umbótaáformum hans var að stofna til skógræktar í landinu. En þær tilraunir mistókust. Nítjánda öldin hófst með Norðurálfuófriðnum mikla sem hafði örlagarík áhrif hér sem annars staðar. Skógræktarhugsjónin lá í gleymsku um sinn. En ekki var langt um liðið á öldina er ýmsir áhrifamenn fóru að rita um skógrækt. Þeir bentu á þær afleiðingar sem eyðing skóganna hefði haft í för með sér. Nú væri svo komið að síðustu skógarleifunum væri stefnt í beinan voða. Þess vegna yrði að gera eitthvað til að bjarga þeim frá tortímingu. Ekkert varð þó úr framkvæmdum fyrr en í lok aldarinnar. Aldamótunum 1900 var fagnað um gervallt Ísland. Skáldin ortu hvatningarljóð til þjóðarinnar. Vonir um batnandi hag mótuðu kynslóðina sem þá tók til starfa og með henni hefst framfaraskeið í öllum greinum þjóðlífsins. Nokkrir einstaklingar höfðu ræktað tré í görðum sínum, náð góðum árangri og sýnt að gróðurskilyrði leyfðu ræktun trjáa. Árið 1899 hófu danskir áhugamenn tilraunir með ræktun barr trjáa á nokkrum stöðum og héldu þeim tilraunum áfram fyrstu sjö ár aldarinnar. Nokkru seinna var Ræktunarfélag Norður lands stofnað en það hafði mikið áhrif, einkum norðanlands. Ungmennafélög voru stofnuð um líkt leyti víða um land og tóku m. a. skógrækt á stefnuskrá sína. Árið 1907 voru sett á alþingi lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands fyrir forgöngu Hannesar Hafsteins. Landssjóður tók kostnað af skógræktinni
Skógur og fjall
11