Keflavik 2017

Page 1

KEFLAVÍK


Þú finnur Nettó verslanir á 16 stöðum á landinu www.netto.is

Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Ísafjörður


Nýtt í Nettó

Lífrænar kaffiblöndur

www.netto.is Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


TIL HAMINGJU ALLIR KEFLVÍKINGAR Nú styttist í lok þessa tímabils og það er óhætt að segja að allir Sannir Keflvíkingar geti vel við unað. Sæti í efstu deild er tryggt. Allt frá lokum síðasta tímabils hefur mikil vinna farið fram við að ná þessu meginmarkmiði okkar og nú þegar því er náð er hægt að einbeita sér að öðrum markmiðum sem stjórn og aðrir aðilar hafa sett sér. Á haustdögum 2016 fór af stað afar metnaðarfull vinna við stefnumótun félagsins og komu margir að þeirri vinnu undir forystu Margrétar Sanders. Sú vinna er vel á veg komin en er engu að síður verkefni sem sífellt verður í vinnslu. Það er von knattspyrnudeildarinnar að stefnumótunarvinnan hjálpi

Keflavík að komast í fremstu röð og vinni að hag deildarinnar til lengri tíma. Á þessum tímamótum er þakklæti ofarlega í mínum huga. Félagar mínir í stjórn hafa staðið þétt við bakið á mér í þessari baráttu. Þjálfarar, leikmenn og allt starfslið í kringum liðið okkar á mikið hrós skilið fyrir elju, dugnað og ósérhlífni. Þeir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem leggja hönd á plóg eiga miklar þakkir skildar fyrir þeirra óeigingjarna starf. Saman myndum við flott teymi, teymi sem við getum kallað SANNA KEFLVÍKINGA. Jón Guðmundur Benediktsson Formaður ksd. Keflavíkur

FRÁBÆR MORGUNMATUR EÐA MILLIMÁL

. TILVALIÐ Í NESTIÐ . FYRIR OG EFTIR ÆFINGU . HENTAR ÖLLUM INNIHELDUR CHIA FRÆ, ÁVEXTI OG GRÆNMETI. 1200 MG AF OMEGA 3. TREFJAOG PRÓTEINRÍKT. GLÚTEINLAUST OG VEGAN. LÍFRÆNT VOTTAÐ OG ÓERFÐABREYTT. 4


ÆSKUBRUNNUR

PRÓFAÐU NÝJA CELLULAR VOLUME FILLER DAGKREMIÐ OG HÚÐPERLURNAR

HÝALÚRONSÝRU OG KOLLAGEN ORKUSKOT SEM GEFUR STINNARI, SLÉTTARI OG UNGLEGRI HÚÐ.

5


HJÁLMAR JÓNSSON FYRRUM LEIKMAÐUR KEFLAVÍKUR OG IFK GAUTABORG

ÁTTI AFAR GÓÐA TÍMA

Í KEFLAVÍK

HJÁLMAR JÓNSSON EÐA HJALLI EINS OG HANN ER ÁVALLT KALLAÐUR HEFUR VERIÐ Í ATVINNUMENNSKU SÍÐUSTU 15 ÁR EÐA ALLT FRÁ ÞVÍ AÐ HANN FÓR TIL IFK GAUTABORGAR EFTIR GÓÐAN TÍMA Í KEFLAVÍK Á ÁRUNUM 1999-2002. HJALLI ER HVERS MANNS HUGLJÚFI OG NÁÐI FLJÓTT AÐ SETJA MARK SITT Á VERU SÍNA HÉR Í BÍTLABÆNUM. HANN FESTI SVO RÆTUR Í GAUTABORG OG SPILAÐI MEÐ ÞEIM HVORKI MEIRA NÉ MINNA EN 429 LEIKI OG SKORAÐI Í ÞEIM 16 MÖRK. HANN Á EINNIG AÐ BAKI 21 A LANDSLEIK FYRIR ÍSLANDS HÖND. Í DAG ÞJÁLFAR HANN U-19 ÁRA LIÐ GAUTABORGAR. SANNARLEGA GLÆSILEGUR FERILL HJÁ HJÁLMARI SEM VIRÐIST EKKERT VERA Á ÞEIM BUXUNUM AÐ KOMA HEIM Í BRÁÐ ENDA VEL GIFTUR OG Á TVÆR DÆTUR OG LÍKAR LÍFIÐ Í SVÍÞJÓÐ. Hjálmar lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2016 en eins og áður sagði þá átti hann glæsilegan 15 ára feril með IFK Gautaborg. Hvað er hann að bralla í dag? „Ég hef það bara ágætt þó svo að ég hafi hætt að spila í fyrra og er bara sáttur við það. Eftir að ég hætti að spila fór ég út í þjálfun og er að þjálfa U-19 ára liðið hérna hjá IFK Gautaborg. Það var fín millilending að hætta spila sjálfur og fara í þjálfun. Á þessum tíma hafði ég ekki fengið leið á fótbolta og fannst fínt að fara yfir í þjálfun og vera í kringum boltann áfram.“

marga af mínum bestu vinum. Fótboltalega séð er þetta sá tími sem ég tók sem mestum framförum og það á svo stuttum tíma. Ég kom úr neðstu deild á Íslandi í þá efstu og það var stórt stökk. Byrjaði með öðrum flokki í feiknarsterku liði með mörgum góðum mönnum og svo upp í efstu deild tímabilin þar á eftir.“ Þrátt fyrir fjarlægðina síðustu ár hefur Hjálmar enn sterkar taugar til síns gamla liðs? „Ég fylgist alltaf með Keflavíkurliðinu á hverju ári því þar spila eða hafa spilað í gegnum tíðina margir af mínum félögum og vinum. Vona svo sannarlega að Keflavík komist upp í deild þeirra bestu að loknu þessu tímabili.“

Hjalli kom frá Hetti á Egilstöðum til Keflavíkur árið 1999 en hann hafði þá spilað með Hetti frá árinu 1994. Hann spilaði með Keflavík þrjú tímabil við mjög góðan orðstír. „Dvöl mín i Keflavík var mjög góð og sá tími var bæði lærdómsríkur og mannbætandi. Ég flutti að heiman sem var mjög þroskandi og svo var mér svo vel tekið af góðu fólki. Það sem stendur upp úr er að ég kynntist frábæru fólki sem tók mér vel í alla staði. Í Keflavík á ég

Keppnisferð sem Hjálmar fór í með 2. flokki til Liverpool er honum minnistæð enda margir skemmtilegir karektarar sem skipuðu það lið. „Ég spilaði með mörgum eftirminnilegum

6


„ÞAÐ MUNAÐI LITLU AÐ OKKUR VÆRI HENT ÚT ÚR MÓTINU ÁÐUR EN ÞAÐ HÓFST“ karakterum í Keflavík. Þeir voru svo margir að ég get ekki nefnt alla. Mér er minnistæð keppnisferð okkar með 2. flokki til Englands á mót á þeirra vegum. Við áttum tvo æfingleiki áður en mótið hófst og það munaði litlu að okkur væri hent út úr mótinu áður en það hófst. Það var einhver bardagi við skólalið frá Liverpool sem endaði í „kúng fú“ spörkum hægri vinstri. Okkur var sagt að ef við myndum ekki haga okkur þá fengjum við ekki að vera með. Til að gera langa sögu stutta þá unnum við mótið og í úrslitaleiknum var sama lið og við mættum í þessum viðburðarríka æfingaleik fyrir mót.“ Flestir leikmenn þurfa að sanna sig í 2. flokk áður en farið er út í djúpu laugina með meistarflokk og Hjalli var þar ekki undaskilinn. „Þegar ég byrjaði að spila með meistaraflokk þá vorum við með blöndu af eldri og yngri mönnum, mjög góða blöndu. Menn eins og Gunni Odds, Kiddi Guðbrands, Raggi Steinars ásamt fleiri öðrum góðum mönnum. Það var ekkert gefið eftir og þeir eldri eiga allir hrós skilið fyrir að hafa alið okkur ungu strákana upp á þessum tíma.“

Eftir 15 ár í Sviþjóð gætu menn gælt við þá hugmynd að koma aftur á klakann og þá út í þjálfun jafnvel. „Ég hef bara ekki hugsað neitt svakalega mikið út í það ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er auðvitað enn Íslendingur þó svo ég hafi verið erlendis í einhver 15 ár. Ég myndi að sjálfsögðu skoða það ef eitthvað virikilega spennandi biði mín heima. Ég veit að þjálfaramál á Íslandi hafa tekið stakkaskiptum og mun fagmannlegra staðið að hlutum á því sviði. Mikið af þjálfurum búa við gott starfsumhverfi hvað varðar æfingaaðstöðu með tilkomu allra knattspyrnuhallnana og grasvellir í dag eru mun betri en þegar ég var að spila hér. Þannig að tíminn einn verður að leiða þetta í ljós. Hjálmar spilaði yfir 20 landsleiki með Íslandi en hvað finnst honum um gengi liðsins undanfarin ár og um komu Lars Lagerback inn í íslenskan knattspyrnuheim. Var litla landið okkar í sviðsljósinu í Svíþjóð? Án þessa að skyggja of mikið á þá sem fyrir voru þá tel ég að Lars hafi breytt mjög miklu þegar hann tók við sem landsliðsþjálfari. Eins og flestir vita þá eiga Íslendingar og hafa

7

átt fullt af frambærilegum fótboltamönnum í gegnum tíðina en ég held að stærsta breytingin hafi verið hugarfarsleg sem varð til þess að umgjörðin öll breyttist til hins betra. Lars er frábær manneskja og mjög fær þjálfari sem stilti þá hluti af sem þurfti að stilla af. Hann var að sjálfsögðu ekki einn um þessa breytingar heldur var hann með mikið að góðu fólki í kringum sig. Það hefur mikið breyst bæði innan og utan vallar. Það var fylgst með og spurt um Lars þegar hann var landsliðþjálfari hérna úti og ég held að hann hafi fengið svolítið uppreisn æru þegar hann náði betri árangri með íslenska landsliðinu en því sænska á EM síðasta sumar. Þegar Svíarnir voru dottnir út héldu margir Svíar með okkur sem var mjög ánægjulegt að verða vitni að. Að lokum, einhver skilaboð til yngri iðkenda Keflavíkur? Hafið gaman af fótbolta og verið dugleg að æfa. Fótbolti á að vera skemmtilegur fyrst og fremst. Fótboltakveðja, Hjálmar Jónsson.


FÓTBOLTINN HEFUR FYRST OG FREMST STAÐIÐ UPP ÚR Meistaraflokkur kvenna í Keflavík fékk tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir þetta tímabil, þær Lauren Watson sem er markmaður og Sophie Groff sem spilar sem miðjumaður. Lauren er 23 ára og kemur frá Houston Texas og spilaði fyrst með The Woodlands High School og síðar með liði Texas Tech University þar sem hún stundaði nám. Sophie er 22 ára og er frá Dallas Texas og hefur spilað með Texas Club og South Carolina þar sem hún stundaði háskólanám sitt. Lauren hefur staðið sig mjög vel í markinu það sem af er tímabilinu og Sophie sem kom í félagsskiptaglugganum er sterkur leikmaður sem hefur náð að aðlagast hópnum vel og hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum þegar þetta er skrifað og eru þá þrír leikir eftir í deildinni. Okkur lék forvitni á að vita hvað varð til þess að þær ákváðu að koma alla leið til Íslands og spila fyrir Keflavík. Á meðan á háskólanámi Lauren stóð dreymdi hana um að spila sem atvinnumaður í fótbolta. Þegar henni stóð til boða að koma til Íslands stóðst hún ekki mátið. Hún ákvað að koma hingað bæði til að öðlast reynslu í atvinnumennsku en ekki síður til þess að öðlast nýja lífsreynslu. Sophie hafði aldrei komið til Íslands og vildi

halda fótboltaferlinum áfram og fannst þetta tækifæri því of gott til að sleppa því. Að sögn vissu hvorugar mikið um land og þjóð fyrir komuna. Fyrsta hugsun Lauren var hvort Ísland væri ekki mjög kalt land. Báðar lögðust þær í rannsóknarvinnu til að fá einhverja hugmynd um það hvert þær væru að fara. Sophie lagði á sig 16 klukkustunda akstur frá Texas til Suður Karólínu til að fá sem mestar upplýsingar um landið og Keflavík. Báðar láta þær vel af dvölinni sem af er. Væntingar Lauren fyrir komuna voru að fá réttláta meðferð bæði innan vallar og utan einnig að öðlast eins mikla reynslu og hægt væri fótboltalega séð. Að sögn hafa allar væntingar hennar staðist og lítur hún á liðsfélagana og stjórn sem aðra fjölskyldu sína. Er hún viss um að hafa eignast vini fyrir lífstíð í liðsfélögum sínum. Sophie vænti þess að við komuna til Íslands myndi hún upplifa margt og öðlast reynslu sem fáir í hennar stöðu myndu nokkurn tíma fá. Ósk hennar var að fá að ferðast og sjá hvað Ísland hefur upp á að bjóða ásamt því að fá að spila leikinn sem hún elskar með frábæru fólki. Segir hún að dvölin hafi staðist væntingar hennar og er mjög ánægð með bæði liðið og aðra sem að því koma. Það sem hefur staðið upp úr hjá þeim á meðan á dvölinni hefur staðið er fyrst og fremst fót-

boltinn, liðinu hefur gengið vel og mórallinn er góður. Að sjálfsögðu getur það verið erfitt að búa svo fjarri fjölskyldu og heimahögum sínum þrátt fyrir að báðar hafi verið í skóla fjarri heimili sínu eru þær sammála um að erfiðara sé að vera í öðru landi þar sem fjarlægðin sé svo mikil. En Lauren fékk fjölskyldu sína í heimsókn og fékk hún tækifæri á að sýna þeim part af því sem hún er að upplifa hérna og kynna þau fyrir Keflavíkur-fjölskyldunni sinni sem henni fannst frábært. Framtíðarplön Lauren eru að snúa aftur til Bandaríkjanna eftir þetta tímabil og halda áfram að æfa og vonast til þess að fá tækifæri til þess að snúa aftur til Keflavíkur og spila með þeim á næsta leiktímabili. Sophie vonast til þess að geta haldið áfram sem atvinnumaður í fótbolta eins lengi og líkaminn leyfir og telur að hún eigi nú nokkur góð ár eftir. Eftir að ferlinum lýkur stefnir hún á að verða grunnskólakennari í Bandaríkjunum þar sem hún hefur menntað sig til þess og hlakkar hún til að skipta um vettvang eftir að fótboltanum lýkur. Aðspurð segist hún vilja koma aftur og spila með Keflavík á næsta tímabili þar sem henni finnst gott að búa hér og finnst fólkið í Keflavík hafa tekið sér mjög vel. Að lokum vilja þær koma á framfæri þakklæti til allra sem koma að fótboltanum í Keflavík og hafa gert dvöl þeirra eins ánægjulega og hún hefur verið.

LÍTUR Á LIÐSFÉLAGANA OG STJÓRN SEM AÐRA FJÖLSKYLDU SÍNA 8


Ef maður trúir ekki á sjálfan sig,

gerir það enginn!

Hver sem íþróttin er, markmiðið er alltaf að verða betri. Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.

hledsla.is

9


JÓNAS GUÐNI SÆVARSSON RÆÐIR UM NÝTT HLUTVERK

FRÁBÆRT AÐ VINNA Í KRINGUM KLÚBBINN Jónas Guðni tók við nýju starfi hjá Keflavík fyrir þetta tímabil sem sölustjóri samhliða því að spila fyrir klúbbinn. „Starfið er nýtt og er hugmyndin sú að vinna markvissar að því að safna styrkjum og selja auglýsingar en áður hefur verið gert“ Segir Jónas aðspurður um nýtt hlutverk.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur að reka deildina eins og fyrirtæki þar sem tryggt er að tekjur dugi fyrir gjöldum og að unnið sé að því að ná árangri á vellinum og búa til samkeppnishæft lið á sama tíma og reksturinn gengur upp. Jónas Guðni segir að vel hafi gengið að sækja nýja styrktaraðila og selja skilti á völlinn þó þetta sé mikil vinna. „Það þarf að selja mönnum hugmyndina og sýna þeim hvað þeir fá í staðinn. Það er jákvætt fyrir fyrirtæki að tengjast íþróttafélögum enda sjá menn hvað fótboltinn skiptir miklu máli í bæjarfélaginu. Keflavík er stórt félag sem við teljum

að eigi heima í Pepsi deildinni, bæði karla- og kvennaliðin og þeir sem ég hef rætt við eru allflestir sammála því og margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg. Þó við séum hvergi hættir að leita að nýjum samstarfsaðilum“.

Markmið deildarinnar fyrir þetta ár var skýrt, að koma liðinu upp í Pepsi deildina. Til þess þarf að byggja upp lið sem getur staðið undir því. „Það hefur gengið vel á þessu ári og það auðvitað hjálpar til í mínu starfi. Það er stemning í kringum klúbbinn og stuðningsmenn eru duglegir að mæta á leiki, þó leiktímarnir séu oft ekki í takti við íslenska ferðasumarið. Á mörgum útileikjum hef ég orðið var við mun fleiri áhangendur Keflavíkur en heimaliðsins. Það er jákvætt og sýnir stemninguna hjá stuðningsmönnunum“. Margir gerðu ráð fyrir því að Jónas yrði lykilmaður á miðjunni hjá Keflavík í sumar í baráttunni um sæti í efstu deild en meiðsli hafa orsakað að hann hefur ekki spilað eins

10

mikið og gert var ráð fyrir. „Ef að ég þarf ekki að vera á vellinum þá er ég mjög sáttur. Það þýðir að aðrir eru að spila það vel að gamli kallinn getur fylgst með af hliðarlínunni og gefið sér tíma til að losa sig við meiðslin. Ég er þó alltaf í kringum liðið og vinn ötullega að því að koma mér í lag svo hægt sé að kalla í mig ef þörf krefur. Ég hef líka reynt að taka á mig aukna ábyrgð og hjálpa strákunum eins og ég get. Miðla af reynslunni og vera í hringiðunni. Frá því að ég kom heim í lok árs 2015 þá hefur markmiðið mitt verið að hjálpa liðinu að komast aftur upp í efstu deild, á allan mögulegan hátt. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér og geri ég allt hvað ég get til að leggja mitt af mörkum. Maður hefur lifað og hrærst í kringum fótboltann frá því að ég man eftir mér. Hér líður mér vel og það er frábært að vinna í kringum klúbbinn, bæði sem leikmaður og í því starfi sem ég hef verið að sinna í sölumálunum. Það er líka rosalega gaman að taka þátt þegar vel gengur og stemningin í hópnum er frábær.“


y t l a i c e p S Fish is our

nt Restaura s.is u u d .

www

Opið frá:

kl. 10:30 - 23:00

föstudag - laugardag

Okkar frábæri matseðill í gangi öll kvöld, pantanir í síma 421 7080 eða duus@duus.is

Hlaðborð í hádegi alla virka daga Beautiful ocean view

Sjáið flugeldasýninguna af svölunum á Kaffi Duus. Besta útsýnið!

Lunch • Dinner • Coffee

Only 5 Minutes from Airport

Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is 11


GUÐLAUGUR BALDURSSON ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS KARLA

TENGING STUÐNINGSMANNA VIÐ LEIKMENN AFAR GÓÐ EFTIR TÍMABILIÐ 2016 VAR GENGIÐ FRÁ RÁÐNINGU Á GUÐLAUGI BALDURSSYNI, EÐA LAUGA EINS OG HANN ALLA JAFNAN KALLAÐUR, SEM ÞJÁLFARA MEISTARFLOKKS KEFLAVÍKUR OG ÞAÐ ER ÓHÆTT AÐ SEGJA AÐ HANN HAFI KOMIÐ INN Í KEFLVÍSKT UMHVERFI MEÐ TROMPI. GUÐLAUGUR ER GIFTUR HELGU KRISTÍNU GILSDÓTTUR OG SAMAN EIGA ÞAU FJÖGUR BÖRN. Á ÁRUM ÁÐUR SPILAÐI LAUGI LENGST MEÐ FH EN SVO EINNIG MEÐ ÍR OG HAUKUM. VIÐ TÓKUM LAUGA TALI OG SPURÐUM HANN ÚT ALDUR OG FYRRI STÖRF OG ÞAÐ VERKEFNI SEM HONUM TÓKST NÚ Á DÖGUNUM, AÐ KOMA KEFLAVÍK Í DEILD ÞEIRRA BESTU, ÚRVALSDEILD. Guðlaugur hefur verið meira og minna við þjálfun frá árinu 1992 en hvað var það sem dró hann út í þá iðju? „Það er erfitt að segja. Ég hef alltaf verið með ákveðið „kennaraelement“ í mér. Mig langar að koma ákveðnum hlutum á framfæri, miðla einhverju sem ég tel mig hafa þekkingu á. Þjálfun er gefandi starf þar sem þú kynnist mörgum ólíkum einstaklingum sem gaman er að vinna með. Auðvitað er það líka spennan og fjölbreytileikinn sem þessi göfuga íþrótt hefur upp á að bjóða.“ Eftir góð ár sem aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar hjá hinu sigursæla liði FH lá leiðin hingað til Keflavíkur og hann er enn sem komið er ánægður með gang mála. „Upplifunin hingað til er jákvæð og vinnuumhverfið er gott. Það eru metnaðarfullir einstaklingar sem eru að stjórna knattspyrnudeildinni og verið er að vinna öflugt starf í yngri flokkum félagsins. Hér setur fólk sér háleit markmið sem er algengt en hér er augljóslega reynt í sömu andrá að hafa þau raunhæf og skilvirk. Það er umhverfi sem gaman er að starfa í.“ Eftir að Þorvaldur Örlygsson ákvað að starfa ekki lengur sem þjálfari hjá Keflavík hófst strax leit að þjálfara í hans stað. Eftir frekar stutta leit og stuttar viðræður við Lauga var samningur undirritaður. En hefur eitthvað komið honum á óvart eftir að hann tók að sér þetta starf? „Nei ég get ekki sagt það. En það hefur kannski einna helst komið mér á óvart hve tenging stuðningsmanna og bæjarbúa við liðið er mikil og mun meiri en ég átti von á. Það á að geta verið mjög jákvætt fyrir alla aðila. Fólk á mikið í liðinu og allir hafa skoðanir á því sem verið er að gera sem er vissulega jákvætt. Ferlið í samningaviðræðum á sínum tíma var frekar stutt ef ég man þetta rétt. Það

liðu ansi fáir klukkutímar frá því að ég fékk símtalið og við skrifuðum undir samning og hér er ég.“ Nú þegar Keflavík hefur tryggt sæti sitt í efstu deild spyrja margir sig hvort Keflavík geti spilað á meðal þeirra bestu. Hvert er mat þjálfara liðsins? „Það er erfitt að segja til um það. Í dag værum við trúlega í einhverjum vandræðum í gegnum heilt tímabil en með örlítilli styrkingu innan og utan frá þá værum við vel samkeppnishæfir held ég. Við klárum þetta tímabil og skoðum svo stöðuna. Það er ekkert gefið í þessum málum enn sem komið er og ég vil ekki velta vöngum yfir þessum málum fyrr en að síðasta leik loknum.“ Aðstöðumál Keflavíkur eru oft í umræðunni í samfélaginu. Hver er sýn Lauga á þeim málum? „Aðstaðan er til fyrirmyndar, bæði vetrar- og sumaraðstaðan. Höllin er náttúrlega alger snilld og síðan erum við með keppnis- og æfingavöll yfir sumartímann sem stenst samanburð við knattspyrnuvelli víðar en á Íslandi. Auðvitað er alltaf eitthvað sem má bæta en við þurfum að taka þetta í litlum skrefum þannig að bæði klúbburinn, hópurinn og umhverfið geti allt verið sátt við þá stefnu sem við viljum marka.“ Starfsumhverfi sem íslenskir þjálfarar starfa í hjá liðum í efstu deildum, hvernig er það í samanburði við umhverfið hjá erlendum þjálfurum annarsstaðar, t.a.m. á Norðurlöndum. Hefur þú einhverja reynslu af því. Er ennþá gap á milli gæða eða er það gap að minnka? „Ég þekki ekki nákvæmlega aðstöðu liða á Norðurlöndum en af því sem ég hef séð og kynnst þá eru þeir ennþá töluvert á und-

12

„UPPLIFUNIN HINGAÐ TIL ER JÁKVÆÐ OG VINNUUMHVERFIÐ ER GOTT“ an okkur. T.d. eru mun fleiri þjálfarar sem koma að hefðbundnum æfingum heldur en hjá okkur. Styrktarþjálfun og sjúkraþjálfun er markvissari tel ég og í fastari skorðum. Þar er einnig oft á tíðum meiri og markvissari vinna með andlegu hliðina hjá einstaklingunum. Ég held að í raun að munurinn liggi helst í því að þarna eru allt aðrir möguleikar þar sem verið er að vinna með atvinnumenn sem þurfa einungis að sinna fótboltanum. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli fjöldi og fjölbreytni þeirra einstaklinga sem eru að starfa fyrir klúbbana og það fjármagn sem mögulegt er að setja í starfið.“ Einhver skilaboð til yngri iðkenda? Temjið ykkur lífstíl íþróttamannsins. Hugsið vel um ykkur í mataræði, svefni og almennum venjum. Æfið vel, þ.e. þegar þið mætið á æfinguna ykkar verið þá vel undirbúin, hlustið á þjálfarana ykkar og gerið ávallt eins vel og þið getið. Setjið ykkur háleit en raunhæf markmið og skrifið þau niður. Þá eru ykkur allir vegir færir. Einhver skilaboð til stuðningsmanna? Haldið áfram að gera kröfur á liðið ykkar, verið gagnrýnin, hafið skoðun og komið henni á framfæri á jákvæðan hátt. Umfram allt haldið áfram að styðja liðið ykkar í blíðu og stríðu vegna þess að það skiptir drengina ykkar gríðarlegu máli og hjálpar okkur í hverjum einasta leik og eykur möguleikana á að félagið ykkar nái markmiðum sínum.


AGÐ BR

MY N

S - OG ÍTRÓNU TU

R

SK

DI

FE

NÝTT N TO G F RÍS K A

LÝSI MEÐ MYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI

FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi sem innheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er þar að auki auðugt af A-, D- og E-vítamínum.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR VE RT

13


JÓI Á HÓLI HINN SKAPHEITI ÞJÁLFARI MEISTARALIÐS KEFLAVÍKUR FRÁ 1973 JOE HOOLEY Í EINKAVIÐTALI VIÐ BLAÐIÐ. Joe Hooley kom til Keflavíkur fyrir tímabilið 1973. Á ferli sínum sem leikmaður lék hann með nokkrum neðri deildar liðum í Englandi en þurfti að hætta knattspyrnu iðkun 28 ára vegna meiðsla. „Eftir að ferlinum lauk fór ég á nokkur námskeið og og ferðaðist vítt og breitt um England til að læra af öðrum þjálfurum. Ég lærði alltaf eitthvað af öllum sem ég hitti. Þó það væri bara eitthvað eitt þá gat ég nýtt mér það á mínum ferli“ sagði Hooley um upphaf þjálfaraferils síns. Samkvæmt Tímaritinu Faxa frá því í febrúar þetta ár var það Allan Wade formaður enska þjálfarasambandsins sem átti stærstan þátt í því að hann kæmi til Íslands. Áður en Hooley kom til Íslands hafði hann þjálfað landslið Súdan á sum-

arólympíuleiknunum í Þýskalandi og verið þjálfari hjá Colchester í 4. Deildinni á Englandi. „Enska knattspyrnusambandið bað mig um að taka að mér þjálfun landsliðs Súdan fyrir sumarólympíuleikana 1972. Það voru þó nokkur tengsl á milli knattspyrnusambands Súdan og Englands og þeir báðu enska knattspyrnusambandið um hjálp svo þeir myndu ekki verða að athlægi á ólympíuleikunum og sérstaklega var þeim umhugað um að ná að standa í lappirnar á móti Rússum þar sem samskipti þjóðanna voru slæm um þessar mundir. Rússneska liðið var fullt af mönnum sem í raun voru atvinnumenn en öll önnur lið á ólympíuleikunum voru eingöngu vera skipuð áhugamönnum. Ég tók við liðinu 6

14

vikum áður en mótið hófst og við töpuðum öllum leikjum en naumlega og ég tel að liðið hafi komist nokkuð vel frá mótinu miðað við efni og aðstæður“ sagði Hooley. En hvernig kom það til að hann kom til Íslands? „Enska knattspyrnusambandið lét mig vita af því að það væri lið á Íslandi sem vantaði þjálfara. Á Englandi eru bara 92 lið og því ekki um mjög marga kosti að ræða til að verða framkvæmdarstjóri hjá liði. Ég ákvað því að fara erlendis til að bæta í reynslubankann og gera mig að betri þjálfara. Þegar ég kom í heimsókn til Íslands sá ég strax að lið Keflavíkur á þessum tíma hafði burði til að verða mjög gott lið. Því ákvað ég að taka þessu tækifæri“.


Aðspurður um hvernig upplifun hans af Íslandi hefði verið þegar hann kom fyrst sagði Hooley; „Veðrið á íslandi var öðruvísi en ég hafði gert ráð fyrir. Það var minni snjór en þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég hafði séð lárétta rigningu. Það var oft ótrúlega vindasamt og furðulegar aðstæður til knattspyrnuiðkunar. En gæðin í leikmönnunum voru mjög góð og betri en ég hafði gert ráð fyrir“. Hooley var þekktur fyrir að vera mjög taktískur þjálfari og leggja mikið upp úr því að æfa föst leikatriði. Undir hans stjórn voru allar hreyfingar leikmanna inná vellinum æfðar fyrir leik og innköst og hornspyrnur sköpuðu fjölmörg mörk og hættuleg færi. „Eftir að hafa kynnt mér allt það sem var að gerast í þjálfun í Englandi og víðar hafði ég fast mótað hugmyndir um hvernig mætti ná árangri í fótbolta og þá þarf liðið að virka sem ein heild. Að mínu mati voru þjálfunaraðferðir mínar þróaðri heldur en flest

allt annað sem var að gerast í fótboltanum á þessum tíma“. Á þeim tíma sem Hooley kom til landsins vissu allir að það væri mikill efniviður í liðinu en með komu Englendingsins tóku menn eftir stakkaskiptum á liðnu. Fyrir mótið 1973 voru allir fjölmiðlar vissir um að Keflavíkurliðið yrðu meistarar um sumarið. Ekki voru allir sáttir við þá ákvörðun stjórnar Keflavíkur að fá erlendan þjálfara til liðsins og fannst það móðgun við íslenska knattspyrnu og íslenska þjálfara en álit manna breyttist fljótt eftir að Hooley hóf störf, „íslenskir þjálfarar á þessum tíma voru margir hverjir frekar takmarkaðir. Einangrun landsins var meiri á þessum tíma og því dýrt og erfitt fyrir þjálfara að sækja sér reynslu og þekkingu erlendis. Ég krafðist hundrað prósent einbeitingar af mínum leikmönnum og að þeir höguðu sér eins og atvinnumenn þar sem allir væru að vinna að sama takmarki. Tilfinning mín var sú að það væri ekki endilega þannig alls staðar. Góður

árangur í föstum leikatriðum var að mörgu leiti því að þakka að við hugsuðum meira um þessa hluti en önnur lið. Fótbolti er ekki síður andleg íþrótt en líkamleg og leikmenn verða að sýna andlegan styrk á æfingum og leikjum til þess að ná árangri.“ „Völlurinn er um 100 metrar á lengd og 50 á breidd. Það eru bara 11 leikmenn í hvoru liði og því er umtalsvert pláss sem þarf að vinna á í hverjum leik. Ég horfði þannig á að ef við pressum liðin ofarlega þá minnkum við plássið sem þeir hafa til að spila á. Ef við færum svo liðið skipulega á milli hlíðarlína þá minnkum við völlinn enn meira sem eykur líkurnar á því að við vinnum boltann á hættulegum stað. Ef við vinnum boltann inná vallarhelmingi andstæðingana þá er mun auðveldara að setja upp hættulegar sóknir sem eykur líkurnar á að skora mörk. En til að svona leikaðferð gangi upp þarf liðið allt að vinna saman og menn þurfa að þekkja sín hlutverk. „

„ÞEGAR ÉG KOM Í HEIMSÓKN TIL ÍSLANDS SÁ ÉG STRAX AÐ LIÐ KEFLAVÍKUR Á ÞESSUM TÍMA HAFÐI BURÐI TIL AÐ VERÐA MJÖG GOTT LIÐ. ÞVÍ ÁKVAÐ ÉG AÐ TAKA ÞESSU TÆKIFÆRI“

15


ÞEIR NÁÐU OG SÝNDU ÞAÐ LÍKA Í SÍNU PERSÓNULEGA LÍFI AÐ ÞEIR VÆRU TIL Í AÐ TAKA VERKEFNIÐ ALLA LEIÐ

Áhrif Hooley á þá leikmenn sem voru að spila á þessum tíma voru mikil og einn fyrrum leikmaður sagði að hann hefði áttað sig á því að hann vissi ekki hvað fótbolti var fyrr en Hooley kom. Sjálfur sagði Hooley við leikmennina á sínum tíma að hann kynni ekki að þjálfa annað en atvinnumenn og því yrðu þeir að haga sér þannig ellegar gera eitthvað annað. „leikmennirnir voru frábærir 1973 þeir lögðu mikið á sig til að ná þeim árangri sem þeir náðu og sýndu það líka í sínu persónulega lífi að þeir væru til í að taka verkefnið alla leið. Ég var mjög ánægður með viðhorfið hjá þeim“. En hvaða leikmenn standa upp úr nú 44 árum eftir að hann var með liðið? „Hryggjasúlan í liðinu var mjög sterk. Þorsteinn markvörður var yfirburðamarkvörður á þessum tíma og gat náð eins langt og hann vildi. Miðverðirnir voru sterkir og Steinar (Jóhannsson) í fremstu víglínu skoraði að vild. Þetta er leikmaður sem lið í dag eru að borga 100 milljónir punda fyrir þó hann gerði ekkert nema að skora mörk. Hann hafði náttúrulegt markanef. Hann var alltaf mættur á rétta staði, eins og hann finndi á sér hvert boltinn kæmi. Svo kláraði hann þau færi sem hann fékk, það sem við köllum í Englandi Johnny on the Spot. Besti leikmaðurinn var þó líklega Guðni Kjartansson. Hann var alger fyrirmyndar leikmaður og hagaði sér eins og atvinnumaður og hafði mjög góðan fótboltaheila. Hann skildi leikinn betur en flestir. En allt liðið var frábært það var mikil eining í þeim og liðsheildin til fyrirmyndar. Það voru líklega um 6 leikmenn liðsins í íslenska landsliðinu á þessum tíma sem sýnir gæðin.

Hooley mundi ekki öll nöfnin á leikmönnunum en þessi tími er honum þó augljóslega ennþá í fersku minni. Í lokaleik mótsins 1973 mætti Keflavík liði Breiðbliks. Leikurinn endaði 4-4 og var Hooley mjög ósáttur við þá niðurstöðu. „Að fá á sig 4 mörk í leik er bara ekki ásættanlegt. Ég var mjög óánægður með strákana í þessum leik“. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um leikinn þegar hann var spurður um hann. Keflavíkurliðið skoraði 68 mörk í öllum keppnum 1973 og fékk eingöngu á sig 11. Þessi 4 mörk á móti Breiðablik sátu því greinilega í Hooley sem eftir leik rauk í burtu af vellinum og þaðan heim til sín. Þegar leikmennirnir fóru heim til hans til að reyna að sannfæra hann um að koma á lokahófið sem haldið var í boðið bæjarstjórans um kvöldið sagði konan hans að það þýddi ekkert að reyna að ræða við hann. Þetta sýnir ágætlega það mikla keppnisskap sem Hooley bjó yfir en gefur líka ágæta mynd af þeim skapgerðarbrestum sem fylgdu. Hooley var í raun ennþá ósáttur við liðið þegar kom að lokaleikjum tímabilsins sem voru evrópuleikir gegn Hiberninan. Hann fór á undan liðinu til Englands og að sögn var hann ennþá hálf fúll og þurr á manninn þegar hann kom til móts við liðið. Það varð því úr að hann kæmi ekki með liðinu til Íslands í seinni leikinn. Samkvæmt fréttum á þessum tíma gerði hann munnnlegt samkomulag við KR inga um að taka við liði þeirra fyrir tímabilið 1974. Það gekk þó ekki eftir og hann tók við þjálfun Molde í Noregi og fannst mörgum KR ingum þeir illa sviknir af því. Hann endist þó ekki lengi hjá Molde og hætti á miðju tímabili. Fyrir tímabilið 1975 tók

16

hann aftur við stjórn Keflavíkur enda höfðu leikmenn margir sagt að þeir söknuðu agans og fyrirkomulagsins sem Hooley hafði unnið eftir. Hlutirnir gengu þó ekki eins fyrir sig seinna skiptið sem hann tók við Keflavík og hann hætti með liðið fljótlega. „það var meiri afskiptasemi af liðinu frá stjórnendum þegar ég kom til baka og það sætti ég mig ekki við. Stemningin í kringum liðið var önnur en hún hafði verið 1973. Ég horfi þannig á fótbolta að menn eigi alltaf að stefna að því að vera bestir. Ef þú vilt ekki vera bestur, hvers vegna ertu þá að þessu“? Hooley hafði líka orð á því að hann hefði ekki fengið krónu borgaða og það hefði verið ástæða þess að hann hætti 1975 en erfitt er að fá það staðfest nú 44 árum seinna og forsvarsmenn Keflavíkur höfnuðu þessum ásökunum í fjölmiðlum á sínum tíma. Óháð því þá má augljóslega greina það á öllum sem tala um Hooley í dag að hann hafði mikil og jákvæð áhrif á knattspyrnuna í Keflavík þegar hann kom og staðreyndin situr eftir að hann er síðasti þjálfarinn sem gerði liðið að Íslandsmeisturum. Hooley þjálfaði hjá Lilleström í Noregi undir lok áttunda áratugarins og gerði þá tvisvar að meisturum en hætti á þriðja tímabilinu sínu vegna ósættis við stjórn. Síðasta lið sem hann þjálfaði var Skeid í Noregi en þegar hann hætti þar 1986 hætti hann afskiptum af þjálfun fyrir fullt og allt. Hooley býr núna í Barnsley í Englandi og virkaði ótrúlega hress í samtölum miðað við 79 ára gamlan mann. Hann hefur fylgst með íslenska landsliðinu í fótbolta með miklum áhuga síðustu ár og er afskaplega hrifinn af því sem er að gerast hjá liðinu um þessar mundir.


Einar er arkitekt og er á leið til Frakklands í vinnuferð. Hann er vanur því að fá sér morgunverð á Keflavíkurflugvelli og treystir á að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig á flugvellinum.

Sif er flugumferðarstjóri í flugturninum á Keflavíkurflugvelli. Daglega veitir hún tugum flugvéla heimildir til flugtaks og lendingar. Starf hennar tryggir að flugumferð gangi hratt og örugglega fyrir sig. Þannig er Sif hluti af góðu ferðalagi fjölda farþega á hverjum degi.

VIÐ ERUM HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Við bjóðum upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda. Kynntu þér störfin sem standa til boða á isavia.is/atvinna og vertu hluti af góðu ferðalagi með okkur.

I S AV I A . I S / AT V I N N A

FA C E B O O K . C O M / I S AV I A S T O R F


SÉRHÆFÐIR Í ÖLLUM BÍLRÚÐUSKIPTUM, FRAMRÚÐUR SEM OG AÐRAR BÍLRÚÐUR.

ÁRATUGA REYNSLA...

Bílrúðuþjónustan ehf Grófinni 15c, 230 Reykjanesbæ // 421 7879 // 863 3455

18


I

r u k s n e Ísl uni uppr

I

r a n æ sv i f r e Umhvúðir umb

a

r a v a ð Gæ

I

I I a

k s n n gme

I

r u k s n le ki ð r o N sklei fer

Fa

G

ld ö v k ott


ANDINN Í HÓPNUM

ER VIRKILEGA GÓÐUR Nú í lok tímabils er ljóst að Keflavíkurstúlkurnar lenda í 4. sæti eftir spennandi keppni þar sem þær áttu á tímabili möguleika á að komast upp um deild með hagstæðari úrslitum. Þetta hefur Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir fyrirliði að segja um tímabilið. Hvernig var undirbúningi háttað fyrir tímabilið og hafa væntingar staðist? Við æfðum vel í vetur en æfingarnar voru blanda af fótboltaæfingum, lyftingaræfingum, útihlaupi og metabolic. Við tókum svo þátt í Faxaflóamótinu í byrjun árs og unnum okkar riðil þar með fullt hús stiga og svo var Lengjubikarinn þar sem við kepptum í Bdeild ásamt nokkrum Pepsi deildar liðum og gekk bara þokkalega. Við lögðum okkur allar fram á undirbúningstímabilinu og í sumar en því miður náðum við ekki alveg okkar markmiðum en við komum reynslunni ríkari inn í næsta tímabil. Nú voruð þið nokkrum mínútum frá því að fara í Pepsi deild á síðasta tímabili, voru

það mikil vonbrigði að komast ekki upp? Jú það voru vissulega vonbrigði að komast ekki upp í Pepsi deildina miðað við stöðuna sem við komumst í en við náðum samt okkar markmiðum og vorum sáttar með það. Hvernig er andinn í hópnum? Andinn í hópnum er virkilega góður, erum allar góðar vinkonur og náum vel saman. Erum duglegar að hvetja og peppa hvor aðra sem er mikilvægt þegar maður er í liði. Finnst þér vera munur á liðinu og/eða spilamennskunni miðað við síðasta tímabil? Mér finnst við búnar að bæta spilið okkar og þolið frá því í fyrra og auðvitað eftir því sem maður æfir og spilar lengur saman því betur tengist maður liðsfélögunum. Deildin sjálf er samt sterkari í ár en í fyrra en ég tel okkur hafa bætt okkur og getum verið í toppbaráttunni. Hvernig finnst þér fyrirkomulagið í deildinni núna miðað víð síðasta tímabil?

Það er vissulega öðruvísi að hafa deildina ekki skipta í riðla og hafa enn möguleika á að fara upp í efstu deild þó maður hafi endað í 3.sæti í sínum riðli. En eins og það var gaman að taka þátt í úrslitakeppninni þá held ég að við munum ekki sakna hennar og öll lið muni leggja enn harðar að sér í öllum leikjunum í sumar til að halda sér í topp 2 sætunum. Hverjar er væntingarnar fyrir næsta tímabil? Heldur þú að þið komið til með að halda sama leikmannahópi og þjálfarateymi? Ég held að við liðið og flestir sem hafa séð einhverja leiki hjá okkur í sumar vitum að við getum verið í topp tveimur sætunum og ef við höldum sama hóp þá er ég viss um að næsta tímabil verði enn betra en þetta sem var að klárast. Ég vona innilega að við munum halda sama hóp en maður veit aldrei hvað verður, ég held að samningurinn hjá flest öllum í liðinu sé að renna út þannig það er bara að bíða og sjá.


Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

VELDU GÆÐI VELDU KJARNAFÆÐI www.kjarnafaedi.is


22


´ FRUMSYND 15. SEPTEMBER


3. FLOKKUR KARLA

4. FLOKKUR KARLA

6. FLOKKUR KARLA

7. FLOKKUR KARLA

4. FLOKKUR KVENNA

5. FLOKKUR KVENNA


5. FLOKKUR KARLA

3. FLOKKUR KVENNA

6. FLOKKUR KVENNA


SEIGLAN FÆRÐI KEFLVÍKINGUM COCA COLA BIKARINN

Þegar grös byrjuðu að grænka á því herrans ári 1997 voru þeir líklega fáir sem reiknuðu með því að Keflavíkurliðið myndi vinna annan af stóru titlunum sem í boði voru á knattspyrnumótum sumarsins. Liðið hafði bjargað sér frá falli með naumindum haustið áður, þegar Kjartan Másson þjálfari tók þá djörfu ákvörðun að skipta barnungum Þórarni Kristjánssyni inn á í lokaleik liðsins gegn ÍBV. Þetta var jafnframt fyrsti leikur Þórarins og sá þakkaði traustið með því að tryggja veru Keflvíkinga í efstu deild með marki í sinni fyrstu snertingu við boltann. Hlaut hann við það tækifæri viðurnefnið „Bjargvætturinn“ og hefur það loðað við hann síðan. Undirbúningstímabilið var sérstakt að því leytinu að liðið kom nánast sem óskrifað blað inn í sumarmótin því þjálfararnir Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson tóku þá ákvörðun að leika einungis æfingaleiki við lið úr neðri deildum þegar líða fór að mótinu og fóru einhverjir þeirra fram á Garðsskagavelli. Vetraræfingar fóru fram á gamla malarvellinum og í reiðhöllinni að Mánagrund og var þar vel tekist á og metnaður leikmanna skein í gegn. Liðið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í Íslandsmótið og öllum á óvart vann það sex fyrstu leiki sína og þann síðasta af þeim á K.R. vellinum, 1-2 í frábærum leik. Vestmannaeyingar komu svo í heimsókn í 7. umferð og þar töpuðust fyrstu stigin í 1-1 jafntefli. Að þeim leik loknum hægðist all verulega á stigasöfnun, og varð niðurstaðan sú að liðið endaði mótið í 6. sæti af 10 liðum í Sjóvá-Almennra deildinni. Bikarkeppnin reyndist mikið ævintýri og óhætt að segja að Keflavíkurliðið hafi ekki farið styttri leiðina að verðlaunapallinum á Laugardalsvelli. Liðið þurfti að nýta alla sína seiglu, því í sex leikjum keppninnar fór liðið í

gegnum fimm framlengingar. B deildarlið Í.R.inga var slegið út í 32 liða úrslitum með 2-1 sigri í Breiðholtinu, þar sem Eysteinn Hauksson og Jóhann B. Guðmundsson skoruðu mörkin í framlengingu. Í 16 liða úrslitum komu Framarar í heimsókn á Keflavíkurvöll og voru slegnir út með marki Gunnars Oddssonar í upphafi seinni hálfleiks. Framarar fengu vítaspyrnu snemma í leiknum en Ólafur Gottskálksson varði hana með tilþrifum. Óli var enn í markinu þegar Valsmenn voru slegnir út, 1-5 á Hlíðarenda í 8 liða úrslitunum, þar sem Jóhann Birnir fór hamförum og gerði þrennu, eftir að staðan hafði verið 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Gestur Gylfason og Eysteinn Hauksson bættu við sínu markinu hvor og liðið komið í undanúrslitin. Þar fengu Keflvíkingar heimaleik gegn Leiftri Ólafsfirði, sem á þessum árum voru fastagestir í efstu deild og náðu til sín fjölda góðra leikmanna, bæði af suðvesturhorninu sem og víðs vegar að úr heiminum. Á þeim tímapunkti hafði Óli Gott verið seldur til Hibernian í Skotlandi og í markið steig ungur og heimaalinn Bjarki Freyr Guðmundsson. Heyrðust einhverjar raddir um að það væri glapræði að fá ekki til félagsins reyndari markmvörð, en Sigurður og Gunnar sýndu honum traustið og reyndist það þeim happasæl ákvörðun. Leikurinn gegn Leiftri var sýndur í beinni útsendingu á RÚV og höfðu þulir sérstaklega orð á þeirri stórmerkilegu staðreynd að það væri logn í Keflavík. Leikurinn var spilaður varfærnislega af báðum liðum, lítið var um færi og staðan eftir venjulegan leiktíma markalaus. Því tók við þriðja framlenging Keflvíkinga í keppninni. Fátt markvert gerðist fyrr en á 112. mínútu þegar Sigurður þjálfari ákvað að kasta teningunum og skipta Þórarni Kristjánssyni inn á. Það borgaði sig heldur betur, því einungis tveimur mínútum síðar

26

var hann búinn að skora sigurmarkið eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Steinarssyni, og auðvitað með sinni fyrstu snertingu, alveg eins og árið áður þegar hann bjargaði liðinu frá falli. Leiftursmenn mótmæltu markinu kröftuglega og sögðu það hafa verið skorað með hendi. Þó óvenju margar myndavélar væru á þessum leik og markið sýnt frá fjölmörgum sjónarhornum, gat ekkert þeirra almennilega leitt í ljós hvort boltinn fór í hönd Þórarins eða ekki en sjálfur var hann vægast sagt loðinn í svörum eftir leikinn. Úrslitaleikurinn sjálfur fór svo fram á Laugardalsvelli í lok ágúst. Mótherjinn var ÍBV, sem á þeim tímapunkti voru efstir í deildinni og á miklu flugi, öfugt við Keflvíkinga sem höfðu verið á niðurleið frá því í byrjun júlí og aðeins unnið einn leik í deildinni síðan þá og tapað sex. Því var óhætt að segja að ÍBV hafi verið mun sigurstranglegari aðilinn. Það var vel mætt á völlinn og ekki sást í marga auða bletti í stúkunum tveimur, sem þá tóku um sjö þúsund áhorfendur. Hvítklæddir stuðningsmenn eyjamanna voru mun fleiri enda liðið afar vinsælt á þessum árum og mikil stemning í kringum það. Þeir fjölmörgu Keflvíkingar sem mættir voru gáfu þó lítið eftir í hvatningunni og stemningin var hreint út sagt mögnuð. Lúðrasveit tónlistarskólans átti þar stórleik, svo ekki sé meira sagt. Keflavík spilaði 4-5-1 með Bjarka í markinu og þá Kristinn Guðbrandsson og Guðmund Oddsson í miðvörðunum. Karl Finnbogason og Jakob Jónharðsson voru bakverðir og kantmenn voru þeir Guðmundur Steinarsson, aðeins á átjánda ári og Jóhann Birnir Guðmundsson, á sínu tuttugasta. Gestur Gylfason og Eysteinn Hauksson léku á miðjunni fyrir aftan Gunnar Oddsson og fremstur var Haukur Ingi, sem á þessum var aldrei kallaður annað af fjölmiðlamönnum en Haukur Ingi Guðnason, sonur Guðna Kjartanssonar,


LEIÐ NÚ OG BEIÐ OG HVORUGT LIÐIÐ GAF ÞUMLUNG EFTIR fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann fagnaði nítján ára afmæli sínu nokkrum dögum eftir leikinn. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að ekkert yrði gefið eftir og Jakob Már fyrirliði gaf tóninn og smitaði samherja sína af kappsemi, þegar hann skriðtæklaði boltann kröftuglega frá markakóngi Íslandsmótsins Tryggva Guðmundssyni, sem gerði sig líklegan til að reyna að stinga hann af upp kantinn í einni af fyrstu sóknum leiksins. „Þú skorar ekki í dag!“ sagði hann svo við Tryggva með vísifingur á lofti um leið og hann horfði beint í augun á honum, þegar þeir höfðu staðið upp. Baráttan var allsráðandi, ekki síst þeirra tveggja á milli en bæði liðin áttu einnig fínar sóknir og ágætis færi og nokkur vægast sagt æsileg atvik áttu sér stað. Haukur Ingi komst fljótlega aleinn í gegn, eftir gríðarlegan sprett, en skaut framhjá. Bjarki markvörður hætti sér út úr vítateignum til að hreinsa frá en hitti boltann illa og sendi hann á versta stað, beint á alræmdan spyrnusérfræðing þeirra eyjamanna, Sigurvin Ólafsson, núverandi ritstjóra DV, sem var staddur á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga. Hann var fljótur að þakka fyrir sig og sendi boltann í glæsilegum boga yfir Bjarka sem hljóp örvæntingarfullur til baka til að reyna að bjarga, undir brjálæðislegum og spennuþrungnum öskrum áhorfenda. Bjarki náði boltanum ekki en sláin bjargaði honum. Af henni hrökk knötturinn svo beint í áttina að Steingrími Jóhannessyni, leikmanni ÍBV, sem var frábær markaskorari og aleinn rétt við vítapunktinn, en aldrei þessu vant hitti hann boltann illa og misheppnað skotið endaði í höndunum á Bjarka. Leið nú og beið og hvorugt liðið gaf þumlung eftir. Vestmannaeyingar voru meira með

boltann og nokkru hættulegri en samheldnir Keflvíkingarnir voru ekki líklegir til að gefa mörg færi á sér. Fór það svo að markalaust var eftir 90 mínútur og fjórða framlenging Keflvíkinga í keppninni þar með orðin að veruleika. Í fyrri hálfleik hennar komust eyjamenn svo yfir, þegar Leifur Geir Hafsteinsson skoraði af stuttu færi eftir gríðarlegan stríðsdans í markteig Keflvíkinga. Bjarki lá óvígur eftir, á meðan eyjamenn á vellinum og í stúkunum trylltust af gleði. Ingi Sigurðsson hafði sótt hart að Bjarka og rekið fótinn í hnakkann á honum þar sem hann lá og reyndi að seilast í boltann. Líkt og þegar Þórarinn skoraði í undanúrslitunum gegn Leiftri, var aðdragandi marksins sýndur í sjónvarpi frá öllum mögulegum sjónarhornum en samt var mjög erfitt að sjá hvort um brot væri að ræða. Bjarki og nærstaddir leikmenn Keflvíkinga voru þó ekki í vafa. Eyjamenn, sem á þessum árum voru ekki síst landsfrægir fyrir að fagna mörkum sínum með skemmtilegum hætti, tóku armbeygjur við endalínuna og Keflvíkingar horfðu svekktir fram á dökkt útlit, þar sem eyjamenn áttu að vera sterkari og höfðu sótt af meiri krafti. Gestur Gylfason braut illa af sér nokkru síðar þegar hann stöðvaði sókn eyjamanna með því að toga í einn leikmanna þeirra sem var á leið í álitlega sókn. Sæmundur Víglundsson dómari gerði sig líklegan til að spjalda Gest sem þá hefði verið rekinn út af með tvö gul, en hann hikaði og miskunnaði sér yfir hann, við litla kátínu Vestmannaeyinga. Þessi ákvörðun átti heldur betur eftir að reynast afdrifarík, því þegar 15 sekúndur voru eftir af mínútunum 120, sendi Kristinn Guðbrandsson langan bolta fram vinstri kantinn, á varamanninn Adolf Sveinsson. Adolf sendi boltann inn í

27

teiginn, en leikmaður ÍBV skallaði frá marki, beint á Gest, sem tók boltann niður á kassann rétt innan við vítateigslínu. Tveir alreyndustu og hörðustu varnarmenn landsins á þessum tíma, þeir Zoran Miljkovic og Hlynur Stefánsson sprettuðu umsvifalaust í áttina að Gesti til að setja hann undir pressu og fyrir aftan þá stóð einn af traustustu markvörðum sumarsins, Gunnar Sigurðsson. Boltinn fór í gegnum klof beggja varnarmannanna og hafði líklega örlitla viðkomu í fæti annars þeirra, áður en hann hvarf í fang markvarðarins, sem lagðist fram á við. Gestur, sem trúði ekki að hann hefði misnotað þetta færi, henti sér í jörðina og barði hana af alefli með báðum höndum. Hvort höggþunginn hjálpaði til við það eða ekki, fáum við aldrei að vita, en einhvern veginn skreið boltinn undir Gunnar, í gegnum klof hans, þaðan yfir línuna og í netið. Sannarlega lygasögu líkast og með þessu ótrúlega marki á lokasekúndu leiksins, tryggði Gestur Keflvíkingum aukaleik en þetta var í síðasta sinn sem úrslitaleikurinn var endurtekinn ef lið náðu ekki að knýja fram úrslit í framlengingu. Eyjamenn voru í Evrópukeppni bikarhafa þetta sumarið og eftir að þeir höfðu slegið út lið frá Möltu, mættu þeir Stuttgart frá Þýskalandi og vöktu þar athygli fyrir góða frammistöðu. Dagskrá þeirra var ansi þétt þar sem Íslandsmótið var enn í gangi og reyndist erfitt að finna dag fyrir seinni úrslitaleikinn. Loks var ákveðið að hann skyldi fara fram þann 5.október og gerði hann það, sléttum tveimur vikum eftir að ÍBV hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Keflavík að velli, 5-1 í eyjum.


Sumar æfingarnar síðustu dagana fyrir leikinn þurfti að stoppa um tíma á meðan éljar og jafnvel stórhríðir gengu yfir. Veðrið á leikdegi var þó með besta móti, vissulega svalt en nánast logn og mikil stemning í stúkunum, þó nokkuð færri hafi sótt þennan leik en þann fyrri. Goðsögnin Rúnar heitinn Júlíusson sást á sjónvarpsmyndum, kappklæddur í stúkunni undir hlýju teppi og veitti ekki af. Baráttan hélt áfram og sem fyrr sýndi hvorugt liðanna merki þess að ætla sér að gefa tommu eftir. Nóg var þó af umdeildum, afdrifaríkum og spennuþrungnum atvikum. Í lok fyrri hálfleiks fengu eyjamenn víti eftir að Bjarki Guðmundsson felldi Inga Sigurðsson í teignum. Nokkur reikistefna varð í aðdraganda framkvæmdar vítaspyrnunnar og virtust leikmenn ÍBV vera að rífast um hver ætti að spyrna. Það fór svo að lokum að landsliðsmaðurinn Hlynur Stefánsson gerði það, en Bjarki gerði sér lítið fyrir og varði glæsilega frá honum. Gaf það Keflvíkingum aukna von í leikhléinu um að straumar væru með þeim. Fjörið hélt svo áfram í seinni hálfleik og átti Jóhann Birnir meðal annars gott skot í stöng, auk þess sem glæsilegt skallamark var dæmt af honum, sem þótti vægast sagt vafasöm ákvörðun. Vörn Keflvíkinga stóð oft í ströngu og þurfti á öllum sínum kröftum að halda í baráttunni við hina áræðnu sóknarmenn ÍBV. Hlynur Stefánsson fyrirliði eyjamanna var svo rekinn af velli rétt fyrir lok venjulegs leiktíma,

eftir að hafa brotið á Adolf Sveinssyni sem var sloppinn framhjá honum. Eyjamönnum fannst þarna svindlað á sér, en ákvörðun Sæmundar dómara, þess sama og dæmdi fyrri leikinn og var að dæma sinn síðasta leik á ferlinum, varð ekki haggað. Fimmta framlenging Keflvíkinga í bikarkeppninni þetta árið varð svo að veruleika. Hvorugt liðið náði þar að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, þar sem Kristinn Guðbrandsson tryggði Keflvíkingum bikarinn með síðustu spyrnunni eftir að Bjarki hafði lagt grunninn að sigrinum með því að verja tvær spyrnur eyjamanna. Gleði allra þeirra sem studdu liðið var ósvikin og langþráðum fyrsta titli Keflvíkinga í knattspyrnu í 22 ár var fagnað vel og innilega, í einstakri stemningu. Þeir sem komu við sögu í leikjum bikarkeppninnar fyrir hönd árið Keflavíkur, árið 1997: Adolf Sveinsson (22 ára), Bjarki Guðmundsson (21 árs), Eysteinn Hauksson (23 ára), Georg Birgisson (26 ára), Gestur Gylfason (28 ára), Guðmundur Oddsson (22 ára), Guðmundur Steinarsson (18 ára), Gunnar Oddsson (32 ára, spilandi þjálfari), Haukur Ingi Guðnason (19 ára), Jakob Már Jónharðsson (26 ára), Jóhann Birnir Guðmundsson (20 ára), Karl Finnbogason (27 ára), Kristinn Guðbrandsson (28 ára), Ólafur Gottskálksson (29 ára), Ragnar Steinarsson (26 ára), Snorri

Már Jónsson (22 ára) og Þórarinn Kristjánsson (17 ára). Einnig var Gunnar Sveinsson (20 ára), bróðir Adolfs í leikmannahópnum en kom ekki við sögu. Allir þessir leikmenn, utan Eysteins, sem komið hafði fjórum árum áður frá Egilsstöðum, sem leikmaður 2. flokks, voru uppaldir í Keflavík, Garði (Karl Finnboga og Jóhann Birnir) og Sandgerði (Jakob Jónharðs). Við brotthvarf Ólafs Gottskálkssonar til Skotlands, var Selfyssingurinn Anton Hartmannsson fenginn til að vera varamarkvörður og Bjarka til halds og trausts. Í starfsliðinu voru auk Sigurðar Björgvinssonar, þjálfara þeir Hrafnkell Kristjánsson, læknir, Guðmundur Sighvatsson, liðsstjóri og Rúnar Ragnarsson sjúkraþjálfari. Einnig voru þeir Kjartan Másson, Ragnar Margeirsson heitinn og Skarphéðinn Ingimundarson viðloðandi hópinn.

Vinsamlegast bókið heimsóknina fyrirfram á www.bluelagoon.is

28



STÖNDUM SAMAN OG LÁTUM HEYRA Í OKKUR! #FOTBOLTI #AFRAMKEFLAVIK Nýr stuðningsmannaklúbbur Keflavíkur er einn ávöxtur stefnumótunarvinnu Knattspyrnudeildar sem hófst seint á árinu 2016. Með þessu styrktarmannakerfi sem sett hefur verið á laggirnar voru slegnar tvær flugur í einu höggi hvað varðar nokkur markmið stefnumótunarvinnu Knattspyrnudeildarinnar. Það er fjáröflun og upplýsingaflæði til stuðningsmanna. Á fotbolti.keflavik.is eru allir sannir Keflvíkingar hvattir til að skrá sig. Skráning er auðveld og hægt er að nýskrá með Facebook hnappi sem flestir ættu að ráða við með tveimur eða þremur músarsmellum. Skráning á síðuna er ókeypis og með því að skrá

inn símanúmer og netfang eru stuðningsmenn komnir á póstlista þar sem sendar eru út áminningar um leiki og annað sem knattspyrnudeildin telur mikilvægt að koma á framfæri við stuðningsmenn. Í stuðningsmannagáttinni býðst þá Keflvíkingum að gerast áskrifendur í þremur verðflokkum. Rennt var blint í sjóinn með kerfið enda ársmiðar aðeins verið seldir í staðgreiðslu hingað til. Lögð var áhersla innan hópsins sem vann að verkefninu að stuðningsmenn finndu fyrir því að þeir fengju eitthvað almennilegt fyrir sinn snúð í stað fyrir stuðn-

inginn, annað en auðvitað ánægjuna sem fylgir því að styðja við sitt lið. Móttökurnar voru framar væntingum og áður en tímabilið hófst höfðu áskriftarleiðirnar skapað deildinni hærri tekjur fyrir miðasölu en fyrir allt síðasta tímabil að því loknu. Ennþá eru nýir áskrifendur að bætast í hópinn og við hvetjum auðvitað alla til að skrá sig þó það sé ekki nema bara inn í gáttina til að fá smáskilaboðin. Galdurinn við áskriftina er svo fólginn í því að sá sem tryggir sér áskrift í september er ekki verr settur en sá sem gerði það í apríl þar sem áskriftin endurnýjast á 12 mánaða fresti.

ENNEMM / SÍA / NM83268

Það er gott að vera í viðskiptum við Samskip

> Við hjá Samskipum leggjum okkur fram um að kynnast Samskip eru styrktaraðili Landsambands hestamanna viðskiptavinum okkar og þekkja þarfir þeirra Samskip bjóða upp á heildarlausnir á sviði flutninga og við leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. www.samskip.is

Saman náum við árangri

Saman náum við árangri

30


VIÐ ERUM STOLTIR STUÐNINGSAÐILAR KNATTSPYRNUDEILDAR KEFLAVÍKUR

31


MARKAMASKÍNAN OG LJÚFLINGURINN JEPPE HANSEN

STEMNINGIN Í KLEFANUM FRÁBÆR Jeppe Hansen hefur heldur betur komið inn í Keflavíkurliðið með trukki en hann hefur verið með markahæstu mönnum Inkasso deildarinnar allt tímabilið og er með 15 mörk í 19 leikjum þegar þetta er skrifað. Jeppe er fæddur og uppalinn í Fredericia Danmörku og hóf sinn feril þar sem knattspyrnumaður. Hann flakkaði svo um í heimalandinu og endaði á að spila með OB í Óðinsvé áður en hann kom til Íslands árið 2014 til að spila með Stjörnunni. Hann spilaði með Garðbæingum allt þar til í fyrra þegar hann færði sig yfir í KR en er svo kominn til okkar og vinnur hörðum höndum að því að koma Keflvíkingum aftur á meðal þeirra bestu. Jeppe spilaði ekki marga leiki með OB á sínum tíma en þrátt fyrir það þurfti hann að hugsa sig aðeins um þegar leitað var til hans með það að leiðarljósi að spila á Íslandi. „Á þessum tíma var ég ekki að fá margar mínútur. Svo þegar Henrik Bödker, sem starfaði sem markmannsþjálfari hjá Stjörnunni á þessum tíma, hafði samband við mig og sagði mér frá áhuga Stjörnunnar fór ég að hugsa mín mál upp á nýtt. Ég viðurkenni það að ég var efins í fyrstu, það var ekkert heillandi að ferðast þúsundir kílómetra frá fjölskyldum og vinum en þegar ég fór að finna fyrir miklum áhuga frá Stjörnunni ákvað ég að slá til. Forvitnin fór að segja til sín og ég leit á þetta sem mögulegan stökkpall í önnur skemmtileg ævintýri eins og að komast að hjá góðum liðum í Noregi eða Svíþjóð enda margir leikmenn sem hafa farið þangað úr íslenskum liðum undanfarin ár. Í dag sé ég ekki eftir neinu, ég er mjög glaður með þessa ákvörðun“.

Eftir þrjú ár með Stjörnunni og KR ákvað hann að taka slaginn með Keflavík í Inkasso. Þrátt fyrir að færa sig í lið í næstefstu deild á Íslandi er hann að una sér vel. „Ég er að njóta lífsins hér til fulls í þessa dagana. Mér líður mjög vel á velli og utan hans og sérstaklega þegar liðinu mínu gengur vel og að mínu mati erum við að gera afar góða hluti þessa dagana. Lífið í Keflavík er ljúft, þrátt fyrir að stærð Keflavíkur sé ekki eitthvað sem ég er vanur en fólkið hér er æðislegt og mér finnst ég þekkja svo marga nú þegar.“ Enginn erlendur leikmaður fer í viðtal hér á landi öðruvísi en að vera spurður út í aðstöðumál hér á landi. Hvaða sýn hefur Jeppe á það samanborðið við það sem hann hefur kynnst á sínum ferli? „Aðstaða til æfinga hér á landi er jafnvel betri en í Danmörku. Í gervallri Danmörku er aðeins að finna 2-3 „hallir“ og engin af þeim er hituð upp. Reykjaneshöllin er að mínu mati frábær einmitt vegna þess að þar er alltaf þægilegur hiti. Ég hef fengið danska félaga mína úr boltanum í heimsókn og ég hef ávallt sýnt þeim Reykjaneshöllina og það má alltaf skynja aðdáun og öfund frá þeim með þessa aðstöðu. Að auki finnst mér alger lúxus að geta farið í heitan og kaldan pott eftir allar æfingar en það er eitthvað sem mjög fá lið í Danmörku hafa aðgang að. En vellirnir í Danmörku eru mun stærri og flottari og það er kannski eitthvað sem mætti bæta hér. Á þeim árum sem Jeppe hefur spilað knattspyrnu hér á landi finnst honum gæðin hafa aukist á knattspyrnunni sem hér er spiluð en hvað finnst honum um ungu

32

strákana sem hann er að spila með núna, eru þeir á réttri leið? „Ég er algerlega að elska að spila með ungu leikmönnunum hér í Keflavík. Þeir leggja mikið á sig og það er greinilegt að þeir vilja bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik, það er virkilega gaman að spila með þannig leikmönnum. Ég er fullviss um það að nokkrir af þessum leikmönnum hafa það sem til þarf til að ná verulega langt í þessum bransa og ég á eflaust eftir að setja mig í samband við einhverja af þeim innan 10 ára til að fá miða á leiki á flottum leikvöngum í Evrópu. En ég vil samt ekki sjá þá bæta sig svo mikið á meðan ég er að spila hér að ég missi mitt pláss“ Það getur stundum reynst erlendum leikmönnum erfitt að aðlagast nýjum klúbbi og nýjum áherslum, hefur Jeppe fundið fyrir því? „Það hefur reynst afar auðvelt að aðlagast aðstæðum hér í Keflavík, í hópnum er ótrúlega góð blanda af toppnáungum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Hér er um 25 strákar sem allir eru jarðbundnir eðalnáungar. Það er ekki sjálfgefið að vera með leikmenn sem eru um eða undir 20 ára aldri, leikmenn sem eru um og yfir 30 ára aldri og svo blöndu af erlendum leikmönnum og allt leikur í lyndi. Við náum afar vel saman og á einhvern hátt höfum við þjappað okkur vel saman. Maður upplifir alltaf eitthvað skemmtilegt á hverjum degi, sumir tala um uppeldi á börnunum sínum, einhverjir tala um skólann og námið og svo myndast líka umræður um Tinder og hvaða stelpur strákarnir ná að tengjast þar. Klefinn okkar er svo sannarlega skemmtilegur staður að vera á.


33


STEFNUMÓTUNARVINNA

KNATTSPYRNUDEILDAR

KEFLAVÍKUR KNATTSPYRNUDEILD KEFLAVÍKUR STEFNIR AÐ ÞVÍ AÐ VERA Í FREMSTU RÖÐ KNATTSPYRNULIÐA Á ÍSLANDI Eftir umræðu í stjórn knattspyrnudeildar um framtíðarsýn og skipulag var ákveðið á haustdögum 2016 að fara í stefnumótunarvinnu deildarinnar. Stjórnin taldi að með því yrði unnið til lengri tíma að því að koma knattspyrnudeild Keflavíkur í fremstu röð með markvissu uppbyggingarstarfi. Haft var samband við Margréti Sanders hjá Strategíu um að taka vinnuna að sér. Eftir fund og kynningu á nálgun verkefnisins var ákveðið að semja við Strategíu. Farið var í ákveðna greiningarvinnu, könnun gerð meðal stuðningsmanna og farið í heimsókn til nokkurra knattspyrnufélaga á Íslandi sem hafa verið í farabroddi svo eitthvað sé nefnt. Eftir að línur voru gefnar varðandi stefnumótun frá stjórn og varastjórn voru myndaðir nokkir hópar sem skiluðu niðurstöðum en enn eru nokkrir að störfum. Þeirra vinna verður síðan afrakstur heildar stefnumótunar knattspyrudeildar sem kynnt verður á haustdögum 2017. Þegar er þó farið að vinna eftir aðgerðaráætlunum hópa sem hefur skilað sér nú þegar í öflugra og markvissara starfi. Könnun meðal stuðningsmanna Vinna Strategíu hófst með því að send var könnun út á stuðningsmenn. Niðurstaða könnunarinnar var áhugaverð og gott veganesti fyrir vinnuna framundan. Stuðningsmenn eru flestir með mjög gott viðhorf til knattspyrnudeildarinnar sem er mikilvægt til að vinna með. Skiptar skoðanir eru meðal stuðningsmanna um hvar framtíðarsvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur eigi að vera en flestir horfa til Sunnubrautar en aðrir til svæðis við Reykjaneshöll. Stuðningsmenn eru flestir ánægðir með barna- og unglingastarf félagsins og gott viðhorf er til þjálfara sem er ánægjulegt. Góðar ábendingar komu fram meðal annars varðandi uppbyggingarstarf þegar kemur að 2. flokki og utanumhald utan um þann hóp. Einnig voru fjölmargir sem nefndu mikilvægi þess að efla kvennaknattspyrnu og gera henni hátt undir

höfði. Fjölmargar aðrar ábendingar bárust og var unnið með þær í stefnumótunarvinnunni Stefnumótun með stjórn Grunnvinna stefnumótunar var með stjórn og varastjórn. Sú vinna varð síðan grunnur að fjölmörgum hópum sem myndaðir voru. Ákvörðun um hvaða hópar voru myndaðir var ekki síður vegna niðurstöðu könnunarinnar meðal stuðningsmanna. Grunnurinn sem lagður var af stjórn fór einnig inn í hópana og þar komu margar góðar ábendingar. Megin niðurstaða stefnumótunar er eftirfarandi: Framtíðarsýn knattspyrnudeildar Keflavíkur er „Keflavík stefnir að því að vera á meðal fremstu knattspyrnuliða á Íslandi“. Til þess að þessi framtíðarsýn verður að veruleika hafa verið skilgreind eftirfarandi markmið sem unnið var áfram í hópunum. Stefnt verður að því: Að setja afreksmannastefnu og vinna að samfellu í þjálfun Að byggja áfram á afburða þjálfurum Að rekstur verði stöðugur Að auka samstarf við hagaðila (s.s. stuðningsmenn, bæjarfélag, skóla, fjölmiðla, önnur félög, KSÍ o.fl.) Að efla félagsstarf Að fjölga stuðningsmönnum Að aðstaða verði í fremstu röð Miklar umræður urðu um gildi knattspyrnudeildar og slagorð. Samþykkt var að gildi knattspyrnudeildar yrði VIRÐING. Virðing er grundvöllur alls sem knattspyrnudeild vinnur með og skiptir miklu að það verði sú menning sem allir tileinka sér. Virðing fyrir félaginu, virðing fyrir búningnum, virðing fyrir þjálfurum, virðing fyrir samherjum, virðing fyrir mótherjum, virðing fyrir stuðningsmönnum, virðing fyrir dómurum, virðing fyrir styrktaraðilum, virðing fyrir samfélaginu og svo mætti lengi telja. Eysteinn Hauksson kom með tillögu að

34

snilldar slagorði sem þegar hefur verið tekið í gagnið, en það er SANNIR KEFLVÍKINGAR. Deildin mun vinna með þetta slagorð, hefur m.a. prentað slagorðið á trefla sem eru til sölu, mun nota það áfram og hvetur alla til að gera það sama. Hópavinna hefur verið í gangi og mun vera áfram. Stjórnarmenn ásamt formönnum barna- og unglingaráðs og kvennaráðs stýra hópunum og er Margrét þeim til aðstoðar. Gunnar Oddsson stýrir hópnum afreksþjálfun og samfelld þjálfun. Hópnum um framtíðaríþróttasvæði stýrir Þorleifur Björnsson, hópnum um ímyndar- og fjáröflunarmál stýrir Stefán Guðjónsson, hópnum barna- og unglingaráð stýrir Smári Helgason og hópnum kvennaráð stýrir Benedikta Benediktsdóttir. Einnig er hópur sem er að vinna að bættri félagsaðstöðu knattspyrnudeildar og skoðar möguleika á breytingum, þeim hópi stýrir Jón Benediktsson. Upphaflega var ætlunin að setja sérstakan hóp um hvernig brúa eigi bil 2. flokks og mfl flokks, skoða stöðu og möguleika í því sambandi. Ákveðið var síðan að setja þetta undir hóp sem fjallar um þjálfunarmálin. Afreksþjálfun og samfelld þjálfun Stjórnandi hópsins er Gunnar Oddson. Eitt af markmiðum knattspyrnudeildar er að setja fram afreksstefnu knattspyrnudeildar Keflavíkur og huga að samfellu í þjálfun. Hópurinn sem vann að nánari útfærslu á þessu markmiði var vel mannaður af þjálfurum og aðstoðarþjálfurum meistaraflokkana, yfirþjálfara BUR og sérfræðinga sem þekkja vel til knattspyrnumála sem og sálfræði- og styrktarþjálfunar. Afreksstefna Ómetanlegt var að hafa Guðlaug Baldursson þjálfara mfl karla innan hópsins þar sem hann hefur unnið að þessum málum hjá FH í nokkurn tíma. Auk hans var öflugur hópur sem vann að þessu og teljum við að góð vinna hafi verið unnin innan hópsins. Upphaflega var sett upp markmið afreks-


stefnu sem er eftirfarandi: Að félagið sé ávallt meðal efstu liða á landsvísu í öllum eldri flokkum félagsins (4.flokki, 3.flokki, 2.flokki og meistaraflokki), í karlaog kvennaflokki Að fjölga uppöldum leikmönnum í meistaraflokki félagsins, í karla- og kvennaflokki Að fjölga landsliðs- og atvinnumönnum hjá félaginu, það er í yngri og eldri landsliðum, í karla- og kvennaflokki Þrepaskipting var ákveðin í afreksstefnu félagsins sem er fyrir bæði kvenna- og karlaflokka og er hugsuð þannig að það verði knattspyrnuakademía fyrir 4. og 5. flokk sem og tækniæfingar fyrir 3. – 5. flokk, opið öllum iðkendum. Einnig eru uppi hugmyndir um afreksskóla, setja upp afrekshóp innan afreksskóla, hafa akademíu fyrir eldri hóp og vinna að sérhæfingu. Mun nánari útfærslur eru á þessum atriðum sem og viðræður við skólayfirvöld grunnskóla og kennara á framhaldsskólastigi. Hópurinn lagði mikla áherslu á, auk almennrar knattspyrnuþjálfunar, styrktarþjálfun, fræðslu varðandi matarræði og andlega þáttinn svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn lagði einnig mikið uppúr forvarnargildi íþróttarinnar. Samfelld þjálfun Hópurinn leggur áherslu á að horft sé til að samfella sé í þjálfun frá því að iðkandi byrjar í knattspyrnu í yngri flokkum fram að eldra stigi. Eysteinn Hauksson hefur lagt ómælda vinnu í þennan málaflokk ásamt Jóhanni Birni og fleirum innan hópsins, en þeir hafa sett saman ákveðnar hugmyndir sem verið er að vinna með en þarf að útfæra betur. Hópurinn telur að þegar sú vinna liggur fyrir ætti hún að skila sér í öflugra uppbyggingarstarfi hjá knattspyrnudeild Keflavíkur. Framtíðaríþróttasvæði Stjórnandi hópsins er Þorleifur Björnsson Eitt af markmiðum knattspyrnudeildar er að aðstaða knattspyrnudeildar Keflavíkur verði í fremstu röð. Hópurinn var skipaður öflugum aðilum sem þekkja vel til uppbygginga

íþróttasvæða sem og til knattspyrnumála. Hópurinn skoðaði íþróttasvæði Vals og Fylkis í Reykjavík sem tóku vel á móti hópnum og fóru vel yfir uppbyggingu og framtíðaráform. Ýmsar hugmyndir vöknuðu hjá hópnum í þessari yfirferð. Hópurinn mun setja fram tillögur um framtíðarsvæði knattspyrnudeildarinnar en skiptar skoðanir eru um hvort framtíðarsvæðið eigi að vera við Sunnubraut eða við Reykjaneshöll. Mikilvægt er að sem fyrst verði tekin ákvörðun um þessi mál því þörf er á nýrri stúku og eins er þörf á svæði þar sem hægt er að æfa allt árið um kring þar sem Reykjaneshöllinn ber ekki þann mikla fjölda sem iðkar knattspyrnu á veturna. Hugmyndir eru um að vera með kynningar á haustdögum Hagaðilar s.s. Reykjanesbær, aðalstjórn Keflavíkur og ýmsir aðrir koma að sjálfsögðu að framtíðarákvörðunum um uppbyggingu og staðsetningu. Fjálöflun og ímyndarmál Stjórnandi hópsins er Stefán Guðjónsson Nokkur markmið knattspyrnudeildar snúa að þessum hópi svo sem að stefnt sé að því að rekstur verði stöðugur, samstarf við hagaðila sem og nauðsyn þess að fjölga stuðningsmönnum. Stuðningsmannakerfið Eitt af því sem sameinar það að fjölga stuðningsmönnum og vera um leið góð fjáröflun er að efla stuðningsmannakerfið. Skiptar skoðanir var með nálgun á kerfinu, skoðað var hvernig aðrir klúbbar vinna þetta en niðurstaðan var sú að bjóða uppá þrjár leiðir. Fyrsta leiðin er svokallaður ársmiði þar sem keyptur er aðgangur á alla heimaleiki, mánaðargreiðsla er 990 krónur. Önnur leiðin er silfur sem gefur aðgang á alla heimaleiki, kaffi og bakkelsi í hálfleik og árlega gjöf. Þriðja leiðin er Gull, gefur aðgang á alla heimaleiki, kaffi og bakkelsi í hálfleik, veglega gjöf og hamborgara og kaldan drykk á heimaleikjum. Ný vefsíða Útbúin var sérstök vefsíða fyrir þessar leiðir, www.fotbolti.keflavik.is. Veg og vanda 35

af vinnu í kringum þetta kerfi á Björgvin Baldursson með aðstoð öflugs hóps. Ímyndar og PR mál Mikil umræða var í ýmsum undirhópum varðandi upplýsingagjöf og samskipti. Hópurinn setti upp ákveðna áætlun um hvernig best væri að standa að þessu og samdi við Víkurfréttir um svokallað fréttahorn. Heimasíðan og samfélagsmiðlar hafa verið nýttir á margan hátt en hópurinn vill koma meiri skipulagi á vinnuna. Ýmsar aðrar hugmyndir komu fram en hópurinn sannmældist um að ekki yrði að fullu farið í verkefnið fyrr en síðar, þrátt fyrir mikilvægi, þar sem megin áhersla varð á fjáröflun og styrktarmannakerfið. Fjáröflun Bæði í þessum hópi sem og öðrum svo sem kvennaráði og BUR komu fjölmargar hugmyndir að nýjum fjáröflunarleiðum. Áhersla hefur verið á lengri styrktarsamninga. Skráningar og utanumhald hefur verið bætt og eiga Ingvar Georgsson og Jónas Guðni heiður skilið fyrir stórgóða vinnu í þessum málum. BUR og Kvennaráð Stjórnendur Smári Helgason og Benekikta Benediktsdóttir. Stefnumótun hefur farið fram í þessum hópum, margar góðar hugmyndir að markmiðum, aðgerðum og breytingum komu fram sem verið er að vinna með en á eftir að ljúka með hópunum. Kynning verður á þeirri vinnu þegar hún hefur verið samþykkt. Lokaorð Stefnumótunarvinnan hefur hjálpað knattspyrnudeild að vinna að hag knattspyrnudeildar Keflavíkur til lengri tíma og telur knattspyrnudeildin að þessi vinna eigi eftir að skila sér í mun öflugra félagi. Kynning á heildarstefnunni verður í haust og verður auglýst sérstaklega. Vonum við að allir SANNIR KEFLVÍKINGAR láti sig málið varða.


Það er svo einfalt að nota Kass

Borga

Splitta

Sæktu appið á kass.is 36

Rukka


Súrdeigs rúghrökkbrauð! Mjúkt bragð. stökkt hrökkbrauð. Fullkomið jafnvægi.

Glænýjar umbúðir! 37


www.iav.is

Sjóflutningar fyrir Íslendinga í 96 ár

| EIMSKIP | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | Fax 525 7009 | www.eimskip.is |

Þú finnur úrvalið af Terranova bætiefnum í Nettó



ÞEIR ÆFÐU HREINSANIR Þann 27.ágúst 1987 hömpuðu vaskir sveinar frá Keflavík Íslandsmeistaratitli í 5. flokki karla. Viku áður höfðu þeir keppt í úrslitakeppni 5. flokks og unnið sér rétt til að spila úrslitaleikinn gegn Val. Úrslitaleikurinn var settur á 20. ágúst og spilaður þá en hann endaði 1-1 eftir framlengingu og því þurfti að endurtaka leikinn viku síðar. Guðjón Örn Jóhannsson settist niður og rifjaði upp þessa skemmtilegu tíma. „Í minningunni voru æfingarnar fyrir úrslitakeppnina mjög krefjandi hjá þeim Óla Þór Magnússyni sóknarspecialista og Stefáni Arnarsyni varnar- og körfuboltaspecialista. Það er ekki margt sem situr í minninu af þessum æfingum en eins og með alla stórviðburði þá situr það eftir sem skiptir máli. Eftir upphitun allra æfinga vorum við látnir hlaupa línuhlaup, sem er ekki í frásögur færandi því það er góð og gild þolæfing og meira að segja enn þann dag í dag. Þeim þjálfurum fannst það ekki nóg og ákváðu að þeirra drengir yrðu að gera eitthvað extra enda líklegt að önnur lið væru að hlaupa línuhlaup. Þeir saumuðu því skriðtæklingu við hvern snúning í línuhlaupinu til að koma í okkur baráttuanda um leið og þolið jókst. Annað sem er minnisstætt er þegar Stebbi fór með

alla boltana og varnarmennina yfir á hinn enda Iðavallanna. Þar fóru þeir í röð á móti Stebba svona eins og við sóknarmennirnir gerðum á móti Óla í skotæfingum okkar. Munurinn lá samt í því að við þurftum að hitta markið sem á þessum árum var nú ekki erfitt því við 11 og 12 ára guttarnir spiluðum 11 manna bolta á fullstórum velli með stórum mörkum. Varnarmennirnir okkar fengu hins vegar sendingarnar frá Stebba og áttu að lúðra boltanum eins langt í burtu og hægt var. Þeir æfðu hreinsanir og ég þori að fullyrða að það gerðu engir aðrir. Þar var grunnurinn líka lagður að því að þessir drengir skoruðu aldrei mark á ferlinum og það sem meira er að þegar hópurinn spilaði á Skipaskaga eftir þetta þá fór leikur liðsins yfirleitt út í keppni innan liðsins um það hver næði að hreinsa boltann af vellinum, yfir stúkuna og út í sjó. Við þann gjörning urðum við sóknarmennirnir yfirleitt mjög pirraðir og Adolf Sveinsson kannski mest. En aftur að Íslandsmeistaratitlinum, greinin átti að fjalla um hann. Við spiluðum 3 leiki í undanriðli úrslitakeppninnar, við unnum ÍA 3-1, við unnum Völsung 2-1 og gerðum jafntefli við KR 0-0. Í hinum riðlinum spiluðu lið Vals, FH, KA og Leiknis. Það þarf ekkert að orðlengja það að öll liðin úr okkar

40

riðli unnu sína leiki um sæti. Eftir úrslitaleikinn sem endaði 1-1 var það ljóst að liðin urðu að mætast aftur og þá á hlutlausum velli en úrslitakeppnin hafði farið fram á heimavelli okkar í Keflavík. Stjörnuvöllur í Garðabæ varð fyrir valinu og þar mættum við galvaskir og klárir í slaginn eftir æfingar vikunnar. Leikurinn fór aftur 1-1 en í framlengingunni vorum við með öll völd og unnum að lokum öruggan 3-1 sigur. Ég satt að segja átta mig ekki á því í dag hvort það er aukaæfingunum að þakka eða því að Villi á pulsuvagninum lofaði okkur hamborgaraveislu ef við ynnum sem skilaði sigrinum í hús. Ef til vill bæði og svo líka þéttum hóp stráka sem höfðu orðið Tommameistarar tveimur árum áður og urðu Íslandsmeistarar oft eftir þetta einu sinni í knattspyrnu og oftar í körfubolta. Hópinn skipuðu: Jón Halldór Eðvaldsson, Arnór Vilbergsson, Adolf Sveinsson,, Sverrir Auðunsson, Sverrir Þór Sverrisson, Guðmundur Sigurðsson, Þorsteinn Ingólfsson, Unnar Stefán Sigurðsson, Jóhannes Árnason, Örn Arnarson, Snorri Már Jónsson, Guðmundur Ásgeirsson, Gunnlaugur Kárason, Ríkharður Íbsen, Hermann Helgason, Guðjón Helgi Gylfason, Guðjón Örn Jóhannsson.


Góð brauðsneið með morgunkaffinu getur verið sannkölluð nautn. Fáðu þér Heimilisbrauð frá Myllunni til að eiga með morgunkaffinu.

Mundu eftirinu Heimilisbrauð

#heimilisbrauð Kynntu þér Heimilisbrauð á myllan.is og fylgstu með okkur á facebook.com/myllubraud

cw170114_ísam_myllan_heimilisbrauð_augl_18x13_20170911_END.indd 1

12.9.2017 11:43:19

WWW.GLUGGAVINIR.IS

GLUGGAR OG HURÐIR Á GÓÐU VERÐI Á LAGER Hlíðasmára 11, 201 Kópavogi // 571 0888 // 571 0813

41


g

Original an í 500 sós

rs sósau ve em lí ríf

mi Meðalt- nona g s urmagn k y s i

42

stev Meðviðbæíu, án ykurs tts s

Loksöins alv ru ó t matsósa


TIL HAMINGJU MEÐ SÆTIÐ Í PEPSÍ DEILDINNI AÐ ÁRI

HÁTEIGUR EHF

Hafnargötu 90 • 230 Reykjanesbæ Sími 421 1900

REYKJANESAPÓTEK

Faxabraut 45 230 Reykjanesbær 421 8400 www.driveyou.is driveyou@driveyou.is

MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM

Ferðaþjónusta Reykjaness

STOLT SEA FARM HF Faxabraut 45 | 230 Reykjanesbær | 421 8400 www.driveyou.is| driveyou@driveyou.is

Bónstöð Keflavíkur

Ferðaþjónusta Reykjaness Faxabraut 45 | 230 Reykjanesbær | 421 8400 www.driveyou.is| driveyou@driveyou.is Kt.: 580707-1810 | Banki: 0142-26-015555

CORP SKX DROP SHADOW BLUE LOGO FILE NAME

CORP_SKX_DROP-SHADOW_BLU-logo.eps

CATEGORY / DESCRIPTION

SKECHERS corporate identity

COLOR SYSTEM

PANTONE 296C

C = 100 M = 46 Y=0 K = 70

Rörvirki - Sjóvá - B&L - ESJ -Exton- Steypusögun Suðurnesja - Pípulagnir Svavars og Birgis GHÁ verktakar - Bifreiðaverkstæði Þóris - Fitjar Vörumiðlun Fúsi-Sértak ehf - J.S.Gunnarsson Neslagnir - Atlantic fresh - Álftavík - Hjalti Guðmundsson ehf 43


STUÐNINGSMENN ERU EINN AF MIKILVÆGUSTU ÞÁTTUM Í STARFINU Tímabilið hefur gengið upp og niður eins og gengur boltalega séð. 2.flokkur tók þátt í Faxaflóamóti, liðið endaði þar í 9 sæti. Í bikarkeppni datt liðið út í fyrstu umferð. Íslandsmót hófst í maí, spiluðu í B-deild. Alls voru leiknir 10 leikir, enduðu í 5 sæti. Í janúar og febrúar tók meistaraflokkur þátt í Faxaflóamóti, stelpurnar unnu sinn riðil. Lengjubikar var spilaður í mars og apríl, enduðu í 5 sæti. Í Borgunarbikar datt liðið út í fyrstu umferð. Íslandsmótið hófst síðan í maí. Alls voru leiknir 18 leikir, 10 sigrar, 3 jafntefli og 5 tapleikir. Enduðum í 4 sæti með 33 stig. Í ár höfum við átt 4 landsliðskonur. Aníta Lind hefur tvívegis verið valin í U-19, í júní og nú í september. Sveindís Jane Jónsdóttir hefur leikið 10 leiki með U-17 frá því í október 2016. Íris Una Þórðardóttir hefur leikið 6 leiki á árinu og Katla María Þórðardóttir 7 leiki. Auk þess eru þær stöllur Sveindís, Íris og Katla í hóp sem spilar í undankeppni EM U17 nú í september. Einhverjar fleiri hafa einnig verið í úrtakshópum. Margt annað var gert á tímabilinu en að spila fótbolta. Dagana 19.-25. apríl fóru leikmenn

í æfingarferð til Spánar, ásamt þjálfunum og fylgdarmönnum. Vel var tekið á því á æfingum en margt annað gert til skemmtunar. Allir voru sammála um að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð. Konukvöld var haldið 1. apríl. Kvöldið tókst vel til í alla staði. Um 100 konur skemmtu sér konunglega undir styrkri stjórn Péturs Jóhanns veislustjóra. Auk þess hafa leikmenn sjálfir verið duglegir að hittast og gera eitthvað skemmtilegt. Í sumar var byrjað að rukka inn á leiki meistaraflokks, það mæltist mjög vel fyrir og hefur síður en svo dregið úr aðsókn á leiki. Stuðningsmenn eru einn af mikilvægustu þáttum í starfinu og ómetanlegt fyrir alla að hafa stuðning úr stúkunni. Samstarf Kvennaráðs við þjálfara, þá Gunnar Magnús Jónsson og Hauk Benediktsson hefur verið mjög gott á tímabilinu og eins samstarf við stjórn knattspyrnudeildar sem hefur verið til fyrirmyndar á þessu tímabili. Með kærri þökk fyrir tímabilið leikmenn, stuðningsmenn, þjálfarar og stjórn Knattspyrnudeildar. Kvennaráð knattspyrnudeildar

NÝTT HRAUN

Nýtt Hraun með 56% dökku súkkulaði. Þú verður að prófa!

GÓÐ GÆ TI F R Á GÓU

44



BÍLAGEIRINN ER MEÐ VÍÐTÆKA ÞJÓNUSTU Í KRINGUM BÍLA, VIÐ BJÓÐUM UPP Á BÍLAMÁLUN, RÉTTINGAR, SMURSTÖÐ, ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR, HJÓLASTILLINGAR, LJÓSASTILLINGAR OG BREMSU- OG DEMPARAPRÓFUN. BÍLAGEIRINN ER VIÐURKENNDUR ÞJÓNUSTUAÐILI FYRIR TOYOTA OG KIA BIFREIÐAR. EINNIG ÞJÓNUSTAR BÍLAGEIRINN ALLAR AÐRAR TEGUNDIR BIFREIÐA. Grófin 14a, 230 Reykjanesbær / Sími 421-6901 / bilageirinn@bilageirinn.is / www.bilageirinn.is

WWW.HUMARSALAN.IS

HÁGÆÐA HRÁEFNI Sérfræðingar í sjávarfangi

MILLISTÓR VIP HORNAFJARÐARHUMAR - 800 GR ASKJA

KR. 5.900 46


ÁFRAM ÍSLAND! www.sho pusa .is

47


TAKK

STRÁKAR


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.