Æskan og skógurinn - Magnús Bergmann Jónasson

Page 15

skógræktinni á sínar herðar. Skógræktarstjóri var skipaður yfir allt landið en skógarvörður yfir hvern landsfjórðung. Tilraunum með ræktun barrtrjáa var haldið áfram til ársins 1913 en þá var þeim hætt og þráðurinn ekki tekinn upp aftur fyrr en eftir 1930. Starfssvið Skógræktar ríkisins verður nú tvíþætt: annars vegar friðun skógarleifa eins og fyrr, hins vegar fræsöfnun og uppeldi trjáplantna frá þeim stöðum á hnettinum þar sem loftslag er líkt og á Íslandi. Hér verða því tímamót í sögu íslenskra skógræktarmála. Loks skal þess getið að Skógræktarfélag Íslands var stofnað á Alþingishátíðinni 1930 og þjóðin minntist lýðveldis á Íslandi 1944 með stofnun Landgræðslusjóðs. Brautin er þó aðeins mörkuð en verkefnin bíða okkar. Þetta var árangurinn af hugsjónum íslenskra aldamótamanna sem skáldið Hannes Hafstein lýsir í þessu erindi: Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.

ÆSKAN OG SKÓGURINN | 13


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.