Kosningar til Stúdentaráðs 2021

Page 1


ÚTGEFANDI Stúdentaráð Háskóla Íslands YFIRUMSJÓN TEXTA Isabel Alejandra Díaz LJÓSMYNDIR Helga Lind Mar Kristinn Ingvarsson Sara Þöll Finnbogadóttir HÖNNUN OG UMBROT Elvar Smári Júlíusson Helga Lind Mar SÉRSTAKAR ÞAKKIR Elvar Smári Júlíusson


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2021

HV E R N I G K Ý S É G ? H VA Ð E R S T Ú D E N TA R Á Ð ? U P P B YG G I N G HUGVÍSINDASVIÐ HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ MENNTAVÍSINDASVIÐ VERKFRÆÐI–OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ FÉLAGSVÍSINDASVIÐ STÚDENTARÁÐ Í GEGNUM TÍÐINA HVAÐ HEFUR GERST Á ÁRINU? S K R I F S T O F A S T Ú D E N TA R Á Ð S NEFNDIR STÚDENTARÁÐS FULLTRÚAR STÚDENTA Í HÁSKÓLARÁÐI ALDARAFMÆLI STÚDENTARÁÐS

3 4 5 7 7 8 8 9 10 11 16 17 19 20


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

HVERNIG KÝS ÉG? Ferlið er einfalt og þægilegt. Milli kl 9:00 og 18:00 24. og 25. mars mun birtast blár borði á Uglu allra nemenda við Háskóla Íslands. Þar verður þér beint á kjörseðil fyrir þitt svið þar sem þú velur þá einstaklinga eða fylkingar sem þú vilt kjósa. Því næst verður þú beðin/n/ð um

4. SKREF

að staðfesta val þitt og stimpla inn lykilorðið þitt á Ugluna. Voilà, þú ert orðinn að fyrirmyndar samfélagsþegn sem hefur nýtt sér kosningaréttinn! Dæmi fylgir hér myndrænt en dagsetning kosninga í ár er að sjálfsögðu önnur. Ef einhverjar spurningar vakna um framkvæmd kosninganna má hafa samband við kjörstjórn í gegnum kjor@hi.is.


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

HVAÐ ER S T Ú D E N TA R Á Ð? Forseti og varaforseti fá einnig sæti í stjórn Stúdentaráðs og stýrir forseti fundum stjórnar og Stúdentaráðs, en varaforseti í fjarveru hans. Þegar kjörnir fulltrúar á skrifstofu hafa hafið störf er almennt auglýst eftir framkvæmdarstjóra, sem sér um rekstur og bókhald Stúdentaráðs, ritstjóra Stúdentablaðsins og alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs en þessir aðilar eru ráðnir í faglegu ráðningaferli af stjórnninni. Fjölmargir aðrir koma að starfi Stúdentaráðs, svo sem meðlimir fastanefnda ráðsins, fulltrúar stúdenta í háskólaráði og nefndum háskólans og ýmsir aðrir samstarfsaðilar sem fjallað verður nánar um hér í blaðinu!

Hlutverk Stúdentaráðs er fyrst og fremst að berjast fyrir og standa vörð um réttindi stúdenta við Háskóla Íslands. Ráðið samanstendur af fulltrúum stúdenta sem eru kosnir í allsherjarkosningum á vorönn á hverju ári. Háskóli Íslands samanstendur af 5 fræðasviðum og því kjósa stúdentar fulltrúa frá sínu sviði. Nú er kosið í Stúdentaráð 2021-2022 og verður fjöldi fulltrúa í Stúdentaráði þrír af hverju sviði að undanskildu Félagsvísindasviði sem sökum fjölmennis, fær fimm fulltrúa. Kjörnir fulltrúar allra sviða mynda Stúdentaráð, 17 talsins. Þeir 3-5 fulltrúar sem ná kjöri á sínu sviði kjósa svo sín á milli um forseta sviðsráðs. Forsetar sviðsráðanna mynda saman stjórn Stúdentaráðs sem hefur æðsta ákvörðunarvald milli Stúdentaráðsfunda. Allir 17 fulltrúar Stúdentaráðs kjósa sér aðila á skrifstofu ráðsins á sérstökum kjörfundi. Þá er kosið um forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa sem munu gegna þeim störfum út starfsárið. Skrifstofa Stúdentaráðs fer með framkvæmdavald ráðsins og stýrir daglegum störfum þess.

Stúdentaráð Háskóla Íslands þjónustar alla nemendur Háskólans og því eru þeim engin mál er varða hagsmuni nemenda óviðkomandi. Þess vegna hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband við skrifstofuna ef einhver málefni brenna á ykkur. Bæði er hægt að hringja í síma 570-0850 eða senda tölvupóst á netfangið shi@hi.is.

4


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

UPPBYGGING Heilbrigðisvísindasvið

Hér má sjá samsetningu Stúdentaráðs; stúdentaráðsliða, sviðsráð, stjórn og skrifstofu Stúdentaráðs. Í Stúdentaráði er fjallað um sameiginlega hagsmunamál stúdenta, sama á hvaða sviði þeir eru. Sviðsráðin eru aftur á móti smærri einingar þar sem sitja 5 fulltrúar á hverju sviði sem hittast reglulega og vinna að sértækum málefnum fyrir þeirra svið. Stúdentar á hverju sviði fyrir sig kjósa þá sína

fulltrúa í Stúdentaráð og verða þeir 17 (3 á hverju sviði og 5 á Félagsvísindasviði). Þessir fulltrúar kjósa sér forseta hvers sviðsráðs innan síns sviðs, aðeins sá aðili mun vera skyldaður til að taka sæti í sviðsráði og mun sá aðili stýra störfum þess. Á kjörfundi Stúdentaráðs mun Stúdentaráð svo kjósa 4 fulltrúa, í hlutfalli við kosninganiðurstöður á því sviði, sem taka sæti í sviðsráði til viðbótar við forseta sviðsráðsins.

5


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

Þannig verða 5 aðilar í öllum sviðsráðum skólans og þurfa þeir aðilar ekki endilega að eiga sæti í Stúdentaráði líka. Með þessu móti geta þeir aðilar sem sitja í Stúdentaráði fremur sinnt nefndarstörfum ráðsins og sérhæfing í þeim málaflokkum verður efld. Aðilar sem kosnir eru inn í sviðsráð geta þá sérhæft sig í málum síns sviðs og með þessu er vonast til þess að auka skilvirkni í hagsmunabaráttu stúdenta. Það skal þó tekið fram að þeir fulltrúar sem bjóða sig fram til Stúdentaráðs og ná kjöri geta að sjálfsögðu einnig boðið sig fram til að sitja í sviðsráðinu á kjörfundi Stúdentaráðs eftir kosningar. Þannig hafa Stúdentaráðsliðar val um hvort þeir sitji bæði í Stúdentaráði og sviðsráði, eða eingöngu í Stúdentaráði og hafa þá meiri rými til að sinna t.d. nefndarstörfum fyrir SHÍ - sem samstaða hefur myndast um að sé nauðsynlegt að efla.

STÚDENTARÁÐSLIÐAR

6


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

HUGVÍSINDASVIÐ

1.Katla Ársælsdóttir, Röskva 2. Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Röskva 3. Erlingur Sigvaldason, Röskva

HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ

1.Brynhildur Ásgeirsdóttir, Röskva 2. Salóme Sirapat Friðriksdóttir, Röskva 3. Ingi Pétursson, Vaka

7


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

M E N N TA V Í S I N D A S V I Ð

1.Magdalena Katrín Sveinsdóttir, Röskva 2. Gabríela Sól Magnúsdóttir, Röskva 3. Sóley Arna Friðriksdóttir, Vaka

VERKFRÆÐI-OG N ÁT T Ú R U V Í S I N D A S V I Ð

1.Herdís Hanna Yngvadóttir, Röskva 2. Ástráður Stefánsson, Röskva 3. Urður Einarsdóttir, Röskva 8


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

1.Arnaldur Starri Stefánsson, Röskva 2. Lenya Rún Taha Karim, Vaka 3. Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, Röskva 4. Vífill Harðarson 5. Hólmfríður M. Böðvarsdóttir Howard

9


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

S T Ú D E N TA R Á Ð Í G E G N U M TÍÐINA? Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað 4. desember árið 1920 og hefur alla tíð barist fyrir bættum hag stúdenta. Sigrar ráðsins eru ófáir og hafa unnist með víðtæku samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Félagsstofnun stúdenta (FS) var stofnuð árið 1968 að frumkvæði Stúdentaráðs. FS tók bæði við bókasölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hefur FS tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjavörur á góðum kjörum í fjölda ára. Lánasjóðsmál hafa verið Stúdentaráði einkum hugleikin enda snertir það flest alla stúdenta. Ráðið hefur haldið á lofti hagsmunum stúdenta af alefli og stefndi m.a. stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) árið 2014 vegna breytinga á lánareglum sjóðsins. Menntasjóður námsmanna tók við af LÍN sumarið 2020 en þar áður hafði Stúdentaráð staðið í strangri vörslu við að tryggja að hagsmunir stúdenta yrði í forgrunni í nýja kerfinu.

í Gamla Garði en nú er hann hluti af Háskólatorgi,. Háskólatorg var upprunalega hugmynd stúdenta og rektors á 10. áratug síðustu aldar. Stúdentráð beitti þrýstingi til þess að fá torgið í gegn, öllum nemendum til hagsbóta. Gamli Garður var byggður og fjármagnaður að frumkvæði stúdenta í byrjun 20. aldar og er því elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Garðurinn var tekinn í notkun árið 1934. Í febrúar 2018 var tryggt, eftir ötula baráttu Stúdentaráðs, að fleiri stúdentaíbúðir myndu rísa á reit Gamla Garðs. Þá hefur stúdentabarátta skilað fjármagni innan skólans í geðheilbrigðismál og hefur sálfræðingum fjölgað við skólann sem og geðheilbrigðisúrræðum handa stúdentum á vegum Háskóla Íslands.

Aðgangskortin sem tryggja nemendum HÍ sólarhringsaðgang að byggingum skólans voru tekin í notkun að frumkvæði Stúdentaráðs. Stúdentakjallarinn sem við öll þekkjum og elskum var samvinnuverkefni FS og Stúdentaráðs. Áður hafði Stúdentakjallarinn verið hýstur

10


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

landsmenn. Það felst nefnilega óréttlæti í því að stúdentum hafi verið svipt réttinum til atvinnuleysisbóta en af launum þeirra sé samt greitt atvinnutryggingagjald í atvinnuleysistryggingasjóð. Því var reiknað út að atvinnutryggingagjöld þessa hóps síðustu 10 árin væru upp á 4 milljarða króna.

HVAÐ HEFUR GERST Á ÁRINU? Starfsár Stúdentaráðs hófst þann 14. maí 2020 og hefur verið óhefðbundið og fullt af áskorunum. Hér verður stiklað á stóru um þau málefni sem hafa sett mestan svip á starfsárið.

FJÁRHAGSLEG STAÐA STÚDENTA Fyrsta verkefni nýrrar skrifstofu á nýju starfsári var að senda út þriðju könnun ráðsins um líðan og stöðu stúdenta á vinnumarkaði sökum kórónuveirufaraldursins, unnin í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Menntaog menningarmálaráðuneytið. Niðurstöður þeirrar könnunar sýndu 38,9% atvinnuleysi meðal stúdenta landsins og voru í samræmi við seinni könnun Stúdentaráðs frá 6. apríl, sem sýndi rúmlega 40% atvinnuleysi meðal stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta kallaði á aðgerðir í þágu stúdenta til lengri tíma, enda vinna íslenskir stúdentar mikið með námi eða 72% sem er hæsta hlutfallið á norðurlöndunum. Því krefst Stúdentaráð að stúdentum skuli að nýju vera tryggður réttur á atvinnuleysisbótum, eins og þeir áttu í námshléum til 1. janúar 2010. Í janúar 2021 fórum við af stað með herferð undir yfirskriftinni Eiga stúdentar ekki betra skilið?, þar sem megin markmiðið var að vekja athygli á bágri stöðu stúdenta og þrýsta á breytingar.

Stúdentaráð heldur óhrætt áfram að vekja athygli á stöðu stúdenta og kröfunum sem það hefur lagt fram. Við höfum hingað til skilað inn á Alþingi sjö umsögnum við frumvörpum um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Úrræðin sem hafa verið boðuð fyrir stúdenta í gegnum kórónuveirufaraldurinn hafa einfaldlega ekki náð til stóra stúdentahópsins, og verið frekar miðaðar að fólki á atvinnumarkaðinum til þess að styðja það í að snúa aftur í nám. Þau ganga hins vegar ekki upp nema að aðrar ráðstafanir séu til staðar, þannig að núverandi stúdentar og aðrir sem nú íhuga að snúa aftur í nám séu örugg og hafi tækifæri að námi loknu.

Atvinnuleysisbótakrafa Stúdentaráðs snýst um að allir stúdentar sem þurfa að sækja sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, hafi kost á því til jafns við aðra vinnandi 11


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

námsmönnum rétt til atvinnuleysisbóta sumarið 2020. Alþýðusamband Íslands tók undir kröfu stúdenta á blaðamannafundi í maí og 84.2% stúdenta sögðust styðja atvinnuleysisbótakröfu stúdenta yfir sumartímann. Á fundi velferðaráðs Reykjavíkurborgar í desember 2020 lögðu fulltrúar þriggja flokka fram bókun þar sem þau skoruðu á ríkið að koma til móts við stúdenta með því að veita þeim rétt á fjárhagsaðstoð úr atvinnuleysistryggingasjóði.

Það er þörf á yfirgripsmiklum breytingum í atvinnuleysistryggingakerfinu sem og námslánakerfinu til þess að styrkja og efla stúdenta landsins. Það verður að vera til staðar pólítískur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja námsmönnum fjárhagslegt öryggi sem þeir hafa kallað eftir til frambúðar. Stúdentar eiga að geta stundað nám án þess að þurfa að klóra sig í gegnum fjárhagsörðugleika. Stúdentaráð hefur fundið mikinn meðbyr með kröfu sinni hingað til. Samstarfsnefnd háskólastigsins, sem samanstendur af öllum rektorum háskóla á Íslandi, studdi kröfu stúdenta um rétt okkar til atvinnuleysisbóta. Var það rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson sem skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd nefndarinnar. Í samtölum við rektor hefur hann einnig hvatt okkur eindregið til dáða. Í pontu Alþingis hefur verið vitnað í okkur og við studd, jafnvel vitnað í okkur af forsætisráðherra. Á þingi var lögð fram ályktunartillaga um aðgerðir í þágu námsmanna vegna COVID-19 og um að tryggja

LÁNASJÓÐSMÁL Frumvarp um nýtt lánasjóðskerfi kom inná samráðsgáttina Í júlí 2019. Nýju kerfi átti að fylgja nafnabreyting á sjóðnum, Stuðningssjóður íslenskra námsmanna. SHÍ hélt upplýsingafund 18. júlí fyrir alla stúdenta vegna frumvarpsins þar sem farið var hlutlægt yfir þær breytingar sem snerta stúdenta í HÍ. Stúdentaráð samþykkti einróma afstöðu gagnvart frumvarpinu sem fólst einna helst í því að vaxtakjör sem 12


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

frumvarpið boðaði voru óásættanleg fyrir stúdenta.

stúdentum fjárhagslegt öryggi með því að hækka grunnframfærsluna en tækifærið til að sýna stuðning í verki var ekki gripið þegar þær voru samþykktar.

Frumvarp um Menntasjóð námsmanna kom fram í nóvember 2019 og byggði umsögn SHÍ á umsögn sumarsins um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Hröð, vönduð og skilvirk vinnubrögð voru leiðarljósið og eftir samþykki Stúdentaráðs á umsögninni var hún send strax á alla þingmenn og til allsherjar- og menntanefndar Alþingis. Aðeins klukkutíma eftir sendinguna var frumvarpið til umræðu á Alþingi og þar var vitnað beint í okkar yfirlýsingu.

Hins vegar náðum við í gegn að setja vaxtaþak á námslánum Menntasjóðsins. Í frumvarpinu var til að byrja með ekki gert ráð fyrir vaxtaþaki á lánin heldur áttu vextirnir að vera breytilegir sem skapaði mikla óvissu fyrir stúdenta. Með breytilegum vöxtum var enginn öryggisventill því stúdentum væri óljóst hvað þeir væru að borga mikið til baka. Stúdentaráð fór í herferð ásamt LÍS þar sem krafa stúdenta var að setja vaxtaþak í frumvarpið, sem tókst.

Ljóst að við erum búin að vera leiðandi í umræðunni beinlínis frá fyrstu skrefum. Umræður héldu áfram á Alþingi í tæpt ár sem Stúdentaráð svaraði fullum hálsi. Það skilaði sér og náðum við athygli þingmanna sem vísuðu í áherslur okkar í málflutningum sínum á þingi. Nýja námslánakerfið varð að lögum 9. júní 2020 sem voru í vissum skilningi gleðitíðindi. Loksins hafði námslánakerfið verið tekið í heildarendurskoðun og stúdentar komnir með nýtt og ferskt öryggisnet - eða hvað? Stúdentaráð fagnaði því að nýja kerfið væri að norrænni fyrirmynd og að námsfólk muni eiga kost á 30% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins við námslok uppfylli þau sett skilyrði. Hins vegar undirstrikuðum við að grunnhugsjón sjóðsins, um að námslánakerfið eigi að standa undir sér sjálfu, væri ekki réttmæt. Það fjármagn sem mun skila sér inn með skatttekjum og sparnaði, með því að stúdentar fari fyrr út á vinnumarkaðinn, verður að renna aftur til sjóðsins. Við vorum vongóð með að úthlutunarreglurnar myndu tryggja

Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs heldur þó áfram beita sér fyrir áherslum Stúdentaráðs í stjórn Menntasjóðs námsmanna, en við bíðum eftir nýjum úthlutunarreglum fyrir 1. apríl 2021.

NÁM OG KENNSLA Kórónuveirufaraldurinn hefur haft víðtæk og mismunandi áhrif á stúdenta sem hafa í miklu mæli verið í fjarnámi auk þess hefur verulega vantað félagslega þáttinn sem einkennir háskólagöngu okkar. Í byrjun október voru sóttvarnaraðgerðir hertar töluvert vegna fjölda smita í samfélaginu og kallaði það á eflda hagsmunagæslu Stúdentaráðs. Okkur datt satt best að segja ekki í hug að við yrðum að standa vörð um öryggi og heilsu stúdenta sem réttilega hafa haft áhyggjur af ófyrirsjáanlegri þróun faraldursins og hvernir hún kynni að hafa áhrif á námið þeirra.

13


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

Stjórn Stúdentaráðs sendi erindi á yfirstjórn skólans um leið og hélt það samtal áfram út misserið. Í kjölfarið sendi Stúdentaráð út aðra könnun, fimmtu í röðinni, til að endurkortleggja líðan og stöðu stúdenta. Niðurstöður könnunarinnar voru samt sem áður til marks um að ástandið væri að leggjast mjög þungt á meginþorra stúdenta og er það bersýnilegt að bæði skólastjórnendur og stjórnvöld verði að leggjast við hlustir. Þær aðstæður sem stúdentar finna sig í eru alvarlegar og hverfa ekki með nýju ári. Forseti greindi frá stöðunni í Silfrinu um miðjan nóvember. Það hefur verið lykilatriði fyrir Stúdentaráð að vera samstíga á þessu misseri. Réttindaskrifstofan og sviðsráðin hafa unnið rosalega þétt og náið saman. Við hljótum að fara að slá annað met í fundarhaldi á þessu starfsári, svipað og árið 1954!

SJÓÐUR HÍ, SHÍ OG FS

GEÐHEILBRIGÐISMÁL Síðastliðin þrjú ár hafa geðheilbrigðismál verið áberandi í Stúdentaráði. Í janúar 2020 hóf þriðji sálfræðingurinn störf við skólann, en þar fyrir þremur árum var aðeins einn sálfræðingur starfandi í 50% starfshlutfalli fyrir 13.000 nemendur . Í kjölfar könnunar Stúdentaráðs í fyrra vor, sem sýndi fram á slæma líðan stúdenta, voru úrræði í geðheilbrigðismálum við háskólann aukin. Sálfræðiráðgjöfin hélt úti fullu starfi með því að færa vinnu annars árs meistaranema í klínískri sálfræði yfir í fjarmeðferð. Ráðgjöfin virkjað fleiri nema og fjölgað handleiðurum þannig að þau geta tekið við fleiri málum. Stúdentaráð hefur leitað leiða til að koma til móts við stúdenta á þessum erfiðu tímum, t.a.m. með því að fara í samstarf við Down Dog jóga appið og Hugrúnu geðfræðslufélag við HÍ sem saman fóru í geðheilbrigðisátak þar sem bjargráðum var miðlað áfram til stúdenta.

Við náðum því í gegn að seinka eindaga skrásetningargjaldsins fram í ágúst, þó okkar óskir sneru að því að afnema það fyrir þetta skólaár 2020-2021, vegna samfélagsástandsins og stöðu stúdenta á vinnumarkaði. Stjórnvöld urðu ekki við þeirr beiðni en Háskóli Íslands mætti hins vegar sterkur til leiks og brást við beiðni okkar um að koma til móts við fjárhagsvanda stúdenta á stúdentagörðunum með því að ráðstafa fjármagni í sérstakan sjóð fyrir þá stúdenta á görðunum sem höfðu engin fjárhagsúrræði. Gott samstarf Stúdentaráðs við Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta gerði úrræðið að veruleika.

14


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

UMHVERFISMÁL Vegan úrvalið í Hámu hefur aukist síðustu árin vegan góðs samstarfs við Félagsstofnun stúdenta. Í haust bættist t.a.m. við vegan hamborgari á Stúdentakjallarann, sem heitir hinu frábæra nafni Stúdentaráðsliðinn.

Loftslagsverkfallið sem Stúdentaráð skipuleggur ásamt Ungum umhverfissinnum og Landssamtökum íslenskra stúdenta hefur verið á sínum stað alla föstudaga kl 12:00, að undanskildum þeim vikum þegar fjöldatakmarkanir voru hertar og settu strik í reikninginn. Loftslagsverkfallið hlaut jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í desember 2020 sem við erum afar stolt af. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði stúdentum sérstaklega í ávarpi sínu á afmælishátíð Stúdentaráðs, fyrr í mánuðinum, fyrir að halda ríkisstjórninni á tánum en hún sagði stúdenta halda skýru flaggi á lofti, brýnt stjórnvöld til dáða og aðgerða. Loftslagsváin er stærsta áskorunin sem blasir við okkur og það skiptir höfuðmáli að halda baráttunni áfram.

Við vonumst til að halda veganvæðingunni áfram nú þegar skólahald er að færast í eðlilegt horf. Þá vonumst við til að U-passinn, samgöngukort fyrir stúdenta á viðráðanlegu verði, sé kynntur til leiks fljótlega enda er það okkur hugleikið að almenningssamgöngur séu efldar og gera háskólasvæðið enn grænna.

Framangreind hagsmunamál stúdenta ásamt fleirum fokkum eru enn í vinnslu á skrifstofu Stúdentaráðs. Þú getur haft áhrif á hverjir þeir verða fyrir næsta skólaár með því að nýta kosningaréttinn.

15


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

SKRIFSTOFA S T Ú D E N TA R Á Ð S

Isabel Alejandra Díaz Forseti

Hjördís Sveinsddóttir Framkvæmdastýra

Mikael Berg Steingrímsson Hagsmunafulltrúi

Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir Varaforseti

Emily Reise Alþjóðafulltrúi

Sara Þöll Finnbogadóttir Lánasjóðsfulltrúi

Hólmfríður María Bjarnardóttir Ritstýra

Á hverju ári kjósa fulltrúar í Stúdentaráði starfsfólk á skrifstofu ráðsins sem fer með framkvæmdavald þess og sinnir daglegum störfum. Á skrifstofunni starfar fjórir kjörnir fulltrúar; forseti í fullu starfi, varaforseti, hagsmunafulltrúi og lánasjóðsfulltrúi í hlutastarfi. Skrifstofan ræður að auki til sín framkvæmdastjóra, ritstjóra Stúdentablaðsins og alþjóðafulltrúa.

Réttindaskrifstofa Stúdentaráðs vinnur náið saman að bættum hag stúdenta og aðstoðar jafnframt nemendur Háskóla Íslands dagsdaglega við ýmis úrlausnarefni sem tengjast réttindum þeirra gagnvart Háskólanum hverju sinni.

16


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

NEFNDIR STÚDENTARÁÐS

JAFNRÉTTISNEFND Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs stendur vörð um jafnrétti innan Háskóla Íslands og vekur athygli á því þegar pottur er brotinn í þeim málum. Nefndin stuðlar að því að allir stúdentar háskólans séu settir undir sama hatt, burtséð frá kynivitund, bakgrunni, aldri, fötlun eða öðrum breytum. Líkt og undanfarin ár þá tók Jafnréttisnefnd SHÍ þátt í Jafnréttisdögum háskólanna og skipulagði viðburði á dögunum. Þá hefur jafnréttisnefnd eflt tengsl við önnur hagsmunafélög nemenda, eins og Q-félagsins og femínistafélags skólans.

ALÞJÓÐANEFND Alþjóðanefnd Stúdentaráðs er undir forystu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs sem starfar á skrifstofu SHÍ. Alþjóðanefnd tekur á móti erlendum nemum við komu þeirra í HÍ þar sem þeim eru kynnt réttindi sín og hvert þau geta leitað með spurningar. Alþjóðanefnd heldur einnig utan um tengiliðaverkefni eða svokallað mentorprogram sem gefur íslenskum og erlendum nemum færi á að kynnast. Nefndin er í miklu samstarfi við Skrifstofu alþjóðasamskipta, meðal annars í tengslum við móttökudaga erlendra nema og Alþjóðadaga. Markmið Alþjóðadaga er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi Háskólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem standa nemendum og starfsfólki til boða um allan heim, þ. á m. skiptinámi, sumarnámi og starfsþjálfun.

UMHVERFIS– OG SAMGÖNGUNEFND Umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs sinnir umhverfismálum innan Háskólans. Dæmi um slík mál eru endurvinnsla, sjálfsbærnistefna Háskóla Íslands, samgöngumál og skipulagsmál á háskólasvæðinu. Eitt stærsta hlutverk nefndarinnar er að þrýsta á háskólann, fyrirtæki og stofnanir sem stúdentar nýta sér, til dæmis á Strætó og FS að bjóða upp á umhverfisvæna kosti. Nefndin hefur barist fyrir gjaldfrjálsum ferðum stúdenta í strætó og hélt nefndin loftslagsdag í samstarfi við HÍ. Forseti nefndarinnar hefur verið hluti af skipulagsteymi loftslagsverkfallanna í samstarfi við forseta SHÍ. Nefndin vann að því að tryggja HÍ Grænfánann og varð það markmið að veruleika nú í marsbyrjun.

FJ Á R M Á L A – OG ATVINNULÍFSNEFND Fjármála- og atvinnulífsnefnd tekur til meðferðar atvinnumál stúdenta auk tengsla þeirra við atvinnulífið. Markmið nefndarinnar er að skapa mikilvæga tengingu stúdenta við atvinnulífið, tengingu sem helst til framtíðar. Eitt stærsta verkefni nefndarinnar er að halda atvinnudaga í samstarfi við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands. Á atvinnudögum eru viðburðir og kynningar sem stúdentar geta nýtt sér í að koma sér á framfæri á atvinnumarkaði. Unnið er að því að gefa stúdentum verkfæri til að þróa sinn starfsframa og efla tengslanetið.

FJ Ö L D S K Y L D U N E F N D Fjölskyldunefnd fer með hagsmunamál fjölskyldufólks og þeirra stúdenta sem eru foreldrar við Háskóla Íslands. Nefndin berst fyrir því að sérstakt tillit sé tekið til foreldra í námi, hvað varðar námslán og fæðingarorlof sem og önnur mál sem koma að fjölskyldunni. 17


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

ásamt Icelandic Startups og nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR. Saman undirbjuggu þau Gulleggið, eina stærstu frumkvöðlakeppni á Íslandi. Í kjölfarið fóru nefndarmenn á Slush ráðstefnuna í Helsinki þar sem nefndin fundaði með fulltrúum Aalto-háskóla um nýsköpunarmenningu meðal nemenda í Finnlandi. Störf nefndarinnar miða að því að auka veg og virðingu nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi innan HÍ

Leikskólamál og aðgengi foreldra að stúdentagörðum er nefndinni hugleikið. Nefndin heldur t.d. jólaball fyrir nemendur og starfsfólk sem og fjölskylduskemmtanir. KENNSLUMÁLANEFND Náms- og kennslumálanefnd heldur utan um störf kennslunefnda fræðasviðanna fimm og starfar með þeim. Formaður náms- og kennslumálanefndar Stúdentaráðs er jafnframt fulltrúi nemenda í kennslumálanefnd háskólaráðs og gætir því að upplýsingaflæði milli kennslunefnda sviðanna og kennslunefnd háskólaráðs.

LAGABREYTINGANEFND Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða lög Stúdentaráðs og Stúdentasjóðs og leggja fram tillögur til breytinga á þeim, ef þörf þykir. Hún skal líta til þess að þau séu skýr, aðgengileg, samræmd og tryggi skilvikni í störfum ráðsins. Heimilt er að vísa lagabreytingartillögum sem aðrir meðlimir Stúdentaráðs leggja fram til umsagnar í nefndinni. Nefndin hefur ráðgjafa hlutverk til Stúdentaráðs ef þörf krefur og getur veitt álit og umsagnir að beiðni ráðsins.

FÉLAGSLÍFS– OG MENNINGARNEFND Félagslífs- og menningarnefnd SHÍ stendur fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir nemendur Háskólans. Nefndin sér um skipulagningu helstu félagsviðburða sem Stúdentaráð stendur fyrir. Má þar nefna fótboltamót SHÍ, fjölbreytt og vinsæl partí á borð við vísó í SHÍ, Októberfest-leikana, Háskólaport og Fyndnasti háskólaneminn sem er einn stærsti viðburður nefndarinnar. Þar fá HÍ-ingar tækifæri til að láta stúdenta veltast um af hlátri og sá fyndnasti fær 100.000 krónu verðlaun. Nefndin leggur mikið upp úr því að gleðja samstúdenta, með góðum móral, flippi og samheldni stúdenta HÍ. NÝSKÖPUNAR– OG FRUMKVÖÐLANEFND Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd hefur það að markmiði að stuðla að aukinni frumkvöðlastarfsemi innan veggja HÍ. Í haust var starftð keyrt í gang af krafti

18


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

HÁSKÓLARÁÐ

Háskólaráð er æðsta stjórnvald Háskóla Íslands og er rektor formaður ráðsins. Háskólaráð sér um að marka heildarstefnu í kennslu og rannsóknum ásamt því að móta skipulag skólans. Ráðið fer einnig með úrskurðarvald í málefnum skólans og stofnana sem honum tengjast og sinnir almennu eftirliti með þeim.

Í háskólaráði sitja 11 eintaklingar: rektor Háskóla Íslands, þrír fulltrúar kosnir af háskólasamfélaginu, þrír einstaklingar úr þjóðlífinu tilnefndir af háskólaráði, tveir tilnefndir af menntaog menningarmálaráðuneytinu og tveir fulltrúar stúdenta. Fulltrúar stúdenta sitja í ráðinu í tvö ár í senn og var síðast kosið vorið 2020.

FU L L T R Ú A R S T Ú D E N TA Í HÁSKÓLARÁÐI 2020–2022

FULLTRÚAR STÚDENTA Í NEFNDUM HÁSKÓLARÁÐS 1. Skipulagsnefnd: Ari Guðni Hauksson 2. Kennslumálanefnd: Rebekka Karlsdóttir 3. Gæðanefnd: Sandra Kristín Jónasdóttir 4. Vísindanefnd: Auður Magndís Auðardóttir 5. Jafnréttisnefnd: Mars M. Proppé

Isabel Alejandra Díaz Röskva

Jessý Jónsdóttir Röskva

19


K O S N I N G A R T I L S T Ú D E N TA R Á Ð S 2 0 2 1

ALDARAFMÆLI STÚDENTARÁÐS

Þann 4. desember 2020 fagnaði Stúdentaráð Háskóla Íslands 100 ára afmæli sínu og þann 11. desember 2020 var sömuleiðis öld liðin síðan stúdentar gengu first til kosninga um sín eigin heildarsamtök. Stúdentaráð er því á svipuðum aldri og sjálfur Hæstiréttur Íslands og Ríkisútvarpið. Frá upphafsárum Stúdentaráðs hefur mikið vatn runnið til sjávar og er óhætt að segja að samtökin hafi blómstrað og orðið að kröftugu hagsmunaafli sem berst fyrir stúdenta af alúð og eljusemi, jafnt innan sem utan háskólasamfélagsins. Við hófum árið á opnunarhátíð í Gamla bíói þann 31. janúar 2020 og skemmtu GDRN, DJ Vala og Bjartar sveiflur góðum gestum. Á dagskrá var að halda aðra viðburði yfir allt skólaárið en vegan samfélagsástandsins varð ekki úr þeim. Á afmælisdegi sínum hélt Stúdentaráð þó að sjálfsögðu upp á tímamótin í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands með pompi og prakt. Dagskráin var ekki af verri endanum en sjálf GDRN og Vigdís Hafliðadóttir skemmtu gestum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heiðraði okkur með því að opna hátíðina auk þess að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lokaði henni með stæl. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sendi inn myndband þar sem hún ávarpaði gesti og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sagði okkur frá sínum árum í stúdentapólitík. Forseti Stúdentaráðs nýtti tækifærið til að leggja áherslu á hlutverk Stúdentaráðs sem róttækt hagsmunaafl í þágu stúdenta. Á afmælisdaginn fögnuðum við einnig 2. tölublaði Stúdentablaðsins sem og nýrri heimasíðu og erum við gríðarlega sátt með bæði. Þá unnum við að fjögurra þátta heimildaseríu um sögu Stúdentaráðs sem var sýnd á RÚV í febrúar síðastliðnum.

20



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.