Æskan og skógurinn - Heiða Norðkvist Halldórsdóttir

Page 25

3 STARFAÐ AÐ SKÓGRÆKT Í skólagarðinum skiptist á vinna og fræðsla jöfnum höndum allt sumarið. Komið er fram í ágúst. Reitir okkar eru vel hirtir. Skjól­ belti hafa verið klippt, grasfletir slegnir í síðasta sinn og kantar skornir. Á morgun hefst nýr þáttur í náminu. Við eigum að fara í gróðursetningarferð til Austurlands, í Hall­ ormsstaðaskóg en þangað er ferðinni heitið vegna þess að þar er skógrækt á Íslandi lengst á veg komin.

Í Hallormsstaðaskógi Hallormsstaðaskógur er við Lagarfljót sunnanvert. Landslag er þar hæðótt og víða nokkuð brattlent. Fjöllin suðaustur af Hallormsstað rísa allt að sex hundruð metra yfir sjávar­ mál og setja þau allmikinn svip á landslagið einkum Hall­ ormsstaðaskóg. Lögurinn, eða Lagarfljót öðru nafni, sígur þarna fram á leið til sjávar. Til að sjá er vatnsfallið líkara firði eða stöðu­ vatni en venjulegu fljóti. Ískalt jökulvatnið er gulgrænt á litinn og víða er það hyldjúpt. Svo lygn er þessi mikla móða á kyrrum sumardögum og svo mjúkar eru boglínur hennar í víkum og vogum að landslagið allt fær mildan blæ og ljúfan.

ÆSKAN & SKÓGURINN | 23


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.