Æskan og skógurinn - Alexander Heiðarsson

Page 27

JARÐVEGUR OG GRÓSKA Skógurinn er töfraheimur sem margir láta sér nægja að hrífast af en færri hafa kynnt sér. Við skulum enn ganga út í skóg, virða fyrir okkur blóm og grös, fræðast um líf þeirra og sambúð þeirra við skóginn. Frjómoldin er ein mesta auðlind hvers lands. Hún er kvik af lífi. Þar eru heimar ótal tegunda af smádýrum, gerlum og sveppum. Þessar lífverur breyta leifum plantna og dýra í næringu handa nýjum gróðri og stuðla að aukinni frjósemi. Þar sem hlýju og skjóls nýtur, búa þessar lífverur við betri lífskilyrði en á berangri og því eykst frjósemin á slíkum stöðum. Ef til vill er brýnna fyrir Íslendinga en nokkra aðra þjóð sem fæst við skógrækt að gera sér grein fyrir þessu því að landið liggur langt í norðurvegi og má heita skóg­ laust eins og nú er komið. En þegar skógarnir hurfu, þvarr skjólið sem þeir veittu og jafnframt minnkaði frjó­ semi landsins og gróðurbreytingar fylgdu í kjölfarið. Við þurfum að hafa þetta í huga og velja um sinn til skógræktar þá staði, svæði eða héruð sem hagstæðust eru fyrir trjágróður. Slíkir staðir eru margir eins og reynslan hefur þegar sannað. Við skulum drepa á nokkuð atriði sem miklu máli skipta þegar land er valið til skógræktar: Tré vaxa yfirleitt betur í halla en á flatlendi. Þar seytlar súrefnisríkt jarðvatn í sífellu um efstu lög jarðvegsins, flýtir fyrir rotnun jurtaleifa og þar verður jarðvegur frjór og gljúpur.

Trén þurfa skjól fyrir þurrustu vindáttinni. Helst ætti að velja trjálundum stað í halla mót suðvestri þar sem staðhættir leyfa. Undir hömrum er skjól og bergið varpar frá sér hita, jafnvel eftir sólsetur. Auðveldast er að átta sig á gæðum jarðvegs með því að athuga gróðurhverfin. Í skógivöxnum löndum eru hæð og aldur trjáa not­ uð til að dæma um grósku skógræktarsvæða. Síðan er vaxtarstöðum skipað í gróskuflokka. Hér á landi er þessu á annan veg farið, þar sem við eigum aðeins birkiskóga sem sætt hafa misjafnri meðferð um langan aldur. En samt getum við haft hliðsjón af þessu. Hallormsstaðaskógi hefur nýlega verið skipt í þrjá gróskuflokka og gróðurhverfin síðan flokkuð eftir þeirri skiptingu. Þetta hefur auðveldað staðarval fyrir ýmsar erlendar trjátegundir og gefið þar með von um betri og árvissari vöxt. Í fyrsta og besta gróskuflokknum vaxa elftingar, reyr­ gresi og ýmsar blómplöntur. Í slík gróðurhverfi er greni­ tegundum, þin og lauftrjám plantað. Í öðrum flokki vex língresi, bugðupunktur ásamt bláberja- og hrútaberja­ lyngi. Þar er aðallega plantað lerki. Kræki- og sortulyng lendir svo í þriðja og lakasta gróskuflokknum. Furuteg­ undunum er valinn þessi flokkur, enda fá þær fegurstan vöxt í ófrjórri jörð. Á bersvæði, þar sem land er beitt um langan tíma, hverfa flestar blómplöntur. Allerfitt er því að dæma um grósku slíks lands. En eftir nokkurra ára friðun skjóta

27


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.