Fréttabréf
Haust 2025

Ávöxtun sjóðsins
Sjóðfélagayfirlit
Svona virkar réttindakerfið hjá Stapa
Kostnaður vegna þýskra lífeyristrygginga
Er netfangið þitt rétt skráð?
Hver verða þín eftirlaun?
Réttindi í öðrum sjóðum
Undirbúðu framtíðina – kíktu á vefinn
Ávöxtun sjóðsins
Nafnávöxtun tryggingadeildar fyrstu níu mánuði ársins nemur um 1,5%. Ávöxtun innlendra skuldabréfa hefur verið í takt við væntingar og skilað góðri ávöxtun. Innlend hlutabréf hafa hins vegar átt erfitt uppdráttar og hefur vísitala þeirra lækkað um
hátt í 10% það sem af er ári og hafa svokölluð vaxtarfélög
lækkað mest. Erlendis hafa eignamarkaðir, bæði hlutabréf og
skuldabréf, skilað ávöxtun í takt við væntingar. Erlendar eignir
sjóðsins eru að miklu leyti í bandaríkjadollar og hefur veiking hans gagnvart helstu viðskiptamyntum, þar með talið krónu, haft mikil áhrif á ávöxtun.
Ávöxtun séreignarsafna sjóðsins er í takt við ávöxtun tryggingadeildar það sem af er ári. Varfærna safnið skilaði um 1,1% nafnávöxtun en áræðna safnið um 0,5%. Helstu ástæður eru að hlutfall hlutabréfa í eignasafni áræðnu séreignadeildarinnar er 60% í samanburði við 50% markmið í tryggingadeild og varfærnu séreignadeildinni. Innlánasafnið hefur skilað um 4,2% nafnávöxtun það sem af er ári og tilgreind séreign um 0,5%.
Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025
Ríkisskuldabréf
Innlend hlutabréf
Erlend skuldabréf
Erlend hlutabréf
Skammtímabréf og innlán
Innanlands munu horfur á eignamörkuðum ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntingum. Erlendis munu tollaumræður og vaxtalækkanir áfram stýra ferðinni en haldist stöðugleiki á erlendum mörkuðum er von um að þeir geti náð viðunandi ávöxtun á komandi mánuðum.
Sjóðfélagayfirlit
Réttindi sjóðfélaga byggja á þeim iðgjöldum sem skila sér til Stapa. Það er því afar mikilvægt að rýna vel yfirlit frá sjóðum og bera þau saman við iðgjöld sem dregin eru af launum.
Ef iðgjöld hafa ekki skilað sér er mikilvægt að hafa samband við sjóðinn innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits.
Yfirlitin eru birt tvisvar á ári undir Skjöl á sjóðfélagavef og á Ísland.is.
Sjóðfélagar með skráð netfang í Mínar upplýsingar á vefnum fá sendan tölvupóst þegar nýtt yfirlit er birt.
Sjóðfélagi getur óskað eftir að fá yfirlit í bréfapósti með því að skrá það undir Mínar upplýsingar á sjóðfélagavef eða með því að hafa samband við sjóðinn.

Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025
Svona virkar réttindakerfið hjá Stapa
Réttindi sjóðfélaga eru tengd beint við ávöxtun sjóðsins með svokallaðri eignavísitölu. Í hverjum mánuði eru eignir sjóðsins metnar
og réttindi uppfærð í samræmi við ávöxtun. Myndin hér að neðan sýnir hvernig réttindakerfi Stapa er byggt upp.
Iðgjald greitt til sjóðsins er skipt í tvo hluta
Réttindasjóður Réttindasjóður ávaxtaður Þegar sjóðfélagi kýs að fara á eftirlaun er réttindasjóði breytt í mánaðarlegar greiðslur
Áfallatryggingar Örorkulífeyrir, makalífeyrir og barnalífeyrir
Eftirlaun: Þegar sjóðfélagi ákveður að hefja töku eftirlauna er réttindasjóðnum skipt í mánaðarlegar ævilangar greiðslur. Hægt að sækja um eftirlaun frá 60 ára aldri. Ef sjóðfélagi hefur lífeyristöku snemma þá skiptist réttindasjóðurinn á fleiri mánuði sem þýðir lægri greiðslu í hverjum mánuði en ef sjóðfélaga kýst að hefja lífeyristöku seinna.
Örorkulífeyrir: Ef starfsorka skerðist um 50% eða meira og veldur tekjutapi er greiddur endurhæfingar- eða örorkulífeyrir. Sjóðfélagi þarf að hafa greitt í lífeyrissjóð í a.m.k. tvö ár.
Makalífeyrir: Greiðist til maka við andlát sjóðfélaga.
Barnalífeyrir: Er greiddur til barna látins sjóðfélaga og þeirra sem fá örorkulífeyri.
Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025
Kostnaður vegna þýskra lífeyristrygginga
Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér og bera saman kostnað lífeyrissparnaðar.
Lykilupplýsingablöð
Það er lögbundin skylda allra vörsluaðila að birta stöðluð lykilupplýsingablöð þar sem m.a. koma fram upplýsingar um kostnað, áhættu og vænta ávöxtun. Það er góð og einföld leið að nýta lykilupplýsingablöðin til samanburðar á helstu þáttum.
Upphafskostnaður
Nýleg dæmi sýna að upphafskostnaður eða söluþóknun getur
numið hundruðum þúsunda og er þá ótalinn sá kostnaður sem fellur til síðar á samningstíma. Athugið að kostnaðurinn getur
verið „innifalinn“ þ.e. dreginn frá iðgjöldum og því ekki eins sýnilegur. Hjá Stapa er engin upphafs- eða söluþóknun.
Breytingar á samningi
Mikilvægt er að kynna sér vel þær reglur sem gilda um breytingar á samningnum. Hvað gerist ef mánaðarlegar greiðslur stöðvast t.d. ef farið er í nám eða ef aðstæður breytast vegna veikinda eða fæðingarorlofs? Er hægt að segja samningi upp?
Hjá Stapa er hægt að hætta að greiða og flytja sparnað á milli vörsluaðila án kostnaðar.

Það er mikilvægt að kynna sér málin vel enda geta þessir þættir haft verulega áhrif á hvernig sparnaðurinn þróast á samningstímanum. Vert er að benda á áhugaverða grein sem
Gunnar Baldvinsson ritaði og var birt í Viðskiptablaðinu nýlega þar sem rakið er dæmi um gríðarlegan upphafskostnað.
Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025
Er netfangið þitt rétt skráð?
Meginregla hjá Stapa er að birta sjóðfélagayfirlit rafrænt á
sjóðfélagavef og í rafrænu pósthólfi á Ísland.is. Auk þess fá
sjóðfélagar upplýsingar í tölvupósti og hnipp í gegnum Ísland.is.
Við hvetjum sjóðfélaga til að yfirfara samskiptaupplýsingar á
sjóðfélagavef og Ísland.is, til að einfalda upplýsingagjöf.


Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025

Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025
Iðgjöld í lífeyrissjóð leggja grunn að lífinu
eftir starfslok og tryggja ævilöng eftirlaun
Á sjóðfélagavef er lífeyrisreiknivél þar sem hægt er að áætla
hvernig lífeyrisréttindi þróast út frá mismunandi tekjum, ávöxtun og hvenær þú vilt hefja töku eftirlauna.

Réttindi í öðrum sjóðum
Margir eiga lífeyrisréttindi í fleiri en einum sjóði. Það er auðvelt
að nálgast þær upplýsingar í lífeyrisgáttinni á sjóðfélagavef.
Athugið að lífeyrisgáttin sýnir aðeins upplýsingar um réttindi í
samtryggingarsjóðum en ekki séreignarsjóðum.
Þegar þú hefur innskráð þig á vefinn velur þú annað hvort
Réttindi í öðrum sjóðum undir lífeyrisréttindi eða ferð beint í
Lífeyrisgátt úr valmyndinni.
Næst er að samþykkja að upplýsingar verði sóttar úr öðrum
lífeyrissjóðum og sækja yfiirlit.

Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025
Undirbúðu framtíðina – Kíktu á vefinn!
Á sjóðfélagavefnum getur þú skoðað margvíslegar upplýsingar um eign þína hjá sjóðnum og ýmislegt fleira.
Mundu að skrá netfangið þitt á sjóðfélagavefinn!
Réttindi þín til eftirlauna
– Skoðaðu áunnin lífeyrisréttindi
– Reiknaðu framtíðarlífeyri
– Lífeyrisgáttin sýnir réttindi í öllum samtryggingarsjóðum
Samkeppnishæf íbúðalán
– Upplýsingar um lánsrétt eru á vefnum
– Skoðaðu stöðu lánsins þíns og greidda gjalddaga
– Fylgstu með aukainnborgunum
– Þú getur skoðað vexti og endurgreiðsluform lánsins
– Reiknaðu hvernig afborgun þróast miðað við mismunandi verðbólguspá
Réttindi þín byggjast á greiddum iðgjöldum
– Fylgstu með að iðgjöld skili sér frá launagreiðanda
– Iðjaldayfirlit sýnir greiðslur sem berast til sjóðsins
– Sjóðfélagayfirlit eru birt í Skjölum
Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025

Fréttabréf Stapa lífeyrissjóðs | Haust 2025
Strandgötu 3, 600 Akureyri og Bakkavegi 5, 740 Neskaupstað
Afgreiðslutími skrifstofu:
Akureyri kl. 9:00–12:30 og 13:00–15:00. Neskaupstaður kl. 9:00–12:00
Sími: 460 4500 | www.stapi.is | stapi@stapi.is