INNGANGUR Þetta er sagan af skóginum á Íslandi, að vísu aðeins örfáar svipmyndir af samskiptum þjóðar, lands og skóga. Þessi saga er að því leyti ólík öðrum sögum að sögulok eru jafnlangt undan þegar bókinni lýkur og er hún hefst. En þetta er bókin ykkar, hinna ungu Íslendinga. Það eruð þið sem haldið sögunni áfram og síðan taka aðrir við af ykkur og enn aðrir af þeim. Í fáum orðum sagt. Við viljum færa Íslandi aftur þá skóga sem það átti einu sinni, fjölga trjátegundum þess og búa öðrum gróðri yl og næði í skjóli þeirra. Mikið verkefni bíður okkar. Til þess að geta leyst það af hendi þurfum við að læra margt. Lærdóm og þekkingu getum við sótt til þeirra sem fróðari eru, hlýtt á mál þeirra sótt námskeið og skóla. En við getum líka sótt þekkingu í okkar eigin bók. Ísland er með yngstu löndum jarðar og bera jarðmyndanir landsins glögg merki þess. Þau öfl sem sköpuðu landið eru enn að verki, enda er Ísland eitt af mestu eldfjallalöndum heims. Kunnar eru að minnsta kosti þrjátíu til fjörtíu eldstöðvar sem gosið hafa hundrað og fimmtíu sinnum frá landnámsöld. Landið hefur að langmestu leyti hlaðist upp af tvenns konar bergtegundum, blágrýti og móbergi. Mótun þeirra er ólík enda breytist landslagið þar sem bergmyndanirnar mætast. Blágrýtisfjöllin eru regluleg að lögun, hlaðin upp úr hraun lögum en móbergsfjöllin eru úr lausum, öskukenndum gos efnum sem hlaðist hafa upp undir jöklum og orðið síðan að föstu bergi. Blágrýtissvæðin eru tvö, annað austanlands frá Breið
amerkursandi til Þistilfjarðar en hitt vestanlands frá Bárðardal til Kollafjarðar. Á milli blágrýtisspildnanna er lægð sem fyllst hefur yngri gosmyndunum, einkum grágrýti og móbergi. Á þessu svæði eru enn flestar hinna virku eldstöðva. Auk þessa eru líparítmyndanir á víð og dreif um landið. Fyrir um tíu þúsund árum eða í lok síðustu ísaldar hafði landslag á Íslandi fengið að mestu þann svip sem það ber nú. Þó hafa margs konar breytingar átt sér stað síðan af völdum eldgosa, vatns og vinda. Myndun land sins lýkur raunar aldrei. Eldgos hlaða upp landið en jöklar og ár brjóta það niður og úthafið sverfur strendur þess. Gróður landsins var harla fáskrúðugur þegar ísöld lauk. Harðgerðar tegundir t. d. birki, víðir og ýmsar jurtir lifðu af fimbulvetur ísaldanna. Seinna barst til landsins fjöldi tegunda frá öðrum löndum. Fyrst breiddust fáar, nægjusamar plöntur út um auðnina, svo sem grastegundir og nokkrar lágvaxnar blómplöntur ásamt birki og viði. Þetta er unnt að sjá enn í dag þar sem jöklar eyðast. Gróðurinn hafði nægan tíma til að breiðast um landið eftir því sem jöklanir hopuðu og loftslag hlýnaði. Hér voru engar skepnur til að granda honum í tíu þúsund ár, uns mannabyggð kom til sögunnar. Gróðurinn skipaði sér í gróðurhverfi eftir því hvernig lífsskilyrði voru. Háfjallagróðurinn tók sér bólfestu við efstu gróðurmörkin sem neðar tóku önnur gróð
7