Page 1

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122


Skinfaxi   nr. 122

Skinfaxi

Menntaskólinn í Reykjavík

122


Efnisyfirlit

Skinfaxi Skólablaðið Skólablaðið Skinfaxi

1   22 94 9


 138 142 152 154 158 163 164 166 168 170 178 189 191 192 193 194

Ritstjórn Skinfaxa Ávarp forseta Framtíðarinnar Uppgjör gjaldkera Framtíðarinnar Ávarp inspector scholae Uppgjör quaestor scholaris Tollering Playa del CaMRen Sumarferðin Ljósmyndakeppni Smásögur Ljóð Heilsast Reppa Ísland Systkini Tveir heimar Ólafs Gettu betur MORFÍs Innrásin í Róm Skoðanakönnun Hvað, ertu ekki í MR? Busarave Til minningar um busarave Blek Fortíð fyrrum MR-ings Frúardagur Gangatíska Fíkn Tímamót Ævintýri á öræfum Orrinn Fyrir og eftir MR Frá Gamla skóla til Tælands Staðir í MR Vitnisburður úr dauðaherbergi jólaballsins Comte Húrra Gullkorn Einar Vignir Ra:tio Hvernig gera skal daglegar neysluvenjur umhverfisvænni Mér líður frekar vel í dag Söngkeppnin Nýir tímar Ástin í Menntaskólanum RENT á Herranótt AFS Anna Jia Leitin að viðurkenningu frá strákum Fyrir hönd handanna Hvað um Søren?

Menntaskólinn í Reykjavík

 4 6 8 10 12 16 20 26 28 36 37 38 42 46 56 60 61 62 64 66 68 76 78 88 90 92 102 112 114 122 124 128 132 136

Skinfaxi   nr. 122

3


Ritstjórn Skinfaxa

4 Kæru samnemendur, þetta tókst. Enn á ný er Skólablaðið Skinfaxi að koma út og því mikið fagnaðarerindi. Blaðið er samvinna okkar allra í ritstjórninni seinasta skólaárið en við höfum lagt ófáar klukkustundir í að gera verkið að því sem það er. Einnig höfum við fengið ótal marga nemendur skólans til að hjálpa okkur á einn eða annan hátt; hvort sem það sé í gegnum ljósmyndun, greinaskrif eða yfirlestur þá hafa margir komið að verkefninu enda er Skinfaxi eign okkar allra. Þegar Skólablaðið kom fyrst út árið 1925 þá var það á stefnuskrá ritstjórnar að innan skólans ætti að vera til einhvers konar band sem tengdi allan skólann saman og gæfi mynd af skólalífinu og hugsjónum þeim sem bærust innan veggja MR. Við vildum, út frá þessari stefnu forvera okkar, halda í anda skólans, fjalla um líðandi stundir en á sama tíma gera blaðið eigulegt og fallegt. Við vonum því að ætlunarverk okkar hafi heppnast og að þið njótið að fara yfir liðið ár í gegnum myndir og texta. Tíminn okkar allra í MR hefur verið skrautlegur, uppfullur af gleði en á sama tíma mistökum sem við lærum af og eflaust mörgum hverjum farið að hlakka til að klára skólagönguna hérna. Þá vonum við þó að eftir 10 ár, þegar söknuður á tímana í MR læðist að okkur, þá munið þið taka upp Skólablaðið Skinfaxa, fletta í gegnum það og rifja upp þá góðu tíma þegar lífið var frjálsara og við vorum óstöðvandi. Við í rit­ stjórninni göngum glöð frá borði og þá takið þið við og lesið, njótið, skoðið, hlæið, grátið o.s.frv. Skinfaxi er þessi litla rúsína í pylsuendanum, stóra slaufan utan um skólaárið og punkturinn yfir i-ið sem tengir allt saman og vonandi fær hann að fylgja ykkur út lífið.

Ritstjórn

Takk fyrir okkur.

Annáll

Ritnefnd

Ritstjórar

Herdís Hanna Yngvadóttir Jón Gunnar Hannesson

Efri röð frá vinstri til hægri: Björn Aron Jóhannesson Sindri Smárason Kristján Guðmundsson Ronja Rafnsdóttir Urður Helga Gísladóttir Neðri röð frá vinstri til hægri: Lilja Bragadóttir Ásta Rún Ingvadóttir María Einarsdóttir


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

5


Ávarp forseta Framtíðarinnar

6

Annáll

Elín Halla Kjartansdóttir, forseti Framtíðarinnar

Elsku bestu MR-ingar, vá, hvað þetta skólaár hefur verið fljótt að líða! En er það ekki akkúrat það sem gerist þegar maður er að skemmta sér? Hvort sem þetta var fyrsta, annað, þriðja, fjórða eða fimmta skólaárið ykkar í MR vona ég að ykkur hafi þótt það jafn skemmtilegt og mér. Nú fer önninni að ljúka, og því tímabært að fara aðeins yfir það sem gengið hefur á hjá Framtíðinni. Nýjar stjórnir nemendafélaganna tveggja byrjuðu starf sitt á sameiginlegu lokaballi sem haldið var í Austurbæ 24. maí 2018. Salan á ballið fór fram úr öllum vonum og það seldist upp á svipstundu. DJ Óli busi, DJ Sura, Aron Can og Sturla Atlas trylltu lýðinn. Ballið fór vel fram og allir héldu sáttir út í sumarið. Stjórn Framtíðarinnar vann mikið sumarið 2018 við að skipuleggja komandi skólaár. Við gerðum fjárhagsáætlanir, fórum á fundi með fyrirtækjum og settum saman stíla- og reikningsbækurnar sem allir nemendur fengu á borð sín í fyrstu vikunni. Í ár, líkt og síðasta ár, vorum við í basli við að fá samninga frá fyrirtækjum og höfum við því þurft að reiða okkur á skráningargjöldin og stöku auglýsingarnar í blöðum o.fl. Í byrjun skólaársins fengu allir nýnemar kynningu á helsta starfi nemendafélagana og vonum við að þeim hafi fundist þau strax geta stokkið út í félagslífið. Opnunarkvöld félagslífsins var haldið í Cösu og fór þar fram, eins og hefð er fyrir, ræðukeppni í boði eldri bekkinga með og á móti busum. Að sjálfsögðu unnu meðmælendur því busar eru frábærir. Skráningarvikan var haldin með pompi og prakt 3.–7. september. Í lok vikunnar fengu allir skráðir meðlimir stórglæsilegan gjafapoka í boði Skrallfélagins að andvirði 8000 kr., eða tvöfalt skráningargjaldið! Skráning í félagið var ótrúlega góð, þrátt fyrir tvo sjöttubekki. Skráning var 85% og ofurbekkir voru 11 talsins. Í ár byrjaði Framtíðin að nota Anorak appið líkt og nemendafélög í öðrum skólum. Allir Framtíðarmeðlimir fengu aðgang að appinu þar sem hægt er að nálgast stundatöflur, sjá yfirlit yfir viðburði og fréttir, fletta upp í símaskrá nemenda o.s.frv. MR-ví vikan var haldin fyrstu vikuna í október eins og hefð hefur verið fyrir og MR-ví dagurinn sjálfur þann 5. október. Í ár var tekin sú ákvörðun að halda keppnirnar allar uppi í Versló í stað þess að hafa þær í Hljómskálagarðinum vegna lélegs veðurs undanfarinna ára. Framtíðin bauð upp á rútur upp í Versló og allt gekk vel. MR vann að sjálfsögðu fótboltamótið sem var haldið á miðvikudeginum. Um kvöldið á föstudeginum var svo haldin ræðukeppni í Bláa sal Versló og var umræðuefnið: ofurhetjur, að því gefnu að þær séu til. Lið MR skipuðu Ágúst Beinteinn, Ingibjörg Iða, Lára Debaruna og Ólafur Björn. Því miður sigraði Versló, en við þurfum einhvern tímann að leyfa þeim að vinna ;)


7

Skinfaxi   nr. 122

sem námið er fjölbreytt og félagslífið enn fjölbreyttara. Nú taka við blendnar tilfinningar þar sem skóla­ göngunni minni í MR sé að ljúka en þetta eru svo sannar­lega góðir tímar sem ég get horft til baka á. Við í stjórninni vonumst til þess að þið séuð sátt með okkar starf og hafið skemmt ykkur vel. Njótið þeirra stunda sem þið eigið eftir í skólanum og gangi ykkur allt í haginn. Þið eruð frábær!

Menntaskólinn í Reykjavík

Frúardagur, leikfélag Framtíðarinnar, setti upp sína fimmtu leiksýningu: Mean Boys. Leikstjórar voru Alma Mjöll Ólafsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson. Sýningin heppnaðist gríðarlega vel og fór miðasala fram úr björtustu vonum. Tvær Megavikur voru haldnar í ár. Sú fyrri var “Mintu Oreo”-megavika sem var haldin í lok október. Þá mætti Saga Garðars með uppistand í Cösu, búninga­ keppni var haldin í tilefni Hrekkjavöku, ný Oreo tegund var afhjúpuð og fyrsti félagsfundur Framtíðarinnar var haldinn í lok vikunnar. Seinni var Dream-megavika sem var haldin um miðjan janúar. Sigga Kling mætti í Cösu að spá fyrir nemendum, Einar Vignir stýrði yogastund og boðið var upp á vængi og borgara frá Dirty Burger and Ribs. Að sjálfsögðu endaði vikan svo á afhjúpun nýrrar Oreo tegundar. Strax eftir jólafrí hóf stjórnin ásamt Skrallfélaginu að skipuleggja árshátíðina, stærsta viðburð Framtíðar­ innar. Í ár var þemað Hawaii og buðum við nemendum inn úr kuldanum og skammdeginu í Cösu sem var skreytt í öllum regnbogans litum með strönd og öllu sem fylgir því að fara til Hawaii. Vikan hófst á stórkostlegri opnun Cösu að vana, undanúrslit og úrslit Ratatosks fóru fram. Annar félagsfundur Framtíðar­innar var haldinn og ofur­ bekkir fengu pizzur. Á fimmtudags­kvöldinu, 21. febrúar, var síðan haldið í Gullhamra þar sem ballið fór fram. Fram komu DJ Ötzi og Kjulben, Jói Pé og Króli, DJ Dóra Júlía, ClubDub og Friðrik Dór. Í hliðarherberginu tryllti DJ Kony 2019 lýðinn. Ballið gekk mjög vel og við í stjórninni erum mjög sátt. Aþena stóð fyrir flottri Feministaviku með bolasölu til styrktar UN Women og skemmtilegum uppákomum. Góðgerðarvikan var haldin í bland við Nördaviku Akademíuna. Í ár var safnað fyrir sam­ tökunum Allir gráta. Margir voru með áheitasöfnun og Góðgerðarfélagið sjálft stóð sig vel með allskonar söfnun. Catamitus sá um dagskrá Hinseginvikunnar og gáfu út frábært Hinseginblað. Ratatoskur heppnaðist gríðarlega vel í ár. 28 lið skráðu sig til leiks en sigurliðið var Nikola Joki Fan Club. Það samanstóð af þeim Andra Má Tómassyni, Kjartani Kristjánssyni og Jasoni Andra Gíslasyni. Þegar þetta ávarp er skrifað er MR kominn í undanúrslit MORFÍs og það verður svo sannarlega skemmtilegt að fylgjast með áframhaldinu. Þjálfarar í ár voru Sigrún Ebba Urbancic og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir. Liðið skipa Ágúst Beinteinn, Guðjón Þór, Ingibjörg Iða og Ólafur Björn. En jæja, nóg röfl um alla viðburðina. Ég vil þakka öllum sem komu að félagslífinu í ár og gerðu það eins gott og það var. Menntaskólaárin eru tíminn til prufa eitthvað nýtt og stíga út fyrir þægindarammann. Félagslífið er fullkominn staður til að gera slíkt. Við erum öll heppin að fá að njóta menntaskólaáranna í MR þar


Uppgjör gjaldkera Framtíðarinnar

8 Verið sæl elsku MR-ingar Nú fer skólaárið senn á enda og eru prófin handan við hornið. Vil ég nota tækifærið sem hér býðst og þakka þeim Elínu Höllu, Bjarka, Júlíu Sóleyju, Þorvaldi Davíð og Guðjóni Gunnari sem ásamt mér voru í stjórn Framtíðarinnar fyrir farsælt skólaár og óska ég þeim velgengni í Framtíðinni. Við byrjuðum árið okkar með miklum hvelli þegar skráningarvikan hófst og gáfum út reiknings- og stílabækurnar handa öllum Framtíðarmeðlimum að kostnaðarlausu. Kom svo Mintu-oreo vikan þar sem eini kostnaðurinn var að fá Sögu Garðars til að hafa uppistand og var sá kostnaður 50.000kr. Í nóvember var Frúardagur aftur með leikrit en núna var sýnt leikritið Mean Boys í leikstjórn Ölmu Mjallar Ólafsdóttur og Matthíasar Tryggva Haraldssonar, sem þegar þessi orð eru rituð er að undirbúa för sína til Ísraels að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision með hljómsveit sinni Hatari. Svo í janúar var Skrall með megaviku sem gekk ljómandi vel og var kostnaðurinn við það 25.000kr. Loks 21. febrúar héldum við árshátíðina og ákváðu nemendur að fagna komu vorhlésins með stæl. Þegar þessi orð eru rituð þá erum við í undanúrslitum MORFÍs og erum að fara að etja kappi við versló (og vonandi að fara að vinna.) Vil ég óska næstu stjórn bestu óskir og vil ég enn og aftur þakka fyrir mig.

Anton Björn Helgason, gjaldkeri Framtíðarinnar

Bestu kveðjur, Anton Björn

Annáll

2018–2019

Skráningargjöld MORFÍs Frúardagur Árshátíð Reikningsbækur

Tekjur: 2.708.000 kr. — 2.028.258 kr. 2.172.400 kr. 765.000 kr.

Útgjöld: Jöfnuður: — 2.708.000 kr. 850.000 kr. -850.000 kr. 2.415.558 kr. -387.300 kr. 2.870.660 kr. -698.260 kr. 899.310 kr. -134.310 kr.


Talið frá öftustu röð frá vinstri til hægri: Þorvaldur Lúðvíksson, amtmaður Anton Björn Helgason, gjaldkeri Guðjón Gunnar Valtýsson Thors, markaðsstjóri Bjarki Ragnarsson, stiftamtmaður Júlía Sóley Gísladóttir, amtmaður Elín Halla Kjartansdóttir, forseti

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

9


Ávarp inspector scholae

10

Annáll

Hrólfur Eyjólfsson, inspector scholae

Kæru skólasystkini, Tíminn hleypur frá okkur. Góðu skólaári fer senn að ljúka. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til yfir árið og vona innilega að þið hafið notið ykkar. Stjórnirnar byrjuðu kjörtímabil sín með pompi og prakt strax að loknum vorprófum með lokaballi sem haldið var í Austurbæ. Leyfi fékkst fyrir því að bjóða utanskólanemendum á ballið en lokaballið hefur almennt einungis verið fyrir nemendur í skólanum, að minnsta kosti á skólagöngu minni. Sala á ballið gekk fram úr vonum og skemmti fólk sér vel. Þetta var skemmtileg byrjun á sumrinu og maður vonar að leyfi fáist fyrir því að hafa ballið opið aftur. Athygli stjórnarmeðlima Skólafélagsins yfir sumarið fór aðallega í Morkinskinnu, skóladagbók nemenda. Seinustu ár hefur mikið verið lagt upp úr hönnun og umbroti bókarinnar og gerðum við okkar besta til að standast valda engum vonbrigðum. Auglýsingatekjur af Morkinskinnu voru einstaklega miklar þetta árið og eiga þeir sem komu að henni mikið lof skilið fyrir ötula vinnu sína. Ég efast ekki um að Morkinskinna haldi áfram að verða betri og hlakka til að fylgjast með þeirri þróun. Árið byrjaði á nýnemaviku með tilheyrandi pálínuboðum, tolleringum og síðast en ekki síst busaballinu. Færa má rök fyrir því að sérstaða félagslífs okkar sé að miklu leyti vegna þessarar viku. Annars vegar lítur eldra fólk á tolleringarnar sem það sem gerir okkur einstök og hins vegar lítur okkar kynslóð til þess frábæra viðburðar sem busarave MR er. Ballið hefur, líkt og nafnið gefur til kynna, verið með „rave“ þema seinustu ár og hefur verið eitt veglegasta menntaskólaball landsins. Ballið hefur verið haldið í Valshöllinni með vinsælustu tónlistarmönnum landsins og er ekkert sparað í sköpun ljósauppsetningar – með skjá og öllu öðru sem hægt er að fá. Þetta var 1200 manna ball, við erum bara rúmlega 800 í skólanum, og seldist upp á örskotsstundu. Stuttu eftir busavikuna var haldin vika þar sem nýtolleruðum nýnemunum var boðið að sækja um í nefndir, ráð og félög skólans. Hverju einasta undirfélagi nemendafélagana ber skylda til að taka inn að minnsta kosti einn nýnema í stjórn sína að hausti hverju. Þessi tiltölulega nýtilkomna regla hefur reynst vel til þess að koma fólki sem fyrst inn í félagslíf skólans. Að virkja nýnemana er mikilvægt en verður bráðnauðsynlegt á næsta ári þegar einungis þrír árgangar verða í skólanum. Busaferðin var um miðjan september þar sem stjórnir nemendafélagana og skemmtinefndir fóru með nýnema skólans á Flúðir. Nemendur gista þar og er farið með nýnemana í tveimur hollum yfir eina helgi. Stemningin var gríðarleg þetta árið og reyndist ratleikur stjórnanna einkar vinsæll, 4. F bar verðskuldaðan sigur úr býtum. Fótboltamótið og sundferðin fóru vel eins og alltaf. Ég þakka nýnemunum fyrir skemmtilega ferð.


11 verður sem áður í Gamla Bíó og er áætluð frumsýning 15. mars. Þau í Herranótt hafa æft stíft og er útlit fyrir að sýningin í ár verði ein af betri sýningum síðustu ára, og þá er mikið sagt. Þá er þessu blessaða skyldurausi lokið. Eins og þú sérð er lítið eftir af ávarpinu. Það er reyndar líka lítið eftir af árinu. Þegar þetta blað kemur út er ég við það að klára minn seinasta kennsludag hérna og nýr inspector hefur tekið við. Mig langar að þakka ykkur, kæru samnemendur, fyrir að treysta mér fyrir þessu ábyrgðarstarfi í heilt ár sem ég lærði svo margt af. Ég vona að þið nutuð ykkar.

ES: Ég ætlaði að fá að nýta þetta tækifæri til að veita nokkrar sérstakar þakkir. Þið fyrirgefið mér vonandi ef ykkur vantar. Ég þakka Stellu Hlynsdóttur fyrir mikla annars þakkarlausa vinnu við myndatökur, bæði á böllum og fyrir Sveinbjörgu; Ólafi Birni Sverrissyni og Sigríði Hagalín fyrir að vera frábærir meðkynnar; Kötlu Ómarsdóttur fyrir að vera lífsblóð Herranætur öll árin sín í MR, sér í lagi núna í ár; Láru Debarunu Árnadóttur fyrir að bjarga söngkeppninni; Bolla Steini Huginssyni fyrir að vera okkur alltaf innan handar og að reka Kakóland vel; Elísu Sól Bjarnadóttur og markaðsnefndinni fyrir að halda Skólafélaginu á floti með auglýsingatekjum; Jóni Gunnari Hannessyni og Herdísi Hönnu Yngvadóttur, ritstjórum Skinfaxa, fyrir að vera góðir vinir, að gefa út góðan Skinfaxa og að drepa mig ekki fyrir að skila þessu 20 dögum of seint; Lóu Rakel Ellenardóttur, scribu scholaris, fyrir mikinn dugnað án þess að missa haus; Þorgerði Þórólfsdóttur og Rafnhildi Rósu Atladóttur, collegae, fyrir linnulausa iðjusemi sína, ótæmandi dugnað og að létta manni lund með góða skapinu yfir árið; Elínu Höllu Kjartansdóttur, forseta Framtíðarinnar, fyrir gott samstarf yfir árið og að vera mesta drottning sem ég þekki; og síðast en ekki síst Ragnheiði Ingunni Jóhannsdóttur, quaestor scholaris, fyrir að vera mín hægri hönd allt árið, ef ekki líka mín vinstri.

Skinfaxi   nr. 122

xoxo Hrólfur

Á persónulegri nótum fær Logi Eyjólfsson, minn besti vinur, þakkir mínar fyrir að vera mér til staðar og að koma mér í gegnum öll fjögur árin hérna. Ég elska þig, vinur. Menntaskólinn í Reykjavík

Árshátíð Skólafélagsins var haldin daginn fyrir haushléið um miðjan októbermánuð. Nemendur snæddu saman kvöldverð í Gullhömrum, allir fínt klæddir, og var árshátíðardagskrá með matnum. Ólafur Björn Sverrisson og undirritaður voru kynnar kvöldsins. Spurningaleikur kynnanna vakti miklar vinsældir, þó ég segi sjálfur frá. Eftir matinn fóru nemendur í heimahús og sneru svo aftur í Gullhamra þar sem vel heppnaður dansleikur fór fram. Mér leyfist að segja að forvarnarfulltrúi og rekstrarstjóri Gullhamra sögðu að árshátíðin hafi sjaldan gengið jafn smurt fyrir sig. Jólavikan var rétt fyrir lestrarfrí þar sem nemendur gátu sent hver öðrum jólastafi með skilaboðum. Eftir prófin var jólaballið sem rokseldist á, bæði innan skólans og utan, og þótti ballið ágætt. Nemendur hafa gott af því að sletta úr klaufunum eftir erfiðleika jólaprófanna. Tvær góðar vikur frá Skólafélaginu voru í janúar. Árið byrjaði með Umhverfis- og grænkeravikunni sem haldin var af tilsvarandi félögum. Markmið hennar var að auka vitund nemenda á umhverfismálum og loftslagsbreytingum og þá kannski sér í lagi áhrifum mataræðis á vistkerfi okkar. Í kjölfarið var Femínistavika Aþenu þar sem fjallað var um málefni kynjanna og seldir voru bolir til styrktar UN Women á Íslandi. Öll þrjú félögin unnu vel að sínum vikum og eiga hrós skilið. Maður vonar þó að samfélagið þroskist nóg til að sú ríka þörf sem er á vikum sem þessum minnki, þó alltaf verði gott að gefa nemendum tækifæri til að ræða þessi málefni. Söngkeppni Skólafélagsins var haldin í Hörpu í febrúar. Unnið var hörðum höndum að skipulagningu keppninnar og var tímabundin Söngkeppnisnefnd stofnuð til að aðstoða Skólafélagsstjórn við skipulagningu og framkvæmd keppninnar, ég þakka henni aðstoðina. Miðasala á keppnina bar ekki barr sitt en keppnin gekk annars eins og í sögu og skemmtu þeir sem mættu sér konunglega. Vonandi snýr það áliti fólks við og mætingin verður þá betri á næsta ári. Í febrúar var Nördavika Akademíunnar haldin í samstarfi við Góðgerðafélag Framtíðarinnar og söfnuðu þau fyrir félagssamtökunum Allir gráta sem reyna að efla geðheilsu ungmenna á landinu. Nördavikan var annars með sínu venjulega sniðmóti og fær Akademían hrós fyrir að vera hvað eftir annað með eina bestu viku ársins. Hinseginfélagið Catamitus hélt líka mjög góða viku í febrúar þar sem þau fögnuðu hinseginmenningu og gáfu þau meðal annars út rafrænt blað. Blaðaútgáfa ársins var annars ekki jafn mikil og hún hefur verið en einungis var gefið út eitt tölublað Menntaskólatíðinda á haustönn og stutt tímarit sem kom út í tengslum við söngkeppnina. Því á Catamitus lof skilið fyrir að gefa út blað þar sem það er tæknilega séð utan þeirra verkahrings. Í ár setur leikfélag skólans upp söngleikinn RENT á Herranótt í leikstjórn Guðmundar Felixsonar. Sýningin


Uppgjör quaestor scholaris

12

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, quaestor scholaris

Kæru samnemendur, nú er fjölbreytt og vel heppnað skólaár senn á enda og er því afar brýnt að allir kynni sér stöðu fjármála Skólafélagsins. Gegnsæi í fjármálum er vitaskuld eitt af lykilatriðum góðs stjórnkerfis og því verður hér birt yfirlit yfir alla helstu viðburði Skólafélagsins, kostnað þeirra og tekjur af miðasölu og auglýsingasöfnun, ásamt öðrum kostnaðarliðum. Við upphaf skólaársins greiddu 850 nemendur skólagjöld og af þeim runnu 6.400 kr. til Skólafélagsins fyrir hvern nemanda. Fékk Skólafélagið alls 5.440.000 kr. frá nemendum sem fjármálastjóri skólans hélt til haga og greiddi Skólafélaginu jafnt og þétt yfir árið. Skólafélagið styrkti ýmsar undirnefndir auk þess sem Kakóland, rekið af Skólafélaginu, greiddi 6. bekkjarráði og VI. bekkjarráði alls 3,3 milljónir fyrir prentun og teikningu á Faunu. Skólafélagið styrkti einnig Herranótt um 1,5 milljón til uppsetningar á söngleiknum RENT í Gamla Bíói. Morkinskinna var gefin út við upphaf skólaársins og afhent öllum nemendum skólans en kostnaður við hönnun og prentun bókarinnar var 1.047.000 kr. Ágóði af auglýsingasölu og styrkjum frá fyrirtækjum vegna bókarinnar nam hins vegar 2.790.000 kr. og því kom hún út með 1.743.000 króna hagnaði. Skólafélagið gaf einnig út þrjú tölublöð af Menntaskólatíðindum sem voru öll fjármögnuð með auglýsingum. Skólafélagið hélt fjóra yfirgripsmikla viðburði á skólaárinu; busarave í Origo-höllinni, Árshátíð Skólafélagsins í Gullhömrum, Jólaball Skólafélagsins í Austurbæ og Söngkeppni Skólafélagsins í Silfurbergi í Hörpu. Uppselt var á öll böllin og heppnuðust viðburðirnir prýðisvel. Neðst á blaðsíðunni má sjá uppgjör fyrir viðburðina fjóra. Heilt yfir gekk sala auglýsinga afar vel og færi ég markaðsnefnd Skólafélagsins mínar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Með ágóða af auglýsingasölu og nemendasjóðsgjöldum kemur fjárhagur Skólafélagsins um það bil út á jöfnu eftir skólaárið. Markmið stjórnar­ innar var að nýta allt það fé sem við höfðum í þágu nemenda og teljum við okkur hafa náð því markmiði. Takk fyrir árið og megi komandi stjórn vegna vel!

Annáll

Viðburðir 2018–2019 Tekjur:

BUSARAVE Árshátíðardansleikur Jólaball Söngkeppni

5.280.000 kr. 1.359.000 kr. 3.250.000 kr. 1.594.000 kr.

Útgjöld: Jöfnuður: 5.159.775 kr. 120.225 kr. 2.261.528 kr. -902.528 kr. 3.084.939 kr. 165.061kr. 3.511.207 kr. -1.917.207 kr.


Talið frá vinstri til hægri: Ragnheiður Ingunn Jóhannssdóttir, quaestor scholaris Lóa Rakel Ellenardóttir, scriba scholaris Hrólfur Eyjólfsson, inspector scholae Rafnhildur Rósa Atladóttir, collega Þorgerður Þórólfsdóttir, collega

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

13


„Verkfræðin er víðtækt fag og snertir á mörgu ólíku en í HR er auðvelt að sníða námið að sínu áhugasviði. Námið er mjög krefjandi en ég hef lært að með góðu skipulagi og jákvæðni er allt hægt. Háskólinn býður líka upp á einstakt lærdómsumhverfi fyrir nemendurna og frábært starfsfólk.“

Anna Jia Nemi í rekstrarverkfræði með áherslu á heilbrigðismál Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 2013

VELKOMIN Í HR Opið fyrir umsóknir @haskolinnireykjavik

@haskolinn #haskolinnrvk

@haskolinn


HAp+ fæst í sex bragðtegundum í helstu verslunum og apótekum um land allt

hapsmartcandy happlus happlus.com

Tannlæknafélag Íslands mælir með HAp+ til að viðhalda heilbrigði tanna með öflugu munnvatnsflæði


Tollering

Annáll

Elísabet Thea Kristjánsdóttir

Bræður og systur, ég er brjáluð.

16 Ég geng um skólann og skima. Hvað heyri ég? Hvað sé ég? Lítil ógeð að læra dönsku í Cösu? Enn á ný hefur okkar virðulegi skóli sýkst af þekktri plágu, busaplágu. Þessi gerpi labba hér inn á skítugum skónum, illa lyktandi af bleyjum og svita. Klístrandi út alla veggi og sófa með slefi og hori. Þau ganga um gólf hins lærða skóla haldandi að þau eigi hér heima, en það gerir svo sannarlega ekki fólk sem var ekki einu sinni fætt þegar fyrsta Shrek myndin kom út. Þessir basic busar eru mér þyrnar í augum. Þau eru svo viðurstyggileg að Yngvi vildi ekki einu sinni vera rektorinn þeirra. Þeirra vægast sagt barnalegi hroki veldur mér innilegum kjánahrolli því þau vita ekki SHIT um þennan skóla. Það var hér sem Baltasar Kormákur steig fyrst á svið. Það var hér sem Halldór Laxness saup skáldskapar­ mjöðinn. Það var hér sem Vigdís Finnbogadóttir lærði að vera KING. Það var hér sem Guðni Th. missti svein­ dóminn og það var hér sem Katrín Lea lærði að brosa fyrir Sveinbjörgu. Kæri busi. Þú ert fyrir mér. Hver hleypti þér inn? Hver gaf þér leyfi til að setjast í þennan stól? Hver sagði að þú mættir setja MR í bio á instagram? Hvernig datt þér í hug að mæta í minn skóla eins og ekkert væri, haldandi að mér stæði á sama? HELDUR BETUR EKKI. ÉG HEF FENGIÐ NÓG. FYRIR MÉR ERTU EKKI EINU SINNI TIL. Þið eruð illgresi á göngum þessarar stofnunar og ég vil hreinsun. Þessum viðbjóðslegu busum fjölgar hratt og við verðum eitthvað til bragðs að taka. Aðeins með útrýmingu þeirra munum við bjarga Menntaskólanum frá plágunni. Á tólfta slagi hefjum við sverð á loft. Á tólfta slagi munum við kæfa eldinn sem brennur í þeirra litlu hundshjörtum. Á tólfta slagi munum við baða okkur í busablóði. Á tólfta slagi munu þessir busar læra hverjir stjórna Menntaskólanum í Reykjavík. Á tólfta slagi munu litlu lömbin Þ A G N A ! ! !

Fí, fæ, fó, fing, ég þefa lítinn busaling.


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

17


Annáll

Elísabet Thea Kristjánsdóttir

Tollering

18


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

19


Playa del CaMRen

Útskriftarferð MR 2018 Athugið:

20 Innihald þessarar opnu er ekki fyrir viðkvæma og gæti vakið óhug meðal lesenda. Þeim sem eiga hlut í ferðinni ber að vara sig þar sem þeir gætu endur­ upplifað óþægilegar minningar og í versta falli djammviskubit. Það var árla morguns 31. júlí sem útskriftarnemendur fæddir 1999 vöknuðu eða ekki vöknuðu og byrjuðu að hafa sig til. Kaldir júlívindar biðu þeirra í nafla vestrænnar menningar, einnig þekkt sem Keflavík, en úrillir og myglaðir menntskælingar hópuðust við innskráningarborðið og biðu óþreyjufullir. Það var langt ferðalag framundan, fyrsta stopp New York, borgin sem aldrei sefur. Það er ekki í frásögur færandi fyrr en komið var til Mexíkó. 92% raki í loftinu varð til þess að allir voru ógeðslega sveittir og ljótir við innskráningu á hótelið. Verandi „all-inclusive“ ferð voru krakkarnir ekki lengi að fleygja töskunum sínum inn í herbergin og beint niður á bar. Strandbarinn eins og hann var kallaður bauð upp á allt sem hugurinn girndist, frítt áfengi sem var bara frekar gott, en myndi kannski ekki skora hátt á almennum gæðastuðli. Það var margt sem gerðist sem ekki má tala um í skólablaði. Ferðin í heild sinni var eins og 50% alsæla, 10% þynnka og 45% heimska. Það þarf svo sem ekki að fjölyrða um framhaldið en

Annáll

Kristján Guðmundsson

hér eru nokkrar játningar og frásagnir úr ferðinni… 

ég er enn að reyna að átta mig á því hvað ég var að gera

ég týndist eitt kvöldið og endaði nakin út í horni í

90% af tímanum ég skeit í runna á togakvöldinu því það var ekki klósett, skil betur núna afhverju klósettpappír er must ég stal tekílaflösku með ormi í ég kastaði stein í perusvín og hitti ég stundaði kynlíf á ströndinn fyrir framan að minnsta kosti þrjá einstaklinga, óvart (minn versti hingað til) ég stal myndavél af stelpu og tók mynd af pungnum ég var full að synda með hvalháfunum, so amazing

herberginu, vaknaði samt hress fyrir hákarlana ég fékk mér drunk tattoo ég reyndi við hótelþernu ég vaknaði og komst að því að ég hafi barið fast á hurð sem móðir tveggja ára barns stóð hrædd á bakvið, hópurinn var næstum rekinn af hótelinu ómar farastjóri: social media legend, real life weirdo og að lokum… ég projectile-ældi á klósetthurðina hjá strandbarnum


Hrólfur in the Wild 1: Þetta var þegar við vorum í snorkl ferðinni, sem var mögulega leiðinlegasta snorkl sem ég hef uppliðað. Hálftími i spriklandi í hrúgu með guide að kalla á okkur að fylgja sér. Hann sýndi okkur svo einhverjar styttur, frekar mikill lágpunktur. Hrólfur Eyjólfsson

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

21


Playa del CaMRen

22 Hrólfur in the Wild 2: Þetta var mitt fyrsta aftur­ábak­heljarstökk. Daginn eftir ákvað ég svo í ölæði mínu að eyða tveimur klukkutímum í að læra að taka hið svokallaða „gainer”-stökk. Sólarvörnin skolaðist öll af mér því ég lenti svo oft á bakinu í vatninu sem leiddi til þess að ég skaðbrann. Kallaði svo reglulega á alla til að sýna þeim stökkin mín (því ég er athyglissjúkur), frekar mikill hápunktur. Hrólfur Eyjólfsson

Kids með sombreros: Eftir vel heppnaða útskriftar­­ferð sást fyrir endann á stanslausri orkudrykkjanotkuninni og i raun allir nokkuð spenntir fyrir því að halda heim á leið, held ég. Siðasta kvöldið ákváðum við nokkur að fara niður í bæ til að nýta kvöldið og ódýrt verð orkudrykkja. Frábært kvöld í frábærum félagsskap á frábærum stað. Hefði ekki viljað vera neins staðar annars staðar… í alvöru.

Annáll

Félagslíf

Tómas Ingi Jóhannsson


Skinfaxi   nr. 122

23

Logi og Hrólfur í flugvél: Á myndinni erum við Hrólfur að fara í fallhlífarstökk og erum í pínulítilli flugvél, þurftum að spoon-a gaurana á leiðinni upp, síðan stukku þeir með okkur. Gaurinn sem lítur út eins og dópisti stökk með mig, var algjör king og hét Igor.

Ronja, Kristín og Íris á leið á toga: Þarna erum við stelpurnar á leiðinni á sundlaugarbarinn að fá okkur fría kokteila, óáfenga að sjálfsögðu. Að því loknu var haldið niður í bæ á toga sem var haldið á klúbbnum Señor Frog’s. Hér eru mínir dómar um Señor Frog’s: Tónlist: KLIKKUÐ samkvæmt snapchat memories, ég man það ekki alveg sjálf. Staðsetning: Það eru bara 20 metrar í næstu búð sem selur Cheetos!!! Drykkir: Ég á erfitt með að muna eftir gæði drykkjanna, sem sannar nú bara að þeir hafi sinnt sínu starfi ;) Lokaorð: Fyrir ykkur sem verðið jafn sólgin í snakk og ég eftir nokkra (óáfenga) drykki þá mæli. ég með að kaupa tvo Cheetos poka en ekki einn!! (fyrirgefðu Herdís Hanna ég borðaði allt Cheetos-ið þitt, þetta var bara svo gott). Ronja Rafnsdóttir

Menntaskólinn í Reykjavík

Logi Eyjólfsson


Playa del CaMRen

Partýrútan á toga: „Ein spurning fyrst, fáum við heilsíðu?“ Þessi mynd er svo sannarleg einstök, ekki að því leyti að hún inniheldur frábærar minningar heldur vegna þess að þetta er eina myndin þar sem allir í vinahópnum eru viðstaddir. Oftast voru einstaklingar uppteknir að sinna öðrum verkefnum, sumir lágu dauðir á sólbekk en á sama tíma voru aðrir að taka skot eins og vatn. Það sem var líklegast skemmtilegast við þessa ferð var ekki ókeypis áfengið eða endalausa djammið heldur var það að vera í kringum fólk sem þú myndir gera allt fyrir, skapa minningar, hlæja yfir mistökum gærkvöldsins og vera í góðum félagsskap. Þessi útskriftarferð var einfaldlega skemmtilegasti tími lífs okkar hingað til. Það var ekkert sem við þurftum að pæla í, engin heimavinna, engin sumarvinna, engar áhyggjur. Það var ekkert sem lá a huga okkar nema hvenær við myndum fá okkur fyrsta drykk dagsins. Á þessari mynd sést einnig eintóm vinátta og hamingja milli allra sem mun vonandi haldast í aldanna rás.

Annáll

Guðjón Gunnar Valtýsson Thors

24

Ferðin til Mexíkó var full af frábærum minningum, en inn á milli eru nokkrar misgóðar. Sum kvöldin fóru meira eða minna í góðan drykk við sundlaugarbakkann og það kom fyrir að einn eða tveir fengu sér örlítið of mikið. Það var einmitt tilvikið þegar ég og ónefndur herbergisfélagi hentum í slatta af hinum rauða drykk og til að gera langa sögu stutta enduðum við á perunni með hausinn í klósettskálinni. Fjörið endaði þó ekki þar heldur fékk rúmið að kynnast rauða drykknum aðeins betur en það hafði kosið, og enduðum við á að skilja eftir 20$ tip ásamt miða sem stóð einfaldlega á „perdón“ auk þess að þurfa að greiða fyrir ný rúmföt á herbergið. Til að gera langa sögu stutta voru þetta bestu 14 þúsund krónur sem ég hef eytt. Hákon Gunnarsson


Skinfaxi   nr. 122

25

Óli busi á toga: Á tógakvöldi. Sveittur stemmari. Drykkir á þrotum. Señor Frog’s coverbandið hafði sungið sitt síðasta. Úrbóta var þörf. Nadía Panini hvetur mig á svið. Ég gríp fóninn. Þögn. 1,2,3 VINIR

Það má sjá glitta í mig í bakgrunninum á þessari mynd. Ég er þarna gellan hægra megin við Óla, ekki þessi sem er í geggjuðum fíling heldur þessi sem virðist vera í djúpum samræðum. Raunin er sú að þarna var Guðjón að biðja mig um að slá sig utan undir, ekki að hann hafi gert mér neitt, hann þurfti bara smá aðstoð við að rífa sig í gang. Þó ég hafi verið treg til þá varð ég að ósk hans en ég lofa upp á mitt litla líf að ég sló hann ekki fast. Toga var mikil stemning, mikil gleði og mörg frekar góð spjöll. Fólk dansaði sveitt og sælt fram á rauðanótt, naut ljúfra tóna og góðs félagsskaps. Toga var alveg (ó)gleymanlegt kvöld í augum flestra. Takk fyrir mig toga og takk fyrir allt Mexíkó. Urður Helga Gísladóttir

Menntaskólinn í Reykjavík

Ólafur Björn Sverrisson


Annáll

Herdís Hanna Yngvadóttir

Sumarferðin er árlegur

viðburður haldinn af Skóla­félags­stjórn og er leið okkar borgarbarnanna til að segjast hafa farið í útilegu það sumar. Í þetta sinn söfnuðust MR-ingar saman á túni við Seljalandsfoss þann 20. júlí og áttu misgóðar stundir saman í votu grasinu. Það þyrfti í náinni framtíð að endurnefna þessa ferð þar sem í þetta sinn mátti ekki sjá vott af svokölluðu sumri enda var hellidemba mest alla nóttina og voru litlu borgarbörnin ekki klædd fyrir það.

26 Nokkrir hlutir sem ritstjórn mælir með fyrir næstu sumarferð:

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Ekki burðast með tjald og dýnu, alltaf hægt að crash-a hjá einhverjum. Takið með auka rúllu af klósettpappír því hann klárast. Alltaf. Plastpokar í strigaskóna. Ekki æla í tjaldinu. Auka par af sokkum. Reynið að vera snyrtileg, fáið mörg stig frá stjórninni fyrir það. Takið nóg af myndum. Verið góð við hvort annað.


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

27


28

Ljós mynda keppni Annáll

Dómarar: Bolli Magnússon og Hlökk Þrastardóttir Uppáhaldsmynd ritstjórnar Máni Sakamoto Kolbeinsson, VI. M


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

29


Annรกll

Ljรณsmyndakeppni 1. sรฆti

30


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

Margrét Hlín, 6. M

31


Annรกll

Ljรณsmyndakeppni 2. sรฆti

32


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

Jóhanna María, 5. B

33


Annรกll

Ljรณsmyndakeppni 3. sรฆti

34


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

Margrét Hlín, 6. M

35


Mannlíf

Smásögur

36

Í berjamó Gauti Páll Jónsson, 6. A

Ég vaknaði snemma og sótti kallinn. Fyrst fékk ég mér þó hafragraut, eins og flesta morgna, með mjólk og rúsínum. Hann rataði, svo ég fylgdi leiðbeiningum hans. Við lögðum við hlíðar fjalls sem ég man ekki hvað heitir og við gengum inn í langan dal sem blasti við okkur. Við vorum tveir saman í berjamó. Afi hafði ótrúlegan áhuga á berjatínslu. Hann notaði eldgamla berjatínu og pokinn á henni var að slitna í sundur. Hann fór ekki í berjamó til að njóta þess að vera í náttúrunni, hvað þá að spjalla. Hann fór í berjamó til að tína ber. Við fylltum krukkur, flöskur og nestisbox. Við byrjuðum að tína um átta þennan morgun en klukkan var núna að ganga eitt. Bílnum var lagt langt í burtu, hér var ekki sála á ferli. Enda var bara venjulegur þriðjudagur og allir í vinnunni. Afi var hins vegar löngu hættur að vinna og ég veikur og komst því ekki í skólann, það stóð allavega á miðanum. Eftir að við kláruðum nestið okkar lagðist ég í mosann og horfði upp í himininn. „Af hverju eru ekki allir dagar svona?“ hugsaði ég og starði á skýin. „Við megum engan tíma missa,“ sagði afi, um leið og hann stóð upp. Ég hló að orðum hans. Engan tíma missa. Við vissum báðir að við hefðum ekkert fyrir stafni. Síðan heyrði ég hvellan dynk. Ég spurði afa hvort ekki væri allt í lagi en hann svaraði ekki. Ég stóð upp og horfði niður til hans. Ég sá hvernig blóðið seytlaði frá höfðinu hans og út í mosann. Hann lá þarna með kókflösku fulla af krækiberjum. Augun voru blóðhlaupin. Ég þurfti að labba í um tuttugu mínútur niður úr dalnum og að bílnum, við geymdum símana okkar í hanskahólfinu. Ég öskraði eftir hjálp en það eina sem ég heyrði var söngur fuglanna. Ég hélt samt áfram að öskra þangað til ég gat það ekki lengur. Það skilaði engu. Það var bara venjulegur þriðjudagur, hér var ekki sála á ferli.

Nóttin Una Torfadóttir, VI. A

Ég þori ekki alveg heim, ekki strax. Ef ég fer inn og loka á eftir mér er óvíst að nóttin haldi sínu striki, það kemur jafnvel dagur ef ég fylgist ekki nógu vel með. Ég get fullyrt að rigning hefur aldrei fallið svona fallega og ég set blautt hárið og maskarataumana fram sem sönnunar­ gögn. Ég skal sýna ykkur á eftir, kannski ekki fyrr en við dagrenningu. Lengri leiðin heim, hætti að ganga og dansa í staðinn, mér liggur ekkert á. Ég sést á þriggja sekúndna fresti í ljósastaurapollum, fleygi hausnum til hliðanna og steppa. Ég sést ef einhver er að horfa, ég myndi horfa, ég er lélegur dansari en ágætis skemmtun. Það er þung þögn og vindur, appelsínugult myrkur, uppáhaldslagið mitt, ef ég loka augunum eða dyrunum heima er hætta á að nóttin hætti að vera heillandi.

Jörðin Una Torfadóttir, VI. A

Hún lá með magann beran og ég sá að hún hélt niðri í sér andanum. Hún lá á þúfum og kreppti tærnar, jörðin spennti sig með, eins og jörðin er vön að gera. Hún og jörðin flöttu sig út og ég kunni ekki við að segja þeim að það væri óþarfi, þær vildu sennilega að ég tæki ekki eftir neinu, héldi bara að þær væru svona sléttar. Ég lagðist við hliðina á henni og strauk á henni hárið. Ég horfði bara í augun á henni, kyssti hana lengi og fann að eitthvað bærðist inni í mér, undir mér. Jörðin var að sleppa, þær báðar, þúfur, hólar, grjót, sprungur, fellingar, mjúkt og hart til skiptis og allt varð eins og það var og er.


Myrkrið er einsog hamingjusamur hattur sem lítur út fyrir að vera leiður en er í raun bara hattur. Ég er hamingjusamur! sagði hatturinn, og setti á sig hattinn sinn og sveif út í eilífðina.

Rós Ólafsdóttir, VI. T

Ég veit að vetrarnæturnar frysta alveg inn að hjarta það fær mig næstum til að falla. Þessar rósir ósanngjarnar, guðdómlega lokkandi en ef þú þorir að snerta þá stinga þær djúpt. Lífið er líka sjaldan dans á rósum, oftar dans á ryðguðum dósum. Tala tala tala hvenær hættir þessi Rós að tala. Blæðir úr eyrum manna, hún syngur í kórnum þar til það er beðið hana frekar um að standa bara og brosa. Eftir minna en mínútu brýst athyglin hún opnar varir og flytur fjöldamorð í Hörpu. 169 manns slétt, hversu nett.

Einmana Agnes Ylfa Jónasdóttir, 6. M

Herbergi af fólki hljóða Hindrandi einmanaleika Í öðru rými er hugsun mín Syrgjandi veruleikann Að þrátt fyrir margmenni mínútunnar Finn ég mig svo óskaplega einmana

Lífshamingja Elís Þór Traustason, 4. A

Í heimi þessum þýðir bara eitt: þrautin er að vanda sig að slugsa, heila daga gaufast, gera ekki neitt og gersamlega sleppa því að hugsa.

The Kakó experience Ármann Leifsson, 4. A

Er í tíma, skrepp í kakó kaupi kaffi, sippa smá alltof heitt, öskra ÁÁÁ blóð í skoltinum, drippa smá blóðrauð sylgja, þetta má.

Samið í byrjun skólaársins þegar sólin skein og bjart var yfir högum og hugum.

Menntaskólinn í Reykjavík

Gauti Páll Jónsson, 6. A

Skinfaxi   nr. 122

37

Ljóð


38 Til að viðhalda ákveðinni stöðu og góðu orðspori í heiminum sem við búum í er æskilegt að kunna að heilsa fólki.

Heilsast

Hugleiðing

Ásta Rún Ingvadóttir

Hæ Vigdís Finnbogadóttir tekur á móti Ronald Reagan á Bessastöðum „Hann var hlýr maður á sinn hátt og sjarmerandi,” sagði Vigdís.1


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

39


Heilsast

Hugleiðing

Ásta Rún Ingvadóttir

Ef til vill er kannski svona 1% lesenda þessa blaðs sem á ekki í neinum vandræðum með að heilsa fólki og tengir þar með ekki við efni þessarar greinar. Þessu 1% vil ég hrósa, flott hjá ykkur. Djöfull hlýtur lífið ykkar að vera auðvelt. Þið megið hoppa upp í rassgatið á ykkur. Ég er hér til staðar fyrir okkur hin, sem þurfum á hjálp að halda í þessum málum. Ég stend með ykkur. Saman skulum við sigrast á þessu. Til að viðhalda ákveðinni stöðu og góðu orðspori í heiminum sem við búum í er æskilegt að kunna að heilsa fólki. Það að heilsast hljómar eflaust eins og frekar hversdaglegur partur af daglegu lífi en við nánari athugun kemur í ljós að um er að ræða eitt það óþægilegasta og flóknasta sem til er í þessari veröld. Við skulum líta betur á málið. Öll þekkjumst við mismikið hér innan skólans. Við eigum okkar vini og sálufélaga sem við eyðum mestmegnis af deginum með. Að heilsa vinum þarf ekkert að útskýra nánar þar sem það á sér stað náttúrulega án þess að við veltum því fyrir okkur. Þetta er ekki flókið í byrjun. Það er til fólk sem við þekkjum og síðan fólk sem við þekkjum ekki. Okkur ber að heilsa fólkinu sem við þekkjum og þurfum síðan ekkert að pæla í þeim ókunnugu. En svo flækjast málin. Það er þessi óþolandi hópur sem stendur þarna mitt á milli. Manneskjurnar sem við höfum talað við áður, deilt sama rými með, verið í nálægð við í ákveðinn tíma og vitum jafnvel hvað þær heita fullu nafni. Þið voruð kannski að kynnast, eruð saman í einhverju ráði eða þú auraðir á hana í röðinni í bónus. Þrátt fyrir það virðist vera afskaplega flókið og streituvaldandi að mætast á hefðbundnum skóladegi. Augnaráðið verður alltaf jafn vandræðalegt, hæ-ið verður kjánalega langdregið og sekúndubrotin á milli augnaráðsins og hæ-isins. Við þurfum ekki einu sinni að fara nánar út í það. Okkur líður öllum nógu illa nú þegar.

40 Ef þú ert eins og flestallir, þ.e. átt erfitt með að mæta skólafélögum þínum, þá skaltu halda lestrinum áfram. 


41 Fyrsta skref er að ákveða hvort heilsa skuli mann­ eskjunni. Gott er að spyrja sig þessa spurninga: 1. 2. 3.

Hefur þú átt samskipti við manneskjuna? Eigið þið eitthvað sameiginlegt (eruð t.d. bæði með opna buxnaklauf eða æfið bæði kúluvarp)? Streymir jákvæð orka og góðar víbrur á milli ykkar?

Sé svarið við þessum spurningum já, skalt þú tvímæla­laust henda í eitt stykki hæ. Mundu svo að ná augnsambandi og þú munt líta út fyrir að vera með doktors­gráðu í mannlegum samskiptum. Þú ert að labba úr Casa Nova yfir í Gamla skóla og mætir þinni mest stafandi ógn, manneskjunni sem þú varst búin/nn að heilsa fyrr um daginn. Ég sagði aldrei að þetta yrði auðvelt. Nú reynir á mátt þriðja augans. Það eru tveir valmöguleikar: Skinfaxi   nr. 122

2.

Heilsa manneskjunni (AFTUR? Er ekki smá skrýtið að endurtaka leikinn?) Heilsa manneskjunni ekki (hmm fylupuki.is?)

Þar höfum við það. Sama hvernig þú bregst við munu aðstæðurnar alltaf verða óþægilegar. Þá sýnist mér í raun vera einungis ein lausn á þessu öllu saman. Gleymdu öllum ráðum sem ég hef gefið þér fram að þessu. Best er að mæta fyrst/ur í skólann og strunsa rakleitt upp í stofu. Veldu þér sæti út í horni og færðu borðið eins langt frá öllum og þú mögulega getur. Síðan skalt þú bara dúsa þar restina af deginum, vera með nesti, pissa í brúsa og strunsa síðan heim um kvöldið þegar allir eru alveg örugglega farnir fyrir utan Hannes Portner og litlu dagbókina hans. Þá get ég lofað þér að engin óviðráðanleg mannleg samskipti verði nokkurn tíma á vegi þínum. Verði þér að góðu.

Frá vinstri: Barack Obama, Elísabet 2. Bretadrottning og Frans páfi.

Menntaskólinn í Reykjavík

1.


42 Árlega eru haldnar ólympíukeppnir í hinum ýmsu námsgreinum. Á síðasta ári, eins og svo oft áður, voru þónokkrir MR-ingar fulltrúar Íslands í keppnunum. Svo skemmtilega vill til að margir fulltrúanna koma úr sama bekk, 6. X.

Mannlíf

Björn Aron Jóhannesson  &  Sindri Smárason

Reppa Ísland

Talið upp frá aftasta að fremsta: Þorsteinn Ívar, Hrólfur, Eldar Máni, Bjarni Thor, Ægir Örn og Árni.


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

43


44

Reppa Ísland Nafn:

Fag:

Hvert var haldið:

Árni Bjarnsteinsson Líffræði Íran Bjarni Thor Dagur Kárason Forritun Japan Eldar Máni Gíslason Efnafræði Tékkland og Slóvakía Hrólfur Eyjólfsson Stærðfræði Rúmenía Þorsteinn Ívar Albertsson Eðlisfræði Portúgal Ægir Örn Kristjánssson Efnafræði Tékkland og Slóvakía

Var bekkjarandinn ástæða þess að þið reynduð allir við að komast í ólympíulið? Æ: Já, þetta er nokkuð mikill keppnisbekkur. H: Þetta byrjaði eiginlega með líffræðikeppninni, kennararnir

héldu keppni milli bekkja og við enduðum með hæsta meðaltalið. Það er nett fáránlegt verandi eðlisfræði­ bekkur. Þá kikkaði inn keppnisskapið og við fengum allir áhuga á þessu. Síðan kom í ljós að bæði Eldar og Árni komust í líffræðiliðið. Á: Já, ég veit ekki, við mættum bara og skárum upp fisk og eitthvað. Það gekk víst svona vel hjá okkur. H: Þá byrjaði allavega þetta vibe: „Við ætlum að koma einhverjum í öll liðin: stærðfræði, efnafræði, allt.“ Voruð þið með sumarvinnu eða lærðuð þið allt sumarið? Þ: Ég vann svona hálft sumarið. Á: Já, það var einhver styrkur frá bænum til að læra. B: Ég vann allt sumarið, forritunarkeppnin er eina keppnin

Mannlíf

Björn Aron Jóhannesson  &  Sindri Smárason

sem bauð ekki upp á sumarstyrk. Borgaði styrkurinn vel? H og Á: Nei. Á: Nema þú búir í Kópavogi, þá færðu 500 þúsund

á mánuði. H: Ef þú ert frá Kópavogi færðu svona tvöfalt það sem þeir

borga í Reykjavík. Rosalegt. Betur borgað en flest sumarstörf. Hvernig gekk Íslandi svo í keppnunum? Þ: Ekkert sérstaklega vel miðað við þessa „góðu“ keppendur

frá hinum löndunum, en hver og einn gerir bara sitt besta í þessari keppni. Ég held að það hafi allavega gengið upp hjá okkur. Æ: Held að flestir hafi verið mjög sáttir með sína frammistöðu. Gekk frekar illa miðað við önnur lönd en þau eru mörg svo fáránlega góð, varla hægt að bera sig saman við þau. Á: Það voru semsagt tvö hjá okkur sem fengu Merit Award, sem eru næstu 10 prósentin á eftir þeim sem fengu bronsið, og einn var svona 5 sætum frá bronsi. Ég var allavega sáttur með mitt sæti. [U.þ.b. helmingur keppenda fær gull, silfur eða bronsmedalíu. Þeim er útdeilt í hlutföllunum 1:2:3] B: Ísland var eiginlega bara þar sem það átti að vera – frekar neðarlega. Samt alveg fínt. H: Já, ég held samt að flestir skilji ekki hvað þetta fólk í hinum liðunum er „intense“. Það var strákur í bandaríska liðinu í fyrra sem fékk gull en svo komst hann ekki einu sinni í liðið í ár. Það voru strax komnir sex einstaklingar sem voru betri en hann. Maður skilur ekki hvað það er mikið keppnis­ skap þarna, þetta er svo mikið virðingardæmi fyrir þeim að komast í þessa keppni.


45

Sum sem virðast tala frekar lítið en fara alveg á fullt þarna úti þar sem þau eru umkringd stærðfræðingum. Einhvern tímann vorum við að tala um dæmi sem ég náði ekki. Þá segir einn við mig: „Nei átt ekki að gera þetta svona“ og skrifar svo einhverja fáránlega flókna diffurjöfnu á blað, „þetta er ógeðslega auðvelt, skil ekki hvernig þú fattaðir þetta ekki.“ Ég skildi ekki neitt, kinkaði bara kolli og þóttist fylgja. Þ: Já, þetta var mjög skrýtið, sérstaklega í verklega hlutanum. Á: Þar fann maður virkilega fyrir mun á okkur og sumum þeirra. Hins vegar kom það mér mest á óvart hversu margir voru eðlilegir þarna. Í líffræðikeppninni var fólk að minnsta kosti rosalega hógvært. Í breska liðinu töluðu þau mikið um það hversu oft þau giskuðu á prófinu, fengu síðan þrjú gull. H: Já, eins og bekkjarfélaginn sem segist hafa skitið á prófinu en fær svo 10,5 því hann leiðrétti kennarann. Þetta er versta týpa í heimi og hún er á sterum í þessum keppnum. Á: Við bjuggumst einhvern veginn við því að flestir væru mun verri en við í samskiptum en svo voru þau öll voða eðlileg. Kannski svona einn í þriðja hverju liði sem var skrýtinn. B: Í forritunarkeppninni var alveg skrýtið fólk. Nokkrum var bara drull um keppnina og voru voða næs, en aðrir… Það var einn gæi sem ég var eitthvað að reyna að spjalla við, svo stendur hann bara upp og segir: „This was a nice conversation. I’m going now,“ og skilur mig eftir.

lúðar, en svo er heldur betur ekki. Það eru semsagt 6 dæmi í keppninni sjálfri, en einhvern tímann þegar við komum til baka á hótelið voru nokkrir úr Suður-Amerísku liðunum að tala um að Ísland væri að fara að leysa dæmi 7 í kvöld. Við vorum ekkert að fatta þetta í fyrstu, en að leysa dæmi 7 er bara að ríða. Það var sem sagt eitthvað kynsvall í gangi á hótelinu og við vissum ekkert af því. Svo var það Breki Páls, hann fékk endalausa kvennhylli þarna úti, alveg myndarlegur og eitthvað á Íslandi en þarna úti var hann eins og guð eða eitthvað. Suður-Ameríkubúunum er alveg drull um þessa keppni, þau eru bara mætt til að djamma og sofa hjá og eitthvað. Samt ekkert virðingarvert eða nett við djammið þeirra, kannski ekki virgin lúðar en lúðar samt sem áður. Viljiði koma einhverju á framfæri varðandi þessar keppnir? B: Ég mæli alveg með þessu, gaman að fara frítt erlendis. Þ: Já mæli mikið með þessu. Á: Ég ætla að minnsta kosti að reyna að komast

aftur á næsta ári, þetta var mjög næs.

Skinfaxi   nr. 122

H: Það er ótrúlegt að hlusta á þessa krakka tala.

Er eitthvað sem fólk veit ekki um keppnirnar? H: Já, guð. Fólk heldur allt að þetta séu einhverjir virgin

Menntaskólinn í Reykjavík

Hvernig fannst ykkur öllum að hitta þessa erlendu keppendur?


Mannlíf

Lilja Bragadóttir   &  Urður Helga Gísladóttir

46

Systkini


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

47


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

Systkini Blanca og Tristan

48


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

49


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

Systkini Ylfa og Högna

50


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

51


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

Systkini Atli og Magnús

52


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

53


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

Systkini Atli og Magnús

54


Skinfaxi   nr. 122

55

Urður Helga Gísladóttir Lilja Bragadóttir Systkini

Blanca Lára Castañeda Bjarnarson Tristan Alejandro Castañeda Bjarnarson Ylfa Örk Hákonardóttir Högna Hákonardóttir Atli Már Eyjólfsson Magnús Daði Eyjólfsson

Menntaskólinn í Reykjavík

Ljósmyndir


56 Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og fyrrum aðstoðarforstjóri Time Warner ólst upp steinsnar frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði þar nám á árunum 1978 til 1982. Ferill hans sem rithöfundur er farsæll en eftir hann liggur á annan tug skáldverka. Ferill hans í bandarísku viðskiptalífi er ekki síðri en síðasta sumar lét hann af störfum sem aðstoðarforstjóri Time Warner sem er eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi. Ólafur gagnrýnir styttingu framhaldsskólanáms á Íslandi og segir reikningsdæmið einfalt hjá stjórnvöldum þegar kemur að því að útdeila fjármunum úr almannasjóðum – það fjármagn eigi ekki síst að fara í menntun og heilbrigðismál.

Mannlíf

Björn Aron Jóhannesson

Tveir heimar Ólafs


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

57


Tveir heimar Ólafs

Þrátt fyrir að hafa setið lengi í stjórnum stórfyrirtækja hefur Ólafi tekist að sinna ritstörfum samhliða þeim ferli. Hann segir það hafa byrjað þegar hann lagði stund á eðlisfræði við Brandeis-háskóla í Bandaríkjunum. „Þegar ég var í eðlisfræðirannsóknum og beið eftir maskínunum, þá drap ég oft tímann með því að pára. Þannig ég var strax byrjaður að skrifa með öðru.“ Eftir háskólann var Ólafur ráðinn til Sony og hélt í Kísildalinn. Fyrsta verk hans þar var að koma á markað í Bandaríkjunum CD-ROM tækninni sem var alveg ný og enginn hafði áhuga á. Sjálfur hafði hann aldrei séð sjálfan sig fyrir sér í viðskiptum. Hugsaði að hann myndi varla vera þarna í meira en tvö ár. Hjá Sony nýtti hann hverja lausa stund sem hann hafði til að skrifa og gaf út sitt fyrsta skáldverk á fyrsta ári sínu hjá fyrirtækinu, 1986. „Núna þegar ég get ráðið tíma mínum meira sjálfur þá byrja ég daginn á að skrifa, áður en ég fer á skrif­ stofuna, og ef ég næ svona þremur tímum þá er það mjög gott. Þá er ég líka í rauninni búinn að þurrausa mig og gott að hætta þá, annars verður minna úr verki.“ Um klukkan tíu er svo skipt um búning og farið á kontórinn. Þá er ekkert hugsað meira um skrifin. „Það er nefnilega svo merkilegt með hausinn að undirmeðvitundin heldur áfram að malla. Á kvöldin er ég heldur ekkert að hugsa um skriftirnar. En á morgnana kemur í ljós að hausinn hefur verið að vinna þótt ég hafi ekki veitt því mikla eftirtekt. Þannig er ég í öllu frekar reglusamur – pedant þegar kemur að því hvernig ég nota tímann.“ Skrifin hjálpa Ólafi líka að leiða hugann frá daglegu amstri. Hann segir að fyrir það fyrsta skrifi hann vegna þess að hann þurfi á því að halda. „Ég væri ekkert ánægður ef ég sinnti skriftunum ekki. Og ef maður er ekki ánægður í lífinu þá er maður ekki pródúktífur.“

Björn Aron Jóhannesson Mannlíf

58

Lærði að segja nei

Erfiðasta orðið í íslenskri tungu til að læra að nota rétt er nei.

Það er mjög algengt að fólki finnist þetta athæfi Ólafs skrýtið. Að reka stórfyrirtæki og skrifa bækur. Sérstaklega litteratúr en ekki viðskiptabækur, sem hann segist nú aldrei nenna að lesa sjálfur. „Ég segi þá stundum að þetta sé ekkert það flókið og vitna bara í skólaárin. Maður kom heim úr skólanum og skoðaði hvað var á dagskránni og var ekkert mikið að velta því fyrir sér hvort það væri stærðfræði, náttúrufræði eða sagnfræði o.s.frv. Allt ólíkar greinar en maður svissar bara úr einu í annað. Þarna er ég bara kominn á tvö svið sem liggja sæmilega vel fyrir mér. Rekstur og skriftir. Þannig að ég held því fram að þetta sé jafnvel auðveldara en að vera námsmaður þar sem eru mörg fög og maður fer úr einu í annað.“ En hann segir að þá þurfi líka að skilja hismið frá kjarnanum og segja nei við mörgu. „Þegar ég var strákur man ég að pabbi sagði við mig: „Erfiðasta orðið í íslenskri tungu til að læra að nota rétt er nei. Það er margt til í því. Maður þarf að segja nei við rétt tækifæri.“


Gagnrýnir styttingu framhaldsskólanna

Nýjasta bók Ólafs, Sakramentið, er byggð á atburðum sem áttu sér stað í Landakotsskóla. Aðspurður um hvaðan hann fái innblástur að bókum sínum segir hann að hann komi úr ýmsum áttum. „Maður er kannski alltaf eitthvað að veiða. Með veiðarfærin úti og veit svo ekki fyrr en maður er kominn í höfn hvað er í netunum. Á ferðinni um lífið þá síast þetta inn. Svo veit maður ekkert hvað verður úr efniviðnum eða hvenær hann nýtist manni.“ Ólafur segir líka að það sé eitt sem hefur auðveldað alla rannsóknarvinnu, Internetið. „Það er nú svolítið auðveldara að viða að sér efni núna en það var fyrir þrjátíu árum. Þá lá maður bara á bókasöfnum og þurfti að hlaupa og lesa og cross-referensa o.s.frv. Núna ferðu bara og slærð inn leitarorð.“

Árið 1999 byrjaði Ólafur hjá Time Warner og varð síðar aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. Eftir samruna AT&T og Time Warner í júní 2018 yfirgaf hann fyrirtækið, eftir tæp tuttugu ár þar. Hann segir óljóst hvað taki við núna. „Þetta er alveg heill skali sem kemur til greina. Á öðrum endanum er að taka við einhverju stórfyrirtæki og reka það en á hinum er að gera ekki neitt í bisness. Ég er ekki búinn að ákveða hvar ég vil lenda á honum og ég er ekkert að flýta mér að því.“ Það liggur heldur ekki fyrir hvort hann muni halda sig fyrir vestan eða flytja heim til Íslands. Það er í raun eitt sem ræður því hvar þau hjónin eyða mestum hluta ársins núna en það er skólavist dóttur þeirra. „Við getum svosem flakkað en þú ert ekki í skóla á mörgum stöðum. Við eigum stelpu sem er á fyrsta ári í menntaskóla fyrir vestan en þar er menntaskólinn fjögurra ára nám. Ég verð að viðurkenna að okkur líst ekkert á þetta nýja fyrirkomulag, þetta þriggja ára nám. Ef við værum að velta fyrir okkur að vera hérna heima og dóttir okkar færi í skóla hérna, akkúrat þegar hún er að byrja í menntaskóla, þá myndi okkur lítast miklu betur á það ef þetta væri fjögurra ára nám eins og áður var.“ Ólafur segir reikningsdæmið einfalt þegar kemur að því hvernig stjórnvöld deila fjármagni úr okkar sameiginlegu sjóðum. „Sama hvernig á það er litið þá er bullandi velmegun á Íslandi, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Góðæri. Þegar litið er á fjármagnið sem stjórnvöld hafa milli handanna og íbúafjölda, þá er þetta ekki flókinn reikningur. Að vera að skera niður og spara í menntun og heilbrigðiskerfi er óskynsamlegt. Þetta er bara fjárfesting. Besta fjárfestingin. Þótt menn séu ekki með neitt nema bullandi kapítalísk viðhorf og spyrji sig: „Hvar er best að fjárfesta?“ þá er svarið námskerfi og heilbrigðiskerfi.“

Að vera að skera niður í menntun og heilbrigðiskerfi er það vitlausasta sem maður getur gert.

Menntaskólinn í Reykjavík

Hugmyndirnar koma á ferðinni um lífið

Skinfaxi   nr. 122

59


Gettu betur

Annáll

Gettu betur lið MR 2018–2019

Frá vinstri: Sigrún Vala Árnadóttir, 6. S Hlynur Blær Sigurðsson, 6. Y Ármann Leifsson, 4. A

60


61

MORFÍs lið MR 2018–2019

Efri röð frá vinstri: Ágúst Beinteinn Árnason, 4. A Ingibjörg Iða Auðunardóttir, VI. S Guðjón Þór Jósefsson, VI. Y Neðri röð frá vinstri: Lára Debaruna Árnadóttir, VI. Q Ólafur Björn Sverrisson, 6. A

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

MORFÍs


Innrásin í Róm

62 glápt á hundruði heimsþekktra marmarabossa og gengið að meðaltali þrjú hundruð kílómetra dag hvern. Strax við komu hópsins varð Rómaborg svo hrærð að hún grét þungum regntárum. Hvort það hafi verið vegna gleði, hrifningar eða af sorg skulum við láta liggja milli hluta, en vætan var engu að síður svo mikil að margir hverjir voru farnir að finna fyrir fitjum á milli fingra sinna og táa. Full kjarks héldum við samt sem áður út í rigninguna um fimmleytið sama dag og létum ekki deigan síga fyrr en helmingi alls ferðapeningsins hafði verið eytt í regnhlífar og slár. Það er nefnilega merkilegt með regnhlífa­ sölumenn í Róm, að þeir spretta fram eins og litlir maurar úr maurahrúgum um leið og fyrsti regndropinn lætur á sér kræla. Þrátt fyrir að vera fáránlega blaut og sjúskuð, hélt fylkingin sátt við sitt upp á hótelið skömmu fyrir kvöldmat, vel búin regnhlífa­varningi. Þá höfðum við vaðið niður að Trajanusarsúlunni og svamlað aðeins í kringum Rjómatertuna svokölluðu. Föstudagurinn var til allrar hamingju talsvert þurrari. Þann morguninn skunduðum við niður að Forum Romanum, þar sem Kolbrún fræddi okkur um helling af gömlum steinum og grjótum. Þaðan héldum við í átt að Colosseum, þar sem rödd Sigríðar nokkurrar Hagalín ómaði skyndilega í kallkerfinu: „Labba and Bolli, where are you? We have to find you! We are waiting at the exit. We are from Iceland. Ehm.. repeat: Labba and Bolli, we are waiting at the exit. Come here! Thank you, bye!“

Annáll

Hrefna Svavarsdóttir

Blessunarlega fundust Labba og Bolli fáeinum sekúndum síðar, þar sem þau biðu við innganginn eins og Sigga hafði skipað þeim að gera. Á laugardaginn gengum við í sakleysi okkar yfir landa­ mæri Vatíkansins, heilsuðum upp á páfann og skoðuðum flotta kirkju. Sumir fóru síðan á Vatíkanssafnið á meðan aðrir gengu eftir árbökkum Tíberfljóts í fylgd Kolbrúnar að skoða ýmsa merkisstaði. Daginn eftir byrjaði aftur að rigna. Við skýldum okkur fyrir rigningunni í katakomb­ unum, átján hundruð ára gömlu neðanjarðargrafhýsi (huggulegt – ekki satt?), hoppuðum í pollum á Via Appia og nærðum okkur svo á plebbalegasta veitingastað sunnan Alpafjalla (eigendurnir voru svo ánægðir með heimsóknina að þau leystu okkur út með sleikjóum). Fimmtudaginn 1. nóvember síðastliðinn gerði forn­ máladeild Menntaskólans í Reykjavík innrás í Rómaborg. Fyrir innrásinni stóð Kolbrún Elfa, latínukennari, ásamt Eiríki Gauta, grískukennara með meiru. Þeim fylgdu 27 litlir lærisveinar að meðtalinni Lindu Rós, ensku­ kennara, og Elísabetu Siemsen, háttvirtum rektor. Inn­rásarlið er sagt hafa neytt óhóflegs magns af glúteni,

Við þetta bættust ótal gönguferðir, búðarrölt, matarnautnir og almennar ánægjustundir. Fylkingin sneri síðan aftur heim til Reykjavíkur seint að kvöldi miðvikudagsins 5. nóvember, sátt með sitt. (Ungfrú Siemsen var meira að segja svo grand að gefa okkur frí í fyrstu tveimur tímunum morguninn eftir!)


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

63


64

Skoðanakönnun Fjöldi nemenda í MR veturinn 2018–2019

Ertu feministi ?

MR 4. 5. VI. 6. 829 227 218 212 172

Já 

Nei, en er jafnréttissinni 

Nei

MR

100% 27% 26% 26% 21%

55%

39%

6%

55%

39%

6%

4. Þátttaka nemenda

Tók þátt 

Tók ekki þátt

5. 72%

MR 57%

43%

VI.

56%

44%

6.

23%

73%

4.

22% 5%

78%

5. 58%

5%

19%

3%

42%

VI.

Hver er kynhneigð þín ? 53%

47%

Gagnkynhneigð  Samkynhneigð 

6. 63%

37%

Tvíkynhneigð  Pankynhneigð 

Annað

MR 84%

2% 10% 1% 3%

Hlutfall þáttakenda milli bekkja

4. 

5. 

VI. 

6.

Hefurðu efast um kynhneigð þína ?

MR

Já  26%

27%

24%

23%

Nei

MR 41%

59%

Kyn þátttakenda

KK 

KVK 

Annað

Hversu vel líður þér á skalanum 1–5 ?

MR

1  38%

60%

2%

2 

3 

4 

5

MR 3% 5% 20%

40%

32%

Flokkaru rusl ?

Já, eins mikið og ég get  Já, en bara stundum  Nei, of mikið vesen

Ertu einmana ?

Já 

MR

Nei 

Stundum

MR 52%

40%

8%

15%

Drekkurðu kaffi ?

Já, daglega 

40%

45%

Drekkurðu áfengi ?

Já, en bara stundum 

Nei

MR

Já 

Nei 

Félagslega 

Hef prófað

MR 25%

29%

46%

46%

30%

10% 14%

4. 19%

Hefurðu svindlað á prófi ?

Já, ég komst upp með það  Já, en ég var gómuð/aður  Nei, en hef íhugað að gera það  Nei, myndi aldrei

7% 20%

40%

33%

9%

18%

VI. 57%

MR

21%

12%

10%

6. 51%

1% 25%

23%

74%

Hefurðu stolið úr Kakólandi ?

Já 

7% 13%

Hefurðu smyglað áfengi inn á ball ?

Nei

MR

Já 

Nei

MR 16%

Mannlíf

54%

5.

84%

18%

82%

6%


65

Yfirlitskort sem sýnir hversu margir þáttakenda skoðanakannanarinnar hafa stundað kynlíf á skólalóðinni og hvar.

Hefurðu stundað kynlíf á skólalóðinni ?

Já 

Nei

MR 10% 90%

gu st í ns

Cas

r is

15

ti

He

3

Ga

 2 ml

is

kó li

Íþr Íþa

 7 ót

ta

rk om

pa

n

an

 2

 7

tu

ist

s ið

æl

Fj ó

5 rra

Skinfaxi   nr. 122

Ch

s ið

ka

 11

Menntaskólinn í Reykjavík

sa

ov a

ak

Ca

 2

aN

Þr

an tm Am

Fjöldi Staður 2 Amtmannsstíg 3 Casa Christi 15 Casa Nova 7 Fjósið 2 Gamli skóli 5 Herranæturkompan 11 Íþaka 2 Íþróttahúsið 7 Þrælakistan

r

Ef já, hvar hefuru stundað kynlíf á skólalóð MR ?


Hvað, ertu ekki í MR?

66

Ég spyr mig, hver hefur ekki lent í að gera eitthvað hallærislegt eða pínlega vandræða­legt? Gert eitthvað sem þykir almennt skrýtið og drepur alla stemningu á svæðinu þar til einhver fer að gera grín að manni eða bjargar manni með því að hunsa það sem átti sér stað – byrjar nýtt umræðuefni eða dregur athyglina að einhverju öðru. Hver hefur ekki haldið einhverju fram sem kemur svo í ljós að er algjört bull og vitleysa? Maður getur ekki dregið það til baka og er þá búinn að ýta undir þá ímynd að maður sé vitleysingur. Eða ennþá verra: Kvenskælingur. Hver hefur ekki lent í því að mismæla sig og þurfa að þola skotin dynja á sér eða gert litla innsláttarvillu í Snapchat-hópi og fá til baka skilaboð full hneykslis eins og „Kleinuhringur er ekki með „y“. Hvað, ertu ekki í MR?“ Svo er það auðvitað þessi seinasta setning: „Ertu ekki í MR?“ Frasi sem ég hef þurft að heyra núna nokkrum sinnum eftir að ég hóf nám hérna. Það að vera í MR virðist kosta mig réttinn til að gera mistök.

Hugleiðing

Maggi Snorrason

Hver hefur ekki gert mistök? Maður gerir lítil mistök og þá er ráðist svo hart að manni að það gefst lítill sem enginn séns á að verja sig eða útskýra hvað maður átti við. Um daginn var ég í Bónus með tveimur bekkjarbræðrum mínum. Þegar við vorum komnir á kassann dró einn þeirra upp kortið sitt og sagði: „Ég vona að kortið virki. Ég setti það óvart undir kranann og það fékk alla bununa á sig.“ Ég og hinn strákurinn litum þá hvor á annan, spenntir yfir tækifærinu sem við höfðum fengið. Þarna hafði einhver sagt einhverja vitleysu og við gátum nú gert okkur breiða og hellt okkur yfir hann í þágu eigin stolts. Við vissum betur, þar sem við höfðum sjálfir farið svo illa með okkar kort, að smá vatn gæti ekki haft áhrif á það. Hann reyndi að verja sig en hann náði aldrei að koma neinu upp því að við vorum alltaf að grípa fram í fyrir honum og segja hvað þetta hafi verið heimskulegt. Nú seinna þegar ég pæli í þessu þá var þetta ekkert svo vitlaust þar sem það væri alveg eðlilegt að halda að kortið gæti hafa skaðast ef maður hefur ekki lent í því áður. Ég er nokkuð viss um að allir tengi við báðar hliðar þessarar sögu. Hvernig það er að seilast eftir stoltstilfinningu með því að ráðast á aðra annars vegar og verða fyrir miskunnarlausri skothríð allra viðstaddra hins vegar. Þótt flestir geri þetta ekki alltaf og hafa vit á því að láta aðra í friði þrátt fyrir mistök þeirra þá kemur það samt fyrir. Við ættum að vita að þetta gagnast nákvæmlega engum. Það er enginn að fara klappa fyrir manni og maður fær engan verðlaunapening. Bara tímabundið stolt. Já, og gefins plastgaffal í Kakólandi, en maður fær þá frítt hvort sem er. Eftir öll þau óteljandi skipti sem fólk hefur sagt að maður lærir af mistökunum sínum þá virðast sumir ekki ennþá getað sýnt öðru fólki það umburðarlyndi að hæðast ekki að því eða skjóta það niður fyrir það eitt að gera mistök. Verum frekar opin fyrir mistökunum, lærum af þeim og leiðbeinum í stað þess að skjóta. Eru mistök ekki annars það mannlegasta sem til er?


Skinfaxi   nr. 122

67

Menntaskólinn í Reykjavík

Á myndinni er Jóhann Hrafn Jóhannsson Ljósmyndari: Friðrika Hanna Björnsdóttir


68

Annáll

BUSA RAVE Busarave Skólafélagsins er ef til vill allra stærsti, skemmtilegasti og sveittasti viðburður skólans. Eðli málsins samkvæmt koma myndirnar sem teknar eru á ballinu ekki alltaf sérstaklega vel út. Þess vegna höfum við ákveðið að leyfa fólki í staðinn að teikna eftirminnilegustu stundirnar frá kvöldinu. Að því gefnu að það muni eftir þeim.


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

69


Annรกll

Busarave

70


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

71


Annรกll

Busarave

72


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

73


Annรกll

Busarave

74


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

75


Annáll

Jón Gunnar Hannesson

Til minningar um busarave

76 Ég man mín fyrstu kynni af busaballinu vel, eins og líklega flestir MR-ingar gera. Á því kvöldi blómstraði ég, þetta litla fræ úr Garðabænum, loks í alvöru MR-ing. Þetta var ótrúleg upplifun, menningarsjokkið að ég væri ekki lengur í grunnskóla, er tógaklæddir sjöttubekkingar leiddu mig í gegnum ferlið. „Sjáðu, þarna í rútunni, þar er aðalleikari herranætur í þrísleik við ritstjóra Skinfaxa og næsta dúx, er ekki frábært að vera í menntaskóla?“ spurðu þau. Samstundis dundu á mér ástarjátningar sessunautar sem ég hafði þekkt í tvær vikur. Ég sjálfur svaraði vitaskuld játandi í allar áttir. Lífið var svo einfalt og gott, allir elskuðu alla og ég var kominn inn í skólann sem hélt besta og stærsta ball ársins. Utan MR löptu nýnemar mjólk í dimmum skúmaskotum balla, lentu í slagsmálum og létu öllum illum látum, en innan balla Menntaskólans var einhvers konar einstakt félagslyndi og nánd. Fólk lenti lítið í útistöðum við gæsluna, og smokkur var álitinn getnaðarvörn frekar en drykkjarílát. Allt byggði þetta á þessu fyrsta balli, og líklega mikilvægasti liðurinn í þessu var fyrirpartíið, þar sem sjöttubekkingar lögðu línurnar og sýndu okkur busunum að það er ekkert minna skemmtilegt en að skemmta sér eins og fáviti. Að skemmta sér með elstu bekkingum veitti manni inngöngu inn í menntaskólasamfélagið, þar sem manni var tekið sem jafningja sem hafði jafn mikinn rétt á að taka þátt í öllu félagsstarfi menntskælinga og eldri nemendur. Það var enginn þrýstingur, ekkert stress, bara sameiginlegur spenningur fyrir kvöldinu sem var fyrir höndum. Á busaballinu var settur tónninn fyrir það sem áttu eftir að verða bestu ár lífs míns. Hugmyndin um að MR-ingar ættu sér ekki félagslíf flaug út um gluggann, enda var hún rugl. Það var bersýnilegt að félagslífið í MR væri eitt það sterkasta og líflegasta sem fyrirfyndist í menntaskólum landsins. Í MR var enn keimur af forn­ aldar­frægð menntaskólanna, þá tíma endur fyrir löngu þegar böll voru nett. Það er svo ótrúlega mikilvægt að byrja skólaárið sterkt, að skapa tilhlökkun fyrir skólasetningu og mynda stemningu sem lifir fram í vetrarmánuðina. Busaballi MR tókst það. Nú er á döfinni breyting, þar sem líkur eru á að busaballið verði innanskólaball á næstu árum og verður seint snúið aftur ef að það skref verður tekið. Það er þó mikilvægt að muna að breytingar þessar er engan veginn búið að festa og því fellur það í skaut yngri nemenda að standa fyrir sínu. Það ætti enginn að missa af upplifuninni að dansa af sér vitið í steikjandi hita, meðan neonljósin leiftra yfir mannmergðina við undirspil þessarar einstöku tónlistar sem á eingöngu við á þessu balli. Busaballið mun deyja daginn sem það verður haldið á Spot, og vil ég nýta tækifærið til þess að senda því mína hinstu kveðju í þessu blaði. Bless, busaball, sem virtist einu sinni ógleymanlegt, ég vona að minning þín lifi sem lengst.


Skinfaxi   nr. 122

gar gera. Á því kvöldi blómstraði ég, þetta litla fræ úr Garðabænum, loks í alvöru MR-ing. Þetta var ótrúleg upplifun, menningarsjokkið að ég væri ekki lengur í grunnskóla, er tógaklæddir

Við munum sakna þín elsku sveitta, tryllta, ógeðslega og magnaða busarave <3

Menntaskólinn í Reykjavík

77


78

Blek

A. B. C.

Mannlíf

Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

D.

Hver er sagan á bak við tattúið? Sérðu eftir því? Hver voru viðbrögð fjölskyldu og vina? Ertu með plön um að fá þér fleiri tattú?

Öll leitumst við eftir því að tjá okkur og sýna heiminum hver við erum, á einn hátt eða annan. Sumir sýna sitt sanna sjálf með bleki, að minnsta kosti að einhverju leyti. Hvort sem tattúin eru handahófskennd og flippuð eða þýðingarmikil og táknræn þá skín persónuleiki þeirra sem bera þau í gegn og heimurinn kemst þannig aðeins nær því að vita hver þau eru.


79 Auður Mist Eydal, VI. Z A.

Þetta gerðist í október 2017, þegar ég var 16 ára. Ég og vinkona mín vorum í tilvistarkreppu í stærðfræði­ tíma og þurftum einhverja breytingu í líf okkar. Af einskæru „fuck it” attitude-i þá ákváðum við að fara heim til hennar og henda í nokkur stick & poke tattú. Við fengum okkur nokkur skot, hún gerði hjarta á síðuna mína og kirsuberið á rassinn minn, og ég gerði hjarta á hana (það var mjög lélegt, ég kemst að því þarna að ég er ekki með nógu stöðugar hendur í svona verk). Stick & poke tattúin tóku mjög langan tíma og voru mjög sársaukafull (þar komu skotin sterk inn, þau linuðu sársaukann) en þetta heppnaðist samt allt saman voða vel og ég er ánægð með útkomuna. Nei, ég sé ekki eftir neinu, þetta er bara mjög fyndin saga. Það koma hins vegar tímapunktar þar sem ég ímynda mér mig sextuga með kirsuber á rassinum, en það er bara skemmtileg tilhugsun. C.

Vinum mínum fannst þetta bara fyndið, það kom þeim í raun ekkert á óvart, öllum fannst þetta vera týpískt uppátæki sem ég myndi gera. Foreldrar mínir hins vegar... Tja ég get bara sagt að fyrst um sinn þá héldu þau að ég væri með svokallaðan „tramp stamp” en núna finnst þeim þau bæði mjög fín.

Skinfaxi   nr. 122

B.

D.

Ég ætla bráðlega að fá mér eitt persónulegt tattú, eitt stórt (Medúsa undir brjóstin) og svo líka fara inn í línurnar á þeim sem ég er nú þegar með. Ég þarf samt að bíða þar til ég verð orðin 18 ára. Apríl Mist Fjeldsted, 5. A A.

Ég var ógeðslega 16 ára, ógeðslega heimsk og ógeðslega skotin í gaur sem fékk að gera stick & poke á bossann minn. Þetta var einhver sumarnótt árið 2016. B.

Bæði og, hef mikinn húmor fyrir þessu en á sama tíma finnst mér það ótrúlega ljótt. Amma bað um að fá að skera þetta af mér, mamma hló bara. Þetta var stórt umræðuefni í sunnudagsboðunum. D.

Já, það eru þrjú tattú sem ég hef ætlað að fá mér lengi, sem sagt engar skyndiákvarðanir aftur. Eitt heimskulegt (playboy kanína á rassinn), annað dramatískt (white ferrari á vinstri baugfingur) og svo tribute (alsbera konan með blævænginn sem Amy Winehouse skartaði á upphandleggnum sínum). Svo finnst mer líklegt að ég fái mér stafinn P fyrir hundana mína Pablo og Parisi.

Menntaskólinn í Reykjavík

C.


Mannlíf

Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

Blek

80


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

81


82

Blek

Ásdís Embla Ámundsdóttir, 6. M A.

Rósin er annað tattúið af fimm, en það er engin sérstök saga á bakvið það. Flest hafa tattúin þó einhverja sögu á bakvið sig, til dæmis kom vinkona mín með hugmyndina að hvalhákarli eftir að við syntum með þeim í Mexíkó sem var alveg mögnuð upplifun. B.

Nei, ég sé ekki eftir neinu og ég efast um að ég muni gera það. Flest hafa einhverja sögu á bak við sig, þannig að þegar ég horfi á þau minnist ég tímans og ástæðunnar á bakvið þau í stað þess að sjá eftir þeim. Ég gleymi líka oft að ég sé með þau þannig að það er erfiðara að fá leið á þeim. C.

Ég hef nánast bara fengið jákvæð viðbrögð. Mamma og pabbi skilja samt ekki af hverju ég vil eyða peningunum mínum í að fá mér tattú, enda myndu þau aldrei fá sér tattú sjálf.

Mannlíf

Mannlíf

Já, en ég er líka að reyna að spara þannig það verður kannski ekki alveg strax. Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

D.


83 Bartosz Grzymala, VI. Qstar123 A.

Smá flókin saga. Hundurinn hennar Heklu vinkonu minnar heitir Dreki og það er líka kínversk hundategund en Helga vinkona mín bjó úti í Kína í 6 mánuði. Svo er ég dreki í kínverska dagatalinu og ég æfði líka eldgleypi í sirkusi á Selfossi. Tattúið var gert með vél á geðveikt shady tattústofu úti í Póllandi, tattúartistinn var meðal annars að bjóða mér út í jónu á 5 mínútna fresti. B.

Nei, alls ekki, þetta var mjög skemmtileg upplifun. Alls ekki jafn vont og fólk segir og svo var þetta einnig ótrúlega vel gert. Allir frekar sáttir, mamma fékk sér meira að segja tattú með mér (skvísan fékk sér family infinity merki).

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

C.


84

Blek

Katla Ómarsdóttir, 6. A A.

Ég er með fimm tattú og það er mismunandi saga á bakvið þau öll. Annað tattúið sem ég fékk mér er nafnið mitt en ég fékk mér það á erfiðum tíma í mínu lífi. Það er í rauninni bara til þess að minna mig á að ég er eina manneskjan sem verður alltaf til staðar fyrir mig. Svo er fjórða tattúið sem ég fékk mér arabískt letur og þýðir Björk, sem er fyrir Andreu Björk, bestu vinkonu mína. Bara eitthvað krúttlegt og snúttulegt. Fimmta tattúið fékk ég mér svo með Kolfinnu, bestu vinkonu minni. Við erum báðar með svona blóm á upphandleggnum. Öll tattúin voru gerð með vél og ég fékk mér þau öll, fyrir utan blómið, þegar ég bjó úti í Englandi. B.

Hingað til sé ég ekki eftir neinu, ég vona bara að það slettist ekkert upp á vináttu okkar Andreu og Kolfinnu. C.

Fjöllan var bara svona eins og fjöllur eru, þeim var svona frekar sama en tattú er ekki eitthvað sem þeim finnst gáfulegt. Vinunum hins vegar fannst þetta allt mjög næs.

Mannlíf

Ég er ekki með nein plön um önnur tattú en flest þessara tattúa sem ég er með nú þegar voru skyndiákvörðun, þannig hver veit? Margrét Hlín Harðardóttir, 6. M A.

Ég vildi fá hönnun sem enginn annar væri með og því lét ég Blöncu teikna tattúið, sem er drekinn úr Múlan. Þá var ég búin að crave-a tattú í smá tíma því Ásdís var alltaf að fara að fá sér. Mig langaði svo í tattú líka þannig að lokum fórum við saman á Bleksmiðjuna og fengum okkur báðar.

Mannlíf

Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

D.


85 Kolfinna Arndísardóttir, 6. A

Engin saga á bakvið það í rauninni, langaði bara í tattú og finnst blóm falleg og þá sérstaklega holtasóley. Svo fengum við Katla okkur alveg eins sem mér þykir mjög vænt um (eins klisjulegt og vinkonutattú eru).

Skinfaxi   nr. 122

A.

Rakel Eva Þráinsdóttir, Hekla Hallgrímsdóttir, Helga Sóley Vilhjálmsdóttir og Kristín Rós Sigmundsdóttir, 6. R A.

Vorum í Mexíkó, smá fullar, og okkur langaði að fá okkur matching tattú þar. Ætluðum fyrst að fá okkur chili eða eitthvað svoleiðis en svo stakk ein upp á efnasambandi alkóhóls og okkur fannst það svo fyndið að við fengum okkur það bara. Þau voru gerð með vél, fórum á einhverja stofu sem hét Playa Ink og var alveg smá shady. Sjáum ekki eftir þessu, sjáum þau heldur aldrei, erum alltaf í sokkum.

Menntaskólinn í Reykjavík

B.


Mannlíf

Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

Blek

86


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

87


Hugleiðing

Ásta Rún Ingvadóttir

Fortíð fyrrum MR-ings

88 Einn góðan veðurdag er ég stödd í heimsókn hjá ömmu minni og afa í gamla húsinu þeirra í miðbæ Reykjavíkur. Við amma stöndum niðri í kjallara í kompu þeirra skötu­ hjúa. Þar er að geyma aragrúa af gömlum, og í flestum tilfellum ónothæfum, hlutum. Ég hef samþykkt að veita ömmu hjálparhönd við að grisja til í þessari óhóflega troðnu geymslu, þakinni rótsterkri fúkkalykt. Þarna eru húsgögn, leikföng og ruslapokar fullir af fötum liðinna áratuga. Auðveldast er að byrja á fötunum og því hefjumst við handa og tökum upp hvern ruslapokann á fætur öðrum. Í þessum pokum eru meðal annars föt frá því að faðir minn stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík. Á milli þess sem ég dreg upp forljótar flíkur má finna ýmsar gersemar. Meðal þeirra er dökkblár ullarjakki sem mér líst samstundis vel á og tek með góðu geði heim. Þegar heim er komið sýni ég föður mínum varninginn úr rykugu pokunum og þegar ég tek upp jakkann má sjá einlægt bros myndast á vörum föður míns. „Jakkinn minn! Ég bókstaflega bjó í þessum jakka á menntaskólaárunum mínum! Ég var alltaf í honum,“ segir hann. Móðir mín sér til okkar og bætir við: „Meira að segja ég man eftir þessum jakka! Ertu búin að máta hann Ásta?“ Ég svara neitandi og prófa því að skella mér í hann. Jakkinn, með þessa yfirþyrmandi sterku fúkkalykt sem hefur dúsað þarna í tugi ára er samt sem áður svo furðu mjúkur og þægilegur. Ég prófa að stinga höndum í vasana til að sjá útkomuna í speglinum. En þegar ég kem hægri lófanum fyrir í hliðarvasa jakkans, finn ég fyrir einhverju. Einhverjum bréfbútum. Ég tek þá upp og rakleiðis er ég færð tugi ára aftur í tímann. Augun mín ljóma upp við það sem blasir fyrir þeim. Miðar á jólaball í Hinu Húsinu og leðurteiti á Hressó. Ég finn hana nálgast að mér hægt og rólega. Hún skríður upp hrygginn og kemur sér fyrir í öllum líkamanum. Þarna er hún í öllu sínu veldi. Nostalgían.


Skinfaxi   nr. 122

89

Menntaskólinn í Reykjavík

Á myndinni er Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir Ljósmyndari: Friðrika Hanna Björnsdóttir


Frúardagur

Annáll

Ásta Rún Ingvadóttir

Ég var ljósamaður í sýningu Frúardags 2018 og þetta er mín saga.

90 Vondir strákar. Alltaf svo ótrúlega vondir (ekki furða að þeir hafi fengið aðalhlutverkin). Æfingarnar voru sársaukafullar. Mér fannst eins og það væri verið að stinga mig í bakið með rýtingi. Vondu strákarnir réðu öllu. Þeir sögðu eitthvað ómerkilegt og samstundis fóru allir að hlæja og hrópa „amen“. Þeir voru eins og grískir guðir og ég var auminginn sem bjó í tunnu í Aþenu, Díógenes. Með tímanum fóru sífellt fleiri að taka upp slæmu takta vondu strákanna. Dagur byrjaði sem félagslyndur og hress náungi sem hrósaði mér fyrir góðar hugmyndir varðandi skygg­ ingar, en þegar leið á ferlið kom í ljós hvað lá undir yfirborðinu. Alltaf þessi kaldhæðnislegi karlahlátur, þetta glottandi augnaráð og kynferðislegu brandararnir sem ég treysti mér ekki einu sinni að fara nánar út í. Það versta var að Dagur náði að draga Guðjón með sér í lið. Ég sem hélt að Guðjóni væri treystandi. Mér var heldur aldrei boðið með á Mandi eða Subway í pásum, fékk ekki einu sinni að deila hrökkbrauði og hummus með Tómasi Óla. Einu sinni mætti ég með ljóskastarana mína á æfingu og Óli sullaði Nocco yfir þá. Bjarki skemmdi síðan sjónhimnuna í vinstra auganu mínu með því að beina Eye Spot fjórfalda kastaranum beint á mig. Á þessum tímapunkti var pirringurinn gagnvart þessum dónum kominn yfir skynsemismörk. Ég var fyrst/ur til að fara að sofa í Frúardagsferðinni því nestið mitt var búið og mér leiddist. Ég vaknaði síðan um morguninn með rennandi blautan svefnpoka því að Stefán hafði pissað í hann. Algjör dólgur, þessi Stefán. Gjörsamlega engin virðing fyrir því að sumir væru sofnaðir. Vondu strákarnir hækkuðu bara róminn. Þegar sýningarnar hófust byrjaði martröðin fyrir alvöru. Það var stanslaust verið að skamma mig og níðast á mér fyrir að stilla ljósin ekki nógu snöggt. Arent sagði að mig vantaði greinilega vöðva í puttana. Gjörsamlega ömurlegt. Þeir skilja ekki hversu erfitt það er að ýta á svona takka. Ekkert nema vanvirðing. Ég hef þurft að leita hjálpar sálfræðings og eftir sýningarnar tók við langt bataferli. Að taka þátt í Frúardegi var versta ákvörðun lífs míns og hefur haft varanleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu mína. Ég vil ráðleggja lesendum að forðast svona leik­ hópa og gera í staðinn það sem færir þeim hamingju. Sjálf/ur er ég hvergi hætt/ur að vinna með ljós, ég dunda mér bara við það heima. Í friði. Fjarri vondum strákum.


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

91


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir

92

Ganga tıska


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

93


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir

Gangatíska

94


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

95


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir

Gangatíska

96


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

97


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir

Gangatíska

98


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

99


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir

Gangatíska

100


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

101


102

Mannlíf

Fíkn


Skinfaxi  nr. 122 

Enginn býst við því að verða fíkill. Fíknin er lúmskt fyrirbæri, hún læðist upp að manni og saklaust fikt getur í sumum tilvikum leitt niður slóttugan veg. Hún er djúpur brunnur sem erfitt getur verið að hífa sig upp úr. Viðhorfið að fíkn sé ekki sjúkdómur heldur aumingjaskapur hefur lengi verið ríkjandi í íslensku samfélagi, fíklar þurfa bara að taka sér tak. Það átta sig ekki allir á því að oft liggur meira að baki fíkninni; áföll, stress og löngunin til að deyfa tilfinningarnar. Það má þó segja að ákveðin vitundarvakning hafi átt sér stað síðastliðið ár. Með tilkomu myndarinnar Lof mér að falla fékkst innsýn í grimman og drungalegan veruleika ungra fíkla á Íslandi. Myndin segir sannar sögur krakka sem villtust út í undirheima Reykjavíkur. Margir þessara krakka voru inni í félagslífinu og gekk vel í skóla en fengu einhverja útrás í dópinu sem þeir höfðu ekki fengið áður. Sumir nota fíkniefni í öðrum tilgangi. Í lokaprófum er ekki óalgengt að fólk noti örvandi lyf til að halda einbeitingunni við lærdóminn. Nemendur nota þessi lyf þó oftast á annan hátt en önnur efni eins og áfengi eða jafnvel fíkniefni. Ekki fyrir vímu heldur árangur í námi. En líkt og með önnur fíkn­iefni er möguleikinn á fíkn alltaf til staðar. Margir sem leita til örvandi lyfja í prófatörnum greina frá því. Búin að vera að nota Concerta undanfarna daga og finnast þau þurfa að gleypa eina í viðbót til að halda sér gangandi. Þessi löngun í eina í viðbót. Enginn býst við því að verða fíkill.

Könnun. 474 MR-ingar 100%0%

Hefurðu neytt lyfseðilsskyldra lyfja til að læra fyrir próf? Já: 9% Nei: 91% Hefurðu neitt eiturlyfja? Nei: 79% Íhugað: 4% Einu sinni: 5% 1–5 sinnum: 3% Oftar en 5 sinnum: 9% Hefurðu haft áhyggjur að þú sért háð/ur einhverju? Já: 34% Nei: 66%

103

Ef já, hvaða eiturlyf? Kannabis: 75 Lyfseðilsskyld lyf: 19 Kókaín: 15 Sveppir: 11 Amfetamín: 9 Ecstacy: 9 Sýra: 4 Ef já, hverju ertu háð/ur? Nikótín: 57 Kaffi: 23 Samfélagsmiðlar: 23 Nocco: 15 Áfengi: 5 Sykur: 4 Gosdrykkir: 3 Verkjalyf: 2 Kynlíf: 2


Ronja Rafnsdóttir Þú ert ekki með ADHD

ADHD er taugafræðilegt heilkenni sem stafar af truflun á starfsemi heilans og veldur athyglisbresti og/eða ofvirkni. Lyfjameðferð dregur úr einkennum og hjálpar einstaklingum meðal annars í námi. Í lyfjunum sem eru í umferð á Íslandi er virka efnið metýlfenídat, sem er náskylt amfetamíni. Meðal vinsælustu og áhrifamestu lyfjanna eru örvandi lyfin Concerta og Ritalin. Fletti maður upp lyfjunum tveimur á netinu kemst maður fljótt að því að tilgangur þeirra er til dæmis að auka athygli, einbeitingu og sjálfstraust auk þess sem þau minnka þreytu.

104

Við könnumst eflaust mörg við þreytuna og uppgjöfina sem hellist yfir mann í erfiðri prófaviku. Maður hefur einungis örfáar klukkustundir til að rifja upp tvo mánuði af námsefni, sem er í rauninni frumlestur frekar en upprifjun. Maður bölvar sjálfum sér fyrir að hafa ekki fylgst betur með og að hafa glatað glósumetnaðinum sem var til staðar á busaárinu. Þegar nóttin fyrir prófið nálgast tekur svefninn yfir þessa snilldarhugmynd manns um að taka bara „all-nighter“. Eftir situr svekktur námsmaður, fullur örvæntingar og óskar þess að það væri til einhver töfralausn sem gæfi manni metnaðinn og einbeitinguna til að læra fyrir þetta próf.


Skinfaxi  nr. 122 

105

Um það bil 13% íslenskra háskólanema hafa tekið örvandi lyf til þess að bæta námsárangur. Nýjar rannsóknir sýna einnig fram á að 7% framhaldsskólanema hafa misnotað lyfin. Reynslusögur mála þessi lyf upp sem undraefni, sem nokkurs konar bjargvætt sem galdrar þig úr falleinkunn upp í 9,5. Nemendur í MR hafa lýst því hvernig þeir gátu skrifað heila ritgerð eða lært í margar klukkustundir án þess að missa einbeitingu undir áhrifum Concerta eða Ritalíns. Þessi lofsöngur námsmanna um lyfin er frekar hlægilegur í ljósi þess að nýjar rannsóknir sýna fram á að ADHD-lyf hafa einungis tilætluð áhrif á einstaklinga sem þjást af heilaröskuninni sjálfri. Rannsóknirnar voru framkvæmdar af Bergljótu Gyðu Guðmundsdóttur, doktor í sálfræði, ásamt sex öðrum vísindamönnum við Brown-háskólann í Banda­ ríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að lyfin bæta engan veginn námsárangur einstaklinga sem eru ekki með ADHD og raunar virðast lyfin hafa neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra. Skamm­ tíma- og vinnslum­inni versnaði und­ir áhrif­um lyfj­anna. Það var enginn munur á lestr­ar­færni eða lang­tíma­minni þátt­tak­enda. Það sem þótti áhugaverðast við rannsóknina var hvernig at­ hygli, skipu­lagn­ing, tíma­stjórn­un og sjálfsmat þátttakenda á eig­in hug­ar­starfi hrapaði. Í stuttu máli mætti orða þetta þannig að þeir einstaklingar sem ekki þjást af ADHD sýni einkenni athyglisbrests þegar þeir taka örvandi lyf. Hér hefur verið fjallað um þessi lyf á léttan máta en lyfin eru mun hættulegri en fólk heldur. Metýlfenídat hjálpar einstaklingum með ADHD að færa athygli og ofvirkni sína í eðlilegt horf, hjálpar þeim sem sagt að komast á sama grundvöll og fólk með taugafræðilega venjulegan heila. En lyfin geta líka valdið fíkn, kvíða, svefntruflunum og einstaka sinnum geðrofi, sérstaklega ef þau eru ekki notuð í samráði við lækni. Metýlfenídat er misnotað af nokkur hundruð sprautufíklum hér á landi og ekki síður af öðrum hópi, þ.e.a.s. námsmönnum, sem er því miður miklu fjölmennari. Umræðan um misnotkun ADHD-lyfja hefur mestmegnis beinst að hópnum sem er kominn í alvarlega neyslu, en ekki að ungum námsmönnum sem eru að misnota lyfin. Það stafar líklegast af þeirri staðalímynd sem samfélagið gerir sér af neyslu og fólkinu sem er í neyslu. Viðhorf okkar gagnvart námsmönnum sem misnota örvandi lyf eru frábrugðin viðhorfum okkar til annarra hópa sem misnota þessi sömu lyf. Hvers vegna normalíserum við eina neyslu en fordæmum aðra? Þegar einstaklingur er kominn á þann stað í náminu að íhuga að misnota lyfseðilskyld lyf, þá er ekki allt með felldu. Hvort sem námserfiðleikar einstaklingsins stafa af geðrænum vanda­ málum eða námsleiða þá geta örvandi lyf ekki lagað það. Með því að misnota lyf er einstaklingurinn að forðast að vinna í raunverulega vandamálinu. Að þessu sögðu vil ég minna á að svefn, hreyfing, mataræði, skipulag og rétt nám er undirstaða velgengni.


Ónafngreindur nemandi Menntaskólans í Reykjavík Annar fótur í lærða skólanum en hinn í neyslu

Sagan mín er kannski öðruvísi á þann hátt að hún er ekki í þátíð. Ég er að ganga í gegnum hana einmitt núna. Ég veit ekki hver endirinn verður en ég reyni að treysta því að ég endi ekki eins og flestar hryllilegar dópistasögur sem sagðar eru. Ég er nefnilega í MR og hef mína djöfla að draga.

Djöflar sem ég get ekki varpað ljósi á. Því sú frásögn færi alveg á skjön við hvernig ég vil að líf mitt sé, hegðun mína og manneskjuna sem fólk þekkir. Sennilega það eina sem mín saga á sameiginlegt með hverri annarri fíklasögu er byrjunin. Ég hóf menntaskólagöngu mína eins og hver önnur stelpa. Algjört félagsmálatröll sem fannst stærðfræði ennþá skemmtileg og hélt að ég myndi geta sloppið við að vera busaleg. Fullkomlega klisjukennt, en ég var líka týpan sem hataði reykingar og hafði svarið gegn fleiru í þá áttina. Ég vissi samt alltaf innst inni að ég hefði einhverja tilhneigingu sem væri ekki alveg eðlileg, alveg frá því að ég var tólf ára og stal fyrstu bjórsopunum úr hálftómu glasi pabba míns. Það var nú samt ekki eins og ég hefði orðið fyrir einhverri alkóhólistahugljómun þegar í stað en ég hafði aldrei neitt á móti áfengi og viðurkenndi fúslega: ,,Já veistu, ég ætla að drekka áfengi þegar ég er orðin stór.“ Það var ekki fyrr en í fyrsta menntaskólapartýinu sem ég tróð mér í, að umhverfið gerði mig ótrúlega móttækilega fyrir hópþrýstingi, einhverra hluta vegna. Eða gæti það kallast hópþrýstingur?

106

Annars árs neminn þurfti ekki að spyrja oftar en tvisvar og ég tók smókinn eins og gullna miðann inn í hina glæstu menningu menntskælinga.


Skinfaxi  nr. 122 

Þessi saga er kannski farin að hljóma eins og eitthvað forvarnarbull sem stendur inni í bæklingi frá Reyklaus Bekkur en hún er ég. Núna. Ég byrjaði sennilega að prófa áfengi aðeins fyrr en gengur og gerist en ég vissi fljótt að ég var að fíla það í botn. Sumarsins fyrir menntaskóla mun alltaf minnst skömmustulega sem Landasumarsins mikla. Ég las ekkert mikið úr þeirri tilfinningu sem ég fann þegar bjórinn slökkti í mér einhverja djúpstæða þorstatilfinningu en ég hristi eðlisávísunina af mér og hélt ótrauð áfram. Ég kíkti út í sígópásur næsta vetur með krökkunum en sígaretturnar voru oftast meira upp á lúkkið en nikótínvímuna. Spólum fram í tímann þegar ég er komin í 4. eða 5. bekk. Mér var boðið í bústaðarferð af eldri vinum mínum í skólanum og ég þáði það að sjálfsögðu, ekki ætlaði ég að missa af tækifæri til að verða vinsæl meðal elstu bekkinganna. Til að hrífa þau veifaði ég djammsögum mínum út í loftið, sem hafa þó sennilega ekki verið eins krassandi og ég hélt, enda bara 17 ára. En viti menn, hvað var boðið upp á í þeirri ferð? Maríjúana, að sjálfsögðu. Engu sjálfsöruggari og í leit að viðurkenningu þáði ég mína fyrstu smóka af jónunni og fann eitthvað losna innra með mér, allar áhyggjur liðuðust á braut.

En af því ég var frekar kvíðin að eðlisfari, leið ekki á löngu þar til ég fann fyrir ofsakvíðatilfinningunni sem greip mig eins og spennitreyja.

107

Ég sagðist þá bara vera þreytt og „dó“ uppi í rúmi. Það var kannski daginn eftir sem ég komst í kynni við tilfinningar á borð við nagandi samviskubit og skömm sem tóku yfir eftir að ég hafði prófað eitthvað sem var svo ótrúlega út úr mínum karakter. Það var samt ekki eins og foreldrar mínir hafi vitað neitt þá, en ég hafði þarna farið yfir eitthvert táknrænt strik sem ég gat ekki hrist af mér. Stimpill sem þyrfti að bera til dauðadags. Kannski heldur dramatískt allt saman en þá hugsaði ég með mér: hingað og ekki lengra. Ég vissi reyndar að sumir vinir mínir í kringum mig væru að fikta og ég hafði ekta uppgerðarfordóma gagnvart því þó það væri oftast bara skömmin gagnvart sjálfri mér sem ég varpaði út á við. Það leið ekki langur tími þar til mér var boðið gras á ný og ég þáði eins og mér einni var lagið. Síðan þá hefur eiginlega runnið upp fyrir mér hver er oftast að baki þessara heimskulegu ákvarðanna. Bakkus. Ég endaði á því að reykja gras hátt í þrjátíu sinnum áður en ég gafst upp vegna paranoju-tilfinningarinnar. Núna hef ég reyndar komist að því að kannabis sé bara ekki fyrir mig. En það sem ég hef komist að með tímanum (og er enn að reyna að gleypa) er að það er kannski ekkert endilega eitthvað félagslegt óöryggi sem gerir mig móttækilega og spennta fyrir nýjum og hættulegum hlutum, heldur minn eigin persónuleiki, sá sem ég hef og mun alltaf hafa. Sami persónuleiki og gerði mig efins um hversu mikið ég fílaði áfengi í fyrsta sinn.


Annar fótur í lærða skólanum en hinn í neyslu 

108

Nú hef ég sætt mig við að ég hef fíkinn persónuleika. Ekki að ég sé ávanabindandi heldur verð ég heltekin af ákveðnum hlutum, hvort sem það er kaffið sem ég hef drukkið stanslaust í fjögur ár eða baggið sem ég hef notað núna í linnulaus þrjú ár síðan ég hætti að reykja. Svona fíknum persónuleika fylgir oft djamm og það á svo sannarlega við um mig. Ég djamma flestar helgar, stundum báða dagana, og hef gert það í tæp tvö ár. Ég er algerlega föst í vítahring sem ég kemst ekki út úr. Á sunnudögum þegar ég ligg aðgerðalaus uppi í rúmi segir þynnkusjálfið mér að ég sé komin yfir þetta og ég skuli taka mig saman í andlitinu.

Þynnkusjálfið segir mér að ég sé komin yfir þetta [...] en senn kemur föstudagur og mér finnst ég ekkert annað eiga skilið en brjálað skrall og fullt af áfengi. Senn kemur föstudagur og mér finnst ég ekkert annað eiga skilið en brjálað skrall og fullt af áfengi. Ég á leiðinlega sögu með áfengi. Reyndar margar en þær snúast flestar um að ég hafi engar hömlur. Þegar ég byrja að drekka þá get ég ekki hætt. Ég þarf alltaf að vera með drykk í hönd, annars líður mér leiðinlega. Að sjálfsögðu, endar þetta oftar en ekki með black-out kvöldum þar sem ég pikka upp einhverja gæja, langt fyrir neðan mína „standarda“ og vakna daginn eftir á ókunnum stað, með bullandi samviskubit gagnvart foreldrum mínum sem eru löngu hætt að trúa því að ég sé að gista hjá vinkonu minni. Einu sinni endaði það með því að ég vaknaði um hábjartan vetrardag með batteríslausan síma í Hafnarfirði, brjáluð ófærð úti svo það voru engir taxar. Ég hringdi í brjálaða foreldra mína úr síma gæjans sem ég var farin að fyrirlíta. Ég sagði þeim hvar ég væri og laug að það væri heima hjá skálduðum strák sem ég hafði áður sagt þeim frá. Þau leituðu hinsvegar að númerinu á netinu og komust að því að ég væri að ljúga að öllu. Þau sóttu mig og við keyrðum heim, í því sem virtist vera lengsta bílferð heims. Ég hef aldrei nokkurn tíma í lífi mínu fundið fyrir annarri eins skömm – skömm sem grefur sig í brjóstkassann og dregur með sér þunglyndið sem sekkur eins og grjót í lungunum mínum. Ég kom heim og fann fyrir tilfinningum sem ég kannaðist ekki við og eftir allar skammirnar taldi ég best að fara inn á klósett og refsa úlnliðum mínum fyrir afglöpin. Þetta er að sjálfsögðu heldur þung frásögn en ég hef þó lent í öðru eins, þó ekki aftur hvað varðar sjálfsskaða sem betur fer. Þá meina ég að þetta er ekki eina skiptið sem ég hef vaknað á stað þar sem ég vil ekki vera, með manneskju sem ég vil ekki vera með og notað efni sem ég vil ekki nota. Nú er ég komin á mitt síðasta ár í menntaskóla og finnst ég hafa þroskast. Það er kannski ekki satt að öllu leyti því upp á síðkastið hef ég blandað geði við eldra fólk og það sem sumir (fleiri en þú heldur) stunda á djamminu er að taka kókaín, spítt, ecstacy og fleira. Ég prófaði það fyrst þegar ég var að fara heim með gæja, blindfull. Vakna svo að morgni


Skinfaxi  nr. 122 

109

og næ áttum. Finnst eins og ég hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Ekki síst af sjálfri mér. Ég set þessar tilfinningar til hliðar, þær gera mig óneitanlega þunglynda í þrjá daga en svo dreg ég mig á fætur, sannfæri mig um eigin betrun og geri það sama næstu helgi. Þó svo að mér gangi ágætlega í skóla þá getur það samt orðið til þess að ég hrekist ein­ hverja leið sem enginn vill fara. Allir „góðir“ hlutir taka þó einhvern endi, því á meðan ég hélt að það væri eðlilegt að fikta hér og þar, hringir ókunnug manneskja í mömmu mína og segir henni að ég hafi prófað ýmis fíkniefni. Hérna mætti segja að ákveðin kaflaskipti verði í lífi mínu. Vegferðin hefur nú náð algjörum hápunkti. Ég er orðin dóttirin sem þarf að sannfæra geðshrærða foreldra sína um að hún sé ekki komin í rugl. Dóttirin sem hvíslað er um í síma meðal fullorðna fólksins í fjölskyldunni. Dóttirin sem vonast er til að þurfi ekki bráðum viðtal á Stígamótum og loks: dóttirin sem mun kannski vera völd að því að foreldrar hennar fái símtal að nóttu til og heyri verstu fréttir sem foreldrar geta fengið. Málið er nefnilega – og ég geri mér sjálf grein fyrir þessu – að allir sem byrja að fikta halda að þeir séu með fullkomna stjórn og séu „bara að fikta“ en átta sig ekki á því að þeir eru þegar búnir að stíga nokkur skref í vitlausa átt. Það þarf bara nokkur hænuskref í viðbót og umhverfið getur skipt um lit og maður finnur ekki leiðina til baka. Kannski kippið þið ykkur ekkert upp við þessar sögur enda hafið þið heyrt þær margar en á tragískan og frekar drungalegan hátt mætti segja að ég gangi með annan fótinn í Cösu en hinn í undirheimunum. Ég er valhoppandi á milli og veit ekki hvort eða hvenær ég mun hrasa. Það er nú kannski ekki líklegt að ég muni sprauta í mig heróíni í bráð en þessi heimur er eitthvað sem ég vil hvorki eiga hlut í né þekkja. Ég finn fyrir þránni seint á laugardagsnóttum eftir að ég hef fengið mér sopa og það sorglegasta er að það mun líklegast aldrei breytast – því þessi örfáu skref sem ég ákvað að taka, get ég ekki fengið til baka að fullu. Fátt í heiminum sökkar meira en það.


Ónafngreindur nemandi Menntaskólans í Reykjavík Concerta – reynslusaga

110

Við vitum öll hvað það er mikill skellur að fara úr grunnskóla yfir í menntaskóla. Litla dúlleríið breytist skyndilega í tíu jóla­ próf, og við skulum vera hreinskilin, þú ert fucked, eða það var ég að minnsta kosti. Ég reyndi að komast í gegnum prófin á kaffi og Amino Energy, og það gekk bara nokkuð vel, en brátt var metnaðurinn að þrotum kominn. Með þreytubauga og tár í augum var komið að síðasta prófinu, sögu, og litli heilinn minn gat bara ekki meira. Systir mín sá mig einbeitingarlausa og uppgefna í sófanum og rétti mér töflu, sem að ég hélt að væri þunglyndislyf eða eitthvað slíkt, en var þó Concerta. Eftir mikla sannfæringu um að ég væri ekki að fara að deyja ef að ég tæki hana, skellti ég litlu töflunni upp í mig og kyngdi. Ég ætla að viðurkenna, þessi fyrsta nótt var æði. Ég þurfti ekki að borða, ég þurfti ekki að drekka, ég þurfti ekki á klósettið, en best af öllu, ég einbeitti mér. Ég náði prófinu og meira en það, ég fann lykilinn að velgengni í MR. Ég var ekki kvíðin fyrir næstu prófum því að ég hafði mitt leynivopn og notaði það svo sannarlega ekki sparlega. Jájá, ein Concerta fyrir djók spænskupróf, hví ekki? Spólum að vorprófum í 5. bekk, ég átti 10 töflur og ákvað að taka fyrir hvert einasta próf. En ekki var allt með felldu, ég gat ekki einbeitt mér með Concertu og gat ekki setið kyrr án hennar. Mitt eigið leynivopn var að snúa baki við mér, og nú er ég orðin háð. Hún hjálpaði mér ennþá en ég gat ekki alveg skilið við hana Connu mína, ekki alveg strax. Við áttum svokallað „love/hate relationship“. Svo komu prófin, eitt á eftir öðru, og ég tók Concertu fyrir þau öll, en það eina sem sú elska gaf mér var hraðan hjartslátt og kvíða. Ég hlakkaði svo sannarlega til að síðasta prófið kláraðist og ég gæti losnað úr greipum Connu, bara hætt með henni og loksins horft á Ratatouille, sem var mín helsta þrá yfir þessa prófatíð. Loks kom að augnablikinu þar sem að ég settist fyrir framan sjónvarpið með góða máltíð (Mandi) og myndina um æðislega rottukokkinn fyrir framan mig, en þegar að öll kurl voru komin til grafar, þá vantaði enn eitthvað. Þá rann það upp fyrir mér, ég saknaði Connu, ég var orðin háð.


Umsjón Fíknar

Björn Aron Jóhannesson Kristján Guðmundsson Ronja Rafnsdóttir

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

111


112

Tímamót A. Skemmtilegasta

minning úr MR? B. Eftirminnilegasta ball MR áranna? C. Hvað tekur við eftir MR?

Elva Gestsdóttir VI. Z – Eðlisfræðibraut II

Herdís Hanna Yngvadóttir

A.

Ég man eftir einu augnabliki þar sem ég var rosalega ánægð með að vera í MR. Það var einhvern tímann mjög langt gat og ég fór upp á aðra hæð á Íþöku og bókasafnskonan þurfti að skreppa eitthvert og ég var þarna ein. Hringdi síðan í vinkonu mína og bað hana um að koma og við sátum þarna bara að spjalla og borða núðlurnar okkar. Sátum þarna heillengi og vorum eitthvað að fíflast og enginn gat truflað okkur. Það var mjög huggulegt og þarna fann ég rosa mikið fyrir því að ég væri MRingur. B.

Klárlega busaballið núna í 6.bekk þar sem ég náði að lenda í dauðaherberginu tvisvar sinnum og samt sem áður komast aftur út. Mætti óvart í röðina með bjór í töskunni og var send beint inn, talaði mig út og hljóp rakleiðis á salernið til að æla. Var því skiljanlega send aftur í dauðó en náði einhvern veginn að líta út fyrir að vera nógu ábyrgðarfull og hjálpaði einhverjum busa og kennararnir hleyptu mér þá aftur út. Nokkuð skemmtileg fyrsta upplifun á dauðaherberginu.

Mannlíf

C.

Ég er að spá í að fara í listalýðháskóla í Danmörku, reyna að rækta minn innri listamann og Dana sem hefur setið svolítið niðurbældur hérna í MR. Pælingin var að taka hálft ár þar og svo fara að væflast eitthvað um í Evrópu, setjast kannski að í Georgíu í nokkrar vikur, mála og hafa það huggulegt. Hins vegar er ég ennþá týnd varðandi háskólanám, ætli ég endi ekki á hug­vísinda­sviði eða einhverju sem er frjálslegra og meira skapandi en eðlisfræði II.


113 Tómas Ingi Jóhannsson 6. M – Náttúrufræðibraut I A.

Busadagurinn í 3. bekk var mjög eftirminnilegur en svo eru líka fyndnir atburðir inni á milli. Um daginn vorum við að skrifa tímaritgerð í ensku og Óskar, félagi minn, spyr hvort að það eigi að vera niðurgangur í ritgerðinni (en ekki niðurlag). Hann nefnilega fattaði þetta ekki strax og ég held að hann hafi meira að segja endurtekið sig. B.

Ætli það hafi ekki verið jólaballið í 4. bekk. Var orðinn nokkuð góður á því og missti í raun af öllu ballinu. Sat í dauðaherberginu allan tímann á spjalli við kennarana, það var svo runnið hressilega af mér þegar mér var hleypt út þegar það voru nokkrar mínútur eftir af ballinu. Er allavega að fara á námskeiðið fyrir inntökuprófið í læknisfræði eins og 90% af bekknum mínum og sé til hvað kemur út úr því. Hins vegar, þá heillar það mig reyndar mjög mikið að fara að kenna í framtíðinni. Taka kannski nám í líffræði eða verkfræði ásamt kennara­réttindum og prófa það. Er allavega opinn fyrir mörgu.

Skinfaxi   nr. 122

C.

Margrét Þórhildur Eggertsdóttir 6.U – Náttúrufræðibraut II A.

Þegar ég og Þóra Katrín vinkona mín fórum á sæþotu í útskriftarferðinni í Mexíkó og klesstum næstum því á aðra sæþotu. Líka bátsferðin í Mexíkó þegar við vorum öll að drekka í okkur Sol og dansa á bát í Karabískahafinu. B.

Örugglega busarave 2016 þegar ég, Herdís og Friðrika vorum allar grátandi á ballinu af því að Friðrika var að fara í skiptinám um nóttina beint eftir ballið. Ég veit ekki alveg af hverju við vorum svona dramatískar samt. Svo líka busarave 2018 bara af því að bekkjarbróðir minn ældi á vinkonur mínar á leiðinni á ballið. Ég er alls ekki viss um hvað ég ætla að gera en ég ætla að reyna að komast inn í háskóla í Montreal í Kanada á næsta eða þarnæsta ári. Ég er samt ekki búin að ákveða hvað ég vil læra, veit bara að ég vil fara til útlanda.

Menntaskólinn í Reykjavík

C.


114 Í Þórsmörk í Langadal, rúma tvo og hálfan tíma frá Reykjavík, eru skálar þar sem þreyttir ferðalangar geta hvílt lúin bein. Elísabet Thea Kristjánsdóttir og Þorgerður Þórólfsdóttir ræða um reynslu sína sem skálaverðir þar, hvaðan verstu ferðamennirnir eru og hvað það þýðir að það sé „ágúst í mönnum“.

Mannlíf

Björn Aron Jóhannesson  &  Sindri Smárason  Myndir: Þorgerður Þórólfsdóttir

Ævintýri á öræfum


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

115


Ævintýri á öræfum Þið sáuð semsagt um tjaldsvæðið í Þórsmörk E: Já, ásamt stóra skálanum þar sem fólk keypti gistingu.

Mannlíf

Björn Aron Jóhannesson  &  Sindri Smárason  Myndir: Þorgerður Þórólfsdóttir

(Stór skáli sem var byggður árið 1954 og hýsir 72 manns) E: Já, við vorum að rukka fyrir gistingu, rukka fyrir tjaldgistingu, þrífa, aðstoða ferðamenn (oftast bara túrista). Þ: Stoppa þá ef þeir ætla að fara sér að voða í einhverjum 30 m/s stormi. E: Stoppa litla Suzuki Jimny-a sem eru „four wheel four drive“ og ætla að keyra yfir krossá. Líka keyra traktorinn, slá grasið, mála, bara allt. Var einhver saga af einstaklega góðum túristum að gera eitthvað heimskulegt? E: Við vorum með svona snapchat hóp þar sem við

fengum myndbönd af alls konar bulli. Það var til dæmis einn á djammi á Álftavatni sem reyndi að taka afturábak heljarstökk af sumarbústaðarpalli. Svo var líka maður sem labbaði með ryksugu allan Laugaveginn og bjó til fallega heimildarmynd um hvernig það væri að labba 54 km með ryksugu. Þ: Já bara myndin af honum að vera að draga ryksugu á eftir sér. E: Svo var líka fólk sem kom með kött með sér. Þau koma í Þórsmörk og ætla að labba öfugan Laugaveginn, semsagt byrja í Þórsmörk og labba upp í Landmannalaugar, með eins árs gamlan kött með sér. Þau voru bara eitthvað: „Já, við ætlum bara að labba þetta á átta dögum og tjalda á milli allra skálanna.“ Gangan tekur semsagt vanalega fjóra daga. „Hann (kötturinn) er búinn að fara með okkur í nokkrar fjallgöngur og eltir okkur alltaf“,geðveikt duglegur og eitthvað. Þ: Þetta var eitthvað annað skrýtið fólk. E: Ég sagði líka við þau: „Þið vitið að það eru tófur hérna er það ekki?“ Og þau eitthvað svona: „Ó já okei, takk.“ „Þið vitið að þið megið ekki tjalda á milli skálanna, þið megið ekkert tjalda í óbyggðum á friðlendi“ og þau eitthvað: „Ó, okei okei.“

116 Er þetta fólk allt saman túristar? E: Þetta voru sko Íslendingar Eru Íslendingar almennt verri? Þ: Já, það er málið, Íslendingar hlusta bara

ekki á mann. E: Sérstaklega þegar maður er að segja hvar vaðið

yfir Krossá er, þeir hringja aldrei, þeir keyra bara yfir og svo þarf maður alltaf að draga þá upp úr á traktornum sem er mjög pirrandi. Hvað gerðist síðan með köttinn? E: Já, semsagt Arnar Haukur, ‘98 sem var í MR, var

að vinna sem leiðsögumaður og var að klára síðasta daginn sinn á Laugaveginum, semsagt frá Emstrum upp í Þórsmörk. Hann átti svona kílómeter eftir að Þórsmörk og mætir þá parinu með svona bjöllu og kötturinn uppi í tré sem var bara „ég er ekki að fara fokking neitt“. Þau eitthvað „dingalingaling“ að reyna að ná kettinum niður. Þ: Komin kílómeter eftir átta klukkutíma labb. E: Klukkan var svona þrjú til fjögur, þau tjekkuðu sig út úr skálanum klukkan tíu. Komu síðan aftur og fóru til baka á Pajeroinum yfir Krossá. Hvað þýðir það að það sé „ágúst“ í mönnum? E: Hahahhahahah hvað, eigum við að vera lúmskar? Þ: Já, þetta verður að vera loðið. E: Okei, það er bara „seasonið er að klárast.“ Það má

bera þettu saman við, ég veit ekki, lokaballið eða eitthvað, útskriftarferðina. Þ: Tja, neee. E: Seasonið er bara að klárast ;) Þ: Fólk er búið að vera eitt á fjöllum… lengi. E: Allir eru bráðum að fara heim í bæinn, þannig það er ekki beint neitt í húfi. Þú ert búinn að vera lengi með sama fólkinu.

Íslendingar hlusta bara ekki á mann.


Svo var líka maður sem labbaði með ryksugu allan Laugaveginn og bjó til fallega heimildarmynd um hvernig það væri að labba 54 km með ryksugu.

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

117


Mannlíf

Björn Aron Jóhannesson  &  Sindri Smárason  Myndir: Þorgerður Þórólfsdóttir

Ævintýri á öræfum

118


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

119


Ævintýri á öræfum

Mannlíf

Björn Aron Jóhannesson  &  Sindri Smárason  Myndir: Þorgerður Þórólfsdóttir

Er eitthvað annað sem þið viljið bæta við? E: Eigum við að tala um Baldvinsskála? Þ: Var einmitt að pæla í því, í byrjun sumars þegar

við vorum búnar að vera í Þórsmörk í nokkra klukkutíma fengum við þær fréttir að við værum að fara upp á Fimmvörðuháls í skála sem er búinn að vera í eyði í eitt ár. E: Semsagt neyðarskýli, svo skálinn er opinn. Ef það er stormur þá getur þú labbað inn og bjargað lífi þínu. Þ: Við fengum bara viðvaranir um að fólk væri að nota hann, þannig við máttum búast við því að skálinn væri í lélegu standi. Það er ekki sturta, það er ekki vatn, það er bara ekki neitt og við vorum að fara þangað í viku. E: Við þurftum að bræða snjó til þess að fá vatnsglas, elda og þrífa. Við bræddum tugi lítra af snjó til að skúra og þrífa allar moppurnar og dýnurnar. Herbergið okkar var bara koja og pláss til að labba út. Það var í anddyrinu en húsið er bara þríhyrningur. Uppi er svefnloft og inni er salur með eldhúsaðstöðu með gaseldavél. Þar vorum við í viku að sjá um fólk og rukka það. Við fengum m.a. konu sem var í ofkælingu. Við þurftum að klæða hana úr öllum fötunum og setja hana í einungis ull og leggja hana niður fyrir framan gashitarann í fjórar klukkustundir. Heilinn hennar var orðinn bara svona 30%. Við löbbuðum upp í brjálaðri þoku. Á einum stað skiptist vegurinn í tvennt, GPS-ið hennar Þorgerðar var dáið og aukabatteríið virkaði ekki. Þorgerður fór uppá einhvern hól til að hringja, labbaði án gríns í svona tvær sekúndur og hvarf. Þ: Í tvo tíma vorum við án gríns í eins metra skyggni. Við sáum rétt svo hvora aðra, að labba í hvítu upp 1000 m, sáum ekki neitt og ekkert símasamband. E: Svo þegar við löbbuðum niður aftur var fullkomið skyggni svo við sáum alla staðina sem við gengum framhjá áður. Svo fórum við í bæinn á Solstice.

Við þurftum að bræða snjó til þess að fá okkur vatnsglas.

120


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

121


Annáll

Jóhanna María Bjarnadóttir

Orrinn

122 Þegar utanaðkomandi einstaklingar hugsa um Mennta­ skólann í Reykjavík þá vill svo skringilega til að ólíklegt er að orðið „listafólk“ komi samstundis ofarlega í huga þeirra. Það er hins vegar algjör rökleysa að halda því fram að MR blómstri ekki af endalausri sköpun sem flæðir um ganga skólans. Frá öllum áttum fylgist maður með ungu fólki á hápunkti þroskaskeiðsins að tjá sínar tilfinningar og skoðanir í gegnum fjölbreytta list, þ.á.m. tónlist. Orrinn, lagasmíðakeppni MR, er einmitt þeirra tækifæri til að láta ljós sitt skína og var í vetur haldinn í 15. sinn við miklar undirtektir í Hard Rock kjallaranum við Lækjargötu. Það var hún Una Torfadóttir sem sigraði keppnina þriðja árið í röð með laginu Í löngu máli en það þýðir þá að hún hefur verið ósigruð alla veru sína í MR, geri aðrir betur. Una sagði að keppni lokinni: „Lagið er byggt á lista sem nefnist Skemmtilegar spurningar sem ég skrifaði niður þegar við Ninja vorum að byrja saman.“ Í öðru sæti var Garpur með lagið sitt Lavender and Chamomile. Þau tvö hlutu mikið lof frá dómurum kvöldins, en dómnefndina skipuðu Íris Guðmundsdóttir, laga og textahöfundur, Þórður Magnússon, tónskáld, og Arnar Pétursson, gítarleikari Mammút. Því miður lét skemmtiatriði kvöldsins ekki sjá sig en kynnarnir, tvíeykið Lóa Rakel og María Einars, héldu uppi stemningu á meðan dómarar ákváðu sigurvegara kvöldsins. Meðal óvæntra skemmtiatriða voru þær Elísabet Thea og Elva Gestsdóttir með dramatískan upplestur á efnafræðiglósum og einnig flutti Tómas Ingi lítið brot úr lagi sínu sem hann flutti í leiksýningu Frúardags, Mean Boys. Listafélagið þakkar sérstaklega keppendunum þetta árið, Heklu Maríu, Benoný Einari, Jóni Páli, Unu Torfa og Garpi, fyrir sérstaklega frábær framlög en án þeirra og allra áhorfendanna hefði Orrinn ekki orðið jafn glæstur og raun bar vitni.

Tómas Ingi með skemmtiatriði.


Una Torfadóttir sigraði keppnina þriðja árið í röð með laginu Í löngu máli. Hún er þar af leiðandi ósigruð alla veru sína í MR.

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

123


Fyrir og eftir MR

124

he r

esu lts

w

Sama hvort við eyðum þrem, fjórum eða jafnvel fimm Menntaskólann í Reykjavík þá getum við öll verið sam á okkur. Þessa opnu má líta á sem lofsöng til kynþros eða jafnvel sem áminning til u!busa um að það sé aldre

Mannlíf

María Einarsdóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

o y k c ho s l l i w s t l u es r e h T

  20152018 Bjarki Ragnarsson


wi ll s ho ck

125

Skinfaxi   nr. 122 Menntaskólinn í Reykjavík

Th e

re su lts

w ill sh oc

k

yo u!

m árum afyævinni í það að stunda nám við ou mmála því að! þetta eru ár sem hafa varanleg áhrif skaskeiðsins, minningagrein um derhúfutískuna ei of seint að fá sér flottari klippingu. Njótið.


Fyrir og eftir MR

126

Mannlíf

María Einarsdóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

20162018 Bjartur Elíasson, Óttar Þór Ólafsson, Ingimar Sveinsson og Kolbeinn Comte

20162018 Una Torfadóttir og Lára Debaruna


127

Skinfaxi   nr. 122

  20152018 Herdís Hanna Yngvadóttir, Tómas Óli Magnússon og Kristján Guðmundsson

Menntaskólinn í Reykjavík

  20152018 Hákon Gunnarsson og Guðjón Gunnar Valtýsson


Mannlíf

Herdís Hanna Yngvadóttir

Frá Gamla skóla til Tælands

Það hefur aldeilis verið brjálað að gera seinustu mánuði hjá henni Katrínu Leu Elenudóttur, fyrrum nemanda MR í 6. A, eftir að hún stóð uppi sem sigurvegari í Miss Universe Iceland í ágúst 2018. Hún er þó ekki fyrsti fulltrúi MR í keppninni en hún Esther Elísabet lenti í 2. sæti í keppninni árið áður þegar titillinn fór til Örnu Ýrar. Katrín hefur lengi fylgst með keppninni og dreymt um að geta einn daginn tekið þátt í stóru keppninni fyrir Íslands.

128 Skinfaxi náði í Katrínu fyrr í vetur og fékk að grennslast fyrir um hennar upplifun og hvað átti sér stað. Hvenær vaknaði þessi hugmynd að vilja taka þátt í Miss Universe Iceland?

Ég hef stefnt að þátttöku síðastliðin tvö ár og fékk loksins rétt til að taka þátt árið 2018 og auk þess var ég yngsti keppandinn. Ég sé þessa keppni fyrst og fremst fyrir mér sem stökkpall til þess að vekja athygli á skoðunum og hugmyndum sínum á alþjóðlegum vettvangi. Það heillar mig einmitt mest við Miss Universe samtökin. Athuga skal að Miss Universe Iceland og Ungfrú Ísland eru aðskildar keppnir og tengjast ekki á neinn hátt. Þetta eru bæði fegurðarsamkeppnir en með tvö mjög ólík kerfi, stigagjöf og áherslur. Sigurvegari Ungfrú Íslands heldur út í Miss World og þar fá þátttakendur stig fyrir hæfileika-, íþróttaog fyrirsætukeppni en það er ekki að finna í Miss Universe. Að mati Katrínar hefur síðarnefnda keppnin þó nokkuð fram yfir hina þ.e.a.s. með spurningum uppi á sviði um ýmis vandamál heimsins ásamt sundfataatriðinu. Hverjar voru helstu fyrirmyndir fyrir þátttökunni?

Ég lít upp til margra en einna helst móður minnar, Elenu. Einnig Manuelu Óskar Harðardóttur, framkvæmdarstjóra keppninnar og fyrrum Mringi og að auki Niu Sanchez, Miss USA 2014. Þær eru allar einstaklega fagrar konur að innan sem utan og hafa alltaf verið mér til staðar. Hvernig er ferlið fyrir keppnina hérlendis?

Það er byrjað á því að sækja um á netinu en síðan er stelpunum boðið í viðtal og eftir það er valinn hópur þátttakenda. Í gegnum allt ferlið er farið yfir margt, þ. á m. göngulags-, dans- og sviðsframkomu­ æfingar. Ýmsar fræðslur eru í boði keppninnar, m.a. sem tengjast förðun og hári. Helgina fyrir keppni er þátttakendum boðið á hótel þar sem þær gista með herbergisfélaga en það er einnig gert í keppninni úti. Er valið á sigurvegara meira en einungis lokakvöldið?

Já, dómarar taka mun meira inn í lokaákvörðunina. Daginn fyrir keppni er viðtal við dómarana þar sem við erum spurðar ýmissa spurninga um okkur sjálfar sem og álit okkar á ýmsum atburðum líðandi stundar. Viðtalið sjálft telur í raun meira inn í lokaákvörðun dómaranna. Það skiptir því máli að geta komið vel fram. Kom það þér á óvart að vinna keppnina hérlendis?

Ég er ennþá yfir mig glöð að hafa unnið en það hefði ekki gerst ef ég hafði ekki lagt mikla vinnu í að undirbúa


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

129


Frá Gamla skóla til Tælands mig fyrir hvert smáatriði sem kemur að keppninni. Ég eyddi mjög miklum tíma í að æfa göngulagið mitt, sviðsframkomu og kynnti mér atburði sem eru að eiga sér stað víðsvegar um heiminn. Hins vegar var það mikilvægasta í undirbúningnum að samþykkja sjálfa mig eins og ég er. „Perfection is boring.“ Þessar keppnir hafa oft á tíðum verið umtalaðar, hefur það haft einhver áhrif á þig?

Ég hef orðið vör við það en það hefur samt ekki haft nein áhrif á mig. Ég tek eftir því að einungis fólk sem hefur ekki kynnt sér keppnina nægilega vel er einmitt sami hópur og er duglegur að gagnrýna stelpurnar, ferlið og reglurnar. Arna Ýr, fyrrum sigurvegari Miss Universe Iceland, varð fyrir fitufordómum í Miss Grand International fyrir nokkru. Varstu eitthvað vör við það í kringum þig í gegnum ferlið?

Nei, ég fann ekki fyrir neinum fordómum eða illum athugasemdum gagnvart mér eða öðrum þátttakendum, hvorki hér á Íslandi né úti. Fordómar eru ekki liðnir í MU og ættu að sjálfsögðu ekki að vera það neins staðar annars staðar.

130 að heimsækja forsætisráðherrann og vorum kynntar fyrir menningu og sögu landsins. Hvað tókstu eiginlega mikinn fatnað með þér út?

Ég tók með mér heilan HELLING af fötum. Ég troðfyllti fjórar ferðatöskur og stóran bakpoka! Allt ferlið stóð yfir í meira en þrjár vikur og á hverjum degi notaði ég tvö til þrjú „outfit” og ég notaði aldrei það sama oftar en einu sinni. Næstum allt sem ég notaði fékk ég frá styrktaraðilum Miss Universe Iceland og er ég mjög þakklát fyrir það.

Hvernig finnst þér álitið á keppninni vera í öðrum löndum?

Í minni keppni tóku 94 lönd þátt sem er met yfir 67 ára sögu keppninnar. Ég held að þetta segi mjög mikið um að Miss Universe sé ekki úrelt og sé bara að verða vinsælli um allan heim með hverju ári sem líður. Ástæðan fyrir því er það sem Miss Universe samtökin standa fyrir. Þau eru með það að markmiði að efla ungar konur um allan heim og veita þeim vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Hver er sagan á bakvið lúpínukjólinn?

Herdís Hanna Yngvadóttir

Þú fórst síðan út í Miss Universe í desember, hvert fórstu og hvernig var upplifunin?

Keppnin var haldin 17. desember 2018 í Bangkok sem er höfuðborg Tælands. Ég var mjög spennt fyrir ferðinni og ekki síst vegna þess að þetta var mín fyrsta ferð til Asíu. Ég hlakkaði einnig til að fá að koma fram fyrir hönd Íslands á stærstu og mest heillandi fegurðar­ samkeppni veraldar! Ég náði að kynnast öllum 93 þáttakendunum, en þær eru svo stórglæsilegar í öllu því sem þær gera. Ég held að upplifanirnar, reynslan og þessi vinátta sem breiðist um allan heiminn sé það dýrmætasta sem ég tek úr þessari keppni. Hvernig hefur fjölskyldan þín tekið þessu öllu?

Móðir mín, Elena, er langbesta mamma sem ég gæti óskað mér. Hún hefur staðið með mér og stutt mig í öllu saman frá fyrsta degi. Á bakvið öll stórverk barna liggur mikil vinna foreldranna sem standa alltaf nálægt og styðja barnið sitt. Þessi titill, kórónan og borðinn sem ég vann eru líka hennar verðlaun fyrir að ala mig upp á eigin spýtur.

Þetta var uppástunga framkvæmdastjóra minna sem mér fannst stórsniðug. Mér fannst hugmyndin frábær því ég elska tímabilið í júní–júlí þar sem lúpínan blómstrar sem mest og gefur landslaginu öllu fjólubláan lit. Kjóllinn var sérsaumaður á mig og heillaði marga úti. Saknarðu ekki MR?

Auðvitað sakna ég MR, allra kennaranna og sérstaklega bekkjarfélaga minna. Þar langefst á lista er hlátur Mariu Angelicu og Ýrar Örlygsdóttur og húmorinn hjá Degi Ágústs og Þorsteini Davíð. Ekki má heldur gleyma latínutímum hjá Kolbrúnu. Ég kem aftur næsta haust og stefni á stúdentshúfuna vorið 2020 og hef hugsað mér að hefja nám í lögfræði eftir það. Eru fleiri keppnir í vændum fyrir þig?

Í bili er bara ein keppni á næstunni en það er Miss Universe Iceland 2019. Hún verður haldin í sumar þar sem ég fæ að krýna næstu drottingu sem ég er spennt fyrir. Ég hlakka til þess að hitta þátttakendurna í ár og færa þeim öll þau ráð sem ég bý yfir varðandi keppnina, bæði úti og hér heima.

Mannlíf

Var mikill undirbúningur fyrir lokakvöldinu úti?

Það var mjög mikill undirbúningur á bakvið þessa keppni. Það að sjá hvað var að gerast baksviðs var einmitt meðal þess sem ég var spenntust fyrir því að sjá. Einungis síðustu vikuna vorum við í stífum undirbúningi fyrir lokakvöldið en fyrstu tvær vikurnar fengum við að ferðast um Tæland. Við fengum t.d.

Perfection is boring!


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

131


132 Eins og kannski kom í ljós í okkar heitt­elskuðu og hrikalega nákvæmu skoðanakönnun hafa MR-ingar farið um víðan völl á skólalóðinni og gert hluti á bakvið luktar dyr. Sumir fara á trúno, aðrir leita sér að griðarstað til að fella tár og enn aðrir njóta vafans. Hér er samantekt á mismunandi stöðum skóla­lóðarinnar og hvaða mismunandi tómstundir henta þeim best.

Staðir í MR

Mannlíf

Kristján Guðmundsson

Fjósið: Ógeðslegt

Bókasafnið: Nýtt bókasafn er komið í notkun á neðri hæð Íþöku sem hentar vel fyrir útlán bóka, til að læra eða spjalla við Ragnhildi og bókaverðina. Stundum getur verið sniðugt að læðast samt því heyrst hefur að bókasafnskonurnar fari með aðalslúðrið í skólnum - kannski er það um þig.


133

Skinfaxi   nr. 122

Íþaka: Hér er gott að fara til að finna deit en eiginlega ekkert annað. Íþaka er heldur ekki til núna.

Menntaskólinn í Reykjavík

Klósettið á Íþöku: Húllahopp! Þetta er ótvírætt besti staður skólans. Ef þú sérð einhvern hlaupa í port­inu ekki í íþróttafötunum þá er hann að fara kúka og ef þú sérð tvo hlaupa ekki í íþrótta­ fötunum… hehe … kúka saman örugglega.


Staðir í MR

134 Casa Christi: Miðaldastíllinn er sjón að sjá. Þó falleg sé hún þá eru ekki margir felustaður, einn kústaskápur hér og falinn stigagangur þar getur reynst vel til að gráta eða borða matinn sinn þegar maður er í vondu skapi. Einn aðalkosturinn er þó að þeir sem læra á efstu hæðinni þurfa alltaf að hlaupa upp og niður til að fara á klósettið eða ná sér í vatn sem er án efa gott cardio fyrir nábleika bókanjörðinn. Ókosturinn er samt sá að það fá allir astma út af myglunni í veggjunum.

Mannlíf

Kristján Guðmundsson

Klósettið á þriðju hæð í Casa Nova: Klósettið á þriðju hæðinni í mjög gott til að gera Nummer Zwei. Líka umtalað að þeir sem fara í skreytinganefnd skóla­ félagsins missi fyrst „dómana“ sína

… langar skreytingarhelgar úff ;) Klósettið sem er er með glugganum er líka gott að gráta og öskra því það eru tvær hurðar og því kjörið að losa spennu.


135

Skinfaxi   nr. 122

Þrælakistan: Margir sumarlíkamar hafa verið skapaðir í skúrnum en margir hafa einnig nýtt þrælakistuna í að kynnast líkömum hvors annars.. ekki ég samt. En það er ekki furða því þar má finna alls konar tæki og tól og bolta. Ekki kostulegt fyrir hávaxna

Menntaskólinn í Reykjavík

Amtmannsstígur: Mögulegt fyrir allt saman ef einhver finnur lykilinn. Það er líka alltaf Oreo í einhverjum skúmaskotum sem hægt er að gæða sér á með einhverjum sérstökum. Ágætir sófar sem keyptir voru í rúmfatalagernum á of mikinn pening þannig um að gera að nýta þá í eitthvað


Vitnisburður úr 136 dauða­herbergi jólaballsins Allir munu, nokkrum sinnum

Annáll

María Einarsdóttir

yfir ævina, þurfa að taka ákvarðanir sem eiga eftir að skilgreina hverjir þeir eru sem manneskjur. Hér stóð ég frammi fyrir einni slíkri ákvörðun. Ætlaði ég að setja sjálfa mig í fyrsta sæti og passa upp á eigin þægindi og ímynd eða ætlaði ég að vera góð vinkona og sleppa teppinu, hníga niður í gangstéttina á netsokkabuxunum mínum og reyna, án þess að sjá og snerta sem minnst, að fela rafrettu vinkonu minnar inni á fötunum hennar?


inn var komið var okkur bent á að standa upp við vegg og bíða í stað þess að láta leita á okkur strax. Eftir nokkurra mínútna bið og eftir að ég hafði kurteisislega látið stelpu í gæslunni vita að ég væri búin að sýna miðann minn og að það mætti leita á mér, án þess að fá svar, var okkur loksins sýnd smá athygli. Stelpan sem ég hafði reynt að ná sambandi við áður náði í aðra konu sem var að vinna í gæslunni og sagði í köldum tón: „Taktu þessar með þér upp í sjúkraherbergi.“ Ég, verandi lítil, edrú og saklaus, hugsaði að það hlyti að vera of mikið af dauðadrukknum unglingum í dauðaherberginu og að konurnar hefðu komið auga á mig í röðinni og séð að ég væri ábyrg og góður kostur í að koma og hjálpa þeim að vinna úr þessu ástandi. En þegar konan í neon-græna vestinu rykkti í ermina á úlpunni minni og leiddi okkur með frekar miklum krafti upp dimman hringstiga og inn í frekar tómt herbergi klætt svörtum ruslapokum skildi ég að mér hafði skjátlast. Konan í neon-vestinu tilkynnti herberginu (sem í voru einn annar gæslustarfsmaður, ein grátandi jafnaldra mín og einn augljóslega ölvaður skólabróðir minn): „Þessar voru að reyna að smygla inn rafrettu.“ Allt í einu skildi ég hvað hafði gerst. Í örlagaríkri ákefðinni í röðinni hafði ég gjörsamlega gleymt að taka það með í reikninginn að við höfðum verið staðsettar beint fyrir framan dyraverðina þar sem við reyndum að smygla veipinu inn. En ég náði varla að bregðast við aðstæðunum fyrr en Hugrún, sem hafði verið fljót að setjast niður í horninu og taka utan um grátandi vinkonu sína, æpti örvæntingarfull: „Hleypið Maríu út!!! Þið megið alveg halda mér hér en hleypið Maríu út, hún hefur ekkert með þetta að gera!!!“ Slík fórnfýsi og óeigingirni hafði ekki sést síðan ég framkvæmdi hetjudáðina mína í röðinni nokkrum mínútum fyrr. Hún ætlaði greinilega ekki að bíða lengi með að endurgjalda greiðann. Eftir innan við fimm mínútur var María Björk, forvarnafulltrúi og verndarengill, einnig mætt mér til stuðnings. „Ég hef engan trú á að hún nafna mín hafi nokkurn tímann smakkað áfengi,“ sagði hún ákveðin og skipaði gæslustarfsmanni að sækja áfengismæli fyrir mig til að blása í. Þetta var hárrétt hjá henni Maríu Björk, og grænt ljósið á mælinum var það síðasta sem þurfti til að ég gæti gengið frjáls aftur niður hringstigann og út á dansgólfið. Hugrún varð að verða eftir í bili, enda hafði hún öðrum hnöppum að hneppa við að hughreysta vinkonu sína.

Já, krakkar mínir, fórnfýsi og góðmennska borgar sig víst ekki alltaf. En hvað er svosem stutt ferð í dauðaherbergið á milli vina?

Menntaskólinn í Reykjavík

Það er vel þekkt staðreynd meðal þeirra sem þekkja mig að ég er voðalega lítið gefin fyrir hvers kyns rugl, brot á reglum eða örvandi drykki (drekk hvorki áfengi né kaffi og fæ mér bara svart te í prófum). Síðan ég fékk bílpróf hef ég yfirleitt mætt keyrandi á öll böll, verið í tvo tíma, skutlað einni eða tveimur vinkonum heim og farið róleg að sofa eftir að hafa lesið smá í bókinni minni. Í ljósi þess að það er svona sem ég er vön að haga lífi mínu fannst öðrum meðlimum ritstjórnar Skinfaxa fyndin hugmynd að láta mig komast viljandi inn í dauðaherbergi jólaballsins með því að þykjast vera ofurölvi. En í ljós kom að þess var ekki þörf, ég svoleiðis sigldi fyrirhafnarlaust inn í dauðaherbergið um leið og ég mætti á ballið. Í röðinni fyrir utan Austurbæ ríkti ákveðið hamfaraástand. Miskunnarlaus desembervindurinn feykti stuttum pilsum og síðu hári í allar áttir í stelpuröðinni og forvarnafulltrúar gengu um og dreifðu teppum til þeirra allra léttklæddustu. Þarna stóðum við, samanhnipraðar eins og fórnarlömb eftir fellibyl, og biðum eftir að fá að komast inn og ylja okkur í moshpittinu. Ég og Hugrún bekkjarsystir mín vorum svo gott sem komnar inn úr röðinni þegar hún sleppir allt í einu teppinu sem var vafið um okkur og segir „Ég gleymdi að fela veipið mitt!!“ Hugrún hafði nefnilega ætlað að koma því þannig fyrir að öryggisverðirnir myndu ekki finna það á leiðinni inn. Hún ætlaði einfaldlega að geyma veipið á píkunni. Þetta hefði kannski ekki verið svo erfitt í framkvæmd, hefði það ekki verið fyrir það að Hugrún var ekki í nærfötum, heldur bara kjól sem var með einskonar samfellufyrirkomulagi innan í. Þar sem að röðin var næstum því komin að okkur var lítill tími til að hugsa og hún ákveður að losa samfelluna sína, koma veipinu fyrir þar fyrir innan og hneppa svo samfellunni aftur utan um. En í ljósi aðstæðna (prómilla ákveðinna efna í blóði, kulda á puttum og slæms skyggnis) gekk þetta afar illa og ég sá örvæntinguna vaxa í augum vinkonu minnar eftir því sem röðin færðist áfram. Allir munu, nokkrum sinnum yfir ævina, þurfa að taka ákvarðanir sem eiga eftir að skilgreina hverjir þeir eru sem manneskjur. Hér stóð ég frammi fyrir einni slíkri ákvörðun. Ætlaði ég að setja sjálfa mig í fyrsta sæti og passa upp á eigin þægindi og ímynd eða ætlaði ég að vera góð vinkona og sleppa teppinu, hníga niður í gangstéttina á netsokkabuxunum mínum og reyna, án þess að sjá og snerta sem minnst, að fela rafrettu vinkonu minnar innan á fötunum hennar? Eftir augnabliks umhugsun varð seinni valkosturinn fyrir valinu. Eftir nokkrar tilraunir og u.þ.b. hálfa mínútu tókst mér að hneppa einum af þrem hnöppum á samfellunni utan um veipið og lét það duga. Sáttar með afraksturinn gengum við Hugrún upp að dyravörðunum, sýndum þeim miðana okkar og stigum inn í hlýjuna heilar á húfi. Það héldum við að minnsta kosti. En þegar

Skinfaxi   nr. 122

137


138 Ef þú hefur verið í MR undanfarin tvö ár hefur þú að öllum líkindum séð manneskju íklædda svartri eða hvítri peysu eða bol með ísaumuðuðum útlínum af samanbitnum tönnum. Sú flík hefur verið hönnun eftir Kolbeinn Max Comte, sem er nú á síðasta árinu sínu í MR og hefur mikinn áhuga á tísku og fatahönnun. Á öðru ári sínu í menntaskóla ákvað hann að hann vildi prófa að hanna sína eigin flík og gefa út. Hann hannaði og seldi bæði boli og hettupeysur með logo-i sem hann teiknaði sjálfur og fékk mjög góðar viðtökur. Við hittum Kolbein og spjölluðum við hann um ferlið, viðbrögðin og framtíðarplön hans.

Mannlíf

María Einarsdóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

Comte


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

139


Comte Hvað kom til að þú byrjaðir á þessu öllu?

Ég fór í rauninni bara að hafa áhuga á fötum og hönnun í grunnskóla og svo hefur sá áhugi farið vaxandi með tímanum. Ég hafði náttúrulega mjög litla reynslu og lítinn tíma út af skólanum, en ég vildi prófa og sjá hvort mér fyndist þetta gaman. Ég var búinn að vera að plana þetta í svona ár en ég er með smá frestunaráráttu svo að í langan tíma gerðist ekki neitt.

Áttu þér einhverjar fyrirmyndir í tískuheiminum?

Hvað varðar hönnuði eru það Junya Watanabe og Raf Simons. En svona tískulega séð, eins klisjulegt og það er, þá er það A$AP Rocky. Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri?

Ég prófaði ýmislegt þegar ég var að þróa þessa hugmynd og leist vel á þetta logo. Það tengist mér líka persónulega á ákveðinn hátt, ég var með mjög skakkar tennur þegar ég var lítill og var í tannréttingum í 10 ár.

Ég hef heyrt fullt af krökkum í MR segja að þau vilji gera alls konar hluti, kannski tengt tónlist eða einhverju, en þora því bara ekki. Ætli það sé ekki bara ef mann langar til að gera eitthvað svona tengt fötum, eða í rauninni bara hvað sem er, þá á maður bara að gera það.

Svona smá. Fyrst gerði ég límmiða og gaf vinum mínum og reyndi síðan bara að nota samfélagsmiðla og lána vinum mínum fötin til að fólk sæi þau í þeim og svona. Varstu stressaður fyrir þessu öllu? María Einarsdóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

árs pásu, kannski reyna að komast inn í Myndlista­ skólann eða eitthvað þannig. Ef ég fíla það ekki þá fer ég bara að læra eitthvað leiðinlegt.

Býr einhver hugmynd á bakvið tannalogo-ið?

Varstu mikið að auglýsa þetta?

Já, algjörlega. Ég var mjög stressaður um að fólk myndi kannski dæma þetta, finnast þetta asnalegt eða vera bara alveg sama. Það hefði í rauninni verið það versta, ef öllum hefði bara verið sama. En á endanum hætti ég bara að pæla í því. Hvernig voru viðbrögðin?

Mjög góð í rauninni, það var skemmtilegt að fólk hafi ekki bara hunsað þetta, það hefði alveg getað gert það sko. Það var pínu skrýtið að fara til dæmis á Solstice og sjá svona 30 manns í bol sem ég hannaði. En það var samt bara mjög gaman. Ég seldi kannski svona 200 flíkur alls, um það bil 60 til 70% til MR-inga. Hvernig var að gera þetta samhliða skólanum?

Þetta hafði alveg mikil áhrif á námið. Seinna hollið af peysum sem ég gerði kom út í miðjum prófum, ég veit ekki alveg hvað ég var að pæla þá. Þetta er allt mjög stressandi, en á sama tíma var þetta mun meira gefandi en það sem ég var að læra í skólanum. Eigum við sem sagt von á einhverju fleiru frá þér?

Mannlíf

140

Já, svona kannski. Pælingin er að reyna að vinna að því að búa til fatamerki með vini mínum eftir að ég útskrifast. Hann býr í London núna en er að flytja heim og hefur verið meira í fatahönnun en ég. Ég ætla svo líklegast í einhvers konar listnám en ég veit ekki alveg hvort ég vilji læra grafíska hönnun eða fatahönnun. Grafísk hönnun er náttúrulega að verða sífellt stærri hluti af tískuiðnaðinum, margir stærstu hönnuðirnir í dag eru ekki einu sinni menntaðir í fatahönnun. Þegar ég útskrifast ætla ég kannski að taka mér hálfs


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

141


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

142

Húrra


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

143


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

Húrra Reykjavík

144


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

145


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

Húrra Reykjavík

146


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

147


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

Húrra Reykjavík

148


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

149


Mannlíf

Urður Helga Gísladóttir  &  Lilja Bragadóttir

Húrra Reykjavík

150


Skinfaxi   nr. 122

151

Urður Helga Gísladóttir Lilja Bragadóttir Módel

Lára Sif Þórisdóttir María Verónika Valdimarsdóttir Jóhannes Sakda Ragnarsson Ari Bjarnason Fatnaður

Húrra Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík

Ljósmyndir


152

Gullkorn 4. A

„Bíddu ha, er x í íslenska stafrófinu? Ég hélt að það væri bara svona í orðum“ Ágúst Beinteinn

„Ég er mjög goth“ Ásta Rún um svarta augnhára­ krullarann sinn

„Ekki gera neitt í dag sem hægt er að gera á fimmtudaginn“ Sirrý jarðfræðikennari á þriðjudegi

Þegar Ármann mætti með kæstan hákarl og Casa Christi lyktaði í viku 4. F

„Ef maður útskrifast með gráðu í hljóðfræði úr MA gildir hún þá í Reykjavík?“ Ari

4. I

„Er heitt hérna inni eða er það bara ég?“ Guðjón saga

5. M

„Er heil öld 100 ár eða 10 ár?“ Móeý María

„Eru dýr með DNA?“ Birta Rakel

„Er ekki 15. maí eða eitthvað í dag?“ Birta Rakel

„Ímyndaðu þér að vera lesblindur… þú veist bara munnlega“ Hjalti

„Ertu þá ekki góð í ensku?“ Birta Rakel: „Örugglega ekki af því að ég hélt að hammer væri hamstur.“ Eðlisfræðikennari 5. Y

„Benni, af hverju ertu ekki búinn að adda mér til baka á Facebook? Ég er búinn að like-a alla póstana þína.“ Gummi við Benna eðlisfræðikennara

5. Z

„Efnafræði er bara shit“

Annáll

Matthías Harksen eðlisfræðikennari

„Ef að núningskrafturinn er hærri en þyngdar­krafturinn af hverju fer hluturinn ekki upp?“ Jason


153 VI. A

„Mér er alveg sama þó þið sofið hjá mér en ekki sofa hjá samnemendum ykkar svo ég sjái til“

6. S

„Æj, hvað ég er leið að Björn Bragi fái ekki að spyrja mig spjörunum úr“ Sigrún Vala, keppandi í Gettu Betur

María Björk um að sofa í tímum

„Héérna, er maís ekki bara maaaís á ensku?“ VI. Q

„Mig langar ekki að vera lítið typpi“

Bjarkey borðandi maísköku

Lára

„Vá, þetta er alveg eins og Mozart málverk.“

„Taugakerfið er eins og sjálfstæðismenn í borginni, með fullt af mislægum gatna­ mótum og hringtorgum á tveimur hæðum.“

Írena

Jóhanna líffræði 6. X

Ingó

„Hvað er Mussolini?“

„Þú mátt fara fram, en það stendur ekkert í skólareglum um hvort þú megir ná í tissjú eða ekki“

Auður Ester VI. R

„Má ég fara fram að ná mér í tissjú?“

Írena um Hannes Portner

X setti símann undir húfu á borðinu hjá Guðjóni sögu og hann sá það og sagði: „Þetta er eins og ég myndi fela mig á bakvið hurð en bara söngla aðeins.“

Birgir stæ 6. Y

„Einbeitið ykkur að stærðfræðinni annars drep ég ykkur“ Bjarni konrektor

VI. S

„Háskóli er bara barnapössun fyrir nörda með enga framtíðarsýn.“

„Hró á að líta svolítið út eins og sæðisfruma“

Arnór Líf

Ásdís eðl

„Það sendir enginn börnin sín í skátana nema það vilji losa sig við þau“

„Jæja, það er komið kaffi“

Skinfaxi   nr. 122

„Náðu í Badda, lífvörðinn í MR“

Guðjón íslenska

Ingibjörg Iða

„Lífið er eins og kynsjúkdómur, 100% smitandi og 100% dánartíðni“ Arnór líf 6. A

Þegar Dagur gerði handakrikaprump út í horni í grafarþögn í enskutíma

6. M

„cos(0) er jafnt og 0“ Ólafur Þorsteinn, sjálfsöruggur.

„Kom Nikola Tesla þarna með Teslu bílinn?“

Helgi saga:

„Hvar er Stykkishólmur?“ Helga svarar:

„Ha? Hva meinarðu… í Svíþjóð auðvitað“

Menntaskólinn í Reykjavík

Helga Húnfjörð


Einar Vignir í 5. Y iðkar

Mannlíf

Björn Aron Jóhannesson  &  Sindri Smárason

jóga samhliða námi og hefur gert frá tólf ára aldri.

154

Jóga Andlega er maður að sjálfsögðu að stunda jóga allan daginn.


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

155


Einar Vignir Hvað kom þér upprunalega út í jóga?

Hot jóga vs. venjulegt jóga?

Ég var hjá sjúkraþjálfara vegna hryggskekkju og hann sagði við mig að ég gæti ekki verið hjá honum til lengri tíma og ég yrði því að finna aðra lausn. Ég fékk svo þá hugmynd frá foreldrum mínum að fara í jóga. Síðan lagaðist hryggskekkjan á u.þ.b. þremur vikum og einnig vöðvabólgan sem fylgdi henni.

Hot jóga. Ef þú ert stirður eða vilt brenna fitu þá er svarið alltaf hot jóga. Aftur á móti, ef þú vilt bara auka styrk, þá venjulegt jóga. En það sem krakkar á okkar aldri eru vanalega að leitast eftir er að verða liðugðri ásamt því að brenna og hot jóga gerir nákvæmlega það. Ég sjálfur stunda bæði eftir hentisemi.

Hvað ertu að stunda jóga oft í viku?

Ertu svona jógi?

Líkamlega séð stunda ég jóga svona fimm til sex sinnum í viku og þá 60-90 mínútur í senn en andlega er maður að sjálfsögðu að stunda jóga allan daginn.

Sko, jógi og ekki jógi, það er spurningin. Ég myndi segja að ég lifi lífinu mínu eftir jógískum gildum sem mér hafa verið kennd og myndi því flokka mig sem jóga.

Hvernig var að brjóta skólametið í liðleikaprófinu?

Eitthvað að lokum sem þú vilt segja?

Sko, Ingó vissi ekkert hvað var að gerast og þurfti að lokum að færa kassann frá veggnum til að ég kæmist yfir hann og gæti almennilega teygt á mér.

Ég vil segja fólki að þó að þið farið kannski einu sinni í hot jóga og hugsið þá að það henti ykkur engan veginn þá eru til um það bil 200 jógategundir í heiminum í dag og það ættu því allir að geta fundið sér eitthvað sem hentar hverjum og einum. Haldið bara áfram að leita.

Björn Aron Jóhannesson  &  Sindri Smárason

Einhverjar skemmtilegar sögur?

Ég skal segja sögu frá því þegar ég var ungur og vitlaus. Þá var ég alltaf að reyna við nýjar stöður og það var ein staða sem ég vildi sérstaklega ná; handstaða og síðan bakbeygja þannig að fæturnir lendi hjá höfðinu. Þegar ég var fjórtán ára var ég að reyna við þessa stöðu og dett til hliðar, lendi einhvern veginn á hendinni minni og brýt hana á tveimur stöðum, eins og maður gerir. Ég skríð síðan heim á geðveikt dramatískan hátt, að deyja andlega og líkamlega og fer upp á spítala. Þá var ég of ungur til að vera að iðka jóga í þessarri jógastöð svo enginn mátti vita að ég hefði brotnað þar. Við þurftum því að ljúga að öllum á spítalanum að ég hefði dottið í sturtu. Fólk átti frekar erfitt með að trúa því og spurði: „Hvernig í andskotanum tókst þér að brjóta höndina þína á tveimur stöðum í sturtu?“ Ég svaraði bara: „Ehhh.“ Ég var settur í gifs en þetta var viku fyrir fermingu svo ég var í gifsi á öllum myndunum. Það er líka skemmtilegt hvað ég hef stundað jóga með mörgum foreldrum vina minna. Ég hef til dæmis stundað jóga með mömmu vinkonu minnar síðan ég var 12 ára en þá var hún 46 ára. Svo eru dæmi um að ég kynnist krökkum í gegnum foreldra þeirra sem iðka jóga. Áttu þér einhverjar fyrirmyndir í jógaheiminum?

Ég hef verið með um 30 kennara í gegnum tíðina en Kristbjörg Kristmundsdóttir þykir mér mjög merkileg. Síðan eru þessar amerísku jógagyðjur eins og Kino Macgregor. Er einhver langtíma vinskapur búinn að myndast í þessu umhverfi? Mannlíf

156

Það er alltaf jafn sorglegt hvað ég tengi mikið við konur á sextugsaldri. Ég bara fjöltengi við þennan hóp í heild sinni. Ég myndi skilgreina alveg þónokkrar þessara kvenna sem vinkonur mínar, margar jafnvel yfir sextugt.

Myndirðu taka MR-inga í einkatíma?

Við getum alveg skoðað það, bara senda á mig línu ;)


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

157 Það er alltaf jafn sorglegt hvað ég tengi mikið við konur á sextugsaldri.


Björn Aron Jóhannesson,  Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

Ra:tio Teitur Helgi Skúlason og Bjarki Sigurðarson

mynda tvíeykið Ra:tio sem hefur verið að gera það gott í íslenskri tónlistarsenu síðastliðið ár, hafandi séð um taktsmíðir á bæði Juice Menu, Vol. 1 með ClubDub og á fyrstu plötu GDRN; Hvað ef. Þeir eru líklega þeir taktsmiðir sem íslensk ungmenni hafa hlustað mest á í vetur, en fáir vita að verkefnið á rætur sínar að rekja til námsára þeirra í Menntaskólanum.

158

Ra:tio: Bjarki Sigurðarson til vinstri og Teitur Helgi Skúlason til hægri.

Hvernig leiddust þið út í það að gera tónlist? B: Ég veit það ekki, við þekktumst aðeins síðan við æfðum

báðir fótbolta. Við hittumst í einhverju MR-partý og byrjuðum að tala um tónlist og hvað okkur langaði báða ótrúlega mikið að gera tónlist. T: Fyrsta lagið sem ég gerði var útskriftarlag MR 2015. Þá fékk ég smá svona taste á að semja eitthvað sjálfur. Eftir það þá fór ég að gera einhver beats og hitti síðan Bjarka stuttu eftir að ég byrjaði á því og við fórum að vinna meira saman og reyna að skapa eitthvað svona sound sem við fíluðum báðir. B: Þetta varð að miklu sterkara áhugamáli, við náðum að ýta hvor öðrum áfram í þessu. Það gerðist allt mjög hratt. Við vorum bara að læra á þetta saman. T: Sko, ég og Guðrún vorum fínir vinir á síðasta árinu í MR og eftir að hún lenti í öðru sæti í Söng­keppninni fórum við eitthvað að linka up með henni og ákváðum að henda einhverju saman og gera lög saman. Við vorum að vinna saman í um tvö ár í kjallaranum heima hjá mér að taka upp eitthvað dót sem endaði á þessari plötu sem kom út seinasta sumar. Það var svona fyrsta verkefnið okkar að gera þessa plötu með Guðrúnu og var ógeðslega gaman. Voruð þið með einhvern bakgrunn í tónlist? T: Þegar ég var í grunnskóla úti í Minnesota lærði ég á gítar

hjá einhverjum fáranlega fyndnum gaur, smá svona hvítur rasta gaur sem spilaði á saxófón, var með dredda og var örugglega skakkur allan tímann þegar hann var að koma heim til mín að kenna mér eitthvað smá. Svo var hann aðallega bara eitthvað að reyna að selja mömmu og pabba plöturnar sínar af því að hann var í einhverri laid back djass hljómsveit. Ég lærði svo að lesa nótur og fékk ágætt tóneyra þegar ég æfði á klarínett í svona hálft ár hér á Íslandi. Það var bara ógeðslega boring að vera í skólahljómsveit svo ég hætti í því. B: Ég hef aldrei lært að lesa nótur og aldrei lært á neitt hljóðfæri per se en hlusta endalaust á tónlist og er alltaf með tónlist í eyrunum. Ég held að fyrir okkur snúist þetta meira um það að grípa það sem maður heyrir og læra af því. Það hefur hjálpað okkur báðum mikið líka að finna þennan sameiginlega áhuga og pæla saman í tónlistinni. Hvernig byrjaði samstarfið ykkar við þá, strákana í ClubDub?

Mannlíf

B: Við Aron vorum góðir félagar og síðan fór hann að hitta

stjúpsystur mína, þau eru enn þá saman í dag fjórum árum seinna. Svo Aron Kristinn er mágur minn og það gerði samstarfið enn þá nánara. Hann kom til mín í einhverju matarboði hjá systur minni og hafði heyrt eitthvað af því sem við gerðum með Guðrúnu og var mjög hrifinn af því. Þá ákváðum við að bjóða


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

159


160

Ra:tio honum yfir en hann vildi upprunalega koma aftur með þetta Friðrik Dór swag inn í leikinn, eitthvað poppað RnB. Svo kom Brynjar inn í þetta mjög stuttu seinna og þá minnkaði alvarleikinn og þetta varð meira bara skemmtilegt, effortless og fyndið.

Björn Aron Jóhannesson,  Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

Hvað er uppáhaldslagið ykkar? T: Sem við höfum gert? Það er erfitt að velja sko. B: Þetta er fokking erfiðasta spurning sem ég hef heyrt,

maður. Ég veit það ekki, óneitanlega eru mín uppáhöld Clubbed Up og Eina Sem Ég Vil. Það var svo brautryðjandi fyrir okkur líka, skilurðu? Það var enginn með þetta sound í gangi fyrr en við komum inn með þessa plötu og Clubbed Up var óneitanlega bara það lag sem var trompið okkar á þeim tíma. T: Líka geggjað með Eina Sem Ég Vil, það var svo gaman svona að sjá það verða til. Þetta var upprunalega lag sem við gerðum fyrir svona einu og hálfu ári en ætluðum aldrei að gefa út. Síðan, eftir útgáfuna á Juice Menu, Vol 1 gátum við, með alla þá reynslu sem við höfðum sankað að okkur með gerðinni á henni, gert það að allt öðru lagi. Síðan að fá Aron Can til að vera með vers á því og vera uppi í stúdíóinu á Hverfisgötu að taka það upp. Það var ógeðslega cool moment. B: Já, það var mjög sérstakt ferli. T: Svolítið þýðingarmikið. Það hefur alltaf verið draumurinn okkar að taka upp með Aroni Can. Er einhver peningur í útvarpsspilun eða Spotify? B: Nei, ekkert svo mikill. T: Aðalpeningurinn er í tónleikahaldi en þetta helst allt

saman í hendur, þú ert líklegri til að vera bókaður á tónleika þegar lagið þitt er spilað mikið á Spotify. Það er svo fyndið hvað Ísland er lítið. Maður getur bara gefið eitthvað lag út á Spotify og þá er það bara komið í útvarp stuttu seinna, það er klikkað. Þetta er ekki hægt neins staðar annars staðar í heiminum.

Mannlíf

Hver var uppáhalds kennarinn ykkar í MR? B: Mér þótti svo fokking vænt um alla kennarana

mína. Þeir voru allir svo ógeðslega næs. Steinþór stærðfræðikennari er mesta legend sem ég hef hitt, hann er svo fyndinn. Síðan er Hrói sögukennari og Marta líffræði. Hún er örugglega bara besti kennari sem ég hef verið með í MR. T: Ég ætlaði einmitt að nefna Mörtu líka. Hún var umsjónarkennarinn minn. Hún var svo fyndin. Hún var alltaf að segja við okkur: „Jæja, núna förum við út í sígó í hléinu.“ Það reykti samt enginn í bekknum okkar.

Eftirminnilegasta atvik skólagöngunnar? T: Ég man ennþá eftir einu ógeðslega fyndnu mómenti

þegar ég var að kynna Söngkeppnina í Hörpu. Allir söngvararnir voru búnir að flytja sín atriði en svo í dómarahléinu þá varð allt í einu ógeðslega mikill tími sem þurfti að fylla upp í og þá var okkur bara hent á svið. Sem sagt mér, Herði Tryggva og Karó. Dansskóli Brynju Péturs var nýbúinn að sýna atriði og við þurftum að fylla upp í tímann, það endaði með því að þær skoruðu á okkur í twerk-keppni. Þá þurftum við Haddi að twerka fyrir framan allan skólann í Hörpu alveg í svona góðar þrjár til fjórar mínútur. Þetta var alveg feitt dance battle. Ég man að ég tók eitthvað spígat-hopp og reif næstum því fínu buxurnar mínar. Þetta var bara wild. B: Ég er enn þá scarred eftir eftirminnilegasta mómentið mitt úr MR. Það var á dimission og gerðist allt svo hratt. Ég var með nokkrum bekkjarfélögum mínum, þeir fóru eitthvað á bak við skólann til að fylla vatnsbyssurnar sínar af áfengi og ég mætti bara þarna með þeim til að chilla. Síðan gerðist það á sekúndubroti að Yngvi rektor kemur fyrir hornið. Félagi minn lét mig hafa flöskuna og ég stóð þarna einn eftir með hana í hendinni og Yngvi rektor, sem ég hafði verið í mjög nánu sambandi við varðandi Herranótt, var bara mættur. Þetta var svo mikið moment of disappointment sem Yngvi átti þarna með mér. Ég gat svo ekkert skemmt mér allan daginn því ég var svo miður mín eftir þetta. Ég vil bara koma því til þín, Yngvi, ef þú ert að lesa þetta, að þetta var ekki mín flaska. Það er eflaust ennþá eftirminnilegasta minningin mín úr MR. Hvor ykkar heldur bestu partíin? T: Ég held að ég haldi bestu partíin. Við héldum sem

sagt þrjú partí í sumar, þrjár helgar í röð þegar við vorum að æfa okkur í að DJ-a. B: Það var legendary. T: Við vorum bara eitthvað: „Fokk, við kunnum ekkert að DJ-a,“ og föttuðum að við þyrftum að fara að spila á öllum busaböllunum þannig að við tókum þessar helgar í röð og buðum vinum okkar. Í raun bara mest megnis sami hópurinn meira að segja. Fólk mætti bara og var orðið alveg heavy þreytt á okkur. B: En þetta var bara fyndið, hvert partý varð betra og betra. Fyrst var alltaf svona 20 mínútna þögn á meðan við reyndum að finna út úr því hvað við værum að gera. T: Það er einmitt það skemmtilega við það að DJ-a, þegar það gerist eitthvað svona óvænt shit sem brýtur aðeins upp á settið. Maður gæti náttúrulega verið að spila bara eitthvað sem væri fullkomlega mixað fyrir fram en það er skemmtilegra þegar það er eitthvað svona live DJ í gangi, það kemur oftar á óvart. Þetta voru alveg góð partý.


Teitur Helgi, Aron Kristinn, hundurinn Dennis og Bjarki við tökur á myndbandi við lagið Eina Sem Ég Vil. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

161

Eruð þið með eitthvað stórt verkefni í gangi núna? B: Hvað, á maður bara að spill the beans eða? T: Sure, maður. B: Við erum bara á mjög steady grindi núna. Við erum

Juice Menu, Vol 1. ClubDub

Skinfaxi   nr. 122

Hvað ef GDRN

Menntaskólinn í Reykjavík

að vinna í nýju efni með ClubDub og Guðrúnu. Við erum að stækka hópinn og vinna með fleiri listamönnum. Við nefnum þá nú ekkert á nafn, það kemur bara í ljós seinna. En já, það er meira á leiðinni, mikið sem við erum mjög stoltir af. T: Við mælum með að fólk skoði Instagrammið okkar (@ratio.music). Stundum gleymum við okkur og hendum óvart einhverju teasi í story og það er gaman að leyfa fólki að fylgjast með því hvað við erum að gera. Það er svona helsti vettvangurinn okkar þar sem fólk getur fengið smá forsmekk á því sem við erum að gera. Við ætlum líka að fara að verða duglegri að taka upp og birta hluti þar.


162

FYRIR HREINAR OG FRÍSKAR TENNUR


Hvernig gera skal 163 daglegar neysluvenjur umhverfisvænni

Makeup 

Koma á hlaupahjóli í skólann Koma á gönguskíðum í skólann í snjó Nota hendurnar Eldspýtur Kaffi í Kakólandi í mávastellinu Gúrka frá Gufuhlíð í Reykholti Nota hendurnar Nota hendurnar Nota hendurnar Gull Snýta sér í lófann Prumpa regnbogum og glimmerdufti Nota gamla Herranæturbúninga Nota gömlu Herranæturleikmyndina 2018 Ne lambið mitt Nee asninn minn Neeeee vanskapaði þrífætti tannlausi lemúrinn minn Matarsódi Litli putti Sleppa sturtu Sleppa sturtu Þorna upp Bambustannbursti Hart, glansandi, stint stálrör Fresta bílprófi um ókomna áratugi Borða jarðaber sem afi Jens ræktaði sjálfur í garðyrkjukofanum sínum í Mosó Fegurðin kemur að innan <3

Skinfaxi   nr. 122

Koma á bíl í skólann Koma á bíl í skólann í snjó Plastgaffall í Kakólandi Kveikjari Kaffi í Kakólandi í pappabolla Gúrka frá Chongquing í Kína Skeina sér með klósettpappír Nota túrtappa Æla í klósettið Slots Snýta sér í pappír Prumpa koltvísýringi Kaupa ný föt Kaupa nýja skó Þvo föt með þvottaefni Þvo föt með mýkingarefni Þvo föt með ilmkúlum Svitalyktareyðir Eyrnapinni Fara í sturtu Nota sápu í sturtu Drekka vatn Plasttannbursti Krumpað lint plaströr Keyra Borða jarðaber sem einhver þræll týndi 

Menntaskólinn í Reykjavík

Hugleiðing

Umhverfis- og grænkerafélagið

„There is no plan(et) B“, eins og skáldið sagði.

Í tilefni þess að við höfum einungis 138 mánuði til að koma í veg fyrir skelfilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar höfum við, meðlimir Umhverfis- og Grænkera­ félagsins sett saman lista yfir ýmsa hluti og meðfylgjandi má finna umhverfisvænni lausnir sem koma í staðinn fyrir þessar daglegu athafnir. Við mælum eindregið með því að glugga á þetta ágæta samansafn og skipta út daglegum neysluvenjum fyrir umhverfisvænni valkost.


Mér líður frekar vel í dag 164

Herdís Hanna Yngvadóttir

Það að líða vel er grunnur að öllu góðu enda heitir greinin eftir framboði núverandi ritstjórnar, því það er markmið okkar flestra að líða frekar vel alla daga. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því hvernig hver og einn býr til sitt umhverfi til að líða vel, að finna þessa litlu ljóstýru inn á milli myrkursins sem dregur mann aftur niður á jörðina.

Mannlíf

 7

 6


165 Hver er þinn gleðigjafi? 1

Grímur Smári: Þegar jólasveinarnir koma

 1

á mjólkurfernuna 2

Andrea Rún: Þegar ég sýð egg og ég næ skurninni

fullkomlega af 3

Ragnhildur Helgadóttir: Þegar það koma nýir

podcast og Riverdale þættir Þorbjörg Anna: Þegar það er ekki búið að borða matinn úr ísskapnum sem ég var búin að vera spennt fyrir allan daginn Jóhanna Lóa: Þegar flugan flýgur sjálf beint út eftir maður opnar gluggann Hallgrímur Árni: Þegar ég er í tíma hjá Þyrí Kap

 2

5

Hildur Ylfa: Þegar það er til pasta heima Sólveig Halla: Sól Sigríður Hagalín: Tekex Guðrún Soffía: Þegar ég kem og enginn er heima

6

Kolbeinn Tumi: Fara á Drunk Rabbit eftir skóla

7

Þorgerður Þórólfsdóttir: Þegar ég fer á

veitingastað og þarf ekki að leita sérstaklega eftir vegan mat

 5

Skinfaxi   nr. 122

og við förum að tala um eitthvað út fyrir efnið með henni. Til dæmis áttum við í umræðum við hana áðan um það hvernig hún býr til brauðsúpu

 3

 4 Menntaskólinn í Reykjavík

4


Annáll

Rafnhildur Rósa Atladóttir  &  Þorgerður Þórólfsdóttir

Söngkeppnin

166 Á köldu febrúarkvöldi í Hörpu slá fimm hundruð hjörtu, þúsund augu stara á sviðið en hjörtu keppenda slá þó hraðast. Spennan í loftinu yfirbugar frostið og klukkan slær hálf átta. „Verið velkomin á Söngkeppni Skólafélagsins.“ Í sannleika sagt var kvöldið alveg epískt, söngkeppnin OG Floni II á sama kvöldi – epic. Undanfarin ár hefur miðasala á söngkeppnina verið strembið verkefni. Erfitt er að selja upp á viðburðinn, því stefndum við í Skólafélagsstjórn að því að gera kvöldið ógleymanlegt. Við fengum til liðs við okkur nokkra unga og ferska aðila okkur til hjálpar. Sigurður Ýmir sá um myndhönnun, grafík og hönnun á veggspjöldum, Edda Kristín leikstýrði, klippti og tók upp kynningarmyndbandið og Guðrún Ýr sat yfir prufum og var eins konar listrænn stjórnandi, sem var þó veik á keppnisdaginn sjálfan. Eða það sagði Floni II okkur. Að þessari einstaklega vel heppnuðu keppni lokinni, sem við erum mjög stolt af og lögðum blóð svita og tár í, erum við sannfærð um að hafa lagfært þann misskilning og mýtu meðal ungra MR-inga að Söngkeppni Skóla­ félagsins sé einhvers konar BETA útfærsla af Vælinu. Samt er eitt sem ekki margir vita um keppnina og er dálítið spaugilegt. Sérhver stjórnarmeðlimur seldi líkama sinn í því skyni að fjármagna keppnina svo hún færi fram. Við vonum að þið hafið notið keppninnar sem allra best. Takk kærlega fyrir komuna, kv. Labba og Doggy. Þakkir: Logi Eyjó, Floni II, Björgvin tæknimaður, Stefán Orri, Árni Harpa, Domino’s, Skemmtó og Sösk nefnd.

Kristján Guðmundsson – 3. sæti


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

Ingibjörg Iða – Sigurvegari

167


168 Breytingar eru óhjákvæmilegar og eru fastur hluti í þróun og nýjungum samfélagsins. Með breyttum viðhorfum, aukinni umræðu og vitundar­vakningu er krafist þess að breytingar eigi sér stað og hinu gamla sé skipt út fyrir nýrra og betra. En hvenær munum við staldra við og spyrja okkur að því hverjum þær gagnast og hverju þær komi til skila?

Hugleiðing

Herdís Hanna Yngvadóttir

Nýir tímar

Þetta skólaár, 2018–2019 er fyrsta heila starfsár nýs rektors menntaskólans, Elísabetu Siemsens. Með nýjum rektor fylgja nýjar áherslur en forveri hennar, Yngvi Pétursson, hafði unnið ötult starf á sínum árum með því að taka hagsmuni og álit nemenda inn í ákvarðanir sínar. Hann reyndi eftir fremsta megni að halda Menntaskólanum í Reykjavík í þeirri aldargömlu hefð þar sem nemendur útskrifast á tvítugsári sínu. Það má að sjálfsögðu setja athugasemd við það hvort hann hafi verið einum of íhaldssamur en hann má eiga það að vilji nemenda var honum ávallt ofarlega í huga. Vegna nýrra áherslna Menntamálaráðuneytisins átti sér stað stytting framhaldsskólanna og varð því nauðsynlegt að vinna út frá nýjum skilyrðum sem urðu til þess að endurskoða þurfti námið í heild sinni enda er ekki hægt að breyta fjórum árum skyndilega í þrjú án einhverra fórna. Þessar fórnir reyndust bitna mest á tíma nemenda til að stunda áhugamál sín og var náminu frekar kramið saman heldur en að færa það inn á 21. öldina.


vandamáli sem þarf að laga. Við komum flest hingað upphaflega út af náminu en við ákváðum að vera vegna félagslífsins. Störf nemendafélaganna hafa gefið manni það svigrúm til að prófa nýja hluti ásamt frelsi til að koma eigin hugmyndum í framkvæmd. Það allt er mun meira gefandi en að sitja heilan skóladag og láta mata í sig staðreyndum. Einhvern veginn þarf því að finna jafnvægi þarna á milli. Þá harmar maður það einnig að þeir sem á eftir manni koma fái ekki sömu tækifæri og maður sjálfur – hvað þá tækifæri þeirra sem á undan manni komu. Tímarnir breytast og mennirnir með en er ekki óþarfi að segja skilið við gamlar hefðir og alla skemmtun á þessum tíma sem menntaskólaárin eru? Maður hefði haldið að með styttingu framhaldsskólanna yrði lagt enn meira upp úr því að stuðla að virkara félagslífi og betri samskiptum milli nemenda og skólastjórnar. Þá stöndum við frammi fyrir skemmri tíma fyrir nemendur til að taka þátt í starfi nemendafélaga en á sama tíma alveg jafn krefjandi námi sem tekur yfir mest allan tíma manns. Grunnskólanemendur velja frekar það umhverfi sem mun veita þeim meiri gleði, námsánægju og frelsi til að þroskast sem MR stuðlar seint að. Það sem hefur farið framhjá skólastjórn er að þessi skóli er ekkert án félagslífsins. Það er ekkert líf að sitja allan liðlangan daginn að þylja upp sannanir og hafa engan tíma til þess að öskurhlæja á Amtmannsstíg með góðu fólki. Við höfum öll verið að læra stanslaust frá því að við fæddumst og það er því ekki að fara að gera okkur að einhverjum stórkostlegum einstaklingum ef það er það eina sem við fáum að gera til tvítugs. Það sem gerir okkur að því sem við erum eru mistökin, að fá að vera kjánar með mikilmennskubrjálæði og öðlast þannig smá trú á okkur sjálfum að við getum gert stærri hluti en að fá 10 á söguprófi. Ég vonast til þess að áður en við setjum upp stúdentshúfurnar 31. maí muni skólastjórnin gera sér grein fyrir því að hefðir, félagslíf, virkni nemenda utan skólabókanna og fjölbreyttir viðburðir eru alveg jafn mikilvægir nemendum, ef ekki mikilvægari, og námið eða einhver þröng skilyrði sem eru sett á til að hafa hemil á nemendum vegna eintóms vantrausts. Samstarf tveggja aðila gengur ekki upp án trausts og því er nauðsynlegt að þriðja hæðin sýni fram á að þau treysti nemendum til að taka réttar ákvarðanir fyrir sig sjálf og geti þar af leiðandi átt í samskiptum við hvort annað á jafningjagrundvelli. Því bið ég þig kæri rektor, að hafa trú á þeim sem eftir mér koma og veita þeim frelsi til þess að halda nafni skólans uppi. Við erum öll hér út af MR, gáfumst ekki upp út af MR og það sem við munum eiga sameiginlegt út lífið er MR, ekki skemma þessa sameiginlegu minningu okkar allra.

Menntaskólinn í Reykjavík

Núna í vor eru því tímamót þar sem seinasti árgangur fjögurra ára kerfisins útskrifast ásamt fyrsta árgangi þess nýja. Við þessar aðstæður lækkar meðal­ aldur nemenda þó nokkuð og eru því nemendur skil­ greindir sem börn nær alla skólagönguna. Miðað við nýja stefnu rektors er verið að fylgja þessari breytingu eftir með því að reyna að varðveita unga barnið sem leynist í nemendum í stað þess að halda áfram að nýta þennan tíma til að leyfa þeim að uppgötva sjálfan sig, læra af mistökum og verja frjálsustu árum lífs síns, frjáls. Áherslur skólastjórnarinnar hafa valdið ýmsum vangaveltum og örar breytingar án þess að leita eftir áliti nemenda hafa skapað ákveðna ringulreið. Að skylda nýnema til að blása á böllum, segjast ætla að banna utanskólanemendur á komandi busaböllum, setja á harðari ritskoðun útgefins efnis haldandi að útgáfur nemenda ógni áliti skólans út á við, minnka sjálfstæði nemendafélaganna og valda fráhvarfi almennilegrar lestraraðstöðu nemenda án sæmilegrar aðstöðu í millitíðinni er bara brot af því sem hefur átt sér stað seinasta ár. Störf nemendafélaganna hafa hingað til verið á vegum nemendanna og þriðja hæðin lítið skipt sér af málum þeirra. Hins vegar hefur það komið til á þessu ári að þau vilji fara yfir og staðfesta lagabreytingar, líkt og konungur Danmerkur gerði við Alþingismenn á sínum tíma en það stafaði einmitt vegna vantrausts hans á starf þeirra. Þetta hefur breytt framhaldsskólagöngunni úr fyrstu skrefum manns í heimi fullorðinna yfir í stoppistöð í heimi barna. Þar sem maður bíður óþolinmóður eftir því að fá að halda þroska sínum áfram. Það vekur upp þá spurningu hvort þessar breytingar séu mögulega ótímabærar, óskipulagðar og hvort þær hafi komið upp á yfirborðið vegna stefnu í öðrum ólíkum skólum. Ég er ekki að halda því fram að breytingar séu ekki af því góða heldur er ég hérna að velta því fyrir mér hvort áherslurnar hafi verið rangar og að þær muni ef til vill stuðla að enn minni áhuga þegar 03 módel fara að sækja um í framhaldsskóla. Þetta veldur svo mikilli togstreitu í lífi manns því þegar litið er yfir seinustu fjögur ár þá fyllist maður að sjálfsögðu af ást til skólans því veran hérna hefur hingað til leyft manni að feta eigin spor, þroskast og upplifa nýja hluti umkringdur nýjum vinum. Þess vegna tekur maður það mikið inn á sig þegar svo miklar breytingar eiga sér stað á seinasta árinu. Skólinn sem áður var er ekki sá sami og ég sé þegar ég geng um ganga hans þessa dagana. Minni virkni í félagslífinu hefur átt sér stað seinustu ár vegna of mikils álags í náminu og þessari endalausu þörf til þess að vera sá skóli með mesta námsálagið. Það er frekar óvenjulegt að tæplega 20 nemendur ákveði að skipta um skóla eftir eina önn og telja má að þá stöndum við frammi fyrir einhverju

Skinfaxi   nr. 122

169


Ástin í Menntaskólanum Stefán Kári Ottósson

&

170 Sóley Ólafsdóttir

Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? SK: Svona hálft ár… nei, ég meina svona hálft skólaár.

Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? SÓ: Hálft ár?

Hvernig eru augun hennar á litinn? SK: Þau eru… hérna… þau eru blá.

Hvernig eru augun hans á litinn? SÓ: Blá, vissi hann ekki hvernig augun mín voru á litinn?

Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hana fyrst?

Ég er samt með svo stóra augasteina að það sést ekki alveg.

SK: Það var í Frúardegi og hún var að gera þetta

dansspor *Stefán gerir dansspor* þannig að ætli ég hafi bara hugsað að hún væri fierce queen. Hvað er vandræðalegasta mómentið ykkar? SK: Hahahahah ég veit ekki hvort þetta megi koma

Mannlíf

Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

í blaðinu hahahahah. Þetta var bara að gerast um daginn. Sko, hundurinn hennar Sóleyjar komst í ruslið og það var notaður smokkur í því sem hann borðaði. Mamma hennar Sóleyjar reyndi svo að ná honum úr hundinum en náði honum ekki því hann var svo sleipur. Núna eru allir bara að bíða eftir því að hundurinn kúki smokknum út – vonandi verður í lagi með hann. Hvernig myndir þú lýsa henni? SK: Fáránlega virk, púki, ljóshærð. Hvar var fyrsta deitið ykkar? SK: Fórum bara að hjóla í Heiðmörk. Hvað voruð þið búin að vera lengi saman þegar þér fannst í lagi að kúka heima hjá henni? SK: Mjög lengi, svona tvo mánuði.

Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hann fyrst? SÓ: Stór. Nei ókei, sætur. Hvað pirrar þig mest við hann? SÓ: Hann á það stundum til að vera of góður og leyfir

mér alltaf að ráða skilurðu? Hvernig myndir þú lýsa honum? SÓ: Hann er bara alltaf glaður. Og athyglissjúkur. Hvað hræðist hann mest? SÓ: Að Tóta borði smokkinn úr ruslinu. Hvenær vissir þú að hann væri hinn rétti að eilífu? SÓ: Ókei sko, Íris, systir mín, var sem sagt að sækja

okkur á djammið. Þetta var einhvern tímann fyrir áramót, það er frekar stutt síðan. Ég ældi en var ekki með neinn poka og hann kom bara og tók æluna mína í hendina sína og bara hélt á henni. Þá var ég eitthvað svona: „Ókei, hann elskar mig.“


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

171


Ástin í Menntaskólanum Lilja Bragadóttir

&

Hvar kynntust þið? L: Sko, við byrjuðum náttúrulega saman í bekk í 5. bekk

en við kynntumst eiginlega í röðinni á Hendrix. Æ, þarf ég eitthvað að segja söguna? Ókei sko, við vorum að bíða í röðinni á Hendrix og ég sá bara bekkjarbróður minn þarna eitthvað og ég fattaði svona: „Ú, hann er alveg smá sætur.“ Ég ákvað bara að það væri mjög góð hugmynd, ekki spurja af hverju, að segja við hann að við ættum að gera sameiginlegt áramótaheit um að byrja saman. Sem betur fer tók hann bara mjög vel í það og það gerðist og já, hér erum við í dag. Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hann fyrst? L: Við vorum náttúrulega saman í bekk þannig að

ég var ekkert að hugsa það mikið. Enn einn Vesturbæingurinn. Nei djók, man að mér fannst hann alveg sætur en stundum smá pirrandi. Feiminn en samt hávær.

Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

Hvað pirrar þig mest við hann? L: Annað hvort hvað hann sefur mikið eða að

hann nennir aldrei í spinning. Í alvöru samt. Hann nennir ALDREI í spinning. Hvernig myndir þú lýsa honum? L: Hann er svona kettlingur sem heldur að hann sé ljón. Hvað hræðist hann mest? L: Köttinn minn. Án djóks. Hvenær vissir þú að hann væri hinn rétti að eilífu? L: Væntanlega í röðinni á Hendrix.

172 Þorvaldur Lúðvíksson Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? Þ: Eitt ár Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hana fyrst? Þ: Ég var hræddur við hana fyrst og hélt að hún

væri algjör tík. Hvað pirrar þig mest við hana? Þ: Ég veit það ekki. Ég get án djóks ekki hugsað neitt.

Ég þarf að hugsa þetta aðeins. AÐ HÚN HELDUR MEÐ LIVERPOOL. En það er ennþá í vinnslu. Hvað er vandræðalegasta mómentið ykkar? Þ: Kannski þegar, æ, ég ætla ekki að segja það. Held

það hafi verið þegar ég hitti foreldra henna fyrst eða þegar ég stíflaði klósettið í Flórída. Við fórum sem sagt saman í ferð til Flórída með fjölskyldunni hennar í nóvember. Ég notaði of mikinn klósett­ pappír. Það sturtaðist ekki niður og það var enginn drullusokkur í húsinu. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera þannig að ég þurfti bara að kveikja á sturtunni í svona korter og bara hugsa: „HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?“ Síðan labba ég út og mæti ömmu hennar og segi henni frá þessu. Ég held að hún hafi logið að öllum að klósettið væri bara bilað. Það var annað klósett þarna þannig að allir notuðu það bara þangað til við fórum næst í búðina. Þá keypti pabbi hennar drullusokk. Ef hún þyrfti að borða eitthvað eitt að eilífu hvað væri það? Þ: Japanskur matur: sushi eða eitthvað. Hvaða pari mynduð þið fara með á double date? Þ: Ekki Ástu og Atla. Angelinu Jolie og… eru þau

saman ennþá? Nei ókei, lokasvar er David Beckham og Victoria Beckham. Hvað hræðist hún mest? Þ: Hún er mjög hrædd við þjófa og mjög hrædd

við að verða ófrjó. Hvar var fyrsta deitið ykkar? Þ: Við tókum hinn klassíska bílarúnt bara. Hver prumpaði fyrst fyrir framan hinn aðilann? Þ: Ég held að við höfum aldrei gert það, eða hún hefur

Mannlíf

aldrei heyrt mig prumpa en ég hef oft tekið svona silent prump skilurðu? Hafa ekki allir gert það eða?


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

173


Ástin í Menntaskólanum Atli Már Eyjólfsson

&

Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? A: Rúmlega fjóra mánuði. Hvar kynntust þið? A: Í flugvélinni á leiðinni til Mexíkó. Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hana fyrst? A: Shit, hvað þetta er óþægileg spurning. Ég man ekkert

hvenær ég sá hana fyrst en ég hugsaði örugglega bara að hún væri sæt. Hvar var fyrsta deitið ykkar? A: Erfitt að segja. Kannski var Rush svona fyrsta

almennilega deitið sem við skipulögðum eitthvað. Hvað er vandræðalegasta mómentið ykkar? A: Það er ekkert þannig vandræðalegt sem hefur gerst

Mannlíf

Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

milli okkar. En það var einu sinni kona í einhverju afmæli, ég man ekki einu sinni hvaða kona, sem hélt að Ásta væri 14 ára litla systir mín og sagði við hana: „Nei voðalega ertu búin að stækka mikið!“ Hvaða pari mynduð þið fara með á double date? A: Þorvaldi og Lilju. Nei, Aroni og Önnu Jans. Hvað voruð þið búin að vera lengi saman þegar þér fannst í lagi að kúka heima hjá henni? A: Þegar mér fannst það í lagi? Bara fyrir stuttu síðan.

174 Ásta Sigríður Flosadóttir Hvar kynntust þið? Á: Í Mexíkó. Ég var geðveikt pirruð eitt kvöldið og

það voru allir að fara að djamma eitthvað og hann segir við mig: „Ætlarðu ekki að koma?“ og ég bara: „Nei“. Ég þekkti hann ekki neitt þá en ég var búin að segja við vinkonu mína að ég væri að pæla í honum. Vinkona mín sendi mér svo seinna að Atli væri að leita að mér þannig að daginn eftir vissum við að við værum svona eitthvað að pæla í hvoru öðru og kynntumst þá almennilega. Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hann fyrst? Á: Við sátum hlið við í flugvélinni á leiðinni til Mexíkó

því sætin voru í stafrófsröð. Ég hugsaði: „Vá, hvað hann er sætur en vá, hvað hann er feiminn!“ Ég hélt hann væri smá svona skrítinn því hann talaði ekkert við mig og ég vissi ekkert hver hann var. Við tókum selfie saman – ég, hann og annar Atli. Hann sagði seinna að honum fannst það mjög skrítið. Ef hann þyrfti að borða eitthvað eitt að eilífu hvað væri það? Á: Örugglega Ikea eða eitthvað. Hvað hræðist hann mest? Á: Tómata. Hvar var fyrsta deitið ykkar? Á: Á flugvellinum í New York. Fórum á veitingastað

þar sem var samt frekar ömurlegur. Þetta var ömurlegt deit en við fórum ekkert á sérstakt deit fyrr en við fórum í Rush trampólíngarðinn. Vinir hans voru frekar pirraðir því það var einhver leikur á sama tíma. Hver prumpaði fyrst fyrir framan hinn aðilann? Á: Ég, það var meira að segja ofan í klósett þannig

það bergmálaði frekar mikið. Þetta var alveg óvart en ég gat bara ekki pissað því ég þurfti svo mikið að prumpa. Það var ógeðslega vandræðalegt.


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

175


Ástin í Menntaskólanum Ninja Björt Kamilludóttir

&

Hvar kynntust þið? N: Tæknilega séð í félagsheimili sjálfstæðismanna

í Grafarholti en það er bara því þar var frumsýningarpartý Herranætur. Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hana fyrst? N: Sko, ég sá hana fyrst í strætóskýli á leiðinni heim úr

skólanum og ég brosti til hennar því ég vissi að hún væri í MR. Fór svo í strætó og nokkrum sekúndum eftir það lækar hún gamalt Instagram post hjá mér og þá var ég eitthvað svona: „Vá, skrítin týpa.“ Eftir það fór ég að fylgjast meira með henni. Hvað pirrar þig mest við hana? N: Hún er með skrítnasta tímaskyn í heimi. Það tekur

hana stundum góðan klukkutíma að gera eitthvað sem hún sagðist ætla að gera.

Mannlíf

Lilja Bragadóttir  &  Urður Helga Gísladóttir

Hvenær vissir þú að hún væri hin rétta að eilífu? N: Uuu... við byrjuðum svolítið snemma að tala eins og

við værum að fara að vera saman að eilífu og það kallast víst „the lesbian syndrome”. Mjög margir tengja við þetta. Það var ekkert sérstakt móment, en mjög snemma. Vorum búnar að vera að hittast í smá og vorum bara: „Ókei, þetta gengur bara mjög vel, bara fullkomið.“ Ef hún þyrfti að borða eitthvað eitt að eilífu hvað væri það? N: Hún elskar egg. Ok þetta var svolítið ógeðslegt svar. Hver prumpaði fyrst fyrir framan hinn aðilann? N: Það var eitt kvöldið, þegar við vorum að koma

frá Hraðlestinni og ákváðum bara að þetta skipti ekki máli lengur. Vorum svolítið saman í þessu.

176 Una Torfadóttir Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? U: 10 mánuði. Hvar kynntust þið? U: Við töluðum fyrst saman í partýinu eftir frumsýningu

Herranætur en ég var búin að spotta hana í strætó áður, hún vissi ekkert hver ég var en ég var búin að vera skotin í henni frekar lengi. Hvað pirrar þig mest við hana? U: Hún er svo ógeðslega stundvís og stressuð með

tíma, það er alveg fáránlegt. Hún sagði örugglega öfugt um mig. Hvaða mat getur hún ekki borðað? U: Hún hefur verið með alls konar meiningar t.d. að hún

borði ekki pasta en svo borðar hún alveg pasta. Hvernig myndir þú lýsa henni? U: Ninja er með mjög hlýja nærveru, mjög góðhjörtuð

og opin fyrir alls konar fólki. Hún er líka ógeðslega lúmskt fyndin. Hvenær vissir þú að hún væri hin rétta að eilífu? U: Alveg vandræðalega snemma. Ég treysti ekki mínum

eigin tilfinningum því þetta var að gerast svo hratt. Við vorum búnar að vera að hittast í svona tvær vikur og þá var ég bara: „Jabb, this is it.“ Hvað voruð þið búin að fara á mörg deit þegar þið kysstust fyrst? U: Svona, kannski þrjú?


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

177


Annรกll

RENT รก Herranรณtt

178


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

179


Annรกll

RENT รก Herranรณtt

180


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

181


Annรกll

RENT รก Herranรณtt

182


183

SPENNANDI NÁM OG ÖFLUGT FÉLAGSLÍF Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ YFIR 400 NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Sæktu um á hi.is fyrir 5. júní. hi.is

Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS


184

HVAR SEM ER

PRÓTEINRÍKT – FITUL AUST

#iseyskyr


185

AÐALSTRÆTI · AUSTURSTRÆTI · LÆKJARTORG · SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR · LAUGAVEGUR · HLEMMUR BORGARTÚN · SUÐURLANDSBRAUT · KRINGLAN · HAMRABORG · SMÁRALIND · AKUREYRI

Menntaskólinn í Reykjavík

swiss mokka

Skinfaxi   nr. 122

KARAMELLU


186 TOYOTA

5 0 % R A F D R I F I N N*

Í fullkomnu flæði

Toyota C-HR er fínslípaður demantur sem sker sig úr hvar sem hann kemur. Kröftug vél, einstakir aksturseiginleikar ásamt háþróuðu farþegarými sjá til þess að þú líðir um strætin í fullkomnu flæði. Komdu, taktu í stýrið og finndu hvernig Toyota C-HR skapar algjörlega ný viðmið. 2 ára þjónustupakki fylgir með öllum Toyota C-HR. Nú er 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Toyota bifreiðum.

3+4 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

Toyota Kauptúni Kauptúni 6

Toyota Akureyri Baldursnesi 1

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19

Toyota Selfossi Fossnesi 14

*Samkvæmt opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar. Sjá nánar á www.toyota.is. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 7 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Gildir eingöngu um bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf. Birt með fyrirvara um villur.


187

FRELSI Skinfaxi   nr. 122

… TIL AÐ SKIPTA MÁLI

Nýting náttúrunnar, verndun hennar og viðhald er mál sem snertir okkur öll og með nýrri þekkingu og frumkvöðlastarfi má gera hlutina á arðbæran hátt. Nám við LbhÍ er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru Íslands, umhverfismálum, sjálfbærni, búvísindum og matvælaframleiðslu. Náttúran er einstök.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ. WWW.LBHI.IS LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Sími 433 5000 BÚVÍSINDI

BÚFRÆÐI

GARÐYRKJA

SKÓGFRÆÐI

NÁTTÚRU- OG UMHVERFISFRÆÐI

FRAMHALDSNÁM

UMHVERFISSKIPULAG

Menntaskólinn í Reykjavík

SNÚÐU VAXANDI ÁSKORUNUM Í UMHVERFISMÁLUM OG MATVÆLAFRAMLEIÐSLU ÞÉR Í VIL


188


189

AFS

ég var mætt í AFS var mér sagt að einfaldlega ekkert þýskumælandi land tæki þátt í ECTP það árið… Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég á Ítalíu – og ég gæti bara ekki verið ánægðari með það! Ekki bara það að ég bætti við mig heilu tungumáli, sem mér hefði örugglega aldrei dottið í hug annars að læra, heldur kynntist ég þarna menningu Suður-Evrópu og fann sjálfa mig í list og menningu þessa merkilega lands. Fósturfjölskylda mín býr í Róm en þangað hafði ég aldrei komið svo þetta var alvöru áskorun:

Þetta hófst allt vorið 2016, fyrsta árið mitt í MR. Ég mætti galvösk á skrifstofu AFS þegar auglýst hafði verið opið hús, til að fá upplýsingar um skiptinám. Ég ætlaði til Þýskalands, amma er þýsk og ég hafði valið þýsku sem þriðja mál í skólanum. En þá kom babb í bátinn… Í rannsóknarleit á vefnum hafði ég fundið prógram sem mér leist vel á. Það heitir ECTP (European Citizenship Trimester Program) og auk þess að standa bara í þrjá mánuði er það byggt upp á aðeins fræðslu­miðaðri máta en hefðbundið 10 mánaða skiptinám. Evrópsk ungmenni flytja til annars lands í þrjá mánuði þar sem þau búa hjá fósturfjölskyldu og ganga í skóla heimamanna en áður en snúið er heim aftur hittast allir þátt­ takendur þess árs í Brussel þar sem tæpri viku er eytt í fræðslu um alþjóðleg málefni, hvað það þýðir að vera evrópskur ríkisborgari og hvernig sé hægt að hafa áhrif í samfélaginu. Þar sem

1.

2.

Í fyrsta lagi er það allt yndislega, klára, skemmtilega, metnaðarfulla og meðvitaða fólkið sem ég hef kynnst. - Þau sem eru tilbúin að taka slaginn og leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. (Svo ekki sé talað um fríu gistinguna úti um allan heim þegar ferðalög eru á döfinni ;)) Og í öðru lagi er það að mér hefur frá upphafi verið tekið sem fullgildum einstaklingi - aðrir eru tilbúnir að hlusta og það sem þú hefur að segja skiptir raunverulega máli. Þetta hefur stuðlað að svo miklu meira sjálfstrausti og þegar allt kemur til alls er það það sem þarf til að leggja grunninn að öllu hinu.

Skinfaxi   nr. 122

Eftir að ég kom aftur heim til Íslands gerðist ég sjálf­ boðaliði samtakanna AFS. Í gegnum það starf hef ég kynnst ábyggilega þrisvar sinnum fleira fólki en í sjálfu skiptináminu og fengið ófá tækifæri til að ferðast, innanlands sem utan. Haustið eftir fékk ég svo tækifæri til að taka þátt í samstarfsverkefni í Slóvakíu þar sem fjallað var um róttækar stefnur og hvernig við getum stuðlað að betri samvinnu. Ég kom heim svo miklu víðsýnni og áhugasamari um ástandið annars staðar í heiminum að ég held það sé ómögulegt að snúa aftur til þessa gamla hugsunarháttar: að hvernig við höfum það hérna á Íslandi sé allt sem skiptir máli. Síðastliðið vor fékk ég svo að fara sem fulltrúi Íslands til Belgíu á fyrstu samkomu PEACE-nema en PEACE er nýtt prógram, ekki ósvipað ECTP en gengur á milli Evrópu og Asíu. Þar gafst mér tækifæri til að hitta unga frumkvöðla víða að úr Asíu og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað þeim tekst að afreka í framtíðinni! Það er auðvitað ótal margt sem ég hef upplifað á þessum þremur árum síðan þetta allt byrjaði og ég hef öðlast þekkingu og reynslu á sviðum sem núna nýtast mér bæði í hversdagslegu lífi og hlutum á borð við að sækja um vinnu eða háskóla. Það sem ég met þó allra mest er einkum tvennt:

Menntaskólinn í Reykjavík

Mannlíf

Þorbjörg Anna Gísladóttir

En þrátt fyrir að eflaust hafi ég aldrei lært jafn mikið og ég gerði þessa þrjá mánuði var þetta einungis upphaf þess sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.


190


Anna Jia

191 Finnst þér MR hafa undirbúið þig vel fyrir HR?

Já, vel fyrir allt stærðfræði-, efnafræði- og eðlis­fræðitengt. Kom svolítið af fjöllum samt þegar það kom að rekstrarog hagfræðitengdum tímum. Það var samt ekkert sem ekki var hægt að koma sér fljótt og vel inn í! Hvernig er námið uppsett?

Fyrsta árið eru allir verkfræðinemar saman í tímum, þannig þá eru bekkirnir mjög stórir og geta náð upp í 150 manns. Eftir það fara nemendur að skiptast meira eftir því hvaða braut þeir eru á svo þá minnka bekkirnir til muna. HR leggur mikið upp úr hópavinnu, enda gerir sig út fyrir að vera háskóli tengdur atvinnulífinu. Þegar maður fer út á atvinnu­ markað skiptir miklu máli að vinna í allskonar teymum og hópum og þá með fjölbreyttum hóp af fólki. Það getur verið mjög krefjandi og mér finnst búið að vera mjög gott að fá æfingu í því að vinna mikið með öðru fólki.

Aðallega bara í skólanum, aðstaðan er það góð. Hvort sem þú vilt fara í ræktina, hanga á kaffihúsi, fara niður í kjallara í playstation, foosball eða borðtennis. Síðan er alltaf stutt í Braggann og Perluna! Hvernig er félagslífið í HR?

Hvaða deild heldur bestu partýin?

Haha ég veit það ekki, verð ég ekki að segja verkfræðideildin? Hvernig er maturinn í HR? Betra úrval en pítusósusamlokurnar okkar í Kakólandi?

Senn líður að útskrift og stendur þorri skólans nú á krossgötum, hvað mun taka við eftir útskrift? Margir munu eflaust leitast eftir æðri menntun og skrá sig í háskóla næsta haust. Að þessu tilefni tókum við á tal nemanda Háskólans í Reykjavík, hana Önnu Jiu, 25 ára brautskráðan MR-ing af náttúrufræðideild II. Í dag nemur hún rekstrar­ verkfræði með sérstaka áherslu á heilbrigðis­ vísindasvið, hafandi tekið U-beygju eftir útskrift og hætt við læknisfræðina eins og svo margir aðrir.

Mannlíf

Hvers vegna valdiru rekstrarverkfræði í HR?

Mig langaði að prófa eitthvað alveg nýtt og öðruvísi. Vissi ekki alveg hvað ég vildi gera og langaði að halda eins miklu opnu og hægt var. Mér fannst rekstrarverkfræðin tilvalin til þess.

Mötuneytið og maturinn í HR er frábær. Þar er uppáhalds salatbarinn minn þar sem maður getur alltaf töfrað fram einhverja snilld. Þau bjóða upp á heitan mat í hádeginu, alltaf með grænmetisvalkost, súpu og nýbakað brauð. Á morgnana er líka hafragrautur, morgunkorn og múslí með alls konar meðlæti, lýsi og öllum gerðum af mjólk. Síðan eru líka allskonar samlokur (flestar ekki með pítusósu ef það er áhyggjuefni), boozt, vegan snarl, bakkelsi o.fl. Hvert stefnirðu að námi loknu?

Ég stefni á það að flytja út til London í frekara nám. Ég er í starfsnámi hjá Alvotech sem er lyfjafyrirtæki. Finnst það mjög spennandi og gæti verið gaman að enda einhversstaðar í lyfja- eða heilbrigðisgeiranum. Ég hef líka mikið verið að spá í umhverfismálum og sjálfbærni sem á við á flest öllum stöðum svo hver veit hvað framtíðin hefur í för með sér.

Menntaskólinn í Reykjavík

Herdís Hanna Yngvadóttir

Mismunandi eftir deildum. Til dæmis er nemendafélag verkfræðinnar kallað PRAGMA og skipuleggur vísinda­ferðir sem eru heimsóknir í fyrirtæki þar sem maður fær kynningu á starfseminni og veitingar. Árshátíð er einu sinni á ári, einnig skíðaferðir og fleira.

Skinfaxi   nr. 122

Hvar hanga HR-ingar?


Hugleiðing

María Einarsdóttir

Leitin að viður­kenningu frá strákum

192 Við hleypum strákum inn í okkar innsta hring vina með álíka mikilli ákefð og Sjöan hleypti krökkum undir lögaldri inn í gamla daga.

Jájá, kynlíf er alveg næs og allt það, en hefur þú einhvern tímann fengið hrós frá strák fyrir að vera fyndin? Nákvæmlega. Það er geggjuð tilfinning. Þessi gæðastimpill; að vera fyndin, að vera nett, að vera „eins og ein af strákunum“, hann er ómetanlegur og alveg ótengdur öllum rómantískum tilfinningum. Það að athygli frá strák geri næstu tvo klukkutímana þína að göngutúr á bleiku hamingju- og sjálfsöryggisskýi hefur ekkert með það að gera hvort maður laðist að honum eða ekki. Strákur sem vill vera vinur þinn er eins og dómari að snúa sætinu við í The Voice. Þú hefur staðið þig vel, þú ert athyglinnar virði, nú mátt þú ekki valda vonbrigðum. Að öllum ýkjum og myndlíkingum slepptum þá hefur okkur stelpum verið kennt að sækjast eftir viðurkenningu frá strákum alla ævina. Ef ég ætti að fylgja hvötunum sem samfélagið gaf mér í vöggugjöf myndi ég örugglega velja strákavin fram yfir jafn nána vinkonu mína í 90% tilvika. Og við gerum það líka, við stelpurnar. Við hleypum strákum inn í okkar innsta hring vina með álíka mikilli ákefð og Sjöan hleypti krökkum undir lögaldri inn í gamla daga. Það eru ekki miklar kröfur, það er eiginlega ekki einu sinni skilyrði fyrir þá að vera til staðar fyrir okkur, svo lengi sem við fáum að vera til staðar fyrir þá. Við það fáum við viðurkenninguna sem fylgir því að eiga strákavini. Ég ætla ekki einu sinni að leyfa sjálfri mér að byrja að tala um hvað liggur á bak við þessa hugmynd um að vináttan og athygli frá þeim sé svona eftirsóknarverð (eitthvað á borð við: samfélagið dýrkar karlmenn og konur mega ekki vera sáttar með sjálfa sig nema karlmaður sé sáttur með þær fyrst). En þú, kæri lesandi, hugsar nú kannski: „Ok, og hvað? Strákar eru geggjaðir, af hverju ekki bara vera vinkona þeirra og hætta að snúa svona mikið út úr hlutunum?“ Og þó ótrúlegt megi virðast, þá finnst mér strákar líka geggjaðir. En þessi þráhyggja fyrir viðurkenningu frá þeim blindar okkur. Þörfin fyrir að vera stöðugt að styrkja tengslin okkar við strákana í kringum okkur á það til að skyggja á vinasambönd okkar við aðrar stelpur. Við forgangsröðum í burtu vinkonum okkar sem við gætum í raun oft átt innihaldsríkari og nánari sambönd við. Fyrir utan það þá hefur þessi tilhneiging samfélagsins til þess að upphefja karlmenn og sækjast eftir viðurkenningu frá þeim eitruð áhrif a menninguna okkar. Hún gerir okkur mjög treg til að snúa baki við stráka og karlmenn, þar sem þeir virðast okkur ómissandi. Þegar strákur brýtur af sér, kemur illa fram við konur, áreitir þær, eða nauðgar, þá reynum við eins og við getum að réttlæta það að halda áfram sambandi við þá. Þeir komast upp með allskonar hluti án alvarlegra afleiðinga þar sem að okkur hefur verið kennt alla ævi að strákar og velvild þeirra gagnvart okkur skipti aðalmáli. Við sendum ítrekað þau skilaboð út í samfélagið okkar að það að vera með karlmanni í liði sé mikilvægara en að taka afstöðu gegn slæmri framkomu eða ofbeldi. Til að enda þetta á léttu nótunum þá vil ég minna sjálfa mig, aðrar stelpur, og í rauninni alla, á það að stelpur eru líka geggjaðar. Og jájá, viðurkenning frá strákum er alveg næs, en hefur þú einhverntímann farið á tveggja tíma rúnt með gellu, öskursungið Alicia Keys og farið á trúnó um samband þitt við mömmu þína? Nákvæmlega.

Við sendum ítrekað þau skilaboð út í samfélagið okkar að það að vera með karlmanni í liði sé mikilvægara en að taka afstöðu gegn slæmri framkomu eða ofbeldi.


Fyrir hönd handanna 193

Við eigum það flest sameiginlegt að hafa fæðst með alls kyns furðulega útlimi sem getur verið athyglisvert að velta vöngum yfir. Eyru eru dæmi um fyrirbæri sem við eigum það til að gleyma að séu til staðar. Þegar betur er að gáð eru þessir hnyðlingar sem hanga út úr hausnum í sjálfu sér frekar ógeðfelldir, án þess að nefna allan fjandann sem kemur út úr þeim. En þar sem eyru eru sameiginleg eign okkar allra er enginn að fara yfir um vegna tilvistar þeirra. Annað ágætt dæmi eru handleggir sem, þegar betur er að gáð, eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir handleggir lafa meðfram líkamanum eins og spagettí og sveiflast klunnalega fram og aftur, aðrir eru stuttir og hanga stíft niður eftir öxlunum eins og chorizo pylsur. Sumir puttar eru langir og mjóir eins og tannstönglar, aðrir eru litlir og þybbnir eins og kokteilpylsurnar frá SS. Allt saman einstakir útlimir og eru þeir svo sannarlega fallegir hver á sinn hátt.

Skinfaxi   nr. 122

Hendur geta líka haldið á hinum ýmsu hlutum. Flest könnumst við við þær aðstæður að halda á aðeins of mörgu en maður hefur tök á. En samt koma þessar blessuðu hendur manni alltaf á óvart. Maður hélt kannski að maður gæti ekki haldið á sjö kippum af Fanta Exotic en viti menn. Hendurnar eru að brillera. Í versta falli kemur smá krampi í puttana. Það er mikilvægt að minna sig á forréttindin sem fylgja eins hversdagslegum hlut og loðnum höndum eða litlum feitum puttum. Margir nemendur Menntaskólans við Reykjavík eiga það nefnilega til að gleyma tilgangi þessara útlima. Þá sérstaklega þegar farið er í Bónus að kaupa snæðing eins og til að mynda tilbúna pastaréttinn frá Sóma, Júmbósamloku, einn ískaldan Nocco eða litlu maískökurnar í gulu pokunum. Eftir að hafa fest kaup á varningnum bíða hendurnar spenntar eftir að fá eitthvað verkefni, gera eitthvað gagn og styrkjast. En viti menn. Birtist ekki þeirra versta martröð: litli ömurlegi vondi þunni glæri plastpokinn. Enn eitt skiptið. Þarna treðst hann inn eins og óboðin fyllibytta í fermingarveislu og tekur hlutverkið frá aumingja puttunum. Hendurnar missa gildi sitt og eru niðurlægðar. Þetta ástand er gjörsamlega óásættanlegt gagnvart þeim og fyrir hönd puttanna vil ég koma af stað herferð. Sem talsmaður þessara útlima segi ég STOPP! Gefum þessum lífsnauðsynjum aftur tilgang! Segjum nei við litla ljóta þunna frussandi úrelta plastpokanum!

Menntaskólinn í Reykjavík

Hugleiðing

Ásta Rún Ingvadóttir

Ólíkar hendur eru samt sem áður allar með sama markmið: Að gera eitthvað gagn, að hjálpa til.


Annáll

Nafn höfundar ekki birt

Hvað um Søren?

194 Í gamla skóla er fjöldinn allur af málverkum. Þetta kemur mörgum á óvart sem ekki hafa stundað nám við skólann. Þessi málverk eru af fyrirmönnum og konum sem að hafa haft áhrif á skólastarfið. Skólastjórar, þjóðhöfðingjar (danskir og íslenskir) og nokkrir lista- og fræðimenn. En gæðum heimsins er misskipt og ekki njóta allar kennslustofur þeirrar menningarauðgi að málverk prýði veggi þeirra. Í D-stofu hangir ekkert plagg. Nemendur í 6.T sáu rautt af reiði þegar þeim var afhent þessi snauða lágmenningarhola. En þegar þeim var runnin reiðin ákváðu þau í hinu mesta æðruleysi að fyrst að fjallið myndi ekki fara til þeirra þyrftu þau að fara til fjallsins. En hvernig ætti að snúa sér? Það er dýrt að kaupa málverk, sérstaklega ef það er vandað. Augljóslega þyrfti málverkið líka að vera af einstaklingi sem hefur haft mikil áhrif á skólaanda svo ekki dygði að kaupa bara eitthvað málverk úti í bæ. Málverkið yrði að vera gert af nemanda. Tómas Óli, nemandi í téðum 6. T tók að sér verkefnið og hófust umsvifalaust harðvítugar deilur um hvaða fyrirmenni skyldi prýða rammann. Þegar mest lét leit út fyrir að taka þyrfti til handalögmála uns ein mjóróma rödd aftast úr bekknum greip inn í og sagði með skrækum rómi „Hvað um Søren?“ Allur bekkurinn þagnaði. Það mátti heyra saumnál detta. Hvað um Søren? Hver er betur til þess fallinn að prýða veggi einnar elstu menntastofnunar Evrópu en einn áhrifamesti hugsuður álfunnar. Maður sem hefur ramma taug til Íslands en samtímis gríðarlega alþjóðlega skírskotun. Þunglyndur Dani. Sorgmæddur Skandínavi. Faðir tilvistarstefnunnar, danski heimspekingurinn Søren Kierkegaard. Maðurinn sem skilgreindi hugtakið sem smaug inn í vitund allra af þúsaldarkynslóðinni og hefur enn ekki farið þaðan: Angst (í. kvíði, e. anxiety.). Að finna fyrir stöðugum kvíða yfir léttvægustu hlutum virðist vera hlutskipti nútímamannsins, að minnsta kosti nútíma MR-ingsins. Søren varð fyrir valinu og úr varð málverk sem var afhjúpað þann 9. janúar 2019 við mikla athöfn í D-stofu þar sem fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu. Hátíðarræðumaður var Zéra Zkálskaparfélagsins, Ágúst Aron Guðjónsson. Hrólfur Eyjólfsson, Inspector scholae, svipti hulunni af verkinu og einnig sagði listamaðurinn, Tómas Óli Magnússon nokkur orð um verkið. Á boðstólnum voru marsípanbitar og gulrótarkaka.


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

195


196

Skinfaxi Skólablaðið Skinfaxi

Ábyrgðarmenn

Blaðsíða 67 og 89

9. árgangur 94. árgangur Skólablaðsins 122. árgangur Skinfaxa

Elín Halla Kjartansdóttir Hrólfur Eyjólfsson

Frá árinu 1999 hefur verið venja að hafa mynd af nemenda á Blaðsíðu 67. Sagan segir að ljósmyndari Skólablaðsins ‘99 hafi krafist þess að ákveðin mynd yrði í blaðinu því hún væri einfaldlega of góð til þess að sleppa henni. Eina vandamálið var að myndin sem um ræðir passaði hvergi inn í blaðið. Á endanum varð þetta fyrsta myndin sem sett var á Blaðsíðu 67. Módelið var þá kallaður 67 strákurinn og hafa síðan þá margir prýtt þessa blaðsíðu. Árið 2014 var síðan ákveðið að það væri við hæfi að eigna kvenkyns nemanda aðra blaðsíðu og því má finna 89 stelpuna einfaldlega á blaðsíðu 89.

Ritstjórar Útgefendur

Málfundafélagið Framtíðin Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík

Herdís Hanna Yngvadóttir Jón Gunnar Hannesson Ritnefnd

Útgáfudagur

9. apríl 2019 Upplag

800 Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

Ásta Rún Ingvadóttir Björn Aron Jóhannesson Kristján Guðmundsson Lilja Bragadóttir María Einarsdóttir Ronja Rafnsdóttir Sindri Smárason Urður Helga Gísladóttir

Heimildir Ljósmyndir og myndvinnsla

Friðrika Hanna Björnsdóttir Herdís Hanna Yngvadóttir Hrefna Svavarsdóttir Logi Eyjólfsson Nanna Karlsdóttir Urður Helga Gísladóttir Þorgerður Þórólfsdóttir Hönnun

Þorgeir K. Blöndal Prófarkalestur

Ágúst Aron Guðjónsson Bolli Steinn Huginsson Jón Pétur Snæland Hrólfur Eyjólfsson Guðjón Ragnar Jónasson Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir Margrét Snorradóttir Óttar Snær Yngvason Pappír

Munken Polar 120 gr Gloss 150 gr G-Print 80 gr

Skólablaðið

Letur

Antique Olive (1962) Eckmann-Schrift (1900) Goudy Oldstyle (1915) Helvetica (1957) Optima (1958) Prentun

Litlaprent

1.  „Bandaríkjaforsetar á Íslandi,“ DV, 1. janúar 2016, sótt 3. febrúar 2019, http://www.dv.is/fokus/folk/2016/01/01/ bandarikjaforsetar-islandi/ Annað

Mynd inni í kápu: Egill Logason Myndir af ritstjórn Skinfaxa á blaðsíðu 4 og 5 voru teknar á Nýlistasafninu sem staðsett er í Marshallhúsinu. Fánar í Reppa Ísland á blaðsíðu 45 voru fengnir af síðunni freepik.com.


Agnes Ylfa Jónasdóttir Andrea Rún Einarsdóttir Anna Björk Baldvinsdóttir Apríl Mist Fjeldsted Atli Már Eyjólfsson Auður Mist Eydal Ármann Leifsson Árni Bjarnsteinsson Ásdís Embla Ásmundsdóttir Ásta Sigríður Flosadóttir Bartosz Grzymala Benedikt Aron Ívarsson Bjarkey Jónasdóttir Bjarki Ragnarsson Bjarni Dagur Thor Kárason Bjartur Elíasson Blanca Lára Castaneda Bjarnarson Busaravesmyndateiknarar Bolli Steinn Huginsson Dagur Tjörvi Arnarsson Einar Vignir Einarsson Eldar Máni Gíslason Elín Halla Kjartansdóttir Elís Þór Traustason Elísa Inger Jónsdóttir Elísabet Thea Kristjánsdóttir Elva Gestsdóttir Gauti Páll Jónsson

Gísli Þór Magnússon Grímur Smári Hallgrímsson Guðjón Gunnar Valtýsson Thors Hallgrímur Árni Hlynsson Hákon Gunnarsson Hekla Hallgrímsdóttir Helga Sóley Vilhjálmsdóttir Hildigunnur Þórarinsdóttir Hrefna Svavarsdóttir Hrólfur Eyjólfsson Högna Hákonardóttir Ingimar Sveinsson Jara Birna Þorkelsdóttir Jóhann Hrafn Jóhannsson Jóhanna Lóa Ólafsdóttir Jóhanna María Bjarnadóttir Jónas Búi Guðmundsson Katrín Lea Elenudóttir Katla Ómarsdóttir Kolbeinn Comte Kolbeinn Tumi Gautason Kolfinna Arndísardóttir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir Kristín Rós Sigmundsdóttir Kristján Gabríel Þórhallsson Lára Debaruna Árnadóttir Leifur Árnason Logi Eyjólfsson Maggi Snorrason

Margrét Hlín Harðardóttir Margrét Þórhildur Eggertsdóttir Nanna Karlsdóttir Ninja Björt Kamilludóttir Ólafur Björn Sverrisson Ólafur Jóhann Ólafsson Óttar Þór Ólafsson Páll Viðar Hafsteinsson Rafnhildur Rósa Atladóttir Ragnhildur Helgadóttir Rakel Eva Þráinsdóttir Rós Ólafsdóttir Sandra Ósk Jóhannsdóttir Sigfús Kjalar Árnason Silja Dögg Helgadóttir Sóley Ólafsdóttir Stefán Geirsson Stefán Hallgrímsson Stefán Kári Ottósson Tómas Ingi Jóhannsson Tómas Óli Magnússon Una Torfadóttir Valgerður Stefánsdóttir Ylfa Örk Hákonardóttir Þorbjörg Anna Gísladóttir Þorgerður Þórólfsdóttir Þorsteinn Ívar Albertsson Þorvaldur Lúðvíksson Ægir Örn Kristjánsson

Menntaskólinn í Reykjavík

Þakkir

Skinfaxi   nr. 122

197


9

Skรณla blaรฐiรฐ Skinfaxi


Menntaskólinn í Reykjavík

Skinfaxi   nr. 122

2018–2019


Skinfaxi Skólablaðið Skólablaðið Skinfaxi

1   22 94 9

Profile for Þorgeir K. Blöndal

Skinfaxi nr. 122  

Skinfaxi nr. 122  

Advertisement