Ferðablað um Strandir og Reykhólasveit

Page 1

Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Sumarið 2008

Upplýsingarit um ferðamöguleika, afþreyingu og þjónustu á Ströndum og Reykhólasveit Útgefandi: Arnkatla 2008 og Markaðsstofa Vestfjarða - www.westfjords.is

Gististaðir Hrútafjörður og nágrenni Tangahúsið á Borðeyri Snartartunga í Bitrufirði Hólmavík og nágrenni Ferðaþjónustan Kirkjuból Steinhúsið á Hólmavík Gistiheimilið Borgabraut Drangsnes og nágrenni Gistiþjónusta Sunnu Gistiheimilið Malarhorn Bændagistingin Bær á Selströnd Hótel Laugarhóll Árneshreppur Hótel Djúpavík Finnbogastaðaskóli Gistiheimili Norðurfjarðar Gistiheimilið Bergistangi Reykhólasveit Hótel Bjarkalundur Álftaland á Reykhólum Bændagistingin Miðjanesi Flatey á Breiðafirði Hótel Flatey Krákuvör Grænigarður

Við lofum góðum dögum á Ströndum og í Reykhólasveit - ferðaþjónustuaðilar á Ströndum og í Reykhólasveit taka höndum saman

U

ndanfarna mánuði hafa ferðaþjónustuaðilar á Ströndum og í Reykhólasveit og aðrir þeir sem vilja gjarnan skilgreina starfsemi sína í ferðaþjónustu, tekið höndum saman um að vinna sameiginlega að ákveðnum markmiðum greinarinnar en samstarfshópurinn kallar sig Arnkatla 2008. Hvatning að samstarfinu er gerð nýs vegar um Arnkötludal sem liggja mun á milli Steingrímsfjarðar og Breiðafjarðar og verður tekinn í notkun árið 2010. Arnkötludalsvegur mun tengja byggðirnar saman og skapa grundvöll fyrir hverskonar sameiginlegu verkefni á sviði atvinnu- og menningarmála. Þangað til verður jarðvegurinn heima fyrir undirbúinn og meðal annars unnið að því að kynna svæðið sem best. Útgáfa þessa ferðablaðs er liður í því.

Veitingar Strandir Veitingaskálinn Brú Hrútakaffi Borðeyri Sauðfjársetur á Ströndum Söluskálinn Hólmavík Café Riis Hólmavík Malarkaffi Drangsnesi Hótel Djúpavík Kaffihúsið Norðurfirði Reykhólar og nágrenni Skriðuland í Saurbæ Hótel Bjarkalundur Hólakaup Reykhólum Flatey á Breiðafirði Hótel Flatey

Þetta er ekki fyrsta sinn sem íbúar þessara tveggja héraða ákveða að starfa saman að ákveðnum markmiðum. Í árdaga er sagt að tröllin beggja vegna hafi tekið höndum saman með það að markmiði að tengja héruðin saman með skurði milli Gilsfjarðar og Húnaflóa. Það voru áform sem döguðu uppi í miðju verki. Að þessu sinni er vinnuferlið heldur skýrara og það tryggt að hvorki sólin né önnur náttúruleg fyrirbæri geti komið í veg fyrir þau. Árangurinn er undir þátttakendum í Arnkötlu 2008 kominn. Strandir og Reykhólasveit eru tvö ólík svæði og styrkja hvort annað með gríðarlegum fjölbreytileika. Þar er að finna ótal ferðamöguleika og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna sem er uppskrift að góðum dögum. Því getum við lofað góðum dögum á Ströndum og í Reykhólasveit.

Borgarland í Reykhólasveit geymir marga perluna og er kjörið útivistarsvæði. Þar er fugla- og álfalíf mjög fjölbreytt. Því er oft haldið fram að Borgarland sé höfuðborg huldufólks á Íslandi.

Skipulögð náttúruskoðun Eyjasiglingar - frá Reykhólum í Skáleyjar, Hvallátur og Flatey

Sundhani - frá Drangsnesi,

siglingar í Grímsey, hvalaskoðun og sjóstangaveiði

Sýningar og söfn

Freydís sf - frá Norðurfirði, LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

Sauðfjársetur á Ströndum Galdrasafnið á Hólmavík Hvalveiðistöð frá 17. öld Kotbýli kuklarans Síldarverksmiðjan í Djúpavík Minja- og handverkshúsið Kört Hlunnindasýningin á Reykhólum Bátasafnið á Reykhólum

siglingar á Hornstrandir, dagsferð að Hornbjargi Æðarvarpið við Kirkjuból Fuglaskoðunarhúsið í Húsavík Fuglaskoðunarhúsið á Reykhólum

Allar upplýsingar um ferðamöguleika á svæðinu fást hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík og Reykhólum


2

Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Fuglahræðukeppni á Bryggjuhátíð

Myndarleg fuglahræða í fjöru í Bjarnarfirði

Ábyrgðarmaður: Sigurður Atlason arnkatla2008@strandir.is Ritstjórn: Arnar S. Jónsson Jón Jónsson Kristín S. Einarsdóttir Sigurður Atlason Umsjón með Reykhólasveitarhluta: Hlynur Þór Magnússon Umbrot: Sigurður Atlason Prentun: Prentsmiðjan Steinmark Ljósmynd af lundum á forsíðu: Hálfdán Pedersen Ljósmynd af kátum meyjum á forsíðu: Jón Jónsson Nánari upplýsingar um gistingu, afþreyingu og aðra ferðaþjónustu er hægt nálgast hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík og Upplýsingamiðstöð ferðamála á Reykhólum.

Blaðið er prentað í 20 þúsund eintökum.

Á Drangsnesi er 12,5 metra og mjög nýleg sundlaug með buslulaug, heitum potti, eimbaði og þreksal. Nú hefur aðgengi fatlaðra verið bætt verulega með því að komið hefur verið upp sér sturtuaðstöðu. Enn er samt ekki komin lyfta fyrir fatlaða sem myndi auðvelda þeim að fara ofan í og upp úr lauginni. Börn yngri en sextán ára fá að fara frítt í sund á Drangsnesi. Sundlaugin er í

Steintröll á Ströndum Á Ströndum eru margir sérkennilegir klettar og berggangar. Sumir þeirra eru sagðir vera tröll, sem dagað hafi uppi og orðið að steini þegar sólin skein á þau. Þannig er til dæmis með steindranginn Kerlinguna sem þorpið Drangsnes er kennt við og stendur þar rétt við sundlaugina. Hún var eitt af þremur nátttröllum sem hafði einsett sér að grafa Vestfjarðakjálkann frá meginlandinu, en gleymdi sér við moksturinn og varð að steini. Við endann á Grímsey er klettur sem heitir Uxi og á hann að vera naut Kerlingarinnar. Í Drangavík við Kollafjörð á Ströndum standa síðan steinrunnin hin tröllin tvö, Karl og Kerling, sem stóðu að þessum mokstri milli Gilsfjarðar og Húnaflóa. Hefði ætlunarverkið tekist væru Vestfirðir tröllaríki, en mennirnir réðu meginlandinu. Því fer fjarri að þessar Kerlingar og Karlinn séu einu steinrunnu tröllin á Ströndum. Þar hafa mörg merkiströll alið aldur sinn á fyrri öldum, nefna má tröllskessur eins og Þömb í Bitrufirði sem steypti sér með gullkistu sína undir foss í ánni Þambá, Þjóðbrók sem varð að steini í Selárdal við Steingrímsfjörð og Kleppu sem bjó á Kleppustöðum í Staðardal, en endaði æfina í túninu á Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Segir sagan að Finnbogi rammi hafi steypt yfir hana skriðu í hefndarskyni fyrir að hún meig á túnin hans og breytti þeim í mýrlendi. Það er gaman að heilsa upp á steintröllin á Ströndum á ferð um svæðið og lítil ástæða til að hræðast þau. Eða hvað? Ef tröll getur breyst í stein, geta þá steinarnir ekki breyst aftur í tröll? - J.J.

Hentugt fyrir fjölskyldufólk á ferðalagi

LJÓSM.: GISTIHÚS SUNNU

- flott stúdíóíbúð fyrir þá sem vilja hafa allt prívat

VIÐ LOFUM - góðum dögum

skemmtilegu umhverfi með frábæru útsýni til Grímseyjar. Á Drangsnesi eru einnig heitir pottar í fjöruborðinu sem opnir eru allt árið án endurgjalds. Það jafnast fátt á við það að liggja makindalega í heitum potti og fylgjast með fjörugu fuglalífi og forvitnum selum í nokkurra metra fjarlægð. Ef heppnin er með þá sjást jafnvel hvalir á firðinum en það er mjög algeng sjón - Je.J. að sjá hval á Steingrímsfirði.

VATNSLITAMYND: DAGRÚN MAGNÚSDÓTTIR

Útgefandi: Arnkatla 2008 í samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða

Tilkynna þarf þátttöku svo hægt sé að úthluta fuglahræðunni bæði númeri og staðsetningu. Fuglahræðurnar verða svo merktar inn á götukort sem gestir Bryggjuhátíðar fá í hendur. Þegar líða fer á daginn er boðið til grillveislu þar sem má borða sig pakksaddan fyrir vægt verð. Að henni lokinni er kvöldskemmtun í samkomuhúsinu, aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Að lokum er brekkusöngur við varðeldinn og hátíðinni lýkur svo með ekta - Je.J. sveitaballi um miðnæturbilið.

LJÓSM.: HÁLFDÁN PEDERSEN

Bryggjuhátíðin á Drangsnesi verður haldin þann 19. júlí 2008 og er einn kunnasti viðburður sumarsins á Ströndum. Hátíðin stendur yfir í einn dag og er þéttskipuð af skemmtilegum viðburðum og uppákomum og hefur verið haldin árlega síðan árið 1996 og dregur til sín fjölda gesta. Þar ber hæst sjávarréttasmakkið þar sem gestum býðst að smakka hina ýmsu rétti framreidda úr sjávarfangi bæði hefðbundnar sem og nýjar uppskriftir. Sundhani er með stöðugar ferðir út í Grímsey allan daginn en eyjan er mikil náttúruperla og stolt Steingrímsfjarðar með fjölskrúðugu fuglalífi. Á þessum tíma er lundinn hvað skemmtilegastur heim að sækja en nóg er af honum í Grímsey. Börnin reyna sig í dorgveiði, söngvarakeppni, reiðtúrum, og hoppukastala. Myndlistar- og ljósmyndasýningar eru fastir liðir og í ár verður bryddað upp á þeirri nýjung að halda fuglahræðukeppni. Þetta verður alvöru keppni og verða veitt verðlaun fyrir þá fuglahræðu sem gestir hátíðarinnar telja besta.

LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

- verður haldin þann 19. júlí

Á Drangsnesi er lítið gistihús sem býður upp á notalega gistingu í stóru herbergi með baði og eldhúskróki. Sérinngangur er að íbúðinni og allt aðgengi er mjög gott. Auk venjulegra eldhúsáhalda fylgir gasgrill, sjónvarp og DVD spilari. Aðeins er boðið upp á uppbúin rúm. Barnarúm er í íbúðinni og dýnur ef óskað er. Gistihús Sunnu er mjög hentugur gististaður fyrir par með eitt til tvö börn.

Drangsnes býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir fjölskylduna og er mjög miðsvæðis á Ströndum fyrir hverskyns dagsferðir. Gistihús Sunnu er flottur gististaður fyrir þá sem vilja vera í næði, með allt prívat. Verðið á íbúðinni er aðeins kr. 8.000.- með öllu. Frekari upplýsingar má finna á slóðinni www.drangsnes.is/sunna og hafa má samband í síma 451-3230 eða með því að senda tölvupóst á netfangið holtag10@snerpa.is. - S.E./S.A.

Kerlingin á Drangsnesi

Bær á Selströnd Ferðaþjónustan á Bæ á Selströnd er innan vébanda Ferðaþjónustu bænda og er rétt utan við Drangsnes. Þaðan er stutt í alla þjónustu og enn styttra í ósnortna náttúruna. Þar er boðið upp á gistingu í tveimur smáhýsum sem hýsa fimm manns hvort. Í húsunum er að finna sturtu, eldunaraðstöðu og ísskáp. Boðið er upp á morgunmat og kvöldmat í matsal í aðalhúsi. Einnig fá gestir aðstoð við að panta skoðunarferðir og þeim vísað á hverskyns viðburði og gönguleiðir í héraðinu. Síminn í Bæ er 453-6999 og slóðin á heimasíðuna er www.this.is/baer.


Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Ferðaþjónar ársins 2007 á Ströndum láta ekki deigan síga - Ásbjörn og Valgerður á Drangsnesi bæta við 10 herbergja gistihúsi og hefja skipulagða hvalaskoðun sannkölluð náttúruperla þar sem hún liggur rétt utan við þorpið en þangað er einungis tíu mínútna sigling. Þar er mikil nátttúrufegurð og fjölskrúðugt fuglalíf. Lundinn, sá skemmtilegi náungi, er mjög áberandi í eynni en áætlað er að 31 þúsund virkar lundaholur sé að finna í Grímsey og talið er að lundabyggðin telji um 75 þúsund lunda í og við eyna. Einnig er boðið upp á sjóstangveiði með Sundhana og Ásbjörn og Valgerður hafa útbúið sérstaka aðstöðu fyrir gesti sína til að gera að aflanum. Opna nýtt og stærra gistihús Á þessu ári ætla Ásbjörn og Valgerður að bæta enn frekar við þjónustuna og byggja annað gistihús við hlið hins. Þar verða tíu 2ja manna herbergi með baði og boðið er upp á morgunverð á veitingastaðnum sem er í sama kjarna og gistingin. Stefnt er að opnun nýja gistihússins í sumarbyrjun en það er bjálkahús frá Eistlandi, líkt því sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Með tilkomu þess eykst gistipláss verulega.

Skipulögð hvalaskoðun Í sumar munu þau einnig bjóða upp á hvalaskoðun með Sundhana en hvalagengd á Steingrímsfirði er talsverð. Hrefnur og hnúfubakar eru nokkuð algengar hvalategundir á firðinum auk hnýðinga og annarra smáhvala. Miklar vonir eru bundnar við þessa afþreyingu í ferðaþjónustu á svæðinu en vel yfir 100 þúsund manns fóru í hvalaskoðun á Íslandi á síðasta ári. Ætlunin er að markaðssetja Steingrímsfjörð sem kjörið hvalaskoðunarsvæði á heimsvísu, en það líður vart sá dagur að ekki sjáist þar hvalir frá maí og fram í október. Í hverskyns náttúruskoðun liggja mikil tækifæri í ferðaþjónustu sem

Ásbjörn og Valgerður hyggjast nýta sér og byggja starfsemi sína á. Selalátur má ganga að vísu við fjörðinn og fuglalíf er afar fjölskrúðugt, sem hvort tveggja styrkir enn frekar uppbyggingu og stoðir náttúrutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu. Upplýsingar Heimasíða Ásbjarnar og Valgerðar er www.strandir.is/malarhorn. Þar er að finna nánari upplýsingar um starfsemi þeirra. Einnig er hægt er að kaupa miða í allar ferðir með Sundhana hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík, s: 451-3111. - S.A.

LJÓSM.: VOGAFJÓS

Ferðaþjónarnir Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir láta ekki deigan síga við uppbyggingu ferðaþjónustu á Drangsnesi. Þau voru valin ferðaþjónar ársins af meðlimum Arnkötlu 2008, sem eru samtök ferðaþjónustuaðila á Ströndum og Reykhólasveit, fyrir mikinn dugnað á árinu 2007 og hlutu að launum verðlaunagripinn Framfarasporið 2007. Framfarasporið er veitt þeim ferðaþjónum á svæði Arnkötlu sem sýna mestan dug og þor ár hvert. Árið 2007 opnuðu þau gistiheimilið Malarhorn, fjögurra herbergja gistihús með átta rúmum og til að kóróna dugnaðinn byggðu þau einnig veitingahúsið Malarkaffi sem var opnað hátíðlega á Bryggjuhátíðinni, sumarhátíð Drangsnesinga. Grímseyjarferðir Ásbjörn og Valgerður hafa boðið upp á áætlunarferðir út í Grímsey í nokkur ár á Sundhana ST-3. Þær ferðir hafa verið mjög vinsælar enda er Grímsey

HÓLMAVÍK rður

sfjö ngrím

Malarhorn

Malarkaffi

Selaskoðun

Hvalaskoðun Áætlunarferðir í Grímsey

Myndin að ofan er frá Vogafjósi í Mývatnssveit. Það er samskonar hús og Ásbjörn og Valgerður reisa á Drangsnesi.

DRANGSNES Sjóstangveiði GRÍMSEY Fuglaskoðun

Allrahanda þjónusta Eins og sjá má á kortinu hér að ofan bjóða Ásbjörn og Valgerður upp á fjölþætta þjónustu fyrir ferðamenn.

Ferðir í Grímsey á Steingrímsfirði

LJÓSM.: SUNDHANI

- heilsað upp á lundann og sunnudagssúpan sötruð Áætlunarsiglingar út í Grímsey á Steingrímsfirði verða í boði í sumar með Sundhana frá Drangsnesi. Fastar ferðir eru kl. 14:00 á fimmtudögum og á sunnudögum kl. 11:00. Grímsey liggur skammt undan landi við Drangsnes og þangað er ekki nema rétt um tíu mínútna sigling. Leiðsögn er um eyna og hver ferð tekur samtals 3-4 klst. Á sunnudögum gefst kostur á að kaupa súpu í vitanum í Grímsey í skoðunarferðinni og á heimleiðinni er gestum boðið upp á að reyna fyrir sér með sjóstöng. Einnig er hægt að fara í ferðir á öðrum tímum eftir samkomulagi, hvort sem er í hvalaskoðun, sjóstangaveiði eða skoðunarferð út í Grímsey. Allar nánari upplýsingar fást í síma 899-4238 eða hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík. - Á.Þ/S.A.

Úti í Grímsey

Það er góð aðstaða úti í Grímsey til að taka á móti ferðafólki. Gengið er í land í gegnum ævintýralegt klettasund þar sem við tekur mikill trépallur og hægt er að setjast niður og borða nestið sitt eða njóta veitinga. Ásta Þórisdóttir svæðisleiðsögumaður leiðir gesti um náttúrufar, sögu og fuglalíf eyjarinnar.

LJÓSM.: ÁSBJÖRN MAGNÚSSON

LJÓSM.: GOOGLE EARTH / SIGURÐUR ATLASON

Stei

Áætlun Sundhana

Grímseyjarferðir - 20/6 til 1/9 Fimmtudaga kl. 14:00 Sunnudaga kl. 11:00

Hvalaskoðunarferðir - 1/6 til 1/9 Alla daga klukkan 17:00

Siglt er frá bryggjunni á Drangsnesi

VIÐ LOFUM - magnaðri upplifun

3


4

Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Með Eyjasiglingu út í Breiðafjarðareyjar

Fuglar við Breiðafjörð

- einstaklega fjölskrúðugt fuglalíf 160 þúsund rauðbrystingar koma við í Breiðafirðinum og má stundum sjá tugi þúsunda í einum hóp hefja sig til flugs af leirunum í leit að hvíldarstað yfir háflóð. Í Breiðafirði er annar fugl sem er ekki síður eftirtektarverður, en það er konungur fuglanna, haförninn. Einna mestar líkur að sjá örn á Íslandi eru í Breiðafirðinum og í sveitunum þar í kring. Ekki er leiðinlegt, eftir að hafa séð t.d. flórgoða, branduglu og aðra sérstæða fugla í Reykhólasveitinni, að enda á sjálfum haferninum. Ef menn missa af þeirri tignarsýn má skoða uppstoppað eintak á Hlunnindasýningunni á Reykhólum. Hér hefur fátt eitt verið nefnt af þeim geysimörgu fuglategundum sem eiga sér heimkynni á Reykhólasvæðinu eða koma þar við. - H.Þ.M.

- H.Þ.M.

LJÓSM.: BJÖRN SAMÚELSSON

Svæðið kringum Reykhóla hefur flest það að bjóða sem fuglar hérlendis (og fuglaskoðarar) vilja. Þar má fyrst nefna Reykjanesfjallið með hömrum sínum og klettabeltum. Fyrir neðan er víðáttumikið flatlendi með þurrum móum og mýrlendi. Stöðuvötn og tjarnir og klapparholt í kring. Gríðarlegar þangmiklar fjörur með lífríkum leirum. Eyjar og hólmar. Og síðan er stutt að fara upp á Þorskafjarðarheiði eða Tröllatunguheiði til að sjá enn aðrar fuglategundir. Einstaklega fjölskrúðugt fuglalífið endurspeglar þetta fjölbreytta búsvæði staðfugla og farfugla. Auk þess má nefna viðkomugestina. Breiðafjörðurinn með víðáttumiklar leirur fæðir um 65% af þeim rauðbrystingum sem fara um Ísland á leið til Grænlands og Kanada á hverju vori. Um

Björn Samúelsson á Reykhólum (Eyjasigling) hefur um árabil siglt með farþega út í Breiðafjarðareyjar. Farkosturinn er hraðbáturinn Súlan, sem tekur 19 farþega. Í sumar eru áætlunarferðir þrisvar í viku en aukaferðir eru farnar með sjö manna hópa eða stærri. Viðkomustaðir eru Skáleyjar, Hvallátur og Flatey og fá gestirnir leiðsögn í gönguferðum um eyjarnar, auk þess sem hægt er að fá kvöldverð eða aðrar veitingar á Hótel Flatey. Farið er frá Stað á Reykjanesi, nokkru utan við Reykhóla. Upplýsingar um ferðirnar og viðkomustaðina eru á vefnum www.eyjasigling.is.

Súlan á siglingu á Breiðafirði

Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum

LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

- unnið að viðgerð fjölda gamalla báta

Fuglaskoðunarhúsið við Langavatn neðan Reykhóla lætur lítið yfir sér. Enda eiga slík hús einmitt að gera það.

Vélasafnið á Grund

Eftirmynd Staðarskektunnar (kennd við Stað á Reykjanesi) í smíðum. Við bátinn eru þrír af frumkvöðlum Bátasafns Breiðafjarðar, þau Hafliði Aðalsteinsson, Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður og Aðalsteinn Valdimarsson. Hér má rifja upp, að Thoroddsenættin er upprunnin á Reykhólum og fyrir tveimur árum var komið þar upp minnismerki um ættföðurinn Jón Thoroddsen, skáldsagnahöfund og sýslumann (1818-68).

Á Grund í Reykhólasveit, rétt ofan við Reykhólaþorp, hefur á undanförnum árum orðið til myndarlegur vísir að safni gamalla dráttarvéla og annarra búvéla frá fyrri tíð. Margar vélanna eru uppgerðar og gangfærar og aðrar er smátt og smátt verið að gera upp. Mestan heiðurinn af þessu vélasafni á Unnsteinn Ólafsson á Grund, sem hefur einnig ásamt Guðmundi bróður sínum og Arnóri Grímssyni í Króksfjarðarnesi dregið saman mikinn fróðleik um fyrstu dráttarvélar á hverjum bæ í Reykhólahreppi. Ferðafólk sem á leið um Reykhólasveit í sumar getur komið við og skoðað dráttarvélarnar og tækin sem þar eru, enda þótt ekki sé formleg sýning í gangi.

- H.Þ.M.

VIÐ LOFUM - fjörugu fuglalífi

LJÓSM.: HLYNUR ÞÓR MAGNÚSSON

LJÓSM.: JÓN JÓNSSON

- safn búvéla frá fyrri tíð

Á Reykhólum við Breiðafjörð vinnur áhugafólk að því um þessar mundir að koma upp breiðfirsku bátasafni. Þegar er um tugur gamalla báta kominn í hús, þar sem gestir geta skoðað þá yfir sumartímann, en ámóta margir eru enn í geymslu á ýmsum stöðum. Á hinum árlega Reykhóladegi hafa gömlu bátarnir skipað veglegan sess nokkur síðustu árin. Um þetta verkefni hefur verið stofnaður félagsskapur sem heitir því langa nafni Áhugamannafélag um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum. Félagsmenn eru búsettir víða en eiga breiðfirskar rætur. Helsti frumkvöðullinn er Aðalsteinn Valdimarsson, skipasmiður úr Breiðafjarðareyjum. Aðalsteinn og félagar hafa nú komist yfir meira en tuttugu gamla báta úr Breiðafjarðareyjum og héruðunum í kringum Breiðafjörð og bjargað mörgum þeirra frá bráðri eyðileggingu. Auk þess hafa Aðalsteinn og félagar smíðað eftirmynd eins hinna gömlu báta, sem tímans tönn hefur leikið illa. Meist-

arinn að því verki er Hafliði Aðalsteinsson, sonur hins landskunna bryggjusmiðs hjá Hafnarmálastofnun, Aðalsteins Aðalsteinssonar úr Hvallátrum, en hugðarefni hans var að koma upp breiðfirsku bátasafni. Áhugamannafélagið fylgir nú fram þeim draumi hans. Áhugamannafélagið hefur aðstöðu til bráðabirgða í gamla samkomuhúsinu (Mjólkurstöðinni sem aldrei varð mjólkurstöð) rétt ofan við Reykhólaþorp, þar sem Hlunnindasýningin á Reykhólum er einnig til húsa. Hugmyndin er síðan að byggja nýtt hús fyrir væntanlegt Bátasafn Breiðafjarðar í samvinnu við Reykhólahrepp og fleiri. Einn af þeim merku bátum, sem þegar eru komnir á ný til virðingar á Reykhólum, er bringingarbáturinn (flutningsbáturinn) Friðþjófur. Hann lá á hvolfi á Miðhúsum í Reykhólasveit í hálfa öld en Ragnar Jakobsson úr Reykjarfirði á Ströndum, bátasmiðurinn landskunni í Bolungarvík, gerði hann upp fyrir Þjóðminjasafnið - H.Þ.M. fyrir nokkrum árum.


Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Ómótstæðileg náttúrufegurð Í fyrrasumar fór ég tvisvar á Strandir. Þar er svo margt að skoða og náttúrufegurðin er ómótstæðileg. Maður þræðir sig fyrir tignarleg fjöllin og kemur síðan inn í víkur eða firði með mismiklu, grösugu láglendi. Undanfarin ár hafa Strandamenn verið ótrúlega duglegir og hugmyndaríkir við að notfæra sér söguna til að laða að ferðalanga, t.d. með Galdrasafninu á Hólmavík, Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði, gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík, bátsferðum frá Norðurfirði á Hornstrandir og síðast en ekki síst Minjaog handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík.

Fæ sérstakan fiðring í magann Þegar ég keyri um Vestfirði fæ ég fiðring í magann á vissum stöðum þegar sérstök sýn blasir við. Til dæmis þegar komið er yfir Hrafnsfjarðarheiði á leið suður og Ketildalirnir blasa við í allri sinni dýrð. Og þegar Djúpið breiðir úr sér framundan með Steingrímsfjarðarheiði að baki. Ég fékk þennan fiðring í báðum heimsóknum mínum á Strandir í sumar með Reykjaneshyrnu á hægri hönd, Norðurfjörð og Krossnes handan víkurinnar og Trékyllisvíkin blasti við mér líkt

og með útbreiddan faðm. Það var hlýleg sjón og góð tilfinning.

Minja- og handverkshúsið Kört Þegar ég kom fyrst í Trékyllisvík var Kört ekki til nema sem sker úti í víkinni. Nú hafa hjónin Valgeir Benediktsson og Hrefna Þorvaldsdóttir í Árnesi II reist þar fallegt, lítið hús, að talsverðu leyti úr rekaviði, sem hýsir merkilegt safn, Minja- og handverkshúsið Kört. Þar feta þau í fótspor ekki ómerkari manna en Þórðar á Skógum undir Eyjafjöllum og

fór Rakel með okkur um víkina, sýndi okkur Kistuna þar sem meintir galdramenn voru brenndir á báli á 17. öld, Skyrkollustein sem er einn glæsilegasti bústaður huldufólks sem ég hef séð, fallegu gömlu kirkjuna í Árnesi og margt fleira. Hún kunni ógrynni þjóðsagna um álfa, huldufólk og drauga auk þess að þekkja vel til ábúenda á bæjunum í Trékyllisvík langt aftur í aldir. Slík leiðsögn er ómetanleg til að fá meiri tilfinningu fyrir umhverfinu, ekki síst fyrir sögufíkil eins og mig.

Gisting á nokkrum stöðum Það er afskaplega þægilegt að hafa Trékyllisvík sem fastan punkt þegar farið er á þessar slóðir. Hægt er að fá gistingu á nokkrum stöðum í Árneshreppi og keyra í Ingólfsfjörð, fara í litlu sundlaugina í Krossnesi, kaupfélagið í Norðurfirði, skoða verksmiðjuna í Djúpavík, eða bara liggja í grænni lautu og hlusta á náttúruna, af nógu er að taka. Einnig er nokkuð um merktar gönguleiðir á þessum slóðum fyrir göngugarpa. Um leið og ég fór suður eftir aðra ferðina mína síðastliðið sumar fór ég að hlakka til að koma aftur. Það hljóta að vera bestu meðmæli sem nokkur staður getur fengið. - L.H.E.

Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík

fleiri. Valgeir hefur lengi safnað munum úr sveitinni, gert þá upp og haldið við, auk þess sem hann er sjálfur mikill listasmiður. Kört var fyrst opnað sumarið 1997 og var agnarsmátt. Þau Valgeir og Hrefna þurftu að skipta út munum sem til sýnis

hlið foreldra sinna öll sumur frá opnun safnsins. Rakel gekk með okkur um, sagði sögur og útskýrði hvern einasta hlut sem fyrir vikið lifnaði við og small í rétt samhengi. Í Árneshreppi er saga við hvert fótmál og maður finnur fyrir henni allt um kring. Auk þess að sýna okkur safnið

LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

Ég kom fyrst á Strandir árið 1995. Hafði verið með annan fótinn á Vestfjörðum frá því ég var í móðurkviði en aldrei komið á austanverðan kjálkann. Veður var bjart en svo hvasst, að ekki var viðlit að tjalda. Við fengum þá inni í svefnpokagistingu á Finnbogastöðum í Trékyllisvík og kynni mín af Ströndum, Árneshreppi og Trékyllisvík voru hafin.

voru til að ofbjóða ekki plássinu. En á tíu ára afmælinu árið 2007 opnuðu þau viðbótarhúsnæði og stækkuðu þar með við sig um helming. Nú er nýrri helmingurinn notaður sem sýningarsvæði en í eldri helmingnum er selt alls konar skemmtilegt handverk eftir Valgeir og sveitungana. Þar er líka hægt að tylla sér með kaffisopa, leyfa börnunum að liggja á mjúku teppi og lesa bækur og fá allar þær upplýsingar um safnið og umhverfið sem mann lystir hjá þessu margfróða fólki. Ég var svo heppin að hitta á Rakel, dóttur Valgeirs og Hrefnu, þegar ég kom fyrst í Kört. Hún hefur unnið við

LJÓSM.: INGIBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR

Frá bryggjunni á Gjögri

Haust á Ströndum LJÓSM.: KRISTÍN S. EINARSDÓTTIR

Á Hólmavík er hamingjuna að finna Á Hamingjudögum hittast Hólmvíkingar allra tíma og aðrir gestir sem vilja njóta lífsins í fjörugri en jafnframt friðsamlegri stemmningu. Þar er góða skapið í öndvegi og mannlífið skreytt tónlist og uppákomum af ýmsu tagi. Meðal fastra viðburða er kassabílarallý, dansleikur, kökuhlaðborð í boði heimamanna og hólmvískir hamingjutónar, þar sem tónlistarmenn á Ströndum sýna hvað í þeim býr. Hátíðin hefur fest sig í sessi á þeim þremur árum sem liðin eru síðan heimamenn fóru að þróa hana og síðasta sumar voru gestirnir vel yfir eitt þúsund. Frægastir eru Hamingjudagar ef til vill fyrir litagleðina sem þeim fylgir, því íbúar sveitarfélagsins keppast við að skreyta hús og garða í fyrirfram ákveðnum litum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit. Fastur liður í undirbúningi Hamingjudaga er samkeppni um lag hátíðarinnar og eins og segir í titli sigurlagsins frá í fyrra er hátíðin haldin undir slagorðinu ,,Hólmavík er best.” Hægt er að fylgjast með undirbúningi og dagskrá á heimasíðu hátíðarinnar www.hamingjudagar.is. - K.S.E.

LJÓSM.: ARNAR S. JÓNSSON

AÐSEND GREIN: LÁRA HANNA EINARSDÓTTIR

Í Árneshreppi er saga við hvert fótmál

5

Kassabílarallý á Hamingjudögum á Hólmavík

Himininn í austri er svarblár. Rökkrið kveikir á stjörnum. Yfir Skagafjöllum vakir vaxandi tungl og lognaldan leiðir ljósrák frá því eins og lifandi veru upp í fjöruna. Mishæðir landsins falla saman í hausthúminu. Aðeins útlínur fjallanna ber við lýstan himin í vestri. Endur kallast á í skurðunum á túninu. Það er einhver einkennilega sæt lykt í svalanum frá landinu. Lykt, ekki ilmur, lykt eins og af þroskuðum ávöxtum. Það er yfir öllu þessi hægláta, voðfellda kyrrð, líkt og þegar móðir hefur breytt yfir barn og tími ævintýranna er runninn upp. Það er haust á Ströndum. Að morgni er hélað í lautum og hemað á pollum. Á Náttmálaholtinu eru ær með lömb, bústin og ullarprúð. Ekki verður greint milli móður og afkvæma nema bregða upp sjónauka. Það styttist í göngur og sláturtíð. Gæsir fljúga í lágflugi austur yfir víkina. Annar hópur kemur úr náttstað og flýgur inn til heiðarinnar. Hóparnir skvaldra og kallast á. Innan við eldhúsgluggann er þúfutittlingur og utan við rúðuna situr hvasseygður smyrill og baslar við að komast inn. Gangur lífsins, éta og vera étinn. Litirnir flæða um hlíðina. Við lækinn er lyngið hnigið undan himindökkum sætum berjum. Það syngur í fötu við fyrstu ber. Eftir botnfylli er annar tónn. Á heimleiðinni er keyptur rjómi. Undir kvöld er annað veður. Blágrá þokuský eins og tættur reykur. Fjaran urgar við útsogið. Gott að þurfa ekki að fara út. Áheyrendur ganga stigann upp á loftið. Heilsast. Senda á milli sín bros og það hlýnar inni. Sagnakonan hallar sér fram á púltið með óræðan svip, brosir svo líka. Lítill drengur hreiðrar um sig í fanginu á ömmu. Púltkonan kveikir á tveim kertum og segir: ,,Einu sinni var“. - M.L. Ævintýrið er byrjað. Það er gott haust á Ströndum.

VIÐ LOFUM - gestrisni


6

Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Náttúruskoðun

Í Djúpavík er af nægu að taka - þar er stemmningin engu lík

- E.S./A.S.J.

LJÓSM.: EVA SIGURBÖRNSDÓTTIR

Strandferðaskipið Suðurland var notað sem bústaður verkamanna við byggingu verksmiðjunnar

- afþreying fyrir alla fjölskylduna

Hrútaþukl og hrafnaspark

Í gegnum árin hefur Sauðfjársetrið staðið fyrir ótal skemmtunum og viðburðum, sumum af óvenjulegra taginu. Þekktasta skemmtunin er að líkindum Meistaramót í hrútadómum, en þar mæta vanir

VIÐ LOFUM - góðri skemmtun

kvennahlaupi, skítkasti, öskri og hrafnasparki. Auk þessarra tveggja stóratburða verða haldin kraftakeppni og mót í góðakstri dráttarvéla í sumar. Kaffihlaðborð verða á boðstólum á hverri skemmtun og öllu fólki á öllum aldri er velkomið að mæta. Frekari upplýsingar um atburðina og annað viðkomandi Sauðfjársetrinu má nálgast á heimasíðu þess, www.strandir.is/saud- A.S.J. fjarsetur.

Heimalningarnir Urður, Verðandi og Skuld fá mjólk úr pela frá einum gesta Sauðfjársetursins

LJÓSM.: ARNAR S. JÓNSSON

Þegar ferðalangar á Ströndum eru orðnir þyrstir og svangir eru fátt betra en að æja á notalegri kaffistofu og fá sér rjúkandi heitt og gott kaffi og vöfflu með ís og súkkulaði. Þetta er einmitt hægt að gera í kaffistofu Sauðfjársetursins, sem verður opin alla daga frá 10-18 í sumar. Auðvitað er hægt er að gera ótal margt annað þegar fólk heimsækir Sauðfjársetrið, sem er staðsett í félagsheimilinu Sævangi aðeins 12 km sunnan Hólmavíkur. Í Sævangi er skemmtileg sögusýning, Sauðfé í sögu þjóðar, en hún fjallar um sauðfjárbúskap frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum. Áhugamenn um fallega hluti geta heimsótt veglega handverksbúð með einstakt og vandað handverk og minjagripi á boðstólum. Yngri kynslóðin getur dundað sér við leik og listsköpun í barnahorninu eða kíkt í víðsjána í vísindahorninu og þegar veðrið er gott er gaman að fara út með mjólkurpela og gefa hressum heimalningum að drekka. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Sauðfjársetrinu.

og óvanir hrútaþuklarar og reyna að raða gæðahrútum af Ströndum í rétta röð. Hrútaþuklið fer fram laugardaginn 23. ágúst í sumar og um kvöldið verður síðan haldinn dansleikur í Félagsheimilinu á Hólmavík; svonefnt Þuklaraball. Annar stórviðburður er Furðuleikar á Ströndum sem verða haldnir sunnudaginn 29. júní. Þar er keppt í ýmsum furðulegum íþróttagreinum, svo sem

Í síldarverksmiðjunni er skemmtileg sýning um síldarárin í Djúpavík

LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

Sauðfjársetur á Ströndum

Það yrði langt mál að telja allar þær tegundir fugla sem sjást frá húsinu, en meðal árvissra varpfugla í sjónmáli, má nefna æðarfugl, stokkönd, toppönd, rauðhöfðaönd og grágæs. Aðrir varpfuglar eru t.d. urtönd, óðinshani, lóa, stelkur, tjaldur, teista, lóuþræll og hin ljóselska og langfleyga kría. Þarna eru líka jaðrakanar, sendlingar, hávellur, lómar, himbrimar og gulendur. Meðal skammtímagesta vor og haust má finna skúf- og duggendur, rauðbrystinga og tildrur. Á lóninu við veginn safnast svanir í tugatali á vorin og koma þar aftur með ungana sína á haustin og

___________________________________________________

sumarið 2006, en marga fleiri atburði mætti telja upp. Þá hafa einnig verið haldnar ljósmynda- og málverkasýningar á hótelinu, frá listamönnum eins og Tolla og Dýrfinnu Torfadóttur. Í sumar verða tvær sýningar í matsalnum; málverkasýning Vilborgar Traustadóttur og ljósmyndasýning Hönnu M. Einarsdóttur. Þá verður Sögusýning Djúpavíkur að vanda opin

Í æðarvarpinu við Tungugrafarvoga við Steingrímsfjörð er risið náttúruskoðunarhús um 5 km sunnan Hólmavíkur, rétt við Djúpveg 61, skammt frá bænum Húsavík. Þarna eru vogar og víkur, sund og síki. Á fjöru koma upp miklar leirur og ofan vegar er ísalt lón. Lífríkið er auðugt, fuglalífið fjölbreytt og með tilkomu hússins er þarna frábær aðstaða til fuglaskoðunar.

__________________________

Árið 1985 hófst nýr kapítuli í sögu Djúpavíkur, þegar Hótel Djúpavík hóf starfsemi sína. Hótelið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni alla tíð og starfsemin hefur tengst menningartengdri ferðaþjónustu sterkum böndum. Mörgum finnst einn eftirminnilegasti atburðurinn vera tónleikar hljómsveitarinnar Sigur Rósar í verksmiðjunni

_______________________________________________

Djúpavík í Reykjarfirði er magnaður staður. Á tímum síldarævintýrisins iðaði plássið af mannlífi og gríðarstór síldarverksmiðjan malaði gull úr silfri hafsins. Verksmiðjan stóra stendur enn, en síldarævintýrinu er löngu lokið. Angurværð sögunnar og andblær liðinna ára nær samt enn til þeirra sem sækja staðinn heim, en Djúpavík dregur til sín fjölda ferðamanna.

- Strandamenn huga í ríkari

í vélasal verksmiðjunnar og þar verður í sumar tekinn í notkun nýr sýningarsalur þar sem ljósmyndir frá Djúpavík og nágrenni verða sýndar. Skoðunarferðir eru um verksmiðjuna alla daga kl. 14:00. Tónlistarmenningin mun blómstra í Djúpavík í sumar eins og alltaf áður. Sunnudaginn 29. júní spilar Svavar Knútur ásamt tveim áströlskum trúbadorum á tónleikum, en Djúpavíkurdagar verða síðan 15.-17. ágúst. Þá helgi verður margt um að vera, t.d. tónleikar hljómsveitarinnar Hraun, kvöldverðar- og kaffihlaðborð og ýmislegt fleira. Kaffihlaðborð fyrir svanga ferðalanga verða annan hvern sunnudag kl. 14:00; nánar tiltekið 22. júní, 6. júlí, 20. júlí, 3. ágúst og 17. ágúst. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Djúpavík, þar er líka boðið upp á kajakkennslu og stuttar kajakferðir.

Ný göngukort

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út göngu- og útivistarkort fyrir Vestfirði og Dali. Á liðnu sumri komu fyrstu fjögur kortin út sem ná yfir syðri hluta Stranda auk Dalasýslu, Reykhólasveitar og syðri hluta Vestfjarða frá Vesturbyggð og Tálknafirði. Þau þrjú kort sem vantaði til að dekka allan Vestfjarðakjálkann voru ekki komin út þegar ferðablaðið fór í prentun en stefnt er að útgáfu þeirra í byrjun júní á þessu ári. Þau taka yfir Strandir norðan Steingrímsfjarðar, Hornstrandir og Ísafjarðardjúp. Á kortunum er að finna samtals hátt í 300 leiðarlýsingar á gönguleiðum. Göngukortin er hægt að nálgast á öllum helstu ferðamannastöðum og eru einnig fáanleg í vefverslun Strandagaldurs. Þaðan eru þau send samdægurs hvert á land sem er og um veröld alla þar sem póstþjónustu er að finna. Sölusíðan er á vefslóðinni www.strandir.is/gongukort.

- S.A.


Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

7

narhús risið við Tungugrafarvoga hafa þá breyst í álftir. Eins og nærri má geta þá hefur svona fuglaparadís líka aðdráttarafl fyrir eggja- og ungaræningja. Svartbakar, sílamávar, hettumávar og hrafnar eru daglegir gestir og fyrir kemur að vígtenntur ferfættur næturgestur komi, lepji úr eggjum og grípi með sér gæs ef hún gefst. Náttúruskoðunarhúsið er skammt frá vegi og aðgengi og útsýni er gott. Það er í svonefndum Skipatanga. Þangað er gaman að ganga og skoða naust, verbúða- og fiskhjallatóftir. Á leiðinni fram í tangann eru á varptíma merkt hreiður. Hjá þeim er hægt að sneiða með því að fara niður í fjöru. Þar er hægt að skoða klettadoppur og kuðunga eða velta við steini og taka lófafylli af lifandi marflóm. Það kostar ekkert að nota húsið, en þeim sem finnst dvöl þar einhvers virði geta losað sig við fjármuni samkvæmt leiðbeiningum sem í húsinu er að finna. Gestum er treyst til að ganga vel um svæðið, sem er að vori og sumri friðlýst æðarvarp og því skal forðast að styggja fugl af hreiðrum. Náttúruskoðunarhúsið á Tungugrafarvogum er hluti af öflugri uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu á Ströndum og í Reykhólasveit. Gestir þess eru boðnir velkomnir og verði þeim dvölin áhugaverð og ánægjuleg. - M.L.

Teista

Teistan setur mikinn svip á fuglalífið við Steingrímsfjörð.

LJÓSM.: JÓN JÓNSSON

mæli að uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu

______________________________________________________

Allir í sund

Unnið að stofnun Arnarseturs Íslands

- um fjölda sundstaða að velja

- hægt að fylgjast með arnarpari sinna ungum sínum í sumar

LJÓSM.: BÖÐVAR ÞÓRISSON

Í íslensku sumarblíðunni er ómissandi að skella sér í sund við og við og láta þreytuna líða úr sér. Fjölmargar sundlaugar eru á Ströndum og í Reykhólasveit og allar eru þær undir beru lofti. Á Drangsnesi og Hólmavík eru nýlegar sundlaugar, 12,5 og 25 metra langar, en þar er einnig að finna buslulaugar fyrir börnin, gufubað og fleiri þægindi. Stórgóðar og þrautreyndar 25 metra sundlaugar eru á Klúku í Bjarnarfirði og á Reykhólum, Gvendarlaug hins góða og Grettislaug. Heitir pottar eru við allar þessar laugar, en potturinn við Gvendarlaug í Bjarnarfirði er sjálfsagt sá óvenjulegasti, enda algjörlega gerður af náttúrunnar hendi – alvöru áskorun fyrir jafnvel vönustu pottorma. Þá er mikil mikil upplifun að fara í heitu pottana í flæðarmálinu á Drangsnesi.

Haförn á flugi - (Ath: Í prentaðri útgáfu blaðsins er þessi mynd eignuð röngum höfundi en höfundur hennar er Böðvar Þórisson)

sem hægt er að fylgjast með arnarpari á hreiðri og fóðra unga sína. Það er kærkomið tækifæri fyrir alla náttúruunnendur að fá að fylgjast með högum arnarins en það er stranglega bannað samkvæmt náttúruverndarlögum að vísa á laup arnarins sem er alfriðaður. Tengil inn á arnarhreiðrið, sem ekki má segja hvar er, er m.a. að finna á slóðinni www.reykholar.is. Bergsveinn og Signý láta ekki þar við sitja heldur vinna þau einnig að kræklingarækt en góðar kræklingafjörur er að finna víða við Breiðafjörð og ekki síst í Reykhólahreppi. Að sjálfsögðu er sá kræklingur á boðstólum á Hótel Bjarkalundi.

- S.A.

Synt við ólgandi Atlantshafið Krossneslaug í Árneshreppi er sannkölluð perla, enda er hún staðsett á einstökum stað niðri í fjöru í návígi við ólgandi Atlantshafið. Yfir henni vaka snarbrött fjöll og skriður. Enn norðar, þar sem enginn akvegur liggur, er síðan sundlaugin í Reykjarfirði nyrðri. Hún er fjölsótt af göngugörpum, sem fullyrða að stuttur sundsprettur í henni jafnist á við heilsársdvöl á heilsuhóteli. Aðgengi að lauginni í Reykjarfirði er orðið betra eftir að Sædís hóf dagsferðir að Hornbjargi frá Norðurfirði á laugardögum í sumar. Þá gefst einnig tækifæri til að fara í land í Reykjarfirði og svamla þar daglangt þar til báturinn kemur til - A.S.J. baka seinna um daginn.

LJÓSM.: KRISTÍN S. EINARSDÓTTIR

Á Gróustöðum við Gilsfjörð í Reykhólasveit er að finna frumkvöðla í ferðaþjónustu líkt og víða annarsstaðar á landinu í þessari fjölbreyttu atvinnugrein. Þar vinna hjónin Bergsveinn Reynisson og Signý M. Jónsdóttir að uppbyggingu Arnarseturs Íslands í Króksfjarðarnesi. Þar verður í nánustu framtíð hægt að fræðast um haförninn, konung íslenskra fugla, á fjölbreyttan máta. Í vor komu þau upp vefmyndavél þar

VIÐ LOFUM - sundi og sælu


8

Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Níu dagar með Svaðilfara

LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

- ógleymanleg hestaferð á hjara veraldar Að Laugalandi við Ísafjarðardjúp í næsta nágrenni við Drangajökul er hestaferðafyrirtækið Svaðilfara að finna. Bændurnir á Laugalandi búa með hesta og sauðfé og sinna einnig ferðamönnum sumarlangt sem þau fara með í mikla ævintýraferð á hestum í kringum Drangajökul. Ferðin tekur níu daga, enginn bíll er með í ferðinni og allan farangur þarf að taka með á hestunum.

Frá Galdrasafninu á Hólmavík

Galdrar á Ströndum

Riðið um rætur Drangajökuls

- Ferðaþjónustan Tangahúsi er opin árið um kring

Tangahús er reyklaus gististaður og eigendur hans vinna að því að fá umhverfisvottun. Við breytingar á legu þjóðvegar eitt í Hrútafjarðarbotni sem nú standa yfir og nýrri tengingu hans við Djúpveg 61 styttist leiðin frá þjóðveginum til Borðeyrar umtalsvert. Með tilkomu heilsársvegar um Arnkötludal er ekki ólíklegt að ferðamynstur breytist. Oft er sagt að í breytingum felist tækifæri. Það er um að gera að hafa augun opin hvað það varðar bæði fyrir ferðafólk og ferðaþjóna. Verið velkomin á www.tangahus.is.

Riis húsið er gula húsið fyrir miðri mynd og Tangahúsið er yst á eyrinni. Á milli þeirra er veitingahúsið Hrútakaffi.

Hvalveiðistöð frá 17. öld

HVALVEIÐISTÖÐIN Á STRÁKATANGA, TEIKNING: RAGNAR EDVARDSSON

VIÐ LOFUM - kukli og kæti

- I.R.A.

LJÓSM.: SVEINN KARLSSON

fyrir alla náttúruunnendur. Gönguferð um fjörur, fuglaskoðun, hreint loft og kyrrð. Hið nýja hugtak, hægur ferðamáti (e: slow travel) ætti vel við á þessum stað. Ferðaþjónustan Tangahúsi býður upp á 16 gistipláss. Framkvæmdir hafa staðið yfir og að sögn eigenda er stefnan sett á það að fyrir vorið verði búið að taka í notkun sal er tekur um 30-40 manns í sæti og mun það bæta alla aðstöðu gesta til mikilla muna. Að auki er hafin undirbúningur sem miðar að því að fjölga gistiplássum enn frekar.

- D.M./S.A.

Undanfarin sumur hefur verið unnið að fornleifarannsóknum á Strákatanga í Hveravík við Steingrímsfjörð. Þar hafa komið í ljós merkilegar minjar um veru erlendra hvalfangara á 17. öld. Þetta er einstök rannsókn í íslenskum fornleifarannsóknum, en rannsakaðar eru minjar sem litlar eða engar heimildir eru til um. Hvergi í rituðum heimildum er minnst á að erlendir hvalveiðimenn hafi byggt hvalveiðistöð í landi og stundað þar lýsisbræðslu í nokkra áratugi. Fyrst og fremst eru heimildir um hvalveiðiskip í kringum landið og helst er

LJÓSM.: INGÓLFUR JÚLÍUSSON

Áætlun sumarið 2008 er eftirfarandi: 4. júlí - 12. júlí 15. júlí - 23. júlí Heimasíða: www.strandir.is/svadilfari Netfang: duna@centrum.is

Borðeyri býður ykkur velkomin Eftir 11 kílómetra akstur frá Brú í Hrútafirði eftir Djúpvegi 61 er komið að skilti sem á er letrað Borðeyri. Það er vel þess virði að hægja á og bregða sér niður á eyrina eftir skemmtilega hlykkjóttum afleggjaranum og skoða sig um í einu minnsta þorpi á Íslandi. Söguskilti hefur verið komið upp á fjörukambinum. Þar er í stuttu máli komið inn á það helsta er tengist sögu staðarins, s.s. verslunarsöguna, sauðaútflutninginn, ferðir Vesturfara, veru breska hersins á staðnum og rekstur símstöðvar á fyrri hluta 20. aldar. Á Borðeyri er unnið að endurbyggingu Riishúss sem er eitt elsta hús við Húnaflóa, byggt 1862. Það er kennt við danska kaupmanninn Richard P. Riis er rak verslun á staðnum um árabil. Hús þetta er nú þegar staðarprýði. Borðeyri tilheyrir sveitarfélaginu Bæjarhreppi í Strandasýslu sem er syðsti hreppur sýslunnar. Í Bæjarhreppi eru íbúar um 100, en á Borðeyri búa milli 25-30 manns. Þar er grunnskóli og leikskóli, nýr sparkvöllur, sparisjóður, vélaverkstæði, kaffihús, tjaldstæði og auk þess gistiheimili í Tangahúsi. Ferðaþjónustan Tangahúsi er opin árið um kring. Sérstaða þess er staðsetningin, en húsið stendur svo að segja í fjöruborðinu. Dvöl í Tangahúsi er tilvalin

Galdrasýning á Ströndum er viðamesta menningarverkefni sem ráðist hefur verið í á Ströndum. Það er sjálfseignarstofnunin Strandagaldur sem stendur fyrir verkefninu ásamt fjölda annarra verkefna sem teygja sig jafnt í ferðaþjónustu sem rannsóknir og fræði. Galdrasýning á Ströndum er margverðlaunað verkefni og hlaut m.a. Eyrarrósina í fyrra, en sú viðurkenning er eingöngu veitt afburða menningarverkefnum á landsbyggðinni. Galdrasafnið á Hólmavík Galdrasafnið opnaði árið 2000 á Hólmavík og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður meðal ferðafólks, enda er sýningin mjög vel heppnuð og mikið til hennar vandað. Þar eru reglulega

LJÓSM.: SVAÐILFARI

Lögð er áhersla á að vera með litla hópa, sex til átta manns ásamt tveimur leiðsögumönnum og gist er í rúmgóðu tjaldi sömu gerðar og Samar nota. Einnig er gist í íbúðarhúsnæði nokkrar nætur. Leiðin er mjög fjölbreytt. Farið er með ströndinni, þvert yfir firði á fjöru, götum fylgt yfir heiðar og eyðibyggðir uns síðasti dagur ferðarinnar rennur upp og riðið er yfir Drangajökul. Þessi ferð er einstök á Íslandi. Fugla- og dýralíf er fjölbreytt, bæði mófuglar og sjófuglar. Haförn sést á þessum slóðum. Selir liggja í makindum á klettum við ströndina og refir eru ekki sjaldgæf sjón. Hestarnir hafa aðallega verið notaðir við smalamennsku á haustin. Þar sem ærnar ganga er erfitt yfirferðar svo að við val á hestum er leitað eftir þeim sem eru fótvissir og yfirvegaðir. Þessir eiginleikar koma sér vel í ferðum Svaðilfara. Það má með réttu segja að þeir sem fara í ferð með Svaðilfara kynnist íslenska hestinum í landslagi sem mótað hefur eiginleika hans.

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði

uppákomur yfir sumartímann, sérstakir draugadagar sem eiga sér stað um miðjan dag. Á kvöldin er svo blásið til sérstakra samkoma á Galdraloftinu þar sem fram fer sagnaleikhús og sagnamenn bregða sér í allra kvikinda líki. Kotbýli kuklarans Á Klúku í Bjarnarfirði er Kotbýli kuklarans, önnur sýning Strandagaldurs um galdramál á Íslandi. Það ætti enginn að láta hjá líða að líta við í Kotbýli kuklarans og kynnast af eigin raun aðstæðum og kjörum almúgafólks á tímum galdrafársins. Þar er auðvelt að gera sér í hugarlund að galdur hafi í raun verið hjálparmeðal sem almúginn gat gripið til og auðveldað sér lífsbaráttuna. Báðar galdrasýningarnar eru opnar alla daga yfir sumarið og Galdrasafnið á Hólmavík árið um kring. Heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum er að finna á slóðinni www.galdrasyning.is. - S.A.

minnst á erlenda hvalveiðimenn í landi í tengslum við skipbrot. Vera þessara manna í landi á þeim tíma þegar samskipti og verslun við útlendinga var að mestu leyti bönnuð vekur upp ýmsar spurningar sem leitað verður svara við með frekari rannsóknum. Það eru Strandagaldur og Náttúrustofa Vestfjarða sem standa fyrir þessu verkefni sem er stýrt af Ragnari Edvardssyni fornleifafræðingi og Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi. Hægt er að fræðast um rannsóknina á Strákatanga á staðnum þar sem komið hefur verið fyrir upplýsingatorgi um verkefnið. - S.A./R.E.


tjaldar, teistur, sandlóur og fleiri fuglar. Rekadrumbar setja svip á svæðið og líka fjölmargar fuglahræður sem settar eru upp á vorin, en þær draga æðarfuglinn að um leið og þær halda vargi eins og til dæmis tófunni frá. Auðvelt er að finna Orrustutanga því á honum stendur félagsheimilið Sævangur þar sem Sauðfjársetur á Ströndum er til

Kirkjuból við Steingrímsfjörð - fjölskylduvænn gististaður á Ströndum

vert aðdráttarafl. Kirkjuból er í aðeins 10 mínútna aksturs fjarlægð frá Hólmavík. S: 451-3474. kirkjubol@strandir.is. Æðarvarpið í Orrustutanga Á Kirkjubóli hefur æðarvarp verið gert aðgengilegt fyrir ferðafólk. Í Orrustutanga verpa um það bil 40 æðarkollur á hverju ári og þar er leyfilegt að rölta um tangann og fjöruna í rólegheitum og skoða varpið. Æðarkollurnar verpa um miðjan maí og stendur varptíminn yfir fram yfir miðjan júní. Hreiðrin í Orrustutanga eru merkt með litlum flöggum, en auk æðarfuglsins búa margir aðrir fuglar í fjörunni - kríur,

Handverksmaðurinn Hafþór R. Þórhallsson á Hólmavík er einn þeirra sem hvað lengst hafa hannað og framleitt minjagripi á Ströndum. Um 20 ár eru síðan Hafþór hóf að tálga íslenska fugla úr birki og smíða undirstöður fyrir þá úr rekaviði. Fuglarnir eru fyrir löngu orðnir safngripir hjá mörgum ferðamanninum því ýmsir fastagestir hafa þann sið að bæta nýjum fugli í safnið á ári hverju. Fuglarnir sameina margt það sem gerir minjagripi eftirsóknarverða, vandað handbragð, sanngjarnt verð og þeir fara vel í farangri. Hafþór hefur nú opnað nýtt handverkshús á Hólmavík, í húsinu Ráðaleysi sem áður hýsti meðal annars saltgeymslu. Hafþór er þó engan veginn ráðalaus því hann hefur innréttað húsið hugvitsamlega og komið sér upp aðstöðu. Þar er hægt er að fylgjast með honum að störfum og kaupa handverk hans á staðnum. Auk fuglanna eru aðrar vörutegundir í hönnun og þróun. Við húsið hyggst Hafþór endurlífga gömlu bryggjustemmninguna á Hólmavík og smíða sólpall sem minnir á gömlu bryggjurnar sem áður stóðu þar sem er landfylling í dag.

Hjónin á Kirkjubóli með bæinn að baki

- rekstur félagsins spannar þrjár aldir

Kaupfélag Steingrímsfjarðar var stofnað árið 1898 og sem er stærsti vinnustaðurinn á Drangsnesi. Kaupfélagið er fagnar því á þessu ári 110 ára afmæli sínu, þannig að með rekstur flutningabíla á leiðinni Reykjavík - Hólmavík segja má að starfstími þess spanni yfir þrjár aldir, og er Drangsnes og eignaðist fyrsta yfirbyggða flutningabílinn árið þar með í hópi elstu starfandi fyrirtækja á Íslandi. 1962. Kaupfélagið á 50% eignarhlut í Hólmadrangi á móti Félagið var í upphafi stofnað af bændum í Árnes-, Fisk-Seafood á Sauðárkróki, en Hólmadrangur rekur eina Kaldrananes-, Hrófbergs-, Kirkjubóls og Fellshreppum í fullkomnustu rækjuvinnslu landsins á Hólmavík. Strandasýslu og var í upphafi pöntunarfélag, en strax árið Þar rekur félagið einnig dagvöruverslun og bygginga1902 stofnsetti það söludeild þ.e. verslun á Hólmavík vöruverslun, sem verslar með helstu rekstrarvörur fyrir og hefur starfrækt hana þar alla tíð síðan. Í upphafi var landbúnaðinn. Þá rekur félagið söluskála á Hólmavík fyrir aðaltilgangur kaupfélagsins að útvega félagsmönnum olíufélagið N1 hf. sínum vörur með sem hagstæðustum kjörum og koma Á næstu misserum stefnir Kaupfélag Steingrímsfjarðar að í verð framleiðsluvörum þeirra. Fljótlega byggði félagið því að koma meira inn í ferðaþjónustuna á svæðinu, meðal sláturhús á Hólmavík og rak það allt til ársins 1997. annars með því að sameina í einu húsi dagvöruverslun sína Kaupfélag Steingrímsfjarðar hefur alla tíð verið á Hólmavík og veitingasölu. - J.E.A. mjög virkt í samfélaginu um miðhluta Strandasýslu og lengst af verið aðaldriffjöðurin í flestum atvinnurekstri, ýmist eitt og sér, eða í samstarfi við aðra. Þá hefur félagið stutt við félagsmála- og menningarstarfsemi á félagssvæðinu og úthlutar árlega allnokkrum upphæðum úr sérstökum menningarsjóði sem það hefur starfrækt í yfir tuttugu ár. Starfsemi félagsins á Ströndum er eftirfarandi: Rekstur dagvöruverslunar og eldsneytissala í Norðurfirði sem hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Félagið starfrækir verslun, og eldsneytissölu á Drangsnesi og sinnir þar póstafgreiðslu fyrir Íslandspóst hf. Kaupfélagið hefur rekið verslun frá árinu 1950 á Drangsnesi og er einnig næststærsti Strandastelpur fæddar á þriðju aldartíð Kaupfélags Steingrímsfjarðar að leik á Hólmavík eigandi Fiskvinnslunnar Drangs ehf., LJÓSM.: KRISTÍN S. EINARSDÓTTIR

LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

- nýtt handverkshús opnað á Hólmavík

húsa. Sjálfsagt er að nýta sér kaffistofuna í Sauðfjársetrinu í fjöruferðum og skoða sýningu safnsins, sem er opið frá 10:0018:00 alla daga frá júníbyrjun. Hægt er að skoða vefsíðu um æðarvarpið í Orrustutanga á slóðinni www.strandir. - J.J. is/kollan.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar er 110 ára á árinu

_____________________________________________________________________

Handverk hjá Haffa

Fuglahræður vaka yfir æðarvarpinu

LJÓSM.: KRISTÍN S. EINARSDÓTTIR

Kirkjuból við Steingrímsfjörð á Ströndum er lítill gististaður innan vébanda Ferðaþjónustu bænda, miðsvæðis á Ströndum. Þar eru Siglfirðingurinn Ester Sigfúsdóttir og Strandamaðurinn Jón Jónsson gestgjafar. Á Kirkjubóli eru átta herbergi í boði og góð sameiginleg aðstaða. Opið er allt árið um kring og sérstök áhersla er lögð á að gera vel við fjölskyldufólk sem er á ferðinni. Góð aðstaða er fyrir unga fólkið, bæði innanhúss og utan, m.a. er leikvöllur og sérstakt hús sem börnin hafa út af fyrir sig á Kirkjubóli. Stutt er í góðar gönguleiðir og fjaran við bæinn hefur líka tölu-

- K.S.E.

- hefur gengið í endurnýjun lífdaga

Núverandi eigendur Steinhússins hafa gert það upp og innréttað tvær íbúðir í því sem verða leigðar út til ferðamanna. Stærri íbúðin er á tveimur hæðum og er tilvalin fyrir stóra fjölskyldu eða jafnvel fleiri saman. Á neðri hæðinni er stór stofa, eldhús og baðherbergi og 5 tveggja manna herbergi eru ásamt litlu salerni á efri hæðinni. Þar eru líka stórar og miklar svalir. Í minni íbúðinni í Steinhúsinu er svefn-

Steinhúsið er aftur orðið bæjarprýði

aðstaða fyrir tvo til fjóra gesti í einu. Þar eru svefnherbergi og baðherbergi ásamt setustofu með eldhúskrók og svefnsófa fyrir tvo. Sérinngangur er í hvora íbúð og þær eru leigðar út hvor um sig, viku og viku í senn. Allar nánari upplýsingar fást hjá Elísabetu Pálsdóttur í síma 866-7832 eða í gegnum netfangið saerodi@simnet.is. - S.A.

LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

Steinhúsið á Hólmavík býður íbúðagistingu Fyrsta steinsteypta húsið á Hólmavík sem byggt var árið 1911 hefur hýst margvíslega starfsemi um árin. Þar hefur verið rekin verslun og pósthús ásamt hóteli og veitingarekstri svo nokkuð sé nefnt. Steinhúsið hefur staðið autt í u.þ.b. áratug og var nokkuð farið að láta á sjá. Það er staðsett í miðjum gamla bænum beint á móti Galdrasafninu og sér vel yfir höfnina. Þaðan er nokkurra metra gangur yfir á veitingastaðinn Café Riis.

9

LJÓSM.: JÓN JÓNSSON

Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

VIÐ LOFUM - góðri gistingu


Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Með Sædísi í sumarfríið

Dagsferðir að Hornbjargi á laugardögum

Bolungavík er okkar Costa Del Sol. Nei annars. Hún er svo miklu, miklu meira. Í morgunsólinni langar mig til að leggjast í gylltan sandinn og búa til engil. Ýta aftur og aftur á takkann á myndavélinni og reyna að festa hvert einasta litríkt sandkorn á filmu. Loka augunum og sofna í kyrrðinni. Leyfa þreytunni að líða úr líkamanum og vakna útitekin og sæt

,,Ekkert smá fínn náungi“ Krakkarnir eiga ekki orð yfir að Reimar skuli fara enn eina ferðina út í þetta veður til að gá að okkur. ,,Hann er ekkert smá fínn náungi, glætan að ég myndi nenna þessu“. Þau komast að því þegar við erum loksins, alsæl, búin að þiggja að koma okkur fyrir í hlýja eldhúsinu hans Reimars, að við erum ekki eini hópurinn

- með viðkomu í sundlauginni í Reykjarfirði Boðið er upp áætlunarferðir frá Norðurfirði í sumar líkt og mörg undanfarin ár. Sú nýjung verður í boði í sumar að farin verður dagsferð að Hornbjargi á laugardögum með stoppi í Reykjarfirði á bakaleið. Þar gefst ferðalöngum kostur á að þiggja kaffi og með því og fara í sund. Ferðirnar hefjast þann 15. júní og standa yfir til 20 ágúst. Aðrar áætlunarferðir eru farnar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9:30. Á síðasta ári fóru 1700 farþegar með Freydísi sf frá Norðurfirði en það var aukning upp á um 500 farþega milli ára. Báturinn sem siglir áætlunina heitir Sædís og tekur allt að 30 farþega í einu. Allar upplýsingar fást hjá Reimari Vilmundarsyni í síma 893-6926 og hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík. Skoðið www.freydis.is. - S.A.

Ófeigsfjörður Ingólfsfjörður Norðurfjörður

Djúpavík

Reykjar fjörður

að spila þungarokk. Við kjöftum út í eitt á meðan eitt og eitt dettur út af og sofnar í lengri eða skemmri tíma enda þreytt eftir gönguna. Hvað er notalegra? Það er í svona veðri sem hópurinn þéttist. Það verða allir að standa saman. Þannig verður allt veður á fjöllum gott veður. Ég áttaði mig á því í fyrstu ferðinni minni með Hálendishópnum árið 1998. Ég átta mig hins vegar ekki strax á því að hljóðið sem ég heyri er ekki vindurinn heldur fjórhjólið hans Reimars. Hann er kominn í þriðja eða fjórða skiptið til að gá að okkur og flytja okkur fréttir af veðurhorfum og göngufólki á Ströndum. Það eru víst flestir komnir í húsaskjól. Veðurspáin segir okkur að það er enginn að fara að ná forskoti í brúnkukeppninni í dag.

ur

Við tjöldum út við ána. Það hafði rignt töluvert á okkur síðan við lögðum af stað seint um nóttina úr Furufirðinum til að komast fyrir Bolungarvíkurófæruna á fjöru. Þetta er yndisleg leið. Stórgrýtt fjaran er aðeins seinlegri yfirferðar í rigningunni en gangan kjörin fyrir ,,hugs“ eins og við orðum það í Hálendishópnum. Kyrrðin, malið í öldunni, marrið í grjótinu þegar við göngum í halarófu. Hver og einn staddur í sínum eigin heimi. Sínum eigin Hornströndum. Sinni eigin sögu. Hópurinn samt aldrei þéttari. Allir sem einn ætla að ná fyrir ófæruna. Hópurinn hefur öðlast bæði þroska og dýpt eftir rúma viku á ferðalagi um þetta einstaka svæði.

LJÓSM.: GOOGLE EARTH / SIGURÐUR ATLASON

AÐSEND GREIN: INGIBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR

- áætlunarsiglingar um Strandir og Hornstrandir

Veiðileysufjö rð

10

Trékyllisvík

Krossnes

Gjögur

Það eru fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar í Árneshreppi og margt að skoða. Í Djúpavík og Ingólfsfirði er að finna miklar minjar um síldarævintýri síðustu aldar. Á Gjögri er eini áætlunarflugvöllurinn á Ströndum en þangað er flogið frá Reykjavík tvisvar í viku. Í næsta nágrenni við flugvöllinn er að finna heita lind í fjöruborðinu auk þess sem heimsókn í sundlaugina í Krossnesi er ævintýri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Kaffihús og verslun er í Norðurfirði. Náttúrufegurðin í Árneshreppi er ólýsanleg og hægt er að velja úr fjölda ólíkra göngu-, fjöru-, eða fjallaferða fyrir alla aldurshópa. - S.A.

LJÓSM.: GUNNBJÖRN MAGNÚSSON

farinn að jafnast á við frelsarann sjálfan.

Sædís á ferð við Hornbjarg

eftir sólbaðið. Skrifa sendibréf í sandinn. Hlaupa út í sjó með krökkunum. Skella expressó könnunni á prímusinn. Flóa svo g-mjólk út í sjóðandi heitt kaffið. Sitja á ströndinni og horfa á himininn, hafið og fjöllin í þessu fallegasta kaffihúsi í heimi. Hlæja með vinum mínum sem eru fastagestir hér eins og ég. Og stöðva tímann. Vera. Við heyrum hvernig vindurinn tekur meira og meira í tjaldið. Regnið er farið

sem hann er að fylgjast með. Í talstöðinni talar hann við vini sína við nyrsta haf sem einnig fylgjast vel með ferðum fólks á svæðinu og gengur úr skugga um að allir göngugarpar séu í góðum málum. Hann finnur pláss til að þurrka öll útifötin okkar um leið og hann segir okkur að samkvæmt spánni verði veðrið orðið fínt á morgun. Áður en hann gefur krökkunum langþráðan kóksopann er litla eldhúsið hans þegar orðið að himnaríki og Reimar

Í dag tjöldum við ekki út við ána því Reimar hefur ásamt móður sinni og fjölskyldu komið upp aðstöðu fyrir ferðamenn, hvort sem þeir vilja tjalda eða gista innandyra í þessari yndislegu vík. Reimar er með áætlunarsiglingar á Sædísi frá Norðurfirði til Hornvíkur með viðkomu á ýmsum stöðum á leiðinni. Með tilkomu þessara siglinga eru Strandir og Hornstrandir nær en þig grunar. Á hverju ári hittum við ferðalanga sem falla fyrir fegurðinni, frelsinu sem felst í kyrrðinni og fólkinu sem veitir þjónustu á svæðinu. Þarna geta allir ferðast á sínum eigin forsendum og fólk á öllum aldri á greiða leið með Reimari og Sædísi til afskekktra svæða Hornstranda sem láta engan ósnortinn. - I.V.

LJÓSM.: HÉÐINN B. ÁSBJÖRNSSON

Greið leið með Reimari

Góðir félagar í fjallgöngu í Reykjarfirði

Það er greinilega gaman á sumrin í Árneshreppi hjá Júlíönu og Ástu sem eru einu nemendurnir í Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík. Það stóð ekki á svörum hjá þeim þegar þær voru spurðar hvað skemmtilegt sé að gera á sumrin. Júlíana: Sauðburðurinn er skemmtilegastur á vorin. Ásta: Og þegar fuglarnir koma. Lóan, tjaldurinn, spóinn og krían. Krían er reyndar dálítið vitlaus. Ásta: Fara í sólbað! Júlíana: Og sundlaugina á Krossnesi. Ásta: Mér finnst skemmtilegt, þegar pabbi, Númi og Róbert eru að slá, að vera berfætt og leika við hundana. Júlíana: Fara í stuttbuxur og hlýrabol og hlaupa um.

VIÐ LOFUM - einstakri náttúrufegurð

Ásta: Já, og leika sér í fjörunni. Það er svo gaman að velta sér í sandinum! Og synda í sjónum. Júlíana: Þú hefur aldrei synt í sjónum. Ásta: Nei, ekki ennþá, sko. Ásta: Svo söfnum við kuðungum í fjörunni. Júlíana: Ég hef ekki prófað það ennþá, en ég hef heyrt að það sé rosalega gaman að fara á bátnum hans Reimars. Hann fer með ferðamenn úr Norðurfirði, þar sem ég á heima. Ásta: Þó það sé alveg líka gaman hérna á veturna. Bara ekki eins gaman og á sumrin.

- E.A.B.


Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Reykhólar

Gisting á landnámsjörðinni Miðjanesi

- höfuðból að fornu og nýju

Eins og nafnið gefur til kynna er landnámsbærinn Miðjanes á miðju framanverðu Reykjanesi við Breiðafjörð, nokkra kílómetra utan við þorpið á Reykhólum. Óvíða hérlendis er meiri friðsæld og minni umferð en á þessu svæði. Þeir sem njóta bændagistingarinnar hjá Lóu bónda á Miðjanesi (Halldóru Játvarðardóttur, s. 434-7787 eða 893-7787) geta gengið daglangt og náttlangt um léttar gönguleiðir milli fjalls og fjöru án þess að sjá nokkurn mann á ferli. Á Miðjanesi er pláss fyrir fjóra til sex gesti á neðri hæð íbúðarhússins. Morgun- H.Þ.M. verður er í boði fyrir þá sem þess óska.

Fyrrum voru Reykhólar eitt af helstu og auðugustu höfuðbólum landsins og koma mjög við sögu í fornum ritum, einkum í Grettis sögu og Fóstbræðra sögu.

Hlunnindasýningin á Reykhólum - sýning um hlunnindi til lands og sjávar

LJÓSM.: HLYNUR ÞÓR MAGNÚSSON

Hlunnindasýningin á Reykhólum við Breiðafjörð er sjálfsagður viðkomustaður ferðafólks sem leggur leið sína á þessar slóðir. Hvergi hérlendis hafa hlunnindi lands og sjávar gegnt veigameira hlutverki en í Breiðafjarðareyjum og við innanverðan Breiðafjörð. Höfuðbólið Reykhólar var um aldir mesta og auðugasta hlunnindajörð landsins einmitt vegna þess hversu vel eyjarnar, hólmarnir og sjórinn gáfu vaf fugli, fiski og sel. Í þessum héruðum varð heldur aldrei hungursneyð í verstu harðindum og hallærum, hvað þá mannfellir. Þvert á móti streymdi uppflosnað banhungrað fólk vestur að Breiðafirði þar sem alltaf var einhvern mat að fá. Þar var matarkista landsins. Þetta er einmitt meginstefið í Hlunnindasýningunni á Reykhólum, sem er í gamla samkomuhúsinu við afleggjarann niður að þorpinu. Þar er líka upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og sölusýning á handverki heimafólks. Á Hlunnindasýningunni er fjallað um nýtingu sels og æðarfugls og annarra fuglategunda sem nytjaðar voru um aldir og nytjaðar eru enn í dag. Auk þess er þar fjöldi búsmuna, verkfæra og annarra hluta frá fyrri tíð; dálítill vísir að byggðasafni. Þar er einnig minnst helstu skálda héraðsins. Börnin þurfa ekki að láta sér leiðast meðan hinir fullorðnu rýna í gamlar myndir af sveitabæjum í héraðinu. Þau geta litað myndir af fuglum og skoðað myndabækur á meðan. Yfir Hlunnindasýningunni á Reykhólum vakir síðan uppstoppaður haförn í öllu sínu veldi, en Breiðafjörðurinn og sveitirnar þar í kring eru helsta búsvæði hans. Þegar búið er að skoða sýninguna og komið út í dagsbirtuna er allt eins líklegt að frændsystkini hins uppstoppaða arnar séu að hnita hringa yfir Reykhólasveit. - H.Þ.M.

LJÓSM.: JÓN JÓNSSON

Útsýnið er vítt og breitt yfir Breiðafjörðinn og um fjallahringinn hið innra. Fuglalífið á sumrum við innanverðan Breiðafjörð er eitthvert hið fjölbreyttasta hér á landi. Sumar fuglategundirnar búa í klettunum í fjallinu fyrir ofan, aðrar í móum og mýrum á flatlendinu fram til sjávar, enn aðrar vappa í fjörunni. Örninn er öðru hverju á ferð, enda er stærstur hluti íslenska arnarstofnsins - H.Þ.M. búsettur við Breiðafjörðinn.

Reykhóladagurinn

Í mörgum byggðum landsins er haldinn sérstakur hátíðisdagur á hverju ári. Í Reykhólahreppi er það Reykhóladagurinn, sem er slík hátíð og er haldinn þann 30. ágúst. Þá koma þorpsbúar saman á Reykhólum og fólkið úr sveitinni og ekki síst brottfluttir héraðsbúar ásamt börnum sínum og gestum og gera sér glaðan dag. Gamlir vinir og ættingjar hittast og rifja upp sameiginlegan arf minn-inganna og miðla honum til hinna yngri. Og síðast en ekki síst: Veisla er haldin þar sem á borðum eru einkum réttir sem einkennast af ríkulegum hlunnindabúskapnum við Breiðafjörð á fyrri tíð og enn í dag. - H.Þ.M.

Góð veisla er í hávegum höfð á Reykhóladegi. Á myndinni er Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir að gera hlaðborðið klárt.

Bjarkalundur við Berufjarðarvatn – elsta sveitahótel landsins

LJÓSM.: HLYNUR ÞÓR MAGNÚSSON

er tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir húsbíla. Þaðan liggja merktar gönguleiðir um flatlendið framan við Reykhóla og niður að Langavatni, þar sem fylgjast má með fuglalífinu úr þar til gerðu skýli. Í Karlsey nokkru neðan við Reykhóla er Þörungaverksmiðjan sem nýtir hráefni úr Breiðafirði og innfjörðum hans og notast við heita vatnið sem orkugjafa og er því einhver umhverfisvænasta verksmiðja hérlendis. Aðeins er um tveggja og hálfs tíma akstur á bundnu slitlagi á milli Reykjavíkur og Reykhóla. - H.Þ.M.

________________________________________________________________________________________________________________________

Þorpið á Reykhólum er miðstöð Reykhólahrepps. Þangað eru 14 km frá þjóðvegi 60, Vestfjarðavegi, en vegamótin eru rétt sunnan við Bjarkalund. Íbúarnir eru um 130 eða nánast helmingurinn af íbúum hins víðlenda Reykhólahrepps. Heldur hefur fjölgað á Reykhólum síðustu árin og skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði. Á Reykhólum er nánast allt sem nauðsynlegt getur talist fyrir heimafólk sem ferðamenn, svo sem verslun, heilsugæsla, bílaviðgerðir og vel búinn grunnskóli ásamt nýju íþróttahúsi – auk einstakrar náttúrufegurðar og friðsældar. Á Reykhólum - og nafnið gefur það til kynna - er mesti jarðhiti á Vestfjarðakjálkanum og gætir hans m.a. í Grettislaug, 25 metra útisundlaug. Rétt við laugina

11

Elsta og eitt þekktasta sveitahótel á landinu, Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, hefur tekið stakkaskiptum á síðustu misserum og nú er opið þar allt árið. Aðstaðan jafnt utanhúss sem innan hefur verið stórbætt, eldhúsið tekið í gegn, sjoppan löguð að nútímakröfum og kominn er vísir að smávöruverslun. Til viðbótar hótelherbergjunum ellefu og svefnpokaplássinu hafa verið byggð nokkur ný smáhýsi rétt fyrir ofan hótelið, hvert um sig með eldhúsi, salerni og sturtu. Matseðillinn er fjölbreyttur og ber merki þess sem náttúran gefur. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði og vel búin stæði fyrir tjaldvagna, hjólhýsi og húsbíla. Nýtt þjónustuhús með salernum og sturtum var tekið í notkun á síðasta ári. Sjálfsalar eru fyrir bensín og olíu. Hótelið stendur í fögru og gróðursælu umhverfi á eiðinu milli Berufjarðar og Þorskafjarðar, rétt við þjóðveginn

Vaðalfjöll gnæfa tignarlega yfir Hótel Bjarkalundi

skammt vestan við afleggjarann út að Reykhólum. Rétt neðan við Bjarkalund er Berufjarðarvatn. Í það rennur Alifiskalækur. Nafn hans er þekkt úr fornritum og mun vera elsti vitnisburður um fiskirækt hérlendis. Í vatninu gefst kostur á því að renna fyrir afkomendur bleikjunnar sem þarna var alin fyrir þúsund árum. Upp af Bjarkalundi eru Vaðalfjöll, tveir samvaxnir og afar sérkennilegir stuðlabergshnjúkar, liðlega 500 m á hæð. Margir ganga þangað upp til að skoða þessa stórfenglegu náttúrusmíð og njóta útsýnisins bæði yfir Breiðafjörðinn og norður yfir Þorskafjörð. Slóði liggur frá Bjarkalundi upp undir Vaðalfjöll. Auk þess eru fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi allt í kring. Jónsmessuhátíð er haldin í Bjarkalundi á hverju sumri. Hún er fyrst og fremst ætluð fjölskyldufólki sem vill vera í friðsælum fagnaði með börnunum. - H.Þ.M.

VIÐ LOFUM - óteljandi eyjum


Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Upplýsingamiðstöð í tólf sumur

- og fjórtán þó

- jafn mikilvægar og löndunarhafnir

Hinn víðlendi Reykhólahreppur er sérstæður og jafnvel einstæður á ýmsa vegu, hvort heldur varðar náttúrufar eða mannlíf og sögu. Hann er jafnframt eina sveitarfélag landsins sem nær yfir heila sýslu. Reykhólahreppur með núverandi landamærum varð til árið 1987 við sameiningu allra þáverandi sveitarfélaga í AusturBarðastrandarsýslu, þ.e. Geiradalshrepps, Reykhólahrepps, Gufudalshrepps, Múlahrepps og Flateyjarhrepps. Þeim síðastnefnda tilheyrði mikill hluti Breiðafjarðareyja ásamt höfuðstaðnum Flatey og heyra þær nú undir Reykhólahrepp. Eystri mörk Austur-Barðastrandarsýslu og þar með núverandi Reykhólahrepps eru við Gilsfjörð en þau vestari við Skiptá í Kjálkafirði á norðurströnd Breiðafjarðar. Þjóðvegurinn um endilangan hreppinn milli Gilsfjarðar og Skiptár er um 120 km. Frá Reykjavík og vestur að sýslumörkum í Gilsfirði eru aðeins 195 km og til Reykhóla eru 228 km og alla leið á bundnu slitlagi. Landslag í Reykhólahreppi er mildara og hlýlegra en víðast á Vestfjarðakjálkanum en samt er fjölbreytnin óendanleg. Hvarvetna á hinni löngu leið endanna á milli er eitthvað nýtt að sjá.

Upplýsingamiðstöðvar eru jafn mikilvægur þáttur í skipulagningu ferðaþjónustu og löndunarhafnir eru fyrir aðra mikilvæga atvinnugrein á landsbyggðinni. Á Hólmavík hefur verið rekin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í tólf sumur og undanfarin þrjú ár hefur hún verið starfrækt árið um kring.

LJÓSM.: HLYNUR ÞÓR MAGNÚSSON

Þrettán firðir

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík leggur áherslu á að þjóna öllum ferðamönnum hvaðan sem þeir koma og hvert sem þeir ætla sér. Þar er leitast við að gefa sem bestar upplýsingar um allt hvaðeina sem varðar ferðamál og þarfir ferðamanna. Upplýsingamiðstöðin þjónar einnig sem þjónustumiðstöð fyrir tjaldsvæðið sem er vel útbúið. Auk þeirrar hefðbundnu vinnu sem fer fram innan upplýsingamiðstöðva þá er handverkshópurinn Strandakúnst með handverkssölu þar. Sundlaugin á Hólmavík, sem er 25 metra útisundlaug með heitum pottum, er einnig í sama kjarna og upplýsingamiðstöðin og tjaldsvæðið. - S.A.

Hinu mjúkláta landslagi fylgir gróðursæld svo af ber. Á leiðinni út að Reykhólum er Barmahlíð (Hlíðin mín fríða), gróðri vafin á sumrum og einstaklega skrúðfögur í haustlitunum. Í Barmahlíð mun jafnframt að finna hæstu skógartré á Vestfjarðakjálkanum og eina upprunalega torfbæinn, Barmar. Firðirnir í hreppnum teljast vera þrettán; sumir segja fjórtán. Hér sem víðar er þó álitamál hvað skal telja sérstakan fjörð. Víkur og vogar eru hins vegar óteljandi. Víða er útfiri mikið innst við Breiðafjörðinn og lífríkið á leirunum sem upp koma á fjöru er ómetanlegt fuglum í fæðuleit. Þrennt er sagt óteljandi hérlendis og þar á meðal eyjarnar á Breiðafirði enda er enginn hreppur eins eyríkur og Reykhólahreppur. Breiðafjarðareyjar eru reyndar heimur út af fyrir sig hvort heldur varðar náttúru eða sögu. - H.Þ.M.

Taktu golfkylfuna með í fríið Í Skeljavík við Hólmavík er Golfklúbbur Hólmavíkur með góða aðstöðu. Þar er 9 holu golfvöllur sem er opinn öllum. Hægt er að leigja golfsett í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík.

LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

Breiðafjarðareyjar eru heimur út af fyrir sig, hvort heldur varðar náttúru eða sögu. Horft úr Barmahlíð í suðausturátt yfir Barmalönd og Hrísey og allt til Saurbæjar í Dalasýslu sunnan Gilsfjarðar.

Upplýsingamiðstöðin og tjaldsvæðið á Hólmavík. Það eru allir hvattir til að nýta sér þjónustu upplýsingamiðstöðva og gera ferðalagið þannig auðveldara í skipulagningu. Þá er líka minni hætta á að eitthvað fari framhjá manni.

Galdraþorpið Hólmavík til að laða gesti til bæjarins. Þekktasta ferðaþjónustufyrirtæki staðarins er án efa Galdrasýningin á Hólmavík, en hana heimsækja mörg þúsund ferðamenn á ári hverju. Þeir sem vilja kæla tærnar og skallann í sumarhitanum eiga athvarf í nýrri 25 metra sundlaug sem er staðsett við tjaldsvæði bæjarins. Þar er gufubað, líkamsrækt og heitir pottar. Á tjaldsvæðinu hefur farið fram mikil uppbygging síðustu ár og þar er komin fullkomin aðstaða fyrir húsbíla. Þar er skjólsælt og þaðan er stutt í alla þjónustu.

Taktu þátt í rúnaleik á Ströndum - ratleikur sem leiðir þig um Strandir

SAUÐFJÁRSETUR Á STRÖNDUM

GALDRASAFNIÐ Á HÓLMAVÍK

MALARKAFFI Á DRANGSNESI

VIÐ LOFUM - þig

Taktu þátt í skemmtilegum ratleik sem leiðir þig um Strandir skref fyrir skref. Það eina sem þú þarft að gera er að kaupa ákveðið póstkort á einum þessara staða til hliðar og heimsækja hina fimm og fá sérstaka rún stimplaða á kortið. Rúnirnar sex mynda svo lausnarorð sem þú skrifar á kortið og skilur eftir á einum staðanna, eða póstleggur á Arnkötlu 2008. Rúnastafróf er að finna aftan á kortinu sem þú kaupir. Í haust verða síðan dregnir út vinningshafar í rúnaleiknum.

KOTBÝLI KUKLARANS

HÓTEL DJÚPAVÍK

Horft yfir eldri hluta Hólmavíkur ofan úr kirkjuturni. Handan fjarðarins er Bjarnarfjarðarháls.





Kauptúnið Hólmavík við sunnanverðan Steingrímsfjörð er líflegur og skemmtilegur bær. Hann hvílir undir Kálfanesborgunum svokölluðu og íbúarnir eru 400 talsins, kraftmikið fólk sem tekur vel á móti ferðamönnum og gestum. Þetta fólk fæst við margbreytileg störf sem tengjast almennri þjónustu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Margt er að sjá og skoða á Hólmavík, þó að veðurblíðan sem oft ríkir við Steingrímsfjörð á sumrin geti ein og sér nægt

LJÓSM.: JÓN JÓNSSON

- bærinn undir borgunum

MINJA- OG HANDVERKSHÚSIÐ KÖRT

Höfnin og Plássið Á Brennuhóli vakir Hólmavíkurkirkja yfir eldri hluta bæjarins sem í daglegu tali er kallað Plássið. Frá kirkjunni er gott útsýni yfir höfnina þar sem trillukarlarnir koma með afla að landi allan ársins hring. Þangað er tilvalið að rölta og finna ekta sjávarþorpslykt af ferskum fiski. Á sumrin er mikið um að vera í gamla bænum. Þar spilar Galdrasafnið á Hólmavík stóra rullu, en einnig er veitingastaðurinn Café Riis vinsæll áningarstaður. Riis-hús er elsta hús bæjarins, reist árið 1897. Það er glæsilega innréttað og býður upp á matseðil sem enginn ætti að verða svikinn af.

Götumynd gamla bæjarins er einstök; þar eru mörg sérstök og reisuleg hús og skemmtilegt er að rölta út að Kópnesi, en þar stendur gamall bóndabær í innþorpinu sem á fáa sína líka á landinu. Þaðan er síðan stutt að rölta að göngustíg um Borgirnar, en einnig er hægt að leggja á göngustíginn frá tjaldsvæðinu og og ofan við kirkjuna. Þeir sem leggja leið sína til Hólmavíkur verða ekki sviknir af heimsókninni. Friður og ró, fallegur bær og fögur náttúra, gestrisni, vönduð þjónusta og fjölbreytt afþreying eru meðal þeirra atriða sem við lofum á Hólmavík í - A.S.J. sumar. Verið velkomin!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.