var flóknari en flestöll lokapróf sem ég mætti í þessi 4 ár, var okkur treyst til að labba inn á svið. Núna komum við að mikilvægasta punktinum: það er svooooooo heitt. Í alvöru, reynið að tvinna blævæng inn í outfittið ykkar því ég var allan tímann á barmi yfirliðs og meikið mitt í stórhættu. Það gerir hlutina ekki betri þegar þú fylgist með þessu brotabroti fólks sem lærði jafnt og þétt yfir önnina, og hefur örugglega ALDREI tekið all-nighter, taka við endalaust af verðlaunum. Allar 6-ur sem þið fenguð á skólagöngunni munu rifjast upp á þessum 3 tímum. Logbogin sem þið ákváðuð ekki að skila í 3. bekkjar dönsku mun lifa með ykkur út athöfnina. Búið ykkur undir temmilegan skammt af sjálfshatri á meðan á þessu stendur. Þegar allt kemur til alls er þessi dagur samt ógleymanlegur. Það er eitthvað einstakt við það að kveðja svo stóran hluta lífsins ykkar með öllu fólkinu sem gerði það með ykkur. Þessi 4 ár (eða 3 ár fyrir sum ykkar) eru þau ár sem mótuðu okkur hvað mest, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Á þessum degi eruð þið að kveðja ákveðinn kafla í lífi ykkar, hvort sem það er grautur á marmaranum, all-nighter í nemendakjallaranum eða rifrildi við Óla Njál. It’s the end of an era. Njótið dagsins, verið með vatnshellt meik og MUNIÐ svitalyktareyði. Þið fáið þennan dag bara einu sinni.

124


125


126


127


128


129



Hver er Ăžinn helsti Ăłtti?


Margrét Friðriksson Trúðar

Karl Friðleifur Gunnarsonn Köngulær, því smærri því verri, bjakk!

Lovísa Halldórsdóttir Heimsendir

Ísold Ylfa Schwitz Jakobsdóttir Vonbrigði

Fannar Logi Hannesson Að ég vakna einn daginn og geta ekki hreyft mig

Yrja Björk Reynisdóttir Sjórinn, að vita ekki hvað er undir mér

Alexander Þór Gunnarsson

Kantilópur

Ásta Rakel Birgisdóttir Að missa einhver náinn mér

Benedikt Guðmundsson Að missa góðan vin

Þóra Birna Ingvarsdóttir Dauðinn

Brynhildur Vala Björnsdóttir Vera étin lifandi af einhverju dýri

Elísa Sól Oddgeirsdóttir Að missa einhvern nákominn

Sverrir Hreggviðsson Marglyttur. Því að þær eru slímugar, ekki með andlit, of margar lappir og þær meiða mann

Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir Það er valkostur að óttast og ég kýs að velja hann ekki

Helga Guðrún Sigurðardóttir Að enda ein á peysó

132

Hver er þinn helsti ótti?


Anna Júlía Ólafsdóttir Að missa einhvern sem mér þykir vænt um

Jakob Óli Bergsveinsson Stærðfræði

Katla Einarsdóttir Daníel Hjörvar

Hulda Katrín Tómasdóttir Að mistakast

Viktor Örn Gunnarsson Inga dóra stærðfræðikennari

Ásta Kolbrún Zimsen Að verða gömul og finnast ég hafa sóað lífi mínu

Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir Eftirsjá

Gunnar Sveinn Sigfússon Bjarni Trausta

Tómas Bragi Gunnarsson Mistök

Alda Ægisdóttir Hryllingsmyndir og kóngulær

Kjalar Martinsson Kollmar Dauðinn

Elva Rún Róbertsdóttir Er alveg rosalega lofthrædd

Guðjón Hlynur Sigurðarson

Ég óttast köngulær mest af öllu

133

Vilberg Andri Pálsson Einsemd


Margrét Stella Kaldalóns Að missa ástvin

Nina Katrín Anderson Að fólk dæmi mig

Gunnhildur Bára Atladóttir Myrkrið

María Rakel Magnússdóttir Að allir nánir mér deyi áður en ég dey

Arnar Egill Hilmarsson Andri Scheving

Hrannar Hlíðdal Þorvaldsson Að vera drepinn af slöngu, ógeðsleg dýr

Elín María Matthíasdóttir Að missa einhvern nákominn mér

Valborg Sunna Sindradóttir Sjórinn, vitum ekki hvað er í svona 70% af honum

Rebekka Rán F. Eiríksdóttir Að missa einhvern sem er mér mjög nákominn

María Ómarsdóttir Að lokast inni í litlu rými

Guðrún Ósk Að einhver af mínum nánustu fari alltof snemma

Andrea Lóa Ásgeirsdóttir Kóngulær

Sigrún Silka Dís Garðardóttir Stjörnuárekstur, hryðjuverk, loftslagsbreytingar, efna-og sýklavopnahernað. Kjarnorkuvopn, kjötætur og kreppur. Hatur, illsku, almenna mannvonsku. Einræði, Ingu Dóru og dauðann.

Kári Steinn Hlifarsson Einhver labbi inn á mig þegar ég er á klósettinu í skólanum.

Natan Hjaltalín Að vera strandaður út á miðju hafi og sjá ekkert nema sjó í kringum mig

Sævar Reynisson Ég er mjög flughræddur, ég kyssi hálsmenið mitt og fer með faðir vorið í flugtaki og lendingu

134

Hver er þinn helsti ótti?


Hafsteinn Rúnar Jónsson Að missa hendurnar

Linda Dögg Rúnarsdóttir Að deyja án þess að hafa lifað

Þröstur Sæmundsson Að vera kviksettur

Karitas Etna Elmarsdóttir Fáfræði

Kristín Ýr Jónsdóttir Að missa putta

María Ármann Að missa af fríu bakkelsi og köku á marmaranum

Diljá Rún Sigurðardóttir Hundar

Jóhannes Guðmundsson Missa foreldra mína áður en ég næ að gera eitthvað stórt í lífinu

Arnar Gauti Ólafsson

Að vera ekki hamingjusamur

Anna María Pálsdóttir Að missa einhvern sem eg elska

Brynjar Karl Ævarsson Að koma heim einhvern daginn og sjá að rúmið mitt er horfið

Thelma Rún Sveinsdóttir

Gunnar Blöndahl Að í skjóli nætur skríði könguló inní eyrun á mér og verpi þar eggjum

135

Bjarni Steinn Eiríksson Að missa úr helgi

Að ég muni ekki taka neinar áhættur í lífinu


Grunnnám

við Háskólann á Akureyri

„Ég útskrifaðist 2014 úr Versló og ákvað að skoða heiminn og ferðast fyrst. Haustið 2015 tók ég síðan ákvörðun um að flytja til Akureyrar og hefja nám við Háskólann á Akureyri. Eftir að hafa búið alla mína ævi á höfuðborgarsvæðinu þá var þetta skemmtileg tilbreyting og raunar besta ákvörðun lífs míns til þessa.“ Anna Borg Friðjónsdóttir, nemandi í sjávarútvegsfræði við HA

Félagsvísindi* Fjölmiðlafræði* Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði*

Kennarafræði Líftækni* Lögfræði Lögreglufræði*

Nútímafræði* Sálfræði Sjávarútvegsfræði*

Tölvunarfræði í samstarfi við HR

Viðskiptafræði

*Námsleiðir sem ekki eru í boði í öðrum háskólum landsins

Allt grunnnám við HA er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námsskránni og hafa aðgang að sama námsefninu.

www.unak.is


Kynntu þér sumarstörfin bluelagoon.is/atvinna og sæktu um

SUMARSTÖRF Í EINSTÖKU UMHVERFI Við leitum að metnaðarfullum starfsmönnum með ríka þjónustulund í fjölbreytt og spennandi störf í sumar. Við leggjum áherslu á góða samskipta- og samstarfshæfni og bjóðum upp á þægilegan vinnutíma og góðan aðbúnað. MEÐAL STARFA Í BOÐI

- Móttaka og gestgjafar - Þjónustu- og gæslustörf - Ýmis störf á veitingasviði - Ræstingar og þvottahús - Sölustörf í verslunum - Ýmis störf á hóteli - Skrifstofustörf Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri.

Einstakt umhverfi

Frábær starfsandi

Skemmtilegt félagslíf

Góður matur

Góð fríðindi

Þjálfun og fræðsla

Rútuferðir til og frá vinnu

2-2-3 vaktavinna eða dagvinna


Módel: Arnar Gauti Ólafsson Árni Páll Árnason Linda Líf Boama Óttar Ómarsson Selma Fjölnisdóttir Ljósmyndir og myndvinnsla: Lóa Yona Fenzy

138

Stílisering: Guðfinna Kristín og Hanna Rakel


139


140


141


Frá því að við fæðumst er okkur kennt og við lærum hvernig við eigum að haga okkur út frá kyni. Ekki út frá því kyni sem við upplifum okkur í, heldur því kyni sem við fæðumst í. Af hverju er einhver ákveðin stelling eða eitthvað sem við gerum eðlilegt fyrir eitt kyn en aðhlátursefni ef annað kyn gerir það sama? Sem dæmi má nefna uppstillingar í auglýsingum, þar sem konan er oft undirgefin og maðurinn ákveðinn og kraftmikill. Af hverju er það sjaldnast öfugt? Af hverju kippum við okkur upp við það þegar kynjahlutverkum er skipt?


143



145


Guðfinna

Bessí Jóhannsdóttir

Bessí Jóhannsdóttir er vonandi flestum Verzlingum góðkunnug en hún hefur kennt sögu við skólann í 14 ár með hléum Fyrir rúmum 30 árum tók hún sæti sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og nú á síðasta ári endurtók hún leikinn þegar hún datt aftur inn sem varaþingmaður, en henni þykir þingið hafa tekið miklum breytingum síðan hún kynntist því fyrst. Bessí hefur ferðast víðsvegar um heiminn. Hún hefur brennandi áhuga á sögu þjóða og manna og það skín af henni og smitar út frá sér í kennslustundum. Í vor lýkur Bessí kennslu við Verzló. Við ákváðum því að spyrja hana spjörunum úr um lífið, þingið, kennsluna og tilveruna.

146


Hvers vegna ákvaðstu að vera kennari og hvað hefur haldið þér við starfið? „Það var eiginlega tilviljun að ég byrjaði að kenna. Ég var beðin að taka að mér stundakennslu og þá kynntist ég starfinu. Síðan bauðst mér full kennarastaða við Kvennakólann í Reykjavík og þáði ég hana. Þá var ekki aftur snúið. Annars hef ég kennt í lotum ef svo má segja, hef horfið frá kennslu reglulega og fengist við ýmislegt annað.“

Hvernig kviknaði áhuginn á stjórnmálum? „Á árunum í MR kynntist ég starfinu í Heimdalli félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og kolféll fyrir sjálfstæðisstefnunni. Ég kom svo inn sem varamaður árið 1986 og svo nú aftur 2017. Það var ótrúleg vinna að stunda nám, eiga fjölskyldu og vera í stjórnmálum. Námið sat oft á hakanum slíkur var áhuginn. Fjölskyldan hefur alltaf staðið með mér og það gerði þetta allt auðveldara.“ Finnst þér margt hafa breyst í stjórnmálum frá því að þú sast fyrst á þingi? „Mun fleiri konur áttu sæti á Alþingi 2017. Við höfum náð ótrúlegum árangri. Íslenskar konur eru fremstar meðal kvenna í heiminum. Mér finnst að við sem stóðum í baráttunni fyrir bættri stöðu kvenna megum vera stoltar.“ Þrátt fyrir betri stöðu kvenna tekur Bessí fram að ekki sé allur sigurinn unninn. „Samt velti ég því fyrir mér þegar ég skoða #Metoo og umræðuna um það hvernig konur hafa margar hverjar mátt sæta kynferðislegu ofbeldi og mismunun hvort staðan sé í raun eins góð og haldið hefur verið á lofti. Hér er verk að vinna því það að breyta lögum og reglum er eitt, en annað að viðhorf til kynferðislegs ofbeldis breytist.“

„umburðarlyndi gagnvart öðrum er mér mikils virði, samfara bjartsýni *og jákvæðni“.

Hvert ættu allir Verzlingar að ferðast? „Eins víða og þið getið. Öll ferðalög sem eru hugsuð til að njóta og menntast, breikka sjóndeildarhringinn og skapa velvild og virðingu fyrir öðrum þjóðum. Nú er það svo að ég hef ferðast vítt og breitt um heiminn og fengið að njóta svo margs. Mér þótti spennandi að koma til Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins svo og eftir að stjórn kommúnista hrundi. En að keyra um Evrópu árið 1974 er án efa eftirminnilegasta ferðin.“

147

Hver er þinn helsti ótti? „Ég er sjaldan hrædd en ég get verið skelfilega kvíðin og miklað fyrir mér smámál. Það var vont að vera alin upp við heimilisofbeldi og ég hef mikla samkennd með þeim sem búa við það eða hafa alist upp við ofbeldi. Ég lærði fyrir nokkrum árum að takast á við erfiða hluti og það var mér dýrmætt og ég bý að því.“ Hvaða lífsreglur hefur þú tamið þér? „Ég var alin upp við að ég ætti að vera dugleg, orðheldin og passa uppá systkini mín og vini. Eftir því sem ég eldist er umburðarlyndi gagnvart öðrum mér mikils virði, samfara bjartsýni og jákvæðni. Jafnrétti kynjanna og jöfn staða hafa verið mér ofarlega í huga. Stöðug barátta fyrir frelsi og að framtak einstaklingsins fái að njóta sín í stjórnmálum og á öllum sviðum þjóðfélagsins. Ég fór í nám í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun í HR endurmenntun fyrir nokkrum árum. Það er eitt það besta sem ég hef tekið mér fyrir hendur af því að námið gaf mér nýja sýn í samskipafærni, verkefnastjórnun og hvernig tilfinningar og líðan ráða ferðinni í því að við náum árangri.“

Bessí hefur svo sannarlega farið víða og eiga Verzlingar henni margt að þakka. Aðspurð hvað sé nú næst hjá henni svarar Bessí rólega, „ég tek einn dag í einu. Allt bíður síns tíma.“


Lóa Yona, Lilja, Bjarki og Ragnhildur

Xdeathrow

„Ég er í fyrsta skipti núna, 29 ára, að fá einhverja athygli fyrir eitthvað sem ég er búinn vera gera á hverjum einasta degi síðustu 12 ár.“ 26. ágúst, tveimur vikum fyrir uppsetninguna á sýningunni Juvenile Bliss, náðum við tali af ljósmyndaranum Þórsteini Sigurðssyni. Þórsteinn Sigurðsson, betur þekktur sem Xdeathrow, er 29 ára gamall Reykvíkingur í húð og hár. Hann ólst upp í Grafarvogi fyrri part ævi sinnar en 11 ára gamall flutti hann í Hlíðarnar. Þórsteinn segist ekki hafa verið þessi hefðbundni námsmaður en hann hóf menntaskólagöngu sína í Menntaskólanum við Hamrahlíð en eftir að hafa verið rekinn í þrígang vegna mætingar og námsárangurs ákvað hann að hætta. Árið 2006 flutti hann til Viborg í Danmörku til að nema ljósmyndun. Listamaðurinn þrífst á menningu. Viborg bauð ekki upp á mikla menningu og því var Þórsteinn fljótur að koma aftur heim enda byggjast ljósmyndir hans á því að fanga þá menningu sem hann er í kringum hverju sinni. Eftir heimkomuna fór Þórsteinn að mynda það viðfangsefni sem hann fæst enn við í dag. Umfangsefni mynda hans eru víðtæk en rauði þráðurinn er þó ávallt að leyfa öðrum að sjá það sem hann sér. Hóparnir sem hann hefur tekið fyrir eru eins mismunandi og þeir eru margir en oftar en ekki eru þetta hópar sem hafa á einn eða annan verið útskúfaðir úr samfélaginu.

148


Pönkið Þórsteinn heillast af pönkinu og finnst gaman að fanga það. Hann tekur endurkomu pönksins fagnandi því að hans sögn gerir pönkið allt betra. Pönkið víkur frá hinu almenna hversdagslega normi sem við þekkjum og hefur hann mikið verið að mynda það. Að hans mati er það best fyrir menninguna okkar þegar fólk víkur frá hinu staðlaða og stendur út, og býður pönkið upp á það. Þórsteinn hefur lengi verið að vinna með pönkið en vegna breytts áhugasviðs hans hafa stefnubreytingar orðið í vinnuháttum hans og í dag hallast hann meira að fegurð hennar í stað eiturlyfjaneyslunnar. Fegurðin er fólgin í fötunum, andlitsföllunum og svipbrigðum. Æfingin Þórsteinn tekur þessu alvarlega, skoðar fólkið í kringum sig, myndar daglega og er alltaf á einn eða annan hátt að vinna í myndunum sínum. Hann líkir ljósmyndun við íþróttir. Ef þú æfir þig alltaf að taka aukaspyrnur þá verður þú góður í því, rétt eins og í ljósmyndun. Með mikilli vinnu og þolinmæði muntu uppskera eins og þú sáir. Traustið Þórsteini finnst fólk líklega ekki gera sér grein fyrir því hvað felst í starfi hans og að ekki margir viti að það tekur oftar en ekki á andlegu hliðina. Hann segir mikilvægt að byggja upp traust með þeim aðilum sem hann hefur hug á að mynda en upp hafa komið þó nokkur skipti þar sem hann lendir í óþægilegum aðstæðum. Þá eru góð vinnubrögð að vita hvenær maður eigi að láta gott heita. Fjölskyldumaður Þórsteinn segist oft upplifa ranga túlkun á sjálfum sér af hálfu fólks sem þekki hann ekki. Honum finnst líklegt að nafnið eigi einhvern hlut í því, að fólk haldi að einhver brjálæðingur sé á bak við nafnið. Það er hinsvegar langt frá sannleikanum. Þórsteinn er mikill fjölskyldumaður, vegan, æfir langhlaup, gæludýraeigandi og er í sambandi. Vegan Það gæti komið mörgum á óvart að listamaður sem gengur undir nafninu Xdeathrow sé vegan. Líkt og hjá mörgum var fæðing vegan lífstíls hans löng. Fyrir tæplega þremur árum byrjaði hann að taka út kjöt og í kjölfar þess, síðastliðið vor, tók hann ákvörðun um að verða alveg vegan. „Mér finnst það frábært, þetta er mín leið til þess að leggja eitthvað til umhverfisverndar og ég vil ekki taka þátt í þessu fjöldamorði, ég sé ekki mun á hundinum mínum eða belju. Hann bætir við að „við lifum bara einu sinni og ég ætla ekki að eyða því í eitthvað slæmt“.

149

Hvaðan kemur nafnið? „Nafnið kemur í raun og veru frá því ég var mjög ungur þegar ég var að byrja hlusta á HipHop. Það var útgáfufyrirtæki sem hét Deathrow Records, Tupac var til dæmis með samning þar. Ég var mikið að hlusta á Tupac og þessa L.A senu, í kringum 1996“. Við gerð Instagram aðgangs hans vildi hann nota Deathrow, þó svo nafnið hefði enga djúpa merkingu. Deathrow nafnið var nú þegar tekið en leysti hann það með því að bæta x-i framan við og úr því var komið listamannanafnið sem hann gengur enn undir. Þórsteinn segist ekki hafa ætlað sér að byggja upp ‘brand’ á því nafni og finnst honum það ekki lýsa verkum hans nægilega vel. Þó svo nafnið hafi sína ákveðna kosti, öðruvísi og grípandi, þá hefur hann íhugað að koma fram undir sínu eigin nafni, Þórsteinn Sigurðsson. Bakgrunnur Í dag er Þórsteinn þakklátur fyrir það að vinahópur hans sé kominn úr ‘graffítí’ umhverfinu og að hafa farið snemma að fanga ekki aðeins verk þeirra vina heldur einnig lífstílinn sem fylgdi graffinu. „Það sem gerir mig sterkan í þessu fagi er að ég hef ástríðu fyrir því sem ég er að mynda og ef ég hefði það ekki væru myndirnar mínar ekki eins og þær eru.“ Hann mælir með því fyrir ljósmyndara sem eru að taka sín fyrstu skref að mynda það sem þeir hafa raunverulega ástríðu fyrir. Hann segir það mjög styrkjandi að vera með heildarhugmynd, því öll hugsun og tjáning sem býr að baki styrkja myndirnar. Áhrif samfélagsmiðla Aðspurður um áhrif samfélagsmiðla á lífið sem listamaður segir hann að þeir hafa haft gríðarlega mikið að segja og búi bæði yfir kostum og göllum. Miðillinn Instagram hefur reynst honum vel í að koma sér á framfæri sem listamanni og ófá verkefni hafa borist honum í gegnum Instagram. Bendir hann samt á að ástæðan af hverju hann tók mikið af verkum af aðgangi sínum sé útaf þeim neikvæðu hlutunum sem fylgja Instagram. Eltingaleikurinn við„likes“ er til að mynda hættulegur leikur fyrir listamenn og hefur hann fundið fyrir því að vera líklegri til að gleyma sínum gildum þegar hann leggur of mikla áherslu á miðilinn. Að lokum, hvaða skilaboð hefur þú til ungra ljósmyndara? „Ekki hætta, ekki leyfa áhuganum að fjara út. Minntu þig reglulega á að þú ert að skapa fyrir þig og mundu af hverju þú ert að gera það. Ef það gleður þig, haltu þá áfram að gera það. Gerðu listina aðgengilega fyrir aðra; prentaðu út bókina, settu listina á netið og gerðu bolinn. Fáðu gagnrýnina og lærðu af henni. Ekki hætta að skapa, það er svo mikill kraftur í því. Það er ekkert samfélag án sköpunar.“


Skoðanakönnun

Rjóminn eða 12:00?

51% 49%

Rjóminn 12:00

Ert þú ánægð/ur í Verzló?

86% 5% 9%

Snappar þú undir stýri?

39% 32% 29%

Nei

Er ekki með bílpróf

Ert þú ángæð/ur með störf nemendafélagsins? 63% 9% 28%

Nei

Hlutlaus

Upplifir þú klíkuskap innan nemendafélagsins? 77% 4% 19%

Nei

Hlutlaus

Borgar þú skólagjöldin sjálf/ur? 14% 84% 2%

Nei

Hlutlaus

Ert þú í sambandi?

24% 66% 10%

Nei

It’s complicated

Reykir þú?

2% 11% 85% 2%

150

Stundum Nei

Nei, en langar að prófa

Nei

Hlutlaus

Drekkur þú?

58% 36% 6%

Nei

Nei, en langar að prófa

Hefur þú reykt gras?

12% 83% 5%

Nei

Nei, en langar að prófa

Ætti Verzló að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu? 72% 5% 23%

Nei

Hlutlaus


Langar þig að búa á Íslandi í framtíðinni? 32% 34% 34%

Nei

72% 5%

Nei

6% 3% 7%

15%

Nei

Hefur þú fake-að það?

31% 69%

Nei

grænmetisæta vegan

annað

63% 29%

92% 5% 1% 2%

iPhone

Samsung LG

Annað

4% 22%

40% 17% 4% 22% 3% 9% 5%

Verzlunarskólablaðið Skemmtó Málfó

Nemó Viljinn

34%

3% 11% 20% 17% 49%

Íþró

Einu sinni á dag

3-5 sinnum í viku 1-2 sinnum í viku

13% 2% 5% 79%

Já, bæði

Já, annað þeirra Nei, hvorug

Instagram Twitter

Facebook Snapchat Annað

Hefur þú fengið fullnægingu? 74% 14% 12%

12 sinnum á ári

Nei

Valkostur 3

Aldrei

Nei

Ertu trúuð/trúaður?

20% 53% 27%

Nei

Hlutlaus

Hjá hve mörgum einstaklingum hefur þú sofið hjá? 37% 27% 10% 7% 10% 4% 5%

151

Annað

Listó

Vinnur þú með skóla?

66%

Hversu oft horfir þú á klám?

Hagkvæmni

Hvaða samskiptamiðil notaru oftast?

1%

Hver er besta stjórnarnefndin?

Áhugi

Voru foreldrar þínir í Verzló?

74%

Hvernig síma áttu?

kjötæta

Af hverju valdir þú námsbrautina sem þú ert á?

8%

Hlutlaus

Ég er …

84%

85%

Hlutlaus

Hefur þú efast um kynhneigð þína? 23%

Ert þú feministi?

0 1

2 3

4–6 7–9

10+


152


153


154


155



MÁNUÐURINN AÐEINS

5.470

KR.*

*MIÐAST VIÐ 12 MÁNAÐA SKÓLAKORT

14 STÖÐVAR

6 SUNDLAUGAR Nánari upplýsingar á worldclass.is og í síma 553 0000 worldclassiceland

worldclassiceland

@burro_rvk

worldclassice

/BurroRvk burro.is


með Ferðafélagi unga fólksins

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS www.fi.is




Í Snyrtibuddunni færð þú fastan 10% afslátt af sokkabuxum og öllum snyrtivörum ásamt ýmsum sértilboðum.

ELSKAR ÞÚ SNYRTIVÖRUR?

Þá ættir þú að skrá þig í glæsilegasta snyrtivöruklúbb landsins.

Skráðu þig núna á lyfogheilsa.is


Módel: Sara Margrét Emilsdóttir Svanhildur Silja Þingey Þorsteinsdóttir Ljósmyndir og myndvinnsla: Stefanía Elín Linnet

162

Stílisering: Lilja Hrund og Bjarki Snær


163


164


165




168


169


170


171


Anna María Ég var í sjöunda bekk þegar mamma greindist fyrst með brjóstakrabbamein. Ég var nýkomin frá Reykjum þegar við fjölskyldan settumst niður og mamma sagði mér fréttirnar. Þetta var mikill pakki að takast á við en ég held að ég hafi aldrei áttað mig almennilega á því hversu mikil áhrif þetta hafði á mig fyrr en í dag. Fjórum árum seinna greindist mamma með brjóstakrabbamein í hinu brjóstinu og átti það ekki að geta gerst þar sem mamma var ennþá á lyfjum eftir fyrra meinið. Þá var ég á fyrsta árinu mínu í Verzló og var ömurlegt að sjá mömmu ganga í gegnum allt þetta aftur, fyrirmyndina mína og stoð í lífinu. Mér fannst þetta allt svo ósanngjarnt. Ég held að ég muni aldrei skilja hversu erfitt þetta var fyrir mömmu, vegna þess að hún breyttist ekkert þrátt fyrir að vera mjög veik. Hún var alltaf sama lífsglaða og hjartahlýja mamma mín en þessir eiginleikar hafa alltaf einkennt mömmu alveg síðan ég man eftir mér. Mamma sigraði þessa baráttu rétt eins og þá fyrri. Árið 2017 greindist mamma mín síðan með stökkbreytingu sem kallast BRCA1, sem þýðir að hún sé í verulega aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Þetta útskýrði afhverju hún hafði fengið krabbamein í bæði brjóstin. Ég trúði því ekki að þegar ég hélt að loksins væri allt búið væri annar stærri pakki að fara taka við. Það eina sem ég einbeitti mér að á þessum erfiðu tímum var að hjálpa mömmu eins mikið og ég gat í gegnum þennan tíma. Þar sem mamma var búin að fá brjóstakrabbamein tvisvar var bara einn möguleiki í boði fyrir hana, það var að láta fjarlægja eggjastokkana, eggjaleiðarann og legið ásamt tvöföldu brjóstnámi og tvöfaldri uppbyggingu. Síðarnefnda aðgerðin var gerð í fyrsta skiptið hér á landi á mömmu. Þetta var allt mjög óraunverulegt fyrir mér og áttaði ég mig ekki almennilega á þessu fyrr en kvöldið fyrir aðgerðina. Þá brotnaði ég algjörlega niður. Ég var við símann allan daginn á meðan mamma var í aðgerðinni til þess að heyra hvernig gekk. Mér leið ömurlega og hafði enga lyst allan daginn, ég mun aldrei gleyma þessum degi. Mamma rústaði þessu eins og öllu öðru sem hún gengur í gegnum og aðgerðin gekk eftir öllum plönum. Framundan var langt bataferli og er hún enn að vinna í endurhæfingunni en er komin mjög langt á leið. Mamma er hetjan mín í lífinu og þessi lífsreynsla er búin að kenna mér og fjölskyldunni minni að vera þakklát með það sem lífið hefur uppá að bjóða og kunna að meta það sem maður hefur.

Humans of Verzló 172


Bjarni Ármann Í haust verða mikilvæg kaflaskil í ferðalagi mínu sem hófst einn kaldan vetrarmorgun fyrir um 12 árum síðan, þegar mamma mín lenti í hálkuslysi eftir að hafa fylgt mér í skólann og hlaut áverka sem ollu varanlegum taugaskaða. Á einu augnabliki varð verðandi doktorinn að sjúklingi og var gríðarlega erfitt að horfa upp á einstakling missa getuna til þess að gera drauma sína og markmið að veruleika. Þótt mamma mín hafi aldrei náð fullum bata þá fór hún fram úr öllum væntingum, kláraði doktorsnámið og hefur síðan kennt námskeið við háskóla um allan heim, frá Columbia University í New York til Hiroshima Univeristy í Japan, en það veitti mér mikinn styrk að fylgjast með henni sigrast á hverri hindruninni á fætur annarri og hvatti það mig til þess að stefna á nám í taugalíffræði, í von um að koma einn dag í veg fyrir að aðrir þurfi að ganga í gegnum slíkt hið sama. Ég gerði þó aldrei ráð fyrir að vonarneistinn sem kviknaði í vonleysinu sem fylgdi slysinu væri upphafið að ferðalagi sem myndi síðar fela í sér að dúxa í mínum árgangi í Verzló öll árin hingað til, vinna landskeppnina í líffræði, hljóta heiðursverðlaun á Ólympíuleikunum í líffræði í Bretlandi og aðstoða kennara á námskeiði um áhrif taugaskaða á hegðun við einn besta háskólann í Suður-Kóreu, svo eittvað sé nefnt. Allra síst átti ég þó von á því verða fyrsti Íslendingurinn í fleiri ár, ef ekki áratugi, til að fara í grunnnám við Harvard, þar sem það getur í raun enginn verið öruggur um að komast inn. Árum saman hef ég þó lagt hart að mér og unnið markvisst að því að gera draum minn að veruleika og hefur það borgað sig margfalt. Ég tel nefnilega að raunin sé sú að það sé ekkert stórt leyndarmál eða einhver flókin vísindi á bak við velgengni, heldur snúist hún einfaldlega um úthald, metnað og þann skilning að það að gera bara nóg sé yfirleitt ekki nóg, en ég hef komist ansi langt með það hugarfar að leiðarljósi og hlakka til að takast á við verkefnin sem bíða mín í Harvard.

Ragnheiður Sóllilja Mæja systir mín var tveggja ára þegar ég fæddist. Ég var hæglátur krakki en hún var frekar opin og fljót til máls. Þegar Mæja fæddist hætti amma mín að kenna og ákvað að helga sig barnabörnunum. Við barnabörnin fórum því í pössun til hennar á morgnana meðan jafnaldrar okkar fóru á leikskóla. Fyrstu árin var ég því borin sofandi í barnastólinn á morgnana umvafin dúnsæng í fullkominni ró undir verndarvæng ömmu og systur minnar og Krissa frænda sem gættu mín sem ég væri þeirra eigið barn. Þau klæddu mig og léku við mig og lásu fyrir mig sögur. Ég hafði því enga ástæðu til að tala mikið. Mæja sá um að tala fyrir mig og amma las hugsanir mínar með það sem upp á vantaði. Mæja átti það líka til að taka ákvarðanir fyrir mig þó að þap væru ekki endilega mjög stórar ákvarðanir. En það voru ákvarðanir eins og það hvað ég vildi í kvöldmatinn þegar mamma og pabbi buðu mér að velja. Foreldrar mínir gátu samt sem áður alltaf lesið það út frá svipnum mínum hvort ég var sammála svari Mæju eða ekki þó að það heyrðist ekki eitt einasta orð koma frá mér. Það var ekki fyrr en samkeppin barði að dyrum og þriðja systirin Snæfríður fæddist að ég fór að tala þá þriggja ára gömul.fór að tala þá þriggja ára gömul.

173


Saga Í fyrrasumar var ég greind með þráhyggjuárátturöskun eða OCD. Sem þýðir ekki endilega að ég sé alltaf með allt í röð og reglu í kringum mig eða að ég telji allt sem ég geri, þótt að fullt af fólki þjáist af því. Það eru til margar tegundir af OCD og ég lærði það erfiða veginn. OCD fyrir mig þýðir að mér finnst ég vera hættuleg gagnvart sjálfri mér eða öðrum í kringum mig. Þegar ég var 16 ára vann ég á veitingastað sem þjónn. Eitt kvöldið þegar það var mjög mikið að gera braut ég glas á gólfinu í afgreiðslubásnum. Þrátt fyrir að glerbrotin hafi hvergi farið nálægt staðnum þar sem við geymdum klakana okkar og að ég hafði fjarlægt öll glerbrotin og þrifið gólfið var ég sannfærð í næstum tvær vikur eftir á að einhvern veginn hefðu glerbrotin ratað þangað og í drykkinn hjá einhverjum sem myndi þá kannski deyja. Ég fylgdist með fréttunum á netinu og í hvert skipti sem ég fór í vinnuna bjóst ég við því að heyra að einhver hefði dáið, og að það væri mér að kenna. Ég er alltaf á varðbergi gagnvart hættum sama hvað. Ég þvæ mér um hendurnar a.m.k. 10 sinnum á dag til þess að vera ekki að dreifa sýklum eða öðru hættulegu og forðast öll efni sem gætu mögulega skaðað mig. Þetta er vægast sagt þreytandi. Stundum langar mig ekki út úr húsi því að það er svo miklu auðveldara að vera bara heima í búbblunni minni þar sem ég er örugg. Mér finnst ég alltaf vera að pirra vini mína og fjölskyldu með endalausum spurningum um hvort hitt og þetta sé hættulegt, en á sama tíma ef ég spyr ekki þá get ég ekki hætt að hugsa um það. Síðastliðið ár hef ég verið að vinna í mínum málum og sé strax árangur. Ekki hunsa andlegu heilsuna þína. Hún er alveg jafn mikilvæg og sú líkamlega. .

Ella María Síðan ég var lítil hef ég alltaf verið mjög samkvæm sjálfri mér og fylgi yfirleitt alltaf tilfinningum mínum og því sem mig langar að gera, sama hversu lítið það „fittar“ inn. Ég var svo ung þegar ég byrjaði að elska þessa stráka að ég get ekki neitað því að upprunnarlega laðaðist ég aðallega að þeim útlitslega, enda þekkti ég þá ekkert. Ekki það að við séum einhverjir svaka vinir núna en það getur enginn getur dýrkað og dáð manneskjur svona mikið og lengi bara út af útliti. Í alveg góðan tíma snerist lífið mitt nánast bara um þá. Þeir voru það eina sem ég hugsaði um og ég fékk massíft samviskubit á kvöldin í örugglega góð tvö ár ef ég fór ekkert út úr húsi yfir daginn til að eiga möguleika á að mæta þeim einhversstaðar. Ég veit það er brenglun að vissu marki en þetta var bara einhver brjáluð þráhyggja sem ég gerði mér enga grein fyrir. Ég dái þá enn í dag, en í hófi og er fullmeðvituð um að ég megi ekki láta þetta hafa mikil áhrif á þá. Ég bæði sé og veit að fólk dæmir mig mikið fyrir þetta. Ekki nóg með það heldur er ég minnt á það að meðaltali svona vikulega. Það er samt allt í lagi. Ég skil það meira að segja bara ótrúlega vel miðað við samfélagið sem við búum í. Og mér gæti líka bara ekki verið meira sama. Tilfinningarnar sem ég upplifði t.d í vakningunni minni og á Justin Bieber tónleikunum voru svo mikið meira worth it en álit annara.

174

Humans of Verzló


Lóa Yona Þetta er í raun ekki missir heldur bara tilfinningar sem ég þekki ekki. Ég þekki ekki tilfinninguna að vera alin upp af karlmanni og að hafa föðurímynd í lífi mínu. Það hefur aldrei truflað mig mikið á yfirborðinu. Ég á mjög auðvelt með að tala um þetta og finnst bara gaman að svara spurningum sem fólk hefur. Oft er þetta smá eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fólk er eitthvað að forvitnast um nafnið mitt og allt í einu er hlustandinn að kljást við að vinna úr svo mikið af upplýsingum að hann veit ekki hvernig hann á að bregast við. Tek það á mig að ég gæti stundum sleppt því að segja svona ýtarlega frá en þar sem ég er forvitin og þekki svo vel forvitni finnst mér oft bara þægilegt að svala þorstanum þeirra með fullnægjandi upplýsingum. Já ég er hálf frönsk, nei ég kann ekki frönsku, nei ég þekki ekki pabba minn, já mamma og pabbi voru samt gift. JÁ þetta er spes. En ég hef aldrei nokkurn tímann skammast mín fyrir þetta. Allt gerist af einhverjum ástæðum og fólk þarf ekki alltaf að vita allt. Þetta er eitthvað sem einkennir mig, sker mig út og lætur mig vera smá öðruvísi. Að heita eitthvað annað og vera tengd öðru landi en Íslandi finnst mér bara frekar spennandi. (Þó ég elski Ísland mjööög mikið.) Vissulega hefur þetta samt haft sín áhrif, mamma ól mig upp alein og hefur alltaf barist ein í því að halda okkur uppi. Mamma er kletturinn í mínu lífi og er samband okkar mjög sérstakt og hugsa ég að það væri öðruvísi ef við værum fleiri. Hún hefur hjálpað mér í gegnum þetta “föðurleysi” því auðvitað fylgja því tilfinningar sem er erfitt að kljást við sem maður gerir sér ekki grein fyrir á yfirborðinu. Ég hef alltaf verið ótrúlega lífsglöð manneskja en á sama tíma borið ákveðna ábyrgð sem líklega ekki allir krakkar kannast við, við vorum bara tvær svo ég byrjaði ung að elda, þrífa og vinna fyrir mér sjálf. Ég vildi alltaf hjálpa og létta undir með mömmu eins og ég gat sem er ekki alltaf hollt fyrir unga krakka. Ég er samt einstaklega heppin með fjölskyldu en önnur systir mömmu hefur alltaf staðið við bakið á mér og stutt mig í einu og öllu. Hún kemur smá inn sem mamma númer 2 og hef ég alltaf litið á hana þannig, sem auka mömmu. Þetta hefur kennt mér svo margt. Ég er mjög þakklát fyrir lífið og kann að meta það sem ég hef frekar en að pæla í því sem vantar.

Björn Ásgeir Það var ekki fyrr en ég varð 18 ára sem ég varð nokkuð viss um að ég væri hrifinn af strákum, smá skrítið að segja þetta þar sem mér líður ennþá eins og ég sé ekki 100% á því. Það er kannski ekki skrítið að ég sé óviss þar sem ég hef eytt meirihlutanum af ævinni í að sannfæra mig um að ég sé SKO ekki hrifinn af strákum. Þrátt fyrir það var mjög auðvelt fyrir mig að koma út fyrir vinum mínum. Ég sagði einfaldlega að ég væri að hitta strák og vildi ekki gera mikið úr því og enginn gerði mikið úr því. Þetta var allt rosa kozy miðað við hvernig ég hafði ímyndað mér þetta.

175


Benedikt Bjarnason

Félagslífsannáll

Kæru Verzlingar. Rétt eins og önnur skólaár í Verzlunarskólanum hefur þetta verið annasamt ár í félagslífinu. NFVÍ er sístækkandi eind sem toppar sig ávalt milli ára. Allt frá Stebba Jóns berum að ofan í heilan dag yfir í Peysusamstarf með 66 gráður norður, fjörið hættir aldrei. Núverandi stjórn tók við störfum þann 24. mars 2017. Það var varla hægt að draga andann djúpt vegna þess að hafa þurfti hraðar hendur við að ganga í þau verkefni sem bíða hverrar nýrrar stjórnar. Mynda þurfi stjórnarnefndir og útnefna formenn miðstjórnarnefnda, halda lokaball og skipuleggja miðstjórnarferð um sumarið. Allt gekk með besta móti, svona eiginlega. Miðstjórn var mynduð og miðstjórnarferðin ógleymanleg en því miður leit LindexSumarLokaMuscleRaveBallið aldrei dagsins ljós. Það er löng saga sem inniheldur nokkrar andvökunætur, fjölmiðlasímtöl, allskonar gagnrýni og mjög slæma frammistöðu í einu frönskuprófi. Ég bað þó Sigrúnu Höllu afsökunar á því og hún sýndi því mikinn skilning. Að öðru... Degi fyrir skólasetningu tók stjórnin á móti nýnemum skólans í fyrsta skiptið á hinum svokallaða nýnemadegi. Busakrúttin skoðuðu stofur, sali, Matbúð og marmarann áður en för þeirra var heitið niður í nemendakjallarann þar sem stjórnin beið komu þeirra með Vit-Hit og Kahoot með öllum helstu hagnýtu upplýsingum um nemendafélagið. Fjölmargir starfsmenn skólans sem áttu leið hjá fögnuðinum sögðust aldrei hafa séð nemendakjallarann í eins góðu ástandi og þá. Um sumarið hafði kjallarinn verið málaður, öllu drasli hent í ótalmörgum

176

Sorpuferðum, öll lýsing endurnýjuð, nýtt ljósmyndastúdíó sett upp í samstarfi við Símann og húsgögn endurnýjuð í samstarfi við IKEA. Það er óhætt að segja að blóði, svita og tárum hafa verið eytt við bætingar og viðhald á nemkja í ár. Stjórn þessa árs hefur þó ekki lokið sínu verki og ætlar að nýta allan tímann sem eftir er til að vinna að fallegri og betri nemendakjallara. Fyrstu vikur skólaársins voru með hefðbundnu móti. Listó hélt stórskemmtilegt námskeið og prufur fyrir sýninguna sína, sem þau ákváðu að semja í devised stíl þar sem leikararnir skapa karaktera sjálfir og var það samið í kringum norsku þættina Skam. Leiksýningin gekk eins og í lygasögu og tókst listónefndinni að toppa forvera sína í söluágóða. Skemmtó gerði það sem skemmtó gerir best þegar þau peppuðu yfir sig með lazerum og trampolíni á fjórðu hæðinni í Billy-Boy busavikunni. Vikan var svo toppuð með busavígslu, grilluðum pulsum og ratleik í Borgarnesi. Við tóku svo nýnemaviðtöl þar sem nýnemar gátu spreytt sig í inntöku á nýjum meðlimum í hinar ýmsu nefndir. Verzló-Busaballið var haldið á heimavelli okkar, Valsheimilinu. Þar voru einungis fyrrverandi nemendur skólans sem spiluðu og voru það hvorki meira né minna en 8 tónlistarmenn eða hópar sem komu fram við mikinn fögnuð viðstaddra. Það var geðveikt. Skemmtó gaf svo út busaballslagið „Bíða“ með Völla sem er komið í 120 þúsund hlustanir á Spotify. GVÍ-vikan var einkum eftirminnilegt þegar Verzlingar tóku á sig allskonar vitleysur eins og spray-tan, nýjan og framandi hárlit eða


Honorable mentions:

Þegar Mikki Harðar tók signature dance við Boom með Tiesto í Hagkaup Skeifunni til að fagna 12 tímum Vignis og Daníels. Þegar enginn Verzlingur kann að leggja í stæði þegar snjóar. Þegar Alexander Jarl spilaði á marmaranum við útgáfu Kvarkans Spinning í WorldClass með einungis Verzlólög í Íþróvikunni Þegar Golfmótinu var aflýst af því það var of gaman Jólanefnd að bjóða uppá kakó í anddyri skólans JóiP og Króli á marmaranum í fyrstu Viljaútgáfu Þegar Geir vann So You Think You Can Snap Þegar Gumma Emil var kennt um allt Hamingjujóga í Gleðigæsluvikunni Páll Óskar OG Stuðmenn á Nemó Verzló Waves með frían ís mmm Þegar Styr og Begga voru krútt Kvasir tekið upp í nýjar hæðir Dwayne “The Rock“ Johnson Kef Lavík í Listóvikunni Lagabreytingafundir Hinseginvikan — — — — — — — — — — — — — — — — — —

177

nýjan samastað. Það voru jú Vignir Daði og Hjö-böllurinn sem vörðu 24 tímum samfleytt í Hagkaup Skeifunni. Íþróvikan var ekkert síður næs en vanalega og eftirminnilegt er þegar Gummi Emil niðurlægði Geir Zoëga í sogblettaglímu í íþróttasalnum. Í sama íþróttasal var stjórn NFVÍ niðurlægð af kennurum og skólastjórnendum og er það öllum í fersku minni þegar Óli Njáll tók hjólara frá eigin vítateig og skoraði sláin-inn. Fótboltavellinum var komið upp á marmaranum og Magnús Ingi Gylfa rústaði öllum í borðtennis. Það voru gefin út tvö gullfalleg Viljablöð, goðsagnarkenndir NFVÍ TV, 12:00 og Rjómaþættir á haustönninni og að sjálfsögðu þrettán Arkarblöð, allt með hefðbundnu móti. Við unnum Ví-mr keppnina (augljóslega) þegar deilt var um hvort ætti að Stöðva hlýnun jarðar eður ei. RIP MR... Óli Gunnar var ræðumaður kvöldsins og þegar þessi annáll er skrifaður er nýbúið að draga MR gegn Verzló í 8. liða úrslitum MORFÍs. Við treystum á okkar fólk að endurtaka þann leik í næstu keppni. Í samstarfi við Fabrikkuna kynntum við nýjan hamborgara sem var sérútbúinn fyrir Verzlinga og ber einmitt nafnið Verzlingurinn. Hundruðir nemenda fóru í Kringluna að smakka borgarann og hefur hann hlotið mikið lof. Bjarni Ármann og félagar gáfu út annað blað Vísindafélagsins, Kvarkann og heyrst hefur að Bjarni muni fá enn ein verðlaunin fyrir það á útskrift í Hörpu, enda frábært blað. Verzló Waves var í sturlaða kantinum með Daða Frey, Birni, Flóna og Cyber á marmarasviðinu að gera allt tryllt. Í kjölfar vikunnar fjárfesti nemendafélagið svo í hljóðkerfi fyrir marmarann svo aldrei þyrfti að leigja slíkt aftur. Fjárfesting sem mun líklegast borga sig á einu ári. Þökkum skólastjórn og skólanefnd fyrir stuðing þeirra við kaupin. Nördafélagið hélt geggjaðan allnighter í skólanum og Möndlunefndin frábæra viku. Grillnefndin grillaði líka inná milli. Þvílíkir meistarar. Á þessum tímapunkti voru samt einhvernvegin ekki alveg allir komnir með peysurnar sínar. Svo kom að miðannarballinu, sem prýddi geggjað lineup og rétt eins og busaballið, seldist upp :* Það sem eftir var af árinu var ein pakkaðasta vika skólaársins. Útvarpsvika, Vælsvika, 12:00 þáttur OG Kvasisblað. Eftir það fóru allir að huga að prófum en jólanefndin hélt þó hamingjunni uppi með fallegum seríum, Jóni Jónssyni og kakói. Það er tiltölulega lítið búið af árinu en það sem hefur gerst síðan nemendur snéru aftur úr jólafríi þann 4. janúar er að Gettu Betur liðinu hefur einhvernveginn tekist að svindla sér áfram í sjónvarpskeppni, Nemó var haldið glæsilegra en nokkru sinni fyrr í Háskólabíói og MORFÍs liðið vann ME í 16- liða úrslitum. Og já það er búið að opna nemendakjallarann eftir 7 vikur af angist. Vape-málið stóra er of flókið fyrir mig til að kryfja það að fullu hér. Það er margt sem á eftir að eiga sér stað. Til að mynda á stjórnin eitt ball eftir, Verzlunarskólablaðið mun líta dagsins ljós og kosningar fyrir stjórnarembætti næsta árs fara fram. Ég vil nýta tækifærið og þakka kærlega fyrir mig. Það hefur verið sannur heiður að vera forsvari nemendafélagsins, að kynnast ótrúlega mörgum og upplifa skemmtilega hluti. Jújú ég þarf svolítið mikið að taka til og lána lyklana mína á steiktum tímum en ég fæ samt oft frían mat þannig það er totally worth it. Ég vona að árið hafi verið eins gott af ykkar hálfu og af minni. Lifið heil.


Íþró

Leifur Þorsteinsson, Kristófer Orri Pétursson, Dagmar Pálsdóttir, Ísabella Hlynsdóttir, Birta Líf Baldursdóttir, Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson og Guðmundur Emil Jóhannsson

178


Ísabella Hlynsdóttir

179

Í lok mars settust fjórir nýkosnir einstaklingar niður og héldu nefndarviðtöl. Það voru allt of mörg góð viðtöl en eftir langa og stranga fundi náðist loksins sameiginleg niðurstaða og voru fjórir einstaklingar valdir og þar með var besta nefnd skólans orðin að veruleika. Fyrsti viðburður Íþróttafélagsins á árinu var hið víðfræga World Class golfmót. Þessi viðburður hefur verið gríðarlega vinsæll meðal Verzlinga og þá sérstaklega í ár. Eins og vanalega hófst skráning keppenda klukkan 7 að morgni til í skólanum og voru þó nokkrir sem mættu kvöldið áður og vöktu alla nóttina til þess að ná sæti á mótinu. Plássin í mótið fylltust mjög fljótt og því miður komust ekki allir að sem vildu. Hefð hefur myndast fyrir því að nýnemar skólans séu kaddýar eða kylfusveinar keppenda. Hlutverk kylfusveinsins er að sjá um kylfurnar hjá sínum golfara og jafnvel veita góðar ráðleggingar um hvaða kylfu skal nota hverju sinni. Gengið var með skráningarlista í stofur nýnema og allir þeir sem vildu gátu skráð sig. Á miðvikudeginum fór fram kaddýdráttur þar sem nokkrir heppnir nýnemar voru dregnir og paraðir saman við golfara. Það var svo fimmtudaginn 21. september sem keppendur mættu tilbúnir og flottir til fara á Sveinkotsvöll í Hafnarfirði. Mótið gekk ekki alveg sinn vanagang en þrátt fyrir það skemmtu keppendur og aðrir sér vel að þeirra sögn. Á föstudeginum var svo haldið veglegt lokahóf þar sem keppendur, kaddýar og aðrir Verzlingar komu saman og fögnuðu. Skemmtilegasta vika ársins var síðan um miðjan október. Vikan hófst á fótboltaleik milli Stjórnar NFVÍ og kennara. Fastir liðir á borð við bekkpressukeppni, dansbattle og glímu voru auðvitað á sínum stað. Á kvöldin var tekið spilakvöld, versló - zumba og á föstudeginum var haldið mini - fótboltamót í Sporthúsinu. Fótbolti, borðtennis, körfubolti og pógó var í boði alla vikuna og svo var margt fleira á dagskránni sem gerði vikuna frábæra. Það er margt spennandi framundan hjá nefndinni, þar á meðal skíðaferðin til Akureyrar og við hlökkum mjög til þess.


Listó

Eiður Snær Unnarsson, Höskuldur Þór Jónsson, Vilberg Andri Pálsson, Ásta Sóley Hilmisdóttir, Ása Valdimarsdóttir, Skarphéðinn Vernharðsson, Máni Huginsson, Helga Bryndís Einarsdóttir, Antoníus Freyr Antoníusson, Rán Ragnarsdóttir, Elísabet Clausen, Karen Rut Róbertsdóttir, Ella María Georgsdóttir, Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, Pétur Már Sigurðsson, Tómas Arnar Þorláksson, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Kristófer Baldur Sverrisson og Agla Bríet Einarsdóttir

180


Ása Valdimarsdóttir

Ég veit ekki hvernig ég á að byrja. Á lokasýningu The Breakfast Club 2016, í einhverri maníu eftir sjúklega vel heppnað ferli, sneri ég mér að Mána Hugins og sagði honum að ég ætlaði að verða formaður Listó. Ég hafði enga hugmynd um hvað það myndi hafa í för með sér. Þetta síðastliðna ár hefur verið það besta í lífi mínu og er það að meirihluta Listó að þakka. Þessi annáll er ástarbréf til 21 meðlims SKAMFAM sem gerðu þetta ferli að því sem það var. Fjölskyldan mín. Í vor, þegar við í Listó vorum aðeins þrjár; ég, ein dugleg frá því fyrra og ein ný og peppuð, var ákveðið að við þyrftum markaðsstjóra, fjármálastjóra og allavegana tvo stráka. Ég get ekki lýst því fyrir ykkur hvað við vorum heppin. Við fengum til liðs við okkur duglegan markaðsstjóra, harðan fjármálastjóra, duglegan reynslubolta og Eið. Eiður var orðinn 20 ára og það var hentugt. Það þurfti ekki meira en einn dag til þess að velja leikstjóra því Dominique Gyða Sigrúnardóttir kom til leiks og var með hugmynd sem við vorum öll spennt fyrir. Hugmyndinni fylgdi slatti af undirbúningi, viðtöl, prufur, framhaldsprufur, framhaldsframhaldsprufur og að lokum var kominn leikhópurinn SKÖMM. Það var sjúklega erfitt ferli og því fylgdi svo sannarlega blóð, sviti og tár. Í haust var svo komið að því að taka inn nýjan meðlim og þó ég segi sjálf frá þá fengum við besta busann. Ásta Sóley, feminísk pc busapæja úr vsb kom inn í nefndina og frá þeirri stundu komu mun fleiri tár inn í blóð, sviti og tár dæmið sem ég minntist á áðan. Þar með var SKAMFAM fullkomnuð. Í gegnum þetta ferli hef ég eignast 21 nýja bestu vini sem koma endalaust á óvart með hæfileikum sínum, einlægni og metnaði, hvort sem það er á sviðinu eða í lífinu. Ferlið einkenndist af Aktu Taktu ferðum, píanóspili, vatnsstríðum, bústaðakúri og SVO MIKILLI ÁST. Vináttan okkar hafði mikil áhrif á gerð leikritsins og leikritið hafði mikil áhrif á vináttu okkar. Ég veit ekki hvernig ég á að enda þetta og hvernig annálsskriftarreglurnar eru en ég vil þakka öllum sem komu á einhvern hátt að gerð leikritsins eða keyptu miða eða sannfærðu Antoníus, Sögu, Rán, Helgu, Selmu, Sibbu, Eið, Mána, Ástu, Vilberg, Mikka, Pétur, Tómas, Kareni, Höskuld, Ellu, Öglu, Skarpa, Kristófer Baldur eða Lísu um að sækja um í Verzló. Ég er svo hamingjusöm og stolt og þakklát. Og þið í SKAMFAM sem eruð að lesa þetta: TRUTHBOMB! Þið eruð föst með mig að eilífu (jafn lengi og Karen var að læra línurnar sínar) (jafn lengi og það tók að fá alla í upphitun) (jafn lengi og Ásta grét. Alltaf.) (Jafn lengi og það tók Vilberg að hætta að öskra) LOVE

181


Málfó

Bjarki Sigurðsson, Pétur Már Sigurðsson, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Margrét Sjöfn Magnúsdóttir, Styr Orrason, Árni Páll Árnasson, Viktor Pétur Finnsson og Fannar Sigurðsson

182


Pétur Már Sigurðsson

183

Starf Málfundafélagsins helst frekar einsleitt milli ára. Helstu störfin eru þrjú: MORFÍs, Gettu betur og peysusala. Það á svo sannarlega við í ár því síðasta ár hefur verið svo skuggalega líkt árinu þar á undan að okkur er skapi næst að nota bara sama annál og í fyrra. Reyndar göngum við ekki svo langt en til þess að sýna fram á hvað við eigum við biðjum við þig að telja hversu oft „eins og í fyrra“ kemur fram í eftirfarandi texta. Árið byrjaði á því að MORFÍs liðið okkar tapaði í úrslitum MORFÍs í Háskólabíó, alveg eins og í fyrra. Þetta var vissulega ákveðinn skellur fyrir nýkjörna nefnd en liðið stóð sig þó með prýði og vert er að taka fram að liðið okkar var stigahærra liðið en var með stuðning minnihluta dómara. Það sýndi sig þó að fall er fararheill því síðan þá hefur allt gengið okkur í hag. Í sumar buðum við upp á Sumarpakka™ sem sló heldur betur í gegn hjá öllum Verzló-rúnkurum landsins sem sáust iðulega spóka sig í Nauthólsvíkinni í Verzló polo bolnum sínum, með Verzló derhúfu í stíl, fleygjandi Verzló frisbee á milli sín. Þegar haustgolan fór að blása duguðu polo bolirnir hins vegar takmarkað og Verzló rúnkararnir þurftu að leita á önnur mið. Peysusalan í haust var þá að sjálfsögðu á sínum stað og var hún ekki af verri endanum. Farið var rakleitt í samstarf við 66° Norður og voru peysur þaðan gefnar út í takmörkuðu magni. Hypebeast skólans sameinuðust og seldist varan upp á innan við klukkutíma og þannig slógum við metið yfir hagnaðarmestu peysusölu skólans, eins og í fyrra. Það kom að VÍ-mr deginum og þrátt fyrir nístingskulda, slyddu og él mætti hver einasti Verzlingur niður í bæ og hvatti busana okkar til dáða í hinum ýmsu keppnum. Í ræðukeppninni var valið stórskemmtilegt umræðuefni, stuðningsmaðurinn okkar var ræðumaður kvöldsins í sinni fyrstu keppni og við sigruðum MR-ingana, allt alveg eins og í fyrra. Þetta var svo sannarlega draumi líkast. Þegar við vorum búin að gera svona margt alveg eins og í fyrra fannst okkur kjörið að ganga bara alla leið. Þess vegna tókum við okkur til og héldum pallborðsumræður í tilefni Alþingiskosninganna, alveg eins og í fyrra. Sá fundur komst á forsíðu allra fréttamiðla en það vakti athygli þegar nemandi í skólanum steig í pontu og sló þáverandi forsætisráðherra algjörlega út af laginu. Það er alltaf leiðinlegt þegar maður er búinn að leggja hart að sér í eitthvað verkefni og einhver kemur og eyðileggur allt en það var nákvæmlega það sem kom fyrir okkur núna í janúar. Við í Málfó lögðum okkur öll fram við að gera allt alveg nákvæmlega eins og í fyrra og vera þar með íhaldssamasta nefnd skólans en akkúrat þá ákvað Gettu betur liðið okkar að standa sig sjúklega vel og komast í sjónvarp í fyrsta skipti í 3 ár. Fyrir utan þetta litla spor Gettu betur liðsins út af teinunum þá erum við þakklát fyrir íhaldssamt ár og göngum með bros á vör inn í nýja tíma.


Nemó

Andrea Nilsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Vignir Daði Valtýsson, Rán Ragnarsdóttir, Kjalar Martinsson Kollmar, Ingi Þór Þórhallsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Agla Bríet Einarsdóttir, Vilberg Andri Pálsson og Höskuldur Þór Jónsson

184


Karen Jacobsen

Árið sem Nemó ákvað að setja upp hýran lofsöng til Hitlers og engin setti spurningarmerki við það. Já, Nemó tók orðunum „stærra og flottara en áður“ bókstaflega þegar við héldum af stað með stærri leikhóp, stærri danshóp, fleiri söngvara og nánast tvöfalt stærri sal. Það hljómaði eins og góð hugmynd alveg þangað til við þurftum að finna búninga á allt þetta lið, en við skulum orða það þannig að þó að nokkrir þúsund kallarnir hafi flogið (shoutout á búninganefnd). Í tilefni þess að þetta var síðasta árshátíðin hjá helmingnum af skólanum buðum við líka upp á eitt stykki klikkað lineup á einu stykki klikkuðu Nemó balli. Sumarið fór í það að velja leikrit og listræna stjórnendur. Eftir að við rákumst á þó nokkra veggi í leit að hinu fullkomna leikriti er ég nokkuð viss um að Máni hafi googlað „funny musicals“ og valið það síðasta sem kom upp vegna þess að leikritið okkar sökkaði. Nei, að sjálfsögðu völdum við algjöra NEGLU. Fyrir valinu var Broadway söngleikurinn The Producers sem hafði slegið rækilega í gegn erlendis og unnið 12 Tony verðlaun og við stefndum ekkert lægra. Það leið ekki á löngu þar til teymið af listrænum stjórnendum var fullskipað af þremur mögnuðum konum, Völu Kristínu leikstjóra, Unni Elísabetu dansstjóra og Margréti Eir söngstjóra. Þessar konur komu sem himnasending að ofan og gerðu fátt annað en að toppa sig sjálfar. Þær voru það frábærar að við vorum ekki einu sinni pínulítið reið þegar þær báðu okkur um að panta 22 göngugrindur af netinu (já btw ef einhvern vantar göngugrindur er nóg til hérna megin). Ferlið fór hins vegar ekki fram áfallalaust en heimavöllur okkar, Austurbær, tilkynnti okkur að þar yrði ekki lengur leikhús heldur norðurljósasýningu fyrir túrista, vegna þess að túristar geta ekki nú þegar horft upp í loft og séð það frítt. Við héldum því af stað í leit að nýrri staðsetningu, en það var hægara sagt en gert þar sem Nemó er ekki með nein eðlileg viðmið. Sem betur fer var Háskólabíó tilbúið í að taka vel á móti okkur og var því ekkert sem stöðvaði okkur frá því að gera Nemó stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Fimmtudaginn 1. febrúar rann stóri dagurinn upp og söngleikurinn Framleiðendurnir var frumsýndur. Sviðslistarhópurinn stóð sig gríðarlega vel og viðbrögðin fóru fram úr öllum okkar vonum. Allir Verzlingar fóru sáttir heim og gíruðu sig upp fyrir kvöldið þar sem Herra Hnetusmjör, Stuðmenn og Páll Óskar trylltu lýðinn. Nemó nefnd 2017-18 þakkar fyrir sig.

185


Skemmtó

Arnór Björnsson, Bjarki Ragnar Sturlaugsson, Vignir Daði Valtýsson, Ragna Birna Ægisdóttir, Geir Zöega, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Egill Orri Árnason og Völundur Hafstað

186


Arnór Björnsson

187

A year in review by Arnór Björnsson. Ókei bittsjes hættið á smáforritunum í snjallsímunum ykkar og lesið þetta shit því að þetta shit er yfirferðin á árinu hjá bestu nefndinni (skemmtó) let’s fuckin do this. Við byrjuðum á því að hlaða í nefnd. Hlaðið var í fjóra littaða einstaklinga, einn rauðan, einn rendarkall, eina eyjastelpu og einn heitan busa. Næs, þetta er uppskrift í skemmtónefnd. Hallelúja. Við bara eitthvað: „Ókei hoes, höldum busaviku“ Og busavikan var haldin. Hvaða þema var? Það var rave þema. Við buðum uppá sveittasta rjómagigg ever, RAVE TRAMPÓLÍN MEÐ SVÖMPUM Í. (Trampólínið er í kjallaranum í arkarherberginu as we speak, þannig ef einhvern langar að setja það upp á marmaranum þá má hann/hún það). Kappát, led skjáir (meira svona lit-skjáir) og endalaust af einhverjum fokking lit ljósum. Busarnir kepptu í alls konar vitleysu eins og kappáti (engin gubbaði í þetta skiptið, ætlumst til þess að skemmtó á næsta ári geri betur) og reipitogi í ullarsokkum fyrir busastig, stigahæsti busabekkurinn vann heiðurinn á að verða besti busabekkurinn. Skemmtómeðlimir nutu þess að vera til eins og alltaf í busavikum og var dekrað allharkalega við þá. Skemmtó var boðið í alls kyns rave-party þar sem stofur voru skreyttar að viðeigandi hætti. Busarnir voru vígðir við hátíðlega athöfn á Marmara okkar allra og urðu loks Verzlingar og eftir það fórum við í BUSAFERÐ á fokking happines (borgarnes). Eins og svo oft áður var Borgarnes svo gott við okkur og ratleikurinn jafn vondur við busana, enda enduðu margir hverjir hvorki með hár né sjálfsvirðingu (þeim fannst samt geðveikt gaman ég lofa). Hæfileikakeppnin tók við, bambam, 1.B mætti og flutti frumsamið diss track á aðra busabekki. Djarft. Sexí. Frumlegt. Keppnin var hörð og stigin jöfn en sá bekkur sem var með flest stig samanlagt úr ratleiknum, hæfileikakeppninni og vikunni sjálfri var 1.B, peppaðari sem aldrei fyrr. Við héldum svo væl í nóvember, merkilegt að minnast á að þetta var dýrasta væl sögunnar en það er m.a. vegna glæsilegra vinninga, Eldborgarsalarins og fokking ELDVARPANNA! BOOOOOOM! Tókstu eftir þeim? Afhverju er ég að spyrja? Væntanlega tókstu eftir þessum mafakkin eldvörpum þær voru SVO lit. En já Svava Sól vann vælið, bambam, what a girl, what a performance. Svo þegar þessi grein kemur út þá verðum við búin að halda lazertag, fyndnasta Verzlinginn og bílabío. Takk fyrir okkur.


Viljinn

Karen Rós Smáradóttir, Edda Marín Ólafsdóttir, Svava Þorsteinsdóttir, Lárey Huld Róbertsdóttir, Liv Benediktsdóttir, Valdís Harpa Porca, Aþena Villa Gunnarsdóttir, Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson

188


Svava Þorsteinsdóttir

189

Vilji (frumnorræna:Vili) Rosa vanmetinn ás í norrænni goðafræði. Bræður hans hétu Óðinn og Vé en Vilji skapaði alheiminn ásamt bræðrum sínum. Vilji veitti mönnum líka tilfinningar og gáfur. Svo lét hann sig hverfa. Það var á sumarkvöldi. Seint í júní sem vel valinn hópur af krökkum safnaðist saman í dimmum kjallara. Þau áttu eitt sameiginlegt markmið en það var að glæða Von í hjörtum allra busalinga. Seinna átti kjallarinn eftir að verða betur þekktur sem Ikea-kjallarinn en hópurinn var Viljinn. Ferlið fór örlítið slitrótt af stað og allir svolítið út um allt, staðsettir misvel á hnettinum. Á síðustu stundu small þó allt saman í góðum hagnaði, útkoman var lítill og vel heppnaður doðrantur sem gladdi hjörtu nýnema. Skólinn byrjaði og ferli Viljans einkenndist af óhóflega mörgum viðtölum og góðri stemmningu. Fyrstur bættist Tómas í hópinn en hann var eins og lítill sólargeisli í lífi okkar allra. Í kjölfarið var nammigott blað gefið út á Marmaranum við mikinn fögnuð og seiðandi tóna JóaPé og Króla. Höskuldur mætti líka með popp fyrir liðið. Mjög gott popp! Þá var fátt annað í stöðunni en að taka aðeins fleiri viðtöl. Í þetta skiptið duttu tvær litlar busaskvízur inn í nefndina. Eftir það var Skvízunefndin loksins fullskipuð. Fyrir áhugasama hefur kynjahlutfallið líklega aldrei verið brenglaðra í sögu nefndarinnar. Fyrir sömu áhugasömu: „Girls are angels with invisible wings.” Með x-tra mikið af höndum og x-tra mikið af ást gáfum við út seinasta tölublað ársins. Við vorum frekar stolt af því en samt ekki nógu stolt til að baka köku. Kannski næst. Það er búið að vera ekkert nema heiður og kannski smá gaman líka að fá að taka þátt í þessu ferli. Að ofantöldum blöðum hafa aðeins komið steiktir ljúflingar, metnaðarfullir, skapandi og jafnvel skyggnir einstaklingar. Framundan eru alveg bókað ekki dauðar stundir. Í þessum skrifuðu orðum er enn eitt blaðið í vinnslu. Mögulega verður það dálítið minna en alheimurinn en ég lofa að Viljanefndin mun engu síður gera sitt allra besta til að veita þér aukna vitneskju og koma þér í tilfinningalegt uppnám.<3


Vísindafélagið

Þorsteinn Elí, Birta Björg Heiðarsdóttir, Inga Huld Ármann, Stefán Örn Stefánsson, Hilmar Páll Stefánsson, Bjarni Ármann Atlason, Einar Örn Jónsson, Smári Snær Sævarsson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Stefán Jónsson, Jóel Ingason og Ninna Björk Ríkharðsdóttir

190


Bjarni Ármann Atlason

191

Eftir að Vísindafélagið reis upp úr öskunni síðastliðið vor og stofnaði tímaritið Kvarkann var kominn tími til þess að rétta kyndilinn áfram og skipa nýja nefnd. Eftir fjölmörg viðtöl og erfitt val stóð þó loks uppi sá hópur nemenda sem nefndina skipa þetta skólaárið en að því loknu var ekki eftir neinu að bíða og var nefndarstörfunum því komið á fulla ferð strax í framhaldinu. Á fyrsta fundinum varð strax ljóst hvert stefnan yrði tekin um haustið og var markmiðið okkar einfaldlega að bæta Kvarkann á allan hátt og koma honum þannig upp á næsta stig. Í framhaldinu komu fjölbreyttar og misraunhæfar hugmyndir fram varðandi nýja Kvarkann. Einhverjum datt í hug að hafa hann tvöfalt lengri og rjúfa þannig hundrað síðna múrinn, öðrum að þrefalda útgáfukostnaðinn, en einnig var í umræðunni að gera jafnvel bók frekar en tímarit. Það kom þó fljótt í ljós að besta leiðin til að gera betur en síðast og brjóta blað í sögu Nemendafélagsins væri einfaldlega að gera allt ofantalið, en skiljanlega olli það efasemdum hjá ófáum nefndarmeðlimum og ekki bætti það úr skák þegar formaðurinn valdi útgáfudag í lok október frekar en í mars eða apríl. Teymið kom sér því strax að verki og hamaðist vikum saman við það að fylla hinar 100 blaðsíður tímaritsins, sem nú var orðið að kilju, af upplýsandi efni úr öllum hornum hins víðáttumikla heims vísindanna. Það dreif því margt á daga nefndarinnar um haustið en við lærðum til dæmis að erfðabreyta plöntum hjá Orf Líftækni, unnum náið með tveimur af færustu náttúrulífsljósmyndurum landsins og röbbuðum við bæði fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra landsins um vísinda- og menntamál, svo eitthvað sé nefnt. Stressið jókst svo jafnt og þétt þegar prentunin nálgaðist og endaði ferlið með langri og strangri vökunótt. Morguninn eftir fóru prentvélarnar svo á fullt og stoppuðu ekki fyrr en rétt fyrir útgáfudaginn en þá fengu Verzlingar loks Kvarkann í hendurnar, ásamt vænni tertusneið og ljúfum tónum frá Alexander Jarli. Við í Vísindafélaginu erum virkilega ánægð með afrakstur alls erfiðisins og vonum að lýðurinn sé sammála því en annars þá hlökkum við til að sjá hvað félagið tekur sér fyrir hendur á komandi skólaári.


Karitas Bjarkadóttir

FFVÍ

Skólaárið 2017-2018 var óvenjulegt fyrir FFVÍ. Við ákváðum að halda ekki viku heldur reyna að halda nefndinni við leik og störf allt skólaárið, með reglulegum viðburðum og fróðlegum póstum á samfélagsmiðlum. Við byrjuðum tímabilið okkar á skiltagerð fyrir Druslugönguna, sem við héldum í anddyri skólans viku fyrir gönguna, seldum bakkelsi og kynntum okkur sem nefnd, bæði fyrir hvert öðru og nemendum skólans. Þetta árið var að ýmsu leyti óvenjulegt, með mikilli meðlimaveltu og þó svo að skipulagið hafi litið vel út og við vildum gera sem flest blés byrinn okkur ekki alltaf í hag og ýmislegt kom upp á, svo sem lokun nemendakjallarans, Floridanaslysið hennar Þóru, Gillzmálið víðfræga og atriðið hans Gumma Emils á Vælinu. Við héldum samt sem áður ótrauð áfram og undir lok haustannarannir gátum við loksins gefið út merchið sem við höfðum unnið hörðum höndum að síðan í byrjun septembermánaðar. Merchið var gert í samstarfi við upprennandi hönnuðinn Atla Pálsson, sem vill svo til að er einnig í hljómsveitinni Krakk og Spagettí (check it). Þess má líka geta að þessi merchsala var mun skipulagðari en sú sem Karitas hélt síðast og við getum fullvissað ykkur um að í þetta skiptið stefnir hún nefndinni sinni að minnsta kosti ekki í 300.000 kr mínus (love þig Anna Zingsheim). Á döfinni er svo ýmislegt, eins og endurútgáfa merchins, fyrir utanskólanemendur, #SjúkÁst átakið í samstarfi við Stígamót, Listó og Skemmtó, sem verður fléttað inn í Valentínusarvikuna. Það verður Free the Nipple stórhátíð og samfélagsmiðlaátök af ýmsum toga. Það verður spennandi að sjá hvernig þessir hlutir takast til og við hlökkum til að brjóta niður feðraveldið með ykkur, samnemendum okkar, one sexist Treyjulag at a time.

192


Magda María Jónsdóttir

Verzló Waves

193

Við vorum 9 stykki sem hittumst á fyrsta fundi Verzló Waves nefndar skólaársins í júní síðasta sumar. Við vorum breiður hópur úr öllum árgöngum sem hafði verið steypt saman og þetta var hálf vandræðalegt í fyrstu, allir frekar feimnir og til baka en ekki leið á löngu þar til við vorum orðin tight og hugmyndavinnan fyrir eina skemmtilegustu skólaviku ársins var komin á flug. Við vissum að við vildum gera þetta vel og standa almennilega undir því að skapa þessa geggjuðu stemningu sem Verzló Waves einkennist af. Við vildum tryggja það að Marmarinn yrði þéttsetinn í öllum korterum og matarhléum og byrjuðum því snemma að skipuleggja og bóka tónlistarmenn. Einn nefndarmeðlimur varð að hætta í nefndinni og þegar kom að nýnemaviðtölunum í haust voru 2 pláss laus. Það endaði reyndar með því að 3 nýir meðlimir voru teknir inn í nefndina eftir viðtölin og allt fór á fullt stuttu seinna. Helsta áskorunin var að halda kostnaði í skefjum sem tókst fáránlega vel og við enduðum í bullandi plús, splæstum í Valdís og gerðum Marmarann lit með fullt af seríum sem enduðu svo reyndar sem jólaskraut í einhverjum skólastofum. Fórum í samvinnu við grillnefnd og kókómjólkurgoðsagnir og grilluðum pullur á bílastæðinu. Fyrsta eigið hljóðkerfi NFVÍ var vígt og okkur tókst að bóka nokkur heitustu nöfn í íslensku tónlistarsenunni, en fengum líka hæfileikaríka Verzlinga á svið. Ferlið var virkilega skemmtilegt en einnig mjög krefjandi og eftirminnilegt. Nefndarmyndatakan er sérstaklega minnisstæð en við sem sagt ákváðum að taka nefndarmyndirnar okkar við Reykjavíkurhöfn og hittum Boga Ágústsson fréttamann fyrir tilviljun þar. Hann var svo elskulegur að opna fyrir okkur eina flotbryggju en hann þurfti síðan að fara og bað okkur að passa að loka á eftir okkur þegar við værum búin. Einhverjum vegfaranda datt í hug að loka bryggjuhurðinni á meðan við vorum að taka myndirnar og við enduðum innilokuð á pínulítilli fljótandi bryggju með fullt af ljósmyndabúnaði, enginn með lykil og allir að drepast úr kulda. Það má heldur ekki gleymast að vikan byrjaði á B.O.B.U. í orðsins fyllstu merkingu þegar Geir okkar allra Zoëga fór upp á svið til JóaPé og Króla og tók ,,Ég vil það” með strákunum, viðstöddum til mikillar gleði. Ég held að ég geti talað fyrir hönd allra í nefndinni þegar ég segi að þetta hafi verið ótrúlega gaman frá upphafi til enda og við erum afar glöð með afköstin og ekki síst móttökurnar sem við fengum.


194


195




Guðfinna og Helgi

„Þú þarft eiginlega að vera létt klikkaður“

Martin Hermannsson

198

Nafnið Martin Hermannsson hefur lengi verið á vörum körfubolta unnenda á Íslandi. Nýorðinn Íslandsmeistari með KR og besti leikmaður íslensku deildarinnar að mati KKÍ útskrifaðist Martin úr Verzló árið 2014. Við tók háskólabolti í tvö ár í Bandaríkjunum þangað til honum bauðst að fara í atvinnumennsku í B-deild í Frakklandi. Í sumar spilaði hann lykilhlutverk þegar landsliðið komst á EM í annað sinn og skrifaði undir hjá Chalon-Reims í efstu deild Frakklands eftir mótið. Þar hefur hann leikið lykilhlutverk í vetur. Á milli Evrópumóts og fyrsta tímabils hjá nýju liði settist tuttugu og þriggja ára Vesturbæingurinn niður með okkur í haust yfir góðum kaffibolla. Martin byrjaði ungur að æfa með KR í Vesturbænum en fljótt varð ljóst að drengurinn væri mikið efni. Hann á hæfileikana ekki langt að sækja en pabbi hans, Hermann Hauksson, er fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta. Martin viðurkennir að þannig hafi áhuginn kviknað, „maður vildi vera eins og pabbi.“ 2014 var stórt ár fyrir Martin en þá útskrifaðist hann úr Verzló, varð íslandsmeistari með KR og valinn besti leikmaður deildarinnar. Næst lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann ákvað að fara í skóla í New York. Háskólakörfubolti í Bandaríkjunum er frábært skref fyrir íslenska leikmenn að sögn Martins. „Ég viðurkenni það að ég var ekkert að fara


þarna út til að læra. Að fara í skóla í Bandaríkjunum er eiginlega bara að fara í körfubolta í Bandaríkjunum. Allt snýst um körfubolta og það er allt gert fyrir þig. Maður þarf varla að hugsa sjálfur. Þetta eru eins og herbúðir. Ég var bara á æfingum, í skóla og að borða, það komst ekkert annað að.“ Eftir tvö ár í háskólanum NYU bauðst honum að fara í atvinnumennsku í Frakklandi til liðsins Charleville í B-deildinni, og stökk á það. Þar spilaði hann stórkostlega á sínu fyrsta ári í atvinnumennskunni, var valinn mikilvægasti leikmaður liðsins og annar í kjörinu á besta leikmanni deildarinnar. Þegar við ræddum við Martin í haust var hann nýbúinn að skrifa undir hjá ChalonReims í efstu deild í Frakklandi og spenntur fyrir komandi leiktíð. „Þetta er mjög gott skref. Ég er að fylgja þjálfaranum mínum þannig þetta er smá svona „comfort zone. Það er mjög sjaldgæft að vera 23 ára að spila í efstu deild í Frakklandi. Maður er annað hvort heppinn eða bara góður eða hvað það er. Ég er mjög sáttur. Þetta er stórt skref en ekki of stórt.“ Martin var lykilleikmaður á Evrópumótinu í Helsinki síðasta sumar, þegar landsliðið komst á mótið í annað sinn. Strákarnir töpuðu öllum leikjum riðilsins og voru margir ósáttir með frammistöðuna. Martin

199

gefur lítið fyrir þá neikvæðni og bendir á muninn á okkar landsliði og hinum. „Við erum með leikmenn úr íslensku deildinni og svo horfir maður á hitt liðið og þar er einn sem var að semja fyrir 300 milljónir í NBA, annar í Barcelona... svo er fólk í sjokki með að við höfum ekki unnið mótið.“ segir Martin og brosir. „Við vorum að spila á móti bestu þjóðum í heimi. Þær eru bara hæfileikaríkari og stærri en við. Það er risa sigur að komast á þetta mót, hvað þá tvö ár í röð. Við gáfum allt í þetta og við getum gengið frá þessu sáttir.“ Þrátt fyrir erfitt verkefni kom landsliðshópnum vel saman úti að Martins sögn. „Við erum allir mjög góðir vinir. Körfuboltaheimurinn er mjög lítill hérna á Íslandi svo það þekkja allir alla. Það er sama hvort það sé elsti eða yngsti maður, það eru allir á jörðinni og ekki stjörnustælar í neinum.“ Hann bætir við að stemmningin hafi ekki bara verið góð innan hópsins úti. „Stuðningurinn á mótinu var ótrúlegur. Það voru allir svo jákvæðir og það fannst öllum svo gaman þó úrslitin hafi ekki farið eins og við vildum. Eins mikið og ég var kominn með ógeð á víkingaklappinu þá var fáránlega töff þegar það var tekið á vellinum. Þegar Finnarnir tóku undir í seinasta leiknum og öll tólf þúsund manna höllin var að taka víkingaklappið. Það var geggjað að sjá tvær þjóðir sem spila á móti hvor annarri sameinast í stúkunni. Ég fékk gæsahúð, ég viðurkenni það.“ Martin er spenntur fyrir framtíð íslensks körfuknattleiks en margir ungir leikmenn eru að stíga upp. „Ég er búinn að vera í landsliðinu núna í 5 ár þannig að fólk heldur kannski að ég sé orðinn þrítugur eða eitthvað, en ég er ennþá 22 ára. Við erum mjög ungir,“ heldur Martin áfram og bendir á að margir lykilleikmenn landsliðsins séu á svipuðum aldri og hann sjálfur. Þá er mikil gróska í yngri flokkum landsins á meðan landsliðinu gengur svona vel og fleiri ungir krakkar farnir að æfa. Framtíðin er því mjög björt. Það er mikil keyrsla á kappanum sem fær litla hvíld. „Tímabilið mitt út í Frakklandi var mjög langt þannig þegar ég kom heim hafði ég bara einhverjar þrjár vikur áður en að landsliðið byrjaði að æfa yfir allt sumarið. Ég var mjög stressaður að ná ekki að hlaða batteríin og fara beint í landsliðið og svo beint aftur út til Frakklands í heilt ár og fá ógeð, en þetta mót einhvern veginn endurstillti allt. Ég er að fara inn í risa stórt tímabil og mjög spenntur. Það er alveg eðlilegt að vera þreyttur en þetta er svo ógeðslega gaman.“ En hvað ráðleggur Martin ungum krökkum sem vilja ná langt? „Það sem ég ráðlegg ungum körfuboltakrökkum er að þeir þurfa að vera tilbúnir að fórna. Þetta gerist ekki af sjálfu sér, langt því frá. Þær voru langar næturnar þar sem ég var ekki að fara á bjórkvöld eða á böllin eða á Nemó. Það var erfitt, allir vinir mínir að fara og allir að hittast að hafa gaman en ég var að spila körfuboltaleik í Stykkishólmi. En það gerði mig að þeim manni sem ég er í dag og kom mér svona langt. Ég drakk aldrei í Verzló og ég held að að það hafi haft mikið að segja, að láta það í friði. Löngunin í allt þetta, að fara að djamma og hafa gaman, hefði þá kannski verið meiri. Ég náði einhvern veginn að vera skýr í kollinum. Ég vildi þetta svo ógeðslega mikið og þú þarft að vilja þetta fáránlega mikið til að ná langt í þessu. Þú þarft eiginlega að vera létt klikkaður. Þetta var það sem ég vildi gera og ég var tilbúinn til að fórna bókstaflega öllu til þess að ná langt í körfubolta, gera þetta að atvinnu og hafa það gott. Ég gerði það og það gekk upp allavega fyrir mig.“


Vel gert Vel gert Vel gert Vel gert Vel gert Vel gert Vel gert Vel gert Vel gert Vel gert

Hranfnhildur Arnarsdóttir fyrir að hafa tekist að verða miss sport Iceland 2017 með stundvísi, dugnað og metnað að leiðarljósi. Bjarni Ármann fyrir að vera fyrsti Íslendingurinn í mörg ár til þess að komast inn í grunnnám Harvard. Þú ert betri en við öll. Óliver Adam sem hefur verið með sama nestisboxið síðan í 1. bekk í grunnskóla. Það er ekkert ógeðslegt :) Hlín Sigurðardóttir fyrir að hafa náð 2.000.000 í score á snapchat. Stoppaðu nú þetta er komið gott. Diljá Rún fyrir frábæran stórleik í bíómyndinni Svanurinn sem enginn hefur hvorki séð né heyrt um. Gummi Emil fyrir að hafa náð að mjólka þetta blessaða boltagrín ALLT. FOKKING. ÁRIÐ :* Geir Zöega fyrir að hafa næstum því tekist að segja rétt nafn á sigurvegara Vælsins. Lena Lísa fyrir að leggja meiri metnað í Instagram en allir aðrir Verzlingar. Agla María fyrir að keppa á EM í fótbolta með A landsliðinu. Viktoría Hlín fyrir að halda sér tan allt árið. 520-4444

Vel gert Verzlingar 200


@hurrareykjavik


1. sæti

Þú veist — Óli Gunnar Gunnarsson

Þú veist að ég mun elska þig meira en ég elska hausinn minn. Ég mun loksins hætta að hlusta á hann og bara heyra Þig hlæja, þig syngja, snerta kinn við skinn og augun okkar kyssast. Þú veist að ég mun elska þig meira en ég elska lífið, því þitt verður það besta við mitt. Besta manneskja sem ég mun nokkurn tímann hitta - Svo miklu betri en þetta ljóð og öll hin sem munu fylgja Lyktin þín í hárinu, með hendurnar á mjóbakinu, mun ég eyða mér með þér og gleymast. Þú veist – Jörðin hafði farið fjögur þúsund og fimm hundruð milljón hringi í kringum sólina, áður en við urðum til og hún þarf því miður að fara nokkra í viðbót áður en við hittumst.

202

Ljóðakeppni


List — Arnór Björnsson

Örlög Páls — Jóhann Almar Sigurðsson

Afhverju skrifa ég ljóð í verzlunarskólablöð? Afhverju teikna hluti þegar ég er með blíant í höndum mér? Afhverju stappa ég í takt við tónlist? Afhverju eyðum við pappír í að prenta blöð með myndaþáttum og greinum? Afhverju eyðum við pening í að setja upp leikrit sem koma svo út í mínus? Afhverju sköpum við list? Við sköpum list því að við höfum tilfinningar Við njótum listar því við elskum fólk Við sköpum list vegna þess að það er það sem aðskilur okkur frá dýrum Við sköpum list því að við lifum Við sköpum list listinnar vegna.

Sólbjartan sumardag, skærgræna grasið og blái himinn gefa notalegan brag, sólbrúna mamman og glaðlega masið.

Kuldinn — Karitas Bjarkadóttir

Máttur hennar — Jóhann Almar Sigurðsson

ég hef oft sagt að kuldinn fari mér best. þá er ég föl í takt við tímann, og leið í takt við birtuna, og það er allt saman gott og blessað.

Nóttin er ung, tunglskinið fagurt, máninn dáleiðandi. Galdraþulur hennar flytja mig burt í draumheiminn seiðandi. Rödd hennar teymir mig eitthvurt. Minn vilji, mín tilfinning á hennar bandi, þó mig líði alls ráðandi. Sólin er starandi, sólskinið stingandi, morguninn hér. Hvað gerðist?

því ég hef svo ótrúlega oft brennt mig. og þess vegna eru kalsár kærkomin. því kuldinn brennir ekki, og það er allt saman gott og blessað. og kuldinn er svo grimmilega góður. því hann hrifsar af þér andann, og murkar úr þér lífið, og það er allt saman gott og blessað.

Á augastundu rökkvaði of skjótt. Þungbærar þrumur drundu, þjótandi kom dimm nótt. Er hann þrammaði yfir þröskuldinn, þakklátur fyrir aðra sál. Brosandi, ,,komdu nú kallinn. Með kolsvarta vængi, „komdu nú Páll“.

— Óli Gunnar Gunnarsson

svo ef ég verð einhvern tímann úti, í skjóli kalfrosts og blindhríða, þá er það allt saman gott og blessað og kærkomið sem kalsárin.

502 21 49 73 403 Redbull

Ritstífla — Dagný Lind Erlendsdóttir

Hagfræði — Karen Rós Smáradóttir

Ég kann ekkert að semja ljóð Á ljóðið að vera dramatískt, eitt tilfinningaflóð? Heilinn minn virkar ei Nei nú segji ég svei Hvað er ég að segja? Ég held ég sé að deyja... Ég reyni samt mitt besta En það kemur bara út það versta Ég er með mestu ritstíflu sem ég hef fengið ljóðið vantar alveg samhengið þú verður að afsaka það hversu ljótt ljóðið er sem ég kvað

Hagfræði er æði Bæði veitir hún gæði og heilræði Hún rannsakar samfélagið og verðlagið Þetta er nú meira upplagið

203

Nútíminn — Jóhann Almar Sigurðsson

Ef í nútímanum lifði Nína myndi tíminn nema staðar. Hún myndi eignast eilífðina, syrgja fortíðina en dreyma framtíðina.


1. sæti

Sigrún Silka Dís

204

Ljósmyndakeppni


205


2. sรฆti

Atli Geir Alfreรฐsson

206

Ljรณsmyndakeppni


3. sæti

207

Þórhildur B. Guðmundsdóttir


Anna Sara Róbertsdóttir

Birna Ósk Kristinsdóttir

Þórhildur B. Guðmundsdóttir

Laufey Lin

208

Ljósmyndakeppni


Máney Guðmundsdóttir

Soffía Líf Þorsteinsdóttir

Sveinn Sigþórsson

Inga Huld Ármann

209


Lilja Hrรถnn ร nnu Hrannarsdรณttir

210

Atli Geir Alfreรฐsson

Ljรณsmyndakeppni


RISAfrelsi

„Ætla að að stúta tveimur pullum á Instagram Live…“ …því ég get það. Ótakmarkaðar mínútur og SMS

15 GB

2.990 kr. á mánuði

Framtíðin er spennandi.

Ertu til?


1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40. 41. 42.

Guð er til Geir er eðla Jörðin er flöt Edik virkar á allt 9.11 var inside job Geir kúgast af Fulfil Lára Lind er 98 módel Það er líf eftir dauðann Kaffið í matbúð er decaf Michael Jackson er á lífi Tungllendingin var fölsuð Gummi Emil veiktist aldrei Skipbrot Titanic var planað Hrísgrjón eru gömul vínber Kylie var staðgöngumóðir Kim Í raun er árið 1722 en ekki 2018 Björn Ásgeir er með gervihönd Leynifélagið var aldrei lagt niður Helga á bókasafninu er ekki læs Allt í kringum þig er þín ímyndum Það sér enginn litina á sama hátt Arnór Hermanns er með hárkollu Marmarinn er gerður úr marmara Völundur Hafstað er ekki ljóshærður Janúar er ekki fyrsti mánuður ársins Jörðin er hol að innan og þar býr fólk Geir borgar Vithit fyrir að vinna hjá þeim Hanna Rakel og Bjarki Snær eru systkini Nemendakjallarinn var opinn allan tímann Ingi skólastjóri skrifar öll Verzlunarskólablöðin Það hafa bara komið út 82 Verzlunarskólablöð Það eru mannverur sem lifa á öðrum plánetum Reykskynjararnir voru aldrei teknir úr sambandi Lífið þitt er sjónvarpsþáttur og þú veist það ekki Óli Njáll heitir réttu nafni Nadam Þór Gunnarsson Það er ekki koffín í Nocco, bara óhóflegt magn SYKURS Þegar þú hnerrar er guð að reyna að ná sambandi við þig Elísabet Englandsdrottning var ekki fædd inn í fjölskylduna 66 kannast ekki við framleiðslu á peysum í samráði við Verzló Alheimurinn og allar minningar þínar voru skapaðar síðasta fimmtudag Ákveðinn hópur karlmanna fær borgað fyrir að gagngrýna Vigdísi Hauksdóttur Litli Verzló í Keníu var aldrei til heldur notaði Sigrún Halla peninginn til að fjármagna frönskukennslu

Áttatíuogfjórar samsæriskenningar

212


43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. 51. 52. 53. 54. 55. 56. 57. 58. 59. 60. 61. 62. 63. 64. 65. 66. 67. 68. 69. 70. 71. 72. 73. 74. 75. 76. 77. 78. 79. 80. 81. 82. 83. 84.

Líf okkar er Sims leikur sem annað stærra fólk stjórnar og ekki nóg með það heldur vita eigendur Sims af þessu Sigurður Darri er 24 ára frændi Inga skólastjóra sem fékk leyfi frá Inga að ganga í skólann þrátt fyrir háan aldur Túristar sem eru að kúka út um allt eru að dreifa fræjum sem spretta upp sem hermenn og taka yfir landið Maðurinn hefur skapað fullkomna gervigreind en ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur henni leyndri Melania Trump neitar að umgangast Donald Trump þannig að hann notar staðgengil Tvífari Melaniu var notaður til að vera við hliðina á Trump í viðtali Mannakjöt er selt sem vegan gervikjöt í helstu kjötbúðum Bubbi Morthens samdi allar 81 blaðsíðu stjórnarskránnar Eftir dauðann fylgjumst við með fólkinu sem við hötuðum Yfirvaldið er að stjórna okkur með flúori úr tannkremi Ef þú ert lifandi á 21. öld hefuru lifað amk 3 lífum fyrir Balenciaga skórnir hans Daníels Hjörvars eru fake Adolf Hitler og Eva Braun dóu úr elli í Svíþjóð 1971 Færeyjar eru norðurhelmingur Vestmannaeyja Nikola Tesla endurfæddist sem Steve Jobs Khloe Kardashian er dóttir O.J. Simpson Adam og Eva voru fyrstu manneskjurnar Taylor Swift er andlit annarrar söngkonu Bylgjur frá farsímum gera mann ófrjóan Lyf virka bara ef þú trúir því að þau virki Við erum litlar frumur í stórri mannveru Avril Lavigne dó og önnur kona tók við Íslandi er ennþá stjórnað af Dönum Anna Zingsheim borðar kjöt í leyni Allir draumar rætast fyrr eða síðar Allar fréttir eru falskar eða leiknar Kardashian systurnar eru ekki til Donald Trump Jr. er tímaflakkari Vésteinn skreið aldrei í skólann Jay-Z er tímaflakkandi vampíra JFK var myrtur af stjórnvöldum Bermuda þríhyrningurinn er til Sársauki er bara hugarástand Star Wars gerðist í alvörunni Melania Trump er vélmenni Í dag eru fjórir dagar í einu Kaney West fæddist hvítur Bigfoot er til og frá Íslandi Ari Páll útskrifaðist aldrei Tunglið er ekki til Draugar eru til Illuminati er til

213


Stefanía og Helgi

Ólafía Þórunn

„Ég var rosa feimin í Verzló. Lítið feimið blóm sem síðan blómstraði“

Nýkjörinn íþróttamaður ársins og íþróttamaður Reykjavíkur, með framtíðina svo sannarlega fyrir sér í golfi, er hún Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 25 ára gamall kylfingur. Rétt eins og við hin hóf Ólafía skólagöngu í Verzlunarskólanum á sextánda ári. Eftir að hafa lokið við verslunarprófið flutti hún til Ameríku aðeins 17 ára gömul og hóf fjögurra ára nám í háskóla. „Fyndið að á þessum tíma var ég að klára háskólagráðu en vinir mínir úr Verzló voru að byrja í háskóla. Ég skoraði smá þar.“ „Verzló er ekkert léttasti skólinn námslega séð. Það var ekki alltaf hægt að halda uppi hæstu einkunnum í heimi. En ef maður forgangsraðar rétt þá gengur þetta upp. Ég gat ekki verið í neinum nefndum þar sem ég var alltaf að ferðast. Þú getur ekki gert allt, t.d. þegar bekkurinn var að hittast þá gat ég ekki alltaf farið. Ég sleppti reyndar aldrei balli. Það voru allir alltaf að tala við mig um golf og var kvótið mitt í peysóbókinni svolítið kaldhæðnislegt: „Þegar ég vakna á morgnana þá opna ég augun og hugsa GOLF“. Það er alls ekki þannig. Þegar ég er á golfvellinum þá er ég að hugsa um golf en þegar ég er komin út af honum þá er ég bara að hugsa um eitthvað allt annað.“ Ólafía fékk þann heiður að fá Tómas Bergsson sem bókfærslu— kennara og var hún einnig í söngtímum með Auði Fríðu. „Uppáhalds setningin mín úr Verzló var þegar ég sat undir myndvarpanum og Auður segir: „Ólafía mín þú ert svo hávaxin og spengileg, getur þú ekki farið og kveikt á myndvarpanum.“ Það er endalaust af gullkornum úr Verzló.“

214


Ólafía á sér ekki margar íþróttafyrirmyndir en lítur mikið upp til Roger Federer sem er einn besti tennisleikari í heimi. „Mig langar að vera Roger Federer, kvennagolfsins.“ Kvenfyrirmyndir eru heldur ekki margar hjá henni. Þegar Ólafía var að byrja þá leit hún upp til þeirra sem voru bestar á þessum tíma. Ólafía finnur ekki fyrir miklum mun á getu kvenna og karla í golfinu. Hún segir að það sé svipað og í öðrum íþróttum þar sem karlarnir eru öðruvísi byggðir. „En þegar það kemur að stutta spilinu þá í rauninni held ég að við séum ekkert verri. Þeir geta bara slegið boltann lengra.” Nú hefur Ólafía verið í golfi frá því að hún var 10 ára gömul og snýst líf hennar alfarið um það. Dagarnir hennar eru alltaf fullbókaðir og fær Ólafía lítinn tíma til að slaka á. „Núna þegar ég er á Íslandi er dagskráin pökkuð af viðtölum, útvarpsþáttum, sjónvarpsþáttum og viðburðum eins og áðan þegar ég tók við titlinum Íþróttamaður Reykjavíkur. Inn á milli reyni ég að troða inn hlutum sem ég þarf að gera, eins og sjúkraþjálfun, fara í ræktina og hitta vini og fjölskyldu. Þetta er mjög skrítið því ég er á fullu frá morgni til kvölds. Dagarnir eru aðeins öðruvísi þegar ég er að keppa. Þá þarf ég að vakna mjög snemma, hita upp, keppa síðan í 4-5 klukkutíma, æfa eftir keppnina og fara síðan að undirbúa mig fyrir næsta dag.“ Fjölskylda Ólafíu var öll í golfi og kviknaði áhuginn þannig hjá henni. Ferill hennar hófst þegar hún var á tíunda ári en þegar hún var fjórtán ára gömul fór boltinn að rúlla almennilega og var metnaðurinn í fyrsta skiptið keyrður af fullum krafti í golfið. Það tók á að standa sig vel í skóla samhliða æfingum sem voru þrisvar til fjórum sinnum í viku auk landsliðsæfinga um helgar. „Þetta er platform fyrir mig til að verða betri í öllu og það sem heillaði mig mest við golfið var hversu krefjandi íþrótt þetta er. Þú ert þarna í 5 klukkutíma, þarft að vera geðveikt andlega sterkur. Maður þarf eiginlega að vera góður í öllu. Þannig að ef ég get masterað lífið - þá get ég masterað golf. Ég er búin að vinna mig upp og það er búið að vera ótrúlega lærdómsríkt ferli.“ En Ólafía á sér fleiri áhugamál en golfið. Hún reynir eins og hún getur að vera með litlu frændsystkinum sínum, vinum og fjölskyldu. „Þegar ég kem til Íslands reyni ég alltaf að troða því inn í dagskrána mína að hitta vini og fjölskyldu. Þó svo að ég sé dauðþreytt er það alltaf þess virði. Við erum líka heppin að lifa á tímum samfélagsmiða, sem léttir þetta aðeins.“ Á döfinni hjá Ólafíu eru fleiri ferðalög og keppnir. Hún ferðast milli heimsálfa allt árið og í byrjun þessa árs fór hún til Bahama og þaðan til Ástralíu. Síðan fer hún til Ameríku og tekur stutt stopp í Evrópu. Seinni hluta ársins mun hún eyða í Asíu og mun hún ferðast mikið milli Kína og Japan. Það tekur svo sannarlega mikið á að ferðast svona. „Ég á heima á Íslandi, í Þýskalandi og svo bara út um allt í rauninni. Ég eyði ekki miklum tíma á Íslandi eða í Þýskalandi svo það er skrítið að segja að ég eigi heima þar en samt er allt dótið mitt þar.“ Aðspurð segist Ólafía hafa þetta Verzlingum að segja. „Ég vil segja öllum Verzlingum að fylgja draumum sínum. Þó svo að þeir virðist ógnandi og einhver gagnrýni þig, þá skiptir það engu máli. Það er þess virði að prófa það. Sjáðu mig. Það var mjög ógnvekjandi þegar ég ákvað að prófa að verða atvinnumaður í golfi. Mér fannst það mjög skrítið en ef þú bara leggur þig fram og gefur allt í þetta þá getur draumurinn ræst.“

215


Innlent

Frétta annáll

Mars

2017 Daði komst ekki áfram. Cafe Paris opnar aftur eftir miklar breytingar. Reykjavik Fashion Festival.

Apríl

Blár Apríl. Bruni kom upp í kísilmálmverksmiðjunni United Silicon.

Maí

Costco opnar sína fyrstu búð hérlendis.

Júní

Tónlistarhátíðin Secret solstice var haldin í þriðja skipti.

Júlí

Jón Jónsson gifti sig. KÞBAVD strætóinn, sigurvegari hönnunarkeppni Strætó, kom á göturnar. Katrín Tanja varð heimsmeistari í Crossfit. Skömminni skilað í hinni árlegu druslugöngu. Eldur kviknaði aftur í kísilmálmverksmiðju United Silicon. Post Malone hélt tónleika í Hörpunni. Útvarpsmennirnir í þættinum Harmageddon töldu konur ekki geta verið trommarar.

Ágúst

175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda. H&M opnar sína fyrstu búð hérlendis. Migos hélt tónleika í Laugardalslaug.

September Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Smellurinn B.O.B.A kom út. Október

Skyr með bökuðum eplum frá Ísey skyr vann verðlaun fyrir bestu mjólkurvöru ársins. Fólk úr mörgum ólíkum starfsgreinum úr öllum heimshornum kom fram með sögur af upplifun á kynbundnu ofbeldi og/ eða áreiti undir myllumerkinu #metoo. Íslenska karlalandsliðið tryggði sér sæti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu i knattspyrnu. Kosið var til Alþingis.

Sólrun Diego gaf út bókina Heima. Nóvember Forseti Íslands veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Desember Íslenska tískublaðið Blæti gaf út sitt annað tölublað. Twitter-maraþon lögreglunnar undir myllumerkinu #Löggutíst sem sagði frá öllum verkefnum sem komu á borð frá því kl. 16 til kl. 04 einn sunnudagsmorguninn. Janúar

216

Morgunblaðið birti mynd af Ed Sheeran í minningargrein um Íslending. Íslenskur skiptimarkaður með rafmyntina Bitcoin er opnaður í fyrsta sinn hér á landi. Strætó bs. hefur fengið heimild frá Umhverfisráðuneytinu fyrir tilraunaverkefni um að leyfa gæludýr í strætisvögnum.


Erlent

Mars

2017 7 manns létu lífið í hryðjuverkjaárás í London.

Apríl

Myndskeið af gírafanum April eignast kálf fer eins og eldur um netið. Hundruðir ungra karlmanna frá Afríkulöndum sunnan Sahara hafa verið seldir á þrælamörkuðum í Líbíu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. David Dao var dreginn með valdi úr flugvél bandaríska flugfélagsins United Airlines.

Maí

217

Hryðjuverkaárás á tónleikum söngkonunnar Ariana Grande, í borginni Manchester. James Comey, yfirmaður FBI, er rekinn í kjölfar af því að hann staðfestir óæskileg samskipti á milli sín og yfirvalda i Rússlandi.

Júní

Grenfell Tower var í ljósum logum í norðurhluta Kensington og brann til kaldra kola. Kim Kardashian kom fram með sitt eigið snyrtivörumerki. Beyonce og Jay-Z eignuðust tvíbura.

Júlí

Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft.

Ágúst

Mótmælaganga Hvítra þjóðernissinna í Charlottesville, Virginiu. í fyrsta skipti í 99 ár sést sólmyrkvi um öll Bandaríkin Hryðjuverk í Barcelona. Sendiferðabíll ók á fólk á Römblunni. Harvey, öflugasti fellibylurinn á meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár.

September

Hugh Hefner, stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins, lést. Stærsti jarðskjálftinn í tæpa öld í Mexíco. Rihanna kom fram með sitt eigið snyrtivörumerki. Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan. Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir að ólympíuleikarni 2024 verða haldnir í París og leikarnir 2028 verða haldnir í LA. Donald Trump tilkynnti ferðabann á fólk frá löndunum Chad, Íran, Líbíu, Norður Kóreu, Sómalíu, Sýrlandi, Venezuela and Yemen. Fellibylurinn Irma varð sá sterkasti sem hefur farið yfir Atlantshaf.

Október

Fólk úr mörgum ólíkum starfsgreinum frá öllum heimshornum kom fram með sögur af upplifum á kynbundnu ofbeldi og/eða áreiti undir myllumerkinu #metoo. Mannskæðasta skotárás í Bandaríkjunum átti sér stað í Las Vegas þar sem 58 manns lágu í valnum. Mannskæðustu skógareldarnir í sögu Kaliforníu . Blaðið Time magazine tilkynnti “silence breakers” sem manneskju ársins. Kosið var um sjálfstæði Katalóníu.

Nóvember

Harry, Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle trúlofuðust.

Desember

Bitcoin tekur skarpa dýfu. Walt Disney keypti 21st Century Fox. Eldflaug frá bandaríska fyrirtækinu SpaceX vakti athygli og furðu íbúa Kaliforníu. Flauginni var skotið á loft síðdegis og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni.

Janúar

Youtube-stjarnan Logan Paul dregur sig í hlé í kjölfar gangrýni.


Völundur Hafstað

Völundur Hafstað litli

Geir Zoëga

Eðla

Máni Hugins

Björk Jakobs

Bjarki Ragnar

Perla Njarðardóttir

Snædís Sól

Paris Hilton

Katrín Ása

Jóhanna Lind

Egill Hlér

Birgir Steinn

Sævar Reynis

Sigurþór Óli

218

Tvífarar


Chase Anthony

Mikael Harðar

Sara Emils

Gabríela Ýr

Axel í The Middle

Leifur Þorsteins

Arna Björk

Arna Ýr

Alexandra Katrín

Eydís Jóhannesdóttir

Tómas Helgi

Helgi Tómas

Brynja Sveins

Anna Arnars

Ragna Birna

Rebekka Rán

219


Lilja Hrund

Cyber Hvernig kynntust þið? Salka: Við Jóhanna kynntumst í leikprufum fyrir Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu. Okkur fannst hin geðveikt spennandi og vorum fljótar að heyra í hvorri annarri eftir prufuna. Þegar við byrjuðum saman í MH stuttu seinna þá blómstraði vináttan á svipstundu. Þuru kynntumst við svo sumarið 2016 þegar hún kom með RVK DTR á túr. Við urðum alveg ástfangnar af henni samstundis og báðum hana um að vera með okkur í hljómsveit baksviðs á FIB hátíðinni á Spáni þar sem við vorum allar sauðdrukknar með hnén í sandinum og tár í augunum. Eftir það höfum við verið óaðskiljanlegt þríeyki. Hvernig kviknaði áhuginn á hinu afstæða? Salka: Byrjum á því að pæla í því hvað er afstætt? Jóhanna: Tími er t.d. mjög afstæður og það er alveg tilgangslaust að pæla í honum. Hvernig kviknaði áhuginn á rappinu? Salka: Áhuginn kviknaði fyrst og fremst út frá skrifum. Við höfum alltaf skrifað mjög mikið af textum og fannst okkur þess vegna strax spennandi að nota þennan miðil. Rapp getur líka verið svo rosalega músíkalskt og það er geðveikt þegar maður fer að geta notað flæðið eins og hljóðfæri. Ég æfði líka lengi á trommur og þess vegna þótti mér gaman að vinna svona mikið með takta í tónlist. Hvenær byrjuðuð þið að drekka kaffi? Salka: Jóhanna drakk fyrsta kaffibollann sinn á Hawaii þegar hún var fimm ára og hefur eiginlega bara sötrað það síðan. Ég fékk líka kaffiæði frekar ung því mig langaði svo að opna kaffihús og alveg frá því að ég var svona 7 ára hef ég verið að fá kaffibolla og leirtau í afmælisgjafir til að safna fyrir kaffihúsið. Ég veit reyndar ekki hvort ég nenni því núna, en kannski einn daginn.

Íslenska Rappsveitin Cyber samanstendur af vinkonunum Sölku Valsdóttur, Jóhönnu Rakel og Þuru Stínu. Í október gáfu þær út plötuna HORROR sem fékk góðar viðtökur en auk þess að vera í Cyber spila þær líka með Reykjavíkurdætrum. Við kíktum til þeirra í kaffi einn laugardagsmorguninn og spjölluðum við þær um heima og geima.

220

Hvernær var fyrsti kossinn ykkar? Jóhanna: Ég held að fyrsti kossinn minn hafi líka verið fyrsti sleikurinn minn. Ég var 14 ára og í gufubaði með nokkrum krökkum. Ég man að þegar það gerðist var heilinn minn bara omg ég er í sleik, omg ég er í sleik, omg ég er í sleik. Vá hvað skeggbroddar eru óþægilegir. Vikuna eftir fór ég á samfés og fór sko alveg í 8 sleika. Ennþá stolt! Magnað afrek.

Ljósmyndir: Hrefna Björg Gylfadóttir


Hvenær byrjuðuð þið að semja tónlist? Salka: Ég og Jóhanna byrjuðum svona að fikta við þetta saman þegar við vorum sextán ára í MH þá mest uppá grínið og vorum með stóra drauma um að verða thrash metal/ítala diskó band þar sem ég ætlaði að spila á trommur og syngja og Jóhanna ætlaði að spila á hljómborð. Við gerðum nokkrar mislukkaðar tilraunir með þessa uppsetningu áður en við snérum okkur alfarið að rappinu. Finnst ykkur þið hafa breyst mikið eftir að það byrjuðu í tónlist? Jóhanna: Ég er svollítið kvíðnari. Sérstaklega því ég er svo ómannglögg og í svona bransa hittir maður svo oft nýtt fólk en ég er svo fljót að gleyma nöfnum og andlitum að ég er massa stressuð alltaf að ég eigi að þekkja alla. Salka: Algjörlega! Ég hef lært alveg ótrúlega mikið á því að vinna með Cyber og er í dag miklu öruggari sem performer, rappari og pródúser en ég var þegar við byrjuðum að gera tónlist. Hver er flippaðasta myndlistarsýning sem þið hafið séð í lífi ykkar? Salka: Sýningin hennar Jóhönnu sem hét “your new stepmoms art show” var alveg hellað grilluð, hún var með alveg risa fokking stóra mynd af sér í bikini og svo vídeóverk þar sem hún er að reyna kenna eins árs barni að vera sexy. Það er mögulega sktrítnasta sýning sem ég hef farið á. Jóhanna: já same, ég geri smá steikta list. Hvernig finnst ykkur myndlistarsenan á Íslandi vera? Jóhanna: Ég er að læra myndlist í LHÍ og þar af leiðandi fer ég vonandi inn í þá senu eftir útskrift og get eiginlega ekki sagt annað en að ég sé fáránlega spennt. Það er svo ótrúlega mikið af flottum sýningarrýmum og hæfileikaríku ungu fólki og reyndar líka eldgömlu líka sem ég hlakka til að fá að kynnast og vonandi vinna með! Hvað þykir ykkur fyndnast í fari hvor annarrar? Jóhanna: Salka getur verið fáránlega léleg að lesa félagslegar aðstæður sem er mjög oft hilaríus og Þura er algjör vitleysingur (á bestan hátt) þannig það er eiginlega bara alltaf kast að vera í kringum hana og þær báðar. Hvað er skemmtilegasta gigg sem þið hafið spilað á? Salka: Ég held að útgáfutónleikarnir okkar á HORROR 13. október toppi allt. Það var lang metnaðarfyllsta gigg sem við höfum spilað þar sem við vorum með mikið af gestum með okkur á sviði, búninga, props og alveg brjálað crowd. Við frumspiluðum öll lögin á HORROR í réttri röð sem var alveg frábærlega gaman. Önnur gigg sem standa uppúr var síðnætur giggið okkar á Airwaves 2016, tónleikarnir okkar á Sónar 2017 og giggið okkar með HATARA á Loft í mars 2017. Hvernig finnst ykkur rappsenan á Íslandi vera? Salka: Hún er ótrúlega margslungin. Bæði er auðvitað frábær poppsena í gangi innan hennar en líka alveg ótrúlega spennandi jaðarsena sem mér finnst stelpurnar vera frekar mikið áberandi í. Þá má kannski helst nefna Alviu og Countess Malaise en við höfum einmitt unnið með þeim báðum og haft mikið gaman af.

221


Daníel Hjörvar Guðmundsson – safnar peningum Sko þetta byrjaði í raun fyrir sirka einu ári. Ég sá einhvern gaur í V83 sem safnaði gömlum og sjaldgæfum íslenskum seðlum. Ég fattaði hversu takmarkandi það væri að safna bara gömlum seðlum því það er svo mikill peningur sem er hvorki gamall né seðlar. Það var þá sem ég ákvað að ég myndi byrja að safna peningum og bara öllum peningum, seðlum, klinki, pening á kortið og líka bara gjafabréfum og inneignarnótum. Eins og stendur þá hef ég ekki borgað neitt í að verða ár, allt sem ég “á” eru hlutir sem ég hef stolið eða fengið gefins. Samkvæmt mínum útreikningum er þetta allt saman sirka 10.709.847 krónur. Sem er rosa næs bara. Keypti mér kafaraskó og eh.

Safnarar 222


Fannar Sigurðsson – safnar orðaforða Nú er ég búinn að vera á þessari plánetu í hátt í 18 ár og hef ég eignast eitt yndislegt áhugamál. Að safna orðaforða. Frá blautu barnsbeini hef ég haft áhuga á orðum og hef geymt þau áhugaverðustu og skemmtilegustu í heila mínum. Orð eins og Göndull og Stómapokablæti eru meðal minna uppáhalds en ég á mér þó eitt uppáhalds orð. Draggargan. Þetta er einfaldlega annað orð yfir harmonikkuna sem við þekkjum og elskum öll. Skemmtilegt og vanmetið hljóðfæri og orðið ekki síðra. Að hafa góðan orðaforða er vanmetið fyrirbæri en nauðsynlegur hlutur ef við viljum ekki að tunga okkar deyi út.

Sigurður Darri Rafnsson – safnar hári Maður veit aldrei hvað maður hefur fyrr en misst hefur. Eftir að ég tók allt hárið af mér áttaði ég mig á hversu ótrúlega vænt mér þykir um hár og hef ég ákveðið að gera aldrei sömu mistök aftur. Nú safna ég eingöngu hári og ég mun aldrei aftur fara í klippingu. Ég safna einnig hári af öðrum. Ég er í góðu sambandi við klippistofu í nágrenninu og fæ að eiga allt hár sem er klippt af fólki. Svo annan hvern mánuð safna ég hárinu saman og kveiki í því. Því mér finnst lykt af brenndu hári svo góð.

Sigyn Jara Björgvinsdóttir – safnar minningum Minningar er nokkuð sem ég hef mikið verið að safna alveg frá því ég man fyrst eftir mér. Þetta er einn hlutur í mínu lífi sem ég tileinka mér á hverjum degi. Ef það er eitthvað sem ætti að safna þá myndi ég eindregið mæla með minningum. Minningar geta verið varðveittar á svo ótalmarga vegu líka! Bæði í minni heilans, dagbókum og jafnvel ljósmyndum. Ég hef reynt að dreifa þessu hátterni víða en gengið þó misvel. Það getur verið slungið að skapa minningu en þegar rétt fólk er til staðar þá er allt hægt. Ég held þó ótrauð áfram í leit að næstu minningu!!!

223


Það er mikilvægt að temja sér góða siði og venjur til þess að fara eftir í daglegu lífi. Í gegnum árin temjum við okkur lífsreglur sem við lærum af fólkinu í kringum okkur. Foreldrum okkar ömmum og öfum, vinum okkar og jafnvel sjónvarps-, kvikmynda- eða tónlistarstjörnum. Við ákváðum að kanna hvaða lífreglur kennarar skólans hafa vanið sig á og vildu miðla til okkar nemenda.

Bertha S. Sigurðardóttir enskukennari og alþjóðasamskipti: „Taktu á móti fjölbreytileika heimsins með opnum hug og láttu hvers konar fordóma lönd og leið. Sérhver einstaklingur á fyrst og fremst að gera kröfur til sjálfs sín því þannig verður maður traustsins verður. Ég held að lífið hljóti líka að verða svo erfitt fyrir þá sem ávalt ætlast til meira af öðrum en sjálfum sér. Að lokum tel ég mikilvægt að elda sjálf allan mat frá grunni og að fjölskylda og vinir njóti samverustunda við matarborðið.“

Þórhalla Arnardóttir raungreinakennari: „Gerðu þitt besta - alltaf.“ „Það eru ekki til vandamál bara verkefni og lausnir.“ „Þetta fer ekki verr en illa. Þá tekur maður á því.“

Ingveldur Bragadóttir íþróttakennari: „Gildin þrjú í lífinu eru næring, hreyfing og ekki síst hvíld. Ef við hugsum OFT um þessi þrjú atriði mun okkur ganga vel í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þegar miklar annir eru hjá okkur eða við erum að glíma við eitthvað sem er erfitt er nauðsynlegt að huga að því hvernig við nærum okkur. Til að halda góðri líkamlegri- og ekki síður andlegri heilsu er regluleg hreyfing nauðsynleg. Til að við höldum einbeitingu, athygli og almennri skynsemi í góðu lagi er regluleg hvíld mjög mikilvæg. Til þess að okkur takist að halda andlegri og líkamlegri heilsu í jafnvægi þarf að huga að öllum þessum þáttum jafn mikið.“

Laufey R. Bjarnadóttir enskukennari: „Heiðarleiki, samviskusemi og að gera sitt besta. Virðing fyrir öðrum og umburðarlyndi. Samfélagsleg ábyrgð og samkennd. Komum vel fram við alla.“

Sigurlaug Kristmannsdóttir fjarnámsstjóri: „Hyggðu að þessum degi, hann er lífið sjálft.“

224

Björn Jón Bragason lögfræðikennari: „Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau.“

Eygló Eiðsdóttir íslenskukennari: „Úr Hávamálum: Eldur er bestur með ýta sonum og sólar sýn. Heilyndi sitt ef maður hafa náir, án við löst að lifa.“ Ólafur Helgi Árnason lögfræðikennari: „Njóttu dagsins, því hann kemur aldrei aftur.“ „Aldrei að vera lélegri en þú þarft að vera … það er ekki flott.“

Arna K. Steinsen íþróttakennari: „Vakna á hverjum degi með bros á vör ,skella sér í ræktina áður en vinnan byrjar , njóta þess að vera til og lifa lífinu lifandi.“ Pálína Magnúsdóttir félagslífsfulltrúi og viðskiptagreinakennari: „Brosum, verum góð við aðra og pössum upp á fólkið í kringum okkur.“ Auður Sif Sigurgeirsdóttir íslenskukennari: „Úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“

„Munum að það eru alltaf fjölmargar leiðir til að segja það sama. Veljum þá réttu.“ Sigrún Halla Halldórsdóttir frönskukennari: „Að standa með sjálfum sér, elska sjálfan sig og virða og vera hreinskilinn og heiðarlegur í samskiptum sínum við aðra. Muna að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Ingibjörg Ósk Jónsdóttir dönskukennari: „Reyna að temja sér jákvæðni og reyna að temja sér þakklæti.“ „Hrósa öðrum þegar þeir gera vel.“ „Rækta sjálfan sig andlega og líkamlega.“ „Leitast við að ná sáttum í eigin skinni.“ „Temja sér aga og reglufestu.“ „Ná góðri hvíld og sinna sjálfum sér með kærleika.“ „Njóta góðra stunda með vinum og fjölskyldu.“ Berglind Helga Sigþórsdóttir námsráðgjafi: „Skipulögð tilviljun. Gerðu gott plan. Stökktu svo á þau tækifæri sem verða á vegi þínum. Að lokum: Mundu að segja takk.“ Guðrún Inga Sívertsen viðskiptagreinar: „Við erum aldrei of gömul til að læra og aldrei vera hrædd við að takast á við ný verkefni. Það þarf bara að muna að það sem maður gerir hafi tilgang og veiti manni sjálfum gleði.“


LĂ­fsreglur kennara


Arnór Björnsson

Völli í 72 tíma

Dagur 1 Hæhæ, dagur eitt sem Völli...Ég meina: Whatup? Dagur eitt sem Völli: Ég vaknaði á mánudagsmorgni uppí one o wonderland, squadið var að hittast kvöldið áður, bara til að tala um Migos, jafnrétti, Jónu frænku og tilfinningar, svo ákváðum við að hafa gistipartý. Ég vaknaði kl.7 eða ehv, við hliðina á því sem ég hélt að væri austur evrópskur spíttsali en þegar betur var gáð sá ég að þetta var bara Joey Christ, hann svaf eins og engill. Einu sem voru vakandi voru Logi (Logi í Logi Pedro) og Sturla Atlas. Ég var svangur þannig ég náði mér í möndlumjólk og kíkti í morgunkornaskúffuna. „Ayo, Logi, afhverju er þessi skúffa full af peningum og hvað varð um morgunkornskúffuna?“ sagði ég eftir að ég opnaði morgunkornskúffuna. Logi mátti ekki vera að því að svara mér, það var víst einhver gaur sem heitir Vignir, sem var búinn að vera að bjóðast til þess að taka myndir af honum í stone island fötum fyrir húrra Reykjavík, að bögga hann. Sturla atlas svaraði: „Bro, þetta er morgunkornskúffan, þú getur valið 500, 1000 eða 5000kr. seðla til þess að setja í skál svo geturu helt mjólk yfir það. „haha what? Sick, hvað með 10000kr. seðla?“ svaraði ég. „Wtf völli? Lærðu að fara sparlega með peninginn þinn. Jeez.“ Ég fékk mér bókstaflega pening í morgunmat, fór í einu flíkina sem ég á, þarna gráu úlpuna, og letsaði í skólann. Mætti í school bara léttur á því skiluru? Henti mér aftast í skólastofuna á borðið mitt og tók snapp af mér að vape-a í hálsmálið mitt. Síminn blingin’ hvað er að frétta? Oh fuck, flóni var að hitta mig up. Ég sagði við kennarann: „Afsakið hæstvirti kennari mætti ég nota salernið?“. Allar hreyfingar þeirra sem voru inní herberginu snartstoppuðu og allir horfðu á mig eins og þau þekktu mig ekki. „Ég meina...Ay hérna kennari, whatup? Má ég letsa á klósettið eða?“ sagði ég. Allir byrjuðu að anda léttar og kennarinn var augljóslega mjög feginn og hleypti mér á klósettið, vibes.

Arnór Björnsson heiti ég. Ég hef áhuga á tölvuleikjum, bíómyndum og leiklist. Ég reyni að fara snemma að sofa ef tækifæri gefst og ég reyni oftast að forðast það að fara niðrí bæ þar sem að mér finnst tónlistin oftast of hátt stillt. Ég ætla mér núna að skipta gjörsamlega um lífstíl. Nánar tiltekið ætla ég að tileinka mér lífstílinn hans Völla. Verið velkomin í Völli í 72 tíma.

226

„Völli, wtf? Afhverju ertu ekki löngu búinn með textann fyrir viðlagið á nýja laginu?“ sagði Flóni í símann loksins þegar ég svaraði honum. „Flóni sorry, ég er bara á fullu í skólanum skiluru? Það eru fimm próf í þessari viku og allt crazy“. „Gamli, ef að þú ætlar að vera ghostwriterinn minn þá verðuru að deliver-a á settum tíma bro, hættu bara í skólanum eins og ég.“ „Nei gaur, ég geri textann fyrir þig. gefðu mér bara 30 min“ „Nei, þú færð 29 min, bless.“


Ég henti í texta í notes á núll einni og henti á hann um leið og hann var tilbúinn:

„Daginn strákar, vitið þið afhverju við erum að stöðva ykkur?“ spyr lögreglumaðurinn.

Völundur Hafstað:

„Því við erum með lík í skottinu?“ segir Birnir

Oh-oh-oh-oh fuckboys vildu flexa oh-oh-oh-oh Ég vildi bara texta oh-oh-oh-oh hún spilar með mig alla daga oh-oh-oh-oh swerve swerve, tilfinningar, yaya. Er þetta nógu gott? Fridrik Robertsson: BRO KOMDU Í STUDIO NÚNA! Flóni var oftast ekki svona æstur þannig það hlaut að vera virkilega eitthvað að. Ég gunnaði í stúdío, Vignir bauðst til þess að skutla mér í skipti fyrir að fá að koma inn í stúdío og taka myndir af strákunum. Ég sagði honum að ef hann skutlar mér 15 sinnum í viðbót þá fengi hann að horfa inn um gluggann. Ég kom inn í stúdíó og allt squadið var í svitabaði, standandi yfir einum sofandi gaur. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var Chase. „Wtf, afhverju er Chase sofandi hérna?“ spurði ég. „Hann er ekki sofandi Völli, hann er dáinn“ Sagði Rómanski handrukkarinn...Ég meina Joey Christ! Það sem hafði gerst var að hann talaði illa um klæðskiptinga og grænlendinga nóttina áður á prikinu við Loga Pedro svo Logi bað Birgi Hákon um að myrða hann fyrir sig í djóki, en Birgir bara bókstaflega myrti hann. „Ókei, fuck, við þurfum bara að losa okkur við líkið núna og þá er allt í góðu“ sagði Aron Can. „En er það svo einfalt? Fer ekki þeim sem eru að bíða eftir næsta lagi hjá honum að gruna eitthvað ef að hann hverfur bara?“ Sagði ég. „Hvað helduru að það séu margir að bíða eftir næsta laginu hans Völli?“ Sagði góði úlfurinn. „Góður punktur.“ Við ákváðum að dömpa líkinu í ruslatunnunar á bakvið Olís Nolló. Við földum líkið með því að hefta fullt af 500kr. Seðlum á það, þannig það leit út fyrir að við værum bara að halda á risa bunka af peningum. Við vorum alveg að verða komnir á Olís þegar að 15 lögreglubílar stoppuðu okkur með tilheyrandi látum. Þeir eru búnir að umkringja okkur, fuck. Birgir Hákon byrjar að ofanda, var samt ekki viss hvort það hafi verið út af stressi eða óeðlilegu fitumagni í blóðrásinni hans. Einhver lögreglumaður með lögguhatt stígur út og við hliðina á honum er VIGNIR FOKKING DAÐI

227

„Já, og vegna þess að þið eruð að troða geggjað mikið, þið eruð sirka 15 í 5 manna bíl, illa séð. Þessi drengur hérna hefur verið að njósna um ykkur fyrir okkur í heilt ár núna, við vissum að við myndum ná ykkur á endanum.“ Segir lögregluþjónninn og tekur í hendina á Vigni Daða. „Það var ég! Þetta var allt ég, ég myrti Chase og ég lét þá alla troða!“ Sagði ég í tilraun til að bjarga restinni af squadinu og pinna þessu öllu á mig. „Bíddu, myrtuð þið Chase? Já já, þá er enginn skaði skeður. Haldið áfram með lífin ykkar, hahahha þessi guttar.“ Sagði lögregluþjónninn og gaf öllum hinum löggunum merki um að þeir mættu keyra í burt. Við dömpuðum líkinu í ruslið og fórum að fagna því að vera ekki í fangelsi með góðu mánudagsdjammi á prikinu, ég hins vegar höndlaði þetta ekki. Ég fór heim til mín (Arnórs), gubbaði og grét í sturtu. Ég ákvað þá að taka ekki á mig annan dag sem Völli, þetta var smá of mikið. Þannig fór fyrir mér sem Völli, Chase dáinn og gubb á mér. Ég vona að Völla gangi betur með að vera ég. Arnór kveður, fylgist með í næsta Verzlunarskólablaði þar sem ég mun reyna að senda inn grein en mun ekki mega það því að ég verð útskrifaður. <3


Var tungl lendingin fölsuð? 18% 65% 17%

Nei

No comment

Er líf á öðrum plánetum?

85% 10% 5%

Nei

No comment

Er Guð til?

38% 44% 18%

Nei

No comment

Eru draugar til?

42% 49% 9%

Nei

No comment

Var morðið á JFK planað af bandarísku ríkisstjórninni? 25% 49% 26%

228

Nei

No comment

Var 9/11 inside job?

30% 53% 17%

Nei

No comment

Var María mey hrein mey?

13% 66% 21%

Nei

No comment

Skapaði Guð heiminn?

14% 84% 2%

Nei

No comment

Er Bermúda þríhyrningurinn til? 49% 28% 23%

Nei

No comment

Er Michael Jackson lifandi? 16% 80% 4%

Nei

No comment

Hverju trúir þú?

Er líf eftir dauðann?

45% 45% 10%

Nei

No comment

Er Donald Trump Jr. tímaflakkari? 20% 63% 17%

Nei

No comment

Eru Beyonce og Jay-Z í illuminati? 42% 41% 17%

Nei

No comment

Er heimurinn endalaus?

54% 38% 8%

Nei

No comment

Er TuPac lifandi?

33% 51% 16%

Nei

No comment


18GB, endalaus símtöl og SMS fyrir 3.000 kr. á mánuði.


1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40. 41. 42.

Viljinn sökkar Ari Leifs er úr Árbænum Eiður Snær er 97 módel Marvin Harrý á snapchat Sóllilja heitir Ragnheiður Gummi Emil var á spítala Geir Zöega drekkur vithit Svava Þorsteins æfir skák 60% Verzlinga vinna í Öskju Bjarki og Perla eru í sambandi Páldís Björk er með krullað hár 3–B fer ekki í stakasta lokapróf Höskuldur Þór eeeelskar gellur Damian Motybel vinnur í Bónus Karitas Bjarkadóttir er feministi Benni Bjarna á tvíburasystur í MR Kristín Auður lék í breskri bíómynd Höskuldur Þór eeeelskar gamla bíla Viktor Pétur þarf í raun ekki gleraugu Þorvaldur Tryggva er með permanent Það er einn Verzlunarskóli í heiminum Verzlunarskólablaðið er 288 blaðsíður Jón 12:00, Kristján og Þór eru þríburar Það eru 18 Önnur í Verzlunarskólanum Ragna Birna er ekki frá Vestmannaeyjum Dóra Jóna og Valur Elli eru ennþá saman Karen Smára er með ofnæmi fyrir hundum Bjarni Sævar var að dansa með Páli Óskari Friðrik Róbertsson var í Verzlunarskólanum Birkir Örn er bróðir Helga Sævars xverslings Brjóstin á Nínu Melsteð heita Carla og Ashley Verzlingar hafa gefið út 84 Verzlunarskólablöð Jóhann Karl Valdimarsson er í raun Justin Bieber Ragna Birna vinnur í GS skór með Söru Lind Teits Birgitta Örvars er í sambandi með Brynjari Barkarsyni Karitas Bjarkadóttir fagnaði 100 ára afmæli byltingarinnar Snædís Sól er með 14.000 views á Instagram boomerang Lena Lísa hefur sett 49 bikinímyndir inná Instagram (13.01) Birgitta Líf var í Verzlunarskólanum líkt og Friðrik Róbertsson Alexander Mar er með 350.000 á mánuði, í Verzló og í fótbolta Það er bannað með öllu að leggja ólöglega fyrir utan Verzlunarskólann Sverrir Hregg er bróðir Ölmu Hregg, fyrirverandi ritstýru Verzlunarskólablaðsins

Áttatíuogfjórar staðreyndir um verzlinga

230


43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. 51. 52. 53. 54. 55. 56. 57. 58. 59. 60. 61. 62. 63. 64. 65. 66. 67. 68. 69. 70. 71. 72. 73. 74. 75. 76. 77. 78. 79. 80. 81. 82. 83. 84.

Magdalena Guðmunds unfollowaði Gumma Emil á Instagram á meðan hann var á spítala Verzlingar skemmta sér ekki á föstudögum því það gæti ýtt undir unglingadrykkju Allir Verzlingar eiga iphone og macbook, nema Brynja Sveins og Sigurjón Torfi Bjarni Steinn kláraði heila filmuvél á gamlárskvöldi og man ekki eftir því Bjarni Trausta hefur mætt í skyrtu á föstudögum allan menntaskólann Um 2000 prump leika lausum hala um Verzlunarskólann daglega Ásdís Ágústsdóttir keyrir á hverjum degi í skólann frá Selfossi Enginn Verzlingur veit hvað Jónína Þórdís gerir í Amsterdam 76 Verzlingar eiga kött og tveir þeirra kött sem heitir Blíða Valdís Harpa er komin með 10.000 followers á Instagram Að lámarki einn Verzlingur missti sveindóminn á Hendrix Karen Ósk er búin að fara í sleik við alla í bekknum sínum Þeir Verzlingar sem vinna ekki í Öskju vinna á Domino’s Karen Jacobsen borðar óhóflega mikið af engjaþykkni Meðalverzlingur fer í góða heiminn einu sinni í viku Valgerður, Gunnhildur og Birta Líf vinna á leikskóla Viktor Andri formaður Arkarinnar er með six pack Björn Ásgeir á snapchat sem heitir @bjornasgeir Stelpur í Verzló eru að jafnaði óléttar í 9 mánuði Verzlingar eeeelska brunchinn í Þrastarlundi Verzlingar hnerra að meðaltali þrisvar á dag Berglind Alda er með einstaklega litla putta Kolbrún María keppti í Dubai kids got talent 98 mdl stelpur í verzló djamma allar helgar Arnar Gauti á fatafyrirtæki sem heitir Flare Helga Margrét er í Rebook fitness Völundur Hafstað er rauðhærður Listabekkirnir mála allan daginn Helga Guðmunds er dýravinur Hilmar Páll er í þjálfun hjá Gillz Sunneva Eggerts er í Crossfit 80% busa í Verzló eru módel 223 Verzlingar nota gleraugu Það eru 29 nemendur í 6–D Anna Zingsheim er vegan Rakel Jóns datt á skíðum Nú eru 5 staðreyndir eftir Röndótt er í tísku í Verzló Lóa Yona er góð í Tetris Elfa Fals er úr Keflavík Júlíana heitir Júlía Verzlingar veipa

231


„Það tók karlana 1.000 ár að átta sig á að kona gæti gert þetta.“

Lilja Hrund

Guðrún Helgadóttir

232

Ljósmynd: Ásdís Ásgeirsdóttir


Hvernig kviknaði áhuginn á ritlistinni? Ég varð óskaplega fljótt læs og man raunar ekki eftir mér ólæsri satt best að segja. Ég bar alltaf óskaplega mikla virðingu fyrir bókum og nýtti mér bókasafnið í Flensborgarskólanum til hins ítrasta. Og eins og önnur börn sem mikið lesa var ég alltaf mjög góð í stafsetningu og ég átti alltaf frekar auðvelt með að skrifa. Ég hafði nú enga dagdrauma um að verða rithöfundur þá, en ég var samt sem áður dugleg við að dunda mér við allskonar skriftir eins og handrit af leikþáttum fyrir Flensborg og annað smotterí. Svo þegar ég varð aðeins eldri fór ég að skrifa svolítið fyrir Þjóðviljann sem var þá málgagn Alþýðubandalagsins, um allskonar þjóðfélagsmál og slíkt. Síðan þegar ég eignaðist börn og það kom að því að fara að lesa fyrir þau áttaði ég mig á því að það var nú ekki mikið gert með barnabækur. Þær voru ekki vel þýddar, subbulega út gefnar og í rauninni ekkert voðalega mikið af þeim. Þannig að ég brá á það ráð að fara að segja þeim sögur og þannig urðu þeir bræður Jón Oddur og Jón Bjarni til. Þeir voru fyrst bara til í munnlegri geymd og samdir á þessum tíma bara frá kvöldi til kvölds og þeir bræður hafa nú bara gert það nokkuð gott síðan. Svo fékk ég fyrstu bókina um þá útgefna hjá vini mínum Valdimar Jónssyni heitnum og þá fór boltinn að rúlla. Þegar ég vann síðan Barnabókaverðlaun Borgarinnar vorið eftir að bókin kom út ákvað ég að leggja þetta fyrir mig af alvöru. Síðan þá hef ég skrifað heilar tuttugu og sex bækur. Hvert sækir þú helst innblástur? Ég hef aldrei geta skrifað bók án þess að hafa fengið fyrirfram hugmynd um hvað ég ætlaði að skrifa. Ég get ekki sest niður og bara skrifað. Þegar Jón Oddur og Jón Bjarni voru orðnir að þremur bókum fannst mér ég vera búin með þá og fór að hugsa hvað það væri skrítið að það væri engin barnabók til um íslenska sjómannsfjölskyldu. Ekki nema von að ég velti þessu fyrir mér verandi sjómannsbarn úr Hafnarfirði. Og vegna þess að þetta stóð mér svona nærri þá ákvað ég að það væri bara best að ég bætti sjálf úr þessu. Þannig kom þrennar Sitji Guðs Englar, Saman í Hring, Sænginni yfir minni til leiks. Þessar bækur voru kannski ekki sjálfsævisaga en þær voru skrifaðar út frá minningum og umhverfi sem ég þekkti mjög vel sem barn. Maður þarf bara að leyfa hugmyndunum að koma til sín. Ef maður tekur ekki eftir því sem er í kringum mann þá dettur manni aldrei neitt í hug.

Rithöfundurinn Guðrún Helgadóttir ætti að vera öllum landsmönnum vel kunn. Fáar manneskjur hafa haft jafn mikil áhrif á íslenskar barnabókmenntir og hafa bækur hennar á borð við Jón Odd og Jón Bjarna, Sitji Guðs Englar og Óvitar, sett svip sinn á uppvöxt margra landsmanna. Fyrir utan ritstörf sín starfaði Guðrún sem alþingismaður um árabil og var meðal annars fyrst kvenna forseti Alþingis. Við hittum Guðrúnu yfir kaffibolla á heimili hennar í Vesturbænum og ræddum um farinn veg, ferilinn og fjölskylduna.

233

Væru bækurnar þínar öðruvísi ef þú værir að skrifa þær í dag? Auðvitað eru bækur barn síns tíma. Ég var að hugsa um það um daginn að í dag hefði Jóni Oddi og Jóni Bjarna til dæmis ekki þótt neitt varið í að kennarinn þeirra væri kona. Þá þótti það stórmál en í dag eru eflaust fleiri kennarar konur en karlar. Þó eru ekki mörg svona dæmi. Samfélagið virðist alltaf vera að glíma við sömu vandamálin. Ég held, og kannski er það miður, að flest í þessum bókum eigi enn við í dag. Hvernig var umhorfs á Alþingi þegar þú áttir þar sæti? Það var nú ósköp líkt og það er í dag held ég nú bara. Þetta þótti mér gríðarlega skemmtilegur vinnustaður og ég sakna hans ennþá, enda vann ég þar í heil tuttugu ár. Ég var alltaf svolítið pólitísk, skrifaði í þjóðviljann og lét mér almennt annt um þjóðfélagsmál. Ég hef oft verið spurð hvernig það var hægt að koma þessu heim


og saman að vera annars vegar á þingi og hins vegar að skrifa barnabækur. Svarið við því er ósköp einfalt; Hvort tveggja felur í sér að manneskjuna sem er á þingi eða að skrifa barnabækur langi að deila með öðru fólki einhverju sem henni þykir merkilegt. Hvaða einstaki atburður í lífi þínu hefur haft mest áhrif á þig? Ég er elst af tíu systkinum og mér þykir enn merkilegt að hafa komist nokkuð klakklaust frá lífinu. Það varð aldrei neitt stórslys og pabbi varð aldrei fyrir neinu úti á sjó. Þegar ég var yngri var ég mikið í öðru húsi neðar í götunni hjá vinafjölskyldu okkar sem var mér alltaf mjög góð. Elsti sonurinn í þeirri fjölskyldu var að lesa undir stýrimannapróf í sjómannaskólanum og ég var voða dugleg að hlýða honum yfir siglingafræðina. Það nennti því ekki nokkur maður nema ég. Svo gerðist sá skelfilegi atburður að hann og vinur hans sem ég hlýddi sömuleiðis yfir, féllu báðir útbyrðis af togara og fórust. Þeir fundust aldrei, elsku strákarnir. Þetta hafði mikil áhrif á mig satt að segja. Ég var líklega tólf ára þegar þetta gerðist. Það skilur alltaf spor eftir sig þegar dauðinn bankar svona uppá. Það er alltaf stór biti að kyngja. Svo fylgir lífið og áhyggjurnar, vonlausar ástir og aðrar sorgir sem fylgja því að vera ung stúlka. Allt hefur þetta áhrif á mann. Þegar þú lítur yfir farin veg, er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi? Ætli það sé ekki alltaf eitthvað sem maður hefði gert öðruvísi stæði það manni til boða. Í stórum dráttum er ég þó bara nokkuð sátt við líf mitt. Ég hef notið mikillar gæfu í lífinu. Ég hef gert margt sem ég myndi segja að væri bara harla merkilegt og bækurnar mínar hafa náttúrulega veitt mér óskaplega mikla hamingju. Því verður ekkert neitað. Ég hef átt tvo eiginmenn og þeir voru báðir alveg yndislegir. Ég eignaðist fjögur dásamleg börn og ég tala nú ekki um öll þessi yndislegu barnabörn mín. Svo voru þessi tuttugu ár á þingi afskaplega skemmtileg og af því að ég var svo mörg ár í Norðurlandaráði fékk ég að ferðast mikið og kynnast mörgu af merkilegu fólki. Svo var ég fyrsta konan sem varð forseti þingsins. Það tók karlana þúsund ár að átta sig á að kona gæti gert þetta. Það merkilega við þann tíma var líka að á sama tíma var Vigdís Finnbogadóttir forseti landsins og Guðrún Erlendsdóttir forseti Hæstaréttar. Það vakti mikla athygli að þrjár konur færu þarna með nánast öll völd í landinu. Þetta þóttu undur og stórmerki. Hvað finnst þér fallegast við lífið? Sigurður heitinn Pálsson vinur minn sagði eitt sinn að fegurðin væri ekki skraut heldur það sem öllu máli skiptir og lífið er bara eins fallegt og við gerum það. Þess vegna er svo mikilvægt að rækta það sem er fallegt. Börnin sín og blómin og allt það sem vekur yndi og ánægju. Það er undir okkur komið að njóta þess sem okkur þykir yndislegt og þannig ákvörðum við fegurðina í eigin lífi. Ástin finnst mér mikilvægust af öllu í lífinu. Á því sviði verður maður samt að vanda sig. Áttu þér einhverjar lífsreglur sem þú hefur tamið þér í gegnum ævina? Það er mjög sterkt í mér að reyna að vera til góðs. Ef maður getur hjálpað öðrum á maður auðvitað að gera það.

234

„Ef maður tekur ekki eftir því sem er í kringum mann, þá dettur manni aldrei neitt í hug.“


Flugvirkjun Innritun stendur yfir


2. bekkur


2–A 2–B 2–D 2–E 2–F 2–H

2–I 2–R 2–S 2–T 2–U 2–X


Ada Björnsdóttir Anna Júlía Ólafsdóttir Arna Björk Þórsdóttir Atli Hrafnkelsson Ásdís Lóa Erlendsdóttir Baldvin Pálsson Berglind Björnsdóttir Bjarki Sigurðsson Bryndís Helga Bragadóttir Erlingur Sigvaldason Eyrún Inga Þorbjörnsdóttir Glóey Jónsdóttir Guðni Þór Ólafsson Jakob Óli Bergsveinsson Kjartan Ragnarsson Leó Björnsson Leó Kristinn Þórisson Magdalena Guðmundsdóttir Nanna Guðrún Sigurðardóttir Pétur Már Sigurðsson Sara Bergmann Valtýsdóttir Snædís Sól Harðardóttir Thelma Ragnarsdóttir Theodór Árni Ásbjarnarson Þórdís Eva Steinsdóttir

238

2–A


Andrea Marín Andrésdóttir Anna Pálína Sigurðardóttir Atli Geir Alfreðsson Brynja Sveinsdóttir Dilja Sól Jörundsdóttir Elfa Dís Hlynsdóttir Emilía Jónsdóttir Fannar Sigurðsson Fanný Lísa Hevesi Hekla Nína Hafliðadóttir Iðunn Jóhannsdóttir Indíana Lind Gylfadóttir Íris Egilsdóttir Katla Einarsdóttir Katrín Magnúsdóttir Kolbrún María Másdóttir Ninna Björk Ríkharðsdóttir Ragnhildur Ásgeirsdóttir Saga Eysteinsdóttir Signý Ósk Sigurðardóttir Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir Sunneva Þorsteinsdóttir Tinna Sól Þrastardóttir Þórdís Dóra Jakobsdóttir

239

2–B


Agla Jóna Sigurðardóttir Anna Kristín Leósdóttir Aþena Karaolani Ágústa Huld Gunnarsdóttir Birna Ósk Kristinsdóttir Brynja Björg Kristjánsdóttir Edda Björg Heitmann Elsa Karen Þorvaldsd. Sæmundsen Emilía Björt Pálmarsdóttir Emma Íren Egilsdóttir Gunnlaugur Atli Kristinsson Helga María Guðmundsdóttir Hulda Katrín Tómasdóttir Karen Dís Guðmarsdóttir Katarína Eik Sigurjónsdóttir Kristín Fjóla Sigþórsdóttir Kristján Ari Jóhannsson Margrét Ásgeirsdóttir Mikael Geir Baldursson Ólafur Haukur Júlíusson Ólöf Edda Ingólfsdóttir Stefán Ingi Sigurðarson Tanja Kristín Bjarkadóttir Tómas H. Ágústsson Hafberg Vanessa Þóra Posch Viktor Örn Gunnarsson Viktor Máni Róbertsson

240

2–D


Agnes Gunnarsdóttir Andri Nikolaysson Mateev Anna Katrín Kristinsdóttir Arnald Már Reykdal Steindórsson Aron Kári Ágústsson Ágúst Ingi Bragason Birna Valgerður Benonýsdóttir Birta Hlín Sigurðardóttir Elvar Örn Ármannsson Emilía Bergmann Hákonardóttir Erla Guðfinna Erlendsdóttir Grethe María Björnsdóttir Guðjón Gauti Guðjónsson Hanna Árný Ólafsdóttir Helena Sara Ágústsdóttir Hlín Sigurðardóttir Hörður Sindri Guðmundsson Ísak Þór Ólafsson Jóhanna Lind Kristinsdóttir Júlía Hrönn Petersen Katla Dögg Sævaldsdóttir Katrín Ása Kristinsdóttir Kristófer Liljar Kristensson Matthildur L. Valdimarsdóttir Nína Marín Dagbjartsdóttir Selma Björk Baldursdóttir Sólveig Rún Rúnarsdóttir Þóra Björk Þórsdóttir

241

2–E


Alexandra Dögg Einarsdóttir Birgit Ósk Snorradóttir Birgitta Hrönn Hinriksdóttir Bjarmi Leó Hlynsson Bjarni Þór Hafstein Dagrún Sól Barkardóttir Egill Þór Olgeirsson Elvar Otri Hjálmarsson Ingunn Birta Ómarsdóttir Íris Mjöll Jóhannesdóttir Katarina Tina Nikolic Katrín María Magnúsdóttir Kolbrún Védís Jónsdóttir Kolbrún Ýr Karlsdóttir Magnea Mist Ólafsdóttir María Kristín Jóhannsdóttir Róbert Leifur Bryde Sara Margrét Emilsdóttir Sigrún Valdís Kristjánsdóttir Sigrún Margrét Sigurðardóttir Sigurður Örn Ólafsson Steinunn Rún Ámundadóttir Stella Einarsdóttir Svava Sól Matthíasdóttir Tiana Ósk Whitworth Victor Manh Van Duong Viktor Örlygur Andrason Þorsteinn Mikael Steinarsson

242

2–F


Atli Ívar Sævarsson Berglind Egilsdóttir Birta Björg Heiðarsdóttir Birta Karen Tryggvadóttir Dagrún Tinna Friðfinnsdóttir Dagur Sverrir Kristjánsson Egill Orri Árnason Gabríela Ýr Þorvaldsdóttir Gunnar Sveinn Sigfússon Halla Karen Johnsdóttir Halldór Benedikt Haraldsson Ísak Richards Jakob Hermannsson Jarþrúður Pálmey Freysdóttir Jón Arnar Sigurðarson Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir Kristný Þorgeirsdóttir Logi Árnason Máni Snær Þorláksson Pétur Hafsteinn Kolka Úlfsson Pétur Matthías Sæmundsson Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson Sóley Friðrika Hauksd. Maack Sölvi Björnsson Styr Orrason Valdís Ósk Árnadóttir Vilhjálmur Stefánsson Vlado Glusica

243

2–H


Alda Ægisdóttir Aron Páll Símonarson Edda Ingibjörg Gunnarsdóttir Eva Marín Steingrímsdóttir Guðjón Ari Logason Guðrún Katrín Viktorsdóttir Hanna Björt Stefánsdóttir Hilmir Hlér Hannesson Hlynur Karl Viðarsson Hrafnhildur Benediktsdóttir Íris Frímannsdóttir Jón Alfreð Sigurðsson Katrín Edda Möller Kári Jón Hannesson Ketill Hugi Halldórsson Kjalar Martinsson Kollmar Lena Margrét Valdimarsdóttir Marín Matthildur Jónsdóttir Nökkvi Már Nökkvason Óli Jón Ólason Ólöf María Stefánsdóttir Patrik Orri Pétursson Sara Sunneva Gunnarsdóttir Tekla Þórdís Thorarensen Telma Sif Búadóttir Þorleifur Úlfarsson Þór Einarsson Þórunn Eva Sigurðardóttir

244

2–I


Ari Sigfússon Arnór Aðalsteinsson Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Berglind Baldursdóttir Birta Hinriksdóttir Björn Borgar Magnússon Emilía Ósk Rafnsdóttir Emilía Ósk Svavarsdóttir Erna Guðlaug Gunnarsdóttir Fannar Steinn Aðalsteinsson Gauti Magnason Halldóra Gísladóttir Harpa María Friðgeirsdóttir Helga Guðrún Sigurðardóttir Hlín Eiríksdóttir Hulda Bryndís Jónsdóttir Kolbeinn Theodórsson Kristín Hekla Magnúsdóttir Kristjana Leifsdóttir Miljana Ristic Ragna B Steingrímsdóttir Silja Jónsdóttir Soffía Steingrímsdóttir Stefanía Ragnarsdóttir Tómas Bragi Gunnarsson Vigdís Sveinbjörnsdóttir

245

2–R


Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal Ágústa Lillý Sigurðardóttir Ásdís Milla Magnúsdóttir Áslaug Sól Sigurðardóttir Birkir Björn Reynisson Elva Rún Róbertsdóttir Eyjólfur Axel Kristjánsson Guðrún Sigríður Sigurðardóttir Hafsteinn Guðnason Helga Hafstað Arnórsdóttir Hildimar Daði Halldórsson Jenný Fjóla Ólafsdóttir Jónína Marín Benediktsdóttir Karitas Ýr Jakobsdóttir Lára Björk Birgisdóttir Lea Björt Kristjánsdóttir Lilja Hrönn Ö. Hrannarsdóttir Lovísa Íris Stefánsdóttir Magnús Friðrik Helgason María Sól Antonsdóttir Máni Þór Magnason Mímir Bjarki Pálmason Steinunn Björg Böðvarsdóttir

246

2–S


Anna Lára Ragnarsdóttir Bryndís Björk Bergsdóttir Guðný Gabríela Aradóttir Hilmar Snær Örvarsson Hjalti Sigurðsson Kolbrún Kara Þorsteinsdóttir Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir Mist Tinganelli Nökkvi Norðfjörð Óðinn Arnarsson Ólafur Örn Thoroddsen Páll Hróar Beck Helgason Ragnheiður Torfadóttir Rebekka Rut Birgisdóttir Sara Atladóttir Sindri Sigvaldason Sóley Sara Magnúsdóttir Steinunn Guðbrandsdóttir Sunna Margrét Eyjólfsdóttir Svanur Þór Vilhjálmsson Sveinbjörg B Kristjánsdóttir Tinna Dröfn Sigurðardóttir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir Valdís Þórðardóttir Þórey Símonardóttir Þórunn Ragnarsdóttir

247

2–T


Alda Karen Eiríksdóttir Alma Rún Ragnarsdóttir Andrea Nordquist Ragnarsdóttir Anna Dögg Arnarsdóttir Anna Sara Róbertsdóttir Arnór Daníel Moncada Arturo Batistoni Ástrós Magnúsdóttir Bergþóra Hlín Sigurðardóttir Birna Kristín Eiríksdóttir Björn Andri Pálsson Bryndís Róbertsdóttir Brynja Bærings Sindradóttir Helga Björg Helgadóttir Hilma Jakobsdóttir Hrafnhildur Finnbogadóttir Katla Björg Jónsdóttir Kristín María Matthíasdóttir Kristján Júlían Sveinbjörnsson Máni Magnússon Rakel Gyða Gunnarsdóttir Rannveig Birta Sigurgeirsdóttir Svala Davíðsdóttir Tinna Kristín I Kristinsdóttir Þorsteinn Breki Eiríksson

248

2–U


Amanda Lind Davíðsdóttir Andri Kjerúlf Anna Lára Davíðsdóttir Arnar Jökull Laxdal Arnór Gunnarsson Aron Vilberg Einarsson Bjarki Björn Gunnarsson Bríet Eva Gísladóttir Elín Birna Hallgrímsdóttir Eva Kjartansdóttir Guðjón Guðjónsson Haraldur Einar Ásgrímsson Haukur Sveinsson Hjörleifur Hafstað Arnórsson Inga Huld Ármann Jóhann Traustason Kjartan Freyr Hafþórsson Kristófer Leví Sigtryggsson Már Ægisson Ólafur Bjarni Hákonarson Orri Heiðarsson Sindri Snær Tryggvason Tristan Egill Elvuson Hirt

249

2–X


NefndaĂžakkir


Bjarki

Guðfinna Kristín Hahhahaha dúllan mín. Þú ert svo mikið donk og ég skil stundum ekkert hvar hausinn á þér er staddur. Áðan störðum við öll á Saffran auglýsingu að pæla hvernig við gætum gert hana skemmtilega. Eftir þögn í smá stund heyrðist í þér „en ef við snúum henni bara á hvolf? “. Það var líka svo ógeðslega fyndið þegar við vorum að grillast í hausnum að gera 84 samsæriskenningar og þú varst að reyna að sannfæra okkur um að það væri víst samsæriskenning að rauður hafi einu sinni verið blár því við gætum sko ekki að sannað að það hafi ekki verið þannig. Þú ert líka vandræðanlegasti einstaklingur sem ég þekki og ég hef svo ótrúlega gaman að því. Við þekkstumst ekkert fyrir þetta allt en ferlið hefði svo alls ekki verið eins án þín, þú léttir alltaf stemminguna og gerðir þetta blað að því sem það er. Takk fyrir allt ástin mín. Hanna Rakel Elsku Bjarki minn, vinátta okkar byrjaði þegar þú fékkst far á Viljafund, þessi bílferð var alveg frekar vandræðaleg ef ég að segja eins og er, en við urðum samt mjög fljótt mjög góðir vinir og það varð ómissanlegur hluti af fundum, að fara samferða. En samstarfi okkar í nefndum endaði ekki í Viljanum af því svo fórum við bæði í V84. Við vorum á tímum farin að eyða nánast öllum stundum saman því ef það voru ekki fundir, þá vorum við að vinna saman, eða að fara á rúntinn með Diljá. Það er í alvöru svo gaman að tala við þig og hlæja með þér og það sem kemur upp úr þér stundum er met. Það er svo skrítið að nefndarstörfum okkar saman sé núna lokið og að ég mun aldrei aftur pikka þig upp fyrir fund :(, en þetta eru búin að vera tvö svo skemmtileg ár sem ég er mjög þakklát fyrir og ég elska að eiga þig sem vin minn <3. Ly Lilja Hrund Elsku besti monsinn minn. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vinna með þér og bara fá að vera í kringum þig almennt. Þú ert alveg yndislegur. Sama hvað bjátar á ert þú alltaf til í að hjálpa manni og það er svo gott að tala við þig og alltaf hægt að leita til þín. Þú ert svo ljúfur og einlægur og duglegur og gengur alltaf bara beint í hlutina. Ef ég var efins eða í vandræðum með eitthvað fannst mér ég alltaf geta leitað til þín og það var alveg ómetanlegt. Takk fyrir að vera þú.

251

Lóa Yona Þú ert örugglega ein af uppáhalds manneskjunum mínum. Þú kemur mér alltaf í gott skap og þú ert alltaf svoooo fyndinn. Takk fyrir að vera alltaf 100% þú í hvaða aðstæðum sem er. Þú ert svona punkturinn yfir i-ið í nefndinni og fundir án þín eru bara ekki eins. Þó ég hafi þekkt þig nokkuð vel áður en ferlið hófst er ég mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þér á þessum vettvangi því við tengdumst á allt annan máta hér í Verzlunarskólablaðinu. Mun sakna þess að vinna með þér og vera svona mikið í kringum þig marga daga í röð. Takk fyrir alla hjálpina alltaf þegar ég er að vera klaufi, að þurrka upp eftir mig sullið og fleira. Ert yndislegur mundu það alltaf. <3<3<3. Ragnhildur Elsku Bjarki minn. Þú ert frábær. Ég vorkenni öllum þeim sem ganga í gegnum lífið og hafa ekki þau forréttindi að kynnast jafn yndislegum og æðislegum vin eins og þér. Instagram er mjög fyndið og á ákveðinn hlut í sögu okkar en ég vissi nákvæmlega hvaða pjakkur þú værir þegar ég kom í viðtalið hjá ykkur. Vissi alveg hvaða fáránlega netti og stílhreini gæi þú værir. Það sem ég vissi hins vegar ekki og það sem er búið að sýna sig í þessu ferli er hvað þú ert ógeðslega fyndinn, góðhjartaður og frábær einstaklingur. Nærvera þín og aula hugsanirnar þínar komu mér og restinni af hópnum alltaf í gott skap. Takk fyrir skutlin!!! Ég er bara glöð og þakklát að ég hafi ekki verið með bílpróf í öllu þessu ferli því ef ég hefði verið með það hefði ég aldrei kynnst þér jafn vel. Ég hlakka til að fylgjast með hvað framtíð þín ber í skauti sér. Takk fyrir árið. <3 Stefanía Elsku besti Bjarki minn, takk fyrir ferlið. Það var svo gaman að fá að kynnast þér og vinna með þér í blaðinu. Þú ert alltaf svo duglegur að hjálpa til og ert alltaf tilbúinn að aðstoða við hvað sem er. Þú ert klárlega besti „ljósa-haldarinn” og kann ég að meta þolinmæði þína við að halda á ljósunum fyrir mig í myndatökum. Mín fyrstu kynni á þér var þegar hún Birta sýndi mér skilaboð þar sem þú sendir á hana mynd sem ég póstaði og sagðir henni hvað þú værir spenntur að sjá V84, eða eins og þú sagðir nákvæmlega „Hlakka til að sjá v84 núna, hún gerir örugglega ehv svona flott fyrir þau”. Skemmtilegt. Skal sýna þér þau núna þegar þú lest þetta :’D. En litla, yndislega, frábæra krúttið mitt takk fyrir æðislega ferlið! Love <3


Guðfinna

Bjarki Snær What a woman!!! Þú ert yndisleg manneskja í alla staði og þú hefur svo mikið upp á að bjóða. Ég vil bara þakka þér fyrst og fremst fyrir að gera mig óþæginlegan við hvaða aðstæður sem er :D síðan vill ég bara þakka þér fyrir geggjað ár, það hefur verið geðveikt að vinna með þér. Þú ert svo fáranlega klár og ekki nóg með það heldur líka ótrúlega fyndin. Líka hláturinn þinn er fyndinn, ég hlæ í hvert skipti sem þú hlærð hehe. Það sem ég elska mest við þig er hversu ákveðin þú ert og ert hrædd við að segja þína skoðun og stendur alltaf fyrir sjálfum þér.

Hanna Rakel Elsku Guðfinna mín, það sem við höfum þekkst lengi. Þegar ég var að finna myndir fyrir þennan lið þá fann ég mynd af okkur standandi hlið við hlið uppí íþróttahúsi þegar við vorum svona 6 ára að dansa með dýrunum í hálsaskógi. Svo æfðum við saman handbolta, fórum saman á Pæjumótið og svo gæti ég talið upp alveg endalaust sem við höfum gert saman og svo enduðum við hér saman í Verzlunarskólablaðinu. Þú ert svo fyndin og nærð einhvernveginn að koma með djók við öllu og ég skil stundum ekki hvernig þér dettur allt það sem þú segir í hug. Ég elska hvað þú stendur alltaf með sjálfri þér og ert ákveðin í öllu sem þú gerir. Mér þykir mjög vænt um þig <3. Lilja Hrund Elsku guffa mín. Ég veit satt best að segja ekki hvernig þetta ferli hefði endað ef þú hefðir ekki komið í nefndina. Þú ert svo ótrúlega dugleg og traustverðug og þú léttir svo ótrúlega mikið undir stressinu hjá mér og okkur öllum og það var svo gott og þægilegt að vinna með þér. Þú ert ein mesta A manneskja sem ég þekki með allt á kristaltæru og skilar öllu 100% af þér. Þú átt 110% framtíðina fyrir þér í hverju sem þú ákveður að taka þér fyrir hendur. Áfram gakk.

252

Lóa Yona Váááá where to start. Þekktumst frekar vel áður en ferlið hófst en er svo endalaust þakklát fyrir að hafa kynnst þér frá allt öðru sjónarhorni. Alltaf gaman með þér og tengingin okkar er svooo uniqe. (Þurfum bara að horfa á hvor aðra til þess að enda í hláturskasti.) Þykir óendanlega vænt um þig og okkar vináttu og er svo spennt að verða gömul með þér á grafarbakkanum að sötra te. Er að reyna finna leið til þess að koma því orð hvað þú ert bilað dugleg en get bara ekki lýst því. Segir sig kannski líka sjálft miðað við hvað þú safnaðir miklu, mögnuð gella!!! Klár, falleg, fyndin ert bara allur pakkinn eins og maður segir. Takk fyrir að vera svona traust og það er alltaf gaman með þér. Love you rosa mikið. Ragnhildur Elsku fröken Guðfinna boss ass business bish. Það eru raunveruleg forréttindi að í allri minni reynslu í nefndarstörfum innan Verzlunarskólans að ég hafi fengið að vinna með þér. Að hafa fengið að vinna með jafn flottu eintaki sem er gætt þeirri fullkomu eiginleika blöndu; metnaðarfull, sjálfstæð, fyndin og hjartahlý. Ekki aðeins ert þú búin að koma okkur í blússandi hagnað heldur nærðu einnig alltaf að koma hópnum í gott skap, með ensku innskotunum þínum í allar umræðurnar og öllum frösunum þínum. Þú ert algjörlega mögnuð, þú ert fjármálastjórinn, í vinnu, í boltanum, á eðlisfræðibraut, átt mann og fastagestur á biffanum. Hahah ha? Ég hlakka til að sjá hvað verður úr þér, þú þarna ofurkona. Takk fyrir samstarfið og takk fyrir að vera alltaf óneitanlega þú, bara takk Guðfinna. <3 Stefanía Miss Godfinder! Hæhæ og gleðilegt Verzlunarskólablað, þetta gátum við! En veistu af hverju? Af því að þú varst dugleg að safna pening fyrir okkur, það er klárlega ein mjög mikilvæg ástæða fyrir því að þetta blað er hérna fyrir framan okkur svona skínandi fínt. Ég á erfitt með að skilja hvernig þú nærð árangri í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú æfir næstum alla daga vikunnar, þú stendur þig mjög vel í skóla og þú tekur virkann þátt í félagslífinu. Hvernig ferðu að þessu og hvernig ertu að skipuleggja tímann þinn? Alveg sem á erfitt með að átta mig á því. Þú ert frábær kona elsku Guffa og hlakka ég til að sjá hvað þú munt gera í framtíðinni. Takk fyrir ferlið elsku sætabaun! Love <3


Hanna Rakel

Bjarki Snær Elsku besta Hanna, betur þekkt sem HannaPé. Sumir vilja meina að við séum systkini en það er önnur saga. Ég veit eignlega ekki hvernig ég á að þakka þér fyrir allt og ég held þú munir ekki skilja hversu þakklátur ég er fyrir að hafa kynnst þér í viljanum í fyrra, þú ert ein af mínum bestu vinkonum í dag. Það er alltaf gaman að vera með þér og stutt í hlátur. Það er erfitt að finna réttu orðin til þess að lýsa þér. Fyrst og fremst vil ég þakka þér fyrir að nenna að sækja mig og vera samferða mér á fundi síðastliðin tvö ár. Ég vill ekki bara þakka þér fyrir árið heldur síðustu tvö, það hefur verið svo gaman að vinna með þér og er ég hálf leiður yfir því að vinna ekki með þér næstu árin. Mun sakna þess að vera ekki með þér í nefnd lengur.

Lóa Yona Hanna sæta. Svo einstaklega falleg bæði utan sem innan. Er svo innilega þakklát fyrir að leiðir okkar lágu saman því mér finnst við ná svo vel saman. Takk fyrir öll skutlin alltaf hvenær sem er, kann svo vel að meta litlu hlutina sem þú ert alltaf tilbúin í að gera. Takk fyrir að vera svona traust og alltaf til staðar til þess að ræða hvað sem er. Nærveran þín er ótrúlega heillandi og það er svo gaman að þér. Aldrei hætta að koma inn með líffræði in put í umræður og aldrei hætta að hlægja svona mikið!!!!! Ég vona að samband okkar haldi áfram að byggjast upp því mér þykir svo vænt um þig. Þú ert mesta monsan takk fyrir geggjað ferli saman. <3

Guðfinna Kristín Elsku Hanna mín. Við erum búnar að þekkjast frá því að við vorum tinytiny og mér líður eins og þú hafir ekkert breyst. Feimin þegar þú þekkir ekki fólk en svo ótrúlega skemmtileg og fyndin þegar fólk fær að kynnast þér. Þegar ég sé þig fyrir mér er það alltaf hlæjandi að einhverju eða að skamma Bjarka fyrir að vera donk. Alltaf í þessu ferli ef ég var pirruð og að drulla yfir eitthvað heimskulegt varst þú fyrst til að springa úr hlátri og þá hló ég og allir bara með. Það er svo gaman að hlæja með þér og þú sérð einhvern veginn alltaf húmor í öllu og dregur fram svo skemmtilegar hliðar í fólki. Þú ert með hausinn á hárréttum stað í lífinu. Takk fyrir öll skutlin og ísana og fyrir að gera vinnuna að þessu blaði miklu skemmtilegri.

Ragnhildur Áður en öll þess vitleysa og veisla byrjaði hafði ég ekki hugmynd um hver þú, Hanna Rakel værir en guð minn góður og messías hvað ég er glöð að ég viti núna hver Hanna Rakel er. Þú ert sú sem ég tengdi hvað mest við, sú sem ég var nær undantekningalaust sammála um allt. Þú ert með þann frábæra eiginleika að vera bæði með sterkar skoðanir en ert samt alltaf tilbúin setja þig í spor annara og sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Ég held þú áttir því ekki á því hvað þú ert fyndin, ég sat á alltof mörgum fundum og alltof lengi í kasti yfir þér. Þú ert frábær. Það er svo fyndið hvað þú ert ótrúlega klár á bókina (byrjaðir að þylja upp lotukerfið á einum fundinum) en þegar það kemur að daglegum hlutum er sagan önnur. Þú ert einlæg, metnaðarfull og svo góð manneskja sem alltaf auðvelt er að tala við. Ég dýrka þig og Ugg skóna þín. Takk fyrir öll skutlin og spjöllin. <3

Lilja Hrund Elsku besta Hanna mín. Þú ert einn skemmtilegasti persónuleiki sem ég þekki. Þú veist svo mikið af svo random hlutum og staðreyndum sem þú skýtur inn í samræður á svo fyndum tímum að enginn veit hvaðan þú ert að koma. Þú ert svo dugleg og hugmyndarík og hefur kjarkinn til þess að framkvæma hugmyndirnar þínar. Það er svo skemmtilegt hvað þú ert fjölhæf líka, þú hefur svo skýrar hugsanir þegar kemur að allskonar listrænum hlutum tengdu blaðinu en ert samt örugglega mesti líffræði nörd sem ég þekki á sama tíma (það kemur á óvart hvað þeir eru margir). Það hefur verið yndislegt að fá að kynnast þér í þessu ferli og fengið að vinna með þér. Stay slayin.

Stefanía Elsku Hanna, takk fyrir allt. Þú ert svo yndisleg og góð Hannan mín og svo frábær. Það er búið að vera virkilega gaman að fá að kynnast þér og fá að vera með þér í nefnd að vinna að þessu blessaða blaði. Þú lífgaðir svo sannarlega upp á ferlið og þá sérstaklega með öllum þínum líffræðilegu staðreyndum. Það stendur klárlega upp úr þegar við hin vorum alltaf eitthvað að reyna að heimspekjast og reyna að koma með sturlaðar heimspekilegar staðreyndir sem meikuðu engan sense, en þú klára barn á líffræðibraut leiðréttir okkur og sagðir okkur alvöru staðreyndir. Þú ert algjör æðibiti og mér finnst hláturinn þinn líka mjög skemmtilegur :) Takk fyrir ferlið elsku krúttið mitt þú ert alveg geggjuð <3 <3

253


Lilja Hrund

Bjarki Snær Lilja þú ert mögnuð, klár, skemmtileg og fyndin! Þú hefur allt! Nema kannski sönghæfileika, nei djók segi svona. Þú ert einstök manneskja Lilja og ég meina það á góðan hátt. Það er svo fyndið hvernig þú hugsar, þú hugsar ekki eins og krakkar á okkar aldri, sem gerir þig að svo skemmtilegri manneskju. Þú hefur líka afrekað svo mikið sem krakkar á okkar aldri hafa ekki gert. Ég veit að þú hefur heyrt þetta áður en þú ert með sjúklega góða nærveru. Þú hefur verið góður formaður og það er gaman að vinna með þér. Ég veit að þú hefur átt margar svefnlausar nætur á árinu og hefur unnið hart að þessu blaði og rekið dáldið oft á eftir okkur og það hefur sannarlega skilað sér. Ég hlakka til að fylgjast með þér í framtíðinni. Takk fyrir árið.

Lóa Yona Kæri formaður. Takk fyrir öll spörkin í rassinn í gegnum ferlið og takk fyrir að standa við bakið á okkur í nefndinni. Þú ert svo ótrúlega málefnaleg og það er svo áhugavert stundum að hlusta á þig tala og heyra hvernig þú nálgast hlutina. Ég ætla að sjá til þess að þú sofir núna betur og borðir meira grænt eftir að bókin er komin út og þú getur andað léttar. Elsku Lilja þú ert engum lík og verður svo gaman að fygljast með þér brillera í framtíðinni í einhverju ótrúlega flóknu og málefnalegu. Takk fyrir að hafa kennt mér svona margt í ferlinu elsku monsa, you amaze me everyday.

Guðfinna Kristín Ástarengillinn minn. Þú ert án efa margþættasti persónuleiki sem ég hef kynnst á ævinni. Þú getur farið frá því að rökræða um stjórnmál og yfir í að hoppa í hringi saunglandi á núll einni og það er ekki annað hægt en að brosa bara að þér. Ég virði þig svo mikið fyrir skoðanir þínar á hlutunum, þó ég hafi ekki alltaf verið sammála þér. Mér fannst líka alltaf jafn fyndið þegar ég kom ógeðslega þreytt á fund og leið ömurlega, búin að sofa í 6 tíma og fór að væla og þú sast bara brosandi sallaróleg „já ég svaf einmitt bara í þrjá tíma, bæði í dag og í gær“. Þú ert eina manneskjan sem ég þekki sem gæti funkerað með því að sofa 3-5 tíma á næturnar og borða lucky charms í öll mál. Ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá hvar þú endar litla Lilja. Ég veit þú munt gera eitthvað fallegt og gott.

Ragnhildur Elsku formaðurinn minn, elsku skrítna skellibjallan þín, elsku Lilja. YOU DID IT!!!! Það hefur engin manneskja komið mér jafn mikið og jafn oft á óvart og þú hvað varðar persónuleika. Þú ert svo þroskuð og á undan þínum aldri þegar kemur að nánast öllu en inn á milli koma tilfelli þar sem aðeins er hægt að hlægja hvað þú ert eftir á. Ólíkt öðrum nefndaraðilum hef ég mjög gaman að söng þínum og hvet þig til að halda því áfram (jafnvel að syngja inn á lag jafnvel rapplag ;-)). Engin spurning að þú ert að fara breyta heiminum, heimurinn þarf konu eins og þig. Þú ert svo flott eintak, hlý, öðruvís, fyndin og ákveðin. Ég mjög þakklát að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni með þér og undir þinni leiðsögn. Núna þegar þú ert að lesa þetta er blaðið komið út og vikan búin (allt frábært og vel heppnað (!!!!)) en það þýðir að það er engin afsökun fyrir þig að fara ekki að sofa elsku uglan þín. Þú ert mögnuð og mátt svo sannarlega vera stolt af því sem þú hefur áorkað. Takk fyrir allt. <3

Hanna Rakel Elsku Lilja. Litli söngfuglinn okkar. Þú ert í alvöru svo einstök manneskja og ég vona að þú vitir það. Þú ert svo fróð og hefur svo mikla þekkingu á ótrúlegum hlutum og orðaforðinn þinn er náttúrulega á við 84 ára gamla manneskju. Það er svo gaman að heyra þig tala um allt sem þú ætlar þér að gera, eins og að fara ein til Japan, læra allt milli himins og jarðar, verða alein vitavörður á Hornströndum, og að verða forseti. Þetta eru oft hlutir sem fáir trúa að þeir gætu nokkurn tímann gert en þú hefur einhvern klikkaðan eldmóð í þér sem lætur mann trúa að þú getir allt sem þú ætlar þér. Það er mjög fyndið að hugsa til þess hvað ég hélt þú værir allt öðruvísi en þú svo í raun ert, á mjög skemmtilegan hátt. Ég er mjög ánægð að hafa fengið að kynnast þér Lilja mín og mér þykir mjög vænt um þig <3.

Stefanía Liljan mín! Elsku besta Liljan mín, þú ert mögnuð kona - það er það sem þú ert. Takk fyrir ferlið eða kannski ferlin í fleirtölu. Ég hef svo gaman af þér og ég dýrka þig og dái. Við höfum átt svo margar góðar og skemmtilegar stundir en uppáhalds mómentið okkar saman var held ég þegar við vorum að taka Orku-auglýsinguna í -20°C og brjáluðu roki. Þú svo lítil að bögglast við að halda á ljósinu og öskra á mig að reyna að vera fljót því það var svo ógeðslega kalt, en ég gat ekki hreyft mig vegna hláturs. Síðan fékkstu hjartaáfall og ég tognaði í bakinu. En eins og ég segi þá ertu mögnuð litla krúttið mitt. Þú ert svo klár og dugleg og mér þykir svo ótrúlega vænt um þig og vináttu okkar. Þú ert svo stórfurðurleg á góðan hátt og svo ertu líka hinn mesti dugnaðarforkur með endalausa orku. Takk fyrir ferlið ástarengilinn minn, þú stóðst þig rosalega vel sem formaður <3

254


Lóa Yona

Bjarki Snær Lóa the bird, við höfum þekkst núna í næstum fjögur ár, frá fyrsta skóladegi í versló. Það er sumt sem hefur ekki breyst og er það aðalega fíknin þín á Tetris og síðan ertu ennþá þessi sami prakkari. Allavega, ég hef ekki séð betri manneskju í tetris en þig, mátt eiga það. Það er alltaf skemmtilegt að vera í kringum þig og vil ég segja þér að þú ert með hæfileika og ert góð í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Að lokum vil ég þakka þér fyrir gott ár! Rosa gaman að vinna með þér og þó svo að við höfðum þekkst áður en ferlið byrjaði er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér ennþá betur. Þú ert frábær vinur elsku Lóa. Guðfinna Kristín Það er engin leið til að koma þér í orð Lóa. Stundum hittir maður stelpur og líkar ótrúlega mikið við þær og finnst þær sjúklega næs og nettar en svo spyr maður og þá eru þær víst erfiðar eða leiðilegar eða eitthvað. Þú ert svona öfugt við það. Þú ert gellan sem maður heldur að sé pirrandi fullkomin og hún er það. Þú kemur alltaf til dyranna nákvæmlega eins og þú ert klædd og ert góð við alla í kring um þig. Maður finnur einhvern veginn að þér er ekki sama. Alltaf þegar ég er lítil í mér eða pirruð ert þú fyrst til að taka eftir því og senda á mig hvort það sé allt í góðu og mér þykir svo vænt um það. Þú ert líka svo meðvituð um að það sem skiptir mestu máli er að hafa gaman og ég þurfti svo mikið á því að halda í öllu þessu. Ég hef líka aldrei kynnst manneskju með meiri athyglisbrest en þú og eins illa og það kom sér stundum létti það oft langa daga þegar allir fóru í kast af því að bjarki var búinn að kalla á þig endalaust og þú tókst ekki eftir neinu eða þú gekkst um að gera dauðaleit að símanum þínum. Mér þykir svo ótrúlega vænt um þig Lóa og get ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir að hafa haft þig með mér í þessu ferli. Það þurfa allir eina loers <3 Hanna Rakel Elsku Lóan mín. Ég fer bara að hlæja við það að hugsa um þig, ungfrú utan við sig. Það var svo gaman að fá að vinna með þér í þessari nefnd og ég tengdi mjög mikið við þig. Þú ert í alvöru svo góð og hjartahlý manneskja og kemur einfaldlega til dyranna eins og þú ert klædd. Ofan á það ertu líka bara sjúklega fyndin og skemmtileg. Það er alltaf gaman að tala við þig um allt milli himins og jarðar. Það er líka mjög fyndið að hugsa til þess hvað við höfum þekkst lengi án þess að vita af því. Takk fyrir að taka mér alveg eins og ég er og mér þykir mjög vænt um þig og vináttuna sem hefur myndast eftir þetta ferli <3.

255

Lilja Hrund Elsku Lóa mín. Það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þér. Þú ert svo fallega einlægur og hvatvís og skapandi persónuleiki og samkvæm sjálfri þér. Þú ert oft svo skemmtilega utan við þig og handahófskend að stundum veit ég ekkert hvaðan þú ert að koma en á sama tíma hefur þú svo skarpa sýn á hlutina og þú nærð einhvern vegin að gera allt í fullkomnu jafnvægi af þessu tvennu. Þú hefur hjarta úr gulli og það smitar út frá sér, það er mikilvægt að þú vitir það. Ragnhildur Elsku skrítna ló lóyyyy. Þú ert eitt stykki magnað eintak. Þegar ég skrifa þetta ert þú að leika að fá hjartaáfall á meðan þú vinnur ótrúlega fallegan myndaþátt. Þessar aðstæður lýsa þér rosalega vel þar sem þú ert eitt mesta ying-yang sem sést hefur á þessari jörðu. Á sama tíma og það nær enginn samband við þig úr þínum eigin heimi þá ertu samt svo fullkomlega á staðnum og með allt á hreinu. Ég skil ekki. Maður veit aldrei hvað mun koma næst upp úr þér. Í gegnum allt ferlið hefur þú veitt mér mikinn innblástur. Þú ert alltaf þú sjálf og bara þú, stendur alltaf á þínu en ert á sama tíma tilbúin að sjá hinar hliðarnar. Þú ert sterk stelpa, góðhjörtuð og öll þau væmnu lýsingarorð sem eru í orðabókinni eiga vel við þig. Takk fyrir árið. <3 Stefanía Lóiddu!!! Sæl og margblessuð elsku Lóa. Mér finnst svo skemmtilegt hvernig leiðir okkar lágu hingað. Ég þekkti þig nánast ekki neitt í grunnskóla og það var svo gaman að fá að kynnast þér betur og að fá að vera með þér í nefnd. Þú ert svo frábær og yndisleg og mómentin þín í nefndinni hafa svo sannarlega staðið upp úr. Uppáhaldsmómentið mitt um þig myndi vera þegar þú helltir niður og yfir þig alla, líka tölvuna þína, símann þinn og nánast allt annað sem var í kringum þig. Ég skil ekkert hvað gerðist eða hvernig þú fórst að þessu. Það var magnað og svo lýsandi fyrir þig, litli klaufinn sem þú ert. Takk fyrir ferlið og takk fyrir allt! Love <3


Ragnhildur

Bjarki Snær Jæja elsku besta Ragnhildur mín, þú mikla tískugúró, hvað hefði eiginlega gerst ef þú hefðir ekki komið inn í nefndina?? í alvöru talað. Þú kemur mér sífellt á óvart, ef einhver í þessari nefnd sem hefur komið mér mest á óvart, þá ert það þú Ragnhildur og auðvitað meina ég það vel! Það hefur verið gaman að vinna með þér og einnig hlægja með þér að allskyns skrítnum hlutum. Þú skilur ekki hversu spenntur ég er að fagna með þér 8.mars! Takk fyrir að vera þú. Vill líka skjóta inn í að v85 væri í svoooo góðum höndum ef þú ákveður að fara aftur í nefndina. Guðfinna Kristín Elsku monsa. Þú ert svona fullkominn millivegur á að klára verkefnin þín en samt djamma og hafa gaman og njóta lífsins. Þú varst alltaf til að hjálpa þegar þurfti og ég held það sé ekki hægt að líka illa við þig. Ég veit ekki einu sinni hvað fólk gæti ekki fílað við þig. Þú ert alltaf róleg og chilluð en samt með svo mikinn húmor fyrir lífinu. Ég get ekki talið skiptin sem eitthvað fyndið gerðist og við hlóum öll og svo héldum við áfram að tala um eitthvað annað en þú ennþá hlægjandi að brandaranum, eldrauð í framan að reyna að láta lítið fara fyrir þér. Mér finnst þú líka vera með svo þægilega nærveru. Þú ert einhvern veginn bara að gera þitt og aldrei að þykjast vera eitthvað annað en þú ert, ótrúlega nauðsynlegur partur af nefndinni. Þetta hefði aldrei verið eins án þín dúlla mín. Hanna Rakel Elsku Ragnhildur mín. Þú ert svo mikið blóm og þú ert svo einlæg, fáránlega töff og flott. Þú ert þannig að ef þú segir að eitthvað sé flott þá finnst bara öllum það flott, af því að fyrst að þú segir það, þá hlýtur það einfaldlega að vera þannig. Það var svo gaman að vera með þér í nefndinni og ég tengdi svo mikið við þig. Það er alltaf gaman að spjalla við þig og hlæja og öll hlátursköstin sem voru tekin og þá sérstaklega þegar þú fórst í einhvern galsa og gast ekki hætt að hlæja. Þú er í alvörunni alltaf svo glöð og það er alltaf gaman að vera í kringum þig og bara já mér þykir mjög vænt um þig <3.

256

Lilja Hrund Elsku Ragnhildur mín (businn minn þó þú sért ekki busi kengur). Þú ert skilgreiningin á ‘cool kid’. Þú ert svo fyndinn og skapandi karakter með svo mikla ástríðu fyrir því sem þú hefur áhuga á. Þegar þú talar um eitthvað sem þér finnst skemmtilegt ljómar þú alveg og það smitar svo út frá sér. Það er alltaf svo góð og þægileg orka í kringum þig og þú vilt alltaf að öðru fólki líði vel og sé sátt. Þú ert stútfull af hæfileikum og getur komið að mörgu og það sem meira er, þú getur gert þetta allt vel. Það eru fáir sem ég myndi treysta betur til að taka við blaðinu. Það verður gaman að fylgjast með þér í framtíðinni, hvað sem þú ákveður að gera. Lóa Yona Litla sæta netta krúsímússan mín. Þú ert svo mikil dúlla og svo einstaklega hjartahlý en á sama tíma svo ótrúlega nett og öðruvísi. Þú ert með þennan x factor sem fær fólk til þess að pæla í þér og það lýtur samt út fyrir að þú þurfir ekkert að hafa fyrir því að vera alltaf nett on point. Þú hefur ótrúlega áhugaverðar nálganir og er gaman að sjá hvað þú hefur að segja og hvernig þín sjón er á hlutina. Takk fyrir að hafa gert ferlið miklu áhugaverðara og láta mig sjá ákveðna hluti í öðru ljósi. Ég er ótrúlega þakklát að hafa kynnst þér og vona að samband okkar haldist áfram um ókomna tíð. Stay tanned stay drinking calorie free soda. Xoxo Stefanía Elsku busakrúttið mitt hún Ragnhildur! Þú ert samt ekkert busi, en verður alltaf businn okkar í nefndinni :D. Þú ert svo nett og svo flott og ég dýrka þig. Fatastíllinn þinn og augað sem þú hefur fyrir tísku er svo klikkað og dáist ég af því. Þú ert alltaf í flottum fötum sem mér finnst svo ótrúlega magnað og ég skil ekki. Svo ertu bara líka svo mikið æði og það var svo gaman að fá að kynnast þér. Ég vona svo innilega að þú vinnir við áhugamálið þitt í framtíðinni, því þú munt slay-a það svo sannarlega og hlakka ég til að sjá hvað þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert frábær kona með svo margt fram á að færa. Takk æðislegt fyrir ferlið elsku krúttið mitt <3 <3


Stefanía

Bjarki Snær Asdfghj elsku besta stebba mín, ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja? ert án efa ein af hæfileikaríkustu stelpum sem ég þekki, ert góð í öllu og ert svo fáranlega dugleg! Ekki nóg með það, þá ertu bókstaflega alltaf hress og skemmtileg, hvort sem það er á fundum eða ekki. Hvar væri þetta blað án þín ég bara spyr? Þú ert gjörsamlega með allt á hreinu! Hlakka til að sjá hvað þú gerir í framtíðinni, ég veit að það verður eitthvað stórt. Það hefur verið mikill heiður að vera ljósaberarinn þinn í vetur hehe. Takk fyrir góðar minningar. Guðfinna Kristín Elsku dúlla góða Stebba mín. Það er svo erfitt að lýsa þér því þú ert mér einhvern veginn ennþá algjör ráðgáta. Ég er alltaf að sjá nýjar hliðar á þér. Þú ert alltaf einlæg, róleg og góð við alla í kring um þig og tilbúin að hjálpa með allt líka svo skrítin á æðislegan hátt. Mér finnst svo fallegt við þig að þó þú sért með bilaða fullkomnunaráráttu ertu samt líka alltaf fyrsta til að vera raunsæ og segja bara róleg „þetta reddast” eða „þetta er bara flott“ þegar það þarf þess. Öll voicemessegein sem þú sendir inn á chattið voru svo fyndin, alltaf þú að keyra á fullu að hugsa um þúsund hluti og svo kom í endann „þetta er orðið dáldið langt hahahs sorry“. Þú ert líka ein af fáum krökkum sem ég veit til þess að kaupi sér reglulega smarties eða hlaup og við öll að jappla á þínu nammi á fundum. Ég skulda þér órtúlega mikið nammi. Þú ert fáránlega hæfileikarík stebbus og ég get eigilega ekki beðið eftir að sjá hvað þú ákveður að gera í l ífinu, þú getur allt. Hanna Rakel Elsku Stebba mín. Þegar ég hugsa um þig og ferlið hugsa ég um þig mætta fyrsta á fundi og að sjálfsögðu með græna Trolli nammið í annarri. Þú ert í alvöru hæfileikaríkasta manneskja sem ég þekki. Þú kemur mér alltaf svo mikið á óvart og ég er oft einfaldlega starstruck við að fylgjast með þér fiffa eitthvað í tölvunni og ég veit að þú munt verða eitthvað next level í framtíðinni. Þú ert algjör steik og ég elska alltaf litlu aulabrandarana sem þú kemur stundum með sem við hin hlæjum samt með en meira að þér fyrir að finnast þeir fyndnir <3. Það er alltaf gott að tala við þig og ég elska hvað þú ert alltaf í góðu skapi. Mér þykir mjög vænt um þig og takk fyrir allt elsku Stebba.

257

Lilja Hrund Elsku besta stebba mín. Að hafa fengið að vinna að þessu blessaða blaði í heil tvo skipti hafa verið hin mestu forréttindi. Þú ert einstök og frábær og yndisleg og ég veit ekki hvernig ég hafði mögulega geta komist í gegnum þetta án þín. Þú ert alltaf til staðar fyrir mann í öllu og ég get ekki komið því í orð semi hvað ég kann mikið að meta þig. Þú ert uppfull af allskonar hugmyndum og hugsunum og það sem meira er að þú hefur dugnaðinn til að koma hugmyndunum þínum í verk. Þú ert best. Takk fyrir allt. Lóa Yona Þetta er svona nafn sem allir munu þekkja í framtíðinni og tengja annaðhvort við ljósmyndun eða eitthvað annað nett í sköpun. Þú ert engum líkur þegar það kemur að því að skapa og finna hugmyndir. Þú ert búin að vera lím og drifkraftur nefndarinnar og máttu vera ótrúlega stolt af sjálfum þér eftir þetta ferli. Þú ert mögnuð í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og haltu því áfram. Þú ert svo ótrúlega sérstakur karakter og það er eitthvað svo ótrúlega heillandi við það. Haltu áfram að skína svona skært á þessari braut og þú munt ná öllum þeim markmiðum sem þig langar. Ragnhildur Elsku Stebbycake þú ert mögnuð. Ég vorkenni nemendafélagi næsta árs að missa þig og þinn hæfileika og nærveru. Þessi þrjú stuttu ár þín í þessum blessaða skóla gerði það að verkum að loks urðu allt í einu góðar myndir af viðburðum skólans. Það væri allt annar svipur á nemendafélaginu án þín og hvað þá á Verzlunarskólablaðinu, það væri raunverulega ekkert án þín. Ég krefst þess og tek ekki annað í mál en að ljósmyndaherbergið verði á næsta ári betur þekkt sem Stebbuherbergið. You made that shit. Ég er þér mjög þakklát og að hafa fengið það tækifæri að fá að vinna með þér. Þú hefur kennt mér og veitt mér mun meiri innblástur heldur en þú gætir nokkurn tímann ímyndað þér, frá öllu gúmíáti til þeirra vinnubragða sem þú hefur tileinkað þér. Á sama tíma og þú ert þessi magnaða metnaðarfulla bjalla þá ertu líka hjartahlý, fyndin og vilt öllum svo vel. Ég hlakka til að fylgjast með þér í framtíðinni, þú ert að fara eitthvað annað langt stelpa.Takk fyrir árið <3


258


259


260


261


Fjármálastjóri V84: Guðfinna Kristín Björnsdóttir Markaðsstjóri: Ástráður Sigurðsson Markaðsnefnd 2017-2018: Anna Sara Róbertsdóttir Arnar Egill Hilmarsson Bjarki Steinar Viðarsson Dísa Jakobsdóttir Emilía Björt Pálmarsdóttir Fannar Logi Hannesson Gabríella Rán Grétar Másson Gunnlaugur Atli Heiður Ívarsdóttir Inga Huld Ármann Ketill Hugi Hafdal Halldórsson Kolbrún Ásta Kolbrún Erna Ingadóttir Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir Sandra Júlía Matthíasdóttir Sigrún Agnes Einarsdóttir Silvía Rose Svanhildur silja þingey þorsteinsdóttir Sveinn Andri Tómas Bjartur Björnsson

262


263





Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.