Grafarvogsblaðið 1.tbl 2023

Page 1

Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 1. tbl. 34. árg. 2023 - janúar Ódýri ísinn Spöngin 11 112 Reykjavík Sími 575 8585 Innihaldsefni Náttúruleg Því dýrin þín eiga það skilið Smáralind | Kringlan | Krossmói Akranes | Spöng | Dyrabaer.is Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 www.bilavidgerdir.is Jólin kvödd í Gufunesi Að venju var hátíð í Gufunesi á þrettándanum þegar jólin voru kvödd. Mjög margir lögðu leið sína á brennuna þrátt fyrir að kuldaboli væri eiginlega í aðalhlutverkinu. Sjá bls. 11. GV-mynd Ingólfur Einisson GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 15:12 Page 1

Grafarvogsblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is

Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri.

Dreifing: Póstdreifing.

Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.

Þjóðarhöllin strax of lítil

Loksins virðist í sjónmáli að við Íslendingar eignumst alvöru íþróttahöll, þjóðarhöll þar sem verður heimavöllur landsliða okkar í handknattleik og körfuknattleik og ef til vill fleiri íþrótta.

Laugardalshöllin er fyrir margt löngu orðin alltof lítil og hefur ekki staðist alþjóðlegar kröfur í langan tíma. Hún var merkilegt fyrirbæri á sínum tíma en á nú fyrir höndum annað hlutverk í framtíðinni.

Í langan tíma og reyndar alltof langan hafa stjórnmálamenn komið sér hjá því að taka ákvörðun um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Það tekur oft mjög langan tíma að koma nauðynlgum hlutum í framkvæmd og vandræðagangurinn með þessa þjóðarhöll er dæmi um það. Eiginlega má segja að það hafi ekki verið fyrr en landsliðsþjálfarinn í handknattleik og formaður Körfuknattleikssmbands Ísland létu hressilega í sér heyra að hlutirnir tóku að mjakast áfram. Báðir töluðu þeir um þjóðarskömm og undir það er tekið hér.

Íslenskt afreksfolk í íþróttum hefur um áratuga skeið verið í fremstu röð í heminum og verðskuldað aðstöðu eins og hún gerist best. Tryggir íslenskir áhorfendur hafa líka átt skilið betri aðstöðu á stórum leikjum.

Nýja þjóðarhöllin á að taka 8500 manns á áhorfendasvæði og vonast er eftir því að hægt verði að koma 12000 manns fyrir á tónleikum. Að mínu mati er þetta of lítið mannvirki. Það mun koma í ljós fljótlega eftir að höllin verður tekin í notkun.

Talað er um að þjóðarhöllin eigi að kosta 15 milljarða. Sú áætlun mun að sjálfsögðu ekki standast.

Í dag veit enginn hvernig á að greiða þennan kostnað, það veit enginn hvernig eða hver á að reka þjóðarhöllina. Hönnun er ekki hafin en samt er reiknað með að fyrsti leikurinn verði leikinn í höllinni árið 2025. Sú áætlun mun því miður ekki standast. Íslenska landsliðið í handbolta stendur í ströngu þessa dagana í Svíþjóð. Við komumst í milliriðla og vonandi tekst okkar strákum að komast í 8-liða úrslit. Áfram Ísland!

Borgin brást en íbúar gripu til sinna ráða

Það er með ólíkindum hversu illa hefur verið staðið að snjómokstri hér í borginni í vetur. Það er því miður engin nýlunda því sama staða var uppi á teningnum í fyrra. Borgin hefur brugðist þeirri grunnskyldu sinni að halda húsagötum greiðfærum.

Þetta hafa Reykvíkingar fundið á eigin skinni núna í kringum jólin og áramótin, sérstaklega hér í efri byggðum, þar sem fólk gat ekki dögum saman komist út úr götunum sínum. Þegar snjóruðningur hófst svo loksins tókst ekki betur til en svo að botnlangagötum var sleppt. Þar hafa íbúar sums staðar þurft að grípa til þeirra ráðstafana að sjá sjálfir um moksturinn og ráða verktaka til þess.

Það er líka mikið öryggismál að bæði stofnbrautum og húsagötum sé haldið greiðfærum svo sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglan komist leiðar sinnar. Þegar borgarbúar leyfa sér síðan að kvarta undan því hversu illa er staðið

Handbækur í endurskoðun gera lítið til að laga ástandið, vilji er allt sem þarf í þessum efnum.

Það vakti athygli nokkrum dögum eftir að allt varð ófært í Reykjavík að formaður skipulagsráðs og samgönguráðs borgarinnar og borgrfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, tilkynnti það vandræðalegur í frétta-viðtali að búið væri að ákveða að setja á fót stýrihóp til að gera úttekt á snó-mokstri í borginni.

Á þessu vandræðalega svari sést vel að það á nákvæmlega ekkert að gera. Íbúar í Reykjavík þurfa því að búa við það áfram að snjómokstur verði í algjöru lágmarki ef snjóar meira í vetur. Þá verður allt ófært aftur og fólk kemst ekki til vinnu dögum saman.

Það sannaðist best hjá nágrannasveitarfélögunum að þar gekk allt hratt fyrir sig að ryðja bæði húsagötur og stofnbrautir en á sama tíma var ófært meira og minna um alla borgina.

Fréttir GV 2
gv@skrautas.is
að snjómokstrinum er þeim svarað með útúrsnúningi um að verið sé að endurskoða handbók um vetrarþjónustu. Björn Gíslason
Snjómokstur hefur verið í algjörum ólestri í vetur og götur ófærar dögum og vikum saman líkt og síðasta vetur. Annan veturinn í röð er snjómokstur í Reykjavík
óásættanlegur fyrir íbúana: GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 15:14 Page 2
Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
algjörlega
KO TATILB O I & B NEIN N Í B TINBOL L OMA K KRY G D T O T Ð Á M O A SVO! TAO KBO YK D IZZU, E, P AREOK K Í , P EILU TU Í K K K Í R L Ó / D BINGISAR LLOOTBA . F DR ILL Æ / V ÆH H Ð ÐBUR VI NDI A SPENN JÖR LU, GF A LÚ A J ÓR . D DJ RTU R & PÉ ÐU ÖR / H RTU AGL IN VIKU HVERRI ÐIR Í BÍ Í 0 3 0 1 5 5 1 A M G Í S S O KEILUHOLLIN.I T Á AU R Ð B A ÓK R B TU E Ú G Þ A O K, B Í kei á manlega borð Bókaðu ace i á F agskránn ð d e u m Fylgst . G F tí iluhollin@keiluhollin.is com/keiluhollin eiluhallarinnar.facebook u K ðbooksí SÆKIR ÞÚ EF PIZZA RÍ G F R O Æ VÆ , T EIN V SÆKIR ÞÚ EF SHAKE R RÍR G F R O VEI , T EINN A ZKE&PIZ A SH Ð ILBO KUT Í EIMTÖ Ö H R. 0 K .00 R Á 1 ÖNNU VO G S A O IZZ N P EI IZZUNA U P DÝÝRUST R Ó YRI I F K R EK ORGA – B D AKE-UM M SH FENGU F Á I A K R EK ILDI – G a z z i p d ean ak sh # A ZUN IZ I P R A R Ý IR D R Y R F A GOR – B R. 0 K .00 Ð Á 1 I I V NNARR R A BÆÆTI G I O ATTSEÐL F M U A IZZ R P KAUPI A B is . a z z i p e k ha s GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16.1.2023 21:19 Page 3

Dagný og Sigurður best hjá Fjölni 2022

Uppskeruhátið Fjölnis fór fram þann 15. desember síðastliðinn að viðstöddum 100 manns. Veitt voru verðlaun fyrir íþróttaafrek ársins, gull- og silfurmerki sjálfboðaliða ásamt vali á íþróttakarli og -konu. Þar að auki var Fjölnismaður ársins heiðraður fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins.

Athöfnin fór fram í Keilhöllinni í Egilshöll og var einnig beint streymi frá viðburðinum í gegnum Facebook síðu Fjölnis. Jón Karl, formaður félagsins stýrði athöfninni og stóð hin stórglæsilega Regína Ósk fyrir tónlistaratriðum á athöfninni. Fjölnismenn þakka Gunnari Jónatanssyni fyrir að taka myndbönd af athöfninni sem og ljósmyndurunum Baldvini Erni Berndsen og Þorgils G fyrir að mynda viðburðinn.

Íþróttakarl ársins 2022:

Sigurður Ari Stefánsson

Sigurður Ari eða Siggi átti glæsilegt fimleikaár. Sigurður Ari varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut í áhaldafimleikum. Þar sigraði hann með yfirburðum auk þess að vinna gullverðlaun á fimm áhöldum af sex í keppni á einstökum áhöldum.

Á árinu var Sigurður einnig valinn til þátttöku í fjölmörgum erlendum verkefnum á vegum Fimleikasambands Íslands. Meðal annars Evrópumóti unglinga, Norðurlandamóti unglinga og Ólympíuleikum æskunnar. Sigurður hefur nú fært sig yfir í Gerplu þar sem hann mun halda áfram sinni fimleikaiðkun undir handleiðslu landsliðsþjálfara Íslands og óskum við honum alls hins besta og hlökkum við til að fylgjast með honum í framtíðinni.

Íþróttakona ársins 2022:

Dagný Lísa Davíðsdóttir

Dagný Lísa Davíðsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna í körfuknattleik á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður en ekki síður góður karakter sem nýtur virðingar liðsfélaga sem ekki er síður mikilvægt í hópíþróttum.

Fjölnismaður ársins:

Kristján Rafnsson

Stjáni Rafns, eins og við köllum hann, er sá sem hefur verið lengst í kringum starfið af þeim sem nú eru að starfa við körfuknattleiksdeildina. Þó að Stjáni hafi ekki verið formlega í stjórn er óhætt að fullyrða að verðmæti hans framlags sé engu síðra en annarra. Leikirnir sem Stjáni hefur dæmt án endurgjalds í yngri flokka starfinu verða seint fyllilega taldir en alltaf hefur hann verið klár í slaginn þegar til hans hefur verið leitað. Hann hefur verið duglegur að mæta á leiki meistarflokkanna og missir nánast aldrei af heimaleikjum þar sem hann hjálpar til við uppsetningu og tiltekt auk þess að taka að sér að vera á kústinum í leikjum.

Ekkert í starfinu er Stjána óviðkomandi og hann alltaf tilbúinn að hjálpa til. Að auki hefur Stjáni keyrt meistaraflokkana báða í ófáar keppnisferðir, hvort sem er til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða eða Hafnar í Hornafirði í öllum tegundum af veðrum og vindum.

Fréttir GV 4
Dagný Lísa Davíðsdóttir - Íþróttakona ársins 2022 hjá Fjölni. Sigurður Ari Stef´nsson - Íþróttakarl ársins 2022 hjá Fjölni.
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILAN Á UPPRUNA SINN 3200 FYRIR KRIST. VISSIR ÞÚ? GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 17.1.2023 13:33 Page 4
Kristján Rafnsson - Fjölnismaður ársins 2022.
Æ FM A A S Æ GÆ G E ST / R ANI LI A J G G A EIL K FSM FSSMMA A TAAÐNUM A SAM OG ENDA OG HEFST Ð HÓPEFLI M DJJAMM STAARF LTTA DRYKK ATTUR, KEILA MA UROGALL T R D M ST K NN NNNA A EINUM Á AR VEÐUR T T F GO R A P U ÍK ÍLEI RIRÞI Y ÁOKKURF ÐFR ÐUTILBO FÁ laugardag og ÆIN A Í B RÚTA HOU Y HAPPY tað m s inu r á e t e all em r s a r þ kku á o j a h innandyr eðri u v óð n í g n e ama m s hópnu jappa ð þ a a etr r b r e Hva Ð PY T FÖST Á F OPNUM YRR NNHÓPÁ a östudaga a f all N g m o arnu á b R UDÖGUM L S A UK K AO HOLLINEILU HOLLIN@KEILU K R Þ RI R F KKU Á O R Ð F ILBO U T Ð N.IS P Á Ó N H IN ST E R ANI keiluhollin.is 0 3 0 1 5 . 5 1 s GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 14:07 Page 16

Við birtum að þessu sinni afar girnilega uppskrift frá Hafinu í Spönginni. Við skorum á lesendur að prófa því það er svo sannarleg þess virði og þessi spennandi þorskréttur er mjög góður. Uppskrift er fyrir 3 en hana er auðvelt að stækka

Innihald

600-800 gr. þorskur 3 stilkar fersk steinselkja 2 stk. ferskur chili 70 gr. ristaðar furuhnetur 2 msk. olía

Safi úr hálfri sítrónu Salt og pipar

Smjörsósa 100 gr. smjör 3 msk. sojasósa

Sæt kartöflumús 1 stk. sæt kartafla, stór 3 msk. smjör 2 stk. hvítlauksrif, pressuð

Sætkartöflumús - aðferð Berið smá olíu á kartöfluna í heilu lagi og setjið inn í ofn á 150 gráður í 2 tíma.

Þegar kartaflan er elduð í gegn er hún tekin út og skafið innan úr henni og sett

í skál ásamt smjöri, hvítlauk og salti. Margir eru hrifnir af þessari aðferð þar sem uppvaskið er minna og það þarf ekki að fylgjast með kartöflunni, heldur setjum við hana inn 2 tímum fyrir kvöldmat og hún er tekin út þegar fiskurinn fer inn.

Þorskur Skerið niður steinselju og chili og setjið í skál með furuhnetum, olíu, sí-

trónusafa, salti og pipar.

Leggið þorskflökin í eldfast mót. Saltið og piprið og setjið 2/3 af blöndunni ofan á fiskinn.

Fiskurinn er síðan eldaður í ofni á 200 gráðum í 12-15 mínútur.

Smjörsósa Þegar fiskurinn fer inn í ofn er gott að byrja á smjörsósunni.

Smjör er brætt í potti við miðlungs

hita og látið malla í um 10 mínútur. Þá er smjörið tekið af hellunni og froðan veidd af með skeið.

Sojasósunni er bætt við smjörið og hrærð saman við.

Þegar allt er tilbúið fara fiskurinn og sætkartöflumúsin á diskinn, smjörsósunni er hellt yfir og restin af furuhnetublönduni sett á.

Verði ykkur að góðu.

Mataruppskriftir frá Hafinu GV 6 PROOPTIK - SPÖNGINNI SÍMI: 5 700 900 KÍKTU VIÐ OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! FRÍ SJÓNMÆLING VIÐ KAUP Á GLERJUM - Gæðin skipta máliÞorskur með smjörsósu, chili og furuhnetum Þessi þorskréttur er í meira lagi góður og matreiðslan einföld og skemmtileg. GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16.1.2023 21:54 Page 6

Dekradu vid bó - óndann med lúxus sæælkeramáltíd

ó
bó gó ón ómsæt da tirsæ da lkera gu apakka r ar tir sæ SÆLLK DASKOOD K Æ DIN.IISKEERRABÚD DÁDUÚRVVALLIIDA-D R AL E . VEIT XLU RINGA BITRUH 2255 ími578 2 ÁLS S wwwsælkerabúDin - is GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 15:19 Page 7
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 16:28 Page 8

Yfir 20 ára þekking og reynsla við framkvæmd aðalfunda húsfélaga

„Tími aðalfunda, frá janúarbyrjun til aprílloka, er alltaf áhugaverður því þá gefst tækifæri til að hitta viðskiptavini augliti til auglits og heyra hvað er efst á baugi hjá þeim,“ segir Þór Gíslason, sem nýlega kom til starfa hjá félaginu sem ráðgjafi á þjónustusviði. Hann er líka í fundarteymi Eignaumsjónar, enda hokinn af reynslu eftir að hafa starfað sem fundarstjóri hjá Eignaumsjón svo árum skiptir.

Eignaumsjón hf. er umsvifamesta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna og býr að yfir 20 ára þekkingu og reynslu viðað halda aðalfundi húsfélaga og rekstrarfélaga atvinnuhúsnæðis. Á döfinni er að halda á sjöunda hundrað aðalfundi fram að apríllokum.

Bjóðum húsfélög velkomin í viðskipti

„Ný húsfélög eru að sjálfsögðu velkomin í viðskipti til okkar,“ segir Þór og bætir við að það er hans reynsla sem fundarstjóri hjá Eignaumsjón til margra ára að almenn ánægja sé hjá bæði stjórnum húsfélaga og eigendum með þá þjónustu sem félögin eru að fá.

„Við einföldum störf hússtjórna, leysum hratt og örugglega úr málum og spörum þeim tíma, með það að markmiði að ná fram hagræðingu og árangri í rekstrinum.“

Aukin áhersla á rafræna boðun funda Mikið er lagt upp úr undirbúningi

aðalfunda hjá Eignaumsjón og rétt sé staðið að boðun þeirra, svo fundir verði löglegir og bindandi fyrir þátttakendur. Til að tryggt sé að fundarboð skili sér örugglega til eigenda er æ meiri áhersla lögð á rafræna boðun aðalfunda hjá Eignaumsjón, sem er líka umhverfisvænna og dregur verulega úr pappírsnotkun.

„Á aðalfundi er fyrst og fremst rætt um innri málefni félagsins; ársreikningur og kostnaðar- og húsgjaldaáætlanir afgreiddar, félaginu kosin stjórn og ákvarðanir teknar um næstu áfanga í starfsemi viðkomandi félags,“ segir Þór.

Viðbúið að sorpmál og hleðsla rafbíla verði í brennidepli

„Það er líka viðbúið að okkar mati að sorpmál verði töluvert í brennidepli á aðalfundum á þessu ári vegna þeirra breytinga sem eru í farvatninu með gildistöku laga um hringrásarhagkerfi nú um áramótin. Til að mæta ákvæðum laganna verður byrjað að safna lífrænum eldhúsúrgangi á höfuðborgarsvæðinu í vor og innleitt nýtt flokkunarkerfi úrgangs á vegum Sorpu og sveitarfélaganna á svæðinu, eins og fram kom á mjög vel sóttum hádegisfundi hjá okkur í haust,“ segir Þór en áréttar að stefnt sé að því af hálfu SORPU að íbúarnir finni lítið fyrir þessum breytingum.

„Það verður þó að teljast líklegt að svo umfangsmiklar breytingar komi til umræðu á mörgum aðalfundum í tengslum við umræðum um sorpflokkun og umgengni um sorpgeymslur.“

Hleðsla rafbíla er annað mál sem brennur á mörgum húsfélögum. Mörg þeirra hafa verið að nýta sér hlutlausa úttekt Eignaumsjónar á hleðsluaðstöðu og þeim félögum fer einnig fjölgandi sem eru að láta Eignaumsjón halda utan um innheimtu vegna rafbílanotkunar og rukka kostnaðinn með húsgjöldum viðkomandi rafbílaeigenda, sem sparar færslugjöld og viðkomandi njóta hagstæðra kjara á rafmagni sem bjóðast viðskiptavinum Eignaumsjónar. Þá er alltaf töluvert um mál sem snúa að dýrahaldi í fjölbýlishúsum, setningu húsreglna og fyrirkomulagi svalalokana.

Fundargögn aðgengileg í Húsbókmínar síður á vef Eignaumsjónar Tímanlega fyrir aðalfund geta eigendur húsfélaga í þjónustu hjá Eignaumsjón nálgast fundargögn síns húsfélags í Húsbókinni. Þar má þá finna ársreikning fyrir árið 2022 og kostnaðar- og húsgjaldaáætlun fyrir árið 2023, ásamt fundarboði og öðrum gögnum sem leggja á fyrir fundinn. Í Húsbókinni er líka leitast við að safna saman og gera aðgengileg öll helstu gögn viðkomandi húsfélags, þ. á m. eldri ársreikninga og aðalfundargögn húsfélaga sem hafa verið í þjónustu til lengri tíma hjá Eignaumsjón.

Einnig er hægt að senda ýmsar þjónustubeiðnir rafrænt í gegnum Húsbókina, s.s. tilkynningar um nafnabreytingar og eigendaskipti, breytingar á heimilisfangi, húsfélagsyfirlýsingar, beiðnir vegna útlagðs kostnaðar og fleira.

r ð Sólarhringsv 3300 & 565 5892 D Eiríksdót Dof ttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Þór Gíslason kom nýlega til starfa hjá Eignaumsjón sem ráðgjafi á þjónustusviði eftir að hafa starfað í mörg ár sem fundarstjóri hjá félaginu. Mynd: Eignaumsjón
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ JEFFREY „THE DUDE“ LEBOWSKI ÞOLDI EKKI EAGLES. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.
GV 9 GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 16:28 Page 9
Fréttir

Vörðumessur í 9 ára Kirkjuseli

Gleðilegt ár!

Nú þegar við heilsum nýju frostköldu og fallegu ári hér á suðvestur horni landsins er fremst í huga mér þakklæti. Þakklæti fyrir fyrstu jólin án sóttvarnatakmarkana í þrjú ár. Þakklæti fyrir árið sem regnboginn, tákn fjölbreytileikans, var málaður á tröppur Grafarvogskirkju og þakklæti fyrir að fá að þjóna í þessu stóra og fjölbreytta hverfi sem Grafarvogurinn er.

Í apríl á þessu ári verða níu ár frá því Kirkjuselið, kapellan/salurinn sem Grafarvogskirkja er með til umráða í félagsmiðstöðinni Borgum í Spönginni var tekið í notkun með vígslu biskups Íslands. Á þessum níu árum hefur Grafarvogssöfnuður boðið upp á reglulegt helgihald þar alla sunnudaga yfir veturinn auk barnastarfs, fermingarfræðslu o.fl. Það tók okkur svolítinn tíma að finna út hvernig helgihaldinu á sunnudögum væri best fyrirkomið í Kirkjuselinu og að lokum þróuðum við hinar svokölluðu Selmessur. Þetta eru einfaldar messur sem þó eru uppbyggðar á sama hátt og hin klassíska messa sem boðið er upp á í kirkjunni alla sunnudaga en uppistaðan hefur þó í ríkum mæli verið tónlistin sem kórinn okkar, Vox Populi hefur leitt. Á þessum tíma hefur ýmislegt breyst í kirkjustarfinu. Vox Populi kórinn hefur þróast og breyst nokkuð, prestum hefur fækkað um einn og djákni bæst í hópinn. Og nú er komið að því að gera breytingar á hinu reglulega helgihaldi á sunnudögum í Kirkjuselinu. Markmiðið með breytingunum sem standa fyrir dyrum er að bjóða upp á hlýlegar og merkingabærar samverustundir alla sunnudaga yfir veturinn sem valkost við hið klassíska helgihald í kirkjunni.

Vörðumessur

Hinar nýju messur í Kirkjuselinu munu hefjast sunnudaginn 5. febrúar kl. 13 og kallast þær Vörðumessur.

Vörður eiga sér langa sögu og má eiginlega slá því föstu að vörðuhleðsla sé nokkuð jafngömul mannabyggð í landinu. Á fyrri öldum voru vörður nýttar til að merkja leiðir um fjöll og óbyggðir, sýna landamæri og skil á milli bújarða, benda á siglingaleiðir með ströndum fram og til að vísa á fengsæl fiskimið, svo að eitthvað sé nefnt. Þá hefur fólk á öllum tímum hlaðið

vörður sem minnismerki um fólk og atburði, svo að þeir féllu síður í gleymsku.

Þegar við hlöðum vörðu þá er það fyrir þau sem á eftir koma. Með vörðunni vísum við þann veg sem reyndist okkur vel eða til þess að minnast atburða sem eru okkur mikilvægir. Þegar við erum óviss um hvert skal halda eða þegar við villumst af leið er gott að geta fylgt vörðum þeirra sem hafa gengið á undan okkur.

Í Vörðumessum hlöðum við vörður með því að deila sögum úr lífi okkar og reynslu um leið og við nýtum okkur vörður annarra til að vísa okkur veginn. Þegar þú kemur í Vörðumessu stendur þér til boða að taka stein sem þú leggur frá þér um leið og þú deilir reynslu þinni er tengist viðfangsefni hverrar messu. Það er þó alls ekki nauðsynlegt að deila einhverju. Það er líka gott að hlusta og eignast þannig hlutdeild í reynslu annarra.

Í Vörðumessum munum við ekki aðeins deila sögum með hvert öðru heldur einnig brauði. Reglulega verður boðið upp á heilaga kvöldmáltíð með einföldu sniði og gómsætu brauði. Þá býðst öllum að leggja frá sér þau bænarefni sem á okkur hvíla í kyrrð og með því að tendra ljós.

Vörðumessur er öðruvísi helgihald sem byggir á nánd án þess þó að gera kröfu um að fólk taki meiri þátt en það er sjálf tilbúið til. Við höfum ólíkar þarfir þegar

kemur að samfélagi með öðrum. Sumum okkar þykir ekkert tiltökumál að deila okkar innstu málefnum á meðan önnur vilja halda þeim fyrir sig. Þá fer það einnig eftir dagsforminu hvað við erum tilbúin til að vera opin í samskiptum og þátttöku. Ef þú vilt aðeins koma og hlusta og meðtaka þá er það jafn sjálfsagt og að taka fullan þátt í öllu.

Vörðumessur eru hugsaðar fyrir fólk á öllum aldri sem langar til að hlaða vörður og með því þroska trú sína, deila reynslu og læra af öðrum. Vonandi munu Vörðumessurnar gefa okkur andlega næringu inn í komandi viku og dýpka skilning okkar á umhverfinu og okkur sjálfum.

Vox Populi mun áfram leiða söng í Kirkjuselinu og munu prestarnir þrír og djákninn skipta með sér helgihaldinu. Við hlökkum mikið til að þróa þetta nýja og nútímalega helgihald með ykkur kæru Grafarvogsbúar og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Vörðumessur í Kirkjuselinu frá febrúarbyrjun.

Höfundur er sóknarprestur Garvogssóknar

Fréttir GV 10
sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju.
- eftir sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sóknarprest í Grafarvogskirkju
Grafarvogskirkja. ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 15:23 Page 10
Fréttir GV 11
í aðal-
á
Þessir krakkar skemmtu sér vel á brennunni. Frá vinstri: Kolbrún Klara, Stefán Ingi og Harpa Lind. Þrettándbrenna var í Gufunesi þann 6. janúar að venju og var brennan glæsileg í ár. Þrátt fyrir mikinn kulda mætti mikill fjöldi fólks á brennuna og jólin voru kvödd með stæl. Skemmtiatriði voru í boði og þar má nefna Friðrik Dór sem skemmti viðstöddum af sinni alkunnu snilld. Eins og áður sagði var kuldaboli í aðalhlutverkinu en þrátt
nepjunni
Kuldaboli
hlutverki
þrettándanum
fyrir mikið frost skemmtu allir sér konunglega. Í lok hátíðarinnar var boðið upp á mjög skemmtilega flugeldasýningu sem yljaði mörgum tímabundið í
eins og brennan sjálf.
Krakkarnir kunnu
vel að
meta skemmtikraftana. GV-myndir Ingólfur Einisson
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 14:26 Page 11
Grafarvogsbúar fjölmenntu á brennuna í brunagaddinum en brennan yljaði vel.
Fréttir GV 12 le G endur Það sem þátttak r uppskera: • A Auukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eig •ekki til að seg Hugr gjja sína skoðun óháð áliti annar •Kjark
um eigin líðan og annarra •Leiðir
og styrkj •Þor
á framfæri og •Betra skipulag og skýrari markmið •Jákvættviðhorf og kvíða/streitustjórnun 2 16 13 10 N fa áhrif ambönd getu amskipt ý s ðileg n in ra a s ha ámskeið he 0til12ára 28. ja til 15 ára 26. ja til 19 ára 25. ja 0 til 25 ára 24. j Sk i effjjast: núar 10.00
átta
núar r 17.00
viku, 9 skipti núar r 18.00 -22.00 einu sinni í viku, 9 skipti anúar r 18.00 -22.00 einu
í viku, 9 skipti kráning á dale.is eða 555 7080 Ókkeeypis kynningartími dale.is/ungtfolk élthA*HtðtfítdtkibfiðlY ægteraðnoafrístundastyrkibæarélagasemgrYoouth_Ad_121322
til að tala
til að eignastvini, bæta samskipti
til að koma hugmyndum sínum
-13.00
laugardaga í röð
- 20.30 einu sinni í
sinni
Knattspyrnukarl ársins: Lúkas Logi Heimisson.
ársins:
Knattspyrnukona
Skákkona Lisseth Acevedo Méndez.
ársins: Elvý Rut Búadóttir.
Körfuboltakarl ársins: Karl Ísak Birgisson.
Körfuboltakona ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir.
Listskautakona ársins: Júlía Sylvía Gunnarsdóttir. Skákkarl ársins: Jóhann Arnar Finnsson.
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 17.1.2023 15:47 Page 12
Sundkarl ársins: Kristján Gylfi Þórisson. Sundkona ársins: Coco Margaret Johansson.

Best hjá Fjölni 2022

Árlegar viðurkenningar til íþróttafólks hjá Fjölni í öllum þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru innan félagsins voru afhentar í lok síðasta árs. Hér fer á eftir listinn yfir verðlaunahafana.

Fimleikadeild

Fimleikakarl: Sigurður Ari Stefánsson. Sigurður Ari eða Siggi átti glæsilegt fimleikaár. Hann varð íslandsmeistari unglinga í fjölþraut í áhaldafimleikum. Á árinu var hann einnig valinn til þátttöku í fjölmörgum erlendum verkefnum á vegum Fimleikasambands Íslands. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.

Fimleikakona: Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Lilja Katrín var valin í úrvalshóp unglinga og í kjölfarið á því í æfingahóp fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fór hér á landi í lok júní. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Frjálsíþróttadeild

Frjálsíþróttakarl ársins: Bjarni Anton Theódórsson. Bjarni Anton hefur æft frjálsar íþróttir í fjöldamörg ár. Hann hefur einbeitt sér að styttri hlaupum og keppir aðallega í 200 og 400 m hlaupum. Á þessu ári hljóp hann best 400 m á tímanum 49,69 sek sem er jafnframt besti tíminn á árinu í 400 m hlaupi. Hann var einnig í boðhlaupssveit Fjölnis á Meistaramóti Íslands í 4×400 m boðhlaupi og vann Íslandsmeistaratitil með sigri sveitarinnar.

Frjálsíþróttakona ársins: Vilhelmína Þóra Óskarsdóttir (Óskar Hlynsson tók við verðlaunum fyrir hennar hönd). Vilhelmína hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri og hefur síðustu ár einbeitt sér að

keppni í hlaupum. Hefur hún náð mjög góðum árangri í 60, 100, 200 og 400 m hlaupum. Hún á fimmta besta tímann á árinu í 200 og 400 m hlaupi. Vilhelmína eða Minna eins og hún er alltaf kölluð starfar sem þjálfari yngri iðkenda hjá frjálsíþróttadeildinni.

Handknattleiksdeild

Handboltakarl ársins: Óðinn Freyr Heiðmarsson. Óðinn Freyr stimplaði sig strax inn í ungt og efnilegt Fjölnislið þegar hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Hann býr yfir mikilli baráttugleði og dugnaði ásamt því að vinnusemi hans er til fyrirmyndar bæði á æfingum og í keppnum. Hann var lykilmaður í vörn og sókn þegar liðið var hársbreidd frá sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.

Handboltakona ársins: Þyrí Erla Sigurðardóttir. Þyrí Erla er uppalin í Fjölni og spilaði þar alla yngri flokka áður en hún fór að leika með meistaraflokknum.

Þyri hefur gríðarlega marga kosti bæði innan vallar og utan og er frábær fyrirmynd fyrir alla iðkendur. Hún er mjög metnaðarfull og er alltaf tilbúin að leggja meira á sig til að bæta sig.

Íshokkídeild

Íshokkíkarl ársins: Martin Simanek. Með ástríðu og gleði, ásamt leiðtogahæfni hefur Martin sýnt okkur öllum að hann er mikil fyrirmynd og leikmaður með mikinn metnað fyrir íshokkídeild Fjölnis. Hann leggur sig ávallt fram og er fyrsti maður til að bjóða fram aðstoð sína.

Íshokkíkona ársins: Kolbrún Garðarsdóttir. Dugnaðarforkur og valkyrja sem berst af miklum eldmóð á ísnum en rífur upp gleðina með drengskap og gleði utan íssins.

Karatedeild

Karatekarl ársins: Gabríel Sigurður Pálmason. Gabríel er fyrirmyndar iðkandi. Einbeittur og duglegur karatemaður. Í ár hefur hann dregið heim silfurpeninga fyrir frammistöðu sína í kata á GrandPrix mótaröðinni, á Íslandsmeistaramóti unglinga og brons fyrir frammistöðu sína á RIG. Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.

Karatekona ársins: Eydís Magnea Friðriksdóttir. Sem afrekskona átti Eydís frábært ár. Oftar en ekki kom hún heim með ekki einn, heldur tvo verðlaunapeninga eftir mót. Hún varð GrandPrix meistari í kata og svo bikarmeistari á Bikarmótaröð Karatesambands Íslands. Metnaður er það gildi Fjölnis sem Eydís hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar.

Knattspyrnudeild

Knattspyrnukarl ársins: Lúkas Logi Heimisson. Lúkas Logi Heimisson er afar fjölhæfur og sóknarþenkjandi leikmaður. Í gegnum tíðina hefur Lúkas leikið 9 landsleiki yfir yngri landslið Íslands. Þá hefur hann nú þegar spilað 52 leiki og skorað í þeim 14 mörk fyrir meistaraflokk félagsins þrátt fyrir ungan aldur. Lúkas er mikil fyrirmynd yngri leikmanna og á bjartan feril framundan sem knattspyrnumaður.

Knattspyrnukona ársins: Elvý Rut Búadóttir. Elvý Rut Búadóttir er uppalinn leikmaður hjá Fjölni. Elvý er öflugur miðvörður sem hefur verið lykilmaður í liðinu lengi en hún hefur spilað 179 leiki fyrir Fjölni og skorað 2 mörk. Hún smitar út frá sér jákvæðni og vinnusemi og er alltaf tilbúin að gefa allt sem hún á inn á vellinum. Elvý er frábær leikmaður og

mikil fyrirmynd yngri leikmanna.

Körfuknattleiksdeild

Körfuboltakarl ársins: Karl Ísak Birgisson. Karl Ísak er uppalinn Fjölnismaður, mikil þriggjastigaskytta sem hefur verið burðarás í sínum aldursflokki auk þess að vera í lykilhlutverki hjá eldri árgöngum hjá Fjölni. Í vor varð hann bæði bikarmeistari og Íslandsmeistari með drengjaflokki auk þess sem hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiks Íslandsmótsins þá með 25 stig og 10 fráköst.

Körfuboltakona ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir. Dagný Lísa Davíðsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður en ekki síður góður karakter sem nýtur virðingar liðsfélaga sem ekki er síður mikilvægt í hópíþróttum.

Listskautadeild

Listskautakona ársins: Júlía Sylvía Gunnarsdóttir. Júlía Sylvía er landsliðskona í Junior flokki. Hún hefur staðið sig vel á árinu og tekið miklum framförum. Hún stóð sig eftir væntingum í vor og keppti meðal annars á Reykjarvíkurleikunum og Norðurlandamóti í Danmörku.

Á Íslandsmeistaramótinu stóð hún sig sérstaklega vel og varð Íslandsmeistari með mikilli bætingu og einu af hæstu skorum sem Íslendingur hefur náð.

Skákdeild

Skákkarl ársins: Jóhann Arnar Finns-

skólagöngu

hóf Jóhann Arnar að leiðbeina á hinum vinsælu skákæfingum Fjölnis og leiðir það starf ásamt Helga Árnasyni. Hann var m.a. í 6 manna skáksveit Fjölnis sem tefldi á EM félagsliða í Austurríki í sumar.

Skákkona ársins: Lisseth Acevedo Méndez. Liss eins og hún er alltaf kölluð er landsliðskona Íslands í skák. Hún tefldi með íslenska kvennalandsliðinu á Ólympíuskákmótinu á Indlandi nú í sumar og vann kvennaflokkinn á Alþjóðlega helgarskákmótinu í Gautaborg nú í haust. Liss er ein af fjórum konum frá Fjölni sem tilheyra landsliðshópi Íslands.

Sunddeild

Sundkarl ársins: Kristján Gylfi Þórisson. Kristján er stigahæstur sundmanna í afrekshóp og stóð sig einkar vel á árinu. Kristján hefur æft með félaginu meira og minna allan sinn feril og því er hann vel að þessum titli kominn.

Sundkona ársins: Coco Margaret Johansson. Coco er ung og efnileg sundkona og hefur æft með Fjölni síðustu 2 ár. Hún er stigahæst sundkvenna í afrekshóp og hefur staðið sig gríðarlega vel síðan hún kom til félagsins.

Tennisdeild

Tenniskona ársins: Saulé Zukauskaité. Saulé átti mjög gott ár og náði frábærum og eftirtektarverðum árangri. Þar má helst nefna sigur í einliðaleik á U14 móti í Georgíu, Íslandsmeistari í liðakeppni meistaraflokks og 1. sæti í einliðaleik á U16 Íslandsmóti utanhúss. Hún er dugnaðarforkur og mikil fyrirmynd.

Fréttir GV 13
son. Jóhann Arnar var einn af nemendum Rimaskóla sem hóf að æfa skák á sínum fyrstu grunnskólaárum. Eftir að grunn- lauk Fimleikafólk ársins 2022 hjá Fjölni, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Sigurður Ari Stefánsson. Handboltakarl ársins: Óðinn Freyr Heiðmarsson. Frjálsíþróttakarl ársins: Bjarni Anton Theódórsson. Karatekona ársins: Eydís Magnea Friðriksdóttir. Handboltakona ársins: Þyrí Erla Sigurðardóttir. Frjálsíþróttakona ársins: Vilhelmína Þóra Óskarsdóttir. Óskar Hlynsson tók við verðlaunum fyrir hennar hönd. Karatekarl ársins: Gabríel Sigurður Pálmason. Íshokkíkarl ársins: Martin Simanek. Íshokkíkona ársins: Kolbrún Garðarsdóttir. Tenniskona ársins: Saulé Zukauskaité.
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 17.1.2023 15:47 Page 13

Stutt í skóla og þjónustu í Spöng

- til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11

Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir 264 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum innst í götu við Grasarima 32 í Grafarvogi.

Á aðalhæð hússins er forstofa, tvær samliggjandi stofur, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús með borðkrók og þvottahús. Á neðri hæð eru stúdíó íbúð, tveggja herbergja íbúð og bílskúr. Íbúðirnar á neðri hæð eru í leigu og er annar leigusamingurinn þinglýstur.

Fyrirhugað fasteignamat 2023 117.850.000 kr.

Nánari lýsing - efri hæð Forstofa er flísalögð og með fataskáp.

Eldhúsið er mjög rúmgott með vönduðum innréttingum og borðkrók.

Stofa/borðstofa eru tvær bjartar og rúmgóðar, gengið er út á ca 30 fermetra suðursólpall úr stofu.

Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum og gengið er út á

norður svalir úr hjónaherbergi, parket á gólfi.

Skrifstofuherbergi er mjög rúmgott með parketi á gólfi.

Á svefnherbergisgangi eru mjög góðir fataskápar. Þvottahús er með innréttingum og er inn af eldhúsi og gengt er úr þvottahúsi út í garð.

Nánari lýsing - neðri hæð Á neðri hæð eru stúdíó íbúð og tveggja herbergja íbúð með sameiginlegum inngangi.

Í forstofu á neðri hæð er einnig þvottaaðstaða, gólf er flísalagt. Í stúdíó íbúðinni er komið inn á lítinn gang, gengt dyrum er baðherbergi með sturtu og salerni og er það flísalagt. Á hægri hönd er gengið inn í opið rými þar sem er eldhús og stofa, harðparket er á gólfi.

Í tveggja herbergja íbúðinni er komið inn í stofu og þaðan er gengið yfir í eldhús, baðherbergi og svefnherbergi.

Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi.

Eldhúsið er með góðri innréttingu og borðkrók, flísar á gólfi.

Baðherbergið er með sturtu og salerni og innréttingu við vask.

Svefnherbergið er lítið með harðparketi á gólfi.

Bílskúrinn er rúmgóður, þar er heitt og kalt vatn, gólf er málað. Garður er stór og gróinn og húsið hefur fengið góða umhirðu og viðhald.

Stutt er í skóla, leikskóla og framhaldsskóla og þjónustu í Spönginni svo sem bókasafn og heilsugæslu, verslanir og veitingastaði.

Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á arni@fmg.is og í síma 898-3459 eða Sigrúnu Stellu Einarsdóttur löggiltan fasteignasala á stella@fmg.is og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.

Árni Þorsteinsson rekstrar-hagfræðingur. M.Sc. löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari s. 898 3459

HAMRAVÍK - 2ja HERB.LAUS )

Virkilega falleg 79,9 fermetra íbúð á 2. hæð, parket og flísar á gólfum, fallegar ljósar innréttingar, suðvestur svalir.

LAUS VIÐ KAUPSAMNING

HEIMSENDI - HESTHÚS

Sérlega vandað 277 FM 20 hesta hús. 10 stýjur fyrir 20 hesta, hlaða, forstofa, kaffistofa, setustofa og snyrting með wc og sturtuklefa. Nánari upplýsingar veitir Árni Þorsteinsson löggiltur fasteignasali sími. 898-3459, 5758585 og arni@fmg.is

DOFRABORGIR - EINBÝLI Á EINNI HÆÐ - BÍLSKÚR

201 fm. einbýli með aukaíbúð og miklu útsýni frá suðvestur til norðurs. Mjög góðar innréttingar og gólfefni. Þrjú svefnherbergi og litil 2ja herbergja aukaíbúð. Nánari upplýsingar veitir Ólafur í síma 786-1414.

GRASARIMI - EINBÝLIAUKAÍBÚÐIR Alls 260 fermetra hús með bílskúr. Húsið skiptist í glæsilega efri sérhæð og á neðri hæð

parket og flísar á gólfum, vandaðar innréttingar, suðursvalir.

Fréttir GV 14
ÁR 2023 KÆRU GRAFARVOGSBÚAR Spöngin 11 - 112 Reykjavík Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst
GLEÐILEGT
eru stúdíóíbúð, tveggja herbergja íbúð og bílskúr. Nánari upplýsingar veitir Árni í síma 898-3459. EYRARHOLT HAFNARFJ.4ra HERB. - ÚTSÝNI Vönduð og falleg 116,5 fm íbúð á 3. og efstu hæð.
útsýni,
Sigrún Stella Einarsdóttir Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali s. 8240610 Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414 Jón Einar Sverrisson löggiltur fasteignaog skipasali s: 862-6951
Mikið
Baðherbergið er með sturtu og salerni og innréttingu við vask. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi. Eldhúsið er mjög rúmgott með vönduðum innréttingum og borðkrók. Stofa/borðstofa eru tvær bjartar og rúmgóðar, gengið er út á ca 30 fermetra suðursólpall úr stofu.
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16.1.2023 22:09 Page 14
Sólpallurinn er stór og rúmgóður og snýr í suður. Sólpallurinn er 30 fermetrar.

Kirkjufréttir

Guðsþjónustur í kirkjunni

Alla sunnudaga eru guðsþjónustur í kirkjunni kl. 11:00. Guðsþjónustuhald þar er fjölbreytt og messuformið klassískt. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

22. janúar verður guðsþjónusta kl. 11:00. Fermingarbörn og foreldrar úr Víkurskóla eru sérstaklega boðin velkomin. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum um ferminguna á eftir.

Guðsþjónustur í Kirkjuselinu – frá 1. febrúar

Selmessur hefjast á ný í Kirkjuselinu með breyttu sniði sunnudaginn 5. febrúar kl. 13:00. Stundirnar kallast Vörðumessur og verða nánar auglýstar þegar nær dregur. Vox Populi leiðir söng.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á neðri hæð kirkjunnar alla sunnudaga kl. 11:00. Brúðuleikhús, tónlist, sögur, leikir og annað skemmtilegt. Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu

Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum.

Kyrrðarstundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði. Tekið er við fyrirbænaefnum í kirkjunni.

Barna- og unglingastarfið

Mikið og fjölbreytt starf er í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogssöfnuði. Þar er æskulýðsfélag og starf fyrir börn á öllum aldri vikulega í allan vetur.

6-9 ára starf er á mánudögum kl. 16:00-17:00 í Grafarvogskirkju.

10-12 ára starf er á mánudögum kl. 17:30-18:30 í Grafarvogskirkju.

7-11 ára starf er á þriðjudögum kl 16:00-17:00 í Kirkjuselinu.

Æskulýðsfélagsstarfið er á þriðjudögum kl. 20:00-21:30 í Grafarvogskirkju. Nánari upplýsingar um starfið og dagskrár er að finna á heimasíðu kirkjunnar.

Opið hús

Opið hús er í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00 fyrir eldri borgara og önnur sem hafa lausa stund á daginn. Stundin hefst á fræðslu, skemmtiefni eða samsöng í kirkjunni. Þá er boðið upp á handavinnu, spil og spjall.

Síðan er kaffi og veitingar í boði á vægu verði.

Þorragleði 24. Janúar kl. 13:00

Borðhald, söngur og gleði. Tindatríóið verður með söng og gamanmál. Verð er kr. 5000 og skráning er í kirkjunni í síma 5879070 eða grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

Djúpslökun

Djúpslökun er alla fimmtudaga kl. 17:00-18:00. Tímarnir hefjast á léttum æfingum til að undurbúa líkamann fyrir djúpa og góða slökun. Tímarnir henta bæði þeim sem eru byrjendur í jóga og lengra komnum. Djúpslökunin er gjaldfrjáls og tímana leiðir Jarþrúður Karlsdóttir jógakennari.

Morgunsöngur (Tíðasöngur)

Alla virka morgna kl. 10:00 er boðið upp á morgunbæn og tíðasöng með gregorsku tónlagi í kapellu kirkjunnar. Þessi stund er opin öllum og notalegt að byrja daginn á morgunbæn í góðum hópi. Frekari upplýsingar eru veittar í kirkjunni eða hjá sr. Flóka Kristinssyni í síma 846 2020.

Mannréttindakvöld

Mannréttindakvöldin verða haldin fyrsta fimmtudag í mars, apríl og maí.

Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju

Við Grafarvogskirkju er starfandi Barna- og unglingakór. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda á póstfangið barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com

1. – 4. bekkur æfir kl. 16:15 – 17:15

5. – 7. bekkur æfir kl. 16:45 – 17:45

8. – 10. bekkur æfir kl. 17:15 – 18:15

Stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir.

Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi

Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is Vox Populi æfir á miðvikudögum kl. 19:30. Upplýsingar veitir Lára Bryndís Eggertsdóttir lara@grafarvogskirkja.is Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir!

Prjónaklúbbur Grafarvogskirkju

Prjónaklúbbur er í Grafarvogskirkju annan hvern þriðjudag kl. 20:00. Hann er fyrir þau sem langar að hittast og spjalla um og yfir handavinnu. Öll áhgasöm eru hjartanlega velkomin! Nánari upplýsingar í Facebookhópnum, Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirku. Dagsetningar næstu vikna eru: 17. og 31. janúar – 14. og 28. febrúar.

Prestar og djákni safnaðarins

Guðrún

Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!

Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Kristín Kristjánsdóttir djákni kristin@grafarvogskirkja.is Sími: 587 9070
GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16.1.2023 22:10 Page 15
ALLVVÖRRU ÚTSSALLA V Þ M h L AF % Lav háþ Mót Þrýs atn 33 vor Galaxy 150 þrýstidæla tor: 2100W stingur Max:150 bör nsflæðiMax:450l/klst Hle PSC 6 áð 8695 urkr 6.956 S11-12V22Nm eðsluskrúfvél e CS ðu 20 A AÐ L H F R GIR FYL A AF % 0 AFSLÆTTI 205ÆTTI LÍS 0% ARK MEÐ AF PÍS RVVAL KIÐ ÚR MIKIÐRKET ARKETI OG FLÍSUM MEÐ 20-50% G Á 1 Áðu nsflæði Max: 450l/klst. 9.999 ur 29990 kr. ur kr AF % 35 LuTool Harðpparket 11kr. 196 5 þrep pa með . Trapp hillu 9.1 1 Áður AF % 15 er ryk/b ck+deck 666 Áður 10 sög 60 11 Blac blautsuga kr 16.585 .780 00W in/við/járn 6 % 0 .585 r. 30 erð fr e p V BoZZ m/stön blöndu brúsu kr/m2 1.440 rá Z sturtuklefi ng, hitastýrðum unartækjum og AF %20 AF % 25 Rafmagnshitablásari 3Kw 1 7.476 Áður 8795 kr. 15L rð tanks: 17kPa kraftur: 1200W or: kr. 16.665 . 1 fasa Áður Móto Sogk Stær AF AF % % 20 40 F C 5 17 avid h Cer AF % Áður kr 1.589 r. 2119 handlaug 50 cm m/öllu 546 25 ERA WC - kas hnappur 3-6lítra V AV ssi r ID SETT i, hnappur G Á art oren AF Áðurkr Guo 20.796 r. 25995 55 Á AF % Vatn bílsk 20 2 . 596 Áðurkr sþétt LED útiljós / kúrsljós IP65 48W 120cm 6995 kr. 23395 Áður k . Þýsk g hæg og 47 AF % glo gæ .9 kr 20 pp okandi seta. æðavara 996 59995 Sturtuniður Verð frá: 9.0 (Vatnslás fylg Sturtuniður Verð frá: 1.1 rföll 093 ir með) rfallshlífar 166 % AF %50 Á 16,8 L Plastbox margar stærðir LT T 2.497 Áðurkr 4995 Gírafi slípivél 230mm 710W M14 2399 M14 40 r Áðurkr ærivélDrive-HM-140 00W. 40-80 ltr M 9.9 AF % 40 AF Áður kr ottaDuraMat PVC 0x80cm Grá 1.197 r. 1995 ww.murbudin www.murbudin.is LANDALLT! LAN SENDUM UM 2 AF % kr 29985 Áður 23.9 20 GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16.1.2023 21:35 Page 5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.