gv-2009-09

Page 9

9

8

Kæru grannar í Grafarvogi!

Fréttir

GV

GV

Fréttir

Íslenska Gámafélagið vill þakka Grafarvogsbúum fyrir að samgleðjast okkur á 10 ára afmæli félagsins 5. september síðastliðinn. Alls komu 1500 manns í heimsókn til okkar og nutu góðra veiga, skemmtunar og fræðslu. Við viljum hvetja áhugasama um að hafa samband ef þeir vilja kynnast því starfi sem fram fer í endurvinnsluþorpinu Gufunesi. Hægt er að panta í síma 5775757 og fá leiðsögn um svæðið. Við hlökkum til að sjá þig. Kær kveðja,

Fjölmargir aðilar sem tóku við verðlaunum sínum á Grafarvogsdaginn fyrir fyrirmyndar garða og fallegar lóðir í hverfinu.

Grafarvogur skartar glæsilegum lóðum

Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins

Á Grafarvogsdaginn voru veittar viðurkenningar fyrir fallega garða og fyrirmyndarlóðir í hverfinu. Nefndina í ár skipuðu, auk undirritaðrar f.h. Hverfisráðsins Guðbrandur Guðmundsson frá Samfylkingunni og Jón Arnar Sigurjónsson frá Sjálfstæðisflokknum. Fagfólkið sem við fengum til liðs við okkur eru hjónin og Grafarvogsbúarnir Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur, Kristinn Þorsteinsson garðplöntufræðingur og fyrrum skógræktarstjóri, en þess má geta að þau fengu viðurkenningu fyrir glæsilegan garð sinn í fyrra. Í ár bárust 280% fleiri tilnefningar en í fyrra svo við sjáum á því að í Grafarvogi eru fjöldinn allur af geysilega flottum görðum og lóðum, sem fegra umhverfið okkar. Valið var geysilega erfitt fyrir dómnefndina. Þrjár lóðir við sérbýli þóttu standa upp úr. Þær voru mjög ólíkar þannig að ákveðið var að veita þeim öllum viðurkenningar því þær sýna þá geysilegu fjölbreytni sem er í lóðaflórunni í hverfinu.

Gufunesvegi - sími: 577-5757 - www.igf.is

Barna-og unglingastarf Skákdeildar Fjölnis hefur verið vel sótt öll árin og árangurinn ekki látið á sér standa.

Bæjarflöt 10 - 112 Reykjavík Sími 567 8686 info@kar.is www.kar.is

Grafarvogsblaðið Auglýsingar og ritstjórn 587-9500

Skákdeild Fjölnis hlaut Máttarstólpann

Hverfisráð Grafarvogs ákvað að veita Skákdeild Fjölnis hvatningarverðlaun ráðsins, ,,Máttarstólpann’’ fyrir árið 2009. Viðurkenningin er veitt ár hvert á Grafarvogsdegi fyrir framúrskarandi félagsstarf í Grafarvogshverfi. Skákdeildin þótti vel að þessum verðlaunum komin og fór Ragnar Sær Ragnarsson varaformaður hverfisráðsins nokkrum orðum um árangursríkt barna-og unglingastarf skákdeildarinnar þar sem árangur skákstarfs í Rimaskóla bar hæst.

veitti viðurkenningunni viðtöku úr hendi Guðrúnar Valdimarsdóttur framkvædarstjóra SAMFOKS.

Það var formaður skákdeildarinnar Helgi Árnason skólastjóri sem

Skákdeild Fjölnis hefur náð ótrúlegum árangri á þeim fimm árum

Skiptum um bremsuklossa og diska

Auk viðurkenningarinnar fylgir Máttarstólpanum peningaupphæð til félagsstarfseminnar. Helgi þakkaði hverfisráðinu þennan mikla heiður sem væri skákdeildinni mikil hvatning til áframhaldandi uppbyggingar skáklistar í hverfinu og styrkti verulega þá stefnu deildarinnar að hafa æfingar og skákmót á þeirra vegum ókeypis.

sem deildin hefur verið starfandi. Skáksveit Fjölnis vann sig upp úr fjórðu deild og upp í þá fyrstu á fjórum árum. A sveit Fjölnis með Héðin Steingrímsson stórmeistara í broddi fylkingar varð í 3. sæti á Íslandsmóti félagsliða árið 2009 og sló liðum eins og Taflfélagi Reykjavíkur aftur fyrir sig. Engin deild innan Fjölnis hefur náð jafn langt í deildarkeppni flokkaíþrótta eins og skákdeildini.

Logafold 38, eign Guðrúnar Haraldsdóttur og Sveins Ingibergssonar Þetta er ein af lóðum frumbyggjanna hér í hverfinu, því er garðurinn þroskaður. Hann hefur verið vel skipulagður í upphafi m.t.t. vali á tegundum sem blómstra á mismunandi tímum sumars. Það er augljóst að honum hefur verið vel við haldið í öll þessi ár. Há tré hafa á mjög smekklegan hátt verið stytt og snyrt þannig að útsýni og sólar nýtur vel í garðinum: Þetta er glæsi-

legur garður og vitnar um sérstaka umhyggju og smekkvísi. Parhúsalóð við Leiðhamra 28-30, eign Guðbjargar Eggertsdóttur og Kristjárn Aðalbjörnssonar, Selmu Einarsdóttur og Eggerts Kristjánssonar. Þessi lóð þótti einstök í landslaginu þar sem náttúran leikur aðalhlutverk og fær að njóta sín. Bergið samanstendur af hrauni sem rann frá eldstöðunum í Viðey og bergi frá síðustu ísöld. Allt sumarið er íslensk flóra í aðalhlutverki, sem skiptir litum á berginu. Á vorin er garðurinn nær hvítur þegar snætoppurinn vefur bergið, um hásumar kemur bláminn með fjólunni, síðsumars eru sterk gul rauðir litir vallhumals: Þetta er einstakur garður þar sem eigendur vinna í samstarfi við náttúruna. Sérbýlislóð við Gerðhamra 25 Þessi lóð hefur vakið athygli fyrir snyrtilegt skipulag þar sem sköpunarkraftur mannsins er í forgrunni. Efnið í lóðinni er sótt í íslenska náttúru, þar sem samspil mosavaxinna hraunsteina, rauðamalar og listaverka sem unnin eru úr lerki og birki. Annað sem vert er að taka fram er að lóð Reykjavíkurborgar fyrir framan garðinn, sem er sjávarlóð við göngustíginn, hafa eigendur snyrt vel þar sem Reykjavíkurborg hefur ekki sinnt sem skyldi: Þetta er afar sérstök

Fjölbýlishúsalóð Laufrima 4 Sérstaklega snyrtileg fjölýlishúsalóð, sem stendur við fjölfarna umferðagötu. Áhugi íbúa og samvinna í verndun umhverfis, m.a. með flokkun sorps er til fyrirmyndar en með því hefur íbúum tekist að lækka kostnað vegna sameignar: Þessi lóð er framúrskarandi snyrtileg og fylgir umhverfisvænni stefnu. Viðurkenningu sem veitt er fyrir lóðir stofnanna og fyrirtækja fékk Sambýlið á Barðastöðum 35. Þar búa fatlaðir einstaklingar sem með aðstoð, starfs-

Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, skrifar: fólksins og forstöðumannsins, Líneyjar Óladóttur, hafa skapað snyrtilega heildarmynd lóðarinnar sem vakið hefur athygli þeirra sem leið eiga um þetta fallega umhverfi við Barðastaðina: Lóðin fær viðurkenningu fyrir að vera falleg og snyrtileg lóð sambýlis, þar sem hugsað er um praktíska

nýtingu og notalegheit fyrir íbúana. Viðurkenningu fyrir götu eða botlanga fékk Fróðengi 6-8-10. Þessi botnlangi er framúrskarandi snyrtilegur og sérstakur m.t.t. þess að hér er um þrjár fjölbýlishúsalóðir að ræða sem allar eru samstæðar hverri annarri snyrtilegri en einnig að lóðirnar tengjast á skemmtilegan hátt þannig að heildarmynd botnlangans er afar stílhreinn. Frábær árangur samtakamáttar íbúa fjölbýlishúsanna til að skapa og viðhalda fallegu umhverfi hverfisins. Við viljum þakka öllum íbúum kærlega fyrir þátttöku þeirra í að vekja athygli á fallegu umhverfi og vonum að það megi verða hvetjandi fyrir okkur öll. Sérstaklega á þessum tímum sem eru þó tækifæri fyrir okkur að líta okkur nær og læra að hlúa að, meta það sem okkur er gefið með náttúrunni. Samstarf íbúa í hverfi sem þessu getur aukið gæði heilldarinnar. Þannig getum við hlúð hvert að öðru og hvatt til dáða á nýjum vettvangi. Þess má geta að Íbúasamtökin koma til með að fylgjast með þessum fallegu lóðum áfram til að leyfa hverfisbúum að kynnast blómálfum hverfisins og að vekja með því verðuga athygli á að fallegt umhverfi er heillandi og nærandi fyrir líkama, sál og anda og sem byggist ekki síst á framtaki okkar sjálfra. Myndir og frekari umfjöllun verða settar á www.ibuasamtok.com. Elísabet Gísladóttir

Rimaskóli vann Grafarvogshlaupið í 5. sinn á 5 árum

Á þessum tímamótum má geta þess að af þeim sjö keppendum sem Skáksamband Íslands sendi á EM unglinga á Ítlaíu í september voru þrír liðsmenn skákdeildar Fjölnis. Skákdeild Fjölnis og Skákakademía Reykjavíkur munu kappkosta að koma á skákkennslu í öllum grunnskólum hverfisins í vetur. Skákdeildin mun í samstarfi við Miðgarð halda grunnskólamótið í skák líkt og sl. þrjú ár. Vikulegar skákæfingar skákdeildarinnar verða áfram á laugardögum í Rimaskóla frá kl. 11:00 12:40. Gengið inn um íþróttahúsið. Fyrsta æfingin verður laugardaginn 3. október.

og skemmtileg lóð þar sem sköpun og andi liðinna tíma geymist í skemmtilegu umhverfi efnis sem sótt hefur verið í íslenska náttúru.

Sigurvegarar í fimmta sinn á fimm árum. Eyrún Ragnarsdóttir íþróttakennari lyftir glæsilegum bikar ásamt sigurreifum nemendum sínum úr Rimaskóla.

Grunnskólahlaupið, liðakeppni á milli nemenda í grunnskólum Grafarvogs var þreytt á Grafarvogsdeginum 5. september sl. Líkt og öll önnur fyrri ár hlaupsins þá komu, sáu og sigruðu nemendur Rimaskóla með nokkrum yfirburðum í hlaupinu. Um er að ræða boðhlaup á milli grunnskólanna þar sem tuttugu krakkar eru í hverju skólaliði, einn drengur og ein stúlka úr hverjum árgangi. Nemendur Eyrúnar Ragnarsdóttur íþróttakennara Rimaskóla fögnuðu vel og innilega eftir glæsilegan sigur lyftu bikarnum hátt á loft, hylltir af fjölmörgum stuðningsmönnum úr hópi foreldra, kennara og nemenda. Alls tóku fimm skólar þátt í hlaupinu að þessu sinni. Auk Rimaskóla voru það Borgaskóli, Víkurskóli, Hamraskóli og Húsaskóli sem sendu lið til keppni. Allir þátttakendur voru sér og skólunum sínum til mikils sóma og því við hæfi að allir fengju verðlaunapening að loknu hlaupi. Grunnskólahlaupið fór fram við Gufunesbæ í mildu haustveðri og við ákjósanlegar aðstæður.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.