STARFAÐ AÐ SKÓGRÆKT Í skólagarðinum skiptist á vinna og fræðsla jöfnum hönd um allt sumarið. Komið er fram í ágúst. Reitir okkar eru vel hirtir. Skjólbelti hafa verið klippt, grasfletir slegnir í síðasta sinn og kantar skornir. Á morgun hefst nýr þáttur í náminu. Við eigum að fara í gróðursetningarferð til Austurlands, í Hallormsstaðaskóg en þangað er ferðinni heitið vegna þess að þar er skógrækt á Íslandi lengst á veg komin.
Allt frá 1905 hefur Hallormsstaðaskógur notið meiri eða minni friðunar. Innan skógræktargirðingarinnar eru sex hundruð og tuttugu hektarar lands, sem að mestu leyti er skóglendi. Nú erum við stödd í Hallormsstaðaskógi. Við kynn umst hér nýjum heimi og erum þó á Íslandi.Fyrsta daginn fáum við að vita hitt og þetta um fræ og meðferð þess.
Í Hallormsstaðaskógi
Öll skógrækt hér á landi er undir því komin að afla fræs af trjám sem vaxið hafa við svipaða veðráttu og ríkir á Íslandi. Það er brýn nauðsyn að kunna skil á fræi trjánna og meðferð þess það eð á því veltur allt um framtíð skóganna. Fræið þarf hæfilegt raka- og hitastig til þess að spíra. Um spírunartímann verður því að hafa vakandi auga á sáðbeðunum. Einnig sækja fuglar mjög í allt fræ en frost og sjúkdómar spilla því oft. Það er því vandasamt starf að sá trjáfræi og annast smáplöntur. Lauftré eru dulfrævingar. Þau blómgast og bera fræ í flestum árum en oft líða nokkur ár milli fræára barr trjánna. Ef fræið á að ná góðum þroska, verður meðal hiti mánaðanna júní–september að vera allt að tíu stig á Celsíus. Þess vegna ræður sumarhitinn mestu um útbreiðslu trjánna á norðurhveli jarðar og hversu hátt þau vaxa til fjalla. Reklatré. Flest algengustu lauftrén sem vaxa í norð anverðri Evrópu teljast til reklatrjáa. Svo eru þau nefnd
Hallormsstaðaskógur er við Lagarfljót sunnanvert. Land slag er þar hæðótt og víða nokkuð brattlent. Fjöllin suðaustur af Hallormsstað rísa allt að sex hundruð metra yfir sjávarmál og setja þau allmikinn svip á landslagið einkum Hallormsstaðaskóg. Lögurinn, eða Lagarfljót öðru nafni, sígur þarna fram á leið til sjávar. Til að sjá er vatnsfallið líkara firði eða stöðuvatni en venjulegu fljóti. Ískalt jökulvatnið er gulgrænt á litinn og víða er það hyldjúpt. Svo lygn er þessi mikla móða á kyrrum sumardögum og svo mjúkar eru boglínur hennar í víkum og vogum að landslagið allt fær mildan blæ og ljúfan. Á bökkum þessarar miklu jökulelfar og upp frá þeim hefur vaxið frægasti og mesti skógur á Íslandi. Grös, blóm, jurtir og lynggróður einkenna jurtagróður Hallormsstaðaskógar eins og annarra íslenskra birki skóga. Gras- og blómlendi eru þar sem jarðvegur er frjór og rakur og virðist jarðrakinn hafa meiri áhrif á gróðurfarið en hæð yfir sjó.
Fræ
19