Á árinu 2012 fagnar Icelandair Group 75 ára stofnafmæli sínu. Stofnun félagsins er rakin til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað. Leiðakerfi Icelandair er burðarás í flugsamgöngum til og frá Íslandi og helsta undirstaða ferðaþjónustunnar. Það byggir á staðsetningu landsins mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku sem gerir Icelandair kleift að þjóna þremur mörkuðum; heimamarkaðinum á Íslandi, ferðamannamarkaðinum til Íslands og alþjóðlega markaðinum milli Evrópu og Norður-Ameríku.
18
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS