2 NÁM Í SKÓLAGARÐI Við köllum fram ímyndunaraflið og hugsum okkur að við séum stödd í skólagarði, þar sem við eigum að dveljast um tíma við nám og starf. Þessi skólagarður er á margan hátt öðruvísi en þeir sem íslensk æska hefur kynnst hingað til. Við sjáum mismuninn þegar lengra er lesið. Umhverfið er hlýlegt. Skjólbelti úr víði, greni og birki hlífa hinum smágerða gróðri sem við erum að rækta. Hér sjáum við nokkrar trjátegundir í uppvexti en auk þess runna, blóm, kálplöntur og rótarávextir og er öllu þessu snyrtilega fyrir komið. Jafnframt vinnunni er okkur kennt hið nauðsynlegasia til þess að geta skilið ræktunina og farið rétt að öllu. Við byrjum á því að læra ofurlítið um líf trjánna í skóla garðinum en seinna höldum við náminu áfram í Hall ormstaðaskógi. Frá skólagarði
ljósm.: óþekktur
ÆSKAN & SKÓGURINN | 15