Æskan og skógurinn - Eydís Ómarsdóttir

Page 35

Fjallafuran er oftast margstofna runni, sem getur orðið allt að því fimm metra hár. Danir höfðu ræktað fjallafuru á jósku heiðunum í tugi ára áður en skógrækt hófst á Íslandi. Þess vegna var hún flutt hingað til lands, jafnskjótt og byrjað var á skógrækt hér. Fjallafura er ennþá nægjusamari en skógarfura og þar sem hún vex bætir hún jarðveginn og eykur frjósemi hans. Stundum ber hún hér fullþroska fræ og hefur sáð sér út af sjálfsdáðun. Heimkynni fjallafurunnar eru í Alpafjöllum. Bergfura er náskyld fjallafuru en sá er munur á þeim að bergfuran vex upp af einum stofni og verður alt að því tíu metra hátt tré. Hún bætir jarðveginn á sama hátt og fjallafuran.Bergfura vex hátt yfir sjó í Alpafjöllum og Pýreneafjöllum. Broddfura er háfjallatré og er mjög seinþroska. Hún verður aldrei stórvaxin fremur en bergfuran, er jafnvel ennþá harðgerðari og á Hallormsstað hefur hún borið þroskað fræ á hverju ári í meir en áratug. Broddfuru var sáð í Mörkina á árunum 1903–1906 og eru þar nú nokkrir tugir trjáa frá þessum árum. Stafafura var ekki gróðursett á Hallormsstað fyrr en 1940. Þá voru fáeinar plöntur settar niður á Atlavíkurstekk. En á síðari árum hefur hún verið sett víða um land og dafnar yfirleitt vel. Hún er harðger, hraðvaxta og hefur borið hér þroskað fræ. Heimkynni stafafurunnar eru vesturhéruð Norður-Ameríku. Lindifura vex í fjöllum Mið-Evrópu og austur um alla Asíu. Til hennar var sáð á Hallormsstað og víðar á árunum 1903–1906. Í Mörkinni standa nú um hundrað lindifurur á víð og dreif og hafa sumar þeirra náð ágætum þroska. Lindifuran er eitt hið fegursta tré með löngu og mjúku barri og standa fimm nálar ávallt saman í knippi. Við höfum nú skoðað helstu útlendu trjátegundirnar á Hallorms­ ‑stað og vinnan verður æ skemmtilegri. Skógurinn er heill ævin­

Æskan og skógurinn 33


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.