Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs 2022

Page 1

KOSNINGAR TIL STÚDENTARÁÐS OG HÁSKÓLARÁÐS

2022


ÚTGEFANDI STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIRUMSJÓN TEXTA ISABEL ALEJANDRA DÍAZ LJÓSMYNDIR KRISTINN INGVARSSON STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS HÖNNUN OG UMBROT STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS


EFNISYFIRLIT HVERNIG KÝS ÉG?

1

HVAÐ ER STÚDENTARÁÐ?

2

STÚDENTARÁÐ

2

FASTANEFNDIR

3

SVIÐSRÁÐ

4

STJÓRN

5

SKRIFSTOFA

6

HLUTVERK STÚDENTARÁÐS

7

HÁSKÓLARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS

8


HVERNIG KÝS ÉG? Milli kl 9:00 og 18:00 23. og 24. mars mun birtast blár borði á Uglu allra nemenda við Háskóla Íslands. Þar verður þér beint á kjörseðil fyrir þitt svið þar sem þú velur þá einstaklinga eða fylkingar sem þú vilt kjósa. Því næst verður þú beðin/n/ð um að staðfesta val þitt og stimpla inn lykilorðið þitt á Ugluna. Voilà, þú ert orðinn að fyrirmyndar samfélagsþegn sem hefur nýtt sér kosningaréttinn!

Dæmi fylgir hér myndrænt en dagsetning kosninga í ár er að sjálfsögðu önnur. Ef einhverjar spurningar vakna um framkvæmd kosninganna má hafa samband við kjörstjórn í gegnum kjor@hi.is.

1


HVAÐ ER STÚDENTARÁÐ? STÚDENTARÁÐ

Hlutverk Stúdentaráðs er fyrst og fremst að berjast fyrir og standa vörð um réttindi stúdenta við Háskóla Íslands. Ráðið samanstendur af 17 fulltrúum stúdenta sem eru kosnir í allsherjarkosningum á vorönn á hverju ári. Stúdentar kjósa milli framboðslista á því fræðasviði sem þau stunda nám við.

Þeir fulltrúar sem ná kjöri á sínu sviði kjósa svo sín á milli forseta sviðsráðs, sem útskýrt verður betur hér á eftir. Í Stúdentaráði er fjallað um sameiginlega hagsmunamál stúdenta, sama á hvaða sviði þeir eru.

Fulltrúar eru 3 talsins á hverju sviði, fyrir utan á Félagsvísindasviði sem vegna fjölmennis fær 5 fulltrúa.

FVS

HUGS

HVS

MVS

VoN

2


FASTANEFNDIR

Alþjóðanefnd aðstoðar erlenda nemendur við HÍ og er í miklu samstarfi við Alþjóðasvið HÍ meðal annars í tengslum við móttökudaga erlendra nema og Alþjóðadaga. Fjármála- og atvinnulífsnefnd tekur til meðferðar atvinnumál stúdenta auk tengsla þeirra við atvinnulífið, með því að t.d. halda atvinnudaga. Jafnréttisnefnd stendur vörð um jafnrétti innan HÍ og vekur athygli á því þegar pottur er brotinn í þeim málum. Umhverfisog samgöngunefnd Nefndin tekur til meðferðar mál er tengjast umhverfisog sjálfbærnismálum ásamt samgöngumálum stúdenta. Auk þess tekur nefndin afstöðu til framkvæmda- og skipulagsmála er snerta hagsmuni stúdenta. Fjölskyldunefnd fer með hagsmunamál fjölskyldufólks og berst fyrir því að tillit sé tekið til foreldra í námi, hvað varðar námslán og fæðingarorlof sem og önnur mál sem koma að fjölskyldunni.

Kennslumálanefnd tekur til meðferðar kennslumál stúdenta og á fulltrúa í kennslunefndum fræðasviðana. Forseti nefndarinnar er jafnframt fulltrúi í kennslumálanefnd háskólaráðs og gætir að upplýsingaflæði milli þessara vettvanga. Félagslífsog menningarnefnd stuðlar að bættu félagslífi innan HÍ og auknu menningarlegu hlutverki Stúdentaráðs. Nefndin leggur mikið upp úr því að gleðja samstúdenta, með skemmtilegum viðburðum á borð við Októberfest, Fyndnasta háskólaneman og Þrennu vísó. Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd hefur það að markmiði að stuðla að aukinni frumkvöðlastarfsemi innan veggja HÍ. Ásamt Icelandic Startups og nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR undirbýr hún Gulleggið, eina stærstu frumkvöðlakeppni á Íslandi. Lagabreytinganefnd endurskoðar lög Stúdentaráðs og Stúdentasjóðs og leggur fram tillögur til breytinga á þeim, ef þörf þykir. Hún skal líta til þess að þau séu skýr, aðgengileg, samræmd og tryggi skilvikni í störfum ráðsins.

3


Sviðsráð

Sviðsráðin eru aftur á móti smærri einingar þar sem sitja 5 fulltrúar á hverju sviði sem hittast reglulega og vinna að sértækum málefnum fyrir þeirra svið.

Fastanefndir FVS Alþjóðanefnd

Lagabreytinga nefnd

Félagslífs- og menningarnefnd

Kennslumála nefnd

Fjármála- og atvinnulífsnefnd

Fjölskyldu nefnd

Frumkvöðla- og nýsköpunarnefnd

HUGS

HVS Forseti

Forseti

MVS

Forseti

Sviðsráðsliðar

VoN

Forseti

Forseti

Jafnréttis nefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd

FVS

HUGS

HVS

Stúdentaráðsliðar

MVS

VoN

4


Stjórn Stúdentaráðs

Sviðsráðin eru aftur á móti smærri einingar þar sem sitja 5 fulltrúar á hverju sviði sem hittast reglulega og vinna að sértækum málefnum fyrir þeirra svið.

Fastanefndir FVS Alþjóðanefnd

Lagabreytinga nefnd

Félagslífs- og menningarnefnd

Kennslumála nefnd

Fjármála- og atvinnulífsnefnd

Fjölskyldu nefnd

Frumkvöðla- og nýsköpunarnefnd

HUGS

HVS Forseti

Forseti

MVS

Forseti

Sviðsráðsliðar

VoN

Forseti

Forseti

Jafnréttis nefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd

FVS

HUGS

HVS

Stúdentaráðsliðar Stjórn

Forseti

MVS

VoN

Varaforseti

Hagsmunafulltrúi

Lánasjóðsfulltrúi

Skrifstofa Framkvæmdastjóri

Alþjóðafulltrúi

Ritstjóri

5


Skrifstofa Stúdentaráðs

Stúdentaráð kýs starfsfólk á réttindaskrifstofu ráðsins sem fer með framkvæmdavald þess og sinnir daglegum störfum. Þar starfa fjórir kjörnir fulltrúar; forseti í fullu starfi, varaforseti, hagsmunafulltrúi og lánasjóðsfulltrúi í hlutastarfi.

Skrifstofan ræður að auki til sín framkvæmdastjóra, ritstjóra og alþjóðafulltrúa. Saman vinna þau að bættum hag stúdenta og aðstoðar jafnframt nemendur dagsdaglega við ýmis úrlausnarefni sem tengjast réttindum þeirra gagnvart háskólanum hverju sinni.

Fastanefndir FVS Alþjóðanefnd

Lagabreytinga nefnd

Félagslífs- og menningarnefnd

Kennslumála nefnd

Fjármála- og atvinnulífsnefnd

Fjölskyldu nefnd

Frumkvöðla- og nýsköpunarnefnd

HUGS

HVS Forseti

Forseti

MVS

Forseti

Sviðsráðsliðar

VoN

Forseti

Forseti

Jafnréttis nefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd

FVS

HUGS

HVS

Stúdentaráðsliðar Stjórn

Forseti

MVS

VoN

Varaforseti

Hagsmunafulltrúi

Lánasjóðsfulltrúi

Skrifstofa Framkvæmdastjóri

Alþjóðafulltrúi

Ritstjóri

6


HLUTVERK STÚDENTARÁÐS Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað 4. desember árið 1920 og hefur alla tíð barist fyrir bættum hag stúdenta. Sigrar ráðsins eru ófáir og hafa unnist með víðtæku samstarfi við hlutaðeigandi aðila.

Þá hafa geðheilbrigðismálin síðastliðin þrjú ár verið áberandi í Stúdentaráði. Í febrúar 2022 hóf fjórði sálfræðingurinn störf við skólann, en fyrir fjórum árum var aðeins einn sálfræðingur starfandi í 50% starfshlutfalli fyrir 13.000 nemendur.

Félagsstofnun stúdenta (FS) var stofnuð árið 1968 að frumkvæði Stúdentaráðs. FS tók bæði við bókasölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hefur FS tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjavörur á góðum kjörum í fjölda ára. Lánasjóðsmál hafa verið Stúdentaráði einkum hugleikin. Menntasjóður námsmanna tók við af LÍN sumarið 2020 en þar áður hafði Stúdentaráð staðið í strangri vörslu við að tryggja að hagsmunir stúdenta yrði í forgrunni í nýja kerfinu. Til að byrja með ekki gert ráð fyrir vaxtaþaki á lánin heldur áttu vextirnir að vera breytilegir sem skapaði mikla óvissu fyrir stúdenta. Með breytilegum vöxtum var enginn öryggisventill því stúdentum væri óljóst hvað þeir væru að borga mikið til baka. Stúdentaráð fór í herferð ásamt LÍS þar sem krafa stúdenta var að setja vaxtaþak í frumvarpið, sem tókst.

Kennslumálin eru auðvitað líka alltaf í brennidepli og höfum við unnið að því að gera starfið skilvirkara með því að breyta innri strúktur kennslumálanefndar Stúdentaráðs. Þannig náum við að halda betur utan um málalfokkinn. Við höldum áfram að beita okkur fyrir rafrænum lausnum í kennslu, 80% þak á gildi lokaprófa, breytt tilhögun á sjúkra- og endurtökuprófum þvert á fræðasvið, notkun prófnúmera og aukið fjarnámsframboð sem uppfylla gæðakröfur. 7


HÁSKÓLARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Háskólaráð er æðsta stjórnvald Háskóla Íslands og sér um að marka heildarstefnu í kennslu og rannsóknum ásamt því að móta skipulag skólans. Það fer einnig með úrskurðarvald í málefnum skólans og stofnana sem honum tengjast og sinnir almennu eftirliti með þeim.

Í háskólaráði sitja 11 eintaklingar: rektor Háskóla Íslands (forseti), þrír fulltrúar kosnir af háskólasamfélaginu, þrír einstaklingar úr þjóðlífinu tilnefndir af háskólaráði, tveir tilnefndir af menntaog menningarmálaráðuneytinu og tveir fulltrúar stúdenta. Kosið er til tveggja ára í senn og er aftur komið að því í ár.

8



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.