Hús feðra minna - Sandra Ósk Júníusdóttir

Page 10

parið hefði leitað til norðvestur­svæðanna til að ferðast með Netsilik-eskimóunum, sem var hreint ekki ósennilegt, þar sem Moisise var getinn netsilik-konu af nokkrum valinkunnum mönnum í verslunarstöðinni við Warwickflóa. Móður mína bar aldrei á góma í húsi Péturs og ég, sem skildi ekki nauðsyn slíkrar veru, saknaði hennar ekki. Mér nægði fósturmóðir mín, Aviaja; elskuleg gömul eskimóakona sem mennirnir tóku í húsið skömmu eftir að ég fæddist. Það var fyrst þegar ég var tíu ára og hafði um langt skeið fundið fyrir einhverju nýju og sætljúfu sunnan buxnastrengsins, að ég fór að velta fyrir mér leyndardómum tilurðarinnar. Kvöld nokkurt leitaði ég Sam frænda uppi til að fá forvitni minni fullnægt. Þetta var fagurt vorkvöld og Sam sat við ána og þvoði. Hann hafði, Aviöju til sárrar armæðu, ávallt verið mikill áhuga­maður um ­fataþvott. Og af sinni venjulegu hugkvæmni hafði hann s­míðað ­útbúnað, dráttarbúnað, sem að minnsta kosti veitti fötunumákveðinn ferskleika, þótt hann þvægi þau ekki tandurhrein. Úti í miðri ánni var komið fyrir gömlu skipsankeri. Frá ankerinu lá tvöfaldur kopar-

Áin þar sem þvottur var þvegin

10 | HÚS FEÐRA MINNA I

Ljósm.: Gunnur Jónsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.