Grafarvogsblaðið 8.tbl 2013

Page 4

4

Matgoggurinn

GV

Reyktur svartfugl, skötuselur og skyrterta - að hætti Aðalheiðar og Helga Hjónin Helgi Jökull Hilmarsson og Aðalheiður Stefánsdóttir, Hrísrima 19, eru matgoggar okkar að þessu sinni. Við skorum á lesendur að reyna uppskriftir þeirra.

1/2 hvítlauksostur. 1/2 dós sveppasmurostur. 2-4 msk rjómaostur. Hvítlauksduft, salt og pipar.

Snittur með reyktum svartfugli í forrétt

Skötuselur snyrtur til og skorinn niður í sneiðar ca 1 1/2 - 2 cm þykkar. Lagður a plötu og kryddaður með sítrónupipar. Látinn brjóta sig í 10-15 min og allur vökvi sem rennur af geymdur og nýttur i sósuna. Skerið niður papriku, sveppi, lauk. Laukur og paprikka svissuð á pönnu og kryddað með hvítlauksdufti. Geymið grænmetið i skál og steikið fiskinn í olíu á pönnu. Allur vökvi nýttur i sósuna. Geymið fiskinn og hellið öllu soði a pönnuna og bætið í einum fiskitening. Látið suðu koma upp og bætið við mjólk. Tilvalið er að nýta afganga af ostum i sósuna. Skerið t.d. hvitlauksost, sveppasmurost og rjómaost út í soðið. Þykkið með sósuþykkni. Bætið sveppunum, grænmetinu og fiskinum út í. Lækkið hitann og látið malla þar til fiskurinn er full-

Skerið snittubrauð í sneiðar og smyrjið með piparrótarsósu. Leggið smátt salatblað yfir og raðið sneiðum af svartfugli á. Látið svo litla teskeið af rauðlaukssultu ofan á.

Skötuselur í ostasósu í aðalrétt Fyrir um það bil 4 600 gr. Skötuselur. 1 paprika. 1 box sveppir. 1 laukur. 1 fiskiteningur. 1/2 l mjólk.

Matgoggarnir Helgi Jökull Hilmarsson og Aðalheiður Stefánsdóttir ásamt börnum sínum. eldaður, ca 5-10 min. Salt og pipar eftir þörfum. Berið fram með salati og hrísgrjónum.

Skyrterta með bláberjum í eftirrétt 1 pakki hafrakex. 1 dós vanilluskyr. 1/2 líter rjómi. Bláber eftir smekk. Myljið hafrakex og setjið í glermót. Hrærið skyrið vel, þeytið rjómann og hrærið varlega saman við skyrið. Ef þú átt mikið af bláberjum er gott að setja ca

GV-mynd PS

Ingibjörg og Sveinn eru næstu matgoggar

Helgi Jökull Hilmarsson og Aðalheiður Stefánsdóttir, Hrísrima 19, skora á Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur og Svein Björnsson, Stararima 47, að vera næstu matgoggar. Við birtum girnilegar uppskriftir þeirra í næsta Grafarvogsblaði í september. 200 gr í pott ásamt 2 msk af sykri og láta suðuna koma upp og stappa vel í. Kælið aðeins og hellið svo yfir skyrkökuna. Þekjið með heilum herjum og látið í kæli

í a.m.k. í klukkutíma, annars er hún betri daginn eftir og vel hægt að frysta. Verði ykkur að góðu, Helgi og Heiða


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.