
2 minute read
Roald Eyvindsson
„Hvers vegna skráir maður eins og þú sig í svona nám?“ Einhvern veginn þannig hljómaði ein spurninganna sem ég fékk reglulega eftir að ég ljóstraði því fyrst upp á samfélagsmiðlum fullur tilhlökkunar að ég væri búinn að skrá mig í nám í grafískri miðlun haustið 2021. Flestum fannst það reyndar alveg frábært, svo því sé nú haldið til haga, en sumum þótti áhugavert og einhverjum allt að því spes að maður með áralanga reynslu af ritstjórn og blaðamennsku skyldi ákveða „að söðla svona rosalega um“.
Já, það var nánast eins og pattaralegur ábóti, sem hefði varið starfsævinni í lítilli og fámennri íslenskri sveitasókn, hefði öllum að óvöru ákveðið að leggja af stað í ævintýraleiðangur um Amazon-fljótið í þeim tilgangi að leita uppi furðustaði og framandi verur, svo óvænt og dramatísk þótti sumum þessi ákvörðun mín vera. Síðan þá og á meðan skólagöngu minni hefur staðið hef ég hins verið ötull að benda hinum sömu á að blaðamennskan og grafísk miðlun séu nú bara alls ekki eins ólík og þau kunni að virðast við fyrstu sýn. Á meðan blaðamennskan snýst um að veita valdhöfum aðhald, þá gengur hún líka út á að halda almenningi upplýstum; að miðla upplýsingum til viðtakenda, rétt eins og grafísk miðlun gerir. Fyrir svo utan það, auðvitað, að nám í grafískri miðlun kemur að góðum notum meðal annars þeim sem vilja leggja fyrir sig umbrot, hreyfihönnun eða ýmis önnur spennandi störf á fjölmiðlum. Snertifletirnir eru því ýmsir.
Auðvitað má með góðu móti segja að síðustu tvö skólaár hafi ekki bara við verið skrautleg heldur bráðskemmtileg líka. Samlíkingin við hinn ævintýralega leiðangur er því kannski ekki svo fjarri lagi þegar betur er að gáð. Og nú tekur við annar kafli, atvinnumarkaðurinn, þar sem spennandi verður að láta til sína taka með þá góðu og dýrmætu þekkingu sem ég hef náð að tileinka mér og hef meðferðis í veganesti. Hvar, hverjir og hvað verður á vegi mínum á þessum næstu áfangastöðum við fljótið Amazon er óráðið en mikið skelfing hlakka ég til að kynnast þeim.
Eldhúsgyðjan og áhrifavaldurinn Linda Ben, sem deilir hollum og góðum uppskriftum með lesendum á samfélagsmiðlum og vefsíðunni lindaben.is, segir mikilvægt að koma sér upp góðri morgunrútínu.
„Fæ mér vatnsglas og vek svo börnin mín.“
Hvenær ferðu yfirleitt á fætur?
„Ég vakna yfirleitt 6.45 á virkum dögum. Elska þegar ég fæ að sofa aðeins lengur um helgar –gerist stundum.“
Morgunmaturinn?
„Ég var alltaf í ákveðnum vandræðum með hvað ég ætti að fá mér í morgunmat þangað til ég vandi mig á að fá mér grænan smoothie. Síðan í febrúar hef ég byrjað daginn á hreinsandi grænum morgundrykk og finn svo mikinn mun á líkamanum.“

Ertu A- eða B-týpa?
„Ég er A-týpa, finn fyrir mestri orku á morgnana á meðan hausinn minn virkar ekki eftir klukkan 22 á kvöldin.“ rútínu?
„Ég mæli heilshugar með því að fólk komi sér upp góðri morgunrútínu, lífið okkar byggir svo rosalega mikið á rútínum, hvort sem þær eru meðvitaðar eða ekki. Ég mæli með að bæta við einni góðri venju inn í einhverja rútínu sem er nú þegar til staðar og ekki bæta við annari venju fyrr en sú fyrri er orðin algjörlega áreynslulaus og samofin rútínunni og þannig vinna sig áfram koll af kolli.“
Finnst þér morgunrútína hjálpa þér að koma betur af stað inn í daginn?
„Alveg hundrað prósent.“
„Þennan drykk hef ég drukkið á hverjum morgni lengi og finnst hann frábær,“ segir Linda. „Hann hefur sérlega hreinsandi áhrif á líkamann þegar maður drekkur hann á morgn- ana og með því að drekka hann reglulega stuðlar hann að heilbrigðari og meira ljómandi húð.“ Hún segir mikilvægt að fylgja uppskrift inni hér að neðan svo úr verði góður drykkur.
MÆLIEINING HRÁEFNI AÐFERÐ
50 g spínat skolað og sett í blandara
50 g grænkál skolað og sett í blandara
½ sítrónu safi, kreistur og bætt við
½ banani hýði fjarlægt og sett út í
1 epli, frekar lítið niðurskorið og bætt við
1 cm engifer flysjað niður og sett út í
300 ml kókoshnetuvatn
