1 minute read

Um mig

Next Article
Húðflúr

Húðflúr

Magnús Bergmann Jónasson

Heil og sæl, Magnús Bergmann Jónasson heiti ég og er fæddur 9. október 1998 á Ísafirði. Ég hef alltaf haft gaman að listsköpun sem leiddi mig í þetta nám. Grafísk miðlun hefur kennt mér ótrúlega margt og hef ég kynnst frábæru fólki hérna bæði nemendum og kennurum.

Ég flutti frá Ísafirði 1999 til Akureyrar og bjó þar í 5 ár, flutti síðan til Hvolsvallar þar sem ég hef búið og alist upp mest allt mitt líf. Hvolsvöllur var mjög góður staður til að alast upp á og eignaðist ég vini til framtíðar þar, auk þess lærði ég færni til að koma mér áfram í lífinu. Eftir grunnskóla fór ég í Fjölbrautaskóla Suðurlands á listabraut. Ég fann mig ekki þar því mér fannst ég ekki vera að læra neitt nýtt. Ég hef verið að teikna síðan ég var sex ára og lært á því allt á milli himins til jarðar.

Eftir tvö ár ákvað ég að hætta í Fsu og fann þá þetta nám hérna í Tækniskólanum. Eftir að ég útskrifast langar mig í nám úti. Þá er ég aðallega að hugsa um að fara til Viborg í Danmörku og læra „Graphic Storytelling“. Það er nám sem felst í að gera teiknimyndir, „Graphic Novels“, myndskreytingu og visual development.

This article is from: