Stúdentablaðið er tímarit sem gefið er út tvisvar á misseri af Stúdentaráði Háskóla Íslands. Blaðið gegnir mikilvægu hlutverki málgagns Stúdentaráðsins og einnig hlutverki upplýsinga- og afþreyingarmiðils nemenda. Stúdentablaðið var fyrst gefið út þann 1. desember árið 1924.