Grafarvogsblaðið 5. tbl. 2023

Page 1


Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið

5. tbl. 34. árg. 2023 maí

ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Ódýri ísinn

Spöngin

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir

Gylfaflöt

Þjónustuaðili

Dreift

Grafarvogsblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is

Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri.

Dreifing: Póstdreifing.

Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.

Úthverfin eru best

Stór hluti þjóðarinnar hefur kosið og kýs að búa í úthverfum höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir það hafa úthverfin oftar en ekki verið útundan þegar framkvæmdir eru annars vegar og setið oftar en ekki eftir í almennri uppbyggingu.

Íbúar í Grafarvogi, Árbæ og Grafarholti og Úlfarsárdal þekkja vel þá þrautagöngu sem búið er að ganga í gegnum varðandi uppbyggingu hverfanna. Það eru mikil forréttindi að búa fjarri miðborginni og öllum þrengslunum og skarkalanum þar og mikill fjöldi fólks hefur valið þann kostinn að búa í rólegum úthverfunum. Í úthverfunum er í boði að njóta náttúrunnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. Grafarvogsbúar geta gengið og hjólað eftir mjög góðu stígahverfi og notið um leið fjölbreytts fuglalífs í Grafarvoginum. Það fuglalíf er fjölbreyttara en margan grunar.

Árbæingar sitja að frábærri náttúrulífsperlu sem er Elliðaárdalurinn. Einn fallegasti blettur höfuðborgarsvæðisins. Framkoma og tilraun Orkuveitu Reykjavíkur til að eyðileggja þessa náttúruperlu mun vonandi mistakast. Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal eru síst á flæðiskeri staddir þegar kemur að náttúruskoðun og útivist. Þar eru stórbrotin útivistarsvæði og rakið fyrir göngufólk að reyna sig við Úlfarsfellið.

Í öllum úthverfunum er mikið íþróttastarf í gangi og aðstaðan öll orðin viðunandi þó alltaf megi gera betur. Fjöldi barna og unglinga sem stundar íþróttir er gríðarlegur og fjöldi fólks í úthverfunum sinnir mjög mikilvægu sjálfboðaliðastarfi innan félaganna. Allt mun þetta mikla starf skila sér þegar fram líða stundir enda löngu vitað að íþróttir og almennt félagslíf er besta forvörnin varðandi þær mörgu hættur sem í boði eru í dag fyrir börn og unglinga. Það eru blikur á lofti varðandi framtíðina hér á landi. Fólk veit varla í hvorn fótinn það á að stíga. Margir hafa það ótrúlega gott á meðan fjöldi fólks á í miklum vandræðum. Illa gengur í slagnum við verðbólguna. Þrettánda vaxtahækkun Seðlabankans er yfirvofandi og vextir komnir fast að 8 prósentum. Verið er að ýta fólki út í verðtryggð lán. Ráðist er að einkabílnum úr öllum áttum og fokdýr borgarlína yfirvofandi sem enginn hefur efni á og enginn veit hvernig á að reka. Helfrosinn húsnæðismarkaður. Svona mætti lengi telja. Það jákvæða er að sumarið er komið og við óskum lesendum okkar gleðilegs sumars. Stefán Kristjánsson

Borgókór í Þýskalandi

Í mars hélt hópur nemenda úr kór Borgarholtsskóla til Nordhorn í Þýskalandi. Ferðin var styrkt af Erasmus+ og var hluti af erlendu samstarfi skólans. Þema ferðarinnar var Music Connects og höfðu nemendur undirbúið flutning á sönglögum úr kvikmyndum. Móttökuskóli var Gymnasium Nordhorn og voru 12 nemendur úr kór þýska skólans einnig þátttakendur í verkefninu.

Eftir langt ferðalag frá Keflavík til Amsterdam og þaðan með lest til Bad Bentheim – hittust þýskir og íslenskir nemendur loksins á lestarstöðinni og vorum móttökurnar stórkostlegar.

Þýski hópurinn söng fyrir þær íslensku og tóku þær síðan saman lagið. Næstu dagar fóru í sameiginlegar æfingar þar sem hóparnir stilltu saman strengi en einnig var farið í menningarferð til borgarinnar Munster. Nemendur fengu leiðsögn um borgina en fengu einnig að skoða sig um á eigin vegum. Á fimmtudeginum hófst tónleikaveisla. Þýsk-íslenski sönghópurinn stóð fyrir þremur þrjátíu mínútna nemendatónleikum í skólanum. Alls mættu 450 nemendur á tónleikana og mikil ánægja var meðal sönghópsins og áhorfenda.

Sama kvöld hélt hópurinn tónleika fyrir móttökufjölskyldur og erlenda gesti í skólanum. Á föstudeginum fylgdu íslenskir nemendur þeim þýsku í skólanumog undirbjuggu sig fyrir tónleika kvöldsins: Charity Gala. Hópurinn kom fram á styrktartónleikum á vegum skólans en viðburðurinn var haldinn í íþróttahöll Nordhorn. Hópurinn hélt heim á leið sáttur og glaður eftir ævintýralega ferð fulla af söng og gleði. Þýski hópurinn kemur svo til Íslands í maí og munu kórarnir halda tónleika í Borgum þann 10. maí kl. 14:00 og í Hörpu kl. 16:00.

Kátir krakkar ásamt jennurum sínum.
Guðbjörg Hilmarsdóttir og Flosi Jón Ófeigsson, kennarar á listnámsbraut, í glöðum hópi nemenda

Mestu tækifæri 21. aldarinnar liggja í ruslinu

- Rætt við Frey Eyjólfsson hjá Sorpu. Mikið framundan hjá Sorpu

Á þessu ári ætlum við Íslendingar að innleiða hringrásarhagkerfi og fara að flokka af krafti til þess að endurnýta og endurvinna betur. Freyr Eyjólfsson er einn af frumbyggjum Grafarvogs og talar um stórkostlegar áskoranir og tækifæri sem því fylgja og rifjar upp gamla daga í leiðinni.

Ævintýri í Grafarvogi - Þú ert einn af frumbyggjum Grafarvogs?

„Já, við fjölskyldan byrjuðum að byggja í Funafoldinni árið 1986 og fluttum þá úr Breiðholtinu. Þarna var ungt, kraftmikið fólk sem ekki hafi mikið fé á milli handanna að koma sér upp húsi. Það var mikið ævintýri að taka þátt í þessu, mikið samstarf á milli húsa,

mjög öflugt deilihagkerfi þar sem fólk hjálpaðist að, skiptist á verkfærum og studdi hvert annað. Pabbi er rafvirki og teiknaði og lagði rafmagn í annað hvert hús í götunni og við fengum allskonar hjálp og vinnu á móti. Ég vann alltaf í byggingarvinnu á sumrin í trésmiðju Snorra Hjaltasonar og hann var mjög snjall í ýmiskonar endurnýtingu. Við rifum gamla hjalla niður í bæ og nýttum svo allt í mótatimbur. Það var á margan hátt mjög öflugt hringrásarhagkerfi. Litlu hent, en því sem var hent var brennt á staðnum eða sent óflokkað á haugana. Ruslahaugarnir í Gufunesi var auðvitað afar spennandi svæði sem við krakkarnir heimsóttum oft. “

Nýtt flokkunarkerfi en nýr upphafsreitur

- Þú ert á vissan hátt kominn aftur á haugana, þú ert að starfa hjá SORPU og nú eru breyttir tímar?

„Sem betur fer, við höfum verið að henda frá okkur dýrmætum auðlindum, peningar leka úr kerfinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Að fara að flokka í fjóra og endurvinna þessar auðlindir er eitt stærsta og mikil-vægasta umhverfisverkefni ársins. Það eru stórkostlegir möguleikar í hringrásarhagkerfinu og mestu tækifæri 21. aldarinnar liggja í ruslinu. Nýtt flokkunarkerfi er nýr upphafsreitur á þessu stóra ferðalagi. Nú ætlum við t.d. að fara safna matarleifum sem við

Æfingaferð Fjölnis í frjálsum íþróttum:

Ekkert páskahret í Portúgal

Meistaraflokkur Fjölnis í frjálsum

íþróttum fór í vel heppnaða æfingaferð síðastliðna páska. Öflugt íþróttafólk á aldrinum 15-25 ára lagði leið sína á suðurströnd Portúgals til þess að æfa yfir páskana. Liðið dvaldi í strandbænum Monte Gordo í 10 daga og æfði við heimsklassa aðstæður þar sem æfingarnar voru krefjandi en ekki síður skemmtilegar. Þjálfarar deildarinnar lögðu mikið upp úr því að byggja upp liðsanda og tókst það vel með góðu hópefli og miklu fjöri.

Óhætt er að segja að dugnaður Fjölnismanna vakti athygli heimamanna og æfingaferðin gefur góð fyrirheit um hvað koma skal í sumar. Nokkuð ljóst er að áhugavert verður að fylgjast með þessu frábæra íþróttafólki sem mun hefja keppnistímabilið sitt í sumar en langt keppnistímabil er framundan þar sem fjörið mun ná hámarki á Meistaramóti Íslands á Laugardalsvelli helgina 29.-30. júlí og á Bikarmóti Íslands þann 14. ágúst á frjálsíþróttavellinum við Skógarsel. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast

betur með starfi deildarinnar þá er Instagram reikningurinnar fjolnir.frjalsar virkur og sýnir frá starfi deildarinnar.

Ekkert páskahret í Portúgal

Meistaraflokkur Fjölnis í frjálsum íþróttum fór í vel heppnaða æfingaferð síðastliðna páska. Öflugt íþróttafólk á aldrinum 15-25 ára lagði leið sína á suðurströnd Portúgals til þess að æfa yfir páskana. Liðið dvaldi í strandbænum Monte Gordo í 10 daga og æfði við heimsklassa aðstæður þar sem æfingarnar voru krefjandi en ekki síður skemmtilegar. Þjálfarar deildarinnar lögðu mikið upp úr því að byggja upp liðsanda og tókst það vel með góðu hópefli og miklu fjöri. Óhætt er að segja að dugnaður Fjölnismanna vakti athygli heimamanna og æfingaferðin gefur góð fyrirheit um hvað koma skal í sumar. Nokkuð ljóst er að áhugavert verður að fylgjast með þessu frábæra íþróttafólki sem mun hefja keppnistímabilið sitt í sumar en langt keppnistímabil er framundan þar sem fjörið mun ná hámar-

munum endurvinna 100% þar sem við breytum þeim í metan og moltu, grænan orkugjafa og áburð. Þetta er eitt það besta sem við getum gert fyrir umhverfið.”

- Varstu snemma orðinn flokkari?

,,Nei, alls ekki. Þetta hefur alveg tekið sinn tíma en um leið og ég fór að gera þetta þá er ekki aftur snúið. Maður getur ekki hætt. Þetta er eins og að bursta í sér tennurnar, frekar einfalt en samt tímafrekt og pínu flókið, en maður getur samt ekki hætt! Svo eru auðvitað loftlagbreytingar og allir spyrja sig; Hvað get ég gert? Get ég eitthvað breytt heiminum? Það er kannski soldið erfitt en ef allir gera eitthvað smá – eins og að flokka – þá er

það meiriháttar aðgerð. “ Þetta er nefnilega stundum flókið að flokka?

,,Já, það er líka flókið að byrja nota tannþráð, læra á nýja samfélagsmiðla, byrja í nýrri vinnu, en við gerum þetta nú samt. Við erum alveg sjúklega góð í því að breytast og nú eru tímar mikilla breytinga og við eigum að nota þessa dýrmætu hæfileika okkar og aðlögunarhæfni mannsins í botn. Nú erum við líka að samræma allt flokkunarkerfið á höfuðborgarsvæðinu, merkin, tunnurnar og táknin verða allstaðar eins og það eru fínar leiðbeiningar á síðunni okkar flokkum.is. Við Íslendingar erum aðeins á eftir hinum Norðurlöndunum í þessu

– en nú ætlum við að ná þeim og jafnvel skjótast fram úr þeim. - Hverjar eru bestu minningar þínar úr Grafarvorginum? ,,Það var algjört ævintýri fyrir mig að vera á mörkum tveggja heima, borgarinnar og sveitarinnar. Stuttur hjólreiðatúr og maður var kominn í villta og spennandi náttúru. Að hjóla upp Grafarholt, príla upp á tankana (sem nú eru horfnir) renna fyrir fisk, finna hella, finna gamalt hjól á öskuhaugunum og gera við það. Þetta eru mínar bestu minningar,” sagði Freyr Eyjólfsson.

Glæsilegur hópur Fjölnisfólks á æfingavellinum í Portúgal.

ki á Meistaramóti Íslands á Laugardalsvelli helgina 29.-30. júlí og á Bikarmóti Íslands þann 14. ágúst á fr-

jálsíþróttavellinum við Skógarsel. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast betur með starfi deildarinnar þá er In-

stagram reikningurinnar fjolnir.frjalsar virkur og sýnir frá starfi deildarinnar.

Skráning er hafin á Sumarnámskeið Fjölnis 2023

Skráning er hafin á Sumar- og Fjölgreinanámskeið Fjölnis í Egilshöll en Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Nánari upplýsingar ásamt skráningu má finna inni á fjolnir.is

SUMARNÁMSKEIÐ Í

EGILSHÖLL

Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll fer fram í júní og ágúst. Þar fá börn fædd á árunum 2013-2016 tækifæri á að velja eitt námskeið fyrir hádegi og / eða annað námskeið eftir hádegi, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með

góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar. Við opnum kl. 08:45 á námskeiðin fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegi er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00. FJÖLGREINANÁMSKEIÐ Í

EGILSHÖLL

Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst er fyrir öll börn fædd 2014-2017, krakkarnir fá tækifæri til að kynnast 8 íþróttagreinum; fimleikum, fótbolta, frjálsum, handbolta, íshokkí, körfubolta, skák og listskautum með heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna

með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar. Hver dagur er vel skipulagður. Börnin mæta í Fjölnishöllina og enda daginn þar líka. Við opnum kl. 08:45 á morgnana og forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00. Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er því mikilvægt að klæða sig vel. Það sama á við um listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánaðan hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt. Það er mikilvægt að muna eftir léttu nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Sumarnánskeið Fjölnis eru fjölbreytt og skemmtileg.

Freyr Eyjólfsson.

U STÓR A A

Lavor

háþrýstidæla

Mótor: 2500W

Suðrænt fiski taco með léttu

Hér birtum við uppskrift að frábærum rétti frá Hafinu. Við skorum á áhugasma lesendur að prófa því það er svo sannarlega þess virði.

Uppskrift fyrir 4.

Innihald

600 gr. Þorskhnakkar.

2 tsk. paprikuduft.

0,5 tsk. malað brodd kúmen. 0,5 tsk. salt. 0,5 tsk. malaður pipar. 0,25 tsk. cayenne pipar. Guacamole. 2 stk. avókadó. Safinn af 1/2 lime. 0,5 tsk salt. 2 matskeiðar saxaður ferskt kóríander.

Salat

300 gr. rauðkál.

1 stk. rauðlauk.

0,5 stk. sítróna. 0,5 tsk. salt.

0,5 tsk. malaður pipar.

Berið fram með.

8 stk. stórar tortillur.

1 stk. avókadó.

1 stk. grænt chili.

1 búnt af ferskum kóríander.

1 stykki sítróna.

Aðferð

Blandið öllu þurrkryddinu saman í skál.

Skerið fiskinn í helming, u.þ.b. 5 cm langar ræmur. Setjið fiskinn í skálina með kryddblöndunni, þannig að allir fiskbitarnir séu þaktir kryddi.

Skerið avókadóið í tvennt, fjarlægið steininn og maukið avókadóið í skál með gaffli. Kryddið með limesafa, salti og fersku kóríander.

Skerið rauðkálið í þunnar ræmur. Skerið rauðlaukinn í fína litla bita og blandið saman með rauð-

kálinu í skál. Bætið sítrónusafanum við og smakkið til með salti og pipar.

Steikið fiskinn á pönnu eða grillið í 23 mínútur á hvorri hlið. Hitið tortillurnar í ofni eða á pönnu.

Leggið rauðkálsalatið á tortillu kökurnar og setjið fiskinn ofan á. Berið fram með fersku lime, chili sneiðum og ferskum kóríander.

Verði ykkur að góðu!

Glæsilegur réttur og hreint lostæti. Fiski taco með léttu hrásalati.

Skoppandi skemmtilegt

Skopp er stærsti trampólín- og afþreyingargarður á Íslandi og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Undanfarið hafa staðið yfir endurbætur í garðinum og spennandi nýjungar hafa litið dagsins ljós: ,,Þrír nýir afþreyingarmöguleikar eru orðnir að veruleika í Skopp. Gagnvirkur fótboltavöllur sem hefur slegið í gegn, nýr og spennandi klifurveggur sem var hannaður í samstarfi við Benjamin Mokry hjá Klifurhússinu og nýtt barnasvæði fyrir yngstu börnin,“ segir Þórey Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Skopp.

Sumarnámskeiðin alltaf vinsæl Byrjað er að taka við bókunum á sumarnámskeiðin vinsælu. Sumarnámskeiðin eru undir stjórn öflugra leiðbeinenda og samanstanda af frjálsum leik á trampólíni, skotbolta, fótbolta, koddaslag og klifurkeppni. Mesta áherslan er þó lögð á hópefli, gleði og heilbrigða samveru. Allir þátt-

takendur fá bol, sokka og bakpoka og veittur er 10% systkinafsláttur. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 7 – 12 ára og hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á nýrri vefsíðu Skopp – www.skoppisland.is.

Frjálst hopp fyrir 4 ára og eldri í stað 6 ára og eldri Á síðasta ári vakti athygli þegar Skopp breytti aldurstakmarkinu í garðinn þannig að 6 ára aldurstakmark var í frjálst hopp. Markmiðið var að hámarka öryggi allra viðskiptavina.

„Reynslan okkar sýndi að ákveðin hætta á óhöppum skapaðist þegar yngri börn hoppuðu innan um eldri börn. Óhöppin voru þó nær alveg bundin yngstu börnin, þ.e. 3 ára og yngri. Við ákváðum þeim tímapunkti að ganga mjög langt til að geta metið árangurinn og mögulega endurskoðað aldurstakmarkið aftur síðar í litlum skrefum,“ segir Þórey.

Þó að þessar breytingar hafi mætt almennum skilningi þá urðu líka vonbrigði hjá fjölskyldum sem gátu ekki lengur nýtt Skopp sem áfangastað fyrir alla fjölskylduna. „Við höfum átt ótal samtöl við foreldra og viðskiptavini á síðustu vikum og mánuðum og útskýrt okkar markmið, að öryggið sé í forgangi, en á sama tíma vakið athygli á því að við erum að læra á leiðinni. Þess vegna höfum við ákveðið að taka eitt skref til baka hvað aldurstakmark varðar og miða lágmarksaldur í frjálsu hoppi við 4 ára (afmælisdagur barns gildir). Þess má geta að sambærilegir garðar í löndunum í kringum okkur miða flestir lágmarskaldurinn við 3 ára. En við stígum varlega til jarðar og ítrekum að um lifandi lærdómskúrfu er að ræða. Ef við verðum vör við að aukna tíðni óhappa þá einfaldlega tökum við skref til baka aftur,“ bætir Þórey við að lokum.

Þórey framkvæmdastjóri Skopp og Jói talsmaður Gleðipinna.
Skopp afgreiðsla.

Lífið í Regnbogalandi

Veturinn hefur gengið vel hjá okkur í Regnbogalandi, sem er frístundaheimili Brúarinnar staðsett í Foldaskóla, en ýmsar breytingar voru gerðar á bæði rými og starfi. Eins og kunnugt er var mikil mannekla í frístundaheimilum í haust og var það sama upp á teningnum hjá okkur. Það var ekki fyrr en um áramótin sem við

gátum séð okkur kleift að bjóða 4. bekk pláss en því miður var það bara aðeins of seint og börnin búin að finna sinn damp í íþróttum og öðrum félagsstörfum. Í vetur höfum við því eingöngu verið með börn úr 1.-3. bekk hjá okkur. Börnin í 3. bekk hafa fengið að njóta góðs af því að vera elsti árgan-

Áhugasamir krakkar í Regnbogalandi.

gurinn og höfum við í hverjum mánuði haldið barnafund með þeim til að skipuleggja sér dagskrá fyrir þau. Tvisvar sinnum í viku eru þau því með sína dagskrá þar sem við höfum t.a.m. farið í sund, ýmsar ferðir og heimsóknir ásamt því að vera með margar skemmtilegar smiðjur eins og sápugerð, Tie-dye, bakstur, taupokagerð og margt fleira. Í hverjum mánuði sendum við út dagskrá fyrir alla þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttar smiðjur og klúbba þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við höfum einnig

reynt að vera með viðfangsefni fyrir 1. og 2. bekk í hverjum mánuði þar sem við höfum farið í ferðir eða verið með smiðjur sem eingöngu eru fyrir þau. Afmælishátíðir hafa fest sig í sessi hjá okkur þar sem afmælisbörn hverrar hátíðar setjast niður með starfsmanni og fá að ákveða í sameiningu hvernig dagurinn skuli vera – þetta er hluti af barnalýðræðinu hjá okkur og er alltaf mikið fjör í kringum þessar hátíðir. Við vinnum mikið með barnalýðræði í starfinu okkar þar sem við höfum t.a.m. sett upp hugmyndakassa

þar sem börnin geta sett hugmyndir af því hvað þau vilja hafa í hressingu. Við tökum einnig reglulega barnafundi með hverjum árgangi þar sem þau koma með hugmyndir sínar að dagskrá.

Það er síðan skemmtilegur maí fram undan hjá okkur þar sem við ætlum að halda síðustu afmælishátíðina okkar, vera með opið hús fyrir foreldra og svo verður vorhátíðin haldin með pompi og prakt! Sumarstarfið verður síðan á sínum stað og byrjar fyrsta námskeið 8. júní (Frétt frá Regnbogalandi)

Sköpun í Regnbogalandi.

Þessa dagana berast reglulega fréttir af ótímabærum andlátum ungs fólks vegna ofskömmtunar. Ungt fólk eru ekki einu fórnarlömb ópíóðafaraldursins sem virðist vera að ríða yfir landið en þau eru þó allt of stór hluti þeirra sem ánetjast sterkum ávanabindandi morfínlyfjum. Við erum að missa fólkið okkar, börnin okkar.

Um allt land eru foreldrar sem búa við stöðugar áhyggjur vegna barna sinna og koma að lokuðum dyrum hvert sem þau leita því litla sem enga hjálp er að fá. Heilu fjölskyldurnar eru í heljargreipum vegna ástvinar sem er fastur í viðjum fíknar og mér segir svo hugur að í nærumhverfi okkar flestra séu fleiri að glíma við þennan vanda en okkur grunar. Tölur sýna okkur það en á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs létust 35 einstaklingar vegna þessa, hið minnsta.

Í kirkjunni förum við ekki varhluta af þessu ástandi þar sem við fylgjum bæði fólki sem er í neyslu og fjölskyldum þeirra. Þá kemur það gjarnan í hlut presta að jarðsyngja þau sem láta lífið vegna þessa.. Í kirkjunni höfum við gríðarlegar áhyggjur af ástandinu og sjáum glöggt að

eitthvað þarf að gera. Á presta- og djáknastefnu sem haldin var í Grensáskirkju á síðustu dögum aprílmánaðar samþykktu prestar og djáknar eftirfarandi ályktun.

sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogssókn.

„Presta- og djáknastefna sem haldin er í Grensáskirkju dagana 26.-28. apríl árið 2023 skorar á ríksstjórn Íslands, Landlæknisembættið og öll þau sem fara með ákvörðunarvald innan heilbrigðisþjónustunnar að róa að því öllum árum að færa þjónustu við þau sem þjást af fíknisjúkdómi til betra horfs.

Það verður aðeins gert með því að auka fræðslu, vinna gegn fordómum og forgangsraða fjármunum til málaflokksins.

Stöðugar fréttir berast af dauðsföllum af völdum ópíóða og svo er komið að rætt er um ópíóðafaraldur.

Allt of margt fólk lætur lífið vegna fíknisjúkdóms, langt fyrir aldur fram.

Prestar og djáknar hafa ekki farið varhluta af því að þjónusta þau sem sjúkdómurinn hrjáir og aðstandendur þeirra í sjúkdómsferlinu og þegar dauðinn kveður dyra.

Presta- og djáknastefnan styður því við skaðaminnkandi og lífgefandi meðferðarúrræði, sem byggjast á krist-

num gildum um virði og reisn hverrar manneskju.“

Þetta er mál okkar allra en stjórnvöld hafa þarna góða möguleika á að grípa inn í með forgangsröðun m.a. fjármuna og jafnvel lagabreytingum. Ég efast ekki eitt augnablik um að við viljum öll stöðva þennan faraldur strax. Þegar kórónuveiran herjaði á landið okkar og heiminn allan, snerum við bökum saman og gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess að útrýma veirunni, með forgangsröðun og lagabreytingum. Þessi faraldur er einnig skæður og hann mun aðeins versna ef ekkert verður að gert. Það er réttur hverrar manneskju að fá að lifa með reisn og það er hlutverk hverrar manneskju að koma náunganum til hjálpar þegar hann er í neyð. Það er því mín von að okkur takist að stöðva þennan faraldur hið fyrsta. Guð blessi öll þau sem hafa misst ástvin vegna þessa og gefi okkur kjark, kærleika og visku til þess að koma í veg fyrir að faraldurinn haldi áfram að breiðast út.

VISI ON N PAR TÝ& GRILL L

tiÁgrillgó-dgædg

Sjukraholt@sjukraholt.is

www.sjukraholt.is

Símanúmer 588-0340 - Jónsgeisli 93

Facebook.com/sjukraholt

Borgarstjórn samþykkir samning í blindni

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Það er með hreinum ólíkindum að kjörnir fulltrúar borgarmeirihlutans hafi samþykkt hlutafjáraukningu í Ljósleiðaranum, í liðinni viku, án þess að sjá hvað stóð í samningnum sem er á milli Sýnar og Ljósleiðarans. Skattgreiðendur ættu að geta gert þá kröfu til okkar kjörinna fulltrúa að þeir samþykki ekki samninga í blindni.

Hér er um milljarða hagsmuni skatt-greiðanda í Reykjavík að ræða, enda stendur til að fara í lagningu nets ljósleiðara um allt land, sem er raunar hluti af þessum pakka. Verja þarf tugum

milljarða króna í fjárfestingar svo hægt sé að framkvæma þær áætlanir, en nú þegar hefur borgin samþykkt að breyta lánaskilmálum Orkuveitu Reykjavíkur til að svo megi verða. Sú staðreynd að Reykjavíkurborg, sem er skuldum vafinn, ætli sér að heimila lagningu nets ljósleiðara um allt land, utan starfssvæðis Reykjavíkurborgar, er ekki síður með hreinum ólíkindum, enda mikil áhætta og kostnaður sem fylgir slíkri lagningu. Í því sambandi nægir að nefna að tækninni fleygir fram og margir byrjaðir að nota svokallaða 5G netbeina og fyrirséð að sú notkun muni aukast. Borgarstjórn ber ábyrgð gagnvart skattgreiðendum Borgarfulltrúar mega ekki missa sjónar af því að fyrirtækið Ljósleiðarinn er í eigu skattgreiðenda í borginni. Og við sem eigum sæti í borgarstjórn berum ábyrgð gagnvart skattgreiðendum. Það er hreinlega skylda okkar að kynna okkur hvað stendur í samningum sem gerðir eru við borgina eða fyrirtækja í hennar eigu þegar um meiriháttar hagsmuni er að ræða, sem gætu haft áhrif á fjárhagslega hagsmuni Reykjavíkurborg. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að Ljósleiðarinn er fyrirtæki á samkeppnismarkaði og því ekkert nema eðlilegt að ekki sé hægt að hafa allt fyrir

2013-2016) (FÆDD

m Í su

ng æ í E Brosb

æ við S Fjósinu

í Hvergilandi

Hús Kastalaí

ar verður starfsemi gjaskóla mundarskóla Borgaskóla saskóla

i frístundaheimila fyrir börn úr 1. - 4. bekk í:

að sæf Simb faara í Hamraskóla Stjörnulandi við Ingunnarskóla Tígrisbæ við Rimaskóla Töfraselivið Árbæjarskóla

Regnboga H ygg

byggir iðSumarstarf

á á aland kóla i í Foldaskóla

eyt f fjjölbr tt t dagskrá þemadögum, f feerðum lögð á að virkja bö

Víðiselií Selásskóla

áralangrireynslu og al ver f fyyrirh rjja vikusemb r nt og ýmsumævi týýruumín rnintilákvarðanaattökuum börnin úr3. og 4. b f fiinna á https://frist ekkt.d. f tilþessað faara ílen tund.is/ og skráningfer fra 12. júní16.

unda

f f f f lirstarfssmenn hafa a starfaað með börnumí frríst ahheimilum.Gerð er ð f r eyf fr yggirá frrjjálsumleik,hr fiingu,útiveruu, skapandistarfii,smiðjjum, bor f ærruumhverfiinu og um rginasemmiðastvið aldurshópinn.Áhersla er h f t ina ýmsu þæ tistarfssins.Saammstarfer f milli frrístundaheimila varðandi f ngri feerðir f ðf ef f og fá á meira kr fjjandivi faangsefnni.Náánnariupplýsingarerað am á sumar.fristund.is

Allir staðir opnir:

8.júní-9. júní 12 júní - 16 júní

19. júní 23. júní

26. júní-30. júní

3. júlí 7. júlí

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

skattgreiðenda, áður en hlutafjáraukningin var samþykkt. Kalla eftir skoðun umboðsmanns Alþingis

Lokað 8 1 10. júlí 7. ágúst

Allir staðir opnir:

8. ágúst -11. ágúst

4. ágúst -18. ágúst

Að mínu mati kallar þessi gjörningur á frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis, en ekki er ábyrgt að skapa fordæmi fyrir því að kjörnir fulltrúar hafi ekki tök á að kynna sér efni meiriháttar hagsmunamála áður en farið er í samþykkt þeirra. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum, ættu kjörnir fulltrúar að geta metið fjárfestinguna, þ.e. hvort það sé fýsilegt fyrir skattgreiðendur að borgin fari þessa leiðina eða aðra. Við kjörnir fulltrúar gátum því miður ekki svarað þeirri spurningu á borgarstjórnarfundinum í liðinni viku enda engin þeirra, nema e.t.v. borgarstjóri, sem búinn var að sjá þennan samning. Í gagnaherbergið vantaði lykilgagnið Ekki er hægt að láta hjá líða að nefna að borgaryfirvöld komu upp svokölluðu gagnaherbergi í tengslum við þetta mál, með tilheyrandi leynd. Sú staðreynd væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í gagnaherbergið vantaði lykilgagnið, samninginn. Það skal áréttað hér að undirritaður hefur ekkert á móti því að fyrirtækið Ljósleiðarinn verði sett í söluferli, enda mögulega hægt að grynnka á skuldavanda borgarinnar yrði fyrirtækið selt í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að með þessari hlutafjáraukningu munu skattgreiðendur þurfa að leggja fyrirtækinu Ljósleiðaranum til enn meira fé, enda fyrirhugað að fara í uppbyggingu ljósleiðara út um allt land eins og nefnt var hér að ofan. Óðs manns æði að samþykkja óséðan samning Málið er því einfalt og ekki þarf neinn sérfræðing í fjármálum til að átta sig á því að það var hreinlega óðs manns æði að samþykkja samning sem við höfðum ekki fengið að sjá. Ég gat því ekki annað en greitt atkvæði gegn hlutafjáraukningunni á þeirri

Listnámsnemar með lokasýningar

Listnám í Borgarholtsskóla er þriggja ára nám sem lýkur með stúdentsprófi. Nemendur í listnámi velja sér kjörsvið á sviði leiklistar, grafískrar hönnunar eða kvikmyndagerðar. Á hverju vori eru veglegar og vandaðar lokasýningar haldnar á hverju kjörsviði fyrir sig þar sem útskriftarnemendur fá að spreyta sig í heimi sem er nálægt þeim veruleika sem bíður þeirra ef þau halda áfram að feta braut listarinnar.

Útskriftarnemendur á leiklistarkjörsviði völdu verkið Poppkorn eftir Ben Elton. Leikritið var skrifað 1996 en Illugi Jökulsson gerði þýðingu fyrir Þjóðleikhúsið sem frumsýndi verkið á Íslandi 1998. Í verkinu veltir höfundur fyrir sér ábyrgð listafólks og áhrifum sem listaverk þeirra hafa á tíðaranda en aðalpersóna verksins er kvikmyndaleikstjóri sem framleiðir ofbeldisfullar kvikmyndir. Dramatískur boðskapur verksins er settur fram á gamansaman hátt sem skilur áhorfandann eftir með spurningar sem erfitt er að svara. Útskriftarnemar á leiklistarkjörsviði Borgarholtsskóla leika verkið í húsnæði Leikfélags Kópavogs, Funalind 2, dagana 9. 10. og 11. maí klukkan 19.00. Aðgangur

verður ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Nemendur á lokaári í grafískri hönnun verða með sýningu á verkum sínum í Borgarbókasafninu í Spönginni. Á sýningunni verða sýnd verk eftir tíu nemendur. Sýningin opnar fimmtudaginn 4. maí og mun standa til föstudagsins 19. maí. Verkin eru fjölbreytt og endurspegla þá hæfni og þekkingu sem nemendur hafa öðlast á síðustu þremur árum. Nemendur á lokaári í kvikmyndagerð frumsýndu sínar fjölbreyttu stuttmyndir í Bíó Paradís laugardaginn 6. maí. Allar myndirnar voru framleiddar á þessari önn og unnu nemendur alla þætti kvikmyndagerðarinnar sjálfir, allt frá gerð handrits, forvinnslu, upptökum, klippingu og eftirvinnslu. Að þessu sinni sýna 13 nemendur verk sín.

Nám á listnámsbraut í Borgarholtsskóla hentar vel þeim sem hyggja á frekara nám í leiklist, kvikmyndagerð eða grafískri hönnun en veitir jafnframt góða almenna menntun þar sem áhersla er lögð á sjálfstæða og skapandi verkefnavinnu og nauðsynlega tæknikunnáttu í nútíma samfélagi.

Nemendur í grafískri hönnun undirbúa sýninguna.
Verkin á leið upp á veggina.
Upptökur i myrkri.

Vel staðsett íbúð á jarðhæð með sólpalli

- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11

Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir:

Starengi 32 112 - Bílskúr 060105 26,8 m -Samtals 126,4 m² Vel staðsetta og rúmgóða fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð með sólpalli til suðurs og einkagarði til vesturs, einnig fylgir bílskúr sem er með rafhleðslu fyrir bifreið.

Allt þetta í snyrtilegu tveggja hæða fjölbýlishúsi með glugga í suður og austur en séringang til norðurs.

***Eignin verður hvorki sýnd né tekið á móti tilboðum fyrir opna húsið.***

Nánari lýsing:

Forstofa: Rúmgóð með góðu skápaplássi, flísar á gólfi.

Opið rými: Mjög rúmgott og býður upp á marga möguleika, parket á gólfi.

Eldhús: Mjög rúmgott með vandaða viðar innréttingu og vask við glugga sem er með útsýni til suðurs, flísar á gólfi.

Hjónaherbergi 1: Snýr til vestur og er mjög bjart með góðum fataskápum, parket á gólfi.

Herbergi 2: Er með fataskáp og glugga sem snýr til suðurs, parket á gólfi

Herbergi 3: Er með fataskáp og glugga sem snýr til suðurs, parket á gólfi

Baðherbergi: Er rúmgott og flísalagt með ljósum flísum. Góð snyrtiaðstaða með sturtu.

Stofa: Björt og rúmgóð með tveimur stórum gluggum og þaðan er útgengt út á suðurverönd, parket á gólfi.

Sólpallur: Snýr til suðurs, sem gengt er í einkagarð á vesturhlið.

Geymsla: Eigninni fylgir geymsla sem er á sameiginlegum gangi á fyrstu hæð. Einnig er sameiginleg hjólageymsla á sömu hæð.Grafarvogur

Hverfið markast af langri og fallegri sjávarsíðu sem umlykur hverfið að stórum hluta. Hverfið er þekkt fyrir mikla hverfisvitund og margir íbúar líta á Grafarvog sem einskonar bæ innan borgarmarkanna. Grafarvogsbúar geta státað sig af listaverkum Hallsteins Sigurðarsonar sem eru staðsett í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Hverfið einkennist af mikilli nánd við náttúruna, stórbrotnu útsýni og náttúrusvæðum eins og Gufunesinu og ánni Korpu. Sjá nánari upplýsingar hér: Grafarvogsbúar (grafarvogsbuar.is)

Spöngin: Spöngin er hjarta Grafarvogsins, þar má finna svo til allar helstu þjónustur og verslanir.. Mjög gott aðgengi er fyrir akandi að Spönginni. Göngustígar liggja úr öllum hverfum og í raun mjög þétt stíga og gangstétta net sem liggur að Spönginni og margir eru með hitalögnum (enginn hálka eða snjór).

Egilshöll

Egilshöll er stærsta íþrótta og afþreyingarmiðstöð landsins. Þar er mjög fjölbreytt starfsemi eins og t.d. Sambíóin, World Class, Keiluhöllin, Skotfélag Reykjavíkur, Skauta svell auk annara rekstraraðila og veitingastaða. Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:

Ólafur Kristjansson, Löggiltur fasteignasali í síma 7861414, olafur@fmg.is

Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610

Jón Einar Sverrisson löggiltur fasteignaog skipasali s: 862-6951

Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteignaog skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459

Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414

EYRARTRÖÐ - IÐNAÐARBIL

Mjög gott 31,5 fm iðnaðarbil með millilofti. Stórar innkeyrsludyr, mikil lofthæð, skrifstofu og kaffiaðstaða og salerni.

HEIMSENDI - HESTHÚS

Sérlega vandað 277 FM 20 hesta hús. 10 stýjur fyrir 20 hesta, hlaða, forstofa, kaffistofa, setustofa og snyrting með wc og sturtuklefa. Nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson löggiltur fasteignasali sími. 898-3459, 5758585 og arni@fmg.is

Spöngin 11 - 112 Reykjavík Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst

Í GRAFARVOGI

KLUKKURIMI - 3ja HERBERGJA

Mjög falleg 89 fm 3. herbergja vel skipulögð íbúð á 2. hæð í 3ja hæða húsi. Nýlegt ljóst parket. Fallegar ljósar innréttingar. Suðaustur svalir. Einstaklega vel staðsett eign.

5 HERBERGJA OG BÍLSKÚR 5 herb. endaíbúð á þriðju og efstu hæð að Björtuhlíð í Mosfells bæ. Íbúðin er 131 fm og bílskúr 28 fm. Þrjú svefnherbergi auk sjónvarps/gestaherbergi. Sólstofa, suður svalir, arinn í stofu. Afar björt og vel skipulögð eign.

EYRARHOLT HAFNARFJ.4ra HERB. - ÚTSÝNI

Vönduð og falleg 116,5 fm íbúð á 3. og efstu hæð.

Mikið útsýni, parket og flísar á gólfum, vandaðar innréttingar, suðursvalir.

Eldhúsið er mjög rúmgott með vandaða viðar innréttingu.
Baðherbergið er mjög rúmgott og flísalagt með ljósum flísum. Góð snyrtiaðstaða með sturtu.
Sólpallur snýr til suðurs þar sem gengt er í einkagarð á vesturhlið.
Stofa er björt og rúmgóð með tveimur stórum gluggum og þaðan er útgengt út á suðurverönd, parket á gólfi.

Kaffihúsamessur

Kirkjufréttir

Í sumar verða kaffihúsamessur í Grafarvogskirkju alla sunnudaga kl. 11:00 nema 18. júní en þá verður ferming. Kaffihúsamessur eru sumarmessur. Messuformið er einfalt, kaffi og meðlæti i boði.

Ferming verður í Grafarvogskirkju 18. júní kl. 11:00.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á neðri hæð kirkjunnar alla sunnudaga kl. 11:00. Brúðuleikhús, tónlist, sögur, leikir og annað skemmtilegt. Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Vorhátíð sunnudagaskólans verður haldin í kirkjunni 21. maí kl. 11:00! Barnakórinn syngur, skemmtiatriði, grillaðar pylsur, andlitsmálning og hoppukastali.

Vortónleikar Vox Populi fimmtudag 25. maí Þar sem hópurinn er sérlega skemmtilegur, þó að þau segi sjálf frá og tekur sig ekki of hátíðlega er aldrei að vita hvað gerist á tónleikunum. Eitt er þó víst og það er að þau geta lofað skemmtilegri og afar fjölbreyttri efnisskrá. Stjórnandi er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Miðaverð er kr. 3.000,- Frítt fyrir eldri borgara og 12 ára og yngri.

Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu

Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum. Helgistundirnar verða í boði í allt sumar.

Helgistundir á Hjúkrunarheimilinu Eir

Helgistundirnar eru haldnar fyrsta fimmtudag í mánuði allt árið um kring.

Kyrrðarstundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði. Tekið er við fyrirbænaefnum í kirkjunni.

Kyrrðarstundirnar verða í boði út maí og hefjast svo í september á ný.

Opið hús

Opið hús er í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00 fyrir eldri borgara og önnur sem hafa lausa stund á daginn.

Stundin hefst á fræðslu, skemmtiefni eða samsöng í kirkjunni. Þá er boðið upp á handavinnu, spil og spjall. Síðan er kaffi og veitingar í boði á vægu verði. Vetrarstarfi opna hússins lýkur með vorferð 16. maí. Starfið hefst á ný í byrjun september.

Vorferð eldri borgara verður farin þriðjudaginn 16. maí kl. 10:00.

Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl. 10:00. Selfosskirkja verður heimsótt. Hádegisverður borðaður í Vatnsholti. Sigga á Grund heimsótt og listaverkin hennar skoðuð. Nýi miðbær Selfoss skoðaður. Verð er kr. 7.000,- Innfalið er rúta og hádegisverður. Skráning er á netfangið kristin@grafarvogskirkja.is eða í síma 587 9070.

Barna- og unglingastarfið

Mikið og fjölbreytt starf er í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogssöfnuði. Þar er æskulýðsfélag og starf fyrir börn á öllum aldri vikulega í allan vetur.

6-9 ára starf er á mánudögum kl. 16:30-17:30 í Grafarvogskirkju.

10-12 ára starf er á mánudögum kl. 17:45-18:45 í Grafarvogskirkju.

7-11 ára starf er á þriðjudögum kl 16:00-17:00 í Kirkjuselinu.

Æskulýðsfélagsstarfið er á þriðjudögum kl. 20:00-21:30 í Grafarvogskirkju.

Nánari upplýsingar um starfið og dagskrár er að finna á heimasíðu kirkjunnar. Þriðjudaginn 16. maí verður seinasti dagur í barna- og unglingastarfinu.

Ævintýranámskeið í sumar

Ævintýranámskeið fyrir börn verða í sumar eins og fyrri sumur.

1. Námskeið 12. – 16. júní

2. Námskeið 19. - 23. júní

3. Námskeið 26. – 30. júní

4. Námskeið 14. – 18. ágúst

Nánari tilhögun námskeiðanna má finna á heimasíðu kirkjunnar en velkomið er að hafa samband við æskulýðsfulltrúa kirkjunnar í netfangið asta@grafarvogskirkja.is

Djúpslökun

Djúpslökun er alla fimmtudaga kl. 17:00-18:00. Tímarnir hefjast á léttum æfingum til að undurbúa líkamann fyrir djúpa og góða slökun. Tímarnir henta bæði þeim sem eru byrjendur í jóga og lengra komnum. Djúpslökunin er gjaldfrjáls og tímana leiðir Jarþrúður Karlsdóttir jógakennari. Djúpslökunin verður í boði út maí í það minnsta og hefst á ný í september. Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju Við Grafarvogskirkju er starfandi Barna- og unglingakór. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda á póstfangið barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com

1. – 4. bekkur æfir kl. 16:15 – 17:15

5. – 7. bekkur æfir kl. 16:45 – 17:45

8. – 10. bekkur æfir kl. 17:15 – 18:15

Stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir

Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30. Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is

Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!

Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju

Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00. Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu. Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin!

Nánari upplýsingar í Facebookhópnum, Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirkju. Dagsetningar næstu vikna eru: 23. maí og 6. júní.

Prestar og djákni safnaðarins:

Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is

Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is

Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is

Sími: 587 9070

Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is

Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi

Grafarvogur

Nýjar tunnu á næstu dögum

r

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.