Stúdentablaðið - maí 2018

Page 26

Grein – By: Hjalti freyr Ragnarsson

MELKORKA KATRÍN/ KORKIMON Listafólki er margt til lista lagt. Þau hafa unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamanneskju yfir verk eða listamenn sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælt er með við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum; tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin 5 Melkorka Katrín eða Korkimon er ung myndlistarkona sem opnaði nýverið sína fyrstu einkasýningu, Metnaðargræðgi, í Geysi Heima og stendur hún yfir til 30. apríl. Hún útskrifaðist úr myndlistarnámi við Sarah Lawrence skólann í New York 2017. Verk hennar eru fjölbreytt, allt frá skúlptúrum yfir í verk unnin úr ljósmyndum, en bera með sér ýmis sameiginleg stíleinkenni. Oft á tíðum eru þau hrá eða ókláraður bragur yfir þeim, og aflagaðir líkamshlutar eru algengt viðfangsvefni.

26

3. 2.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Stúdentablaðið - maí 2018 by Stúdentablaðið - Issuu