Okkur þótti gaman að sjá vinnubrögð girðingarmann anna við Hafursá því að svona vinnu höfðum við ekki áður séð. En hitt þótti okkur merkilegt að þarna voru eingöngu notaðir lerkistaurar úr Hallormsstaðaskógi. Við höfðum einmitt verið að planta lerki og okkur fannst það öðlast meira gildi við þessa sjón. Hvað gæti þjóðin sparað mikið ef hún ræktaði nógan efnivið í girðingastaura í landinu sjálfu, og hvað gætu margir unglingar fengið sumarvinnu við þessa ræktun? Samt er hið mikilvægasta enn ótalið. Við hugsuðum til allra litlu plantnanna í skóginum. Þær myndu flestar tortímast og aldrei verða að trjám ef landið væri ógirt . Við biðjum því alla að taka höndum saman og muna: • að loka alltaf hliði á eftir okkur • að klifra ekki að óþörfu yfir girðingar • að klippa aldrei sundur girðingar til þess að komast leiðar okkar með farartæki.
Steingirðing
49