
1 minute read
„Sígildar bækur sem standast tímans tönn“
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir segir bókmenntaáhugann hafa leitt hana út á áhugaverðar brautir.
Hjónin Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona og Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur leggja mikið upp úr því að hafa bækur aðgengilegar fyrir börnin sín fjögur. Spurð hvað fjölskyldan lesi sér helst til dægrastyttingar svarar hún að það sé í raun bara allt mögulegt. „Ætli mér finnist sjálfri ekki mest gaman að lesa ævisögur og ljóðabækur,“ segir hún aðspurð en bætir við að síðustu ár hafi frítíminn verið af skornum skammti og því hafi hún leitað í auknum mæli í hljóðbækur.
En hvenær kviknaði lestraráhuginn?
„Ætli það hafi ekki gerst í fjórða bekk þegar ég byrjaði að lesa ljóð,“ svarar hún.
Spurð hvort hún lesi fyrir börnin sín eitthvað af bókunum sem hún hélt sjálf upp á sem krakki kinkar Ragnhildur Steinunn kolli. Gömlu góðu bækurnar eins og Lína Langsokkur, Emil í Kattholti, Selurinn Snorri og fleiri verði þá gjarnan fyrir valinu.„Krökkunum þykja þær voðalega skemmtilegar. Enda allt saman sígildar bækur sem standast tímans tönn.“
Dýragarðsbörnin
„Saga Christiane F. sem seldi sig fyrir dóp á götum VesturBerlínar er ein af þeim bókum sem kemur strax upp í hugann. Ég las bókina þegar ég var 14 ára gömul og hafði aldrei lesið neitt sem var jafn opinskátt og átakanlegt.“

Hvernig finnst Ragnhildi Steinunni að endurnýja kynnin við bækur sem henni þótti vænt um í æsku?
Hún brosir. „Það er alltaf gaman að lesa þær aftur. Sérstaklega fyrir börnin sín.“
Texti / Roald Eyvindsson
Birtist upphaflega á www.borgarbokasafn.is
Menntun
„Foreldrar Töru Westover ala börn sín upp í ofsafenginni mormónatrú. Börnin fá ekki að ganga í skóla og eru í engum samskiptum við umheiminn. Átakanleg saga sem sýnir okkur hvaða áhrif það getur haft að taka menntun frá fólki.“

Leynigarðurinn

„Munaðarlaus stúlka er send til frænda síns á sveitasetur. Þegar hún uppgötvar leynigarð sem hefur verið lokaður lengi reynir hún að lífga upp á hann. Ég las bókina þegar ég var ellefu ára og fannst hún mjög töfrandi.“
