Æskan og skógurinn - Margrét Lilja Stefánsdóttir

Page 53

Óvinir skógarins Eftir vikudvöl í Hallormsstaðaskógi getur ekki hjá því farið að við höfum komið í Atlavík.Við skulum skreppa þangað enn einu sinni áður en við höldum burt frá Hallormsstað. Atlavík er lítil vík innarlega í Hallormsstaðaskógi upp frá Lagarfljóti.Tær lækur liðast niður víkina um sléttar grundir grasi grónar, vaxnar kjarri hér og þar.Til beggja handa eru háir, skógivaxnir ásar. Víða sér í nakta hamraveggi sem teygja sig fram að fljótinu, mynda víkina og veita henni skjól. Atlavíkur er getið í Landnámu og Droplaugarsonasögu og segir þar að Graut-Atli hafi numið þarna land og búið í Atlavík. Enginn veit nú lengur hvenær byggð lagðist þarna niður. Síðan Hallormsstaðaskógur var friðaður hefur Atlavík orðið fjölsóttur ferðamannastaður, því að landslagið er fagurt og einkennilegt. Tjaldstæði eru þarna mörg og góð. Á sumrin er Atlavík vinsælasti samkomustaður Austfirðinga.

Grein Ljósm.: Óþekktur

Æskan og skógurinn | 51


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Æskan og skógurinn - Margrét Lilja Stefánsdóttir by Tækniskólinn - Issuu