Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið
7. tbl. 35. árg. 2024 júlí
Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi
Spöngin
Grafarvogsblaðið
Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is
Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.
Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is
Ritstjórn og auglýsingar: Símar 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf.
Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is
Prentun: Landsprent ehf.
Ljósmyndari: Katrín J. Björgvinsdóttir.
Dreifing: Póstdreifing.
Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.
Óánægja í úthverfum
Óhætt er að segja að það ríki mikil óánægja á meðal íbúa í úthverfum borgarinnar í kjölfar frétta af fyrirhuguðum íbúðabyggingum á grænum svæðum innan Grafarvogs þar sem ætlunin er að hola niður 500 íbúðum á litlu svæði.
Í kjölfar fréttanna risu íbúar upp og nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þessum framkvæmdum er mótmælt harðlega. Og svo í kjölfar mótmæla íbúanna kom borgarstjóri fram í fjölmiðlum og sagði um misskilning að ræða. Ekki væri ætlunin að fara í byggingar á 5 hæða fjölbýlishúsum og troða þeim nánast í garðana hjá fólki sem fyrir er. Einnig er fyrirhugað að byggja á grænum reitum í Grafarholti og Úlfarsárdal og ef að líkum lætur munu koma fram tillögur um byggingar á grænum reitum í Árbæjarhverfi. Íbúar í úthverfunum vilja ekki að byggingum sé troðið á lítil svæði í núverandi byggð og nánast í andlit þeirra íbúa sem fyrir eru. Því fyrr sem yfirvöld í borginni átta sig á þessu því betra. Það átta sig allir á því að það er gríðarlegur lóðaskortur í borginni. Vonandi sjá borgaryfirvöld möguleikana á að byggja upp ný svæði og stækka borgina. Hér kemur
Geldinganesið fyrst upp í hugann og þar hlýtur að verða byggt í náinni framtíð. Margir hafa nefnt Viðey sem hentugt byggingarland en margir eru einnig andvígir íbúabyggð á þeim merka stað. Að öðru. Sumarið lætur bíða eftir sér og undarlegt hve kalt hefur verið það sem af er ,,sumri”. Hver ástæðan er skal ósagt látið en það fer vonandi að koma sumar. Ef litið er á bjartsýnustu veðurspárnar í dag má sjá möguleika á hlýnandi veðri. Kuldinn og blásturinn hafa verið alls ráðandi og kylfingur sem hafði samband við okkur á dögunum sagðist ekki muna eftir því að núna, þegar kominn er júlí, er hann ekki búinn að leika golfhring í stuttermabol. Og oftast með lopahúfu á hausnum. Ekki var vorið betra en það sem af er sumri. Vetrarveður um mikinn hluta landsins, svo grimm að stór hluti varps fugla misfórst og ungadauði var mikill.
Það virðist sem að einhverjr breytingar séu að eiga sér stað. Við auðvitað bíðum og sjáum hvað setur. Við vonum að fullyrðingar þeirra sem svartsýnastir eru muni ekki rætast og eftir allt saman þá skelli á sumar á klakanum aður en haustið og veturinn berja á dyrnar. Nú tökum við aðeins lengra frí á milli blaða en vant er en næstu blöð eru í dreifingu 22. ágúst. Stefán Kristjánsson gv@skrautas.is
Marta Reykvíkingur ársins
og veiddi lax í Elliðaánum
Elliðaárdalurinn skartaði sínu fegursta við opnun Elliðaánna 20 júní sl. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar tilkynnti að Reykvíkingur ársins væri Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, en hefð er fyrir því síðan árið 2011 að Reykvíkingur ársins opni Elliðarnar.
Tilgangurinn með Reykvíking ársins er að leita að einstaklingi sem hefur, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og vill Reykjavíkurborg með þessari útnefningu þakka fyrir þeirra framlag.
Marta Wieczorek er Reykvíkingur ársins árið 2024 en hún vinnur dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu barna borginni í að efla móðurmálskennslu í Pólska skólanum, sem menningarsendiherra í Breiðholti og sem kennari í Hólabrekkuskóla
Pólski skólinn er brú milli íslensks og pólsks samfélags ekki bara fyrir börnin sem þangað sækja nám heldur einnig fyrir foreldra barnanna. Marta kennir einnig á íslenskunámskeiði fyrir börn sem eru nýkomin til Reykjavíkur. Marta hefur einnig verið menningarsendiherra. Menningarsendiherrar hafa það hlutverk að brúa bilið milli ólíkra þjóða og menningarheima í hverfinu með það að markmiði að virkja lýðræði, efla upplýsingaflæði og bæta tengslanet innan hverfisins.
Marta opnaði ánna og veiddi sig niður Breiðuna þar sem lax tók eftir um 20 mín
og gekk löndun afar vel. Marta sýndi góða veiðitakta en hún er óvön laxveiði en Stefán Segatta leiðbeindi henni og landaði með henni maríulaxinum.
Þórdís Lóa tók svo við og renndi fyrir laxinn í Breiðunni undir leiðsögn Stefáns Segatta en varð ekkert vör. Lóa, eins og hún er alltaf kölluð, er alvön veiðikona og hefur búið í Árbænum og Breiðholti alla tíð. Hún vildi ólm færa sig upp Elliðaánna og veiða í sínum uppáhalds hyl sem er Árbæjarhylur og er rétt við heimili Þórdísar Lóu í yfir 20 ár. Ekki stóð á svörun því í þriðja kasti tók stór hængur á og upphófst 20 mín löndun var bæði skemmtileg og afar fjörug. Að lokum náðist að landa 67 cm. Hæng sem tók á svartan Frances nr.14. ,,Elliðaárnar eru stórkostleg perla inní miðri borginni og frábært hvernig áin og dalurinn hefur vaxið og þróast á undanförnum áratugum. Nú hefur áin fengið sitt upphaflega rennsli, lónið farið og náttúran komin í sitt upprunalega horf sem
hefur haft afar góð áhrif á laxastofninn. Elliðaárdalurinn er eitt af mínum uppáhalds svæðum í borginni enda hef ég búið á bökkum Elliðaáa í áratugi og það var stórkostlegt að fá þennan fína lax í þriðja kasti, þessi opnun hefði ekki getað farið betur fyrir mig persónulega,” segir Þórdís Lóa, forseti borgarstjórnar.
Þórdís Lóa með fallegan lax í Árbæjarhyl.
Laxatartar að hætti Jönu
Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, býður lesendum okkar upp á frábærar uppskriftir af fiskréttum.
Réttirnir eru í senn hollir og gómsætir og við skorum á lesendur að prófa þessa rétti.
Laxatartar
500 gr. roðflettur lax (látið í frysti í sólahring áður en eldamennskan fer fram.)
1 -2 avókadó.
1/4 rauðlaukur.
1/3 rauður chili.
Handfylli af kóríander.
Allt saxað smátt
Hrærið saman í skál:
Safi úr hálfri sítrónu og smá af
Laxatartar að hætti Jönu, hrikalega góður réttur. - frábær
berkinum (eða lime).
1-2 msk. ristuð sesamolía. Rifin ca 3 cm engiferjarót. 4 msk. svört sesamfræ. 4 msk. chili kryddaðar kasjuhnetur saxaðar gróft.
Hellið svo ,,dressingunni” yfir laxinn, avókadóið, laukinn, chilið og kóríanderið.
Kælið í ísskáp í 30 mínútur eða svo.
Ferskt og hrikalega gott salat sem forréttur eða sem aðalréttur með bland af öðrum litlum réttum.
Verði ykkur að góðu.
Kristjana Steingrímsdóttir (Jana) jana.is -www.instagram.com/janast
Bjóðum núna upp á sjónmælingar alla þriðjudaga og mmtudaga í Prooptik Spönginni.
Takk Guðrún
- ,,ein mín mesta gæfa í lífinu að fá að þjóna sem sóknarprestur í Grafarvogi,” segir nýr biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir
Guðrún Karls Helgudóttir, fyrrverandi sóknarprestur í Grafarvogssókn, er tekin við sem biskup Íslands. Arna Ýrr Sigurðardóttir tekur við starfi Guðrúnar og er nýr sóknarprestur í Grafarvogssókn. Í tilefni þessara tímamóta ræddi Grafarvogsblaðið við Guðrúnu.
• Hvernig var þér tekið í Grafarvogi og hver voru þín helstu áherslumál þegar þú varst ráðinn prestur í Grafarvogssókn?
,,Þegar ég var valin til prestþjónustu í Grafarvogssókn hafði ég þjónað í Sænsku kirkjunni í tæplega fimm ár. Grafarvogssókn var önnur staðan sem ég sótti um á Íslandi á þessum tíma og var svo heppin að vera valin úr stórum hópi umsækjenda. Ég hafði verið æskulýðsfulltrúi í Grafarvogssöfnuði áður en ég flutti til Svíþjóðar þannig að ég þekkti söfnuðinn þó nokkuð og þau mig. Mér var tekið ákaflega vel, sér í lagi af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þáverandi sóknarpresti og ég fann fljótt að ég var komin í söfnuð sem var opinn fyrir nýjungum og óhræddur við að feta ótroðnar slóðir. Ég fann fljótt að Vigfús var tilbúinn til að leyfa mér að koma með ýmislegt nýtt frá Svíþjóð og hann var aldrei að anda ofan í hálsmálið á mér heldur bar hann virðingu fyrir okkur samprestum sínum og treysti okkur. Ég lærði mikið á þessum tíma auk þess sem ég upplifði mikið frelsi í þjónustu minni í söfnuðinum,” segir Guðrún í samtali við Grafarvogsblaðið.
,,Við fjölskyldan völdum að flytja í Grafarvog þegar ég hóf störf við Graf-arvogssöfnuð og það var góð ákvörðun. Það er einstakt að búa í Grafarvogi og ég finn svo sterkt að Grafarvogsbúum stendur ekki á sama um kirkjuna sína. Mér hefur þótt kostur að búa í hverfinu sem ég þjóna í,
að hafa verið með börn í skólum í hverfinu, stunda líkamsrækt og hlaupahópinn og íþróttafélagið í hverfinu. Já, það er tvímælalaust styrkur að vera hluti af nærsamfélaginu.“
• Og hvernig hafa öll þessi ár verið í Grafarvoginum? Þú tókst við af mjög vinsælum sóknarpresti, sr. Vigfúsi Þór Árnasyni, sem vann mjög mikið brautryðjendastarf í Grafarvogssókn og Grafarvogsbúar hafa verið mjög ánægðir með þig, þínar áherslur og sína kirkju undanfarin ár. ,,Þessi ár hafa verið einstök og þegar ljóst var að ég færi áfram í biskupskjöri þá var ég í raun aldrei að sækja mig frá Grafarvogi heldur í eitthvað nýtt. Ef ég hefði ekki verið kjörin biskup hefði ég haldið að áfram að þjóna í söfnuði þar sem mér hefur alla tíð liðið einstaklega vel og í raun langar mig ekkert héðan. Ég þjónaði með sr. Vigfúsi í átta ár og lærði mikið af honum. Við náðum fljótt vel saman og hann er einn af mínum helstu stuðningsmönnum í dag. Mér þykir einstaklega vænt um það. Sr. Vigfús setti ákveðinn tón í Grafarvogssöfnuði sem hefur haldist alla tíð síðan. Auðvitað breyttist ýmislegt þegar ég tók við sem sóknarprestur en andi umburðarlyndis og kjarkurinn til þess að reyna nýja hluti hefur ekkert breyst. Ég verð næstum því að segja að það hafi verið ein mín mesta gæfa í lífinu að fá að þjóna sem sóknarprestur í Grafarvogi. Sérstaða Grafarvogssóknar hefur m.a. verið stærð safnaðarins og sú góða ákvörðun að skipta söfnuðinum ekki upp og að byggja ekki fleiri kirkjur. Í dag er Grafarvogssókn nefnilega fyrirmynd annarra safnaða þegar kemur að sameiningum því reynslan af því að hafa marga presta sem vinna í teymi í fjölmennum söfnuði hefur reynst svo vel hjá okkur. Í dag erum við með tvær starfsstöðvar, Grafarvogssókn og Kirkjuselið í Spöng og það virkar ákaflega vel. “
• Hvaða máli skiptir það fyrir Graf-arvogsbúa að eiga sína kirkju, sína trú og að kirkjan þeirra ræki sitt starf þeg-ar kemur að samheldni og kærleika íbúanna?
,,Mín reynsla er sú að Grafarvogsbúum þyki vænt um kirkjuna sína og beri virðingu fyrir henni. Tengsl kirkjunnar og nærsamfélagsins hefur ávallt verið sterkt í Grafarvogi þar sem við erum í góðum tengslum við allar helstu þjónustustofnanir hverfisins og skóla- og leikskólastjórnendur. Að mörgu leyti er Grafarvogssókn svolítið eins og bær á landsbyggðinni þar sem fólki stendur ekki á sama um sitt hverfi og þau sem því tilheyra. Þegar áföll verða í hverfinu okkar þá vinnum við öll saman. Á sama hátt tökum þátt í hátíðum hverfisins og á gleðistundum. Grafarvogsbúar eru nokkuð duglegir að sækja kirkjustarf, bæði helgihald, sálgæslu, eldriborgarastarf, athafnir og barnastarf. Þegar ég hóf störf í Grafarvogi var hverfið enn eitt af fjölmennustu barnahverfunum í Reykjavík. Þetta hefur breyst mikið því hverfið hefur elst og nú er fjölmennasta félag eldriborgara, Korpúl-
Karls
biskup Íslands, ásamt
far starfandi í Grafarvogi. Þetta hefur leitt til þess að Grafarvogkirkja er ein vinsælasta jarðarfarakirkjan í dag. Þar hefur þó stærð kirkjunnar og nálægðin við Gufuneskirkjugarð einnig sitt að segja.”
• Nú hverfur þú til annarra verka og margir Grafarvogsbúar horfa á eftir þér með söknuði. Starfið mikla í Grafarvogssöfnuði mun örugglega dafna áfram en áttu einhver góð ráð í lokin til þeirra sem koma til með að halda utan um það starf til framtíðar? ,,Nú þegar hefur verið tekið sú ákvörðun að sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir muni taka við sem sóknarprestur. Hún hefur þjónað í söfnuðinum í áratug ásamt mér. Þessi ákvörðun sóknarnefndar og biskups merkir að þau vilja halda ákveðinni samfellu í sókninni og halda áfram á sömu braut. Ég er því viss um að Grafarvogssókn mun halda áfram að vera hugrakkur og framsækinn söfnuður sem oft á tíðum fer ótroðnar slóðir í safnaðarstarfi um leið og hefðir og klassískt helgihald verður í hávegum haft. Þegar ég var sóknarprestur lagði ég áherslu á að við tækjum ákvarðanir saman, prestar, djákni, starfsfólk og sóknarnefnd. Það eru vinnubrögð sem ég veit að verða áfram í heiðri höfð. Auk þess er svo mikil vinátta á milli mín og allra er starfa og þjóna við Grafarvogskirkju að ég sé ekki fyrir mér að við klippum á sambandið og samskiptin um leið og ég hætti. Auk þessa þá geri ég ráð fyrir að búa áfram í Grafarvogi þrátt fyrir að taka við embætti biskups og því verð ég áfram sóknarbarn í Grafarvogssókn. Það er mér ákaflega dýrmætt,” segir Guðrún Karls Helgudóttir.
Við hjá Grafarvogsblaðinu óskum
Guðrúnu velfarnaðar og þökkum fyrir farsælt samstarf til margra ára. Eins vitum við að Grafarvogsbúar allir óska henni alls hins besta í nýju starfi og þakka henni samfylgdina í gegnum árin í Grafarvogi. -SK
Allir græða
- eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Viðreisnar í Reykjavík
Þann 19. júní á hverju ári heiðrum við minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og annarra baráttukvenna fyrir kvenfrelsi, á sjálfan kvennréttindadaginn 19. júní. Þennan dag árið 1915, fengu konur og eignarlausir karlmenn á Íslandi í fyrsta sinn kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Æ síðan hefur baráttufólk fyrir jafnrétti haldið daginn hátíðlegan og hefur Reykjavíkurborg heiðrað Bríeti með því að leggja blómsveig á leiði hennar frá árinu 2011.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna að því að íslenskar konur fengju fullt jafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi, og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn.
Það er ekkert gefið í þessum heimi Margt hefur breyst og áunnist á þeim 109 árum sem liðin eru. Við getum jafnvel sagt að lagalegt jafnrétti karla og kvenna, sem Bríet barðist fyrir, sé að mörgu leyti komið. En þó er ljóst að staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í
höfn. Við eigum einnig enn eftir að fá allt samfélagið með okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni.
Lagaleg réttindi fara ekki alltaf saman við samfélagsstöðu þeirra hópa sem um ræðir. Þau eru mikilvægt skref, en alls ekki eina skrefið. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við vestanhafs og austan, þegar horft er til réttinda kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Við úðum
garðinn
þinn
- Hagstætt verð og vönduð vinna - Ný og viðurkennd efni - Eyðum líka meindýrum
hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna.
Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það má með sanni segja að starfi Bríetar verði í raun aldrei lokið og það sé hlutskipti nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins, þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru forstjórar og forsetar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar.
Að berjast fyrir réttindum kvenna þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. 19. júní hvert ár sækjum við okkur innblástur og kraft frá Bríet og hennar sögu og nýtum okkur hana sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara borgarsamfélag fyrir okkur öll.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
gjöf fyrir veiðimenn og konur
Gunnar Steinn tekur við Fjölni
- mikill uppgangur í handboltanum í Fjölni sem leikur í deild þeirra bestu á næsta tímabili
Meistaraflokkur handboltans í Fjölni heldur af stað í nýtt tímabil í Olísdeildinni undir stjórn Gunnars Steins Jónssonar sem hefur verið ráðinn til að þjálfa liðið. Það er ljóst að spennandi vetur bíður hans og liðsins. Gunnar Steinn tekur við liðinu af Sverri Eyjólfssyni sem lauk síðasta tímabili eftirminnilega á því að koma liðinu í gegnum umspil gegn Þór Akureyri fyrir framan fulla Fjölnishöll í byrjun maí.
Gunnar Steinn er Grafarvogsbúum vel kunnur enda ólst hann hér upp í Húsahverfinu og spilaði með yngri flokkum Fjölnis í bæði fótbolta og handbolta. Úr efnilegum yngri flokkum og yngri landsliðum handboltans lá leiðin til HK og þaðan út til Svíþjóðar þar sem segja má að hann hafi sprungið út sem meistaraflokks leikmaður í spútnik liði HK Drott. Eftir góð ár þar samdi hann við Nantes í Frakklandi sem hefur verið eitt öflugasta lið Frakklands undanfarin ár. Á tíma sínum þar braut hann sér leið í landslið Íslands sem hafði þá átt ótrúlegri velgegni að fagna um nokkurt skeið, og því var það meiriháttar afrek að komast í liðið og leggja sín lóð á vogarskálarnar.
Eftirminnileg er frammistaðan á EM 2014 þegar liðið náði 5. sæti. Áður en leiðin lá heim í Fjölni átti Gunnar eftir að spila með Gummersbach í hinni sterku efstu deild Þýskalands, Svíþjóðarmeisturunum í Kristianstad, Ribe-Esbjerg í Danmörku og Stjörnunni.
Markmið og stefna Hver skyldu vera markmið liðsins í efstu deild? Aðspurður segir Gunnar Steinn megin markmið liðsins sé augljóslega að halda sæti sínu í Olísdeildinni.
„Að ná að halda sæti liðsins í deildinni yrði vel viðunandi árangur fyrir liðið, enda er það eitthvað sem ekki hefur tekist áður hjá Fjölni. Að byggja upp gott og stöðugt handboltalið í efstu deild er síðan langtímaverkefni og við erum byrjaðir á þeirri vegferð, en það er mikil vinna framundan. Mér líst vel á strákana og eiginlega bara miklu betur en ég þorði að vona. Við erum í heillandi stöðu að mínu mati, það eru ekki margir sem hafa trú á Fjölnisliðinu í deild þeirra bestu og ég get ekki beðið eftir að afsanna það. Mikilvægur þáttur í þessu er að gera Fjölnishöllina að góðu vígi og þar treystum við á góðan stuðning og hlökkum til að bjóða fólki að koma með í þessa vegferð og veislu með okkur.”
Framundan er frekari uppbygging liðsins bæði innan vallar og utan. Það er allt til staðar svo handbolti geti þrifist með góðu móti í Grafarvoginum. Til þess að taka næstu skref þarf samhent átak sem hófst strax í vor þegar ljóst var að liðið hafði unnið sér sæti í efstu deild. Áhuginn á liðinu er fyrir hendi og hér höfum við öflugt yngri flokka starf með frábærum sjálfboðaliðum. Félagið hefur til langs tíma haft þá stefnu að byggja á eigin leikmönnum og veita þeim tækifæri.
Sú stefna verður áfram höfð í heiðri
ásamt því sem liðsstyrkur verður sóttur þar sem þyrfa þykir.
Endurnýjun utan vallar Það verður alvöru áskorun að ná markmiðum vetrarins og halda sæti sínu í deildinni. Þannig þarf meistaraflokksráðið að eiga frábært tímabil utan vallar rétt eins og liðið sjálft. Mikilvæg endurnýjun átti sér stað utan vallar í vor þar sem nýtt meistaraflokksráð var sett saman með öfluga Fjölnismenn við stýrið. Þar hefur myndast flott stemmning þar sem margar hendur ætla að vinna létt verk. Það er mikill vilji til að gera vel og meistaraflokkurinn þarf á stuðningi Grafarvogsbúa að halda. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvött til að taka
virkan þátt í að gera íþróttalífið í Grafarvogi jákvætt með virkum stuðningi við sitt lið. Það er mikill velvilji í garð liðsins og vonandi náum við að móta lið sem hverfið getur fylkt sér að baki og stutt dyggilega við. Sveinn Þorgeirsson var einn þeirra sem tók að sér stórt hlutverk og kom að myndun þessa nýja meistaraflokksráðs. Sveinn er spenntur fyrir komandi tímabili.
,,Það er ekki sjálfgefið að í hverfinu sé rekið lið sem keppir á meðal þeirra bestu. Í því felst áskorun á okkur öll. Ég vil hvetja stuðningsfólk til að beina athyglinni að hverfisfélaginu okkar Fjölni í vetur. Þar er unnið starf
sem getur gert hversdaginn spennandi með alvöru kappleikjum og tilheyrandi skemmtun. Í liðinu eru frábærar fyrirmyndir sem eru órjúfanlegur hluti af því að halda úti yngri flokka starfi í handbolta. Ef stuðningurinn er á kostnað þess að kaupa áskrift að enska boltanum eða fara erlendis á leik, þá get ég fullvissað ykkur um að þeim tíma og pening er vel varið. Við munum líka taka vel á móti sjálfboðaliðum og leitast við að skapa jákvæða menningu og brag í kringum starfið. Við hlökkum til að sjá ykkur í vetur á nýja heimavelli handboltans hjá Fjölni í Egilshöll. Höllin kom rosalega vel út síðasta vetur og það náðist að skapa frábæra stemmningu á heimaleikjum.”
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Nýir tímar í
Grafarvogssöfnuði!
Grafarvogsblaðið
Ritstjórn/Auglýsingar - Sími 698-2844
í r eynslu ir 20 ára þekkingu og r f ið erum með y V húsfélagið!
a@eignaumsjon.is. eða sendið okkur tölvupóst á thjonust linu, glega í síma 585 4800 og á netspjal og örug tt yrirspurnum hra erið okkar svarar f Þjónustuv fjjöleignarhúsa.
Sími 585 4 | Reykjavík ut 30 Suðurlandsbra ekstri f
Þann fyrsta júlí hóf sr Arna Ýrr Sigurðardóttir störf sem nýr sóknarprestur við Grafarvogskirkju, í kjölfar þess að sr. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands. Hún er þó enginn nýgræðingur því hún hefur gegnt stöðu prests við söfnuðinn sl. 10 ár. Þar áður var hún prestur í Glerárkirkju á Akureyri, Langholts- og Bústaðakirkjum og vígðist á sínum tíma til Raufarhafnar árið 2000. Nýr prestur hefur verið valinn í stöðu sr. Örnu Ýrrar, sr. Aldís Rut Gísladóttir, sem gegndi áður stöðu prests í Hafnarfjarðarkirkju og vígðist til Langholtskirkju árið 2019, og mun hún hefja störf síðsumars. Það eru sannarlega spennandi tímar framundan í Grafarvogssöfnuði og óhætt að segja að nýr sóknarprestur tekur við góðu búi frá sr. Guðrúnu og þar var byggt á því öfluga frumkvöðlastarfi sem sr. Vigfús Þór Árnason leiddi hér þegar hverfið og söfnuðurinn var að byggjast upp. Í Grafarvogssöfnuði ríkir framsækin, frjálslynd menning, þar sem allar manneskjur eru velkomnar og boðskapur kristinnar trúar um kærleika Guðs til allra manneskja óháð kyni, kynþætti, kynhneigð eða nokkru öðru er í forgrunni alls starfsins.
Í Grafarvogssöfnuði starfar líka öflugur hópur starfsfólks og sjálfboðaliða sem koma að starfi kirkjunnar og án þeirra væri ekki hægt að halda uppi öllu þessu öfluga starfi sem við erum svo stolt af. Má þar nefna sóknarnefndarfólk, kórafólk, barnaog æskulýðsleiðtoga og ýmis önnur sem vinna hér afskaplega óeigingjarnt starf og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Við hlökkum afskaplega til þess að takast á við breytta tíma í kirkjunni, bæði hér í hverfinu okkar, en ekki síður í Þjóðkirkjunni, sem nú fær nýja ásýnd með nýjum biskupi og nýjum áherslum. Við þökkum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur fyrir 16 ára farsæla þjónustu við söfnuðinn og óskum henni, ásamt nýjum prestum við söfnuðinn okkar, Guðs blessunar í öllum þeirra störfum.
sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, nýr sóknarprestur í Grafarvogskirkju til vinstri og nýr prestur í Grafarvogskirkju, Aldís Rut Gísladóttir.
Grafarvogskirkja.
Helgi Áss Grétarsson íslandsmeistari 2024 leikur fyrsta leikinn á Sumarskákmótinu hjá Fjölni.
Sögur
- verðlaunahátíð barnanna:
Sara Lovísa og
Eva Máney með
besta lagið
Sögur - verðlaunahátíð barnanna fór fram í sjöunda sinn í beinni útsetningu á RÚV þann 8. júní sl. Sara Lovísa Gunnarsdóttir og Eva Máney Ingimundardóttir sem stunda nám í 5. bekk í Rimaskóla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í Sögum og voru verðlaunaðar fyrir besta lag keppninar. Á hátíðinni er menningarefni fyrir börn verðlaunað og börnum á aldrinum 612 ára (fædd 2012-2017) boðið að kjósa það sem þeim finnst hafa skarað fram úr á sviði barnamenningar á síðasta ári.
Dagana 8. nóvember til 3. desember 2023 gafst börnum tækifæri á að senda inn leikrit, stuttmyndahandrit, lag og texta eða smásögu sem þau hafa skrifað og langar að koma á framfæri. Stelpurnar sömdu lag og texta og sendu inn og voru valdar ásamt tveimur öðrum lögum. Þær hittu pródusent sem tók lagið þeirra áfram og tók loks upp ásamt því að þær fengu að velja hver flutti lagið. Þær völdu Unu Torfa.
Fjölmenni og góð keppni á Sumarskákmóti
Það var mikið um dýrðir líkt og fyrr á Sumarskákmóti Fjölnis. Alls voru
það 86 grunnskólanemendur sem mættu til leiks og kepptu um verðlaunasæti eða happadrættisvinning ef lukkan yrði með þeim í liði. Glæsilegir vinningar í boði frá Hagkaup, Jóa útherja, SAM-bíóunum og Bókabúð Grafarvogs.
Sumarskákmótið hófst stundvíslega með fjöltefli þar sem Íslandsmeistarinn 2024, Helgi Áss Grétarsson tefldi á 12 borðum í einu. Eins og vænta mátti fylltist strax bekkurinn, enda ekki á hverjum degi að krakkarnir fengju tækifæri á að tefla við sjálfan Íslandsmeistarann.
Helgi Áss var heiðursgestur mótsins, flutti ávarp og lék fyrsta
leikinn fyrir Markús Orra Jóhannsson nemanda Háteigsskóla.
Markús Orri reyndist síðan sigurvegari mótsins ásamt þeim Birki Hallmundarsyni Lindaskóla og Pétri Úlfari Ernissyni Langholtsskóla. Flestir þátttakendur komu frá Skákdeild Fjölnis en ánægjulegt var að fá líka marga gesti frá öðrum skákfélögum sem svo sannarlega settu svip sinn á úrslitin.
Verðlaunabikara Rótarýklúbbs Grafarvogs hlutu þau Theodór Eiríksson í eldri flokk, Tristan Fannar Jónsson yngri flokk og Sigrún Tara Sigurðardóttir stúlknaflokki.
Takk Rótarý fyrir allan ykkar stuðning við Skákdeild Fjölnis öll árin.
Eftir baráttuna við taflborðið var sannarlega vel þegið að fá veitingar, skúffukökuna landsfrægu og safa. Hátíðinni lauk með mikilli verðlaunahátíð. Meðal áhugaverðra vinninga voru sumarleiktæki frá Hagkaup, bíómiðar, LEGÓ-kassar boltar og fótboltamyndir frá Jóa útherja og gjafabréf frá Bókabúð Grafarvogs.
Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis var mótsstjóri og Gauti Páll Jónsson skákstjóri. Skákdeild Fjölnis þakkar öllum, þátttakendum fyrir góða keppni og framkomu, starfsmönnum og foreldrum fyrir góða aðstoð á meðan á mótinu stóð.
Margt að gerast í Grafarvogi!
- eftir Fannýu Gunnarsdóttur
Nú um hásumarið skartar Grafarvogur sínu fegursta og mér er til efs að við finnum annan borgarhluta sem státar af meiri gróðursæld, fjölbreyttari og fallegri fjallasýn og meiri nánd við náttúruna. Því er vert að minna á að enn er hægt að tilnefna tré hverfisins en það getum við gert út júlí. Tilnefningar á að senda á heidmork@heidmork.is.
Síðar í sumar verða hverfistré útnefnd og sérstaklega fjallað um þau. Endilega sendið inn ykkar hugmyndir um falleg tré eða runna sem nóg er af í öllum hverfum Grafarvogs.
En aðeins um Grafarvoginn, gera má ráð fyrir að nú séu liðin 40 ár síðan fyrstu húsin risu í hverfinu. Borgaryfirvöld ákváðu um mitt ár 1982 að næsta hverfi borgarinnar skyldi rísa norðan Grafarvogs og keyptu í því skyni af ríkinu hluta af landi Keldna. Fyrstu lóð var úthlutað 1983 í Foldahverfi. Elstu hverfin í Grafarvogi eru Foldahverfi, Hamrahverfi og síðan Húsahverfi. Innst í Grafarvogi, í landi Keldna, er Grafarlækur og niður við voginn stóð bær sem hét Gröf. Því tilheyrir Keldnalandið eðlilega Grafarvogi enda upp af botni vogsins. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur Grafarvoginn – minjar og sögu er hægt að finna margt áhugavert í
skýrslu sem Árbæjarsafn gaf út ( Minjastofnun. Íbúaráð hefur fengið góða kynningu á hugmyndum um uppbyggingu í landi Keldna og Keldnaholts. Í Samgöngusáttmála 2019 um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kom fram að ríkið afsalaði sér þessu landi til Betri samgangna til að fjármagna uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg og Betri samgöngur skrifuðu síðan undir viljayfirlýsingu um uppbyggingaráform. Það var haldin samkeppni um skipulag á svæðinu með það að markmið að fá hugmyndir og tillögur að nýju hverfi sem byggt yrði upp í heild út frá borgarlínunni. Stefnt er að því að þetta hverfi verði gott fordæmi fyrir framtíðaruppbygginu nýrra hverfa borgarinnar. Þó svo að ein tillaga hafi orðið ofan á er alls ekki þar með sagt að allt sem í henni er komi til framkvæmda. Gert er ráð fyrir um 12 þús. íbúum á svæðinu, og þar verði þrjú skólahverfi. Reynt verður að halda í þær byggingar sem fyrir eru og grænir ásar eiga að liggi í gegnum hverfið. Í heild er svæði 117 ha en reiknað er með að byggingar verði á c.a. 56 ha. Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar mun með haustinu kynna
þessi byggingaráform fyrir íbúum Grafarvogs og íbúaráð mun fylgjast vel með framvindu málsins. Í tengslum við uppbygginu í Keldnalandi leggur íbúaráð áherslu á að lokið verði sem fyrst við að friða Grafarvoginn, en ákvörðun um að hefja undirbúning friðunar hófst 2019. Til stendur að friða voginn innan við Gullinbrú –fjöruna, leirurnar innst í voginum, allt upp að göngustígnum umhverfis voginn en hann nýtur nú þegar hverfaverndar. Íbúaráð vill einnig horfa til þess að friða Grafarlækinn og umhverfi hans. Þarna er mjög vinsælt útivistarsvæði og ýmsar minjar sem þarf að meta og skoða hvort ekki beri að vernda sk. lögum. Það er bæði gaman og gott að sjá að Heilsugæslan er komin heim í
Spöngina en hún opnaði í lok maí. Nú er stöðin í nýju og endurbættu húsnæði sem hentar mun betur
Niðurstöður umhverfismats verða kynntar í vetur með svipuðu sniði og kynningafundirnir í haust, þ.e. fundir í hverju hverfi. Það er ljóst að þessi framkvæmd hefur áhrif á fleiri hverfi en Grafarvog. Sundabrautin mun verða boðin út í heilu lagi, unnin sem samvinnuverkefni sk. lögum frá 2020 og áætlað er að byrja framkvæmdir 2026 og ljúka þeim á fimm árum. Það hefur ekki farið fram hjá íbúum í Grafarvogi að Fjölnir, íþróttafélagið okkar, á í talsverðum fjárhagserfiðleikum. Stjórn félagsins, með aðkomu borgarinnar og Íþróttabandalags Reykjavíkur, hefur að undanförnu verið að finna leiðir til að vinna sig út úr þessari erfiðu stöðu og gengur sú vinna vel. Íbúaráð hefur fengið kynningu á stöðunni og fylgist með framgangi málsins. Fjölnir er öflugt íþróttafélag sem heldur úti 12 deildum með um 3000 iðkendur - það
Endurvinnslum eropinallad móttakan agahjá
Grænir skátar styðja við ungmenna Við tökum vel á mót
Munið eftir nýja endurvinn
Móttaka Endurvinnslunnar er opin 20kr. er opin alla d p káíH skátunum í Hr dreru
nsluappinu astarf í samfélaginu. i þér. alla daga vikunnar. agagjhjá b raunbæ fyrir eininguna 20 k eidda Greiddarining eru
Opnunartíminn okkar er:
starfsemi heilsugæslunnar. Að sögn þeirra á heilsugæslunni er öll aðstaða í nýju stöðinni mun betri, bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Fyrir stuttu kynnti borgarstjóri ákveðna „hraðleið“ við uppbyggingu húsnæðis í borginni. Til stendur að byggja á lóðum sem eru í skipulögðum hverfum þar sem innviðir eru til staðar. Það verður byrjað hér í Grafarvogi og byggðar allt að 500 íbúðir. Um er að ræða stakar lóðir þar sem fyrirhugað er að byggja smærri fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús – byggð sem er í samhljóm við þá byggð sem fyrir er í hverfinu. Fyrstu lóðum verður væntanlega úthlutað næsta vor. Eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi þá er starfandi samráðshópur um byggingu Sundabrautar og formaður íbúaráðs á sæti í hópnum. Á síðasta fundi var farið yfir þá vinnuferla sem verkfræðistofan Efla vinnur eftir. Kynntir voru ýmsir möguleikar á útfærslu en verið er að horfa til brúa, vega og eða jarðgangna. Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar og mikil vinna framundan. Á fundinum voru sýndar ýmsar „sviðsmyndir“ m.a. af breytingum á umferðarfæði um hverfið og sagt frá því að nú er verið að rannskaka gömlu öskuhaugana í Gufunesi, rannsaka eiturefni sem kunna að leynast þar í jarðvegi og geta haft áhrif á þessa framkvæmd.
er ekki auðvelt verk og geri aðrir betur. Það kostar mikið átak og mikla vinnu að halda utan um svona fjölbreytt og fjölmennt félag. Því verða þau sem stjórna Fjölni að getað leitað til foreldra eftir aðstoð og til hverfisbúa og fyrirtækja í Grafarvogi eftir stuðningi. Eftir sumarfrí stendur til að fara í átak í hverfinu, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Stuðningur við t.d. íþróttafélög falla undir lög um stuðning við almannaheillafélög, þ.e. einstaklingar og fyrirtæki geta fengið skattaafslátt – sjá: almannaheillaskrá Skattsins. Hverfið er um 40 ára gamalt og börnin sem fæddust hér og ólust hér upp búa mörg hver enn í hverfinu. Þessi hópur er og á að vera kjarninn í Fjölni. Síðan hafa eðlilega fjölmargir bæst við og nýjar kynslóðir Fjölnisfólks bæst í hópinn. Að lokum vil ég fyrir hönd íbúaráðs Grafarvogs óska öllum íbúum gleðilegs sumars en íbúaráð tekur aftur upp reglulega fundi í byrjun september. Við hvetjum ykkur enn og aftur til að fylgjast með störfum ráðsins og koma með athugasemdir og ábendingar til okkar á ibuarad.grafarvogur@reykjavik.is en frekari upplýsingar um íbúaráðið er að finna á https://reykjavik.is/ibuarad-grafarvogs. Fanný Gunnarsdóttir formaður íbúaráðs Grafarvogs
Þessar þurfa að vera í boxinu þínu í sumar
Laxaflugur
IðaKrafla gulKrafla rauðKrafla orange
Krafla bláKrafla grænIðaSkröggur
GrænfriðungurElsaGríma bláGríma gul
Tungsten keilutúpur
Kolskeggur
Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla kei lutúpa - Tungsten (Mjög þung)
Beygla
SilungaKrafla bleik
Beykir
SilungaKrafla orange
- Gjöfular, fallegar og sterkar flugur - Íslensk hönnun
Krókurinn
Mýsla
íslensk fluguveiði
Skrautás ehf. Sími: 587-9500 Uppl. í síma 698-2844 og 699-1322
Björt og vel skipulögð í grónu hverfi
- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11
Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð á annari hæð að Veghúsum 5, í Reykjavík,fastanúmer 2041036 Íbúð á hæð merkt 030201 127,9 fm, og bílskúr merktur 03 0103 25,7 fm.samtals 153,6 fm..
Íbúðin er vel staðsett í grónu hverfi.
Nánari lýsing
Forstofa er með góðum fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu og björtu rými.
Eldhús er með nýlegum innréttingum og eru ísskápur og uppþvottavél innbyggð í innréttingu, steinn er á borðum og er það Dekton steinn frá Rein. Gólfhiti er í eldhúss og
borðstofu.
Borðstofa er björt og rúmgóð við hlið eldhúss, hiti er í gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð með sólskála, gengið er úr stofu út á skjólgóðar suður svalir. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, eitt við hlið stofu og hin á svefnherbergisgangi.
Herbergið við hlið stofu er bjart og rúmgott með góðum skáp. Hin herbergin og baðherbergi eru á svefnherbergisgangi.
Herbergin eru björt og rúmgóð með skápum.
Baðherbergið er flísalagt með góðum innréttingum, tengi eru fyrir þvottavél og þurkara á haðherbergi.
Gólfefni á stofu, borðstofu, eldhúsi og herbergjum er harðparket.
Eldhús: Endurnýjað árið 2020. Innréttingar frá Ikea, innbyggð tæki (ísskápur og uppþvottavél ný frá 2020 og fylgja með), niðurfellt keramik helluborð frá AEG og sérsmíðaður Dekton steinn á borðum frá Rein steinsmiðju. Niðurtekið loft í eldhúsi með innfelldri lýsingu.
Gólfefni: Endurnýjað árið 2020. Harðparket á öllum rýmum nema votrými, búið að fjarlægja alla þröskulda. Hiti í gólfi í eldhúsi og borðstofu. Flísar í forstofu frá Álfaborg. Skápar í forstofu: Nýir 2024 frá Ikea
Skápur í barnaherbergi: Nýr 2024 frá Ikea. Hurðar lakkaðar og nýjir húnar: Árið 2021 voru allar hurðar lakkaðar og nýir hurðahúnar settir. Ný blöndunartæki í sturtu árið 2021. Stendur til að mála stigagang - ekki útboðin vinna heldur íbúar. Skápar á gangi og í hjónaherbergi lakkaðir 2019 og settar nýjar höldur. Svalir sílanbornar og lakkaðar 2022. Stutt er í leikskóla, skóla, sundlaug og íþróttamiðstöð í hverfinu. Verslanir og þjónustu eru í Spönginni og golfvellir er steinsnar frá í Grafarholti og á Korpúlfstöðum.
Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á arni@fmg.is og í síma 898-3459 eða Sigrúnu Stellu Einarsdóttur löggiltan fasteignasala á stella@fmg.is og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.
Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610
Ingunn Þorsteinsdóttir. Nemi í löggildingu fasteignasala s. 612-0906
Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459
Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414
SVEIGHÚS - EINBÝLI - TVÖFALDUR BÍLSKÚR
Mjög gott einbýli á fjórum pöllum ásamt tvöföldum bílskúr. Fimm svefnherbergi. Stúdíóíbúð. Vel skipulögð og snyrtileg eign.
BREIÐAVÍK - 3. HERB. - PALLUR
Falleg 95,7 fm íbúð á jarðhæð með palli til suðurs með heitum potti. Fallegar innréttingar og gólfefni, nýlegar innréttingar í eldhúsi.
HLÍÐARHJALLI - 4. HERBBÍLSKÚR
122,2 fm herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð auk 28,8 fm bílskúrs með bílarafmagni. Falleg og mjög björt íbúð með miklu útsýni, suðvestur svalir.
FJALLAKÓR - EINBÝLISHÚS MEÐ BÍLSKÚR
234,4 fm einbýli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Þrjú svefnherbergi auk stúdíoherbergis með baðherbergi. Bjart og fallegt hús með miklu útsýni og fallegri lóð. LAUST VIÐ KAUPSAMNING
HEIMSENDI - KÓPAVOGUR
277 fm. 20 hesta hús. 10 stýjur fyrir 20 hesta, hlaða, forstofa, kaffistofa, setustofa og snyrting með wc og sturtuklefa. Gott gerði er við húsið og steypt stétt með handriði er meðfram húsinu.
Kaffihúsamessur
Kirkjufréttir
Í sumar verða kaffihúsamessur í Grafarvogskirkju alla sunnudaga kl. 11:00 nema 14. júlí en þá verður útimessa. Messuformið er einfalt, kaffi og meðlæti i boði.
Sameiginleg útimessa verður í Árbæ 14. júlí – kl. 11:00
Hin árlega útiguðsþjónusta þriggja safnaða Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs verður haldin í Árbæ þetta sumarið. Prestar safnaðanna þjóna, tónlist og veitingar. Boðið verður uppá göngu frá Grafarvogskirkju kl. 10:15. Þau sem koma á bíl geta lagt við Árbæjarkirkju.
Sunnudagaskólinn hefst á ný í september.
Sunnudagaskólinn er starfandi í Grafarvogskirkju kl. 11:00 á sunnudögum allan veturinn.
Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu
Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum. Helgistundirnar hefjast aftur í byrjun september.
Helgistundir á Hjúkrunarheimilinu Eir
Helgistundirnar eru haldnar fyrsta fimmtudag í mánuði allt árið um kring.
Kyrrðarstundir hefjast á ný í september og verða þá alla þriðjudaga kl. 12:00. Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru ekki í boði yfir sumarmánuðina en hefjast á ný í haust. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði. Tekið er við fyrirbænaefnum í kirkjunni.
Opið hús – starf eldri borgara hefst á ný í byrjun september.
Barna- og unglingastarfið Mikið og fjölbreytt starf er í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogssöfnuði. Þar er æskulýðsfélag og starf fyrir börn á öllum aldri vikulega í allan veturinn.
Nánari upplýsingar um starfið og dagskrár verður að finna á heimasíðu kirkjunnar í september.
Ævintýranámskeið í sumar
Ævintýranámskeið fyrir börn 6 – 9 ára verða í sumar eins og fyrri sumur.
1. Námskeið 6. - 9. ágúst
2. Námskeið 12. – 16. ágúst
Enn eru laus pláss á námskeiðið 6. – 9. ágúst. Skráning er á grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is
Djúpslökun hefst á ný í september
Tímarnir hefjast á léttum æfingum til að undurbúa líkamann fyrir djúpa og góða slökun. Tímarnir henta bæði þeim sem eru byrjendur í jóga og lengra komnum.
Djúpslökunin er gjaldfrjáls og tímana leiðir Jarþrúður Karlsdóttir jógakennari.
Barna- og unglingakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju
Kórstjóri er Auður Guðjohnsen. Hljóðfærasmiðju kennir Sævar Helgi Jóhannsson. Skráning mun fara fram á www.tongraf.is Hægt er að nýta frístundastyrk. Dagsetningar æfinga og allar nánari upplýsingar verða auglýstar í september.
Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi
Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30. Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is
Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!
Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju
Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00. Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu. Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin! Nánari upplýsingar í Facebookhópnum, Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirkju.
Prestar og djákni safnaðarins: Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur arna@grafarvogskirkja.is
Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is
Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is
Nýr prestur kemur til starfa þegar líður að hausti.
Sími: 587 9070
Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is
Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is
Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi
Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!