2 minute read

Heitustu heimilistrendin

Nokkrir af helstu innanhússarkitektum og hönnuðum landsins spá í spilin.

„Ég held að trendin sem nái vinsældum verði þessi suðræna stemning sem ég hef talað um áður, beislitaðar flísar, brúntóna, hlýir jarðlitir og ljós steinn,“ segir Berglind Berndsen innanhússarkitekt. Hún kveðst sannfærð um að marmarinn haldi vinsældum sínum og að áberandi veggfóður

„Bastið og rattan er að koma á fullum krafti inn og mjúk og rúnuð húsgögn. Eins tel ég að Travertine-steinninn eigi eftir að koma sterkur inn. Í grunninn er það alltaf einfaldleikinn og þessi náttúrulegi stíll sem heldur velli.“

Spurð út í ástæðuna fyrir þessu segir Berglind að þetta séu einfaldlega efni og litir sem fólk fái ekki leið á. „Náttúruleg efni og einfaldur en hlýlegur stíll sem er jafnframt tímalaus

Hún bætir við að landsmenn séu í auknum mæli farnir að móta sinn persónulega stíl og kjósi að hafa hlýlegt og fallegt í kringum sig. „Íslendingar vilja hlýlega jarðtóna, vandaðan textíl, já og vönduð húsgögn.“

Náttúruleg lýsing

Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður hjá Hildiberg, segir náttúrulega lýsingu vera mikið í tísku og hann reiknar með að vinsældirnar eigi bara eftir að aukast. „Náttúruleg dagsbirta er orðin hluti af lýsingarhönnun. Það er verið að vinna meira með rými þar sem hún er hluti af heildarlýsingarkerfinu,“ segir hann.

Gardínur í mjúkum litum og efnum

Gardínur í mjúkum litum og efnum eru að verða vinsælar aftur. Þetta segir Helga Sigurbjarnadóttir innanhússarkitekt. „Þær veita hlýleika og gera rýmin falleg og notaleg,“ útskýrir hún.

Helga bendir á að gardínur rammi inn glugga og með þeim sé hægt að stjórna birtu í rýminu.

En ætti að hafa eitthvað sérstakt í huga verði slíkar gardínur fyrir valinu?

„Það er alltaf góð hugmynd að velja litinn og efnið í samræmi við liti á veggjum og húsgögnum,“ svarar Helga. „Og með því að hafa samræmi í gardínum næst fram fallegur heildarsvipur á heimilinu.“

Veggteppi og persónulegur stíll

Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður, sem ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt rekur Béton Studio arkitekta- og innanhússhönnunarstúdíó, spáir veggteppum auknum vinsældum á næstunni. „Að mínu mati gera þau heimili hlýlegri og svo tengjast þau þessum gamla heimilisiðnaði sem getur verið svo áhugaverður og skemmtilegur.“

Bryndís Stella, eða Stella eins og hún er gjarnan kölluð, segir að kostur teppanna sé ekki aðeins sá að þau geri heimili hlýlegri heldur megi útfæra þau eftir eigin höfði.

Birtist upphaflega á www.herer.is Mynd /

Upplifunarlýsing

Kristján Kristjánsson lýsingarhönnuður segir að upplifunarlýsing komi til með að njóta vaxandi vinsælda. „Með tilkomu ledsins og möguleikans á að geta breytt lit á ljósi og átt við hreyfingu á ljósi varð hún mjög vinsæl,“ segir hann. „Svo datt slík lýsing aðeins úr tísku á tímabili en er orðin mjög eft

Högni Egilsson söngvari

„Högni hefur sinn stíl og er greinilega ekki hræddur við neitt þegar kemur að klæðnaði. Það gustar af honum. Hann hefur sterka tískuvitund, hefur gaman af því að vera Högni og er að þróa hugmyndina um sjálfan sig með fatnaði og tísku. Þannig skapar hann sér sérstöðu.“

- Linda Björg Árnadóttir, doktorsnemi í félagsfræði tísku.

Snæbjörn Sigurðsson rakari

„Snæbjörn, eða Stjúri, er í fötum sem eru klassísk, fara honum vel og sýnir vel að það besta og klassíska er alltaf ódýrast þegar upp er staðið. Svo er hann bara svo góður gaur!“

This article is from: