Page 1

GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 14:04 Page 1

Graf­ar­vogs­blað­ið 5. tbl. 29. árg. 2018 - maí

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Ódýri ísinn

FFrá rá kl.

111-16 1-16

Hádegistilboð Há ádegistilboð LÍTIL PIZZA af matseðli og 0,33 cl gos

1.000 KR.

MIÐSTÆRÐ MIÐST TÆRÐ af matseðli og 0,33 cl gos

1.500 KR.

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir

Öflugt skáklíf í Fjölni

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Það er alltaf þéttsetinn bekkurinn þegar Skákdeild Fjölnis efnir til skákmóta meðal grunnskólabarna. Í blaðinu segjum við frá öflugu vetrarstarfi skákdeildar Fjölnis sem er nýlokið. Sjá nánar bls. 6

Frábærar snyrtivörur frá Coastal Scents

bfo.is b fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

]X j k \ ` ^ eX $ j X c X e ˆ  ˆ e l _ m \ i] ` Spöngin 11

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

HeŽc\^c(,!'#]¨Â &&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-* ;Vm*,*-*-+

lll#[b\#^h

SMIÐJUVEGI 22 ((GRÆN GRÆN GATA) GA AT TA) · 200 KÓP KÓPAVOGI AVOGI · SÍMI: 567 7360

Bílamálun - Tjónaskoðun - Bílaréttingar

Bílastjarnan í 30 ár - Hafið samband í síma 567-8686


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/18 22:47 Page 2

2

GV

Fréttir Vigdís Hauksdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík:

Hlutirnir hreyfast ekki í logni – X-M fyrir Grafarvog Borgarstjórnarkosningar eru handan við hornið og þá er gott að rifja upp að allt sem gert hefur verið fyrir Grafarvog á yfirstandandi kjörtímabili hefur ekki verið barist fyrir af borgarfulltrúum þeirra sem stýra borginni heldur Grafarvogsbúum sjálfum. Hlutirnir hreyfast ekki í logni og það þarf að hafa getu, þor og kraft til að láta hlutina gerast þegar inn í borgarstjórn er komið. Förum yfir það sem náðst hefur í gegn í Grafarvogi fyrir tilstilli Trausta Harðarsonar sem skipar 7. sætið á lista Miðflokksins. Stærsta og mikilvægasta verkefnið var að ná í gegn byggingu á nýju tvöföldu íþróttahúsi sem nú rís við Egilshöll fyrir boltaíþróttir Fjölnis og Borgarholtsskóla. Þessi bygging byggði sig ekki sjálf og það voru ekki borgarfulltrúar Reykjavíkur sem keyrðu málið áfram fyrir hönd Grafarvogsbúa heldur íbúanir sjálfir og þar í fararbroddi var Trausti. Þegar ég var formaður fjárlaganefndar boðaði hann mig á fund og kynnti verkefnið fyrir mér ásamt öðrum áhrifamönnum frá ríkinu. Trausti tók málið upp á tugi funda, íþrótta-og tómstundaráða, hverfisráðs Grafarvogs sem og á borgarstjórnarfundum. Eins og Grafarvogsbúum er kunnugt um hefur Trausti setið sem varaborgarfulltrúi þess stjórnmálaflokks sem við bæði tilheyrðum áður. Á næstu vikum opnar ný og glæsileg 23 metra löng vatnsrennibraut við Grafarvogssundlaug en hún var valin vinsælasta hugmynd fyrr og síðar í kosn-

ingunni Betra hverfi. Hún byggði sig ekki sjálf og fékk ekki einu sinni að fara í íbúakosningu fyrr en íbúarnir sjálfir tóku til sinna ráða. Mikil andstaða var frá borgarfulltrúum meirihlutans og embættismönnum borgarinnar. Eins og áður var meðframbjóðandinn minn Trausti Harðarson sem leiddi lausn á þessu verkefni. Hann leitaði sjálfur eftir tilboðum í verkið, mældi fyrir staðsetningum og lét hanna mannvirkið en á sama tíma þurfti hann að berjast við aðila innan borgarkerfisins sem voru mótfallnir hugmyndinni. Sama á við um nýja og glæsilega barnavaðlaug sem bæta á við sundlaugarsvæðið í beinu framhaldi af framkvæmdum á vatnsrennibrautinni og um samræmdan opnunartíma sundlaugar Grafarvogs við aðrar hverfissundlaugar Reykjavíkurborgar. Nú er opið alla daga til kl. 22:00 og náðist það í gegn eftir undirskriftarsöfnun hundruða Grafarvogsbúa. Hér hef ég í örfáum orðum lýst því hvernig elja og samstaða Grafarvogsbúa hefur skilað sér inn í hverfið. Fleiri verkefni hafa verið á dagskrá eins og yfirbyggð áhorfendastúka við knattspyrnuvöll Fjölnis og fleira og fleira. Sama dag og tilkynnt var í fjölmiðlum að núverandi borgarstjórnarmeirihluti ætlaði að hefja framkvæmdir á Borgarlínunni fyrir 70 milljarða að lágmarki sendi sami borgarstjórnarmeirihluti tilkynningu til Hverfisráðs Grafarvogs að leið 6 yrði stytt og að íbúar Korpúlfsstaðarhverfishluta Grafarvogs yrðu framvegis að taka strætó með Mosfellsbæ og að leið 6 myndi ekki fara að

X-M

,,Framboð Miðflokksins í Reykjavík er framboð fyrir fjölskyldunar í úthverfunum. Við ætlum að bæta gatnakerfið og stytta ferðatímann fyrir fjölskyldubílinn, margfalda húsnæði fyrir fjölskyldur í úthverfum borgarinnar og eitt mikilvægasta málið okkar er að tvöfalda Frístundakortið þannig að öll börn geti æft eina íþrótt gjaldfjálst,” segir Vigdís Hauksdóttir. Egilshöll. Grafarvogsbúar mótmæltu af krafti og náðu sínu fram fyrir hverfið með einni undantekningu, því ekki náðist að sannfæra meirihlutann í borginni um að íbúar Korpúlfsstaða væru hluti af Grafarvogi eða Reykjavík yfir höfuð. Ég er meðvituð um eftir samtal við Grafarvogsbúa að skólalóðir þarf að laga og endurgera. Sumstaðar vantar leiktæki á skólalóðir og t.d. átti Húsaskóli að fá heildaruppfærslu á lóðinni s.l. ár en nú hafa þau skilaboð borist úr Ráðhúsinu að verkið verði unnið á nokkrum árum en verði ekki lokið 2017 eins og lofað var. Mönnunarvandamál við leiksskólana í Grafarvogi má rekja m.a. til þeirra ákvörðunar að sameina þrjá leikskóla í einn og setja/láta einn skólastjóra yfir þá alla. Erfitt er fyrir skólastjórann að vera til staðar fyrir starfsfólk og foreldra sem gerir leikskólann minna aðlaðandi sem vinnustaði fyrir lærða leiksskólakennara

sem og annað starfsfólk. Heitur matur fyrir eldriborgara í Eirborg um helgar var lagður niður af núverandi borgarstjórnarmeirihluta og máttu eldri borgarar fara niður á Vitatorg í 101 Reykjavík ef þeir vildu borða um helgar. Framboð Miðflokksins í Reykjavík er framboð fyrir fjölskyldunar í úthverfunum. Við ætlum að bæta gatnakerfið og stytta ferðatímann fyrir fjölskyldubílinn, margfalda húsnæði fyrir fjölskyldur í úthverfum borgarinnar og eitt mikilvægasta málið okkar er að tvöfalda Frístundakortið þannig að öll börn geti æft eina íþrótt gjaldfjálst. Við ætlum að fjölga kennslustundum í verk-, tækniog listgreinum í grunnskólunum og stórefla Vinnuskóla fyrir 13-18 ára með auknu starfsvali.

hverfi borgarinnar. Þeir sem búa í efri byggðum Reykjavíkur eru um 60.000 eða um helmingur borgarbúa. Við höfum sótt í að fá fólk með í framboðið sem þorir, kann og getur hreyft við hlutunum fyrir úthverfin. Hlutirnir hreyfast ekki í logni! X-M á kjördag. Það er gjörsamlega ólíðandi að þeir sem búa í efri byggðum Reykjavíkur um 60 þúsund íbúar, eða helmingur borgarbúa þurfi að berjast með kjafti og klóm til að fá eitthvað gert í sínum hverfum. Íbúar Grafarvogs og annara úthverfa Reykjavíkur hafa möguleika á því í komandi borgarstjórnarkosningum að kjósa sína fulltrúa og þá sem berjast fyrir þeirra hverfum kjósi þeir Miðflokkinn.

Við viljum forgangsraða fjármunum borgarinnar í grunnþjónustu fyrir öll

Fyrir blómstrandi borg


Árbæ 9. tbl. okt._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/18 15:33 Page 13

Vigdís Hauksdóttir 1. sæti

Baldur Borgþórsson 2. sæti

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson 3. sæti

Sólveig Bjarney Daníelsdóttir 4. sæti

X-M FYRIR BLÓMSTRANDI BORG :

MIÐFLOKKURINN ÆTLAR AÐ Forgangsraða fjármagni borgarinnar í grunnþjónustu.

Margfalda húsnæði fyrir fjölskyldur og ungt fólk í úthverfum borgarinnar. Bjóða upp á gjaldfrjálsan mat í grunnskólum borgarinnar. Skipuleggja nýtt svæði fyrir þjóðarsjúkrahús að Keldum. Standa vörð um að flugvöllurinn verði áfram hjarta allra landsmanna í höfuðborginni. Bæta gatnakerfið og stytta ferðatímann fyrir fjölskyldubílinn. Bjóða upp á gjaldfrjálsan Strætó fyrir þá sem eiga lögheimili í Reykjavík. Tvöfalda upphæð Frístundakortsins úr 50.000 kr í 100.000 kr. Fjölga kennslustundum í verk-, tækni-, og listgreinum grunnskóla. Stórefla Vinnuskóla fyrir 13 til 18 ára með auknu starfsvali.


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 16:10 Page 4

4

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Kjósum úthverfafólkið Nú styttist óðum í að fram fari kosningar til borgarstjórnar og einungis tæpar þrjár vikur til stefnu. Eins og alltaf í kosningum skiptir máli að fólk fari á kjörstað og greiði atkvæði en láti ekki aðra um að ákveða hlutina fyrir sig. Þetta er lýðræðislegur réttur fólks og líklega sá sem mestu máli skiptir. Það er líka lýðræðið uppmálað að fólk komi saman og stofni til framboðs. Nú verður sett met í fjölda framboða þegar listar 16 framboða verða í boði. Það er ljóst að það munu mörg atkvæði falla dauð í þessum kosningum og margir listar verða langt frá því að ná fulltrúa í borgarstjórn. Það er því mikilvægt fyrir kjósendur að hugsa vel sinn gang og verja sínu atkvæði stað þar sem það getur komið að gagni. Enn og aftur fá íbúar í úthverfum Reykjavíkur tækifæri til að kjósa sitt fólk á ýmsum listum en alls ekki mörgum. Sumir listanna eru reyndar þannig skipaðir að fólk sem býr í úthverfunum er mjög aftarlega á merinni og á í raun enga möguleika og fékk engan stuðning þegar raðað var á umrædda lista. Ég vil nota tækifærið og skora á íbúa í úthverfunum að kynna sér fyrir hvað fólkið stendur á framboðslistum flokkanna sem eiga raunhæfa möguleika á að ná inn fulltrúa eða fulltrúum í borgarstjórn. Kynna sér hvar þetta fólk býr og fyrir hvað það stendur. Ef kjósendur í úthverfunum kjósa sitt heimafólk er framtíð úthverfanna björt. Að öðrum kosti munu úthverfin áfram búa við þröngan kost og alls ekki sitja við sama borð og aðrir eins og dæmin og undanfarin ár sanna. Í 25 ár hefur sá er þetta skrifar orðið vitni að því hvernig úthverfin hafa liðið fyrir það að eiga ekki nægilega marga fulltrúa í stjórn borgarinnar. Þar hefur raðast inn liðið í 101 sem má ekki heyra minnst á úthverfi og skilur engan veginn fólk sem kýs að búa ekki inn á gafli hjá öðru fólki, fólk sem kýs að hjóla ekki í vinnuna og fólk sem kýs að leita frekar um stuttan veg í útivistarsvæði utan úthverfanna en í ómenninguna, óþrifn-aðinn og mengunina sem vex og dafnar í mesta þéttbýlinu sem aldrei fyr. Íbúar í úthverfum; kjósið ykkar fólk. Fólk sem býr í úthverfunum mun vinna fyrir úthverfin komist það í borgarstjórn. Stef­án­Krist­jáns­son,­rit­stjóri­Graf­ar­vogs­blaðs­ins

gv@skrautas.is

Bréf til Grafarvogsbúa - eftir Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Kæru Grafarvogsbúar. Allt of oft þurfum við að bíða í umferðarteppu. Sífellt lengri tíma er varið í tafir í umferðinni. Vinnuvikan lengist sem þessu nemur. Allt tal um að verið sé að leysa málin hefur á síðustu fjórum árum verið algerlega marklaust. Milljarðar hafa farið í að bæta Strætó en þeir fjármunir hafa því miður ekki leyst málin. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar fyrir kosningarnar í vor viljum taka fast á þessum vanda. Við setjum okkur markmið um að stytta meðal ferðatíma um 20% og vinna þannig til baka þær tafir sem hafa myndast á síðustu fjórum árum. Við lítum til Evrópskra borga eins og Lundúna þar sem tekist hefur að bæta stórfelldan samgönguvanda með skynsamlegum lausnum. Við viljum fækka ljósastýrðum gatnamótum og leyfa þeim sem fara í samfloti (e. carpooling) að fljóta með á forgangsakreinum. Við vilj-

Eyþór Arnalds skipar fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. um búa til útskot, bæta leiðakerfið og

fjölga hraðferðum Strætó. Þessar og margar aðrar aðgerðir, sem við ætlum að fara í strax að loknum kosningum, munu stórbæta umferðina. Til lengri tíma litið munum við fjölga atvinnutækifærum í austurborginni og létta þannig enn frekar á umferðinni. Í þessu samhengi horfum við til dæmis á Keldur, þar sem við viljum leyfa fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp. Þar myndi staðsetning sjúkrahúss sóma sér vel í framtíðinni. Þá er jafnframt nægt rými þar til að byggja hagstætt íbúðarhúsnæði. Með þessum aðgerðum munum við ná jafnvægi í umferðarmálunum og sömuleiðis bæta úr skorti á húsnæði sem hefur valdið því að margir hafa þurft að flytja burt. Við bjóðum fram raunhæfar lausnir og erum reiðubúin að framkvæma þær strax ef við fáum stuðning ykkar í kosningunum hinn 26. maí nk. Baráttukveðjur, Eyþór Arnalds.

Loftmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk - eftir Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa

Svifryksmengun í Reykjavík er orðin að heilsuspillandi vandamáli og mælist allt of oft yfir viðmiðunarmörkum. Oftar en ekki sér heilbrigðiseftirlitið sig knúið til að vara borgarbúa við of mikilli loftmengun og þeir sem eru viðkvæmir í lungum eða með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt að halda sig innan dyra. Þá verða leikskólar sem staðsettir eru í nágrenni við stofnbrautir að halda börnum æ oftar inni vegna svikryksmengunarinnar.

lengi borgaryfirvöld hafa skellt skollaeyrum við ábendingum fræðimanna og látið reka á reiðanum að fara í aðgerðir í þeirri viðleitni að bæta loftgæði. Við sjálfstæðismenn höfum margítrekað lagt fram tillögur þess efnis að brugðist verði hratt og örugglega við til að bæta loftgæðin í borginni. Nú síðast var slík tillaga felld á borgarstjórnarfundi í byrjun desember á síðasta ári.

Á síðasta ári kom hingað til lands bandarískur sérfræðingur að nafni Larry G. Anderson, til að meta aðstæður. Hann bar saman gögn um loftgæði í Reykjavík sem Orkuveitan og Orkustofnun hafa verið að mæla við samsvarandi gögn frá Bandaríkjunum. Skemmst er frá því að segja að niðurstöðurnar voru sláandi því svifryksmengunin í Reykjavík er mun meiri en í stórri iðnaðarborg í Bandaríkjunum. Þá kemur einnig fram í fyrstu vísbendingum í meistararitgerð Bergljótar Hjartardóttur í umhverfisverkfræði við HÍ að sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í Rotterdam og Helsinki. Það er ótrúlegt og óábyrgt hversu

KÆRU GRAFARVOGSBÚAR

Ástandið er orðið grafalvarlegt og farið að bitna á lífsgæðum borgarbúa, auk þess sem talið er að rekja megi allt að 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Við þessu verður að bregðast hratt og örugglega. Við verðum jafnframt að taka ábendingum fræðimanna alvarlega og tryggja að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Við sjálfstæðismenn ætlum að fara í aðgerðir strax til að ráðast á vandann með því að þrífa borgina oftar, þvo göturnar reglulega og auka umferðarflæði til að draga úr loftmengun bíla sem standa í lausagangi í umferðarteppum. Mengunarvaldur ökutækja felst fyrst og fremst í hröðun þeirra þ.e. breytingu á hraða, Staðreyndin er sú að ökutæki menga miklu meira ef þau eru stöðugt að hægja á sér, bremsa og stoppa og taka síðan aftur af stað og auka hraðann, heldur en ökutæki sem aka á jöfnum hraða. Umferðarflæði er því einn meginþáttur í því að draga umtalsvert úr svifryksmengun. Borgaryfirvöldum ber að setja heilsu og lífsgæði borgarbúa í öndvegi.

Marta Guðjónsdóttir.

Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Við bjóðum ykkur: Frítt söluverðmat · Fagljósmyndun Vönduð og fagleg vinnubrögð Við erum Grafarvogsbúar, fögnum nýjum viðskiptavinum úr okkar hverfi.

Linda Björk Ingvadóttir

Hólmar Björn Sigþórsson

Knútur Bjarnason

Í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala

Í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala

Löggiltur fasteigna-, fyrirtækjaog skipasala

868 7048 893 3276 775 5800 Linda@helgafellfasteignasala.is

Holmar@helgafellfasteignasala.is

Knutur@helgafellfasteignasala.is

Helgafell fasteignasala · Stórhöfða 33 · 110 ReykjavíkS. 566 0000 · www.helgafellfasteignasala.is


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 02/05/18 17:30 Page 5

5

GV

Fréttir

„Við sem búum í þessu frábæra samfélagi, sem Grafarvogurinn er, upplifum oft á tíðum mikið afskiptaleysi þeirra sem fara með völd í borginni. Grafarvogsbúar eru góðir útsvarsgreiðendur og þar með stór tekjustofn hjá Reykjavíkurborg en þegar kemur að málefnum hverfisins þá er þeim oft á tíðum ekki mætt með neinum skilningi,” segir Valgerður Sigurðardóttir.

Íhugaði að hætta við þegar eiginmaðurinn veiktist - Grafarvogsbúinn Valgerður Sigurðardóttir skipar 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir skipar 3. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún er fædd og uppalinn á Höfn í Hornafirði. Valgerður er búsett í Grafarvogi og hefur búið þar síðastliðin 14 ár. Hún er gift Steini Sigurðssyni og eiga þau saman þrjú börn, son og tvær dætur. Valgerður hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Teris, Íslandsbanka og starfar núna hjá Kóða ehf. Hún stundaði nám við mann- og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Valgerður hefur látið sig málefni Grafarvogs varða og hefur starfað mikið fyrir íþróttafélagið Fjölni ásamt því að taka þátt í foreldrastarfi fyrir skólana. Valgerður hefur fest rætur í Grafarvogi en hún segir hvergi betra að vera. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur til að fara í Háskólann, hef ég búið víða á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars hef ég búið í Mosfellsbæ, Vesturbænum og Breiðholtinu en það var ekki fyrr en ég flutti í Grafarvoginn fyrir 14 árum að mér fannst ég vera komin heim. Nándin við náttúruna er mikil og samfélagið mjög samheldið. Það er eitthvað við Grafarvoginn, þrátt fyrir að vera eitt stærsta hverfið í Reykjavík, sem er svo einstakt. Það að geta sótt, svo að segja, alla þjónustu innan hverfisins, labbað í bíó, niður í fjöru, út að borða eða í berjamó er virkilega góð tilfinning.“ Óvænt ánægja Valgerður kveðst alla tíð hafa haft áhuga á stjórnmálum. „Frá því ég var lítil stelpa hef ég haft áhuga á stjórnmálum en afi minn heitinn ræddi mikið við okkur fjölskylduna um stjórnmál. Hann var einn harðasti sjálfstæðismaður sem ég hef komist í kynni við,“ segir Valgerður hlæjandi og bætir við að hún hafi snemma áttað sig á því að peningar yxu ekki á trjánum og að fólk þyrfti að hafa atvinnu til að hafa ofan í sig og á. „Ég áttaði mig fljótlega á því að það er fólkið sjálft sem skapar og ýtir undir blómlegt atvinnulíf. Hugmyndaauðgi landsmanna er hverju samfélagi afar dýrmæt en hún ýtir undir atvinnusköpun. Við sjáum bara hvað er gerast í nýsköpunargeiranum hér á landi, hann skilar ótrúlegum verðmætum til samfélagsins, bæði tæknigeirinn og aðrir geirar. Og af því að ég kem frá litlu sjávarplássi úti á landi þá verð ég að fá að bæta því við að ég hef ótrúlega gaman af hugmyndafræði eins og er á bakvið Sjávarklasann úti á Granda. Þar vinna lítil og stór fyrirtæki saman við að auka verðmæti sjávarafurða á Íslandi. Það er þessi hugsun sem gerir mig að

sjálfstæðismanni, þ.e.a.s. frelsi til athafna.“ Aðspurð að því hvernig það atvikaðist að hún sé í einu af efstu sætunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík segist hún hafa unnið mikið í þágu Fjölnis og skólanna sem börnin hennar hafi gengið í, en þannig hafi áhuginn kviknað á að láta til sín taka. „Mig hefur alltaf langað til að hafa áhrif á nærumhverfi mitt en það er svo margt sem betur má fara. Ég sá að Sjálfstæðisflokkurinn var að auglýsa eftir fólki á lista og þar sem ég er mikil sjálfstæðiskona ákvað ég að gerast svo djörf að standa upp úr sófanum, hætta að tuða heima hjá mér og gefa kost á mér á lista. Þetta gerði ég án þess að hafa bakland í flokknum. Það var því óvænt ánægja að fá símtal frá kjörnefnd þar sem ég var boðuð á fund og niðurstaðan var sú að ég var sett í þriðja sætið. Ég bjóst einhvern veginn aldrei við því en var auðvitað himinlifandi með það traust sem mér var sýnt.“ Var vart hugað líf Um það leyti sem Valgerður tók sæti á lista veiktist eiginmaður hennar skyndilega. „Þannig var að daginn eftir að hafa fengið símtalið þá veikist eiginmaður minn alvarlega. Honum var vart hugað líf. Þetta varð auðvitað til þess að ég þurfti að endurskoða ákvörðun mína. Á tímabili hugsaði ég um að hætta við þegar ég sat uppi á gjörgæslu með Steini þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Mér leið hræðilega enda framtíð okkar í uppnámi. Ég grét mikið og hugsaði margt. Lífið er stundum svo skrýtið,“ segir Valgerður og bætir því við að hún hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í kringum borgarstjórnarflokkinn. „Ég fann fyrir miklum hlýhug og stuðningi frá fólkinu í kringum borgarstjórnarflokkinn. Og mér var tjáð að þar sem þetta væri verkefni til fjögurra ára þá fengi ég allt það svigrúm til að sinna okkar málum sem ég þyrfti,“ segir hún. Valgerður segir að þetta hafi farið betur en á horfðist í fyrstu en í dag er Steinn á batavegi þótt hann glími enn við eftirköstin af veikindum. „Það var mikill léttir þegar læknarnir tjáðu okkur að hann myndi ná sér að fullu og yrði vonandi vinnufær í haust.“ Íbúar geta ekki verið úti á góðviðrisdögum vegna ólyktar Aðspurð hverju Valgerður vilji breyta í Grafarvogi, kveðst hún orðin þreytt á afskiptaleysi núverandi meirihluta. „Við

Á góðri stundu með fjölskyldunni í Grafarvoginum. sem búum í þessu frábæra samfélagi, sem Grafarvogurinn er, upplifum oft á tíðum mikið afskiptaleysi þeirra sem fara með völd í borginni. Grafarvogsbúar eru góðir útsvarsgreiðendur og þar með stór tekjustofn hjá Reykjavíkurborg en þegar kemur að málefnum hverfisins þá er þeim oft á tíðum ekki mætt með neinum skilningi. Þannig hafa stundum sprottið upp hug-

myndir frá íbúum um að Grafarvogur verði sér sveitarfélag. Grafarvogurinn er eitt stærsta hverfið í Reykjavík og ef hverfið á að vera áfram hluti af Reykjavík, verða borgaryfirvöld að horfast í augu við þessa staðreynd. Reykjavíkurborg verður að gera öllum hverfishlutum borgarinnar jafn hátt undir höfði. Annað verður ekki tekið í mál,“ segir hún.

„Í þessu samhengi má nefna að íbúar geta ekki verið úti á góðviðrisdögum vegna ólyktar sem er auðvitað ekki boðlegt. Þá má nefna að hér er sorp fjúkandi út um allt, gras er ekki slegið og skólalóðir illa hirtar og vanbúnar leiktækjum. Jafnframt verð ég að koma inn á að Grafavogsbúar eyða mörgum vinnudögum á ári fastir í bílaumferð. Þessu verður að breyta og þessu ætlum við að breyta,“ segir Valgerður. Að endingu kveðst Valgerður vilja stuðla að uppbyggingu í Keldum. „Jafnframt vil ég beita mér í þágu eldri borgara en fólkið í hverfinu er að eldast, við verðum að sjá til þess að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og það óskar. Þá verðum við að efla Strætó með því að bæta leiðakerfið og auka tíðni ferða. Ég heyri það á samtölum mínum við íbúa að þeir upplifi eins og þeir hafi ekki val um að nýta sér almenningssamgöngur. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi en þessu ætlum við að breyta og ég get lofað kjósendum því að ég mun hvergi gefa eftir þegar kemur að því að gæta jafnræðis milli hverfishluta í Reykjavík,“ segir Valgerður að lokum.

Valgerður með tveimur af börnum sínum í knattspyrnu


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 13:58 Page 6

6

Fréttir

GV

Fjölnishlaupið í 30. sinn fimmtudaginn 10. maí Ungmennafélagið Fjölnir fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Öll þessi 30 ár höfum við fagnað vorkomunni með metnaðarfullu almenningshlaupi sem nú verður haldið að morgni uppstigningadags fimmtudaginn 10. maí kl 11. Hægt er að velja á milli 1,4 km skemmtiskokks, 5 km eða 10 km hlaups sem er jafnframt Íslandsmeistaramót. Þannig að allir geta fundið vegalengd eftir getu og áhuga hvort sem um metnaðarfulla keppendur eða lífstílsskokkara er að ræða. Með þátttöku í þessum viðburði styrkjum við félagið og okkur sjálf í leiðinni með góðri hreyfingu á fallegri og góðri hlaupaleið. Hlaupið er hluti af Powerade sumarhlaupunum og telur 10 km hlaupið til stiga í hlauparöðinni. Í 30 ára sögu hlaupsins hafa margir af okkar fremstu hlaupurum stigið sín fyrstu hlaupaspor og mörg afrekin verið unnin. Brautin er hröð og hafa margir náð sínum bestu 10 km tímum í þessari krefjandi braut. Brautarmetin eru ekki af verri endanum, en Arnar Pétursson á bestan tíma karla 31:54 mín frá árinu 2015 og Íris Anna Skúladóttir á bestan tíma kvenna 36:59 mín frá árinu 2009. Á meðal veglegra útdráttarverðlauna eru tvö 50 þúsund króna gjafabréf frá Gaman ferðum. Verum stolt af íþróttafélaginu í hverfinu okkar og fögnum 30 ára áfanganum og hlaupum saman út í vorið og sumarið. Sjá nánari upplýsingar á og www.marathon.is/poweade www.hlaup.is undir hlaupadagskrá.

Sterkur við skákborðið. Ríkharð Skorri Ragnarsson útvalinn æfingameistari Fjölnis 2017 - 2018.

Sigurvegarar krýndir á Sumarskákmóti Fjölnis 2018. F.v. Theodór Blöndal forseti Rótarý - Grafarvogur, Vignir Vatnar Stefánsson sigurvegari í eldri flokki, Sara Sólveig Lis sigurvegari í stúlknaflokki, Gunnar Erik Guðmundsson sigurvegari í yngri flokki og Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis.

Vetrarstarfi skákdeildar Fjölnis lauk með fjölmennu sumarskákmóti og glæsilegri verðlaunahátíð Sumarskákmót Fjölnis og uppskeruhátíð vetrarstarfsins var á dagskrá skákdeildarinnar laugardaginn 28. apríl. Sumarskákmótið var fjölmennt að vanda enda mörg áhugaverð verðlaun og verðlaunagripir í boði. Auk æfingafélaga í Fjölni mættu margir af sterkustu skákkrökkum landsins á grunnskólaaldri til leiks á Sumarskákmótið, sér til skemmtunar og til að næla sér í góð verðlaun.

afhenti formaður klúbbsins, Theodór Blöndal, sigurvegurum verðlaunagripina og ávarpaði þátttakendur með skemmtilegri tölu. Af Grafarvogskrökkum voru það Rimaskólakrakkar sem náðu verðlaunasætum auk tveggja nemenda í Vættaskóla. Alls voru veitt 20 verðlaun, Dómínó´s pítsur, SAMbíómiðar og flottustu húfurnar frá 66°N.

Mótið gekk afar vel fyrir sig undir stjórn þeirra félaga Helga formanns skákdeildar Fjölnis og Kristjáns Arnar skákfrömuðar. Tefldar voru sex umferðir og mótið var því jafnt og spennandi allan tímann. Rótarýklúbbur Grafarvogs var að vanda góður stuðningsaðili Sumarskákmótsins og

Sigurvegari í stúlknaflokki varð Sara Sólveig Lis, afar efnileg skákstúlka úr 5. bekk Rimaskóla. Sara Sólveig var einnig útnefnd afreksmeistari Skákdeildar Fjölnis 2017 - 2018. Sara varð Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari með stúlknasveit Rimaskóla í vetur. Ríkharð Skorri Ragnarsson einn

úr hópi skákmeistara 7. bekkjar Rimaskóla var útnefndur æfingameistari skákdeildarinnar 2017 - 2018 fyrir góða frammistöðu og mætingu á skákæfingum vetrarins. Fjöldi foreldra og annarra aðstandenda fylgdust með sumarskákmótinu sem var lokahnykkur á vetrarstarfi Skákdeildar Fjölnis 2017 - 2018. Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju um miðjan september og eru skákkrakkar í Grafarvogi hvattir til að æfa sig vel heima í sumar. Ný skákdrottning í Rimaskóla. Sara Sólveig Lis er 10 ára og yngsti liðsmaður stúlknasveitar Rimaskóla sem varð Íslands-og Reykjavíkurmeistari 2018.

ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR VALDAR SELESTE UMGJARÐIR Á AÐEINS 1 KR. VIÐ KAUP Á GLERJUM

EINNIG ER 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓLGLERJUM MEÐ STYRK SINGLE GLER FRÁ: 14.900 KR. OG MARGSKIPT GLER FRÁ: 20.900 KR.

SÍMI: 5 700 900 • PROOPTIK.IS

KÍKTU VIÐ OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! PROOPTIK - SPÖNGINNI


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 12:08 Page 7

Breiðhöfða

Nýtt Nesdekk verkstæði í þínu hverfi

Tangarhöfða

Grjóthálsi

Eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins að Breiðhöfða

STÆRÐIN SKIPTIR EKKI MÁLI Nýja verkstæðið að Breiðhöfða 13 er sérhannað fyrir starfsemina, með tækjabúnaði og aðstöðu til að veita öllum bílum fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu. Þetta glæsilega verkstæði býður m.a. upp á þá nýjung að vera gegnumkeyranlegt fyrir vöruflutningabíla.

Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080

Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045

Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210

Fáðu ráðleggingar fagmanna okkar við val á réttum dekkjum. 561 4200 / nesdekk.is


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 20:49 Page 8

8

GV

Fréttir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík:

Áfram Reykjavík Grafarvogurinn er í ótvíræðri sókn. Spöngin eru að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga eftir opnun útibús borgarbókasafnsins, nýrra veitingastaða að ógleymdri verslun ÁTVR sem opnaði aftur eftir þrýsting borgaryfirvalda. Við sjáum Egilshöll þróast hratt í að verða sannkallað hjarta þessa stóra og glæsilega hverfis. Á kjörtímabilinu tókum við í notkun nýtt og glæsilegt fimleikahús í Egillshöll en þar hefur líka verið lagt nýtt gervigras og framkvæmdir eru hafnar við fjölnota íþróttahús sem rúmar handbolta og körfubolta. Þessi glæsilega viðbótaraðstaða opnar fyrir næsta haust. Egilshöllin tekur á móti þúsundum gesta á öllum aldri á hverjum degi og iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í Dalhúsum eru endurbætur einnig fyrirhugaðar með stúkubyggingu. Í Grafarvogslaug höfum við lengt opnunartíma, erum að gera endurbætur á aðstöðu fyrir börn og bæta við rennibraut. Útivistarsvæðið við Gufunesbæinn er líka alltaf að þróast og verða skemmtilegra með aðstöðu fyrir alls kyns leiki, grill og útiveru. Kvikmyndaþorpið í Gufunesi Það eru mikil tíðindi að verða í Gufunesi. Rvk Studios í eigu Baltasars Kormáks hefur nú þegar hafið starfsemi í nýju kvikmyndaveri og fjöldi annarra

fyrirtækja sem tengjast kvikmyndagerð hafa fjárfest og fengið úthlutað lóðum á svæðinu. Gufunes verður því fljótt hjarta íslenskrar kvikmyndagerðar auk þess að búast má við að þessi frábæra aðstaða muni draga til sín erlend verkefni. Unnið er eftir nýju heildarskipulagi Gufuness sem er niðurstaða alþjóðlegrar skipulagssamkeppni. Í því er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða, veitingastaðir, hótel og önnur þjónusta verði á svæðinu. Framtíðarsýnin er að bátastrætó muni tengja Gufunesið og miðborgina, með hugsanlegri viðkomu á fleiri stöðum. Samgöngustjóri hefur fengið þá hugmynd til skoðunar. Síðast en ekki síst hefur borgarráð samþykkt að undirbúa ylströnd í Gufunesi. Þessar jákvæðu breytingar munu gera svæðið að einu áhugaverðasta þróunarsvæði höfuðborgarsvæðisins.

,,Egilshöllin tekur á móti þúsundum gesta á öllum aldri á hverjum degi og iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í Dalhúsum eru endurbætur einnig fyrirhugaðar með stúkubyggingu. Í Grafarvogslaug höfum við lengt opnunartíma, erum að gera endurbætur á aðstöðu fyrir börn og bæta við rennibraut,” segir Dagur B. Eggertsson.

Uppbygging um allan Grafarvog Það hafa líka orðið mikil tímabót í Bryggjuhverfi með samningum um brotthvarf Björgunar og stækkun hverfins. Þar hafa þegar verið byggðar á þriðja hundrað íbúðir í öðrum áfanga hverfisins en jafnframt hefur næsti áfangi þess verið samþykktur í skipulagi. Hann gerir ráð fyrir 800 íbúðum á lóð Björgunar en jafnframt er byrjað að gera landfyllingar í sjó fram. Mikill

Dagur B. Eggertsson í góðum hópi leikara og leikstjóra í tilefni af því að eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu var opnað í Gufunesi á dögunum.

Krakkarnir á leikskólanum Sunnufold réðu sér ekki fyrir kæti þegar borgarstjórinn heimsótti þau í vetur.

þróttur verður því í uppbyggingu Bryggjuhverfisins á næstu árum.

mun tengjast við Spöng og eru það góðar fréttir fyrir Grafarvoginn.

Við Spöngina eru jafnframt að rísa nýjar íbúðir, 155 talsins. Þær eru reistar á vegum Bjargs, byggingafélags verkalýðshreyfingarinnar, og eru þær byggðar án hagnaðarsjónarmiða og verður leigunni því stillt í hóf. Við höfum einnig úthlutað nýjum atvinnulóðum við Gylfaflöt en uppbygging á nokkrum þeirra er þegar komin af stað.

Fjölbreyttari borg Þessi verkefni eru nokkur af þeim fjölmörgu sem við höfum verið að vinna að á kjörtímabilinu sem hefur skilað sér í því að Grafarvogurinn og Reykjavík hefur aldrei verið eins fjölbreytt og skemmtileg enda aldrei verið eins mikill kraftur í þróun borgarinnar og einmitt núna. Í kosningunum í vor verður kosið um hvert Reykjavík stefnir. Samfylkingin býður fram öflugan lista fólks með reynslu, skýra framtíðarsýn og óbilandi metnað til til að þróa góða borg fyrir alla. Ég hvet þig til að kjósa Samfylkinguna í vor. Áfram Reykjavík!

Þá eru áform um uppbyggingu við Ártúnshöfða og Elliðaárvog á grundvelli nýs skipulags. Þessum nýju uppbyggingarsvæðum verður þjónað af borgarlínu, afkastamiklu almenningssamgöngukerfi, sem er eitt stóru málanna í komandi kosningum. Borgarlína


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. JanĂşar.qxd 04/05/18 14:56 Page 9

XS

X XS S

xsre xsreykjavik.is avik.is


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/18 20:17 Page 10

10

GV

Fréttir Líf Magneudóttir er fædd 1974. Hún hefur mikið beitt sér í skóla- og leikskólamálum og málefnum barnafjölskyldna. Hún þekkir þá málaflokka vel, bæði sem kennari, en hún er menntaður grunnskólakennari, en líka sem foreldri með börn í leikskólum og skólum borgarinnar. Líf á fjögur börn á skólaaldri, það elsta er 18 ára, og það yngsta sex ára. Líf tók fyrst sæti í borgarstjórn sem varaborgarfulltrui eftir kosningarnar 2014. Eftir að Sóley Tómasdóttir, sem hafði leitt lista VG í kosningunu 2014 lét af störfum árið 2016 tók Líf sæti sem borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar. Ég settist niður með Líf Magneudóttur, sem leiðir lista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík til að fræðast um hugmyndir hennar um borgarmálin og sýn hennar á Reykjavík. - Um hvað snúast stjórnmál í þínum huga? ,,Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Við getum ekki gert allt í einu og því þurfum við að ákveða á hverju við byrjum og hvað getur beðið til betri tíma. Og til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum skapa. Mér finnst stundum eins og þetta vanti í stjórnmálaumræðuna. Að við ræðum í hvers konar samfélagi við viljum búa. Við erum alltaf að bregðast við einhverju ástandi og láta allt ganga upp en stundum þarf bara að byrja upp á nýtt. Ég tala oft um þetta í tengslum við menntun barna og skólakerfið. Ef við ættum að búa til menntakerfi í dag, alveg frá grunni, væri það þá eins og það er núna? Og í hvernig

,,Ég er mjög ánægð með núverandi meirihlutasamstarf. Það hefur verið farsælt og gengið mjög vel og einkennst af gagnkvæmu trausti þótt það sé auðvitað áherslumunur í stefnum flokkanna,” segir Líf Magneudóttir sem skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík.

Mér finnst Reykjavík falleg borg - Líf Magneudóttir leiðtogi VG í Reykjavík vill að málefni fjölskyldna séu í forgangi í Reykjavík á næsta kjörtímabili

samfélagi viljum við þá búa? Hvað skiptir máli, þarfir hverra miðum við við og hvernig ættum við að haga okkur? En svo eru auðvitað öll þessi verkefni sem við verðum að takast á við og þá er gott að vita hvert maður vill fara og fyrir hvað maður brennur í stjórnmálum.” - Hver er þín sýn á borgina og hvernig sérð þú fyrir þér að hægt sé að gera hana enn betri? ,,Mér finnst Reykjavík vera falleg borg og skil ekki alveg neikvæðnina sem maður verður stundum var við gagnvart Reykjavík. Hér á árum áður var talað niðrandi um „mölina“. Þetta viðhorf er furðulega lífseigt. Reykjavík er eitt fallegasta bæjarstæði á öllu landinu. Fjallasýnin og útsýnið út á sundin, nálægðin við náttúruna eru meðal allra verðmætustu auðlinda okkar Reykvíkinga. Við þurfum að gera meira til að auðvelda borgarbúum að njóta náttúrunnar og útivistarinnar. Hjólreiðastígar eru til dæmis ekki bara til þess að ferðast í og úr vinnu, þeir eru líka notaðir af fólki sem vill einfaldlega njóta útivistar og hreyfa sig. Auknir útivistarmöguleikar hafa aukið lífsgæði íbúanna og sér í lagi barna og fjölskyldna þeirra. Það er hægt að gera mun meira af þessu. Það stendur til dæmis til að opna nýja ylströnd í Gufunesinu sem ég sé fyrir mér að verði vel tekið af íbúum hverfisins og sér í lagi börnum og unga fólkinu. Við þurfum líka að bæta aðstöðuna í Gufunesbæ, t.d. með almenningssalernum. Sú hugmynd hefur nokkrum sinnum komið frá íbúum í gegnum Betri hverfi en ekki komið til framkvæmda. Sumt er mjög einfalt í framkvæmd. Eins og að koma upp útsýnisskífum þar sem hægt er að fræðast um landslagið og fjöllin og það væri hægur leikur að setja upp upplýsingaskilti mun víðar en nú er. Sem dæmi vantar alveg upplýsingaskilti á göngustígnum úr Eiðsvík yfir í Blikastaðakró. Þarna er iðandi líf, selir og fuglar sem börnum þætti gaman að fræðast um. Ég vil að við gerum meira af því að fræða fólk um náttúruna sem er allt í kringum okkur í borginni.”

- Geturðu skýrt þetta nánar? ,,Við megum alveg gera leik- og útivistarsvæði fjölbreyttari. Ég hef stungið upp á því að borgin að komi til dæmis upp „óræktargörðum“ þar sem börn geta skapað ævintýraheima og leikið sér umkringd villtum gróðri, drullupollum og njólabeðum. Eftir því sem borgin hefur vaxið og byggðin þéttist höfum við glatað mörgum óræktarsvæðum þar sem krakkar gátu leikið sér. Við þurfum að endurheimta eitthvað af þessari órækt og á forsendum barna.” - Hvað er að þínum dómi mikilvægasta verkefnið í Reykjavík? ,,Það sem glæðir borgina lífi og fegurð er auðvitað mannlífið. Borgir þar sem vel er hugsað um fólk eru góðar borgir. Þess vegna er mikilvægt að huga að innviðunum og grunnþjónustunni og um leið að taka vel á móti fólki sem vill búa hér. Borgir þar sem fólk berst í bökkum, nær ekki endum saman og býr í ómannsæmandi húsnæði eða upplifir sig óvelkomið vegna útlits, uppruna, kyns, kynhneigðar eða trúar geta aldrei orðið raunverulega fallegar af því þannig samfélag er skakkt og skælt. Það er hægt að búa til einhverskonar Disney-glansmynd í ferðamannahverfum slíkra borga, þar sem túristar spóka sig á lúxushótelum og veitingastöðum eða í auðmannahverfum þar sem fámenn yfirstétt getur lifað í vellystingum. Sem betur fer er Reykjavík ekki þannig borg og hún má aldrei verða þess konar borg. Þess vegna tel ég gríðarlega mikilvægt að við vinnum markvisst gegn misskiptingu og fátækt og séum á varðbergi gagnvart fordómum, mismunun og ofbeldi. Það er til dæmis algerlega ólíðandi að stúlkur og ungar konur þurfi að þola mismunun og kynferðislegt áreiti í íþróttastarfi. Af öllum þeim sögum sem komu fram í #MeToo herferðinni voru það sögurnar úr íþróttahreyfingunni og sögur erlendra kvenna sem slógu mig mest.” - Hvernig vilt þú að sé tekið á því vandamáli? ,,Við eigum að vinna með Íþróttabandalaginu og íþróttafélögunum að því að greina umfang vandans, fara yfir

viðbragðsáætlanir og laga þetta. Flestöll íþróttafélög eru með siðareglur og jafnréttisstefnu og mörg félög hafa samið eineltisáætlanir en við þurfum að gera kröfu um að öll íþróttafélög hafi líka framkvæmdaáætlanir um viðbrögð við ásökunum um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. En það er ekki nóg að hafa áætlanir. Við verðum að fylgjast með því að þeim sé framfylgt.” - Nú var nýlega kynnt mjög jákvæð niðurstaða af rekstri borgarinnar. Hvert er næsta skref að þínu mati? ,,Þetta snýst allt um forgangsröðun. Það hefur náðst mikilvægur viðsnúningur í rekstri borgarinnar á síðasta kjörtímabili: Skuldir hafa lækkað og fimm milljarða afgangur var af rekstri borgarinnar á síðasta ári. Við megum hins vegar ekki spenna bogann of hátt. Það eru ekki brýn forgangsverkefni að nota viðsnúninginn í stórkarlalegar risaframkvæmdir eins og jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Ég vil að við skilum þessum viðsnúningi í velferðarþjónustuna og menntakerfið og þá sérstaklega í leikskólana.” - Hvað áttu við með því að skila viðsnúningnum í leikskólana? ,,Leikskólarnir þurftu því miður að skera of mikið niður í aðhaldsaðgerðum árin eftir hrun eins og margar mikilvægar stofnanir. Á endanum var það starfsfólk leikskólanna sem þurfti að axla þessar byrðar og halda skólunum gangandi. Ég þekki marga leikskólakennara og leikskólaliða og veit hvaða toll þetta tók. Við stöndum í gríðarlegri þakkarskuld við þessar konur, því starfsmenn leikskólanna eru nánast allir konur. Þakklæti og fögur orð eru samt ekki nóg: Ég hef sagt að við verðum að láta aðgerðir fylgja orðum og endurreisa og efla leikskólana. Við verðum að tryggja að allir leikskólar séu fullmannaðir. Það gengur auðvitað ekki að leysa mönnunarvanda á leikskólum með því að stytta opnunartíma eins og komið hefur fyrir. Frumforsenda þess að við getum leyst mönnunarvandann á leikskólunum og eflt starf þeirra er að við bætum kjör og starfsaðstæður þeirra sem halda uppi

starfi þeirra. Ég hef talað fyrir því að við hugum sérstaklega að kjörum leikskólaliða, ófagmenntaðra starfsmanna sem eru í dag um 70% af starfsmönnum á leikskólum borgarinnar. Laun þeirra hafa setið eftir á síðustu árum og hækkað langminnst af launum allra starfsmanna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Þetta er augljóst réttlætismál og gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það er forgangsverkefni að börn fái inngöngu í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Svo finnst mér líka að það þurfi að lengja fæðingarorlofið enn frekar, í allt að tvö ár. En þetta þurfum við að taka í skrefum. Á meðan á borgin að gera það sem hún getur og því höfum við opnað ungbarnadeildir á nokkrum leikskólum. Við þurfum að halda því verkefni áfram í öllum hverfum. Þetta verður hins vegar ekki hægt að gera nema við bætum ástandið á leikskólunum. Aukin þjónusta við barnafjölskyldur má ekki koma á kostnað starfsfólksins. Þess vegna segi ég að það sé bæði skynsamlegt og gerlegt að bæta kjör láglaunafólks í borginni, sem mestmegnis eru konur, og mikill meirihluti þeirra sem starfa í leikskólunum. Þetta eru í mínum huga forgangsmál næstu fjögurra ára.” - Hvað segir þú við gagnrýni um að það hafi verið rangt af ykkur í VG að lofa að fella niður gjöld á leikskólum borgarinnar fyrir kosningarnar 2014? ,,Ég er ósammála þeirri gagnrýni. Leikskólarnir eru fyrsta skólastigið og hluti af sjálfsagðri grunnþjónustu sem samfélagið veitir. Grunnþjónusta, og sérstaklega grunnþjónusta við börn, á að vera gjaldfrjáls. Sem samfélag eigum við að taka sameiginlega ábyrgð á velferð og menntun barna og við eigum að greiða fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Mér finnst skjóta skökku við að leikskólinn sé eina skólastigið þar sem eru skólagjöld. Það er líka mikilvægt kjaramál fyrir barnafjölskyldur að fella niður eða lækka leikskólagjöld, því þau eru ekkert annað en viðbótarskattur á barnafjölskyldur. Eftir kosningarnar 2014 myndaði VG meirihluta með þremur öðrum flokkum. Sam-

starfsflokkar okkar voru ekki tilbúnir til að fella leikskólagjöld niður að fullu og því varð úr að við lækkuðum þau í staðinn umtalsvert. Á sama tíma jukum við einnig framlög til leikskólanna um tvo milljarða króna og hækkuðum frístundakortið og jukum systkinaafslætti á milli skólastiga. Ef ekki hefði verið fyrir okkur væru leikskólagjöldin nú í borginni fyrir eitt barn með 8 tíma vistun rúmlega 32 þúsund krónur en er í dag 25 þúsund krónur. Það þýðir að ef þessi lækkun hefði ekki komið til myndu foreldrar með eitt barn í fullri vistun á leikskóla greiða 85.000 krónum meira á ári fyrir leikskólavistun. Það munar um slíkar upphæðir í heimilisbókhaldinu. Við stefnum enn að því að gera leikskólana gjaldfrjálsa, en ég hef sagt að forgangsverkefnið í dag sé að efla þá, bæta kjör starfsfólksins og vinda ofan af þeim niðurskurði sem leikskólarnir þurftu að þola eftir hrun. En líka að hafa gjaldskrár lágar og viðráðanlegar fyrir barnafólk.” - Þá er það stóra spurningin: Með hverjum sérðu fyrir þér að vinna að kosningum loknum? ,,Ég er mjög ánægð með núverandi meirihlutasamstarf. Það hefur verið farsælt og gengið mjög vel og einkennst af gagnkvæmu trausti þótt það sé auðvitað áherslumunur í stefnum flokkanna. Mér sýnist líka að borgarbúar treysti okkur til að vinna áfram að þeirra hagsmunum, því kannanir benda til þess að meirihlutinni haldi, jafnvel þó að Björt framtíð bjóði ekki fram. Mér finnst einsýnt að við verðum við þessu kalli kjósenda og höldum áfram í vinstrasamstarfi í borginni. Burðarás í slíku samstarfi eru Vinstri græn og Samfylkingin. Ég hef líka sagt að það komi ekki til greina að starfa með flokkum sem hafa sett fram óábyrg kosningaloforð sem vinna gegn markmiðum félagshyggju og jöfnuðar og einkennast af skammsýni og afturhaldi. Næsta meirihlutasamstarf verður í mínum huga að vera frjálslynt og vinstrisinnað og einkennast af væntumþykju fyrir fólki og náttúru. Þannig farnast okkur best. Aðsent viðtal frá VG eftir Ingimar Karl Helgason blaðamann


Árbæ 9. tbl. okt._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/18 13:41 Page 19

Gerum Reykjavík vinstri græna eftir kosningar

5. sæti René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

2. sæti

1. sæti

Elín Oddný Sigurðardóttir,

Líf Magneudóttir,

varaborgarfulltrúi

borgarfulltrúi

3. sæti Þorsteinn V Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð

4. sæti Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, leiklistarkennari og flugfreyja

• Róttækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum • Endurreisum verkamannabústaðina • Stórbætum kjör og starfsaðsstæður kvennastétta.

Kosningamiðstöð nú opin alla virka daga kl. 15-18. Áhugaverðir fundir og skemmtilegir viðburðir í boði. Nánar á vgr.is


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. JanĂşar.qxd 07/05/18 17:17 Page 12

12

GV

FrĂŠttir

&ĹŠĆ‚ĹŻĆ?ŏLJůĚƾĆ?ƚƾŜĚĹ?ĆŒ

DÄ„ĹŻĆ‚ĆŒÇ€ĆľĹśƾŜĹ?ĆŒÄ‚Ä?Ä‚ĆŒĹśÄ‚

XĆŒĹ?Ä?ŊƾĚĂĹ?Ĺ?ŜŜĎ­ĎąÍ˜žĂĹ&#x;ĹŹĹŻÍ˜Ď­Ď° XĹżĆŒÄ‚^Ä?ƾŜŜjĹŻÄ¨Ä‚ĆŒĆ?ÄšĹżĆŤĆŒĹ˝Ĺ?ĹľĹ?ĹŻĹ&#x;Ä‚ZĂĨŜĆ?ÄšĹżĆŤĆŒÄ¨ĆŒÄ„DĹ?Ä?ĹŠĆľ žĄůĆ?Ĺ˝Ĺ?ĹŻÄ?Ć?Ĺ?Ć?Ĺ‚Ä‚ĹŻĹŻÄ‚ƾžĆŠÄ‚Ä?ĹšÇ€ÄžĆŒĹśĹ?Ĺ?Ä¨Ĺ˝ĆŒÄžĹŻÄšĆŒÄ‚ĆŒĹ?ĞƚĂ Ä‚ĆľÄ?Ĺ?Ä‚Ä?ĹľÄ„ĹŻĆľĹľĹšÇ€ÄžĆŒÄŽÄ?Ä‚ĆŒĹśÄ‚Ć?Ĺ?ĹśĹśÄ‚Í˜XÄ?ĆŒžƾŜƾĂƾŏĆŠÄžĆ?Ć? Ć?Ç€Ä‚ĆŒÄ‚Ć?Ć‰ĆľĆŒĹśĹ?ĹśĹ?ƾžĹ˝Ĺ?ǀĂŜĹ?ĂǀĞůƚƾžÄ¨Ĺ˝ĆŒÄžĹŻÄšĆŒÄ‚͘ ,ÄžĹ?ĆŠÄ„ŏƂŜŜƾŜŜĹ?Ĺ˝Ĺ?Ä‚ĹŻĹŻĹ?ĆŒǀĞůŏŽžŜĹ?ĆŒÍ˜ ^ƉƂŜĹ?Ĺ?ŜŜĹ?Ď°Ď­Í•Ć?Ĺ&#x;ĹľĹ?Ď°Ď­Ď­ϲώϯϏ Ć?ƉŽŜĹ?Ĺ?ŜΛÄ?Ĺ˝ĆŒĹ?Ä‚ĆŒÄ?ŽŏĂĆ?Ä‚Ä¨ĹśÍ˜Ĺ?Ć? Ç Ç Ç Í˜Ä?Ĺ˝ĆŒĹ?Ä‚ĆŒÄ?ŽŏĂĆ?Ä‚Ä¨ĹśÍ˜Ĺ?Ć?

DrĂĄttarbeisli

XQGLUĂ€HVWDUWHJXQGLUEtOD XQGLUĂ€HVWDUWHJXQGLUEtOD

Setjum undir ĂĄ staĂ°num VĂ?KURVAGNAR VĂ?KUR VAGNAR EHF EHF. F.

VĂ­kurvagnar ehf. | HyrjarhĂśfĂ°a 8 | 110 ReykjavĂ­k SĂ­mi 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

SamÞykktir, fundagerðir, niðurstÜður rýnihópa, ålyktanir, samÞykktir. Og ekkert gerist. Ónýtar gÜtur.

Umferðarmål og íbúalýðrÌði í Grafarvogi

MikilvÌgi hverfaråða Reykjavíkur borgar er talsvert, en gÌti og Ìtti að vera mun meira. Þau ber að efla með Því að fela Þeim í mun meira mÌli að fjalla um Þau målefni sem skipta hverfi borgarinnar måli, hverju fyrri sig. Það er og hefur verið ósk Grafarvogsbúa lengi, að få að hafa åhrif å Það sem brennur å íbúunum og nÌrumhverfinu beint, en ekki með Því að Þurfa að sÌkja Üll sín mål í Råðhúsið eða stofnanir borgarinnar. Þetta veit Êg sem varamaður í hverfaråði Grafarvogs, Þar sem Êg fundið Þverpólitíska ósk Þeirra sem Þar hafa setið með mÊr í að vinna fyrir sitt hverfi å forsendum hverfisins og íbúanna. � upphafi Þess kjÜrtímabils sem nú er að ljúka, lÜgðu fulltrúar SjålfstÌðisflokksins fram tillÜgu í hverfaråði Grafarvogs Þess efnis að skipa vinnuhóp til að gera úttekt å umferðarÜryggi í hverfinu. Þetta var samÞykkt samhljóða og vinnuhópurinn skipaður í september 2014. � Þessum vinnuhóp voru à rni Guðmundsson åheyrnarfulltrúi íbúasamtaka Grafarvogs, Guðbrandur Guðmundsson fulltrúi Samfylkingarinnar í hverfaråði Grafarvogs, Inga Låra Karlsdóttir åheyrnarfulltrúi íbúasamtaka Bryggjuhverfis og Ólafur Kr. Guðmundsson varafulltrúi SjålfstÌðisflokksins í hverfaråði Grafarvogs. Vinnuhópurinn vann skýrslu sem var

skilað í lok nóvember 2014, Þar sem farið var yfir helstu atriði í umferðarÜryggismålum hversisins, svo sem helstu slysastaði, gangbrautir, hraðahindranir, slit í gÜtum, gÜgnu og hjólastíga, umferðarhraða og fleira. Skýrslan var síðan kynnt å íbúafundi sem var haldinn í GufunesbÌ, auk Þess að vera afhennt Borgarstjóra í desember 2014 og kynnt sÊrstaklega í umhverfis og skipulagsråði Reykjavíkurborgar 15. júní 2015. Með Þessari nålgun var brotið blað í starfi hverfisråða borgarinnar og í fyrsta skiptið farið í svona ítarlega greiningu å umferðarmålum í Grafarvogi. � kjÜlfarið fylgdu fleiri hverfi eins og vesturbÌr og einnig var Þessi vinna kynnt í Breiðholti. Æskilegt vÌri að fleiri hverfi tÌku slíkt upp og er sjålfsagt að veita aðstoð í Því efni sÊ Þess óskað. En hverju skilaði Þessi vinna. Því miður ekki Því sem til var Ìtlast, mÌlt var með í skýrslunni og menn vonuðust til. Nokkrum sinnum hefur verið ýtt å eftir slíku, en með litlum årangri. Reyndin er sú, að ekkert hefur verið gert með ÞÌr tillÜgur sem fram komu eftir Þetta starf. Þessi staðreynd bar å góma å síðasta fundi hverfisråðs Grarvogs eins og stundum åður og ljóst að Það eru mikil vonbrigði með Þå niðurstÜðu, sÊrstaklega Þeirra sem lÜgðu tíma og tals-

verða vinnu í Þetta verkefni. Nú hefur sú umrÌða heyrst oftar og oftar að efla hverfaråðin og hugmyndir komið fram um að Þau vÌru kosin beinni kosningu að hluta eða Üllu leiti å nÌsta kjÜrtímabili í stað Þess að skipa í Þau í Råðhúsinu og Þar með fólki sem hefur lítil eða engin tengsl við viðkomandi hverfi og jafnvel ekki búsett í hverfinu. Ég tel að Það vÌri rÊtt og eðlilegt framhald og til Þess fallið að efla hverfaråðin, að Því gefnu að fjårmagn og åkvÜrðunarvald fylgi. Þau atriði sem tíunduð voru í umrÌddri umferðaÜryggisúttekt Grafarvogs eru enn í fullu gildi, Þar sem ekkert af Þeim hefur verið framkvÌmt. NÌgir Þar að nefna målun og merking gangbrauta, endurskoðun hraðahindrana, endurskoðun å merkingu gatnamóta, lagfÌringu gÜngustíga o.fl. Vonandi verða efndir, framkvÌmdir og samstarf í målefnum Grafarvogs fÌrð í hendur fólksins í hverfinu å mun markvissari hått å nÌsta kjÜrtímabili, en til Þess að svo megi verða Þarf breytt vinnubrÜgð, faglega nålgun og låta óskir íbúa få að njóta sín með beinum og skilvirkum hÌtti. Ólafur Kr. Guðmundsson �búi í Grafarvogi og frambjóðandi í 12. sÌti å lista SjålstÌðisflokksins í vor.

Vottað V ottað rÊttinga- o og g målningarverkstÌði målningarverkstÌði Tjónaviðgerðir GB Tjóna viðgerðir er rÊttinga- og og målningarverkstÌði målningarverkstÌði vottað vottað af Bílgreinasambandinu. Bílgreinasambandinu. Við V ið tryggjum tryggjum håmarksgÌði håmarksgÌði með Því að nota fyrsta flokks tÌkjabúnað og og efni. Styðjumst tÌkniupplýsingar framleiðanda S tyðjumst við tÌk niupplýsingar fr amleiðanda um hvernig hvernig skuli skuli staðið að viðgerð.

TjĂłnasko oĂ°un ViĂ° skoĂ°um bĂ­linn og undirbĂşum tjĂłnamatiĂ° sem sent er til tryggingafĂŠlaga.

RÊtting og målning Við vinnum m efftir tir stÜðlum framleiðenda og notum aðeins viðurkennd efni og tÌkjabúnað sem stenst ítrustu krÜfur.

Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og Ünnumst Sjåum jåum um Üll annars konar rúðuskipti. S rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, åsamt glerhreinsun å bíl.

BílaÞvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp å almennan bílaÞvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír Þvottur fylgir Üllum viðgerðum.

MÜssun / snyrting å lakki Við bjóðum upp å råðleggingar og gerum tilboð í lakkmÜssun og blettanir. DekkjaÞjónusta Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk å bílnum å meðan hann er í viðgerð.

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

InnrÊttingar / åklÌði TÜkum að okkur viðgerðir å sÌtum, innrÊttingum ofl. Småviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað åstand helstu slitflata og ÜryggisÞåtta, s.s. bremsur.


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 05/05/18 03:05 Page 13

VORLÍNAN ER KOMIN Í VERSLANIR Weather Report er sænskur útivistarfatnaður fyrir alla fjölskylduna þar sem lögð er áhersla á gæði, þægindi, hönnun og gott verð!

Pollagallar Po Poll P oll llag lag gal all lla la r lar með og me og án án flís f lís fl ís með st. st. 80-130 st 8 -1130 80 30 verð v ver er á erð frá f rá

6.499 6.499

VINSÆLU RAZOR HLAUPAHJÓLIN

Opið í Spönginni 8-24 alla daga

krr k


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 05/05/18 00:01 Page 14

14

GV

Fréttir

Sjálfbær, sterk og umhverfisvæn úthverfi - eftir Björgu Kristínu Sigþórsdóttur borgarstjóraefni og Sif Jónsdóttir sem skipa 1. og 2. sæti Höfuðborgarlistans

Höfuðborgarlistinn er nýtt afl í Reykjavík sem vill sjá breytingar og að íbúar búi í mannlegri og góðri borg. Við viljum byggja upp úthverfi sem okkur finnst að hafi setið á hakanum til margra ára má þar nefna Grafarvog, Úlfarsárdal, Grafarholt, Norðlingaholt og Kjalarnes. En í þessum hverfum búa íbúar sem eru að borga fullt útsvar skatta og gjöld eins og hverfin séu fullmótuð. Við

hjá Höfuðborgarlistanum ætlum að byggja 10.000 íbúðir í úthverfum borgarinnar og tryggja að ungt fólk fjölskyldur og einstaklingar hafi tækifæri á að kaupa sér mannsæmandi íbúðir á viðráðanlegu verði. Að þeim sem vilja búa í höfuðborg landsins sé tryggt nægt framboð af íbúðarhúsnæði. Við verðum með sérstakt úrræði fyrir fyrstu kaupendur þar sem við ætlum að bjóða 2.000

Hreinsum stóla, sófa, dýnur urr,, rúm, mottur og margt fleira.

til 3.000 íbúðir á 22 til 30 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Við munum hanna og dreifa þessum íbúðum inn í úthverfin ásamt uppbyggingu og skipulagi á nýju hverfi á Geldinganesi. Lögð er sérstök áhersla á fjölskyldu- og barnvæn nýtískuleg hverfi. Umhverfisvæn hverfi sem við fegrum með trjám og gróðri í samvinnu við íbúa. Hundaeigendur fá hundagerði eins og tíðkast í

IR FYR

Mygluþrif og lyktareyðing á öllum ökutækjum og oson-meðferð ef þess þarf

IR EFT

Verum tímanlega í ár

Sækjum og sendum

SUMARFRÍSTUND & FIMLEIKAR/FÓTBOLTI

fyrir 6 -8 ára (FÆDD 2009-2011)

FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN GUFUNESBÆR og FJÖLNIR

Í sumar verður samstarf á milli Gufunesbæjar og Fjölnis þar sem börnum úr 1. til 3. bekk, fædd 2009 – 2011, býðst að vera á íþróttanámskeiði, fótbolta eða fimleikum, á móti sumarfrístund frá kl. 8:30 – 16:30 eða samtals í 8 klukkustundir. Hádegismatur er innifalinn í grunngjaldi. Hægt er að kaupa viðbótarstund frá kl. 08:00 – 08:30 og frá kl. 16.30 - 17:00. Starfsemin fer fram í Egilshöll.

Björg Kristín Sigþórsdóttir er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistns. borgum erlendis. Samhliða þessari uppbyggingu styrkjum við hverfin með bættum samgöngum. Við viljum byggja Sundabraut og létta þannig á umferð til og frá Grafarvogi og tengja við miðborgina ásamt Kjalarnesi. Umhverfisvæn lítil ökutæki geta gengið innan hverfa í þjónustu við börn og íbúa sem sækja nærþjónustu eins og skóla, æfingar og tómstundir. Við bjóðum frítt í strætó fyrir námsmenn og ætlum að hafa 5-7 mínútur milli vagna á helstu leiðum. Með þessari innviða uppbyggingu erum við að styrkja hverfin verulega í sessi og minnka þörf íbúa að sækja þjónustu og verslun út fyrir hverfin. Við ætlum að þrífa hverfin með

Sif Jónsdóttir skipar 2. sætið á lista Höfuðborgarlistans. reglubundnu millibili og efla sorphirðu. Við sjáum fyrir okkur sjálfbær hverfi þar sem lífsgæði eru mikil og stutt er í náttúru og útivist. Þessi fallegu útivistarsvæði eins og fjaran við Geldinganes og Leiruvogur í Grafarvogi, Reynisvatn í Grafarholti, Elliðavatn við Norðlingaholt og Elliárdalur við Árbæ og Esjan á Kjalarnesi eru náttúruperlur og tilvalin til útvistar fyrir íbúa Reykjavíkur og það eru forréttindi og mikil lífsgæði að búa í umhverfisvænu úthverfi í nánd við náttúruna. Höfundar: Björg Kristín Sigþórsdóttir borgarstjóraefni og Sif Jónsdóttir skipa 1. og 2. sæti Höfuðborgarlistans.

Grafarvogurinn minn Að alast upp í umhverfi þar sem náttúran umlykur þig eru forréttindi. Fjöruferðir að tína skeljar og skoða marflær. Skjótast bakvið hús og kroppa upp í sig bláber eða krækiber. Skottast svo í ísbúðina eða rölta í keilu og bíó. Hlusta á Lóuna syngja inn sumarið og horfa á hrossagaukana skjótast á milli steina með ungviðið. Einhverjir kunna gjarnan að halda að þetta sé ímyndaður hugarheimur. Að ekki sé hægt að búa í borg en samt í svo náinni snertingu við náttúruna. Þetta er ekki ímyndun. Þetta er Grafarvogurinn minn. Umhverfi sem faðmar mann, mannlífið og máttur þess sem fær mig til þess að vilja hvergi annars staðar vera. Það er ótrúlegt að mynda svo sterkar rætur við mannlíf og umhverfi verandi fædd og uppalin í sveit austur á landi. Merkilegt að fá heimþrá heim í Grafarvoginn þegar farið er austur í frí. Eitthvað sem mig óraði aldrei fyrir að ég ætti eftir að upplifa. Það líða gjarnan helgar án þess að við fjölskyldan snertum bílinn og það er langt frá því að okkur leiðist eða húkum inni. Grafarvogur hefur upp á svo margt að bjóða. Við grínumst oft með það við börnin okkar að þau þurfi ekki að fara út úr hverfinu, hægt er að taka iðnnám í Borgarholtsskóla og sækja um vinnu hjá fyrirtækjum í Grafarvogi. Við erum montin af því að eiga góðan framhaldsskóla og hafa öflugan iðnað og þjónustu í hverfinu. Íþróttafélagið okkar Fjölnir er líka stolt okkar og telur flesta iðkendur allra íþróttafélaga á landinu. Betra forvarnarstarf er

vandfundið og öll sú elja og dugnaður er þjálfarar leggja í starf Fjölnis verður seint þökkuð. Vináttan sem hefur myndast milli okkar íbúanna er sterk, við erum nágrannar,

Valgerður Sigurðardóttir. kynnumst í skólastarf eða íþróttastarfi barnanna okkar. Vinátta sem er sönn og byggist á náungakærleik og hjálpsemi. Vinátta sem við höfum svo sannarlega upplifað sterkt á síðustu vikum. Við erum þakklát fyrir það að hafa valið Grafarvog sem okkar framtíðarheimili. Hér eru forréttindi að búa og alast upp, hér slá hjörtun í takt. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Í sumarfrístund er lögð áhersla á frjálsan leik, skapandi starf, þemaverkefni, útiveru og styttri ferðir. Lögð verður áhersla á að virkja börnin við ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Á íþróttanámskeiðunum er lögð áhersla á æfingar og skemmtilega hreyfingu. Starfsfólk í sumarfrístund hefur reynslu af starfi í frístundaheimilum og á íþróttanámskeiðunum verða þjálfarar sem starfað hafa hjá deildunum og unnið mikið með börnum.

Námskeiðin verða: 11. júní - 15. júní 18. júní - 22. júní 25. júní - 29. júní 07. ágúst - 10. ágúst 13. ágúst - 17. ágúst Gjald pr. viku: 15.050 kr. Viðbótarstund: 1.300 kr. Skráning hefst 25. apríl á: http://sumar.fristund.is NÁNARI UPPLÝSINGAR WWW.GUFUNES.IS OG FRISTUND.IS FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN GUFUNESBÆR SÍMI 411 5600

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn Sl. laugardag skipulagði Borgarbókasafnið í Spöng tombólu til styrktar Rauða krossinum og þessar stelpur á myndinni söfnuðu 7950 kr. Þær heita Lára Ósk Óttarsdóttir, Sara Líf Óttarsdóttir, Sara Kolbrún Halldórsdóttir, María Lena Óskarsdóttir, Hrafndís Karen Óskarsdóttir, Heiðdís Diljá Hjartardóttir, Ásdís Lena Magnadóttir, Emilía Andradóttir og Ingibjörg Bára Guðlaugsdóttir.


Árbæ 9. tbl. okt._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 14:52 Page 23

Matarmikil súpa

2

FULLELDUÐ Aðeins að hita

brauð í pakka

1kg

139 kr. pk.

Hvítlauksbrauð Frosin, 2 stk. í pakka

1.598 kr. 1 kg Mexíkósk Kjúklingasúpa 1 kg

198 kr. 450 g

ES Tortilla snakk 450 g, 2 tegundir

Fljótlegt 259 kr. 350 g

og gott

Aðeins

KASSATILBOÐ 65

kr.

dósin

ES Salamipizza Frosin, 350 g

179 kr. 300 g

ES Ostapizza Frosin, 300 g

ÍSLENSK framleiðsla

1.560 kr./ks. Pepsi og Pepsi Max kassi 24x330 ml

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Bónus Smáratorgi: Mánudaga-Fimmtudaga; 10:00-19:00 • Föstudaga-Laugardaga; 10:00-19:30 • Sunnudaga; 11:00-18:00 – Verð gildir til og með 13. maí eða meðan birgðir endast.


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 05/05/18 02:45 Page 16

16

SUMARFRÍSTUND 2018 Fréttir FYRIR 6-9 ÁRA (FÆDD 2008-2011)

Öflugt skautastarf fyrir alla í Birninum

FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN GUFUNESBÆR Í sumar verður starfsemi frístundaheimila Gufunesbæjar fyrir börn úr 1. - 4. bekk í:

· · · ·

· Regnbogalandi í Foldaskóla · Simbað sæfara í Hamraskóla · Tígrisbæ við Rimaskóla

Brosbæ í Vættaskóla Engjum Galdraslóð í Kelduskóla Vík Hvergilandi í Vættaskóla Borgum Kastala í Húsaskóla

GV

Skautaíþróttin er iðkuð allt árið á Íslandi og er Björninn eitt fjögurra íþróttafélaga er bjóða upp á kennslu í henni allt frá byrjendum til lengra komna. Í félaginu eru um 150 iðkendur á hverri önn. Skauturum er raðað í getu og aldursflokka og kennt er eftir kerfi sem hefur verið þróað af sérfræðingum hjá Skautasambandi Íslands. Mikið og öflug byrjendanámskeið eru haldin af félaginu og eftir því sem geta barnanna eykst færast þau ofar í æfingaflokkum. Nokkur mót og sýningar eru haldin á hverri starfsönn þar sem nemendur sýna foreldrum og öðrum þekkingu sína og dressa sig þá upp í sitt fínasta púss. Mótin eru jafnan miklir viðburðir og félagsandi Bjarnarins svífur yfir vötnum og hrífur með sér unga sem aldna. Skautastjóri Bjarnarins er Christina Phipps en hún er bandarísk og kom til starfa s.l. haust. Auk þjálfunar er hennar starf að skipuleggja æfingar, samhæfingu starfsins og uppbyggingu ungra skautara félagsins. Aðalþjálfari er Gennady Kaskov frá Rússlandi. Hann kemur til Bjarnarins eftir áralangt starf í Kanada og hefur því þekkingu og víðsýni tveggja heimsálfa er kemur að þjálfun og uppbyggingu afreksefna. Um skautaskólann sér svo Eva Björg Bjarnadóttir. Eva er gamall skautari Bjarnarins sem hefur snúið sér að þjálfun eftir að ferlinum í keppni lauk og miðlar þar af reynslu sinni til byrjenda í greininni. Í Birninum eru skautarar af öllu getustigum frá littlum krúttlum sem stíga sín fyrstu skref á keppnisferlinum upp í núverandi Bikarmeistara 2017 og Íslandsmeistara 2017 en Björninn státar af því hve vel tekst að halda ungum stúlkum virkum í íþróttinni fram á fullorðinsár. Keppendur á efra stigi fara einnig erlendis nokkrum sinnum á ári til keppni eða æfinga og átti Björninn þrjá keppendur skráða á síðasta Norðurlandamót auk þess er skautari frá félaginu hlaut bronsverðlaun á Reykjavíkurleikunum síðustu. Sumarstarf hefst í félaginu þann 11. júní og eru byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir á skauta- og leikjanámskeið. Mikil dagskrá er í boði og skemmtilegt tækifæri fyrir þá sem vilja læra að skauta…..hver veit! Kannski er framtíðar Íslandsmeistari meðal þeirra!

Starfsemi Ævintýralands í Kelduskóla Korpu sameinast Galdraslóð en tekið verður á móti börnum í Ævintýralandi og þeim fylgt í Galdraslóð og svo til baka í lok dags. Sumarstarfið byggir á áralangri reynslu og allir starfsmenn hafa starfað með börnum í frístundaheimilum Gufunesbæjar. Mikið er lagt upp úr útiveru, frjálsum leik, skapandi starfi, þemaverkefnum og ferðum. Lögð verður áhersla á að virkja börnin við ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Einnig verður lögð áhersla á að hafa ólíka dagskrá fyrir ólíka aldurshópa og samstarf verður milli frístundaheimila varðandi börnin úr 3. og 4. bekk.

Staðirnir eru opnir sem hér segir:

Allir:

08. júní 11. júní - 15. júní 18. júní - 22. júní 25. júní - 29. júní 02. júlí - 06. júlí Tígrisbær:

09. júlí – 13. júlí Allir:

07. ágúst - 10. ágúst 13. ágúst - 17. ágúst 20. ágúst - 21. ágúst Frístundaheimilin eru opin frá kl. 8:00-17:00. Grunngjaldið miðast við tímann milli kl. 9:00 og 16:00 en greitt er fyrir viðbótarstund/-ir þess utan. Grunngjald fyrir viku (5 dagar) í sumarfrístund er kr. 8.910 og fyrir viðbótarstund frá kl. 8:009:00 eða kl. 16:00-17:00 er kr. 2.600. Skráning hefst 25. apríl á: http://sumar.fristund.is NÁNARI UPPLÝSINGAR WWW.GUFUNES.IS OG FRISTUND.IS FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN GUFUNESBÆR SÍMI 411 5600

Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson hdl. og löggiltir fasteignasalar

Jón Rafn Valdimarsson lögg. fasteignasali Sími: 695 5520

Ólafur Finnbogason lögg. fasteignasali Sími: 822 2307

Sími:

Bryndís Alfreðsdóttir lögg. fasteignasali 569 7024

Sími:

Axel Axelsson lögg. fasteignasali Sími: 778 7272

Atli S. Sigvarðsson lögg. fasteignasali Sími: 899 1178

Svan G. Guðlaugsson lögg. fasteignasali Sími: 697 9300

Jason Ólafsson lögg. fasteignasali Sími: 775 1515

Fasteignasalan

Miklaborg !"#$%&'(')'*+,'-./01&230')'43#5'678'9+++ :::;#50%&<=>";5?

Gunnar S. Jónsson lögg. fasteignasali 899 5856

Flottar stelpur í Birninum með verðlaun sín.

Gunnar Helgi Einarsson lögg. fasteignasali 615 6181

Sími:

Páll Þórólfsson aðstm. fasteignasala Sími: 893 9929

Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali 897 0634

Jórunn Skúladóttir lögg. fasteignasali Sími: 845 8958

Þórunn Pálsdóttir lögg. fasteignasali Sími: 773 6000

Ásgrímur Ásmundsson hdl. og lögg. fasteignasali Sími: 865 4120

Sími:

Helgi Jónsson aðstm. fasteignasala Sími: 780 2700

Hilmar Jónasson lögg. fasteignasali Sími: 695 9500

Ragnheiður Pétursdóttir Harpa Rún Glad hdl. og löggiltur hdl. og löggiltur fasteignasali fasteignasali


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 13:56 Page 17


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 13:29 Page 18

18

GV

Fréttir

Einfaldara líf í Grafarvogi - eftir Lóu Þórdísi Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík

Æv intýr aleg ve rslun í Mosf ellsb æ

Há ho lt i 14 S. 5531900 Eru m l íka á fa ceboo k - kík tu end ileg a á o kk ur

Grafarvogsblaðið Ritstjórn/Auglýsingar - Sími 698-2844

Við í Viðreisn leggjum ríka áherslu á að gera daglegt líf borgarbúa einfaldara og betra. Það er nefnilega eitthvað sem skiptir okkur öll máli. Þess vegna höfum við kynnt raunhæfar aðgerðir á öllum helstu sviðum sem gera Grafarvoginn, og borgina alla, að einfaldari og betri stað til að búa. Einfaldara skólalíf Að loknu fæðingarorlofi á börnum að standa til boða fjölbreytt dagvistunarúrræði. Þess vegna ætlum við að setja opnun ungbarnadeilda í forgang en munum einnig hækka niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum. Þá ættu leikskólar- og frístundaheimili að vera opin allt sumarið því þannig geta fjölskyldur farið saman í frí á þeim tíma sem þeim hentar best. Á grunnskólastigi er afar mikilvægt að dagskrá barnanna sé samfelld og mótuð með þarfir þeirra í huga. Í því samhengi er til dæmis nauðsynlegt að ljúka sameiningu skólaog frístundamála til að tryggja eðlilegt samtal og samstarf þar á milli en auk þess viljum við öflugra frístundastarf fyrir börn í 5.-7. bekk. Við viljum bæta kjör kvennastétta í borginni. Slíkt er löngu tímabært og er hluti af jafnréttisstefnu flokksins á landsvísu. Þess vegna ætlar Viðreisn í Reykjavík að tryggja hækkun launa kennara til móts við annað háskólamenntað starfsfólk borgarinnar. Krefjist það sérstakra kjarasamninga við kennara þá erum við einfaldlega tilbúin í þá vegferð. Þá er einnig mikilvægt að veita kennurum og skólastjórnendum faglegt frelsi og svigrúm til starfa sinna, til

dæmis með fjármagni til skólaþróunar en einnig með fjárveitingu til þriggja ára í stað eins.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Einfaldari samgöngur Við í Viðreisn viljum borg sem er fjölbreytt, græn og skilvirk. Við teljum að í skipulagi borgarinnar sé mikilvægt að byggð, náttúra og samgöngumannvirki fléttist saman og myndi sterka mannvæna heild. Við viljum efla og þétta hin svokölluðu úthverfi og þannig tengja borgina okkar betur sem eina heild, enda mættilíkja henni við óklárað bútasaumsteppi eins og staðan er í dag. Samhliða aukinni samfellu í skipulagi borgarinnar leggjum við einnig ríka áherslu á stórbætt samgöngukerfi því það eitt að koma sér á milli staða er svo sannarlega einn af þessum hversdags-

legu hlutum sem á að vera einfaldur og þægilegur. Við leggjum meðal annars áherslu á aukna tíðni Strætó og uppbygginu Borgarlínu auk frekari uppbyggingar og viðhalds göngu- og hjólastíga. Með bættri þjónustu við fjölbreytta samgöngumáta fá íbúar raunverulegt val sem skapar pláss fyrir alla á götum borgarinnar og gerir hana fjölbreyttari, umhverfisvænni og betri. Ekki lengur biðlistalíf Við viljum einfaldri og skilvirkri stjórnsýslu og ætlum að útrýma löngu úreltri biðlistamenningu borgarinnar. Við viljum borg sem þjónustar fólk í stað þess að flækjast fyrir því. Boðleiðir eiga að vera skýrar og hugsa þarf í langtímalausnum í stað þess að halda áfram að plástra laskað kerfi. Samtal borgarstjórnar og íbúa þarf að vera opnara og án milliliða. Þess vegna leggjum við áherslu á að borgarfulltrúar og stjórnendur borgarinnar standi reglulega vaktina í þjónustuveri borgarinnar og heyri þannig betur hvaða þjónustu er kallað eftir hverju sinni. Við megum aldrei gleyma því að Reykjavíkurborg er fyrst og fremst þjónustuaðili sem á að veita borgarbúum góða þjónustu. Við í Viðreisn leggjum mikla áherslu á gegnsæi í störfum okkar og kynntum því ekki bara stefnu heldur sýndum á spilin samtímis. Þannig sýnum við hvernig við ætlum að fjármagna kosningarloforðin okkar. Stefna Viðreisnar er því ekki innantóm loforð heldur ábyrg og raunhæf aðgerðaáætlun sem við erum stolt af. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 07/05/18 17:33 Page 19

19

GV

Fréttir

Volvo XC40 ,,bíll ársins 2018” í Genf - einstaklega skemmtileg hönnun Það eru spennandi tímar hér hjá Volvo. Það er komið að því að frumsýna Volvo XC40 og það í nýjum og glæsilegum sýningarsal Volvo. Nýi sýningarsalurinn er gerður samkvæmt ýtrustu kröfum Volvo enda á sama Volvo upplifun að vera um allan heim. Framúrstefnuleg hönnunin og nýstárleg tæknin gera þennan XC40 jeppa alveg einstakan. Hann er einstaklega skemmtilega hannaður þar sem hvert rými er úthugsað. Hann hefur einfaldlega allt sem þú þarft og engu ofaukið. Það verður sérstakt First Edition tilboð er í gangi á fyrstu XC40 bílunum og því til mikils að vinna að koma, sjá, reynsluaka og upplifa Volvo á laugardaginn 28. apríl.

Þekktir atvinnumenn leiðbeina í Körfuboltabúðum Fjölnis í sumar.

Atvinnumenn leiðbeina hjá Fjölni í sumar:

Auka-æfing skapar meistara Körfubolti er ekki eingöngu vetraríþrótt eins og margir kunna að ætla. Vissulega fara öll helstu mótin fram yfir vetrartímann en hefðbundnar æfingar eru fram í lok maí, rétt eins og skólaárið. Keppni er lokið hjá nokkrum yngri flokkunum og Íslandsmeistaratitlar þegar komnir í hús. Möguleikar á fleiri titlum eru til staðar í nokkrum aldursflokkum. Það er mjög blómlegt starf í gangi hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis. Þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér. Máltækið ,,Æfingin skapar meistarann” þekkja flestir en Fjölnismenn taka það aðeins lengra og segja að ,,auka æfingin” skapi meistara. Það er líka svo gaman í körfu. Í öllum hverfum má sjákörfuboltaspjöld við skólana, við heimilin og auðvitað í íþróttahúsum. Þegar

sól hækkar á lofti og það hlýnar, þá fyllast þessir staðir af hressum krökkum til að skjóta á körfu. Kærkomin tilbreyting frá skjásporti símanna. Það er alltaf pláss fyrir nýja iðkendur hjá Fjölni. Í maí geta krakkar úr Grafarvogi og öðrum hverfum æft körfubolta endugjaldslaust. Ný æfingatafla er í gildi í maí og má finna hana inni á fjolnir.is/karfa sem og Facebook síðunni Fjölnir Karfa. Í júni hefjast síðan hinar vinsælu Körfuboltabúðir Fjölnis. Þær verða starfræktar frá 11.júní - 4.júlí og verða í umsjá Ægis Þórs Steinarssonar og Heiðrúnar Kristmundsdóttur. Þau eru bæði atvinnumenn í íþróttinni á Spáni þar sem þau eru búsett. Ægir sem leikmaður hjá Tau Amics og Heiðrún sem þjálfari hjá NBF Castellón. Ægir

Volvo XC40 hefur unnið til margra verðlauna en meðal annarra var Volvo XC40 valinn ,,Bíll ársins í Evrópu 2018” á bílasýningunni í Genf. Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Einnig vann Volvo XC40 ,,Bíll ársins" af WhatCar? Þessi verðlaun undirstrika hversu glæsilegur og frábær bíll XC40 er. Sjón er sögu ríkari!

er uppalinn Fjölnismaður og hefur verið landsliðsmaður Íslands undanfarin ár. Heiðrún er fyrrum leikmaður og þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR. Námskeiðin eru viku í senn og mismunandi áherslur eftir vikum, boltatækni, skottækni, varnarleikur, boltaskrín og spil. Einnig er von er á gestaþjálfurum í heimsókn svo þetta verður spennandi dagskrá. Námskeiðin eru fyrir allan aldur og fer skráning fram á iðkendaskráningu Fjölnis á fjolnir.felog.is Við hvetjum börn og ungmenni til að stunda íþróttir. Koma á æfingar, stækka vinahópinn og vaxa og dafna í heilbrigðri hreyfingu. Það eru allir velkomnir að æfa körfubolta með Fjölni. #Allir í körfu.

Volvo XC40 er sérlega glæsilegur bíll.


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/18 16:02 Page 20

20

GV

Fréttir

Framtíð okkar er í veði

Huppa mælir með í maí

- eftir sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur

Það er orðið algeng sjón að sjá fólk á förnum vegi að tína rusl. Ýmis nýyrði hafa sprottið upp, tengd þessari iðju, eins og að plogga og plokka, sem tengist því að fólk fer út að ganga eða hlaupa og tínir um leið rusl. Við verðum sífellt meðvitaðri um hversu mikilvægt það er að hugsa um umhverfið okkar. Ekki bara nærumhverfið, heldur gerum við okkur líka grein fyrir því að við erum hluti af hinni stóru heild sem er jörðin okkar og allt sem á henni vex og grær. Í sköpunarsögu Biblíunnar er sagt frá því að Guð hafi litið yfir allt sem hann skapaði og ,,sá að það var harla gott“. Svo gaf hann manneskjunni jörðina sem heimkynni. Í gegnum tíðina höfum við því miður túlkað orðin í sköpunarsögunni þannig að við megum fara með

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

jörðina eins og okkur þóknast, hún eigi að vera okkur ,,undirgefin“ og við eigum að ,,drottna yfir henni“. En kristin trú leggur áherslu á að við eigum að vera ráðsmenn Guðs á jörðinni, við höfum fengið hana til umsjónar, og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvið berum ábyrgð gagnvart vossókn. Guði og hvert öðru á því að skálarnar og hefur staðið fyrir og tekið fara vel með gjafir hennar. þátt í málþingum og ráðstefnum um Ekki síst berum við ábyrgð gagn- loftslagsmál og umhverfismál og það vart komandi kynslóðum, börnum er verkefni okkar í nærsöfnuðunum að okkar og barnabörnum, sem munu taka virkan þátt í umhverfisvernd á þurfa að glíma við ýmis vandamál allan þann hátt sem við getum. sem við höfum búið til með rányrkju Við þurfum öll að hjálpast að og og græðgi. Og við stöndum nú þegar frammi fyrir ógnvænlegum vanda- gera það sem við getum til að jörðin málum sem við þurfum öll að standa okkar verði áfram ,,harla góð“. Framtíð okkar er einfaldlega í veði. saman til að leysa. Kirkjan vill leggja sitt lóð á vogar-

sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

Grafarvogskirkja.

AB varahlutir ehf - 567 6020 - ab@ab.is - ab.is

GV - ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 05/05/18 00:19 Page 21

21

GV

SUMARSMIÐJUR 2018

Frétt­ir

Grafarvogurinn­út um­glugga­6-unnar Strætóleið 6 eða 6-an eins og flestir þekkja hana er ein af lífæðum Grafarvogs. Hún flytur Grafarvogsbúa milli staða í hverfinu en einnig út úr því til annara staða í Reykjavík. Maður hittir mikið af Grafavogsbúum í 6-unni. Á morgnana flytur hún framhaldsskólanema í skóla innan sem utan Grafarvogs, þreytta háskólanema í HÍ og HR og fullorðið fólk til vinnu. Hún flytur íbúana úr Grafarvogi niður Miklubrautina, hratt fram hjá umferðinni á strætóreinum og niður í bæ. Á leiðinni tínast þeir svo út stopp eftir stopp. Seinni partinn snýst þetta við. Flestir snúa þá aftur heim með 6-unni í Grafarvoginn, þótt að háskólanemar og ungt fólk standi oftar meira fyrir kvöldumferðinni. Á milli þessa tveggja háannatíma má sjá grunnskólanema nota 6-una til að koma sér til og frá frístundastarfi. Hvort sem það eru íþróttaæfingar í Egilshöll eða Dalhúsum, skólahljómsveitaræfingar í Húsaskóla eða skátastarf í Foldahverfi þá flytur 6-an unga Grafarvogsbúa þangað og síðar aftur heim. Kraftmikil uppbygging Ég hvet alla Grafarvogsbúa til að skoða hverfið okkar út um gluggann á 6-unni; láta bílstjórann um aksturinn og einbeita sér að hverfinu og mannlífi þess. Þá gefst tækifæri til að fylgjast með mikilli uppbyggingu sem nú á sér stað í Grafarvogi- á íþróttamannvirkjum við Egilshöll, nýju stúkunni við Fjölnisvöllinn, flutningi bókasafnsins í Spöngina og nú síðast uppbyggingu íbúðarhús við Móaveg þar sem nýlega hófust framkvæmdir við rúmlega 150 íbúðakjarna. Þetta eru bara nokkur dæmi um þá kraftmiklu uppbyggingu sem við sjáum nú í öllum hlutum borgarinnar. 6-an verður stór En nú er kominn tími til að 6-an, ein af lífæðum Grafavogs fari að stækka og þroskast. Næsta skref fyrir Reykjavík er stærri og kraftmeiri Borgarlína sem vinnur með strætóleiðum sem áfram munu ganga um hverfis borgarinnar. Skýr framtíðarsýn í samgöngumálum er eitt af því sem dró mig inn í starf Samfylkingarinnar. Núverandi meirihluti, undir forustu Samfylkingarinnar, hefur sýnt að hann er tilbúinn í þær breytingar sem þurfa að verða í samgöngumálum borgarinnar. Þar má telja upp aukna tíðin strætóleiða, svo sem 6-unnar á 10 mínútna Ásmundur Jóhannsson. fresti, aukinn forgangsakstur og upphaf næturstrætó. Það síðastnefnda hefur haft einna mest áhrif á mig sem ungan háskólanema og það sama við um annað ungt fólk í borginni, sérstaklega þau okkar sem búa í úthverfunum. Stúdentaíbúðir rísa Annað mál, sem stendur ungu fólki nærri, sem núverandi meiri hluti hefur staðið aðr aukin uppbygging stúdentaíbúða í samstarfi við Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Hefur Reykjavík þannig eitt sveitarfélaga leitt þá þróun að gera stúdentaíbúðir að raunverulegum valkosti fyrir námsmenn með uppbyggingu á 1340 slíkum íbúðum. Bættar almenningssamgöngu er nauðsynlegur þáttur í því að gera hverfi í Reykjavík sjálfbærari og skemmtilegri og Samfylkingin hefur blásið til sóknar á þessu sviði. Ég hvet þig til að kjósa Samfylkinginu í borgarstjórnarkosningunum í vor. Áfram Reykjavík!

FYRIR 10-12 ÁRA (FÆDD 2005-2007) FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN GUFUNESBÆR Vika 1: 11. – 15. júní Mánudagur Mánudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Fimmtudagur Föstudagur Vika 2: 18. – 22. júní Mánudagur Mánudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Fimmtudagur Föstudagur Föstudagur Vika 3: 25. – 29. júní Mánudagur Mánudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Fimmtudagur Föstudagur Vika 4: 2. – 6. júlí Mánudagur Mánudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Fimmtudagur Föstudagur Vika 5: 09. – 13. júlí Mánudagur Mánudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Fimmtudagur Föstudagur

Ásmundur Jóhannsson, íbúi Staðarhverfis í Grafarvogi, nemi og frambjóðandi í 17. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík

11. júní 11. júní 12. júní 12. júní 13. júní 14.júní 14.júní 15.júní

kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-15:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-14:00 kl. 09:00-12:00

Brönsgerð/dögurður Klifur, útieldun og leikir Heimsókn í Þjóðleikhúsið Lasertag í Skemmtigarðinum Hjólaferð, sund og ís Snúðabakstur Ratleikur á Árbæjarsafni Hellaferð

18. júní 18. júní 19. júní 19. júní 20. júní 21. júní 21. júní 22. júní 22. júní

kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-15:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 10:00-11:30 kl. 11:30-13:00

Perluskálar og skartgripagerð Pizzugerð á Dominos Grímurgerð Nerf Terf Gufuneseyjan Kleinuhringjagerð Hip Hop Dans Brjóstsykursgerð hópur 1 Brjóstsykursgerð hópur 2

25. júní 25. júní 26. júní 26. júní 27. júní 28. júní 28. júní 29. júní

kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-15:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 11:00-14:00

Slímgerð og tilraunir Blind Tasting og nammismakk Tie Dye og bolamálun Húsdýra og fjölskyldugarðurinn Siglunes og Nauthólsvík Badminton Konfektgerð Skypark

2. júlí 2. júlí 3. júlí 3. júlí 4. júlí 5. júlí 5. júlí 6. júlí

kl. 09:00- 12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-15:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-12:00

Listasmiðja Tarzanleikur og Booztgerð Bollakökubakstur & skreytingar Fótboltagolf og minigolf Viðeyjarferð Master Chef Italiano Veiðiferð Bogfimi

9. júlí 9. júlí 10. júlí 10. júlí 11. júlí 12. júlí 12. júlí 13. júlí

kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 kl. 09:00-15:00 kl. 09:00-12:00 kl. 13:00-16:00 Kl. 09:00-12:00

Stuttmyndagerð með Ipad Frisbígolf og grillaðir eftirréttir Spilasmiðja Sushigerð Ferð í dýragarðinn Slakka Sverðagerð Bubblebolti Lokahátíð

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

NÁNARI UPPLÝSINGAR www.gufunes.is OG www.fristund.is FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN GUFUNESBÆR SÍMI 411 5600

GOTT NÁM Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Borgarholtsskóli er fjölbreyttur og framsækinn skóli sem leggur áherslu á að allir fái nám við sitt hæfi. Boðið eru upp á margar námsleiðir í bóknámi, listnámi, iðnnámi og starfsnámi.

AFREKSÍÞRÓTTIR

LISTNÁMSBRAUT TIL STÚDENTSPRÓFS

BÍLTÆKNIBRAUTIR

MÁLM- OG VÉLTÆKNIBRAUTIR

BÓKNÁM TIL STÚDENTSPRÓFS

SÉRNÁMSBRAUT

FRAMHALDSSKÓLABRAUT

FÉLAGSVIRKNIOG UPPELDISSVIÐ

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur til 13. apríl. Lokainnritun 10. bekkinga verður 4. maí – 8. júní. Innritun annarra nema en 10. bekkinga stendur til 31. maí. Nánar á www.menntagatt.is

www.bhs.is


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/18 15:14 Page 22

22

GV

Fréttir

Björt 3ja herbergja íbúð við Hamravík - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11

Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir bjarta þriggja herbergja íbúð með bílskúr að Hamravík 38. Komið er inn í litla forstofu. Gengt forstofunni er eldhús með borðkrók en á hægri hönd er svefnherbergisgangur þar sem eru tvö góð svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Á vinstri hönd er stofa og borðstofa. Nánari lýsing Eldhús er með góðum innréttingum og borðkrók, parket er á gólfi. Stofa og borðstofa eru rúmgóðar og gengt er út á suðvestur svalir úr stofu, parket er á gólfum. Herbergin eru rúmgóð með innbyggðum skápum og parketi á gólfum. Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa og baðkari, upphengdu salerni og innréttingu við vask. Þvottahús er rúmgott og gólf flísalagt. Bílskúrinn er mjög snyrtilegur og upphitaður.

Hafið samband við Árna á arni@fmg.is og í síma 898-3459 og Sigurð á sigurdur@fmg.is og í síma 868-4687 eða Stellu á

stella@fmg.is og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.

Stofa og borðstofa eru rúmgóðar.

Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa og baðkari, upphengdu salerni .

Þjónustuverkstæði Arctic Trucks stækkar! Arctic Trucks er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Toyota á Íslandi. Nú höfum við stækkað þjónustuverkstæðið okkar og bjóðum því aukna þjónustu við alla Toyota eigendur, hvort sem þú ekur um á Yaris eða Land Cruiser. Leitaðu ekki langt yfir skammt - komdu á Kletthálsinn!

Almennar bílaviðgerðir

Eldhús er með góðum innréttingum og borðkrók, parket er á gólfi.

Þjónustuskoðanir Smurþjónusta Hjólastillingar Hjólbarðaverkstæði

Arctic Trucks notar aðeins olíur frá Motul.

Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is

®

EXPLORE WITHOUT LIMITS

Nóg pláss er í rúmgóðri stofunni.

H^\gcHiZaaV :^cVghY‹ii^g

AŽ\\^aijg[VhiZ^\cVhVa^

Sigurður Nathan Jóhannesson Löggiltur fasteignaog skipasali 868-4687

Árni Þorsteinsson Rekstrarhagfræðingur M.Sc. Löggiltur fasteigna- og skipasali Gsm 898 3459

DÍSABORGIR - 4ra HERB. Mjög góð 4ra herbergja endaíbúð með sérinngangi af opnum svalagangi. Suður svalir, Þrjú góð svefnherbergi. Íbúðin er 93,4 fm á 2.hæð og geymslan sem er á 1.hæð er 3,0 fm. Samtals er eignin því 96,4 fm. LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

H†b^*,*-*-*

HeŽc\^c(,!'#]¨Â#&&'GZn`_Vk†` Spöngin 11 - 112 Reykjavík H†b^*,*-*-*#;Vm*,*-*-+ Sími 575 8585. Opið 10-17 mán.-föst

Við bjóðum Árna Þorsteinsson velkominn til starfa

LAUFENGI - STÓR 3ja HERBERGJA Falleg 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í tveggja hæða húsi með suð-vestursvölum. Eignin er skráð 95,9 fermetrar þar af er 5,2 fm geymsla. FALLEGAR INNRÉTTINGAR OG GÓLFEFNI. LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

ÞÓRUSTÍGUR NJARÐVÍK SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR

STÓRAGERÐI - 4ra HERBERGJA

Neðri sérhæð í tvíbýli að Þórustíg Njarðvík eignin er 130,1 fm, íbúðin 93,1 fm og bílskúr 37,0 fm. Nýjar innréttingar og gólfefni.

Falleg 103 fm íbúð með frábæru útsýni á þessum vinsæla stað. Þrjú svefnherbergi.

]Xjk\`^eXjXc Xeˆ ˆel_m\i]`

SPÓAHÓLAR 2-3ja HERBERGJA Falleg 56,4 fm íbúð í litlu fjölbýli við Spóahóla. Tvö svefnherbergi, ágætlega rúmgóð stofa, eldhús og baðherbergi, eign sem hefur fengið mjög gott viðhald að utan.

lll#[b\#^h


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/18 15:19 Page 23

Kirkjufréttir Uppstigningardagur 10. maí - Dagur eldri borgara Guðsþjónusta kl. 14:00 þar sem eldri borgurum er sérstaklega boðið að taka þátt. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari og séra Sigurður Grétar Helgason prédikar. Boðið verður upp á kaffi eftir messu. Barnakóraveisla 12. maí Laugardaginn 12. maí kl. 14:00 verður blásið til barnakóraveislu í tilefni hækkandi sólar. Fjöldi barna sameinar krafta sína en fram koma Barnakór Grafarvogskirkju, Barnakór Guðríðarkirkju og Barnakór Fríkirkjunnar í Reykjavík. Meðleikur: Gunnar Gunnarsson á píanó og Gísli Páll Karlsson á slagverk. Kórstýrur: Álfheiður Björgvinsdóttir, Ásbjörg Jónsdóttir, Sigríður Soffía Hafliðadóttir og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir. Vorhátíð barnastarfsins 13. maí Sunnudagaskóli og vorhátíð sunnudaginn 13. maí kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Barnakór Grafarvogskirkju flytur nokkur falleg lög. Grillaðar pylsur og hoppukastali. Aðalsafnaðarfundur Grafarvogssóknar Aðalsafnaðarfundur Grafarvogssóknar verður haldinn þriðjudaginn 15. maí 2018, kl. 17:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kirkjunnar. Safnaðarfélag Grafarvogskirkju Safnaðarfélagið stendur fyrir vorferðalagi 31. maí kl. 19:30 frá Grafarvogskirkju. Það verður rútuferð um hverfið með leiðsögn, rætt um gömul lögbýli og sögu Grafarvogs til dagsins í dag. Gönguhópur Safnaðarfélagsins verður með göngur 12. maí, 26. maí og 9. júní. Prjónaklúbbur Prjónaklúbburinn verður með Eurovision-prjón 10. maí. Prjónafundir verða 17. og 31. maí á neðri hæð kirkjunnar. Sumarfundir verða júní-ágúst. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Facebooksíðu Safnaðarfélagsins. Siglfirðingamessa 27. maí Siglfirðingafélagið býður til guðsþjónustu í Grafarvogskirkju 27. maí kl. 14. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karls Helgudóttir þjóna ásamt Siglfirðingum. Eftir guðsþjónustuna verður hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Grafarvogsdagurinn 3. júní Sunnudaginn 3. júní verður helgistund við naustið kl. 10 og sjómannamessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Boðið verður upp á gæludýrablessun í Kirkjuselinu kl. 13. Prestar safnaðarins taka fagnandi á móti gæludýrum og eigendum þeirra. Helgihald yfir sumartímann Frá 1. maí og – 1. september verða guðsþjónustur á hverjum sunnudegi í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Selmessur hefjast á ný fyrsta sunnudag í september.

Prestar safnaðarins Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur gudrun@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur arna@grafarvogskirkja.is Sigurður Grétar Helgason prestur sigurdur@grafarvogskirkja.is Grétar Halldór Gunnarsson prestur gretar@grafarvogskirkja.is Sími: 587 9070 Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is Likesíða facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!


Árbæ 9. tbl. okt._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/18 13:57 Page 22

Sjálfstæðari hverfi – borg sem þjónar þér Íbúðir fyrir ungt fólk á viðráðanlegu verði Greiðar og vistvænar samgöngur Leikskólapláss fyrir öll 18 mánaða börn Hrein borg – tökum til í Reykjavík

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 5.tbl 2018  

Grafarvogsblaðið 5.tbl 2018  

Profile for skrautas
Advertisement