Stúdentablaðið - UMHVERFIÐ, mars 2023

Page 58

3 The
Paper 98.
Student
árgangur
bhm.is Við gætum hagsmuna háskólafólks
Sérð þú hvað er best fyrir þig?

The Student Paper | 3. tölublað, 98. árgangur | Mars 2023

Ritstýra / Editor Lísa Margrét Gunnarsdóttir [hún · she/her]

Útgefandi / Publisher Stúdentaráð Háskóla Íslands

The University of Iceland’s Student Council

Ritstjórn / Editorial team

Birta Björnsdóttir Kjerúlf [hún · she/her]

Dino Ðula [hann · he/him]

Hallberg Brynjar Guðmundsson [hann · he/him]

Maicol Cipriani [hann · he/him]

Rohit Goswami [hann · he/him]

Samantha Louise Cone [hún · she/her]

Selma Mujkic [hún · she/her]

Blaðamenn / Journalists

Aixin Wen [hún · she/her]

Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her]

Catherine Magnúsdóttir [hún · she/her]

Dagmar Óladóttir [hún · she/her]

Elís Þór Traustason [hann · he/him]

Helen Seeger [hann · he/him]

Sindri Snær Jónsson [hann · he/him]

Sylvi Elise Thorstenson [hún · she/her]

Ljósmyndarar / Photographers

Anoop A Nair [hann · he/him]

Hildur Örlygsdóttir [hún · she/her]

Þýðendur / Translators

Anna Karen Hafdísardóttir [hún · she/her]

Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her]

Erna Kristín Birkisdóttir [hún · she/her]

Helgi James Price Þórarinsson [hann · he/him]

Íris Björk Ágústsdóttir [hún · she/her]

Magdalena Björnsdóttir [hún · she/her]

Prófarkalesarar / Proofreaders

Alice Mary Barbara Heeley [hún · she/her]

Amrita Goswami [hún · she/her]

Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her]

Birta Björnsdóttir Kjerúlf [hún · she/her]

Sérstakar þakkir / Special thanks

Regn Sólmundur Evu

Amber Lim

Félagsstofnun stúdenta

GAIA – Félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði

Hildur Örlygsdóttir

Kristinn Jóhannesson

Umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Dúkrista á forsíðu / Cover linocut

Regn Sólmundur Evu [hán · they/them]

Instagram: @regnevu

Myndlýsing á síðu 62 / Illustration on page 62

Amber Lim Shin [hún, hán - she/her, they/them]

Instagram: @amberlimshin

Hönnun og umbrot / Design and layout

Alexander Le Sage De Fontenay [hann · he/him]

Instagram: @alexjean.design

Leturgerðir í meginmáli / Body text typefaces

Separat (Or Type)

Bookmania (Mark Simonson)

Prentun / Printing

Litlaprent

Upplag / Circulation

600

EFNISYFIRLIT CONTENTS

Ritstjórnin

The Editorial team 2

Ávarp ritstýru

Editor's Address 3

Ávarp forseta SHÍ: Umhverfis- og loftslagsmál varða alla stúdenta

Student Council's President Address: Environmental and Climate Issues

Concern All Students 4–5

Loftslagsréttlæti

Climate Justice 7–9

Grænu Norðurlönd: Þröngsýni í umhverfishugsjónum

The Green Nordic Region: Narrow-Minded

Environmental Ideals 10–12

Mannöldin: Öld öfugstreymis

The Anthropocene: Earth's Flop Era 13–15

Hröð breytileg átt: Að sjá skóginn fyrir trjánum

The Winds of Change: Seeing the Forest And the Trees 17–20

Að snúa við (lauf)blaðinu: Baráttan um loftgæði Turning Over a New Leaf: Fighting for Air 21–24

Leiðin að loftslagshlutleysi: Græni evrópski sáttmálinn The Path Towards Climate Neutrality: The European Green Deal 25–26

Áhrif hvalveiða á umhverfið

The Environmental Impact of Whaling 27–30

Menningarlegt áhugaleysi og tregða gagnvart umhverfismálum

Cultural Apathy and Inertia Around Environmental Issues 31–32, 35

Ekki eru allar fréttir slæmar: Hjálplegir miðlar við loftslagskvíða

It's Not All Bad News: Some Helpful Resources to Combat Eco-Anxiety 33–34

Hugleiðing úr systurborg Reykjavíkur

Musings From Reykjavík's Sister Rain City 37–39

Tilraun til að elska Strætó

An Attempt to Love the Bus 40–41

Femínismi og sjálfbær þróun

Feminism and Sustainability 42–44

Lifandi umhverfi: Utanaðkomandi sjónarhorn á hið kunnuglega

Living Environment: An Outside Perspective on the Familiar 45–47

Sveitasinfónía Beethoven

Beethoven's Pastoral Symphony 48–50

Nýr kafli í sögu háskólasamfélagsins: Hótel Saga lifnar við A New Chapter for the University Society: The Rebirth of Hótel Saga 51–53

Verkefnavaka 2023

The Long Night Against Procrastination 2023 54–55

Umhverfið og unga fólkið: Viðtal við meðlimi Spretts Young Adults and the Environment: Interview with Members of Sprettur 57–60

Elvira: Sjálfbær lausn á hraðtísku

Elvira: A Sustainable Solution to Fast Fashion 61–63 Stálúlpan The Steel Coat 64–65

Ný lífsgæði: Kolefnisójöfnuður og hjöðnun hagkerfa

Defining Quality of Life: Carbon Inequality and Degrowth 66–68

Menningarhorn ritstjórnar

Editorial Culture Nook 69–70

RITSTJÓRNIN THE EDITORIAL TEAM

2
L ísa Margrét
ó t t i r H a l l bergBrynjar Guðmund s s o n
Dino Ðula B.
Maicol Cipriani Gunnarsd
Birta
Kjerúlf
Selma Mujkic
on e
Rohit Goswami Samantha LouiseC

ÁVARP RITSTÝRU

EDITOR'S ADDRESS

Yfirskrift þessa tölublaðs Stúdentablaðsins er UMHVERFIÐ. Það fyrsta sem kemur óneitanlega upp í huga okkar margra er loftslagsumræðan sem er aldrei langt undan á okkar dögum.

Sum okkar brenna fyrir umhverfis- og loftslagsmálum, önnur hafa ef til vill engan sérstakan áhuga á umhverfisvernd og grænni framtíð og eru jafnvel leið á þessu stanslausa tali um loftslagsbreytingar, vankanta einkabílsins og náttúruhamfarir víða um heim. Enn önnur forðast kannski umræðuna eins og hún leggur sig og finnst óþægilegt að ræða jafn fjölþættar og gríðarlega flóknar áskoranir sem kalla eftir stórtækum breytingum á lifnaðarháttum okkar og samfélagi. Þetta getur, eðlilega, virst yfirþyrmandi og jafnvel kvíðavaldandi. Fyrir þau ykkar sem hafa annaðhvort ekki áhuga eða finnst erfitt að horfast í augu við skrímslið sem er loftslagsváin; dúkrista Regns Sólmundar Evu á forsíðunni er tileinkuð ykkur. Yfirfullur ruslagámur sem brosir í kampinn í bjartsýnni afneitun - kannski brosir hann til þess að vega upp á móti kvíðatilfinningunni sem blossar upp þegar hann leiðir hugann að því að hann stendur í ljósum logum. Sama hvernig ykkur kann að líða gagnvart þessu tiltekna viðfangsefni, hvet ég ykkur eindregið til þess að lesa greinar og hugvekjur samnemenda ykkar - sumar varða loftslagsmál með beinum hætti á meðan aðrar eru óður til umhverfisins í víðari skilningi. Sérstaklega hvet ég ykkur þó til að lesa grein meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði (beint á eftir ávarpi forseta Stúdentaráðs) sem fjallar um loftslagsréttindi, þar sem þið munið líka finna upplýsingar um Græna Daga sem fara fram í háskólanum þann 1. - 3. mars.

—Lísa Margrét Gunnarsdóttir (hún/hennar)

Ritstýra Stúdentablaðsins 2022 – 2023

The Student Paper’s 3rd issue is dedicated to THE ENVIRONMENT. This theme undoubtedly brings our minds to the recurring issue of climate change, a major discussion in our social discourse today.

Some of us are passionate when it comes to environmental and climate-related matters, while others may not be particularly interested in the topic of a green future and nature preservation - weary, even, of this constant talk of climate change, problems related to car culture and natural disasters all over the world. Some of us may feel inclined to avoid the discussion entirely, perhaps because it’s an uncomfortable one and can feel overwhelming. For those who feel reluctant or disinterested in the topic; Regn Sólmundur Evu’s linocut on the cover is for you. An overflowing dumpster and a peacefully ignorant smile - or maybe the smile serves to counteract the anxiety linked with literally being on fire. No matter how you may feel when it comes to this particular subject, I sincerely hope you’ll take the time to read your fellow students’ think pieces and articles - some address climate-related issues directly, while others are more of an ode to the environment in a wider sense. I especially recommend the article on climate justice submitted by students in the Environmental and Resources Master’s programme, where you’ll also find more information about their annual event Green Days, happening this year from March 1st - 3rd in the University.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir Editor’s Address Ávarp ritstýru
3
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd /
     
Photo: Kristinn Magnússon

Umhverfis- og loftslagsmál varða alla stúdenta

Environmental and Climate Issues Concern All Students

að frekari aukningu þess í góðu samtali við Félagsstofnun stúdenta. Mið-vegan-dagar hafa verið fastur liður í Hámu á árinu og vegna baráttu Stúdentaráðs verður von bráðar hægt að sjá kolefnisspor máltíða með tilkomu Matarspors. Allt er þetta liður í því að stuðla að fræðslu og aukinni meðvitund í þessum efnum og er það því skref í átt að betri framtíð.

Umhverfis- og loftslagsmál varða alla stúdenta. Þau eru ekki stakur, sérhæfður málaflokkur heldur er um að ræða helstu áskoranir okkar samtíma. Þess vegna er nauðsynlegt að öll svið samfélagsins samtvinni umhverfis- og loftslagsmál í starfsemi sína og tryggi að vægi þeirra séu mikil í allri ákvarðanatöku og er Stúdentaráð þar ekki undanskilið. Stúdentaráð er með skýra stefnu í þessum málaflokkum sem við höfum unnið markvisst eftir til að stuðla að betra og umhverfisvænna háskólasamfélagi.

Í haust skoraði Stúdentaráð á Háskóla Íslands í annað skipti að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og gera aðgerðaráætlun fyrir skólann. Þannig getum við lagt áherslu á alvarleika málsins og verið leiðandi í umræðunni um loftslagsmál. Stjórnendur skólans hafa ekki enn brugðist við áskorun Stúdentaráðs og hefur með aðgerðaleysi orðið eftirbátur annarra vísindastofnana í þeirri þróun heimsumræðunnar að viðurkenna alvarleika málsins, þegar Háskóli Íslands ætti í ljósi stöðu sinnar sem rannsóknar- og vísindastofnun að vera leiðandi í loftslagsmálum.

Fyrir tilstilli Stúdentaráðs hefur úrval grænkerafæðis aukist til muna í Hámu og höfum við unnið jafnt og þétt

Bættar almenningssamgöngur eru mikilvægur hluti af loftslagsmálum og hefur Stúdentaráð þrýst á úrbætur í málaflokknum, bæði gagnvart háskólayfirvöldum sem og stjórnvöldum. Háskóli Íslands er staðsettur í hjarta Reykjavíkur og háskólasvæðið er þungamiðja stofnleiða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Það verður að vera raunhæfur valkostur fyrir stúdenta að komast á milli staða á skilvirkan hátt, bæði hratt og örugglega án óþarfa kostnaðar fyrir fólk og umhverfi. Stúdentaráð leggur áherslu á að stúdentum og starfsfólki Háskóla Íslands sé tryggt aðgengi að vistvænum samgöngukostum með innleiðingu samgöngukorta á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa. U-passinn, eða Umhverfispassi, segir til um eitt meginmarkmiða samgöngukortsins sem er að minnka mengun og bílaumferð og efla umhverfisvænni ferðamáta. Við höfum þrýst á betri aðstöðu fyrir hjólandi vegfarendur, bæði með fjölgun yfirbyggðra, aðgangsstýrðra hjólaskýla sem og bættri búningsaðstöðu fyrir þau sem kjósa að hjóla. Þá tryggði Stúdentaráð Háskóla Íslands Grænfánann á nýjan leik í haust og kom að því að skipuleggja átaksverkefnið Hjólað í háskólann í samvinnu við framkvæmda- og tæknisvið.

Mikilvægur árangur hefur náðst en það er þó enn langt í land. Stúdentaráð mun halda áfram að þrýsta á breytingar sem færir okkur nær betra og umhverfisvænna háskólasamfélagi.

—Rebekka Karlsdóttir (hún/hennar)

Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2022 – 2023

4
Student Council's President Address Ávarp forseta SHÍ Rebekka Karlsdóttir Þýðing / Translation: Björn Leó Brynjarsson · Mynd / Photo: Kristinn Magnússon

Environmental and climate issues concern all students. They are not a single, specialized group of issues, but one of the main challenges of our times. It is necessary that all areas of society integrate environmental and climate issues into their activities and decision-making. The Student Council has a clear policy on these matters and we are working towards a better and more environmentally friendly university community.

This fall, the Student Council called on the University of Iceland for the second time to declare a climate emergency and to create a plan of action for the school. That way, we can emphasize the gravity of the issue and be a leading voice in the climate debate. The management of the school has not yet responded to the Student Council's challenge, and by inaction has lagged behind other scientific institutions in recognizing the urgency of the matter, when the University of Iceland should, in light of its position as a research and scientific institution, be a leader in climate issues.

The Student Council has pushed for more vegetarian options in Háma which increased significantly as a result, and we have worked steadily to further increase it in collaboration with Félagsstofnun stúdenta. Vegan Wednesdays have been a regular feature in Háma this year, and due to the Student Council’s efforts, it will hopefully soon be possible to see the carbon footprint of meals with the introduction of “Matarspor”. All of this is part of promoting education and increased awareness in this regard. It is therefore a step towards a better future.

Improved public transport is an important part of climate issues. The Student Council has pushed for improvements in this field in a discussion with the university authorities and the government. The University of Iceland is located in the heart of Reykjavík, and the campus is central in public transport routes in the capital area. It must be a viable option for students to get between places efficiently, both quickly and safely without unnecessary costs for people and the environment. The Student Council emphasizes that the students and staff of the University of Iceland are guaranteed access to ecological transport options through the introduction of transport cards at favorable prices, just as the Student Council has already referred to as the U-pass. The main goal of The U-pass, or Umhverfipassi (environmental pass), is to reduce pollution and car traffic and promote environmentally friendly means of travel. We have pushed for better facilities for cyclists, both with an increase in covered, access-controlled bicycle shelters as well as improved changing rooms for cyclists. Last autumn the Student Council secured the Green Flag for the University of Iceland and organized the initiative Bike to the University, or Hjólað í háskólann, in cooperation with the university’sDivision of Operations and Rescourses.

In many ways we have succeeded, but we still have a long way to go. The Student Council will continue to push for changes that bring us closer to a better and more environmentally friendly university community.

5
Student Council's President Address Ávarp forseta SHÍ Rebekka Karlsdóttir
Rebekka Karlsdóttir (she/her) Student Council president 2022 – 2023

Loftslagsréttlæti

Á síðasta ári varð Pakistan fyrir barðinu á kröftugum monsúnrigningum og hamfaraflóðum. Á sumum svæðum var úrkoma 500 prósentum yfir meðaltali sem hafði gríðarleg áhrif á meira en 33 milljón manns, þar af voru 8 milljón manns enn heimilislaus í janúar 2023 1). Þetta er einungis eitt af mörgum tilfellum hamfaraveðurs sem átti sér stað um allan heim árið 2022. Rannsóknir sýna að loftslagsáhrif eru á hraðri uppleið og hafa mest áhrif á lönd í hinu hnattræna Suðri, þó að það séu einmitt löndin sem losa minnst af gróðurhúsagösum 2).

Hamfarahlýnun leggst ekki jafnt á allar þjóðir, og oft finna þau sem bera minnsta ábyrgð á hnattrænni hlýnun hvað mest fyrir áhrifum hennar. Loftslagsréttlæti (e. climate justice) er hugtak sem lýsir þeim ójöfnuði sem á sér stað hvað varðar áhrif loftslagsbreytinga umhverfis hnöttinn 3). Með öðrum orðum, ríkasta fólk heimsins, eða um 10%, bera ábyrgð á 50% losunar á gróðurhúsagösum, á meðan fátækasta fólk heimsins, um 50%, ber ábyrgð á einungis 10% losunar 4).

Frá árinu 1991 hefur mannkynið losað meiri koltvísýring út í andrúmsloftið en nokkurn tímann áður í mannkynssögunni. Losunarstuðull kolefnis, samkvæmt Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna, er hámarksmagn koltvísýrings sem mannkyn má losa til þess að eiga enn möguleika á því að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar fari yfir 1.5 °C eða 2 °C. Eins og staðan á koltvísýringslosun er í dag, munum við fara yfir hámarkið fyrir árið 2030. Bandaríkin eru landið sem losar mest, en Kína og Rússland fylgja fast á eftir. Sagan segir okkur að þessi lönd bera ábyrgð á mun meiri losun en önnur 5).

Loftslagsréttlæti snýst um félagslegan jöfnuð, mannréttindi, réttindi innfæddra, kynjajafnrétti og réttindi kynslóðanna sem á eftir okkur koma. Þróunarlönd eru að byggja upp innviði og bæta lífskjör borgara sinna, sem hefur gjarnan í för með sér aukna losun gróðurhúsagasa. En hvernig eiga þessar þjóðir að geta staðið jafnfætis þróaðri löndum þegar fáeinar, iðnvæddar þjóðir hafa nú þegar náð hámarki losunarstuðuls kolvetnis á heimsvísu?

Loftslagsréttlætishreyfingin gengur út á viðurkenningu auðugra landa á þeirri sögulegu ábyrgð sem þau sannarlega bera á kolefnislosun í ljósi þess að þau hafa nú þegar losað langtum meira en getur talist sanngjarnt 6). Eitt af úrræðunum til þess að stemma stigu við þessum ójöfnuði er nýr bótasjóður, en honum var komið á fót á COP27 (Loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Egyptalandi árið 2022). Markmið sjóðsins er að veita þeim þjóðum sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga fjárhagslegan stuðning 7). Hins vegar á enn eftir að ræða í smáatriðum hvernig sjóðurinn kemur til með að virka, hvaða þjóðir munu njóta góðs af honum og hvernig útvega skuli fjármagn.

Ef við lítum til aðstæðna nær okkur er ljóst að hlýnun á norðurslóðum hefur ágerst þrisvar sinnum hraðar en annars staðar í heiminum á síðustu 49 árum. Landslagið breytist sífellt hraðar og aðstæður innfæddra einkennast af ofsaveðri og bráðnandi hafís 8). Af öllum íbúum á norðurslóðum eru innfæddir um 10% og yfir 40 þjóðernishópar. Innfæddir hafa dregið upp lífið á norðurslóðum í þúsundir ára og búa yfir fjölbreyttum menningarlegum bakgrunni, tungumálum og rótgrónu lífsviðurværi 9). Innfæddir lifa oft í samhljómi við náttúruna og bera djúpstæða virðingu fyrir henni, og því hafa breytingar á veðurmynstri og árstíðum skaðleg áhrif á uppskeru, efnahag, samfélag og lýðheilsu þeirra 10).

Loftslagskrísan er allt í kringum okkur. Hún er nú þegar áþreifanleg. Þrátt fyrir að hafa öll átt mismikinn þátt í krísunni sem blasir nú við okkur, eigum við eitt sameiginlegt: Getuna til þess að bregðast við með umhverfið að leiðarljósi. Héðan í frá. Hvort sem viðbrögð okkar felast í breytum lifnaðarháttum, til dæmis með því að neyta minna, breyta mataræði okkar og keyra minna, eða þá að taka ákvörðun um að verða virkari meðlimir samfélagsins og fræða aðra, eigum við okkur sameiginlegt markmið: Að lifa og dafna, og sjá til þess að allt fólk á jörðinni eigi kost á því sama.

7
Þýðing
Translation: Lísa
/
Margrét Gunnarsdóttir
GAIA - Félag meistaranema í umhverfisog auðlindafræði við Háskóla Íslands

GAIA – The Student Organization for the Environment and Natural Resources Master's Program

Climate Justice

Grænir Dagar árið 2023 í Háskóla Íslands eru að hefjast!

Grænir Dagar eru haldnir á ári hverju í Háskóla Íslands, með það að markmiði að vekja athygli á loftslagstengdum áskorunum og fræða stúdenta og almenning. Í ár verður lögð sérstök áhersla á sjálfbærar samgöngur. Dagarnir eru haldnir af Gaiu, félagi meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands. Grænir Dagar árið 2023 munu eiga sér stað þann 1. - 3. mars í Háskóla Íslands. Ýmsir innlendir og erlendir ræðuflytjendur munu bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur, fyrirlestra og kynningar sem veita innsýn og kynna lausnir á helstu áskorunum heimsins í loftslagsmálum. Meðal viðburða verður málþing samgönguverkfræðinga, loftmengun á Íslandi verður rædd, Strætó mun halda kynningu, hægt verður að fræðast um heimskautaleiðangra og margt fleira.

Meðfylgjandi QR-kóði (á næstu síðu) mun leiða þig beint að Facebook-viðburðinum, þar sem Gaia mun birta upplýsingar um allt sem tengist Grænum Dögum!

greenhouse gas emissions 2)

The climate crisis does not hit every nation equally, and those least responsible for the warming of our planet often suffer the most significant impact. Climate justice is a term that acknowledges the injustice regarding the effects of climate change around the globe 3) . In other words, the world’s richest 10% are responsible for 50% of greenhouse gas emissions, while the poorest 50% are only responsible for 10% 4)

Since 1991, humans have emitted more CO2 into the atmosphere than in the rest of human history. The carbon budget, according to the IPCC (the Intergovernmental Panel on Climate Change), is the maximum amount of CO2 that humanity can emit while still having a chance to limit global warming to 1.5 °C or 2 °C. At the current rate of emissions, we will exceed the carbon budget before 2030. The largest emitter on the list is the United States, followed by China and Russia. These countries are historically responsible for vastly more emissions than others 5)

Last year, Pakistan was hit by extreme monsoon rain. Some districts received 500 percent more rainfall than average, affecting more than 33 million people with 8 million still homeless by January 2023 1) . That was only one of many extreme weather events that happened around the globe in 2022. Science shows that the impacts of climate change accelerate, and that countries in the global south are particularly vulnerable while often contributing the least to global

Climate justice is about social justice, human rights, Indigenous rights, gender equality, and future generations’ rights. Developing countries are in the process of building up infrastructures and better living conditions for their citizens, which often results in higher emissions of greenhouse gases. But how can those nations gain equal wealth as developed countries while a few industrialized nations have already used up the carbon budget for the whole of humanity?

The Climate Justice movement asks rich countries to recognize their historical responsibility for emissions, as they have used more than their fair share 6) . One step toward this goal is a new loss & damage fund established during COP27 (the Conference of the

1) NASA Earth Observatory. (2022, August 30). Devastating Floods in Pakistan.

2) United Nations. (2019). Climate Justice.

3) Yale Climate Connections. (2020, October 23). What is 'Climate Justice'?

4) Oxfam International. (2015, December 2). World’s Richest 10% Produce Half of Carbon Emissions While Poorest 3.5 Billion Account for Just a Tenth.

5) Thunberg, G. (2022). The Climate Book.

6) Staff, C. B. (2022, March 16). In-depth Q&A: What is ‘Climate Justice’? Carbon Brief.

8
///

Parties by the UNFCCC in Egypt, 2022). The fund aims to offer financial support to those nations hit the hardest by the effects of climate change 7) . However, details about how the fund will work, which nations will benefit from it, and how funding will be provided has yet to be discussed.

A look closer to home reveals that the Arctic has warmed three times faster than the rest of the world in the past 49 years. The rapidly changing landscape and conditions for Indigenous peoples are marked by extreme weather events and melting sea ice 8) . Indigenous peoples make up an estimated 10% of the total population in the Arctic region, with over 40 ethnic groups. Indigenous peoples have inhabited the Arctic for thousands of years with various cultural backgrounds, languages, and traditional livelihoods 9) . Many Indigenous people live in strong connection and respect for nature, and thus, changes in natural patterns and seasons disrupt harvest activities and impact the economy, society, and health of their communities 10)

The climate crisis is all around us. It is already here. And while each of us have contributed different shares to fuel the crisis, we have one thing in common: Our ability to act with the environment in mind. From now on. Whether it means adjusting our lifestyle decisions such as consuming less, changing our diets, and driving less, or becoming active in our community and educating others, our common goal stays the same: To survive and thrive, and give each and every person on the planet the same right.

The Green

Days

2023

at the Uni. of Iceland are coming up!

The Green Days are hosted annually at the University of Iceland with the goal of highlighting and informing students as well as the public about various environmental issues. This year’s theme is Sustainable Transportation. It is hosted by Gaia, the Student Organization for the Environment and Natural Resources Master's Program in collaboration with the Student Council. The Green Days 2023 will take place from March 1st to 3rd at the University. Various local and international guest speakers will offer a wide range of workshops, lectures, and presentations with insights and solutions to the world’s most pressing challenges. Events include a panel of transportation engineers, air pollution in Iceland, a presentation from Strætó, an introduction to arctic expeditions, and many more.

The QR code will lead you directly to the Facebook event, where Gaia will post updates on everything that is happening!

7) UNFCCC. (2022, November 20). COP27 Reaches Breakthrough Agreement on New “Loss and Damage” Fund for Vulnerable Countries. UNFCCC.

8) Arctic Monitoring and Assessment Programme (AMAP). (2021). Arctic Climate Change Update 2021: Key Trends and Impacts.

9) Arctic Center. The University of Lapland. (n.d.). Arctic Indigenous Peoples. Arctic Centre at the University of Lapland.

10) Arctic Monitoring and Assessment Programme (AMAP). (2021). Arctic Climate Change Update 2021: Key Trends and Impacts.

9
Loftslagsréttlæti Climate Justice

Grænu Norðurlöndin

Þröngsýni í umhverfishugsjónum

Við lítum gjarnan á minni útblástur sem merki um árangur í baráttunni gegn hnattrænni hamfarahlýnun. Árið 2015 urðu til 6,22 tonn af koltvísýringi fyrir hvern íbúa Íslands á íslenskri grundu - árið 2021 var sú tala komin niður í 4,23 tonn á íbúa. Hér munar tveimur tonnum eða einum þriðjungi, sem er gríðarlegt afrek hvernig sem á það er litið. Það er enn langt frá markmiði Parísarsáttmálans, en til að koma í veg fyrir loftslagshamfarir er talið að einungis megi framleiða 2,3 tonn á hvern íbúa jarðar á ári. Hér vantar því yfir 40% upp á en allt lítur til betri vegar, ekki satt? Af þessu að dæma ætti Ísland að teljast til fyrirmyndarríkja í baráttunni gegn hamfarahlýnun, samfélag sem þrífst og dafnar innan þolmarka jarðarinnar. Skínandi vonarstjarna sem vísar öðrum löndum veginn. Eða hvað?

Þó mælingin sé rétt er aðferðin samt skökk. Rammskökk. Hún tekur mið af útblæstri á Íslandi og er bundin við ákveðnar athafnir innan ákveðins rýmis. Hér er hvorki tekið tillit til neyslu né útblástursins sem er afleiðing hennar.

Þessi tala inniheldur ekki fartölvurnar, sjónvörpin, símana, bílvélarnar, flest fötin okkar eða jafnvel matinn okkar. Útblásturinn er mældur þar sem varan er framleidd og tekur ekki endilega tillit til umbúða eða flutninga, þar sem framleiðslukeðjur heimsins eru orðnar mjög flóknar og teygjast þvers og kruss milli landa, frá upprunalandi hráefnis, til framleiðslu og lokum til endastöðva þeirra þar sem sjálf neyslan á sér stað. Kolefnisspor Íslendinga er mikið stærra en einungis sá koltvísýringur sem við

losum innan landamæra okkar. Við gerum okkur mörg grein fyrir þessu að einhverju leyti, en hversu mikið misræmi er þarna á milli?

Nágrannaland okkar, Svíþjóð, gæti veitt einhverja innsýn í málið. Svíþjóð hefur lagt mikla vinnu í að draga úr útblæstri í iðnaði, fjárfesta í grænni orku og byggja sjálfbærari borgarsamfélög, ekki ósvipað Íslandi. Anna Hult og Ståle Holgersen hafa skrifað um skekkjuna í útblástursmælingum, og Hult hefur rannsakað fyrirbærið í um áratug og safnað betri gögnum en til eru um Ísland eins og staðan er í dag.

Þetta graf 1) tekur saman heildarmagn gróðurhúsalosunar Svíþjóðar og varpar ljósi á misræmið sem er til staðar eftir því hvernig er mælt. Áætluð erlend losun er mun meiri en innlend losun, en grafið tekur með í reikninginn losun þegar Svíar eru sjálfir erlendis ásamt kolefnisspori neyslu þeirra, óháð uppruna. Árið 2019 var framleiðslumiðuð losun 53.000 milljón, en um 89.000 milljón tonn ef neysla var tekin með í reikninginn. Ef við deilum þessari tölu með fjölda íbúa í Svíþjóð, 10.267.000 manns, eru þetta u.þ.b. 5.1 tonn ef miðað er einungis við landlæga losun, en talan hækkar upp í heil 8.6 tonn ef neysla er tekin með í reikninginn.

Það dregur því upp skakka mynd af vandanum að miða einungis við landlæga losun, og firrir Svía ábyrgð (það sama gildir um Ísland og fleiri lönd). Það gefur í skyn að áframhaldandi neysla sé góð og í lagi, að neyslan sé ekki

Elís Þór Traustason Þýðing / Translation: Íris Björk Ágústsdóttir · Graph: Naturvårdsverket
0 20 40 60 80 100 120 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Milljón tonn jafngildi koltvís ý rings Ár
Landlæg losun Framleið slumið uð losun Neyslumið u ð losun Landlæg losun Framleiðslumiðuð losun Neyslumiðuð losun
Heildarkolefnislosun Svíþjóðar

The Green Nordics

Narrow-Mindedness in Environmental Ideals

vandamálið, við þurfum bara að skipta bensínbílnum út fyrir rafmagn. Þá erum við góð! Á þennan hátt er litið framhjá því að bíllinn sjálfur, ásamt allri annarri neyslu, sé nær rót vandans. Þessi óheiðarlega framsetning, meðvituð eða ekki, fellur undir rökvillu sem hefur verið nefnd rýmisbundin þröngsýni (e. spatial myopia).

Mörg lönd hafa dregið úr mengandi iðnaði innan sinna landamæra en eru samt háð framleiðslu í öðrum löndum. Það er óheiðarlegt að benda á önnur lönd sem menga meira en Ísland þegar það erum við sem njótum góðs af losuninni í þeim löndum, ekki íbúarnir sjálfir. Þessi mengun einfaldlega færðist um set, frá Vesturlöndum til annarra og oft efnaminni landa. Kína losar mest allra landa í heiminum þegar kemur að heildarlosun, og að sjálfsögðu er mikil þörf á breytingu innan þess lands. Hins vegar fer stór hluti þessarar framleiðslu til neyslu Vesturlandabúa og Íslendinga og við erum samsek þessari losun - meir en við viljum viðurkenna. Og þá eru ómeðtalin hráefni, landsvæði, lífríki og auðlindir frá þessum löndum sem nýtast okkur, en ekki íbúum þess.

Hult og Holgersen vilja meina að þessi rýmisbundna þröngsýni sé dæmi um valkvæða þröngsýni (e. selective view) í þeim tilfellum þar sem stjórnmálafólk og stofnanir markaðssetja líferni Norðurlanda sem sjálfbæran og grænan möguleika fyrir sig og aðrar þjóðir. Svo lengi sem Norðurlönd neyta meira en gengur og gerist á heimsvísu geta þau seint talist sjálfbær. Þessi framtíðarsýn lofar lífi þar sem við þurfum ekki að fórna neysluháttum okkar til þess að vera álitin „græn“ í augum okkar sjálfra og annarra.

Við verðum að muna að við Íslendingar neytum meir en er sjálfbært. Rýmisbundin þröngsýni er því mikilvægt tól til að skilja stefnumál og hvort þau breyti nokkru í baráttunni við loftslagsvána. Orkuskipti núverandi ríkisstjórnar eru nauðsynleg, og sannarlega skref í rétta átt. En þau eru ekki nema einn þráður í stærri og flóknari vef, og Ísland getur gert enn betur með breyttu og umfangsminna neyslumynstri. Ég get ekki lofað því að þessar breytingar verði þægilegar, auðveldar eða krefjist lítillar vinnu. En við höfum ekki efni á öðru, losunargeta okkar og auðlindir eru takmarkaðar. Við verðum að læra og vera meðvituð um stöðu okkar, skyldu okkar gagnvart mannfólkinu öllu og lífríkinu sem við erum hluti af og er órjúfanlegur hluti af okkur.

We like to view reduced emissions as a sign of progress in the fight against climate change. In the year 2015 Icelandic emissions were 6.22 tons per citizen - in the year 2021 that number was down to 4.23. That’s a difference of two tons or one-third, which is an enormous achievement no matter how one looks at it. Still, it’s a long way from reaching the goal established by the Paris Agreement - in order to prevent climate disasters it is estimated that each citizen should not go above 2.3 tons per year. That means we’re still over 40% short, but it looks promising, doesn’t it? With this in mind, Iceland could be considered a model country in the fight against global warming, a society which thrives and prospers within the limits of Earth’s endurance. A shining beacon of hope which guides other countries to the right path. Or is it?

Although the measurement is accurate, the method itself is flawed. Very flawed. It takes into account emissions in Iceland and, as such, is limited to certain activities within a certain space. This does not take consumption into account, nor its resulting emissions.

This number does not include our laptops, televisions, phones, car engines, most of our clothes, or even our food. Emissions are measured where the product is produced without necessarily taking into account packaging or transport, as the world’s production chains have become very complex and stretch across countries, from the raw materials’ country of origin, on to production and the final destination where the products are consumed. Icelanders’ carbon footprint is much bigger than simply the carbon dioxide we emit ourselves. Most of us are aware of this to some extent, but how much of a discrepancy is there?

Our neighboring country, Sweden, may provide some insight into the matter. Sweden has made a lot of effort regarding industrial emission, investment in green energy and more sustainable urban communities, not unlike Iceland. Anna Hult and Ståle Holgersen have written about this bias, and Hult has been researching this phenomenon for a decade and has better data regarding Sweden than currently exists on Icelandic emissions.

11
Elís Þór Traustason

This chart 1) includes Sweden’s total greenhouse gas emissions and sheds light on the inconsistency in numbers, depending on the measurement. Estimated foreign emissions are much higher than domestic emissions, as the chart takes into account emissions when Swedes themselves are abroad as well as the carbon footprint of their consumption regardless of origin. In 2019, production-based emissions were 53.000 million tons according to production-based measurements, but about 89.000 million tons when consumption was considered as well. If we divide this figure by the number of inhabitants in Sweden, 10.267.000 people, this is approximately 5.1 tons considering production only, but a whopping 8.6 tons when consumption is taken into account.

This results in a distorted picture of the problem and frees Sweden from responsibility (the same goes for Iceland and other countries). It suggests that the current rate of consumption is good and fine, that consumption is not the problem, we just need to replace fossil fuel run cars with electric ones. Then we are good! It overlooks the fact that cars, along with all other consumption, are closer to the root of the problem. This dishonest representation, whether conscious or not, falls under a fallacy often called spatial myopia.

Many countries have reduced polluting industries within their borders but are still dependent on production in other countries. It is dishonest to point to other countries that pollute more than Iceland when we are the ones who benefit from the emissions in those countries, not the residents themselves. The pollution is simply shifted from the West to other and often less wealthy countries. China emits the most of any country in the world regarding total emissions,

and of course, there is much need for change within that country. However, a large part of this production goes towards the consumption of Westerners and Icelanders and we are complicit - more than we want to admit. And that does not include raw materials, territories, ecosystems, and resources from these countries which benefit us, but not their inhabitants.

Hult and Holgersen would argue that this spatial myopia is an example of politicians’ and institutions’ selective view when marketing the way of life in Nordic countries as a sustainable and green possibility for themselves and other nations. While the Nordic region consumes more than what is considered standard on a global scale, it can hardly be considered sustainable. This vision of the future promises a life where we do not need to change our consumption habits in order to be seen as “green” by ourselves and others.

We must remember that we Icelanders consume more than is sustainable. Spatial myopia is therefore an important tool for understanding policies and whether they will make an actual difference in the fight against climate change. The current government’s energy transition is necessary, and definitely a step in the right direction. However, it’s only one thread in a larger and more complex tapestry, and Iceland can do even more by changing and reducing consumer habits. I can’t promise that these changes will be comfortable, easy, or achievable without hard work. But we can’t afford anything else, our carbon emission capacity and resources are limited. We must facilitate change and be aware of our position, our duty towards all mankind and the biosphere of which we are a part of and which is an integral part of us.

Carbon Emission in Sweden

1) Naturvårdsverket. (2021). Tre sätt att beräkna klimatpåverkande utsläpp.
The Green Nordics Grænu Norðurlöndin 0 20 40 60 80 100 120 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Milljón tonn jafngildi koltvís ý rings Ár Heildarkolefnislosun Svíþjóðar Landlæg losun Framleið slumið uð losun Neyslumið u ð losun
Million Tonnes of Carbon Dioxide Equivalent Year Territorial Emissions Production-Based Emissions Consumption-Based Emissions
Total

Mannöldin: Öld öfugstreymis

Við mannfólkið eigum það til að eyða tíma okkar í að deila um alls konar ómerkilega hluti. Er Taylor Swift ofmetin? Á Ana de Armas skilið að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir (slaka) frammistöðu sína sem Marilyn Monroe? Á að slaufa 14 ára unglingi sem sagði eitthvað umdeilt á TikTok? Sum okkar eyða meira að segja tíma og orku í rökræður um hvort jörðin sé flöt eða kringlótt, eða hvort það sé að kvikna í henni eins og hún leggur sig, beint fyrir framan okkur. Það er til aragrúi af sögulegum heimildum sem greina frá því hvernig mannkynið færðist smám saman fjær heiðni og náttúrudýrkun, og í dag finnum við sífellt meira fyrir því hvernig karma nær á endanum í skottið á okkur. Sama hvaða sönnunargögn eru kynnt gegn eða í þágu loftslagsvárinnar sem stendur núna yfir, þá er ein staðreynd sem er orðin óumflýjanleg: Jörðin er að brenna - og við getum ekki látið eins og það sé ekki satt lengur.

Græn hugmyndafræði og hnattrænt réttlæti

Loftslagskrísa jarðarinnar er gríðarlega mikið hitamál í dag (eins og við vitum flest), en öll þau samfélagstengdu vandamál sem hún skapar vega þyngra en mörg okkar gera sér grein fyrir. Á 8. áratugnum spratt fram umhverfismiðað sjónarhorn innan sviðs alþjóðasamskipta, svokölluð græn hugmyndafræði (e. Green theory), en h ún gengur út á að gagnrýna stefnur eins og nýfrjálshyggju og nýrealisma og vekja athygli á því hvernig hugmyndafræði þeirra nær ekki utan um aðkallandi vandamál loftslagsvárinnar. Græn hugmyndafræði hefur að gera með samband mannkyns við jörðina og aðrar verur sem á henni búa, og ögra einnig vestrænum nýfrjálshyggjutengdum viðmiðum hvað varðar auðlindir og neyslu, og áhrifin sem hvorutveggja hafa á loftslagið 1).

Það eru margar áhugaverðar pælingar til staðar innan grænnar hugmyndafræði, en ein þeirra heldur því fram að kúgun kvenna og eyðilegging loftslagsins haldist í hendur. Vistfemínistar (e. ecofeminists) er hópur fólks sem trúir því að tilkoma feðraveldisins hafi verið upphafspunktur loftslagsvárinnar sem knýr nú að dyrum sem aldrei fyrr. Ef við lítum til sögunnar og skoðum vísbendingar um forsöguleg samfélög, bendir margt til þess að mannkynið hafi einu sinni búið í mæðraveldissamfélögum og tilbeðið gyðjur í stað karlkyns guða 2). Samfélög sem litu á jörðina sem gyðju og móður, og tilbáðu hana sem slíka - þar sem konur voru heilarar, leiðtogar og mikils metnir meðlimir samfélagsins. Myrkar miðaldir og útbreiðsla trúarbragða eins og kristinnar trúar festu hins vegar kynhlutverk í sessi, og kerfisbundin eyðing gyðjunnar hélst í hendur

við uppgang hins vestræna feðraveldis 3). Eftir því sem hið karllæga, vestræna samfélag dafnaði urðu miklar framfarir á sviðum tækni, stríðsreksturs og iðnvæðingar, en þessar framfarir voru byrjunin á afleiðingunum sem við lifum við í dag - eyðileggingu jarðarinnar. Gyðjur gamla heimsins og sagan sem þeim fylgdi urðu að víkja fyrir guðunum sem tóku við hlutverki þeirra. Konur sem höfðu þekkingu á lækningamætti náttúrunnar og mannslíkamanum voru úthrópaðar sem nornir í kjölfarið.

Önnur pólitísk hugmyndafræði sem varðar vistfemínisma einblínir á umhverfistengdan rasisma, sem gerir grein fyrir því hvernig stóriðja og úrgangslosun Bandaríkjanna á sér gjarnan stað í fátækari hverfum þar sem meirihluti íbúa er svartur. Þetta er eins og bergmál frá dögum aðskilnaðarstefnunnar þar sem svartir Bandaríkjamenn máttu einungis eignast húsnæði á vissum svæðum, sem gerði rasískum kapítalistum kleift að ákveða hvaða hópar innan þjóðfélagsins skiptu nógu litlu máli til þess að virða lýðheilsu þeirra að vettugi.

Þessar kenningar lýsa stöðunni sem mannfólk hefur komið sjálfu sér í. Hins vegar verður einnig að taka til greina dýralíf sem hefur einnig orðið fyrir gríðarlegum skaða af hálfu hugsunarlausra aðgerða mannkynsins. Í dag eiga sér stað fimmfalt fleiri náttúruhamfarir samanborið við síðastliðin 50 ár vegna loftslagsbreytinga sem ágerast æ hraðar og valda gríðarlegum skaða 4). Samkvæmt alþjóðlegum sjóði fyrir dýravelferð (e. International Fund for Animal Welfare) hefur hækkandi hitastig leitt til þess að vatnsból og gróður hefur þornað upp, sem þýðir að villt dýr eru neydd til þess að leita í sífellu að lífvænlegu búsvæði - en mörg þessara dýra deyja í kjölfar þessara breytinga á umhverfi sínu 5).

Fyrir mörg okkar eru þessi sönnunargögn varðandi tilvist loftslagsvárinnar engar fréttir; mannkynið hefur valdið loftslagi jarðarinnar gríðarlegum skaða og mun gera það áfram ef við höldum áfram að horfa í hina áttina.

Mikilvægi þess að bera virðingu fyrir jörðinni

Græn stjórnmál eru hugmyndafræði sem miðar að því að byggja upp sjálfbær og umhverfisvæn samfélög. Til þess að þetta geti orðið að veruleika verða stjórnvöld um allan heim að einsetja sér það að koma á fót umhverfissiðfræðireglum út frá grænni hugmyndafræði sem geta stuðlað að raunverulegum breytingum og tryggt að vistkerfi jarðarinnar lifi hreinlega af. Nú þegar konur og aðrir minnihlutahópar eru að komast í stjórnunarstöður

Þýðing / Translation: Sindri Snær Jónsson og Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd /

Vienna Museum of Natural History

Sindri Snær Jónsson
13
Photo:

The Anthropocene: Earth’s F lop Era

í fleiri löndum, sjáum við strax meiri samkennd hvað varðar samfélagslegar áskoranir - og eins og ég tók fram að ofan, er orðið óhjákvæmilegt að nefna loftslagsmál. Á hverju ári lesum við um yfirdráttardag jarðar (e. Earth Overshoot Day), hina árlegu dagsetningu þar sem mannkyn fer yfir hámark þeirra náttúrulegu auðlinda sem jörðin endurnýjar yfir allt árið, og sjáum hvernig sá dagur rennur upp fyrr og fyrr á hverju ári. Almenningi er sagt að endurvinna plastruslið sitt, nota papparör og keyra dýra rafbíla því loftslagsbreytingar velti á okkur. Samt eru stærstu mengunarvaldarnir stórfyrirtæki, sem fá alls ekki nægilega gagnrýni fyrir ábyrgðina sem þau sannarlega bera. Hversu langt ætlum við að ganga áður en jörðin getur ekki meir?

Eitt svar við orðræðunni sem við sjáum gjarnan á netinu væri að hvetja aðra til þess að enduruppgötva þá virðingu sem við bárum einu sinni fyrir Jörðinni, virðinguna sem einu sinni var miðpunktur trúarbragðanna okkar. Við ættum að spyrja okkur sjálf: „Er ég tilbúið að axla ábyrgð á gjörðum mínum?“ áður en við færum út kvíar stórfyrirtækja okkar til annarra landa, til dæmis. Við ættum að velta fyrir okkur þeim breytingum sem áttu sér stað í náttúrunni eftir að flestar þjóðir lokuðu landamærum sínum snemma árið 2020. Við ættum að taka heilsu annarra með í reikninginn áður en við byggjum kísilver við hliðina á litlum sjávarþorpum og losa okkur markvisst við kynþátta- og kvenfordóma okkar þegar við tökum slíkar ákvarðanir. Og þó að það gæti virst lítilfjörlegt, ættum við að flokka plastruslið okkar og nota ömurleg papparör - eða í það minnsta flokka plaströrin okkar. Því hvað í andskotanum ætlum við að gera þegar það er um seinan?

right in front of our eyes. We have a wealth of historical evidence which demonstrates how humans ventured away from nature-worship in prehistoric times and now we see that Karma really is a… witch. No matter what evidence is presented for or against the prevalence of the presiding climate crisis, there is one fact that remains: The earth is on fire - and we cannot pretend like it isn’t anymore.

Green Theory and Global Justice

The Earth's climate crisis is a highly polarizing political issue today (as most of us are aware of), but the socio-political issues surrounding it run much deeper than many may realize. In the 70s, a green perspective emerged within the field of International Relations, Green theory, which challenged mainstream theories like neoliberalism and neorealism and how these theories fall short of grasping the urgency of environmental problems. Green theory examines humans' relationship to the Earth and other animals and criticizes the (primarily Western) neoliberal relationship to resources and consumption as well as its effects on the climate 1) .

There are so many menial things that we humans have the time to disagree about. Is Taylor Swift overhyped? Does Ana de Armas deserve to be nominated in the Best Actress category at The Academy Awards for her (poor) portrayal of Marilyn Monroe in Blonde? Should a 14-year-old on TikTok be cancelled? Some spend their time and energy debating whether the world is flat or round, or even whether it’s burning to the ground

There are many interesting ideas to be found within Green theory, one of which claims that the oppression of women and the destruction of the climate go hand-inhand. Ecofeminists are a group of people who believe that the rise of the patriarchy worldwide marks the starting point of the climate crisis we now face. If we look to history and the clues we possess regarding prehistoric societies, sources suggest that humans once lived in matriarchal societies and worshipped female goddesses in place of gods 2) . Many such communities viewed the earth as a goddess and mother, and praised nature as such - where women were healers, leaders, and valuable members of their communities. The Dark Ages and the expansion of organized religion such as Christianity, however, established firm gender roles, and the systematic erasure of the goddess went hand in hand with the rise of the Western patriarchy 3) . As the male-dominated Western society grew over the ages, so did technology and methods of warfare and

1) Eckersley, Robyn. (2007). Green Theory. Í Dunne, Tim; Kurki, Milja; Smith, Steve (ritstj.), International Relations Theory (bls. 247–265). Oxford.

2) Kennett DJ, Plog S, George RJ, Culleton BJ, Watson AS, Skoglund P, Rohland N, Mallick S, Stewardson K, Kistler L, LeBlanc SA, Whiteley PM, Reich D, Perry GH. (2017). Archaeogenomic Evidence Reveals Prehistoric Matrilineal Dynasty.

3) Jeanne de Montbaston. (2017). Pillars of Salt: Divorce and the Systematic Erasure of Women’s Voices.

///
14 

industry, leaving scorched earth in its wake which set the stage for the consequences we face today - the destruction of our planet. The goddesses of the old world and the history that inspired them were forgotten, while the space they left behind was assumed by the succeeding male gods. Women who had knowledge of the healing properties of nature for the human body were subsequently branded as witches.

Another political ideology related to ecofeminism focuses on environmental racism, which is a term used to describe how in the United States, industry and waste management centers are frequently built in low-income neighborhoods with a majority black population. This echoes the days of segregation in the country, when black Americans were only allowed to buy houses in certain areas, thus making it easy for racist corporate CEOs to decide which group of the overall population mattered little enough to forsake health concerns.

These theories describe the positions we as humans have put ourselves in. However, wildlife has been dramatically affected by humans’ careless actions as well. Today, the Earth suffers five times as many natural disasters as in the previous 50 years due to the rapidly changing climate 4) , causing irrevocable damage. According to the International Fund for Animal Welfare, increasing temperatures have led to water sources and vegetation drying up, which means that wild animals are forced to continually search for sufficient habitats - but sadly, many animals also die due to this change in conditions 5)

Now, to many of us, these pieces of evidence regarding the presence of climate change are yet another indication of what we already know: Mankind has caused massive damage to the Earth's climate and will continue to do so if we choose to stay ignorant.

The Urgency of Respecting our Earth

Green politics is a political ideology which aims to build a more sustainable and eco-friendly society. In order to succeed, governments all over the globe will need to instill a code of climate ethics which encompass the values of Green theory and have the capacity to facilitate actual change to ensure the very survival of the whole natural ecosystem of the planet. Now that more women and other marginalized groups are in positions of power in many countries, we are already seeing more compassion for social issues - and as I’ve stated above, discussions on climate change are inescapable in this day and age. Every year, we read about Earth Overshoot Day, the date when humanity has used up all the biological resources that Earth regenerates during the entire year, watching with increasing dismay as it falls earlier and earlier each year. The public is told to recycle its plastic waste, use crappy paper straws and drive expensive cars which run on electricity because the climate is allegedly “in our hands”. Yet, the actual mass polluters, such as mega-corporations, barely catch any heat for their part. How far can humans push the Earth until it reaches its limit?

A solution to the discourse we so often see online is to encourage others to rediscover the respect for the Earth which was once at the forefront of our beliefs. We should ask ourselves: “Am I ready to accept responsibility for my actions?” before we branch our corporations out to other countries, for instance. We should take some time to think about the changes which started happening to the environment right after most countries shut down in early 2020. We should consider people's health before building silicone factories next to small fishing towns and put our racist and misogynist biases aside when making those sorts of decisions. And, even though these are very, very small feats, we should recycle our plastic and use crappy paper straws - or at least recycle our plastic ones. Because what the hell are we gonna do when it’s too late?

4) Daniel Pavlinovic. (2021, 1. september). Climate and weather related disasters surge five-fold over 50 years. UN News.

5) International Fund for Animal Welfare. (2022, 28. febrúar). The Impact of Climate Change on Our Planet’s Animals.

Sindri Snær Jónsson
15
The Anthropocene: Earth’s Flop Era
Mannöldin: Öld öfugstreymis

FRÍTT STUÐ FYRIR STÚDENTA!

Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

Við gefum stúdentum frítt rafmagn í heilan mánuð! Þegar þeim mánuði lýkur færðu 10% afslátt af raforkuverði hjá Orkusölunni.

Komdu í stuðið á orkusalan.is/student

Hröð breytileg átt: Að sjá skóginn fyrir trjánum

Hröð breytileg átt: Að sjá skóginn fyrir trjánum

The Winds of Change: Seeing the Forest and the Trees

The Winds of Change: Seeing the Forest and the Trees

„Klukkuna vantar 90 sekúndur í miðnætti.“

Snemma árið 2023 þokuðust vísar Dómsdagsklukkunnar enn nær miðnætti, sem þýðir að stórslys á heimsvísu stendur nær okkur en nokkru sinni fyrr. Þessar fréttir berast á sama tíma og stríð geisar í Úkraínu og eru lifandi dæmi um það hvernig aðgerðir fáeinna manna geta haft stórtækar afleiðingar fyrir heiminn í kringum þá. Það eru hins vegar fleiri þættir en stríðið sem komu okkur hingað.

Áhrif mannkyns á umhverfið eru ekki bara óumdeilanleg, þau eru auðséð og því engin þörf á því að ímynda sér framtíðina til þess að gera sér grein fyrir áhrifum mannkyns á umhverfið. Ef við hugsum rúm þúsund ár aftur í tímann til Ingólfs Arnarsonar, er þar skýrt dæmi um hvernig leiðangur manns í leit að betra lifi olli (ó)beinum skaða á viðkvæmu umhverfi lítillar eyju í köldum viðjum Atlantshafsins.

Eyjan sem nefnist Land elds og íss. Hið trjásnauða land.

Eitt lítið skref fyrir mann…

Ingólfur Arnarson er meira en stytta á gróinni hæð í miðborg Reykjavíkur. Hann er gjarnan talinn fyrsti (norræni) landnámsmaður Íslands, en hann nam land í lok 9. aldar og settist að í Reykjavík. Þetta var upphafið á þjóðveldisöld Íslands, og víkingarnir sem hingað fluttu höfðu umtalsverð áhrif á náttúruna í kringum sig, þó ekki sé við þá að sakast vegna þessa. Þá vantaði fæðu og skjól, og besta leiðin til að tryggja hvoru tveggja var að höggva niður tré; þau var hægt að nýta sem eldivið og verkfæri, og landið sem stóð eftir nýttist sem beitiland fyrir sauðfé. Það bætti ekki úr skák að kindur átu upp græðlingana sem gerði trjám ómögulegt að dafna. Þetta leiddi á endanum til þess að skóglendi, sem áður þakti um 25-40% landsins, hvarf að mestu leyti og er í dag innan við 1% af landsvæði Íslands. Svo gríðarleg var skógeyðingin að í byrjun 20. aldar höfðu sumir Íslendingar aldrei barið tré augum, og aðrir töldu að skógrækt væri hreinlega ómöguleg. Á þeim tímapunkti urðu hins vegar kaflaskil, og aftur voru það gjörðir eins manns sem höfðu víðtæk áhrif - Hákons Bjarnasonar.

Hákon var lykilmeðlimur í Skógræktarfélagi Íslands, hann var viðstaddur stofnun félagsins og gekk meira að segja svo langt að leggja til sitt eigið land til þess að styðja við vinnu félagsins. Framlag Hákonar var byggt á starfi annarra frumkvöðla sem á undan honum komu, en hann nálgaðist varðveislu íslenskrar náttúru á hagsýnan, akademískan og sannarlega framúrstefnulegan hátt.

„Stærsta áskorunin sem við höfum verið að glíma við er að endurheimta skógarþekjuna; heildarflatarmál skóglendis er hvergi minna í Evrópu, fyrir utan Vatíkanið,“ segir Einar Örn Jónsson, fyrrum blaðamaður og núverandi skógarvörður.

Einar hefur verið virkur meðlimur Skógræktarfélagsins í fjölda ára og segir Hákon vera manninn á bak við fjólubláu huluna sem leggst yfir eyjuna á hverju vori.

„Hann var í hópi íslenskra skógræktarmanna sem fluttu lúpínu [til Íslands] árið 1945. Hann sáði lúpínufræjum á gróðurvana svæðum í þeim tilgangi að frjóvga jarðveginn og gróðursetja tré í kjölfarið.“

17
Dino Ðula Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Anoop A Nair

Lúpínan er stundum nefnd frumkvöðlaplanta vegna getu hennar til að þrífast í afar ófrjórri jörð og auðga jarðveginn næringarefnum með tímanum. Vegna þessa hefur henni verið sáð á örfoka landsvæðum til að gera öðrum gróðri auðveldara um vik að dafna þar - hins vegar hefur sáning hennar sætt talsverðri gagnrýni vegna hraðrar útbreiðslu hennar, og deilt hefur verið um hvort kostirnir við frjórri jarðveg vegi upp á móti göllunum við ágengt eðli lúpínunnar og áhrifin sem hún getur haft á gróðurríki landsins.

Út úr skóginum

Harðneskjulega loftslagið sem einkennir Ísland hefur hindrað líffræðilega fjölbreytni gróðurs hér á landi, en aðeins þrjár tegundir af trjám teljast innlendar: ilmbjörk (Betula pubescens), ilmreynir (Sorbus aucuparia) og afar sjaldgæf tegund aspar, blæösp (Populus tremula) sem finnst ekki nema á 6 stöðum. Í ofanálag eru allar þrjár tegundirnar meira í ætt við kjarr, þar sem þær verða í mesta lagi 15 metra háar.

„Hvað gerirðu ef þú villist inni í íslenskum skógi? Þú stendur einfaldlega upp,“ segir Aneta Feręczkowska glöðum rómi þegar hún rifjar upp sumardvöl sína sem sjálfboðaliði á Íslandi. Hún var í hópi fimm sjálfboðaliða frá mismunandi löndum sem ferðuðust til Íslands árið 2022 til að leggja Skógræktarfélaginu lið í að styðja við íslenskt skóglendi.

„Við fórum nánast í hverjum mánuði í vikuferðir, til dæmis heimsóttum við Bíldudal og sinntum ýmsu viðhaldi, lögðum göngustíga og settum upp svæði fyrir þorpsbúa þar. Í Stykkishólmi grisjuðum við trjágreinar og gerðum skóga aðgengilegri fyrir almenning. Við gróðursettum tré í grunnbúðunum okkar [við Úlfljótsvatn] og settum upp girðingar til að halda sauðfé frá græðlingunum.“

Lífið á gresjunni

Því er haldið fram að allt að 40% íslensks landsvæðis sé hægt að breyta í skóglendi og Skógræktin (ríkisstofnun sem hefur umsjón með skógrannsóknum og viðhaldi) vinnur ötullega að þeirri hugsjón, en markmið stofn -

unarinnar er að ná 12% skógarþekju fyrir árið 2100. Þó að fjármagn til Skógræktarinnar hafi verið skorið niður í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 er að birta til hvað starfsemina varðar, og árið 2021 hafði stofnunin sáð yfir 5 milljón fræum. „Kjarninn í starfseminni er framlag sjálfboðaliðanna okkar,“ er Einar fljótur að segja þar sem stór hluti framkvæmda er inntur af hendi af hálfu sjálfboðaliða, bæði innlendra og erlendra, með Skógræktarfélagið í öndvegi.

Tré þjóna margþættum tilgangi; þau skapa skuggsæla griðastaði á sólríkum sumardögum, bera ávexti sem seðja hungur, eru griðastaður fyrir litlar lífverur, veita vernd gegn sandstormum og eru „lungu jarðarinnar“. Í krafti smæðar sinnar hefur Ísland tækifæri til þess að gera breytingar til hins betra, að því skildu að við áttum okkur á feilsporum okkar í tæka tíð. Hvað viðkemur því að hlúa að viðkvæmu umhverfi, liggur sú ábyrgð að stærstum hluta í höndum fólks. Ef aðgerðir eins manns geta stuðlað að breytingu, hversu mikið betra gæti líf okkar verið ef við myndum öll einsetja okkur að gera betur?

VISSIR ÞÚ...

— Tré ársins 2022 er einnig hæsta tré á Íslandi - 30m hátt Sitkagreni

— Stærsti skógur Íslands er Hallormsstaðaskógur, á austurströnd landsins. Skógurinn er manngerður og stendur við stöðuvatn sem sögur segja að hýsi íslenska Loch Ness skrímslið - Lagarfljótsorminn

— Græni trefillinn er samheiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði við útjaðra sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu

— Elsta lifandi vera á Íslandi er silfurreynir sem var gróðursettur árið 1884 í miðbæ Reykjavíkur

— Skeifulaga hamrakvíin Ásbyrgi er skógi vaxin, og til er þjóðsaga sem segir að skógurinn hafi sprottið upp eftir að Sleipnir (hestur Óðins) steig til jarðar. Til er önnur þjóðsaga sem segir að Ásbyrgi sé einnig höfuðborg huldufólks

“It is 90 seconds to midnight.”

In early 2023 the hands on the Doomsday Clock moved even closer to midnight, now standing the closest to a global catastrophe it’s ever been. This newest update comes amidst the ongoing war in Ukraine and shows how the actions of a few men can have drastic consequences to the world around them. But it’s not just the war that got us here.

The impact that humanity has on the environment is not only undeniable, but often easily observable and one needs not to imagine the future to see mankind’s actions unravel. If we go back just over 1000 years in time to the actions of one Ingólfur Arnarson, whose search for a better life (in)directly caused degradation of a fragile environment of an island located at the cold tips of the Atlantic Ocean.

The island called The Land of Fire and Ice.

The Treeless Land.

One small step for man…

Ingólfur Arnarson is more than a statue that decorates a grassy hill in the center of Reyjavík. Often recognized as the first (Nordic) permanent settler of Iceland, he made his

way over at the end of the 9th century and founded the now-capital of Reykjavík. What followed were centuries of viking colonization that left the local environment in a state of disarray, through no direct blame of their own. The people needed refuge and food and the best way to get both was to cut down the trees; on one hand the wood could then be used as firewood and to make tools and on the other hand the area could be turned into grasslands for sheep to graze on. It didn’t help that sheep fed on the seedlings, making it quite impossible for new trees to sprout. Over time, this led to a sharp decrease of the forest-covered area - from 25-40% down to a mere (below) 1% in the past century. Things were so dire that in the beginning of the 20th century there were people in Iceland who had never seen a tree, and others who believed forests simply couldn’t be cultivated. At that point in time, however, there was a turning point and, as fate would have it, it was because of the actions of one man - Hákon Bjarnason.

Hákon played a pivotal role in the early days of the Icelandic Forestry Association (Skógræktarfélag Íslands), having been present upon its founding and going as far as donating his own land to further fund the work of the association.

The Winds of Change: Seeing the Forest and the Trees

His work was built on top of that of other pioneers who came before him, but his approach to the conservation of Icelandic nature was practical, academic and entrepreneurial and his actions - revolutionary.

“It has been our biggest challenge to bring back the forest cover; there is no other country in Europe that has a smaller forest coverage, except the Vatican,” says Einar Örn Jónsson, a journalist-turned-forester. Having been involved with IFA for a number of years, Einar is quite familiar with Hákon, to whom he attributes much of the IFA’s current prominence seen in great part in the purple haze that engulfs the island every spring. “He was one of the pioneers in Icelandic forestry who brought lupine [to Iceland], back in 1945. He planted it in eroded areas to improve the soil so the trees could then be planted.”

The lupine is often referred to as a pioneer plant because of its ability to thrive in harsh growing conditions and supply the soil with nutrients over time. Lupine has been sowed in various places in Iceland with the intent of improving growing conditions for other plants - however, this has been fiercely criticised by some because of its rapid growth and the question of whether it gives way to other plants.

DID YOU KNOW...

— The tree of the year 2022 is also the tallest tree in Iceland - a 30m high Sitka spruce

— The biggest forest in Iceland is Hallormsstaðaskógur, on the east side of the island. It’s also a man-made forest with a lake rumoured to be the home of the “Icelandic Nessie” - the Lagarfljót wyrm

— The Green Scarf is a collective term for forest and outdoor recreational areas on the outskirts of seven municipalities in the capital area

— The oldest living being in Iceland is a Swedish whitebeam, planted in 1884 and located in downtown Reykjavík

— Horseshoe-shaped Ásbyrgi canyon is a home to a beautiful forest that sprouted, according to Icelandic folklore, after Sleipnir (Óðinn’s horse) had stepped on Earth and left his mark. Some believe this is also the capital of the Huldufólk, or “hidden people”

Hröð
breytileg átt: Að sjá skóginn fyrir trjánum

Out of the woods

The harsh climate so far North has affected the biodiversity of Iceland to the extent that today one can only find 3 trees native to Iceland: downy birch (Betula pubescens), a very uncommon rowan (Sorbus aucuparia) and extremely rare aspen (Populus tremula) which can only be found in around 6 places. To make matters worse, all three of these species more often grow as shrubs, rather than trees, reaching a maximum height of 15 meters.

“The famous joke about Icelandic forests is ‘What to do when you get lost in the Icelandic forest? You just stand up,’” Aneta Feręczkowska happily shares, as she reminisces on her volunteering summer in Iceland. She was part of a group of five volunteers from different countries who came to Iceland in 2022 to assist IFA, as a part of their ‘Supporting local forestry in Iceland’ project.

“Almost every month we went somewhere for a week like, for example, we went to Bíldudalur and did a bit of forest maintenance, building forest paths and arranging small areas for the locals. In Stykkishólmur we were involved in debranching and making forests more accessible to locals and visitors. In our base camp [in Úlfljótsvatn] we were planting trees and fencing the area to protect the saplings from sheep.”

Living on a prairie

It is believed that up to 40% of Iceland can be transformed into forests, and the Icelandic Forest Service (a state institution in charge of forest research and maintenance) is working hard towards that ideal, having set up their goal to reach 12% by the year 2100. Even though they had suffered a drop in funding following the economic crash in 2008, the situation has been improving and in 2021 there had been over 5 millions seeds planted. “The backbone of our work is the work

of the volunteers,” Einar is quick to give praise as a lot of this work is done by volunteers, both local and international, with IFA serving as their professional guidance.

Trees offer us shade on a hot, summer day, tasty fruits to curb our hunger, they house small animals, protect from sandstorms and act as “the lungs of the planet”. Being a small country, Iceland is in a great position to change for the better, granted it recognizes its drawbacks in time. In the case of healing the fragile environment, the biggest responsibility lies in the hands of people. If the actions of one man can inspire change, how much better can our lives be if we’d all strive to do better?

20
Dino Ðula
Narfi “the wise man”, Rudi “the DJ”, Aneta “the nurse”, president of Iceland Guðni Th., David “the strongman”, Ana “the videographer”, and Simone “the chainsaw master”

Að snúa við( lauf)blaðinu

Þröngsýni í umhverfis -hugsjónum

Anda inn…

Innra með okkur öllum er ein hugsun sem knýr okkur áfram - að morgundagurinn verði betri en dagurinn í dag. Það er mannkyninu eðlislægt að langa, óska og vonast eftir betri framtíð og sú hugsjón knýr áfram viljann til þess að stefna hátt. Þegar öllu er á botninn hvolft var það þessi hugsjón sem fékk fyrsta hjólið til að rúlla!

En rétt eins og fyrirætlanir okkar geta leitt af sér jákvæða breytingu, getur útkoma gjörða okkar haft óhagstæðar afleiðingar á heiminn í kringum okkur. Margar uppfinningar mannkyns hafa breytt umhverfi okkar til hins verra; skref okkar í átt að bjartari framtíð hafa leitt okkur áfram að mun myrkari nútíma - og samskiptaforrit ýta undir kvíðatilfinninguna þangað til ástandið virðist gjörsamlega yfirþyrmandi. En það er hægt að finna leið út úr myrkrinu ef við myndum bara

Anda út…

Þar sem villtir vindar blása

Forngrískir heimspekingar (sem vissu líklega ekki af tilvist Íslands) héldu að alheimurinn væri samsettur úr fjórum frumefnum: eldi, vatni, jörðu og lofti. Ef þú ert að lesa þessa grein, sérstaklega í pappírsformi, eru góðar líkur á því að þú hafir haft tækifæri til að fylgjast með (og njóta) samspils allra þessara frumefna. Stórbrotin og rymjandi eldfjöll, rjúkandi jarðvarmavatn, íðilfagurt landslag og kalt, tært loft þar sem allt ofantalið mætist - Ísland datt svo sannarlega í lukkupottinn hvað varðar náttúrufegurð.

Í gegnum árin hafa Íslendingar þróað með sér djúpa virðingu í garð náttúrunnar í kringum sig, lært að laga sig að síbreytilegu veðurfari og nýta þær auðlindir sem landið hefur að bjóða á sama tíma og þeir leggja sig alla fram við náttúruvernd. Mistök hafa þó verið gerð og lærdómur dreginn af þeim í kjölfarið en sú þróun er enn að eiga sér stað, sem kemur svo sem ekki á óvart miðað við einstakt eðli umhverfisins. En þrátt fyrir að hlúð sé að landinu, hugað að ám og eldfjöllum sýnd mikil virðing, þá er það loftið sem fær verstu útreiðina vegna einnar stærstu áskorunar sem Íslendingar standa frammi fyrir - að takast á við afleiðingar rótgróinnar samfélagshefðar sem er gríðarlega mengandi.

Ryk í vindinum

„Að meðaltali, miðað við önnur lönd í Evrópu, eru loftgæði á Íslandi mjög góð,“ segir Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða hjá Umhverfisstofnun.

„Það sem við erum hins vegar að sjá eru hærri tölur við sérstök veðurskilyrði. Ef við athugum loftgæðamælistöðina okkar á Grensásvegi [sem nemur verstu mögulegu loftgæðin vegna nálægðar hennar við stofnbrautir og þunga umferð] hafa mælingarnar farið 60 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári þó að við miðum við að loftgæði megi ekki fara yfir heilsuverndarmörk oftar en 18 sinnum á ári.”

Eitt af því sem Umhverfisstofnun hugar sérstaklega að við mælingar á loftgæðum er svifryk, sem er skilgreint á þrjá vegu eftir því hversu fínt það er; undir 10 μ g (gróft ryk), undir 2,5 μ g (fínt ryk) og undir 1 μ g (mjög fínt ryk). Það er mikilvægt að hafa í huga að fíngerðara svifryk er oftast af mannavöldum á meðan grófara svifryk á sér frekar náttúrulegan uppruna, en þar sem allar þrjár tegundir af svifryki liggja í loftinu verða þær fyrir áhrifum af vindi. Svifryk getur verið hættulegt mannfólki ef það er til staðar í loftinu til lengri tíma (sérstaklega hvað varðar viðkvæma hópa eins og börn og aldraða), þar sem það kemst auðveldlega inn um öndunarfæri og getur sest í lungun. Heilbrigðismörk á 24 klukkustunda tímabili eru 50 μ g/m3. Íslendingar reiða sig margir á einkabílinn, en árið 2019 var hlutfall bíla nánast einn bíll á hvern íbúa. Þetta setur strik í reikninginn í baráttunni um loftgæði vegna mikillar aukningar svifryks sem skapast í þungri umferð. Ef vel viðrar (sérstaklega ef það er mikil stilla), situr það í loftinu lengur og verður hættulegra fyrir vikið.

Sem ríkisstofnun getur Umhverfisstofnun beitt sér fyrir því að breytingar verði gerðar á löggjöfinni, en umferðartengd mengun er þáttur sem hægt væri að stjórna að einhverju leyti.

„Minni umferð þýðir minni mengun og því væri æskilegra að fækka bílum á götunni og grípa til skammtímaaðgerða ef búist er við mikilli mengun, t.d. með því að takmarka umferð, bæta almenningssamgöngur eða með öðrum leiðum,“ segir Einar áður en hann snýr sér að erfiðasta degi ársins - gamlárskvöldi.

21
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd /
Dino Ðula
Photo: Annie Spratt, Jansen A. · Gröf / Graphs: Umhverfisstofnun

Björgunarsveitirnar eru samtök sjálfboðaliða sem verja frítíma sínum í að aðstoða heimamenn og ferðamenn sem lúta stundum í lægra haldi fyrir óvægri náttúru Íslands. Þær njóta gríðarlegs stuðnings almennings sem kristallast í árlegri flugeldasölu björgunarsveitanna, en með henni safnast bróðurparturinn af fjármagninu sem þarf fyrir starfsemi þeirra (sumir útreikningar benda til þess að um 90% fjármagns björgunarsveitanna komi til vegna flugeldasölu). En þessi góðgerðarstarfsemi hefur með tímanum búið til risastórt vandamál hvað umhverfið varðar, því flugeldar geta haft bein áhrif á loftgæði í nokkra daga á eftir. Á gamlársdag byrja sum að skjóta upp snemma, en langflest taka virkan þátt í geðveikinni í kringum miðnætti.

„Það verður allt brjálað. Versta ár sem við höfum séð var árið 2018, þá sáum við 3700 μ g/m3,” segir Einar og viðurkennir vandamálið á sama tíma og hann segir enga auðvelda lausn vera í sjónmáli. Björgunarsveitirnar eru stoð samfélagsins og stytta, en þær hafa með óbeinum hætti skapað vandamál sem er orðið að ótemju. Á meðan starfsemin reiðir sig að svona stórum hluta á flugeldasölu mun taka mörg ár að finna lausn sem tryggir nægt fjármagn án þess að umhverfið beri skaða af. Eins og staðan er núna er hægt að styrkja björgunarsveitirnar allt árið um kring, til dæmis með því að gróðursetja tré í stað þess að kaupa flugelda, sem gæti stutt betur við umhverfið en nokkuð annað.

Íslendingar hafa í tíma og ótíma sannað að þeir búa yfir eiginleikanum til þess að læra af mistökum sínum með hag almennings og umhverfis að leiðarljósi, og við verðum að vona að sá eiginleiki nái yfirhöndinni hvað gamlárskvöld varðar. Hver veit, kannski munum við einhvern tímann standa úti á götu til að telja inn nýja árið og himininn að ofan verður myrkur - en framtíðin björt.

Breathe in…

At the core of being human there lies a single thought that fuels our every action - for tomorrow to exceed today. It is quintessentially human to want, wish and hope for a better future and that leads people to strive for greatness. After all, that’s what got the first wheel rolling!

But just like our intentions can spark a positive change, the outcome of our actions can have unfavorable consequences on the world around us. Many of humanity’s inventions have changed our environment for the worse; our steps toward a brighter future taking us to a much darker place - universal anxiety over the state of things only emphasized by the modern world of express mass-communication that simply overwhelms us. But there is a way out if we would just

Breathe out…

Where the wild winds blow

Ancient Greek philosophers (for whom, arguably, Iceland didn’t exist) thought the Universe was comprised of four elements: fire, water, earth and air. If you are reading this article, especially in its paper form, chances are quite high that you were able to observe (and enjoy) the harmonious coexistence of those elements in one place. From the breathtaking and powerful volcanic roars, through hot, geothermal waters, to beautiful, picturesque sceneries, with a cold, fresh air binding them all together - Iceland really did get lucky regarding natural beauty.

Over the years, Icelanders have developed a great appreciation for the nature around them, learning how to adapt to the ever changing climate and utilize the resources the land has given them, all while

Turning Over a New Leaf

Narrow- Mindedness in Environmental Ideals

doing their utmost to protect it. Mistakes had been made and lessons had been learned but that process is still ongoing, which is not all that surprising given the uniqueness of the environment. But while land is looked after, rivers taken care of and volcanoes highly respected, it is the air that gets the worst treatment as Icelanders face their biggest challenge yet - dealing with the consequences of an extremely polluting societal tradition.

Dust in the wind

“On average, compared to other countries in Europe, air quality in Iceland is very good,” points out Einar Halldórson, team leader for air quality at the Environment Agency of Iceland (Umhverfisstofnun).

“However, what we are seeing is higher peaks during specific weather conditions. If we look at our traffic station Grensás [which documents the worst possible air quality due to its vicinity to a high traffic area], the measurements have gone 60 times over the health limit this year when it is allowed to do so 18 times over one year.”

What EAI especially concern themselves with, when measuring the air quality, are particulate matter, usually defined in three ways; under 10μg (coarse matter), under 2,5μg (fine matter) and under 1μg. It is important to note that the finest matter is often man-made, while coarser one is from natural sources but they are all suspended in the air and therefore affected by the wind. They are potentially dangerous if people are exposed to them for a longer period of time (especially the vulnerable groups like children and the elderly) as they can easily make their way through our respiratory system and circumvent our natural filters. The health limit in a 24-hour period is 50 μg/m3.

Given Iceland’s dependance on cars, and the fact that Iceland has reached the average of almost one car per person already in 2019, the general rush hour is extremely problematic as it creates even more road dust that, in the case of still weather, stays behind and further endangers the population.

As a government agency, EAI can push for changes to be made in the legislation, and they do their best given that the pollution from traffic is the one aspect they could somewhat regulate.

“Less traffic means less pollution, so it would be preferable to reduce the number of cars on the street and take short-term measures if high pollution is expected, e.g. by restricting traffic, improving public transport or by other means,” Einar says before turning his attention to what is easily the most problematic day of the year - gamlárskvöld or New Year’s Eve.

Out with a bang

ICE-SAR (Icelandic Association for Search and Rescue) is an organization which consists of volunteers who dedicate their free time to helping locals and tourists alike who find themselves at the mercy of the unforgiving nature and climate of Iceland. There is a fierce outpour of support towards them by the general population, best expressed through their annual sales of fireworks, which is how they raise a substantial amount of their annual funds (some estimates say up to 90%). But this “act of kindness” over time has become environmentally problematic because it can directly affect the air quality for days to come. Fireworks are shot into the air during the better part of the day, with the majority of people partaking in the madness around midnight.

“It all goes crazy. The worst year was 2018, we had 3700 μg/m3,” Einar says, addressing the problem but recognizing that there is no simple solution. ICE-SAR is an essential backbone of a society which indirectly created a monstrous problem rearing its head. With the whole association relying heavily on the sales of fireworks, it will take years before another solution is presented that could produce the same financial benefit with none of the negative environmental implications. At the moment, they accept donations all year round, with one of the options being planting trees, which could prove to have bigger benefits for the environment than anything else.

Dino Ðula
23

Icelanders have continuously shown their noble characteristic trait of being willing to learn from their own mistakes, for the benefit of the general population and the environment, and one can only hope this trend

continues going forward. Who knows, maybe someday we’ll gather out on the street expecting to start our midnight countdown and the space around us will be dark - but we will know that the future is bright.

Leiðin að loftslagshlutleysi: Græni evrópski sáttmálinn

Það er iðulega erfitt að nálgast loftslagstengd málefni í gegnum löggjöf, þá sérstaklega þegar kemur að loftslagsbreytingum sem hafa áhrif óháð landamærum. Við getum ekki einfaldlega takmarkað tjónið við aðeins eina þjóð. Vegna þessa hefur lögleiðing og framfylgd loftslagslaga verið flókin og í hávegum höfð. Evrópusambandið (ESB) hefur sett sér sameiginlegt markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, en Grænn evrópskur sáttmáli var settur á laggirnar og komið af stað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2019. Græni sáttmálinn styður einnig við vinnu að lands á kvörðuðum fram lögum (Nationally Determined Contributions) Parísarsáttmálans og sjálfbærum þróunarmarkmiðum. Þó að sáttmálinn sé ekkert meira en pólítiskt skjal, inniheldur hann margar tillögur í umhverfismálum sem hvetja Evrópusambandið til að skapa löglega leið að kolefnishlutleysi. Með þessi metnaðarfullu verkefni í huga getum við leyft okkur ögn meiri bjartsýni hvað varðar framtíð umhverfisins.

Fyrstu loftslagslögin voru lögleidd árið 2021 sem hluti af Græna sáttmálanum. Evrópska loftslagslöggjöfin segir til um að losun gróðurhúsalofttegunda eigi að dragast saman um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, með það að markmiði að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þetta þýðir að lagaleg skilyrði munu byggjast á loftslagslöggjöfinni, en ekki einungis pólitískum loforðum. Því hafa óneitanlega orðið kaflaskil í baráttunni. Þar að auki verða löggjafir þjóða nú að samræmast markmiðum loftslagslöggjafarinnar. Reglulegar úttektir á framförum þjóða í átt að kolefnishlutleysi gætu svo orðið hvati fyrir þjóðir til að halda áfram að bæta stefnur sínar í loftslagsmálum. Áhrif mannkyns á umhverfið yrðu með þessum hætti forgangsatriði. Önnur frábær tillaga frá Græna samfélagssáttmálanum yrði „fit for 55“ pakkinn. Áður en sáttmálinn varð að veruleika voru nú þegar einvherjar tilskipanir og reglugerðir til staðar hvað varðar umhverfistengdar áskoranir sem tengjast loftslagi, orku og samgöngum. Þessi pakki hefur það að markmiði að samræma núgildandi lög Evrópusambandsins þessum nýju markmiðum í loftslagsmálum. Þetta yrði góð útlegging á því hvernig ESB gæti náð loftslagsmiðuðum markmiðum sínum. Ein lykiláætlun Evrópusambandsins hvað varðar stóriðjutengda losun gróðurhúsalofttegunda sem komið var á fót árið 2005, evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (e. EU Emisison Trading System), hlaut samþykkt til breytinga í desember 2022. Jafnvel þó lagalegar hug -

myndir um baráttuna við loftslagsbreytingar hafi tekið miklum breytingum þurfum við að fylgjast grannt með öllum framförum, og jafnvel kynna nýjar breytingar. Græni sáttmálinn inniheldur margar nýstárlegar aðgerðir, en ein stærsta áskorunin er að koma þeim í umferð. Sáttmálinn kynnir einnig aðgerðir til að viðhalda eigin virkni í þessum skilningi. Hér vil ég sérstaklega ræða aðferð til að efla aðkomu almennings. Evrópski loftslagssáttmálinn var settur á laggirnar af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að knýja fram vitundarvakningu almennings í umhverfismálum og gefa öllum tækifæri til að leggja sitt af mörkum og aðstoða Evrópusambandið við að ná markmiðum sínum. Í okkar daglega lífi getum við öll lagt okkar af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Sáttmálinn inniheldur 16 praktísk skref. Einfaldasta skrefið er að hefja samtal við aðra um loftslagsbreytingar. Skoðanir vina okkar og fjölskyldu geta haft mikil áhrif. Ef þú útskýrir fyrir vinum þínum hvers vegna loftslagsbreytingar eru mikilvægt málefni og hvað við getum gert til að vinna gegn þeim dagsdaglega, mun það ef til vill hvetja þau til aðgerða. Önnur skref innihalda fræðslu hvað varðar það að lifa sjálfbæru lífi, til dæmis að minnka matarsóun, skipta yfir í umhverfisvæna orku og svo framvegis. Hingað til hefur sáttmálinn hlotið 4,311,875 undirskriftir. Áætlun samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda í kílóum talin er 15,842,196 kg. Einstaklingsbundnar aðgerðir leggjast saman og geta breytt heilmiklu. Græni sáttmálinn hefur náð framförum þegar kemur að því að ná markmiðum sínum. Evrópa yrði þá fyrsta heimsálfan til þess að ná kolefnishlutleysi. Hins vegar, eins og kom fram hér að ofan, eru loftslagsbreytingar vandamál á heimsvísu og mikilvægi alþjóðlegs samstarfs vegur jafnþungt. Siðgæðisstaðlar Evrópusambandsins gætu hvatt þjóðir í samstarfi við ESB til þess að stíga fram og þróa umhverfisáætlanir sínar. Sum þróunarlönd sem reiða sig á þungaiðnað og olíu gætu fengið meiri tíma og aukin tækifæri til að ná kolefnishlutleysi, með aðstoð annarra umhverfisvænna þjóða. Dagur kolefnishlutleysis er ekki langt undan svo lengi sem við höldum áfram að betrumbæta umhverfisaðgerðir í samræmi við loforð okkar, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur áfram að fylgjast með aðgerðum okkar, og alþjóðlegt samstarf heldur áfram að þróast.

Aixin Wen
Þýðing / Translation: Birgitta Björg Guðmarsdóttir · Mynd / Photo: Development Aid
25

The Path Towards Climate Neutrality: The European Green Deal

Environment-related concerns are typically difficult to regulate through legislation, particularly in terms of climate change that goes beyond borders. We are unable to link the harm to a single nation. As a result, creating and enforcing environmental law has been complicated and highly regarded. The European Union (EU) has a collective goal to become carbon neutral by 2050, which was established by the European Green Deal (EGD) and launched by the European Commission in 2019. The EGD also supports the achievement of Nationally Determined Contributions (NDCs) under the Paris Agreement and Sustainable Development Goals. Despite being only one political document, the EGD contains numerous environmental proposals that urge the EU to create a legal path towards climate neutrality. With those ambitious initiatives, we will feel more optimistic about the future of the environment.

As one of the EGD ideas, the first-ever climate law was formed in 2021. The European climate law stipulated that greenhouse gas emissions were to be decreased by at least 55 percent by 2030 compared to 1990, with the goal of achieving climate neutrality by 2050. Instead of a political pledge, climate law lays out the legal requirements. Unquestionably, it began a fresh chapter. Additionally, their subsequent legislation must be compliant with the goals of climate law. Regular assessments of the countries’ progress toward achieving climate neutrality could encourage them to keep improving their policies. The impact on the environment would then be given top attention.

Another wonderful proposal from the EGD would be the “fit for 55” package. There were already some directives and regulations in place before the EGD to aid with environmental challenges relating to climate, energy, and transportation. This package aims to bring current EU law into line with the new climate goals. It serves as a good illustration of how the EU would accomplish its climate objectives. One of the key market-based strategies to reduce greenhouse gas emissions established in 2005, the EU Emission Trading System, was agreed to change in December 2022. Even if these legislative ideas have undergone significant adjustments, we still need to closely monitor the progress made in addressing climate change, and even introduce new modifications.

The EGD has many novel measures, but one of the biggest challenges is how to put them into practice. The EGD also provides measures to maintain its functionality in light of this. Here, I'd like to discuss the method for boosting public participation. The European Climate Pact was established by the European Commission to increase public awareness of environmental issues and provide everyone with the chance to contribute to the EU's achievement of its objectives. Even on a daily basis, we can all do our part to lower greenhouse gas emissions. The Pact selected 16 practical steps. The simplest one is to start a conversation about climate change with others. The opinions of our friends and families can have a significant impact. If you explain to your friends why climate change is important and what we can do to combat it in our daily lives, perhaps it will spur them into action. Other steps can substantially teach us how to live sustainably, such as reducing food waste, switching to clean energy, etc. So far, the Pact has received 4,311,875 such individual pledges. The reduction in greenhouse gas emissions is 15,842,196 kg. Individuals' tiny actions add up to make a significant difference. The European Green Deal is making progress toward achieving its goals. And Europe would be the first continent to attain climate neutrality. However, as was already mentioned, climate change is a worldwide issue. The weight of international cooperation is equally significant. The high standards of the EU would compel nations that would collaborate with the EU to come forward and further adjust their environmental policies. Some developing countries that depend on heavy industry and oil would be given more time and chances to achieve climate neutrality with the assistance of other environment-friendly countries. The day of climate neutrality is not far off as long as we keep improving environmental measures in accordance with our pledges, the European Commission continues to monitor our implementation, and there is continual worldwide collaboration.

26

Áhrif hvalveiða á umhverfið

Saga hvalveiða

Hvalveiðar eru órjúfanlegur hluti af menningu Íslands. Strax í landnámssögu Íslands, frá 874 e.Kr., skipuðu sjávarspendýr stóran sess í íslensku samfélagi og gerðu Íslendingum kleift að lifa af harðan veturinn. Hins vegar eru engar heimildir til um hvalveiðar í Íslendingasögunum og miðað við tæknina sem landnámsmenn bjuggu yfir er ólíklegt að þeir hafi verið færir um að veiða hvali, þar sem þeir hefðu þurft stór skip og verkfæri, til dæmis skutla. Það sem Íslendingasögur segja okkur hins vegar er að hvalir voru notaðir sem leiðarvísar þar sem þeir gátu gefið vísbendingar um frjósöm fiskimið. Þar að auki voru hvalir lykilþáttur í lífsviðurværi Íslendinga, en þegar hvali rak upp á fjörur gat skrokkurinn séð fólki fyrir fæðu og leiddi slíkt meira að segja oft til deilna milli fólks um skiptingu landsins (þ.e. á hvaða jörð hvalurinn lægi).

Á fyrsta áratug 19. aldar náðu hvaleiðar hápunkti þegar lönd um allan heim tóku þátt í hvalveiðum í þúsundatali. Sléttbakurinn (e. right whale) fékk meira að segja heiti sitt vegna þess að hann var talinn „rétti“ hvalurinn til að veiða: hann þrífst í köldu loftslagi þannig að hann hreyfist hægt (auðvelt skotmark) og hann er mjög fitumikill (þannig hann þótti sérstaklega arðbær og flaut þar að auki þegar hann var drepinn).

Hvalalýsi hefur í gegnum tíðina verið notað í alls konar tilgangi og mismunandi hvalir hafa haft mismunandi notagildi. Venjulegt hvalalýsi, framleitt úr spiki hvala eins og sléttbaksins og norðhvalsins, var notað sem olía í lampa, sem smjörlíki og í sápugerð; olía úr búrhvölum sem var gerð úr hvalsauka (vaxkenndu fituefni úr höfði búrhvalsins) var dýrari og var notuð í snyrtivöruframleiðslu, kertagerð og sem iðnaðarsleipiefni. Hvalambur, vaxkennt efni sem finnst í meltingarfærum búrhvala var notað allt aftur til tíma forn-Egyptalands sem reykelsi og alveg fram til iðnbyltingarinnar, en á þeim tíma færðist hvalveiði í aukana þar sem hvalambrið var mikils metið sem bindiefni í ilmvötnum til að auka endingartíma þeirra. Hvalalýsi er ekki eini hluti hvalsins sem mannkynið hefur fundið sér not fyrir í gegnum árin - svokölluð hvalbein, þ.e. skíðin í munnum skíðishvala, hafa mikið verið notuð í tískuiðnaðinum þar sem þau eru stíf en samt örlítið sveigjanleg sem gerir þau fullkomin fyrir t.d. korselett.

Hvalveiðar á Íslandi og aktívismi

Alþjóðlega hvalveiðiráðið (IWC) hefur bannað hvalveiðar síðan 1986 en þrjú lönd virða enn í dag þá reglugerð að vettugi: Japan, Noregur og Ísland. Á Íslandi er einungis

eitt fyrirtæki, Hvalur hf. undir stjórn forstjórans Kristjáns Loftssonar, sem stundar hvalveiðar í gróðaskyni. Í dag er fyrirtækið með kvóta upp á 161 langreyði á ári sem er í gildi til ársloka 2023. Það er enn óákveðið hvort leyfi Hvals hf. til hvalveiða verði endurnýjað eftir árið 2023. Ein samtök sem hafa helgað sig baráttunni gegn hvalveiðum er Sea Shepherd, alþjóðleg hafverndarsamtök sem voru stofnuð árið 1977 og hafa barist ötullega gegn hvalveiðum. Árið 1986 flugu tveir aðgerðarsinnar á vegum Sea Shepherd til Íslands, sökktu tveim hvalveiðiskipum, Hval 6 og Hval 7, og unnu skemmdarverk á vinnslustöð Hvals hf. Árið 2022 endurvöktu fyrrum róttækir umhverfisverndarsinnar baráttuna gegn Hval hf. og hófu átakið „Northern Exposure“ sem fólst í að skrásetja slátrun langreyða í Hvalfirði og afhjúpa grimmdina sem fylgir hvalveiðum á Íslandi. Kristján Loftsson hefur ekki ennþá gefið út yfirlýsingu um hvort hann hyggist halda veiðum á langreyðum áfram sumarið 2023, en af viðtölum við hann að dæma má draga þá ályktun að hann ætli sér ekki að hætta að berjast fyrir rétti sínum til hvalveiða í bráð - í mars 2022 tilkynnti hann áform sín um að halda hvalveiðum áfram það sumar. Í kjölfar þessa gaf framkvæmdastjóri Sea Shepherd á Íslandi út eftirfarandi yfirlýsingu:

„Við erum gríðarlega vonsvikin með að blóðsport eins óforskammaðs og siðspillts manns virðist vega þyngra en velmegun íslenskra vistkerfa, tilvistarréttur tilfinninganæmra einstaklinga og greindra dýrategunda í útrýmingarhættu, og jafnvel efnahagur lands sem reiðir sig að miklu leyti á lifandi hvali.“

Lykilhlutverk hvala í neðansjávarvistkerfum

Hvalir eru þekktir sem garðyrkjumenn hafsins - tilvera þeirra er lykilatriði í að viðhalda neðansjávarvistkerfinu sem er jörðinni nauðsynlegt. Hvalamykja verkar sem eins konar neðansjávaráburður og er ómissandi næring fyrir plöntusvif og ljósætur (þessar lífverur eru svo étnar af fiski og öðrum hvölum sem heldur hringrásinni gangandi). Það eru ekki aðeins lifandi hvalir sem eru mikilvægir hvað þessa hringrás varðar, heldur gegna dauðir hvalir líka stóru hlutverki í fæðuvef sjávarins. Þegar hvalur deyr sekkur hann til sjávarbotnsins, sem kallast hvalafall, og þúsundir lífvera nærast á hræinu. Hvalafall tryggir þannig blómstrandi neðansjávarvistkerfi í mörg ár eftir dauða hvalsins.

Hlutverk hvala í hafinu er því tvíþætt; í fyrsta lagi er mykjan sem þeir framleiða uppspretta næringarefna

Þýðing
Helen Nicola Seeger & Sam Cone / Translation: Anna Karen Hafdísardóttir · Mynd / Photo: Hauganes Whale Watching
27

The Environmental Impact of Whaling

sem tryggja vöxt plöntusvifs, og plöntusvifið nýtir svo koltvísýring úr andrúmsloftinu til ljóstillífunar og dregur þannig úr gróðurhúsalofttegundum sem hægir á hlýnun jarðar. Þó að seinna hlutverk hvala sé svipað er það aðeins öðruvísi í eðli sínu - eftir dauða sinn næra hvalir neðansjávarvistkerfi og hindra að koltvísýringur komist út í andrúmsloftið til að byrja með. Hvalveiðar rjúfa hringrásina í báðum tilfellum og raska þannig viðkvæmu jafnvægi lífríkisins. Þó að það sé sláandi að viss lönd (þar á meðal Ísland) leyfi enn hvalveiðar í viðskiptaskyni, er skaðinn nú þegar skeður. Þó að við myndum hætta hvalveiðum á heimsvísu á einni nóttu stæðu hvalir enn frammi fyrir ýmsum ógnum.

Plastið í sjónum hefur fengið gríðarlega mikla umfjöllun, en ýmis myndbönd hafa ferðast eins og eldur í sinu á netinu; selir fastir í plasthringjum, fólk að toga plaströr út úr nefjunum á skjaldbökum og hvalir að skolast á

land með magann fullan af plastpokum. Hins vegar er þetta ekki eina vandamálið - hlýnun jarðar og hækkandi hiti sjávar hefur áhrif á fæðukeðjuna alla og gerir áður byggileg svæði hafsins óbyggileg eða knýr dýr (bæði hvali og fæðu þeirra) til að flytja til annarra hluta hafsins til að fylgja fæðuframboðinu. Þar að auki getur hljóðmengun af völdum iðnaðar (svo sem vöruflutninga), hersónartækja og sprengja sem notaðar eru við neðansjávarnámur haft í för með sér óþægindi og jafnvel dauða hvala, sem neyðir þá til að hörfa frá hávaðanum og upp á land. Báta- og veiðislys eru líka sökudólgar hvað varðar umtalsverða fækkun hvala. Sléttbaksstofnar munu mögulega aldrei jafna sig á hvalveiðum 19. og 20. aldar þar sem lífsferill þeirra er afar langur og hægur, og þó að þeir séu í dag verndaðir gegn veiðum eru þeir enn að deyja vegna slysa hraðar en þeir geta fjölgað sér.

Hvalir gegna lífsnauðsynlegu hlutverki í vistkerfi sjávar,

The Environmental Impact of Whaling Áhrif hvalveiða á umhverfið

og þó að það virðist óraunhæft að samfélög heimsins muni takast á við sjávarmengunina á næstunni verðum við að vona að Ísland og hin tvö löndin sem enn stunda hvalveiðar viðurkenni skaðleg áhrif þeirra á umhverfið.

The History of Whaling

Whale hunting is an integral part of Iceland's culture. Already in the sagas of Iceland's settlement period from 874 AD, marine mammals played a major role in Icelandic society and enabled the islanders to survive the harsh winters. However, there is no proof of whale hunting in the sagas and, given the technical development of the time it also seems unrealistic that the settlers in Iceland would have had the capacity to kill whales as you need large ships and tools for killing, like harpoons. The sagas do tell us though that whales have been used for navigation because they indicated fertile fishing grounds. Moreover, whales were important to the survival of Icelanders because a washed up whale carcass could provide a source of food which even led to conflict among the inhabitants of the island about land division (that is, on which family’s ground does the whale lie?).

The 1800s saw the height of whaling - with countries across the globe participating in the hunting of cetaceans by the thousands. The right whale even received its name because it was considered to be the ‘correct’ whale to hunt - it lives in cold climates, so it moves slowly (an easy target), and it is very fatty (so it was particularly lucrative and it also floated when killed).

Whale oils have been used historically for a number of purposes, with different whales providing different uses to us - regular whale oil, from the blubber of whales such as the right whale and the bowhead whale, was used in lamps, as margarine, and for soap production; sperm oil, made from spermaceti (a fatty substance in the heads of sperm whales), was more expensive, and used for cosmetic production, candle production and industrial lubrication. Ambergris, a waxy substance found in the digestive systems of sperm whales was used as far back as ancient Egyptian times as incense, and later during the industrial revolution when whales were more intensely hunted it was highly valued as a fixative in perfumes (to increase shelf life). Whale oil was not the only part of the whale that humans have found useful historically -

Helen Nicola Seeger & Sam Cone

‘whalebone’ - the baleen plates in the mouths of baleen whales, has been used in the fashion industry as it is stiff, but slightly flexible (making it perfect for use in corsetry for example).

Whaling in Iceland and Anti-Whaling Activism

The International Whaling Commission (IWC) has forbidden whaling since 1986 but three countries are to this day neglecting these regulations: Japan, Norway and Iceland. In Iceland only one company, Hvalur hf. led by its CEO Kristján Loftsson, still exploits whales for commercial purposes. Currently they hold a quota of 161 fin whales per year which is valid until the end of 2023. It is still to be decided whether Hvalur hf. will obtain a renewed whaling license after 2023. One organisation devoted to the fight against whaling is Sea Shepherd, a global ocean protection organisation which was founded in 1977 and has diligently fought against whalers. In 1986, two Sea Shepherd activists flew to Iceland and sank the whaling ships Hvalur 6 and Hvalur 7, and vandalised the processing factory of Hvalur hf. In 2022 the formerly radical environmental activists resumed the battle against Hvalur hf. and launched the campaign “Northern Exposure” which documented the slaughter of fin whales in the fjord of Hvalfjörður and made the cruelty of commercial whale hunting in Iceland visible to the public. Kristján Loftsson has not yet made a statement on whether he intends to continue the hunting of fin whales in the summer of 2023, but one can conclude from his interviews that he does not intend to stop fighting for his right to hunt whales - it was as late as March 2022 when he announced the hunting was to take place that very summer. In response to his statement, the Director of Sea Shepherd Iceland released the following statement:

“It is with extreme disappointment and disbelief that we watch the blood sport of a shameless and morally bankrupt man come before the health of Icelandic ecosystems, the rights of endangered species and sentient individuals to their lives, and even the economy of the nation that depends heavily on keeping these whales alive.”

Whales’ Essential Role in Underwater Ecosystems

Whales are known as the gardeners of the sea - they are essential for maintaining the underwater ecosystem which our planet relies on. Whale dung acts as an underwater fertiliser, which is necessary for phytoplanktons and krill to thrive (these in turn are consumed by fish and other whales, and thus the cycle continues). Not only are live whales important for the ocean in this vital process, but dead whales, too, play a

key role in the food web in our oceans. When a whale dies, it sinks to the bottom of the ocean floor, and this is known as a whale fall - thousands of creatures will then be able to use it as food, and a whale fall can sustain underwater ecosystems for years after the actual death of the whale.

The role of whales in the ocean is twofold then; in the first place, the nutrients they provide to the oceans during their lifetimes, in the form of dung, will assist with the growth of phytoplanktons, which photosynthesise and thus will take in carbon dioxide from our atmosphere, reducing greenhouse gases and global warming. Whilst the second role is similar it is slightly different - with their death, they support ecosystems at depths, and this also prevents carbon dioxide from entering the atmosphere in the first place. The act of whaling removes both of these stages from the system, and disrupts the delicate balance of the oceans. Whilst it is shocking that commercial whaling is still permitted to this day by certain countries (such as Iceland), most of the damage has already been done - even if commercial whaling were to stop globally overnight, whales would still face a whole host of threats.

The plastics in our oceans get a vast amount of publicity, with videos going varal showing seals trapped in plastic can rings, straws being pulled from the noses of turtles or whales washing ashore with their stomachs full of plastic bags. However this, too, is not the only issue - global warming and rising sea temperatures have an impact on the food chain, making previously habitable regions of the oceans inhospitable, or forcing animals (both whales as well as their food sources) to move to different areas of the oceans in order to follow the food supply. Additionally, noise pollution caused by industrial shipping, as well as military sonars and deep water mining explosives can cause discomfort, injury or even death for whales, forcing them to move away from the noise and onto land. Boating and fishing accidents are also among the culprits causing whale numbers to reduce significantly - right whale populations may never recover from whaling activities in the 19th and 20th centuries because they have such long and slow life cycles, and even though they are protected from hunting now, they are still being killed through accidental injury faster than they are able to reproduce.

Whales hold a critical role to our ocean’s ecosystems and whilst it seems unrealistic that the global society will soon manage its ocean pollution problem, we can only hope that Iceland and the other two countries that still allow whaling will recognize its harmful effects on the environment.

The Environmental Impact of Whaling Áhrif hvalveiða á umhverfið 30

CULTURAL APATHY AND INERTIA AROUND ENVIRONMENTAL ISSUES

Hverfandi forgangsröðun þó klukkan tifi

Ósonlagið. Eitt fyrsta og og sýnilegasta merki loftslagsbreytinga, afleiðing sem orsakaðist af stóriðjutengdri losun klórflúorkolefna (e. chlorofluorocarbons, CFC) út í andrúmsloftið og varð hitamál í samfélaginu. Þynning ósonlagsins er að ganga til baka 1) og það er framför sem við ættum að fagna. Það eru samt fleiri alvarleg vandamál sem steðja að nú þegar hitastig jarðar hækkar óðfluga 2). Falsfréttir og sérhagsmunir hægri afla hafa lengi grafið undan loftslagsfræðum og krafist sannana með reglulegu millibili 3). Á einhverjum tímapunkti á síðustu áratugum er eins og umræðan um loftslagsbreytingar og hverfandi umhverfi hafi kveðin niður að einhverju leyti, en afleiðingar þess má til dæmis sjá í æ hraðari skógareyðingu í Brasilíu sem er nú fyrst á niðurleið vegna stefnubreytinga hins nýja forseta, Luiz Inácio Lula da Silva, í þarsíðasta mánuði 4). Hins vegar hefur samfélagsumræðan um loftslagsbreytingar snúist upp í umræðuna um þörf - en það samtal skekkist þegar um þróaðri ríki er að ræða. Á meginlandi Afríku, til dæmis, stendur hugmyndin um græn samfélög í skugga kapítalismans, og jafnvel þau sem vilja innleiða græna stefnu eru ófær um það vegna skorts á auðlindum og styrkjum 5).

Innlent frumkvæði

Hér heima fyrir stefna íslensk stjórnvöld að því að verða leiðandi afl á heimsvísu hvað varðar umhverfisstefnu og hafa lagt áherslu á að styrkja rannsóknir og fræðslu almennings 6). Ef við hugsum til súrnunar sjávar og afleiðinganna sem það gæti haft á fiskiðnaðinn er ekki að furða að yfirvöld hafi áhyggjur af þróun mála. Innlendur iðnaður, eins og hinn gríðarlega mengandi áliðnaður, hefur tekið við sér og innleitt kolefnisjöfnunarstefnu 7). Það er hægt að færa rök fyrir því að vel hafi verið tekið á loftslagsvánni, þó að staðan sé sífellt að breytast og þróast og loftslagsbreytingar haldi áfram að vera alvarleg ógn

Rohit
Goswami

MENNINGARLEGT ÁHUGALEYSI OG TREGÐA Í UMHVERFISMÁLUM

Fading Relevance as Time Runs Out

hvað varðar afkomu mannsins 8). Háskóli Íslands hefur einnig staðið fyrir ráðstefnum og fræðslu hvað varðar græna orku, þar á meðal viðburði um vetnishagkerfi.

Aðalvandinn hvað varðar loftslagsbreytingar og náttúruvernd er tímarammi aðgerða. Meira að segja í samanburði við COVID-19 faraldurinn, sem setti stóran hluta heimsins á hliðina, eru afleiðingar loftslagsbreytinga grafalvarlegar og munu vera til staðar í marga áratugi og jafnvel aldir. Flest fólk er illa í stakk búið til þess að takast á við jafn langvarandi áskoranir, og þó hópur ungs fólks beiti sér af krafti til þess að sporna gegn þeim (þar má sérstaklega nefna hina óstöðvandi Gretu Thunberg 9)) er athygli okkar dreifð vegna aukinnar samfélagsmiðlanotkunar 10) og loftslagsbreytingar eru æ oftar settar í flokk þeirra málefna sem við ætlum að takast á við seinna. Það er ávísun á stórslys. Það er ekki hægt að leggja of mikla áherslu á loftslagsvána og afleiðingar hennar, því þegar áhrifanna fer að verða vart verður ekkert í stöðunni annað en að flýja þau. Jarðskjálftar og þurrkar, þó hægt sé að spá fyrir um slíkt, eru vandamál sem erfitt er að stemma stigu við svo einhverju muni. Ólíkt heimsfaraldrinum sem hægt var að leysa með manngerðu bóluefni, er engin ein töfralausn sem hægt er að nota til að má út þau neikvæðu áhrif sem vanræksla umhverfisins hefur haft.

Stefnt að stöðugleika

Vegna þess hvernig stefnur og reglugerðir haldast hönd í

hönd, væri best að finna leið til að safna úrræðum saman þvert á lönd. Þetta er erfitt í framkvæmd vegna leyndarinnar sem einkennir oft viðskipta- og fjármálatengdar upplýsingar landa, en það sem faraldurinn sýndi okkur var að heimurinn er fær um að taka höndum saman og deila auðlindum sín á milli í þágu sameiginlegs markmiðs. Tíminn til þess að sameinast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum er núna. Nú eru innlendar aðgerðir ríkja því miður ekki nóg til þess að bregðast við af alvöru, heldur þurfum við að leggja áherslu á þverfaglega samvinnu, sem er gríðarlega mikilvæg, auk þess að beita okkur af auknum krafti í að uppræta falsfréttir um loftslagsbreytingar og umhverfismál.

The Ozone layer. One of the earliest and most visible indicators of climate change, the first of the hot button issues, caused by chlorofluorocarbons (CFCs) which were the darling of the industry. By all accounts, the fact that the ozone depletion is on track to being reversed 1) should be a cause for celebration. Yet there are still plenty of reasons to worry, with global temperatures soaring 2) . Like all other aspects of policy, fake news and right wing agendas undermine climatology and demand frequent fact-checks 3) . At some point over the past decades however, the narrative of climate change and fading environments definitely seems to have been lost, with deforestation rates in Brazil spiking upwards aggressively and only coming down due to policy changes by new President Luiz Inácio Lula da Silva last month 4) . However, much of the discourse around climate change has morphed

1) Piper, K. (2023, January 10). The ozone hole shrank last year. Here’s how the world solved an environmental crisis. Vox.

2) Alan Buis NASA's Global Climate Change Website. (2019, June 19). A degree of concern: Why global temperatures matter – Climate change: Vital signs of the planet. Climate Change: Vital Signs of the Planet.

3) Eleanor McCrary and Kate S. Petersen, USA TODAY. (2023, February 6). Fact check: Graph shows dated data from one area in Greenland, not global temperature change. USA TODAY.

4) Brazil's Amazon deforestation down 61% in January. (2023, February 10). Phys.org - News and Articles on Science and Technology.

Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir ·
/
Mynd
Photo: Marcel McKenzie Vaxandi vandamál
 32
[ ... Continued on page 35! ... ]

Ekki eru allar fréttir slæmar

Hjálplegir miðlar við loftslagskvíða

Stundum er eins og það sé kviknað í öllum heiminum og eins og við getum lítið gert til að breyta því. Margar af greinunum í þessu tölublaði fjalla um alvarleg, og oft á tíðum niðurdrepandi og jafnvel ógnvekjandi málefni. Loftslagskvíði er algengur, og það er allt of auðvelt að líða illa yfir því hvernig fyrir okkur er komið í loftslagsmálum nútímans.

En í fullri hreinskilni, þá eru ekki allar fréttir slæmar, og það eru margar frábærar fréttaveitur og miðlar sem bjóða upp á andrými frá allri neikvæðninni. Mínir uppáhalds miðlar eru samfélagsmiðlar og fréttaveitur sagnasafna umhverfis heiminn

(aðallega því ég elska risaeðlur og sæt dýr á náttúruminjasöfnum) - Náttúruminjasafn London birtir mikið af upplífgandi efni sem er í senn fræðandi og gagn-

virkt. Ég hef lagt dálitla vinnu í að sérsníða Instagramið mitt þannig að ég læri allavega eitthvað nýtt þegar ég enda á hugsunarlausu skrolli í gegnum reels. Hér að neðan eru umhverfistengdir miðlar sem hafa verið í uppáhaldi hjá mér undanfarið, alveg frá vönduðum fréttaveitum til sjálfbærnitengdra lífstílsblogga. Margir þessara miðla bjóða upp á nýtt sjónarhorn (hvað varðar umhverfisvernd, hinsegin málefni, kynþætti og femínisma, eða allt ofantalið).

Það er nóg til af fleiri slíkum miðlum og það væri svo gaman að heyra hvað er í uppáhaldi hjá ykkurendilega sendið okkur ábendingu á Instagram (@studentabladid).

@brightly.eco Tilvalið ef þig vantar ráð varðandi hversdagslega sjálfbærni, eða langar að sjá jákvæðar fréttir (eins og sú staðreynd að Fender’s Blue fiðrildategundin er ekki lengur í útrýmingarhættu). Fullkominn vettvangur til að læra skemmtilegar umhverfisstaðreyndir!

@gittemary Þessi áhrifavaldur greinir frá daglegu lífi sínu með áherslu á sjálfbærni. Hún lifir vegan og ruslfríum lífsstíl, og birtir meðal annars gagnlegar upplýsingar um hvaða tískufyrirtæki eru umhverfisvæn.

happyeconews.com Frábært blogg sem birtir víðtækt efni og fréttir um breytingar til hins betra í umhverfismálum. Hér birtast fréttir um alls konar umhverfistengd mál, allt frá sólarorku til sjaldgæfra páfagaukategunda. Þetta blogg heldur einnig úti Instagramsíðu.

@climategoodnews Þessi miðill er nákvæmlega eins og hann hljómar (góðar fréttir í loftslagsmálum) - ef til vill í minni kantinum með um 5500 fylgjendur, en frábær staður til að byrja á auk þess sem hann bendir á fleiri sambærilega miðla ef þú hefur áhuga!

@rainforestalliance Regnskógasambandið er alþjóðlegt hugsjónafélag, og Instagramið þeirra er sambland af góðum fréttum auk áskorana sem heimurinn stendur frammi fyrir hvað vernd regnskóga varðar. Yfirleitt er lögð áhersla á jákvæð sjónarmið, og það er nóg af skemmtilegu (og fræðandi) efni til staðar, eins og könnun um hvers konar tré þú ert (ég er til dæmis Kapok tré!).

@sealegacy Þessi bandaríska stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni leggur áherslu á fréttir og

fræðsluefni um hafið. Þó að hér finnirðu vissulega raunsæjar upplýsingar um núverandi ástand, er lögð áhersla á hvað við getum gert til að leggja okkar af mörkum, auk þess sem feedið þeirra er fullt af sætum ísbjörnum, selum og hvölum!

@intersectionalenvironmentalist Þessi síða snýst ekki beint um að færa góðar fréttir, en býður upp á annað sjónarhorn miðað við stærri miðla - jörm, fréttir og gagnlegar upplýsingar – ég mæli með þessu ef þú ert að leita að róttækum og inngildandi sjónarmiðum.

@pattiegonia Frábær uppspretta umhverfisfrétta –þessi dragdrottning nýtir sinn eigin vettvang til að safna fé til styrktar náttúrustofnana. Hér er áhersla lögð á inngildingu og hægt að finna frábæra linka og miðla tengda umhverfismálum.

@verdensbestenyheter og @goodnewsmagazin Þessar síður bjóða báðar upp á upplífgandi umhverfisfréttir, á norsku annars vegar og þýsku hins vegar. news.mongabay.com/list/conservation-solutions Þessi heimasíða býður upp á vandað fræðsluefni fyrir börn, og heila síðu tileinkaða lausnum.

euronews.com/green/eco-innovation Önnur fréttasíða. Til að nálgast jákvæðu fréttirnar, mæli ég að skoða undirsíðu þeirra um nýsköpun, og þáttaraðirnar sem þar er boðið upp á (til dæmis þættir um low impact living, að haga lífi sínu þannig að man hafi sem minnst slæm áhrif á náttúruna).

Some helpful resources to combat eco-anxiety

Sometimes, the world feels like it's on fire, and there’s very little we can do to change it. A lot of the articles in this issue have been about serious, and often quite demoralising and scary things. Eco-anxiety is rampant, and it's so easy to feel downhearted about the state of affairs in the world today. But honestly, it's not all bad, and there are lots of good resources to follow if you need a break from all the negativity. My favourite resources to follow are some of the natural history museums around the world (mainly because I enjoy dinosaur and cute animal content from the natural history museums) – the Natural History Museum in London is often quite uplifting, and often has a lot of educational and interactive material on their

@brightly.eco This is a great one for everyday sustainability tips, as well as some positive news (like the fact the Fender’s Blue butterfly is no longer endangered!). Also a good one to follow for fun environment facts!

@gittemary This influencer posts about her daily life and living sustainably. She leads a vegan and zerowaste lifestyle, and also has a blog with useful information on what fashion companies are eco-friendly.

happyeconews.com This is a great blog for positive updates and news on a wide variety of environmental topics, from solar power, to rare parrots. The blog also has an Instagram account.

@climategoodnews This one does exactly what it sounds like – it might be on the smaller side for an Instagram with only 5500 followers, but they’re a great place to start, and they suggest a whole bunch of other good resources to follow up with if you’re interested.!

@rainforestalliance Rainforest alliance is an international non-profit and their Instagram has a mix of good news, as well as issues facing our rainforests today, but they do maintain a positive outlook, and keep it as light hearted as they can, with fun (and educational/enlightening) activities like ‘What kind of tree are you?’ (I am apparently a Kapok Tree!)

@sealegacy As a US based non-profit, this one provides news and educational material about our oceans. Although it keeps it real, it does emphasise hope, and our power to make a difference, and their feed is full of cute polar bear, seal and whale pictures!

story. I’ve really been trying to curate my Instagram feed, so that if I end up mindlessly scrolling through reels and suggested pages, at least it's more relevant and educational.

Here are some environment-themed resources that I’ve been enjoying recently, ranging from good news pages, to sustainability and lifestyle blogs. If nothing else, some of them provide great new perspectives (regarding environmentalism and queerness, race or feminism, or all of the above).

Of course, there are hundreds more out there, and I would love to hear about your favourites too – feel free to share them with us on Instagram (@studentabladid).

@intersectionalenvironmentalist This one is not necessarily a ‘good news’ site, but does provide a different perspective to what we might hear about in ‘mainstream media’ – providing a mix of memes, news, and resources – this is a great account to follow if you’re looking for a more racially diverse and inclusive page.

@pattiegonia Another great resource for environ mental news – this drag queen uses their platform to raise money for outdoor not-for-profit organisations. This page is super inclusive and provides some fabulous links and resources, especially if you’re looking for queer friendly and inclusive sites.

@verdensbestenyheter & @goodnewsmagazin

These two both provide uplifting environmental news, in Norwegian and German respectively.

news.mongabay.com/list/conservation-solutions

This is a news website which has wonderful educational resources for children as well as a whole page dedicated to solutions.

euronews.com/green/eco-innovation

This is another news site. For the positive news, I recommend their ‘Innovation’ pages, and some of their series (like ‘Low-impact living’).

Not All Bad News

It’s
Orð / Words: Samantha Cone · Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir

into one of need, conflated and tainted by association with developed countries. In the African continent for example, viewpoints regarding greener economies are intricately tied to the shadow of capitalism, and even the most willing participants are bottlenecked by a lack of resources and funding for green initiatives 5) .

Local Initiatives

Close to home, the Icelandic government has been a strong voice in leading the world towards better policies, with a wealth of studies commissioned and explained for the general populace 6) . Indeed, with its possible disruption to the fishing industry by acidification of the oceans, it is not surprising that the government has much to be concerned about. Indeed, even the industries in Iceland, though typically of the polluting kind (e.g. aluminium smelters) have taken decisive action towards undoing carbon emissions 7) . One might argue, then, that by and large climate change has been well accounted for, though facts 8) about climate change are routinely updated and it remains a major threat to human survival. The University has also hosted several symposia over the years on renewable energy resources including the hydrogen economy.

Rising Concerns

The real issue with climate change and environmental preservation is the timescale of its operation. In contrast to even the COVID-19 pandemic, which left much of the world devastated, the ill effects of climate change will remain an issue for decades or even cen -

turies. Most people are ill-equipped to deal with such timescales, and even though a section of the youth have been adamant in their fight for the climate (exemplified by the work of the intrepid Greta Thunberg 9) ), our attention spans are decreasing with an increase in social media consumption 10) and climate change is increasingly among the list of topics to be delegated to a later time. This is disastrous. It cannot be understated that climate change and its effects, once they start coming into play, will not leave humanity with anything other than the option to flee. Earthquakes, droughts, even predicted, cannot be mitigated in any meaningful way. Unlike the pandemic which had a man-made solution, there is no single silver bullet to handle the ill effects of generational neglect for the environment.

Towards Stability

Given that regulations and policy go hand in hand, it would be best to find a way to agglomerate the best practices across countries. This is typically limited by trade-secrets and finances, but if the pandemic has shown anything, it is that the world is capable of coming together and sharing resources towards a common good. The time is now to make climate change that next cause. It is unfortunately no longer enough to have a series of national initiatives, and the interplay between disciplines is of extreme importance, as well as stronger controls for fake news when it comes to climate change and the environment.

5) Lombrana, L. M., Suguazzin, A., & Munshi, N. (2023, February 7). What Africa Needs to Go Green Is Finance. Bloomberg.

6) Climate change. (n.d.). Government of Iceland | Government of Iceland.

7) Veal, L. (n.d.). How Iceland is undoing carbon emissions for good. BBC page.

8) Nicklen, P., & Nat Geo Image Collection. (2021, October 30). 26 facts that bring home the reality of climate change. National Geographic.

9) Greta Thunberg reflects on living through multiple crises in a 'post-truth society'. (2020, November 2). National Geographic.

10) Is social media destroying our attention spans? (n.d.). Psychology Today.

Menningarlegt áhugaleysi og tregða í umhverfismálum Cultural Apathy and Inertia Around Environmental Issues 35 [ ...
... ]
Continued from page 32!
*Á EKKI VIÐ UM SKOT, KÖKUR EÐA ÖNNUR TILBOÐ
SAMLOKA! Náðu í appið FYLGDU ÞESSUM SKREFUM Náðu í JOE appið Kláraðu 1. pöntunina Fáðu FRÍA samloku 1 2 3 JOEANDTHEJUICE.IS @joeandthejuiceiceland
FRÍ

Musings from Reykjavík’s Sister Rain City Musings from Reykjavík’s Sister Rain City

eldsneyti, en veðrið þar reyndist of hráslagalegt. Ég eyddi því stórhátíðardeginum í Keflavík, en slapp þó blessunarlega við að sofa í hlöðu eða á flugvallargólfinu eins og sum ykkar gætu hafa lent í rétt fyrir jól (ég náði að minnsta kosti að fljúga út á jóladag). Það er orðið auðvelt að bera saman kolefnisspor með Google Flights (og bera saman kolefnisspor rétta með nýja Matarspori Hámu, hafið augun opin!), en það sem vakti mig þó frekar til umhugsunar var ástæðan fyrir því að fluginu mínu var aflýst. Þó að það sé ekki jafn áþreifanlegt og að dæla bens ín i sjálf(ur/t) þá fylgir ferðalögum mínum stöðug eldsneytisnotkun, og meira en nóg af henni vegna alls konar breytilegra þátta. Ég veit að Icelandair stefnir að því að bjóða upp á innanlandsflug án kolefnisspors fyrir árið 2030, og á sama tíma og mig langar að takmarka ferðalög mín, sé ég sparneytnari og sjálfbærari flugferðir yfir Atlantshafið við sjóndeildarhringinn.

líta á þau sem loftslagsflóttamenn í vissum skilningi. Þau eru vissulega þeim forréttindum gædd að hafa efnahagslegan kost á því að flytja sig um set, sem aðrir í Kaliforníu og annars staðar í heiminum hafa ekki alltaf, en samt neyðast þau til þess. Ein af meginástæðunum fyrir því að ég flutti sjálf frá Washington-fylki var til að forðast æ lengri og, að mínu mati, óbærilegri skógareldatímabil (reyndar fyllir reykurinn mig stundum þáþrá í garð dvalar minnar í litríku Kolkata og brælunnar þar, hversu sorglegt er það?). Ég hef þó allavega reynsluna á bak við mig ef einhvert eldfjallið gýs á næstunni og sá dagur rennur upp að ég kynnist Reykjavík sem réttnefndri - vík reykjanna.

Besta leiðin

Mér finnst ég ekki eiga rétt á því að varpa fram stórum staðhæfingum varðandi umhverfisvernd í íslensku samhengi. Hins vegar, á meðan ég

langt), en þar er moltugerð fest í lög og rusl er ötullega fjarlægt af gangstéttarbrúnum af hálfu sorpsöfnunarþjónustu (ég hlakka til þess að sjá þessa þjónustu verða að veruleika í Reykjavík á þessu ári). Hins vegar eru almenningssamgöngur Seattle og strætókerfið í sýslunni frekar Besta leiðin til að ílengjast á leið sinni eitthvert, verða sein(n/t), verða vitni að rifrildi og sitja í skítugu sæti. Ég er að telja upp það versta - ég hef átt margar friðsælar og hagkvæmar strætóferðir og samgöngukerfið er að breytast til hins betra. Engu að síður getur bíll, eftir því hvar þú býrð, aukið lífsgæði verulega - meira að segja í „grænu“ Seattle. Hvað hjólreiðastíga og -akreinar varðar, þá eru þær til og mörg kjósa að hjóla, en eru oft illa afmarkaðar og slys þar af leiðandi of algeng. Ég geri mér grein fyrir því að Bandaríkin eru alls ekki staðallinn sem Ísland lítur til hvað þetta varðar. Mér líður líka oft eins og ég sé í rússíbana í strætó á Íslandi, og Klappklúðr-

Þýðing
37
Sylvi Elise Thorstenson
/ Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir

ið er pirrandi. Svo er auðvelt að skilja hvers vegna fólk kýs einkabílinn hér á landi, sérstaklega í ljósi kaldranalega veðurfarsins, þar sem bíll er vernd og velkomin flóttaleið frá veðrinu. En vonandi getum við einn daginn talað um Bestu leiðina án nokkurrar kaldhæðni og séð öruggar akreinar fyrir hjólreiðafólk líta dagsins ljós. Shoutout til allra sem tóku þátt í Hjólum í skólann nú í haust, farið varlega þarna úti á þessum árstíma, og fylgist með - það eru fleiri hjólaskýli á háskólasvæðinu framundan. Vonandi sjáum við meira fjármagn renna til Strætó í framtíðinni svo það séu fleiri möguleikar, og einhver möguleiki, að komast til Keflavíkur (svo við getum eytt jólunum þar í næstu lægð).

Ægisíða

Á einum tímapunkti yfir hátíðirnar kom fjarskyldur ættingi minn í heimsókn til Seattle (forfeður mínir fluttust frá Íslandi á 19. öld, hans héldu kyrru fyrir). Hann talaði um Ægisíðu og andlegt mikilvægi hennar fyrir hann og konu hans, sérstaklega í miðjum heimsfaraldri. Ég var reyndar ekki á Íslandi í samkomubanninu, en ég tengdi við orð hans og lífsorkuna sem Ægisíðuna getur veitt manni. Tengjum við ekki öll? Að þessu sögðu, ef það er ekki of hráslagalegt úti eða

úr

klukkan of margt, býð ég þér að leggja þetta frá þér, fara í gönguferð og anda að þér hafgolunni.

24.12.22

My plan was to fly out of Iceland on Christmas Eve and slide into Seattle (a sister city of Reykjavík, by the way) fashionably late to my family gathering. Due to strong headwinds, the plane would have needed to stop in the Midwestern US to refuel, but the weather there was too inclement. So I spent the holiday at Keflavík, although I was lucky enough to avoid having to sleep in a stable or the airport floor as some of you may have had to days before (side note: I was able to fly out on Christmas Day). Granted, Google Flights makes it easy to compare carbon footprints (and so does Háma when comparing food options with the newly introduced Matarspor, keep your eye out!). Yet it was the explanation of the cancellation that struck me how, while not as tangible as when I pump gas myself, my air travel certainly consumes fuel, and a concrete amount based on variable factors. I know Icelandair plans to achieve carbon-free domestic flights by 2030, and while I’ll try to limit my travel,

I anticipate more fuel efficient cross-Atlantic flights in the future.

Climate refugee

In a conversation with friends at home, they shared how their son and family plan to move from California (a state wracked by drought, wildfires, and recently floods) north to Washington state upon retirement, and how they thought of them as climate refugees in a sense. Granted, they have a degree of economic mobility not everyone in California or other parts of the world have, yet they are still forced to the brink. One of the reasons I myself moved away from Washington state was to avoid increasingly long and, in my opinion, unbearable wildfire seasons (although when the smoke is bad I feel somewhat nostalgic for my stay in colorful Kolkata with its accompanying smog, how sad is that?). At any rate, I have some experience if an eruption occurs and I ever know Reykjavík as a smoky bay.

 38
Hugleiðing
systurborg Reykjavíkur Hugleiðing úr systurborg Reykjavíkur

I don’t feel I have the right to say anything prescriptive regarding environmental stewardship in the Icelandic context. However, while acknowledging my own fuel consumption travelling back and forth between the States, I may offer a bit of perspective by way of comparison of the two cities’ public transportation systems. Seattle is known to be an environmentally conscious city as far as the US goes (which I know isn’t saying a lot) and there is, for example, mandated composting and a robust curbside compost collection service (I look forward to this coming to Reykjavík this year). However, I would think of the Seattle and county bus system more as the Best way to lengthen the time it takes to get somewhere, be late, maybe witness an altercation, and sit on a dirty seat. I am stating the worst here - I have had many peaceful and timely bus rides, there are

everyday commuters and light rails are available for particular routes and expanding. Nevertheless, depending on where you live, your quality of life is arguably better with an automobile even in ´green´ Seattle. As far as bike lanes, they exist and there are many bike commuters, but few lanes are divided from major roads by more than a marking and accidents and fatalities are too common. I understand the US is not the standard to which Iceland aspires. Also I often feel like I am on a roller coaster when riding the bus in Reykjavík, and the Klappið issues are annoying. And I acknowledge that cars are convenient, not the least to keep from freezing while getting around in a frigid climate, and can serve as an escape and shelter. But here’s to a place where Besta leiðin can be read seriously and protected bike paths abound. Shout out to all of you who participated in the Bike to School week in the fall, be careful

out there at this time of year, and look out for more bike shelters coming on campus. And here’s to more state investment in Strætó so that there is any way at all, and more ways to get to Keflavík (so we can spend Christmas there).

Ægisíða

At one point over the holiday I met up with a distant Icelandic relative who was visiting Seattle (my ancestors left in the 1800s, his stayed), and he remarked how Ægisíða had an almost spiritual significance for him and his wife, especially during COVID. While I was not in Iceland during the lockdown, I could relate to it being a life-giving escape. Can’t we all? So, if it’s not too cold, windy or late, and as long as you’re not skipping an important obligation, I invite you to set this down, take a walk and go breathe in the sea.

39
Hugleiðing
Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos @ augljos.is • www.augljos.is LASER AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir
Sylvi Elise Thorstenson Musings from Reykjavík’s Sister Rain City
úr systurborg Reykjavíkur
Við erum á Facebook og Instagram /Augljos
Besta leiðin

TILRAUN TIL AÐ ELSKA STRÆTÓ

Í ágúst fjárfesti ég í fyrsta sinn í árskorti í strætó. Ég tók þá ákvörðun eftir að ég heyrði sögu af bíl sem var á leið í viðgerð, en hætt var við það vegna þess að það hefði kostað rúmar 800.000kr. Það er á við tíu árskort í strætó, hugsaði ég þá. Tíu ár af ótakmörkuðum strætóferðum til þess að gera við bíl sem líklega hefði bilað aftur mánuði seinna. Það var því það fyrsta sem ég gerði, þegar ég skráði mig í háskólann í haust, að kaupa nemakort á hálfvirði. Umrædd viðgerð var á við tuttugu ár af ótakmörkuðum strætóferðum í samanburði.

Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar; ég hef tekið strætó í mörgum storminum, farið út á vitlausu stoppi, farið upp í vitlausan strætó og áttað mig á því þegar ég hef verið komin hálfa leið upp í Grafarholt.

Það gengur á ýmsu, en þetta er á vissan hátt frjálsari og auðveldari lífsháttur en sá sem ég hafði þegar ég keyrði bíl á hverjum degi.

Það kom mér á óvart hversu frelsandi mér þótti það að þurfa ekki sjálf að sitja við stjórnvölinn, að taka ákvarðanir sí og æ sem gætu haft gríðarlega miklar afleiðingar, jafnvel kostað mannslíf. Fer ég áfram á þessum ljósum þó ljósið sé appelsínugult? Á ég að fara núna inn á þetta hringtorg? En núna? En núna? En núna?

Óbeit mín á hringtorgum hefur eflaust haft örlítil áhrif á það hversu mikil þolinmæði mín gagnvart strætó er, en því lengur sem ég nýti mér almenningssamgöngur því betur kann ég að meta þær. Ég hef kynnst borginni á nýjan hátt, uppgötvað heilu hverfin í nánast barnslegri undrun, ég hef farið óvart út á vitlausu stoppi en grætt á því góðan göngutúr.

Ég geri mér fulla grein fyrir því hvað Strætó er þrotað fyrirtæki (sjá hinn pistilinn minn í þessu tölublaði

fyrir þá umræðu), en málið er að ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem ég á með sjálfri mér í þessum ferðum og þær vega mun þyngra en þær erfiðu sem ég á í þau örfáu skipti sem eitthvað kemur fyrir. Þegar ég skrifa þennan pistil sit ég ein í annars tómum strætisvagni. Ég sit á uppáhaldsstaðnum mínum, fyrsta sæti eftir upphækkun, með handriði fyrir framan og gott útsýni yfir vagninn. Vinstra megin við ganginn. Ég er á leið úr skóla, klukkan er fimm (háannatími) og það er afleitt veður. Ég fer inn á Hagatorgi, þetta er strætó númer ellefu sem mun ferja mig nánast upp að dyrum, þangað sem ég ætla. Á Lækjartorgi stígur maður á aldur við mig inn í vagninn. Hann er á leið úr ríkinu, með tvær kippur af bjór. Líklega ekki að fara langt. Heimapartí, geri ég ráð fyrir, því enginn nennir á djammið í svona veðri. Um leið drepur vagninn á sér. Ónei. Ég hugsa með mér að ég sé þó glöð með að vera komin af Hagatorgi og niður í miðbæ, þar sem ég get skipt yfir í 13 án þess að þurfa að bíða of lengi. Bílstjórinn þarf að stíga oft á bensínið, þenja vélina til að geta haldið áfram. En honum tekst það og við höldum á næsta stopp. Þar koma inn fimm bandarískir ferðamenn og einn maður með fjallahjól, eflaust að flýja veðrið. Þrjú stopp í viðbót og inn kemur einn maður með húfu. Á Hlemmi verða umskipti eins og alltaf, maðurinn á hjólinu fer út, inn koma tvö börn, þrír ferðamenn spyrja um verðið en hætta síðan við eftir að þau heyra hvað ein ferð kostar. Strætóinn drepur á sér á hverju stoppi og berst við að taka af stað í hvert skipti. Ég spring af þakklæti við bílstjórann fyrir það að koma mér á leiðarenda í þessu brjálaða veðri. Um leið veit ég að ég á ekki að vera þakklát. Þetta

er þjónusta sem á að vera til staðar. En ég er samt þakklát.

Ég held þessum staðreyndum til haga vegna þess að ég las fyrir ekki svo löngu pistil eftir eldri mann sem hélt því fram að strætisvagnar ferðuðust hálftómir um götur borgarinnar – og því ætti að hætta að fjármagna almenningssamgöngur. Hann hafði tekið strætó inn í Kópavog um miðjan dag og ekki séð hræðu. Við því segi ég: ég tek strætó á öllum tímum dagsins og hann er aldrei tómur. Á þessari stuttu ferð minni frá háskólanum og upp í Fellsmúla voru að minnsta kosti tíu manns sem komust leiðar sinnar, og þó vagninn hafi verið tómur í stutta stund, var hann það ekki lengi.

Ég hef fylgst með því í vetur hvernig strætisvögnunum hefur ekki verið haldið við að neinu ráði. Strætó númer 15 er beyglaður að framan. Klappskjárinn í 12 virkar sjaldan eða aldrei. Áfangastaðirnir birtast sem pixlamyndir í einum strætó, eflaust hinni tólfunni. Svo er einn strætó sem gefur frá sér prumpuhljóð í hvert sinn sem hann fer yfir hraðahindrun. Ég skemmti mér yfirleitt yfir þessum litlu smáatriðum, eins og þetta séu persónueinkenni vagnanna, þó ég viti innra með mér að strætisvagn sem ferjar kannski hundrað manns á dag ætti alltaf að vera í toppstandi. Öll farartæki krefjast viðhalds. Líka strætóar.

Ég lagði upp með að skrifa pistil sem myndi hvetja fólk til þess að taka strætó, enda brenn ég mikið fyrir því að sem flest nýti sér þessa þjónustu sem er nú þegar til staðar. Því fleiri sem taka strætó, því færri keyra bíla, því betra loftslag og minni umferð.

40
Þýðing / Translation: Magdalena Björnsdóttir Birgitta Björg Guðmarsdóttir

AN ATTEMPT TO LOVE THE BUS

In August, for the first time ever, I purchased an annual bus pass. I made the decision after hearing a story about a car that needed to be repaired, but the owner changed their mind because it would have cost around 800.000 kr. That’s equal to a ten year bus pass, I thought to myself. That’s ten years of unlimited bus rides to repair a car that would, in all likelihood, break down again a month later. So the first thing I did when I enrolled in university this fall was to buy a student bus pass, for half the price. In comparison, the aforementioned car repair was equal to twenty years of unlimited bus rides.

A lot has happened since then; I’ve taken the bus in stormy weather, gotten out at the wrong stop, taken the wrong bus and realized mid-ride that we were actually headed to Grafarholt. So it goes, but taking the bus is in many ways an easier and more freeing lifestyle than driving your car every day.

It took me by surprise how liberating I found it to not be in the driver’s seat, making decisions that could potentially have extreme consequences and even result in someone’s death. Do I keep driving through this orange light? Should I get on this roundabout? How about now? Or now? Or now?

My dislike for roundabouts has undoubtedly affected my high tolerance for the bus. The longer I make use of public transportation, the more appreciation I have for it. I’ve gotten to know the city in a new way, discovered neighborhoods with an almost childlike wonder, gotten out at the wrong stop from which I gained a nice walk.

I fully realize that Strætó

is a company at its wit’s end (see my other article on said matter in this issue) but the thing is, I’m just so grateful for the time I have all to myself on these rides, and they outweigh the few times when something unexpected happens.

As I write this article, I’m the only passenger on the bus. I’m sat in my favorite seat, the first seat on the raised platform, with the handrail in front of me and a good view of the front end. Left side. It’s 5 o’clock, I’m on my way from school, and the weather is horrendous. I get in at Hagatorg, bus number 11, which will drop me right onto the doorstep, or just about, of where I’m going.

When we reach Lækjartorg, a man around the same age as me gets on the bus. He’s just come from the liquor store, carrying two sixpacks. He’s probably not going too far. I assume he’s going to a house party - no one wants to party downtown in this weather. At that very moment, the engine sputters and stops. Oh, no. I think to myself that I’m happy to be downtown and not at Hagatorg. Here I can switch to number 13 without waiting too long. The driver needs to floor the gas quite a few times to get the engine going. He succeeds and we carry on to the next stop. Here, five American tourists get on and a man with a mountain bike, probably fleeing the weather. Three more stops and in comes a man with a hood. At Hlemmur there’s a transition like always. The man with the bike gets off and two kids and three tourists enter the bus, who quickly change their minds after hearing how much one ride costs. The engine dies at every stop, and the driver gives it his all to get it going again. I feel im-

mense gratitude towards the driver for getting me to my destination in these weather conditions. However, I know I shouldn’t be grateful. This is a service that should be available. But still, I am grateful.

I make note of these facts because, not long ago, I read an article written by an older man who argued that buses were riding the streets half empty – and we should therefore stop the funding of public transportation. He had apparently taken the bus to Kópavogur in the middle of the day and not seen a soul. To that I say: I take the bus at all hours and it is never empty. On my short trip from the university to Fellsmúli there were at least ten people, all of whom reached their destinations safely. If it so happened that the bus was empty, it was only for a brief period of time.

This winter I’ve noticed that the buses haven’t been maintained very well. Bus number 15 has a dent on the front. The screen in bus 12 rarely works, if ever. Destinations appear pixelated on the screen of the other number 12. Then there’s a bus that makes farting noises each time it goes over a speed bump. I’m usually quite entertained by these details. It’s as if they’re the buses’ character traits. However, I know deep down that a bus which transports approximately 100 passengers a day should always be in top shape. All vehicles require maintenance, even buses.

I wrote this article in the hopes of encouraging people to use public transportation, since it’s something I care deeply about. When more people take the bus, fewer people drive cars. That means an improved climate and less traffic.

41
Birgitta Björg Guðmarsdóttir An Attempt To Love the Bus Tilraun til að elska strætó

Við fyrstu sýn virðast femínismi og umhverfismál ekki eiga svo mikið sameiginlegt, virðast jafnvel vera málefni stödd á sitthvorum pólnum - félagslegum og vísindalegum. En köfum aðeins dýpra undir yfirborðið. Ef við lítum til nálgunar félagslegrar vistfræði (e. social-ecological approach) eiga umhverfisvandamál uppruna sinn að rekja til rótgróinna félagslegra vandamála. Afar náin tengsl eru á milli hins félagslega og hins náttúrulega og hvorugt gengur upp án hins.

Hér á eftir verður fjallað um hugtakið loftslagsþol (e. climate resilience), getu einstaklinga til þess að undirbúa sig fyrir og/eða bregðast við bæði bráðum og langvarandi áhrifum hamfara tengdum loftslagsbreytingum.

Augljóst er að loftslagsbreytingar eru nú þegar farnar að hafa áhrif á daglegt líf fólks um allan heim. Flestallir íbúar heimsins búa í borgum og því er nauðsynlegt að tækla umhverfisvanda innan borgarmarkanna. Forsenda þess að byggja upp loftslagsþolnar borgir og svæði er að beina sjónum sínum að hinum alltumlykjandi og mikilvægu félagslegu þáttum. Nauðsynlegt er að taka til greina ólíkar afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Til dæmis eru konur líklegri til að verða fyrir neikvæðum og alvarlegum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga en karlar 1) . Við viljum öll búa í réttlátum heimi þar sem öll hafa jöfn tækifæri á öllum sviðum. Að því þarf alltaf að huga, því án kynjajafnréttis er ekkert loftslagsjafnrétti.

Þessi grein hefst á svartsýnni umfjöllun um ójafna stöðu kynjanna gagnvart loftslagsbreytingum en ég lofa að hún endar vel; á bjartsýnni umfjöllun um kosti þess að hafa feminíska hugmyndafræði að leiðarljósi við sjálfbæra hönnun nútímaumhverfis.

Umhverfismál

Kynjamisrétti á sér stað, alltaf og alls staðar. Merki þess má einnig sjá í hinu byggða umhverfi. Sé sjónum beint að borgum heimsins er greinilegt að þar hafa karlmenn setið við stjórnvölinn hingað til, karlmenn sem hafa hannað borgarumhverfi með þarfir annarra karla í huga. Það er ekki pláss fyrir konur í nútímaborgum, borgarumhverfið er ekki hannað með þeirra þarfir í huga. Dæmi um slíkt ójafnrétti eru mýmörg, m.a. almenningssamgöngukerfi sem ekki hentar daglegu amstri, skortur á götulýsingu og svæðisskipting (e. zoning). En ljóst er að finna má fyrir neikvæðum afleiðingum ójafnréttis á enn stærri skala; um allan heim, í þéttbýli sem og dreifbýli og á óbyggðum svæðum. Áhrifin eru mismunandi eftir svæðum en í dag virðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga bitna á konum í hnattræna Suðrinu.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur, og aðrir minnihlutahópar, eru líklegri til að verða fyrir alvarlegum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga en aðrir hópar samfélagsins. Þ.e. konur hafa minna loftslagsþol en aðrir samfélagshópar. Fyrir þessu eru margar ástæður og verður fjallað um nokkrar þeirra hér. Til dæmis eru konur (og aðrir minnihlutahópar) líklegri til að búa við fátækt en aðrir hópar samfélagsins. Fátækt fólk er líklegra til að upplifa slæmar afleiðingar loftslagsbreytinga vegna þess að fátækt fólk á erfiðara með að koma undir sig fótunum eftir hamfarir, ef þau hafa til dæmis misst allt sitt. Konur eru einnig líklegri en karlar til að vera bundnar við einhvers konar umönnunarstörf heima fyrir. Að bera ábyrgð á börnum eða gamalmennum dregur úr hreyfanleika þeirra; líkamlega séð eiga þær gjarnan erfiðara með að flýja. Þetta gerir þeim bæði erfiðara að flýja undan bráðum hamförum líkt og flóðum og flóðbylgjum sem og hægari hamförum eins og þurrkum. Konur eru líklegri en önnur til að búa í húsnæði sem er berskjaldað fyrir náttúruhamförum en það er einmitt nátengt þeirri staðreynd að

1) Eins og staðan er í dag eru gögn um áhrif loftslagsbreytinga hvað kynsegin fólk varðar af skornum skammti, en þar sem rannsóknir benda sannarlega til að sterk tengsl séu á milli kynjamisréttis og áhrifa loftslagsbreytinga, er líklegt að kynsegin fólk sé einnig berskjaldaðra fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga en karlmenn.

42 Þýðing / Translation: Dagmar Óladóttir og Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Luis Schneiderhan Feminism and Sustainable Development Femínismi og sjálfbær þróun

konur eru líklegri en önnur til að búa við fátækt. Konur eru einnig líklegri en önnur til að láta lífið í atburðum tengdum náttúruhamförum. Sem dæmi má nefna að um 70% látinna í kjölfar flóðbylgjunnar í Indlandshafi árið 2004 voru konur. Ástæðan? Þeim hefur ekki verið kennt að synda og gátu því enga björg sér veitt þegar sjórinn gekk langt inn á land. Rannsóknir sýna að aukin tíðni kynbundins ofbeldis er fylgikvilli náttúruhamfara. Hamförum fylgir glundroði, óreiða og ótti. Flóttafólk hefst við í skýlum sem eru misvel skipulögð. Infrastrúktúr er eyðilagður í hamförum og lýsingu er ábótavant í kjölfar eyðileggingar og rafmagnsleysis. Allt eru þetta aðstæður sem ýta undir kynbundið ofbeldi.

Borgarhönnun

Í gegnum tíðina hafa áherslur í hönnun og skipulagi borga átt sinn þátt í að viðhalda misrétti. Borgir eru, og hafa verið, hannaðar af körlum með þarfir annarra karla í huga. Því býr um helmingur mannkyns við heft aðgengi að nærumhverfi sínu, og öllum ætti að vera ljóst að í því er ekki fólgin sjálfbærni. Að laga og bæta hið byggða umhverfi þýðir, meðal annars, að draga úr áhrifum loftslags-

breytinga á minnihlutahópa. Sjálfbær borg er aðgengileg öllum og býður öllum íbúum jöfn tækifæri. Flestar lausnir sem beinast að bættum veruleika minnihlutahópa bæta á sama tíma veruleika annarra íbúa, því má segja að inngilding (e. inclusivity) sé lykillinn að lausninni.

Eitt einkenni feminískra áherslna í borgarhönnun eru umhverfisvænar lausnir; þétting byggðar, blönduð hverfi, götur með áherslu á velferð gangandi vegfarenda. Einnig má nefna áherslu á pláss fyrir öll; í hjólastól, með barnavagn eða haldandi í hönd barns, eða tveggja. Einnig er staðreynd að konur eru líklegri en karlar til að velja umhverfisvæna samgöngumáta, sérstaklega almenningssamgöngur. Því er brýnt að tryggja gott aðgengi að umhverfisvænum samgöngum, fyrir öll en sérstaklega fyrir konur og Jörðina.

At first glance, feminism and environmental issues may not seem to have a lot in common, and may even appear to be two completely separate fields - one being of a more social nature while the other relates to empirical science. But let’s dive deeper. From a socio-ecological perspective, environmental challenges can be traced back to deeply ingrained social issues. The social and the scientific are strongly connected, and neither can exist without the other.

Later on, we’ll discuss the term climate resilience , an individual’s ability to prepare for and/or respond to both sudden as well as continual consequences related to climate change.

It’s evident that climate change has already started to affect people’s daily lives all over the world. Most citizens of the world live in cities, which means that climate-related issues within city limits must be addressed and dealt with. The premise of building climate resilient cities and regions is to look to paramount and all-encompassing social aspects. We must consider the various consequences of climate change and how they relate to different groups in our society. For example, women are more likely to suffer from serious effects related to climate change than men 2) .

We all want to live in a just world where everyone has a chance to live a good life. It needs to be at the top of our minds at all times, because without gender equality there is no climate justice.

2) As of yet, data on the effects of climate change regarding transgender and non-binary people is scarce, but as existing data suggests that gender inequality and climate change are closely linked, it’s more than likely that they, too, are more vulnerable than men to the effects of climate change.

///
43 Dagmar Óladóttir

Feminism & Sustainable Development

This article starts with a pessimistic discussion on inequality and climate change but I promise that it has a brighter ending; an optimistic discussion regarding the advantages of assuming a feminist approach to build the modern environment in a sustainable manner.

Climate Matters

Gender inequality, unfortunately, occurs always and everywhere. Signs of gender inequality can also be seen in the urban environment. If you look closely at today’s cities it is clear that cis, white males have controlled the planning and design of cities for hundreds of years. Men have been in charge and planned cities with the needs of other men in mind. This excludes all other groups in society besides men and restricts their access to the city, as they are not planned with their needs in mind. Examples of such inequalities are for example public transportation systems, lack of light in the streets and zoning. Clearly, the negative effects of inequality can also be felt on a larger scale; all around the world, both in rural and urban areas, though it differs based on areas. As of today, negative consequences of climate change have the greatest effect on women in the global South.

Research has shown that women and other minority groups are more likely to be affected by climate change than other groups in society. That is; women are less climate resilient than others. There are several reasons behind this statement and some of them will be discussed here. Women are for example more likely to live in poverty than others. Poor people are more likely than others to be affected by climate change because of their difficulties in getting back on their feet following natural hazards like floods or earthquakes. Women are also more likely to have caregiving obligations at home. They are more likely to be responsible for the care of elderly family members or children and this reduces their mobility, so they physically have more difficulties regarding escape from disasters. This affects their ability to flee from sudden disasters like floods and tsunamis as well as long-term disasters like droughts. Women are more likely than others to live in housing that is vulnerable to disasters; a fact

closely related to that which I’ve stated earlier - women are more likely than others to live in poverty. Women are also more likely than others to lose their lives in natural hazards. For example, around 70% of those who died in the tsunami in the Indian ocean in 2004 were women. The reason? They had not been taught how to swim and could therefore not save themselves when the wave devastated the land. Research also shows that increased frequencies of sexual assaults are one of the consequences of disasters. Disasters are followed by chaos and fear. Refugees seek shelter in camps that are normally not well planned. The infrastructure of society is often destroyed in natural hazards and lighting is missing in the wake of destruction and lack of electricity. These are all circumstances that pander sexual violence.

City Planning

Certain aspects of city planning and design have played a role in maintaining injustice within different groups of society. Cities are, and have been, designed by men with the needs of other men in mind. This leads to around half of humanity having restricted access to their closest environment - clearly an unsustainable situation. In order to make the built environment better it is necessary to decrease the effect of climate change on minority groups. A sustainable city is accessible to all and offers equal rights to every citizen. Most solutions that are meant to make the life of minority groups better make the life of other groups in society simultaneously better. This leads to the conclusion that inclusivity is the key to the solution.

One of the characteristics of feminist city design is sustainable solutions such as urban density, mixed neighbourhoods, streets focused on the safety of pedestrians and space for all; wheelchair users, people with strollers or children by their side. Women are also more likely than men to choose environmental transportation methods, especially public transport. That’s why it’s important to guarantee good access to environmental transportation for all, but especially for women and the Earth.

44 Feminism and Sustainable Development Femínismi
og sjálfbær þróun

Utanaðkomandi sjónarhorn á hið kunnuglega

Þegar ég heyrði að þema þriðja tölublaðs Stúdentablaðsins (það fyrsta sem ég tek þátt í), væri umhverfið varð mér orða vant um stund. Mér er annt um umhverfið. Ég kem frá þorpi þar sem þýska endurvinnslukerfið er kennt samhliða stafrófinu, auðvitað læt ég mig þetta varða! En hvernig ætti ég að skrifa um þetta málefni? Sérstaklega þar sem ég veit að það er til fullt af fólki sem býr að mun meiri vísindalegri þekkingu og getur gert náttúru og loftslagsbreytingum óendanlega betri skil. Ég er mikill dægurmenningarnörd, gef frá mér kexruglaða enskunemaorku og vonast til þess að gerast sérvitur menningarblaðamaður einn daginn. Hvað hef ég fram að færa um umhverfið?

Ég fylgi aðalatriðunum, held ég. Í heiðarleika sagt haldast þau í hendur við fjárhag stúdents sem vonast til að geta dregið upp lífið með skrifum. Ég reyni að spara vatn og orku, ég nýti mér almenningssamgöngur, ég kem með eigin poka í búðina, ég kaupi notað og reyni að flokka eigið rusl eins og ég get. Þetta er ég vön að gera heima í Þýskalandi. En málið er að ég er ekki í Þýskalandi. Ég flutti til Íslands í þeim tilgangi að stunda nám hér, rétt eins og faðir minn gerði seint á níunda áratugnum, bara í öfuga átt. Og ég gæti vel hugsað mér að vera hérna ef ég næ að rifja upp íslenskuna nógu vel. Þetta gæti hæglega orðið varanlegt umhverfi fyrir mig (að hugsa sér).

Eftirnafn mitt gefur ykkur ef til vill vísbendingu um að ég er langt frá því að vera ókunnug Íslandi. Ég ferðaðist hingað með föður mínum til að hitta föðurfjölskylduna mína á hverju sumri, og stundum um jólin. Ég horfði á Latabæ áður en þættirnir fóru í loftið í þýsku sjónvarpi. Ég fékk kleinur og kókómjólk með mér í

nesti í gönguferðum ásamt nýtíndum bláberjum. Og nýlega lærði ég að sundlaugin sem ég fer alltaf í er sama laugin og afi minn kenndi föður mínum að synda í. Ótrúlegt, ekki satt? Ég er virkilega tengd þessari eyju. Ég fór að sjá fossa, eldfjöll og hveri á hverju ári í æsku minni, á meðan flestir bekkjarfélagar mínir sáu slíkt aðeins í sjónvarpinu. Fyrir þeim hefði ég allt eins getað farið til Miðgarðs.

En á sama tíma hef ég aldrei og verð aldrei innfædd hér. Það eru smáatriði í tungumálinu og menningarlegar skírskotanir sem ég mun aldrei ná almennilega. Það er allt í lagi, held ég. Ég hef átt mun auðveldara með að flytja hingað en mörg (blessuð kennitalan skiptir sköpum). En ég held

að það að standa með annan fótinn fyrir innan og hinn fyrir utan gefi mér annars konar sjónarhorn.

Þó ég sakni ákveðinna búða, lesta og heilbrigðiskerfisins sem ég er vön, þá er ýmislegt sem má segja um það að geta litið út um gluggann á hverjum degi og séð alvöru fjöll! Þetta hljómar ef til vill lítilfjörlegt (í samanburði við víðfeðmt lestarkerfi á landsvísu) en ég get ekki lagt næga áherslu á hversu kúl það er að horfast í augu við stærð og mikilfengleika náttúrunnar á hverjum degi. Já, meira að segja þegar veðrið er glatað. Hér á Íslandi skynjar man alvöru rými, gríðarlega víðáttu, jafnvel hér í Reykjavík, sem ég er ekki viss um að þau sem eru vön því finni fyrir dagsdaglega.

Lifandi umhverfi:
Catherine Magnúsdóttir

Living Environment: An Outside Perspective on the Familiar

Ég vil ekki detta í of mikla klisju.

„Íslendingar, verið þakklát fyrir náttúruna ykkar!“

„Takið eftir fegurðinni í kringum ykkur!“

Við föttum.

…en þetta er samt satt.

Vitið þið hversu nett það er að hafið sé við hliðina á manni þegar man hefur eytt síðustu fimm árum í stórri, þröngri og flatri borg sem byrgir sýn manns á sjóndeildarhringinn og stillir loftið (ég er ekki að reyna að skjóta á stórborgarfólk, en þetta átti ekki við mig)? Ég kann að meta það að geta

komist hátt upp í höfuðborginni þar sem ég get horft yfir landslagið og ekki séð fyrir endann á víðáttunni, hvort sem það er heimskautablágrámi sjávarins eða grófur jarðvegur hraunsins sem eitt sinn glæddi þessa eyju glóandi lífi.

Og loftið! Ég gæti ort ódýr ljóð um loftgæðin hér en ég held að það sé nóg að segja að hér líður mér eins og ég geti raunverulega andað. Man áttar sig ekki á því hvers konar súrefnisskort man hefur upplifað þar til man getur loks dregið andann djúpt.

Að sjálfsögðu er ekkert umhverfi fullkomið. Það eru ýmis atriði sem geta verið pirrandi, atriði sem þarf að laga, atriði sem þarf að breyta eða losna

við. Ég þarf ekki að segja ykkur að Íslendingar gætu staðið sig betur í flokkun og urðun rusls og að það séu allt of margir bílar í umferðinni. En ef til vill get ég beint athygli ykkar að ástæðunni fyrir því að við viljum finna lausnir, gera betur og bjarga því sem er sannarlega þess virði að bjarga. Því þessi staður er svo stórfenglega lifandi og persónulega myndi ég vilja halda því þannig, svo ég geti orðið ástfangin af þessu lifandi umhverfi, ögn meir á hverjum degi, þegar ég lít út um gluggann og dreg andann.

When I heard that the theme for this edition of the Student Paper (the first one I get to contribute to) had to do with the environment, I got a little stumped for a hot minute. I care about the environment. I’m a village brat that got taught the German recycling system along with the ABC, of course I care! But how was I going to write about it? Especially when I know there are people far more knowledgeable on the science of it that can be infinitely more articulate about nature and climate change? I’m a big pop culture nerd with deranged English major energy, hoping to become an eccentric culture journalist one day. What do I have to proclaim about the environment?

I follow the basics, I suppose. Honestly, they tend to go hand in hand with the means of a student hoping to get by with writing. I try to save water and energy, I use public transport, I bring my own grocery shopping bags, I go thrifting and I try to sort my trash as much as possible. Much like my routine back home in Germany. But here’s the thing, I’m not in Germany anymore.

///

I have actually moved to Iceland now to pursue a degree. Much like my father did in the early 90s - but in the opposite direction. And if I can brush up my Icelandic properly I could actually be here to stay. This could be my living environment for good (now here’s a thought).

My last name gives it away, but I’m no stranger to Iceland. My father brought me to his side of the family every summer and sometimes for Christmas. I saw episodes of Latibær (Lazy Town) before it aired in Germany. I got kleinur and kókómjólk as a hiking snack along with hand-picked blueberries. And I just recently learned that the pool I now frequent is the very spot where my grandfather taught my dad how to swim. Crazy, right? I’m extremely attached to this island. I got to see waterfalls, volcanoes and geysers every year growing up, while most of my classmates only got to see that on TV. To them, I might as well have gone to Middle Earth.

But at the same time, I have never been and never will be a native. There are nuances to the language and cultural references I will never truly get. That’s okay, I suppose. I’ve still had it a whole lot easier moving here than most people (that kennitala sure is everything). But I think maybe being in with one foot

and out with another can give me a different perspective.

For example, while I miss certain stores, trains and the healthcare system that I’m used to, there is something to be said about looking out your window every day and seeing proper mountains! This might seem like something trivial (compared to a vast network of regional and statewide trains) but I cannot overstate how cool it is to be confronted with nature’s might and vastness every single day. Yes, even when the weather is shitty. There is a sense of real space, a wide expanse, here in Iceland, even here in Reykjavík, that I’m not sure everyone who is used to it can feel on a daily basis.

I don’t want to get too cheesy.

“Appreciate your nature, Iceland!”

“See the beauty around you!”

We get it.

…It is true though.

Do you know how cool it is to have the freaking ocean next to you when you’ve spent the last five years in a big tight and flat city that hides the horizon and keeps the air still (I’m not trying to bash city folk, I’m just

saying, it wasn’t for me)? I like being able to reach an elevated spot in the capital here, to look out and never see an end to the vastness, be that the arctic blue-gray of the sea or the rough terrain of cooled down lava fields that once breathed burning life into this island.

And the air! I could wax cheap poetry about the air quality here but I think it’s enough to just say that here, I feel like I can truly breathe. You don’t realize how deprived of air you can be until you’re able to really take a deep breath.

No living environment is perfect, of course. There are things to be annoyed at, things that need improvement, things you should change or even leave behind. You don’t need me to tell you that Iceland could do a better job of sorting and disposing of trash and that there are too many cars around. But maybe I can redirect your attention back a little towards why we want to find solutions, improve things and save what is worth saving. Because this place feels so goddamn alive and personally, I would like to keep it that way so I can fall in love with my living environment a little more every day when I look out the window and take a breath.

47
Familiar Lifandi
Þýðing /
·
/
Catherine Magnúsdóttir Living Environment: An Outside Perspective on the
umhverfi: Utanaðkomandi sjónarhorn á hið kunnuglega
Translation: Birgitta Björg Guðmarsdóttir
Mynd
Photo: Hildur Örlygsdóttir

Sveitasinfónía Beethoven

Til er fræg mynd af snillingnum frá Bonn, Ludwig van Beethoven, sem máluð var af Joseph Karl Stieler. Myndin sýnir hinn staðfasta, hrekkjótta og kraftmikla tónsmið umkringdan skóglendi og augnaráð hans er ákaft og skarpt í leitinni að innblæstri fyrir sinfóníuna Missa Solemnis. Hann var heillaður af villtri náttúrunni og þekktur fyrir að hverfa inn í skóginn.

„Það elskar enginn náttúruna eins mikið og ég. Því bergmálið frá skóginum, trjánum og steinunum hlýtur að vera hljóðið sem mannkyn þráir að heyra.“

— Ludwig van Beethoven

Ást Beethoven á náttúrunni endurómar í sígildri sveitasinfóníu hans (nr. 6 í F-dúr, op. 68), tilfinningaþrungnum óði til umhverfisins í sveitinni. Beethoven byrjaði að velta verkinu fyrir sér þegar hann ráfaði um Heiligenstad, sem í dag er hluti af Döbling, 19. hverfi Vínarborgar. Þegar óafturkræf og ógnvekjandi heyrnarskerðing hans fór að ágerast fékk hann taugaáfall og leitaði huggunar með tengingu sinni við náttúruna. Þegar maður er vinafár er náttúran það sem stendur eftir.

Fullt nafn sinfóníunnar er „Sveitasinfónía, eða endurminningar um sveitalífið“. Beethoven var ekki fyrsta tónskáldið sem gerði tilraun til að lýsa náttúrunni í gegnum tónlist, en verkið þótti samt sem áður nýstárlegt. Hann áttaði sig á því að hann væri snillingur og til að afmarka verk sitt gaf hann sinfóníunni undirtitil: „frekar tjáning á tilfinningum en að mála upp mynd [af sveitinni]“. Með þessu leysti hann úr læðingi vilja sinn til þess að kafa dýpra ofan í tjáningu sína á náttúrunni. Mörg af verkum Ludwigs van Beethoven settu tóninn hvað varðar rómantíska stefnu í tónlist, og flest þeirra eru talin brú á milli klassísku

stefnunnar og rómantíkurinnar. Ólíkt hefðbundinni uppbyggingu sinfóníu sem samanstendur af fjórum köflum, er Sveitasinfóníunni skipt í fimm kafla:

I. Glaðværar tilfinningar vakna við komu í sveitina

II. Atriði við lækinn

III. Gleðileg samkoma sveitafólks

IV. Þrumur, Stormur

V. Smalasöngur. Kátar og þakklátar tilfinningar eftir storminn

Sinfónían hefst í sónötuformi sem þróast með endurtekningum. Fínlegt upphaf hennar er næstum ógreinanlegt - ósýnilegt. Við áttum okkur á því að tónlistin er nú þegar hafin og eftir nokkrar sekúndur (fjóra takta) hljóðnar stefið. Glaðværar tilfinningar eru að vakna. Beethoven býður okkur að slást í för með sér á ferðalagi sínu um sveitina. Hann vill að við upplifum náttúruna sem ódauðlega nærveru.

Á meðan fyrsti kafli Beethovens miðlar tilfinningunum sem hann ber til náttúrunnar, er annar kaflinn lýsing á ákveðinni senu. Annar kafli hefst á blíðlegu lækjarhjali. Flæðandi vatnið er táknað með víólu, 2. fiðlu og tveimur dempuðum sellóum sem fylgja laglínunni í sameiningu. Lækurinn litli kvíslast og verður að á, eins og leyndarmálið sem Vasudeva og Siddharta drukku í sig úr á nokkurri í bók Hermann Hesse, Siddharta: „Það er ekkert til sem heitir tími. Áin er alls staðar á sama tíma [...] og nútíðin er það eina sem er, hvorki skugginn af fortíðinni né skuggi framtíðarinnar.“

Seinni kaflanum lýkur með eftirminnilegum einleiksþætti sem lýsir söng þriggja fuglategunda; næturgala, táknuðum með flautu; kornhænu,

sem óbóið leikur; og gauks sem tvö klarinett sjá um að túlka. Lækjarniðurinn, fuglagalið; náttúruhljóðin sem Beethoven vissi að hann yrði einn daginn ófær um að heyra.

Eftir þessa hljóðrænu túlkun á sveitinni birtast þorpsbúar og dansa inn í þriðja kaflann, sem er scherzo. Kaflinn lýsir sveitalegri þjóðlagatónlist og undirspili þorpshljómsveitar. Kaflinn hefst á stefi í F-dúr, sem er aðaltóntegund sinfóníunnar, og síðan fylgir mótstef í D-dúr. Seinni hluti scherzsins er kynntur til leiks með óbói sem spilar samstillta laglínu ásamt fiðlum og fagotti sem spilar af og til nokkra tóna (tóníska og áberandi). Að sögn vinar Beethovens, Antons Schindler, táknar fagottið syfjaðan þorpstónlistarmann sem dottar og hrekkur svo upp, spilar örfáar nótur og blundar svo aftur. Tríóhlutinn minnir á stappandi sveitadans. Kaflinn endar hröðum skrefum með ógnandi tremolo, sem táknar fjarlægar þrumur og er fyrirboði hins tignarlega og skemmtilega ógnvekjandi þrumuveðurs í fjórða kaflanum. Veðrið ryðst inn í friðsæla lífið í sveitinni. Þar hefur snillingurinn frá Bonn upp rödd sína og tileinkar sér að fullu frumrómantíska stílinn „Sturm und Drang“ (storm og streitu).

Dramatískt og kantískt eðli stormsins er táknað með skiptingu yfir í f-moll. Kaflinn byrjar á því að lýsa nokkrum dropum af rigningu, spilaða af fiðlu sem leikur staccato. Stormurinn brestur á af fullum krafti með kröftugum og hrífandi básúnuleik auk ketiltromma sem blása yfir kontrabassa og selló. Í kjölfarið slær 1. fiðlan niður nokkrum eldingum og vindurinn blæs úr pikkóló-flautunni. Úr verður stórfenglegur, leiftrandi, magnþrunginn og hrífandi stormur. Hann víkur hins vegar á endanum fyrir regnboga sem býður sólríkan daginn velkominn.

48
Þýðing /
Maicol Cipriani
Translation: Hallberg Brynjar Guðmundsson og Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Joseph Karl Stieleri
Sveitasinfónía Beethoven
Beethoven's Pastoral Symphony

Beethoven's Pastoral Symphony

Lokakafli sinfóníunnar er tjáning á friðsældinni sem fylgir eftir að storminum lýkur, eins konar þakklætissálmur. Hann er fluttur í sónötu-rondóformi og hefst á stefi leiknu af klarinetti og horni sem fylgir fast á eftir, en stefið minnir á þjóðlega smalalagið „ranz des vaches“ (kallað á kýrnar). Smalarnir í fjöllunum koma saman og spila á pípur og horn. Stefið er endurtekið af 1. fiðlu, síðan 2. fiðlu og loks af víólu, sellói, klarinetti og fagotti. Hornið endurtekur svo stefið í lok kaflans í pianissimo con sordino eftir langt niðurlag, eins og friðsæl kveðja.

Sveitasinfónía Beethoven er progmatísk sinfónía, í þeim skilningi að hún segir sögu. Á sínum tíma var þetta nýjung, því áður voru sögur í tónlist aðallega sagðar í formi óperu. Auk þess tjáir sinfónían djúpstætt þakklæti í garð náttúrunnar. Það er unaðslegt að hlusta á hana, og enn betra vitandi samhengið sem liggur að baki.

His love for nature reverberates in his sempiternal Pastoral Symphony (Symphony No. 6 in F major, Op. 68), an evocative ode to the countryside’s environment. Beethoven mused about composing this piece while he was maundering in the outside Heiligenstadt, now part of Döbling, Vienna’s 19th district. As his unpropitious menacing deafness pejorated, he suffered from a nervous breakdown and sought some amelioration through his connection with nature. When you do not have many friends, nature is what remains.

The full title of the symphony is “Pastoral Symphony, or Recollections of Country Life.” Other composers have ventured in representing nature through music, but Beethoven’s work was factually innovative. He twigged he was a genius and to demarcate his work, he conferred a subtitle to his symphony: “more the expression of feeling than painting.” He unfurled his keenness to go beyond the trite portrayal of nature. With many of his compositions, Ludwig van Beethoven contumaciously paved the way for Romanticism and the majority of his work is considered a bridge between Classicism and Romanticism.

In the famous portrait of the genius of Bonn, Ludwig van Beethoven, limned by Joseph Karl Stieler, the undeterred, grumpy and thunderous tunesmith is depicted in a forest ambience, with his eager and dauntless gaze, in quest of inspiration for his Missa Solemnis. He was enchanted by the wild nature and often went gallivanting through the woods.

"No one can love the country as much as I do. For surely woods, trees, and rocks produce the echo which man desires to hear.”

///
Maicol

Contrary to the typical structure of symphonies which consisted of four movements, Beethoven contrived the Pastoral Symphony in five movements and titled each one:

I. Awakening of cheerful feelings on arrival in the countryside

II. Scene by the brook

III. Merry gathering of country folk

IV. Thunder, Storm

V. Shepherd's song. Cheerful and thankful feelings after the storm

The symphony commences in sonata form developing in repetitions. Its dainty opening is almost imperceptible - unapparent. We realize ensuingly that the music has already started and then in a matter of seconds (four measures) the motif stops. It’s the awakening of cheerful feelings. Beethoven invites us to take part in his journey through the pastoral paysage. He wants us to experience nature as an amaranthine presence.

While in the first movement Beethoven conveys his feelings about nature, the second movement is the depiction of a scene. It begins with a gently murmuring, lazy stream. The flowing water is portrayed by the violas, the second violins and two cellos con sordini, that altogether accompany the melody. The small brook leisurely branches out into a river like the secret that Vasudeva and Siddhartha imbibed from a river, in Hermann Hesse's book Siddhartha: "There is no such thing as time. The river is everywhere at the same time [...] and that the present only exists for it, not the shadow of the past nor the shadow of the future."

The movement ends with the memorable cadenza tone-painting bird calls of three birds that Beethoven pinpointed as a nightingale, played by the flute; a quail, played by the oboe; and a cuckoo, played by two clarinets. The murmuring brook, the bird calls; accents of nature that Beethoven knew one day he would not be able to grasp anymore.

After this sonic illustration of the milieu, the country folk comes out dancing in the third movemen t, which is a scherzo. This is rustic folk dance music and a village orchestra is represented. The movement begins with a theme in F major, which is the main key of the symphony, and it is followed by a countertheme in D major. The second part of the scherzo is introduced by an oboe that plays a syncopated melody accompanied by the violins, and a bassoon that sporadically plays a few tones (tonic and dominant). According to Beethoven’s friend, Anton Schindler, the bassoon plays the role of a fatigued village musician that drowses and then awakens, plays a few notes and slumbers again. The trio section resembles a foot stomping country dance. The movement ends precipitously with a threatening tremolo, that represents distant thunders. It preannounces the majestic and pleasantly ominous thunderstorm in the fourth movement, which interrupts the idyllic rural life in the aesthetic bucolic countryside. There, the genius of Bonn raises his voice and fully embraces the proto-romantic style Sturm und Drang ("Storm and Stress").

The sensational dramatic and Kantian sublime character of the storm is signified by the passage to the minor mode (F minor). The movement starts with a few drops of rain, depicted with a violin that plays staccato. The full storm

tempestuously breaks out after some measures with the forceful, breathtaking blast of the trombones and timpani which roll above the rumbling of the basses and cellos. Thereafter, the first violins flash some lightning and strong wind whistles from a piccolo. This is so far the most wondrous, effulgent, titanic and thrilling storm ever in all music, but eventually, it fades away and a rainbow welcomes a sunny day.

The finale of the symphony is an expression of serenity after the storm, a hymn of gratitude and thankfulness. The movement is in sonata-rondo form and begins with a motif, played by

the clarinets and followed by the horns, that resembles the traditional shepherd’s song Ranz des Vaches ("Call to the Cows"). The shepherds in the mountains are corralling and playing pipes and horns. The motif is repeated by first violins, then by second violins and then conjointly by violas, cellos, clarinets and bassoons. This horn-motif also returns at the end of the movement in pianissimo con sordino, after a long coda, as a farewell and a wish of peace.

Beethoven's Pastoral Symphony is a programmatic symphony, that is, it tells a story. This was new, because before that, the storytelling was performed mainly through the opera. This symphony is also a deep gratitude to nature. It is a delight to listen to, and even more so when knowing the context in which it is written.

50 Beethoven's
Sveitasinfónía Beethoven
Pastoral Symphony

kafli í sögu háskólasamfélagsins:

A New Chapter in the University Society: The Rebirth of Hótel Saga

Bændahöllin, eða Hótel Saga eins og við þekkjum hana flest, var vígð árið 1962 og er án nokkurs vafa eitt þekktasta hótelið í sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Á sínum tíma markaði opnun Hótel Sögu tímamót í íslenskri ferðaþjónustu, en hún varð fljótt að mikilvægri menningarmiðstöð í Reykjavík. Fjölbreytt flóra fólks hvaðanæva úr heiminum hefur gengið um gólf þessarar sögufrægu byggingar í gegnum tíðina; kóngafólk og þjóðhöfðingjar, heimsfrægt tónlistarfólk eins og Leonard Cohen og Ella Fitzgerald, geimfarar, skákmeistarar og svo lengi mætti telja (fyrir áhugasöm mæli ég með ítarlegri grein Bændablaðsins um ævintýrin sem hafa átt sér stað á Hótel Sögu í áranna rás). Svo má ekki gleyma einu þekktasta atriði íslenskrar kvikmyndasögu, þegar

aðalpersónur Engla Alheimsins strjúka frá Kleppi og gera vel við sig á veitingastað hótelsins, Grillinu!

Það má segja að tilkoma Bændahallarinnar hafi á vissan hátt verið táknmynd ört stækkandi borgar og ákveðinn boðberi nútímans á 20. öldinni. Margar kynslóðir Íslendinga eiga minningar tengdar Hótel Sögu (ég mana þig, kæri stúdent, til að spyrja foreldra þína, ömmu þína eða afa, ég er 99% viss um að þú munt uppskera góða sögu) og því var það óneitanlega sorgleg stund í menningarsögu Reykjavíkur þegar hótelið hætti starfsemi sinni endanlega árið 2020 í kjölfar heimsfaraldurs.

Um tíma var framtíð byggingarinnar í lausu lofti og

Lísa Margrét Gunnarsdóttir
·
/
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir
Mynd
51
Photo: Fasteignaljósmyndun, L. Grund
Nýr
Hótel Saga lifnar við

margir aðilar höfðu áhuga á að kaupa bygginguna, en úr varð að Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta festu kaup á eigninni. Þetta eru stórtíðindi fyrir stúdenta og þá sérstaklega nemendur Menntavísindasviðs, en með tilkomu Hótel Sögu sem háskólabyggingar mun Menntavísindasvið færast úr Stakkahlíð og Skipholti og verða hluti af háskólasvæðinu, og mun neðsta hæðin (0. hæð) verða nýtt í kennslurými þar sem kennt verður ýmis konar handverk, textíll, leir, list, myndlist, smíðar auk tónlistar og leiklistar.

Fyrstu hæðinni verður breytt í torg þar sem verður aðstaða fyrir nemendur, veitingasala og vísindasmiðja. Önnur hæðin verður svo nýtt í kennslustofur, og þar sem Súlnasalurinn var áður verða alls kyns kennslustofur og -svæði, námsgagnasafn og fleira. Þriðju hæðinni verður umbreytt í aðstöðu þar sem hægt verður að hýsa gesti á vegum háskólans, auk verkefnamiðaðra vinnurýma og aðstöðu fyrir kennara og miðlæga stjórnsýslu.

Byggingin verður ekki einungis nýtt fyrir fjölbreytta starfsemi háskólans - Félagsstofnun stúdenta mun taka 111 nýuppgerðar stúdíóíbúðir í gagnið fyrir nemendur skólans, en úthlutun á hluta þeirra íbúða hefur nú þegar átt sér stað. Á hverri hæð verður sameiginleg setustofa fyrir íbúa auk þvottahúss, og rúmgóðar svalir koma einnig til með að nýtast sem sameiginleg rými á blíðviðrisdögum. Hin nýja Hótel Saga mun því í senn hýsa kennslu, stúdentaíbúðir, aðstöðu fyrir nemendur og kennara skólans og veitingasölu.

Örlög þessarar merku byggingar hljóta að teljast virðingarverð, en endurfæðing Hótel Sögu sem miðstöð kennslu, lærdóms og lifandi háskólalífs er mikilvægt skref í átt að sjálfbærum háskóla sem mun án efa stuðla að þéttara og samheldnara háskólasamfélagi.

A New Chapter in the University Society: The Rebirth of Hótel Saga

when the main characters of Angels of the Universe (Englar Alheimsins) escape Kleppur (a psychiatric hospital) and enjoy their short-lived freedom in Hótel Saga’s restaurant, Grillið!

One could even argue that Bændahöllin became somewhat of a symbol for a fast-growing city and served as a harbinger of modern times in the 20th century. Many generations of Icelanders have fond memories connected to the hotel (I dare you, dear student, to ask your older family members or friends, I’m 99% sure you’ll get a good story out of it) and thus it was undeniably a downhearted moment in Reykjavík’s cultural history when the hotel closed its doors for good in 2020 following the pandemic.

For a time, the building’s future was up in the air and many parties showed interest in purchasing it, but in the end Háskóli Íslands and Icelandic Student Services secured the property. This is a game changer for students, especially when it comes to the School of Education, as Hótel Saga will replace Stakkahlíð and Skipholt and move the School’s operations into the heart of the university area. The ground floor (floor no. 0) will be transformed into classrooms where different crafts like textiles, claywork, painting, woodworking as well as music and acting will be taught.

The first floor will include study areas, an eatery and a science facility. The second floor will be transformed into classrooms, and the former Súlnasalur will include a learning database as well as an array of classrooms and study areas. The third floor will serve as accommodation for guests of the university and house project-based workspaces and facilities for teachers and central administration.

Bændahöllin (e. The Farmer Palace), more commonly known as Hótel Saga, was opened in 1962 and is without a doubt one of the biggest names in the history of the Icelandic tourism industry. At that point in time, the emergence of Hótel Saga was a game changer in Icelandic tourism which quickly became a cultural hotspot in Reykjavík. A steady stream of people from all walks of life have visited this historic building throughout the years; royal families and political leaders, world-renowned musicians such as Leonard Cohen and Ella Fitzgerald, astronauts, chess masters - the list goes on and on (for those interested I highly recommend Bændablaðið’s thorough article which details some of the countless adventures which have taken place within Hótel Saga). Not to mention one of the biggest moments in Icelandic film history

Not only will Saga include facilities for the university’s diverse operations - Icelandic Student Services are in the process of transforming parts of the building into 111 studio apartments for students of the university, some of which having already been allocated. Each floor will include a common lounge for its residents as well as a laundry room, and the building’s spacious balconies could serve as communal areas on fair weather days. The new Hótel Saga will therefore become a center for teaching, learning and student living as well as offering a place to grab a bite.

Hótel Saga’s fate as a learning center bustling with life can surely be considered an exciting new chapter, and its rebirth is an important step towards a more sustainable university which will undoubtedly lead to a more tight-knit and united university society.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir 53
///
Nýr kafli í sögu háskólasamfélagsins: Hótel Saga lifnar við Lísa Margrét Gunnarsdóttir

VERKEFNAVAKA 2023

23. mars í Þjóðarbókhlöðu frá 18:00 – 22:00

Fimmtudaginn 23. mars verður haldin Verkefnavaka Háskóla Íslands í Þjóðarbókhlöðu frá 18:00-22:00. Markmið hennar er að gefa nemendum Háskóla Íslands tækifæri til að vinna að skriflegum verkefnum og ritgerðum af öllu tagi, utan hefðbundins vinnutíma og fá aðstoð og hvatningu frá jafningjaráðgjöfum og öðrum starfsmönnum Háskólans. Að Verkefnavökunni standa Ritver og Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, bókasafn Menntavísindasviðs, og Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala og Háskóla Íslands. Um dagskrá Verkefnavökunnar má fræðast nánar á síðunni https://leidarvisar.is/verkefnavaka.

Verkefnavaka er nú haldin í tíunda sinn hér á landi en hún hefur verið árlegur viðburður frá því vorið 2013. Hugmyndin er fengin frá Þýskalandi en verkefnavika var fyrst haldin við Evrópu-háskólann í Viadrina í Þýskalandi fimmtudaginn 18. mars 2010 og gekk þar undir nafninu Lange Nacht der aufgeschobenen Hausarbeiten. Á íslensku mætti þýða það sem „hina löngu nótt frestaðra heimaverkefna“ en enska heitið er Long Night Against Procrastination. Á fyrstu verkefnavökunni í Viadrina gátu nemendur komið í ritver skólans sem var opið alla nóttina og fengið einstaklingsbundna aðstoð við ritsmíðar sínar. Þessi atburður tókst mjög vel og spurðist út til annarra ritvera og nú tíu árum síðar er verkefnavaka haldin við fjölda háskóla bæði austan hafs og vestan.

Verkefnavakan er mikilvægur viðburður í háskólalífinu vegna þess að henni er ætlað að vekja athygli á þeim vandamálum sem tengjast skriflegum verkefnum á háskólastigi, ekki síst lokaritgerðum, en alltof margir nemendur hverfa frá námi án þess að ljúka lokaritgerð. Verkefnavakan er jafnframt kynning á allri þeirri stoðþjónustu sem stendur nemendum HÍ til boða og ætti að hjálpa þeim að komast yfir þá erfiðleika sem tengjast skriflegum verkefnum. En síðast en ekki síst er Verkefnavakan áminning um að það er mikilvægt að reyna að njóta þess að skrifa fræðilega texta í góðum félagsskap og geta rætt um ritsmíðir sínar við aðra nemendur og þá sem eru vanir að hlusta og gefa góð ráð.

On March 23rd, the National and University Library of Iceland, the Library of the School of Education, the Health Science Library, the University of Iceland Student Councelling and the Center for Writing invite all students of the University of Iceland to participate in the annual Long Night Against Procrastination. The event will take place at the National and University Library at 18:00-22:00. The aim is to provide university students with the opportunity to work on their written assignments outside of their regular work hours, with help and support from peer tutors and University staff.

///
Þýðing / Translation: Emma Björg Eyjólfsdóttir · Mynd / Photo:
Emma Björg Eyjólfsdóttir and Jóhannes Gísli Jónsson
Ritver Háskóla Íslands
54 The Long Night Against Procrastination 2023 Verkefnavaka 2023

THE LONG NIGHT AGAINST PROCRASTINATION 2023

March 23rd at the National and University Library at 18:00 – 22:00

This is the tenth time the Long Night Against Procrastination takes place in Iceland, but it has been held annually since 2013. The idea originates in Germany, where it was first held at the Europe University in Viadrina in Germany in 2010, where it was called „Lange Nacht der aufgeschobenen Hausarbeiten“, or The Long Night Against Procrastinated Homework. At the first event in Viadrina, students could come to their university‘s Writing Center which was open all night. The event was a big success and as word spread to other writing centers in Europe and in the USA, more and more universities have started offering similar events to their students.

The Long Night Against Procrastination is an important event in the university society, as it aims to

draw attention to some of the issues relating to written assignments at the university level. This specifically applies to theses and dissertations, as it is all too common that students drop out of their studies without finishing their final project. The event is also meant to draw attention to the various support students can access at the University of Iceland, and help them overcome some of their problems with written assignments. First and foremost, the Long Night Against Procrastination emphasises the importance of trying to enjoy academic writing in the company of other students and being able to talk about your writing process, both with your fellow students and those who are trained to listen and give advice about writing.

Emma Björg Eyjólfsdóttir and Jóhannes Gísli Jónsson The Long Night Against Procrastination 2023 Verkefnavaka 2023

Umhverfið og unga fólkið: Young Adults & the Environment:

Viðtal við meðlimi Spretts

Umhverfið er eitt helsta málefnið sem snertir ungt fólk í dag. Framtíðin er þeirra og það verður spennandi að fylgjast með komandi kynslóð sækja háskólamenntun með miklu meiri umhverfisvitund en fyrri kynslóðir. Stúdentablaðið settist niður með nemendum Spretts, verkefnis á vegum Háskóla Íslands sem styður við nemendur með innflytjendabakgrunn með því að tryggja jafnrétti þeirra til háskólanáms. Viðmælendur eru Patrycja Hubicka, Dominique Baring, Jónatan Jópie Jónasson og Laura Strzalkowska. Þau eiga það sameiginlegt að vera 18 ára gömul og stefna öll á framhaldsnám á Íslandi.

Hver er upplifun ykkar á íslenskri náttúru?

Laura: Áhugaverð.

Patrycja: Sjaldgæf.

Jónatan: Einstök, hún finnst ekki annars staðar. Mjög friðsæl og falleg ásamt því að vera notaleg og kósý. Ég er mjög hrifinn af náttúrunni hér á landi.

Interview with Members of Sprettur

Dominique: Einstök og hugguleg. Mér finnst samt vera skortur af trjám á Íslandi, það er ekki mikið af skógum hérna.

Sækist þið mikið í náttúruna? Er einhver staður eða afþreying sem heillar ykkur?

Laura: Já, á sumrin. Þá ferðast ég út á land til þess að skoða fossana. Ég ferðast mikið með fjölskyldunni og finnst gott að geta keyrt um landið og séð fallega staði.

Patrycja: Ég nýti mér það að búa við Elliðaárdalinn í Árbænum og fer oft þangað í göngutúra.

Jónatan: Ég geri ekki mikið af því núna en hef gert það mikið áður. Mér finnst gaman að ferðast um landið til þess að skoða náttúruna.

Dominique: Ég eyði tíma í náttúrunni í hverjum mánuði. Ég fer aðallega út að labba og vil gjarnan ganga í átt að skóglendi. Skógræktin í Keflavík er með margar góðar gönguleiðir.

Þið hafið alist upp í kringum mikla umræðu um loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun. Hvað finnst ykkur um það, hefur það haft áhrif á framtíðarsýn ykkar? Eruð þið vongóð?

Patrycja: Man hefur þetta alltaf bakvið eyrað en ég brenn ekki fyrir þessu málefni. Ég passa upp á það að flokka rusl og svona en ég fylgist ekki mikið með umræðunni.

Laura: Ég reyni að gera mitt besta, ég er ekkert að henda dósum út á götu eða neitt þannig. Ég er alveg hætt að nota plaströr líka. Ég held líka að Ísland sé á góðum stað þegar kemur að umhverfisvernd miðað við önnur lönd. Þannig að ég er ekki jafn hrædd um umhverfið og Greta Thunberg, en ég hef þetta á bakvið eyrað eins og Patrycja.

Patrycja: Ég ætla til dæmis ekki að hætta við að eignast börn út af gróðurhúsaáhrifum, ég er vongóð.

Jónatan: Ég er ekki það vongóður, fréttir af bráðn -

un jökla á Íslandi valda mér áhyggjum því það mun hafa neikvæðar afleiðingar á umhverfið.

Dominique: Ég hef áhyggjur af hnattrænni hlýnun en á sama tíma hef ég trú á því að við getum gert eitthvað í þessu.

Hver finnst ykkur bera mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun? Einstaklingar eða stórfyrirtæki?

Laura: Stórfyrirtæki.

Patrycja: Mér finnst það vera bæði. En það er léttara fyrir stórfyrirtæki að gera eitthvað, því þau menga meira. Ef tvö stórfyrirtæki hætta að menga mun það hafa meiri áhrif heldur en ef tveir einstaklingar myndu gera það sama.

Hvernig finnst ykkur almenningssamgöngur vera á Íslandi? Ef við berum saman að nota strætó eða vera á einkabíl?

Laura: Það er betra fyrir náttúruna og umhverfið að nota strætó en strætókerfið

57
Hallberg Brynjar Guðmundsson
Þýðing
/ Translation: Hallberg Brynjar Guðmundsson

Aldur / Age 18

Skóli / School FB

Framtíðarplön / Future plans

Flugstjóri / Aircraft pilot

á Ísland er hræðilegt. Hann kemur aldrei á réttum tíma þannig að ég mæli ekki með honum!

Patrycja: Ég nota einkabíl vegna þess að ég gæti ekki notað strætó. Ég bý í Árbænum og er í skóla í Kópavogi. Ef ég myndi taka strætó í skólann myndi það taka mig 40 mínútur að komast þangað og ég þyrfti að skipta þrisvar sinnum um vagn. Á bíl tekur það mig 10 mínútur að komast í skólann. Ef það væri þægilegra fyrir mig að nota strætó þá væri ég ekki að flýta mér svona mikið að kaupa bíl.

Jónatan: Ég nota strætó mjög mikið en það er eina leiðin fyrir mig til að ferðast frá Mosfellsbæ, þar sem ég bý, til Reykjavíkur. Það er mjög hentugt fyrir mig en á sama tíma gerist það oft að ég þarf að bíða þrefalt lengur eftir vagni þar sem hann er fastur í umferðinni. Ég held að það

Nafn / Name

Jónatan Jópie Jónasson

Aldur / Age 20

Skól / School MH

Framtíðarplön / Future plans Fara í háskólanám og læra forritun. / To study programming in Uni.

Aldur / Age 18

Skóli / School MK

Framtíðarplön / Future plans Markaðsfræðingur eða mannauðsstjóri / Marketing director or human resource management

Nafn / Name Dominique Baring

Aldur / Age 18

Skóli / School Útskrifaður úr FS núna í Fisktækniskóla Íslands / Tækniskóli Íslands, current student at The Icelandic School of Fisheries

Framtíðarplön / Future plans Sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri / Fisheries Management at the Uni. of Akureyri

myndi hjálpa mikið að byrja að nota lestir hér á Íslandi.

Dominique: Ég nota almenningssamgöngur mjög oft og mér finnst strætó vera að standa sig vel eins og staðan er í dag. Hins vegar væri ég til í að sjá hraðlestir fyrir lengri ferðir t.d. frá Reykjavík til Akureyrar og nota strætó fyrir styttri ferðir innanbæjar.

Hvað finnst ykkur þá um komandi borgarlínu?

Jónatan: Borgarlínan er góð hugmynd en við erum búin að bíða lengi eftir henni og ég er hræddur um að þegar hún fer af stað þá verði hún orðin að einhverju öðru en okkur var lofað.

Öll eru þau sammála um að Ísland ætti að innleiða lestarkerfi. Þau virðast almennt vongóð hvað framtíðina varðar en finnst öllum að almenningssamgöngur á Íslandi þurfi að bæta.

Hvað viljið þið sjá gerast hvað varðar náttúruvernd?

Laura: Nota minna plast, það virðist einfalt en eftir skiptinámið mitt í Frakklandi tek ég eftir því að Ísland er á mjög góðum stað varðandi minnkun á plastnotkun. Pappaskeiðarnar eru óþolandi en þær virka, samt finnst mér vera mikil plastnotkun fyrir svona litla þjóð.

Patrycja: Ég hef heyrt að við séum á meðal neyslumestu þjóða í heimi. Vegna þess að víð búum á eyju er rosalega mikið um innflutning frá öðrum löndum, við verslum svo mikið á netinu. Ég held að það myndi hjálpa að fjölga fyrirtækjum, búðum og vöruhúsum hér á Íslandi svo man þurfi ekki að kaupa vörur frá Kína. Það eykur tíðni flutninga með flugi og skipum og þar með gróðurhúsaáhrif.

Jónatan: Ég er ekki alveg viss hvað ég vil sjá. Ég vil sjá betri umhirðu á rusli en þegar maður fer út þá sér maður mikið af því á víðavangi. Betri sorphirðu, takk.

Dominique: Mér finnst góð byrjun að láta einstaklinga taka til eftir sig. Nota endurunnar vörur og byrja að nota náttúruvænar vörur í meira magni.

L aura: Ég held líka að Ísland geti framleitt meiri mat hérna á Íslandi. Þá þurfum ekki að kaupa Nocco frá Svíþjóð sem kemur í dós frá Ástralíu. Við getum alveg gert þetta en við erum líka svo lítil þjóð að ég skil að þetta sé erfitt. En loftslagsbreytingar eru í gangi og við þurfum að gera eitthvað. Styrkja innviði Íslands, veita bændum fleiri styrki og við þurfum að minnka kolefnissporið okkar.

58
Nafn / Name Laura Strzalkowska Nafn / Name Patrycja Hubicka

The environment is one of the main matters relevant to young adults today. The future is theirs and it will be exciting to watch this coming generation enter university with substantially more knowledge of environmental matters and nature preservation than the generations before them. Stúdentablaðið sat down with a few students involved in Sprettur, a project run by the University of Iceland to support students of foreign background and ensure equal access to higher education in Iceland. The interviewees are Patrycja Hubicka, Dominique Baring, Jónatan Jópie Jónasson and Laura Strzalkowska. What they all have in common is that they are 18 years of age and all want to attend university studies in Iceland.

What are your thoughts on Icelandic nature?

Laura: Interesting.

Patrycja: Rare.

Jónatan: Unique, you don’t see it anywhere else. It is very peaceful, beautiful, and cozy.

Dominique: Unique and cozy. However, I feel like there could be more trees here, there’s not enough forests here in Iceland.

Do you often spend time in nature? Is there some special place or activity that you like to visit or do?

Laura: Yes, during the summer. That’s when I travel to the countryside to see the waterfalls. I travel a lot with my family and we like to drive around Iceland to spot beautiful places.

Patrycja: I live in Árbær which is near Elliðaárdalur, so I make use of the close distance to go there for walks.

Jónatan: I have not been doing it recently but I have done it in the past. I like to travel around the country and get a good look at nature.

Dominque: I go out every month. I go outside for walks and walk along forestry paths in Keflavík.

You, the young generation, have been raised in an environment where public discourse about climate change and global warming have run rampant. What are your feelings about that, has it had an impact on your decision making for the future? Are you hopeful?

Patrycja: It is always lurking at the back of one’s mind but I don’t have a burning passion for the subject. I recycle and sort my trash but I do not follow the discourse.

Laura: I try to do my best, I clean up after myself and I recycle. I’ve also stopped using plastic straws. My feeling is that Iceland is

in a good place when it comes to environmental protection compared to other countries. Due to that I am not as worried about the environment as Greta Thunberg, but like Patrycja says, it is in the back of my mind.

Patrycja: I, for one, plan to have children in the future. Greenhouse emissions are not going to change my mind. So, I am hopeful.

Jónatan: I am not that hopeful, I’ve read news about the shrinking of glaciers in Iceland and they worry me. If the glaciers continue to shrink it will have negative implications on the environment.

Dominique: I am worried about global warming but at the same time I have faith that we can do something about it.

Who, in your opinion, is the main culprit of global warming? The individual or mega-corporations?

Laura: The corporations.

Patrycja: I feel like it’s a little bit of both. But it would be easier for corporations to do something about global warming, because they pollute in greater quantities. If two big corporations would decrease their emissions it would have a wider impact compared to two individuals.

How do you feel about public transportation in Iceland? If we compare using Strætó to driving a car?

Laura: It is better for the environment to use public transport like Strætó but the public transport system in Iceland is terrible. The bus never arrives on time so I do not recommend it!

Patrycja: I have a car but that is because I cannot use Strætó. I live in Árbær and go to school in Kópavogur. If I were to use Strætó to get to school it would take me 40 minutes and I would have to change the bus three times. If I drive there myself it only takes me 10 minutes. If the public transportation system would be better then I would not have hurried too much to buy a car.

Jónatan: I use Strætó a lot but it is the only way for me to travel from Mosfellsbæ, where I live, to Reykjavík. It is very convenient for me but at the same time, especially when there is traffic, I have to wait three times longer for the bus. I think it would help a lot if we would start to use the metro here in Iceland.

Dominique: I often use public transport and I think Strætó is doing a good job. However, I would like to see trains in Iceland as well. Especially for longer travel routes i.e. Reykjavik to

59
Hallberg Brynjar Guðmundsson Young Adults and the Environment: Interview with Members of Sprettur Umhverfið og unga fólkið: Viðtal við meðlimi Spretts

Akureyri and we could still use Strætó for inner city travels.

What are your views, then, about the coming Borgarlína?

Jónatan: It is a good idea but we have been waiting for it for a long time and I am afraid that it will not live up to the hype.

All are in agreement that a metro system or monorails should be introduced in Iceland. They seem generally hopeful for the future but feel that the public transport system could be greatly improved.

What would you like to see in regards to environmental preservation?

Laura: Use less plastic, it seems basic but after I spent a year in France as an exchange student I can see that Iceland is in a very good place when it comes to the use of plastic. The new paper spoons are annoying but they work - however, I feel like we use too much plastic compared to such a small nation like Iceland.

Patrycja: I have heard that Iceland is among the nations that consume the most in the world today. Because we live on an island we import a lot of products from other countries, usually from internet shopping. I think

it would help if we could build more companies, stores, and warehouses here in Iceland so one does not need to buy products from China. That causes a lot of flight and shipping transportation and greenhouse effects that follow.

Jónatan: I’m not sure what I want to see. I would like to see better garbage collection because when I go out I see a lot of trash in the streets. Better trash collection, please.

Dominique: I think a good start would be for everyone to clean up after themselves. We should use more recycled products and products that are made in a self-sufficient manner.

Laura: I also feel that we could produce more food here in Iceland. Then we wouldn’t need to buy Nocco which is imported from Sweden and the can itself is imported from Australia. We could do this but we are also a small nation so I understand that it will be challenging. But climate change is real, it’s happening right now and we need to do something about it. We need to strengthen our infrastructure, give farmers more incentives to make produce and reduce our carbon footprint.

Myndlýsing / Illustration: Amber Lim Shin  60

A SUSTAINABLE SOLUTION TO FAST FASHION

Tískuiðnaðurinn er einn stærsti sökudólgurinn þegar kemur að hnattrænni hlýnun. Hann er sá iðnaður sem notar næstmest af vatni við framleiðslu á heimsvísu, ásamt því að bera ábyrgð á um 10% af kolefnisspori heimsins. Það er stærra hlutfall en kolefnisspor alþjóðlegra flug- og skipaleiða samanlagt 1).

Hraðtíska (e. fast fashion) er hugtak sem notað er yfir ódýrar fjöldaframleiddar flíkur sem eru hannaðar út frá hátískubylgjum. Hraðtíska spratt fram á sjónarsviðið seint á 20. öldinni þegar kostnaður á fötum snarlækkaði. Þessi lækkun á verði stafaði aðallega af því að framleiðendur fluttu verksmiðjur sínar til Suður-, Suðausturog Austur-Asíu, þar sem vinnuafl er mun ódýrara. Hraðtíska er ekki aðeins hræðileg fyrir plánetuna í umhverfislegum skilningi heldur einnig hvað varðar mannréttindi, en risafyrirtæki eins og H&M og Shein hafa verið staðin að því að misnota vinnuafl sitt; starfsmenn þurfa að vinna allt að 16 klukkustundir á dag og verða fyrir töluverðum launaþjófnaði þrátt fyrir að þau framleiði hundruði flíka á hverjum degi.

Tilkoma hraðtísku hefur leitt til gríðarlegrar ofneyslu á fatainnkaupum vegna þess að með henni varð miklu ódýrara fyrir hinn almenna neytanda að versla sér föt. Margir stúdentar kannast kannski við yfirfullan fataskáp þar sem meirihlutinn af fötunum er hálfgleymdur og ekki í notkun. Til þess að berjast gegn þessari ofneyslu eru nokkrar lausnir í boði í Reykjavík: Einstaklingur getur gefið föt sín til Rauða krossins eða leigt bás hjá endursöluverslunum eins og Extraloppunni eða Hringekjunni til þess að selja notaðan fatnað. Nýlega hefur komið fram „ný“ leið til þess að endurnýta föt (hugmyndin er þekkt á meginlandi Evrópu en er ný á Íslandi); fatabúð þar sem hægt er að gefa frá sér gömul föt og fara í fjársjóðsleit í staðinn til að endurnýja fataskápinn.

Elvira var stofnuð af Elviru Tintoru Kleist og Hjalta Hjaltasyni og er staðsett að Klapparstíg 5 í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt Hjalta vildu þau Elvira kynna Íslendinga fyrir nýjum straumum í Evrópu og gera sitt að mörkum til að hjálpa plánetunni.

„Við höfum séð svona búðir áður í New York og í Danmörku, þaðan sem við komum. Við höfum líka séð svona búðir í Berlín, þessi hugmyndafræði er úti um allt. Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi, annað en að búa í Danmörku, svo við ákváðum að flytja til Íslands, heimalands míns, og gera eitthvað nýtt. Okkur leist mjög vel á hugmyndina um hringrásarfataverslun svo við gerðum hana í rauninni að okkar eigin hér á Íslandi. Okkur langaði að stofna fyrirtæki og láta gott af okkur leiða á sama tíma. Við vitum (og þú hlýtur að vita) hvernig það er að eiga fjöldan allan af flíkum sem maður notar ekki einu sinni. Verslunin okkar býður einnig upp á ódýrari leið til að versla, fyrir aðeins 4.900kr á mánuði.“

Elvira bætir við: „Þegar ég bjó í Danmörku eyddi ég kannski 3.000 dönskum krónum á mánuði í föt sem eru um 60.000 íslenskar krónur, þangað til ég kynntist þessari hugmynd í Danmörku — að eyða alls engum peningum í ný föt. Þú getur komið við hjá okkur áður en þú ferð í bæinn á föstudagskvöldi og sótt það sem þú vilt og svo getur þú komið strax aftur á mánudaginn og gefið fötin til baka. Þannig ertu í raun ekki að kaupa föt, þetta er meira eins og sjálfbær hringrás.“

Hvernig virkar Elvira?

• Það er hægt að koma með allt að 10 flíkur á dag og í staðinn færðu stig (fötin þurfa að vera þvegin og í góðu ástandi).

• Til þess að gefa föt seturðu þau í eina af körfum Elviru og skrifar niður afhendingardag og símanúmerið þitt.

• Föt fá svo stig frá Elviru sem þú getur nálgast í Elvira appinu (þetta getur tekið 1-2 daga).

Selma Mujkic E L V I R
SJÁLFBÆR LAUSN Á HRAÐTÍSKU
A
Þýðing
· Mynd /
61
/ Translation: Hallberg Brynjar Guðmundsson
Photo: Elvira 101
Samfélagsmiðlar / Socials elvira.is [Website] elvirareykjavik [Instagram] Elvira 101 [Facebook] Staðsetning / Location Klapparstígur 5, 101 Reykjavík

• Eftir að hafa fengið stig getur þú notað þau til þess að fara í fjarsjóðsleit að nýjum fötum í versluninni.

• Ef þú velur þér fatnað en skiptir síðan um skoðun þá getur þú einfaldlega skilað þeim í Elvira búðina og fengið stigin þín til baka.

• Elvira tekur við öllum fötum í þokkalegu ástandi, heimaprjónaðum hlutum, yfirhöfnum, skóm, fylgihlutum og skartgripum!

One of the major players contributing to some of the most detrimental effects on the environment is the fashion industry. It’s the second-biggest consumer of water, as well as producing about 10% of global carbon emissions. That’s more than all international flights and maritime shipping combined 1)

The term fast fashion refers to the mass production of clothing at a low cost, often based on seasonal high-fashion trends. Fast fashion emerged in the late 20th century when the manufacturing of clothing became much less expensive — mostly due to increased reliance on low-cost labor in South, Southeast and East Asia. Fast fashion is not only terrible for the planet in an environmental sense; giant companies like H&M and Shein have a history of exploiting their workforce, where workers are subject to up to 16-hour-long workdays and massive wage theft even though they produce hundreds of garments every day.

Fast fashion has led to increased overconsumption of clothing since it’s much more affordable for the average consumer, and many students may be familiar with having an overflowing closet, full of half-forgotten clothes that aren’t

being used. There are several solutions available in Reykjavík; giving clothes away to the Red Cross, or renting a booth in second hand shops like Extraloppan or Hringekjan and selling used clothing. Recently, a “new” concept (known in mainland Europe, but new to Iceland) has emerged; a shop where you can drop off clothing and go treasure hunting for a fresh wardrobe instead.

Elvira was founded by Elvira Tintoré Kleist and Hjalti Hjaltason, located on Klapparstígur 5 in Reykjavík’s center. According to Hjalti, the pair wanted to introduce something new to Iceland as well as benefiting the planet.

“We have seen this before in New York and in Denmark, where we are from. We’ve also seen it in Berlin, this concept is all over the place. We wanted to do something else, other than living in Denmark, so we decided to move to Iceland, my home country, and do something new. We really liked the concept so we basically made it our own here in Iceland. We wanted to do something for the planet at the same time. We know (and you should know) that you guys have so many clothes in your closet that you don‘t even use. Our shop also introduces a cheaper way to shop, only 4.900kr a month.”

Elvira chimes in: “When I was in Denmark I spent maybe 3000 Danish kroner a month on clothes which is about 60.000 Icelandic krónur, until I was introduced to this concept in Denmark — I spent no money at all on new clothes afterwards. You can go to town Friday evening and pick up whatever you want, and then you can come right back on Monday and give it back. This way, you’re not really buying clothes, it’s more of a circulation.”

How does Elvira work?

• You can exchange up to 10 pieces of clothes each day and in return you receive points (clothes need to be washed and in good condition).

• To drop off clothes, you put them into one of Elvira’s baskets and write down the dropoff date and your phone number.

• Clothes are given points, which you receive in the Elvira app (this can take 1-2 days).

• After receiving your points, you can use them to go treasure hunting in the store.

• If you choose a piece of clothing and later change your mind, you can simply return it to the shop and get your points back.

• Any clothes in decent condition, home-knitted items, outerwear, shoes, accessories and jewelry can be dropped off!

1) The United Nations Environment Programme. (2022, November 24th). The Environmental Costs of Fast Fashion.

63
///
Selma Mujkic Elvira: A Sustainable Solution to Fast Fashion Elvira: Sjálfbær lausn á hraðtísku

Stálúlpan

Stígðu um borð. Gakktu inn óstöðugan ganginn. Finndu þér sæti. Hvar situr þú? Sest þú í fyrsta lausa sætið sem þú finnur? Hentar þér best að vera nálægt öðrum hvorum útganginum? Sest þú í miðjusæti öftustu raðarinnar – daredevil sætið þar sem ekkert kemur í veg fyrir að þú kastist áfram ganginn endilangan? Líður þér best í samloku milli sæta svo þú skjótist ekki áfram á meðan vagninn er á ferð? Vilt þú hafa útsýni yfir mannflóruna?

Vilt þú kannski að enginn sjái þig? Hvers konar strætóferðalangur ert þú? Lest þú bók á ferðinni? Tekur þú upp prjónana um leið og þú ert sest, prjónar hálfa peysu á leiðinni heim úr skólanum? Ertu í tónlist eða hlaðvörpum? Hljóðbókum? Fylgist þú ef til vill mest með útsýninu?

Eða... tekur þú kannski ekki strætó?

Ert þú á meðal þeirra sem stíga upp í forhitaðan einkabíl á hverjum morgni, fingurnir kalnir eftir að hafa skafið hél af gegnumfrosnum rúðunum, sitja föst í umferð dagsdaglega og kvarta sáran yfir bílastæðaskorti í miðbænum? Finnst þér að þér vegið þegar rætt er um að taka akreinar frá einkabílum til þess að undirbúa komu Borgarlínunnar?

Hatar þú Borgarlínuna en óskar þess stundum að það séu lestir á Íslandi? Þá er þessi pistill fyrir þig.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ekki öll geta tekið strætó. Aðgengi að strætisvögnum er sérstaklega slappt, einkum um vetur þegar man þarf nánast að klofa yfir snjófjöll við stoppistöðvarnar og stíga niður á gólf vagnsins. Þá er ekki einfalt fyrir fólk sem á lítil börn að parkera bílnum og burðast um með bleiupoka, formúlufernur og fimm mismunandi leikföng út um allar trissur, hvað þá ef um neyðartilfelli er að ræða og barnið þarf að komast til læknis. Svo ég tali nú ekki um leikskólamálin. En það er annað að hafa alla burði til þess að labba í tvær mínútur að næsta stoppi, eyða fimm mínútum í strætó og labba í aðrar tvær mínútur en kjósa að gera það ekki.

Ég ætla ekki að reyna að sannfæra ykkur um að það gangi alltaf þrautalaust fyrir sig að taka strætó. Man á það til að missa af vagninum, horfa upp á dónaskap ókunnugra í garð annarra, og stundum er rok úti. En að sitja í bíl í klukkutímalangri bensínröð til þess eins að hálf-fylla tankinn, að skipta um dekk tvisvar á ári svo þú rennir ekki á gangandi vegfarendur á veturna og slítir ekki upp

ósonlagið á sumrin, að leita að stæði í hálftíma eftir að þú ert í raun komið á leiðarenda? Þarft þú oft að leggja langt frá áætluðum stað til þess eins að parkera bílnum í þennan hálftíma sem þú ætlaðir að eyða í búðinni? Og svo ég tali nú ekki um hvað þetta kostar allt saman mikið!

Íslendingar búa við þann skringilega ávana að nota bílana sína eins og úlpur. Á hverjum morgni stíga þeir inn í brynvarða tveggja tonna stálúlpu sem tekur ógurlegt pláss, er rándýr í rekstri og getur reynst dýrkeypt ef hún er illa hirt - jafnvel hættuleg. Ég velti því oft fyrir mér hvers vegna við erum svona háð bílunum okkar. Er það vegna þess hve landið er strjábýlt?

Flest sem ég þekki sem ekki taka strætó bera fyrir sig óáreiðanleika strætókerfisins. Og það er rétt. Strætó er fullkomið dæmi um það hvernig íslensk stjórnvöld fjársvelta nauðsynlega innviði þar til þeir eru nánast óstarfhæfir. Strætó skerðir þjónustu sína sífellt meir þannig að þau sem nýta hana sem mest þurfa hvort eð er að grípa til annarra ráða. Í stað þess að leggja til hliðar í sjóð til að viðhalda vögnum, auka þjónustu eða prófa jafnvel að þétta tíðni ferða fer peningurinn í að innleiða nýtískulegt greiðslukerfi sem hentar afar illa (gefum Klappinu eitt, stórt, kaldhæðið klapp).

En þegar öllu er á botninn hvolft er mjög mikilvægt að taka strætó. Það er í raun fyrir öllu að við nýtum okkur almenningssamgöngur, þó þær séu lélegar. Því vil ég ákalla ykkur, kæru stúdentar, kæru lesendur, að parkera bílnum, kaupa ykkur mánaðarkort á 4.500 krónur og prófa. Prófið að láta keyra ykkur um. Ég lofa ykkur því að það er alveg jafn mikið rok á leiðinni frá bílastæðinu og það er frá strætóstoppinu. Haldiði svo að eitthvað breytist hjá Strætó ef við leggjum bara upp árarnar og gerum ekkert? Hver önnur ættu að taka strætó ef ekki við?

Það er ef til vill óraunsætt fyrir mig að kalla eftir þolinmæði og óþolinmæði í sama pistli, en það er í raun það sem ég vil gera. Ég vil kalla eftir óþolinmæði gagnvart brotnu og fjársveltu kerfi, ég vil að þið berjist fyrir betri almenningssamgöngum, fyrir þéttari tíðni, fyrir auknu aðgengi, fyrir betri fjárráðstöfunum og betra greiðslukerfi. En ég vil einnig kalla eftir þolinmæði gagnvart almenningssamgöngum, þolinmæði gegn örlitlu roki og þolinmæði fyrir því að vera kannski fimm mínútum lengur á leiðinni. Ég segi það aftur: Ef ekki við... þá hver?

Ég hvet þig, kæri lesandi, til þess að vakna tíu mínútum fyrr, ganga niður að næsta stoppi og taka strætó. Ég hvet þig til að finna þér þitt uppáhalds sæti. Ég hvet þig til að finna þér afþreyingu, taka upp bók, finna þér podcast, jafnvel prjóna peysu eða sokka? Ég hvet þig til þess að stíga um borð.

Þessi vagn er hér fyrir þig.
64
Birgitta Björg Guðmarsdóttir
Þýðing / Translation: Helgi J. Pricer
The Steel Coat Stálúlpan

The Steel Coat

Step aboard. Navigate your way through the unsteady aisle. Find a seat. Where will you sit? Will you sit in the first available seat? Do you prefer being close to either exit? Or will you sit in the middle of the back row - the daredevil seat, where nothing can stop you from being thrown down the aisle? Do you prefer being sandwiched between two seats so you don't move an inch during transit? Do you want a view of your fellow companions? Or perhaps you don’t want anyone to see you. What kind of passenger are you? Do you read a book on the go? Do you pick up your knitting needles as soon as you sit down and knit half a sweater on the way home from school? Do you listen to music or podcasts? Audiobooks? Or do you simply enjoy the view?

Maybe... you don't take the bus at all?

Are you someone who gets into their own preheated car every morning, your fingers frostbitten from scraping ice off frozen windows, gets stuck in traffic every day, and complains about the lack of parking in the city center? Do you feel exasperated when there is talk of reducing the number of car lanes to make way for the arrival of the City Line? Do you hate the City Line but sometimes wish there were trains in Iceland? If so, this thought piece is for you.

I am fully aware that not everyone can take the bus. Access to buses can be rough, especially during the winter, when you’re almost forced to climb over the mounds of snow piled up at the bus stops and step down onto the bus floor. It is not easy for people with small children to park the car and carry around a diaper bag, formula, and five different toys all over the place, let alone if there is an emergency and your child needs to get to the doctor. I won’t even mention getting your kids to kindergarten. But it’s another thing to have the means to walk two minutes to the next stop, spend five minutes on the bus and walk another two minutes but choosing not to.

I'm not trying to convince you public transport is always easy. Sometimes one misses the bus, witnesses people’s rudeness towards one another, and sometimes it’s really windy outside. But sitting in a car in an hour-long line for gas to half-fill the tank, changing tires twice a year so you don't run over pedestrians in the winter or damage the ozone layer in the summer, looking for a parking space for half an hour after arriving at your destination? Do you often have to park a long way from where you intended to spend a half-hour in the store? I won’t even mention the cost of it all!

Icelanders have a strange habit of using their cars like coats. Every morning they step into an armoured two-ton steel coat that takes up an awful lot of space, is costly to operate, and can prove exorbitant when not maintained properly - dangerous, even. I often wonder why we are so dependent on our cars. Has it got something to do with the sparse population of the country?

Most people I know who don’t take the bus, criticize the unreliability and prior experiences of Strætó. And they're right. The public bus system is a perfect example of how the Icelandic government financially starves necessary infrastructures until they are virtually unusable. The bus system is cutting costs and reducing their services anyway, so those who use it the most must resort to other means anyway. Instead of establishing funds for bus maintenance, increased service or even more frequent trips, Strætó’s funds are used to implement a modern payment system which is ridiculously inconvenient (let’s give Klapp one big, sarcastic round of applause).

But at the end of the day, taking the bus is very important. We must use public transportation, even if it’s flawed. Therefore, I want to call on you, dear students and readers, to park the car, buy a monthly card for 4,500 ISK and try it. Try being driven around. I promise you; it’s just as windy on the way from the parking lot as it is from the bus stop. Do you think something will change at Strætó if we do nothing and call it a day? Who else should take the bus if not us?

It may be unrealistic to call for patience and impatience in the same column, but that’s what Iwant to do. I want to stir up your impatience towards a broken and money-starved system; I want you to fight for better public transport, more frequent rides, increased accessibility, better financial arrangements, and a better payment method. But I also want to call for your patience towards public transport itself, a slight wind, and maybe spending five more minutes on the road. I’ll say it again: If not us... then who?

I encourage you, dear reader, to wake up ten minutes earlier, walk down to the next stop, and take the bus. I encourage you to find your favourite seat. I encourage you to engage in some activity, pick up a book, find a podcast, or even knit a sweater or socks. I encourage you to get on board.

This bus is here for you.

65
Birgitta Björg Guðmarsdóttir The Steel Coat Stálúlpan

Ný lífsgæði

Hvað eru lífsgæði?

Kolefnisójöfnuður og hjöðnun hagkerfa

Mörg okkar hafa ef til vill velt því fyrir okkur - við höfum í það minnsta óljósa tilfinningu fyrir því hvað felst í hugtakinu lífsgæði. Í grunninn er það að uppfylla grunnþarfir okkar, þá aðgengi að fæði, húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnutækifærum. Við viljum lifa frjáls, laus við ofbeldi, ógnir og fordóma. Við viljum geta elt drauma okkar, látið gott af okkur leiða og gefið af okkur til samfélagsins, hvert á sinn hátt.

Við gleymum stundum hvað þessi lífsgæði eru langt frá því að vera sjálfsögð; við verðum að standa vörð um þau og vinna fyrir þeim, bæði fyrir okkur sjálf en líka fyrir öll hin sem deila með okkur lífríki jarðar, í nærumhverfi okkar eða hinum megin á hnettinum. Þetta gildir líka um þau sem á eftir okkur koma.

Mannkynið allt og allir mögulegir afkomendur þess eru þó kannski ekki sérstaklega nærtæk okkur. Langflestum þeirra höfum við ekki kynnst og vitum lítið um, mörg þeirra eru jafnvel ekki orðin til. Það er því kannski skiljanlegt að svona stórt mengi sé ekki efst á baugi í ákvarðanatöku okkar - við miðum frekar við okkar nærumhverfi, ekki óhlutbundna og fjarlæga þætti. Því er nærtækara að hugsa um lífsgæði í samhengi við aukningu á veraldlegum lúxus. Fleiri munaðarvörur, betri og nýrri bíll, afþreying, raftæki, flugferðir, aukasumarbústaðir, íbúðir á Spáni og svo lengi mætti telja. Ókei, þetta var reyndar ýkt stigmögnun. Langfæst okkar verða nokkurn tímann svona rík. Hinn almenni Íslendingur hefur ekki efni á fleiri en einni íbúð og bíl til þess að komast ferða sinna; Íslendingur yfir meðallagi á kannski sameiginlegan fjölskyldubústað í sveitinni. Helst vonumst við til þess að geta gert okkur dagamun með hagstæðu flugi til útlanda. Mörg okkar vonast eflaust eftir sífellt nýrri og betri hlutum, tíðari

ferðum, fleiri bílum eða stærra húsi. Þessi lífsgæði eru dýrari en þau sýnast í fyrstu - allavega þegar við setjum þau í samhengi við restina af heiminum. Við sjáum raunverulegan kostnað vellystinganna ekki berum augum. Kostnaðinn við erfiði annarra. Kostnaðinn sem felst í vinnustundum námugrafarans sem sækir kóbaltið í símabatteríin okkar, aðstæðum verksmiðjustarfsfólksins sem saumar hraðtískufötin okkar, ruslinu sem er urðað á hverri sekúndu og lífríkinu sem lætur undan til að mæta þörfum sívaxandi neyslu okkar.

Burtséð frá óréttlætinu sem fylgir neysluvenjum okkar, eru óbreytt neyslumynstur óraunhæf vænting til framtíðar. Lífeldsneytabirgðirnar munu klárast á þessari öld, ef ekki innan 50 ára, nema við minnkum notkun okkar margfalt. Kannski eru til birgðir sem við vitum ekki af, kannski eru þær nógu miklar en getum við veðjað hagkerfum okkar á nýjar, hugsanlegar birgðir? Vesturlönd fengu forskotið hvað olíuhagkerfi varðar þó stefnan sé nú orðin að skrúfa fyrir eldsneytisneyslu. Restin af heiminum fékk aftur á móti ekki sama tækifæri til að byggja upp sína eigin innviði (sem sumir hverjir hafa beðið ómetanlegan skaða vegna arðráns vestursins).

Hjöðnun núverandi hagkerfa okkar (e. degrowth) er hugmyndafræði sem byggist á samdrætti framleiðslu til að stemma stigu við ofantöldum afleiðingum neyslu. Slík hjöðnun höfðar hins vegar ekki til hnattræna suðursins (allavega ekki umhverfisaðgerðarsinna Suður-Ameríku). Lönd í hinu hnattræna suðri hafa yfirleitt ekki notið góðs af hagvexti á sama hátt og Vesturlönd, heldur hafa heilu samfélögin þar lifað og hrærst innan marka umhverfis síns, og skiljanlega leggja aðgerðarsinnar þar frekar áherslu á að minni samfélög finni sínar staðbundnu leiðir til að lifa innan sinna marka. Hjöðnun tekur einungis mið af evrópskum framleiðsluhagkerfum sem byggjast á

sívaxandi útþenslu. Hjöðnun þeirra, þó nauðsynleg sé, er í grunninn hugmynd sem á við um Vesturlönd og því er réttast að beina henni fyrst og fremst að þeim allra ríkustu, með það að markmiði að hvert nærsamfélag hjálpist að við að lifa hógværara lífi. Næstu skref

Staðan er einfaldlega sú að við eigum ekki efni á ríku fólki. Ríkasta fólkið (ef við miðum við 10%) ber ábyrgð á um 50% af kolefnisútblæstri, á meðan fátækasta fólkið - helmingur mannkyns - ber einungis ábyrgð á um 7% útblásturs 1). Við eigum ekki efni á auknum vexti í lúxusvörum og lúxusneyslu. Við getum tryggt fólki fín kjör, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnutækifærum með því að velja hagsæld fram yfir hagvöxt. Með lýðræðislegum leiðum getum við kosið flokka sem vinna í þágu fólksins, umhverfisins og annarra ríkja, í stað þess að kjósa flokka sem halda fast í sístækkandi köku síðkapítalismans. Til dæmis gæti ríkið sett frekari hömlur á vörur og þjónustu sem skaða fólk og umhverfi, hér eða annars staðar. Við getum lokað á ákveðin kaup í krafti fjöldans. Við getum miðað hagkerfi okkar við vöxt inn á við til að tryggja þessi grunnlífsgæði, frekar en að miða við útþensluvöxt, sem eykur neyslulífsgæðin okkar hvað varðar takmarkaðar auðlindir á kostnað annarra (og á endanum okkar sjálfra, því hamfarahlýnun og vistmorð hefur áhrif á okkur öll). Lítum til hugsanlegrar sviðsmyndar Íslands árið 2050, þegar meðalstúdent dagsins í dag verður á sextugsaldri. Í þessari framtíðarmynd höfum við skert neyslu og útblástur þessa ríkasta 10% heims margfaldlega en einnig nær helmingað okkar eigin neyslu og minnkað framleiðslu. Við eigum enn efni á fæði, húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun og jafnvel smá lúxus. Við myndum mögulega eiga minni pening og búa við minna vöruúrval á inn -

66
Elís Þór Traustason
Þýðing
/ Translation: Erna Kristín Birkisdóttir · Mynd / Photo: Greener Ideal

Defining Quality of Life

fluttum matvælum, fötum, raftækjum og svo framvegis. Ef við höldum vel á spilunum getum við séð til þess að sérhvert mannsbarn hafi aðgang að grunnþjónustu í okkar samfélagi, með markvissu langtímaátaki. Færri myndu hafa aðgang að einkabíl, fleiri myndu ganga, hjóla, nýta sér Borgarlínuna eða aðrar almenningssamgöngur - líklegast myndum við þurfa að sætta okkur við skertar samgöngur einhverja daga eða vikur á ári, sérstaklega með versnandi veðráttu á heimsvísu (en vonandi ekki tíðum hamfaraveðrum).

Í þessari sviðsmynd búum við samt við góð lífsgæði, þó þau falli ekki endilega að hugmyndum okkar um aukin lífsgæði einmitt í dag. Lífsgæði eru það sem við teljum mikilvægast til að eiga kost á heilbrigðu, öruggu og gefandi lífi. Í stærra samhenginu eru það kannski þau lífsgæði sem skipta raunverulegu máli.

What constitutes the term ‘quality of life’?

Carbon Inequality and Degrowth

Many of us have probably pondered this - in the very least, we have a vague sense of what defines quality of life. At its core, it means the fulfillment of our basic needs, namely access to food, housing, health care, education and employment opportunities. We want to live freely, free from violence, threats and prejudice. We want to be able to follow our dreams, have a positive impact and give back to our community, each in our own way. This quality of life is often taken for granted; we must protect it and work for it, both for ourselves but also for those who share the earth's biosphere with us, in our immediate vicinity or on the other side of the world. This also applies to those who come after us. However, the entirety of

humanity including its potential offspring may not feel particularly close to us. We have not met and do not know the majority of humans, many of whom do not even exist yet. It is therefore understandable that such vast ideas are not a deciding factor when it comes to making everyday decisions - we tend to focus more on our immediate surroundings, not abstract and distant concepts. With this in mind it is far simpler to think of quality of life as an increase in worldly luxuries. More luxury goods, new and improved motor vehicles, entertainment, electronic devices, trips abroad, summer houses or apartments in Spain and so on.

Alright, maybe the aforementioned is a slight exaggeration. Most of us will never achieve that level of wealth. The average Icelander cannot afford homes and

Elís Þór Traustason

cars in the plural. Those who possess wealth above average might own a family cottage in the countryside. Ideally, we hope to be able to escape our everyday lives by finding an affordable flight to another country. Many of us probably hope for newer things, better things, more frequent vacations, multiple cars or a bigger house. This quality of life is more expensive than it might appear at first glance - at least when put into context with the rest of the world. The real cost of luxury isn’t visible to the naked eye. The cost of other people's efforts. The cost of labour when mining cobalt for our phone batteries, the conditions of the factory workers who sew our fast fashion clothes, the trash buried in landfill every second or the ecosystems being destroyed to meet the needs of our ever-increasing consumption.

Regardless of the injustice linked to our consumption habits, unchanged consumption patterns are an unrealistic expectation for the future. Fossil fuel supplies will run out during this century, if not within 50 years, unless we reduce our use many times over. Maybe there are reserves that we don't know about, maybe they are big enough, but should we bet our economies on new, potential reserves? The West got the upper hand in terms of the oil economy, although Western countries are now changing their policies in order to reduce fuel consumption. The rest of the world, on the other hand, did not get the same opportunity to build up their infrastructures (some of which having suffered immeasurable damage from Western exploitation).

The degrowth of our current economic structures is an ideology rooted in reduced production to combat the consequences of con -

sumption mentioned above. Degrowth, however, does not appeal to the Global South (at least not to South American environmental activists). Countries in the Global South generally have not benefited from expansive economic growth in the same way as Western countries, with many societies having operated within the boundaries of their environment and so it’s valid that environmental activists in those countries emphasize local ways to adapt to climate-related challenges. Degrowth only takes into account European manufacturing economies based on continued expansion. Their degrowth, although necessary, is an idea which fundamentally applies to Western countries, and therefore it is logical to focus first and foremost on the degrowth of the very richest, with the common goal of living a more modest life.

The Way Forward

The fact of the matter is that we simply cannot afford rich people. The richest people (considering the top 10%) are responsible for about 50% of all carbon emissions, while the poorest people - half of humanity - are responsible for only about 7% 1) . We cannot afford further growth of luxury goods and luxury consumption. We can guarantee good living conditions, access to health care, education and job opportunities by choosing welfare over economic growth. We can, through democratic means, vote for parties who prioritize the benefit of the people, the environment and other countries, instead of voting for parties who cling to the ever-expanding cake of late-stage capitalism. For example, the Icelandic government could impose further restrictions on goods and services that are harmful to people and the

1) Gore, Tim. (2020). Confronting Carbon Inequality. Oxfam.

environment, here or elsewhere. We can eliminate certain transactions by the power of the people. We can emphasize the inward growth of our economy to ensure this basic quality of life, rather than targeting expansionary growth, which increases our consumption-oriented quality of life in terms of limited resources at the expense of others (and ultimately ourselves, because global warming and ecocide will affect us all).

Let us consider a possible scenario for Iceland in the year 2050, when today's average student will be in their 60s. In this vision of the future, we have significantly reduced the consumption and emissions of the richest 10% of the world and nearly halved our own consumption and production. We can still afford food, housing, health care, education and even a few luxuries. We would possibly have less money and live with a smaller selection of imported food, clothes, electronics and so on. If we play our cards right, we can ensure that all children in our society have access to essential services through a targeted, longterm effort. Fewer people would have access to a private car, more people would walk, cycle, use the city buses or other public transport - we would most likely have to cope with reduced transport some days or weeks a year, especially with worsening global climate patterns (but hopefully not frequent catastrophic weather events).

In this scenario, our quality of life is still ensured, although it does not necessarily adhere to our present definition of increased quality of life. Quality of life is what we believe to be most important in order to live a healthy, safe and productive life. If we consider the big picture of it all, that may be the only quality of life that really matters.

68 Defining Quality of Life: Carbon Inequality and Degrowth Ný lífsgæði:
Kolefnisójöfnuður og hjöðnun hagkerfa

Menningar — horn — ritstjórnar

TÓNLIST

KVIKMYNDIR

HAYAO MIYAZAKI - LEIKSTJÓRI

Anime myndir Miyazaki fjalla gjarnan um samband mannsins við náttúruna. Við mælum sérstaklega með Nausicaä of the Valley of the Wind (1984), My Neighbour Totoro (1988) og Princess Mononoke (1997).

VIÐBURÐIR

ANDRÝMI - ÓKEYPIS MATARMARKAÐUR

Ókeypis matarmarkaður Andrýmis er til þess gerður að sporna gegn matarsóun, þar sem þú getur bæði sótt þér mat og skilið hann eftir!

NEIL YOUNG

Á ferli sínum sem spannar marga áratugi hefur Neil Young ítrekað nýtt vettvang sin til að vekja athygli á mikilvægi náttúruverndar (sérstaklega platan After the Gold Rush sem kom út árið 1970). Hann hefur einnig samið tónlist um loftslagsbreytingar sérstaklega í samstarfi við rokkbandið Crazy Horse (sérstaklega plöturnar Colorado (2019) og World Record (2022).

ÓLAFUR ARNALDS - ISLAND SONGS

Plata Ólafs frá árinu 2016, Island Songs, er hljóðrænt ferðalag í gegnum íslenskt landslag. Hið heilaga samband fólks við umhverfi sitt er viðfangsefni plötunnar, en hvert lag er tileinkað ákveðnum stað á landinu. Útkoman málar upp fagra og viðkvæma mynd af íslensku umhverfi.

BJÖRK - BIOPHILIA

Hugmyndin að þessari sjöundu breiðskífu Bjarkar, Biophilia, kviknaði út frá ást hennar á náttúrunni, og út frá áhyggjum hennar hvað umhverfisvernd varðar. Hún var gefin út árið 2011 við góðar viðtökur, og er að sögn Bjarkar margmiðlunarleiðangur í gegnum alheiminn. Platan er óður til samspils manns og umhverfis með samkennd í garð náttúrunnar að leiðarljósi.

OLI FROST

Tónlistarmaður sem sérhæfir sig í (mjög, mjög kjánalegri) tónlist um loftslagsbreytingar. Frægasta lagið hans er til dæmis Vampire Conspiracy, sem er í alvörunni banger.

KOYAANISQATSI - KVIKMYND

Þessi sérstaka mynd eftir Godfrey Reggio er svokölluð söguleysa (e. non-narrative), þ.e. hún byggir ekki á hefðbundinni frásagnartengdri nálgun. Í staðinn er friðsælli náttúru stillt upp á móti hávaða nútímans á draumkenndan hátt sem lýsir þeim skorti á jafnvægi sem ríkir milli manns og náttúru á okkar tímum.

BÓKMENNTIR

VISTARVERUR - HAUKUR INGVARSSON

Vistarverur er ljóðabók eftir náttúruskáldið og náttúruverndarsinnann Hauk Ingvarsson. Í bókinni eru dregnar upp myndir af hinum ýmsu vistarverum, jafnt innan sem utan mannshugans. Ómögulegt er að lesa ljóðin án þess að hugleiða á sama tíma áhrif mannsins á umhverfið og náttúruna.

UM TÍMANN OG VATNIÐANDRI SNÆR MAGNASON

Þessa bók þarf vart að kynna, en í henni gerir Andri Snær Magnason grein fyrir loftslagskrísunni á hátt sem er í senn vísindalegur og persónulegur, auk þess að ferðast fram og aftur í sögunni þess að varpa ljósi á núverandi stöðu loftslagsmála.

THE INTERSECTIONAL ENVIRONMENTALIST - LEAH THOMAS

Fræddu þig um tengslin milli umhverfisverndar, forréttinda og rasisma með The Intersectional Environmentalist, og um hvernig lausnin við loftslagskrísunni helst óneitanlega í hendur við valdeflingu minnihlutahópa.

→ Staðsetning: Bergþórugata 20, 101 Reykjavík

→ Dagsetning: 3. mars, frá 17:30 - 19:00

ELDGOS OG JARÐSKJÁLFTAR

Skoðaðu efnin sem koma upp í eldgosi, búðu til jarðskjálfta og láttu eldfjall gjósa! Fullkomin sunnudagsstund fyrir alla fjölskylduna.

→ Staðsetning: Náttúruminjasafn Íslands, Perlunni

→ Dagsetning: 5. mars, frá 14:00 - 16:00

RÆKTUN KRYDD- OG MATJURTA

Lærðu að sá og rækta algengar kryddog matjurtir með Steini Kárasyni, garðyrkjumeistara og umhverfishagfræðingi.

→ Staðsetning: Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a, 200 Kópavogur

→ Dagsetning: 29. mars, frá 17:00 - 18:00

69

Editorial Culture — Nook —

MUSIC

NEIL YOUNG – VARIOUS ALBUMS

Throughout his career spanning decades, Neil Young has time and time again tackled the importance of nature preservation (especially his 1970 album, After the Gold Rush). More recently, he has collaborated with rock band Crazy Horse to write music focused on climate change specifically (see albums Colorado (2019) and World Record (2022)).

ÓLAFUR ARNALDS – ISLAND SONGS

Ólafur is a multi-instrumentalist and producer whose album, Island Songs (released in 2016) is an aural journey through Icelandic landscapes. The album highlights the sacred connection between people and their environment, where each song highlights a specific place on the island. The result is a breathtaking voyage through Icelandic panoramas.

BJÖRK – BIOPHILIA

Björk’s 7th studio album, Biophilia, sprang from Björk’s love of nature as well as her concerns regarding nature preservation. It was released in 2011 to critical acclaim, and has been described by the artist as a ‘multimedia exploration of the universe’. The album explores the interconnection between humans and their environment and empathy towards nature.

OLI FROST

A musician who creates (really really silly) songs about climate change. His most famous song is the ‘Vampire Conspiracy’ which is actually unironically a banger.

CINEMA

HAYAO MIYAZAKI – DIRECTOR

Miyazaki’s anime films often explore the relationship between mankind and nature.

We especially recommend Nausicaä of the Valley of the Wind (1984), My Neighbour Totoro (1988) and Princess Mononoke (1997).

KOYAANISQATSI – FILM

This experimental non-narrative film by Godfrey Reggio blends together beautiful natural scenery and noisy modern-day life in its dreamy pursuit of interpreting the current lack of balance between man and environment.

LITERATURE

VISTARVERUR –HAUKUR INGVARSSON

Vistarverur is a poetry book by nature poet and climate activist Haukur Ingvarsson. The poetry centers around the various habitats around us, both inside and outside the human mind. It is impossible to read the poems without simultaneously thinking about the impact of man on the environment and nature.

ON TIME AND WATER –ANDRI SNÆR MAGNASON

Already a beloved book in Iceland, On Time and Water seeks to tackle the massive concept of a global climate catastrophe in a way that is both scientific as well as personal, with author Andri Snær Magnason taking us backwards and forwards in time in order to grapple with the current environmental crisis.

THE INTERSECTIONAL ENVIRONMENTALIST – LEAH THOMAS

The Intersectional Environmentalist enables us to learn more about how nature preservation, privilege and racism are interconnected, and

how climate solutions must go hand in hand with the empowerment of minorities.

EVENTS

ANDRÝMI – FREE SUPERMARKET

Andrými’s free supermarket is an event held in order to combat food waste, where you can both pick up and drop off food!

→ Location: Bergþórugata 20, 101 Reykjavík

→ Date: March 3rd, from 17:30 - 19:00

ERUPTIONS AND EARTHQUAKES

Take a look at some of the stuff that spews out of volcanoes and simulate your very own eruptions and earthquakes! An ideal Sunday activity for the whole family.

→ Location: Perlan - Icelandic Museum of Natural History

→ Date: March 5th, from 14:00 - 16:00

CULTIVATE YOUR OWN HERBS AND SPICES

Learn how to sow and grow your own herbs and spices with Steinn Kárason, expert gardener and environmental economist.

→ Location: Kópavogur Library, Hamraborg 6a, 200 Kópavogur

→ Date: March 29th, from 17:00 - 18:00

70
LANDSBANKINN.IS Er síminn þinn fullur af Aukakrónum?
Aukakrónur eru komnar í símann
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.