ÞETTA LAND ÁTT ÞÚ Lind í lautu streymir lyng á heiði dreymir þetta land átt þú. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON Svo segir eitt af bestu skáldum Íslands. Satt er það. Þetta land átt þú. Þetta land eigum við. Skyldur okkar eru að byggja landið, nytja það skyn samlega og skila því betra og auðugra til næstu kynslóðar. Það getum við. Skógrækt á Íslandi er ekki lengur draumsýn. Skógrækt er í senn staðreynd og þjóðarnauðsyn sem ekki er unnt að sniðganga. Vaxandi þjóð krefst aukinnar ræktunnar. Hvaða not, bein og óbein eru þá af skógunum? Áhrif þeirra eru margvísleg. Við getum vart ímyndað okkur þau öll, þar sem við lifum í skóglausu landi og þekkjum varla skóga nema í ævintýrum. En við skulum staldra við og athuga þetta örlítið nánar.
Arður Okkur verður ávallt í fersku minni dvölin á Hallormsstað og sú stund er við sáum Guttormslund. Við heyrum margt um ræktun skóga sem okkur kom algerlega á óvart. Okkur var skýrt frá því að tekjur af Guttormslundi um 1960 hafi verið tæpar þrjú þúsund krónur árlega þegar búið var að draga allan kostnað frá. Er þá miðað við einn hektara lands og var þá lundurinn um tuttugu ára. Þessi
arður fékkst þó eingöngu með sölu á girðingarstaurum. Við getum líka skyggnst lengra fram í tímann. Sam kvæmt mælingum og útreikningum ætti heildarvöxturinn í Guttormslundi eftir 80 ár að nema um fjögur hundruð og sextíu teningsmetrum viðar á hektara. Verðmætin aukast þó enn þegar viðnum er flett í bjálka og borð. Hér er aðeins nefnt dæmi um arð af skógrækt á Aust urlandi. En í mörgum öðrum héruðum er að vaxa upp ungskógur sem lofar góðu um framtíðina.
Atvinna Hvarvetna veita skógar mikla vinnu. Með aukinni skóg rækt á Íslandi yrði fjarmagn flutt inn í sveitir landsins þar sem náttúran ávaxtar það. Mikil vinna er við plöntun, grisjun og hirðingu ungsk ógar. Hundruð unglinga um allt land starfa við garðyrkju og skógrækt sumarlangt en ættu að skipta þúsundum, því að engin störf eru hollari æskulýðnum. Skógar sem við gróðursetjum bæta landið, efla sveit irnar, veita niðjum okkar vinnu, gera atvinnulíf þjóðar innar fjölbreyttara og gera þjóðina færari til sjálfbjargar.
Skjól Áhrif skjóls á allan gróður sést óvíða betur hér á landi en í Hallormsstaðaskógi. Í skógarjaðrinum eru trén veð urbarin og kræklótt. Þau eru engin skrauttré en vernda skóginn gegn veðrum og minni snjóflóðum. Þetta eru út verðir skógarins. En er lengra kemur inn í skóginn verða
43