Page 62

STÚDENTABLAÐIÐ

Í Stúdentablaðinu í fyrra tók ég fyrir álíka umdeilt mál sem varðaði frosnar pítsur. Þess vegna taldi ég tilvalið að taka kaffimálið í ­eigin hend­ur og skera úr um málið. Þar sem Háma er staðsett í hinum fjölmörgu byggingum Háskólans sem eru að finna víða um borgina ­ákvað ég að takmarka heimsóknirnar við fimm verslanir Hámu. Sömuleiðis drakk ég einungis svart uppáhellt kaffi. Svo skiptir auðvitað máli hversu lengi uppáhellingin hefur staðið og reyndi ég því eftir fremsta megni að heimsækja kaffistofurnar á svipuðum tíma dags. Háskólatorg Ég álykta sem svo að þetta sé sú Hámuverslun sem er best þekkt og sú sem mest er verslað við. Ég er í þeim hópi sem verslar nokkuð mikið við þau. Þessi tiltekni kaffibolli sem tekinn er fyrir þótti mér nokkuð þunnur og það mikið eftirbragð. Ég ætla samt ekki að ganga svo langt að segja að hann hafi verið vondur, en það er rými til úrbóta. Oddi Næst skellti ég mér í Odda. Ég hef margoft verslað við þessa kaffistofu enda í grennd við þær byggingar háskólans sem ég ver hvað mest­ um tíma í. Sömuleiðis er oft minni röð og umhverfið huggulegra en á Háskólatorgi, að mínu mati. Kaffið fannst mér bragðgott, það var ekki sterkt en myndi alls ekki teljast þunnt. Eftirbragðið var ágætt og ekki yfirgnæfandi. Ég var almennt nokkuð ánægð með þennan bolla. Stakkahlíð Ég verð að segja að í Stakkahlíðinni varð ég fyrir örlitlum vonbrigðum með kaffibollann minn. Hann var beiskari og þynnri en þeir sem ég hafði bragðað á undan. Það má vel vera að ég hafi komið á óheppilegum tíma og að kaffið hafi mögulega staðið lengur en venjulega. Þetta var ekki alslæmur kaffibolli og ég myndi drekka kaffi úr þessari Hámuverslun aftur, en líkt og með Hámubollann á Háskólatorgi þá tel ég að það sé rými til úrbóta. Tæknigarður Ég verð að viðurkenna að áður en ég gerði mér sérstaka ferð til að fá mér einn kaffibolla þá hafði ég aldrei komið hingað inn áður. Sem er svo sem skiljanlegt í ljósi þess að ég er hugvísindanemi og hef aldrei haft neina sérstaka ástæðu til þess. Kaffið sem ég fékk var ágætt. Eftirbragðið var ekki mikið og ég myndi ekki segja að það hafi verið þunnt, en ég myndi heldur ekki lýsa því sem bragðgóðu. Engu að síður var gaman að prófa eitthvað nýtt og drekka Hámukaffi í nýju umhverfi. Eirberg Mig langar að byrja á að taka það fram að Háma í Eirbergi minnti mig mjög mikið á Hámu í Árnagarði. Fyrir hugvísindanema sem hefur misst Hámu úr elsku Árnagarði var því súrsæt upplifun að ganga inn í Eirberg. Hvað kaffið varðar var það bragðmikið og eftirbragðið töluvert mikið, meira en ég tel óskandi. Þá verð ég samt að játa að mér fannst Eirberg huggulegasti staðurinn til að drekka kaffið mitt. Ég fann hlýja strauma þarna inni. Niðurstaða Samkvæmt mjög óformlegri skoðanakönnun verður að segjast að besti kaffibollinn sem ég sötraði var í Odda. Þá er vert að taka fram að það eru auðvitað margar breytur sem spila þar inn í. Til að mynda hversu lengi kaffið hefur staðið, hver hefur hellt uppá þessa tilteknu uppáhellingu, gerð uppáhellingarvélarinnar og auðvitað einungis fimm verslanir teknar fyrir. Hver veit nema að besta uppáhellingin leynist til að mynda í Læknagarði?

HVAR ER BESTA HÁMUKAFFIÐ? WHERE IS THE BEST HÁMA COFFEE?

versity buildings across the city, I decided to limit my survey to five. I also only drank black coffee. Of course, how long the coffee has been sitting in the pot makes a difference, so I did my best to visit each café around the same time of day. The University Center I would bet that this is the best-known and most heavily trafficked Háma location. I’m one of the students who goes there a lot. The particular cup of coffee I judged was rather weak and had a strong aftertaste. I wouldn’t go so far as to say it was bad, but there was room for improvement. Oddi Next, I popped over to Oddi. I’ve gone to this café a lot, as it’s near the university buildings where I spend the most time. It has a cozier atmosphere than the University Center, in my opinion, and the line is often shorter. The coffee tasted good, not too strong but certainly not weak. The aftertaste was good and not overwhelming. In general, I was pretty pleased with this coffee. Stakkahlíð I have to say that I was a bit disappointed with my coffee at Stakkahlíð. It was weaker and more bitter than the ones I had tasted before. That could very well be because I came at an inopportune time and the coffee had been sitting out longer than usual. It wasn’t terrible, and I would drink another coffee from this Háma in the future, but just like the University Center coffee, I think it could use some improvement. Tæknigarður I have to admit that I had never been here until I made a special trip to get a coffee, which is understandable, since I’m a humanities student and never had any particular reason to visit Tæknigarður before. The coffee here was good. There was less of an aftertaste, and I wouldn’t say it was weak, but I also wouldn’t describe it as flavorful. Still, it was fun to try something new and drink a Háma coffee in different surroundings. Eirberg I’d like to start by noting that Háma in Eirberg very much reminded me of Háma in Árnagarður. For a humanities student who has missed Háma in our beloved Árnagarður, walking into Eirberg was a bittersweet experience. As far as the coffee went, it was strong, with considerably more of an aftertaste, more than I’d like. But I have to admit, I thought Eirberg was the coziest place to drink my coffee. I felt warm vibes there. Conclusion According to my highly informal study, the best cup of coffee I sipped was from Oddi. Of course, it must be noted that there are many factors that come into play here, such as how long the coffee has been sitting out, who brewed it and with what type of coffee machine, and of course the fact that I only tried five Háma locations. Who knows, maybe the best cup is hiding in Læknagarður.

62

Profile for Stúdentablaðið

Stúdentablaðið - október 2020  

Advertisement
Advertisement
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded