








7. tbl. 34. árg. 2023 júlí
Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi
Ódýri ísinn
Spöngin
Allar almennar bílaviðgerðir
Gylfaflöt
Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili
2
Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is
Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.
Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is
Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322.
Útlit og hönnun: Skrautás ehf.
Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is
Prentun: Landsprent ehf.
Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri.
Dreifing: Póstdreifing.
Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.
Það hefur verið erfitt að vera Íslendingur og búa á suðvesturlandi.
Sérstaklega hefur það verið mörgum erfitt í sumar enda veðrið verið ömurlegt í alla staði. Ekki sést til sólar vikum saman og rigning alveg linnulaus langtímum saman.
Það er ekki aðeins mannfólkið sem hefur fengið að finna fyrir leiðinlegu veðri. Gróðurinn, til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu, hefur heldur betur fengið að finna fyrir því. Sérstaklega þar sem vestan og suðvestan áttir hafa staðið af hafi. Seltan hefur drepið gróður í stórum stíl og það mun taka trjágróður sem lifir þessar hörmungar af mörg ár að ná sér.
Og svo loksins þegar fer að birta til í veðráttunni síðustu dagana hellast yfir okkur fréttir af refsiverðu hátterni yfirmanna í bankageiranum. Bankastjóri hefur nú sagt af sér og fleiri yfirmenn eins bankans. Framkoma þessa fólks í garð eigenda bankans hefur verið hrikaleg og þetta fólk hefur stjórnað bankanum sem sínum eigin banka. Enn á eftir að birta starfslokasamninga þessa fólks og þá mun enn meira hneyksli koma í ljós. Er ekki kominn tími til að stjórnvöld vakni af værum blundi og setji á myndarlegan bankaskatt? Það er fyrir löngu tímabært að láta bankana greiða meira til samfélagsins enda gróði þeirra hrikalegur ár eftir ár.
Að öðru. Á dögunum frestaði matvælaráðherra hvalveiðum fram í ágúst og blés þar með vertíðina af korteri fyrir upphaf hennar. Þessi vinnubrögð eru ámælisverð og ekki hægt að koma svona fram við 150 starfsmenn Hvals sem reiknað höfðu með miklum tekjum og gert alls konar ráðstfanir. Ríkið verður að koma þessu fólki til aðstoðar. Hitt er að aldrei má líða að ekki sé farið eftir reglum um velferð dýra. Það er ekki með nokkru móti hægt að líða að margar klukkustundir taki að murka lífið úr Langreyðum og þeir aðilar sem treysta sér ekki til að drepa hvali nánast á svipstundu eiga ekki að fá leyfi til slíkra veiða. Að pína dýr er algjörlega óásættanlegt. Þetta hvalamál er mjög erfitt en alltaf skal hafa velfeð dýranna í fyrsta sæti. Þau eiga sér engan talsmann nema þann sem sér um að settum reglum um velferð þeirra sé fylgt. Stefán Kristjánsson
- Fanney Gunnarsdóttir, formaður Íbúaráðs Grafarvogs, skrifar
Í vor fékk íbúaráð Grafarvogs kynningu á störfum samfélagslöggu, sem er tiltölulega nýtt starfssvið innan lögreglunnar. Tveir lögreglumenn sinna Grafarvogi, ásamt fleiri nærliggjandi hverfum, með aðsetur á Vínlandsleið 2-4.
Við viljum hvetja fólk til að fylgjast með samfélagslöggunum á Instagram - samfélagslöggur. Það má segja að hér sé verið að endurvekja gömlu hverfalögregluna og er það vel. Samfélagslöggur leggur mikla áherslu á forvarnir, að heimsækja nemendur í skólum hverfisins, vinna gegn og uppræta ofbeldishegðun, að koma inn í félagsmiðstöðvar og mæta á fundi með foreldrum. Samfélagslöggur vinna þétt með skólastjórnendum og stoðþjónustunni í hverfinu. Það er jafnframt stefnt að auknum sýnileika og fræðslu á samfélagsmiðlum en nú þegar er að finna fjölbreytt fræðsluefni á síðu lögreglunnarhttps://www.logreglan.is/fraedsla/
Löggan leggur mikla áherslu á góða samvinnu, að kynnast unglingunum í hverfinu og hvetur til samstöðu íbúa í Grafarvogi. Á fundinum með íbúaráðinu kom fram að lögreglan vill endilega fá allar tilkynningar um afbrot í hverfinu og segir að það skipti miklu máli að
VISSIR ÞÚ?
fá allt skráð því með því móti fáist betri og réttari yfirsýn yfir stöðuna hér í hverfinu. Bent er á að hægt er að tilkynna bæði í gegnum síma og á netinu https://www.logreglan.is/adstod/hafdu-samband/. Við í íbúaráðinu urðum margs
Fanný Gunnarsdóttir formaður íbúaráðs Grafarvogs.
vísari og þar sem ráðið er skipað fólki sem kemur úr ólíkum áttum reynum við að tryggja að upplýsingar um fjölþætt og nauðsynlegt starf samfélagslöggunnar berist sem
víðast.
Því hefur oft verið haldið fram að sumarið reynist mörgum unglingum skeinuhætt. Það vantar fasta punktinn í tilveruna sem er skólinn og þó að krakkar fari að vinna fylgir löngum björtum kvöldum oft meiri útivera, minna utanumhald og meiri peningar.
Yfir sumartímann verður oft breyting á vina- og félagahópnum - nýir félagar, ný viðmið og nýr þrýstingur. Samtakamáttur foreldra og nærsamfélagsins skiptir miklu. Foreldrar ættu að leggja sig fram um að kynnast vinum og félögum barna sinna og einnig foreldrum krakkanna í félagahópnum.
Foreldrar eiga ekki að hika við að setja sig í samband við foreldra félaga barna sinna og stilla saman strengi því eins og fram kom í máli samfélagslöggunnar skiptir samstaðan miklu máli.
Aðeins með samvinnu og samtakamætti allra náum við að fylgja börnum eftir og skapa þeim öryggi.
Að endingu óskar íbúaráð þess að Grafarvogsbúar eigi gott og gleðilegt sumar.
f.h. íbúaráðs Grafarvogs, Fanný Gunnarsdóttir formaður
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00
Fréttir frá Fjölni
Frábær árangur hjá 4. flokki kvenna í knattspyrnu
á Barcelona girls Cup:
Fjórði flokkur kvenna í knattspyrnu hjá Fjölni fór í síðustu viku í æfingaog keppnisferð til Spánar. Stefnan var tekin á Salou þar sem alþjóðlegt mót stúlkna í knattspyrnu er haldið ár hvert, Barcelona girls cup.
Flogið var út þriðjudaginn 6. júní og náði hópurinn nokkrum æfingum fyrir mótið sem hófst þann 10. júní. Þar voru 28 Fjölnisstelpur mættar galvaskar og tvö lið skráð til leiks.
Fjölnir 2 byrjaði mótið illa fyrri keppnisdaginn en sótti heldur betur í sig veðrið og endaði mótið á mjög svo flottum og jákvæðum nótum.
Mikill stígandi var í liðinu og klárt að þessi æfinga- og keppnisferð kemur á réttum tíma og eflir liðið fyrir næstu leiki á Íslandsmótinu hér heima.
Fjölnir 1 byrjaði mótið með miklum látum og frábær spilamennska og mikil barátta skilaði liðinu í undanúrslit. Sá leikur tapaðist með einu marki, fyrir liðinu sem endaði á því að sigra mótið.
Í leiknum um þriðja sætið mættu stelpurnar liði Aftureldingar í hörkuleik þar sem ekkert var gefið
eftir. Fjölnir komst yfir í byrjun seinni hálfleiks en Afturelding náði að jafna leikinn með síðustu spyrnu leiksins.
Vítakeppni þurfti því til að fá niðurstöðu. Vítakeppnin var æsispennandi og þurfti bráðabana til, en að lokum náðu Fjölnisstelpur að tryggja sér sigur.
Stelpurnar töpuðu aðeins einum leik á mótinu, í undanúrslitum. Frábær árangur og mikill stígandi hjá liðinu.
Með hópnum í Salou voru þjálfararnir Halldór Bjarki Guðmundsson og Andri Freyr Björnsson. Fararstjórar með hópnum voru hjónin Einar Ásgeir og Erna Margrét Arnardóttir. Þá fylgdu fjölmargir foreldrar hópnum út og skapaðist mikil og góð stemning innan foreldrahópsins.
Stelpurnar náðu líka að skemmta sér vel á milli æfinga og leikja, farið var í bæði leiktækja- og vatnsleikjagarð.
Stelpurnar stóðu sig frábærlega í alla staði og voru sér og félaginu til mikils sóma.
Myndir: Ragnar Lárus
- Hagstætt verð og vönduð vinna
- Ný og viðurkennd efni
- Eyðum líka meindýrum
Mikið stuð er búið að vera á sumarnámskeiðunum hjá Fjölni núna í júní. Nú fer starfið í stutt sumarfrí en við snúum aftur 4. ágúst en þá byrja fjölgreinanámskeiðin líka. Á fjölgreinanámskeiðunum fá börn fædd á árunum 2014-2017 tækifæri til að prófa þær íþróttagreinar sem í boði eru hjá Fjölni. Takk fyrir samveruna í júní og við hlökkum til að sjá sem flesta í ágúst! (Frétt frá Fjölni)
Leikskólinn Fífuborg átti 30 ára afmæli þann 18. janúar síðast liðinn og af því tilefni var haldin hátíðar vinastund í sal leikskólans þar sem börnin opnuðu gjöf frá foreldrafélaginu og sungu saman.
Börnin borðuðu pizzu í hádeginu og köku í kaffinu og gerðu ýmislegt skemmtilegt yfir daginn sem þau höfðu óskað eftir að gera á þessum hátíðisdegi.
Opið hús var haldið á vordögum þar sem gestum og gangandi var
boðið í leikskólann að fagna þessum áfanga með okkur.
Boðið var upp á ýmsar kræsingar og til sýnis voru verk eftir börn leikskólans sem urðu til í gegnum könnunaraðferðina. Einnig var til sýnis verkefnið Umhverfismennt- Ella endurvinnsludúkka en leikskólinn fékk hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur árið 2019 fyrir það verkefni.
Marga góða gesti bar að garði en í þeim hópi voru fyrrum stjórnendur og
starfsfólk skólans, fyrrum foreldrar, fulltrúar frá Skóla- og frístundarsviði, stjórnendur frá öðrum leikskólum í Grafarvogi og börnin og foreldrar/forráðamenn þeirra. Leikskólinn fékk margar fallegar gjafir í tilefni dagsins og þökkum við kærlega fyrir þær og öllum sem komu og fögnuðu þessum áfanga með okkur.
(Frétt frá Fífuborg)
Uppskriftin frá Hafinu að þessu sinni er í senn spennandi og girnileg. Gaman er að breyta til og Langa er afar bragðgóður fiskur sem gaman er að matreiða.
Við skorum að venju á lesendur að setja sig í stellingar og prófa.
1 kg Langa. 1 1/2 sítróna.
1 1/2 appelsína. 3 hvítlauksrif skorin í þunnar sneiðar. 1 rauðlaukur skorinn í báta. Svartur pipar (eftir smekk). Vorlaukur, 4 stilkar skornir í litla bita.
1/2 rauður chili skorinn í þunna hringi. ca 1 dl / 1/2 bolli ólífuolía. Sjávarsalt (eftir smekk).
Gæðin skipta máli -
Sítrus Langan er frábær í fiskrétti og þessi er afar girnilegur.
Skerið löngu í hæfilega bita og setjið í eldfast mót og marinerið með safa úr hálfri appelsínu, safa úr hálfri sítrónu, rauðlauk, pipar,
salti, vorlauk, hvítlauk, chili og afganginum af sítrónu og appelsínu skornum í báta.
Marinerið í um 30 mínútur. Hitið ofninn í 180ºC
Hellið ólífuolíunni yfir fiskinn og bakið í um 30 mínútur.
Takið fiskinn út úr ofninum og berið fram með jógúrtsósu, grænu salati.
Uppskriftin er frá Kristjönu Steingrímsdóttur.
Verði ykkur að góðu.
Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið við opnun Elliðaánna.
Fer aðrar leiðir til að virkja nemendur
Mikael fer aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Hann hefur meðal annars boðið upp á valáfanga í fluguveiði í Rimaskóla og kynnt fluguveiði fyrir unglingum af eigin frumkvæði þar sem hann blandar saman kennslu í náttúru- og líffræði við kynningu á fluguveiði sem íþrótt og góðu útivistartækifæri.
Nemendur fá fræðslu um stangveiði, fara í flugukastkennslu, fá kennslu í veiðibúnaði, læra um og prófa fluguhnýtingar, fá fræðslu um lífríki í ám og vötnum og fara í veiðiferðir. Markmiðið með veiðiáfanganum er að blanda saman áhuga á stangveiði og kennslu í náttúru- og líffræði, íþróttum og listum. Mikael hefur gert þetta af eigin frumkvæði og er það liður í að kynna fyrir ungu fólki í hverju fluguveiði felst og kenna þeim að njóta í leiðinni náttúrunnar við Elliðaárnar sem er nánast við túnfótinn hjá Rimaskóla. Þessa viku er Mikael einmitt með hóp af unglingum úr Rimaskóla í veiðiferð í Elliðaánum og voru þau mætt í morgun til að fagna með kennara sínum.
Auk stangaveiði hefur hann boðið upp á óvenjulegar valgreinar en þeirra á meðal eru: Ökuskóli Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens og hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni. Þá hefur Mikael einnig boðið upp á valáfanga um Evrópuknattspyrnuna þar sem farið er yfir leiki vikunnar í stærstu deildum Evrópu, farið í gamla tölvuleiki og borðspil.
Hikar ekki við að koma með að koma gleðina inn í skólastarfið
Skólastjóri Rimaskóla Þóranna Rósa Ólafsdóttir segir Mikael efla góðan starfsanda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið. ,,Hann hefur unnið þrekvirki við að efla áhugasvið nemenda sem eru komnir með skólaleiða. Mikael nálgast nemendur á fjölbreyttan hátt.”
Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, en þetta er virkilega ánægjulegt. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir kennsluna, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nemendum Rimaskóla“.
Reykvíkingur ársins opnaði svo Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 83 ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi við Mikael um kennarastarfið og valgreinarnar sem hann hefur boðið upp á. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána en að því loknu héldu Mikael og ungmennin í veiði í Elliðaánum. (Frétt frá Reykjavíkurborg)
- óska eftir stuðningi Grafarvogsbúa við að vinna 4. deildina í sumar
Vængir Júpíters er knattspyrnulið í Grafarvoginum sem leikur í 4. deildinni og er að gera mót þar á þessu tímabili og situr í efri hluta deildarinnar það sem af er sumri. Vængir var stofnað fyrst um aldamótin en í þeirri mynd sem liðið er þekkt í dag var félagið endurvakið árið 2014. Vængir byrjuðu í 4. deild og urðu deildarmeistarar þar árið 2015 eftir glæsilegt tímabil, því var haldið upp í 3. deildina þar sem liðið var mestmegnis næstu árin og var 4. sætið besti árangur liðsins í þeirri deild. Leiktíðin í fyrra fór ekki eins og óskað var eftir og var fall aftur niður í 4. deildina raunin. Vængir Júpíters er venslalið Fjölnis og hópurinn samanstendur af 99% uppöldum leikmönnum Fjölnis fyrir utan aðalmarkmanninn, en hann var varamarkmaður aðalliðs Fjölnis í fyrra. Tengslin við Fjölni felast í samstarfi með 2. flokki Fjölnis þar sem nokkrir efnilegir leikmenn fá að spila með Vængjum til að öðlast reynslu í meistaraflokksbolta. Stefnan er sett hátt og ætla Vængir sér að fara upp um deild og bjóða Grafarvogsbúum upp á 3. deildar knattspyrnu næsta sumar og vona þeir að sú velgengni laði að fleiri áhorfendum á heimaleiki sína sem eru spilaðir á gervigrasinu fyrir utan Egilshöll. Vængir hafa einnig reynt fyrir sér á Futsal sviðinu. Árin 2018 og 2019 voru góð hjá Vængjum þar sem liðið
vann Íslandsmótið og keppti því fyrir hönd Íslands í UEFA Champions League í Futsal þar sem við héldum út fyrir landsteinana til Svíþjóðar og Kýpur. Vængir Júpíters hefur alltaf staðið fyrir sterkri vináttu en liðið var stofnað af vinum fyrir vini. Það hefur haldið sér enn þann dag í dag og eru þetta allt vinir úr 112 Grafarvogi og því allir með miklar tilfinningar og hjarta til hverfisins og eru klárir að sýna það í formi ástríðu á fótboltavellinum. Sjarminn er mættur aftur með ungum uppöldum Fjölnismönnum sem langar í meira og komast á hærra plan með Vængjum. Þjálfari og framkvæmdarstjóri liðsins vinnur daga og nætur svo að búnaður og umgjörð sé í sem hæstum gæðaflokki.
Framtíðarmarkmið eru þau að halda áfram að byggja upp góða liðsheild, stemmningu og koma liðinu upp í 2. deild, vera stöðugir þar svo að Fjölnir geti komið meira inn í þetta og leyft ungum strákum að spila á góðum stað áður en þeir fara spila með meistaraflokki Fjölnis. ,,Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa þessa frábæru drengi á hverjum degi og sjá þá vaxa og dafna og mótast sem einstaklinga,” segir Kristinn Jóhann Laxdal, þjálfari Vængja
,,Það hefur verið hrikalega gaman að fylgjast með strákunum í liðinu
þetta sumarið það sem af er. Við Vængir höfum verið að fljúga og erum að ná í góð úrslit í byrjun móts sem er jákvætt fyrir komandi leiki í sumar og
ætlum við okkur að uppskera vel í lok móts og henda okkur aftur upp í 3. deildina. Það var gríðarlega mikið svekkelsi að falla í fyrra þar sem mér fannst við ekki standa okkur illa frammistöðulega séð, en úrslitin vildu einfaldlega ekki koma sem endaði jú með falli niður í 4. deild. Við tókum það bara á kassann og byrjuðum strax að elda upp nýja formúlu fyrir næstu leiktíð. Fengum nokkra nýja gæða leikmenn inn í þetta verkefni í bland við hörku æfingar í vetur þar sem við æfðum af mikilli ákefð. Með það í huga er gífurlega gaman að sjá alla sprettina og hlaupin í vetur vera skila sér loksins inn á vellinum með góðum úrslitum og verandi ofarlega á töflunni í 4. deildinni, það er gríðarlega ljúft eins og Anton Freyr orti um árið! Það sem hefur einkennt okkur Vængi er stemning í bland við gæði og hefur
það reynst okkur góð uppskrift að velferð í sumar og við stefnum á að halda því ótrauðir áfram. Gæðin eru náttúruleg hjá okkar leikmönnum en stemningin er eitthvað sem við höfum verið að gróðursetja í vetur og hún er að blómstra núna sem endurspeglar sig inn á vellinum og er vélin í okkar frammistöðum. Kiddi og Bjö þjálfarar hafa séð um að stemningin sé í toppstandi og erum við því þakklátir fyrir okkar frábæru þjálfara. Við viljum einnig þakka Þrumunni fyrir að styðja við bakið á okkur á öllum tímum, þeir eru búnir að vera gjörsamlega geggjaðir og vonum við innilega að meira magn af fólki í Grafarvoginum fari að kíkja á heimaleiki hjá okkur fyrir utan Egilshöllina í sumar því við lofum hrottalegri stemningu og skemmtun. Áfram Vængir! Eyþór Daði Hauksson
Ritstjórn / Auglýsingar
Sími 698-2844 / 699-1322
Þann 1. júní síðastliðinn var haldin 30 ára afmælishátíð Rimaskóla. Dagurinn hófst hjá nemendum með frumsýningu á leikritinu Lína langsokkur sem sýnt var úti í grenndarskógi skólans. Nemendur sjöttu bekkja setti upp sýninguna og leikstjórn var í höndum Ástbargar Rutar Jónsdóttur. Sýningar voru þrjár þennan dag og hver sýning var rúm klukkustundar löng. Fjórar stúlkur skiptu með sér hlutverkum Línu langsokkar og sýndu þær allar leiksigra í túlkunum sínum. Aðrir nemendur skipuðu önnur hlutverk sem og tæknimál. Sjá frekari myndir á heimasíðu Rimaskóla.
Opið hús var fyrir aðra gesti frá kl. 17:00-19:00 og sáu nemendur og foreldrar 6. bekkja um kaffisölu til styrktar ferðasjóði árgangsins. Verkefni nemenda frá skólastarfinu og þemadögum voru til sýnis ásamt lokaverkefni 10. bekkja. Fjöldi fólk lagði leið sína á hátíðina og mátti meðal annars sjá fyrir utan núverandi nemendur og starfsmenn, útskrifaða nemendur, fyrrum starfsmenn og aðra velunnara skólans.
Nemendur í 4. og 5. bekk sýndu dans í salnum, bókasafnið var með uppistand þar sem gestir gátu komið upp og tjáð sig í míkrafón.
Að sjálfsögðu var hægt að setjast niður að tefla en gömul myndaalbúm voru einnig ein af vinsælustu stöðvum hátíðarinnar.
Þessar fjórar stúlkur fóru með hlutverk Línu langsokks.
Fjölmenni mætti á afmælishátíðina í Rimaskóla.
Miðvikudaginn 7. Júní síðastliðinn var haldinn sjálfboðaliðahittingur fyrir sjálfboðaliða í Vinaverkefnum og Vinahópum Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Þessi sjálfboðaliðahittingur var vel sóttur af öflugum sjálfboðaliðum í verkefnunum og við þetta skemmtilega tilefni var sjálfboðaliða að nafni Bjarni Eggertsson sem er Grafarvogsbúi gefin viðurkenning fyrir framúrskarandi starf sitt í þágu mannúðar, en hann Bjarni hefur nú þegar gengið í 60 klst. Ásamt sínum gönguvin í Vinaverkefninu Gönguvinir. Vinaverkefni Rauða krossins miða að því að draga úr félagslegri einangrun og auka við félagslega þátttöku fólks. Hlutverk sjálfboðaliða okkar er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vinaverkefnið Gönguvinir snýst um það að sjálfboðaliði Rauða krossins heimsækir gönguvin sinn að jafnaði einu sinni í viku og er farið saman í göngutúr. Mikilvægi hreyfingar þekkjum við flest en hreyfing getur hiklaust stuðlað að bættri heilsu og lengra lífi. Gönguvinir eru því tilvalið úrræði fyrir þá sem vilja njóta bæði útiveru og góðrar samveru. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga og/eða þörf á að kynna sér Vinaverkefni Rauða krossins þá viljum við endilega benda á vefsíðu okkar raudikrossinn.is
Bjarni Eggertsson með viðurkenninguna.
Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir bjarta og vel skipulagða efri sérhæð í tvíbýli við Suðurhús 10 í Reykjavík. Eignin er samkvæmt þjóðskrá 201,6 fm, þar af 49,7 fm bílskúr. Eignin er vel staðsett í grónu hverfi með miklu útsýni.
Komið er inn í rúmgóða forstofu, þaðan er gengið upp á efri hæð hússins, einnig er gengið úr forstofu í eitt herbergjanna, snyrtingu og í bílskúrinn. Á efri hæð er stofa, borðstofa, sólskáli, eldhús, þvottahús, baðherbergi og tvö svefnherbergi.
Nánari lýsing:
Neðri hæð
Forstofa er flíslögð með rúmgóðum innbyggðum skápum.
Á neðri hæð er eitt rúmgott herbergi, parketlagt og með skáp.
Efri hæð
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, stofa með parket á gólfi og borðstofa flísalögð, gengið er úr stofu út í rúmgóðan sólskála, gengt er úr sólskála út á stóran suður sólpall.
Eldhús er með góðum hvítum innréttingum og gólf er flísalagt.
Þvotahús með innréttingum er innaf eldhúsi og
þaðan er útgengt út í garð bakvið húsið.
Baðherbergi er flísalagt, með góðri innréttingu og bæði sturtuklefa og baðkari.
Á efri hæð eru hjónaherbergi og annað barnaherbergjanna, þau eru rúmgóð með skápum og parketi á gólfi.
og
eru bjartar og rúmgóðar, stofa með parket á gólfi og borðstofa flísalögð, gengið er úr stofu út í rúmgóðan sólskála, gengt er úr sólskála út á stóran suður sólpall.
Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610
Jón Einar Sverrisson löggiltur fasteignaog skipasali s: 862-6951
Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459
Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414
LÓMASALIR - 2. HERB. OG
STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU
Mjög góð 2.herbergja útsýnisíbúð auk stæði í lokaðri bílageymslu í 4.hæða lyftuhúsi. Fallegar innréttingar, físar og parket á gólfum, þvottahús innan íbúðar. Suðvestur svalir. Íbúðin er 73,4 fm og geymsla 9,7 fm.
HEIMSENDI - HESTHÚS
Sérlega vandað 277 FM 20 hesta hús. 10 stýjur fyrir 20 hesta, hlaða, forstofa, kaffistofa, setustofa og snyrting með wc og sturtuklefa. Nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson löggiltur fasteignasali sími. 898-3459, 5758585 og arni@fmg.is
Spöngin 11 - 112 Reykjavík Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst
BAKKASTAÐIR - 4.HERB
OG BÍLSKÚR
Mjög falleg íbúð á jarðhæð með sér inngangi, eignin skiptist í 127,4 fm íbúð og 27 fm fullbúinn bílskúr. Tveir sólpallar, mjög góðar innréttingar, parket og flísar á gólfum.
5 HERBERGJA OG BÍLSKÚR
5 herb. endaíbúð á þriðju og efstu hæð að Björtuhlíð í Mosfells bæ. Íbúðin er 131 fm og bílskúr 28 fm. Þrjú svefnherbergi auk sjónvarps/gestaherbergi. Sólstofa, suður svalir, arinn í stofu. Afar björt og vel skipulögð eign.
EYRARHOLT HAFNARFJ.4ra HERB. - ÚTSÝNI
Vönduð og falleg 116,5 fm íbúð á 3. og efstu hæð.
Mikið útsýni, parket og flísar á gólfum, vandaðar innréttingar, suðursvalir.
í yfir 70 ár
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
eftir Örnu Ýrr Sigurðardóttur, prest í Grafarvogssókn
Blessuð, margblessuð, ó, blíða sól! blessaður margfalt þinn bestur skapari! fyrir gott allt sem gjört þú hefur uppgöngu frá og að enda dags.
Vaktir þú fugla og fögur blóm vaktir, söng þér að syngja og sætan ilm færa. Hníg nú hóglega, hægt og blíðlega, vegþreytir vindsala! ó, vegstjarna!
Vonin vorblíða, vonin ylfrjóva drjúpi sem dögg af dýrðarhönd þinni, döpur mannhjörtu í dimmu sofandi veki, sem vallblómin vekur þú á morgni.
Þessi vers úr sólsetursljóði Jónasar Hallgrímssonar eru dásamlega falle-
gur óður til sólarinnar og dásemda hennar og um leið til Guðs, hins skapandi máttar sem er allt í öllu, mannfólkinu, náttúrunni, gangi himintunglanna - og veðrinu.
Í Biblíunni er að finna ýmis náttúruþemu, sálmaskáld Davíðssálmanna yrkir um að himnarnir segi frá Guðs dýrð, og Jesús er sagður hafa vald yfir storminum. Mikið væri nú gott ef við hefðum aðeins meira vald yfir veðrinu, alla vega held ég að okkur á suður- og vesturhorni landsins líði svoleiðis þessa dagana.
Sólin ástkæra sést ekki mikið, en þeim mun meira af vindi og regni, þannig að mörgum finnst nóg um.
En kannski höfum við meiri stjórn á veðrinu en við höldum. Öfgarnar í veðurfarinu eru að aukast, og fólk út um allan heim finnur fyrir því. Við stöndum frammi fyrir breytingum og vitum lítið hvert þær leiða okkur. Mörg finna fyrir kvíða fyrir framtíðinni, en aðrir spyrna við fótum og vilja meina að ekkert af þessu sé verk mannfólksins, aðeins eðlilegar sveiflur.
Hvernig sem á þessum breytingum stendur, megum við manneskjurnar ekki gleyma að við erum hluti af Guðs góðu sköpun, hluti af náttúrunni, og það er á okkar ábyrgð að lifa hinu góða lífi. Og þá á ég líf sem er fullnægjandi fyrir sál og líkama, líf sem gefur aftur til samfélagsins og náttúrunnar, þannig að þau sem á eftir okkur koma eigi möguleika á góðu lífi. Við manneskjurnar höfum allar sömu grunnþarfirnar, öndum að okkur sama loftinu og drekkum sama vatnið. Og við þurfum öll á því að halda að elska, og vera elskuð. Það er gott að geta hvílt í því að við erum elskuð Guðs börn og eigum athvarf í kærleikanum, hvernig sem allt veltur og snýst í kringum okkur. Guð blessi okkur sumarið, sólarlaust eður ei.
KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.
Grafarvogskirkja.
Kaffihúsamessur eru sumarmessur Í sumar verða kaffihúsamessur í Grafarvogskirkju alla sunnudaga kl. 11:00. Messuformið er einfalt og fallegt, kaffi og meðlæti i boði.
Sunnudaginn 16. júlí útimessa á Nónholti kl. 11:00
Hin árlega útiguðsþjónusta þriggja safnaða Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs verður haldin á Nónholti ið botn Grafarvogs. Prestar safnaðanna þjóna, tónlist og veitingar. Boðið verður uppá göngu frá Grafrvogskrikju kl. 10:15 (rúmlega eins km ganga). Þau sem koma á bíl geta lagt við Vog.
Helgistundir þriðudögum í Kirkjuselinu
Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum.
Helgistundirnar verða í boði í allt sumar.
Helgistundir á Hjúkrunarheimilinu Eir
Helgistundirnar eru haldnar fyrsta fimmtudag í mánuði allt árið um kring.
Kyrrðarstundir hefjast á ný í byrjun september
Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru ekki í boði yfir sumarmánuðina en hefjast á ný í haust. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði.
Tekið er við fyrirbænaefnum í kirkjunni.
Ævintýranámskeið í sumar
Ævintýranámskeið fyrir börn verða í sumar eins og fyrri sumur. Eitt námskeið er eftir af námskeiðum sumarsins. Námskeið 14. – 18. ágúst.
Nánari tilhögun námskeiðanna má finna á heimasíðu kirkjunnar en velkomið er að hafa samband við æskulýðsfulltrúa kirkjunnar í netfangið asta@grafarvogskirkja.is
Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju
Við Grafarvogskirkju er starfandi Barna- og unglingakór. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda á póstfangið barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com
Stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir.
Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi
Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is
Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30.
Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!
Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju
Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00. Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu. Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin!
Nánari upplýsingar í Facebookhópnum, Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirkju. Dagsetningar næstu vikna eru: 4. júlí – 18. júlí og 1. ágúst.
Prestar og djákni safnaðarins:
Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is
Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is
Sími: 587 9070
Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is
Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!
Æ FM A A S Æ GÆ G E ST / R ANI LI A J G G A EIL