Æskan og skógurinn - Laura Daniela Cano Hurtado

Page 17

NÁM Í SKÓLAGARÐI Við köllum fram ímyndunaraflið og hugsum okkur að við séum stödd í skólagarði, þar sem við eigum að dveljast um tíma við nám og starf. Þessi skólagarður er á margan hátt öðruvísi en þeir sem íslensk æska hefur kynnst hingað til. Við sjáum mismuninn þegar lengra er lesið. Umhverfið er hlýlegt. Skjólbelti úr víði, greni og birki hlífa hinum smágerða gróðri sem við erum að rækta. Hér sjáum við nokkrar trjátegundir í uppvexti en auk þess runna, blóm, kálplöntur og rótarávextir og er öllu þessu snyrtilega fyrir komið. Jafnframt vinnunni er okkur kennt hið nauðsynleg­ asia til þess að geta skilið ræktunina og farið rétt að öllu. Við byrjum á því að læra ofurlítið um líf trjánna í skóla­ garðinum en seinna höldum við náminu áfram í Hallorm­ staðaskógi.

Gerð trjánna

Allar plöntur eru gerðar úr frumum. Utan um þær eru frumuveggir og innan þeirra er frymið en innst er frumu­ kjarninn. Í frymi grænu plantnanna er blaðgrænan. Hún er mest ofan til í blaðholdinu og í henni fara fram mikilvægustu efnabreytingar plöntunnar. Í hverju tré eru margs konar frumur sem skipa sér saman og mynda vefi þess. Þar ríkir því verkaskipting eins og á sér stað í mannlegu samfélagi. Börkurinn eða barkarvefirnir verja tréð gegn hnjaski og

Æskan og skógurinn | 15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Æskan og skógurinn - Laura Daniela Cano Hurtado by Tækniskólinn - Issuu