Page 1

GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 21:04 Page 1

Graf­ar­vogs­blað­ið 9. tbl. 32. árg. 2021 - september

Ódýri ísinn

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir

]Xjk\`^eX$ jXc Xe ˆ ˆel_m\i]`

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Spöngin 11 HeŽc\^c(,!'#]¨Â &&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-* ;Vm*,*-*-+

lll#[b\#^h

Tónlistarskóli Grafarvogs 30 ára Tónlistarskóli Grafarvogs fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Starfið er blómlegt sem aldrei fyrr og

mikil gróska í starfi skólans. Við fjöllum nánar um skólann og afmælið á bls. 18.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/09/21 21:50 Page 2

2

GV

Fréttir Guðlaugur Þór Þórðarson skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

,,Fólk á að spyrja sig hverjum sé treystandi og kjósa eftir því” - þrjár stórar spurningar til Guðlaugs Þórs - Hvað telur þú skipta Grafarvogsbúa sérstaklega miklu máli í komandi kosningum? ,,Ég held að það sé öllum ljóst að samgöngumál eru lykilatriði fyrir okkur Grafarvogsbúa í komandi kosningum. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir rúmum 50 milljörðum í stofnvegi á svæðinu. Sömuleiðis er lagning Sundabrautar eitt mikilvægasta verkefni í samgöngumálum þjóðarinnar. Þar skiptir máli að flýta framkvæmdinni eins og kostur er sem og gæta þess að hún sé rétt framkvæmd. Þarfir og aðstaða nágranna fyrirhugaðrar Sundabrautar verða að vera í forgrunni og þar hafa Grafarvogsbúar heldur betur

hagsmuna að gæta. Við þekkjum það öll á eigin skinni hvernig umferðin er til og frá hverfinu. Úrbætur í okkar samgöngumálum koma ekki af sjálfu sér og við Sjálfstæðismenn leggjum sérstaka áherslu á samgöngumál Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga. Það eru hagsmunir allra að samgöngur innan höfuðborgarinnar séu greiðar. Svo verð ég auðvitað að minnast á efnahagsmálin. Þau snerta Grafarvoginn rétt eins og aðra landsmenn. Árangur okkar í heimsfaraldrinum er einstakur á heimsvísu og aðgerðirnar munu gera okkur kleift að vaxa upp úr efnahags-

lægðinni hratt og örugglega. Nú er tími til að halda áfram að styðja við fyrirtækin og fjölskyldurnar með raunhæfum lausnum og áframhaldandi stöðugleika. Heilbrigðsmálin og málefni eldri borgara eiga sömuleiðis erindi við okkur í hverfinu og þar eru stór verkefni framundan. Öldrun þjóðarinnar er staðreynd og það er gríðarlega mikilvægt að við sofum ekki á verðinum heldur bregðumst við með fjölbreyttum úrræðum. Við þurfum öflugri heimahjúkrun, dagþjónustu og fleiri þjónustuíbúðir og hjúkrunarrými. Þjónustan þarf að taka mið af þörfum hvers og eins og gera þannig eldra fólki kleift að

standa á eigin fótum eins lengi og kostur er.” - Af hverju ætti fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? ,,Stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hefur einkennst af efndum loforðum og stöðugleika í mótvindi. Tökum sem dæmi lækkun skatta sem var meiriháttar kosningamál 2017. Það fer lítið fyrir þeirri umræðu í dag og ástæðan er einföld. Við hlustuðum á kjósendur og lækkuðum skatta. Fólk á að spyrja sig hverjum sé treystandi og kjósa eftir því. Við erum mjög stolt af þeim árangri sem við náðum á síðasta kjörtímabili og tilbúin til að ta-

kast á við áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir og sjáum í þeim tækifæri. Ef við lítum svo til málefnanna þá er fjölbreytni í þeirri þjónustu sem á að vera öllum aðgengileg, lykilatriði í okkar baráttu. Við eigum t.d. ekki að lifa við biðlista í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til Danmerkur til þess að sjá þesa sýn í verki. Danirnir ákváðu einfaldlega að biðlistarnir væru ekki í boði og fóru í nauðsynlegar aðgerðir til þess að útrýma þeim. Með því að hleypa ólíkum rekstrarformum að og einblína á þjónustu við íbúa landsins geta biðlistar heyrt sögunni til. Við erum að tala um fjölbreytta þjónustu og rekstur, því að enginn er eins við höfum ólíkar þarfir.” - Hverju ert þú stoltastur af að hafa áorkað persónulega á síðasta kjörtímabili? ,,Þetta var alveg ótrúlega farsæll tími umbóta og hagræðingar í utanríkisráðuneytinu og af mjög mörgu að taka. Við hjálpuðum t.a.m. 12.000 Íslendingum heim í Covid í gegnum Borgaraþjónustuna, tókum forystusæti í Norðurskautsráðinu, Norðurlandasamstarfinu og Norðurlanda og Eystrasaltssamstarfinu, fjárfestum í varnarmálum, stækkuðum fríverslunarnetið, m.a. með samningum við Breta og efldum hagsmunafæslu okkar innan EES svo eitthvað sé nefnt. Vert er svo að veita framgöngu okkar Íslendinga í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna sérstaka athygli. Það er magnað að finna á eigin skinni hvernig lítil þjóð eins og Ísland getur skipt miklu máli í alþjóða vettvangi. Frumkvæði okkar gegn mannréttindabrotum á Filippseyjum leiddi til al-þjóðlegrar úttektar og forysta okkar gegn einræðisstjórn í Sádi-Arabíu skilaði ríkulegum árangri. Við eigum að halda áfram að vera stórhuga í þessu samhengi og gegna forystuhlutverki þegar kemur að mannréttindum, hvar sem er í heiminum.” - Einhver lokaorð? ,Áfram Fjölnir!”

Guðlaugur Þór Þórðarson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Stund milli stríða í vinnuferð erlendis.

Heima við með hundinn og barnabarn.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 22:08 Page 3

% zƫ 2% ( & 1)ƫ 8" . )$(* % ƫ /0 ®z1#( !% 'ƫ „ ƫ !" *$#/)8( 1)Č ƫ #. !% z. % ƫ /)#®*#1. ƫ " 5. % . ƫ̈( „ '. ƫ Ð. ü. ƫ +#ƫ !*#ƫ % z( % /0 ƫ „ ƫ $!% ( . % #z% /'!. ü*1ċ ƫ 5. % . ƫ +''1. ƫ ®( ( ċ


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 23:30 Page 4

4

GV

Fréttir Vilborg Bergmann skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Tryggjum öruggt og barnvænt umhverfi Miðflokkurinn leggur áherslu á að tryggja að fjölskyldur landsins geti búið við öruggt og barnvænt umhverfi. Umhverfi þar sem allir einstaklingar geti hafist til þroska og búið um leið við öryggi og áhyggjuleysi. Þetta kann að virðast sjálfsagt og við erum sem samfélag stöðugt að setja okkur markmið þar um og skrifa undir hástemmdar yfirlýsingar og samninga sem eiga að tryggja rétt barna og unglinga. En því miður steðja margar hættur að og foreldrar eiga oft í mestu vandræðum með að vernda og styðja við börn sín samfara öðrum áskorunum sem umhverfið leggur á þau, svo sem þegar kemur að vinnu, íbúðakaupum og almennt að tryggja efnahagslega velferð fjölskyldunnar. Öruggt og barnvænt umhverfi getur falist í mörgu. Meðal annars því að tryggja að fólk geti gengið óáreitt um götur og átt heilbrigð samskipti við annað fólk án þess að óttast um öryggi sitt. Að börnin geti alist upp í heilbrigðu umhverfi. Við sjáum víða blikur á lofti. Skýrslur greiningardeildar Ríkislög-

reglustjóra um ört vaxandi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru þannig sláandi og gefa vísbendingu um að það sem við teljum bundið við erlend borgarhverfi geti allt eins gerst hér. Það er óskiljanlegt að þær hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki hvað síst Miðflokksins, til að efna til umræðu um innihaldið. Í störfum mínum sem lögfræðingur sem hef helgað mig, málefnum barna og ungmenna, verð ég vör við vaxandi umsvif erlendra glæpagengja við innflutning og sölu fíkniefna, misnotkun hælisleitendakerfisins, mansal og margt annað sem við getum ekki sætt okkur við að viðgangist (og aukist) í íslensku samfélagi. Þessi þróun kallar á skjót viðbrögð, við verðum að standa vörð um börnin og ungmennin okkar. Við höfum talað fyrir því að auka öryggi borgaranna og tryggja þannig umfram annað velferð barna og unglinga. Því höfum við í Miðflokknum lagt áherslu á það að setja á fót sérstaka löggæsludeild til að takast á við brotastarfsemi og auka um leið öryggisgæslu í

öllum hverfum borgarinnar. Slík deild gæti þannig orðið að öflugu liði með nægan mannafla, tækjabúnað, þekkingu, tækni, úrræði, samstarf við sams konar lögreglu í nágrannalöndunum og annað sem þarf til að takast á við þessa miklu ógn. Þetta er dæmi um verkefni sem mun spara miklu meira fyrir samfélagið en það kostar og tryggir um leið að ef hætta steðjar að borgurum þá geti þeir fengið aðstoð strax. Það þekkir fólk í Grafarvoginum að það er óþægilegt að bíða eftir að hjálp berist á staðinn. Svo ekki sé minnst á þau verðmæti sem felast í því að tryggja öryggi og forða sem flestum frá fíkniefnaneyslu og annarri ánauð. Þannig teljum við að eigi að standa að málum til að tryggja öruggt og barnvænt umhverfi. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Vilborg Bergmann oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

, D M M S  ­  F Q T M M R J ² K T L ( Q @ E @ Q U N F H  N F  ( Q @ E @ Q G N K S H


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 15:45 Page 5

Sundabraut undabraut str strax! ax!


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 08/09/21 15:36 Page 6

6

GV

Fréttir

Jón Steindór Valdimarsson skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Grafarvogsbúi í þrjátíu ár Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann er 63 ára gamall, fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur búið í Grafarvogi í þrjátíu ár, fyrst í Logafold og nú í Funafold. Jón Steindór er giftur Gerði Bjarnadóttur íslenskukennara við Menntaskólann í Kópavogi. Saman eiga þau þrjár dætur, Gunni, Höllu, og Hildi sem allar gengu í Foldaskóla. Þá eru barnabörnin fimm. „Ég hef setið á þingi síðastliðin fimm ár og verið þingmaður Suðvesturkjördæmis. Nú er ég hins vegar kominn heim, ef svo má segja, þar sem ég hef búið og starfað í Reykjavíkurkjördæmi norður öll mín fullorðinsár. Tengsl mín við kjördæmið eru því afar sterk,“ segir Jón Steindór. Ánægjulegt að fylgjast með Grafarvogi vaxa og dafna Hann segir að sér og fjölskyldunni hafi alla tíð liðið mjög vel í Grafarvogi. „Þetta er mjög gott hverfi og það hefur verið ótrúlega ánægjulegt að fylgjast með því stækka, dafna og fyllast af gróðri á þessum þrjátíu árum sem við

Jón Steindór á göngu í Grafarvogi.

höfum verið hér. Ég man þegar við vorum að gróðursetja tré í garðinum og fylgjast með þeim vaxa en nú þurfum við að grysja. Ég geng síðan mikið um hverfið og þá sérstaklega í kringum sjálfan voginn.“ Jón Steindór tók virkan þátt í að stofna Viðreisn fyrir fimm árum. Hann hafði fram að því aldrei tekið þátt í neinu flokksstarfi. „Það má segja að Viðreisn hafi byrjað að gerjast árið 2014. Þá strax fannst mér þarna komin hreyfing sem ég varð að taka þátt í og vinna að framgangi þeirra hugsjóna sem flokkurinn var síðar stofnaður um,“ segir Jón Steindór og nefnir sérstaklega alþjóðasamstarf og tengsl Íslands við Evrópusambandið í því samhengi. Mikilvægt að auka fjölbreytni atvinnulífsins Þá brennur Jón Steindór mjög fyrir atvinnumálum og starfsskilyrðum fyrirtækja en hann starfaði um árabil hjá Samtökum iðnaðarins, síðast sem framkvæmdastjóri. „Það þarf að auka fjölbreytni í at-

Jón Steindór og Gerður kona hans í göngu í Lónsöræfunum.

vinnulífinu og við þurfum að byggja í auknum mæli á nýsköpun og tækni þannig að útflutningur okkar verði meira drifinn áfram af hugviti. Það er nauðsynlegt mótvægi við atvinnulíf sem byggir mikið á auðlindum og ferðamannastraumi.“ Spurður út í sjávarútveginn og stefnu Viðreisnar í þeim efnum segir Jón Steindór: „Mér finnst mikilvægast að landsmenn njóti réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar og að það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði.“ Síðast en ekki síst nefnir Jón Steindór loftslagsvána sem hann telur vera stærsta verkefni samtímans. „Hérna megum við engan tíma missa. Ég tel að Íslendingar eigi að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Við eigum að nýta hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verðum við að leggja áherslu á að það verði dýrt að menga.“ Jón Steindór talar á fundi COSAC í Búkarest. (COSAC = Conference of Community and European Affairs Committees of Parliaments of the European Union).

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00

Jón Steindór Valdimarsson og Gerður Bjarnadóttir saman á góðri stund.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 21:56 Page 7

ÞJÓNUSTUVÆÐUM Þ JÓNUS J TUV VÆÐUM Æ HEILBRIGÐISKERFIÐ Styttum biðlist a, lækkum kostnað og bætum heilbrigðisþjónustu um allt biðlista, land með því að þjónustuvæða heilbrigðisker fið. Þ annig bætum við bæði heilbrigðiskerfið. Þannig líkamlega velferð líkam lega og andlega velf erð fólksins í landinu. u

GEFÐU FRAMTÍÐINNI TÆKIFÆRI


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 10:32 Page 8

8

GV

Fréttir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Breytingar í málefnum barna Frá því ég tók við ráðherraembætti árið 2017 var það afar skýrt í mínum huga að ég hygðist leggja aðaláherslu á breytingar í málefnum barna. Bæði er það vegna míns bakgrunns, en í æsku minni upplifði ég ýmislegt sem ég áttaði mig á sem fullorðinn maður að hefði mátt vera öðruvísi og að kerfið hefði getað brugðist við með betri hætti, sem og að ég hafði heyrt kringum mig að fólk lýsti velferðarkerfinu sem ætti að veita börnum þeirra þjónustu væri of flókið, brotakennt og vinsælt lýsingarorð var „völundarhús“. Upphaf kjörtímabilsins hjá mér fór í það að taka alla þá fundi sem fólk óskaði eftir, mæta í ýmiss konar félagasamtök og hitta marga einstaklinga sem höfðu þekkingu á málefnum barna. Hvort sem var um að ræða foreldra barna sem þurfa á þjónustu að halda, fullorðið fólk sem hefði viljað sjá hlutina öðruvísi þegar þau sjálf voru börn eða sérfræðinga og fagaðila í öllu því sem að börnum snýr. Þetta vildi ég gera til þess að fá yfirsýn yfir þau atriði sem bæta þyrfti og einnig þau atriði sem væru í góðum farvegi. Eftir þessi samtöl varð ég enn sannfærðari um að við þyrftum að leggja ofuráherslu á þessi mál. Þegar börn fá góða þjónustu sem skilar þeim vel inn í fullorðinsárin fær samfélagið aukinn kraft. Samfélagið verður heilbrigðara, ríkara af fólki sem treystir sér til að taka þátt á vinnumarkaði og fólki líður betur. Brotin æska skilar sér nefnilega því miður oft í því að fullorðinsárin verða brotin líka. Samtöl við þá sem hafa átt í erfiðleikum með neyslu fíkniefna og áfengis og samtöl við fanga og fleiri hópa leiða iðulega til þess að fólk finnur rót sinna erfiðleika í æsku sinni. Ég

trúi að með því að koma betur til móts við börn sem þurfa þjónustu munum við sjá það til framtíðar að fullorðnum með erfiðleika, líkt og áðurtalda, mun fækka. Nýtt velferðarkerfi fyrir börn Á líðandi kjörtímabili kom ég á nýju velferðarkerfi fyrir börn. Frá og með næstu áramótum, þegar ný lög taka gildi – Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna – á að vera starfandi tengiliður í nærumhverfi allra barna. Nærumhverfi barna telst sem fyrsta stig þjónustu, þar sem öll börn fá þjónustu og forvörnum og fjöldaverkefnum er sinnt. Allt frá heilsugæslunni, þar sem börn koma reglulega við frá fæðingu, svo í leikskóla, grunnskóla og að lokum framhaldsskóla. Þessi tengiliður á að

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamála ráðherra. barnið og fjölskyldu þess og hefur þekkingu á kerfinu sem fjölskyldan þarf þá ekki að verða sérfræðingur í. Málsstjórinn kallar alla sérfræðinga að borðinu og passar upp á að veitt sé heildstæð þjónusta með faglegri yf-

,,Hið sama langar mig til að framkvæma í öðrum málaflokkum. Til að mynda í málefnum eldra fólks, sem þarfnast sárlega samþættingar á borð við þá sem fram fór í málefnum barna. Einnig fyrir fólk sem lent hefur í áföllum til að styrkja það til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Með þeim hætti fjárfestum við í fólki og sköpum verðmæti fyrir einstaklinga og samfélagið allt, ” segir Ásmundur Einar Daðason, félagsog barnamálaráðherra. vera sá aðili sem er í tengslum við börn og fjölskyldur þeirra og hefur þekkingu á kerfinu. Verði ástæða til, getur tengiliðurinn fært mál barns upp á annað eða þriðja stig þar sem málsstjóri tekur við keflinu og samþættir þjónustuna. Á öðru og þriðja stigi þjónustu eru börn sem hafa þörf á fjölþættari, mjög sértækri eða víðfeðmari þjónustu en hægt er að veita á fyrsta þjónustustigi. Málsstjóri er sá sem er í tengslum við

irsýn. Samvinnuhugsjón að verki Þessar breytingar náðust með nýrri hugsun í stjórnmálavinnu. Ég fékk yfir 1.000 manns að borðinu, notendur þjónustu, fyrrum notendur þjónustu, fagfólk og fólk úr öðrum þingflokkum. Með samvinnuhugsjón Framsóknar að leiðarljósi náðum við niðurstöðu í góðri sátt sem leiddi til þeirrar lagasetningar

sem varð svo að veruleika síðastliðið vor og taka ný lög gildi næstu áramót. Hið sama langar mig til að framkvæma í öðrum málaflokkum. Til að mynda í málefnum eldra fólks, sem þarfnast sárlega samþættingar á borð við þá sem fram fór í málefnum barna. Einnig fyrir fólk sem lent hefur í áföllum til að styrkja það til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Með þeim hætti fjárfestum við í fólki og sköpum verðmæti fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Verkefni næsta kjörtímabils Á næsta kjörtímabili, að auki við að útvíkka samþættingarhugsunina yfir í aðra málaflokka, er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð sem farin er af stað í málefnum barna. Undirstöðurnar eru komnar en fram undan er að fara yfir öll þau úrræði sem eru í boði, hvort þau séu að skila árangri eða hvort þurfi að breyta þeim eða bæta við. Úrræðin eiga að vera þau allra bestu sem í boði eru – Þannig náum við bestum árangri. Á komandi kjörtímabili vil ég einnig halda áfram á þeirri vegferð sem hafist hefur í barnaverndarkerfinu. Barnaverndarnefndir hafa í áratugi verið skipaðar pólitískum fulltrúum sveitar-

félaga. Svo verður ekki til framtíðar vegna breytingar á barnaverndarlögum sem samþykktar voru í vor. Pólitískir fulltrúar víkja nú fyrir fagfólki. Barnaverndarumdæmi hafa verið stækkuð í þeim tilgangi aðallega að lítil sveitarfélög taki sig saman og njóti meiri fagmennsku í málaflokknum en mögulegt hefur verið hingað til, sem og til þess að nálægð starfsfólks barnaverndarkerfisins sé ekki of mikil við skjólstæðinga. Við erum rétt að byrja Það er margt sem við höfum náð að koma til leiðar á líðandi kjörtímabili, en ég tel að það sé alveg ljóst að við erum bara rétt að byrja. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki með þeim hætti sem við höfum þegar hafið. Þessi nýja hugsun í stjórnmálum skilar greinilegum árangri. Ég vona því að ég fái þinn stuðning í komandi Alþingiskosningum til þess að leiða þessi mál enn lengra. Ég hvet þig til að setja X við B í komandi kosningum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti xB í Reykjavíkurkjördæmi norður

Lumar þú á frétt úr hverfinu? - Grafarvogsblaðið er á skrautas.is Ef þú lesandi góður lumar á góðri frétt eða hugmynd að efni í Grafarvogsblaðið þá hafðu endilega samband við okkur. Við tökum glöð á móti tillögum að efni í blaðið og allar ábendingar eru vel þegnar. Ef þeir sem hafa samband við okkur óska nafnleyndar þá verðum við að sjálfsögðu við því.

Hægt er að hafa samband við okkur í síma 698-2844 eða 699-1322 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á gv@skrautas.is Öll Grafarvogsblöð, mörg ár aftur í tímann, er hægt að sjá á tölvutæku formi og fletta blöðunum á www.skrautas.is

Við tökum við ábendingum um efni í blaðið í símum 698-2844 eða 699-1322 og á gv@skrautas.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 15:31 Page 11

HHALLÓ ALLÓ HHAUST AUST SPENNANDI VIÐBURÐIR Í KEILUHÖLLINNI Í HAUST Fylgstu með dagskránni á Facebooksíðu Keiluhallarinnar. facebook.com/keiluhollin Bókaðu borð tíím manlega á keiluhollin@keiluhollin.is FFIM. IMLAU. . 116. 6.22. SSEPT. EPMAÍ T.

PÖBB QQUIZ PÖBB UIZ ME MEÐÐ HJÁLMARI ÁLMARI & HELGA HELGA

IN TU LÖG S U L Æ NS ÖLL VI -LONG A SING-

N Ú R GUÐ Ý N R Á ER PTEMB E S . 7 1 FÖS. ÖLL ÖLL VINSÆLUSTU VINSÆLUSTU LÖGIN LÖGIN

FIM. 23. SEPTEMBER

RISA

BINGÓ SVEPPA FULLORÐINS ÚTGÁFAN

SEPTEMBER LAU. 25.

LSKYLDU ÖLS RISAFJÖL

L R L U K P A V P E S FIM. 30. SEPTEMBER

BREKKUSÖNGUR

GUNNI ÓLA SKÍMÓSTYLE

BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI 12” PIZZA MEÐ TVEIMUR ÁLEGGJUM 1.990 KR. EÐLAN MEÐ NACHOS 1.890 KR. BONELESS WINGS 10-12 STK. 2.490 KR. KJÚKLINGAVÆNGIR 20 STK. KRISPÝ EÐA HEFÐBUNDNIR 2.490 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 11/09/21 09:36 Page 10

10

GV

Fréttir Katrín Jakobsdóttir skipar 1. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Saman til framtíðar

Ríkisstjórnin sem nú situr er fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin á Íslandi sem situr heilt kjörtímabil og sú fyrsta til að klára kjörtímabil sitt frá árinu 2013. Stjórnin var mynduð þvert á hið pólitíska litróf með skýra sýn á uppbyggingu og umbætur á fjölmörgum sviðum almannaþjónustunnar. Þar má nefna þessi tíu stóru mál: 1) nýtt og réttlátara skattkerfi sem tryggir aukinn jöfnuð og eykur ráðstöfunartekjur hinna tekjulægstu, 2) vinnuvikan var stytt til að auka lífsgæði vinnandi fólks, 3) kostnaður sjúklinga var lækkaður kerfisbundið til að tryggja aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, 4) lengra fæðingarorlof sem eykur jafnrétti kynjanna og samveru barna og foreldra, 5) félagslega húsnæðiskerfið eflt sem tryggir fleirum þak yfir höfuðið, 6) fyrsta raunhæfa aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum leit dagsins ljós, 7) framlög til baráttunnar gegn loftslagsvánni voru áttfölduð, 8) mikilvægar umbætur í mannréttindamálum gerðar með lögum um kynrænt sjálfræði og réttarstöðu trans og intersexbarna og nútímalegri löggjöf um þungunarrof, 9) forvarnaáætlun gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem er risastórt skref til að útrýma þeirri meinsemd sem kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er í samfélaginu, 10) átaksverkefni í uppbyggingu innviða sem sést í stórfelldum framkvæmdum í samgöngumálum og orkumálum um land allt sem margar hverjar voru löngu tímabærar. Þessi mál eru næg ástæða fyrir stuðningsfólk stjórnarflokkanna til að fagna líðandi kjörtímabili en margt fleira er þó ótalið. Samstarf stjórnarflokkanna

hefur gengið vel og orðið þéttara eftir því sem meira blés á móti. Þegar heimsfaraldur skellur á er ekki annað í boði en að leggja sig öll fram um að finna bestu lausnirnar fyrir samfélagið allt. Það er það sem þessi ríkisstjórn hefur gert undanfarna 18 mánuði. Hún hefur forgangsraðað lífi og heilsu fólksins í landinu og ráðist í markvissar efnahagslegar og félagslegar aðgerðir til að lágmarka samfélagsleg áhrif. Það hefur borið góðan árangur þannig að faraldurinn hefur óvíða haft vægari áhrif á líf flestra en hér, bæði þegar litið er til árangurs af sóttvarnaráðstöfunum og þess að tekist hefur að tryggja kaupmátt launafólks og efnahagslegan stöðugleika á þessum erfiðu tímum. Það skiptir nefnilega máli að hafa félagslega sýn við völd þegar áföll dynja á. Í kosningunum framundan verður þó ekki aðeins kosið um góðan árangur fortíðarinnar heldur einnig um Ísland framtíðarinnar og hvernig tryggja megi samfélagslegar framfarir, velsæld og jöfnuð fyrir fólkið í landinu, árangur í loftslagsmálum og blómlegt efnahagsog atvinnulíf. Efnahagslíf framtíðar þarf að vera undirstaða jöfnuðar. Við eigum að skapa fjölbreytt störf og græn störf. Við eigum að styðja áfram við nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjölbreyttur vinnumarkaður er um leið öruggur vinnumarkaður því áföll í einstökum atvinnugreinum hafa þá hlutfallslega minni áhrif. Við höfum stigið stór skref á þessu kjörtímabili til að styðja betur við grunnrannsóknir, nýsköpun og þekkingargeirann. Efling Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs, endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar og stofnun vísisjóða eru allt stórir áfangar á réttri braut sem gerir fleirum kleift að þróa hugmyndir sínar og skapa úr þeim verðmæti. Við eigum að halda áfram á þeirri braut, efla sjóðina enn betur, styrkja stöðu háskólanna í þessu umhverfi og gera tímabundin framlög vegna heimsfaraldurs varanleg. Við eigum að tryggja matvælaöryggi, styðja betur við innlenda matvælaframleiðslu, auka framlög í matvælasjóði og setja fram tímasetta áætlun um eflingu líf-

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. rænnar matvælaframleiðslu enda eigum við ómæld tækifæri í framúrskarandi íslenskum matvælum. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið markvisst samkvæmt því leiðarljósi að hlutverk stjórnmálanna sé að auka velsæld og hamingju fólks. Í því skyni þróuðum við nýja velsældarmælikvarða í breiðu samráði og settum í fyrsta sinn fram sérstakar velsældaráherslur í fjármálaáætlun. Ástæðan er einföld. Velsæld fæst ekki eingöngu með efnahagslegum árangri. Hún snýst líka um gott samfélag og heilnæmt umhverfi. Meðal annars þess vegna lagði núverandi ríkisstjórn áherslu á að stytta vinnuviku, lengja fæðingarorlof, tryggja sjálfsákvörðunarrétt kvenna með nýrri þungunarrofslöggjöf, efla geðheilbrigðisþjónustu, vinna gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, friðlýsa náttúruperlur og að tryggja afkomu almennings – allt snýst þetta um raunveruleg lífsgæði og hamingju fólks. Velsældarhugmyndafræðin byggist á

rótgrónum hugmyndum um jöfnuð og sjálfbærni og á næsta kjörtímabili eigum við mikil tækifæri til að gera enn betur og auka þannig raunveruleg lífsgæði fólksins í landinu. Stór verkefni eru framundan, einkum þegar kemur að tryggu húsnæði fyrir okkur öll og mikilvægur þáttur í því verður að stíga fleiri skref til að efla félagslega húsnæðiskerfið. Þannig tryggjum við líka stöðugleika á hinum almenna húsnæðismarkaði. Gera þarf breytingar á framfærslu öryrkja til að tryggja betur stöðu hinna tekjulægstu í þeim hópi. Halda þarf áfram að styrkja barnabótakerfið en þar höfum við á kjörtímabilinu hækkað verulega barnabætur tekjulægri hópa. Jöfnuður og jafnrétti eru lykillinn að velsæld og tryggja öllum jöfn tækifæri. Loftslagsváin verður stærsta viðfangsefnið framundan en ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir að núverandi markmið þjóða heims í loftslagsmálum duga ekki til að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Núverandi ríkisstjórn hefur sett þessi mál á dagskrá með afgerandi hætti en við Íslendingar þurfum að gera enn betur í okkar áætlunum, bæði í

markmiðum og aðgerðum. Við eigum sóknarfæri í orkuskiptum í þungaflutningum, sjávarútvegi og aðgerðum í landbúnaði og landnýtingu sem við þurfum að fullnýta. Við þurfum að flýta öllum okkar aðgerðum, hvort sem þær varða samdrátt í losun eða kolefnisbindingu. Við þurfum líka að tala hátt og skýrt á alþjóðavettvangi um loftslagsvána því stórlosendur, hvort sem um er að ræða stórþjóðir eða stórfyrirtæki, þurfa að gera miklu betur. Við þurfum að vera reiðubúin að taka á móti fleira fólki sem flýr afleiðingar loftslagsbreytinga. Og við þurfum að tryggja að græna umbreytingin verði réttlát og að markmið okkar um samdrátt í losun fari saman við aukna velsæld fólksins í landinu. Ísland er sannarlega land tækifæranna. Við höfum öll sem eitt staðið okkur frábærlega og komist saman í gegnum eitt mesta áfall lýðveldissögunnar, heimsfaraldur og afleiðingar hans. Það skiptir máli hvernig við byggjum upp til framtíðar og um það er kosið í haust. Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra og skipar efsta sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður

Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði Vottað o GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði vvottað ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og SStyðjumst tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

" Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 10:31 Page 11

XV

25. sept.

Sköpum öllum tækifæri Enginn afsláttur í loftslagsmálum Réttlátara skattkerfi Tækifæri eiga ekki að vera forréttindi

Verið velkomin í heimsókn til okkar á kosningaskrifstofu VG í Reykjavík. VG Portið – Bankastræti 2, Torfunni. Opið 15-18 virka daga, 13-17 um helgar.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14/09/21 10:19 Page 12

12

GV

Fréttir Kjartan Gylfason tannlæknir flytur úr Hverafoldinni í Höfðbakka 9d:

Starfar með tveimur sonum og tengdadóttur Kjartan Gylfason er mörgum lesendum blaðsins að góðu kunnur. Hann hefur rekið tannlæknastofu í Hverafold í Grafarvogi síðustu 23 árin. Þrátt fyrir að vera borinn og barnfæddur Árbæingur hefur Kjartan ekki verið með tannlæknastofu í Árbænum. Faðir hans, Gylfi Felixson, var mjög

þekktur og vinsæll tannlæknir í Árbænum til margra ára. En þessa dagana eru breytingar að eiga sér stað og Kjartan hefur opnað nýja tannlæknastofu að Höfðabakka 9d á 2. hæð. Grafarvogsbúar sem hafa nýtt sér þjónustu Kjartans undanfarin 23 ár þurfa því ekki að örvænta því stutt er úr Graf-

Kjartan Gylfason situr í stólnum. Lengst til vinstri er tanntæknirinn Ginta, Þá bræðurnir Pétur Kári Kjartansson og Hilmir Þór Kjartansson og loks tengdadóttirin Ásgerður Sverrisdóttir. ÁB-mynd Katrín J. Björgvinsdóttir arvogi í Höfðabakkann á nýju stofuna. Kjartan verður ekki einsamall á nýju tannlæknastofunni heldur í félagsskap með þremur meðlimum fjölskyldunnar. Tveir synir Kjartans og eiginkonu hans Önnu Guðbjartsdóttur, þeir Hilmir Þór og Pétur Kári eru tannlæknar og munu starfa á nýju stofunni með föður sínum. Þá má ekki gleyma tengdadóttur Kjartans, Ásgerði Sverrrisdóttur sem einnig er tannlæknir og mun starfa á nýju stofunni.

Þessi mikla tannlæknafjölskylda býr yfir einum tannlækni enn því bróðir Kjartans, Oddgeir Gylfason, er starfandi tannlæknir í Reykjavík. Því má segja að það séu greinilega mikil tannlæknagen í ættinni. ,,Mér finnst það auðvitað skemmtilegt að synir mínir skuli hafa fetað í fótspor mín og ekki skemmir fyrir að tengdadóttirin er einnig með okkur í þessu. Þetta er svolítið sérstakt og mér er ekki kunnugt um svona mikil fjölskyldutengsl

á öðrum tannlæknastofum.” - Og hvernig gengur svo samstarfið? ,,Það gengur auðvitað vonum framar. Það fylgir því mikil tilhlökkun að mæta í vinnuna á hverjum degi og okkur hefur verið frábærlega tekið frá því við opnuðum stofuna,” segir Kjartan Gylfason í samtali við Grafarvogsblaðið. Við óskum Kjartani og fjölskyldu til hamingju með nýja glæsilega tannlæknastofu og óskum þeim öllum velfarnaðar um ókomin ár.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/04/21 20:33 Page 7

POWER IS NOTHING WITHOUT CONTROL

Stærsta verkstæði landsins í næsta nágrenni

Breiðhöfða 13

Grjóthálsi 10

Nesdekk Breiðhöfða 13. Eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins. Tímapantanir á nesdekk.is Nesdekk Grjóthálsi 10. Engar tímapantanir. Þú mætir með bílinn og ferð í röð.

Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar á nesdekk.is Þar er hægt að sjá verð á dekkjum okkar og panta sér tíma í dekkjaskipti!

Sjáðu úrvalið á

nesdekk.is

Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun

Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Röð

Stærðin skiptir ekki máli á Breiðhöfða 13.

Öryggi í umferð síðan 1996


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14/09/21 12:18 Page 14

14

Mataruppskriftir­í­boði­Sælkerabúðarinnar

GV

Grilluð­wagyu-steik­ með­soja-lime-dressingu -­að­hætti­landsliðskokkanna­í­Sælkerabúðinni­ Hér er afar girnileg uppskrift frá snillingunum í Sælkerabúðinni. Við skorum á lesendur að spreyta sig og prófa þessa frábæru uppskrift. Innihald: 100 gr wagyu A-5 grad-ribeye. Salt. Olía. 150 ml. soyasósa. 100 ml. vatn. 1 msk. hunang. ½ grænt epli. 1 sítrónugras. ½ rautt chili, án fræja. 1 hvítlauksgeiri. 1 lime. 20 gr. engifer. 1 skalotlaukur. 1 lítið búnt kóríander. Aðferð: Takið wagyu-steikina úr kæli meðan sósan er undirbúin. Skerið epli í litla bita og svitið í potti

með smávegis olíu. Bætið sojasósu, vatni og hunangi út í pottinn. Bætið því næst sítrónugrasi og helmingnum af chili-piparnum út í pottinn og sjóðið niður um helming. Sigtið epli, sítrónugras og chili frá. Geymið vökvann. Saxið næst smátt afganginn af chilipiparnum, hvítlauk, engifer, skalotlauk og kóríander og bætið út í sojablönduna. Rífið börk af límónu út í. Hitið grill vel, dreifið olíu yfir steikina og saltið eftir smekk. Grillið í um 1 mínútu á hvorri hlið. Berið fram með sojaídýfu. Fylltir sveppir með camembert-osti

1 msk. hunang. 1 msk. smátt skorin steinselja. Salt. Olía. Aðferð: Takið stilkinn úr sveppunum og skafið varlega innan úr þeim með skeið. Passið að rífa ekki gat á sveppina. Veltið sveppunum upp úr olíu og kryddið með salti. Grillið á heitu grilli þar til að þeir eru fulleldaðir. Skerið camembert-ostinn í litla bita og blandið steinselju og hunangi saman við. Fyllið sveppina með ostinum og setjið aftur á grillið. Grillið þangað til að osturinn er orðin bráðinn.

8 kastaníusveppir. 1 camembert-ostur.

Grilluð wagyu-steik með soja-lime-dressingu.

Viktor og Hinrik, margverðlaunaðir landsliðskokkar í Sælkerabúðinni.

Frá­bær­ gjöf­fyr­ir­ veiði­menn­ og­kon­ur Gröf­um­nöfn­veiði­manna­á­box­in Uppl.­á­www.Krafla.is­(698-2844)

Fylltir sveppir með camembert-osti.

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/09/21 23:14 Page 15


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 11/09/21 09:44 Page 16

16

Gæludýr - í boði Dýrabæjar í Spöng GV Tólf spor – – Róandi fyrir dýrin Andlegt ferðalag Pet Remedy - allt fyrir hunda og ketti hjá Dýrabæ í Spönginni

Tólf spor – Andlegt ferðalag. Tólf sporin – Andlegt ferðalag í Mosfellsbæ í vetur. Kynningarfundur verður í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3, 6. Október kl. 19.30. Þrjú næstu miðvikudagskvöld verða opnir fundir til frekari kynningar. Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GATA) GA AT TA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Pet Remedy er blanda náttúrulegra jurtaolía til að róa dýr. Efnið er unnið úr náttúrulegum jurtum sem eru þekktar fyrir að róa og veita öryggis tilfinningu, án þess slæva dýrin. Hvernig virkar Pet Remedy? Í Pet Remedy er að finna Garðabrúðu sem virkar á GABA ferli í boðkerfi heilans. Þannig geta virku efnin í Garðabrúðu í raun blekkt frumur sem eru örvarðar af adrenalíni, til þess að halda að þær séu að móttaka róandi merki frá heilanum. Hér eru nokkrar vörur úr Pet Remedy vörulínunni Plug In Diffuser Inniheldur tæki sem stungið er í samband við rafmagn og flösku af Pet Remedy. Hver flaska af Pet Remedy endist í allt að 8 vikur. Dreifingarhæfni tækisins er allt að 60fm. Calming Spray Notist til að úða róandi efni í rúm dýranna, í hálsklútana (Pet Remedy Bandana), eða til að úða á fingurinn og bera efnið undir kjálka og á brjóstkassa dýranna.

Bandana Kit Inniheldur fallegan bómullarhálsklút ásamt 15ml úðaflösku. Þetta er sniðugt að nota í göngu með hunda sem eru órólegir eða kvíðnir í göngutúrum. Pet Remedy er úðað í hálsklútinn rétt fyrir göngutúrinn. Boredom Buster Forager Kit Feldu uppáhaldsnammi hundsins í vösunum og leyfðu honum að leita það uppi, borða og hvílast. Einbeitiningin sem fer í að "veiða" nammið þreytir hundinn sem leiðir af sér að hann vill hvílast eða sofa eftir að hafa lokið verkefninu. Það eru tvær stærðir af vösum svo þetta hentar hundum af öllum stærðum og tegundum. Úðaðu tvisvar til þrisvar með Pet Remedy Calming Spray í hvern vasa áður en nammið er falið í vösunum. Margar fleiri vörutegundir er að finna í Pet Remedy vörulínunni sem fæst öll í verslunum Dýrabæjar. www.dyrabaer.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/09/21 16:32 Page 17

Hið eina sanna nú með lakkrísbitum. Loksins nógu stórt sett til að deila - ef þú tímir!


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 11/09/21 09:51 Page 18

18

GV

Fréttir

Tónlistarskólinn í Grafarvogi

30 ára

Tónlistarskólinn í Grafarvogi fagnar í ár 30 ára afmæli sínu. Skólinn var stofnaður árið 1991 af Sigríði Árnadóttur tónmenntakennara og skólastjóra og Wilmu Young fiðlukennara. Mikil vöntun var á tónlistarkennslu í Grafarvogi og voru nemendur 100 talsins, strax við stofnun skólans. Kennsla fór í fyrstu fram í sal í Hverafold en einnig var kennt í Foldaskóla, Hamraskóla, Húsaskóla og Rimaskóla.

Árið 1994 eða þremur árum eftir stofnun, flutti skólinn inn í sitt eigið húsnæði í Hverafold 5 og hefur verið þar til húsa síðan. Áður en skólinn hafði sinn eigin sal til afnota voru tónleikar stundum haldnir í kjallara Grafarvogskirkju á meðan hún var í uppbyggingu. Það má segja að Tónlistarskólinn í Grafarvogi hafi vígt tónleikahald í Grafarvogskirkju með tónleikum á grunnplötu kirkjunnar undir berum himni. Til tónleikahalds voru einnig nýtt salakynni Rimaskóla og víðar. Eftir vígslu Grafarvogskirkju hafa stærri tónleikar skólans ávallt farið fram í kirkjunni eða minnst fernir tónleikar að vori og fernir fyrir jól. Á starfstíð skólans hefur skólinn tekið þátt Strengjamóti þar sem 350 börnum er stefnt saman víða af landinu. Jafnframt kom skólinn að því að skipuleggja mótið hér í Reykjavík sem lauk með stórtónleikum í Hörpu. Stjórnendur og

kennarar skólans leggja mikið upp úr því að nemendur fái tækifæri til að spila við hin ýmsu tækifæri fyrir unga sem aldna eins og í messum fyrir jól, fyrir aldraða, í leikskólum, grunnskólum og víðar. Skólinn sendir ávallt nemendur frá sér til þátttöku í Nótunni og hefur átt framlag í Unglist, listahátíð ungs fólks. Fjármagn til skólans hefur aukist jafnt og þétt með mikilli eftirspurn og stunda nú 200 nemendur nám við skólann. Nemendur skólans koma víða að en mikil kennsla fer nú fram í Grafarholti í Dalskóla og Sæmundarskóla. Stækkandi skóli kallar á aukið skipulag og hefur Sigríður Árnadóttir skólastjóri ráðið með sér aðstoðarskólastjóra, Eddu Austmann en hún kennir jafnframt söng og fornám. Ráðnir hafa verið inn fleiri píanókennarar með mikla starfsreynslu. Þar má nefna Arndísi Björk Ásgeirsdóttur, Petiu Benkovu og Sigríði Ósk Kristjánsdóttur. Nýr gítarkennari hóf störf í haust, Francisco Javier Jáuregui og harmóníkukennari, Halldór Pétur Davíðsson sem lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Grafarvogi árið 2012. Allir kennarar skólans eru langskólagengnir og hafa lokið prófgráðum á sín hljóðfæri. Þeir búa yfir metnaði að mennta framtíðartónlistarmenn, iðkendur og unnendur. Kennarar leggja sig fram við að hlúa að nemendum og sinna þeirra áhugasviði. Starfsaldur kennara

Nokkrir kennarar Tónlistarskólans í Grafarvogi á kennarafundi. við skólann sýnir að í skólanum ríkir góður starfsandi og innanborðs líður fólki vel. Aðrir kennarar eru Auður Hafsteinsdóttir, Matthías Stefánsson og Victoria Tarevskaia sem kenna á strengjahljóðfæri. Bjarni Helgason og Grétar Geir Kristinsson sem kenna á gítar. Ilka María Petrova Benkova sem kennir á flautu og píanó. Galina Akbacheva, Hafdís Kristinsdóttir, Hrafnhildur Linda Steinarsdóttir og Katalin Lörincz kenna á píanó en síðastnefnd sér um meðleik ásamt Helga Má Hannessyni. Ólafur Elíasson er stjórnandi Rytmadeildarinnar sem hefur getið af sér vinsælar hljómsveitir og rytmíska tónlistarmenn. Rytmadeildin er mikilvægur vettvangur fyrir hæfileikarík ungmenni að stunda list sína fram á fullorðinsár. Forskólinn hefur stækkað og eflst á

síðustu árum. Á fyrra ári forskólans læra börnin á allskyns slagverkshljóðfæri, þar á meðal tréspil en talsverð áhersla er á blokkflautu og söng. Námsefnið er ákaflega skemmtileg nýútgefin bók, Tuttugu töffarar, eftir mjög reynda forskólakennara, þær Ólöfu Maríu Ingólfsdóttur og Önnumariu Lopa. Námsefninu fylgir meðleikur sem hvetur börn til heimaæfinga og kveikir áhuga hjá báðum kynjum. Eftir að nemendur ljúka fyrsta ári þar sem áherslan er lögð á laglínur fá börnin innsýn í heim hljóma með hjálp ukulele. Þar er meðal annars stuðst við bók Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Þau læra einfaldan hljómagang fyrir smáa fingur og fá grunnþekkingu á hljómborðið. Að loknu tveggja ára forskólanámi býðst áhugasömum að halda áfram að styrkja rödd sína í litlum sönghópum samhliða

einkanámi á hljóðfæri. Í skólanum er strengjasveit undir stjórn Auðar Hafsteinsdóttur sem ávallt vekur mikla lukku á tónleikum. Í skólanum eru einnig litlir fiðluhópar undir handleiðslu Auðar og sellóhópar undir handleiðslu Victoriu Tarevskaiu en vinna í hóp gerir námið oft áhugaverðara fyrir unga nemendur. Aðrir hóptímar eru að sjálfsögðu tónfræði, saga og tónheyrn. Kennarar eru Gunnar Karel Másson og Rakel María Axelsdóttir. Á tímum Covid hefur verið minna um stóra viðburði á vegum skólans en kennarar hafa verið skapandi í því að miðla tónleikum í gegnum streymi. Stórafmæli skólans hefur enn ekki fagnað með þeirri pomp og prakt sem til stóð en stefnt er að stórtónleikum um leið og léttir til.

PROOPTIK.IS

2 FYRIR 1 af margskiptum glerjum

FRÍ LING SJÓNMÆ P VIÐ KAU UM Á GLERJ

SÍMI: 5 700 900

KÍKTU VIÐ OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! PROOPTIK - SPÖNGINNI


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/09/21 16:26 Page 19

'ƺ$)"$.&*.)$)"-спср ƭ$-&%ť-./ƹ$-ļ 4&%1ļ&ѷ7'!/(ƭ--.&Ţ'$Ҍ*'.&Ţ'$Ҍ-*./.&%Ţ'Ҍ ť!ƹ/*-"Ҍ$(.&Ţ'$ $ƹ&*()$'ƺ$)"$.&*.)$)"-1 -ƹ!$(()ƭ$-&%ť-./ƹ$-ļ 4&%1ļ&ѵ 7'!/(ƭ--.&Ţ'$Ҍ!(-&./! -$)"'0(ƭ---0/Ѷ$&'0-0/Ѷ0ƹ0-').-0/*"- ).ù.1 "$ ť!ƹ/*-"Ҍ!(-&./!)*---0/Ѷ 0"1 "$*" -$)"'0(ƭ---0/ *'.&Ţ'$Ҍ&%Ţ. )0-1*-0ùƹ0-ļzƺ-Ţ//($ƹ./ťƹ$))$ļ-!-1*"$ -*./.&%Ţ'Ҍ!(-&./! *!.1''"ť/0*" -$)"-0/ $(.&Ţ'$Ҍ-!-1*"0-($''$ ''.1 "-*"*-"1 "z 4&%1ļ& -#Ď"/ƹ!' //0++.ļ)0(&%ť-./ƹ*"&%ť- $' !/$-# $($'$.!)"$ù1 !*-"-$))-ѷ- 4&%1$&ѵ$.ҝ&*.)$)"$))$" -#Ď"/ƹƹ#-$)"%ļ0++'ƭ.$)"1 - 4&%1ļ&0-*-"-ļ.ļ(уррҊушрфѵ

-'$( )/-4 ' /$*).спср

 2+*''$)".//$*).$) 4&%1ļ&ѷ7'!/(ƭ--.&Ţ'$Ҍ*'.&Ţ'$Ҍ-*./.&%Ţ'Ҍ ť!ƹ/*-"Ҍ$(.&Ţ'$

# - 2$'' !$1 ) 2+*''$)".//$*).$) 4&%1ļ&$)/# 0+*($)"-'$( )/-4 ' /$*).ѵ 7'!/(ƭ--.&Ţ'$Ҍ. -1$)"/# -  /2 ) -$)"'0(ƭ---0/Ѷ$&'0-0/Ѷ0ƹ0-').-0/)- ).ù.1 "0 ť!ƹ/*-"Ҍ. -1$)"/# -  /2 ))*---0/Ѷ 0"1 "0-) -$)"'0(ƭ---0/ *'.&Ţ'$Ҍ!*-''/#*. /#/+- 1$*0.'41*/ $)/# .+*-/. )/ -$)-!-1*"0-*./.&%Ţ'Ҍ. -1$)"/# - 2 ./*! *!.1''"/.*0/#*! -$)"-0/ $(.&Ţ'$Ҍ. -1$)"-!-1*"0- /2 ) ''.1 "-)*-"1 "- .$ )/.$) 4&%1ļ&)'**&0+/# $-+*''$)".//$*) *)/#  4&%1$&$/42 .$/ ѷ- 4&%1$&ѵ$.ҝ&*.)$)"- /$.'.* +*..$' /*''/#  4&%1$&$/4 ' /$*).# '+ .&*) уррҊушрфѵ

4*-4+-'( )/-) спср

*2 '*&' 24*-5 2 4&%1ļ&0ѷ7'!/(ƭ--.&Ţ'$Ҍ*'.&Ţ'$Ҍ-*./.&%Ţ'Ҍ ť!ƹ/*-"Ҋ$(.&Ţ'$ *5.)#*5č4#24*-Ţ2+-'( )/-)4#5*./)$ 0/2*-5*)4#+$ĬĔ)*24#'*&'$24*-54#2 4&%1ļ&0ѵ 7'!/(ƭ--.&Ţ'$Ҍ"-)$ ./)*2$č -$)"'0(ƭ---0/Ѷ$&'-0/Ѷ0ƹ0-').-0/*-5- ).ù.1 "0 ť!ƹ/*-"Ҍ"-)$ ./)*2$č)*---0/Ѷ 0"1 "0-*-5 -$)"'0(ƭ---0/ *'.&Ţ'$Ҍ'24*-Ţ2"Ŕ*.0%č4#25 Ƃ)$ %2zƺ-Ţ//($ƹ./ťƹ$)ļ-!-1*"$ -*./.&%Ţ'Ҍ"-)$ ./)*2$č *!.1''"/$ -$)"-0/ $(.&Ţ'$Ҍ-!-1*"0-+*($Ĭ54 ''.1 "0-$*-"1 "0-

 4&%1ļ&0(*ƶ)24.50&Ĕ.2Ţ%'*&'$*2Ţ24*-542 Ŕ0"- .0)./-*)$ $)/ -) /*2 %($./ѷ - 4&%1ļ&ѵ$.ҝ&*.)$)"*ƶ).$Ĭ-Ţ2)$ ƶ.&*)/&/*2Ĕ/ ' !*)$5)$ 5 )/-0($)!*-(4%)4(($./ 4&%1ļ&+*)0( - (/ ' !*)0уррҊушрфѵ


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 23:38 Page 20

20

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri. Dreifing: Póstdreifing. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.

Kjósum rétt 25. september Alþingiskosningar eru framundan og blaðið er þéttsetið af efni sem tengist kosningunum. Ýmislegt varð að láta undan og glöggir lesendur taka eftir því að þessi ágæti liður í blaðinu var fluttur til að þessu sinni. Mörg merkileg mál verða í sviðljósinu í komandi kosningum en heilbrigðismálin verða stærsta málið í kosningunum. Margt gott hefur verið gert í þessum málaflokki á kjörtímabilinu en betur má ef duga skal. Líklega er hægt að fullyrða að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að mun meiri peningum verði varið til heilbrigðismála. Vonandi mun næsta ríkisstjórn gefa verulega í hvað þetta varðar. Hitt er svo líka staðreynd að það dugar ekki eingöngu að auka fé til heilbrigðismála. Það má örugglega reka heilbrigðiskerfið á mun hagkvæmari hátt, nýta peningana betur en nú er gert og þeir sem koma að þessum málum þurfa að taka verulega til hendinni. Það er víða pottur brotinn í kerfinu. Biðlistar eru langir og hafa lengst eftir að veirufjandinn birtist. Vonandi ber stjórnmálamönnum gæfa til að blanda saman ríkisrekstri og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Það er eina skynsamlega leiðin. Það gengur alls ekki að senda fólk til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma hérlendis fyrir mun minni pening. Hver sem situr í stóli heilbrigðisráðherra verður að hugsa fyrst og fremst um hag almennings. Ekki láta gamlar og úreltar pólitískar skoðanir koma í veg fyrir að sárþjáð fólk komist ekki í mjög nauðsynlegar aðgerðir misserum og árum saman. Hvað kostar það ríkið mikla peninga að hafa biðlistana svona langa? Fólk getur ekki unnið fyrir kvölum og vanlíðan. Og því miður eru dæmi þess að fólk yfirgefi þennan heim á biðlistum. Það verður kosið 25. september. Vonandi flykkist fólk á kjörstaði og nýtir rétt sinn til að kjósa. Líka þeir sem eru óánægðir með allt og alla og geta ekki hugsað sér að kjósa einhvern sérstakan flokk. Nýtum öll kosningaréttinn sem okkur Stefán Kristjánsson er gefinn og kjósum rétt.

gv@skrautas.is

Grafarvogur. Séð yfir Húsa- og Foldahverfi.

Ljósmynd: -sbs

Kosning í Hverfið mitt hefst 30. september:

Tökum þátt og höfum áhrif á gang mála Fjölmargar hugmyndir bárust frá íbúum Grafarvogs í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið Mitt og brátt gefst íbúum kostur á að kjósa um þær hugmyndir sem komust áfram. Kosningin stendur yfir frá fimmtudeginum 30. september til hádegis fimmtudagsins 14. október nk. Allir íbúar sem verða 15 ára á þessu ári, og eldri, geta kosið og hvet ég Grafarvogsbúa eindregið að taka þátt og kjósa um hvaða verkefni þeir vilji að komi til framkvæmda. Kjósa má um fjölbreytt verkefni sem eiga að gera hverfið okkar skemmtilegra, öruggara og bjartara fyrir alla aldurshópa. Þessi verkefni eiga það mörg sameiginlegt að hvetja til útiveru og hreyfingu fyrir alla aldurshópa. Íbúar Grafarvogs geta valið um fjölmargar hugmyndir allt frá göngustígum, ærslabelg, risarólu við norðanverðan Grafarvog, jólaljós á völdum stöðum, aparólu við Gufunesbæ, körfuboltavelli eða útiæfingatæki fyrir eldri íbúa hverfisins, af nógu er að taka. Þessi upptalning er bara brot af þeim verkefnum sem komust á kjörseðilinn og standa til boða í kosningunum í ár. Nú er komið að ykkur að kjósa hvaða verkefni þið viljið að komist til framkvæmda. Spennandi verður að sjá og heyra

hverjar þessara hugmynda verða fyrir valinu og bera sigur úr býtum í Grafarvogi. Það er auðvelt að taka þátt. Kosningin er rafræn og þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli á vefsíðu Reykjavíkurborgar – Hverfidmitt.is sem opnar 30. september. Aðstoð við að kjósa er hægt að fá hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar Borg-

artúni 12-14 sími 411-1111 milli kl 08.30 til 16.00 og þjónustumiðstöðvum á meðan kosning stendur yfir. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Reykjavíkurborgar – Reykjavik.is Berglind Eyjólfsdóttir - íbúi í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi og fulltrúi Íbúaráðs Grafarvogs.

Ærslabelgur er ein hugmyndin.

Land tækifæranna XD21 Félag Sjálfstæðismanna í Grafarvogi vill minna á alþingiskosningar sem fara fram þann 25. september næstkomandi Hægt er að kjósa utan kjörfundar 1. hæð í Smáralind, nálægt inngangi í norðausturhluta á 1. hæð, og á 3. hæð í Kringlunni, bíógangi. Opið er alla daga vikunnar kl. 10:00 - 22:00. Á kjördag, laugardaginn 25. september verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind kl. 10:00 - 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Tökum þátt í virku lýðræði og mætum á kjörstað. Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/09/21 16:34 Page 21

s n i r a ð a n á m r u t t é R

11.098 1.0 0 09 98 kr./pk. Bónus Réttur - Plokkfiskur 98 krr.. 1 kg. - verð áður 1.198 Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:00 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 11:00-18:00 Smáratorg, Skeifan og Langholt: Mán-Lau; 10:00-19:00 • Sun; 11:00-18:00 – Verð gildir til og með 30. september eða meðan birgðir endast.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 11/09/21 10:05 Page 22

22

ÚTFARARSTOFA ÚT FA R A R S TO FA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan s íðan n

1996

GV

Fréttir

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar farar ef óskað er Sverrir Einarsson

www.utforin.is

Jóhanna Eiríksdóttir

ÚT ÚTFARARSTOFA FARARSTOFA HAFNARFJARÐA HAFNARFJARÐAR R www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Bræðurnir Jón og Svavar með dansdömunum sínum þeim Freyju Dís Dagmarardóttur og Steinunni Kaldal Jakobsdóttur.

Snjallir dansbræður úr Grafarvogi:

,,Mér finnst skemmtilegast að dansa enskan vals” Nú þegar haustið er komið er ekki úr vegi að kynna sér íþróttir og tómstundir sem í boði eru fyrir krakka í Grafarvogi. Úr mörgu er að velja en ljóst er að dansinn er mjög góður kostur þegar börnin og unglingarnir eru annars vegar.

Til sölu notuð Inogen One G4 súrefnisvél Lítið notuð - aðeins 478 klst. Framleiðir 90% súrefni. Taska, tvær stórar auka rafhlöður fylgja og hleðslutæki fyrir bíl. Ný yfirfarin af Donna ehf. Upplýsingar í síma 699-7734 eða 699-1322

Útfararþjónusta í yfir 70 ár Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN

Það er mikill agi í dansinum og áhersla lögð á skemmtilegar æfingar sem skila miklum árangri. Við hittum fyrir dansandi bræður þá Jón Inga og Svavar Erlendssyni. Jón er 9 ára og Svavar 6 ára. Bræðurnir æfa dans í Dansskólanum Bíldshöfða hjá Ragnari Sverrissyni

danskennara. ,,Strákarnir eru mjög áhugasamir og þeir leggja hart að sér við æfingar. Þeim finnst mjög skemmtilegt að dansa og það sést á þeim,” segir Ragnar og nemendur hans taka heils hugar undir það: ,,Það eru margir dansar mjög skemmtilegir en mér finnst skemmtilegast að dansa enskan vals,” segir Jón og Svavar tekur undir það. Samkvæmisdans er eina danstegundin sem er viðurkennd sem íþrótt hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og eina danstegundin sem er í boði fyrir krakka þar sem tveir og tveir einstaklingar dansa saman.

,,Allar stelpur sem eru nógu þolinmóðar fá dansherra en þangað til dansa þær tvær og tvær saman,” segir Ragnar og bætir við: ,,Eins og í flestum íþróttum hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á æfingar og keppnir en við vonum að hlutirnir verði betri og þær keppnir og sýningar sem eru áætlaðar á haustmánuðum verði haldnar.” Við óskum bræðrunum velfarnaðar í dansinum og kveðjum Ragnar danskennara um leið og við skorum á börn og unglinga að skella sér í danstíma hjá Ragnari í Bíldshöfðanum.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 23:44 Page 23

23

GV

Fréttir

Fjórðu bekkingar fara í árlega útskriftarferð Nú er 3-4.bekkjar starfið hjá okkur í Tígrisbæ komið á fullt og er metskráning hjá okkur. Við erum með aðstöðu upp í Rimaskóla þar sem félagsmiðstöðin Sigyn er. Þar fá þau að vera í frjálsum leik þar sem fótboltaspil, borðtennis, billiard, lego, borðspil, dúkkuleikir og Playstation er í boði svo eitthvað sé nefnt. Við nýtum matsalinn í skólanum líka og þá aðallega þegar við erum að föndra, teikna, búa til pizzur, kökuskreytingar eða í skotbolta sem er alltaf mikið fjör. Fyrir hvern mánuð setjum við saman dagskrá sem er bæði fyrir 3.bekk og 4.bekk og er hún gerð í samráði við börnin. Börnin fást við hin ýmsu viðfangsefni á hverju degi eins og leikir í íþróttasal, mót í fótboltaspilinu, útivera, föndur eða styttri ferðir innan

hverfis líkt og klifurturninn í Gufunesbæ sem áætlað er að fara þann 17. september. Í hverjum mánuði verðum við með 2 til 3 óvissuferðir til dæmis ísferð, hjólaferð, fjöruferð eða í heimsókn á bókasafnið. En þessar ferðir verða einungis fyrir 4. bekk. Í lok hvers skólaárs fara 4. bekkingar í útskriftaferð í boði Tígrisbæjar sem eru yfirleitt fram eftir kvöldi. Síðustu ár höfum við verið að sækja þau fyrr úr skólanum svo við getum nýtt daginn betur. Á síðasta skólaári fórum við í mínigolf í Mínigarðinum, vorum með pizzaveislu í Tígrisbæ, horfðum á bíómynd og buðum þeim upp á bragðaref. Ferðirnar hafa heppnast mjög vel og viljum við því halda áfram að bjóða 4. bekkingum upp á útskriftaferð árlega. Frétt frá Tígrisbæ

Frí heimsending á lyfjum í póstnúmer 113,112 og 110. Sendum samdægurs ef pantað er fyrir kl.15.

Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 11.00-16.00 Það er alltaf mikið fjör í Tígrisbæ.

Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 08/09/21 15:47 Page 24

24

Dráttarbeisli

X XQGLUÀHVWDUWHJXQGLUEtOD QGLUÀHVWDUWHJXQGLUEtOD

GV

Fréttir

Hvernig leggst veturinn í þig? - eftir sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur prest í Grafarvogssókn

Setjum undir á staðnum

Hvernig leggst veturinn í þig? VÍKURVAGNAR VÍKUR VAGNAR EHF EHF. F.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Einn daginn segi ég (ungi maðurinn) Hvernig leggst veturinn í þig Og gamla konan svarar Ég er bara ekkert að hugsa um það. Það er svo mikið eftir af sumrinu í mér (segir gamla konan)

Sigurhans Vignir

Thor Vilhjálmsson

06.03.–19.09.2021

Hvernig leggst veturinn í þig? Ég held að þegar fer að hausta þá spyrjum við okkur öll þessarar spurningar, mis meðvitað. Ég sjálf mæti vetrinum yfirleitt með blendnum tilfinningum. Það er margt að hlakka til, rútínan tekur aftur við, lífið fer á fullt, með vinnu, námi, félagslífi og alls konar tómstundum. Mér finnst notalegt þegar fer að dimma að kveikja á kertaljósum og það verður ekki eins mikið svekkelsi ef það er ekki bongóblíða úti. Svo hlakka ég til hátíða, jóla, páska, vetrarfría og alls konar.

En ég kvíði líka vetrinum að ákveðnu leiti. Hann er svo langur. Og oft dimmur. Og kaldur og hryssingslegur. Þá er gott að taka með sér eitthvað af sumrinu inn í veturinn. Í fyrrasumar (sumarið 2020) var gróðurinn alveg einstaklega fallegur, sírenur og gullregn blómstruðu óvenju mikið og litadýrðin var alveg einstök. Ég gerði það meðvitað þá, að taka mikð af blómamyndum, og notaði þær sem forsíðumynd á símann minn og tölvuna. Þannig tók ég sumarið með mér inn í veturinn. Og ef mig vantar enn meira sumar, þá hringi ég í Tuma, organista, því hringitónninn hans er dirrindí lóunnar. Þarna held ég nefnilega að kúnstin liggi. Að taka sumarið með sér inn í veturinn. Safna saman öllu því fallega, blíða og ljúfa sem gerir sumarið svo dýrmætt, og taka það með sér. Safna myndum, hljóðum, litum, ilmi. Safna minningum. Kalla það svo fram þegar okkur finnst veturinn verða of aðgangsharður og langur. Við í Grafarvogskirkju viljum hjálpa til við að halda sumrinu lifandi. Halda því á lofti sem vekur birtu, hlýju og lífsgleði. Starfið okkar miðar að því að byggja upp

sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogssókn. allt það góða í mannlífinu, allt það sem gefur fólki styrk og kraft til að takast á við hversdaginn, á öllum árstíðum. Haustið er tími eftirvæntingar í kirkjunni. Við breytum um takt, vetrarstarfið fer aftur í gang og kirkjan fyllist af fólki á öllum aldri sem leitar til okkar bæði í gleði og sorg. Boðskapur kristinnar trúar er boðskapur vaxtar og gleði og allt sem við gerum á að miða að því að hjálpa fólki að finna tilgang og lífsfyllingu. Og þegar lífið er erfitt og sorgin knýr dyra viljum við mæta fólki og ganga með því. Kristin trú er trú allra árstíða. Vorið er tími upprisunnar og eftirvæntingarinnar. Stundum er sumar, lífið brosir við okkur og þá gleðst Guð. Stundum geisar veturinn, myrkrið grúfir yfir og hríðarnar dynja. Þá gengur Jesús með okkur og léttir okkur byrðarnar. Og haustið, þegar allt visnar og deyr, minnir okkur á að öll erum við dauðleg, en um leið eigum við von. Og það er þessi von sem hjálpar okkur að halda sumrinu lifandi innra með okkur. Guð gefi þér þessa von, þannig að þú eigir nóg eftir af sumrinu innra með þér til að njóta vetrarins.

Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is

Grafarvogskirkja.

Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði Vottað o GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði vvottað ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og SStyðjumst tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

" Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 23:49 Page 25

25

GV

Fréttir

Skert þjónusta við íbúa Grafarvogs - eftir Valgerði Sigurðardóttur Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista eftir t.d. leikskólavist líkt og mörg hundruð börn eru í Reykjavík. Þjónustuskerðing hjá Strætó Það er ótrúlegt að upplifa hvað þjónusta hér í Grafarvogi hefur verið skert á kjörtímabilinu. Fyrst með því að loka heilum grunnskóla. Reyndar hefur verið kennsla í skólanum nánast allt kjörtímabilið en ekki fyrir börn í Grafarvogi. Þar eru börn úr Fossvogsskóla vegna trassaskaps á viðhaldi og vangetu á því að laga skólann þeirra. Því hefur börnum úr Fossvogi verið ekið í Grafarvog. Börnum úr Staðarhverfinu er svo ekið í önnur hverfi til þess að sækja sitt nám. Þar er ekki stress yfir því loforði sem er í meirihlutasáttmálanum að sækja þjónustu í sitt nærumhverfi og ekki hugað að kolefnisfótsporinu. Um miðjan ágúst voru svo gerðar breytingar á leiðarkerfi Strætó í Grafarvogi. Þessar breytingar voru ekki kynntar fyrir íbúum Grafarvogs eða fyrir t.d. þeim sem reka íþróttafélagið Fjölni. Þessar breytingar hafa ekki mælst vel fyrir enda um þjónustuskerðingu að ræða. Það er í raun ótrúlegt þegar kemur að breytingum sem þessum að ekki sé haft samráð við þjónustuþega eða þá stóru aðila sem

nýta þjónustu strætó líkt og Fjölni og því fer sem fer og þjónustan verður lakari. Við Spöngina er stórt svæði þar sem vagnar stoppa en með þessum breytingum þá stoppar ekki leið 6 þar lengur heldur 50 metra frá við hringtog þar

Lóðamörk

Valgerður Sigurðardóttir. sem er ekið inn hjá Spönginni. Ekki ganga vagnar meirihlutann af Borgahverfinu, það ganga ekki vagnar í Bryggjuhverfið eða í nýja hverfið í Gufunesi. Þetta er ótrúlega léleg þjónusta og er ekki til þess fallinn að fólk geti nýtt hana. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við íbúana þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög.

Lágmark 2,80 m

Stétt/stígur

Lágmark 4,20 m

Akbraut

Lágmark 2,80 m

Lóðaamörk rk

Stétt/stígur

Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið

Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi

TAKK FYRIR AÐ FLOKKA

Lifi lífrænn úrgangur! Brún tunna undir lífrænan eldhúsúrgang verður í boði fyrir íbúa í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Norðlingaholti frá september 2021. Lífræni úrgangurinn verður meðhöndlaður í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi þar sem unnið er úr honum metan og jarðvegsbætir.

Pantaðu þína tunnu á ekkirusl.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 11:58 Page 27

70% Grafarvogsbúa lesa Grafarvogsblaðið Mest lesni fjölmiðillinn í 20.000 manna hverfi? Auglýsingarnar skila árangri í GV gv@skrautas.is/ 698-2844


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 17:13 Page 27

27

GV

Fréttir

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Umhverfisvæn íslensk hönnun Skáksnillingar Fjölnis í Uppsala ásamt Helga Árnasyni formanni Skákdeildar Fjölnis og fararstjóra.

Hópur efnilegra skákmeistara Fjölnis keppti á alþjóðlegri skákhátíð í Uppsala:

Ánægja samhliða árangri Níu ungir og efnilegir skákmeistarar sóttu Uppsala Chess Festival 2021 í boði Skákdeildar Fjölnis dagana 8. - 16. ágúst. Um er að ræða alþjóðlega skákhátíð á vegum sænska skáksambandsins. Auk vikuskákmóts var boðið upp á marga hliðarviðburði. Skákdeild Fjölnis hlaut, eins og oft áður, styrk frá SvenskIsländska Samarbetsfonden til fararinnar. Í íslenska hópnum voru fyrrverandi Rimaskólanemendur og Norðurlandameistarar auk efnilegustu skákmanna landsins sem hafa gengið til liðs við eða verið í samstarfi við Fjölni. Dagana 9. - 15. ágúst var teflt í Opnum flokki og IM flokki. Fjölnishópurinn nýtti sér vel tækifærið og tefldu okkar menn oftar en ekki við stigahærri

andstæðinga, eitthvað sem allir áhugasamir skákmenn óska eftir, freista þess með góðum úrslitum að hækka á stigum. Íslensku þátttakendurnir hlutu 39 vinninga af 69 mögulegum í mótinu. Hinn 16 ára Kristján Dagur Jónsson stóð sig best í Opna flokknum og endaði í 5. sæti þrátt fyrir að vera nr 42 í stigaröð þeirra 64 skákmanna sem tóku þátt. Þeir Dagur Ragnarsson (2394), Vignir Vatnar Stefánsson (2371) og Hilmir Freyr Heimisson (2309), stigahæstu skákmenn Íslands 25 ára og yngri, tefldu í IM flokk mótsins og náði Vignir Vatnar 2. sæti með frábærri taflmennsku, fékk 7 vinninga af 9. Kristján Dagur og Vignir Vatnar unnu báðir til

peningaverðlauna fyrir árangurinn. Þetta er í 9. sinn sem Skákdeild Fjölnis býður hópi efnilegra skákmanna til þátttöku á alþjóðlegu skákmóti í Svíþjóð. Gott samstarf hefur tekist á milli sænska skáksambandsins og Skákdeildar Fjölnis og hafa Svíarnir hrifist af starfi Skákdeildar Fjölnis og þeim árangri sem Grafarvogsbúar hafa náð í skáklistinni. Fararstjóri hópsins var að venju Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis sem leggur áherslu á ánægju samhliða árangri þeirra sem tefla fyrir liðið hevrju sinni. Aldursmunur skiptir þarna minna máli en í flestum öðrum íþróttagreinum, vináttan eykst og samheldni hópsins.

Yngstur í hópnum en efstur Íslendinganna. Kristján Dagur Jónsson endaði í 5. sæti í Opna flokknum þrátt fyrir að vera nr 42 á styrkleikalistanum. Hann uppskar tæp 80 ELÓ stig og eftirsótt peningaverðlaun.

KYHUƓGPLWWLV KYHUƓGPLWWLV

Efnilegasti skákmaður Fjölnis, Dagur Ragnarsson t.v. tefldi í IM flokki þeirra sem náð hafa árangri alþjóðlegs skákmeistara.

Tinna Kristín Finnbogadóttir landsliðskona í skák stóð sig afar vel á skákhátíðinni í Uppsala og hækkaði vel á skákstigum.

. RVQLQJDUKHIMDVW .RVQLQJDUKHIMDVW VHSWHPEHU VHSWHPEHU 


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 00:14 Page 28

28

Fréttir

Finnur þú

? g n ö t s l l u g Nýr miði á næsta sölustað!

GV

Okkar Grafarvogur, okkar hagsmunir - eftir Þorvald Tolla Ásgeirsson

Grafarvogsblaðið Ritstjórn/Auglýsingar - Sími 698-2844

Nú líður að kosningum til alþingis þar sem við kjósendur veljum fólk til starfa næstu fjögur árin. Við veljum fólk sem við teljum best til þess fallið að huga að hagsmunum okkar kjósenda. Nú eru nærri sjö ár síðan við hjónin fluttum í Grafarvoginn, af slysni í fyrstu, en nú erum við búin að festa þar rætur. Þegar ég hugsa um hverjir eru þess búnir að gæta hagsmuna okkar hjóna þá

Hér fyrir þig! Heilsugæslan í Spönginni er opin alla virka daga á milli kl. 8 og 17 Við minnum á dagvakt hjúkrunarfræðinga og lækna kl. 8-16 fyrir skemmri erindi, bráð vandamál og erindi sem þola litla bið. Í ljósi núverandi faraldurs mælumst við því til að hringja alltaf og ræða við hjúkrunarfræðing ef um er að ræða sýkingareinkenni eða grun um sýkingu. Hægt að koma þá í samráði við hjúkrunarfræðing. Síðdegisvakt lækna og hjúkrunarfræðinga er opin á milli kl. 16 og 17 alla virka daga. Skráning á vaktina er frá kl. 15:30 Við tökum vel á móti þér á heilsugæslunni þinni í Grafarvogi VINSAMLEGAST ATHUGIÐ VEGNA COVID19: Ef þið veikist með versnandi kvef, hósta eða hita þá mælum við með að hringja í okkur í síma 513 5600 til að fá símtal við hjúkrunarfræðing. Sjá einnig upplýsingar á Covid.is vefsíðunni Utan dagvinnutíma hringja í símanúmer 1700 Vinsamlegast fylgist vel með uppfærðum fréttum og tilkynningum frá embætti sóttvarnarlæknis

koma nokkur atriði í hugann sem ég tel mikilvægt að séu uppfyllt. Í fyrstu þá þurfa þeir einstaklingar sem ég kýs að vera frambærilegir í framkomu og háttum almennt. Ég vill ekki að sá eða sú er ég vel til þess að hugsa um mína hagsmuni mæti í sjónvarpssal með dónaskap og leiðindi. Í öðru lagi þurfa þessir aðilar sem gæta skulu minna hagsmuna að hafa lífsskoðanir sem ríma að nokkru leiti við mínar, ekki það að þeir þurfi að hugsa eins og ég eða hafa nákvæmlega sömu skoðanir. Þetta tvennt hið minnsta, tel ég frambjóðendur sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík norður hafa að geyma. En það er þó eitt sem níu af tuttugu og tveimur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður eiga sameiginlegt með mér og okkur Grafarvogsbúum almennt, þar með taldir þeir einstaklingar sem skipa fyrsta, annað og sjötta sæti listans. Allir þessir aðilar búa í Grafarvogi með lögheimili í 112 Grafarvogi. Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti framboðsins hefur seinustu áratugi vaktað hagsmuni Grafarvogs, fyrst sem borgarfulltrúi og seinna sem þingmaður og ráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir sem er önnur á listanum er fædd og uppalin í Grafarvogi, þekkir hér alla innviði, söguna og fólkið. Í sjötta sæti situr Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis og íbúi Grafarvogs til áratuga. Þar af leiðandi eru þessir einstaklingar, og aðrir þeir sem skipa lista sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður, best til þess fallnir

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson. að verja okkar hagsmuni. Við getum síður treyst á að fólk með engar tengingar í okkar hluta borgarinnar sé upptekið af því næstu fjögur árin að hugsa um hagsmuni Grafarvogs og íbúa þessa frábæra hverfis. Það liggur fyrir að hagsmunir okkar hverfis standa okkur ávallt næst, börnum okkar og fjölskyldu til heilla. Nú sem endranær fer X við D þegar ég verð einn í kjörklefanum. XD21 Þorvaldur Tolli Ásgeirsson Formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi

Níu íbúar Grafarvogs á lista Sjálfstæðisflokks - eftir Valgerði Sigurðardóttur Nú þegar kemur að kosningum til alþingis er vert að benda á að níu manns á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður eru íbúar Grafarvogs. Íbúar sem þekkja vel til í Grafarvogi og okkar hagsmuni. Tveir Grafarvogsbúar leiða þennan glæsilega lista, Guðlaugur Þór Þórðarson og Diljá Mist Einarsdóttir. Það er mikilvægt að við nýtum okkur kosningaréttinn og kjósum. Þar sem við lifum á tímum heimsfaraldurs og getum alltaf átt von á því að lenda í sóttkví eða einangrun þá er gott að kjósa sem fyrst utan kjörstaðar. Hægt er að fara í Kringluna eða Smáralind og kjósa þar utan kjörstaðar, þar er opið frá kl 10:00 til kl 22:00. Við Grafarvogsbúar erum stór hluti af kjördæminu Reykjavík norður og því mikilvægt að við mætum og kjósum okkar fólk. Það hef ég nú þegar gert og er ákaflega stolt af þeim frambærilega lista sem Sjálfstæðisflokkurinn teflir

Valgerður Sigurðardóttir. fram hér í Reykjavík norður, Grafarvogsbúar sem ég veit að munu vinna af heilindum á alþingi fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14/09/21 00:01 Page 29

29

GV

Fréttir

El­ísa­bet­Gísla­dótt­ir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, skrif­ar:

Nýtt hjúkrunarheimili rís á lóð Borgarholtsskóla við Mosaveg í Grafarvogi:

Staðarvalið stingur í augun Í frétt á mbl.is þann 25.5.2021 var sagt frá undirritun samnings á byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Grafarvogi. Í raun ætti þetta að vera fagnaðarefni þar sem allir sem fylgst hafa með fréttum eru mjög meðvitaðir um að skortur á hjúkrunarrýmum er tilfinnanlegur og einn aðal orsakaþáttur teppu í fráflæði Landsspítalans o.þ.a.l. kostnaði hans. Í umræddri frétt var kynntur samningur á milli ríkis og borgar um byggingu hjúkrunarheimilisins á lóð Borgarholtsskóla við Mosaveg, sem hýsa á allt að 144 íbúa. Eins gleðilegt og það er, þá er það eitt sem stingur í augun, það er staðarvalið. Hjúkrunarheimilum stefnt gegn þróun í skólastarfi ungmenna? Með að nota lóð Borgarholtsskóla fyrir hjúkrunarheimili þá eru stækkunarmögu-

leikar skólans útilokaðir. Við viljum líta svo á að þessi hugmynd sé ekki nægilega ígrunduð, því það er óviðunandi að stefna hjúkrunarrýmum gegn auknum tækifærum og eflingu skólastarfs ungmenna. Löngu orðið aðkallandi að stækka skólann sjálfan Í haust þurfti skólinn að hafna mörg hundruð umsóknum nýnema vegna plássleysis. Staðan er því nú þegar orðin mjög bagaleg og löngu orðið aðkallandi að stækka skólann. Við í Íbúasamtökunum höfum fylgst með byggingu og þróun skólans frá upphafi. Þegar hann var í forystu og tilraunaskóli sem bauð upp á ýmsar nýungar sem hafa fest sig í sessi og hlotið viðurkenningu. Vanda þarf til faglegs starfs og staðsetningar hjúkrunarheimila Af gefnu tilefni vil ég benda þeim á

Þessi mynd birtist á mbl.is með umræddri frétt þar. sem ekki þekkja til starfsemi hjúkrunarheimila, að þau eru EKKI ,,geymslustaður‘‘ eða biðsalur dauðans. Eins og heyrst hefur í umræðum á síðustu vikum. Íbúar hjúkrunarheimila eru lifandi manneskjur, þó færni þeirra sé skert. Mæta þarf sérhæfðum þörfum þeirra til að viðhalda lífsgæðum þeirra. Þau njóta félagsskapar, faglegrar hjúkrunar og ólíkrar virkniþjálfunar, sálgæslu og kærleiksríkrar samveru en ekki síður njóta þau fegurðar í umhverfinu og aðstöðu sem auka á þeirra lífsgæði. Því þarf að vanda til skipulags heimilanna og stafrsemi.

Finnur þú

? g n ö t s gull

Nýr miði á næsta sölustað!

Við í Íbúasamtökum Grafarvogs erum alfarið á móti staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis á lóð Borgarholtsskóla en viljum frekar sjá það á kyrrlátum grónum stað eins og t.d. í Keldnalandi eða þar sem allt er fyrir hendi og tilbúið til byggingar, eins og á Sóltúni. Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs

GULLN­ESTI Ódýri ísinn Grillið í Grafarvogi Grillið í Grafarvogi - Gylfaflöt 1 - Sími: 567-7974


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 06/09/21 19:17 Page 30

30

GV

Fréttir

Falleg og björt íbúð og stæði í bílageymslu - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11 Fasteignamiðlun Grafarvogs sími: 575-8585 kynnir til sölu Sóleyjarimi 5, íbúð 203.

*** Bílageymsla og lokuð dekkjageymsla ásamt aukaherbergi/geymslu í íbúð með

Íbúðin er virkilega falleg og björt 99,2 fm íbúð, hönnuð af Haraldi Árnasyni Arkitekt í góðu lyftuhúsi.

glugga einnig hitað gólf á baði og þvottaherbergi. ***

Virkilega falleg og björt 99,2 fm íbúð, hönnuð af Haraldi Árnasyni Arkitekt í góðu lyftuhúsi. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Húsið er fyrir 50 ára og eldri. Staðsetning er í stuttu göngufæri við Spöngina verslunarkjarna, heilsugæslu og Borgir félagsmiðstöð.

Fjölskyldurými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi er með útgangi að rúmgóðum svölum í suður.

Lýsing eignar: Komið er í forstofugang með skáp sem leiðir í gang sem tengir öll herbergi íbúðarinnar. Fyrst til hægri er geymsla/tómstundaherbergi með glugga í norður. Gestasvefnherbergið er með fataskáp. Þvottaherbergi, hiti í gólfi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hita í gólfi, baðkari og innréttingu.

Eldhúsið er glæsilegt í alla staði.

Hjónaherbergið er með glugga í suður og góðum fataskáp.

Vandað parket er á öllum gólfum nema þar sem eru flísar.

Fjölskyldurými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi er með útgangi að rúmgóðum svölum í suður. Vandað parket er á öllum gólfum nema þar sem eru flísar. Raftengingar fyrir bifreiðar í bílageymslu eru samþykktar og settar inn fljótlega. Staðsetning eignarinnar er virkilega góð í miðjum Grafarvogi svo göngufært er í nokkra veitingastaði, bókasafn, heilsugæslu, verslanir og aðra þjónustu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hita í gólfi, baðkari og innréttingu.

Sigrún Stella Árni Þorsteinsson rekEinarsdóttir strar-hagfræðingur. M.Sc. H^\gcHiZaaV löggiltur fasteignasali löggiltur fasteigna- og :^cVghY‹ii^g skipasali s. 898 3459

AŽ\\^aijg[VhiZ^\cVhVa^

Íbúðinni fylgir bílastæði í bílageymslu.

Ólafur Kristjánsson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 786-1414

HeŽc\^c(,!'#]¨Â#&&'GZn`_Vk†` Spöngin 11 - 112 Reykjavík H†b^*,*-*-*#;Vm*,*-*-+ Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst Jón Einar Sverrisson löggiltur fasteigna og skipasali s: 862-6951

MIKIL EFTIRSPURN EFTIR EIGNUM Í GRAFARVOGI

SMIÐJUVELLIR - ATVINNUHÚSNÆÐI Smiðjuvellir 16 Akranesi, 774.2 fm stálgrindahús klætt með yl-einingum. Mjög vel innréttað og í alla staði fullbúið hús byggt árið 2007. Góður fjárfestingakostur. Nánari upplýsingar veitir Árni í síma 5758585 og 898-3459

H†b^*,*-*-*

LAMBHAGAVEGUR - LEIGA Glæsilegt nýtt atvinnuhús fyrir verslanir, skrifstofur og lager á 3.hæðum. Iðnaðar/lagerhúsnæði eru með góðri lofthæð og tveimur stórum innkeyrsluhurðum. Nánari upplýsingar veitir Árni í síma 898-3459 og 575-8585

SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR - ATVINNUHÚSNÆÐI Bjart og vel skipulagt verslunarhúsnæði á jarðhæð á horni Skólavörðustígs og Týsgötu. Eignin er samkvæmt þjóðskrá 104,8 fm. Húsið stendur á eignarlóð.

MERKURHRAUN - SUMARBÚSTAÐUR Heilsárshús í byggingu við Merkurhraun 2 Flóahreppi. Húsið er 120,2 fermetrar að stærð og er byggt á 4.000 fm. eignarlóð. Húsið verður afhent tilbúið að utan og tilbúið að innan til innréttinga.

]Xjk\`^eXjXc Xeˆ ˆel_m\i]`

BÍLASALA Til sölu Bílasala Akraness ehf. (Bílás), fyrirtækið er í fullum rekstri. Upplýsingar um rekstur bílasölunnar þe. rekstarniðurstöður, veltutölur og fleira fást hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs.

lll#[b\#^h


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 00:39 Page 31

Kirkjufréttir Í haust verður mikið um að vera í Grafarvogssöfnuði eins og ávallt og þú ert velkomin(n) í kirkjuna þína! Guðsþjónustur í kirkjunni Alla sunnudaga eru guðsþjónustur í kirkjunni kl. 11:00. Guðsþjónustuhald þar er fjölbreytt og messuformið klassískt. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng í kirkjunni. - ATH! Messur í kirkjunni falla niður sunnudagana 19. og 26. september þar sem kirkjunni verður lokað vegna framkvæmda í tengslum við uppsetningu nýja pípuorgelsins. Messur verða þó í Kirkjuselinu eins og venjulega þessa sunnudaga kl. 13:00. Guðsþjónustur í Kirkjuselinu í Spöng Selmessa er alla sunnudaga á veturna í Kirkjuselinu kl. 13:00. Messuformið er létt og einfalt. V ox Populi leiðir þar söng. Sunnudagaskólinn Sunnudagaskólinn er á neðri hæð kirkjunnar alla sunnudaga kl. 11:00. Brúðuleikhús, söngvar og skemmtilegar sögur. Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Helgistundir á þriðjudögum í Kirkjuselinu Helgistundir eru alla þriðjudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 10:30. Stundirnar eru opnar öllum. Kyrrðarstundir á þriðjudögum í Grafarvogskirkju Kyrrðarstundirnar eru í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Þær eru opnar öllum og á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð á afar vægu verði. Barna- og unglingastarfið Mikið starf er í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogssöfnuði. Þar er æskulýðsfélag og starf fyrir börn á öllum aldri vikulega í allan vetur. Nánari upplýsingar um starfið og dagskrár eru að finna á heimasíðu kirkjunnar www.grafarvogskirkja.is Eldri borgarar Opið hús í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 13:00 – 16:00 fyrir eldri borgara og önnur sem áhuga hafa. Stundin hefst á helgistund og samsöng í kirkjunni. Þá er boðið upp á handavinnu, spil og spjall og síðan er kaffi og veitingar í boði á vægu verði. Upplagt er að skella sér í kyrrðarstund í hádeginu fyrir opna húsið. Djúpslökun Djúpslökunin er á alla fimmtudaga kl. 17:00 – 18:00 í Grafarvogskirkju. Tímarnir hefjast á léttum jóga æfingum sem henta öllum. Umsjón hefur Jarþrúður Karlsdóttir jógakennari. Tímarnir eru gjaldfrjálsir og opnir öllum. Morgunsöngur (tíðasöngur) Alla virka morgna kl. 10:00 er boðið upp á morgunbæn og tiðasöng með gregorsku tónlagi í kapellu kirkjunnar. Þessi stund er opin öllum og notalegt að byrja daginn á morgunbæn í góðum hópi. Frekari upplýsingar eru veittar í kirkjunni eða hjá sr. Flóka Kristinssyni í síma 8462020. Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju hefur starf sitt á ný í haust. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á netfangið barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com Börn 6-8 ára æfa kl. 16:40 – 17:20 Börn 9-10 ára æfa kl. 16:40 – 17:40 Börn 11-15 ára æfa kl. 17:30 – 18:45 Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:30 og nánari upplýsingar veitir Hákon Leifsson hakon@vortex.is Vox Populi æfir á miðviudögum og föstudögum og nánari upplýsingar veitir Gísli Magna gislimagna@gmail.com Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir! Safnaðarfélag og prjónaklúbbur Grafarvogskirkju Vetrarstarf Safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður kynnt nánar í byrjun september. Við bjóðum nýja og eldri þátttakendur hjartanlega velkomna og viljum sjá sem allra flesta og einmitt þig! Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu Safnaðarfélags Grafarvogskirkju. - Frá 13. september til 30. september verður kirkjan lokuð vegna framkvæmda í tengslum við uppsetningu nýja pípuorgelsins. - Ekki verður hægt að vera með athafnir á meðan á framkvæmdunum stendur.

Prestar safnaðarins Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Magnús Erlingsson prestur magnus.erlingsson@kirkjan.is Sími: 587 9070 Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Instagram: grafarvogskirkja_grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 10:09 Page 28

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 9.tbl 2021  

Grafarvogsblaðið 9.tbl 2021  

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded