Æskan og skógurinn

Page 47

TIL MINNIS

1. Farið gætilega með rætur plantnanna og látið þær hvorki þorna né sól skína á þær. 2. Geymið aldrei plöntur í umbúðum dægurlangt, hvorki utanhúss né innan. 3. Hellið aldrei vatni á rætur trjáplantna og dýfið þeim því síður niður í vatn. 4. Kynnið ykkur nákvæmlega hve djúpt á að setja hverja trjátegund. 5. Greiðið vel úr rótum plantnanna og skerið heldur af þeim lengstu með beittum hníf en að láta þær bögg­last í holunni. 6. Látið ætíð bestu gróðurmoldina falla næst rótu­ num við plöntun. 7. Farið gætilega með áburð og látið tilbúinn áburð aldrei snerta ræturnar. 8. Skiljið aldrei eftir djúpa laut við plöntuna að plön­tun lokinni. 9. Forðist að planta í þurranæðingi eða breyskjuhita. 10. Fylgist vel með vexti plantnanna fyrstu árin eftir plöntun og setjið nýjar plöntur í stað þeirra sem deyja.

47


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.