HAMINGJUDAGAR Í H VERSLUN
20. mars – 2. apríl

20. mars – 2. apríl
Hvaða tilgangi þjónar alþjóðlegi hamingjudagurinn?
Dagurinn var fyrst settur á árið 2013 með þeim tilgangi að minna á mikilvægi hamingjunnar í lífi hvers og eins. En hvað er hamingjan fyrir mér og hvað er hamingjan fyrir þér? Það sem gerir hvert og eitt okkar hamingjusöm getur breyst með árunum, áföllum, reynslu, lífinu. Það getur jafnvel breyst dag frá degi. Þar af leiðandi er afar mikilvægt að við stöldrum reglulega við og skoðum það hvað gerir okkur hamingjusöm í dag og iðkum akkúrat það. H verslun ákvað að halda ekki bara upp á alþjóðlega hamingjudaginn heldur að blása til hamingjuhátíðar dagana 20. mars – 2. apríl því það er aldrei of mikið um hamingju. Á þessum dögum ætlum við að leggja sérstaka áherslu á heilsuna og stuðla þannig að aukinn hamingju, veita góð ráð þegar kemur að vítamínum og næringu. H bar verður með sértakan Hamingjugraut til sölu sem enginn má missa af.
Megi hamingjan finna þig og megir þú finna hamingjuna.
Kolbrún Pálína Helgadóttir, efnishöfundur markaðsdeildar heilsu- og íþróttarsviðs
Forsíðuljósmynd: Ari Magg
Fyrirsæta: Arnhildur Anna Árnadóttir
Förðun: Lilja Smáradóttir
Umbrot: Hönnun og stafrænir miðlar Icepharma
Eitt mest leiðandi og frægasta lífstílsmerki úti í hinum stóra tískuheimi er nú lent í H verslun. Um er að ræða íþróttalínu Calvin Klein en línan er öll hin glæsilegasta. Línan skartar bæði hágæða æfingafatnaði sem og einstaklega flottum lífsstílsfatnaði og akahlutum. Calvin Klein leggur mikla áherslu á góð snið og falleg smáatriði. Sjón er sögu ríkari.
Sandra Sif Magnúsdóttir, deildarstjóri H verslunar lætur annríkið ekki stoppa sig frá því að hreyfa sig daglega og hugsa vel um sjálfan sig.
Hún segir hamingjuna að einhverju leyti val.
Hvernig hófst vegferð þína hjá fyrirtækinu?
Á mínum starfsferli hjá Icepharma hef ég unnið nokkur störf - Ég byrjaði sem verslunarstjóri H verslunar, fór svo í stöðu vörumerkjastjóra, eftir það tók ég við sem markaðsstjóri íþróttadeildar og nú í dag starfa ég sem Deildarstjóri verslana.
Hvað varð til þess að þið réðust í þessa glæsilegu stækkun á búðinni?
Búðin var bara orðin of lítil og við urðum að keyra á breytingar og opna alvöru búð, ef svo má að orði komast. Það er mikill léttir að vera loksin komin í rými sem hentar
okkar vörum bæði uppá plássið að gera og svo ekki síður útlitslega. Við erum mjög ánægð með nýju búðina okkar og finnst hún loksins sýna þær flottu vörur sem við bjóðum uppá í réttu ljósi.
Breyttu þið um áherslur samhliða stækkuninni?
Já við getum aldrei gert bara eitt í einu og eitt í einu og fórum því í endurmörkun H verslunar samhliða opnuninni og því var ansi mikið um breytingar á stuttum tíma. Við breyttum H-inu okkar í lítið h, en það var stórt fyrir. Hægt er að túlka nýja h ið á marga vegu, það getur verið eins og hjartsláttur, línurit eða hreinlega bara lítið h.
Við breyttum öllu vörumerkinu og fórum í það að gera “brand guide“ fyrir H vörumerki á sama tíma og við vorum á fullu í að opna nýja verslun.
Hvað stendur H verslun fyrir í dag?
Við erum með stórt hjarta og viljum hjálpa viðskiptavinum okkar að bæta heilsuna. Við þjónum fólki sem vill setja heilsuna framar öllu og við erum svo sannarlega fremst í heilsu. Þess vegna heitum við H. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og þar liggur okkar fókus. Okkar sérstaða birtist í gæðum vörunnar sem við seljum, fólk þekkir og treystir á
merkin sem við bjóðum enda eru öll leiðandi og fremst í sinni röð, hvert á sinn hátt.
Þið opnuðuð sömuleiðis heilsubarinn H bar? Hvað býður sá góði bar upp á? H bar býður uppá hollari valkost, við köllum hann gjarnan hollasta bar landsins. Við bjóðum uppá hafragrauta, grískar jógúrtskálar eða chiagrauta með hollu toppingi, einnig bjóðum við uppá unaðslegt lífrænt kaffi eða te. Barinn er skemmtileg viðbót við búðina og getur fólk fengið sér kaffi á sama tíma og það er að versla eða sest niður og fengið sér hollan valkost eftir æfingu á morgunanna eða í hádeginu. Það hefur skapast skemmtileg stemning hjá okkur á barnum og hlökkum til að þróa hann enn frekar.
Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá ykkur?
Við erum vön að láta okkur detta alls konar skemmtilegt í hug og framkvæma allskonar viðburði sem eru sjaldséðir í verslunum. Framundan eru Hamingjudagar og grautur mánaðarins svo dæmi sé tekið. Vörumerkin Calvin Klein og
Ég ver miklum tíma í útiveru á nánast hverjum degi og svo er ég dugleg að halda rútínu, m.a. í svefnvenjum og mataræði, það er eitthvað sem hefur virkað vel fyrir mig. Svo borða ég oftast mjög hollan og góðan mat og tek bætiefni eftir þörfum.
Hvað er hamingjan fyrir þér?
Tommy Hilfiger eru ný í H verslun, og svo er alltaf eitthvað spennandi að koma upp eftir að við opnuðum nýju verslunina.
Hvað gerir þú sjálf til að huga að heilsunni?
Ég hreyfi mig mjög reglulega, bæði hleyp og fer í ræktina.
Hamingjan er að einhverju leyti val, ég kýs að vakna brosandi á hverjum degi og reyni að njóta þess að vera til. Auðvitað gerast fullt af hlutum í daglegu amstri sem geta haft áhrif á hamingjuna, en þá skiptir mestu máli mitt viðhorf og hvernig ég horfist í augu við þær áskoranir sem koma upp. Ég reyni að minna mig á að hamingjan er hjá manni sjálfum og það er enginn sem býr hana til fyrir mann.
Næringarríkur en samt eins og djúsí eftirréttur
Grautur mánaðarins á H bar að þessu sinni er Hamingjugrautur sem þær Eva Mattadóttir og Sylvía Briem
í Norminu hönnuðu sérstaklega út frá gildum sínum og
áherslum þegar kemur að næringu og almennri vellíðan.
„Við hönnuðum grautinn með margt í huga. Við vildum að hann yrði næringarríkur en samt eins og djúsí eftirréttur.
Þessi grautur er allt; krönsí, saltur, sætur, mjúkur og hollur.
Dekrar við alla bragðlaukana. Hann inniheldur líka góð prótein, holla fitu, andoxunarefni og Omega 3 og 6 olíu. Njóttu þess að fylla sál og líkama af hreinni orku sem endist allan daginn.“
HAMINGJUGRAUTUR
Vanillu kókos grísk jógúrt
Chia grautur
Hnetubiti
Bláber
Hnetumulningur
Hampfræ
Graskersfræ
Hnetukaramellusósa
Ég kýs að vakna brosandi
á hverjum degi og reyni að njóta þess að vera til.
Matartegundir og fæðubótarefni sem af góðum vítamínum lyfta upp hamingjunni.
Allar vörurnar má nálgast í H verslun.
Gæði - Hreinleiki - Virkni
B-12 í duftformi út í vatn eða djús
Fiskiolíuhylki Sugutöflur Baunaprótein Freyðitöflur sem innihalda steinefni og sölt
Þórólfur
Ragga Nagli
Fjölvítamín fyrir konur D vítamíun perlur – 2000iu einingar
Fiskiolíuhylki Magnesíum blanda sem inniheldur magnesíum L-Theonate
Rauðrófu duft
Fjölvítamín fyrir konur
Góðgerlar fyrir konur
Fiskiolíuhylki Freyðitöflur sem innihalda steinefni og sölt
Hreint mysuprótein án bragðefna
Anna Eiríks
Burnirót í töfluformi
Rauðrófuduft í töfluformi D vítamín perlur –2000iu einingar
Lyktarlaus hvítlaukur
Magnesium
Fjölvítamín fyrir karlmenn Perlur sem innihalda 2000 iu
D vítamín og K vítamín Blanda af sínk, magnesíum og B-6 vítamíni
Freyðitöflur sem innihalda steinefni og sölt
Plöntuprótein með vanillubragði
B-12 vítamín sprey
Eplaedik í töfluformi
Rauðrófuduft
Fiskiolíuhylki
Fjölvítamín fyrir konur
Plöntuprótein með vanillubragði
D vítamín perlur –2000iu einingar
Magnesíum
Fiskiolíuhylki
Þessi einfaldi og bráðholli hummus getur kryddað kalda daga og glatt bragðlaukana svo um munar. Hann passar vel með fersku grænmeti, hrökkkexi, nýbökuðu brauði.
Njótið vel!
Hamingjuhummus að hætti Lindu Ben
1 krukka kjúklingabaunir (með vökvanum) frá Muna
1 msk tahini frá Muna
1 – 1 1/2 msk akasíu hunang (byrjið á að setja 1 msk, bætið við meira ef ykkur finnst vanta) frá Muna
2 msk hnetusmjör frá Muna
3 msk ólífu olía frá Muna
Salt
Salthnetur og kókosflögur (skraut, má sleppa)
Aðferð:
Allt sett saman í blandara og maukað þar til silkimjúkt.
Setjið í skál, bæti örlítið af ólífuolíu ofan á hummusinn og ef þið viljið þá getiði skreytt hann með salthnetum og kókosflögum.
BREIÐVIRK UVA/UVB SÓLARVÖRN - SPF50
„Hamingjan felst í því að líða vel og vera sátt í eigin skinni, vera við góða heilsu og fá tækifæri til þess að starfa við það sem veitir manni tilgang og ánægju. Hamingjuna finn ég meðal annars þegar ég er umkringd nánasta fólkinu mínu og út í grænni náttúrunni við hvers kyns útivist og hreyfingu í góðum félagsskap.“
Ásdís Ragna Einarsdóttir, Grasalæknir.
„Fyrir mér er hamingjan að vera heilbrigð og hraust og geta hlaupið, skíðað, hjólað og hreyft mig eins og ég vil. Að eiga fjögur heilbrigð börn sem ég elska út af lífinu og dásamlegan eiginmann sem ég nýt í botn að eyða lífinu með. Að eiga fullt af frábærum vinkonum sem eru til í að gera allskonar skemmtilegt með mér. Ferðast, borða góðan mat og njóta þess að lifa lífinu og vinna við það sem ég brenn fyrir og elska að gera.“
Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu og eigandi www.annaeiriks.is.
„Fyrir mér er hamingjan að upplifa hreinan frið og einlæga gleði í hjarta og eiga jákvæð og heiðarleg samskipti við sjálfan mig og fólk sem skiptir mig máli.“
Matti Ósvald, markþjálfi.
„Hamingjan er að vera sáttur við sig sjálfan, bæði í einrúmi og á meðal annarra. Hamingjan er jákvæða orkan sem þú gefur frá þér og færð til baka í einhverri mynd, fyrr eða síðar. Hamingjan er að sjá björtu hliðarnar og vilja náunganum vel. Stærsti þáttur hamingjunnar er svo þakklætið því það er svo mikilvægt að vera þakklátur fyrir það sem maður á og þær gjafir sem lífið hefur gefið manni. Mér finnst líka gaman að velta því fyrir mér hvort hamingjan sé ástæða þess að ég passi uppá næringuna, svefninn, hreyfinguna og samskipti mín við aðra eða hvort hamingjan sé einmitt afleiðing jafnvægis þessara þátta.“
Jón Jónsson, tónlistarmaður.
„Hamingja fyrir okkur er samvera. Það að brasa eitthvað með fjölskyldunni er einfaldlega toppurinn. Fjölskyldan er það allra mikilvægasta og reynum við að nýta tímann vel saman, hvort sem það er að hafa dásamleg kósýkvöld eða gera eitthvað alveg nýtt. Fyrir okkar stuðlar samvera að góðu andlegu jafnvægi, hugarró og hamingju.“
Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, eigendur ITS Macros.
„Hamingjan fyrir mér er samhljómur. Þegar þú finnur að staðurinn sem þú ert á í lífinu helst í hendur við staðinn sem þú vildir komast á Það er ein magnaðasta upplifun í heimi. Leiðin þangað er fjölþætt áskorun, maður þarf að setja sér skýr mörk, segja skýrt hvað maður vill, læra að segja nei og taka alls konar ákvarðanir sem koma manni þangað. Það veitir mér hamingju. Að taka ábyrgð á mér, velja mig, velja það sem lyftir mér upp, velja að borða það sem gefur mér orku. Hamingjan er svo stór og mögnuð en við finnum hana ekki nema að við afþökkum þar sem gerir okkur óhamingjusöm.“
Helgi Ómarsson, ljósmyndari og eigandi Helgarspjallsins.
„Hamingjan fyrir mér er þegar ég sé að fólkinu mínu líður vel. Ef þeim líður vel, þá líður mér vel og allir svífa um á candyfloss skýi. Svo verð ég extra hamingjusöm þegar ég næ að hlaupa 5 km án þess að blása úr nös. Ég fór út að hlaupa á dögunum í fyrsta sinn á árinu og fékk blóðbragð í munninn, svo hamingjan vex án efa með batnandi þolinu.“
Eva Ruza Miljevic, gleðigjafi og skemmtikraftur.
„Í grunninn held ég að hamingjan sé hugarástand, sem hægt er að hafa áhrif á með því að vera meðvitaður um hvað það ser sem veitir manni ánægju í lífinu. Þegar maður svo áttar sig á, hvað veitir manni hamingju í lífinu, er nauðsynlegt að rækta það og vanda sig að halda að sér hamingjunni. Hamingjan er ekki sjálfsögð. „
Aldís Páls, ljósmyndari.
H verslun í samstarfi við L‘Oréal Paris sameinuðu krafta sína og héldu heldur óvenjulegan viðburð en blásið var til pilates tíma í miðri verslun sem einn vinsælasti þjálfari landsins Karitas María Lárusdóttir leiddi.
„Tilefnið var að hópa saman glæsilegum konum sem eiga það allar sameiginlegt að stunda heilbrigðan lífstíl og hlúa vel að sér,“ segir Sandra Sif Magnúsdóttir deildarstjóri H verslunar. Karitas María sem þjálfar ein mest sóttu námskeið World Class stjórnaði æfingunni eins og henni einni var lagið og mátti sjá alsæl andlit full af eldmóð að takast á við fjölbreyttar æfingar.
L‘Oréal Paris fagnaði því einni að nýr Telescopic Lift maskari er kominn á markað en Telescopic maskararnir hafa verið þeir mest seldu hjá merkinu svo árum skiptir. „Maskarinn greiðir vel út augnhárunum og lyftir þeim sérstaklega hátt með sérstökum gúmmíbursta svo það teygist vel á augnhárunum. Æfingunni sjálfri var ætlað að teygja vel á vöðvum líkamans og lengja þá eins og maskarinn sjálfur gerir fyrir augnhárin,“segir vörumerkjastjóri L‘Oréal Erna Hrund Hermannsdóttir.
H verslun sem opnaði nýlega á nýjum og stærri stað á Bíldshöfða 9 fannst tilvalið að nýta þann fallega heilsuheim undir viðburðinn. Þær Sandra og Erna Hrund voru án efa sammála því að þegar tvö vinsæl vörumerki sem þessi koma saman verði útkoman ekkert annað en töfrar.
Ljósmyndir: Aldís Páls
Karitas María Lárusdóttir leiddi kröftugan pilates tíma í miðri H verslun. Með henni á myndinn er í Erna Hrund Hermannsdóttir vörumerkjastjóri L‘Oréal. Sonja, Álfrún, Rósa María og Andrea skemmtu sér vel. Ingunn Sif, Silvía Rut og Heiður Ósk mættu ferskar í tímann.„Hamingja fyrir mér er að vel fram við sjálfan sig og getur maður aukið með er það mikilvægt að hafa sig og næra sig vel, vera vinum og að ferðast.“
að vera sátt í eigin skinni og koma og aðra. En hamingjutilfinninguna
því að næra sjálfið sitt. Fyrir mér hafa góða heilsu, með því að hreyfa vera umkringd fjölskyldu, góðum
-Karitas María Lárusdóttir
Þú getur núna nálgast 10 l. brúsa af drauma þvottaefninu þínu í H verslun 100% niðurbrjótanlegt í náttúrunni
Sonett vörurnar eru vottaðar mildar sápur og hreinsiefni. Þær brotna 100% niður í náttúrunni ásamt því að vernda náttúrulegar vatnsauðlindir sem eru undirstaða lífs. Hráefnin eru unnin úr jurtum og steinefnum og innihalda engin ensími.
Það kann satt best að segja enginn að meta bletti. Þeir koma yfirleitt þegar maður síst má við þeim. Neita að fara þrátt fyrir ýmsar góðar tilraunir og eiga það jafnvel til að eyðileggja uppáhalds fíkurnar manns. Sonett tók því saman öll sín bestu ráð til þess að vísa blettunum á bug.
Ávaxta, grænmetis og grasblettir
Berið Sonett gallsápuna á blettinn, látið bíða í nokkrar mínútur. Skolið sápuna úr og þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni. Kannið hvort liturinn á flíkinni þoli hreinsiefnin áður bletturinn er meðhöndlið blettina, á litlu svæði sem ekki er áberandi.
Fitublettir
Berið óþynntan krafthreinsi (Sonett Orange Power Cleaner), láttið bíða í nokkrar mínútur, skolið sápuna úr og þvoið því næst samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni. Þetta hentar vel á fitubletti á viðkvæmum þvotti, einnig er hægt að nota Sonett gallsápuna eða Sonett blettahreinsinn.
Túss og blekblettir
Sonett gallsápan virkar vel á slíka bletti en einnig er hægt að nota Sonett blettahreinsinn.
Mjólkur eða blóðblettir
Skolið blettinn vel með köldu vatni, ef þarf notið í kjölfarið Sonett gallsápuna á blettinn.
Kakó og súkkulaðiblettir
Spreyið Sonett blettahreinsi á blettinn og látið bíða í 10 mínútur, skolið og setjið beint í þvottavél.
Vaxblettir
Byrjið á því að skafa sem mest af vaxinu af, ef um litlaust vax er að ræða er eldhúspappír settur yfir blettinn og straujað yfir með volgu straujárni eða hárblásara.
Gerum hvíta þvottinn hvítan á ný Bleikiefninu og blettahreinsinum frá Sonett (Bleach Complex and Stain Remover) er hægt að bæta úti í þvottaefnið reglulega þegar þvo á hvítan þvott. Það fyrirbyggir að þvotturinn gráni/gulni. Eins er
hægt að hressa upp á hvítar flíkur sem hafa misst ferskleika sinn með því að leggja þær í bleyti upp úr blettahreinsinum.
Hvernig er best að þvo íþróttaföt og útivistarfatnað (Goretex, Sympatex, Softshell ofl.)
Fylgið ávallt þvottaleiðbeiningum á flíkinni um meðhöndlun og hitastig. Mælt er með að nota þvottaprógram fyrir viðkvæman þvott. Notið Sonett fljótandi þvottaefni fyrir litaðan þvott. Eftir að þvotti líkur veljið auka skolun á flíkina. Veljið létta vindingu. Ef flíkin þolir þurrkara þá er mælt með að velja stillingu á lágum hita og ekki hafa mikið magn af flíkum í sömu vél.
Heimasíða: sonett.is
Instagram: instagram.com/ sonett_iceland/
Taktu þátt í hamingjukörfuleik H verslunar og tilnefndu einhvern sem þér þykir eiga skilið að fá flotta hamingjukörfu fulla af vörum frá vörumerkjum frá NOW, MUNA, Sonett, Neostrata og H verslun.
Þú getur tekið þátt í H verslun, Bíldshöfða 9, alla Hamingjudagana.