Grafarvogsblaðið 10. tbl. 2023

Page 1


Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið

tbl. 34. árg. 2023 október

Stórtónleikar í Grafarvogskirkju 9. nóvember

- ,,Landsliðið” mætir á Lionstónleikana

Þann 9. nóvember verða árlegir BUGL-stórtónleikar í Grafarvogskirkju á vegum Lionsklúbbsins Fjörgynjar. Um mikla tónlistarveislu verður að ræða þar sem fjöldi landskunnra tónlistarmanna kemur fram og hafa þeir ávallt gefið alla sína vinnu og gert tónleikana að veruleika öll þessi ár. Meðal flytjenda í ár eru hinir landskunnu Baggalútar sem gefa sér tíma til að styðja gott málefni, þrátt fyrir að fram undan séu a.m.k. 14 tónleikar fyrir fullu húsi í Háskólabíói. Stórsöngvararnir Gissur Páll og Dísella taka nokkur lög. Fóstbræður opna tónlistarveisluna. Jasssöngkonan Rebekka Blöndal heillar væntanlega gesti með ljúfum tónum Sólarsambans. Rapparinn Emmsjé Gauti kemur fólki í stuð engin Klisja það. Friðrik Dór og Jógvan taka dúett. Eurovision stjörnurnar Systur stíga á stokk og Ellen birtist. Guðrún Árný tekur fjöldasöng að sínum hætti. Geir Ólafs tekur væntanlega My Way. Gréta Salome syngur og spilar á fiðlu og Helgi Björns fer e.t.v. á Land Rover til Kópaskers. Sjá nánar á bls. 8.

Ódýri ísinn

Spöngin 11 112 Reykjavík Sími 575 8585

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Opnunartíminn okkar er:

Vikrir dagar kl. 9-18 Helgar kl. 12-16:30

Endurvinnslumóttakan Hraunbæ 123 . 110 Reykjavík

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Grafarvogsblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is

Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322.

Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri.

Dreifing: Póstdreifing.

Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.

Banna símana á morgun

Það er af mörgu að taka þessa dagana fyrir pistlahöfunda og erfitt að velja eitt málefni umfram annað þegar framundan eru óumflýjanleg pistlaskrif.

Það eru tvö stríð í gangi í heiminum og þarf ekki mikið að gerast til að rugga bátum það mikið að þriðja heimsstyrjöldin komi upp í hugann sem möguleiki. Ógnvænleg staða í Úkraníu og blóðbað virðist yfirvofandi meðal Hamas samtakanna og Ísrel. Hér heima er mikið um að vera þessa dagana á mörgum vígstöðvum og margt eftirtektarvert í gangi. Þorgrímur Þráinsson dúkkaði upp í Bítinu á Bylgjunni og þar voru orð í tíma töluð. Samfélagsmiðlar og símar fengu þar ekki háa einkunn. Eðlilega. Þorgrímur var skír í máli sínu að venju og skellti mikilli skuld á foreldra. Sagði berum orðum að foreldrar nenntu ekki að vera foreldrar. Þetta eru stór orð en eru þau ekki sönn? Auðvitað ekki að öllu leyti en að einhverju leyti sönn. Börnin og unglingarnir læra það sem fyrir þeim er haft. Langt er síðan ég varð einmanna í fjölskylduboðum og á meðal fólks yfirleitt enda læt ég ekki gemsann minn stjórna mínu lífi. Hann er góður til síns brúks en lengra nær það ekki. Fólk er lon og don í símanum og það má ekki hundur reka við, þá þarf að opinber það á facebook eða instagram. Samræður fólks heyra brátt sögunni til.

Þótt ótrúlegt megi virðast eru enn til skólar sem banna ekki krökkum og unglingum að hafa síma meðferðis í skólann. Víðast hvar erlendis er þetta alfarið og eðlilega bannað. Ég hélt að allt fullorðið fólk skildi það að ekki gengur að fanga einbeitingu og athygli barna og unglinga í kennslustundum sem eru að horfa á myndbönd eða annan óþverra í símanum. Agaleysi er annað stórt vandamál þegar börn okkar og unglingar eru annars vegar. Kennurum og foreldrum er vorkunn. Það er erfitt að ala upp börn og unglinga svo vel sé. Talandi um kennara. Ég vorkenni þeirri stétt sem aldrei fyr. Þrátt fyrir mjög erfið vinnuskilyrði standa þeir sig yfirleitt mjög vel og vinna gott starf. Þar eru auðvitað svartir sauðir innan um en heildin er sterk og skilar góðum verkum fyrir börnin okkar. Við þurfum að banna síma í skólum á morgun. Stemma stigu við samfélagsmiðlum eins og hægt er og foreldrar þurfa að taka sig á. Stefán Kristjánsson

Tillaga um að breyta skipulagi Keldnalands fyrir aldrað fólk og hreyfihamlaða:

Galið segir Dagur borgarstjóri

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar var umræða um vinnings-tillöguna að skipulagi við Keldnalandið, en við hana lagði ég til að sú breyting yrði gerð að lóðarhöfum yrði heimilt að reisa bílakjallara undir fjölbýlishúsum þar sem því verði viðkomið. Það yrði gert í þeirri viðleitni að koma til móts við m.a. aldraða og hreyfihamlaða, enda gerir vinningstillagan ráð fyrir því að íbúar leggi ökutækjum sínum í stórum miðlægum safnstæðahúsum í allt að hálfs kílómetra fjarlægð frá heimilum þeirra sem lengst þurfa að fara.

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, sagði við þetta tilefni galið að koma inn í umræður um vinningstillögu um Keldur og leggja til að vinningstillögunni yrði breytt fyrir aldraða og hreyfihamlaða, þrátt fyrir að íbúar þurfi að ganga allt að hálfan kílómetra til að komast til og frá heimilum sínum. Það þykir okkur sjálfstæðismönnum dapurt sjónarmið hjá borgarstjóra. Hann sagði jafnframt ekki þekkt að skipulagi að vinningstillögum væri breytt, en raunin er sú að það er alþekkt að vinningstillögum sé breytt við deiluskipulagsgerð í þeirri viðleitni að bæta skipulagið, en nærtækt er að nefna Hlíðarenda og Gamla garð í því samhengi.

Við þetta svar borgarstjóra verður ekki unað Eins og áður segir mun þetta þýða að íbúar þurfa að ganga í mishæðóttu landslagi, upp og niður brekkur, í öllum veðrum, til að komast til og frá heimilum sínum. Hafa ber í huga að á þessu svæði getur orðið ansi snjóþungt yfir hávetrartímann. Það hamlar þá enn frekar öldruðum og hreyfihömluðum að

komast leiðar sinnar. Auk þess má reikna með að þetta skapi erfiðleika fyrir barnafjölskyldur, sem koma til með að búa á svæðinu. Við þetta svar borgarstjóra verður ekki unað enda er það skylda okkar borgarfulltrúa að koma til móts við þarfir allra og því er nauðsynlegt að gera breytingar á skipulaginu sem auðveldar íbúum aðgengi að heimilum sínum. Við borgarfulltrúar Sjálf-stæðisflokksins munum vinna áfram að þessum breytingum. Enda vandséð annað en eldra fólk eða fólk sem á erfitt með gang geti eignast íbúð á þessu svæði verði skipulaginu ekki breytt.

Þá er ekki viðunandi að íbúasamtök Grafarvogs og nærliggjandi hverfa hafi ekki verið boðið að segja álit sitt á vinningstillögunni áður en hún var kynnt, en einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa Grafarvogi vegna samráðsleysis borgaryfirvalda í málinu.

Málinu er því ekki lokið en nú fer málið í hið formlega skipulagsferli. Þar ætlast ég til þess að haft verði samráð við íbúasamtök Grafarvogs og aðra hagaðila um málið.

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

L HÓPE ALLTTÁ FLI

T Á

Farsældarsáttmáli Heimilis og skóla:

Ráðherrann fékk

fyrsta eintakið í Rimaskóla

Heimili og skóli afhenti Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra fyrsta eintakið af Farsældarsáttmála Heimilis og skóla.

Þriðjudaginn 3. október 2023 komu góðir gestir í heimsókn í Rimaskóla. Ástæðan var sú að Heimili og skóli afhenti Ásmundi Einari Daðasyni formlega fyrsta eintakið að Farsældarsáttmála samtakanna (https://www.heimiliogskoli.is/farsaeldarsattmalinn).

Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastjóri Rimaskóla bauð Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra og Þorvar Hafsteinsson formann Heimilis og skóla sérstaklega velkomna ásamt þeirra starfsliði. Nemendur í 9. bekk Rimaskóla hóf dagskrána með því að syngja fyrir gesti lagið Ferðalok eða eins og Íslendingar þekkja best „Ég er kominn heim“.

Þorvar fór yfir að Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem gefur foreldrum tækifæri til þess að móta samstarf þeirra á milli, styrkja foreldrastarfið og efla hlutverk foreldra sem lykilaðila í að skapa farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi samstíga foreldrahóps, – þar sem foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í að styðja við og stuðla að góðri menningu meðal barnanna okkar.

Þorvar fór yfir að breitt tengslanet foreldra er ómetanlegur stuðningur fyrir hvert foreldri, – ákvarðanataka verður upplýstari, sem aftur styrkir foreldra í aðgerðum gegn einelti, fordómum og stuðlar þannig að auknum skilningi og umburðarlyndi milli fjölbreyttra hópa.

Að baki Farsættarsáttmálanum liggur mikil vinna og víðtækt samtal við foreldra, skólastjórnendur, sveitarfélög, ungliðahreyfinguna , íþróttahreyfinguna og ráðuneytið. Samtal sem skilað hefur sér í tæplega 1000 tillögum um það hvernig þessir aðilar í sameiningu geta stuðlað að bættri vellíðan og farsæld allra barna.

Ásmundur Einar tók við og talaði til barnanna. Hann fjallaði um mikilvægi þess að samfélagið gangi saman í takt til að tryggja velferð barnanna í samfélaginu. Það eru því spennandi tímar fram undan og mikilvægt að sem flestir aðilar komi jákvæðir til samstarf og nýti sér þá vinnu sem í Farsældarsáttmálanum felst. Skólar, félags- og tómstundafélög, íþróttafélög og foreldrar eru lykilaðilar í að koma að farsæld barna og sáttmálinn frábært verkfæri sem aðilar eru hvattir til að nýta sér.

Blóðsykurmælingar í Húsgagnahöllinni 18. nóvember

Undanfarin ár hafa Lionsklúbbarnir Fold og Fjörgyn boðið gestum og gangandi upp á ókeypis blóðsykursmælingar seinni hluta nóvember, sem hluta af sykursýkisvarnarverkefni Lions. Í ár verða mælingarnar laugardaginn 18. nóvember í Húsgagnahöllinni Bíldshöfða 20. Fyrir hönd félaga í Fold og Fjörgyn Þór Steinarsson og Margrét Jónsdóttir

Félagar í LionsFjörgyn og Fold mæta í Húsgagnahöllina 18. nóvember og mæla blóðsykur hjá þeim sem það vilja.

Ráðherrann fyrir miðri mynd ásamt formanni Heimilis og skóla og á innfelldu myndinni er Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla.

Rótarýklúbbur Grafarvogs opnar ,,Halló hamingja”

Samfélagsverkefni Rótarý Þann 19. ágúst var vefurinn, www.hallohamingja.is opnaður af Rótarýklúbbi Grafarvogs og Verkefnasjóði Rótarý-umdæmisins auk Lýðheilsusetursins Ljósbrots sem gaf alla hugmyndavinnuna. Aníta Bjartmarsdóttir teiknaði myndirnar og Kasa.is sá um vefhönnun.

Vefurinn er eitt af framlögum Rótarý í baráttu við vaxandi andlega vanlíðan barna og ungmenna. Þessi leikir hafa verið kenndir kennurum víða um land en nú eru þeir aðgengilegir fyrir alla sem eru með börnum í lífi, list, leik og starfi.

Hjálpartæki til læra á tilfinningar sínar

Gísladóttir. - Elísabet Gísladóttir skrifar

Vefurinn www.hallohamingja.is, er hugmyndabanki með fjölmörgum uppbyggjandi leikjum, verkefnum og æfingum, ætlaður börnum og ungmennum. Með hverjum leik eru gefnar hugmyndir að fræðslu og uppbyggjandi samtali. Þó svo að hver leikur/verkefni séu skilgreind fyrir ákveðin aldur geta flest allir haft gagn og gaman af. Einnig er hægt er að þróa leikina og aðlaga að hverjum og einum með virkri sköpun.

Allar tilfinningar eru í lagi Mikilvægt er að börn viti að allar tilfinningar eru í lagi. Eins er mikilvægt fyrir alla að vita að hamingjuna þarf að rækta eins og við þjálfum líkamann eða borðum hollan mat til að halda heilsu.

Mismunandi leikir fyrir mismunandi tilfinningar

Til að þjálfa hamingjuna þurfum við að þekkja tilfinningar okkar. Það eru nokkrir leikjaflokkar sem fjalla um litróf tilfinninga og líðan. Til dæmis eru gefin dæmi um hvernig við getum lært reiðistjórnun með skemmtilegum hætti. Það er gott að eiga nokkra leiki eða æfingar í pokahorninu og beita þeim ef við lendum í reiðikasti.

Hamingjuna þarf að rækta eins og blóm Þarna eru hugmyndir af fallegri uppbyggjandi þjálfun eins er kærleiksþjálfun, að namma sig upp og sprengivörnin. Nú er bara að kíkja á vefinn ,,hallohamingja.is‘‘ og eiga góða stund með börnunum og leyfa þeim að blómstra í hamingju.

Halló hamingja er líka á FB og instagram

Með Rótarý kveðju Elísabet Gísladóttir félagi í Rótarýklúbbi Grafarvogs og eigandi Lýðheilsusetursins Ljósbrots.

Elísabet
Frá afhendingu Farsældarsáttmálans í Rimaskóla.

Hlý & ýtt no

Rafmagnshitablásari, 2Kw 1 fasa

Rafmagnshitablásari, 3Kw 1 fasa

Rafmagnshitablásari, 5Kw 3 fasa

Rafmagnshitablásari, 9Kw 3 fasa Rafmagnshitablásari, 15Kw 3 fasa

og pistasíu pestó

Enn og aftur bjóðum við lesendum upp á mjög góða uppskrift og að þessu sinni eru dásamlegir þorskhnakkar frá Hafinu á dagskránni hjá okkur. Þorskhnakkar með myntu, pistasíu og pestó.

Og eins og venjulega skorum við á lesendur að prófa þessa girnilegu uppskrift.

900 gr. þorskhnakkar frá Hafinu. 1 bolli mynta (ca.15 gr.). 1/2 box fersk basilíkublöð (ca 10 gr.). Smá ferskt timían.

Þorskhnakkarnir frá Hafinu eru ótrúlega girnilegir og sannkallaður sælkeramatur. - frábær réttur sem vert er að prófa

1/2 bolli nýrifinn parmesan 40 gr. 1/2 bolli pistasíuhnetur 50 gr. 1 hvítlauks rif.

1/2 tsk. sjávarsalt. 1/2 tsk. nýmalaður svartur pipar. Safi frá 1/2 lime. 1/2 bolli góð ólífuolía.

Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið þorskhnakkana í eldfast mót, saltið og piprið og gerið pestóið.Takið 2 msk. af pistasíum til hliðar og setjið allt nema þær, parmesan ost og olífuolíu í blandara / matvinnsluvél, blandið vel

saman hellið olíunni hægt út í og svo restinni af pistasíu og parmesan ostinum og púslið nokkrum sinnum. Dreifið pestói nú jafnt á þorskinn og setjið inn í heitan ofninn í 17-19 mínótur( fer eftir þykkt bitanna)

Dásemdar fiskréttur sem að allir munu elska.

Borinn fram með kaldri hvítlauksog agúrkusósu, fersku salati og sætum kartöflum.

Verði ykkur að góðu

Kristrún Sif opnar

snyrtistúdíó í Egilshöll

- býður upp á snyrtingu og kennir augnháralengingar

Það hljóp á snærið hjá konum í Grafarvogi á dögunum en þá hóf Kristrún Sif Gunnarsdóttir, snyrtifræðimeistari og augnhárafræðingur starfsemi í Egilshöllinni. ,,Ég hef opnað lítið snyrtistúdíó inni á Manhattan hárgreiðslustofu í Egilshöllinni. Stofan er þannig séð ekki sérstök stofa en rýmið er stórt og rúmgott og þar vinn ég við snyrtingu fyrir konur og þar kenni ég líka konum augnháralengingar sem það vilja en áhugi á augnháralengingum er sífellt að aukast,” segir Kristrún Sif í samtali við Grafarvogsblaðið. Kristrún Sif er enginn byrjandi í snyrtifræðunum og hefur náð frábærum árangri á þeim 20 árum sem hún hefur unnið við snyrtifræði.

Á þessu ári vann hún titilinn ,,Lash artist of the year” sem eru aðal verðlaunin í alþjóðlegri augnhárakeppni sem heitir LASH OFF.

,,Að vinna þessi góðu verðlaun var gaman fyrir mig og í kjölfarið hafa komið út nokkrar greinar um mig og mína vinnu í erlendum fagtímaritum. Það er mjög skemmtilegt og mikil hvatning fyrir mig og viðurkenning á því sem ég hef verið að gera.”

Kristrún Sif er ánægð með byrjunina í Egilshöllinni og segir viðtökur hafa verið góðar. Við hvetjum áhugasmar konur að kíkja til hennar og er 20% afsláttur í boði ef þær sem til hennar koma framvísa auglýsingunni hér til hliðar.

Tólf spor – Andlegt ferðalag

Tólf sporin – Andlegt ferðalag í Mosfellsbæ í vetur. Undirbúningsfundur fyrir starfið í vetur verður í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3, 18. október kl. 19.30. Miðvikudagskvöldið 25. okt verður framhalds undirbúningsfundurr til frekari kynningar.

Opnu fundirnir eru ætlaðir svo fólk geti prófað og fundið út hvort sporavinna henti þeim. Eftir það hefst vinnan í 12. sporunum á lokuðum fundum.

Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

Grafarvogsblaðið

Ritstjórn / Auglýsingar

Sími 698-2844 / 699-1322

Fjörgynjarfélagar og starfsfólk BUGL.

Þann 9. nóvember verða árlegir

BUGL-stórtónleikar í Grafarvogskirkju á vegum Lionsklúbbsins Fjörgynjar. Um mikla tónlistarveislu verður að ræða þar sem fjöldi landskunnra tónlistarmanna kemur fram og hafa þeir ávallt gefið alla sína vinnu og gert tónleikana að veruleika öll þessi ár.

Fjölmargir aðrir aðilar hafa notið stuðnings frá klúbbnum m.a. Ljósið, Stuðlar, Eir, SPOEX, Umhyggja, Dropinn, Blindrafélagið, Sólheimar, Kraftur o.fl. Fjörgyn hefur í samstarfi við Grafarvogkirkju og Íslensku Kristskirkjuna tekið þátt í matargjöfum til fjölskyldna í Grafarvogi.

Án stuðnings fjölmargra aðila þar á meðal ykkar lesendur góðir væri þetta ekki mögulegt. Sjáumst á tónleikunum 9. nóvember næstkomandi. Fyrir hönd félaga í Lionsklúbbnum Fjörgyn Þór Steinarsson

Útfarar

Sólarhringsv rstofa Íslands

um til aðstandenda og ræð

Eiríksdót

Útfararstofa

ttir

ðum skipulag sé þess óskað 3300 & 565 5892 D

Hafnarfjarðar

Dofrahellu 9b

Meðal flytjenda í ár eru hinir landskunnu Baggalútar sem gefa sér tíma til að styðja gott málefni, þrátt fyrir að fram undan séu a.m.k. 14 tónleikar fyrir fullu húsi í Háskólabíói. Stórsöngvararnir Gissur Páll og Dísella taka nokkur lög. Fóstbræður opna tónlistarveisluna. Jasssöngkonan Rebekka Blöndal heillar væntanlega gesti með ljúfum tónum Sólarsambans. Rapparinn Emmsjé Gauti kemur fólki í stuð engin Klisja það. Friðrik Dór og Jógvan taka dúett. Eurovision stjörnurnar Systur stíga á stokk og Ellen birtist. Guðrún Árný tekur fjöldasöng að sínum hætti. Geir Ólafs tekur væntanlega My Way. Gréta Salome syngur og spilar á fiðlu og Helgi Björns fer e.t.v. á Land Rover til Kópaskers.

Að vanda mun Lionsklúbburinn

Fold vera með veitingasölu til styrktar sínum líknarsjóði. Í liðlega 30 ára sögu Fjörgynjar hafa margir aðilar notið stuðnings gegnum fé sem safnast hefur á stórtónleikum Fjörgynjar. Hér á eftir eru nokkrar myndir sem tengjast Grafarvogi, Barnaspítala hringsins og BUGL.

Brot úr sögu Fjörgynjar Frá stofnun klúbbsins 1990 hefur aðaláhersla verið stuðningur við æsku landsins. Fyrstu árin voru verkefnin bundin við Grafarvog. M.a. Skátafélagið Vogabúar, Skólahljómsveit Grafarvogs, Foldaskóli og Fjölnir.

Klúbburinn vann fjölmörg verk við byggingu Grafarvogskirkju. Lagði parket og flísar í kjallara, innréttaði fundaraðstöðu á 2.hæð sem kallast Lionssalurinn. Salurinn var m.a. notaður fyrir fermingarfræðslu. Salurinn nýtist í dag sem skrifstofa og fundarsalur.

Upp úr 1995 fór klúbburinn að beina verkefnum sínum meira að Barnaspítala Hringsins með ýmsum tækjagjöfum og stuðningi við hvítabjörninn Hring sem heimsækir börnin á BH.

Frá 2003 hefur klúbburinn aðallega stutt við BUGL (barna- og unglingageðdeild LSH). M.a. með rekstri 2ja bifreiða í samvinnu með Sjóvá og N1. Bifreiðarnar eru til afnota fyrir meðferðarteymi á BUGL.

Einnig hefur klúbburinn gefið margvíslegan búnað sem nýtist í starfi á BUGL.

Hitakassi og öndunarvél fyrir ungabörn.

Hvítabjörninn Hringur og Fjörgynjarfélagar.

Samstarf við Sjóvá og N1.

í myrkri!

Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

VISSIR ÞÚ?

KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.

ÞÚ

Haustið er núna farið að minna á sig. Fallegur árstími og haustlitirnir eru alltaf jafn yndislegir og breyta á svo fallegan hátt ásýnd náttúrunnar allt í kringum okkur í stutta stund áður en vetur konungur gengur í garð. Minn árstími hefur gjarnan verið haustið með sínum litum er skarta sínu fegursta og minna okkur á fjölbreytileika og dýrmæti mannlífsins. Eins og veturinn getur verið fallegur árstími, þá getur hann einnig verið víðsjárverður, því ólíkt sumrinu, þá tekur að dimma snemma af degi. Á þeim tíma ert þú og ég á ferðinni og meira en það, fólkið okkar, hin sönnu verðmæti í lífi okkar. Skólarnir eru byrjaðir og yngstu börnin eru að stíga sín fyrstu spor í skóla lífsins, eru að læra umferðarreglurnar og gæta þess að fara vel eftir þeim. En eins og með okkur öll, þá getur örlítil fljótfærni hjá gangandi vegfarendum og ökumönnum leitt til alvarlegra afleiðinga. Fyrir nokkrum árum komu fulltrúar frá Samgöngustofu og Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í heimsókn til okkar í guðsþjónustu. Þar ræddum við um mikilvægi þess að vera sýnileg í umferðinni. Fulltrúi Samgöngustofu sagði meðal annars, „Biblían hvetur okkur til að vera góð hvert við annað,

Sigurður Grétar Helgason, prestur í Grafarvogskirkju. - eftir Sigurð Grétar Helgason, prest í Grafarvogskirkju

hvers vegna getum við ekki verið góð hvert við annað í umferðinni“. Þetta eru orð að sönnu og minna okkur á að þær grundvallarreglur sem við setjum okkur í samskiptum okkar hvert við annað eiga einnig við í umferðinni. Einnig kom fram að á þeim tíma er fer að hausta, þá hringir fólk reglulega inn til Samgöngustofu og segir frá sínum raunum í umferðinni og spyr, hvers vegna er ekki gerð sú skylda að allir séu með endurskin á sér. Ástæða þess er sú að allt of fáir eru með endurskin á sér og sjást þar af leiðandi ekki vel. Þá gildir einu hvort við erum gangandi, hjólandi eða að búnaði ökutækja sé ábótavant. Þrátt fyrir að það er farið að bera meira á því að fatnaður og töskur eru í neon litum og með endurskini þá kemur mér það alltaf jafn mikið á óvart, hversu margir eru ómerktir. Orsakir margra slysa stafa oft af því að ökumenn koma ekki auga á vegfarendur í myrkrinu. Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna gríðarlega mikilvæg. Öryggismálum í umferðinni hefur fleygt áfram undanfarin ár eins og í tæknilegum framförum á ökutækjum, umferðarmerkjum, ljósmerkjum og fleira en

þrátt fyrir þann góða ávinning, þá halda slysin áfram að gerast. Það þarf ekki að fjölyrða um það að heilsan, lífið og fólkið okkar er okkur dýrmætast. Förum því varlega, njótum haustlitanna og bjóðum veturinn velkominn.

Í Grafarvogskirkju er boðið upp á fjölbreytt helgihald og uppbyggjandi starf þar sem allar manneskjur skipta máli. Við vonum að þú finnir þér þar þinn stað, vettvang og umgjörð sem gerir þig ríkari af gleði og kærleika í lífi og starfi. Njótum haustlitannna, sýnum aðgát og förum varlega!

Grafarvogskirkja.

Vanreifuð verðlaunatillaga um Keldnaland

- eftir Kjartan Magnússon

Við skipulag Keldnalands þarf að leggja mikla áherslu á samráð við íbúa Grafarvogs og taka fullt tillit til hagsmuna þeirra. Mikilvægt er að í Keldnalandi verði byggt fallegt og mannvænlegt hverfi en áhersla verði ekki lögð ofurþéttingu og hámarksgróða af lóðasölu eins og vinstri meirihlutinn í borgarstjórn stefnir að.

Aðkomu Grafarvogsbúa hafnað Niðurstöður skipulagssamkeppni um Keldnaland hafa nú verið kynntar. Við upphaf samkeppninnar óskuðu Íbúaráð Grafarvogs og Íbúasamtök Grafarvogs eftir því að fá fulltrúa í dómnefnd hennar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdu þessar óskir Grafarvogsbúa en meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar virti þær að vettugi. Aðkomu Grafarvogsbúa var þannig hafnað.

Fram hefur komið að meirihluti borgarstjórnar hyggist viðhalda ríkjandi lóðaskorti í borginni með því að takmarka lóðaframboð og halda þannig almennu íbúðaverði sem hæstu. Hámarksafrakstur hins opinbera verður þannig tryggður með okurverði til íbúðarkaupenda í Keldnalandi.

Kostnaður við samkeppnina nam um 100 milljónir króna. Í ljósi mikils kostnaðar við samkeppnina vekur furðu að í verðlaunatillögunni er skautað framhjá mörgum atriðum, sem varða margvíslega hagsmuni

núverandi íbúa Grafarvogs. Skulu nú nokkur atriði nefnd.

Ofurþétting Fyrirætlanir eru nú um að íbúabyggð rísi í Keldnalandi fyrir allt að 15 þúsund íbúa en áður voru mun lægri tölur nefndar eða 7-8 þúsund. Ef önnur áform um uppbyggingu í Grafarvogi ganga eftir gæti raunin orðið sú að íbúafjöldi hverfisins tvöfaldist: fari

Kjartan Magnússon.

úr 18 þúsundum í allt að 36 þúsund manns. Svo mikil fjölgun myndi hafa mikil áhrif á þá íbúabyggð, sem fyrir er í Grafarvogi, og lífsgæði íbúa.

Umferðarmálin óleyst Samkvæmt verðlaunatillögunni verða umferðartengingar Keldnalands

veigalitlar og þær munu því standa og falla með borgarlínunni.

Íbúar Keldnalands munu að miklu leyti sækja þjónustu í norðurhluta hverfisins: í Spöngina, Egilshöll og Borgarholtsskóla. Því er líklegt að umferð muni stóraukast um Víkurveg, Borgaveg og fleiri götur. Að óbreyttu geta þessar götur illa tekið við svo mikilli umferðarauk ningu eins og Grafarvogsbúar vita.

Of fá bílastæði Bílastæðaskipulag tillögunnar tekur ekki mið af aðstæðum og veðurfari í nyrstu höfuðborg heims. Of fá bílastæði verða í Keldnalandi og íbúum hverfisins er ætlað að ganga langar leiðir frá heimilum sínum að bílastæðahúsum.

Íþróttir og útivist Verði áðurnefnd íbúafjölgun í Gra-

farvogi að veruleika er ljóst að hverfisíþróttafélagið Fjölnir þyrfti á stóraukinni aðstöðu að halda í þágu barna- og unglingastarfs í hverfinu. Samkvæmt verðlaunatillögunni virðist hins vegar eiga að þrengja mjög að núverandi útivistarsvæðum og ekki er gert ráð fyrir íþróttasvæði fyrir hið nýja og fjölmenna hverfi.

Friðlýsing Grafarvogs

Undirbúningur að friðlýsingu Grafarvogs stendur nú yfir á vegum umhverfisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Lagt hefur verið til að grunnsævi, leirur og fjörur innan Grafarvogs, verði friðlýst, auk menningarminja og skilgreinds útivistarsvæðis hverfisins. Verðlaunatillagan tekur ekki mið af þessari vinnu og e.t.v. er höfundunum ekki kunnugt um hana.

Tillagan kynnt í Grafarvogi

Vonandi tekst að ráða bót á vanköntum verðlaunatillögunnar, í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Mikilvægt er að tillagan verði kynnt ýtarlega fyrir Grafarvogsbúum og þeim gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri vegna hennar. Ánægjulegt er að í síðustu viku samþykkti skipulagsráð Reykjavíkur tillögu Sjálfstæðisflokksins um að sýning á áðurnefndri verðlaunatillögu yrði sett upp í Grafarvogi svo Grafarvogsbúar gætu kynnt sér hana í sínu heimahverfi. Slík kynning verður vonandi til þess að sem flestir íbúar Grafarvogs kynni sér tillöguna og segi álit sitt á henni.

Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í íbúaráði Grafarvogs.

AÐ JEFFREY „THE DUDE“ LEBOWSKI

EKKI EAGLES.

KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.

Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, Ársæll Guðmundsson skólameistari, Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari og nemendur úr Borgarholtsskóla.

Á hverju ári stendur Embætti Landlæknis fyrir Forvarnardeginum í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóla og Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Í ár var Forvarnardagurinn miðvikudaginn 4. október.

Embætti landlæknis stóð fyrir málþingi í tilefni dagsins og fékk Borgarholtsskóli þann heiður að hýsa þingið. Margir góðir gestir komu á viðburðinn en þau sem fluttu ávörp voru forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, Alma Möller landlæknir, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Margrét Lilja Guðmundsdóttir en Dóra Guðrún Guðmundsdóttir var kynnir.

Ársæll Guðmundsson skólameistari og Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp fyrir hönd Borgarholtsskóla auk þess sem Flosi Jón Ófeigsson og Guðbjörg Hilmarsdóttir kennarar á listnámsbraut kynntu forvarnarverkefni sem unnið var undir þeirra umsjón í fyrra og fékk fyrstu verðlaun í verðlaunakeppni forvarnardagsins en nemendum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla býðst að taka þátt í árlegum verðlaunaleik þar sem þema keppninnar eru verndandi þættir. Arnar Már Atlason og Óðinn Már Gunnarsson sögðu frá gerð verðlaunaverkefnisins fyrir hönd síns hóps.

Nýnemar Borgarholtsskóla og nemendur úr 9. bekk Klébergsskóla voru viðstödd málþingið.

FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN BRÚIN

STÖRF AUGLÝSIR LAUS

Á FRÍSTUNDAHEIMILUM

Í GRAF

FAARVOGI

Það sparar tíma og pening að vinna nálægt heimilinu. Ef þú getur

nýtt umhverfisvæna samgöngumáta áttu rétt á samgöngustyrk.

Starfinu fylgja einnig möguleikar á að fá sund- og menningarkort hjá

g ásamt ýmsum styrkjum á vegum stéttarfélagsins. rg

Nánari upplýsingar á: r

eykjavik.is/storf

Fáðu vinnu í þínu hverfi frístundaheimilum Grafarvogs? gum samheldnum starfsmannahóp á einu af mör og skemmtilegum af partur vera Viltu Reykjavíkurbor íBor

í Húsaskóla Kastali í Engjaskóla Brosbær Frístundaheimilin okkar í Grafarvogi e

ru:

í Foldaskóla Regnbogaland rggaskóla Hvergiland

í Hamraskóla Simbað sæfari

við Rimaskóla Tígrisbær

sértæk félagsmiðstöð í Egilshöll Höllin

Æ FM A A S Æ GÆ G E ST / R ANI LI A J G G A EIL

Sex herb. íbúð á tveimur hæðum með bílskúr

- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11

Fasteignamiðlun Grafarvogs

kynnir 6 herbergja endaíbúð á þriðju og fjórðu hæð auk bílskúrs að Veghúsum 17 í Reykjavík. Eignin er samkvæmt þjóðskrá 171,3 fm og skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, fimm herbergi, tvö baðherbergi og þvottahús/geymslu auk bílskúrs.

Viðgerðir utanhúss eru eftirfarandi: Það er nýbúið að gera við múr, mála veggi og þak. Skipt var um stóra gluggann í stofunni og baðherbergisgluggann á neðri hæðinni. Einnig var skipt um gler í hinum stofuglugganum og allt gler í glugganum á gaflinum á efri hæðinni. Endanleg úttekt hefur ekki verið framkvæmd en verið er að vinna í að fá hana í gegn. Einnig var allur efri glugginn í sameigninni endurnýjaður. Allur kostnaður við þessar aðgerðir hefur verið greiddur. Einnig hafa nýlega verið farið í eftirfarandi viðgerðir innanhúss:

Nokkrir ofnar hafa nýlega verið endurnýjaðir. Það eru : Ofn í stærra herberginu á neðri hæðinni. Ofnar á báðum baðherbergjum. Allir ofnar við gaflgluggana á báðum hæðum, 4 stk. Einn ofn í stóra herberginu á efri hæðinni var fjarlægður til að skapa veggpláss.

Nánari lýsing neðri hæð: Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.

Gangur með parketi á gólfi. Eldhús með hvítri eldhúsinnréttingu og borðkrók, flísar á gólfi. Stofa/borðstofa björt og rúmgóð með eikarparketi á gólfi, gengt er út á suðvestursvalir úr stofu.

Svefnherbergin eru tvö á neðri hæð, bæði rúmgóð, skápar eru í herbergjum og harðparket á gólfum.

Baðherbergi á neðri hæð er flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu og baðkari, opnanlegur gluggi er á baðherbergi. Þvottahús/geymsla með

skolvaski innréttingu og hillum, flísar á gólfi.

Nánari lýsing efri hæð:

Góður stigi er upp á efri hæð. Á efri hæð eru þrjú rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi.

Þakgluggar eru á herbergjunum og einnig stór gluggi á einu þeirra, harðparket er á herbergjunum og stigapalli.

Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með upphengdu salerni, lítilli innréttingu og opnanlegur gluggi er á baðherberginu.

Möguleiki er að setja sturtuklefa eða baðkar.

Í sameign er hjólageymsla og lítil geymsla fyrir dekk og annað.

Bílskúr fylgir eigninni.

Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á arni@fmg.is og í síma 898-3459 eða Sigrúnu Stellu Einarsdóttur löggiltan fasteignasala á stella@fmg.is og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.

Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610

Þyrí Guðjónsdóttir. Hefur lokið námi til löggildingar sem fasteignasali, viðskiptafræðingur B.Sc. Sími: 891-9867

Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459

Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414

Ingunn Þorsteinsdóttir. Nemi í löggildingu fasteignasala s. 612-0906

VEGHÚS - 6 HERB.BÍLSKÚR

171,3 fm 6 herb. endaíbúð á 3. og 4. hæð auk bílskúrs.

Virkilega falleg íbúð með góðum gólfefnum og innréttingum. Mikið útsýni og suðvestur svalir. Fimm svefnherbergi.

SUÐURHÚS - SÉRHÆÐSTÓR BÍLSKÚR

Efri sérhæð í tvíbýli. 201,6 fm, þar af 49,7 fm bílskúr. Þrjú svefnherbergi og auðvelt að setja það fjórða upp. Sólskáli, stór sólpallur. Mjög góðar innréttingar og gólfefni.

er björt og rúmgóð með eikarparketi á gólfi.

Spöngin 11 - 112 Reykjavík Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst

EIGNUM Í GRAFARVOGI

LÓMASALIR - 2. HERB.STÆÐI Í LOKAÐRI BÍLAGEYMSLU

Mjög góð 73,4 fm 2ja herb. íbúð ásamt 9,7 fm geymslu og stæði í lokaðri bílageymslu. Fallegt útsýni er úr íbúðinni. Mjög góðar innréttingar og gólfefni. Þvottahús innan íbúðar.

BREIÐAVÍK - STÓR 3.HERBERGJA

95,7 fm íbúð á jarðhæð með suður sólpalli og heitum potti. Sér inngangur af opnum svalagangi. Björt og vel útbúin íbúð með nýlegri eldhúsinnréttingu og nýlegum ljósum gólfefnum.

HEIMSENDI - KÓPAVOGUR

277 fm. 20 hesta hús. 10 stýjur fyrir 20 hesta, hlaða, forstofa, kaffistofa, setustofa og snyrting með wc og sturtuklefa. Gott gerði er við húsið og steypt stétt með handriði er meðfram húsinu.

Stofa/borðstofa
Eldhús með hvítri eldhúsinnréttingu og borðkrók, flísar á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með upphengdu salerni.
Gengt er út á suðvestursvalir úr stofu.

Kirkjufréttir

Í vetur verður mikið um að vera í Grafarvogssöfnuði eins og ávalt!

Messur í kirkjunni

Alla sunnudaga eru messur í kirkjunni kl. 11:00. Helgihald þar er fjölbreytt og messuformið klassískt. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Allra heilagra messa 5. nóvember kl. 11:00

Boðið verður upp á guðsþjónustu til minningar um þau er látist hafa. Við kveikjum á kertum og nefnum sérstaklega nöfn þeirra sem hafa verið jarðsungin í Grafarvogskirkju undanfarið ár og þeirra sem prestar safnaðarins hafa jarðsungið í öðrum kirkjum. Eftir stundina verður kaffisamsæti til styrktar líknarsjóði kirkjunnar og verður tekið við frjálsum framlögum í sjóðinn.

Vörðumessur í Kirkjuselinu

Alla sunnudaga yfir vetrartímann eru Vörðumessur í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Kertaljósastund og heilög máltíð. Við deilum sögum og hlöðum vörður. Ljúf tónlist. Vox Populi leiðir söng.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á neðri hæð kirkjunnar alla sunnudaga kl. 11:00. Brúðuleikhús, tónlist, sögur, leikir og annað skemmtilegt. Umsjón hafa Hulda Berglind Tamara og Anna Bíbí. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu

Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum. Kyrrðarstundir Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði.

Vilt þú verða vinur Grafarvogskirkju?

Vinavetur og vinakvöld í Grafarvogskirkju Í vetur verður lögð áhersla á vináttu í Grafarvogskirkju og 23. nóvember kl. 19:30 verður haldið vinakvöld.

Í kirkjunni leggjum ríka áherslu á kærleikann en vináttan er ekki síður mikilvæg. Það er öllum manneskjum nauðsynlegt að eiga vini, fólk sem styður okkur, sem við getum speglað okkur í og treyst fyrir okkur sjálfum. Í vetur ætlum við að bjóða þér að gerast vinur kirkjunnar og eignast vini og samfélag í kirkjunni um leið. Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu kirkjunnar, Facebooksíðunni og Instagram.

Barna- og unglingastarfið

Mikið starf er í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogssöfnuði. Þar er æskulýðsstarf og starf fyrir börn á öllum aldri vikulega í allan vetur. Nánari upplýsingar um starfið og dagskrár er að finna á heimasíðu kirkjunnar.

6-9 ára starf er á þriðjudögum kl. 17:00-18:00 í Grafarvogskirkju.

10-12 ára starf er á þriðjudögum kl. 18:15-19:15 í Grafarvogskirkju.

6-9 ára starf er á fimmtudögum kl 17:00-18:00 í Kirkjuselinu.

10-12 ára starf er á fimmtudögum kl. 18:15-19:15 í Kirkjuselinu. Æskulýðsfélagsstarfið er á þriðjudögum kl. 20:00-21:30 í Grafarvogskirkju. www.grafarvogskirkja.is

Félagsstarf fullorðinna

Opið hús er í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00 fyrir eldri borgara og önnur sem hafa lausa stund á daginn. Stundin hefst á fræðslu eða skemmtiefni og samsöng í kirkjunni. Þá er boðið upp á handavinnu, spil og spjall. Síðan er kaffi og veitingar í boði á vægu verði. Farið er í haust- og vorferð auk annarra skemmtilegra viðburða.

Djúpslökun

Djúpslökun er alla fimmtudaga kl. 17:00 í vetur. Tímarnir hefjast á léttum æfingum til að undurbúa líkamann fyrir djúpa og góða slökun með kristilegu ívafi. Tímarnir henta bæði þeim sem eru byrjendur í yoga og lengra komnum. Djúpslökunin er gjaldfrjáls og tímana leiðir Jarþrúður Karlsdóttir yogakennari.

Foreldramorgnar

Sameiginlegir foreldramorgnar og krílasálmar Grafarvogs- Guðríðar- og Árbæjarkirkju eru á þriðjudögum í Guðríðarkirkju kl. 10-12. Söngur, tónlistarupplifun, spjall og kaffi. Umsjón hafa: Ingunn Björk djákni í Árbæjarkirkju, María Rut prestur í Guðríðarkirkju ásamt öðru starfsfólki safnaðanna.

Barna- og unglingakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju Það eru mikil gleðitíðindi að tilkynna að Grafarvogskirkja og Tónlistarskólinn í Grafarvogi munu nú fara í aukið samstarf um að efla söng og tónsköpun hjá börnum og unglingum. Aukið samstarf felur í sér samruna tveggja barnakóra sem saman bera titilinn Barna- og unglingakór Grafarvogs. Kóræfingar verða aldursskiptar fyrir yngri (1.-3. bekkur) og eldri kór (4.-10. bekkur). Yngri kórmeðlimum býðst að bæta við sig hljóðfærasmiðju sem er liður í forskólanámi Tónlistarskólans í Grafarvogi. Eldri kórinn mun vinna að meira krefjandi söngverkefnum og hljóta leiðsögn í söngtækni og fjölradda söng. Kórstjóri er Auður Guðjohnsen. Hljóðfærasmiðju kennir Sævar Helgi Jóhannsson. Æfingar eru á þriðjudögum í Grafarvogskirkju: Yngri kór - Forskóli

16:30-17:00Hljóðfærasmiðja (flauta og ásláttarhljóðfæri)

17:00-17:40 Söngur/kór

Eldri kór – Sönghópur

17:20-18:20 Söngur/kór

Skráning fer fram á www.tongraf.is. Veljið flipann „Sækja um“. Til að sækja um yngri kór, veljið Forskóli en fyllið inn í viðbótarupplýsingar ef barnið á einungis að sækja kóræfingar án hljóðfærasmiðju. Til að sækja um eldri kór, veljið Sönghópur. Einnig er hægt að hafa samband við kirkjuna og fá frekari upplýsingar.

Kórgjald:

Yngri kór haust og vorönn kr. 60.000,Eldri kór haust og vorönn kr. 60.000,Yngri kór og hljóðfærasmiðja haust og vorönn kr. 120.000,- Hægt er að nýta frístundastyrk og skipta í allt að sex greiðslur í Sportabler. Systkinaafsláttur er 10%. 25% afsláttur er af kórgjaldi ef meðlimir sækja einnig hljóðfæranám við tónlistarskólann.

Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30. Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!

Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00.Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu. Við bjóðum nýja og eldri þátttakendur hjartanlega velkomin og viljum sjá sem allra flest og einmitt þig! Sjá nánar á Facebooksíðu Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirku. Dagsetningar næstu vikna eru: 17. október, 31. október, 14. nóvember og 28. nóvember.

Prestar og djákni safnaðarins: Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is

Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is

Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is

Sími: 587 9070

Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is

Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!

Bókaðu á netinu
B ða 13 Breiðhöf
Grafarvvogur

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.