Grafarvogsbladid 5.tbl 2009

Page 15

15

GV

Fréttir

Góður vetur að baki í körfunni hjá Fjölni - karlalið Fjölnis aftur í efstu deild á meðal þeirra bestu

Veturinn hjá körfuknattleiksdeild (kkd.) Fjölnis var góður og sýndu allir flokkar hjá félaginu góðan árangur. Meistaraflokkur karla spilaði í 1. deild, sem er næst efsta deild. Mikil uppstokkun varð hjá liðinu og t.a.m. voru einungis þrír leikmenn sem voru eldri en 20 ára. Strákarnir létu það ekkert á sig fá og var mikill kraftur og leikgleði hjá liðinu í vetur. Það er skemmst frá því að segja að liðið spilar aftur í efstu deild að ári og verður gaman að sjá þetta unga og efnilega lið okkar etja kappi við þá bestu aftur. Í úrslitum þurfti að vinna tvo leiki til þess að komast upp úr undanúrslitum og einnig í úrslitarimmunni sjálfri. Í undanúrslitakeppninni vann Fjölnir Hauka í hörkurimmu 2-1. Í úrslitaleikjunum sjálfum spilaði Fjölnir við Val og vann mjög svo sannfærandi tvo sigra og úrslitaleikinn með miklum yfirburðum. Kkd. Fjölnis vil þakka kærlega fyrir þann mikla stuðning sem liðið fékk í úrslitarimmunni og var nánast fullt hús á úrslitaleiknum gegn Val og gríðarleg stemming. Stjórn og leikmenn eru strax farnir að hlakka til næsta vetrar. Á lokahófi KKÍ voru Fjölnismenn svo verðlaunaðir eftir veturinn. Tveir af alefnilegustu leikmönnum landsins Ægir Þór Steinarsson og

Haukur Helgi Pálsson voru í liði ársins og Bárður Eyþórsson var valinn þjálfari ársins í 1. deild. Meistaraflokkur kvenna spilaði í efstu deild á þessu tímabili. Vegna efnahagsástandsins í þjóðfélaginu urðu stelpurnar að senda erlenda leikmann sinn heim og við tók erfiður vetur hjá mjög svo ungu og efnilegu liði okka. Urðu stelpurnar að sætta sig við fall í 1.deild. En stelpurnar eru staðráðnar í því að vinna sér sæti aftur í efstu deild að ári. Liður í því var að ráða Eggert Maríuson sem er mjög reyndur og hæfur þjálfari. Eggert er þegar byrjaður og bjóðum við hann velkominn í hópinn. Mikil stemmning er í unglinga og barnastarfi deidarinnar þar sem áhersla er lögð á að allir fái mikið út úr því að æfa körfu. Allir eru velkomnir hvort sem leikmenn koma að æfa til að verða afreksmenn eða til að bæta sig og hafa gaman af í leiðinni. Flestir yngri flokkarnir okkar voru í A-riðli eða í baráttu um að komast þangað bæði hjá strákum og stelpum. Hjá körlum kepptu 9. og 10. fl. karla í A-riðli en komust ekki í loka úrslit. 11. flokkur og Drengjaflokkur urðu Íslands- og bikarmeisararar ásamt því að verða Reykjavíkurmeistarar í sínum aldursflokki.

Unglingaflokkur karla tapaði í naumt á síðustu sekúndu í undanúrslitaleiknum við Keflavík með 5 stigum. Karlalið Fjölnis b var Íslandsmeistari eftir hörku úrslitaleik við blið Grindvíkinga. Í öllum flokkum félagsins urðu miklar framfarir og eru margir efnilegir leikmenn að koma upp hjá félaginu og er því framtíðin virkilega björt hjá okkur Fjölnismönnum. Hópbílamótið, sem er fyrir krakka 11 ára og yngri, var á sínum stað og voru um 400 krakkar sem komu og skemmtu sér konunglega. Þessi árlegi atburður hjá Fjölni er stærsti körfuboltaatburður á höfuðborgasvæðinu og hefur mælst mjög vel fyrir. Margir sjálfboðaliðar koma að Hópbílamótinu og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Á aðalfundi Kkd.Fjölnis urðu breytingar, formaður okkar til margra ára Jón Oddur Davíðsson lét af formennskustörfum en situr samt áfram í stjórn. Við keflinu tók Steinar Davíðsson sem hefur gegnt stjórnarstörfum hjá Kkd. Fjölnis til margra ára. Aðrir í stjórn Kkd. Fjölnis eru Gréta M. Grétarsdóttir, Anna Björk Bjarnadóttir, Hrafn Árnason, Karl West Karlsson, Eyjólfur Jónsson, Ragnar Torfason og Ingi Ólafsson.

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Sverrir Einarsson

Hermann Jónasson

Jón G. Bjarnason

Bryndís Valbjarnardóttir

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Reiskólinn Faxaból bíður upp á skemmtileg reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Eigum nokkur laus pláss á á reiðnámskeiðin Skráning hafin sumar-

námskeiðin 2009

21.júlí -upplýsingar 1.ágúst og Nánari 5.ágúst - 15.ágúst. í síma 822-2225 og 661-2425 Sjá nánar á

www.faxabol.is

Sumartilboð! Sumarkort (gildir til 10. september 2009) og 5 tímar í ljós á aðeins 19.900 kr. SPINNING UR

KETILBJÖLL KARFA

LYFTINGAR

Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is

SKVASS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Grafarvogsbladid 5.tbl 2009 by Skrautás Ehf. - Issuu