Grafarvogsblaðið 10.tbl 2013

Page 16

GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/13/13 4:40 PM Page 16

16

GV

Fréttir

Heimaþjónusta í Grafarvogi - eftir Árdísi Freyju Antonsdóttur og Önnu Lilju Sigurðardóttur

Með þessum skrifum langar okkur að kynna hluta af þeirri þjónustu sem eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem þurfa aðstoð á heimili býðst í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness. Hverfið okkar er smá saman að eldast og æ fleiri sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Það er mikilvægt að geta fengið þá aðstoð sem þarf og við leggjum áherslu á að meta þörf fyrir þjónustu í samráði við hvern og einn. Í reglum um félagslega heimaþjónustu er m.a. þessi skilgreining: „Fyrir þá sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.“ Í samráði við umsækjanda er lagt mat á þörf fyrir þjónustu. Félagsleg heimaþjónusta getur falið í sér: • Aðstoð við athafnir daglegs lífs T.d. aðstoð við að klæðast, aðstoð á matartíma eða háttatíma. Við höfum líka aðstoðað fólk við búðarferðir, verið með innlit vegna lyfjagjafar o.fl. • Aðstoð við heimilishald

Sú aðstoð sem við erum oftast að veita, er aðstoð við þrif. Það er þáttur í að létta álagi af heimili að starfsmaður heimaþjónustu kemur t.d. hálfsmánaðarlega, fer yfir gólfin og þurrkar af og skiptir jafnvel á rúminu í leiðinni. • Aðstoð vegna umönnunar barna og unglinga Felur í sér aðstoð á heimili þar sem um er að ræða börn með fötlun. Álag verður oft mikið á þeim heimilum og við reynum að koma til móts við fjölskylduna með stuðningi sem hentar á heimilinu. • Félagslegan stuðning Sem félagslegan stuðning höfum við verið með stutt innlit, svo kölluð öryggisinnlit, viðveru meðan maki bregður sér frá eða göngutúra. Í nokkrum tilvikum hringjum við í viðkomandi og förum á staðinn ef óskað er. Í félagslegum stuðningi á að felast markviss stuðningur, hvatning og örvun. • Heimsendingu matar

Hentar vel í þeim tilvikum sem viðkomandi er hættur að elda, en nærist eðlilega þegar maturinn er í augsýn. Auk þessa erum við með góð tengsl við heimahjúkrun og það hefur oft komið sér vel til að finna út úr því hvernig best er að styðja við bakið á fjölskyldum sem þurfa aðstoð. Sótt er um félagslega heimaþjónustu á eyðublöðum sem fást í Miðgarði eða á netinu, reykjavik.is. Umsóknum skal að öllu jafna fylgja læknisvottorð. Aksturs- eða ferðaþjónusta kemur til greina þegar fólk hefur ekki eigin bíl og getur ekki ferðast með strætó. Sótt er um hana á þar til gerðum eyðublöðum, sem bæði má fá í Miðgarði eða á reykjavik.is og þarf læknisvottorð að fylgja umsókn. Flestir vilja búa heima í sinni íbúð svo lengi sem þeir geta, þó það sé ekki algilt. Eins og fram hefur komið höfum við ýmis úrræði til að styðja fólk heima, svo lengi sem það er hægt. Þegar kemur að því að skoða aðra búsetu þá höfum við annars vegar þjónustuíbúðir og hins vegar hjúkrunarrými. Í samráði við aðila málsins reynum við að meta hvað hentar

Árdís Freyja Antonsdóttir, matsfulltrúi félagslegrar heimaþjónustu.

Anna Lilja Sigurðardóttir, teymisstjóri félagslegrar heimaþjónustu.

viðkomandi best, þjónusta heima, þjónustuíbúð eða hjúkrunarrými. Í Miðgarði er hægt að panta viðtal hjá félagsráðgjafa til að ræða hver staðan er og hvað er hægt að gera til úrbóta. Við leggjum okkur fram um að heyra hver vandinn er og leitum með

fólki að úrræðum í samræmi við vandamálið. Árdís Freyja Antonsdóttir, matsfulltrúi félagslegrar heimaþjónustu Anna Lilja Sigurðardóttir, teymisstjóri félagslegrar heimaþjónustu

Ein af mörgum hugmyndum um Sundabraut og líklegast sú vitlausasta af þeim öllum þar sem ætlunin var að fara með brautina í göng undir stofugólfum íbúa í Hamrahverfi.

GV Ritstjórn og auglýsingar Höfðabakka 3 Sími 587-9500

Sundabraut í forgang - eftir Björn Jón Bragason

Nú liggur fyrir tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur sem gilda á til ársins 2030. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum vegabótum að heitið getur og engin áform um Sundabraut fyrir lok skipulagstímans. Hugmyndin um Sundabraut er ekki ný af nálinni og Grafarvogsbúum vel kunn, en hún yrði eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins. Slysum myndi fækka, samgöngur yrðu til muna greiðari inn og út úr borginni, umferð létt af öðrum stofnbrautum og Grafarvogsbúar kæmust í mun betra vegasamband við hin stóru atvinnu-, verslunar-, og þjónustusvæði vestar í borginni. Ýmsar mjög dýrar leiðir hafa verið ræddar í sambandi við þessa framkvæmd, meðal annars göng undir Kleppsvík norðanverða, eða þá að hábrú yrði lögð frá Kleppi og yfir á Gufunes. Í ljósi afar bágrar fjár-

hagsstöðu þjóðarbúsins væri viturlegra að skoða ódýrari kosti og þá syðri leið, sem lægi sunnan athafnasvæðis Sam-

Björn Jón Bragason. skipa. Sundabraut yrði þá að mestu leyti á uppfyllingum í Elliðaárvogi og lægi

Skipt­um­um­bremsuklossa­og­diska

því næst upp með Gufunesi og yfir á Geldinganes. En góð vegtenging á Geldinganesið myndi skapa skilyrði myndarlegrar byggðar á þeim slóðum sem yrði kærkomin viðbót við Grafarvoginn. Þá mætti hugsa sér gott atvinnuhverfi á Gufunesi, meðal annars með uppfyllingum á þeim slóðum, en brýnt er að efla atvinnulíf austan Elliðaáa. Úr Gufunesi mætti leggja litla brú yfir í Viðey og þar færi vel á því að reisa nýtt hverfi í nálægri framtíð. Eins og sjá má á þessum stuttu hugleiðinginum býður Sundabraut upp á mikla möguleika og mun verða algjör bylting í umferðarmálum Grafarvogsbúa. Það lýsir mikilli skammsýni núverandi borgaryfirvalda að leggja alfarið til hliðar allar fyrirætlanir um þessa miklu samgöngubót. Höfundur er sagnfræðingur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Grafarvogsblaðið 10.tbl 2013 by Skrautás Ehf. - Issuu