

HAMINGJUDAGAR Í H VERSLUN
20. mars – 31. mars
MIKILVÆGI HAMINGJUNNAR
Annað árið í röð blæs H verslun til hamingjudaga í verslun sinni. Tilefnið er alþjóðlegi hamingjudagurinn sem og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn var fyrst settur á árið 2013 með þeim tilgangi að minna á mikilvægi hamingjunnar í lífi hvers og eins.
Hamingja getur vissulega verið mjög ólík fyrir hverjum og einum og eins getur hún breyst í hugum manns með árum, aldri og lífsreynslu. Sama hvar við erum stödd í veröldinni eða í lífsins vegferðinni eigum við umfram allt öll rétt á að upplifa sanna hamingju. Mestu skiptir að finna út hvernig hamingja lítur út í okkar augum akkúrat núna.

H verslun ætlar að leggja áherslu á líkamlega og andlega hamingju næstu daga og stuðla að auknum lífsgæðum með góðum ráðum þegar kemur að næringu og bætiefnum, heilbriðgum lífsstíl og hamingjuríkum uppskriftum af H bar. Við vonum að þú njótir góðs af og að þú eigir góða og hamingjuríka daga framundan með þér og þínum.
Megi hamingjan finna þig og megir þú finna hamingjuna.
Kolbrún Pálína Helgadóttir, Sérfræðingur í sköpun og miðlun hjá Ósum.
Forsíðuljósmynd: Einar Ingi Sigmundsson.
Fyrirsætur: Karítas María Lárusdóttir, Anna Eiríksdóttir og Freyja Sigurðardóttir.
Förðun: Sara Dögg Johansen. Umbrot: Hönnun og stafrænir miðlar, Ósum.

KÓSÝKVÖLD & MUNA POPP
Við mælum með að krydda poppið með kanil, túrmerik, lime, chilli eða súkkulaði.
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima?
Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, andoxunarefni og færri hitaeiningar og njóta með góðri samvisku.
INNIHALDSEFNI:
• Lífrænar maísbaunir frá MUNA.
• Bragð- og lyktarlaus kókosolía frá MUNA.
• Salt (valkvætt).
AÐFERÐ:
Finndu stóran pott.
Settu 2-3 tsk kókosolíu í pottinn þannig að hún þekji botninn.
Leyfðu olíunni að hitna á miðlungshita og settu nokkrar maísbaunir út í pottinn. Þegar baunirnar poppast heltu þá restinni af baununum í pottinn, þannig að þær þekji botninn á pottinum. Hér er mikilvægt að setja lok á pottinn til þess að halda hitanum inni.
Hristu pottinn reglulega svo maísbaunirnar brenni ekki við (þær gera það auðveldlega).
Þegar það eru 2-3 sekúndur á milli þess að poppið poppi, taktu þá pottinn af hitanum. Vertu varkár þar sem poppið gæti ennþá brunnið við.
Saltaðu poppið að vild og helltu í stóra skál.
HAMINGJA Í SKÁL
H bar er líklega með hollari börum landsins en þar má finna dásamlega bragðgóðar skálar fullar af lífrænni hollustu en flest hráefni barsins koma frá MUNA. H bar er annt um að dreifa boðskapnum um heilbrigðan lífstíl og næringu og deilir því hér með uppskriftum af nokkrum af vinsælustu skálunum á matseðlinum. Við hvetjum alla til þess að prófa sig áfram heima og finna sína uppáhalds skál.
EINFALDUR
Hafragrautur, epli, ristaðar kókosflögur, hnetusmjörskaramella, grískt jógúrt, Ceylon kanill.
250 g hafragrautur
20 g ristaðar kókosflögur
50 g hreint grískt jógúrt
40 g niðurskorin epli
30 g hnetusmjörskaramella
5 g Ceylon kanill


TRAUSTUR
Hafragrautur, banani, döðlur, möndlur, hnetukaramella, hampfræ, Ceylon kanill
250 g hafragrautur
20 g saxaðar döðlur
20 g saxaðar möndlur
5 g hampfræ
80 g banani
30 g hnetusmjörskaramella
5 g Ceylon kanill
DEKRAÐUR
Hafragrautur, epli, hnetugranóla, grískt kaffi- og súkkulaðijógúrt, sykurlaus súkkulaðismyrja
250 g hafragrautur
40 g epli
30 g hnetugranóla
50 g grískt kaffi- og súkkulaðijógúrt
40 g GoodGood súkkulaðismyrja

ÖFLUGUR
Hafragrautur, kókosolía, kakó, hnetugranóla, ristaðar kókosflögur, hvítt möndlusmjör, bláber, hampfræ
260 g hafragrautur
5 g kókosolía
5 g kakó
5 g hnetugranóla
15 g ristaðar kókosflögur
35 g bláber
5 g hampfræ
30 g hvítt möndlusmjör

KRÖFTUGUR
Hafragrautur, vanilluprótein, möndlur, graskersfræ, hampfræ, hnetukaramella, hreint grískt jógúrt
250 g hafragrautur
30 g vanilluprótein
20 g saxaðar möndlur
15 g graskersfræ
5 g hampfræ
50 g hreint grískt jógúrt
30 g hnetusmjörskaramella


NÝ ÆFINGALÍNA FYRIR KONUR

Á dögunum fór Nike á Íslandi í glæsilega myndatöku á nýrri æfingalínu. Nike hefur átt í farsælu samstarfi við þjálfarana Karítas Maríu Lárusdóttur, Önnu Eiríksdóttur og Freyju Sigurðardóttur sem allar eiga það sameiginlegt að vera vinsælir þjálfarar og flottar fyrirmyndir. Er óhætt að segja að útkoman sé hin glæsilegasta.
Línan að þessu sinni er ekki bara falleg fyrir augað heldur hefur verið vandað einstaklega vel til verka við hönnun hennar. Hún styður við líkamann á réttum stöðum, efnin eru einstaklega þægileg og henta því við hvaða æfingar sem er. Litirnir eru fallegir og í takt við tíðarandann og gera þér kleift að blanda flíkunum skemmtilega við hversdaglegan fatnað.





Nike Alate All U toppur
Nike One High-Rise buxur


REBOUND SCULPTING CREAM
MARGÞÁTTA RAKAKREM
SEM LYFTIR OG ÞÉTTIR HÚÐINA
NÝ TÆKNI MicroDiPeptide229
Akkermansia
Næsta kynslóð góðgerla
Styður við þyngdarstjórnun* og jafnari blóðsykur**
Inniheldur Akkermansia góðgerla sem hjálpa við að byggja upp þarmavegginn og koma í veg fyrir þarmaleka
Þróað í yfir 20 ár og stutt af vísindalegum rannsóknum

*EGCG Grænt te: Hjálpar við þyngdarstjórnun
**Chromium: Styður við jafnari og eðlilegan blóðsykur










Nike Alate Bra hlýrabolur
Nike Zenvy buxur









SONETT TIPS & TRICKS
FIMM SKOTHELD RÁÐ VIÐ BLETTAHREINSUN:
1. Fjarlægðu bletti eins fljótt og auðið er og þvoðu svo flíkina á sama hátt og venjulega.
2. Ef mögulegt, fjarlægðu bletti um leið og þeirra verður við vart.
3. Blettaðu flíkina á röngunni.
4. Passaðu þig að nudda ekki né bursta bletti ef efnið er viðkvæmt, einungis á að dúmpa.
5. Prófaðu að bletta á földu svæði á flíkinni áður en ráðist er í blettun á áberandi stað.
VISSIR ÞÚ:
1. Þegar flíkur eru settar í þvottavél á að skilja eftir pláss á stærð við hnefa. Þannig þvær þvottavélin flíkurnar sem best.
2. Ávallt skal þvo litaðar flíkur á röngunni – þannig endist litur flíkurinnar sem lengst.
3. Ekki þvo dökkan og ljósan þvott saman.
4. Ef flíkur með rennilás eru þvegnar skal passa það að búið sé að renna upp. Sama á við um tölur, passaðu að þær séu hnepptar.
5. Mundu að fjarlægja allt úr vösum áður en flíkur eru þvegnar í þvottavél.
6. Þegar búið er að þvo skal annað hvort hengja upp flíkurnar eða setja í þurrkara eins fljótt og auðið er. Það kemur í veg fyrir vonda lykt og bakteríumyndun.
7. Eftir þvott skal skilja hurðina og þvottaefnishólfið eftir opin til þess að tryggja loftun.
TEGUNDIR BLETTA
ÁVAXTA-, GRAS- OG GRÆNMETISBLETTIR: Notaðu blettasápu á blettinn, láttu liggja í flíkinni í nokkrar mínútur, skolaðu úr og þvoðu svo flíkina á venjulegan máta. Athugaðu að gott er að kanna hvernig flíkin bregst við blettun fyrst á földu svæði áður en farið er út í blettun á áberandi svæði.
FITUBLETTIR: Notaðu krafthreinsi á blettinn, láttu liggja í flíkinni í nokkrar mínútur, þvoðu svo flíkina á venjulegan máta. Krafthreinsirinn hentar vel við þrif á erfiðum stöðum og leysir vel upp fitu. Hann má nota á viðkvæmar flíkur án þess að skaða þær. Auk þess hentar hann vel á vatnsþétt yfirborð og nær hann að fjarlægja erfið óhreinindi og fitu í eldhúsum. Hann er einstaklega hentugur við þrif á baðherbergjum og salernum.
BLEKBLETTIR: Notaðu blettasápu eða blettasprey til að ná bleki úr flíkum.
MJÓLKUR-, BLÓÐ- OG PRÓTEINBLETTIR: Skolaðu flíkina upp úr köldu vatni og ef nauðsyn þykir notaðu blettasápu á blettinn, láttu hana liggja í flíkinni í nokkrar mínútur, skolaðu úr og þvoðu svo á venjulegan máta.
KAFFI- OG TEBLETTIR: Blettaðu með sítrónu eða blettaspreyi, skolaðu vandlega og þvoðu svo á venjulegan máta. Ef flíkin er mjög ljós er hægt að þvo hana með Sonett bleikiefni en efnið fjarlægir alla oxandi bletti eins og bletti eftir ávexti, kaffi, te, rauðvín, gras, blóð o.s.frv.
KAKÓ- OG SÚKKULAÐIBLETTIR: Notaðu blettasprey og láttu liggja í flíkinni í 10 mínútur. Þvoðu síðan flíkina á venjulegan máta.
VAXBLETTIR: Bleyttu pappír og láttu liggja á blettinum. Hitaðu pappírinn með hárblásara þannig að vaxið verði að vökva og pappírinn dregur vaxið í sig. Varastu að nota straujárn þar sem það eykur líkurnar að vaxið festist við efnið.
RYÐ OG GAMLIR BLÓÐBLETTIR: Notaðu fljótandi þvottaefni fyrir litaðan þvott á blettinn, skolaðu úr og þvoðu svo á venjulegan máta með Sonett bleikiefninu.
HVERNIG Á AÐ MEÐHÖNDLA OG ÞVO
DÚNFLÍKUR OG KODDA/SÆNGUR:
Notaðu ull- og silki þvottalög. Þegar dúnn er þveginn er mikilvægt að gæta þess að dúnninn sé þurrkaður á hreyfingu til þess að koma í veg fyrir að dúnninn festist saman.
EF EKKERT ER TEKIÐ FRAM VARÐANDI ÞVOTT Á DÚNFATNAÐI OG KODDUM/SÆNGUM ÞÁ ER FERLIÐ EFTIRFARANDI:
Veldu viðkvæma heita stillingu (40°hita).
Notaðu Sonett fljótandi þvottaefni fyrir litaðan þvott og passaðu að nota rétt magn af þvottaefni. Veldu í kjölfarið auka skolun.
Þurrkaðu með stillingu fyrir viðkvæman þvott og ef þurrkarinn er notaður passaðu þá að hitastigið sé lágt og athugaðu að hafa ekki mikið í þurrkaranum á sama tíma.
HVERNIG Á AÐ MEÐHÖNDLA OG ÞVO SKINNVÖRUR
Þess ber að varast að þvo skinnvörur og þvoðu einungis ef allt annað þrýtur. Best er að láta lofta um flíkina, slá hana eða bursta. Við þvott verða skinnvörur harðari viðkomu og því er best að þvo flíkina á þann hátt að hún blotni sem minnst.
EF EKKERT ER TEKIÐ FRAM VARÐANDI ÞVOTT Á SKINNVÖRUM ÞÁ ER FERLIÐ EFTIRFARANDI:
Legðu flíkina á handklæði og notaðu sturtuhaus við að bleyta flíkina. Passaðu að vatnið sé ilvolgt og bleyttu flíkina eins lítið og þú kemst upp með og varastu að bleyta hana alla.
Blandaðu saman ull- og silkiþvottalegi og vatni (5ml eða ein tsk á móti 100 ml af vatni) og nuddaðu í flíkina og ef nauðsyn krefur láttu liggja á blettinum. Í kjölfarið skaltu skola flíkina á þann hátt að hún blotni sem minnst og pressaðu svo á flíkina með þurru handklæði til að þurrka hana. Snúðu svo flíkinni við og gerðu eins þeim megin.
Komdu flíkinni fyrir á þvottagrind og hristu hana af og til á meðan hún þornar. Ekki staðsetja þvottagrindina í sól eða nálægt ofnum. Þegar flíkin er þornuð má bursta hana með grófum bursta og þá mun hún líta út eins og ný.

HVAÐ VEITIR ÞÉR




„Hamingjan fyrir mér er að eiga frábærar samverustundir með fjölskyldunni minni. Það er ekkert betra en að sjá krílin sín njóta, hlæja og líða vel. Fá gott og mikilvægt knús frá makanum sínum í morgunsárið og segja góðan dag. Það er svo fyndið með hamingju að stundum þarf að minna sig á hvað lætur manni líða vel og ekki vera sífellt að hafa áhyggjur af næsta hlut eða hvað gæti mögulega klikkað. Því það er alltaf hægt að horfa á svörtu hliðina. Okkar bestu minningar eru að fara erlendis saman en líka að vera heima í kósy. Það er mikilvægt fyrir mig að gefa mér líka tíma fyrir sjálfa mig, kúpla mig út og fara á æfingu. Það gefur mér svo mikið fyrir líkama og sál að rækta sjálfa mig og gera það sem ég hef gaman af, ekki gleyma sér í amstri dagsins og setja sig í síðasta sæti.“ Rannveig Hildur Guðmundsdóttir
„Fyrir mér er hamingja ást. Að elska lífið og allt sem því fylgir, bæði það góða og það slæma. Hamingja er að staldra við, anda ofan í maga og hugsa hvað maður er þakklátur fyrir. Sleppa tökunum, hlusta à innsæið og leyfa hlutunum að gerast. Þrátt fyrir ýmsar áskoranir sem lífið kastar til manns er alltaf hægt að finna eitthvað til að vera þakklátur fyrir og það veitir manni hamingju. Fyrir mér er hamingja fjölskyldan, góð heilsa, nærandi umhverfi, góðir vinir, góðmennska, einlægni og kærleikur svo eitthvað sé nefnt.“
Gerður Jónsdóttir
„Hamingjan fyrir mér er það allra mikilvægasta og í raun það sem lífið snýst um. Að leita leiða til að finna og upplifa hamingju, því hamingjusöm manneskja smitar út frá sér. Fyrir mér er mikil hamingja fólgin í því að sjá fólkið mitt vaxa og dafna, fylgjast með sigrum og áföngum þeirra sem standa mér næst. Á sama tíma þarf ég að minna mig á það reglulega að líta inn á við og rækta sjálfa mig. Því þar er liggur grunnurinn, í sjálfsvirðingunni og sjálfsástinni. Þegar við upplifum gleði og sátt í eigin skinni er svo miklu auðveldara að sjá hamingjuna í litlu hlutunum og ekki síst að gleðjast með öðrum. Þá fer hamingjuboltinn að rúlla.“ Ása Ninna Pétursdóttir
„Hamingja er mitt aðal gildi í lífinu sem ég vík aldrei frá og tek ákvarðanir út frá. Hamingja fyrir mér er að líða vel í líkama og sál, að vera hraust, sterk og heilbrigð, með gott sjálfstraust í umhverfi sem eflir mig og ýtir mér lengra. Hamingja fyrir mér er einnig heilbrigt og gott samband við maka, fjölskyldu, vini og samstarfsfólk. Það gefur mér rosalega mikið að vaxa og ögra sjálfri mér og vera stöðugt að stefna að stærra markmiði og draumum. Lykillinn er að finna hamingjuna í vegferðinni í átt að þeim, því það er lífið. Hápunktarnir eru oft þegar við náum að upplifa drauma okkar eða markmið, en hamingja fyrir mér er kúnstin að njóta lífsins á leiðinni þangað.“
Sandra Björg Helgadóttir
HAMINGJU?
„Hamingja fyrir mér er jafnvægi og eftirtekt. Við öll getum staldrað við og tekið betur eftir þeim hlutum sem eru alls ekki sjálfsagðir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Með því held ég að maður komist betur í núið og upplifi meiri þakklæti sem endurspeglast oft í hamingju. En í grunnin er ég hamingjusömust þegar lífið er í almennu jafnvægi.“
Arna Ýr Jónsdóttir
„Fyrir okkur er hamingja geggjað móment Þegar þér líður vel! Hamingja er að eiga fjölskyldu og vini sem að rúlla með þér í gegnum allt! Allir séu heilbrigðir og að öllum líði vel!“
VÆB bræðurnir Matthías Davíð og Halfdán Helgi
„Ég er að eldast og finn að furðulegir hluti eru að veita mér meiri hamingju en mig hefði grunað bara fyrir nokkrum árum síðan. Sem dæmi þá fékk ég þvagsýrugigt og bólgnaði táin mín öll upp, við þessu fékk ég töflur sem veittu mér mikla hamingju þegar bólgan hvarf. En þetta fékk mig líka til að hugsa um að byrja lifa heilbrigðara lífi fyrir börnin mín og barnabarn sem von er á í ágúst. Þannig ætli það veiti mér ekki hamingju að vera til staðar fyrir fjölskylduna sem er klisja en er samt satt.“
Hjálmar Örn Jóhannsson
„Hamingja er stórt orð en svo eru það oftast litlu hlutir lífsins sem skapa hana. Fyrsti kaffibollinn á morgnanna er yfirleitt fyrsta hamingjumóment dagsins hjá mér, að ég fái þann bolla veitir líka öðrum fjölskyldumeðlimum hamingju því mamma vaknar með þeim hætti (þegar þetta er skrifað þá hefur undirrituð lítið sofið vegna yngstu dúllunnar á heimilinu). Hreyfing veitir mér mikla hamingju og ég vel hana í mismunandi formi, útiskokk (ekki hlaup) er mín uppáhalds hreyfing því þar sameina ég súrefni og fallegt útsýni sem líka veitir mér hamingju. Útiskokk í góðu veðri með góðum hlaupfélaga kemur mér oftast í hamingjukast, sem ég hef verið þekkt fyrir. Ég hef búið á nokkrum stöðum í Evrópu og fattaði þar að hafið veitir mér mikla hamingju, bara það að labba niður að sjó að anda nokkra djúpa drætti - gefur orku sem ekki er hægt að útskýra í orðum. Ég er mikil tilfinningarvera og hamingjusöm í grunninn ef fólkinu mínu gengur vel og líður vel.“
Elísabet Gunnarsdóttir




SAGA SPEEDO ENDURSPEGLUÐ Í NÝJU LÍNUNNI

Speedo kom til Íslands árið 1963 þegar Torfi Tómasson flutti vörumerkið fyrst inn en merkið var upphaflega stofnað í Ástralíu árið 1928. Icepharma tók við umboðinu árið 2014 og hefur því verið stýrt undir dyggri stjórn Daggar Ívarsdóttur, vörumerkjastjóra. Nýverið var 60 ára sögu Speedo fagnað í Sundhöll Hafnarfjarðar með glæsilegri tískusýningu.
Speedo hefur lagt áherslu á að bjóða öllum sem iðka sund gæða vöru sem hentar hverjum og einum. Allt frá vöru fyrir ólympíufara, æfingafatnað fyrir sundiðkendur, almenna iðkendur og börn, með það að markmiði að allir fái sem mest út úr sundiðkun sinni.
Nýja línan frá Speedo í ár sem fæst nú í H verslun fangar einmitt sögu merkisins afar vel og er innblásin bæði frá Frakklandi sem og sjálfum Ólympíuleikunum og er óhætt að segja að sjón er sögu ríkari.





Fimman mín
Gæði - Hreinleiki - Virkni



Perlur sem innihalda 2000 iu

Eplaedik


Rauðrófuduft Fiskiolíuhylki


Fjölvítamín fyrir konur


D vítamíun perlur – 2000iu einingar

Fiskiolíuhylki Magnesíum blanda sem inniheldur magnesíum L-Theonate






Rauðrófu duft

C-VÍTAMÍN SERUM

2% Gluconolactone Skrúbbar varlega
15% hreint C-vítamín
15% L-Ascorbic Acid Birtir útlit litabreytinga
1% þykkni úr Feverfew (Glitbrá) Hjálpar til við að verja húðina gegn umhverfisáreiti
Þykkni úr grænu tei
Eykur andoxunareiginleika C-vítamíns
Heldur köldu í 19 klst. .
100% BPA, BPS OG BPF frír
Passar í glasahaldara
í bílum
. Heldur heitu í 8 klst.

710 ml. stálbrúsi með lekavörn
DÚNDRAÐU REGLULEGA UPP GLEÐIHORMÓNUNUM
Fyrir góða geðheilsu og jafnvægi í sál og skrokki er mikilvægt að dúndra reglulega upp gleðihormónunum í taugakerfinu.

Óheilbrigð bjargráð eru snákaolía Margir nota óheilbrigð bjargráð til að fá vellíðunartilfinningu.
Súkkulaði. Snakk. Sígó. Sjúss. Sjoppa á netinu. Djamma óhóflega. Þessir hlutir verða vinur og hækja þegar þú upplifir neikvæðar tilfinningar. Þeir dreifa huganum frá óþægilegu tilfinningunum um stundarsakir og við slökkvum á heilanum. Sykur, salt og fita losa út gleðihormónin dópamín og serótónín á núlleinni og þetta veit skrokkurinn. Þess vegna öskrar hann á Hómblest, Maarud og lakkrísreimar þegar ergelsið streymir um æðarnar.
Ekki pissa í skóinn þinn með óhjálplegum bjargráðum Plús að sælan er svo skammvinn. Eins og að pissa í skóinn sinn. Rosa heitt og kósý í örfáar sekúndur. En svo verður ÍSKALT og enn óþægilegra en áður. Matur, innkaup, sjúss og rettur sem bjargráð í tilfinningaróti býr til fleiri vandamál en þau leysa.
Því ofan á pirring, svekkelsi, frústrasjón bætist samviskubit, sektarkennd, svekkt sjálfsmynd skapa enn meiri streitu.
Leitum eftir langvarandi vellíðan Við viljum langvarandi vellíðan. Við viljum gleðihormónin sem lúra lengi í skrokknum. Oxýtócín. Serótónín. Endorfín. Dópamín. Hvað eru þessar gleðisprengjur annars, og hvernig getum við stuðlað að losun þeirra oftar?
Serótónín er skapstjórnunarhormón. Það er myndað úr amínósýrunni Tryptophan sem þarf að koma inn í líkamann í gegnum mataræðið og finnst helst í hnetum, kalkúni, ostum, tófú og rauðu kjöti. Serótónín hjálpar við að stjórna skapi og líðan, og hefur áhrif á svefn, matarlyst og meltingu.
Önnur hlutverk serótóníns eru:
• Draga úr depurð
• Kvíðastjórnun
• Græðir sár
• Viðheldur beinaheilsu Þegar serótónín magnið er heilbrigt og eðlilegt er kvíðinn lengst úti í hafsauga, við erum hress og kát, til í tuskið, einbeitt og í góðu tilfinningajafnvægi.
Athafnir sem keyra upp serótónín:
• Nudd
• Sólarljós/ ljósameðferð
• Útivera
• Heilsusamlegt mataræði
• Skrifa í dagbók
• Öll hreyfing
• D-vítamín
• Góður félagsskapur
Dópamín er vellíðunarhormónið. Taugakerfið sér um að losa dópamín í kjölfar hegðunar og athafna en það veitir skammtímavellíðan... Einn, tveir og bingó. Þegar líkaminn losar dópamín í miklu magni upplifum við vellíðan og verðlaunatilfinningu sem styrkir ákveðna hegðun í sessi. Á móti kemur að lágt magn dópamíns í líkamanum veldur áhugaleysi og lítilli hvöt til að gera hluti sem flestir myndu valhoppa hæð sína yfir.
Amínósýran L-Tyrosine spilar mikilvægt hlutverk í að framleiða dópamín, svo það er krítískt að hafa hana í bunkum í skrokknum. Prótínrík fæða er besta uppsprettan, eins og kalkúnn, egg, mjólkurvörur, soja og nautakjöt.
Góðgerlar stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en ákveðnar bakteríur í þörmunum framleiða dópamín sem hefur áhrif á skap og hegðun.
Athafnir sem losa dópamín:
• Regluleg hreyfing
• Nægur svefn
• Hlusta á tónlist
• Þefa af nýbökuðum kökum
• Borða súkkulaði
• Hugleiða
• Fá nægilegt sólarljós
• Passa uppá járn, niacine, B6 og fólínsýru
Oxytocin er ástarhormónið
Framleitt í undirstúku heilans, en rannsókn frá árinu 2012 sýndi að pör sem eru að hefja sitt tilhugalíf hafa mun hærra magn af oxytocin í líkamanum en þeir sem eru einhleypir.
Þegar við tengjumst annarri manneskju, hvort sem það er rómantískt eða platónskt, þá framleiðir líkaminn vellíðunarhormónin dópamín, serótónín og oxytocine sem öll láta okkur líða vel andlega og líkamlega. Nýbakaðar mæður framleiða til dæmis oxytocine í bílförmum. Við erum slakari og rólegri þegar oxytocine er hátt í líkamanum.
Oxytocin hefur áhrif á ýmsar tilfinningar:
• Samkennd
• Traust
• Einkvæni
• Jákvæð samskipti
Það sem losar Oxytocin:
• Horfa í augun á annarri manneskju
• Faðma einhvern
• Líkamleg snerting
• Veita einhverjum óskipta athygli
• Borða góðan mat saman
• Þefa af ilmolíum
• Finna sólina í andlitinu
• Kynlíf
• Kúra og knúsast
Endorfin náttúrulegur verkjastillir
Orðið „ENDORPHINE“ er samsett úr endogenous sem þýðir í líkamanum og morphine sem er verkjastillir af ætt ópíóða. Endorfín
eru próteinpeptíð sem heiladingull og undirstúka framleiða þegar við gerum eitthvað sem veitir okkur gleði og hamingju. Flestir þekkja vímuna sem við finnum eftir erfiða æfingu, eða hvernig okkur líður eftir að hafa hlegið í rússíbana. Hlutverk endorfína eru:
• Að draga úr verkjum
• Auka gleði og vellíðan
• Draga úr streitu, depurð og kvíða
• Bæta skap
• Auka sjálfstraust
• Draga úr bólgumyndun Athafnir sem stuðla að losun endorfína:
• Hressandi æfing
• Dansa
• Hlaupa
• Hlæja dátt
• Nálastungur
• Dökkt súkkulaði
• Stunda kynlíf
Það er mikilvægt fyrir góða andlega heilsu að framkvæma daglega athafnir sem láta okkur líða vel og framleiða allar þessar náttúrulegu gleðipillur líkamans. En því miður eru margir of uppteknir við að sækja og skutla, gera og græja að þeir gleyma að setja sjálfan sig í forgang með að hitta vinina, fara í heitt bað, göngutúr í náttúrunni eða bara hoppa á trampólíni með krökkunum.
Hvað gerir þú daglega til að dúndra upp þínum gleðihormónum?
Góð bætiefni fyrir geðheilsuna
Góðgerlar bæta meltinguna og stuðla þannig að nægri framleiðslu á öllum nauðsynlegum hormónum og taugaboðefnum fyrir létta lund og minni kvíða. Probiotics defense frá NOW eru góðir „byrjendagerlar“ og Akkermansia er næsta kynslóð góðgerla.
L-theanine er virka efnið í grænu tei og stuðlar að slökun í taugakerfinu og minni streitu. Fyrir svefninn ásamt Magnesium Threonate og þú sefur eins og unglingur eftir skólaball.
D-vítamín 2000-4000 ae á dag viðhalda góðu magni í líkamanum en einkenni skorts geta oft komið fram í kvíða og depurð.
Omega-3 fitusýrur hjálpa til við að halda heilbrigðu magni af serótónín og dópamíni og sumar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl Omega-3 skorts við skammdegisdepurð.
Höfundur:
Ragga Nagli er sálfræðingur sem sérhæfir sig í heilsuvenjum og veitir einstaklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.





Nýjungar Lífrænt og gómsætt
>
HVAÐ FYLLIR Á
Við þekkjum það flest að eiga það til að gleyma okkur í lífsins kapphlaupinu og gleyma því sem nærir okkur og fyllir á tankana. Stundum hlaupum við það langt frá okkur að við munum jafnvel ekki alveg hvað það er sem heldur okkur í jafnvægi. Það er því kjörið tækifæri að skoða venjur sínar í uppphafi árs, með sjálfum sér sem og öðrum fjölskyldumeðlimum og ákveða hvaða nærandi stundir þú og þið viljið taka upp og halda í. Er það morgunbollinn, morgunrútínan, kvöldrútína, hreyfing, hreinna heimili eða kósýkvöld með fólkinu þínu?
MORGUNRÚTÍNA
Fyrir mörgum er morgunrútínan heilög stund enda fátt betra en að fara inn í daginn í góðu jafnvægi, vel nærður og jafnvel búinn að hlusta á uppáhalds lagið sitt eða taka létta hugleiðslu. Skemmtileg áskorun gæti verið að stilla klukkuna 30 mínútum fyrr en venjulega og eiga stefnumót við sjálfan sig alla morgna yfir sítrónuvatni, te eða kaffibolla, fara í morgunbað, kalda sturtu, hugleiða, gera teygjur, fara í stuttan göngutúr eða hvað sem nærir sálina fyrir daginn.
KAFFIBOLLINN
Kaffibolli getur verið svo miklu meira en kaffibolli. Prófaðu þennan, hann gæti gæti kryddað tilveruna; 1 bolli sterkur kaffi
2 tsk MUNA möndlusmjör
2 tsk NOW Collagen
1 tsk MUNA kanill
1 MUNA daðla
Blandið öllu varlega saman í blandara. Gætið þess að vökvinn kólin aðeins áður en hann fer í blandarann. Njótið!


HREINT HEIMILI
Það er óneitanlega ljúf tilfinning að ljúka við heimilisþrifin, enn frekar með góða samvisku en hreinlætisvörur ættu ekki að innihalda nein óæskileg efni. Margar hreinlætisvörur innihalda skaðleg efni sem við öndum að okkur og eru oft skaðleg fyrir umhverfið og okkur sjálf. Góðar hreinlætisvörur þurfa ekki lengur að innihalda sterk kemísk efni til að gefa þá virkni sem við sækjumst eftir. Þýska fjölskyldufyrirtækið Sonett er með þeim fremstu á þessu sviði og eru eingöngu með vottaðar mildar sápur og hreinsiefni. Þær brotna 100% niður í náttúrunni ásamt því að vernda náttúrulegar vatnsauðlindir sem eru undirstaða lífsins.

TANKINN ÞINN?

KÓSÝKVÖLD
HOLLUR BRUNCH
Hvað er notarlegra en að byrja daginn með fjölskyldunni sinni yfir hollum og fallegum mat. Tilvalið er að búa til heiðarlegan hafragraut sem flestir þekkja og nota sem grunn í góða skál. Draga fram gott múslí, þurrkaða og ferska ávexti, gríska jógúrt og fleira sem hugann girnist og leyfa hverjum einum að gera sína eigin skál. Þetta er bæði skemmtilegt og einstaklega ljúffengt!
Skipulögð samveru með fjölskyldumeðlimum eða vinum er verðugt verkefni á árinu. Samverustundirnar þurfa ekki að vera formlegar, innihalda of mikil plön eða kosta of mikið. Stundum er einfalt borðspil, bíómynd og popp einfaldlega uppskrift af draumakvöldi í góðum félagsskap. Kókosolían frá MUNA er frábær kostur til þess að poppa upp úr. Stráið sjávarsalti yfir og njótið.


MEIRI RÓ FYRIR SVEFNINN
Til þess að upplifa góðan svefn er mikilvægt að hanna eigin svefnrútínu til þess að minna líkamann á að tími sé kominn til að sofa. Mörgum þykir gagnlegt að taka nokkrar djúpar öndunaræfingar fyrir svefninn, fara í heitt bað, drekka te bolla. Eins ber að varast koffein inntöku eftir miðjan dag, slökkva á tölvuskjám og síma allavega klukkustund fyrir svefn og forðast áreiti. Skoraðu á sjálfan þig og skapaðu þér þína eigin rútínu fyrir svefninn sem skilar þér betri svefngæðum.

