1 minute read

Daníel Óliver opnar sig um reynsluna af ketó

Next Article
Roald Eyvindsson

Roald Eyvindsson

Daníel Óliver, söngvari og athafnamaður, segir að eitt mikilvægasta ráðið sem hann geti gefið þeim sem vilja huga betur að heilsunni, sé að láta ekki deigan síga þótt á móti blási. Af öllu sem hann hafi prófað í gegnum tíðina hafi ketó-mataræði sjálfsagt skilað einna mestum árangri. „Ketó virkar af því þú nærð jafnvægi á blóðsykrinum og samhliða því minnka matarlöngun og sykurþörf. Eflaust spilaði inn í að ég hafði tíma til að standa í þessu, en stundum hefur maður það bara ekki og það er allt í lagi líka. Svo er jafnmikilvægt að muna að hafa gaman,“ bætir hann við. „Lífið snýst víst um ferðalagið, ekki endastöðina.“

Daníel Óliver segir ketó-mataræði hafa skilað árangri. Mynd / Úr einkasafni

Bjórhlaupin borga sig

Pétur Georg Markan, biskupsritari og fyrrverandi knattspyrnumaður, minnir á að kapphlaupið eftir markmiðum megi ekki vera á kostnað hamingjusporanna sem við stöndum í. „Ég mæli með að fólk setji sér lítil og raunhæf markmið sem snúa að því að styrkja innra hreysti. Það geta verið reglulegar líkamsæfingar, andlegar æfingar og ræktarsemi við trú og bænir.“

Setur Pétur sér heilsutengd markmið?

„Ég set mér inn á milli minni og raunhæf markmið.“ Hann segist hafa lært að gera ekki of miklar kröfur til sjálfs sín. „Því ef við setjum hlutina í sögulegt samhengi höfum við aldrei verið duglegri, betri og upplýstari – og unnið eins og hestar á meðan. Kapphlaupið eftir markmiðum má ekki vera á kostnað hamingjusporanna sem við stöndum í. Þetta getur allt farið saman.“

Texti / Roald Eyvindsson

Birtist upphaflega á www.herer.is

This article is from: