__MAIN_TEXT__

Page 1

GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 4:01 PM Page 1

Graf­ar­vogs­blað­ið 10. tbl. 24. árg. 2013 - október

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Fjölnir í deild þeirra bestu

Alltmilli

himins og jarðar NÝTT! Húsgagnamarkaður Funahöfði 19 - Opið 14 - 18 ALLA VIRKA DAGA

Viltu gefa? . . . Ekki henda! +Sækjum ef óskað er föt, bækur, húsgögn eða annað sem þú getur séð af

Stangarhylur 3 – 110 Reykjavík Opið alla daga kl. 13 – 18 símar 561 1000 - 661 6996

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili GV-mynd Hafliði Breiðfjörð Fjölnismenn leika í Pepsídeildinni í knattspyrnu næsta sumar. Fjölnir vann ævintýralegan sigur í síðasta leik sínum í 1. deild og hér er þjálfarinn Ágúst Gylfason tolleraður þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Sjá nánar á bls. 12-13

Hjarta úr hvítagulli

Gullhálsmen

25 punkta demantur

Handsmíðað 14K, 2 iscon

99.000,-

Demantssnúra

Gullhringur

9 punkta demantur, 14K

Handsmíðaður 14K, 2 iscon

57.000,-

45.700,-

]X j k \ ` ^ eX $ j X c X e ˆ ˆ e l _ m \ i] `

TJÓNASKOÐUN · BÍLAMÁLUN AMÁLUN · RÉTTINGAR Bæjarflöt 10 - 112 Reykjavík .karr.is wwww.kar Sími 567 86866 - www.kar.is

26.000,-

Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K

157.000,-

VVottað ottað réttingarverkstæði - samningar sam við öll tryggingarfélög.

HeŽc\^c(,!'#]¨Â &&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-* ;Vm*,*-*-+

lll#[b\#^h

ÓDÝRARI LYF Í

SPÖNGINNI

–einfalt og ódýrt Opið: Mán-fös: 9.00 -19.00 • Lau: 11.00 -16.00


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 6:44 PM Page 2

2

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Höfðabakki 3 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig J. Ögmundsdóttir - solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Úthverfalisti? Í langan tíma hefur borið á mikilli óánægju meðal íbúa í úthverfum Reykjavíkur. Óánægjan snýr fyrst og fremst að stjórnvöldum í borginni og telja íbúar í úthverfunum að alltof mikil áhersla sé lögð á mál miðborgarinnar og í raun annarra hverfa en úthverfanna. Við þekkjum þessi mál vel í Grafarvogi, Árbæ og Grafarholti. Mjög mörg hagsmunamál þessara hverfa hafa litla athygli fengið hjá þeim sem ráða ferðinni í borginni hverju sinni og skiptir þá litlu hvaða flokkar eða fólk er við stjórnina. Nú er svo komið að aftur eru komnar á kreik hugmyndir um að stofnaður verði listi fyrir komandi borgarstjórnarkosningar næsta vor og verði þessi listi eingöngu skipaður fólki sem býr í úthverfunum og er tilbúið að berjast fyrir hag úthverfanna. Fullyrða má að miðað við aðstæður í borginni í dag myndi úthverfalisti fá mjög mikið magn atkvæða. Fólk sem hringt hefur í okkur og viðrað þessar hugmyndir telur að mikil alvara sé í málinu að þessu sinni. Þetta fólk vill ekki enn koma fram undir nafni. Ljóst er að könnunarvinna er í gangi hver sem útkoman verður. Lítið dæmi um hirðuleysi stjórnvalda gagnvart úthverfunum pirraði marga í sumar þegar hverfin voru ekki hirt reglulega og sóðaskapurinn var alls ráðandi. Gras var ekki slegið vikum saman og þegar það var loksins slegið voru vinnubrögðin slík að fólk rak í rogastans. Stjórnmálin snúast fyrst og fremst um forgangsröðun verkefna og ljóst er að mikil óánægja er á meðal íbúa í úthverfunum. Peningar virðast lengstum vera af skornum skammti þegar fara þarf í nauðsynlegar framkvæmdir í úthverfunum en þegar kemur að miðborginni og 101 þá virðast allar hirslur fullar af peningum. Og oftar en ekki er illa farið með peningana. Nú síðast ber klúðrið varðandi Hofsvallagötuna hæst en þar var tugum milljóna hreinlega hent í tóma vitleysu. Margir vilja meina að þjónusta á ýmsum sviðum hafi minnkað stórlega í úthverfunum. Í það minnsta í sumum úthverfanna hefur ýmis þjónusta verið á hröðum flótta úr hverfunum. Margir eru spenntir fyrir stofnun úthverfalista og verður fróðlegt að fylgjast með framgangi málsins á næstu vikum og mánuðum.

Stef án Krist jáns son, rit stjóri Graf ar vogs blaðs ins

gv@skrautas.is

Bryggjuhverfið er fallegt hverfi en líður fyrir veru Björgunar í hverfinu.

Íbúasamtök Bryggjuhverfis afhendir undirskriftalista:

Bryggjuhverfið er í gíslingu Björgunar Mánudaginn 14. október sl. gekk stjórn Bryggjuráðs, íbúasamtaka Bryggjuhverfisins við Grafarvog, ásamt íbúum á fund Jóns Gnarr, borgarstjóra, í Ráðhúsinu. Hópurinn afhenti borgarstjóra undirskriftalista íbúa hverfisins þar sem borgaryfirvöld og fyrirtækið Björgun eru hvött til að semja sem fyrst um flutning fyrirtækisins út úr Bryggjuhverfinu. Lausn er til staðar en borgaryfirvöld hafa boðið fyrirtækinu nýja staðsetningu. ,,Forsaga málsins er eftirfarandi: Frá því að Björgun hafði frumkvæði að því að útbúa Bryggjuhverfi við Grafarvog árið 1998 hefur alla tíð síðan staðið til að fyrirtækið færi fljótlega með starfsemi sína út úr hverfinu. Árið 2013, fimmtán árum frá því að hverfið tók að byggjast upp, er fyrirtækið Björgun enn með plássfreka og mengandi starfsemi í hverfinu. Öll þessi ár hafa íbúar sýnt mikla þolinmæði á meðan leitað hefur verið að nýrri staðsetningu fyrir fyrirtækið. Á meðan hefur skipulag hverfis-

ins verið í algerri óvissu og það ekki þróast samkvæmt áætlun og íbúum var upphaflega talin trú um. Ekkert hefur orðið af áformaðri stækkun hverfisins eða þjónustu sem ætluð var íbúum, eins og leikskóla, verslun eða kaffihúsi. Skipulag vega inn og út úr hverfinu er óklárað og hverfið er næstum því týnt utanaðkomandi, en aðeins eitt vegaskilti vísar veginn inn í það. Starfsemi Björgunar, sem er malartaka af sjávarbotni og söfnun í hauga á svæðinu, samræmist engan veginn íbúabyggð. Ein birtingarmynd á þessu ástandi er að íbúðaverð hefur haldist langt undir því sem eðlilegt má teljast í nýju og fallegu borgarhverfi á besta stað. Öll loforð og fyrirheit sem íbúum hafa verið gefin um flutning fyrirtækisins hafa verið svikin um langt árabil. Nú hefur hins vegar náðst sá merki áfangi að skipulagsráð Reykavíkurborgar hefur loks útbúið lausn sem gengur út á flutning starfseminnar í Sundahöfn til

Grafarvogssókn:

miðlangs tíma og hefur borgarstjórn samþykkt ráðstöfunina. Fyrirtækið vill hins vegar ekki færa sig nema að það fái staðsetningu til enn lengri tíma. Þolinmæði íbúanna er löngu þrotin og kominn tími á að setja hagsmuni og rétt þeirra í forgang. Rjúfa þarf gíslingu Bryggjuhverfis með tafarlausum flutningi þessarar starfsemi út úr hverfinu á meðan unnið er að frambúðar lausn fyrir fyrirtækið. Aðeins með brotthvarfi Björgunar getur Bryggjuhverfið við Grafarvog haldið áfram að þróast og íbúar þess notið ásættanlegra lífsgæða,” segir í yfirlýsingu frá íbúasamtökum Bryggjuhverfisins. Undir áskorunina skrifar yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða tveir-þriðju þeirra sem náð hafa kosningabærum aldri. Víst er að íbúar í Grafarvogi, í það minnsta í Hamrahverfi, geta tekið undir kröfur íbúa Bryggjuhverfis um tafarlausa brottför Björgunar úr hverfinu.

Grafarvogskirkja skuldar ekki mest Þegar rætt er um skuldir sókna, þarf ávallt að hafa í huga skuldir á hvert sóknarbarn. Ef það er haft í huga að íbúar í Grafarvogssókn eru nærri 19 þúsund, skuldar Grafrarvogkirkja ekki mest. Grafarvogskirkja hefur allt frá upphafi staðið í skilum, borgað á réttum tíma, en vegna ytri aðstæðna sem ekki þarf að útskýra fyrir landsmönnum hefur skuldin ekki lækkað. Einnig hefur skuldin ekki lækkað vegna lækkunar á sóknargjöldum allt frá árinu 2007. Vegna þeirrar lækkunar hefur Grafarvogssókn tapað meira en 70 milljónum síðan 2007-8. Ársvelta sóknarinnar er um eitt hundrað miljónir. Vonandi sjáum við fram á betri tíð. Erlendis er ekki óalgengt að byggingar eins og Grafarvogskirkja sem er stærsta kirkja landsins, séu borgaðar niður á hundrað árum. Tilkynning frá Grafarvogskirkju. sr. Vigfús Þór Árnason.


Árbæ 1. tbl. Okt 2013_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 11/12/13 5:56 PM Page 3

 š ` _ p c i j ¼ Lq _@grpsf…jqg0 (áður Ostabúðin Bitruhálsi)

Ný og glæsileg sælkerabúð hefur verið opnuð að Bitruhálsi 2 sem áður hýsti Ostabúðina Bitruhálsi. Á boðstólum verður fjölbreytt sælkeravara þar sem allir ættu að finna eitthvað fyrir sig. Nautakjöt í öllum stærðum og gerðum. Lambakjöt fyrir alla fjölskylduna. Villibráð á hvers manns disk. Hráskinkur og fleira gott álegg, eitthvað fyrir alla. Ljúffengir ostar og unaðslegar ostakökur. Mikið úrval af kryddum og olíum sem henta fyrir hvaða mat sem er.

Dómhildur er á staðnum og gefur fólki góð ráð varðandi veislumat og annað góðgæti.

Opnunartími: 11:00-18:00 virka daga, 10:00-14:00 á laugardögum. Fylgist með tilboðum og fleiru á: www.faacebook.com/saelkerabudin

Bitruhálsi 2 - 110 R


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 10:36 AM Page 4

4

Matgoggurinn

GV

Snittubrauð, beikonvafin læri og döðlukaka - að hætti Unnar og Birgis Hjónin Unnur Ólafsdóttir og Birgir Þórðarson, Laufrima 91, eru matgoggar okkar að þessu sinni. Cammenbert á snittubrauði í forrétt Skerið niður snittubrauð á ská. Steikja í olíu og strá pínu grófu salti yfir. Saxa hvítlauk og tómata ásamt steinselju, fer bara eftir smekk hversu mikið af hverju. Tekur góða sneið af Camembert og setur á hverja sneið á meðan hún er heit svo osturinn mýkist og væna skeið af tómatgumsinu ofan á. Gott að útbúa rétt áður en gestirnir koma ef þú ert búinn að bjóða í mat. Set þetta þá á fallegan disk og býð upp á þetta í eldhúsinu ásamt góðum drykk á meðan lokahönd er lögð á aðalréttinn. Beikonvafin kjúklingalæri með gullosti og pestó á sætkartöflumús í aðalrétt 8 úrbeinuð og skinnlaus kjúklingalæri. 8 beikonsneiðar. 1 hvítlauksrif. 250 gr. gullostur. 2 msk. grænt pestó. Salt og nýmalaður pipar. Olía til steikingar.

Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið kjúklingalærin í glæran plastpoka og fletjið út með kökukefli eða berjið létt með buffhamri. Kryddið yfir með salti og pipar og látið standa á meðan fyllingin er gerð. Setjið hvítlauk, ost og pestó saman í matvinnsluvél eða kreistið hvítlaukinn og stappið saman við ostinn og pestóið svo það blandist vel. Fyllið kjúklingalærin með ostafyllingunni og vefjið beikonsneiðum utan um þau. Steikið á meðalheitri pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið og setjið í eldfast mót. Gott að blanda smá pestói saman við góða olífuolíu og hella yfir kjúklinginn. Bakið kjúklingalærin í 25 mínútur. Sætkartöflumús passar mjög vel með þessu og ekki sakar að hana er hægt að útbúa fyrr um daginn og hita svo upp áður en gestirnir koma. Sætkartöflumús 1 stk. stór sæt kartafla. 1 peli rjómi. 100 gr. smjör. Salt og pipar. Skerið sætu kartöfluna í litla teninga. Setjið í pott ásamt rjómanum, smjörinu og salti og pipar. Suðan látin koma upp og svo er þetta soðið við vægan hita í 1,5 kl.tíma.

Matgoggarnir Unnur Ólafsdóttir og Birgir Þórðarson með dóttursoninn Aron Bjarka Óttarsson. Hrært í öðru hvoru þangað til þetta er orðið að mús. Gott að hafa grænmetis sallat með þessum rétti. Döðlukaka í eftirrétt 1 bolli döðlur, smátt skornar (góðar döðlur eða lífrænar). 1 bolli Pekanhnetur (eða valhnetur) ef vill má skera þær. ½ bolli súkkulaði, smátt skorið (suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði). ½ bolli hrásykur. 3 msk. spelthveiti. 1 msk. vanilludropar lífrænir (eða 1 tsk. venjulegir). 3 msk. vatn. 2 stk. egg. 1 tsk. vínsteinslyftiduft. Öllu blandað vandlega saman og látið

GV-mynd PS

Erla H. verður næsti matgoggurinn Unnur Ólafsdóttir og Birgir Þórðarson, Laufrima 91, skora á vinkonu þeirra, Erlu H. Helgadóttur, Frostafold 34, að vera næstu matgoggar. Við birtum girnilegar uppskriftir þeirra í næsta Grafarvogsblaði í nóvember. standa við stofuhta í 15 mín. til að láta það brjóta sig. Síðan bakað við 150 gráður í lausbotna tertuformi í 40-45 mínútur Mér finnst best að klæða formið með bökunarpappír. Súkkulaðihjúpur 1 plata súkkulaði (suðusúkkulaði eð

70%) brætt. Smávegis smjör og Agavesíróp bætt út í og hellt yfir kökuna. Borið fram með rjóma og ávöxtum. Flott að skreyta hana með jarðaberjum og kókosflögum. Verði ykkur að góðu. Unnur og Birgir

Tilboð vik vikunnar unnar Í Prooptik, Spönginni 17.-25.okt. Airweight gleraugu frá Prooptik Göngu eða lesgleraugu á aðeins 28.900 kr kr.. (kosta 58.590 kr.) - Sjónmæling innifalin. Margskiptgleraugu á aðeins 54.000 kr kr.. (kosta 109.590 kr.).

Létt og sterk dönsk hönnun!

Spönginni Sp önginni | Sími: 568 9112 | www.pr www.prooptik.is ooptik.is


GV 1. tbl. Mars 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 9/13/13 11:15 AM Page 5

Framúrskarandi hráefni - topp þjónusta - sanngjarnt verð

Ég vel aðeins það besta sem völ er á þegar kemur að hráefni. Hafið býður uppá einstakt úrval spennandi hráefna sem gerir matargerðina einstaklega ánægjulega. Ég get alltaf leitað til þeirra með séróskir og fæ framúrskarandi þjónustu. Jóhannes Steinn, meðlimur Kokkalandsliðsins og matreiðslumaður ársins 2008 og 2009

Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi og Spönginni 13, 112 Reykjavík Sími 554 7200 | hafid@hafid.is | www.hafid.is | við erum á


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 6:49 PM Page 6

6

GV

Fréttir living with

style

NÝJAR VÖRUR 4500 IILVA K o r p u to r g i , ss:: 522 52 2 4 5 0 0 www.ILVA.is w w w. I LVA . i s LVA Korputorgi, llau. au. 10-18, 10-18, sun. sun. 12-18, 12-18, mán. mán. - fös. fös. 11-18:30 11-18:30

Frá afhendingu framlags Grafarvogskirkju.

Söfnun þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli:

Rausnarlegt framlag frá Grafarvogssókn Á dögunum var haldin uppskerumessa í Grafarvogskirkju og að lokinni messu voru gjafir í tilefni uppskeru haustsins boðnar upp og söfnuðust við það tækifæri ríflega 70 þúsund krónur til söfnunarinnar.

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Líknarsjóður

Grafarvogskirkju

lagði til viðbót þannig að heildarframlag frá Grafarvogssókn (fyrir utan fjölmörg framlög frá einstaklingum) í söfnun þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli fyrir krabbameinsdeild Landspítala var 300 þúsund krónur. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir tók við framlaginu á fundi

með stjórn safnaðarfélags og sóknarnefnd Grafarvogskirkju. Á fundinum voru rædd málefni sem varða ráðningu í fjórða prestembættið í Grafarvogssókn. Myndin hér að ofan var tekin að því tilefni.

Klippa trjágróður af kappi Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa að undanförnu klippt trjágróður á borgarlandi sem vaxið hefur út á stíga til að tryggja greiða leið fyrir gangandi og hjólandi. Sérstaklega hefur verið hugað að leiðum sem snjóruðningstæki þurfa að komast um. Reykjavíkurborg hvetur garðeigendur til að sýna samborgurum sínum þá tillitssemi að klippa þann gróður sem vex út fyrir lóðarmörk. Víðast er trjágróður til prýði og ánægju, en þar

sem hann sem vex út fyrir lóðarmörk getur hann skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Garðeigendur eru beðnir um að hafa eftirtalin atriði í huga: · Umferðarmerki séu sýnileg. · Gróður byrgi ekki götulýsingu. · Gangandi og hjólandi eigi greiða leið um gangstíga. · Snjóruðningstæki komist um stígana, en gera þarf ráð fyrir 2,8 metra hæð

undir trjágreinar til að tækin komist undir á þeim dögum sem þær slúta undan snjóþunga. Ábendingar eru vel þegnar Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða koma ábendingum á framfæri geta haft samband í síma 411 11 11. Einnig er mögulegt að benda á hvar trjágróður er til trafala með því setja ábendingu á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/borgarland

H^\gcHiZaaV :^cVghY‹ii^g

AŽ\\^aijg[VhiZ^\cVhVa^

HeŽc\^c(,!'#]¨Â#&&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-*#;Vm*,*-*-+

Örn Helgason Sölumaður 696-7070

Daníel Fogle sölumaður 663-6694

VEGNA GÓÐRAR SÖLU VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA!

GULLENGI 4 HERB. OG BÍLSKÚR

SÓLEYJARIMI - 4 HERB. ÚTSÝNI

Góð 115,7 fm 4. herb. íbúð á 2.hæð með stórum yfirbyggðum s-vestur hornsvölum ásamt 26,6 fm bílskúr, samtal 142,3 fm. Björt og rúmgóð stofa með parketi á gólfi. 3 góð svefnherbergi. Eldhús með ljósri innréttingu, parketi á gólfi og borðkrók við glugga. Baðherbergi með baðkari og stórri hornsturtu. Geymsla/þvottahús er innan íbúðar.

Falleg 118 fm, 4ra herbergja endaíbúð á 3. hæð í lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri með stórum lokuðum svölum, útsýni og stæði í bílageymslu. Björt íbúð með fallegum innréttingum, parketi og flísum á gólfi.

H†b^*,*-*-*

SMÁRARIMI 4 - HERB. EINBÝLI OG BÍLSKÚR

SMÁRARIMI 4 - HERB. EINBÝLI OG BÍLSKÚR

Fallegt 195,5 fm einbýli á einni hæð og innbyggðum tvöföldum bílskúr, fallegum garði og verönd. Arinn í stofu Eldhús með sérsmíðaðri eikar innréttingu og eyju. Fjögur rúmgóð herbergi með skápum. Seljandi skoðar skipti á minni eign.

Fallegt 195,5 fm einbýli á einni hæð og innbyggðum tvöföldum bílskúr, fallegum garði og verönd. Arinn í stofu Eldhús með sérsmíðaðri eikar innréttingu og eyju. Fjögur rúmgóð herbergi með skápum. Seljandi skoðar skipti á minni eign.

]Xjk\`^eXjXc Xeˆ ˆel_m\i]`

FANNAFOLD ENDARAÐHÚS MEÐ ÚTSÝNI Fallegt 234,2 fm endaraðhús. Fallegur garður og stórar útsýnissvalir. Stofan er björt með góðri lofthæð, sólstofu, gegnheilu eikarparketi á gólfi. Fallegt baðherbergi með hornbaðkari með nuddi og sturtu. Fjögur svefnherbergi. Seljandi skoðar skipti á minni eign.

lll#[b\#^h


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/11/13 9:22 PM Page 7

GULLNESTI Fjölskyldutilboð

Gild­ir­til­24.­október­2013

4 hamborgarar 2 lítrar kók stór franskar sósa

3.490,Shake

Ódýri ísinn i r t í l 1 Ís

r u f e r a ð g a r B

i m r o f ð u a r b Ís í

Opið til 23.30 Grillið­í­Graf­ar­vogi­­-­­Gylfa­flöt­1­­-­­Sími:­567-7974


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/13/13 1:27 AM Page 8

8

GV

Fréttir

Tekið í spil í Grafarvogskirkju.

Edda Jónsdóttir hefur unnið frábært starf í þágu eldri borgara sjálfboðavinnu í 17 ár.

Eldri borgarar á góðri stund í kirkjunni.

GV-myndir PS

Eldri borgarar í Grafarvogskirkju - „Þetta er gefandi starf og veitir mikla gleði,“ segir Edda Jónsdóttir

„Þetta er gefandi starf og veitir mikla gleði,“ segir Edda Jónsdóttir um starf sitt sem sjálfboðaliði í Grafarvogskirkju en hún hefur starfað í eldri borgara starfinu í 17 ár. Opið hús fyrir eldri borgara hóf göngu sína fyrir 20 árum í Grafarvogskirkju, þá í umsjón Valgerðar Gísladóttur og Unnar Malmquist og voru aðeins 3 konur mættar á fyrstu samveruna. Fljótlega fór starfið að vaxa og blómstra og nú mæta að jafnaði u.þ.b. 60 manns í hvert skipti. ,,Ég byrjaði með því að hugsa um kaffið en fór síðan að hafa umsjón með starfinu og hef haft mikla ánægju af því að kynnast öllu því góða fólki sem komið hefur í gegnum árin,“ segir Edda í samtali við Grafarvogsblaðið.

Umsjónarmenn ásamt Eddu eru í dag þær Stefanía Baldursdóttir og Jónína Jóhannsdóttir að ógleymdri Valgerði sem ætíð er til í að leggja hönd á plóginn. Hver samvera hefst á helgistund í umsjá prestanna en að því loknu sest fólk ýmist niður við spilamennsku eða handavinnu. Óla Kristín Freysteinsdóttir er leiðbeinandi við handverkið. Þar er fengist við ýmislegt eins og til dæmis að mála á dúka eða búa til skartgripi en einnig hægt að setjast niður með sína eigin handavinnu. Að lokum er endað á dýrindis síðdegiskaffi sem rennur ljúflega niður. Að hausti er farið í dagsferð og að vori er boðið upp á ferð með safnaðarfélaginu. Í síðustu samverunni í desember er svokallaður

Þátttakendur í starfi eldri borgara í Grafarvogskirkju fylgjast vel með.

„grenidagur“ þar sem öllum gefst tækifæri til að útbúa skreytingar fyrir jólin. Á þorranum er svo þorragleði þar sem góðir gestir koma í heimsókn og boðið er upp í dans. Vetrarstarfinu lýkur svo á Uppstigningardegi með sýningu á handverki vetrarins. Edda hvetur alla þá sem áhuga hafa að koma og taka þátt. „Allir eru velkomnir,” segir hún. „Oft er erfitt að stíga fyrstu skrefin en um leið og það er gert þá finna flestir hve gott er að vera í góðra vina hópi.“ Gleði og hressleiki einkennir samverurnar sem eru opnar fyrir alla eldri borgara. Opið hús fyrir eldri borgara Prestar kirkjunnar heimsækja reglulega Hjúkrunarheimilið Eir og á Eirborgum er helgistund á þriðjudögum kl. 10:30.

Sóknarpresturinn sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir með ágætu fólki sem lagt hefur mjög mikið af mörkum á liðnum árum í öflugu starfi eldri borgara í Grafarvogskirkju.

Þessar þrjár hafa lengi verið í broddi fylkingar í starfi eldri borgara í Grafarvogskirkju.

Opin hús hjá eldri borgurum í Grafarvogskirkju hefjast gjarnan á því að hlustað er á guðs orð.

GV auglýsingar og ritstjórn: 587-9500


Snyrtivörur á frábæru verði

Höfðabakka 3 Sími: 587-9500 gloss@gloss.is


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/13 2:11 PM Page 10

10

GV

Frétt­ir

Ekki gengur lengur að setja pappír eða pappa í gráar eða grænar ruslatunnur.

Engan­pappír­má­setja í­gráar­og­grænar­tunnur -­borgin­hætti­að­losa­þær­tunnur­10.­október­sl.

Frá­bær gjöf­fyr­ir veiði­menn­ og­kon­ur Gröf­um­nöfn­veiði­manna­á­box­in Uppl.­á­www.Krafla.is­(698-2844)

Pappír er ekki rusl og því er ekki lengur heimilt að henda honum í gráar eða grænar tunnur Reykjavíkurborgar. Nýr áfangi í grænni framtíð borgarinnar felst í því að slíkar tunnur eru ekki tæmdar ef pappír eða pappi er í þeim. Starfsfólk sorphirðu borgarinnar hefur undanfarið minnt íbúa á, þar sem það á við, að enginn endurvinnanlegur pappír eða pappi má fara í gráar og grænar tunnur. Það er gert með því að setja áminningarmiða á gráar og grænar tunnur sem augljóslega innihalda pappír. Eftir 10. október eru slíkar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar og þarf viðkomandi að fjarlægja allan pappír úr þeim áður en næsta losun getur átt sér stað. Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði

segist vera ánægð með viðtökur Reykvíkinga gagnvart flokkun og endurvinnslu. Fjölmörg heimili hafa skilað gráum tunnum sem kosta 18.600 krónur á ári og fengið bláa tunnu í staðinn sem kostar 6.500 krónur. ,,Það er því hagkvæmt að flokka auk þess sem það hefur umhverfislegan ávinning,” segir Eygerður og bætir því við að pappír sé auðlind sem hægt sé að nýta til ýmissa hluta ef hann er flokkaður frá og honum skilað til endurvinnslu. Eygerður segir fleira mega fara í bláu tunnuna en margir gera sér grein fyrir en í hana fer t.d. morgunkornskassar, eggjabakkar, fernur, ljósritunarpappír, dagblöð og pítsukassar. Reykvíkingar fengu upplýsingar sendar heim til sín þess efnis að gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa yrðu ekki tæmdar eftir 10.

Komdu í afmæli

október og ráð um hvernig bregðast mátti við. Undantekningin er að ef pappír er mengaður af matarleifum, blautur eða ekki hægt að losa hann frá öðru efni, þá er heldur ekki hægt að endurvinna hann og má aðeins slíkur ónýtur pappír fara í gráar og grænar tunnur Reykjavíkurborgar. Heimilum sem ekki eru með bláa tunnu eða aðrar endurvinnslutunnur stendur til boða að fara með allt sem er úr pappír og pappa á endurvinnslustöðvar Sorpu eða í grenndargáma sem eru víðs vegar um alla borg. Það eru því margar leiðir sem til greina koma við að skila pappírsefni á réttan stað þó að ekki sé leyfilegt að henda því í gráar eða grænar tunnur lengur.

Afmæ Afmælisleikurinn mæ ælisl æ isl sl ikur ur nn nn er er hafinn nn n Komdu Kom md du og taktu aktu þátt ttt í léttum ttum um leik. k. Þú gætir gæ ætir unnið ið ferð erð rð til il Tenerife Te ene erife e eða eð ð einhvern fjölmargra einhvern margra aukavinninga. auk vinninga. inninga. a.

Tapas barinn er 13 ára og þér er boðið í veisluna 21. og 22. október TA TAPAS BARINN BA NN HINN NN EINII SANNI NI Í 13 ÁR

Afmælistilboð 10 vinsælustu réttir Tapas barsins g Codorníu Cava-glas Pero i, 33 Peroni, 30 ml 330 Léttvínsgl éttv glas, as, Campo amp Viejo iejo Léttvínsglas,

590 kr./stk. 490 kr./stk. / 590 kr./stk. 590 kr./s k. 69 kr 690 kr./stk. r./s /stk.

fá ljúffenga ljúffffenga enga og o margrómaða marg ómaða súkkulaðiköku laðiköku aðiköku u Allir fá eftirrétt Tap pass barsins bars rssin ins í ef ftir irrétt. Tapas

RESTAURANTRE RESTAURANT AUR T- BAR Vesturgötu Ves sturgötu urgötu 3B | 101 Reykjav Reykjavík kjavík | Sími ím mi 551 2344 44 | www.tapas.is


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/13 2:29 PM Page 11

11

GV

Fréttir

Forsetahjónin heimsóttu Rimaskóla á forvarnadegi Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu Rimaskóla á forvarnadaginn 2013 sem haldinn var í 8. sinn þann 9. október. Með í för voru meðal annarra gesta Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Ingibjörg Sigurþórsdóttir forstöðumaður Miðgarðs í Grafarvogi. Forsetinn hitti nemendur og kennara 9. bekkjar í fjölnýtistofu skólans og ræddi við þau um þær lífsreglur sem reynst hafa best í baráttunni gegn fíkniefnum. Rannsóknir staðfesta mikinn árangur síðasta áratug að sporna við neyslu fíkniefna meðal grunnskólanemenda. Helgi Árnason skólastjóri og Sigrún Garcia Thorarensen námsráðgjafi skólans kynntu fyrir forsetanum góða útkomu Rimaskóla í könnunárlegri Olweusar-

könnun sem mælir einelti meðal nemenda 5. - 10. bekkjar en þar hefur markviss vinna leitt til þess að einelti mælist lítið sem ekkert meðal nemenda í Rimaskóla. Forsetinn bauð nemendum að bera fram spurningar og gaf sér góðan tíma til að svara þeim enda vel að spurningunum staðið að hálfu nemenda. Enginn vafi er á því að orð forsetans í þessari mikilvægu umræðu reynast dýrmætt veganesti fyrir unglinga þessa lands því boðskapurinn er skýr og krakkarnir hlusta. Forsetahjónin heilsuðu öllum nemendum með handabandi sem urðu á vegi þeirra og lýstu mikilli ánægju sinni með frábærar móttökur nemenda og starfsmanna. Heimsókn forsetahjónanna

Forsetafrúin Dorrit Moussaieff fékk hlýjar viðtökur frá nemendum í 9. bekk.

Helgi Árnason skólastjóri, forsetahjónin og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ ásamt nemendum 9. bekkjar Rimaskóla. endaði í kennslustofu 2-HJ þar sem þau fengu kynningu á byrjendalæsisaðferðinni sem hefur það megin-

markmið að börnin nái góðum árangri í lestri sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Allir kennarar yngsta stigs kenna mark-

Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson heilsaði öllum þeim fjölmörgu nemendum sem urðu á vegi hans í heimsókn hans í Rimaskóla.

visst eftir þessari aðferð sem Háskólinn á Akureyri hefur þróað á Íslandi eftir erlendri fyrirmynd.

Forsetahjónin komu við hjá nemendum í 2. bekk Rimaskóla sem hafa náð góðum árangri í lestri í gegnum “byrjendalæsisaðferð”.

N NÁÐU ÁÐU G GÓÐU ÓÐU G GRIPI RIPI Á V VETRINUM ETRINUM M MEÐ EÐ MICHELIN MICHELIN VETRARHJÓLBÖRÐUM VETRARHJÓLBÖRÐUM

ALPIN A4 A

X-ICE X -

• Hljóðlátt og gripgott • Naglalaust vetrardekk • Ný APS gúmmí blanda tryggir ir gott gott grip í öllum hitastigum • Flipamunstur tryggir gott grip p þó líði á líftíma dekksins • Margátta flipamunstur tryggirr hliðar hliðar,, fram og hemlagrip

• Hjólbarði hannaður fyrir borgarbíla garbí garbíla og fjölsk fjölskyldubíla

X-ICE NORTH • • • •

Léttir álnaglar sem eru níðsterkir kir og g hljóðlátir hljóðlá j tir 10% styttri hemlunarvegalengd d á ís Allt að 30% færri naglar Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu

N1 RÉTT RÉTTARHÁLSI TARHÁLSI ARHÁLSI LAUGARDAG KL. 09-13 OPIÐ MÁNUDAG FÖSTUDAGS MÁNUDAG TIL L FÖS FÖ TUDAGS KL. 08-18 OG LAUGARDAG 0 WWW.DEKK.IS SÍMI 440 1326 | WWW.DEKK.IS

• Mikið skorið orið og stefnuvirkt munstur sem veitir fr frábært grip í hverskyns rskyns aðstæðum. • Endingargott naglalaust vetrardekk rardekk


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 7:11 PM Page 12

12

13

GV

Fréttir

GV

Fréttir

Frábærir stuðningsmenn Fjölnis ærðust af fögnuði í leikslok þear sætið í Pepsídeildinni næsta sumar var tryggt.

Fjölnir í deild þeirra bestu

Þessi hópur allur stóð sig frábærlega í sumar í 1. deildinni í knattspyrnu. Íslansmeistarar Fjölnis eru hér með bikarinn eftir sigurinn glæsilega gegn Leikni í Breiðholtinu.

GV-myndir Hafliði Breiðfjörð

- eftir ævintýralegan lokakafla í 1. deildinni og hetjulegan sigur á Leikni í Breiðholtinu Enn á ný eigum við Grafarvogsbúar lið á meðal þeirra bestu í knattspyrnunni eftir að frábært lið Fjölnis tryggði sér sigur í 1. deild karla með glæsilegum sigri á Leikni í lokaleik sumarsins, 1-3. Lokaslagur efstu liða var hrikalega spennandi og gátu ein fimm lið tryggt sér þátttökurétt í Pepsídeildinni að ári fyrir lokaumferðina. Fjölnir var í bestu stöðunni fyrir lokaumferðina, úrslit annarra leikja skiptu ekki máli svo framarlega sem Fjölnir ynni sigur gegn Leikni í Breiðholtinu. Þetta leit ekki vel út í leikhléi. Leiknir yfir 1-0 og ekki lagaðist staðan þegar einum leikmanni Fjölnis var vikið af leikvelli í síðari hálfleik. En einum færri börðust Fjölnismenn sem einn maður og þegar jöfnunarmrkið leit dagsins ljós opnuðust ýmsir möguleikar. Í leikslok ætlaði allt um koll að keyra á Leiknisvelli og fögnuður leikmanna Fjölnis og stuðningsmanna liðsins var ósvikinn og oft verið minni ástæða til að gleðjast.

Fjölnir endaði með 43 stig í efsta sæti 1. deildar og Íslandsmeistaratitilinn. Þrjú lið komu næst með 42 stig, Víkingur Reykjavík sem fylgir Fjölni í Pepsídeildina næsta sumar og Haukar og Grindavík. Það var ekki síst góður varnarleikur og markvarsla sem tryggði Fjölni þennan stórkostlega árangur. Liðið fékk fæst mörk á sig í deildinni, 24 mörk í leikjunum 22. Árangurinn hjá þjálfara liðsins, Ágústi Gylfasyni, er hreint út sagt frábær. Eftir mjög erfiða byrjun reyndi mjög á þjálfarann og leikmenn hans þegar snúa þurfti skútunni við og framkalla byr í seglin. Það tókst og þáttur Kristófers Sigurgeirssonar aðstoðarþjálfara í árangrinum er einnig mikill. Ekki má gleyma öflugum stuðningsmönnum sem studdu liðið frábærlega allt síðast liðið sumar. Nú verður fróðlegt að fylgjast með liðinu næsta sumar. Áhugafólk um knattspyrnu á von á frábærum leikjum í Grafarvogi næsta sumar. Til hamingju Fjölnir!

Íslandsbikarinn á loft. Leikmenn Fjölnis unnu hreint magnaðan sigur á Leikni í lokaleiknum í sumar.

Viðtal með lögmanni og vönduð ráðgjöf um bótarétt þinn, án alls kostnaðar Frábærir stuðningsmenn fagna sæti í Pepsídeildinni og Íslandsmeistaratitlinum.

Fagleg og persónuleg þjónusta í slysamálum. Hæstaréttarlögmenn sinna málinu þínu á öllum stigum þess. Margra ára reynsla og viðamikil þekking í slysamálum. Metnaðarfull og framsækin lögmannsstofa.

Leikmenn og stuðningsmenn Fjölnis fagna glæsilegum árangri eftir leikinn gegn Leikni.

Við gætum þíns réttar.

Kærkomnu sæti á meðal þeirra bestu fagnað.

Sími: 415 2200 / Austurstræti 17 / 101 Reykjavík Bónusstrákarnir í Fjölni kátir eftir að Íslandsbikarinn var í höfn.

/ opus@opus.is / www.opus.is


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 7:11 PM Page 12

12

13

GV

Fréttir

GV

Fréttir

Frábærir stuðningsmenn Fjölnis ærðust af fögnuði í leikslok þear sætið í Pepsídeildinni næsta sumar var tryggt.

Fjölnir í deild þeirra bestu

Þessi hópur allur stóð sig frábærlega í sumar í 1. deildinni í knattspyrnu. Íslansmeistarar Fjölnis eru hér með bikarinn eftir sigurinn glæsilega gegn Leikni í Breiðholtinu.

GV-myndir Hafliði Breiðfjörð

- eftir ævintýralegan lokakafla í 1. deildinni og hetjulegan sigur á Leikni í Breiðholtinu Enn á ný eigum við Grafarvogsbúar lið á meðal þeirra bestu í knattspyrnunni eftir að frábært lið Fjölnis tryggði sér sigur í 1. deild karla með glæsilegum sigri á Leikni í lokaleik sumarsins, 1-3. Lokaslagur efstu liða var hrikalega spennandi og gátu ein fimm lið tryggt sér þátttökurétt í Pepsídeildinni að ári fyrir lokaumferðina. Fjölnir var í bestu stöðunni fyrir lokaumferðina, úrslit annarra leikja skiptu ekki máli svo framarlega sem Fjölnir ynni sigur gegn Leikni í Breiðholtinu. Þetta leit ekki vel út í leikhléi. Leiknir yfir 1-0 og ekki lagaðist staðan þegar einum leikmanni Fjölnis var vikið af leikvelli í síðari hálfleik. En einum færri börðust Fjölnismenn sem einn maður og þegar jöfnunarmrkið leit dagsins ljós opnuðust ýmsir möguleikar. Í leikslok ætlaði allt um koll að keyra á Leiknisvelli og fögnuður leikmanna Fjölnis og stuðningsmanna liðsins var ósvikinn og oft verið minni ástæða til að gleðjast.

Fjölnir endaði með 43 stig í efsta sæti 1. deildar og Íslandsmeistaratitilinn. Þrjú lið komu næst með 42 stig, Víkingur Reykjavík sem fylgir Fjölni í Pepsídeildina næsta sumar og Haukar og Grindavík. Það var ekki síst góður varnarleikur og markvarsla sem tryggði Fjölni þennan stórkostlega árangur. Liðið fékk fæst mörk á sig í deildinni, 24 mörk í leikjunum 22. Árangurinn hjá þjálfara liðsins, Ágústi Gylfasyni, er hreint út sagt frábær. Eftir mjög erfiða byrjun reyndi mjög á þjálfarann og leikmenn hans þegar snúa þurfti skútunni við og framkalla byr í seglin. Það tókst og þáttur Kristófers Sigurgeirssonar aðstoðarþjálfara í árangrinum er einnig mikill. Ekki má gleyma öflugum stuðningsmönnum sem studdu liðið frábærlega allt síðast liðið sumar. Nú verður fróðlegt að fylgjast með liðinu næsta sumar. Áhugafólk um knattspyrnu á von á frábærum leikjum í Grafarvogi næsta sumar. Til hamingju Fjölnir!

Íslandsbikarinn á loft. Leikmenn Fjölnis unnu hreint magnaðan sigur á Leikni í lokaleiknum í sumar.

Viðtal með lögmanni og vönduð ráðgjöf um bótarétt þinn, án alls kostnaðar Frábærir stuðningsmenn fagna sæti í Pepsídeildinni og Íslandsmeistaratitlinum.

Fagleg og persónuleg þjónusta í slysamálum. Hæstaréttarlögmenn sinna málinu þínu á öllum stigum þess. Margra ára reynsla og viðamikil þekking í slysamálum. Metnaðarfull og framsækin lögmannsstofa.

Leikmenn og stuðningsmenn Fjölnis fagna glæsilegum árangri eftir leikinn gegn Leikni.

Við gætum þíns réttar.

Kærkomnu sæti á meðal þeirra bestu fagnað.

Sími: 415 2200 / Austurstræti 17 / 101 Reykjavík Bónusstrákarnir í Fjölni kátir eftir að Íslandsbikarinn var í höfn.

/ opus@opus.is / www.opus.is


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 5:01 PM Page 14

14

GV

Fréttir Dagur Orðsins í Grafarvogskirkju Tileinkaður „Eldprestinum„ séra Jóni Steingrímssyni Sunnudaginn 10. nóvember verður „Dagur orðsins“ haldinn hátíðlegur í áttunda sinn. Dagskrá undanfarinna ára hefur verið tileinkuð: séra Sigurbirni Einarssyni biskup, séra Matthíasi Jochumssyni, Séra Bjarna Þorsteinssyni, Séra Friðriki Friðrikssyni, Matthíasi Johansen skáldi og skáldkonunni Elísabetu Jökulsdóttur. Þessar hátíðar hafa verið afar vel sóttar. Dagskráin hefst kl. 09.30 og verður sem hér segir: Ávarp tileinkað séra Jóni flytur Jón Helgason fyrrverandi forseti Alþingis og Kirkjuþings. Möguleikhúsið sýnir einþáttung um séra Jón. Leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir. „Skáldsagan um Jón“ höfundur bókarinnar: Ófeigur Sigurðsson flytur erindi. Hátíðarmessa kl.11.00 Séra Ingólfur Hartvigsson sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri predikar. Prestar Grafarvogskirkju þjóna fyrir altari. Kirkjukór Prestbakkakirkju, Ásakór og kór Grafarvogskirkju syngja. Stjórnendur: Brian Rodger Haroldsson og Hákon Leifsson. Kaffisamsæti eftir messu. Allir velkomnir.

Vegna Strætó Lesandi blaðsins hafði samband og vildi koma eftirfarandi á framfæri: ,,Vil gjarnan sjá umræðu um að þeir sem taka strætó frá miðbæ og upp í Grafarvog, eru klukkutíma í strætó að þvælast um hverfið áður en vagninn kemur í Spöng eða Staðarhverfi. Hér eru einingar eins og Víkur, Borgir og Engi sem mundu hafa mikinn hag af því að fyrsta stopp væri Staðarhverfi og annað stopp Spöngin. Hef sent fyrirspurn til Strætó varðandi þetta og það þarf fleiri til að ýta á Strætó með að fá þetta í gegn. Það er hægt að gera með því að fara inn á straeto.is velja Farþegaþjónusta og velja Hafa samband, senda þar inn ósk http://www.straeto.is/farthegathjonusta/hafa-samband/

Íslandsmót félagsliða í Rimaskóla var fjölmenn skákhátíð:

Ungt lið Fjölnis í 1. deild er á mjög góðri siglingu Íslandsmót skákfélaga er langfjölmennasta skákmót ársins og þangað mæta skákmenn á öllum aldri, jafnt ungir og efnilegir krakkar sem eldri reynsluboltar allt upp í 80 ára gamlir. Mikil skákhátíð þar sem allir þátttakendur mæta til að keppa fyrir sitt félagslið í þessari þjóðaríþrótt. Rimaskóli hefur þótt ákjósanlegur staður til að halda svona risaskákmót síðastliðin ár, því aðstaðan þykir góð og orðspor af skákafrekum skólans hefur ratað víða á undanförnum árum. Keppt er í fjórum deildum líkt og í knattspyrnunni. Mikið í húfi fyrir skákfélaögin að vinna til verðlauna eða halda sveitum sínum uppi eða helst vinna sig upp um deild. Hver skáksveit má að hámarki hafa tvo erlenda skákmeistara í sínu liði og hafa flestar skáksveitirnar í 1. og 2. deild nýtt sér það. Framtíðarskákmenn Íslands í 1. deildar skáksveit Fjölnis. Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Skákdeild Fjölnis sem nú er að hefja Harðarson. Náðu allir 60% vinningshlutfalli gegn stigahærri skákmönnum. sitt 10. starfsár hefur frá 2007, fyrir utan eitt ár, átt lið í 1. deild. Skákdeildin hefur frá stofnun lagt áherslu á barna-og unglingastarfið og uppsker það nú ríkulega. Helmingur A sveitar Fjölnis eru fjórir bráðefnilegir unglingar 15 - 18 ára gamlir sem sýna öðrum stigahærri skákmönnum enga virðingu í þessum fyrri hluta Íslandsmótsins. Þessir ungu drengir, þeir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson og Dagur Andri Friðgeirsson náðu 10 vinningum í 17 skákum sínum og eiga stóran þátt í því að Fjölnisliðið unga er nú í 7. sæti af 10 en í spám liðsstjóra 1. deildarfélaganna fyrir mót var A sveit Fjölnis spáð 9. sæti og þar með falli í 2.deild. Með frammistöðunni í fyrri hluta Íslandsmótsins hafa Fjölnismenn næstum gulltryggt sér áframhaldandi veru í deild hinna bestu. Skákdeild Fjölnis sendi þrjár skáksveitir til leiks á Íslandsmótið í skák og eru börn og unglingar einnig áerandi í B og C sveitum Grafarvogsliðsins. Það var mikið fjölmenni í Rimaskóla í kringum Íslandsmót félagsliða helgina 10. 13. október því auk hundruða keppenda þá mættu fjölmargir áhorfendur í skólann til að fylgjast með skemmtilegri og spennandi keppni. Bílamergðin í kringum skólann var eins og á knattspyrnulandsleik.Síðari hluti Íslandsmóts Erlendir skákmeistarar í liði Fjölnis. Þeir Thomas Henrichs frá Þýskalandi og Floris van Assendelft frá Hollandi tefla með okkar ungu skákmönnum og ferðast um landið á keppnisferðum til landsins enfélagsliða í skák fer fram í lok febrúar 2014. da miklir unnendur íslenskrar náttúru.

Ný göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa opnuð formlega:

Hjólreiðar eru alvöru valkostur Margir komu saman og glöddust þegar nýjar brýr yfir Elliðaárósa voru formlega opnaðar í dag. Nýja göngu- og hjólaleiðin er mikil samgöngubót, hún er greiðfær, örugg með aðskilda stíga og styttir leiðina milli Grafarvogs og miðborgar um 0,7 km. Þá er leiðin upplýst með lýsingu í brúarhandriðum og lágum ljósapollum á stíg milli brúnna. Stígurinn er ásamt öðrum stofnstígum í forgangi þegar kemur að snjóhreinsun

,,Ég er hrædd við það sem ekki er til en ég sé það samt” Andleg leiðsögn -- Kynningarfundur Er of lítill svefn, hræðsla við hið ósýnilega eða mikil næmni vandamál á þínu heimili. Þá er þetta eitthvað fyrir þig: Kynningarfundur hjá Sólargeislanum, Háholti 14, 2. hæð, Mosfellsbæ, laugardaginn 19. okt . kl 14.00. Sími 780 1300 Aðgangur ókeypis sjaandispamiðill@gmail.com

og hálkuvörnum í vetur. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu nýju hjóla- og gönguleiðina formlega. Verkefnið er hluti af sameiginlegu átaki Reykjavíkurborgar og Vegagerðar í gerð hjóla- og göngustíga, en fyrir ári síðan undirrituðu Dagur og Hreinn tímamótasamning þess efnis. Annað verkefni sem var hluti af því samkomulagi er hjólaleiðin meðfram Suðurlandsbraut og komu margir þátttakendur hjólandi þá leið frá Hlemmi. „Hjólreiðar eru að stimpla sig inn sem alvöru valkostur í samgöngumálum í Reykjavík. Þessar nýju brýr eru frábærar fyrir Bryggjuhverfið, frábærar fyrir Grafarvog, frábærar fyrir Vogahverfið og frábærar fyrir Reykjavík. Þetta eru tímamót fyrir alla sem

ganga, hlaupa, hjóla, njóta útivistar og hreyfa sig í borginni“, sagði Dagur í ávarpi sínu. Það var vel viðeigandi að opna gönguog hjólaleiðina nú í hinni árvissu Samgönguviku, en markmiðið með henni er að vekja til umhugsunar um ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur. Nýja göngu- og hjólaleiðin var strax í morgun mikil hvatning til hjólreiða, göngu og hlaupa, eins og sjá mátti á þeim góða hópi sem mætti. Mikil framkvæmd Nýju göngu- og hjólabrýrnar byggja á vinningstillögu samkeppni sem Reykjavíkurborg og Vegagerðin efndu til í desember 2011 í samvinnu við félög arkitekta og verkfræðinga.

Burðarvirki brúnna vekur athygli en það er 18 metra hár þríhyrndur píramídi með skástögum í brúargólfið. Brúargólfin sem hanga í burðarvirkinu eru 36 metra löng með burðargrind úr stálbitum og holplötum með steyptu lagi. Við vesturkvíslina var sett landfylling til að stytta brúarhafið. Brýrnar eru 4,5 metra breiðar. Auk brúnna var lagður göngu- og hjólastígur milli þeirra yfir norðurenda Geirsnefs, auk tenginga við núverandi stígakerfi. Stígarnir sem liggja að brúnum eru tvískiptir, annars vegar 3,0 metra breiður göngustígur og hins vegar 2,5 metra breiður hjólastígur með graseyju á milli. Hönnunar og framkvæmdakostnaður var 250 milljónir króna og skiptist hann jafnt á milli Vegagerðar og Reykjavíkurborgar.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opna nýju hjóla- og gönguleiðina formlega.


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/13 3:25 PM Page 15

15

GV

Fréttir

Heilsudagar í Urðarapóteki Þann 22. og 23. október verða heilsudagar í Urðarapóteki. Hjúkrunarfræðingar verða á staðnum kl. 12-18 báða dagana og bjóða upp á öndunarmælingar öllum að kostnaðarlausu.

Vísindamenn framtíðarinar rannsaka það sem fyrir augu bar við Gufunesbæ.

Heimsókn 6. bekkjar í Hamraskóla í Gufunesbæ

Útivistarsvæðið við Gufunesbæ er tilvalið til rannsókna í líffræði og á náttúrunni. Á dögunum kom 6. bekkur í Hamraskóla í rannsóknarleiðangur á svæðið og gerði ýmsar tilraunir. Ekki er vitað á þessari stundu hvort von er á byltingarkenndum uppgötvunum, en í hópnum mátti sjá marga efnilega vísindamenn.

Jóhanna Kristjánsdóttir hjá Ráðgjöf í reykbindindi mun veita ráðgjöf í sambandi við tóbaks- og reykbindindi.

Hlökkum til að sjá þig! Opið virka daga kl. 09.0 09.00-18.30 0 -18.30 og laugardaga kl. 12.0 12.00-16.00 0 -16.00 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770

Spennandi sílaveiðar.

Endur Endurvinnslutunnan vinnslutunnan Raunhæfur valkostur fyrir Reykvíkinga Fernur Pappi

Pappír

Rafhlöður

Málmar

Fyrir 8 árum hóf Gámaþjónustan hf. að bjóða upp á Endurvinnslutunnu á höfuðborgarsvæðinu til flokkunar á heimilissorpi. Í hana mega fara SJÖ flokkar af efnum, allt laust í tunnuna nema rafhlöður sem fara í þar til gerða poka. Aðeins Endurvinnslutunnan bíður upp á þetta marga flokka í sömu tunnu, sem er mikil hagræðing. Allt sem í Endurvinnslutunnuna fer er síðan flokkað í móttöku- og flokkunarstöð Gámaþjónustunnar hf., baggað og gert klárt til útflutnings. Endurvinnsla okkar er ábyrg og örugg!

Reykvíkingar, kynnið ykkur vel hvaða valkostir eru í boði: Þið eigið val um að panta Endurvinnslutunnuna frá Gámaþjónustunni en í hana má setja SJÖ flokka af endurvinnsluefnum.

Dagblöð/ tímarit

Plastumbúðir

Okkar lausn er umhverfisvæn, ódýr og sparar þér sporin.

Ekkert skrefagjald!

ET+ ET+

Kynnið ykkur allt um Endurvinnslutunnuna á

endurvinnslutunnan.is

maggi@12og3.is 21.895-110-13

Þarft þú að losna við raftæki? Við sækjum stærri raftæki til viðskiptavina Endurvinnslutunnunnar þeim að kostnaðarlausu.

Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/13/13 4:40 PM Page 16

16

GV

Fréttir

Heimaþjónusta í Grafarvogi - eftir Árdísi Freyju Antonsdóttur og Önnu Lilju Sigurðardóttur

Með þessum skrifum langar okkur að kynna hluta af þeirri þjónustu sem eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem þurfa aðstoð á heimili býðst í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness. Hverfið okkar er smá saman að eldast og æ fleiri sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Það er mikilvægt að geta fengið þá aðstoð sem þarf og við leggjum áherslu á að meta þörf fyrir þjónustu í samráði við hvern og einn. Í reglum um félagslega heimaþjónustu er m.a. þessi skilgreining: „Fyrir þá sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.“ Í samráði við umsækjanda er lagt mat á þörf fyrir þjónustu. Félagsleg heimaþjónusta getur falið í sér: • Aðstoð við athafnir daglegs lífs T.d. aðstoð við að klæðast, aðstoð á matartíma eða háttatíma. Við höfum líka aðstoðað fólk við búðarferðir, verið með innlit vegna lyfjagjafar o.fl. • Aðstoð við heimilishald

Sú aðstoð sem við erum oftast að veita, er aðstoð við þrif. Það er þáttur í að létta álagi af heimili að starfsmaður heimaþjónustu kemur t.d. hálfsmánaðarlega, fer yfir gólfin og þurrkar af og skiptir jafnvel á rúminu í leiðinni. • Aðstoð vegna umönnunar barna og unglinga Felur í sér aðstoð á heimili þar sem um er að ræða börn með fötlun. Álag verður oft mikið á þeim heimilum og við reynum að koma til móts við fjölskylduna með stuðningi sem hentar á heimilinu. • Félagslegan stuðning Sem félagslegan stuðning höfum við verið með stutt innlit, svo kölluð öryggisinnlit, viðveru meðan maki bregður sér frá eða göngutúra. Í nokkrum tilvikum hringjum við í viðkomandi og förum á staðinn ef óskað er. Í félagslegum stuðningi á að felast markviss stuðningur, hvatning og örvun. • Heimsendingu matar

Hentar vel í þeim tilvikum sem viðkomandi er hættur að elda, en nærist eðlilega þegar maturinn er í augsýn. Auk þessa erum við með góð tengsl við heimahjúkrun og það hefur oft komið sér vel til að finna út úr því hvernig best er að styðja við bakið á fjölskyldum sem þurfa aðstoð. Sótt er um félagslega heimaþjónustu á eyðublöðum sem fást í Miðgarði eða á netinu, reykjavik.is. Umsóknum skal að öllu jafna fylgja læknisvottorð. Aksturs- eða ferðaþjónusta kemur til greina þegar fólk hefur ekki eigin bíl og getur ekki ferðast með strætó. Sótt er um hana á þar til gerðum eyðublöðum, sem bæði má fá í Miðgarði eða á reykjavik.is og þarf læknisvottorð að fylgja umsókn. Flestir vilja búa heima í sinni íbúð svo lengi sem þeir geta, þó það sé ekki algilt. Eins og fram hefur komið höfum við ýmis úrræði til að styðja fólk heima, svo lengi sem það er hægt. Þegar kemur að því að skoða aðra búsetu þá höfum við annars vegar þjónustuíbúðir og hins vegar hjúkrunarrými. Í samráði við aðila málsins reynum við að meta hvað hentar

Árdís Freyja Antonsdóttir, matsfulltrúi félagslegrar heimaþjónustu.

Anna Lilja Sigurðardóttir, teymisstjóri félagslegrar heimaþjónustu.

viðkomandi best, þjónusta heima, þjónustuíbúð eða hjúkrunarrými. Í Miðgarði er hægt að panta viðtal hjá félagsráðgjafa til að ræða hver staðan er og hvað er hægt að gera til úrbóta. Við leggjum okkur fram um að heyra hver vandinn er og leitum með

fólki að úrræðum í samræmi við vandamálið. Árdís Freyja Antonsdóttir, matsfulltrúi félagslegrar heimaþjónustu Anna Lilja Sigurðardóttir, teymisstjóri félagslegrar heimaþjónustu

Ein af mörgum hugmyndum um Sundabraut og líklegast sú vitlausasta af þeim öllum þar sem ætlunin var að fara með brautina í göng undir stofugólfum íbúa í Hamrahverfi.

GV Ritstjórn og auglýsingar Höfðabakka 3 Sími 587-9500

Sundabraut í forgang - eftir Björn Jón Bragason

Nú liggur fyrir tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur sem gilda á til ársins 2030. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum vegabótum að heitið getur og engin áform um Sundabraut fyrir lok skipulagstímans. Hugmyndin um Sundabraut er ekki ný af nálinni og Grafarvogsbúum vel kunn, en hún yrði eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins. Slysum myndi fækka, samgöngur yrðu til muna greiðari inn og út úr borginni, umferð létt af öðrum stofnbrautum og Grafarvogsbúar kæmust í mun betra vegasamband við hin stóru atvinnu-, verslunar-, og þjónustusvæði vestar í borginni. Ýmsar mjög dýrar leiðir hafa verið ræddar í sambandi við þessa framkvæmd, meðal annars göng undir Kleppsvík norðanverða, eða þá að hábrú yrði lögð frá Kleppi og yfir á Gufunes. Í ljósi afar bágrar fjár-

hagsstöðu þjóðarbúsins væri viturlegra að skoða ódýrari kosti og þá syðri leið, sem lægi sunnan athafnasvæðis Sam-

Björn Jón Bragason. skipa. Sundabraut yrði þá að mestu leyti á uppfyllingum í Elliðaárvogi og lægi

Skipt­um­um­bremsuklossa­og­diska

því næst upp með Gufunesi og yfir á Geldinganes. En góð vegtenging á Geldinganesið myndi skapa skilyrði myndarlegrar byggðar á þeim slóðum sem yrði kærkomin viðbót við Grafarvoginn. Þá mætti hugsa sér gott atvinnuhverfi á Gufunesi, meðal annars með uppfyllingum á þeim slóðum, en brýnt er að efla atvinnulíf austan Elliðaáa. Úr Gufunesi mætti leggja litla brú yfir í Viðey og þar færi vel á því að reisa nýtt hverfi í nálægri framtíð. Eins og sjá má á þessum stuttu hugleiðinginum býður Sundabraut upp á mikla möguleika og mun verða algjör bylting í umferðarmálum Grafarvogsbúa. Það lýsir mikilli skammsýni núverandi borgaryfirvalda að leggja alfarið til hliðar allar fyrirætlanir um þessa miklu samgöngubót. Höfundur er sagnfræðingur.


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/13 3:32 PM Page 17

17

Fréttir

Fulltrúar í skóla- og frístundaráði slaka á í veðurblíðunni í Gufunesi á milli dagskrárliða.

Fundur skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Skóla- og frístundaráð fundaði í Hlöðunni í Gufunesbæ þann 18. september. Á fundinum kynnti Atli Steinn Árnason forstöðumaður í frístundamiðstöðinni Gufunesbæ, ásamt starfsfólki, starfsemi útivistarsvæðisins í Gufunesi og þá möguleika og tækifæri sem svæðið býður upp á fyrir starfsstaði skóla- og frístundasviðs. Veðrið lék við fundargesti sem fengu sér ferskt loft og kaffi í grillskýlinu á milli dagskrárliða.

Félagsmiðstöðvadagurinn tíu ára og hátíð þann 6. nóvember Félagsmiðstöðvadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land þann 6. nóvember næst komandi og er þetta í tíunda sinn sem hann er haldinn í Reykjavík. Markmiðið með deginum er að gefa ungum og öldnum tækifæri til að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi, kynnast starfinu sem þar fer fram og þeim viðfangsefnum sem verið er að vinna að.

Er leiðin greið? Garðeigendur eru hvattir til að klippa trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk, yfir gangstéttir og stíga. Höfum í huga: Umferðarmerki séu sýnileg, gróður byrgi ekki götulýsingu, gangandi og hjólandi eigi greiða leið um stíga og þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má gróður yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar. Tökum höndum saman – og hugsum út fyrir garðinn, klippum trén svo að leiðin sé greið allt árið!

Starfsfólk og unglingar munu kynna starfsemina, bjóða upp á veitingar og létt skemmtiatriði. Vonandi sjá sem flestir sér fært að kíkja í heimsókn í félagsmiðstöðvar Gufunesbæjar á félagsmiðstöðvadaginn. Nánari upplýsingar um tímasetningar og dagskrá verður að finna á heimasíðum félagsmiðstöðvanna á www.gufunes.is.

Reykjavíkurborg ı Þjónustuver 411 1111 ı www.reykjavik.is

AFMÆLISPAKKI AÐ VERÐMÆTI 320.000 KR. FYLGIR FORD FOCUS Í OKTÓBER Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Reynsluaktu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni Ford EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð. Ford Focus er einfaldlega frábær bíll. Spyrðu Focus eiganda – hann mun staðfesta það.

FORD FOCUS 5 DYRA FRÁ

3.490.000 KR. STATION FRÁ

3.640.000 KR.

fford.is ord.is

dyra/station, EcoBoost hö.. 6 gír gíraa beinskiptur beinskiptur.. El Eldsneytisnotkun blönduðum akstri 5,0/5,1 CO O2 11 114/117 fríttt í st stæði Reykjavík FFord ord FFocus ocus 5 dyr a/station, E coBoost bensín 1125 25 hö dsneytisnotkun í bl önduðum ak stri 5, 0/5,1 l/100 km. LLosun osun kkoltvísýrings oltvísýrings C 4/117 g/km. FFær ær frít æði í R eykjavík í 90 Tök ökum al Tökum allar bílaa uupp nýja. Brimborgg og FFord áskilja breyta mín. í ssenn. enn. T lar ttegundir egundir bíl pp í n ýja. Brimbor ord áskil ja ssér ér rrétt étt til að br eyta verði verði og búnaði án fyrirvara. fyrirvara. Útbúnaður og gerð gerð getur getur verið verið frábrugðin frábrugðin mynd mynd í auglýsingu. auglýsingu.

R eykja vík ur bor g okt óber 2013

REYKJAVÍKURBORG

GV


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janรบar.qxd 10/11/13 9:44 PM Page 18

18  

GV

Frรฉttir

%"&' ( )( 

 !" 

###$$ Sรถngkonan Fabรบla mรฆtir รก tรณnleikana รญ Grafarvogskirkju 14. nรณvember.

Stรณrtรณnleikar Lionsklรบbbsins Fjรถrgynjar 14. nรณvember: Rรบnar Geirmundsson

Sigurรฐur Rรบnarsson

Elรญs Rรบnarsson

รžorbergur รžรณrรฐarson

Alhliรฐa รบtfararรพjรณnusta Sรญmar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is โ€ข runar@utfarir.is

รštfararรพjรณnustan ehf. Stofnaรฐ 1990

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ร‚VkZg`hiยจร‚^;g^ร‚g^`hร“aV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ร‚VkZg`hiยจร‚^;g^ร‚g^`hร“aV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T Uร รžJ ร“ NUS

TA

OT TUร รžJร“NUS

TA

SMIรJUVEGI 22 (GRร†N (GRร†N GATA) GA AT TA) ยท 200 Kร“PAVOGI Kร“PAVOGI ยท SรMI: 567 7360

Landsliรฐiรฐ mรฆtir til leiks รญ Grafarvogskirkju

Fimmtudaginn 14. nรณvember n.k. klukkan 20:00 heldur Lionsklรบbburinn Fjรถrgyn Stรณrtรณnleika รญ Grafarvogskirkju til styrktar Barna- og unglingageรฐdeild LSH (BUGL) og Lรญknarsjรณรฐi Fjรถrgynjar. รžetta er ellefta รกriรฐ รญ rรถรฐ sem slรญkir tรณnleikar eru haldnir. Tรณnleikarnir eru orรฐnir fastur liรฐur hjรก stรณrum hรณpi fรณlks sem kemur hvert รกr og styrkir gott mรกlefni um leiรฐ og รพaรฐ nรฝtur frรกbรฆrrar tรณnlistar landsliรฐs tรณnlistarfรณlks. Fรฉlagar รญ Fjรถrgyn eru รพakklรกtir fyrir stuรฐning รพessa hรณps. Tรณnlistarfรณlkiรฐ รก einnig heiรฐur skilinn fyrir aรฐ leggja รพessu mรกlefni liรฐ. Fjรถrgyn hefur annast rekstur tveggja bifreiรฐa fyrir starf meรฐ skjรณlstรฆรฐingum BUGL og fyrir vettvangsteymi BUGL. Nรฝveriรฐ hefur veriรฐ gengiรฐ frรก samkomulagi viรฐ Sjรณvรก og N1 um stuรฐning

viรฐ รพetta verkefni nรฆstu 3 รกrin. Einnig hefur Fjรถrgyn lagt BUGL til margvรญslegan tรฆkjabรบnaรฐ til aรฐ efla starf gรถngudeildar viรฐ greiningarvinnu. ร nรฆstunni er stefnt aรฐ รพvรญ aรฐ innrรฉtta sรฉrstakt viรฐtalsherbergi รญ sรฉrรบtbรบinni รญbรบรฐ sem legudeild BUGL notar sem hluta af fjรถlskyldumeรฐferรฐ. Lรญknarsjรณรฐur Fjรถrgynjar hefur stutt viรฐ unglingastarf Grafarvogskirkju og meรฐferรฐarheimiliรฐ Stuรฐla. Eins hafa tugir fjรถlskyldna รญ Grafarvogi og Grafarholti รพegiรฐ matarpakka aรฐ gjรถf fyrir hver jรณl undanfarin รกr. Allt er รพetta fjรกrmagnaรฐ meรฐ tekjum af Stรณrtรณnleikum klรบbbsins. Allir sem tรถk hafa รก eru hvattir til aรฐ tryggja sรฉr miรฐa รก komandi tรณnleika og hlรฝรฐa รก landsliรฐ tรณnlistarfรณlks leika listir sรญnar รญ Grafarvogskirkju. รžar koma meรฐal annars fram eftirtaldir listamenn:

Gissur Pรกll Gissurarson, Pรกll Rรณsinkrans, Garรฐar Thor og รžรณra Einarsdรณttir, Stefรกn Hilmarsson og Eyjรณlfur Kristjรกnsson, Hera Bjรถrk, Voces Masculorum, K.K., Jรณhann Friรฐgeir og Hulda Garรฐars, Regรญna ร“sk og Matthรญas Stefรกnsson, Raggi Bjarna og Lay Low og Domus Vox flytja tรณnlist sรญna viรฐ gรณรฐar aรฐstรฆรฐur รญ einni stรฆrstu kirkju landsins. Stรณrsnillingurinn Jรณnas รžรณrir annast undirleik. Verรฐ aรฐgรถngumiรฐa er 4.000,- og verรฐur miรฐasalan dagana 26. oktรณber til 13. nรณvember hjรก N1 รrtรบnshรถfรฐa, Bรญldshรถfรฐa og Gagnvegi. Einnig hjรก Olรญs รlfheimum og Gullinbrรบ. Einnig verรฐur miรฐasala รก midi.is sem er meรฐ afgreiรฐslustaรฐi รญ Brim รญ Kringlunni, Brim Laugavegi 71 og hjรก Midi.is Skaftahlรญรฐ 24.

Frรกbรฆr gjรถf fyrir veiรฐimenn Grรถfum nรถfn veiรฐimanna รก boxin Uppl. รก www.Krafla.is (698-2844)

Karlakรณrinn Stefnir kemur fram รก tรณnleikunum รญ Grafarvogskirkju 14. nรณvember.


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/11/13 9:41 PM Page 19

19

GV

Höfðaútibú Arion banka er eitt stærsta útibú bankans en þar starfa 36 manns. Á annarri hæð útibúsins er að finna svokallaða vottaða fjármálaráðgjafa einstaklinga en þeir veita viðskiptavinum ráðgjöf hvort sem varðar fjármögnun, sparnað eða lífeyrismál. Marta Sólveig Björnsdóttir starfar sem þjónustustjóri fjármálaráðgjafa einstaklinga í Höfðaútibúi. „Fjármálaráðgjafinn gegnir stóru hlutverki í lífi viðskiptavinarins,“ segir Marta Sólveig. „Hann kemur við sögu á mikilvægum tímapunktum í lífi viðskiptavina s.s. í fasteignaviðskiptum og þá skiptir miklu máli að fjármálaráðgjafinn leitist við að finna bestu lausnina fyrir viðskiptavininn.“ Rúm tvö ár eru liðin síðan vottun fjármálaráðgjafa var innleidd á Íslandi að norrænni fyrirmynd og síðan þá hafa 22 starfsmenn Arion banka lokið vottunarnámi sem spannar tvær annir í Háskólanum í Reykjavík. Margar stofnanir, fyrirtæki og félög standa að baki náminu enda eru allir á sama máli um mikilvægi þess að fjármálaráðgjafar séu vel menntaðir og hæfir til að veita viðskiptavinum sínum sem besta ráðgjöf.

Fjölbreytt starf Marta Sólveig hefur starfað í Höfðaútibúi síðan í byrjun árs en þar áður starfaði hún í útibúi bankans í Mosfellsbæ. „Starfið mitt er mjög

Fjármálaráðgjafar einstaklinga í Höfðaútibúi: Marta Sólveig, Valdís, Hákon og Friðjón.

Snjallt að íkja á ok kkíkja kur okkur á adal.is

fjölbreytt og skemmtilegt og felst meðal annars í því að ráðleggja aðilum í verðbréfa- og sjóðaviðskiptum, um lífeyrissparnað og fasteignaviðskipti og í raun allt þar á milli. Góður fjármálaráðgjafi þarf að búa yfir mörgum góðum kostum ásamt sérhæfðri þekkingu á vöruframboði bankans eins og íbúðalánum, innlánum, verðbréfasjóðum og lífeyrissparnaði. Ég er ekki í nokkrum vafa um að vottunarnámið auki hæfileika fólks til greiningar og ráðgjafar til muna.“

Góður hópur Í samrýmdu teymi fjármálaráðgjafa einstaklinga í Höfðaútibúi starfa, ásamt Mörtu, Friðjón, Hákon og Valdís en þau hafa öll lokið vottunarnáminu. „Mórallinn er rosalega góður hjá fjármálaráðgjöfunum. Við hjálpum hvort öðru og vitum að við eigum alltaf hauk í horni ef okkur vantar aðstoð eða ráðleggingar með einhver málefni. Viðskiptavinir hafa alltaf gott aðgengi að okkur og við erum til þjónustu reiðubúin frá 9 til 16 alla virka daga.“ Gott er að panta tíma hjá fjármálaráðgjafa í gegnum vefsíðu bankans, www.arionbanki.is, eða með því að hringja í þjónustuver bankans. Eins er hægt að kíkja við á annarri hæð í Höfðaútibúi þar sem tekið er vel á móti gestum og gangandi.

RT ÞÚ Þ HJÁ AÐ AÐALSKOÐUN ALSKOÐUN ERT

DU Í GÓÐUM HÖNDUM inu og eina í V ið erum með fjór ar skoðunarst öðvar á höfuðbor garsvæðinu Við fjórar skoðunarstöðvar höfuðborgarsvæðinu R eykjanesbæ. Þaulr eyndir og þjónustulipr ir fag menn tak Reykjanesbæ. Þaulreyndir þjónustuliprir fagmenn takaa á móti þér á þeim öllum. H lökkum til að sjá þig! Hlökkum Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár

Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með á næsta ári. Skráðu bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt dsneytisúttekt. O Opið pið k kl. l. 8-17 8 -17 vir virka ka daga – sími 590 6900

Reykjavík

Reykjavík

Hafnarfjörður

Kópavogur

Reykjanesbær

Grjóthálsi 10 Sími 590 6940

Skeifunni 5 Sími 590 6930

Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900

Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935

Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970

www.adalskodun.is og www.adal.is

Er tölvan þín brotin, hæg eða biluð? Ekki fara í kerfi, komdu í Tölvukerfi . ‡+MiRNNXUHUVWXWWXUELêWtPLRJJyêîMyQXVWD ‡6HOMXPQRWDêDURJQìMDUW|OYXU ‡(LQVWDNOLQJVRJI\ULUW NMDîMyQXVWD Tölvukerfi ehf. V 534 4200 ZZZWROYXNHUILLV +|IêDEDNND5H\NMDYtN

Tölvukerfi

/ = Ð ;( / Ø : 0 ð : Ð ( ¶    

Góð ráðgjöf getur bókstaflega verið gulls ígildi

Fréttir


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 7:19 PM Page 20

20

GV

Fréttir Opus lögmenn:

Engar bætur enginn kostnaður ,,Þegar einstaklingar lenda í slysum sem valda tímabundnu eða varanlegu tjóni er hafa mikilvægt að úrlausn þátta tengdum slysinu sé sinnt af lögmönnum með viðamikla reynslu á þessum málaflokki. Að í öllu ferlinu eftir slysið sé unnið eins faglega og mögulegt er svo takmarka megi tjón einstaklingsins frekar og hámarka jafnframt mögulegar bætur,‘‘ segir Grímur Sigurðarson, hæstaréttarlögmaður hjá OPUS lögmönnum en Grafarholtsblaðið tók hann og Erlend Þór Gunnarsson, hæstaréttarlögmann, og framkvæmdastjóra OPUS lögmanna, tali nýverið. ,,Lögfræðistofan OPUS lögmenn, sem er metnaðarfull og framsækin lögmannsstofa í hjarta miðborgarinnar, er að detta í 7 ára afmælið, þann 1. desember nk. Upphaf stofunnar má rekja til þess að sumarið 2006 ákváðum við félagarnir, ég, Grímur Sigurðarson og Oddgeir Einarsson, hæstaréttarlögmaður, allir uppaldir Árbæingar, að söðla um og stofna lögmannsstofu sem hefði ákveðna sérstöðu á þessum markaði,‘‘ segir Erlendur Þór Gunnarsson. ,,Við vorum með skýra sýn á hvernig lögmannstofu við vildum byggja upp, að um stofuna léku ferskir vindar, samhliða því að veita ávallt persónulega og faglega þjónustu, og ég tel okkur hafa staðið fyllilega undir því markmiði. Af

sömu ástæðum framkvæmdum við ýmsa nýja þætti í rekstri lögmannsstofa á Íslandi, eins og að bjóða uppá að hægt væri að ná í lögmenn stofunnar allan sólarhringinn og að hafa heimasíðu stofunnar á 20 tungumálum, svo eitthvað sé nefnt,‘‘ segir Erlendur. Allt frá upphafi hefur stofan sett fókusinn á lögfræðitengda þætti er varða einstaklinga og hið daglega líf. ,,Fyrst og síðast hafa OPUS lögmenn frá upphafi sett sér það markmið að bjóða upp á persónulega og faglega þjónustu fyrir einstaklinga. Þrátt fyrir að stofan starfi á flestum sviðum lögfræðinnar þá hefur fókusinn á einstaklinginn alltaf verið aðalatriðið og í miklum hávegum hafður hjá okkur. Hér er allt undir, allt frá málum sem upp geta komið í hjúskap fólks, erfðaréttarmál eða mál sem varðar fasteignir fólks en jafnframt hafa lögmenn stofunnar áratugar reynslu af slysamálum.‘‘

Fagleg og persónuleg þjónusta í öllum slysamálum

,,Allt frá því að stofan var stofnuð hefur skaðabótasvið stofunnar verið stór hluti af starfseminni en sviðinu er stýrt af Evu Hrönn Jónsdóttur hæstaréttarlögmanni og Grími,‘‘ segir Erlendur.

Erlendur Þór Gunnarson hrl., Eva Hrönn Jónsdóttir hrl. og Grímur Sigurðarson hrl. hjá Opus lögmenn. ,,Helstu verkefni sviðsins snúa að því að réttarstaðan er metin og ráðgjöf veitt án halda að ef fólk lendir í bílslysi og sé í órétti gæta réttar einstaklinga og innheimta kostnaðar, og til enda, þegar uppgjör fer þá eigi það engan rétt á bótum. Þetta er alrskaðabætur fyrir líkamstjón sem þeir kunna fram. Það er afar mikilvægt að okkar mati að angt og höfum við t.a.m. í fréttablaðinu okkað hafa orðið fyrir. Einstaklingar sem til stof- sami lögmaður sjái um allan feril málsins ar og í greinaskrifum reynt að upplýsa fólk unnar leita hafa orðið fyrir líkamstjóni í gagnvart viðskiptavinum okkar. Við heyrum um staðhæfingar sem við heyrum reglulega hvers konar slysum. Algengast er að um sé líka á þeim hversu ánægðir þeir eru með og eru rangar. Af þeirri ástæðu einni er ljóst að ræða tjón vegna umferðarslysa, vinnu- þessa þjónustu. Þeim finnst mjög mikilvægt að fólk á alltaf og án tafar að leita til lögslysa eða slysa í frítíma. Við gætum réttar að vita af sama lögmanninum í öllu ferlinu, manns og fá ráðgjöf um réttarstöðu sína, viðskiptavina okkar gagnvart hverjum þeim alveg frá fyrsta fundi og þar til málið er gert sama hver atvik voru sem leiddu til líkamsem þeir kunna að eiga rétt hjá vegna um- upp. stjóns hjá viðkomandi. Hjá okkur er staðan ræddra slysa og tryggjum þannig að þeir fari ,,Það virðist þó enn gæta talsverðar sú að við veitum ávallt viðtal án tafar og ekki á mis við bótarétt sem þeir sjálfir jafn- vanþekkingar hjá fólki hvað varðar rétt til ráðgjöf án kostnaðar í öllum slysamálum og vel vissu ekki að þeir ættu,“ segir Grímur. skaðabóta vegna slysa. Gott dæmi um það er viðskiptavinur fer þá frá okkur með skýra Grímur segir það sérstöðu OPUS lög- að í langflestum tilvikum eiga einstaklingar mynd á því hver réttur hans til bóta er í raun manna í slysamálunum til dæmis felast í því rétt á fullum skaðabótum frá tryggingar- og veru. Og reglan er skýr; ef engar bætur að geta boðið uppá þrjá hæstaréttarlögmenn félögum vegna vélsleða-, bifhjóla-, sjó-, fjór- fást þá er enginn kostnaður vegna allrar okksem sinna máli viðskiptavinarins á öllum hjóla- og flugslysa,‘‘ segir Grímur. ,,Eins má ar vinnu í málinu.” stigum þess, allt frá fyrsta viðtali, þar sem nefna hér umferðarslysin en sumir virðast

Þér er boðið í veislu á Tapas bar Það var ...

of mikill

pappír

vanda sig! d i !

í tunnunni ... þegar við komum

Þess vegna var tunnan ekki losuð. Flokka þarf pappírinn frá. Kynntu þér breytta sorphirðu á síðunni pappírerekkirusl.is eða í síma: 411 11 11

EKKI LOSAÐ

Eftir 10. október verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar.

Öll vitum við að veitingastaðir eru misvel sóttir, nýir birtast og aðrir hverfa af sjónarsviðinu. Svo eru aðrir sem lifa við góðan orðstýrr svo árum og áratugum skiptir. Það er ekki að ástæðulausu að Tapas-barinn heldur nú uppá 13 ára afmæli sitt um þessar mundir. Tapasbarinn er einn vinsælasti veitingastaður borgarinnar. Þar kemur margt til. Notalegt andrúmsloft, frábær matur, verði stillt í hóf og frábær þjónusta. Sjálf afmælisveislan er haldin 21. og 22. október, með sérstökum tilboðsverðum þar sem 10 vinsælustu tapasréttirnir eru aðeins á kr. 590.- hver réttur, Spænskt Cava glas á kr. 490, Peroni

bjórinn á kr. 590.- og léttvínsglasið á kr. 690.- Svo fá allir sneið af hinni margrómuðu og ljúffengu súkkulaðitertu Tapas í eftirrétt. Í fyrra á 12 ára afmælinu komu um 2000 gestir á meðan hátíðin stóð. Að vanda heldur Tapas-barinn uppá afmælið á veglegan hátt með frábært happdrætti fyrir alla þá sem koma í heimsókn fram að og yfir afmælisdagana. Til að taka þátt í happdrættinu er nóg að líta við og fylla út happdrættismiða á staðnum. Ekki er nauðsynlegt að fá sér að borða. Vinningarnir eru sérstaklega veglegir eins og síðustu ár. Fyrsti vinningur er

draumaferð í eina viku fyrir tvo til Teneriefe þar sem allt er innifalið. Verðmæti ferðarinnar er um 400.000.krónur. Annar vinningur er 1 stk. I-Pad2 og síðan fjöldi góðra og skemmtilegra vinninga svo sem námskeið í salsadönsum, út að borða og nokkrir heilir kassar af eðalvínum. Það má enginn láta 13 ára afmæli Tapas-barsins framhjá sér fara. Bara mæta. Fylla út happdrættismiða og hver veit nema heppnin sé á næsta leiti? Við óskum Tapas til hamingju með 13 ára afmælið og hvetjum lesendur til að heimsækja Tapas-barinn og taka þátt í hátíðinni sem stendur til 22. október.

Bættu við blárri tunnu með einu símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is og sparaðu þér peninga og fyrirhöfn. Þú finnur allt um flokkunarreglurnar á pappirerekkirusl.is.

– Takk Takk fyrir fyrir að að flokka flokka! flokka!

Frá vinstri Bjarki, Huld, Bento, Carlos og Mundi á Tapas bar.

Þjónusta í þínu hverfi Tréperlur

Gæðavottað réttingar og málningarverkstæði Tjónaskoðun. Bílaleiga

Mikið úrval af skartgripaefni. Leðurólar og segullásar. Skartgripanámskeið Erum á Facebook

www.glit.is

GB Tjónaviðgerðir ehf. Dragháls 6-8 - 110 Rvk

S: 567-0690 tjon@tjon.is • www.tjon.is

Öflugir fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali. Bíldshöfða 18 - sími: 5870600 - www.tomstundahusid.is


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/14/13 3:53 PM Page 21

21

GV

Fréttir

Afmæli í Kelduskóla Vík Í frístundaheimilinu Vík, sem starfrækt er af Gufunesbæ í Kelduskóla Vík, er haldið upp á afmælisdaga barnanna einu sinni í mánuði. Í september var haldinn fundur með öllum börnunum sem eiga afmæli í ágúst og september og þar settu þau fram óskir sínar um hvað þau vildu gera. Föstudaginn 20. september var síðan afmælisdagurinn haldinn og fengu afmælisbörnin að sitja við dúkað borð með blöðrum, afmælisdiskum og glösum. Börnin vildu hafa skotbolta í íþróttasal, föndur, perlur, spil og margt fleira og voru allar óskir uppfylltar. Í 3. bekk er leyniráðið byrjað að starfa. Það er hluti af barnalýðræði í frístund og er það ein leiðin fyrir börnin sjálf til að hafa áhrif á starfið. Hópurinn sem réði ríkjum nú í september kallaði sig ,,Leyniliðið“. Þau skipulögðu ferð sem þau vildu fara í, fundu þema og bjuggu til auglýsingar fyrir önnur börn í árganginum. Ákveðið var að fara í Krakkahöllina, hafa búningaþema og snæða pítsur. Mánudaginn 7. október var síðan haldið í ferðina og skemmtu þau sér gífurlega vel. Næsta leyniráð hefur nú þegar hafist handa við skipulagningu næstu ferðar og verður spennandi að fylgjast með hvert farið verður næst.

Spenna í rútunni á leiðinni á landsmót Samfés.

Ferð á landsmót Samfés

Það er alltaf nóg að gera hjá krökkunum í Kelduskóla Vík.

Þessi nemandi skemmti sér vel.

Nokkrir sprækir unglingar úr félagsmiðstöðvum Gufunesbæjar fóru á landsmót Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) á Hvolsvelli helgina 4. – 6. október. Þar komu saman um 400 unglingar af landinu öllu. Krakkarnir tóku þátt í einni „léttri“ smiðju á borð við sushi-gerð, útieldun og skartgripagerð og svo einni „þyngri“ smiðju þar sem t.d. var fjallað um árangursrík samskipti, sjálfsrýni, fjölmiðlalæsi og jafnrétti. Á laugardagskvöldinu var ball fyrir gesti landsmótsins og á sunnudagsmorgninum fór fram svokallað landsþing þar sem krökkunum var skipt upp í umræðuhópa um áhugaverð málefni. Unglingarnir frá Gufunesbænum voru til fyrirmyndar og stóðu sig vel eins og fulltrúar unglinga úr öðrum félagsmiðstöðvum.

Gaman saman á landsmóti amfés.


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/13 2:10 PM Page 22

22

GV

Fréttir

Glæsilegt einbýli við Salthamra - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs í Spönginni Salthamrar einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Vorum að fá í einkasölu á góðum stað, glæsilegt og vandað einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr og fallegum garði við Salthamra í Reykjavík. Húsið skiptist í anddyri, vinnuherbergi,

Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf.

gesta salerni með flísum á gólfi, eldhús hurðaopnari er í bílskúr og mikið með góðri ljósri innréttingu og ágætum geymslupláss í honum, gólf er málað í tækjum, borðstofu, stofu, eitt stórt svefnbílskúr. herbergi sem er í raun teiknuð sem tvö og Garður er í góðri rækt, hellur eru framer hurðarop með hurð í og aðeins þarf að an við húsið og hellulögð verönd með setja upp millivegg. Hjónaherbergi með skjólgirðingu út frá stofu. Allir innveggir stórum fataskápum. Baðherbergi með eru hlaðnir og loftplata steypt. gluggum, sturtu, baðkari og ljósri Staðsetnig er mjög góð í lokuðum botninnréttingu. Baðherbergi er flísalanga í grónu hverfi. Mjög mikið og fallagt í hólf og gólf. Þvottaherbergi legt útsýni er úr húsinu til norðurs og vestmeð flísum á gólfi. Stórt og opið urs. Húsið er alls 185,3 fm og þar af er hol er í miðju húsinu og innanbílskúr 30,2 fm. gengt er í rúmgóðan bílskúr. Geymsluris er yfir húsinu. Gólfefni eru flísar og parket. Öll rými fyrir utan forstofu, baðherbergi, þvottahús og gestasalerni eru parketlögð. Innréttingar eru vandaðar og vel með farn- Eldhúsið með góðri ljósri innréttingu og ágætum tækjum. ar. Sjálfvirkur

Stofur eru rúmgóðar og með fallegu parketi.

!

70%-90% íbúa í Grafarvogi lesa Grafarvogsblaðið Þarft þú að koma skilaboðum áleiðis? Auglýsingin þín skilar árangri í G V

587-9500 !


GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/13/13 2:07 AM Page 23

$

#

Frábærar gjafir á góðu verði "$

#$

"$ !

Verið velkomin í nýtt útibú á Höfðabakka Íslandsbanka við Hraunbæ Mosfellsbæ fellsbæ haf hafa nýtt Útibú Íslandsbank av ið Gullinbrú, Gullinbr ú, í Hra unbæ og Mos a nú nú verið ver ið ssameinuð ameinuð í n ýtt og glæsilegt glæsilegt útibú Höfðabakka útibúinu eru þegar þessara ú tibú á Höf ðabakka 9. Í ú tibúinu er uþ egar teknir til sstarfa tar fa 23 rreynslumiklir eynslumiklir sstarfsmenn tar fsmenn allra þ essara þriggja útibúa, svo viðskiptavinir bankans geta gengið gömlu vísum. þr iggja ú tibúa, sv o að v iðskiptavinir bank ans g eta g engið þar að ssínum ínum g ömlu tengiliðum v ísum. Verið nýtt glæsilegt útibú. Ver ið velkomin velkomin í n ýtt og glæ silegt ú tibú.

Við b bjóðum jóðum g óða þjónustu þ þjón jónustu góða islandsbanki.is | Sími 440 4000

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 10.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 10.tbl 2013

Grafarvogsblaðið 10.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 10.tbl 2013

Profile for skrautas
Advertisement