2 minute read

Halloween, Ninna Karla

Next Article
Draugar fortíðar

Draugar fortíðar

Halloween og meira Halloween

Ljósm.: Ninna Karla Katrínardóttir

Ninna Karla Katrínardóttir er 35 ára, fædd og uppalin á Selfossi. Hún gekk í Menntaskólann á Laugarvatni en hefur búið í Reykjavík síðan. Nú býr hún ásamt dætrum sínum tveimur í Laugardalnum. Ninna er sjálfmenntuð í förðun og hefur náð góðum tökum á special effects förðun. Í október síðastliðnum birti hún eitt myndband á dag þar sem hún sýndi mismunandi Hrekkjavökuförðun og vakti það verðskuldaða athygli.

Hvaðan kom hugmyndin að verkefninu?

Mig langar að ná lengra í makeup heiminum og taldi þetta góða byrjun til að koma mér á framfæri.

Af hverju Halloween?

Aðallega af því að mér finnst gaman að gera makeup look sem eru „óvenjuleg“ og finnst virkilega gaman að prófa mig áfram með latex og special effects makeup.

Hvaða bakgrunn hefur þú í sminki?

Ég byrjaði að hafa áhuga á því fyrir um 5 árum síðan, fór í framhaldi af því að sjá um förðun í flestum verkefnum Hugleiks, áhugaleikfélags sem ég er í, og hef svo horft á ótal förðunarmyndbönd og prófað mig áfram endalaust.

Á hvaða platformi birtirðu myndirnar?

Ég birti myndbönd á Tiktok og deildi svo bæði myndum og myndböndum á Instagram og Facebook.

Hvar fær maður það sem þarf í svona smink á Íslandi?

Fyrir svona special effects verkefni mæli ég með Leikhúsbúðinni, leiklist.is. Þar eru að mínu mati allra bestu efnin sem þarf.

Einhver fleiri svona verkefni í bígerð?

Já, ég ætla að henda mér strax í annað verkefni og gera jóladagatal núna í desember.

Ertu að vinna að einhverjum núna?

Ég er komin í samstarf við Ofsa glimmer, en með því að kaupa umhverfisvænt glimmer frá þeim styrkjum við útgáfu námsefnis um forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi. Ég ætla að flétta saman þessu verkefni við jóladagatalið mitt.

Áttu önnur áhugamál?

Það er fyrst og fremst hljómsveitin mín, Ekkert, en þar er ég söngkona. Við vorum að gefa út nýtt lag, Heima, sem ég mæli með að allir hlusti á.

Hvert stefnir þú með sminkferilinn?

Draumurinn er að safna mér fyrir námi í förðun og special effects förðun og helst að fá starf við þetta í kvikmyndum, leikhúsi og/eða víðar.

Ekki láta jóladagatalið hennar Ninnu framhjá þér fara. Hægt verður að fylgjast mér því á Instagram en þar er einnig hægt að skoða Halloween verkefnið sem hún vann í október.

@ninnakarla

This article is from: