Æskan og skógurinn

Page 21

STARFAÐ AÐ SKÓGRÆKT Í skólagarðinum skiptist á vinna og fræðsla jöfnum höndum allt sumarið. Kom­ið er fram í ág­úst. Reit­ir okk­ar eru vel hirt­ir. Skjól­belti hafa ver­ið klippt, gras­flet­ir slegn­ir í síð­asta sinn og kant­ar skorn­ir. Á morg­un hefst nýr þátt­ur í nám­inu. Við eig­um að fara í gróð­ur­setn­ ing­ar­ferð til Aust­ur­lands, í Hall­orms­­staða­skóg en þang­að er ferð­inni heit­ið ­vegna þess að þar er skóg­rækt á Ís­landi lengst á veg kom­in.

Í Hallormsstaðaskógi Hallormsstaðaskógur er við Lagarfljót sunnanvert. Landslag er þar hæðótt og víða nokkuð brattlent. Fjöllin suðaustur af Hallormsstað rísa allt að sex hundruð metra yfir sjávarmál og setja þau allmikinn svip á landslagið einkum Hallormsstaðaskóg. Lögurinn, eða Lagarfljót öðru nafni, sígur þarna fram á leið til sjávar. Til að sjá er vatnsfallið líkara firði eða stöðuvatni en venjulegu fljóti. Ískalt jökulvatnið er gulgrænt á litinn og víða er það hyldjúpt. Svo lygn er þessi mikla móða á kyrrum sumardögum og svo mjúkar eru boglínur hennar í víkum og vogum að landslagið allt fær mildan blæ og ljúfan. Á bökkum þessarar miklu jökulelfar og upp frá þeim hefur vaxið frægasti og mesti skógur á Íslandi. Grös, blóm,jurtir og lynggróður einkenna jurtagróður Hallorms­ staðaskógar eins og annarra íslenskra birkiskóga. Gras- og blómlendi eru þar sem jarðvegur er frjór og rakur og virðist jarðrakinn hafa meiri áhrif á gróðurfarið en hæð yfir sjó.

19


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.