NÁM Í SKÓLAGARÐI Við köllum fram ímyndunaraflið og hugsum okkur að við séum stödd í skólagarði, þar sem við eigum að dveljast um tíma við nám og starf. Þessi skólagarður er á margan hátt öðruvísi en þeir sem íslensk æska hefur kynnst hingað til. Við sjáum mismuninn þegar lengra er lesið. Umhverfið er hlýlegt. Skjólbelti úr víði, greni og birki hlífa hinum smágerða gróðri sem við erum að rækta. Hér sjáum við nokkrar trjátegundir í uppvexti en auk þess runna, blóm, kálplöntur og rótarávextir og er öllu þessu snyrtilega fyrir komið. Jafnframt vinnunni er okkur kennt hið nauðsynlegasia til þess að geta skilið ræktunina og farið rétt að öllu. Við byrjum á því að læra ofurlítið um líf trjánna í skólagarðinum en seinna höldum við náminu áfram í Hallormstaðaskógi.
Gerð trjánna Allar plöntur eru gerðar úr frumum. Utan um þær eru frumuveggir og innan þeirra er frymið en innst er frumukjarninn. Í frymi grænu plantnanna er blaðgrænan. Hún er mest ofan til í blaðholdinu og í henni fara fram mikilvægustu efnabreytingar plöntunnar. Í hverju tré eru margs konar frumur sem skipa sér saman og mynda vefi þess. Þar ríkir því verkaskipting eins og á sér stað í mannlegu samfélagi. Börkurinn eða barkarvefirnir verja tréð gegn hnjaski og varna útgufun. Fyrir innan börkinn liggja sáldæðarnar sem eru myndaðar úr lifandi frumum. Eftir þeim berst
næring sú sem grænu kornin vinna úr loftinu. Við aræðarnar eru aftur á móti gerðar úr dauðum frumum sem eru vel tengdar saman og gefa trénu styrk og sveigju þol. Innan undir sáldæðunum er vaxtarlagið sem er ein göngu lifandi frumur. Við kynnumst starfi þess síðar. Þar fyrir innan er svo viðarvefurinn sem er myndaður af dauðum viðaræðum og viðarfrumum. Innst er loks trjámergurinn.
Kolsýrunám Trén eru lifandi verur eins og menn og dýr og þurfa þess vegna fæðu. Næringarefnin taka þau til sín úr jarðveginum og loftinu. Á blöðum og barri trjánna eru smáaugu sem andrúmsloftið smýgur inn um. En í loftinu er lítið eitt af koltvísýringi sem er samsettur af tveim frumefnum, kolefni og súrefni. Trén taka til sín koltvísýring úr loftinu en grænukornin vinna kolefnasambönd úr koltvísýringnum og vatni, svo sem sykur, mjölvi, tréni, olíur og fleiri lífræn efni. Þessi mikilvæga starfsemi getur aðeins farið fram í nægilegri birtu og hita. Allt líf á jörðunni á landi og í sjó á rætur sínar að rekja til þessara efnabreytinga og eru því plönturnar undirstaða lífsins á hnetti okkar.
Öndun Kolsýrunámið fer aðeins fram í hinum grænu hlutum
13