Grafarvogsblaðið 3.tbl 2021

Page 1

GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/03/21 10:33 Page 1

Graf­ar­vogs­blað­ið 3.­tbl.­­32.­­árg.­­­2021­­-­­mars

Ódýri­ísinn

Dreift­ókeyp­is­í­öll­hús­í­Graf­ar­vogi

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Guðni­forseti­tók­í­gítarinn­í­Borgó Það er ekki á hverjum degi sem forseti Íslands leggur leið sína í Grafarvoginn en þó hefur það gerst annað

slagið á síðustu árum. Á dögunum brá Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands undir sig betri fætin-

Leitum m aðð ... Leitum að í Ártúnsholti 4 5 herber 4-5 h b rgja gja j ííbúð helst á fyrstu hæð með sérafnotarétti. Nánari upplýsingar veitir

Jórunn Skúladóttir, lögg. fasteignasali jorunn@miklaborg.is Sími: 8 4 5 8 9 5 8 569 7000 700 0 · Lágmúla 4 · miklaborg miklaborg.is .is

um og heimsótti Borgarholtsskóla. Mikil ánægja var með heimsókn Guðna og hitti hann nemendur á hinum ýmsu

brautum skólans. Á myndinni hér að ofan tók Guðni í gítarinn hjá nemendum á sérnámsbraut. Sjá bls. 12

(UWX ¯ V¸OXKXJOHL²LQJXP" )U¯WW V¸OXYHU²PDW )U¯ IDJOMµVP\QGXQ $OKOL²D U£²JM¸I 7UDXVW RJ IDJOHJ YLQQXEU¸J²

+DI²X VDPEDQG 6¯PL 1HWIDQJ HLQDU#DOOW LV

]Xjk\`^eX$ jXc Xe el _m\i]` Spöngin 11 He c\^c (,! '# ]¨Â &&' GZn`_Vk ` H b^ *,* -*-* ;Vm *,* -*-+

lll#[b\#^h

(LQDU *XQQDUVVRQ

/¸JJLOWXU IDVWHLJQD RJ VNLSDVDOL

Gjaf­ir­fyr­ir­ veiði­menn­og­fyr­ir­tæki Gröf­um­nöfn­veiði­manna­ á­box­in­-­Per­sónu­leg­og­falleg­gjöf Ís­lenskt­birki

Sjá­nán­ar­á­Krafla.is­og­í­síma­698-2844

,,Ma­honý’’


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 23:57 Page 2

2

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri. Dreifing: Póstdreifing. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi.

Þolinmæði er dyggð Síðasta árið hefur verið undarlegt í meira lagi og ólseigur veirufjandinn verið erfiðari andstæðingur en margan grunaði í upphafi. Þessa dagana lítur út fyrir að við séum að ná tökum á ástandinu, þökk sé öllu því frábæra starfsfólki sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur yfir að ráða. Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur auðvitað verið fremstur í flokki og stjórnað baráttunni en hafa ber í huga að mun fleiri en hann eiga hlut að máli og það má ekki vanmeta hlut þeirra í slagnum við veiruna. Þolinmæði er dyggð stendur einhvers staðar. Sem betur fer hafa þeir aðilar sem hafa þurft að taka afdrifaríkar og erfiðar ákvarðanir undanfarin misseri gert það af fagmennsku og með þolinmæðina að leiðarljósi. Ef við hugsum til nágrannaþjóða okkar þá getum við Íslendingar verið afar stoltir af framgöngu okkar varðandi veiruna og baráttuna við hana. Lang flest okkar hafa verið þolinmóð og látið skynsemina ráða för. Annað verður sagt um margar aðrar þjóðir. Þegar við erum á mörkum þess að aflétta enn frekar hömlum vegna veirunnar eru til dæmis Norðmenn að herða sínar ákvarðanir þannig að þær hafa ekki verið strangari frá upphafi veirunnar. Staðan er víða slæm, í Svíþjóð er baráttan við veiruna sorgarsaga sem lengi verður í minnum höfð þar í landi. Við getum borið höfuðið hátt og skynsamleg framganga okkar hefur vakið athygli víða um heiminn. Núna þegar lítur út fyrir að við séum að ná tökum á veirunni láta náttúruöflin vita af sér sem aldrei fyrr. Reykjanesskaginn og nágrenni skelfur og nötrar og íbúar sem búa næst skjálftasvæðinu eru margir orðnir uppgefnir. Fólk hefur ekki getað sofið vikum saman og slíkt ástand hefur ekki góð áhrif á fólk. Hugur okkar hlýtur að vera með Grindvíkingum sem farið hafa verst út úr skjálftavirkninni. Á meðan við finnum örlítinn titring hér í höfuðborginni er skjálftar ríða yfir nötrar allt og hristist í Grindavík og nágrenni. Þetta höfum við séð í fréttum og nú er svo komið að íbúar í Grindavík hafa tekið upp á því að flýja þorpið sitt. Og skildi engan undra. Alls hafa um 50 þúsund jarðskjálftar orðið á svæðinu frá því að umbrotin byrjuðu og höfum við ekki upplifað annað eins hér á landi. Margir eru farnir að vona að eldgos byrji sem fyrst svo látunStefán Kristjánsson um linni. Þetta er orðið ágætt.

gv@skrautas.is

Hér sést fyrirhuguð lega Sundabrúar frá Holtavegi upp í Gufunes.

Framkvæmdir við Sundabrú hefjist 2025

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hélt opinn fjarfund með Íbúasamtökum Grafarvogs um Sundabraut. Á fundinum kynnti ráðherra niðurstöður starfshóps Vegagerðarinnar og næstu skref sem miða að tillögu um breytingu á aðalskipulagi.

Ingi að loknum fundi. Þátttaka íbúa var góð á fundinum og málefnalegar umræðum spunnust. Meðal þess sem kom fram í máli íbúa voru spurningar um umferðarflæði, mikilvægi þess að losa um núverandi

hverfismat sem tekur ca 2-3 ár. Mikið og ítarlegt samráð þarf að eiga sér stað við hagsmunaaðila og íbúa með mörgum formlegum ferlum og mörgum umsagnaraðilum. Rannsóknir þarf að gera vegna mats á umhverfisáhrifum. Hönnun er hægt að vinna að einhverju leyti

Sundabrú er hagkvæmari kostur en jarðgöng fyrir legu Sundabrautar að mati starfshóps á vegum Vegagerðarinnar en Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áttu einnig fulltrúa í hópnum. Starfshópurinn telur vega þyngst að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofnvegum og stytta ferðatíma. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Þróunarsviðs hjá Vegagerðinni og formaður starfshópsins kynnti á fundinum nánari útfærslur á frumhönnun. „Kynningin er hluti af ferlinu um Sundabrú sem er loksins hafið, svo fólk geti kynnt sér valkosti. Sundabrú verður gríðarleg framför fyrir alla, eykur lífsgæði, styttir ferðatíma og stuðlar að skilvirkni í umferðinni. Samtal við íbúana skiptir miklu máli þannig að allir geti fylgst með. Íbúar eru nú að melta þessa nýju útfærslu og munum við halda samtalinu áfram,“ sagði Sigurður

,,Sundabrú verður gríðarleg framför fyrir alla,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. flöskuhálsa í umferðinni, skipulagsmál borgarinnar, áhættumat framkvæmda og félaghagfræðileg greining. Tímalína Sundabraut gæti orðið að veruleika á næstu 8-10 árum. Niðurstaða liggur fyrir, næst er frekari undirbúningur og um-

samhliða þessum ferlum en þó ekki alfarið. Síðan má gera ráð fyrir að útboðsferli fyrir svo stóra framkvæmd taki um 1 ár áður en framkvæmdir geta hafist árið 2025 og þeim verði lokið 2029-2030. Nauðsynlegt er að vanda til verka með svo stóra og kostnaðarsama framkvæmd.

Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði Vottað o GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði vvottað ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og SStyðjumst tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

" Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s 2EYKJAVÓK SÓMI NETFANG TJON TJON IS s WWW TJON IS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/03/21 20:27 Page 3

BOLTINN Í BEINNI OG GEGGJAÐIR VIÐBURÐIR Í HVERRI VIKU HÆ HÆ PUB QUIZ – SING ALONG MEÐ GUÐRÚNU ÁRNÝ – HJÖBBQUIZ MEÐ HJÖRVARI JÖRVARI NEI. HÆTTU NÚ ALVEG MEÐ VILLA NAGLBÍT – RISABINGÓ SVEPPA KRULL

FYLGSTU MEÐ DAGSKRÁNNI Á FACEBOOK.COM/KEILUHOLLIN PANTAÐU BORÐ Á KEILUHOLLIN@KEILUHOLLIN.IS

BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI 12” PIZZA MEÐ TVEIMUR ÁLEGGJUM 1.990 KR. EÐLAN MEÐ NACHOS 1.890 KR. BONELESS WINGS 10-12 STK. (FER EFTIR STÆRÐ) 2.490 KR. KJÚKLINGAVÆNGIR 20 STK. KRISPÝ EÐA HEFÐBUNDNIR 2.490 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR.

HEIMTÖKUTILBOÐ SHAKE&PIZZA

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM PIZZUM OG SHAKE-UM AF MATSEÐLI

TILBOÐ MÁNAÐARINS


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 00:08 Page 4

4

Mataruppskriftir í boði Sælkerabúðarinnar

GV

Fylltur pestó lambahryggur - og ómótstæðilegir hvítsúkkulaði ástarpungar Landsliðskokkarnir í Sælkerabúðinni bjóða upp á tvær girnilegar uppskriftir að þessu sinni. Annars vegar er það fylltur lambahryggur og hins vegar stórbrotnir ástarpungar. Fylltur pestó lambahryggur Innihald: Úrbeinaður lambahryggur 1 stk. Buffalo maringering 100 gr. Basil 100 gr. Olífu olia 110 gr. Kasjúhnetur 35 gr. Furuhnetur 35 gr. Hvítlaukur 2 geirar.

Salt 2.5 gr. Rifinn Parmesan 25 gr. Parmesan 20 gr. Aðferð: 1. Ristið kasjúhnetur & furuhnetur í 180 gráðu heitum ofni í 8 mínútur, Leyfið að kólna út á borði. 2. Setjið basil, olífu olíu, hnetur, hvítlauk, salt og rifinn parmesan í matvinnsluvél og maukið vel. 3. Næst opniði lambahrygg og penslið með buffalo hill marineringu. 4. Fyllið með basil pestó, og rífið síðan yfir parmesan ost.

Ómótstæðilegir hvítsúkkulaði ástarpungar.

Girnilegur lambahryggurinn bundinn saman með kjötgirni. 5. Notið kjötgirni til að binda upp lambahrygginn. 6. Penslið aftur með buffalo hill marineringu. 7. Bakið á 220 gráðum í 10 mínutur til að fá flotta steikingu á rúlluna og síðan lækkið ofninn niður í 160 gráður og eldið þangað til að kjarnhiti hefur náð 52 gráðum (tekur milli 20-30 mín).

Fylltur pestó lambahryggur.

8. Látið hvíla út á borði í að minnsta kosti 6 mínutur. Hvítsúkkulaði ástarpungar Innihald: 6 stk. egg. 225 gr. sykur. 1200 gr. hveiti. 30. gr. lyftiduft. 5. gr. salt.

600 ml. mjólk. 450 gr. hvítt súkkulaði. (Bakað við 150 gráðu hita í 10 mínútur og saxað niður Aðferð: Þeytið egg og sykur saman þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið við mjóæl og þar á eftir restinni af hráefnunum nema súkkulaðinu. Súkkulaði er hrært varlega saman við. Litlir boltar eru gerðir með matskeið og þeir settir strax í djúpsteikingarpott sem stiltur er á 140 gráðu hita og ástarpungarnir djúpsteiktir þar til þeir eru eldaðir í miðjunni.

Viktor og Hinrik.

SÓLGLER FYLGJA ÖLLUM KEYPTUM GLERJUM!

FRÍ LING SJÓNMÆ P VIÐ KAU UM Á GLERJ

SÍMI: 5 700 900 • PROOPTIK.IS

KÍKTU VIÐ OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! PROOPTIK - SPÖNGINNI


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/03/21 20:30 Page 5

Miele Eldhúsi-D Einkakvöldver-DUR · Fundaa-Dsta-Da · Námskei-D

Miele eldhúsið er einkaeldhúsið okkar inn af sælkerabúðinni. Eldhúsið er fullbúið Miele tækjum og skartar fallegri eyju í miðju rýminu þar sem allt að 12 manns geta notið í mat og drykk. Til hliðar við eyjuna er fundaraðstaða þar sem hægt er að tengjast skjá. Miele eldhúsið er frábær valmöguleiki fyrir fjölskyldur, vinahópa, hópefli & fyrirtækI sem vilja komast í nýtt og þægilegt umhverfi með starFSfólkið sitt.

.................................................................................................................

NÁNARI UPPLÝSINGAR um MIELE ELDHÚSI-d Í SÍMA 578 2255 e-Da á info@saelkerabudin.is

UX

VEITINGA R

L

.................................................................................................................

BITRUHÁLSI 2


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14/03/21 13:08 Page 6

6

GV

Fréttir Ás sjúkraþjálfun Stórhöfða 33:

Nálastungur minnka verki við slitgigt í hné ­Nálastungur­ hafa­ orðið­ algengara meðferðarform­á­Íslandi­síðastliðna­tvo til­ þrjá­ áratugi­ og­ hafa­ rannsóknir­ á þeim­í­vestrænum­læknavísindum­aukist­ samhliða.­Algengt­ er­ að­ þegar­ fólk heyrir­ orðið­ nálastungur­ þá­ er­ fyrsta myndin­sem­kemur­upp­í­hugann­austrænar­nálastungur.­Raunin­er­hins­vegar sú­að­allar­nálar­sem­rjúfa­húð­eru­nálastungur.­ Nálastungur­ þar­ sem­ einhverju­er­sprautað­inn­í­vefinn­er­kallað blautnálun­(e.wet­needling).­Þá­er­nálin notuð­ sem­ leiðari­ fyrir­ efni­ eins­ og­ til

dæmis­bólgueyðandi­sterar.­Ef­nálin­er ekki­notuð­til­að­bera­efni­þá­er­talað­um þurrnálun­ (e.­ dry­ needling).­ Þurrnálun er­ svo­ hægt­ að­ skipta­ í­ tvennt,­ hefbundnar­kínverskar­nálastungur­(TCM) og­svo­vestrænar­nálastungur.­Tilgangur eða­markmið­TCM­er­að­auka­orkuflæði (Qi)­ eftir­ orkubrautum­ (meridians)­ líkamans­ í­ því­ skyni­ að­ lækna­ sjúkdóma eða­koma­jafnvægi­á­orku­og­orkuflæði, sem­ samkvæmt­ austrænum­ fræðum­ er uppruni­ ýmissa­ kvilla,­ líkamlegra­ sem andlegra.­ Í­ daglegu­ tali­ er­ þetta­ nefnt

nálastungur.­ Vestrænar­ nálastungur­ er gagnreyndar­ (s.scienced­ based)­ og­ vel rannsakað­ meðferðarform­ og­ hafa margar­ vel­ framkvæmdar­ rannsóknir verið­ birtar­ í­ virtum­ læknisfræðilegum tímaritum. Sjúkraþjálfarar­ ÁS­ sjúkraþjálfunar nota­ gagnreyndar­ aðferðir­ sem­ eru­ í samræmi­við­vestræn­læknavísindi.­Þar er­nálastungunál­stungið­í­vöðva,­sinar, aðlægt­ taugum,­ í­ beinhimnur­ og­ í­ eða við­ liðbönd­ í­ því­ skyni­ að­ meðhöndla stoðkerfisverki­ og­ hreyfiskerðingar­ í

Hér fyrir þig! Heilsugæslan í Spönginni er opin alla virka daga á milli kl. 8 og 17 Við minnum á dagvakt hjúkrunarfræðinga og lækna kl. 8-16 fyrir skemmri erindi, bráð vandamál og erindi sem þola litla bið.

Nálastungur minnka verki og auka hreyfigetu hjá fólki með slitgigt í hné. þeim­vef­og­auka­þannig­lífsgæði­fólks. Þeir­ stoðkerfiskvillar­ sem­ hafa­ verið hvað­mest­rannsakaðir,­sem­nálastungur hafa­mikil­áhrif­á,­eru­höfuðverkir/mígreni­og­slitgigt­í­hné.­ Slitgigt­ er­ algengasti­ langvinni stoðkerfis­ sjúkdómurinn.­ Um­ 80-90% af­ fólki­ eldra­ en­ 65­ ára­ er­ með­ merki um­ frumkomna­ slitgigt.­ Algengið­ er mikið­og­það­getur­tekið­langann­tíma fyrir­ viðkomandi­ að­ komast­ á­ biðlista fyrir­ liðskipti,­ þegar­ ástandið­ er­ orðið slæmt,­og­við­tekur­svo­tíminn­í­skiptin sjálf­sem­getur­verið­allt­að­3­ár.­Margir­ kannast­ við­ þá­ verki­ sem­ slitgigt veldur­og­hvað­þeir­draga­úr­löngun­til að­hreyfa­sig.­Oft­er­talað­um­að­liðurinn­er­bara­“bein­í­bein”­og­ekkert­hægt að­gera­annað­en­að­bíða­eftir­skiptum. En­það­eru­samt­til­lausnir.­Sýnt­hefur ferið­ fram­ á­ að­ almenn­ sjúkraþjálfun geti­ hjálpað­ varðandi­ verkjaminnkun og­ færniaukningu­ upp­ að­ 40%.­ Stórar vestrænar­ rannsóknir­ sýna­ að­ nálastungur­ við­ slitgigt­ í­ hné­ minnka­ verki umtalsvert,­ minnka­ lyfjanotkun­ og auka­ hreyfigetu.­ Jafnvel­ þó­ að­ mynd-

greining­ sýni­ beinnabba,­ lækkað­ liðbil og­“bein­í­bein”­þá­er­því­engin­ástæða til­að­sitja­og­bíða.­Þó­nálastungur­og­almenn­ sjúkraþjálfun­ minnki­ verki­ umtalsvert­og­bæta­hreyfifærni­og­almenna líðan­þá­lagar­það­ekki­þá­skemmd­sem er­ komin­ í­ hnéð,­ þ.e.­ meðferðin­ lagar ekki­skemmt­brjósk­eða­myndandi­beinnabba.­Það­að­vera­verkjaminni­og­geta farið­í­léttar­gönguferðir­og­stundað­líkamsrækt­ án­ versnandi­ verkja­ eða vanlíðunar­ er­ gulls­ ígildi.­ Það­ er­ því betra­að­gera­eitthvað­í­málunum­fyrr­en seinna­ því­ gott­ líkamlegt­ ástand, viðhalda­ vöðvamassa­ og­ hreyfifærni hjálpar­til­við­að­komast­fyrr­á­ról­eftir aðgerðir­ og­ gera­ aftur­ það­ sem­ er skemmtilegt.­ Svanur Snær Halldórsson Árni Baldvin Ólafsson (Höfundar­eru­sjúkraþjálfarar­ÁS sjúkraþjálfunar­á­Stórhöfða­33­og­hafa tekið­framhaldsnám­í­Bandaríkjunum­í hnykkmeðferð,­nálastungum­og­mismunagreiningu­og­lært­stoðkerfisómskoðun­í­Bretlandi.)

Í ljósi núverandi faraldurs mælumst við því að hringja alltaf og ræða við hjúkrunarfræðing ef sýkingareinkenni eða grunsamlegt um slíkt - Hægt að koma þá í samráði við hjúkrunarfræðing. Síðdegisvakt lækna og hjúkrunarfræðinga er opin á milli kl. 16 og 17 alla virka daga. Skráning á vaktina er frá kl. 15:30 Við tökum vel á móti þér á heilsugæslunni þinni í Grafarvogi VINSAMLEGAST ATHUGIÐ VEGNA COVID19: Ef þið veikist með versnandi kvef, hósta eða hita þá mælum við með að hringja í okkur í síma 513 5600 til að fá símtal við hjúkrunarfræðing. Sjá einnig upplýsingar á Covid.is vefsíðunni Utan dagvinnutíma hringja í símanúmer 1700

Svanur Snær Halldórsson.

Árni Baldvin Ólafsson.

ÖK ÖKU ÖKUKENNSLA Ö KUK UKE UK KEN ENN NN NNS NS SL SLA S LA A - AKSTURSMAT AKSTURSMAT STURSMAT TURSMAT URSMAT RS SMA SM MAT M AT T

Vinsamlegast fylgist vel með uppfærðum fréttum og tilkynningum frá embætti sóttvarnarlæknis 835 83 83 35 5 2345 234 2345 23 45 5 oku oku ok ukkke u ken enn nn nsl nsla sla la a.ho h hol olm mars ma mar mars@gmail.com rs@ s@ @gm @g gm gma ma aiil.c ail c com om m okukennsla.holmars@gmail.com

Þjónustuverkstæði Þjónustuverkstæði ÞJÓNUSTUM ALLAR GERÐIR TOYOTA BÍLA - SMÁA SEM STÓRA! - Þjónustuskoðanir - Ábyrgðarviðgerðir - Almennar bílaviðgerðir - Smurþjónusta

Arctic Reykjavík Arctic Trucks Trucks | Kletthálsi 3 | 110 R eykjavík | Sími 540 4900 4900 | www.arctictrucks.is www.arctictrucks.is

Arctic Arctic Trucks Trucks notar olíur.. aðeins Motul olíur

®

EXPLORE EXPLORE WITHOUT LIMITS LIMITS


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/03/21 20:33 Page 7


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14/03/21 14:13 Page 8

8

Fréttir

GV

Landsliðskokkarnir í Sælkerabúðinni Matreiðslumennirnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Láruson sem eiga og reka Sælkerabúðina í Bitruhálsi eru margfaldir meistarar þegar kemur að matreiðslunni. Þeir félagar sjá um matreiðsluþáttinn okkar í Grafarvogsblaðinu og miðla þannig þekkingu sinni til Grafarvogsbúa. Ferill þeirra félaga er glæsilegur eins og sjá má hér að neðan. Viktor Örn Andrésson, matreiðslumaður og eigandi Sælkerabúðarinnar: Viktor Örn er einn virtasti matreiðslumaður Íslands en hann hlaut titilinn kokkur ársins árið 2013, sigraði Norðurlandameistaramót matreiðslumanna árið 2014 og náði einum besta árangri íslensks matreiðslumanns þegar

hann hlaut bronsverðlaun í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse D‘or árið 2017, auk þess sem hann var um árabil í kokkalandsliðinu. Hann byrjaði að vinna í eldhúsi 15 ára gamall, sem uppvaskari og aðstoðarmaður á Kaffi Victor, og fljótlega komst hann á námssamning hjá Hótel Sögu. Honum finnst skemmtilegast að elda góða steik, ekki síst eitthvað á beini, en fyrir utan matreiðsluna hefur hann áhuga á ferðalögum, stangveiði og mótorkrossi. Allra best er þó að borða góða steik og drekka gott rauðvín með. Viktor er í sambúð og á eitt barn. Hinrik Örn Lárusson, matreiðslumaður og eigandi Sælkerabúðarinnar: Þrátt fyrir ungan aldur er Hinrik Örn einn færasti matreiðslumaður landsins

en hann sigraði keppnina Kokkanemi ársins 2017 og landaði silfri á norrænu nemakeppninni árið 2018. Hann var aðstoðarmaður Viktors Arnar á Bocuse D‘or keppninni árið 2017 þar sem þeir unnu til bronsverðlauna. Hinrik var í landsliði matreiðslumeistara árið 2018 og árið 2018 sigraði hann Evrópukeppnina í matreiðslu. Hinrik ólst upp í bransanum, bjó á hóteli fyrstu 18 ár ævi sinnar þar sem móðir hans rak Hótel Heklu. Hann tók fyrstu kokkavaktirnar 15 ára og fór á nemasamning hjá Hótel Sögu 17 ára. Hinrik er í sambúð, hann hefur áhuga á laxveiði og ferðalögum, og hefur unun af góðri steik með góðu rauðvíni.

Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur í Grafarvogi, með Kjaransorðuna og viðurkenningarskjal.

Vigfús Þór fékk Kjaransorðuna - æðstu viðurkenningu Lionshreyfingarinnar á Íslandi

Á félagsfundi þann 11. mars, heiðruðu félagar í Lkl Fjörgyn Vigfús Þór Árnason fyrir hans mikilvæga framlag fyrir Lionsklúbbinn Fjörgyn með því að sæma hann Kjaransorðu Lions. Orðan er kennd við Magnús Kjaran, sem fór fyrir stofnun fyrsta Lionsklúbbs á Íslandi. Kjaransorðan er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar á Íslandi. Við þetta tækifæri heimsótti klúbbinn Jónas Yngvi Ásgrímsson, umdæmisstjóri Lions í umdæmi 109A, og nældi Kjaransorðuna í Vigfús. Vigfús hefur starfað innan Lionshreyfingarinnar í rúmlega 40 ár. Sem ungur maður gekk hann í Lionsklúbb Siglufjarðar og starfaði í honum þau ár sem hann gegndi embætti sóknarprests í Siglufjarðarprestakalli á árunum 1976-1989. Árið 1990 var Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi stofnaður og er Vigfús einn stofnfélaga klúbbsins. Í báðum þessum klúbbum hefur hann gegnt formennsku. Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur staðið fyrir margvíslegum líknarverkefnum. Um árabil hélt Fjörgyn svokallaðan Eirdag, í samstarfi við Lionsklúbbinn Fold, þar sem íbúum hjúkrunarheimilisins Eir var boðið upp á tónlistar- og kaffiveislu. Til margra ára hefur Fjörgyn einnig útdeilt matargjöfum í aðdraganda jóla til bágstaddra fjölskyldna í Grafarvogi. Loks skal nefna árlega stórtónleika Fjörgynjar til styrktar BUGL, sem haldnir hafa verið í Grafarvogskirkju frá árinu 2003. Fram til þessa hafa rúmlega 100 tónlistarmenn lagt málefninu lið. Í öllum þessum verkefnum hefur Vigfús verið lykilmaður við skipulagningu og framkvæmd viðburðanna. Sérstaklega hefur Fjörgyn notið þess að Vigfús er í nánu sambandi við helstu tónlistamenn landsins, sem gert hefur klúbbfélögum kleift að bjóða upp á einstaka tónlistarhátíð ár eftir ár í nafni Lions. Lengst af hefur Fjörgyn haldið félagsfundi sína í sal sem klúbburinn hefur haft til umráða í Grafarvogskirkju og eru samkomur klúbbsins enn haldnar í kirkjunni. Því hefur Fjörgyn lánast að hafa trausta umgjörð um starfsemi sína til margra ára. Sem endurgjald fyrir aðstöðuna hafa Fjörgynjarmenn styrkt kirkjustarfið á ýmsan hátt og unnið viðhaldsvinnu í kirkjunni. Vegna stuðnings Vigfúsar, ásamt sóknarnefnd Grafarvogskirkju, við hagsmuni klúbbsins hefur þetta verið mögulegt. Fyrir allt þetta vilja Fjörgynjarmenn þakka. Með mikilvægu framlagi Vigfúsar og kröftugu félagsstarfi Fjörgynjar, hefur klúbbnum tekist að leggja mikilvægum líknarmálum lið í nafni Lions. Því telur Lionsklúbburinn Fjörgyn að Vigfús Þór Árnason sé verðugur þess að bera Kjaransorðuna, æðstu viðurkenningu Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, umdæmisstjóri Lions í umdæmi 109A nælir Kjaransorðuna í Vigfús.

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson.

Gott samstarfsverkefni - leikskólans Hulduheima og Myndlistarskólans í Reykjavík

Elstu börnin á leikskólanum Hulduheimar tóku þátt í samstarfsverkefni við Myndlistaskólann í Reykjavík og fóru börnin með strætó einu sinni í viku yfir í myndlistasmiðjuna að Korpúlfs-stöðum. Vegna Covid 19 var ekki hægt að bjóða foreldrum á sýningu í leikskólanum en þar sem gullfallegt bókasafn er í nágrenninu fengu börnin leyfi til að setja upp sýningu í safninu. Börnin útbjuggu boðskort og buðu stór fjölskyldunni að koma á safnið. Það sem er enn betra er að gestir og gangandi gátu líka notið. Markmið með myndlistasmiðjunum eru: • að styðja við og dýpka enn frekar myndlistarkennslu sem fer fram innan leikskólans • að kynna starfsaðferðir og nálgun myndlistarmannsins fyrir leikskólabörnum • að gefa leikskólabörnum kost á að kynnast vinnuumhverfi í sérútbúnum myndlistarskóla • að kynna vinnubrögð sem höfð eru í myndlistarnámi fyrir stjórnendum og kennurum • að víkka sjóndeildarhring leikskólabarna gegnum sjónræna skynjun og persónulega listræna tjáningu • að auka hæfni leikskólabarna til að beita skapandi aðferðum við fjölbreytta verkefnavinnu. Sköpun og menning Sköpun er mikilvægur þáttur í námi og þroska barna. Skapandi starf á fyrst og

fremst að beinast að ferlinu sjálfu, gleðinni, tjáningunni og náminu sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndun fá að njóta sín. Umhverfi leikskóla á að örva skynjun og styðja við sköpunarkraft barna. Menning er samofin öllu starfi leikskóla og tengist leik barna, lýðræði, skapandi starfi og þjóðmenningu. Gera skal barninu kleift að nálgast viðfangsefni frá mörgum hliðum og á eigin forsendum. Hlutverk leikskólakennara felst m.a. í því að velja leiðir sem hvetja til skapandi hugsunar og sjálfstæðra vinnubragða hjá börnunum. Í leikskóla á að vera rými fyrir sköpunarferli og fagurfræðilega tjáningu þar sem börn:

• njóta þess að taka þátt í skapandi ferli, • finna til ánægju og gleði yfir eigin sköpunarkrafti, • kanna og vinna með margvíslegan efnivið, • nýta fjölbreytta tækni, • kynnast bókmenntum, þulum, sögum og ævintýrum, • læra texta og taka þátt í söng, • skapa og tjá upplifun sína, s.s. í myndlist, tónlist, dansi og leikrænni tjáningu, • njóta fjölbreyttrar menningar og lista, • taka virkan þátt í að móta menningu leikskólans með hátíðum og viðburðum sem tengjast barnamenningu, • kynnast og vinna með listafólki á hinum ýmsu sviðum menningar og lista.

Krakkarnir í Hulduheimum fyrir utan Korpúlfsstaði.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 15:11 Page 9

Nú er hárréttur tími til að setja sér markmið. Glæsileg aðstaða til líkamsræktar, árangursrík námskeið og fjölbreytt þjónusta stuðla að bættri heilsu og vellíðan fyrir þig. Frí ráðgjöf, skráðu þig á hreyfing.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 13:08 Page 10

10

GV

Fréttir

Betri samgöngur í allar áttir - eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar og formann borgarráðs

Fram undan er mikið uppbyggingarskeið í Reykjavík. Áætlanir um uppbyggingu íbúða gera ráð fyrir um 1.000 fullbúnum íbúðum á markað á ári, á næstu fjórum árum. Stærstu svæðin sem gert er ráð fyrir að byggist upp á næstu fjórum árum eru Leirtjörn við Úlfarsárdal, Hraunbær, Hlíðarendi, Ártúnshöfði, Gufunes, Vogarnir og Kirkjusandur. Þúsund íbúðir á ári er nokkuð meira en meðaltal síðustu ára en skipulagið er tilbúið og á mörgum þessara svæða er uppbygging þeg¬¬ar hafin. Í öllum borgum kemur að því að iðnaðarhverfi, sem áður voru í jaðarbyggð, víkja fyrir íbúðum út í nýja jaðarbyggð. Þessa þróun sjáum við í dag í Vogunum, þar sem nýtt sólríkt hverfi, nálægt þjónustu og samgöngum er þegar að rísa. Þessa þróun munum við líka sjá upp á Ártúnshöfða þar sem iðandi mannlíf og íbúðir munu rísa. Öflugari samgöngur Skipulag íbúðahverfa þarf að hugsa í samhengi við skipulag borgarinnar og samgöngur, hvernig fólk kemst til og frá heimili sínu og vinnu og hvernig það getur sótt nauðsynlega þjónustu. Við í meirihlutanum í Reykjavík viljum gera samgöngur þægilegri fyrir alla.

Með því að horfa á stóru myndina, samspil þess hvar fólk býr, starfar og sækir þjónustu teljum við réttu leiðina til þess að byggja upp hágæða almenningssamgöngukerfi til að leiða fólk um borgina. Forsendur slíks samgöngukerfis er þétting byggðar í stað þess að brjóta alltaf upp nýtt land undir hverfi. Slík byggðastefna er ódýrari fyrir kaupendur íbúða og samfélagið í heild sinni. Sundabrú eða göng bæti tengingar vestur Í byrjun febrúar kynnti samgönguráðherra nýja skýrslu um Sundabraut þar sem fram kom greining um að Sundabrú yrði hagkvæmari en Sundagöng. Þær tillögur eru afar spennandi, þar sem brú yfir í Grafarvog og áfram upp að Vesturlandsvegi myndi bæta mjög tengingar við Vesturland og Grafarvog og létta eitthvað á umferðinni um Ártúnshöfða. Falleg brú getur orðið eitt af einkennum borgarinnar sem gefur líka hjólandi og gangandi tækifæri til að nýta nýja innviði. Eins og fram hefur komið hjá samgönguráðherra þarf að gera félagshagfræðigreiningu á arðsemi gangna eða brúar áður en næstu skref yrðu tekin. Að henni lokinni er að hægt að skoða

framkvæmdaráætlun af fullum þunga og þar á meðal hvernig vegagjöldum yrði háttað ef Sundabraut verður einkaframkvæmd, líkt og ráðherra hefur boðað. Betri fjölbreyttar samgöngur Reykjavík hefur líka verið að huga að virkum samgöngum fyrir hjólandi og gangandi til að mæta þeirri ótrúlegu sprengingu sem orðið hefur á öðrum samgöngum en í bílum. Sjálf reyni ég að hjóla úr Árbænum í Ráðhúsið 2-3 í viku, utan köldustu vetrarmánuðina og veit því hvað það skiptir máli að hafa góða hjólastíga. Við settum af stað stýrihóp um nýja hjólreiðaáætlun 2021-2025 til að bæta þessar samgöngu enn frekar. Með því að efla fjölbreyttar samgöngur gefum við öllum frelsi til að velja þær samgöngur sem þeim hentar á hverjum tíma. Stundum viljum við keyra en stundum viljum við taka almenningssamgöngur, hjóla, vera á rafskútu eða ganga. Góð borg gefur okkur skipulag sem leyfir okur að velja samgöngumáta sem okkur hentar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs

Grafarvogsblaðið Ritstjórn/Auglýsingar - Sími 698-2844

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs. Íbú!asvæ!i

Áætla!ur fjöldi íbú!a á marka! til ársins 2024

Leirtjörn, í Úlfarsárdal

360

Hlí!arendi

353

Gufunes I

290

Kirkjusandur

234

Ártúnshöf!i IV Bryggjuhverfi

220

Hraunbær-Bæjarháls

215

Vogabygg! I

210

Vogabygg! II

200

Nýjar leiðir til að efla lestur og námsárangur Niðurstöður kannana sýna að lestrarfærni hefur hrakað mikið síðasta áratuginn. Síðast þegar lagt var fyrir lesskimunarpróf í 2. bekk, árið 2019, kom í ljós að 3540% reykvískra nemenda gátu ekki lesið sér til gagns. Sú staðreynd er einnig mikið áhyggjuefni að um 39% drengja geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskólans. Brottfall drengja á efri skólastigum kann að skýrast að miklu leyti af kynbundnum mun í lesskilningi á fyrstu skólastigum. Þessa stöðu verður að taka alvarlega því það er of seint að bregðast við í lok grunnskólans. Lestur og lesskilningur er undirstaða allrar menntunar og þegar svona hátt hlutfall nemenda stendur höllum fæti og getur ekki lesið sér til gagns verður að blása til sóknar og snúa þessari óheillaþróun við. Margar árangursríkar leiðir eru til að efla lestur og bæta líðan nemenda. Undirbúningur að einu slíku verkefni er hafinn á vegum menntamálaráðuneytisins,Vestmannaeyjabæjar, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins en þessir aðilar munu vera í samstarfi um rannsóknar- og þróunarverkefni í að bæta læsi og líðan nemanda með nýjum aðferðum. Megináhersla verður á læsi, lestrarfærni, stærðfræði, náttúruvísindi ásamt því að stundataflan verður stokkuð upp þannig að lögð verði meiri áhersla á hreyfingu og henni fléttað inn í skóladaginn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að samspil er á milli hreyfingar og náms og líðan hefur áhrif á námsárangur. Markmiðið með þessu verkefni er að 80% nemenda verði læsir í lok 2. bekkjar og að allir nemendur fái þjálfun í lesskilningi alla grunnskólagönguna, að nemendur fái þjálfun sem stuðli að framúrskarandi færni í skapandi skrifum og framsögn, að þeir öðlist áhuga á náttúru- og umhverfisfræði og bæti hreyfifærni, hreysti og einbeitingu sína. Hér er augljóslega verið að feta nýja slóðir til að efla menntun grunnskólabarna sem Reykjavíkurborg ætti að sjálfsögðu að taka sér til eftirbreytni. Það lagði ég til á fundi skóla- og frístundaráðs 9. febrúar sl. fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna í ráðinu en tillagan hefur enn ekki verið tekin fyrir. Sú staðreynd sýnir, því miður, áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn að leita nýrra og framsækinna leiða til að bæta námsárangur og vellíðan reykvískra barna.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 11:45 Page 11

Veldu páskaegg frá Nóa sem passar þér! NÓ

I SÍRÍUS

Nóa páskaeggin eru tilbúin. Við vönduðum okkur alveg sérstaklega. Litlu páskakanínurnar eru líka komnar aftur og þær eru svo sætar að þær eru ætar! Páskaeggin eru af öllum stærðum og gerðum, svo að allir ættu að finna egg við sitt hæfi. Skoðaðu úrvalið, veldu og njóttu!


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14/03/21 18:36 Page 12

12

GV

Fréttir

Dansað í gegnum lífið - í Dansskólanum Bíldshöfða

Ragnar Sverrisson danskennari hefur um árabil rekið dansskóla í Bíldshöfða og höfðum við samband við hann til þess að forvitnast um stöðu dansins á tímum heimsfaraldurs. Síðasta ár var erfitt fyrir dansinn á Íslandi samkvæmt Ragnari sem er svipað og í öðrum íþróttum hérlendis. „Við vitum hvað íþróttir eru góð forvörn og íþróttir geta hjálpað til við uppbyggingu sjálfstrausts og félagsfærni hjá börnum og unglingum. Sem betur fer er núverandi staða mjög góð hérlendis og því ekkert til fyrirstöðu að halda áfram að byggja upp dansinn sem og aðrar íþróttir,“ segir Ragnar. Aðspurður út í hvað væri sérstakt við samkvæmisdansinn og af hverju foreldrar ættu að gefa börnum sínum tækifæri á að prófa að æfa dans sagði Ragnar: „Það helsta er auðvitað að börn í samkvæmisdansi æfa á jafningjagrundvelli, bæði strákar og stelpur fá sömu tækifæri þegar kemur að æfingum og keppnum“. Ragnar sagði einnig að í dansskólanum er hver nemandi mikilvægur og fá allir jafn mikla athygli og aðstoð. „Við pössum upp á að hóparnir séu ekki of stórir og með hverjum kennara eru að jafnaði tveir aðstoðarkennarar. Aðstoðarkennararnir eru alla jafna unglingar sem stunda dansinn sem keppnisíþrótt og er aðstoðarkennslan þeirra leið til þess að gefa til baka til dansins sem mér finnst mjög mikilvægt“. Húsnæði dansskólans að Bíldshöfða 10 er sérstaklega hannað fyrir dansskóla. Dansskólinn er einstaklega rúmgóður með þremur misstórum danssölum sem kemur sér vel í þessu ástandi. „Við hönnun rýmisins lögðum við áherslu á rúmgóða og bjarta danssali. Gólfefnin eru sérvalin fyrir samkvæmisdans og henta bæði fyrir Suður-Ameríska og sígilda samkvæmisdansa“. Senn lýkur vetrarönn í dansskólanum og hefjast ný vornámskeið strax eftir páska. Á döfinni eru tvær danskeppnir, Íslandsmeistaramót í 10 dönsum er 20. og 21. mars og Íslandsmeistaramót í Standard dönsum í lok apríl. „Dansskólinn náði tveimur Íslandsmeistaratitlum af fimm á Íslandsmeistaramóti í Suður-Amerískum dönsum í febrúar og vonumst við eftir áframhaldandi góðum árangri í þeim danskeppnum sem framundan eru,“ segir Ragnar að lokum.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Borgarholtsskóla á dögunum og hér ræðir hann málin í matsal skólans.

Forsetinn í Borgó

Góður gestur heimsótti Borgarholtskóla á dögunum. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, sótti skólann heim og kynnti sér starfsemi hans. Eftir stuttan fund með stjórnendum fór Guðni um skólann ásamt skólameisturum og ræddi við nemendur og starfsfólk. Var komið víða við og fékk forsetinn að kynnast nokkrum af þeim fjölbreyttu námsleiðum sem í boði eru í skólanum. Sótti hann meðal annars tíma í nýsköpun og ensku á bóknámsbrautum, tónlistartíma á sérnámsbraut, tíma í hlífðargassuðu á málm- og véltæknibraut auk þess sem hann tók þátt í sviðsetningu hópslysaæfingar í leiklistartíma á listnámsbraut. Forsetinn tók virkan þátt í því starfi sem fram fór í kennslustofunum og lék hann meðal annars á bassa með hljómsveit nemenda á sérnámsbraut og tók að sér hlutverk í sviðsetningu leiklistarnemendanna. Forsetinn var sérstaklega hrifinn af því fjölbreytta námsvali sem skólinn hafði upp á að bjóða og hafði orð á hve mikilvægt það væri íslensku samfélagi að styrkja og efla fjölbreytt verk- og starfsnám. Var ekki annað að heyra á Guðna að hann hefði haft ánægju af heimsókninni til okkar á Borgarholtinu.

Hér er forsetinn staddur meðal nemenda á leiklistarbraut Borgarholtsskóla.

Ragnar og Elísabet uppstillt fyrir Paso Doble.

Nýjar leiðir til að efla lestur og námsárangur - eftir Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Niðurstöður kannana sýna að lestrarfærni hefur hrakað mikið síðasta áratuginn. Síðast þegar lagt var fyrir lesskimunarpróf í 2. bekk, árið 2019, kom í ljós að 35-40% reykvískra nemenda gátu ekki lesið sér til gagns. Sú staðreynd er einnig mikið áhyggjuefni að um 39% drengja geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskólans. Brottfall drengja á efri skólastigum kann að skýrast að miklu leyti af kynbundnum mun í lesskilningi á fyrstu skólastigum. Þessa stöðu verður að taka alvarlega því það er of seint að bregðast við í lok grunnskólans. Lestur og lesskilningur er undirstaða allrar menntunar og þegar svona hátt hlutfall nemenda stendur höllum fæti og getur ekki lesið sér til gagns verður að blása til sóknar og snúa þessari óheillaþróun við.

Alexander og Hulda með taktinn á hreinu.

Margar árangursríkar leiðir eru til að efla lestur og bæta líðan nemenda. Undirbúningur að einu slíku verkefni er hafinn á vegum menntamálaráðuneytisins,Vestmannaeyjabæjar, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins en þessir aðilar munu vera í samstarfi um

rannsóknar- og þróunarverkefni í að bæta læsi og líðan nemanda með nýjum aðferðum. Megináhersla verður á læsi, lestrarfærni, stærðfræði, náttúruvísindi ásamt því að stundataflan verður stokkuð upp þannig að lögð verði meiri áhersla á hreyfingu og henni fléttað inn

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

í skóladaginn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að samspil er á milli hreyfingar og náms og líðan hefur áhrif á námsárangur. Markmiðið með þessu verkefni er að 80% nemenda verði læsir í lok 2. bekkjar og að allir nemendur fái þjálfun í lesskilningi alla grunnskólagönguna, að nemendur fái þjálfun sem stuðli að framúrskarandi færni í skapandi skrifum og framsögn, að þeir öðlist áhuga á náttúru- og umhverfisfræði og bæti hreyfifærni, hreysti og einbeitingu sína. Hér er augljóslega verið að feta nýja slóðir til að efla menntun grunnskólabarna sem Reykjavíkurborg ætti að sjálfsögðu að taka sér til eftirbreytni. Það lagði ég til á fundi skóla- og frístundaráðs 9. febrúar sl. fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna í ráðinu en tillagan hefur enn ekki verið tekin fyrir. Sú staðreynd sýnir, því miður, áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn að leita nýrra og framsækinna leiða til að bæta námsárangur og vellíðan reykvískra barna. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14/03/21 18:35 Page 13

13

GV

Fréttir

,,Þurfum meiri þátttöku Grafarvogsbúa í starfinu” - segir Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis

Aðalfundur Fjölnis fór fram á dögunum og var formaður félagsins, Jón Karl Ólafsson, endurkjörinn formaður aðalstjórnar. Grafarvogsblaðið tók hús á Jóni Karli og spurði fyrst hvar Fjölnir stæði gagnvart hverfinu. „Við hjá Fjölni höfum skilgreint félagið sem hluta af hverfinu, við erum hjarta Grafarvogs með fjölbreytta þjónustu á sviði íþrótta og tómstunda. Félagið hefur vaxið með hverfinu og íbúum þess. Ástæða þess að fjölbreytnin er jafnmikil og raun ber vitni er að einstaklingar og hópar hafa komið með sín áhugamál til félagsins sem hefur tekið þeim opnum örmum og byggt upp hverja deildina á eftir annari. Aðalstjórn hefur gert þá kröfu að með hverri íþróttagrein fylgi áhugi, iðkendur og fjármagn til að setja upp nýja deild. Þessi stefna hefur leitt til þess að Fjölnir er stæsta íþróttafélag á Íslandi í dag. Fjölbreyttni félagsins er meiri en víðast þekkist bæði innanlands og utan. Innan Fjölnis eru 12 öflugar deildir þannig að allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.“ - Hvað þýðir þetta fyrir ungmenni í Grafarvogi? „Íþróttastarf er besta forvörn sem hægt er að bjóða uppá. Innan félagsins rúmast síðan öflugt afreksstarf enda er metnaður ungra Fjölninsmanna mikill. Það er ekki hægt að slíta í sundur tómstundarhlutann frá afreksstarfinu og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta þetta vinna saman. Allir fá verkefni við hæfi til að geta notið sín í öruggu umhverfi og vaxið og dafnað.“

- Í fyrirtækjarekstri er stundum talað um stærð markaðar og markaðshlutdeild. Út frá sambærilegum forsendum, hvar stendur Fjölnir í sínu hverfi? „Stæsti hópur okkar iðkenda kemur úr Grafarvogshverfinu og fjölmörg ungmenni úr öðrum hverfum eins og Grafarholti, Árbæ, Mosfellsbæ og víðar eru að sækja íþróttir til Fjölnis sem eru ekki í boði í þeirra hverfi. Okkur reiknast til að við séum að ná til 55-58% allra ungmenna í Grafarvogi.“ - Ef lesandi þessarar greinar, foreldri eða forráðamaður ungmennis hefði áhuga á að nýta sér þjónustu Fjölnis, hvernig ber maður sig að? „Það er einfalt að nálgast félagið, bæði erum við með virka heimasíðu, www.fjolnir.is og virkni félagsins á samfélagsmiðlum er mikil og við reynum eftir mætti að koma upplýsingum til fólks um það sem við erum að bjóða uppá. Reykjavíkurborg stendur sig mjög vel í stuðningi við barnafjölskyldur með frístundastyrk sem léttir undir með greiðslu æfingagjalda. Borgin gerir þetta mjög vel en mætti vera öflugri í stuðningi við afreksstarf íþróttafélaga. Borgin lítur ekki á það sem sitt hlutverk að styðja beint við afreksstarf á meðan nágrannasveitafélögin eru öflugri við það. Þó er rétt að taka fram, að mannvirki sem nýtt eru af íþróttafélögum til æfinga og keppni eru almennt byggð af borginni. Það er tiltölulega einfalt að sjá hvað

Við stækkum fermingargjöfina þína

er í boði á vegum félagsins á heimasíðunni. Deildirnar eru margar og heimasíðan gerir hverri deild góð skil. Á síðunni eru æfingatöflur og upplýsingar um þjálfara og ýmislegt fleira. Félagið vill gjarnan gera meira af því að koma í skólanna og kynna sitt starf þar. Það er sem betur fer heimilt á ný en á tímabili var tekið fyrir slíkar kynningar. Ég vil einnig nota þetta tækifæri og vera með sérstakt ákall til íbúa hverfisins. Við búum í einu stærsta hverfi landsins og erum með stærsta íþróttafélagið. Við þurfum að fá meiri þátttöku almennings í starfinu. Við þurfum að fá fólk í auknum mæli „á völlinn“ til að horfa á og hvetja. Fjölnir hefur alið upp fjölda afreksmanna og kvenna, hvort heldur sem er í fótbolta, handbolta, körfubolta, fimleikum eða öðrum íþróttagreinum og við eigum að fjölmenna og hvetja okkar fólk.

,,Ég sæki fjölmarga leiki og viðburði félagsins og hitti þar skemmtilegt fólk og hvet aðra til að gera það sama,“ segir Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis. GV-mynd Gunnar Jónatansson stórviðburði eins og Þorrablótið og Októberfest sem eru gríðarlega stórar og skemmtilegar samkomur. Ég á engin börn lengur í Fjölni, mér finnst þetta bara svo skemmtilegt. Ég

Í hverfinu eru fullt af fyrrverandi „einhverju“, ég er t.d. fyrrverandi Valsari. Ég tók þá afstöðu strax að færa mig. Styðja við mitt hverfisfélag í stað þess, eins og of margir gera enn, að búa hér en sækja fremur leiki og viðburði í sínu gamla félagi þrátt fyrir að börn þeirra séu uppalin í Fjölni. Starfið byggir að stærstum hluta á sjálfboðaliðastarfi og þau eru mörg handtökin í félaginu. Við erum öllum sjálfboðaliðum óendanlega þakklát fyrir þeirra ómetanlega framlag. Þetta er skemmtileg vinna, við hittum nágranna okkar og vini í félaginu. Sækjum

Við leggjum til allt að 12.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja inn á Framtíðargrunn og í verðbréfasjóð. Það borgar sig að spara til framtíðar. Velkomin í Landsbankann.

L ANDSBANKINN.IS

sæki fjölmarga leiki og viðburði félagsins og hitti þar skemmtilegt fólk og hvet aðra til að gera það sama,“ sagði Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis að lokum.

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/03/21 12:47 Page 14

14

GV

Fréttir

Bryggjuhverfi tengist Höfðunum með stígum - nýr göngu-, hjóla-, og tröppustígur sem liggur á milli Bryggjuhverfis og Ártúnshöfða opnar nýja möguleika fyrir borgarbúa

Íbúar í Bryggjuhverfi héldu litla athöfn á dögunum vegna opnunar nýrra göngu- og hjólastíga sem hafa verið lagðir á milli Sævarhöfða og Svarthöfða beint fyrir ofan hverfið. Stígarnir mynda góða tengingu fyrir íbúa í Bryggjuhverfinu við Ártúnshöfða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði stígana formlega en Bryggjuráð, íbúasamtök Bryggjuhverfisins, stóð fyrir athöfninni en íbúarnir hafa lengi hvatt borgaryfirvöld til að koma á þessari tengingu við Ártúnshöfða. Bjarni Þór Þórólfsson formaður Bryggjuráðs hélt einnig ávarp þar sem hann þakkaði borginni fyrir að hafa ráðist í framkvæmdina sem væri mikil búbót fyrir íbúa hverfisins. Hann þakkaði einnig Þorsteini Þorgeirssyni íbúa í hverfinu

sem hefur verið hvatamaður að verkefninu. Framkvæmdir við stígana hafa staðið yfir í nokkurn tíma en nú eru þeir tilbúnir. Um er að ræða þriggja metra breiðan og 300 metra langan og upplýstan malbikaðan göngu- og hjólastíg. Hækkunin er um 27 metrar, og er meðalhallinn um 10%, sem er mjög viðráðanlegt. Einnig er hægt að fara um styttri tveggja metra breiðan tröppustíg með handriði. Í sumar stendur til að göngustígurinn verði framlengdur meðfram Svarthöfða að Stórhöfða. Stígurinn mun m.a. mynda góða göngu- og hjólatengingu við Borgarlínuna sem mun ganga í gegnum Ártúnshöfða. Lítilsháttar frágangur er eftir við stígana, t.d. sáning

grass í moldarflög. Þorsteinn Þorgeirsson íbúi í Bryggjuhverfi, sem hefur gróðursett fjölmörg tré í brekkunni og er hvatamaður að stígunum, vonar að íbúar og borgin haldi áfram að þróa svæðið. Trén eru sum hver orðin tuttugu ára gömul og dafna vel. Hann segir að brekkan fyrir neðan Höfðann geti orðið að sælureit fyrir borgarbúa í framtíðinni. „Þetta verður okkar skrúðgarður fyrir ofan hverfið. Stígarnir eru frábær tenging við Ártúnshöfða og auka mikið útivistarmöguleika okkar hér í Bryggjuhverfinu auk þess að mynda nauðsynlegan hlekk í kerfi vistvænna samgangna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn. Uppbygging i Bryggjuhverfinu gengur vel en þar eiga eftir að bætast við

Bjarni Þór Þórólfsson, formaður Bryggjuráðs, íbúasamtaka Bryggjuhverfis, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þorsteinn Þorgeirsson íbúi og hollvinur Bryggjubrekkunnar sem stígarnir liggja um. tæplega átta hundruð íbúðir af öllum stærðum og gerðum. Bjarg íbúðafélag

hefur t.d. ráðist í byggingu 153 leiguíbúða fyrir tekjulágt fólk í hverfinu.

Laugarnar í Reykjavík

Nýi göngu- og hjólastígurinn í Bryggjubrekkunni.

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Hristum þetta af okkur Höldum bilinu og sýnum hvert öðru tillitssemi

Útfararþjónusta í yfir 70 ár

2m

w www.itr.is w w.i tr.is

Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 12:46 Page 15

15

Fréttir

GV

Nemendur Húsaskóla lásu í 25 þúsund mínútur Dagana 1. – 12. febrúar sl. tóku allir nemendur Húsaskóla þátt í Lestrarspretti. Markmiðið var að auka lestur þessa daga og efla þar með færni og áhuga nemenda á lestri. Nemendur mældu tímann sem þeir lásu, bæði heima og í skólanum. Fyrir hverja 30 mín. sem lesið var fékk nemandi „bókarkjöl“ sem hann setti upp í hillu í anddyri skólans. Bókakilirnir skipta hundruðum og því ljóst að nemendur Húsaskóla hafa lesið í um 25.000 mínútur þessa daga. Eftir vel heppnað átak, þar sem allir stóðu sig vel, buðu skólinn og foreldrafélagið nemendum í popp og bíó í Egilshöll. Hópurinn fór labbandi í bíóið og safnaði í leiðinni mínútum í Lífshlaupinu sem Húsaskóli tekur þátt í á hverju ári.

Börnin una sér sérstaklega vel í Brosbæ og þar er margt skemmtilegt að gerast.

Bókakilirnir skiptu hundruðum.

Labbað í bíó og mínútum safnað í Lífshlaupinu.

Öflugt 4. bekkjarstarf í Brosbæ Frístundaheimilið Brosbær er eitt af sex frístundaheimilum Gufunesbæjar og er staðsett í Engjaskóla. Við sameiningu skólanna í norðurhverfi Grafarvogs, síðastliðið haust, fjölgaði börnunum í Engjaskóla og þar af leiðandi fjölgaði börnum í Brosbæ. Við sameininguna fengum við fleiri rými fyrir Brosbæ og gátum við því aðskilið starfið að einhverju leyti og eru því 3. og 4. bekkur í sér rýmum. Síðastliðin fjögur ár hefur verið gott og öflugt 4. bekkjarstarf í Brosbæ sem hefur skilað tilætluðum árangri með aukinni skráningu barna í 4. bekk. Markmiðið með skipulögðu starfi fyrir 4. bekk er að halda eins mörgum

börnum inn í starfinu og mögulegt er og að þeim finnist gaman að vera hjá okkur og njóti sín í starfinu. Fyrir utan skipulagt daglegt starf er sérdagskrá fyrir 4. bekk, tvisvar í viku, og er farið í ferðir annan daginn en smiðjur í húsi hinn daginn. Börnin hafa sitt að segja með dagskrána þar sem það eru haldnir fundir reglulega þar sem þau koma með hugmyndir að dagskrá. Við notum þá tækifærið og ræðum við þau ef þau koma með hugmyndir að einhverju sem ekki er raunhæft í framkvæmd. Hlé var gert á skipulagðri dagskrá meðan á hólfaskiptingu (vegna Covid19) stóð yfir og urðu því allir „frels-

inu“ fegnir við afléttinguna þar sem hægt var að byrja eðlilegt starf aftur. Dagskráin í vetur hefur verið fjölbreytt og skemmtileg þar sem börnin hafa meðal annars farið í keilu í Egilshöll, kíkt í heimsókn til Vigdísar í Gerðubergi, bakað og haldið kökuskreytingakeppni, málað á bolla, boli og striga og svæðið við Gufunesbæ hefur einnig verið vel nýtt þar sem þau hafa farið í ratleik, grillað sykurpúða, leikið sér á ærslabelgnum og notið þess að vera í Lundinum. Við erum afskaplega stolt af starfinu okkar og best af öllu er að börnin eru ánægð, vilja vera hjá okkur og taka þátt í starfinu. (Frétt frá Brosbæ)

Betri framtíð fyrir fermingarpeninginn Það sem hljómar eins og ótrúlega góð hugmynd í dag getur orðið vandræðaleg saga í framtíðinni. Þess vegna borgar sig að hugsa sig vel um og láta fermingarpeningana vaxa á Framtíðarreikningi eða í sjóði á meðan. Ef þú leggur 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning bætum við 6.000 kr. við, enda eiga öll fermingarbörn að fá gjöf. Það sama gerum við ef þú fjárfestir fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis. Þannig getur okkar framlag orðið allt að 12.000 kr. Kynntu þér framtíðarheimili fermingarpeninganna.

arionbanki.is/ferming

Framtíðarreikningur Arion banka


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/03/21 22:10 Page 16

16

Gæludýr - í boði Dýrabæjar í Spöng

GV

Vorið er komið og grundirnar gróa….

Vorinu fylgir að hundarnir okkar og kettirnir líka, fara úr hárum. Hárlos getur verið mismunandi mikið eftir tegundum og það er árstíðabundið við vorið og haustið. Hárlosi af náttúrulegum orsökum er ekki hægt að breyta, en það má draga verulega úr því. Gott er að greiða og bursta feldinn reglulega til að ná lausum hárum. Hjá sumum dýrum er þetta náttúrulega hárlostímabil lengra og meira en búast má við og stundum er eins og því ljúki aldrei.

Góð náttúruleg bætiefni ásamt góðu fóðri getur hjálpað verulega til að draga úr hárlosi og hafa skal í huga að í fóðrinu sé nægjanlegt magn af vítamínum, steinefnum og amínósýrum. Í Dýrabæ fást góðir burstar og greiður ásamt ráðgjöf um notkun þeirra. Við bjóðum líka úrval af náttúrulegum aukaefnalausum sjampóum og hárnæringum, sem hafa góð áhrif á heilbrigði húðar og felds. Bætiefnin frá Dr. Clauder´s hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt

og í línunni frá þeim, má finna nokkur bætiefni sem eru sérstaklega ætluð dýrum í miklu hárlosi. Eitt áhrifaríkasta bætiefnið frá Dr. Clauder´s er Hair&Skin Derma Plus Forte en það inniheldur hýalúronsýru sem er einstaklega rakagefandi. Húð og feldur verða mýkri og sléttari. Inniheldur einnig hátt hlutfall af bíótín, A vítamíni og hýalúronsýru. Hýalúronsýra hefur einstaka rakagefandi eiginleika og hefur góð áhrif á heilbrigði húðar og felds og dregur úr hárlosi. Einnig má benda á Hair&Skin Pigment Algosan en það er búið til úr nítján mismunandi sjávarjurtum og er frábær uppspretta náttúrulegra næringarefna. Algosan inniheldur 60 steinefni,

12 vítamín og 22 amínósýrur. Best er að gefa Algosan tvisvar á dag og blanda því saman við matinn að morgni og að kvöldi. Algosan hjálpar við að endurheimta tapaðan hárvöxt (skallablettir) og þykkja og bæta feld. Eykur lit felds og hefur sýnt að það virkar mjög vel fyrir dökkan feld. Það er þó einnig mjög gott fyrir hunda og ketti með hvítan feld. Algosan styrkir líka ónæmiskerfið, sem er mikilvægt í baráttunni við ofnæmisvalda. Bætiefnagjöf með Algosan hjálpar gegn því að dýrin nagi fætur sína, klóri sér í húðinni og það er áhrifaríkt gegn hárlosi. Einn aðal efnisþátturinn í Algosan er joð, sem er mikilvægt fyrir eðlilega starfsemi skjaldkirtils. www.dyrabaer.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 11:48 Page 17

17

GV

Fréttir

Félagsmiðstöðin Sigyn í íþróttasalnum í Rimaskóla

Föstudaginn 5. febrúar síðast liðinn var haldið fótboltamót í félagsmiðstöðinni Sigyn sem er í Rimaskóla. Sigyn er ein af fjórum félagsmiðstöðvum í Grafarvogi og tilheyrir frístundamiðstöðinni Gufunesbæ. Fyrirkomulagið var þannig að það kepptu þrír á móti þremur. Tólf lið tóku þátt og var hart barist um sigur enda útsláttar fyrirkomulag á mótinu. Til úrslita léku tvö lið úr 8.bekk sem tókust í hendur fyrir leik um að deila verðlaunum á milli sín sama hvernig leikurinn færi. Leikurinn var frábær og

ekkert gefið eftir og þegar öllu var á botninn hvolft skipti í raun ekki máli hvort liðið vann. Sigyn hefur haft aðgang að íþróttasalnum í Rimaskóla á föstudögum fyrir unglingana og svo á öllum opnunum í 10-12 ára starfinu. Salurinn nýtist frábærlega í starfinu og gerir það fjölbreyttara. Við vonumst til að fá aðgang að íþróttasalnum fleiri kvöld á næsta skólaári því við teljum nauðsynlegt að geta boðið upp á reglulega hreyfingu í starfinu okkar og salurinn virkar mjög hvetjandi fyrir alla.

~ ' Ç(()&

: Š@ @ IA '= ACBG9B F 5ȼO?> IA H = @ A5F G

ŝ?5RI H ň A5 <> ħ C??IF A9R "CCB5 5DD= BI 9R5 ħ <C: I8@ 5IGB= F = G

#DBIB5FH ň A=

!Ç"

ÿ'

) ~

<C: I8@ 5IGB= F = G J9F 5: 5C@ 8

~

Fótboltamót í Sigyn.

FForinnritun or innr it un ffyrir y r ir nýnema ný n e ma er er 8 8.. m mars-13. ar s -1 3. apr apríl íl Afreksíþróttasvið A f re k s í þ rót t a s v ið

FFramhaldsskólabraut r amh a lds s kól a b r au t

B í lið ng r e ina r Bíliðngreinar

M á lmið ng r e ina r Málmiðngreinar

B ók ná m Bóknám

LListnám is tnám

og g FFélagsvirknié la g s v ir kni - o uppeldissvið u p p e ldi s s v ið

S Sérnámsbraut é r ná ms b r au t

FFylgstu y lg s tu m með e ð okkur ok k ur borgo_skoli b or go _ s koli Borgarholtsskoli B or g a r h olt s s koli borgo.is b o r g o.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 17:19 Page 18

18

GV

Fréttir

Bifreiðakaup býður 25% kyningarafslátt

Umhverfisvæn íslensk hönnun

- af söluþóknun til Grafarvogsbúa út apríl ,,Með því að halda öllum rekstrarkostnaði í lágmark t.d. með litlu húsnæði og litlu útisvæði getum við boðið viðskiptavinum okkar kjör á þjónustu sem hefur ekki sést áður á Íslandi, eða 25-50% lægri þóknun en á öllum helstum bílasölum. Algengt er að okkar viðskiptavinir spari 35.000 – 100.000 krónum, með því að selja bílana hjá okkur,” segir Hafsteinn Vilbergsson í samtali við Grafarvogsblaðið. Hafsteinn stofnaði fyrir rúmu ári fjölskyldufyrirtækið Bifreiðakaup sem er með aðsetur að Gylfaflöt 6-8 á 2. hæð í Grafarvogi. ,,Nú höfum við ákveðið að gera sérstaklega vel við Grafarvogsbúa sem eru í bílahugleiðingum og bjóða þeim auka 25% kynningarafslátt af söluþóknun út apríl. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur frá íbúum í hverfinu og það er greinilegt að það hefur vantað bílasölu í Grafarvoginn,” segir Hafsteinn enn-

WWW.ASWEGRO W.IS GARÐASTRÆTI 2 REYKJAVÍK

Til sölu notuð Inogen One G4 súrefnisvél Lítið notuð - aðeins 478 klst. Framleiðir 90% súrefni. Taska, tvær stórar auka rafhlöður fylgja og hleðslutæki fyrir bíl. Ný yfirfarin af Donna ehf. Upplýsingar í síma 699-7734 eða 699-1322

ÚTFARARSTOFA Ú ÚT FA R AAuðbrekku R S TO FpAg ÍSLANDS Í 1, Kópavogi ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

fremur. Bifreiðakaup býður uppá framúrskarandi þjónustu t.d. með að fara með bílana í skoðun, söluskoðun, ástandsskoðun, þrif á bílum, smurþjónustu og viðgerðir á bílum fyrir sölu án alls auka kostnaðar. ,,Allir bílar sem eru á skrá fara inn á bilasolur.is sem er stærsta bílasíða Íslands og einnig erum við áberandi á samfélagsmiðlum og auglýsum mikið bílana þar sem eru á söluskrá hjá okkur,” segir Hafsteinn Vilbergsson sem er löggiltur bifreiðasali og stofnaði Bifreiðakaup ehf. Það hefur verið draumur hans í langan tíma að opna sína eigin bílasölu. Í byrjun árs 2019 fór hann alvarlega að íhuga að stofna bílasölu sjálfur en átti erfitt með að koma því af stað þar sem ekki voru til auka peningar til þess að stofna fyrirtæki. Ekki var í boði að hætta í vinnunni og missa fastar tekjur svo hann byrjaði á að safna bílum á

söluskrá og hóf svo að selja bíla með fullri vinnu í maí 2020. Hittingar voru í hádeginu, eftir vinnu, kvöldin og um helgar, mikil vinna aukalega en alveg þess virði. Nú er komið að tímamótum, rúmt ár síðan hann stofnaði bílasöluna og nú getur hann einbeitt sér 100% að bílasölunni því hann hætti í sinni vinnu í lok janúar. Þetta hefur verið langþráður draumur Hafsteins sem er loksins orðinn að veruleika. Hafsteinn hefur margra ára reynslu í bílasölu. Hann byrjaði ferilinn hjá B&L árið 2007 í nýjum BMW og Land Rover og upplifði að selja þá bíla í góðæri og í kreppunni. ,,Þetta voru rosalegir tímar en lærdómsrík ár og mikil reynsla. Seinna byrjaði ég hjá Toppbílum í notuðum bílum og starfaði þar í nokkur ár áður en ég flutti til Bretlands og hóf þar starf sem sölumaður á nýjum og notuðum bílum hjá einni stærstu bílasölu Bretlands,” sagði Hafsteinn.

Hafsteinn Vilbergsson hjá Bifreiðakaupum býður Grafarvogsbúum upp á 25% kynningarafslátt út apríl.

ER PLANIÐ SKÍTUGT?

GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN

Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Sverrir Einarsson

síðan 1996 síðan

www.utforin.is

ÚTFARARSTOFA ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR HAFNARFJARÐAR www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Fáðu tilboð í s: 577 5757 www.gamafelagid.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/03/21 21:40 Page 19

19

GV

Fréttir

Frí heimsending á lyfjum

Sýning Önnu Gunnlaugsdóttur stendur til 15. apríl í Borgarbókasafninu.

Augnsamband í Spönginni

í póstnúmer 113,112 og 110. Sendum samdægurs ef pantað er fyrir kl.15.

Anna Gunnlaugsdóttir sýnir andlitsmyndir, málaðar á striga og pappír í Borgarbókasafninu í Spönginni. Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins 4. mars-15. apríl 2021. Anna Gunnlaugsdóttir fjallar í verkum sínum um sjálfsskoðun og speglun á sammannlegu eðli. Andlitsmyndir hennar eru flestar unnar á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs, hún nálgast ásjónu faraldursins í gegnum andlit, máluð á striga og pappír. Myndirnar vísa í viðbrögð okkar við áreiti umhverfisins í breyttri samfélagsmynd á tímum veirunnar. Einangrun, kvíði og óöryggi ráða ferðinni, en þar ríkir líka ákveðinn friður í einfaldari dagskipan.

Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770

Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 11.00-16.00

Á rúmlega fjörutíu ára listferli hefur sjálfsmynd konunnar verið meginumfjöllunarefni Önnu. Inntak listsköpunar hennar eru ýmis blæbrigði mannlegra þátta einstaklingsins í samfélagi nútímans. Anna hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt ́i ýmsum samsýningum, hér heima og erlendis. Hún lauk námi frá málaradeild MHÍ 1978. Anna dvaldi ́i París einn vetur við Ecole des Beaux-Arts 1978-79. Hún auk námi í grafískri hönnun við MHÍ 1983 og kennslufræði við LHí 2006.

Dalhús 21 (201)

Kristnibraut 37

112 Reykjavík

113 Reykjavík

UN PA N TI Ð SK O5Ð89 58

OÐUN PA N TI Ð SK69 8 44 50

hjá Jórunni í síma 84

hjá Inga Þór í síma

Glæsileg 126,3 fm efri hæð og ris í litlu fjölbýli á góðum stað í Grafarvogi

140 fm 4ra herbergja íbúð á efstu hæð með glæsilegu útsýni

• Endaíbúð á 2 hæðum,

• Þrjú góð svefnherbergi með

góðum fataskápum

með suð-vestur svölum

• Stofa/eldhús í björtu og

• Mjög vel skipulögð þar

sameiginlegu rými, útgengt á hellulagðar svalir úr stofu sem skarta glæsilegu útsýni

sem rýmið nýtist vel. • Hæðin skipar forstofu,

snyrtingu, eldhús, þvottahús og glæsilegar stofur með útgengt út á suðursvalir

• Rúmgott baðherbergi • Þvottahús

• Efri hæð skipar 3 svefnherbergi,

• Geymsla á neðstu hæð,

hol og baðherbergi með glugga.

og hlutdeild í sameign

• Gott rými á háaloft með glugga.

• Sér bílskúr 27 fm

• Hjólageymsla á fyrstu hæð.

• Vel skipulögð eign

• Frábær staðsetning innan hverfis

í snyrtilegu fjölbýli.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar:

Jórunn Skúladóttir

Ingi Þór Ingólfsson

lögg. fasteignasali Sími: 845 8958 jorunn@miklaborg.is

lögg. fasteigna & skipasali Sími: 698 4450 ingi@miklaborg.is

Verð:

58,9 millj.

– Með þér alla leið

Verð:

59,9 millj.

569 7000 · Lágmúla 4 · miklaborg.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/03/21 21:51 Page 20

20

GV

Fréttir

Dráttarbeisli

X XQGLU ÀHVWDU WHJXQGLU EtOD QGLU ÀHVWDU WHJXQGLU EtOD

Þakklæti, birtan, ferming og heilræði - eftir sr. Sigurð Grétar Helgason prest í Grafarvogssókn

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR VÍKUR VAGNAR EHF EHF. F.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Sigurhans Vignir 06.03.–19.09.2021

Fyrsti fjórðungur hins langþráða árs 2021, fer nú brátt að renna sitt skeið. Það sem af er ári er útlitið bjart hjá okkur, þökk sé öflugri heilbrigðisþjónustu, framlínufólki og samtakamætti íslensku þjóðarinnar. Daginn er farinn að lengja og við finnum sjálfsagt svo vel að það styttist í það að líf okkar komist í fastar skorður og mikið óskaplega er og verður það gott. Þó kannski eins og áður, því þessi undarlegi tími sem við kveðjum nú brátt, hefur jafnvel kennt okkur mörgum það, að alltaf er tími og rými til að láta gott af okkur leiða og að hafa augun opin fyrir táknunum allt í kringum okkur. Fyrir táknunum um fegurð, gleði og von. Við þurfum að vera dugleg að minna okkur á þau og að nýta tíma okkar örlítið betur en áður var. Líta okkur nær og um leið að íhuga hver eru hin sönnu verðmæti í okkar lífi. Nú fer í hönd sá tími innan kirkjunn-

ar er glæsilegur hópur fermingarbarna, staðfestir trú sína opinberlega þegar þau gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns, frammi fyrir fjölskyldum sínum, vinum og söfnuði kirkjunnar. Ég vil nefna það hér, að starfsfólk Grafarvogskirkju er að springa úr stolti yfir fermingarbörnunum og við erum óskaplega þakklát fyrir samfylgdina í vetur með þeim. Sú samfylgd var óvenjuleg en samstarfið við börnin og fjölskyldur þeirra hefur verið endalaust gott og það er ljóst að við tökum sannarlega með okkur þá reynslu er við hittum nýjan hóp fermingarbarna nú í haust. Ég vil deila með þér nokkrum gullkornum sem góður vinur minn tók saman og þýddi úr ensku. Flestir telja að um sé að ræða prósaljóð eftir Max Ehrmann, (1872-1945), þýskættaðan lögfræðing og rithöfund, sem fæddist í Terre Haute í Indiana og mun hafa ort það árið 1927. Ljóðið ber nafnið De-

sr. Sigurður Grétar Helgason prestur í Grafarvogssókn. vægt sem það kann að þykja, vinnan er kjölfesta í reikulum heimi. • Farðu með gát í viðskiptum, því mörg er á jörðu hál brautin. Lokaðu samt ekki augunum fyrir dyggðinni, þar sem hana er að finna, margir stefna nefnilega að háleitu marki og alls staðar eru hetjur á ferð. • Vertu þú sjálf(ur), en reyndu ekki að sýnast í einu eða neinu. Allra síst þegar tilfinningar eru annars vegar. Og faðmaðu ástina, því hún er eins og grasið, fjölær, þótt annað kunni að virðast á stundum. • Virtu ráð öldungsins, sem býðst til að miðla þér af reynslu áranna. Stæltu hugann með góðri næringu, svo að hann megi vernda þig í hretviðrum lífsins. En

Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is

Grafarvogsblaðið Ritstjórn/Auglýsingar - Sími 698-2844 Grafarvogskirkja. siderata á latínu og merkir, „Eitthvað þráð sem afar mikilvægt“. Innihaldið er gulls ígildi, enda til um nánast öll lönd, á alls kyns smákortum, veggspjöldum, plöttum og þvíumlíku. Hér eru þau og njóttu vel: • Temdu þér stillingu í dagsins önn, og mundu friðinn, sem ríkt getur í þögninni. • Reyndu að lynda við aðra eins og mögulegt er, án þess samt að láta þinn hlut. Mæltu fram sannleikann af hógværð og berleika og hlustaðu á aðra, jafnvel þá daufu og fávísu, einnig þeir hafa sitthvað til málanna að leggja. Forðastu háværa og freka, þeir eru bara til ama. • Ekki bera þig saman við aðra, þú verður engu bættari, því sumir eru ofjarlar þínir og aðrir svo aftur minni. Gakktu ótrauð(ur) að hverju verki. Leggðu alúð við starf þitt, hversu létt-

ÞJÓNUS JÓN NUS USTUVERKSTÆÐI ARCTIC RCTIC TRUCK U S

AL ALLAR ALLA LLA ALMENNAR MENNAR ENNAR E R BÍLA AVIÐG VIÐGERÐIR ERÐIR RÐ ÐIR IR · Bilanagr greiningar eininga

· Bremsuviðgerðir

· Hrrað aðþjónus ó ta a

· Almennar A nna viðger ðg ðger ge ðir

· Þjónus nu tueftirlit

· Smurþjónusta

· Véla Vélaviðger vi ðirr

· Smærri Sm r viðger ðger erðir ðir

A ctic Trucks Ísland ehf Ar f Kletthálsi 3 110 R Reykjavík ík 540 4900 bokanir@ar arctictruck ks.is

arctictr c uck cks.is

auktu þér ekki áhyggjur að ástæðulausu. Margur óttinn stafar af þreytu og einmanaleika. • Agaðu sjálfa(n) þig, á heilbrigðan máta. Eins og trén og stjörnurnar ertu barn þessarar veraldar, og átt rétt á að dvelja hér. Og hafirðu ekki vitað það áður, munu tækifærin bjóðast þér eins og öðrum. • Vertu því sátt(ur) við Guð, hvernig sem þú annars upplifir Guð eða skynjar. Og hver sem iðja þín er og væntingar, í ys og þys hvunndagsins, skaltu ávallt rækta, hlúa að og varðveita eirðina í sál þinni. • Þótt ýmislegt megi vissulega betur fara, er þetta samt yndisleg tilvera. Vertu glaðvær og leitaðu hamingjunnar.“ Mínar bestu kveðjur til þín og gangi þér vel.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/03/21 11:24 Page 21

) . 8

J%4 ); &?41,1 6B.,)B4, 6,/ %H .20% 4(*/7/(*% )4%0 2* ?H/%56 70 /(,H !>05671',4 64@D (4 1I4 !(.,H /@&&74,11 8(4H74 %//% K4,H-7'%*% ./ J>4%

1 7

= +@51BH, #=.745.>/%

-?4* @65.4,)%H,56 = +%756 0(H = 5;/)4BH, (1 +()74 J>4% -?4* (4 4(915/7&2/6, K(*%4 .(0 J; /B4H, +@1 5?1* 2* .(336, = 5%0.8B0,5'?1570 70

;

/

!>05671',4

F 6>05671'%56%4), .,4.-711%4 $),45.4,)6,1 = ?//7 &%41% 2* B5 =) = .B4/(,.%D 2* +/768(4. 56%4)5,15 %H 8(4% @64<66

) . +

8BH, 0,//, 0,H&B-%4,15 2* ?437 8%4 @

671',41%4 (,1.(11%56 %) /<664, 6>1/,56 733 64@D 8(4H74 0(H 5.(006,/(*% 733;.207 = 1B56%

6(/37.8?/' &4(96(1'%+>374 ; 1(H4, +BH .

i m r o f ð u a r b Ís í

,&

"

#

e k a Sh

(

&


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/03/21 11:14 Page 22

22

GV

Fréttir

Falleg 3ja herbergja og stæði í bílageymslu - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11 Fasteignamiðlun Grafarvogs sími: 575-8585 kynnir til sölu Flétturimi 6 íbúð 301. Um er að ræða virkilega fallega 5 herbergja íbúð, hannaða af Einar V. Tryggvasyni arkitekt. Eignin er skráð alls 157,5 fm og þar af er stæði í bílageymslu skráð 41.7 fm.

þaðan er fjölskyldusvæðið sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi með glænýju parket gólfum og nýlegri eldhúsinnréttingu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er baðkar og sturtuklefi og innrétting með ljósum við.

Íbúðin er á 3. og efstu hæð. Fjögur svefnherbergi. Stórt og bjart eldhús með nýlegri hvítri innréttingu opið að stofu. Nýtt parket á gólfum.

Svefnherbergi 1 og 2 eru með parket á gólfi og glugga til suðurs. Svefnherbergi 3 og 4 eru með á parket gólfi og glugga til austurs Fjölskyldusvæðið er einstaklega bjart og opin til borðstofu og svalir til suðurs, stofurnar eru með eikargólfi og glugga til Vesturs. Eldhús, opið við borðstofu og stofu, stórt, með nýju parketgólfi og með hvítum innréttingum með flísum á milli skápa og innbyggðri uppþvottavél og 2 ofnum

Lýsing eignar: Komið er í gang með náttúruflísum (Slate) og þaðan í gang sem tengir öll herbergi íbúðarinnar, fyrst til vinstri eru þrjú svefnherbergi beint á móti baðherbergi og fjórða svefnherbergið hægra megin við baðherbergið, næst er þvottaherbergi og

og ísskáp í stíl. Staðsetning eignarinnar er virkilega góð í miðjum Grafarvogi svo göngufært er í skóla, leikskóla, verslanir og aðra þjónustu. Hafið samband við Ólaf á olafur@fmg.is í síma 786-1414 til að bóka skoðun. Þeir sem leita að eignum í Grafarvogi og Grafarholti leita til okkar á Fasteignamiðlun Grafarvogs, sími 575-8585. Ekki hika við að hafa samband og fáðu sölumat þér að kostnaðarlausu. Við erum staðsett í Spönginni, hægra megin við hliðina á Bónus. https://www.facebook.com/fmg.is/ https://www.fmg.is

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf.

Fjölskyldusvæðið er sérlega glæsilegt.

Eldhúsið er glæsilegt í alla staði.

Stofan er björt og rúmgóð.

Sigrún Stella Árni Steinsson rekstrar- Ólafur KristjánsEinarsdóttir hagfræðingur. M.Sc. son löggiltur fastH^\g c HiZaaV löggiltur fasteignasali löggiltur fasteigna- og eigna- og skipasali :^cVghY ii^g skipasali s. 898 3459 s. 786-1414

A \\^aijg [VhiZ^\cVhVa^

He c\^c (,! '# ]¨Â# &&' GZn`_Vk ` Spöngin 11 - 112 Reykjavík H b^ *,* -*-*# ;Vm *,* -*-+ Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst Sigurður Nathan Jóhannesson löggiltur fasteigna- og skipasali s. 868-4687

Jón Einar Sverrisson löggiltur fasteigna og skipasali s: 862-6951

SMIÐJUVELLIR - ATVINNUHÚSNÆÐI Smiðjuvellir 16 Akranesi, 774.2 fm stálgrindahús klætt með yl-einingum. Mjög vel innréttað og í alla staði fullbúið hús byggt árið 2007. Góður fjárfestingakostur. Nánari upplýsingar veitir Árni í síma 5758585 og 898-3459

H b^ *,* -*-*

Óskum Grafarvogsbúum gleðilegra páska

LAMBHAGAVEGUR - LEIGA Glæsilegt nýtt atvinnuhús fyrir verslanir, skrifstofur og lager á 3.hæðum. Iðnaðar/lagerhúsnæði eru með góðri lofthæð og tveimur stórum innkeyrsluhurðum. Nánari upplýsingar veitir Árni í síma 898-3459 og 575-8585

KRÓKHÁLS - ATVINNUHÚSNÆÐI 421.7 fm húsnæði. Hátt til lofts og tvær stórar hurðir. Húsnæðið er í góðu standi og hentugt fyrir málmvinnslu, smíðar og annarskonar rekstur. Áhugaverður fjárfestingakostur. Nánari uppl. veitir Ólafur í síma 575-8585 og 786-1414

BÍLÁS - BÍLASALA AKRANESS EHF Fyrirtækið er í fullum rekstri í mjög björtu og vel staðsettu húsnæði við Smiðjuvelli. Upplýsingar um rekstur bílasölunnar þe. rekstarniðurstöður, veltutölur, og fl. fást hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs, Árni í síma 575-8585 og 898-3459

]Xjk\`^eXjXc Xe el _m\i]`

ÁLFTAMÝRI - 4ra HERB. BÍLSKÚR Mjög falleg og björt íbúð á 3. og efstu hæð með miklu útsýni. Parket og flísar á gólfum. Þrjú svefnherbergi. Suður svalir. Íbúðin er 100,3 fm, geymsla 5,9 fm og bílskúr 20,9 fm. Alls 127,1 fm. Blokkin hefur verið mikið endurnýjuð.

lll#[b\#^h


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/03/21 11:29 Page 23

Kirkjufréttir Guðsþjónustur: Í Grafarvogskirkju er Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11:00 nema á meðan á ferrmingum stendur. Prestar safnaðarins þjóna. Kór Grafarvogskirkju og aðrir kórar kirkjunnar leiða söng. Organisti er Hákon Leifsson. Selmessur: Selmessurnar eru alla sunnudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Prestar safnaðarins þjóna, Vox Populi leiðir söng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli: Sunnudagaskóli er alla sunnudaga á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Brúðuleikhús, söngvar, sögur og skemmtilegir límmiðar. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir auk presta safnaðarins. Undirleikari er Stefán Birkisson. Fermingar: Fermingar hefjast laugardaginn 27. mars og verða sem hér segir: 27. mars kl. 10:30 og kl. 12:00 28. mars kl. 10:30, kl. 12:00 og kl. 13:30 1. apríl kl. 10:30, kl. 12:00 og kl. 13:30 11. apríl kl. 10:30, kl. 12:00 og kl. 13:30 18. apríl kl. 10:30 og kl. 13:30 20. júní kl. 10:30 og 13:30 Selmessur verða í Kirkjuselinu alla sunnudaga kl. 13:00 meðan á fermingum stendur. Páskadagskrá: Skírdagur: Kvöldmáltíð í kirkjunni kl. 20:00. Við deilum máltíð til minningar um síðustu kvöldmáltíð krists. Í lok stundar verður allt borið út af altarinu, ljósin slökkt og við göngum út í nóttina. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og Hilmar Örn Agnarsson er organisti. Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Sigurður Grétar Helgasson prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur og organisti er Hákon Leifsson. Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar kl. 13:00 – 18:00. Félagar úr Gídeon lesa. Leikin verður tónlist og organisti er Hákon Leifsson. Laugardagur: Páskavaka kl. 23:00 í Grafarvogskirkju. Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson. Organisti: Hilmar Örn Agnarsson. Páskavakan er Guðsþjónustan þar sem ljósið er borið inn í kirkjuna á táknrænan hátt og útdeilt til kirkjugesta, þeim til blessunar og helgunar. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju að morgni páskadags kl. 08:00. Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 10:30. Upprisuhátíð í Kirkjuselinu kl. 13:00. Kyrrðarstundir: Kyrrðarstundir eru í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Stundin er opin öllum. Boðið er upp á léttan hádegisverð að kyrrðarstund lokinni gegn vægu gjaldi. Eldri borgarar: Opið hús fyrir eldri borgara alla þriðjudaga frá kl. 13:00 – 15:30. Í upphafi er söngstund inni í kirkjunni. Boðið er uppá handavinnu, spil og spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum. Barna- og unglingastarf: Fjölbreytt og skemmtilegt barna- og unglingastarf er í Grafarvogssöfnuði. Eftirfarandi er í boði: 6 – 9 ára starf á neðri hæð kirkjunnar á mánudögum kl. 16:00 – 17:00. 7 - 11 ára starf í Kirkjuselinu í Spöng á fimmtudögum kl. 16:00 – 17:00. 10 – 12 ára starf á neðri hæð kirkjunnar á mánudögum kl. 17:30 – 18:30. Æskulýðsfélag (8. – 10. bekkur) á neðri hæð kirkjunnar á þriðjudögum kl. 20:00 – 21:30. Ævintýranámskeið í sumar Ævintýranámskeið fyrir börn verða í boði í sumar eins og fyrri sumur. Nánari tilhögun námskeiðanna og dagsetningar verður auglýst síðar en velkomið er að hafa samband við æskulýðsfulltrúá kirkjunnar í netfangið asta@grafarvogskirkja.is Djúpslökun: Á fimmtudögum er boðið upp á djúpslökun á neðri hæð Grafarvogskirkju kl. 17:00 -18:00. Jarþrúður Karlsdóttir jógakennari hefur umsjón með djúpslökununni og þátttaka kostar ekkert. Velkomið er að koma með eigin dýnu en það er ekki nauðsynlegt. Prjónaklúbbur: Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirkju er annan hvern fimmtudag. Hann er opin öllum og er hugsaður fyrir þau sem langar til að hittast í góðum félagsskap, spjalla yfir og um handavinnu, fá ráð og aðstoð ásamt því að deila handavinnuupplýsingum. Hópurinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komin.

Prestar safnaðarins Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Grétar Halldór Gunnarsson prestur gretar@grafarvogskirkja.is Sími: 587 9070 Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is Likesíða á facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 15/03/21 18:34 Page 24

BÓNUS RÉTTUR MÁNAÐARINS Í MARS

1.298 kr./pakkinn Bónus Hakkbollur 1,2 kg. - verð áður 1.398 kr.

það munar um minna Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:00 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 11:00-18:00 Smáratorg, Skeifan og Langholt: Mán-Lau; 10:00-19:00 • Sun; 11:00-18:00 – Verð gildir til og með 31. mars eða meðan birgðir endast.