Page 1

GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 02:35 Page 1

Graf­ar­vogs­blað­ið 1. tbl. 29. árg. 2018 - janúar

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Ódýri ísinn

FFrá rá kl.

111-16 1-16

Hádegistilboð Há ádegistilboð LÍTIL PIZZA af matseðli og 0,33 cl gos

1.000 KR.

MIÐSTÆRÐ MIÐST TÆRÐ af matseðli og 0,33 cl gos

1.500 KR.

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Mikið fjölmenni mætti að venju á þrettándagleðina í Gufunesi.

Fjölmenn þrettándagleði í Grafarvogi Mjög góð stemning var á þrettándagleðinni við Gufunesbæinn laugardaginn 6. janúar þegar haldin var árleg brenna á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs og frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar í samstarfi við Íslenska gámafélagið, Skólahljómsveit Grafarvogs, Hjálparsveit skáta í Reykjavík, Korpúlfa, foreldrafélag skólahljómsveitarinnar, leikfélag Borgarholtsskóla og hverfastöðina.

Við Hlöðuna í Gufunesbæ var hægt að fá sér kakó og vöfflur. Harmonikkuleikur tók á móti fólki, nemendur úr Rimaskóla voru með andlitsmálun fyrir börn og álfar og jólasveinar brugðu á leik með gestum. Þá lék Skólahljómsveit Grafarvogs nokkur vel valin lög og trommaði taktinn að brennunni í fylgd álfadrottningar og kóngs. Ingó veðurguð tók á móti fólkinu og hélt uppi jóla-

og áramótastuði í samstarfi við börnin. Fjöldi fólks lagði leið sína á brennuna í frábæru veðri. Herlegheitunum lauk formlega með glæsilegri flugeldasýningu. Aðstandendur vilja færa öllum þeim sem á einhvern hátt komu að þessum viðburði og studdu hann bestu þakkir, þar á meðal Landsneti, SORPU, Faris og Skeljungi.

bfo.is b fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W W[d5W[d#^h [d5W[d#^h

ði ! Nýr mi

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

]X j k \ ` ^ eX $ j X c X e ˆ  ˆ e l _ m \ i] ` Spöngin 11

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

HeŽc\^c(,!'#]¨Â &&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-* ;Vm*,*-*-+

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

lll#[b\#^h

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GATA) GA AT TA) · 200 KÓP KÓPAVOGI AVOGI · SÍMI: 567 7360

Gjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn veiðimanna á boxin - Persónuleg og falleg gjöf Íslenskt birki

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

,,Mahoný’’


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 03:29 Page 2

2

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 698-2844 og 699-1322. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 - 699-1322 - gv@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Einar Ásgeirsson og fleiri. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112. Flottur hópur verðlaunahafa hjá Fjölni. Andrea og Þórður Ingi eru við hlið formannsins Jóns Karls Ólafssonar.

Gleðilegt ár

Íþróttamaður og kona ársins hjá Fjölni:

Árið sem nú er farið af stað verður vonandi skemmtilegt og gott ár eins og það síðasta. Það gerðust margir skemmtilegir hlutir á liðnu ári eins og gengur og ef grannt er skoðað gerðust líka daprir hlutir. Þannig verður þetta víst alltaf. Það skiptast á skin og skúrir. Um þetta leiti eru 25 ár liðin síðan núverandi aðstandendur Grafarvogsblaðsins hófu að gefa það út. Aldarfjórðungur. Við vorum til þess að gera nýflutt í okkar fyrstu íbúð í janúar 1993 þegar ég sat við eldhúsborðið og fletti GV blaðinu eins og mig minnir að það hafi heitið þá. Í litlum ramma á bls. 2 var auglýst eftir ritstjóra. Ég var þá starfandi blaðamaður á gamla góða DV og launin þar voru ekki til að hrópa húrra fyrir frekar en á öðrum fjölmiðlum í þá daga. Ég skilaði inn umsókn og skömmu síðar var ég farinn að leggja drög að útgáfu blaðsins. Ungri fjölskyldu í sínum fyrstu húsnæðiskaupum veitti ekki af auka innkomu og mikið var á sig lagt til að ná endum saman. Allt hefur þetta gengið sæmilega. Blaðið hefur braggast með vaxandi byggð og máttur þess aukist jafnt og þétt. Núna þegar þessi aldarfjórðungur er svo gott sem liðinn er undarlegt til þess að hugsa hve stutt er síðan að tæknin tók völdin í blaðaútgáfu hérlendis og farið var að vinna blöð á tölvur. Skrifa efni á tölvur, vinna myndir í tölvum og setja upp blaðsíður í tölvum. Það er ekki lengra síðan en 1993 að ég teiknaði síðurnar í blaðið með tússpennum á pappír, hverja einustu síðu fyrir sig. Allar myndir bárust í prentsmiðjuna á pappír. Öll prentvinna hefur tekið ótrúlegum breytingum á stuttum tíma. Í dag getur útgefandi Grafarvogsblaðsins þess vegna unnið blaðið frá a til ö nánast hvar sem er í heiminum. Það eina sem þarf að vera til staðar er sæmilegt netsamband og það er nánast alls staðar fyrir hendi í dag þó hægt gangi enn að ,,dekka” síðustu blettina á landsbyggðinni. Það hefur lengi verið fullyrt að prentmiðlar heyri brátt sögunni til. Það getur átt við um einhverja prentmiðla en ekki um hverfablöð í Reykjavík. Þau eiga eftir að halda velli og alveg örugglega braggast enn frekar ef stjórnvöld fara að skapa fyrirtækjunum sem blöðin reka viðunandi rekstrarskilyrði. Stef­án­Krist­jáns­son,­rit­stjóri­Graf­ar­vogs­blaðs­ins

gv@skrautas.is

Andrea og Þórður Ingi Val á íþróttakonu og íþróttakarli Fjölnis 2017 og fjölnismanni ársins 2017 fór fram um áramótin. Þetta er í fyrsta skipti sem íþróttakona og íþróttakarl Fjölnis eru valin. er Íþróttakona Fjölnis 2017 Andrea Jacobsen, handknattleiksdeild. Íþróttakarl Fjölnis 2017 er Þórður Ingason, knattspyrnudeild. Fjölnismaður ársins 2017 er Óskar Hlynsson, frjálsíþróttadeild Íþróttafólk ársins 2017 í deildunum: Fimleikadeild: Íþróttakona ársins er Þórhildur Rósa Sveinsdóttir. Íþróttakarl ársins er Elio Mar Rebora. Frjálsíþróttadeild Íþróttakona ársins er Arndís Ýr Hafþórsdóttir. Íþróttakarl ársins er Bjarni Anton Theódórsson. Handknattleiksdeild Íþróttakona ársins er Andrea Jacobsen. Íþróttakarl ársins er Kristján Örn Kristjánsson. Karatedeild Íþróttakona ársins er Sunna Rut

Guðlaugsdóttir. Íþróttakarl ársins er Gústaf Karel Karlsson. Knattspyrnudeild Íþróttakona ársins er Íris Ósk Valmundsdóttir. Íþróttakarl ársins er Þórður Ingason. Körfuknattleiksdeild Íþróttakona ársins er Berglind Karen Ingvarsdóttir. Íþróttakarl ársins er Alex-

ander Þór Hafþórsson. Skákdeild Íþróttakona ársins er Nansý Davíðsdóttir. Íþróttakarl ársins er Davíð Kjartansson. Sunddeild Íþróttakona ársins er Steingerður Hauksdóttir. Íþróttakarl ársins er Jón Margeir Sverrisson.

Íris Ósk Valmundsdóttir er íþróttakona árins hjá knattspyrnudeild Fjölnis.

Næturakstur Strætó:

106 í Grafarvog Næturakstur Strætó hófst helgina 13. og 14. janúar. Sex leiðir (vagnar númer 101, 102, 103, 105, 106 og 111) munu almennt sinna næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur aðfararnætur laugar- og sunnudaga. Leiðirnar munu aka á um það bil klukkutíma fresti eða frá klukkan 01:00 til um 04:30. Næturaksturinn hefur það í för með sér að leigubílstjórar geta ekki nýtt sér biðstöð strætisvagna við Lækjartorg (sérrein til suðurs) um helgar frá kl. 01-04 eins og tíðkast hefur undanfarið. Mikill fjöldi fólks notfærð sér næturakstur Strætó um liðna helgi.

Helgafell fasteignasala · Stórhöfða 33 · 110 ReykjavíkS. 566 0000 · www.helgafellfasteignasala.is Knútur Bjarnason, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

KÆRU GRAFARVOGSBÚAR LINDA BJÖRK INGVADÓTTIR

Við bjóðum ykkur: Frítt söluverðmat · Fagljósmyndun Vönduð og fagleg vinnubrögð

Í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala

868 7048 Linda@helgafellfasteignasala.is

HÓLMAR BJÖRN SIGÞÓRSSON Í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala

Við erum Grafarvogsbúar, fögnum nýjum viðskiptavinum úr okkar hverfi.

893 3276 Holmar@helgafellfasteignasala.is


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/01/18 11:27 Page 5

Meira sælkera

Opið í Spönginni 8-24 alla daga


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/01/18 11:48 Page 4

4

Fréttir

GV Góðgerðamarkaður Tígrisbæjar:

Allur ágóðinn til Hringsins Í Frístundaheimilinu Tígrisbæ við Rimaskóla voru það nokkrir viðburðir sem stóðu upp úr á síðasta ári. Ber þar helst að nefna réttindagönguna sem 3. og 4. bekkur héldu af stað í ásamt börnum frá öllum frístundaheimilum Gufunesbæjar. Börnin höfðu fengið fræðslu um réttindi barna út frá greinum Barnasáttmálans og bjuggu í framhaldi til skilti með þeim réttindum sem þeim þóttu mikilvæg. Ótrúlega kröftugt og ekki síður mikilvægt verkefni sem gaman var að fást við með börnunum. Þá var hinn árlegi

góðgerðamarkaður á sínum stað og eins og fyrri ár rann allur ágóðinn til Barnaspítala Hringsins. Allir aldurshópar í Tígrisbæ tóku þátt í að útbúa varninginn og elstu tveir árgangarnir sáu um söluna og stóðu sig með prýði, það vel að allar okkar vörur seldust upp. Júlíus Helgi var svo dreginn í það verðuga verkefni að afhenda ágóðann til Barnaspítala Hringsins. Hann, ásamt börnum frá hinum frístundaheimilunum fengu góðar móttökur á Barnaspítalanum. Börnin skreyttu svo piparkökur í desember, fóru í samvinnuleiki, fengu fræðslu um einelti, léku sér úti í snjónum, og fóru í hinar ýmsu smiðjur sem

voru á boðstólum daglega. Á nýju ári hefur verið nóg um að vera hjá krökkunum í Tígrisbæ, enda alltaf líf og fjör á stærsta frístundaheimili Gufunesbæjar. Það sem þau hafa fengist við síðustu daga er að búa til kókoskúlur, baka pizzur og nýverið komu til okkar danskennarar frá Dansgarðinum þar sem farið var í leiki og dans kenndur. Nýverið var fjárfest í nýju fótboltaspili sem hefur vakið mikla lukku, sérstaklega hjá börnunum í 2. bekk. Þá voru keypt ný spil og segulkubbar sem virðast ætla að slá algjörlega í gegn. Kröftugir og kátir krakkar í Tígrisbæ.

Öflugt þriðja og fjórða bekkjarstarf Tígrisbæjar Krakkarnir í 3.-4. bekk í Tígrisbæ höfðu nóg fyrir stafni í desember þar sem ákveðið var að búa til jóladagatal fyrir hópinn. Byrjað var á því að halda barnafund með hópnum þar sem hver og einn fékk að koma með tvær hugmyndir sem skrifaðar voru niður á blað. Í framhaldi var búið til lítið og krúttlegt dagatal og á hverjum degi var ,,gluggi opnaður” þar sem miði var tekinn upp úr umslagi og viðfangsefni dagsins lesið upp. Það var því gaman að sjá gleði barnanna og breið bros þegar hugmyndir þeirra urðu að veruleika. Dagarnir í desember voru því fjölbreyttir og eðlilega var spurt á hverjum degi hvað yrði í dagatalinu þann daginn. Börnin fengu að föndra, gera jólaskraut, lita jólamyndir, baka pizzu, fengu frostpinna, máluðu piparkökur, horfðu á bíómynd og fengu popp með. Þau fengu einnig nýjar bækur, nýja hljóðnema og ný spil. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað það ríkir mikil lestrarmenning í ár hjá hópnum, en þau óskuðu sjálf eftir nýjum Syrpum og bókum. Þá hafa þau einnig gaman af því að spila og skák var þar efst á lista, enda mikil skákmenning í Rimaskóla. Legó er líka alltaf vinsælt sem og skotbolti en alla daga er byrjað á skotbolta með hópnum og er það orðið órjúfanlegur þáttur með Tígris krökkunum okkar. Þá er gaman að segja frá því að þátttaka barna í þessum aldurshópum fer ört stækkandi sem við erum ákaflega stolt af.

Það er meira en nóg að gera hjá krökkunum í Tígrisbæ

KÍKTU VIÐ OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! PROOPTIK - SPÖNGINNI

SÍMI: 5 700 900 • PROOPTIK.IS SÍMI: 5 700 900 • PROOPTIK.IS


Árbæ 9. tbl. okt._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 14:37 Page 5


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 13:18 Page 6

6

GV

Fréttir

Sjálfstæði hverfanna - eftir Eyþór Arnalds

Grafarvogurinn er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur. Ef Grafarvogurinn væri sjálfstætt sveitarfélag væri það fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Samgöngur til og frá Grafarvogi eru þungar á morgnanna og síðdegis.

aukin gæði hverfanna í Reykjavík og jafna fjármagn til framkvæmda er að auka sjálfstæði hverfanna. Aukin sjálfstjórn í forgangsröðun fjárfestinga og aukið sjálfstæði í ákveðnum skipulagsmálum gæti bætt lífsgæði hverfanna.

Sundabraut hefur tafist í áratugi og Stórar borgir á við London og Brusbúið er að samþykkja skipulag sem gera sel eru með skipt svæði þar sem hvert hana 10 milljörðum dýrari en ella. Sá svæði hefur ákvarðanarétt um smærri reikningur lendir á Reykvíkingum. og stærri mál. Ég bjó sjálfur í London í Sú skoðun hefur eitt ár og upplifði komið fram að þar vel hvernig mitt Grafarvogur eigi að hverfi; St. Johns vera sjálfstætt sveitWoods var með arfélag, enda er sína aðalgötu, íbúafjöldinn og lega verslanir, veitGrafarvogs þannig ingastaði og aðra að slíkt væri möguþjónustu. legt. Hverfi og þorp Höfuðborgin hafa ákveðin Reykjavík á að láta lífsgæði sem hverfi borgarinar byggja á nánd íbúa njóta stærðarinnar og þjónustu. Ég er með góðum samsannfærður um að göngum og hagþað er hægt að auka kvæmni stærðarinnsérstöðu og gæði ar. hverfa, ekki síst Virkjum hverfin Eyþór Árnason tekur þátt í leiðtoga- Grafarvogs sem Ein leiðin til að kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næs- hefur mikla burði leysa úr læðingi tu borgarstjórnarkosningar. til þess.

Hressir kappar gæða sér á kræsingum á Ali Baba í Spönginni. Þar má fá mikið úrval af eðalréttum frá Sýrlandi og er ekki ofsagt að maturinn á Ali Baba komi á óvart. Staðurinn á 2ja ára afmæli í Spönginni í febrúar.

Alibaba í Spöng 2ja ára

,,Við höfum fengið mjög góðar móttökur á Íslandi og okkar viðskiptavinum líkar mjög vel við matinn sem við erum með á boðstólum,” segir Yaman Brikhan sem á og rekur veitingastðinn Ali Baba í Spönginni í Grafarvogi. Ali Baba er arabískur veitingastaður og Yaman rekur einnig slíkan veitingastað í Veltusundi. Nánar tiltekið er um sýrlensk-

an stað að ræða og er maturinn mjög góður og nokkuð frábrugðinn því sem við eigum að venjast. Það er mikill fjöldi rétta í boði á Ali Baba og þar er mikið úrval kjötrétta og grænmetisrétta í boði og einnig hægt að fá fisk og sallöt. Þá er í boði að gæða sér á hamborgurum og mikið úrval er af pizzum. ,,Fljótlega munum við bjóða upp á

djúpsteiktar kjúklingalundir sem hafa ekki fengist áður á Íslandi. Við reynum að veita mjög góð þjónustu og verðin okkar eru mjpg góð. Við erum til dæmis með á matseðlinum blandaðan kjötrétt alls um 500 grömm og hann kostar um tvö þúsund krónur með öllu meðlæti,” segir Yaman. Hægt er að borða á staðnum eða taka matinn með heim.

Eldgrillaður kjúklingur.

Eldgrillaður lambakjötsréttur.

Ali-baba-shawerma.

Grafarvogsblaðið Ritstjórn/Auglýsingar Sími 698-2844

VIÐ BÚUM TIL DRAUMASÓFANN ÚTSAL ÞINN A 10-50% AFSLÁ 900 útfærslur, Engin stærðartakmörk 3.000 tegundir af áklæðum

Basel

Lyon

TTUR

í janúa r

Kansas Kan

Milano

Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18

Laugardaga 11-15

Skoða ð úrvali u ðá

Patti.i

s

Húsgögn fyrir reksturinn Vönduð og endingargóð húsggögn fyrir reksturinn. Stólar, bekkir, borð, borðfætur o.m.fl. Hvort sem það er fyrir hótel, veitingastaði, veislusali, samkomuhús eða hvað sem er.

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 14:55 Page 7

i m r o f ð u a r b í Ís

,&

"

!

#

e k a Sh

(

&

#

"$

% "

70%-90% íbúa í Grafarvogi lesa Grafarvogsblaðið Þarft þú að koma skilaboðum áleiðis? Auglýsingin þín skilar árangri í G V

698-2844 / 6991322


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. JanĂşar.qxd 16/01/18 02:15 Page 8

8

GV

FrĂŠttir

LeiĂ°togaprĂłfkjĂśr SjĂĄlfstĂŚĂ°isflokksins laugardaginn 27. janĂşar:

BorgarstjĂłrn leggi meiri ĂĄherslu ĂĄ Grafarvoginn - eftir Kjartan MagnĂşsson borgarfulltrĂşa

ORĂ?AGULL ritlistarnaĚ mskeiĂ° Fimmtudaga frĂĄ 8. febrĂşar l 22. mars kl. 17-18.30 Allir velkomnir sem hafa ĂĄhuga ĂĄ aĂ° skrifa, skúuskĂĄld jafnt og Ăžau sem hafa komiĂ° upp Ăşr skúunni Ă“lĂśf SverrisdĂł$r leikkona leiĂ°beinir SkrĂĄning hjĂĄ Ă“lĂśfu ĂĄ olof.sverrisdo$r@reykjavik.is, sĂ­mi 664 7718 eĂ°a hjĂĄ starfsfĂłlki safnsins Ă­ sĂ­ma 411 6230 SpĂśnginni 41, sĂ­mi 411 6230 spongin@borgarbokasafn.is www.borgarbokasafn.is

DrĂĄttarbeisli

XQGLUĂ€HVWDUWHJXQGLUEtOD XQGLUĂ€HVWDUWHJXQGLUEtOD

Setjum undir ĂĄ staĂ°num VĂ?KURVAGNAR VĂ?KUR VAGNAR EHF EHF. F.

VĂ­kurvagnar ehf. | HyrjarhĂśfĂ°a 8 | 110 ReykjavĂ­k SĂ­mi 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Ég sÌkist eftir leiðtogasÌti í prófkjÜri SjålfstÌðisflokksins laugardaginn 27. janúar nk. HÊr mun Êg gera grein fyrir helstu åherslum og fjalla um nokkur mål sem Êg hef unnið að í Grafarvogi. Eystri hverfi Reykjavíkur få of litla athygli hjå núverandi meirihluta borgarstjórnar að mínu mati og eru jafnvel tÜluð niður af sumum borgarfulltrúa hans. Ég bjó eitt sinn í Grafarvogi og í stÜrfum mínum sem borgarfulltrúi hef Êg unnið að fjÜlmÜrgum målefnum hverfisins. Ég Þakka Grafarvogsbúum fyrir fjÜlmargar åbendingar sem Êg hef m.a. nýtt Þegar Êg hef gengist fyrir sÊrstÜkum umrÌðum um hverfið í borgarstjórn. HúsnÌðismål: Ég vil gera sem flestum kleift að eignast eigið húsnÌði å viðråðanlegu verði, ekki síst ungu fólki sem vill komast úr foreldrahúsum og stofna eigið heimili. HúsnÌðisstefna núverandi vinstri meirihluta byggist å lóðaskorti sem leiðir af sÊr of hått húsnÌðisverð. Borgin å að stórauka framboð lóða å hagstÌðu verði í nýjum hverfum og bÌta Þannig úr ófremdaråstandi å húsnÌðismarkaði. SamgÜngumål: Rjúfa Þarf Þå stÜðnun sem ríkt hefur í samgÜngumålum í Reykjavík eftir að meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar kom å svokÜlluðu stoppi í vegagerð 2012 með Því að hafna frekari samgÜnguframkvÌmdum å vegum ríkisins í borginni. Greiða Þarf fyrir umferð, fÌkka umferðarslysum og draga úr mengun með mislÌgum gatnamótum å nokkrum stÜðum í borginni. Auka Þarf umferðarÜryggi víða í Grafarvogi, t.d. með stórbÌttri merkingu gangbrauta. Skólamål: BÌta Þarf grunnskólamenntun. Ekki verður t.d. við Það unað að lestrarkunnåttu barna fari hrakandi. Virkja Þarf foreldra til góðs í skólastarfi og fara Þannig að fordÌmi Þjóða sem eru í fremstu rÜð í menntamålum. Þå hef Êg lagt til að framhaldsmenntun verði styrkt í eystri hverfum borgarinnar með Því að nýjum framhaldsskóla eða -deild með bekkjarkerfi verði Þar komið å fót. Sameining skóla: Ég mótmÌlti Því harðlega Þegar meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar åkvað að gera Grafarvog að tilraunahverfi vegna sameiningar leikskóla og grunnskóla å síðasta kjÜrtímabili í andstÜðu við foreldra og íbúa í hverfinu. � haust stóð til hjå meirihlutanum að halda åfram sameiningu leikskóla í Grafarvogi. Lagði Êg Þå til að beðið yrði með allar slíkar fyrirÌtlanir Þar til rannsókn hefði farið fram å åhrifum Þeirra umdeildu skólasameininga sem fram fóru í hverfinu å

Kjartan Magnússon sÌkist eftir leiðtogasÌti hjå SjålfstÌðisflokknum fyrir nÌstu borgrstjórnarkosningar í vor. síðasta kjÜrtímabili. t.d. å Fjallkonuvegi, Víkurvegi og í Skólalóðir: Ég hef lagt fram ýmsar Bryggjuhverfi, lagfÌringar å opnum tillÜgur um endurbÌtur å skólalóðum í leiksvÌðum í Hamrahverfi, endurGrafarvogi, m.a. að å Þeim Üllum verði vinnslustÜð verði opnuð í Grafarvogi að lagðir sparkvellir með gervigrasi. Slík- nýju, innsiglingu í Bryggjuhverfi verði an vÜll vantar enn við Húsaskóla. haldið við o.s.frv. EgilshÜll: Sem formaður �Þrótta- og AlmenningssamgÜngur: Ég hef lagt tómstundaråðs beitt Êg mÊr å sínum fram tillÜgur um bÌttar strÌtisvagnatíma fyrir samningi um stóraukin afnot samgÜngur við Grafarvog og mótmÌlt FjÜlnis af EgilshÜll í Þågu íÞróttastarfs skerðingu å slíkri Þjónustu, nú síðast barna og ungmenna í Grafarvogi vegna Þegar Þjónusta var skert við íbúa í knattspyrnuÌfinga, skauta, fimleika, Staðahverfi um åramótin. frjålsra íÞrótta, taekwondo o.fl. Einnig Gegn fjÜlgun borgarfulltrúa: Við var Þar útbúin aðstaða fyrir frístund- komandi borgarstjórnarkosningar er astarf fatlaðra barna og ungmenna. Ìtlunin að fjÜlga borgarfulltrúum úr 15 �Þróttahús: à årunum 2011-2013 í 23 eða um 53%. Ég leggst alfarið gegn lagði Êg ítrekað fram tillÜgur um að slíkri útÞenslu stjórnkerfisins enda hefbÌtt yrði úr aðstÜðuvanda FjÜlnis fyrir ur stjórnunarkostnaður og yfirbygging inniíÞróttagreinar og formlegar aukist mjÜg undir núverandi meirihluta. viðrÌður hafnar við fÊlagið í Því skyni Nóg er að hafa fimmtån borgarfulltrúa í sem og ríkisvaldið. GlÌsilegur fim- ekki stÌrri borg. Kjósendur verða að leikasalur hefur nú verið tekinn í notkun senda skýr skilaboð um að svona eyðsla við EgilshÜll og samið hefur verið um verði ekki liðin með Því að kjósa byggingu viðbótarsalar Þar sem mun SjålfstÌðisflokkinn sem hefur lagst henta vel fyrir handbolta og kÜrfuknatt- eindregið gegn Þessari fjÜlgun. Vel må leik. hins vegar endurskoða kosningafyrirÉg hef einnig stutt uppbyggingu úti- komulagið og binda kjÜr einstakra borgvistarsvÌðisins í Gufunesi, sem Ìtlað er arfulltrúa við åkveðin hverfi. Þannig Üllum aldurshópum, og flutt tillÜgur um mÌtti auka åbyrgð borgarfulltrúa og endurbÌtur å Því. stytta boðleiðir milli Þeirra og kjósenda. Þrif, umhirða og snjómokstur: Slíkt hefur verið gert víða erlendis með Þessum målum er åbótavant í borginni. góðum årangri. Með Þessu fyrirkomuKvÜrtunum vegna Þessara måla hefur lagi vÌri tryggt að Grafarvogshverfi fjÜlgað mikið úr eystri hverfum borgar- fengi sína eigin borgarfulltrúa. sem innar enda augljóst að Þau eru ekki í legðu meginåherslu å hverfið í stÜrfum forgangi hjå núverandi borgarstjórnar- sínum en stÜrfuðu jafnframt með meirihluta. Þarna Þarf að stórbÌta eftir- fulltrúum annarra hverfa í borgarstjórn. fylgni og verklag. Ég mun åfram beita mÊr í målefnViðhald og endurbÌtur: Ég hef um Grafarvogs fåi Êg til Þess fylgi. Ég beitt mÊr fyrir fjÜlmÜrgum fleiri målum óska Því eftir stuðningi Grafarvogsí Þågu Grafarvogs en of langt mål yrði búa í leiðtogaprófkjÜri SjålfstÌðisað telja Þau Üll upp hÊr. Nefna må til- flokksins 27. janúar. lÜgur mínar um bÌtt umferðarÜryggi,

Vottað V ottað rÊttinga- o og g målningarverkstÌði målningarverkstÌði Tjónaviðgerðir GB Tjóna viðgerðir er rÊttinga- og og målningarverkstÌði målningarverkstÌði vottað vottað af Bílgreinasambandinu. Bílgreinasambandinu. Við V ið tryggjum tryggjum håmarksgÌði håmarksgÌði með Því að nota fyrsta flokks tÌkjabúnað og og efni. Styðjumst tÌkniupplýsingar framleiðanda S tyðjumst við tÌk niupplýsingar fr amleiðanda um hvernig hvernig skuli skuli staðið að viðgerð.

TjĂłnasko oĂ°un ViĂ° skoĂ°um bĂ­linn og undirbĂşum tjĂłnamatiĂ° sem sent er til tryggingafĂŠlaga.

RÊtting og målning Við vinnum m efftir tir stÜðlum framleiðenda og notum aðeins viðurkennd efni og tÌkjabúnað sem stenst ítrustu krÜfur.

Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og Ünnumst Sjåum jåum um Üll annars konar rúðuskipti. S rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, åsamt glerhreinsun å bíl.

BílaÞvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp å almennan bílaÞvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír Þvottur fylgir Üllum viðgerðum.

MÜssun / snyrting å lakki Við bjóðum upp å råðleggingar og gerum tilboð í lakkmÜssun og blettanir. DekkjaÞjónusta Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk å bílnum å meðan hann er í viðgerð.

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

InnrÊttingar / åklÌði TÜkum að okkur viðgerðir å sÌtum, innrÊttingum ofl. Småviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað åstand helstu slitflata og ÜryggisÞåtta, s.s. bremsur.


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 02:16 Page 9

9

GV

Fréttir

Fagleg myndataka skilyrði hjá Domusnova Vera Sigurðardóttir, löggiltur fasteignaog skipasali hjá fasteignasölunni Domusnova, leggur mjög mikla áherslu á faglega myndatöku og markaðssetningu við sölu fasteigna.

,,Fagleg myndataka og markaðssetning á eigninni er mikilvægur þáttur í söluferlinu og getur jafnvel skilað hærra verði fyrir eignina. Ég hef eftirfarandi að leiðarljósi þegar ég tek eignir til sölumeðferðar:

- Nota fagaðila í myndatökuna. - Fyrir myndatöku er gott að létta aðeins á dóti t.d. ofan af skápum, í gluggum, á borðum, eldhúsbekkjum og á baðherbergjum.

- Fjarlægja fjölskyldumyndir, þykkar gardínur, mottur og fleira,” segir Vera hjá Domusnova. Hér að neðan má sjá greinilegan mun á myndum frá fasteignasalanum sjálfum og

fagaðila í fasteignaljósmyndum. Myndirnar eru teknar af sömu stöðunum í íbúðinni en efri myndirnar eru greinilega í allt öðrum klassa en hinar neðri og mun líklegri til árangurs varðandi sölu.

Þessi mynd er tekin af Vigni hjá Fasteignaljósmyndum. Fagmennskan leymir sér ekki.

Þessi mynd er tekin af Vigni hjá Fasteignaljósmyndum. Fagmennskan leymir sér ekki.

Þessi mynd er tekin af sama baðherbergi en ekki af fagaðila.

Þessi mynd er tekin af sömu stofunni en greinilega ekki af fagaðila.

Nýbýlavegur 8. - 200 Kópavogur - S: 527 1717 - domusnova@domusnova.is - www.domusnova.is

Traust og Fagleg þjónusta

ÞJÓNUSTA Í ÞÍNA ÞÁGU

Vera Sigurðardóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali vera@domusnova.is

S: 866 1110

LEITA AÐ EIGNUM Í GRAFARVOGI SÉRSTAKLEGA MIKIL EFTIRSPURN EFTIR SÉRBÝLI Legg mig fram við vönduð vinnubrögð svo eignin þín seljist sem fyrst


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 14:04 Page 10

10

GV

Fréttir

Fasteignasalar í þínu hverfi

Helgafell fasteignasala ehf, er ungt og framsækið fyrirtæki sem stofnað var í september 2016, eigendur og rekstraraðilar eru löggiltu fasteignasalarnir Knútur Bjarnason og Rúnar Þór Árnason. Báðir hafa þeir mikla reynslu og sérþekkingu á sviði fasteignaviðskipta og hafa starfað við fagið frá árinu 2000. Hjá fyrirtækinu starfa einnig Gunnar Sv. Friðriksson héraðdómslögmaður og löggiltur fasteignasali, Guðbrandur Jónasson löggiltur fasteignasali og þau Hólmar Björn Sigþórsson, Þuríður Einarsdóttir, Linda Björk Ingvadóttir og Jón Guðni Sandholt, öll í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala. Helgafell fasteignasala leggur megináherslu á að bjóða kaupendum og

seljendum sínum trausta og faglega þjónustu. Þar sem vönduð vinnubrögð, persónulegt og skilvirkt verklag er í fyrirrúmi. Kaupendum er veitt aðstoð við leit að fasteignum og ráðgjöf varðandi fasteignakaup og fyrir seljendur tekur Helgafell að sér sölu á íbúðarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði, fyrirtækjum, jörðum og sumarhúsum og ráðgjöf varðandi sölu eigna. Boðið er upp á óformlegt verðmat og sölumat án kostnaðar og skuldbindingar fyrir seljendur og hlúð er vel að söluferli frá upphafi til enda. Á meðal starfsmanna fasteignasölunar eru þau Linda Björk Ingvadóttir og Hólmar Björn Sigþórsson. Þau eru bæði í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala og

Hjá Húsafelli er boðið upp á óformlegt verðmat og sölumat án kostnaðar og skuldbindingar fyrir seljendur og hlúð er vel að söluferli frá upphafi til enda.

Eigendur Helgafells, Knútur Bjarnason til vinstri og Rúnar Þór Árnason til hægri. Á milli þeirra eru Grafarvogsbúarnir Linda Björk Ingvadóttir og Hólmar Björn Sigþórsson. munu ljúka námi í vor. Þau eru Grafarvogsbúar og hafa búið í hverfinu til fjölda ára. Þar finnst þeim gott að búa og finnst mikill kostur að stutt er í vinnuna. Helgafell fasteignasala er vel staðsett í glæsilegu húsnæði við Stórhöfða 33, 110 Reykjavík, þar sem stutt er á stofnbrautir og í flest hverfi borgarinnar. Sem Grafarvogsbúar hafa Linda og Hólmar mikinn áhuga á að þjónusta kaupendur og seljendur úr sínu hverfi. Þau hafa ákveðið að vera í samstarfi um að þjónusta íbúa Grafarvogs sem eru í fasteignahugleiðingum. Hægt er að hafa samband við þau í síma og tölvupósti. Linda í s. 868 7048 og netfangið linda@helgafellfasteignasala.is og Hólmar í s. 893 3276 og netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is . Þau vilja ávallt bjóða nýja sem gamla viðskiptavini velkomna og eru alltaf með heitt á könnunni.

Sem Grafarvogsbúar hafa Linda og Hólmar mikinn áhuga á að þjónusta kaupendur og seljendur úr sínu hverfi.

Börnin á Fífuborg sýndu helgileik í Borgum fyrir Korpúlfa Elstu börnin í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi sýndu helgileik á aðventufundi Korpúlfa, félagi eldri borgara í Grafarvogi í Borgum þann 13. desember síðast liðinn við mikinn fögnuð áhorfenda. Eftir helgileikinn sungu börnin jólalög ásamt kór Korpúlfa. Félag Korpúlfa leysti börnin út með gjöfum, þ.e. mandarínukassa og söngbók. Var það samdóma álit allra er nálægt þessari skemmtun komu að hún hafi verið einstaklega skemmtileg.

AB varahlutir ehf - 567 6020 - ab@ab.is - ab.is Börnin í Fífuborg stóðu sig vel hjá Korpúlfum.

Kraftmiklir leiðtogar koma vel fyrir sig orði Viltu vera leiðtogi sem nærð til fólks, endurspeglar öryggi og færð aðra í lið með þér á jákvæðan og faglegan hátt? Hvernig þú tjáir þig getur verið lykillinn að velgengni þinni í starfi. Námskeiðið Áhrifaríkar kynningar (High Impact Presentations) styrkir fagfólk til að miðla af öryggi og trúverðugleika til ólíkra áheyrendahópa. Það sem við förum yfir: • Skapa jákvæð áhrif við fyrstu kynni • Auka trúverðugleika • Framsetning á flóknum upplýsingum • Tjáning á áhrifaríkan hátt

• Hvetja aðra til framkvæmda • Bregðast rétt við krefjandi aðstæðum • Fá aðra til að fagna breytingum • Koma fram í fjölmiðlum

Hefst 13. febrúar • Nánar á dale.is

Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. ad_121317_iceland


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 15:12 Page 11

11

GV

Fréttir TORG skákmót Fjölnis 26. janúar á Skákdegi Íslands

Æfingar byrjaðar og allir eru velkomnir

Nú eru æfingar Skautaskóla listskautadeildar Bjarnarins í Egilshöllinni hafnar á ný eftir jólafrí. Í skautaskólanum er byrjendum allt frá 3 ára aldri kennd helstu grunn- og undirstöðuatriði skautaíþróttarinnar. Æfingar eru bæði á ísnum og utan hans og eru þær því mjög fjölbreyttar og skemmtilegar en um leið krefjandi þar sem iðkendum skipt í hópa eftir aldri og getu. Kennsla fer fram á mánudögum og laugardögum og geta iðkendur fengið lánaða bæði skauta og hjálma. Yfirþjálfari Skautaskólans er Eva Björg Bjarnadóttir, fyrrum iðkandi í Birninum, og hefur hún verið þjálfari við listskautadeildina frá 2011. Eva Björg sér um þjálfun í Skautaskólanum ásamt aðstoðarþjálfurum og jafnframt voru tveir nýir þjálfarar ráðnir til deildarinnar nú um áramót, sem koma einnig að þjálfuninni. Nýr yfirþjálfari heitir Gennady Kaskov og kemur frá Rússlandi en hefur að mestu verið að þjálfa í Kanada. Christina Phipps var síðan ráðin í stöðu þjálfara og skautastjóra við deildina og kemur hún frá Bandaríkjunum. Listskautadeildin er því orðin vel mönnuð af sterkum og reynslumiklum þjálfurum. Vill nýr yfirþjálfari leggja aukna áherslu á Skautaskólann og þjálfun þeirra iðkenda sem eru að taka sín fyrstu skref í skautaíþróttinni. Það eru því spennandi tímar framundan í Skautaskólanum og stefnir í skemmtilega önn sem lýkur með vorsýningu í byrjun maí þar sem iðkendur sýna fjölskyldu og vinum afrakstur æfinga vetrarins. Allir eru velkomnir í prufutíma í Skautaskólanum og má senda fyrirspurnir um frekari upplýsingar á netföngin: eva-

bjorg95@gmail.com og gjaldkerilist@bjo rninn.com Lengra komnir skautarar deildarinnar hafa líka í nægu að snúast. Einn iðkandi fer núna í byrjun febrúar til Finnlands til að keppa fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu og stefna aðrir skautarar á keppni í London um miðjan marsmánuð, ásamt því að farið verður í æfingabúðir erlendis í sumar. Ferðir sem þessar út fyrir landsteinana eru krefjandi en um leið mjög ábátasamar fyrir skautarana okkar þar sem stelpurnar æfa sig enn frekar í íþróttinni og styrkja um leið vinaböndin. Við listskautadeildina starfar öflugt foreldrafélag, sem hefur staðið sig einstaklega vel í fjáröflun að undanförnu m.a. með veitingasölu á mótum og sýningum. Var til að mynda nýverið fest kaup á ýmis konar búnaði til að nota við afís þjálfun iðkenda fyrir ágóða slíkrar sölu. Nú í upphafi nýs árs eru að hefjast hjá Birninum á ný æfingar í samhæfðum skautadansi (synchro) eftir langt hlé.

Hópur eldri stúlkna hjá listskautadeild Bjarnarins. Synchro hópar (synchronized skating) Bjarnarins í Egilshöll um þessar mundir samanstanda yfirleitt af 8-20 einstakling- og til að auka enn á fjölbreytni starfsemum sem renna sér samtímis á svellinu  við innar þá flutti skautadeild Asparinnar æftónlist og mynda með mismunandi skipt- ingar sínar í Egilshöllina síðastliðið haust. ingum ákveðin mynstur. Skautararnir Skautadeild Asparinnar er hluti af fjölskauta þannig saman sem eitt lið og er greinafélaginu Ösp sem sérhæfir sig í markmið æfinganna að hópurinn nái upp þjónustu við einstaklinga með fötlun góðum hraða og samhæfingu þannig að og/eða sérþarfir þar sem markmiðið er að flæði hópsins verði sem best. Í synchro er iðkendum sé boðið upp á fjölbreyttar æfmikil áhersla lögð á góða grunnskautun en ingar sér til heilsubótar og ánægju ásamt ekki gerð krafa um að skautarar séu sterk- því að skapa tækifæri til þátttöku í íþróttair í stökkvum eða spin-um (snúningum). mótum þar sem hæfni hvers fær notið sín. Námskeið í synchro er hugsað fyrir stelp- Hefur samstarf Bjarnarins við skautadeild ur og stráka á aldrinum 13-18 ára og eru Asparinnar gengið ljómandi vel og standa allir áhugasamir hvattir til að koma í deildirnar sameiginlega að jóla- og prufutíma en æfingar munu fara fram á vorsýningu þar sem allir skautarar fá að fimmtudags- og sunnudagskvöldum. Nán- njóta sín og sýna sína færni, hver á sínum ari upplýsingar um synchro veita þjálfar- forsendum. arnir Sólveig Andrésdóttir solveigandresSkráning í alla hópa Bjarnarins fer fram dottir@gmail.com  og Bríet Guðjónsdótt- á vefsíðunni www.bjorninn.felog.is og að ir briet97@live.com sjálfsögðu er hægt að nýta frístundastyrkÞað er því mikil gróska í starfsemi inn upp í æfingagjöld.

Ungar og hressar stúlkur í listskautadeild Bjarnarins.

Skákdeild Fjölnis hefur staðið fyrir afar glæsilegu TORG – skákmóti, hvert ár síðan 2004. Þetta er eitt allra vinsælasta barna-og unglingaskákmót landsins og er ætlað öllum áhugasömum grunnskólanemendum í Grafravogi og á landinu öllu. Teflt er um verðlaunagripi og 30 verðlaun eða happadrættisvinninga. Teflt er í hátíðarsal Rimaskóla og hefst skákmótið kl. 15:00 föstudaginn 26. janúar og lýkur sama dag um kl 17:00. Skráning á staðnum og því heppilegt að allir keppendur mæti korteri fyrir keppni. TORG skákmótið ber að þessu sinni upp á Skákdag Íslands 26. janúar sem er afmælisdagur Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Friðrik verður 83 ára þennan dag og verður honum boðið að vera viðstaddur mótið sem heiðursgestur og fylgjast með æsku Íslands að tafli. Þátttaka á þessu glæsilega móti er ókeypis. Fyrirtækin á Torginu við Hverafold gefa vinninga til mótsins. Hagkaup og Emmess ís eru samt helstu styrktaraðilar mótsins, gefa vinninga og bjóða öllum þátttakendum upp á ís, drykk og nammi í skákhléi. Foreldrar sem eru meðvitaðir um áhuga barna sinna á skáklistinni ættu að hvetja börn sín til að taka þátt í þessu vinsæla skákmóti og taka tímann frá. Foreldrar eru einnig velkomnir að fylgjast með og þiggja kaffiveitingar á staðnum. Skákin er öflug og vinsæl í Grafarvogi. Fjölmennum á skemmtileg skákmót í Rimaskóla á Skákdegi Íslands föstudaginn 26. janúar.


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/01/18 11:54 Page 12

12

GV

Fréttir

Hvað dreymir þig um?

Huppa mælir með í janúar

- eftir sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur Við eigum það öll sameiginlegt að okkur dreymir. Bæði í svefni og vöku. Við eigum okkar drauma sem við þráum að muni rætast, stundum erum við svo lánsöm að það gerist, og oft þurfum við að hafa heilmikið fyrir því að draumar okkar rætist. Sumir draumar rætast aldrei, kannski af því að þeir eru óraunhæfir, en líka vegna þess að lífið gefur okkur ekki færi á að vinna að þeim, hlú að þeim og gera þá að möguleika. Svo dreymir okkur líka í svefni. Við Íslendingar höfum alltaf verið dugleg að hlusta á drauma okkar, og við þekkjum öll einhverja manneskju sem getur sagt okkur hvað það þýðir að dreyma eitthvað ákveðið. Sumar manneskjur eru berdreymnar á meðan aðrar líta svo á að draumar séu hið mesta rugl, og geti í mesta lagi verið eitthvað til að hafa gaman af í kaffitímanum í vinnunni.

Ég er sannfærð um að draumar eru aldrei rugl. Hvorki þeir sem okkur dreymir í vöku né svefni. Ef þú átt þér draum, þá áttu að fylgja honum, en þú þarft kannski að vera tilbúin til að leggja mikið á þig til að draumurinn rætist. Og ef þig dreymir eitthvað sem þér finnst vera rugl, þá er ég sannfærð um að þar er undirmeðvitundin á ferð, að senda þér mikilvæg skilaboð um þitt eigið líf, og þig sem manneskju. Og slík skilaboð geta verið gagnleg og góð fyrir þig. Og ég er líka sannfærð um að Guð getur vitjað okkar í draumi. Guð notar svo ótal margar ólíkar leiðir til að tala til okkar og hafa áhrif á okkur, og það er heilmikið verkefni fyrir okkur að vera vakandi fyrir því sem Guð vill segja við okkur. Við í Grafarvogskirkju erum draumafólk. Við lítum svo á að eitt af hlutverkum okkar sé að hjálpa fólki að láta drauma rætast. Hvort sem það er að

sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju. byggja sig upp andlega, sigrast á erfiðleikum eða komast í gegnum erfiða tíma. Og við viljum líka hjálpa fólki að skilja betur draumana sína og því mun ég bjóða upp á námskeið í draumavinnu nú í janúar og febrúar. Það er greinilega mikill áhugi á því, vegna þess að það er orðið fullt á námskeiðið og biðlisti, en ég stefni að því að bjóða aftur upp á það fljótlega. Átt þú þér draum? Hikaðu ekki við að koma í Grafarvogskirkju og fylgja þar draumum þínum. Guð blessi þig. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju

Verið velkomin Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

Grafarvogskirkja.

Kraftmiklir leiðtogar koma vel fyrir sig orði Viltu vera leiðtogi sem nærð til fólks, endurspeglar öryggi og færð aðra í lið með þér á jákvæðan og faglegan hátt? Hvernig þú tjáir þig getur verið lykillinn að velgengni þinni í starfi. Námskeiðið Áhrifaríkar kynningar (High Impact Presentations) styrkir fagfólk til að miðla af öryggi og trúverðugleika til ólíkra áheyrendahópa. Það sem við förum yfir: • Skapa jákvæð áhrif við fyrstu kynni • Auka trúverðugleika • Framsetning á flóknum upplýsingum • Tjáning á áhrifaríkan hátt

• Hvetja aðra til framkvæmda • Bregðast rétt við krefjandi aðstæðum • Fá aðra til að fagna breytingum • Koma fram í fjölmiðlum

Hefst 13. febrúar • Nánar á dale.is

Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. ad_121317_iceland

GV - ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 01:37 Page 13

FRÍSTUNDAHEIMILI OG FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR REYKJAVÍKURBORGAR

HULDA ÆTLAR AÐ VERÐA ROKKARI LANGAR ÞIG AÐ VINNA MEÐ FRAMTÍÐ LANDSINS? Frístundamiðstöðin Kringlumýri óskar eftir fólki til starfa Við leitum að skapandi fólki með margvísleg áhugamál, reynslu og bakgrunn. Fólki sem hefur brennandi áhuga á að vinna með börnum og unglingum og móta með þeim fjölbreytt og skemmtilegt frístundastarf. Um er að ræða störf á frístundaheimilum. Í boði eru hlutastörf með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi.

Nánari upplýsingar í síma 411 5600 og www.gufunes.is og www.reykjavik.is/laus-storf/sfs


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 14:12 Page 14

14

GV

Fréttir

Góð 3ja herbergja íbúð með sér inngangi - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs Spönginni 11 Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir: Góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngang af svölum við Laufengi. Íbúðin sjálf er 75,6 fm auk 5,2 fermetra geymslu í sameign. Alls 80,8 fermetrar.

Gólfefni: Plastparket er á allri íbúð fyrir utan baðherbergi sem er flísalagt og forstofu sem einnig er flísalögð. Stutt er í leik- grunnskóla og framhalds-

skóla. Spöngin þjónustumiðstöð er ekki langt frá.

Komið er inn í forstofu með ljósum flísum á gólfi og fatahengi. Eldhús er u-laga og opið inn í stofu, frontar á eldhúsinnrétting voru nýlega sprautulakkaðir hvítir. Stofa er rúmgóð með útgengi út á suðaustur svalir. Hjónaherbergi er stórt með miklu skápaplássi. Barnaherbergi er með fataskáp. Baðherbergi er með baðkari og þvottaaðstöðu. Pláss er fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu.

Mikið útsýni er af svölunum.

Stofa er rúmgóð með útgengi út á suðaustur svalir.

Þjónustuverkstæði Arctic Trucks stækkar! Arctic Trucks er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Toyota á Íslandi. Nú höfum við stækkað þjónustuverkstæðið okkar og bjóðum því aukna þjónustu við alla Toyota eigendur, hvort sem þú ekur um á Yaris eða Land Cruiser. Leitaðu ekki langt yfir skammt - komdu á Kletthálsinn!

Almennar bílaviðgerðir

Baðherbergi er með baðkari og þvottaaðstöðu. Þjónustuskoðanir Smurþjónusta Hjólastillingar Hjólbarðaverkstæði

Arctic Trucks notar aðeins olíur frá Motul.

Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is

®

EXPLORE WITHOUT LIMITS

Gott skápapláss er í herbergjum.

H^\gcHiZaaV :^cVghY‹ii^g

AŽ\\^aijg[VhiZ^\cVhVa^

Sigurður Nathan Jóhannesson sölumaður 868-4687

Spöngin 11 - 112 Reykjavík HeŽc\^c(,!'#]¨Â#&&'GZn`_Vk†` Sími 575 8585. Fax 575 8586 H†b^*,*-*-*#;Vm*,*-*-+

GLEÐILEGT NÝTT ÁR KÆRU VIÐSKIPTAVINIR. ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNU ÁRI

Óskum eftir

KLUKKURIMI - 4ra HERBERGJA Mjög falleg 4ra herb. endaíb. með sérinngangi af opnum svalagangi. Mikið útsýni er til suðurs og norðurs. Mjög vandaðar innréttingar, tæki og gólfefni eru í íbúðinni. Þrjú góð svefnherbergi. Samræmi í lit á parketi og innihurðum.

H†b^*,*-*-*

VEGHÚS – 5 HERBERGJA 5 herb. íbúð á tveimur hæðum, hæð og ris. Samtals 158,6 fm. LAUS VIÐ KAUPSAMNING!

SÓLEYJARIMI – 3ja HERB – STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU LAUS VIÐ KAUPSAMNING! Rúmgóð 3ja herbergja íbúð með sér inngangi á 1. hæð og stæði í lokaðri bílageymslu. Eikarparket og flísar á gólfum. Eikar innréttingar. Virkilega falleg íbúð.

rað- eða parhúsi fyrir fjölskyldu sem er búin að selja. Helst í Foldahverfi en annars eru öll hverfi skoðuð. Sími 575-8585

]Xjk\`^eXjXc Xeˆ ˆel_m\i]`

lll#[b\#^h


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/01/18 11:56 Page 15

Kirkjufréttir Djúpslökun Á miðvikudögum kl.17-18. mun Grafarvogskirkja bjóða upp á djúpslökunaryoga. Tímarnir hefjast á rólegum og mjúkum teygjum sem hjálpa líkamanum að losa um spennu og undirbýr hann undir slökun með trúarlegu ívafi. Tímana leiðir Aldís Rut Gísladóttir guðfræðingur og yogakennari. Dýnur og teppi eru til staðar í kirkjunni. Tímarnir henta öllum hvort sem þú ert byrjandi í yoga eða lengra komin og stendur öllum til boða þeim að kostnaðarlausu. Kyrrðarstund Kyrrðarstund er í Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 12:00. Stundin er opin öllum og boðið er upp á súpu á eftir gegn vægu gjaldi. Messur Í Grafarvogskirkju eru messur alla sunnudaga kl. 11:00. Prestar safnaðarins þjóna, Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. Selmessur Selmessurnar eru alla sunnudaga í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Prestar safnaðarins þjóna, Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga á neðri hæð Grafarvogskirkju kl. 11.00. Brúðuleikhús, söngvar, sögur og límmiðar. Eldri borgarar Opið hús fyrir eldri borgara alla þriðjudaga frá kl. 13:00 – 15:30. Í upphafi er söngstund inni í kirkjunni og gestur kemur í heimsókn. Þá er í boði handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum kl. 15:00. Barna- og unglingastarf Fjölbreytt og skemmtilegt barna- og unglingastarf er í Grafarvogssöfnuði. Eftirfarandi er í boði: 6 – 9 ára starf á neðri hæð kirkjunnar á mánudögum kl. 16:00 – 17:00. 6 – 9 ára starf í Kirkjuselinu í Spöng á fimmtudögum kl. 17:00 – 18:00. 10 – 12 ára starf á neðri hæð kirkjunnar á mánudögum kl. 17:30 – 18:30. Æskulýðsfélag (8. – 10. bekkur) á neðri hæð kirkjunnar á mánudögum kl. 20:00 – 21:30. Hægt er að skoða dagskrá fyrir hvern hóp á heimasíðu kirkjunnar www.grafarvogskirkja.is Foreldramorgnar Á fimmtudögum eru foreldramorgnar í Kirkjuselinu í Spöng frá kl. 10-12. Það er alltaf heitt á könnunni og annað slegið koma fyrirlesarar í heimsókn til að fjalla um hin ýmsu málefni. Góð aðstaða er fyrir vagna. Prjónaklúbbur Prjónaklúbburinn í Grafarvogskirkju er fyrir öll sem langar að hittast, spjalla yfir og um handavinnu, fá ráð og aðstoð ásamt því að deila handavinnuupplýsingum. Hópurinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Prjónaklúbburinn hittist 2. og 4. fimmtudag í mánuði kl. 20:00 - 22:00.

Prestar safnaðarins Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur srgudrun@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur srarna@grafarvogskirkja.is Sigurður Grétar Helgason prestur siggigretarhelga@gmail.com Grétar Halldór prestur gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is Sími: 587 9070 Netfang: grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is Heimasíða: www. grafarvogskirkja.is Likesíða facebook: Grafarvogskirkja Grafarvogi Vekomin í kirkjuna þína!


GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/01/18 11:00 Page 16

398 kr. kg

1.398 kr. 200 g VH Harðfiskur Þorskur, 200 g

2.598 kr. fatan

KS Lambasvið Frosin

ÞORRAVEISLA

SS Blandaður Súrmatur 1,35 kg

í Bónus

398

698 kr. 100 g

3.159 kr. kg

Norðanfiskur Hákarl Frá Hildibrandi, 100 g

SS Hrútspungar Súrir

229 kr. 350 g

Nonni Rófustappa 350 g

kr. 450 g

Kjarnafæði Lifrapylsa Soðin, 450 g

Fullmeyrnað

ÍSLENSKT Ungnautakjöt

Kassatilboð 2.998 kr. kg

4.598 kr. kg

Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk

Íslandsnaut Ungnauta Ribeye

5.180 kr. ks. Þú sparar

700

KR.

Nocco Orkudrykkur Kassi, 330 ml, 24 dósir Verð á kassa áður 5.880 kr.

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Bónus Smáratorgi: Mánudaga-Fimmtudaga; 10:00-19:00 • Föstudaga-Laugardaga; 10:00-19:30 • Sunnudaga; 11:00-18:00 • Verð gildir til og með 21. janúar eða meðan birgðir endast

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2018  

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2018  

Profile for skrautas
Advertisement